1. TBL. 2012
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Sjálfboðaliðavefur ÍSÍ Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist að stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks leggur íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, taka þátt í foreldrastarfi eða aðstoða við framkvæmd móta eða kappleikja. ÍSÍ hefur á haustmánuðum unnið að gerð vefs sem hefur það að markmið að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða til að
halda utan um sitt framlag hvort sem það er unnið í þágu íþróttahéraða, sérsambanda, félagsliða eða ÍSÍ. Einnig er markmiðið að fá yfirsýn yfir það fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar vinna innan íþróttahreyfingarinnar. Sjálfboðaliðavefurinn hefur fengið heitið „Allir sem einn“ og er stefnt að því að setja hann í loftið á næstu vikum.
Meðal efnis: 100 ára afmæli ÍSÍ Vetrarólympíuleikar ungmenna Ólympíuleikar – London 2012 Afreksstyrkir ÍSÍ Alþjóðlegir fundir Lífshlaup framhaldsskóla Hjólað í vinnuna Forvarnaverkefni Lyfjaeftirlit ÍSÍ
ÍSÍ á Facebook
Íþróttabókin
Á afmælisárinu stofnaði ÍSÍ síðu á samfélagsmiðlinum Facebook. Í sumar var farið af stað með leik á síðunni í samvinnu við Ólympíufjölskyldu ÍSÍ þar sem hægt var að vinna tveggja daga ferð til London sem og miða fyrir tvo á 8 liða úrslit í handknattleik. Þar spiluðu Íslendingar sögulegan leik á móti Ungverjalandi.
ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ
SIDE-
Vinningshafinn var dreginn út í beinni útsendingu í útvarpinu og óhætt er að segja að frábær þátttaka var í leiknum enda til mikils að vinna. Í vikunni sem leikurinn fór fram bættust um níu þúsund vinir við facebooksíðu ÍSÍ og voru þegar mest var yfir 10 þúsund vinir.
Ánægjuvogin ÍSÍ og UMFÍ fengu Rannsókn og greiningu til að greina ítarlegar upplýsingar úr rannsókninni Ungt fólk er varða íþróttahreyfinguna og íþróttahéruð landsins. Bæði mennta– og menningarmálaráðuneytið og Íþróttasjóður ríkisins styrktu verkefnið en markmið þess var að kanna viðhorf ungs fólks til íþróttahreyfingarinnar. Spurningar um hvers kyns viðhorf ungmenna innan og utan íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar voru lagðar fyrir nemendur í 8.-10. bekk og greindar eftir íþróttagreinum og íþróttahéruðum. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar, iðkendur eru flestir mjög ánægðir með veru sína í íþróttahreyfingunni og þá þjónustu sem þeir hljóta þar. Þá kom einnig fram ótvírætt það forvarnargildi sem iðkun íþrótta hefur í för með sér.
Fjármál íþróttahreyfingarinnar Ljóst má vera að líklega hafa fjármál íþróttahreyfingarinnar sjaldan brunnið jafn mikið á félögum og aðildarsamböndum innan hreyfingarinnar og nú um stundir. Hreyfingin hefur verið að sleikja sárin eftir umtalsverðan niðurskurð í kjölfar efnahagshruns fyrir fjórum árum síðan, niðurskurð sem með fyrirliggjandi tekjustofnum er talsvert meiri en hjá öðrum sambærilegum stofnunum sem njóta ríkisframlaga, niðurskurð í hreyfingu sem hefur í sjálfu sér lítið að skera niður í umsýslukostnaði – það er erfitt að lækka sjálfboðaliða í launum. Niðurskurður felst í því að ekki er tekið þátt í verkefnum og íþróttaleg tækifæri fara forgörðum. Það sem varhugavert er í því samhengi er að varanleg skörð kunna að hafa verið hoggin í langtímauppbyggingu, hvort sem er á vettvangi afreksíþrótta eða grasrótarstarfs, og kemur slíkt ekki í ljós fyrr en löngu síðar. Fjárlagagerð ársins 2013 stendur yfir, og framundan er kosningavetur. Ríkisstjórn Íslands hefur fyrir ári síðan lagt fyrir íþróttahreyfinguna stefnumótun í íþróttamálum fyrir árin 2011-2015, þar sem ljóst er að næsta ár markar helming þeirrar vegferðar þó fjárlög hafi ekki endurspeglað þá staðreynd. Stefnan er að ýmsu leyti vel fram sett, en íþróttahreyfingin hefur réttilega bent á að markmið, leiðir og stefnumótun er innihaldslaus án viðeigandi úrræða. Fjárveitingar eru þar grundvallaratriði. Þótt íþróttahreyfingin hafi hvergi fjárhagslegan hagnað af sínum markmiðum þá eru fjárhagsleg framlög nauðsynleg til að ná fram íþróttalegum
markmiðum hreyfingarinnar, og skapa þau alþjóðlegu afrek og það glæsilega afreksfólk sem sannarlega er æsku landsins fyrirmynd að betri framtíð. Við óskir um fjárveitingar – eða að minnsta kosti úrbætur gagnvart skaða vegna skattahækkana, verðlags- og gengisþróunar, svo ekki sé minnst á endurheimt höfuðstóls þeirra samninga sem samið hafði verið um fyrir efnahagshrun – er vissulega vert að staldra við og ígrunda bakgrunn og þróun þeirra fjárhagsforsendna sem þessi stærsta fjöldahreyfing landsins byggir á. Hreyfingin er í eðli sínu áhugamannahreyfing sem í reynd er ekki að fara fram á annað frá stjórnvöldum en framlög til grunnkostnaðar við að standa straum af endurgjaldslausri samfélagsþjónustu sem í senn veitir þegnum landsins ánægju og velferð, og sparar samfélaginu stórfé í formi útgjalda til félags- og heilbrigðismála. Það ætti ekki að vera flókið að rökstyðja aukin framlög til slíks af hálfu stjórnvalda. Íþróttahreyfingin sjálf þarf sannarlega að meta hver raunveruleg fjárþörf hreyfingarinnar er, og hvernig forgangsröðun einstakra starfseininga er til óska um aukið fjármagn og ráðstöfun þess er skipað í flóknum pýramída starfseminnar frá afreksíþróttum niður í grasrótarstarf. Gæta þarf vel að því að tekjuúrræði og kröfur ógni aldrei ímynd og gildum íþróttahreyfingarinnar, og ennfremur að fjárframlög utanaðkomandi aðila, hvort heldur er stjórnvalda eða annarra, ógni aldrei sjálfstæði
EOC fundaði í höfuðstöðvum ÍSÍ Evrópusamband Ólympíunefnda - EOC hélt framkvæmdastjórnarfund á Íslandi í tengslum við 100 ára afmæli ÍSÍ. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Stjórn og starfsfólk EOC tók einnig þátt í hátíðardagskrá ÍSÍ á afmælisdaginn. Patrick Hickey forseti EOC ávarpaði hátíðargesti í Ráðhúsi Reykjavíkur og lýsti þar yfir ánægju sinni með dvölina
hér á landi og samstarfið við ÍSÍ. Hann færði forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ og mennta- og menningarmálaráðherra áritaða platta frá EOC. Það var ÍSÍ mikill heiður að hafa forystu EOC viðstadda þessi merku tímamót. Á myndinni er Patrick Hickey forseti EOC að flytja ávarp í hátíðardagskrá ÍSÍ.
íþróttahreyfingarinnar. Við forgangsröðun er mikilvægt að líta til þess að allt kerfið virki best sem heild. Íþróttahreyfingin þarf að fara vel yfir alla sína tekjustofna, hámarka virði þeirra og þróa nýja sjálfbæra tekjustofna, jafnframt því að vera stöðugt á varðbergi varðandi útgjaldaliði og sýna ábyrgð og hagkvæmni í öllum rekstri. Ekki verður litið framhjá ábyrgð ríkisvaldsins á tilteknum rekstrarþáttum íþróttahreyfingarinnar, og þá einkum þeim er lúta að þjóðinni sem heild – afreksstarfi, rekstri sérsambanda, lyfjaeftirliti, jöfnun ferðakostnaðar og almenningsíþróttaverkefnum svo dæmi séu tekin – og í reynd ekki síður starfsumhverfi í formi þjóðarmannvirkja og aðstöðu fyrir okkar landslið og fremsta afreksfólk. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ
1. TBL. 2012
Lífshlaup framhaldsskólanna, nýtt verkefni hjá almenningsíþróttasviði ÍSÍ
Lífshlaup framhaldsskólanna fór fram í fyrsta sinn dagana 3. – 16. október 2012. 16 skólar tóku þátt með 6.500 nemendur og starfsfólki skólanna. Ýmislegt var gert í skólunum til þess að
hvetja til hreyfingar. Til dæmis var boðið upp á heilsudaga, farið í gönguferðir ýmist á fjöll sem og á láglendi og keppt í ýmsum íþróttagreinum, þar á meðal blöðkufótbolta.
Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautarskóli Vesturlands og Fjölbrautarskólinn við Ármúla.
Keppt var um að ná sem flestum dögum í hreyfingu og var skólunum skipt upp í þrjá flokka miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks. Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Flensborgarskóli og Menntaskólinn á Laugarvatni voru í fyrsta sæti í sínum flokkum. Í öðru sæti voru Verslunarskóli Íslands, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn á Húsavík. Í þriðja sæti voru
www.lifshlaupid.is/framhaldsskolar/
Nánari úrslit má verkefnisins:
fnna
á
vefsíðu
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 23. sinn laugardaginn 16. júní. Um 15.000 konur á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu á 100 stöðum þ.e. 82 stöðum hér á landi og á 18 stöðum erlendis (9 lönd). Þema hlaupsins í ár var „Hreyfing til fyrirmyndar” í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ. Einnig var Kvennahlaupið í samstarfi við Rauða krossinn þar sem konur voru
hvattar til að gefa brjóstahöld og nærfatnað. Umræðan hefur svo sannarlega skilað sér því eftir Kvennahlaupið hafa brjóstahöld og nærfatnaður skilað sér í auknu mæli í söfnunarkassa Rauða krossins. Nánari upplýsingar um hlaupið og myndir er hægt að nálgast á www.sjova.is
Göngum í skólann Göngum í skólann fór fram 5. september til 2. október 2012. 63 skólar voru skráðir til leiks sem er nýtt met. Ýmislegt var gert í skólunum á þessum tíma. Farið var í skiplagðar gönguferðir um nágrennið, nemendur og kennarar fóru í leiki saman og samgöngukannanir voru lagðar fyrir nemendur þar sem niðurstöðurnar sýna fram á að verkefnið hefur áhrif.
Í Brekkuskóla á Akureyri komu 92% nemenda gangandi í skólann. Í Grunnskóla Seltjarnarness komu 91% nemenda í 1.– 6. bekk gangandi í skólann og á Þórhöfn var 100% þátttaka hjá nemendum í 5.– 6. bekk. Í Grunnskólanum á Ísafirði luku nemendur og kennarar verkefninu formlega með skrúðgöngu um bæinn föstudaginn 5. október. Á fimmta hundrað manns gekk fylktu liði um götur bæjarins og endaði gangan á Silfurtorgi. Gangan setti skemmtilegan svip á bæinn eins og sést á myndinni hér til hliðar. Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn var 5. október s.l. Nánari upplýsingar og skemmtilegt efni frá skólunum er að finna á www.gongumiskolann.is
ÍSÍ festir kaup á 2. hæð í húsi 2 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Á árinu festi ÍSÍ kaup á 2. hæð í húsi 2 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hæðin var áður í eigu Íslenskra getrauna. ÍSÍ hefur leigt hæðina til Handknattleikssambands Íslands sem nú hefur flutt skrifstofur sínar úr húsi 3 yfir í hús 2. Við þá flutninga skapaðist rými á 2. hæð í húsi 3 fyrir hluta af skrifstofu ÍSÍ en farið var að þrengja að starfsseminni á 4. hæðinni. Þrír verkefnastjórar fluttu niður, þau Óskar Örn Guðbrandsson verkefnastjóri Felix, Örvar Ólafsson verkefnastjóri í lyfjamálum og Hjördís Guðmundsdóttir verkefnastjóri 100 ára afmælis ÍSÍ.
Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna - Rannsókn Þátttaka í heilsu- og hvatningarverkefnum ÍSÍ, Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna, hefur margfaldast þau ár sem þau hafa farið fram. Árið 2011 var rannsókn lögð fyrir þátttakendur í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og liðsstjóra Hjólað í vinnuna. Markmiðið með Lífshlaupinu er að fá einstaklinga á öllum aldri til þess að fara eftir ráðleggingum embætti landlæknis um hreyfingu. Börn og ungmenni eru hvött til þess að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag en fullorðnir í a.m.k. 30 mínútur á dag. Um 88% þátttakenda segja að þátttaka í Lífshlaupinu hafi hvatt þá til þess að hreyfa sig meira eftir að þátttöku í verkefninu lauk. 63% þátttakenda höfðu hreyft sig reglulega í tólf mánuði eða meira fyrir þátttöku í verkefninu, fleiri karlar en konur. 65% þátttakenda hreyfðu sig fimm til sjö sinnum í viku á meðan að þeir tóku þátt í verkefninu. 29% hreyfðu sig þrjá til fjóra daga vikunnar. Niðurstöðurnar sýndu einnig að stór hópur þátttakenda hreyfði sig oftar í viku fimm mánuðum eftir að þátttöku lauk, ef borin er saman hreyfing þeirra áður en þeir tóku þátt í verkefninu. Flestir stunda göngu, næst vinsælasta hreyfingin var líkamsrækt og þriðja vinsælasta hreyfingin í febrúar 2011 var skokk/hlaup. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta eða fá landsmenn til þess að nýta eigin orku, ganga eða hjóla, til og frá vinnu.
Um 75% liðsstjóra segja að þátttaka í Hjólað í vinnuna hafi hvatt þá til þess að nota virkan ferðamáta oftar í og úr vinnu. 31% höfðu tileinkað sér þennan ferðamáta í meira en tólf mánuði, fleiri karlar en konur. 50% þátttakenda notuðu virkan ferðamáta fimm til sjö sinnum í viku á meðan að verkefnið stóð yfir. 82% þátttakenda notuðu hjólið til að ferðast til og frá vinnu. Rannsóknin sýndi einnig að 34% þeir sem höfðu aldrei nýtt sér virkan ferðamáta fyrir þátttöku í Hjólað í vinnuna voru farnir að ganga eða hjóla einu til fjórum sinnum í viku fimm mánuðum eftir þátttöku í verkefninu.
Flestir þátttakendur eru meðvitaðir um gildi þess að taka þátt í verkefnunum þar sem þeir töldu heilsusamleg áhrif skipta mestu máli. Skemmtilegur viðburður til að taka þátt í var einnig nefnt hjá þátttakendum Lífshlaupsins en að minnka loftmengun og spara kostnað vegna einkabílsins skiptir líka máli hjá þátttakendum Hjólað í vinnuna. Nánari upplýsingar um verkefnin og úrslit er finna á lifshlaupid.is og hjoladivinnuna.is
Norrænn fundur íþróttasamtaka og ólympíunefnda Árlegur fundur norrænna íþróttasambanda og Ólympíunefnda var haldinn á Hótel Örk í Hveragerði dagana 13.-16. september sl. Fulltrúar mættu frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandi. Almenn ánægja var með fundinn en þar voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál íþróttaog Ólympíuhreyfingarinnar á Norðurlöndum. Í frítímanum á milli fundahalda var umhverfi Hveragerðis skoðað undir leiðsögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í Hveragerði og einnig var farið með hópinn inn í Þórsmörk í blíðskaparveðri. Á fundinum voru ÍSÍ afhentar góðar gjafir frá nokkrum af norrænu samböndunum í tilefni 100 ára afmælisárs ÍSÍ í formi bóka og fallegra listmuna.
1. TBL. 2012
Ólympíuvikan 2012 Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ og Ólympíuleikunum í London var ákveðið að í stað þess að halda upp Ólympíudaginn í einn dag eins og gert hefur verið undanfarin ár, að skipuleggja heila viku þar sem hreyfing væri fyrirrúmi. Margir sambandsaðilar ÍSÍ buðu upp á íþróttakynningar fyrir börn sem voru þátttakendur á sumarnámskeiðum vikuna 18.–22. júní. Auk þess heimsóttu ólympíufarar ÍSÍ mörg íþróttafélög og frístundaheimili og var það mjög ánægjulegt hve mörg frístundaheimili tóku þátt í vikunni og fóru út um allan bæ til að prófa t.d. bogfimi og skylmingar, íþróttir sem eru erfitt er fá að prófa á venjulegum degi. Þeir sem skipulögðu starfið á þessum stöðum þótti gaman að geta með auðveldum hætti pantað til sín Ólympíufara sem bæði talaði við
krakkana og í sumum tilvikum tóku þau þátt í æfingum. Fleiri íþróttagreinar slógu í gegn í ólympíuvikunni því færanlegar keilubrautir fóru á marga staði á Höfuðborgarsvæðinu og gaman var að sjá hvað margir höfðu gaman af. Þær íþróttagreinar sem boðið var upp á var strandblak skylmingar, hafnabolti, bogfimi, borðtennis, frjálsíþróttir, keila, knattþrautir og badminton. Golfsamband Íslands hélt golfdag fjölskyldunnar þar sem aðildarfélög GSÍ buðu almenningi að slá frítt á æfingasvæðum sínum miðvikudaginn 20. júní. Sundsamband Íslands stóð fyrir sunddögum SSÍ þar sem almenningur „synti saman” til London, allir gátu tekið þátt í ölllum sundlaugum landsins.
Starfsmannamál Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á árinu, í hagræðingarskyni, að flytja starf sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ aftur til höfuðborgarinnar en sviðsstjóri sviðsins hefur undanfarin ár verið staðsettur á Akureyri.
starfskrafta hans því hann mun stýra skrifstofu ÍSÍ á Akureyri ásamt því að hafa m.a. umsjón með gæðaverkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og áframhaldandi þróun og uppbyggingu á þjálfaramenntun ÍSÍ.
í hennar stað var ráðinn Óskar Örn Guðbrandsson. Óskar Örn er öllum hnútum kunnur í íþróttahreyfingunni en hann starfaði um tíma sem framkvæmdastjóri Sundsambands Íslands.
Viðar Sigurjónsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra Þróunarog fræðslusviðs ÍSÍ frá árinu 2006, sá sér ekki fært að flytjast búferlum til að sinna starfi sviðsstjóra með aðsetur í Reykjavík. ÍSÍ mun þó áfram njóta
Ragnhildur Skúladóttir var ráðin í starf sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ og hóf hún störf 1. nóvember sl.
Kristín Lilja Friðriksdóttir verkefnastjóri á Almenningsíþróttasviði er í fæðingarorlofi sem stendur en Berglind Guðmundsdóttir gjaldkeri kom aftur til starfa úr fæðingarorlofi síðsumars.
Rúna H. Hilmarsdóttir hætti störfum sem verkefnastjóri Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ, í júní síðastliðnum og
Svipmyndir frá 100 ára afmælisdegi ÍSÍ - 28. janúar 201
12 - í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar
1. TBL. 2012
Ólympíuleikar - London 2012 Ólympíuleikarnir í London voru án efa stærsti íþróttaviðburður ársins. Ísland sendi 27 keppendur á leikana auk fylgdarliðs og var keppt í sex íþróttagreinum; handknattleik karla, frjálsíþróttum, sundi, badminton, skotfimi og júdó. Árangur hópsins var með þeim betri sem náðst hefur á Ólympíuleikum þótt ekki hafi náðst að vinna til verðlauna að þessu sinni. Í tengslum við leikana var öflugt kynningarstarf á íþróttafólkinu og tengdist það á margan hátt afmælisári ÍSÍ. Sundsamband Íslands og Frjálsíþróttasamband Íslands sendu keppendur í æfingabúðir til Bath, en þær búðir voru styrktar af breska ríkinu, sem bauð öllum þátttökuþjóðum stuðning við æfingabúðir í Bretlandi í undanfara leika.
Íslands í London. Kann ÍSÍ þeim bestu þakkir fyrir. Forseti Íslands sem og forsætisráðherra og mennta– og menningarmálaráðherra heimsóttu leikanna og hitti íslensku þátttakendurna. Auk þeirra voru fulltrúar fyrirtækja í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ viðstaddir leikana í London. Karlalandslið Íslands í handknattleik náði bestum árangri Íslendinga á leikunum með því að hafna í 5. sæti, en í heildina var árangur hópsins góður. Ólympíumót fatlaðra fór fram síðar um haustið og þar átti Ísland fjóra keppendur í sundi og frjálsíþróttum. Jón Margeir Sverrisson varð hetja Íslands, er hann vann til gullverðlauna á mótinu.
Góð samvinna var við Sendiráð Bretlands og hélt sendiherra Breta, Ian Whitting, boð fyrir verðandi Ólympíufara sem og þá Íslendinga sem tóku þátt í leikunum 1948 í London. Eins var góð samvinna við starfsfólk sendiráðs
Afreksstyrkir ÍSÍ 2012 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands úthlutar árlega afreksstyrkjum til sérsambanda og íþróttanefnda ÍSÍ úr þremur sjóðum. Um er að ræða Afrekssjóð ÍSÍ, Styrktarsjóð ungra- og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna og sjóð Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Í janúar 2012 var úthlutað rúmlega 83 m.kr. úr þessum sjóðum eða rúmlega 67 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ, 10 m.kr. úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna og 5 m.kr. úr sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Íþróttafólk sérsambanda er flokkað í mismunandi flokka og styrkir veittir vegna þeirra. Þannig var einn aðili metinn í A flokk, 13 í B flokk, 7 í C flokk auk þeirra sem voru á eingreiðslustyrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ og styrkja vegna landsliðsverkefna sérsambanda.
Þess má geta að fjárhagsáætlanir þeirra verkefna sem sótt var um fyrir í Afrekssjóð ÍSÍ nema hátt í 500 m.kr. og nemur styrkveiting janúarmánaðar því um 14% af kostnaði. Síðar á árinu úthlutaði Afrekssjóður ÍSÍ frekari styrkjum og voru þeir fyrst og fremst ætlaðir í tengslum við undirbúning keppenda fyrir Ólympíuleikana í London. Einn íþróttamaður var færður upp í A flokk og Sundsamband Íslands hlaut styrk vegna tveggja sundmanna er náðu lágmörkum á leikana í London. Ríkisstjórn Íslands lagði til 15 m.kr. styrk til ÍSÍ sem úthlutað var í gegnum Afrekssjóð og var hann vegna undirbúnings fyrir leikana í London.
Á haustmánuðum var aftur úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ og var það vegna þátttöku A-landsliðs kvenna í handknattleik auk þess sem að einn íþróttamaður var færður upp um flokk, eða í A flokk, og var það Jón Margeir Sverrisson sundmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Heildarúthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ er um 105 m.kr. auk þess sem að styrkir úr öðrum sjóðum nema rúmlega 15 m.kr. Auk þess má nefna að Ólympíusamhjálpin hefur styrkt íslenska íþróttamenn og lið vel á þessu ári, en sjö íþróttamenn og A-landslið karla í handknattleik hafa verið styrkþegar á árinu.
Vetrarólympíuleikar ungmenna - Innsbruck 2012 Fyrstu Vetrarólympíuleikar ungmenna fóru fram í Innsbruck í Austurríki í janúar 2012. Leikarnir eru smækkuð útgáfa af Vetrarólympíuleikum fullorðna og er keppt í greinum sjö alþjóðasérsambanda.
1. TBL. 2012
Árangur keppenda var ágætur og náði Helga Margrét bestum árangri þeirra þriggja með 8. sæti í svigi stúlkna. Næstu vetrarleikar fara Lillehammer í Noregi 2016.
fram
í
Ísland fékk kvóta fyrir þrjá keppendur, tvo í alpagreinum og einn í skíðagöngu. Jakob Helgi Bjarnason og Helga María Vilhjálmsdóttir í alpagreinum og Gunnar Birgisson í skíðagöngu. Keppnin er ekki það eina sem skiptir máli á Vetrarólympíuleikum ungmenna því að fræðsla og menningardagskrá skipar stóran sess á leikunum og þurfa allir þátttakendur að taka virkan þátt í þeirri dagskrá.
Frímerki á afmælisári
Afmælismerki ÍSÍ
Tvö frímerki sem tengjast ÍSÍ komu út á árinu á vegum Íslandspósts.
Björn Hermann Jónsson hjá íslensku auglýsingastofunni hannaði 100 ára afmælismerki ÍSÍ. Björn er einnig hönnuður merkis ÍSÍ sem tekið var í notkun eftir sameiningu ÍSÍ og Ólympíunefndar Íslands árið 1997.
Björgvin Sigurðsson hannaði merki sem tengist Ólympíuleikunum í London og Tryggvi T. Tryggvason hannaði frímerki í tengslum við 100 ára afmæli ÍSÍ.
Íþróttabókin „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár” kom út í janúar. Með útgáfu bókarinnar var leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi. Ákveðið var að fara nýja leið við upprifjun sögunnar og leggja aðaláhersluna á að fjalla um þau áhrif sem íþróttastarfið og íþróttahreyfingin hefur haft á íslenskt samfélag í gegnum tíðina en þau eru í raun ótrúlega víðtæk. Í ritnefnd bókarinnar voru Stefán S. Konráðsson formaður, Magnús Oddsson, Jón Gestur Viggósson og Unnur Stefánsdóttir. Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur ritstýrði verkinu. Fáir Íslendingar hafa jafn víðtæka og yfirgripsmikla þekkingu á starfi íþróttahreyfingarinnar. Til liðs við sig fékk hann nokkra höfunda sem
allir eru kunnir íþróttaáhugamenn, Ellert B. Schram, Ágúst Ásgeirsson, Jón M. Ívarsson, Steinþór Guðbjartsson, Björn Vigni Sigurpálsson og Þorgrímur Þráinsson. Líney R. Halldórsdóttir var starfsmaður nefndarinnar og var Jón M. Ívarsson síðan fenginn til þess að annast myndaval og útvegun mynda í bókina. Prentsmiðjan Oddi prentaði bókina og Árni Jörgensen sá um útlit. Bókin er til sölu á skrifstofu ÍSÍ og í helstu bókabúðum landsins.
Afmælisárið Afmælisár ÍSÍ hófst með hátíðardagskrá þann 28. janúar en þann dag 100 árum fyrr var ÍSÍ stofnað í Bárubúð í Reykjavík. Afmælishátíðin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem Bárubúð stóð áður. Í tilefni af afmælinu var sett upp myndasýning sem prýddi veggi Ráðhússins í nokkrar vikur. Myndirnar sem voru á sýningunni voru allar úr Íþróttabókinni, afmælisriti ÍSÍ. Á afmælisdaginn var haldinn hátíðarfundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ í fundarsal sem ber nafnið Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir, auk framkvæmdastjórnar ÍSÍ, voru m.a. heiðursforsetar ÍSÍ, þeir Ellert B. Schram og Gísli Halldórsson, sem afhjúpuðu minningarskjöld um stofnun ÍSÍ í fundarsalnum Bárubúð. Ráðstefna um erlend samskipti og þátttöku Íslendinga í nefndum og ráðum í alþjóðastarfi var haldin í marsmánuði. Áhugavert var á ráðstefnunni hvað margir Íslendingar í íþróttahreyfingunni sitja í ýmsum erlendum ráðum og nefndum. Fulltrúi frá Íslandsstofu kom á fundinn og ræddi stöðuna um hvernig ÍSÍ og Íslandsstofa gætu unnið saman að því að fjölga alþjóðlegum íþróttatengdum viðburðum á Íslandi. Einnig var rætt hvort sérsambönd ættu að vinna meira saman í þessum málaflokki. Í júní hófu ÍSÍ og Héraðsskjalasöfn á Íslandi formlegt samstarf sem snýst um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og minni hlutum. Mörg félög hafa sent inn gögn og muni í tengslum við þetta Verkefni. ÍSÍ mun áfram hvetja sem flesta til að taka þátt í að skrá niður hluti sem annars gætu týnst. Sýningin Sunnlendingar á Ólympíuleikunum var haldin í tilefni af afmælisári ÍSÍ. Sýningin, sem var í Byggðarsafninu á Eyrarbakka var samstarfsverkefni Héraðssambandsins Skarphéðins og Byggðasafns Árnesinga. Þetta var glæsilegt framlag Sunnlendinga inn í afmælisárið. Á opnun sýningarinnar var margt um manninn og ljóst að sýning eins og sú sem sett var upp á Eyrarbakka ætti heima á fleiri stöðum á Íslandi. Í ár var mikil umfjöllun í fjölmiðlum um íslenska Ólympíufara. Meðal annars með útgáfu á Íþróttablaðinu sem dreift var á öll heimili í landinu.
ÍSÍ og Ólympíufjölskylda ÍSÍ voru í samstarf við MBL sjónvarp þar sem tekin voru viðtöl við flesta ólympíufarana. Tímaritið Mannlíf birti myndaþátt af núverandi og fyrrverandi ólympíuförum og Morgunútvarp Ríkisútvarpsins tók viðtal við flesta þá sem kepptu í London.
framgöngu beggja aðila í íslensku samfélagi.
Ráðstefnan „Skipta íþróttir máli?” verður haldin í samstarfi vð Háskóla Íslands í Hátíðarsal H.Í. miðvikudaginn 28. nóvember. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að vekja athygli á hvernig Háskóli Íslands getur í enn meira mæli orðið íþróttahreyfingunni að liði og um leið styrkja tengsl og
Allir sambandsaðilar ÍSÍ fengu í upphafi árs afmælisfána ÍSÍ til að nota í tengslum við helstu viðburði á árinu.
Sambandsaðilar ÍSÍ hafa tengt hina ýmsu viðburði á þeirra vegum við afmæli ÍSÍ, svo sem íþróttamót, ráðstefnur, sýningar og fræðsluviðburði.
Forvarnardagur Forseta Íslands 2012 Forvarnardagurinn var haldinn í sjöunda sinn þann 31. október sl. Þetta var í annað sinn sem framhaldsskólarnir voru með í verkefninu. Gríðarlegur árangur hefur náðst í forvörnum unglinga á grunnskólaldri og er Forvarnardagurinn liður í þeirri vinnu. ÍSÍ hefur frá upphafi komið að framkvæmd og skipulagi dagsins.
Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Sextán viðurkenningar hafa verið veittar til Fyrirmyndarfélaga frá síðasta formannafundi. Nokkur félög eru að vinna að gerð handbókar og þar með umsóknar um viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélög og enn önnur eru að vinna að endurnýjun viðurkenningarinnar. Allar upplýsingar um verkefnið gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.
Þjálfaramenntun ÍSÍ ÍSÍ hefur haldið úti öflugu námskeiðahaldi í þjálfaramenntun til margra ára. Námið er vinsælt og hafa samtals um 100 nemendur/þjálfarar lokið 1. eða 2. stigi í almennum hluta menntunarinnar frá síðasta formannafundi ÍSÍ. Framundan er vinna við námsefni og skipulag þjálfaramenntunar ÍSÍ á háskólastigi sem opnar nýja möguleika fyrir íþróttaþjálfara hvað varðar menntun þeirra hér á landi í einstökum íþróttagreinum!
Konur og íþróttir Málþing um konur og íþróttir var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 17. nóvember. Um var að ræða tvö boðsþing þar sem umræðuefnið á fyrra þinginu var konur í stjórnunarstöðum innan íþróttahreyfingarinnar og á því síðara var rætt um brottfall stúlkna úr íþróttum. Helga Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og framkvæmdastjórn Evrópska handknattleikssambandsins, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdarstjórnar ÍSÍ og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Fimleikasambands Íslands, ávörpuðu þingin. Þingfulltrúar ræddu málefnin, deildu reynslu sinni og komu með tillögur að úrbótum, leiðum og verkefnum. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ fékk styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að halda þingin.
1. TBL. 2012
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997.
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík
ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum.
Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is
Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 220 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 85 þúsund.
ÍSÍ fréttir ● 1. tbl. 2012 ● Ábyrgðarmaður: Ólafur E. Rafnsson ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ
Ferðasjóður íþróttafélaga
Íþróttaþing ÍSÍ 2013
Frestur til að sækja um styrk úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða innanlands á árinu 2012 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar 2013. Til úthlutunar að þessu sinni eru 61,7 m. króna. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.
Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið dagana 19.-20. apríl 2013 á höfuðborgarsvæðinu.
Lyfjaeftirlit ÍSÍ 2012 Á árinu hefur lyfjaeftirlit ÍSÍ tekið 102 lyfjapróf. 57 prófanna voru tekin utan keppni, 45 í keppni. Á Ólympíuleikunum í London voru fimm af reyndustu lyfjaeftirlitsaðilum lyfjaeftirlits ÍSÍ að störfum á vegum LOCOG. Meðal greina sem þeir störfuðu við eru sundknattleikur, körfuknattleikur, sund, hokký, siglingar, hjólreiðar, maraþon, handknattleikur og knattspyrna. Auk prófa sem tekin voru utan keppni í Ólympíuþorpinu. Á meðan á leikunum stóð bjuggu þeir sem störfuðu við lyfjaeftirlitið á háskólavistum í
London, einn lyfjaeftirlitsaðili bjó og starfaði í Weymouth meðan á leikunum stóð. Á Ólympíumóti fatlaðra starfaði svo Áslaug Sigurjónsdóttir formaður lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ við mótið. Reynsla lyfjaeftirlitsaðilanna mun án efa nýtast lyfjaeftirliti ÍSÍ vel á komandi árum. Nú stendur yfir endurskoðun á Alþjóða lyfjareglunum og þeim alþjóðastöðlum sem þeim fylgja. Ferlið er komið vel af stað, lýkur því með samþykkt nýrra reglna í árslok 2013. Nýjar reglur taka svo gildi 1. janúar 2015.
Mynd mánaðarins Margir aðilar hafa komið að íþróttastarfi á Íslandi á þeim 100 árum sem liðin eru frá stofnun ÍSÍ. 1986 var stytta af Gísla Halldórssyni, fyrrverandi forseta ÍSÍ, reist í Laugardalnum og stóð styttan þá nærri Laugardalsvelli. Gísli Halldórsson hannaði m.a. völlinn á sínum tíma og átti mikinn þátt í skipulagi íþróttamannvirkja í Laugardal. Í dag hefur styttan verið færð um set og stendur hún nú fyrir framan íþróttamiðstöðina í Laugardal. Á myndinni eru frá vinstri Matthías Mathiesen ráðherra, Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson og Albert Guðmundsson ráðherra og knattspyrnumaður.
Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2012, Ólympíuleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi.
www.isi.is