ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
7 TBL. 2011
HAUST
HÆTTAN VIÐ LYFJAMISNOTKUN Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur gefið út í samstarfi við Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) bækling um hættuna við lyfjamisnotkun. Bæklingurinn sem er hnitmiðaður og litríkur er sniðinn að yngra íþróttafólki. Fjallað er um áhættuna sem fylgir notkun ýmissa efna og aðferða. Meðal þess sem fjallað er um eru megrunarvörur og fæðubótarefni, EPO, sterar og fíkniefni. Bæklingurinn hefur verið sendur á öll íþróttamannvirki, íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruð. Hægt er að nálgast bæklinginn á netinu www.lyfjaeftirlit.is og senda beiðni á lyfjaeftirlit@isi.is til að fá send fleiri eintök.
ÚTHLUTUN ÚR AFREKSKVENNASJÓÐI ÍSLANDSBANKA OG ÍSÍ MEÐAL
EFNIS:
Forvarnaverkefni Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Íþróttastefna ríkisins Ferðasjóður íþróttafélaga Afreksbúðir ÍSÍ
ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ
Þann 3. nóvember var tilkynnt um ÍSÍ. Til sjóðsins var stofnað með tilgangur sjóðsins er að styðja við betur kleift að stunda sína íþrótt og
úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og framlagi Íslandsbanka árið 2007. Markmið og bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim ná árangri.
Stjórn sjóðsins skipa þær Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 50 talsins. Hér fyrir ofan má sjá mynd af styrkþegum, sjóðsstjórn og aðstandendum sjóðsins. Stjórn sjóðsins valdi að styrkja eftirtaldar íþróttakonur og landsliðsverkefni: Hanna Rún Óladóttir danskona, 250.000 Sara Rós Jakobsdóttir danskona, 250.000 Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona, 500.000 Ragna Björg Ingólfsdóttir badmintonkona, 500.000 Sundsamband Íslands, 1.000.000 Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000
SIDE-
MUNNTÓBAKSNOTKUN Í ÍÞRÓTTUM Íþróttahreyfingin í landinu er líklega öflugasta einstaka forvörnin gegn neyslu ungmenna á tóbaki, áfengi og öðrum slíkum skaðvöldum í samfélaginu. Þetta hafa endurteknar vísindalegar rannsóknir sýnt fram á með óyggjandi hætti, og raunar svo að línulegt samhengi er á milli þess hversu oft ungmenni stunda skipulagða íþróttastarfsemi og lægri tíðni neyslu tóbaks og áfengis. Þrátt fyrir þessar niðurstöður verður íþróttahreyfingin stöðugt að halda vöku sinni og taka þessum niðurstöðum ekki sem sjálfgefnum. Niðurstöðurnar geta eingöngu byggst á viðvarandi áróðri og baráttu fyrir því að halda gildum forvarna á lofti á öllum stigum íþróttapýramídans. Fara slík gildi vel saman við markmið íþróttahreyfingarinnar um íþróttalegan árangur samhliða heilbrigði þátttakenda. Íþróttahreyfingin mun líklega aldrei með óyggjandi hætti geta tryggt eða lofað foreldrum, samfélaginu eða öðrum sem hagsmuna eiga að gæta að neysla tóbaks og áfengis muni ekki fyrirfinnast meðal þátttakenda innan hreyfingarinnar. Slíkt er einfaldlega hvorki raunhæft né sanngjarnt. Hinsvegar eigum við að gera þá kröfu til okkar sjálfra að geta staðið við loforð um að hvergi sé jafn rækilega unnið að forvörnum þessa málaflokks, og – meðal annars á grundvelli fyrrgreindra rannsókna – að tölfræðilegar líkur á slíkri neyslu ungmenna séu í það minnsta verulega minni innan skipulegs íþróttastarfs en utan.
Það eru því afar mikil vonbrigði að líta til þeirrar staðreyndar að umfangsmikil munnbóbaksnotkun þátttakenda innan íþróttahreyfingarinnar hafi hreiðrað um sig á undanförnu árum – einkum í vissum íþróttagreinum. Þó ekki séu til staðar rannsóknir sem sýna fram á að slík neysla sé útbreiddari innan íþróttahreyfingarinnar en utan þá er umræða um slíkan vafa nægileg til þess að allir aðilar innan hreyfingarinnar verði að snúa saman bökum og sameiginlega að setja sér markmið um útrýmingu munntóbaksnotkunar. Svo virðist sem munntóbaksnotkun haf i haf is t s em nokk ur sko nar tískubylgja – hversu hallærislega sem það kann að hljóma – og það á einhvern hátt talist „svalt“ eða „töff“ að troða tóbaki svo rækilega í góminn að andlit yrðu afskræmd. Það er út af fyrir sig rannsóknarefni hvernig nokkuð getur talist heillandi við slíkt eða þær afleiðingar sem felast í tannskemmdum og útlitslýti sem því fylgja – svo ekki sé minnst á þann þátt sem ef til vill er alvarlegastur í þessu samhengi, þ.e. ánetjun tóbaksfíknar. Meginatriði nú er að snúa við blaðinu og útrýma öllum hugmyndum um að munntóbaksnotkun sé „svöl“ eða „töff“. Þvert á móti að hér sé um verulega misskilinn félagslegan tilgang að ræða. Hér reynir auðvitað verulega á okkar bestu fyrirmyndir í hópi afreksfólks í íþróttum. Biðla ég til þeirra allra að aðstoða okkur við að
koma þessum boðskap á framfæri með réttum hætti við æsku landsins – og stuðla að því að enginn láti sér til hugar koma að byrja á þeim ósóma sem munntóbaksnotkun er. Barátta gegn munntóbaksnotkun er viðvarandi barátta sem vart verður leyst með skammtímaátaki, hér þarf hugarfarsbreytingu til framtíðar. Engu að síður er rétt að vekja athygli á samhentu átaki sem nú stendur yfir á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands. Verum „svöl“ – höfnum munntóbaki. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ
ÞREKRAUNIR - NÝTT NORRÆNT SKÓLAÍÞRÓTTAVERKEFNI Nýtt skólaíþróttaverkefni á vegum norrænu skólaíþróttanefndarinnar hóf göngu sína núna í haust. Upplýsingar um verkefnið hafa þegar verið sendar grunnskólum landsins í gegnum t e n g s l a n e t Í þ r ó t t ak e n na r a f é l a g s Íslands. Auk hvatningar til almennrar líkamsþjálfunar er markmiðið að efna til keppni milli bekkja í grunnskólum allra Norðurlandanna þar sem samanlagður árangur allra nemenda bekkjarins er það sem gildir. Nemendur gera ýmsar lík a m s æ f i ng ar und ir h ald le ið s lu
íþróttakennara og er árangurinn svo skráður á heimasíðu verkefnisins. Keppnin samanstendur af átta mismunandi æfingum þar sem reynir á styrk, úthald og jafnvægi. Þetta verkefni hentar ágætlega sem góður undirbúningur fyrir hið vinsæla verkefni Skólahreysti sem er fyrir 9. og 10. bekk grunnskólanna. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins. www.nordicschoolsport.com
ÓLYMPÍUHÁTÍÐ EVRÓPUÆSKUNNAR
7. TBL. 2011
Í sumar fór fram 11. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, í borginni Trabzon í Tyrklandi. Tuttugu og tveir íslenskir keppendur tóku þátt í 6 íþróttagreinum og stóðu sig vel, þótt að ekki hafi unnist til verðlauna að þessu sinni. Fánaberi á setningarhátíð leikanna var Arna Stefanía Guðmundsdóttir, frjálsíþróttakona og á lokahátíð Ólöf Edda Eðvarðsdóttir sundkona, en hún komst í B -úrslit í öllum þeim einstaklingsgreinum sem hún synti á leikunum. Upplýsingar um leikana og samantekt á úrslitum Íslands má finna á vef ÍSÍ, www.isi.is . Næstu leikar fara fram árið 2013 í borginni Utrecht í Hollandi.
STEFNUMÓTUN Í ÍÞRÓTTAMÁLUM
FERÐASJÓÐUR
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur birt stefnu sína í íþróttamálum. Stefnan byggist á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum.
Helstu markmið eru eftirfarandi:
Opið er fyrir umsóknir á umsóknarsvæði Ferðasjóðs félaga.
Umhverfi og skipulag íþróttastarfs í landinu verði bætt og því skipaður verðugur sess í íslensku þjóðlífi.
Almenningsíþróttir verði efldar og landsmenn taki aukinn þátt í íþróttum og almennri hreyfingu.
Hægt er að sækja um styrk vegna keppnisferða sem farnar hafa verið innanlands, á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2011. Listi yfir styrkhæf mót birtist í fellilista eftir að umsókn hefur verið stofnuð og íþróttagrein valin. Tekið skal fram að einungis er hægt að sækja um ferðir sem þegar hafa verið farnar.
Íþróttaiðkun barna og unglinga í skóla og frjálsu félagastarfi íþróttahreyfingarinnar verði efld.
Keppnis- og afreksíþróttir verði efldar.
Að sem flestir hafi tækifæri til þess að stunda íþróttir á því sviði sem þeir kjósa, hvort heldur er til ánægju, heilsubótar eða með afreksárangur í huga.
Þar er vísað til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands, sérsambanda, íþróttahéraða, íþróttafélaga og deilda um land allt. Stefnan tekur að auki á öllum helstu þáttum íþrótta í félagastarfi og hvernig opinberir aðilar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Þá er lögð sérstök áhersla á að auka hreyfingu barna og unglinga. Stefnan gildir til ársins 2015. Lesa má stefnuna í heild sinni á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Menntun og rannsóknir á sviði íþróttafræða verði efldar.
Íslenskt íþróttalíf verði ávallt laust við lyfjamisnotkun.
Uppbygging íþróttastarfs, hvort sem um er að ræða æfingar eða keppnir taki mið af því að allir hafi sömu tækifæri til þátttöku.
rafrænu íþrótta-
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. janúar 2012. Íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til þess að hefja strax vinnu við að skrá inn á svæðið þær ferðir sem þegar hafa verið farnar á árinu, til að létta álag á kerfinu og flýta fyrir úrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að úthlutun styrkja fari fram í byrjun febrúar 2012. Haldið er utan um hvert ár sérstaklega í umsóknarkerfinu og því þurfa öll félög/ deildir að stofna nýja umsókn árlega. Ekki er hægt að nota vefslóðina frá því í fyrra. Til úthlutunar fyrir keppnisferðir ársins 2011 er 51,1 m.króna. Tengiliður Ferðasjóðs íþróttafélaga á skrifstofu ÍSÍ er Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri, sími 514 4000, netfang halla@isi.is .
LÍFSHLAUPIÐ Sjö einstaklingar hafa náð þeim frábæra árangri að fá gullmerki Lífshlaupsins. Þann 11. október var fyrsti dagurinn sem þátttakendur í einstaklingskeppninni gátu unnið sér inn gullmerki. Til þess að vinna sér inn gullmerki þarf að skrá inn 30 mínútna hreyfingu í samtals 252 daga eða níu mánuði. Nú þegar hafa 218 einstaklingar unnið sér inn silfurmerki og 353 bronsmerki. Hægt verður að vinna sér inn öll merki Lífshlaupsins allt Lífshlaupsárið, en það stendur frá 2. febrúar 2011 til 31. janúar 2012. Enn er hægt að skrá sig til leiks. Nánari upplýsingar um einstaklingskeppni Lífshlaupsins er að finna á www.lifshlaupid.is . Myndin hér til hliðar er tekin á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins í lok febrúar á þessu ári.
IÐKENDATÖLUR ÍSÍ 2010 KOMNAR ÚT Aukning iðkana milli ára er 5,85% en samtals voru iðkanir innan ÍSÍ árið 2010 118.945. Rúmlega 47% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. Rúm 60% iðkana voru stundaðar af körlum og tæp 40% af konum. Þegar kynjamunur í yngri hóp er skoðaður er munurinn minni, rúm 45% hjá stúlkum á móti tæplega 55% hjá drengjum. Þátttaka í knattspyrnu var mest með 20.775 iðkendur, þá kemur g o l f m e ð 1 6 .9 1 9 ið k e n d ur o g hestaíþróttir með 11.408 iðkendur. Þátttaka í dansi hefur aukist um 23,4%
á mili ára en skráðir iðkendur í dansi voru 4.046.
þátttaka mest við ellefu ára aldur en 80,4% þeirra voru skráðar iðkendur hjá íþróttafélagi innan ÍSÍ árið 2010.
Að baki iðkanafjölda eru tæplega 86.000 einstaklingar sem jafngildir því að rúm 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með íþróttafélagi innan ÍSÍ og hefur hlutfallið hækkað um 1,4% milli ára.
Þegar skoðað er hversu margir einstaklingar hafa stundað íþróttir innan ÍSÍ kemur m.a. í ljós að 96,3% barna fæddra árið 2000 hafa eða stunda íþróttir með íþróttafélagi innan ÍSÍ.
Íþróttaþátttaka tólf ára drengja var mest en 83,5% þeirra stunduðu íþróttir innan ÍSÍ árið 2010 og voru þeir að meðaltali að stunda 1,8 íþróttagrein hver. Meðal stúlkna var
UNGT FÓLK 2011 Þriðjudaginn 27. september síðastliðinn stóð mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir kynningarfundi á niðurstöðum úr rannsókninni Ungt fólk 2011 í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla. Rannsóknin viðkemur líðan, menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Rannsóknin var unnin af Rannsóknum og greiningu og var lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins í febrúar 2011. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er viðkemur íþróttahreyfingunni eru eftirfarandi: Börn sem stunda íþróttir reglulega eru síður einmana en önnur börn. Hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað undanfarin ár, en
hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig lítið sem ekkert hefur líka hækkað. Strákar eru líklegri en stelpur til að reyna á sig líkamlega 4 sinnum í viku eða oftar og á það við um alla árganga, sem könnunin náði til. Almennt dregur íþróttaiðkun unglinga úr líkum á þunglyndi, en samband þessara þátta er sterkara meðal þeirra unglinga sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir; svo sem við heimilisofbeldi og rifrildi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur sambandsaðila sína til að kynna sér frekari niðurstöður rannsóknarinnar, en hægt er að skoða skýrsluna í heild á heimasíðu ÍSÍ.
7. TBL. 2011
STÖNDUM SAMAN GEGN EINELTI Þann 8. nóvember 2011 var haldinn fyrsti opinberi baráttudagurinn gegn einelti. Í tilefni dagsins var undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Forsætisráðherra er verndari átaksins og velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Ólafur E. Rafnsson fyrir hönd ÍSÍ. Hægt er að sjá sáttmálann hér fyrir neðan. Ennfremur eru fjöldi félaga og samtaka aðilar að samningnum. Við undirritunina, sem fram fór í Höfða, voru einnig afhent gul armbönd sem gerð hafa verið í tilefni dagsins og bera yfirskriftina: Jákvæð samskipti. Þeim verður í kjölfarið dreift til almennings eftir því sem að upplag endist. Íþrótta- og Ólympíusambandið hvetur alla að kynna sér sáttmálann á
www.gegneinelti.is og skrifa undir séu menn sammála honum. Þróunar- og fræðslusvið ÍSÍ stóð fyrir fræðsluerindi um einelti í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á baráttudaginn. Kynnt var viðbragðsáætlun Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fjallaði stuttlega um framtíðarsýn sína í þessum málaflokki. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur fjallaði um forvarnir og greiningu á einelti. Að lokum flutti Birgir Bjarnason, framkvæmdarstjóri íþróttafélagsins HK, stutt erindi um hvernig íþróttafélagið hefur tekist á við einelti innan félagsins og til hvaða leiða það hefur gripið til þess að skapa jákvæða starfsmenningu innan HK.
ÞJÓÐARSÁTTMÁLI GEGN EINELTI Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og allra hópa sem eiga sér hvorki málsvara né sterka rödd. Við munum öll, hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er. Hægt er að skrifa undir á www.gegneinelti.is
VIKA 43 Í október fór fram verkefnið Vika 43, vímuvarnarvikan. Er þetta áttunda árið sem vikan er tileinkuð vímuvörnum. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem koma að forvarnarstarfi beint eða óbeint til að vekja athygli á f orv ar nars tar f i og áf e ng is - og vímuefnamálum. Í ár var athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og vernd þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna. Var þar sérstaklega bent á yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastonunarinnar frá 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eins og undangengin ár var Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þátttakandi í vímuvarnarvikunni. ÍSÍ hvetur sambandsaðila til að kynna sér stefnuyfirlýsingu um forvarnir og
fíkniefni (sjá www.isi.is) sem samþykkt var á íþróttaþingi 1997. Fulltrúi ÍSÍ ásamt öðrum í verkefnastjórn viku 43 undirritaði yfirlýsingu sem afhent var Innanríkisráðherra í lok vikunnar. Þar var m.a. bent á að við berum öll ábyrgð sem fyrirmyndir og samfélagsþegnar og ber að hvetja til og styðja hvers kyns viðleitni til þess að skapa ungu fólki aðstæður og forsendur til vímulauss lífernis. Nánar er hægt að fræðast um viku 43 á heimasíðunni www.vvv.is .
www.vvv.is
AFREKSBÚÐIR ÍSÍ 2011 Dagana 21. og 22. október fóru fram Afreksbúðir ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þátttakendur voru styrkþegar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra– og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, auk þjálfara þeirra.
voru þátttakendur mjög ánægðir með þær nýjungar sem í boði voru. Fyrirhugað er að halda sambærilegar búðir aftur í febrúar 2012 og þá verður dagskrá í boði fyrir íþróttamenn sem og þjálfara þeirra.
Um 50 manns tóku þátt í búðunum að þessu sinni og hlýddu á fræðslu frá fagteymi ÍSÍ varðandi rannsóknir, veikleikaþjálfun, meiðsli, sálfræðilegan undirbúning og fleiri atriði sem tengjast afreksíþróttum. Auk þess sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður frá sínum ferli. Að þessu sinni var lögð mikil áhersla á sjálfsstraust, samskipti við styrktaraðila, tengslanet og framkomu í fjölmiðlum. Fyrirlesarar eiga miklar þakkir skyldar fyrir þeirra framlag, en þeir náðu að koma efninu til skila á vandaðan hátt og
VETRARÓLYMPÍULEIKAR UNGMENNA—INNSBRUCK 2012 Leikarnir í Innsbruck verða fyrstu Vetrarólympíuleikar ungmenna. Hugmyndafræði þessara leika byggir ekki eingöngu á harðri keppni heldur er fræðsla og þátttaka í menningar og fræðsluviðburðum jafnstór hluti af dagskrá þátttakenda. Öll þau alþjóðasambönd sem eiga keppnisgreinar á Vetrarólympíuleikum (sjö talsins) eru með keppnisgreinar á þessum leikum. Keppendafjöldi hvers lands ræðst af kvóta sem næst með árangri á stórmótum og frammistöðu á heimslistum. Heildarfjöldi keppenda á leikunum er yfir 1.000 talsins frá 60 löndum. Leikarnir verða settir föstudaginn 13. janúar og þeim lýkur sunnudaginn 22. janúar. Ísland hefur fengið úthlutað keppendakvóta í alpagreinum skíðaíþrótta og hefur Skíðasamband Íslands tilnefnt þau Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur og Jakob Helga Bjarnason sem keppendur Íslands á leikunum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt þá tilnefningu og jafnframt skipað Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks– og Ólympíusviðs ÍSÍ sem aðalfararstjóra á leikana.
ÍSÍ 100 ÁRA—28. JANÚAR 2012 ÍSÍ fagnar 100 ára afmæli laugardaginn 28. janúar 2012. Undirbúningur fyrir afmælið er kominn vel á veg og er verið að móta dagskrá sem nær yfir allt árið.
7. TBL. 2011
að öll íþróttahreyfingin fái að taka þátt í afmælisárinu með einum eða öðrum hætti.
N ú þ e g ar h e f u r v e r i ð h a n n a ð afmælismerki og verður það kynnt í byrjun afmælisársins.
Sögu– og safnamál auk fræðslu um íþróttahreyfinguna eru meðal þeirra þátta sem lögð verður áhersla á að gera áberandi á afmælisárinu.
Fjölmargir viðburðir ÍSÍ og sambandsaðila munu einnig tengjast hátíðarhöldum og er ætlun afmælisnefndar ÍSÍ
Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri afmælisársins og hefur hún þegar hafið störf.
ÓLYMPÍULEIKAR—LONDON 2012
AFMÆLISRIT ÍSÍ
Þann 27. júlí verða Ólympíuleikarnir í London settir með formlegum hætti. Undirbúningur sérsambanda og ÍSÍ er nú á fullu og eru haldnir reglulegir undirbúningsfundir á vegum Afreks– og Ólympíusviðs ÍSÍ.
Í tilefni af 100 ára afmælis Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 28. janúar 2012, verður gefið út veglegt afmælisrit um sögu og starfsemi sambandsins.
Tveir frjálsíþróttamenn hafa náð Blágmarki á leikana, sem á gefa þeim þátttökurétt á leikana þar sem ekki eru aðrir íþróttamenn að reyna við sömu lágmörk eða eru nærri þeim í árangri. Í sundi hafa fimm sundmenn synt undir svokölluðu OST lágmarki í alls 6 sundgreinum. Alþjóðasundsambandið mun á vormánuðum 2012 bjóða hluta þeirra íþróttamanna sem náð hafa OST lágmarki þátttökurétt, en óvíst er um fjölda þeirra í sundgrein. Fjölmargir aðrir íþróttamenn stefna á að tryggja sér þátttökurétt á leikana og munu þeir taka þátt í erlendum mótum á næstu mánuðum til að tryggja stöðu sína á heimslistum eða vinna sér þátttökusæti á viðurkenndum mótum. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í Serbíu í janúar 2012. Evrópumeistarar
tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en síðan fara fram þrjú úrtökumót fyrir leikana í byrjun apríl 2012. Í hverju móti taka fjögur lið þátt og tryggja tvö úr hverju móti sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London. Ísland hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á úrtökumótið. Íslenska kvennalandsiðið í handknattleik tekur þátt í Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu í desember 2011. Á því móti er bæði hægt að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleika, sem og í úrtökumót fyrir leikana. Stefnt er að því að senda svipaðan hóp á leikana í London og fór á leikana 2008 í Peking, en þar kepptu 27 íþróttamenn. Nákvæmur fjöldi mun þó ekki liggja fyrir fyrr en 9. júilí 2012. Framkvæmdastjórn hefur tilnefnt Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks– og Ólympíusviðs ÍSÍ sem aðalfararstjóra íslenska liðsins á leikana í London. Andri var aðalfararstjóri í Peking 2008 sem og í Vancouver 2010 auk þess að vera í fararstjórn á leikunum 2004 í Aþenu.
Áætlað er að bókin komi út á afmælisdeginum en ritstjóri bókarinnar er Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur. Formaður ritnefndar er Stefán Snær Konráðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ.
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 220 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 85 þúsund.
ÍSÍ fréttir ● 7. tbl. 2011 ● Ábyrgðarmaður: Ólafur E. Rafnsson ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ
ÞRÓUNAR– OG FRÆÐSLUSVIÐ ÍSÍ Opnun „Göngum í skólann“, fór að þessu sinni fram í Síðuskóla á Akureyri miðvikudaginn 7. september. Allir nemendur skólans voru viðstaddir athöfnina og gengu ákveðna vegalengd umhverfis skólann að henni lokinni. Skólinn hefur lagt mikla áherslu á þetta verkefni í gegnum árin. —ÍSÍ bauð upp á þjálfaranámskeið 1a, almennan hluta á Hvolsvelli 15. og 16. s e p t e m b e r s l . í s a m v in n u v i ð Íþróttafélagið Dímon og Hvolsskóla. Stefnt er á að halda þar námskeiðu 1b og 1c í vetur.
Forvarnardagurinn var nú haldinn í 6. sinn í grunnskólum landsins þann 5. október. Að þessu sinni tóku framhaldsskólar landsins einnig þátt í deginum, m.a. með opinni myndbandasamkeppni um forvarnir. Að venju voru fjöldahreyfingarnar þrjár, ÍSÍ, UMFÍ og Skátarnir með ratleik fyrir nemendur þar sem veglegir vinningar voru í boði. Frekari upplýsingar má finna á síðunni www.forvarnardagur.is . —20 nemendur luku námi í sumarfjarnámi 1. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ. 25 nemendur eru nú í haustfjarnámi 1. stigs. Fjarnám 2. stigs hófst mánudaginn 3. október.
MYND MÁNAÐARINS Ólympíuleikarnir 1936 fóru fram í Berlín dagana 1. til 16. ágúst það ár. Ísland sendi keppendur á leikana í frjálsíþróttum og í sundknattleik. Á myndinni ganga íslensku þátttakendurnir inn á Ólympíuleikvanginn við setningu leikanna. Fremstur á mynd og fánaberi á setningarhátíðinni var Kristján Vattnes Jónsson, keppandi í spjótkasti.
AFMÆLISDAGAR 24. september HSH — stofnað 1922, 89 ára 17. október USVS — stofnað 1948, 63 ára 25. október SÍL — stofnað 1973, 38 ára 28. október SKY— stofnað 2006, 5 ára 31. október HSÞ— stofnað 1914, 97 ára 5. nóvember BSÍ — stofnað 1972, 39 ára 6. nóvember ÍHÍ— stofnað 2004, 7 ára 9. nóvember UMSK— stofnað 1922, 89 ára 11. nóvember BLÍ— stofnað 1972, 39 ára 12. nóvember BTÍ — stofnað 1972, 39 ára 24. nóvember MSÍ — stofnað 2006, 5 ára 28. nóvember USÚ— stofnað 1932, 79 ára 10. desember UDN— stofnað 1917, 94 ára 12. desember LH — stofnað 1949, 62 ára 15. desember HSB— stofnað 1982, 29 ára 20. desember ÍBA— stofnað 1944, 67 ára
Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2011, Ólympíuleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi.
www.isi.is