ÍSÍ Fréttir janúar 2010

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

ÍSÍ FRÉTTIR 1. TBL. 2011

JANÚAR

AUKIÐ UPPLÝSINGASTREYMI Ég vona, ágæti lesandi, að þú kunnir að meta þetta formlega fréttabréf Íþróttaog Ólympíusambands Íslands.

 Íþróttamenn og íþróttakonur sérsambanda og séríþróttanefnda ÍSÍ árið 2010  Dagsetningar almenningsíþróttaviðburða ÍSÍ 2011  Dagsetningar alþjóðlegra leika 2011

Er þetta framtak hluti af átaki sem ÍSÍ hefur staðið fyrir til að efla upplýsingastreymi hreyfingarinnar bæði til almennings og aðila innan okkar eigin vébanda, í þeirri von að með því aukist þekking á störfum og málefnum ÍSÍ og sambandsaðila.

Nauðsynlegt er að ímynd íþróttahreyfingarinnar byggist á nægum upplýsingum og þar með réttum forsendum. Það er okkar hlutverk að bæta úr því. Er það von mín að þetta framtak verði mikilvægur hlekkur í að auka upplýsingastreymi og samskipti innan sem utan hreyfingarinnar.

EFNIS:

 Íþróttamaður ársins 2010

Ætlun er að senda slíkar samantektir reglulega til aðila sem eiga hagsmuna að gæta eða hafa áhuga á málefnum íþróttahreyfingarinnar, og nýta meðal annars í því skyni alla nútímamiðla.

Á hverjum einasta degi ársins er nefnilega býsna mikið starf unnið í þessari langstærstu fjöldahreyfingu landsins, en því miður virðist almenn umfjöllun í mörgum tilvikum byggja á misskilningi og skorti á réttum upplýsingum.

MEÐAL

 Nýjungar í Felix

Allar ábendingar um úrbætur og efnistök munu vissulega verða vel þegnar af okkar starfsfólki. Ég óska ykkur öllum farsæls íþróttaárs 2011, og hlakka til að eiga við ykkur frekari samskipti.

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2010 Á dögunum var tilkynnt um kjör á Íþróttamanni ársins 2010. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa fyrir valinu. Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson varð fyrir valinu og er hann vel að þeim titli kominn. Í öðru sæti var Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og í því þriðja Íris Mist Magnúsdóttir hópfimleikakona. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar þeim til hamingju með áfangann sem og íþróttamönnum og konum sérsambanda og séríþróttanefnda ÍSÍ sem heiðruð voru þann 5. janúar s.l. Upplýsingar um þennan glæsilega hóp má finna hér í blaðinu, en myndir frá hófinu og upptalning á afrekum íþróttamanna er á heimasíðu ÍSÍ.

SIDE-


ÍÞRÓTTAMENN OG ÍÞRÓTTAKONUR SÉRSAMBANDA OG SÉRÍÞRÓ Alls voru það 64 einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir árið 2010: Akstursíþróttamaður ársins er Jón Örn Ingileifsson, Bílaklúbbi Akureyrar.

Hetti og Jón Margeir Sverrisson Ösp/Fjölni. Júdókona og júdómaður ársins eru Helga Hansdóttir, KA og Þormóður Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur.

Kraftlyftingakona og kraftlyftingamaður ársins eru María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðabliki. Krullari ársins er Jens Kristinn Gíslason, Skautafélagi Akureyrar.

Badmintonkona og badmintonmaður ársins eru Ragna Ingólfsdóttir, TBR og Helgi Jóhannesson, TBR. Blakkona og blakmaður ársins eru Birna Baldursdóttir, KA og Emil Gunnarsson, Stjörnunni. Borðtenniskona og borðtennismaður ársins eru Lilja Rós Jóhannesdóttir og Guðmundur Eggert Stephensen, bæði úr Víkingi. Dansarar ársins eru Sara Rós Jakobsdóttir og Sigurður Már Atlason úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Fimleikakona og fimleikamaður ársins eru Íris Mist Magnúsdóttir og Dýri Kristjánsson, bæði úr Gerplu. Frjálsíþróttakona og frjálsíþróttamaður ársins eru Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni og Óðinn Björn Þorsteinsson, FH. Glímukona og glímumaður ársins eru Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK og Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni. Handknattleikskona og handknattleiksmaður ársins eru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val og Alexander Petersson, Fusche Berlin. Hjólreiðakona og hjólreiðamaður ársins eru María Ögn Guðmundsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson, bæði úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins eru Arndís Birta Sigursteinsdóttir, Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Adam Freyr Daðason, Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar. Íshokkíkona og íshokkímaður ársins eru Guðrún Kristín Blöndal, Skautafélagi Akureyrar og Jón Benedikt Gíslason, Skautafélagi Akureyrar. Íþróttakona og íþróttamaður fatlaðra eru Erna Friðriksdóttir,

Karatekona og karatemaður ársins eru Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatefélagi Akraness og Kristján Helgi Carrasco, Umf. Aftureldingu.

Körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins eru Helena Sverrisdóttir, TCU College og Jón Arnór Stefánsson, Granada.

Kayakkona og kayakmaður ársins eru Ragna Þórunn Ragnarsdóttir og Ragnar Karl Gústafsson, bæði úr Kayakklúbbnum.

Kylfingar ársins eru Tinna Jóhannsdóttir, Golfklúbbnum Keili og Birgir Leifur Hafþórsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Knapi ársins er Sigurbjörn Bárðarson, Hestamannafélaginu Fáki. Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins eru Hólmfríður Magnúsdóttir, Philadelphia Independence og Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim.

Kvenkeilari og karlkeilari ársins eru Dagný Edda Þórisdóttir, Keilufélagi Reykjavíkur og Róbert Dan Sigurðsson, ÍR. Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttakona og mótorhjóla - og snjósleðaíþróttamaður ársins


ÓTTANEFNDA

ÍSÍ 2010

eru Bryndís Einarsdóttir, Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Kári Jónsson, VÍK.

1. TBL. 2011

Skylmingafélagi Reykjavíkur og Ragnar Ingi Sigurðsson, FH.

Siglingakona og siglingamaður ársins eru systkinin Hulda og Hilmar Hannesarbörn,

Skvasskona og skvassmaður ársins eru Rósa Jónsdóttir, Skvassfélagi Reykjavíkur og Róbert Fannar Halldórsson, Skvassfélagi

Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey.

Reykjavíkur.

Skautakona ársins er Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Skautafélagi Reykjavíkur. Skíðakona og skíðamaður ársins eru Íris Guðmundsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar og Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur. Skotíþróttakona og skotíþróttamaður ársins eru Jórunn Harðardóttir og Ásgeir Sigurgeirsson, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur. Skylmingakona og skylmingamaður ársins eru Þorbjörg Ágústsdóttir,

Sundkona og sundmaður ársins eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar og Jakob Jóhann Sveinsson, Sundfélaginu Ægi. Taekwondokona og taekwondomaður ársins eru Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Fjölni og Helgi Rafn Guðmundsson, Keflavík. Tenniskona og tennismaður ársins eru Sandra Dís Kristjánsdóttir og Arnar Sigurðsson, bæði úr Tennisfélagi Kópavogs.

Þríþrautarkona og þríþrautarmaður ársins eru Karen Axelsdóttir, Þríþrautarfélagi Reykjavíkur og Steinn Jóhannsson, Sundfélagi Hafnarfjarðar.


ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum.

BREYTINGAR Í FELIX Undanfarið hefur verið unnið að breytingum í kerfinu með það að leiðarljósi að auðvelda notendum vinnuna. Helstu nýjungar eru: • Hægt er að senda tölvupóst á marga hópa í einu. • Hægt er að senda tölvupóst á foreldra/forráðamenn. • Hægt er að flytja/afrita athugasemdir milli hópa. • Hægt er að sjá hvenær einstaklingur var skráður í hóp. • Búið er að setja númer fyrir framan nöfn á einstaklingum. • Símanúmer iðkenda birtist nú í klöddum. • Í fjöldaskráningu er nú hægt að færa inn netföng.

ALMENNINGSÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR 2011

2.– 22. FEBRÚAR

4.– 24. MAÍ

4. JÚNÍ

ALÞJÓÐLEGIR LEIKAR 2011

VETRARÓLYMPÍUHÁTÍÐ

SMÁÞJÓÐALEIKAR

ÓLYMPÍUHÁTÍÐ

12.– 19. FEBRÚAR

30. MAÍ – 4. JÚNÍ

24.– 29. JÚLÍ

Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2011, Íþróttamenn og konur ársins 2010 og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi.

www.isi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.