ÍSÍ Fréttir apríl 2013

Page 1

1. TBL. 2013

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Setningarávarp 71. Íþróttaþings ÍSÍ 2013 Ágætu þingmenn,

meðlima sinna og samfélagsins sem við höfum kosið að nefna „efnahagsreikning mannauðs“.

Heiðursfélagar ÍSÍ, formaður Ungmennafélags Íslands,

Munum við hleypa því átaki formlega af stokkunum á morgun.

Góðir þingfulltrúar og aðrir gestir, Ég býð ykkur velkomin til Íþróttaþings. Við höldum nú Íþróttaþing í viðburðarríks 100 ára afmælisárs.

kjölfar

ÍSÍ hefur átt góða samfylgd með íslenskri þjóð þessa aldarvegferð, hefur axlað samfélagslega ábyrgð og vaxið í að verða stærsta fjöldahreyfing landsins með tugþúsundir sjálfboðaliða sem á hverjum degi vinna samtökunum og þjóð sinni mikið gagn. ÍSÍ leggur rækt við þessa miklu sjálfboðaliðastarfsemi og hefur á undanförnum árum þróað kerfi sem miðar að því að skrásetja sjálfboðaliðastarfið – að gera íþróttafélögum og sambandsaðilum kleyft að sjá með áþreifanlegum hætti umfang sjálfboðaliðastarfseminnar – að gera þeim kleyft að veita sínum sjálfboðaliðum viðurkenningar – og opna möguleika á að skila sérstökum reikningsskilum til

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-

Ég hygg að þrátt fyrir að stöðugt sé hamrað á umfangi sjálfboðaliðastarfseminnar þá geri fáir sér í reynd grein fyrir því hversu umfangsmikil hún er – hversu samfélagslega verðmæt – og hversu mikil margföldunaráhrif hún hefur á hverja krónu sem til starfseminnar er veitt. Með sama hætti er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þessi starfsemi er engan veginn sjálfgefin – og getur á stuttum tíma hrunið til grunna ef ekki er hlúð að þessari auðlind með viðeigandi hætti. Endurteknar vísindalegar rannsóknir staðfesta að skipuleg iðkun ungmenna á íþróttum er besta forvörn sem völ er á gagnvart vágestum áfengis, tóbaks og fíkniefna – og bætir jafnframt árangur þeirra í námi. Þetta þekkjum við öll – þetta viðurkennum við öll. Á fundi sem íþróttahreyfingin hélt með forystumönnum stjórnmálaflokka í tengslum við gerð fjárlaga í nóvember voru þessar niðurstöður mjög almennt viðurkenndar, en þar kom meðal annars fram – vissulega heiðarlegt – sjónarmið fulltrúa eins flokksins, þ.e. að þrátt fyrir að viðkomandi væri fullkomlega sammála þessum sjónarmiðum þá væri „dýrt að vera fátækur“. Hér vil ég taka einfalda samlíkingu af bifeiðaárekstri. Menn geta í grunnatriðum valið um þrjár leiðir til að ráðstafa fé til þess málaflokks. Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir árekstur með fræðslu, gildismati og áhrifum á lögmæta hegðun. Í öðru lagi geta menn lagt áherslu á viðbragðsáætlun, regluverk, refsingar og eftirlit sem gilda um slysavettvanginn...eða í þriðja lagi ákveðið að ráðstafa fjármunum til læknisþjónustu, endurhæfingar og bifreiðaviðgerða. Eflaust verður aldrei hægt að draga skýrar línur þar sem einn þátturinn útilokar hina – en hinsvegar er afar mikilvægt ef sýnt er fram á að forvarnarþátturinn sé í senn sá 1

ódýrasti og áhrifamesti þá hljóti vilji að standa til þeirrar leiðar – svo ekki sé minnst á að tekið sé tillit til þjáninga fórnarlamba og óbeins skaða samfélagsins. Íslenskt samfélag glímir við mikinn vanda í formi stóraukins kostnaðar heilbrigðiskerfis við lífsstílssjúkdóma sem best verður unnið gegn með hollri hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum. Óumdeilt er að eitt stærsta afl í þeirri baráttu er starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Því hlýtur sú spurning að vera áleitin hvers vegna stjórnvöld hafa ekki óskað eftir umfangsmiklum sáttmála á þessu sviði við íþróttahreyfinguna. Svarið liggur ekki í augum uppi – og hlýtur að vera dýpra en að það sé „dýrt að vera fátækur“. Eflaust má setja þetta í samhengi við þá staðreynd að áþreifanlegur árangur tekur ef til vill lengri tíma en eitt kjörtímabil Alþingis – og því ekki vel fallið til skammtímavinsælda – en önnur skýring kann einfaldlega að vera sú að íþróttahreyfingin sinnir þessu starfi hvort sem hún nýtur stuðnings eða ekki. Þessi fórnfýsi er án efa sá bakgrunnur sem kom svo berlega í ljós við efnahagshrunið fyrir tæpum fimm árum síðan – að fórnfús og þolinmóð íslensk íþróttahreyfing byggði á afar veikum fjárhagslegum grunni – sem leiddi til þess að niðurskurður og forsendur fjárlagagerðar ríkisvaldsins bitnaði margfalt


Setningarávarp 71. Íþróttaþings ÍSÍ 2013, frh. verr á framlögum til íþróttamála en nokkrum sambærilegum geira samfélagsins.

nágrannaríkjum okkar langt að baki í opinberum framlögum.

Menn komust að því að stoðir atvinnulífsins gátu hrunið á einni nóttu – að bakgrunnur heimila til greiðslu félagsgjalda hyrfi á skömmum tíma – að auknir skattar yrðu lagðir á starfsemina – að gengisþróun nær tvöfaldaði kostnað við afreksstarf á nokkrum mánuðum – að tímabundin framlög til Ólympískra verkefna yrðu hreinlega þurrkuð út af fjárlögum – að undirritaðir samningar um ferðakostnað innanlands og föst framlög til sérsambanda yrðu ekki efndir samkvæmt efni sínu – og að þrátt fyrir þessi áföll yrðu opinber framlög til íþróttarheyfingarinnar á fjárlögum skorin niður.

Við þurfum að fylgja eftir vilyrðum stjórnvalda – þar með talið mennta- og menningarmálaráðherra að okkar fremsta afreksfólk í íþróttum skuli njóta sambærilegra tekjukjara og til að mynda okkar ágæta listafólk eða stórmeistarar í skák – „afreksmannalaun“ – og njóti auk þess viðeigandi persónu- og lýðréttinda vegna íþróttaiðkunar sínar, hvort heldur það lýtur að aðgangi að Lánasjóði námsmanna, heilbrigðiskerfi eða öðru aðgengi að samfélagsþjónustu vegna langdvalar erlendis.

Það sem kannski er alvarlegast í þessari stöðu er að sú mikla samfélagslega forvarnarstarfsemi sem íþróttahreyfingin stendur fyrir hefur orðið að tekjustofni fyrir ríkissjóð – í ljósi þeirra opinberu gjalda sem íþróttahreyfingin greiðir fer einungis hluti til baka í framlögum á fjárlögum. Getur það verið eðlilegt að ríkissjóður hagnist á slíkri starfsemi? Er ekki ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis og gefa þurfi spilin upp á nýtt? Við þurfum að líta til framtíðar og marka okkur nýja stefnu frá grunni varðandi fjármál íþróttahreyfingarinnar. Við þurfum að ræða raunverulega fjárþörf – sem fjárfestingu samfélagsins í starfsemi sem skilar margfalt meiru en hún kostar – margfalt meiru – og gefur þjóðinni sem viðbót sínar stærstu gleði- og sigurstundir sem efla þjóðarstolt og sameiningu þjóðarinnar. Við höfum bent á að stjórnmálamönnum hefur ekki þótt leiðinlegt að standa í kastljósi athygli við heimkomu okkar glæsilega afreksfólks eftir góðan árangur á alþjóðavettvangi. Fyrir það erum við þakklát, en við teljum skyldu þeirra að taka þátt að skapa slíkar gleðistundir til framtíðar. Sú fjárþörf sem um ræðir er nokkrum sinnum stærri en þær fjárhæðir sem nú er að finna á fjárlögum – og þær fjárhæðir þurfa að nást á næstu árum. Hækkun heildarframlaga ríkissjóðs í milljarð á næsta kjörtímabili er út af fyrir sig ekki óeðlilegt skref. Við þurfum ennfremur að skoða upptöku skattaívilnana – svo sem endurgreiðslu virðisaukaskatts og tryggingargjalds– líkt og þekkist m.a. á Norðurlöndunum. Þetta er eðlilegt í ljósi þess sjónarmiðs að íþróttahreyfingin sé ekki tekjustofn fyrir ríkisvaldið. Það er staðreynd sem ráðuneytið hefur þegar viðurkennt að við stöndum

samráðs við íþróttahreyfinguna. Skólalóðir og vettvangur æskulýðsstarfs hafa of oft tekið mið af útlitshönnun frekar en notagildi hollrar hreyfingar, leikja og íþrótta. Úr því þarf að bæta, og þar með nýtingu og hagkvæmni þeirra kostnaðarsömu mannvirkja – öllum til hagsbóta. Jafnframt er það skylda íþróttahreyfingarinnar að gæta þess að kröfur hennar um byggingu íþróttamannvirkja séu byggðar á skynsömum hagkvæmnissjónarmiðum – og að notagildi ráði för umfram útlitshönnun og jafnvel íburð. Gæta skal að hagkvæmni

Við þurfum að verja hugverkaréttindi íþróttahreyfingarinnar og efla þær tekjur – raunar þvert gegn þjóðnýtingarhugmyndum stjórnvalda á grundvelli tilskipunar ESB um útsendingu íþróttaviðburða í ólæstri dagskrá. Við höfum fordæmi STEF gjalda varðandi tónlist, og hljótum að gera sambærilegar kröfur um hugverkaréttindi íþróttaviðburða – í stað þess að þróa þau mál í þveröfuga átt. Við þurfum þó ávallt að gæta þess að sjálfstæði – sjálfsforræði – og gildi íþróttahreyfingarinnar verði aldrei lögð að veði við slíkar úrbætur á hinum fjárhagslega ramma. En ríkisvaldið er einungis annar angi hins opinbera...samskipti íþróttahreyfingarinnar við sveitarfélög í landinu hafa ávallt verið umfangsmikil. Halda skal því til haga að fyrir efnahagshrun hafði uppbygging íþróttastarfs í nærumhverfi þegnanna verið vaxandi – hvort heldur í formi uppbyggingar íþróttamannvirkja eða niðurgreiðslu æfingagjalda yngstu iðkenda – sem líklega er ásamt ferðakostnaðarsjóði helsta jafnréttismál fjölskyldna í landinu á síðasta áratug. Samskipti íþróttahreyfingarinnar í heild við sveitarfélög ættu og gætu verið meiri. Breytingar sem urðu á tilflutningi grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga fyrir hálfum öðrum áratug hefðu átt að leiða til meira samstarfs – einkum á sviði mannvirkjamála og skipulagi íþrótta innan skólastarfs. Íþróttamannvirki – sem reyndar eru í mörgum tilvikum skólamannvirki sem íþróttahreyfingin tekur við að afloknum skóladegi til þess að standa fyrir endurgjaldslausri samfélagsstarfsemi – hafa verið á forræði sveitarfélaga síðan þá. Hönnun, staðsetning og fyrirkomulag þeirra íþróttamannvirkja sem tilheyra skólum hafa almennt verið reist án 2

með samnýtingu yfir landamæri sveitarfélaga þar sem það er skynsamlegt – og að ekki sé ráðist í óhagkvæmar framkvæmdir á grundvelli „það er komið að mér“ reglunnar einnar saman. Hér getur komið til kasta þróunar á hlutverki íþróttahéraða í okkar stjórnskipulagi. Þá er að lokum afar mikilvægt að vinna á komandi árum að því að tryggja þjóðarleikvanga fyrir okkar afreksíþróttir – og tryggja landsliðum okkar sómasamlegan aðgang að æfinga- og keppnisaðstöðu. Hér koma vissulega til vanræktar skyldur ríkisvaldsins í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Íþróttaleg þróun – sú starfsemi sem fram fer innan veggja íþróttamannvirkjanna – er hinsvegar sú kjarnastarfsemi íþróttahreyfingarinnar sem við þurfum að hlúa að umfram annað. Þeirri starfsemi er almennt vel gerð skil í


Setningarávarp 71. Íþróttaþings ÍSÍ 2013, frh. skýrslum sambandsaðila og félaga í grasrótarstarfinu, þar sem kjarni þeirrar starfsemi fer fram – en Ólympísk verkefni – sem nú eru 10 talsins á hverri fjögurra ára Ólympíuöðu – eru á hendi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og finna má upplýsingar um í fyrirliggjandi ársskýrslu. Almenningsíþróttir hafa fengið aukið vægi í starfsemi ÍSÍ – og má segja að með ólíkindum sé hversu mikill árlegur vöxtur hefur verið í föstum verkefnum Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ – svo sem Hjólað í vinnuna, Lífshlaupinu, Göngum í skólann, Kvenna-

íþróttafélaga að samfélagslegum kröfum og ábyrgð. Samfélagslegar kröfur á íþróttahreyfinguna hafa aukist í beinu samhengi við umfjöllun og viðfangsefni í samfélaginu. Samfélagsleg mein á borð við einelti, kynferðislegt ofbeldi, áfengis- og fíkniefnaneyslu eru allt viðfangsefni sem við getum ekki lokað augum fyrir að kunni að fyrirfinnast í nokkrum mæli innan okkar hreyfingar – sem er þverskurður samfélagsins með þriðjung þjóðarinnar sem meðlimi. Ennfremur eru vaxandi kröfur – bæði hérlendis og erlendis – um vitund gagnvart umhverfinu og að íþróttastarfsemi sé líkt og önnur starfsemi rekin í góðri sátt við umhverfið. Íþróttahreyfingin hefur – þótt stundum af litlum mætti sé – reynt að bregðast við þessum kröfum með fræðslu, með því að setja sér siðareglur, semja viðbragðsáætlanir, taka þátt í forvarnarverkefnum og vinna að því t.d. að setja sér markmið í umhverfismálum. Vandinn felst gjarnan í því að þessi viðfangsefni eru býsna fjarri hefðbundinni kjarnastarfsemi hreyfingarinnar – og enn fjær þeim veruleika sem fórnfúsir sjálfboðaliðar hreyfingarinnar hafa gefið kost á sér til að sinna. Þessa staðreynd er mikilvægt að horfast í augu við þegar raunveruleikinn er metinn.

hlaupinu og öðrum verkefnum. Þjóðin hefur með afgerandi hætti tekið í útrétta hönd íþróttahreyfingarinnar og hrifist með í hollri hreyfingu. Á þessu græðum við öll. Afreksíþróttir og almenningsíþróttir hafa átt góða samleið innan vébanda ÍSÍ, og án efa liggja sóknarfæri í því að samþætta sjónarmið afreksstarfs og almenningsíþrótta betur í framtíðinni. Má þar sem dæmi nefna skólaíþróttir og samstarf við skólayfirvöld, en einnig má þar nefna vaxandi kröfur um reglulega og skipulega iðkun íþróttastarfsemi þar sem kröfur um keppni eru minni en í skilgreindum afrekspýramída sérsambanda. Við breyttum nafni Fræðslusviðs ÍSÍ í „Þróunar– og fræðslusvið ÍSÍ“ fyrir tveimur árum síðan – og undir merkjum þess sviðs hefur verkefnið um fyrirmyndarfélög ÍSÍ verið í fararbroddi þess að þróa starfsemi

Það er því ámælisvert að stjórnvöld skuli – á sama tíma og þau gera meiri kröfur til sjálfboðaliða á þessu sviði – ekki verða við óskum um viðunand fjárframlög til að framfylgja þeim verkefnum. Þvert á móti hefur niðurskurður undanfarinna ára verið miskunnarlaus. Slík verkefni verða ekki fjármögnuð með niðurskurði – og stundum veltir maður því fyrir sér hvort sumir hafi ruglað saman debet og kredit í því samhengi. Að lokum vil ég hér nefna ný aðkallandi viðfangsefni sem kalla munu á meiri úrræði á komandi árum, en það er ógnin sem felst í hagræðingu úrslita leikja í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi. Getur sú ógn – með tilkomu skipulegrar glæpastarfsemi – útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag á tiltölulega skömmum tíma. Áhorfendur munu ekki mæta á kappleiki ef úrslit eru fyrirfram ákveðin, foreldrar munu ekki senda börn sín í íþróttir, stuðningsaðilar munu leita annað og samfélagslegur ávinningur af íþróttastarfsemi mun minnka. Gegn þessu þurfum við að berjast öll í sameiningu. Ég vil þakka mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, fyrir gott samstarf síðastliðin fjögur ár. Þótt finna 3

1. TBL. 2013

megi í ávarpi þessu harða ádeilu á stjórnvöld þá hefur ekki allt verið alvont. Samskipti hafa verið mikil og góð, og við höfum fundið vilja hjá ráðherra til að öðlast skilning á starfsemi íþrótthreyfingarinnar og vilja til úrbóta. Á síðasta ári var kynnt ný Íþróttastefna ríkisins – sem á ýmsan hátt er gagnlegt og merkilegt pagg – og góður grunnur að sáttmála stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar samfélaginu til hagsbóta – en er sannarlega einungis innihaldslaus pappír ef ekki fylgja því viðeigandi fjárhagsleg úrræði til að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Ég vona að okkur beri gæfa til að komast lengra á þeim vegi. Ég þakka Forseta Íslands og verndara íþróttahreyfingarinnar, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir stöðugan og einlægan stuðning við okkar starfsemi – en fáir hafa verið jafn duglegir við að mæta á viðburði og tala máli íþrótta og æsku landsins. Fyrir það kunnum við honum og Dorritt okkar bestu þakkir. Ég vil þakka okkar góðu fyrirtækjum Ólympíufjölskyldunnar – Íslandsbanka – Valitor – Sjóvá – Icelandair – sem staðið hafa með okkur í blíðu og stríðu um langt skeið, og gerðu okkur kleyft að senda 27 manna keppnishóp með sómasamlegum hætti á Ólympíuleikana í London á síðasta ári. Þá vil ég þakka eignaraðilum og stjórnendum Íslenskrar Getspár og Íslenskra Getrauna fyrir afar gott samstarf og mikilvægan rekstrarárangur á erfiðum tímum. Þau fyrirtæki hafa sætt miklum árásum og fjölmargir sem vilja með ómaklegum hætti klifra upp á bakið á þeim árangri sem þau hafa náð, og þeirri áhættu og uppbyggingu sem eignaraðilar hafa lagt af mörkum á undanförnum áratugum. Ég þakka stjórn og starfsfólki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir frábært samstarf á undanförnum árum. Ég hygg að flest ykkar geri sér grein fyrir hversu dugmikið fólk þar er á ferð – og að skipið er vel mannað. Samstarf okkar Líneyjar Rutar Halldórsdóttur er mikið og náið, og hlaupa netpóstar, símtöl og fundir á þúsundum á hverju ári. Að lokum færi ég ykkur þingfulltrúum mínar sérstöku persónulegu þakkir. Þið eruð það fólk sem starfar frá degi til dags í grasrót hreyfingarinnar. Við hjá ÍSÍ njótum þess að starfa með ykkur – að mæta til ársþinga ykkar og viðburða um allt land – og þess á milli að fá að koma fram fyrir ykkar hönd og taka heiðurinn af ykkar störfum. Ég segi 71. Íþróttaþing sett.


Lagabreytingar á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 Ný lagagrein – 5.a Starfsskilyrði í íþróttahreyfingunni Óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. —•—

5.2.b - nýr liður - Allir síðari bókstafsliðir í grein 5.2. færast af þeim sökum um einn bókstaf.

20. grein Dómstigin 20.1 Dómstólar samkvæmt lið 20.2 og 20.3 nefnast einu nafni Dómstólar ÍSÍ. Þeir skulu hafa fullnaðarlögsögu yfir þeim málefnum sem koma upp innan íþróttahreyfingarinnar og sem varða lög og reglur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sérsambanda, héraðssambanda, íþróttabandalaga, aðildarfélaga eða einstakra iðkenda eftir því sem við á. Dómstólar ÍSÍ skulu byggja niðurstöður sínar á lögum þessum og reglum. Sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er þó heimilt að ákveða í lögum sínum að viðkomandi sérsamband hafi sérstaka dómstóla, undirdómstig og áfrýjunardómstig, innan viðkomandi sambands.

Félagið standi ekki fyrir iðkun íþrótta eða stundi þjálfun sem er ekki samþykkt af Alþjóðaólympíunefndinni eða Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra og framkvæmdastjórn telur að geti vegna eðli íþróttarinnar/þjálfunarinnar valdið líkamstjóni. —•—

5.2.c – nýr liður - Allir síðari bókstafsliðir í grein 5.2. færast af þeim sökum um einn bókstaf. Rekstur íþróttafélags sé einskorðaður við hagsmuni þess og þeirrar starfsemi sem tengist iðkun íþrótta og sé ekki í hagnaðarskyni.

Sérsamband telst heyra undir dómstóla ÍSÍ þar til lagabreyting sem tiltekur að viðkomandi sérsamband hafi tekið upp eigið dómsstólakerfi með undirdómstigi og áfrýjunardómstigi, hefur verið staðfest af ÍSÍ. Dómstólar þeirra sérsambanda sem taka upp eigið dómstólakerfi skulu lúta dómstólareglum viðkomandi sérsambands og skulu öll ágreiningsmál er varða þá íþróttagrein rekin fyrir viðkomandi sérsambandsdómstólum. Lög þessi um dómstólaskipan skulu þó vera þeim reglum til fyllingar, eftir því sem við getur átt.

—•—

5.2.f Félagsmenn hafi allir sama rétt, þ.m.t. atkvæðisrétt um málefni félagsins, sbr. þó 7. gr.

—•—

40. grein. Heilbrigðisráð 40.1. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skipar 5 menn í Heilbrigðisráð ÍSÍ til tveggja ára í senn og skal amk. einn þeirra vera læknir. 40.2. Hlutverk Heilbrigðisráðs ÍSÍ er: a. Að vera framkvæmdastjórn og sambandsaðilum til ráðgjafar varðandi heilbrigðismál íþróttamanna. b. Að vera til ráðgjafar varðandi fræðslu er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna. c. Að vera ráðgefandi vegna skipulags á heilbrigðisþjónustu við íþróttamenn og hópa sem taka þátt í alþjóðlegum mótum á vegum ÍSÍ eða njóta styrkja úr Afrekssjóði ÍSÍ.

19. grein – Skipun fastanefnda Í upphafi starfstíma síns skipar framkvæmdastjórn fastanefndir og ráð stoðsviða ÍSÍ. Stoðsvið ÍSÍ eru þrjú; Afreks- og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Kjörtímabil þeirra er til tveggja ára, hið sama og framkvæmdastjórnar, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Stoðsvið ÍSÍ skulu m.a. hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum, vera framkvæmdastjórn til ráðuneytis og sjá um verkefni þeim tengdum.

—•—

48.3. Í lögum sérsambanda skulu vera ákvæði um eftirfarandi:

Þær fastanefndir sem skipa skal eru: Stjórn Afrekssjóðs, Heilbrigðisráð, Lyfjaeftirlitsnefnd, Lyfjaráð, Fjármálaráð, Laganefnd, Heiðursráð, Íþróttamannanefnd, Upplýsinga– og fjölmiðlanefnd og Alþjóðanefnd. Aðrar nefndir eru skipaðar eftir því sem tilefni gefst til að mati framkvæmdastjórnar.

b. Val fulltrúa á sérsambandsþingi miðist við fjölda iðkenda, félaga eða keppenda eða eftir annarri aðferð sem viðkomandi sérsamband ákveður og framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkir. Stjórn hvers héraðssambands/íþróttabandalags, sem hefur viðkomandi íþróttagrein innan sinna vébanda, skal þó eiga rétt á a.m.k. einum áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á sérsambandsþing til viðbótar við fulltrúa félaga innan viðkomandi héraðssambands/íþróttabandalags. 4


1. TBL. 2013

Samþykktar tillögur á Íþróttaþingi ÍSÍ 2013

Milliþinganefnd um endurskoðun á barna- og unglingastefnu ÍSÍ

Tillaga um stofnun nýrra sérsambanda 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, samþykkir að heimila framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna fjögur ný sérsambönd fram að næsta Íþróttaþingi, um hnefaleika, bogfimi, hjólreiðar og þríþraut.

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, samþykkir að skipa milliþinganefnd um endurskoðun á barna- og unglingastefnu ÍSÍ. —•—

—•— Tillaga um aukið framlag ríkisvaldsins til íþróttamála

Tillaga um Íslenska getspá

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, ítrekar mikilvægi þess að Alþingi og ríkisstjórn Íslands styðji við starf Íþróttaog Ólympíusambands Íslands í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til íþróttahreyfingarinnar, sbr. Íþróttalög og Íþróttastefnu ríkisins.

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að tryggja starfsemi og sjálfstæði Íslenskrar getspár til framtíðar. Standa þarf vörð um framtíð Íslenskrar getspár með tilliti til þess mikilvæga hlutverks sem Íslensk getspá gegnir með fjárframlögum til íþrótta- og ungmennafélaga og öryrkja. —•— Tillaga um Íslenska getspá og Íslenskar getraunir 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur sambandsaðila sína til að standa vörð um Íslenskar getraunir og Íslenska getspá. Þá eru sambandsaðilar hvattir til að gera ekki samstarfssamninga við fyrirtæki um talnagetraunir sem ekki hafa starfsleyfi á Íslandi. —•— Milliþinganefnd um eftirlit með hagræðingu leikja/úrslita

Tillaga um Afrekssjóð ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, samþykkir að skipa milliþinganefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk og tilgang:

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að auka verulega framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ, þannig að framlag ríkisins verði sambærilegt því sem gerist hjá nágrannalöndum. —•— Tillaga um skipun Upplýsinga– og fjölmiðlanefnd ÍSÍ 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19.- 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, leggur til að skipuð verði Upplýsinga– og fjölmiðlanefnd ÍSÍ sem fastanefnd, sbr. grein 19.1 í lögum ÍSÍ. —•—

Að skapa sérhæfðan vettvang til að fylgjast með þróun mála varðandi baráttu gegn hagræðingu úrslita.

Að greina stöðuna á Íslandi og gefa framkvæmdastjórn ÍSÍ reglulega skýrslu um stöðu mála.

Að vera framkvæmdastjórn ÍSÍ til ráðgjafar um aðgerðir í baráttu gegn hagræðingu úrslita.

Að gera tillögur að aðgerðum fyrir Íþróttaþing 2015, eftir atvikum með setningu lagareglna.

Tillaga um stuðning við héraðssambönd og íþróttabandalög 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að styðja héraðssambönd og íþróttabandalög með fjárframlögum til ráðningar starfsmanna í héruðum. Þannig má bæta þjónustu við aðildarfélög og efla faglegt íþróttastarf á landsvísu. —•— Tillaga um stuðning við sérsambönd ÍSÍ

Tillaga um lyfjaeftirlit í íþróttum

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að endurnýja samning um stuðning til sérsambanda ÍSÍ og jafnframt hækka árlegt framlag til að efla megi starfsemi þeirra.

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19.- 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur sambandsaðila til að sýna árvekni og efla forvarnir og fræðslu í baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.

5


Samþykktar tillögur á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 Áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. - 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur sambandsaðila ÍSÍ og aðildarfélög þeirra til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi og einelti í íþróttahreyfingunni og setja sér reglur og viðbragðsáætlanir þar að lútandi. —•— Tillaga um fyrirkomulag eftirlits með lyfjamisnotkun í íþróttum

Tillaga um lyfjaeftirlit í íþróttum 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur sambandsaðila til að sýna árvekni og efla forvarnir og fræðslu í baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til tryggja nægt fjárframlag svo hægt sé að hrinda í framkvæmd þeim tillögum er starfshópur á vegum ráðuneytisins setti fram árið 2010 um fyrirkomulag lyfjaeftirlits í íþróttum á Íslandi.

—•— Tillaga um Ferðasjóð íþróttafélaga 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. – 20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að auka framlag sitt í Ferðasjóð íþróttafélaga. Íþróttaþing ÍSÍ felur framkvæmdastjórn ÍSÍ jafnframt að eiga viðræður við ríkisvaldið um að endurnýjaður verði samningur um sjóðinn. —•— Áskorun um verkefna

Tillaga varðandi menntunarkerfi dómara

þjóðarleikvanga og aðstöðu til landsliðs-

71. Íþróttaþing, haldið 19.-20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, skorar á ríkisvaldið að skilgreina í samvinnu við íþróttahreyfinguna og koma á viðurkenndum þjóðarleikvöngum, styrkja rekstur þeirra sem og tryggja afnot íþróttahreyfingarinnar m.a. vegna landsliðsverkefna.

71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík, samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna nefnd með fulltrúum þeirra sérsambanda sem þess óska, til að skipuleggja og efla menntunarkerfi fyrir dómara í samstarfi við sérsamböndin. Kerfið verði byggt á sömu hugmyndafræði og þjálfaramenntun ÍSÍ. Nefndin skili frá sér tillögu sem verði kynnt á formannafundum ÍSÍ og verði til umræðu og afgreiðslu á næsta Íþróttaþingi ÍSÍ.

—•— Tillaga um Slysabótasjóð íþróttahreyfingarinnar 71. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 19. -20. apríl 2013 á Hótel Reykjavík Natura, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að bæta fyrir skerðingar og auka við árlegt framlag til Slysabótasjóðs íþróttahreyfingarinnar.

Breytingar á Lögum ÍSÍ um lyfjamál á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 Grein 18: BREYTINGAR, TÚLKUN OG GILDI 18.1.

Breytingar

18.1.1

Lyfjaráð ÍSÍ ber ábyrgð á þróun og breytingum á lögum þessum, þar á meðal að framfylgja öllum breytingum á Alþjóðalyfjareglunum.

18.1.2

Verði breytingar á Alþjóðalyfjareglunum ganga þær framar lögum þessum og lögum ÍSÍ. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal gangast fyrir breytingum á lögum þessum og lögum ÍSÍ til samræmis við þær breytingar. Einnig skal Framkvæmdastjórn ÍSÍ gera aðrar nauðsynlegar breytingar á lögunum til samræmis við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsins.

18.1.3

Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal tilkynna sérsamböndum ÍSÍ tafarlaust um allar breytingar sem gerðar eru á lögum þessum eða Alþjóðalyfjareglunum. Breytingar skulu taka gildi, nema kveðið sé á um annað í breytingunni, og framkvæmdar af landssamböndum þremur mánuðum eftir samþykki.

18.1.4

Breytingar á Alþjóðalyfjareglunum eða lögum þessum taka gildi samkvæmt ákvörðun Framkvæmdastjórnar ÍSÍ hverju sinni en skulu bornar undir næsta Íþróttaþing ÍSÍ til staðfestingar. 6


1. TBL. 2013

Heiðursfélagar 71. Íþróttaþing ÍSÍ samþykkti fjögurra Heiðursfélaga ÍSÍ.

kjör

Björg S. Blöndal, Logi Kristjánsson, Stefán Runólfsson og Ríkharður Jónsson voru kjörin Heiðursfélagar ÍSÍ með dúndrandi lófaklappi við þingsetningu 71. Íþróttaþings ÍSÍ. Heiðursnafnbótin Heiðursfélagi ÍSÍ er æðsta heiðursnafnbót innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ÍSÍ afar stolt af sínum Heiðursfélögum sem allir hafa lagt mikið af mörkum til íþróttahreyfingarinnar. Heiðursfélagar ÍSÍ taka margir hverjir virkan þátt í viðburðum á vegum ÍSÍ og starfa jafnvel enn í nefndum í ráðum innan ÍSÍ.

Á meðfylgjandi mynd frá heiðruninni eru, frá vinstri talið: Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ, Ríkharður Jónsson, Logi Kristjánsson, Stefán Runólfsson, Björg S. Blöndal og Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ

Heiðurskross ÍSÍ Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ þann 21. mars síðastliðinn var samþykkt að heiðra þau Bjarna Felixson, Jensínu Magnúsdóttur og Lovísu Sigurðardóttur með Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir þeirra frábæru störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Bjarna Felixson þarf vart að kynna en hann er þjóðþekktur fyrir störf sín sem íþróttafréttamaður og hefur af alúð fært okkur fréttir af helstu viðburðum á okkar vettvangi um áratugaskeið. Má segja að Bjarni sé órjúfanlegur hluti af íþróttasögunni hér á landi. Jensína leiddi skíðadeild Víkings í áratugi, bæði sem stjórnarmeðlimur og formaður. Hún hefur einnig starfað í nefndum og ráðum á vegum Skíðasam-

bands Íslands og hefur með elju sinni og óbilandi áhuga lagt gríðarlega mikið af mörkum til íþróttarinnar. Lovísa var afburða góður badmintonspilari á sínum yngri árum og

gegndi síðar formennsku í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur árin 19891995. Hún átti einnig sæti í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og kom að störfum Badmintonsambands Íslands sem dómari í badminton.

Þingforsetar 1. þingforseti var Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Steinn Halldórsson, starfsmaður ÍBR og formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur var 2. þingforseti.

Sigurður Magnússon, Heiðursfélagi ÍSÍ og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, lést sunnudaginn 27. mars sl. 82 ára að aldri.

Þingritun var í höndum Viðars Sigurjónssonar og Ragnhildar Skúladóttur, starfsmanna ÍSÍ.

Sigurður hóf starfsferil sinn í íþróttahreyfingunni liðlega tvítugur, sem fyrsti framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftir árin hjá ÍBR helgaði Sigurður sig

Á myndinni má sjá þingforseta þakka fyrir samstarfið að loknu þingi.

7


Svipmyndir frá 71. Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 - Hótel Reykjav

8


1. TBL. 2013

vĂ­k Natura

9


Nýr starfshópur skipaður á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 Á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ var skipaður starfshópur sem skoði skipan og kosningu framkvæmdarstjórnar ÍSÍ. Starfshópurinn skal hafa til grundvallar núverandi fyrirkomulag sem og tillögur framkvæmdarstjórnar ÍSÍ um breytingar á greinum 17.1.b og 17.3 í lögum ÍSÍ.

Starfshópinn skipa þau Geir Þorsteinsson og Þorgerður Didriksdóttir frá sérsamböndum, Ingvar Sverrisson og Jón Páll Hreinsson frá íþróttahéruðum, Gunnar Bragason og Lárus Blöndal frá framkvæmdastjórn ÍSÍ og Snorri Olsen sem verður jafnframt formaður starfshópsins. Starfshópurinn á að skila tillögum til 72. Íþróttaþings en skal gefa formannafundum ÍSÍ skýrslu um störf sín.

Breytingar á skipan stjórnar ÍSÍ Á 71. Íþróttaþing ÍSÍ 2013 urðu breytingar á skipan framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Forseti ÍSÍ þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Helgu H. Magnúsdóttur og Gústafi Adólf Hjaltasyni, fyrir þeirra góðu og fórnfúsu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Garðar Svansson hlaut kosningu til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ, en hann hafði áður setið í varastjórn. Nýir í varastjórn voru kosnir þeir Ingi Þór Ágústsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ ásamt varastjórn Forseti ÍSÍ

Helga St. Guðmundsdóttir

Varastjórn ÍSÍ

Ólafur E. Rafnsson

Friðrik Einarsson

Ingi Þór Ágústsson

Ingibjörg B. Jóhannesdóttir

Guðmundur Ágúst Ingvarsson

Framkvæmdastjórn ÍSÍ

Garðar Svansson

Gunnlaugur Júlíusson

Gunnar Bragason

Hafsteinn Pálsson

Lárus Blöndal

Örn Andrésson

Sigríður Jónsdóttir

Jón Gestur Viggósson 10


1. TBL. 2013

Sjálfboðaliðavefur ÍSÍ - Allir sem einn

Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist að stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks hefur lagt íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, tekið þátt í foreldrastarfi eða aðstoðað við framkvæmd móta eða kappleikja.

þess að halda utan um sitt framlag hvort sem það er unnið í þágu íþróttahéraða, sérsambanda, félagsliða eða ÍSÍ. Einnig er markmiðið að fá yfirsýn yfir það fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar vinna innan íþróttahreyfingarinnar.

Megin markmiðið með sjálfboðaliðavefnum „Allir sem einn“ er að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða til

Á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 opnaði Katrín Jakobsdóttir, mennta– og menningarmálaráðherra, formlega

vefinn að viðstöddum þingfulltrúum. ÍSÍ hvetur alla til þess að fara inn á www.isi.is smella á „Allir sem einn“ og skrá inn sitt vinnuframlag. Með því móti geta allir lagt sitt að mörkum í að gera sýnilegt það mikla sjálfboðaliðastarf sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Útgáfa og efnisveita á heimasíðu ÍSÍ — www.isi.is Á heimasíðu ÍSÍ má nú finna ársskýrslu ÍSÍ 2013 sem og ársskýrslur frá síðustu árum. Jafnframt eru þinggerðir aðgengilegar þar svo og annað efni sem ÍSÍ hefur gefið út. Tölfræðirit ÍSÍ eru einnig aðgengileg, en þar eru upplýsingar um umfang íþróttahreyfingarinnar og dreifingu íþróttagreina á íþróttahéruð og sveitarfélög. Efnisveitu má finna efst í hægra horni heimasíðu ÍSÍ á slóðinni www.isi.is

11


Heiðurshöll ÍSÍ Á 71. Íþróttaþings ÍSÍ voru þrír nýjir einstaklingar teknir í Heiðurshöll ÍSÍ. Það voru þeir Sigurjón Pétursson, Jóhannes Jósefsson og Albert Sigurður Guðmundsson.

sínum þyngdarflokki í Kaupmannahöfn og þannig unnið sér inn þátttökurétt. Hann fór alla leið í fjórðungsúrslit en þegar þar var komið sögu viðbeinsbrotnaði hann og varð að hætta keppni. Sigurjón Pétursson fæddist 9. mars 1888 og lést 3. maí 1955. Sigurjón hafði frumkvæði af því að íþróttahreyfingin á Íslandi sameinaði krafta sína undir Íþróttasambandi Íslands 28. janúar 1912. Hvatinn var ekki síst sá að Íslendingar hugðust senda keppendur til þátttöku í Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 og til þess að það gæti orðið að veruleika var nauðsynlegt að stofna heildarsamtök íþrótta á Íslandi. Sigurjón var Glímukappi Íslands á árunum 1910-1919, þegar glíman átti mikinn hug hjá landsmönnum. Hann tók þátt í sýningu íslenskra glímumanna á Ólympíuleikunum í London 1908 og keppti í glímu á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Þar var hann fararstjóri íslenska hópsins, sem taldi sjö glímukappa og einn spretthlaupara. Hann tók þátt í 29 manna flokki fangbragðamanna og komst í átta manna úrslit. Sigurjón hlaut á íþróttaferli sínum fjölmargar viðurkenningar fyrir margskonar íþróttir. Segja má með sanni að Sigurjón hafi verið bæði brautryðjandi og frumkvöðull í íþróttahreyfingunni og lagt grunninn að starfsemi hreyfingarinnar í byrjun 20. aldarinnar.

Í kjölfarið af þátttöku Jóhannesar í Ólympíuleikunum 1908 gat hann, ásamt nokkrum félögum sínum, sér frægðarorð í fjölleikahúsum vestan hafs og austan með sýningu í fangbrögðum. Það má því segja að hann hafi verið fyrsti atvinnumaður Íslendinga í íþróttum. Líkt og Sigurjón var Jóhannes brautryðjandi í uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Jóhannes Jósefsson fæddist 28. júlí 1883 og lést 5. október 1968. Jóhannes stofnaði fyrsta ungmennafélagið á Íslandi þegar hann komst á unglingsár. Hann ferðaðist um allt land og hélt ræður þar sem að hann hvatti æsku Íslands til þess að stunda íþróttir og efla sál og líkama. Hann var einn af hvatamönnum stofnunar Ungmennafélags Íslands og var fyrsti formaður þess. Jóhannes fór fyrir hópi íslenskra glímumanna sem héldu sýningu á Ólympíuleikunum í London árið 1908 auk þess að taka þátt í Grísk-Rómversku glímunni undir fána Dana, en árið áður hafði hann lagt besta mann Dana í 12


1. TBL. 2013

Heiðurshöll ÍSÍ, frh. Albert Sigurður Guðmundsson var fæddur 5. október 1923 og lést 7. apríl 1994. Hann varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu og lék meðal annars með Knattspyrnufélaginu Val, Rangers, Arsenal og AC Milan. Albert lauk ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu árið 1954. Eftir heimkomuna tók hann við stjórn liðs Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, sem þá lék í 2. deild. Albert leiddi Hafnfirðinga upp í 1. deild sumarið 1956 í fyrstu tilraun og var spilandi þjálfari þeirra í efstu deild sumrin 1957 og 1958. Albert var mikill leiðtogi og lagði gríðarlega mikið af mörkum til knattspyrnuhreyfingarinnar og íþrótta á

Íslandi. Hann var formaður Íþróttafélags Reykjavíkur á árunum 1959 til 1961 og formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð af honum stytta eftir listamanninn Helga Gíslanson við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Allir þessir einstaklingar eru látnir en afkomendur þeirra tóku við viðurkenningum fyrir hönd fjölskyldna þeirra og var þar á meðal Pétur Sigurjónsson sem þakkaði þinginu þann virðingarvott sem föður hans væri sýndur. Hann færði ÍSÍ jafnframt að gjöf fána sem faðir hans lét gera árið 1930 með merki ÍSÍ.

Íþróttabókin „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár” kom út á 100 ára afmællisári ÍSÍ. Með útgáfu bókarinnar var leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi. Ákveðið var að fara nýja leið við upprifjun sögunnar og leggja aðaláhersluna á að fjalla um þau áhrif sem íþróttastarfið og íþróttahreyfingin hefur haft á íslenskt samfélag í gegnum tíðina en þau eru í raun ótrúlega víðtæk. Í ritnefnd bókarinnar voru Stefán S. Konráðsson formaður, Magnús Oddsson, Jón Gestur Viggósson og Unnur Stefánsdóttir.

13

Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur ritstýrði verkinu en fáir Íslendingar hafa jafn víðtæka og yfirgripsmikla þekkingu á starfi íþróttahreyfingarinnar. Til liðs við sig fékk hann nokkra höfunda sem allir eru kunnir íþróttaáhugamenn, Ellert B. Schram, Ágúst Ásgeirsson, Jón M. Ívarsson, Steinþór Guðbjartsson, Björn Vigni Sigurpálsson og Þorgrímur Þráinsson. Bókin er til sölu á skrifstofu ÍSÍ og í helstu bókabúðum landsins.


Fundur með stjórnmálaflokkum Föstudaginn 19. apríl var fundur íþróttahreyfingarinnar með frambjóðendum fimm stjórnmálaafla sem mældust með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum vikuna á undan fundinum og var sá fundur bæði gagnlegur og áhugaverður. Fulltrúar frá Framsóknarflokki, Vinstri Grænum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokki tóku þátt í fundinum en fulltrúi Pírata boðaði forföll. Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands stjórnaði fundinum af mikilli röggsemi og var hann klæddur í dómarabúning að hætti íshokkímanna. Upptökur frá fundinum er hægt að

nálgast á fésbókarsíðu ÍSÍ og hafa nú þegar verið birt myndbrot þar sem frambjóðendur gera grein fyrir

Smáþjóðaleikar—Luxembourg 2013 15. Smáþjóðaleikar Evrópu fara fram í Luxembourg dagana 27. maí til 1. júní nk. Keppt verður í 11 íþróttagreinum og sendir Ísland tæplega 130 keppendur sem taka þátt í þessum greinum. Þær eru: Frjálsíþróttir, sund, júdó, skotfimi, borðtennis, tennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, fimleikar og hjólreiðar. Keppnisaðstaða í Luxembourg er frábær og eiga þeir glæsileg íþróttamannvirki

sem munu án efa skarta sínu fegursta á leikunum í sumar. Leikarnir eru merkilegir á margan hátt en á lokahátíð leikanna munu fulltrúar Íslands taka við fána leikanna, en leikarnir 2015 fara fram á Íslandi. Aðalfararstjóri á leikunum í sumar verður Friðrik Einarsson frá framkvæmdastjórn ÍSÍ.

14

afstöðu flokka sinna til mála, s.s. lýðréttindum íþróttamanna og ferðasjóðs íþróttahreyfingarinnar.


1. TBL. 2013

Stjórnmálavefur Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi með yfir 150 þúsund félagsmenn. Líkt og fyrir Alþingiskosningar fyrri ára sendi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stjórnmálaflokkum á Íslandi spurningar til að kanna afstöðu til íþróttamála og var þannig sent bréf til formanna og skrifstofu allra stjórnmálaafla sem bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum. Óskað var eftir því að fá svör frá stjórnmálaflokkunum við eftirfarandi spurningum. Svörin hafa verið birt hér á heimasíðu ÍSÍ til upplýsingar fyrir íþróttahreyfinguna, en þar má einnig finna svör fyrri ára: 1. Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íþróttamál? 2. Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins i landinu? 3. Með hvaða hætti vill flokkurinn stuðla að því að öll börn og ungmenni hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi?

íþróttastefnu ríkisins sem sett var fram árið 2011 og ber yfirskriftina, „Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum“?

4. Með hvaða hætti vill flokkurinn efla umhverfi afreksíþrótta, s.s. gagnvart lýðréttindum afreksíþróttfólks og starfsemi sérsambanda ÍSÍ og ÍSÍ?

6. Mun þinn flokkur standa vörð um Íslenska getspá sem burðarás í fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og Öryrkjabandalags Íslands?

5. Með

hvaða

hætti

hyggst

flokkurinn

framfylgja

Hjólað í vinnuna 2013 Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí á þessu ári. Árið 2012 skráðu 666 vinnustaðir 11.380 þátttakendur til leiks og hefur þátttaka aukist ár frá ári. Ný heimasíða var tekin í notkun um miðjan apríl og eru þar allar upplýsingar um verkefnið. Þess má geta að ýmsir viðburðir verða í gangi á meðan Hjólað í vinnuna stendur yfir t.d. mynda- og myndbandaleikur, kaffitjöld og fræðslufundir. Nánari upplýsingar og www.hjoladivinnuna.is

skráning

er

á

heimasíðu

verkefnisins

15

eða


ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997.

Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík

ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum.

Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is

Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru tæplega 240 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 85 þúsund.

ÍSÍ fréttir ● 1. tbl. 2013 Ábyrgðarmaður: Ólafur E. Rafnsson ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ, Arnaldur Halldórsson, o.fl.

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ Í ár fer Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram þann 8. júní á um 90 stöðum út um allt land og á 16 stöðum erlendis. Er það í 24. sinni sem hlaupið er haldið. Þema hlaupsins í ár er unnið í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman og verður yfirskriftin „Hreyfum okkur saman“. Nánari upplýsingar um hlaupið og myndir frá fyrri árum er hægt að nálgast á www.sjova.is en Sjóvá hefur verið aðalbakhjarl Kvennahlaupsins frá árinu 1993 eða í 20 ár.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar. Íþróttafélög og deildir eru hvött til þess að vinna að verkefninu og móta þannig öfluga umgjörð um starfsemina og þá málaflokka sem félaginu ber að sinna með sinni starfsemi. Kostir þess að gerast Fyrirmyndarfélag ÍSÍ eru af ýmsum toga s.s. fjárhagslegum, félagslegum og skipulagslegum. Allar upplýsingar um verkefnið gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.

Mynd mánaðarins 48. Íþróttaþing ÍSÍ fór fram á Ísafirði 3.– 4. september 1966. Þingið var haldið á Ísafirði í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins fyrr á því ári. Í Morgunblaðinu voru birtar fréttir frá þinginu og kom þar fram að á þinginu hafi verið fjallað um fjölmargar tillögur m.a. um íþróttamiðstöð, undirbúning að stofnun sérsambanda í fimleikum og badminton, landshappdrætti, kvikmyndagerð um starf ÍSÍ o.fl.

Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2013, Smáþjóðaleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi. 16

www.isi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.