ÍSÍ
Maí 2018
FRÉTTIR
Ávarp forseta Þó að veðrið sé rysjótt þá er vorið að vakna og sumarið framundan. Vetraríþróttirnar eru að ljúka sínu keppnistímabili og sumaríþróttirnar að taka við. Boltinn farinn að rúlla í knattspyrnunni og búast má við enn einni íþróttaþjóðhátíðinni þegar íslenska karlalandsliðið fetar ótroðnar slóðir íslenskra knattspyrnumanna á HM í Rússlandi. Síðustu árin hafa verið ævintýraleg í íslenskri íþróttasögu og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Í íþróttahreyfingunni eru iðkun og keppni fyrirferðarmest í daglegri starfsemi og umræðu. Síðustu misserin hafa hins vegar komið inn á borð hreyfingarinnar krefjandi verkefni sem hafa reynt á okkar frjálsu félagasamtök sem rekin eru að mestu af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðum sem af hugsjón og elju gefa af dýrmætum frítíma sínum til hreyfingarinnar og þess uppbyggingarstarfs sem hún leiðir í samfélaginu. Við erum að tala um verkefni eins og #metoo eða #églíka baráttuna, jafnréttismál og nýja löggjöf um verndun persónuupplýsinga. Íþróttahreyfingin er ótrúlega rík af mannauði sem býr yfir miklum metnaði og vill bæta umhverfi íþrótta og gera það öruggara og faglegra með því að sýna ábyrgð og frumkvæði þegar á reynir. Þetta sást best þegar efnahagur landsins hrundi og íþróttahreyfingin mætti þeim erfiðleikum með því að slá hvergi af og reka sína starfsemi af ótrúlegum krafti og hagsýni í gegnum hremmingarnar. Að útrýma ofbeldi og kynferðislegri áreitni úr samfélagi okkar er langtímaverkefni og tekst einungis ef allir snúa bökum saman og sammælast um það hvað ekki má líðast, bæði í okkar nærumhverfi og samfélaginu í heild. Íþróttahreyfingin brást skjótt við í kjölfar #églíka yfirlýsinga íþróttakvenna á Íslandi og verið er að vinna í öllum hornum að því að gera hreyfinguna að öruggum stað fyrir alla sem þar kjósa að starfa og iðka íþróttir. Beðið er átekta niðurstaðna starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra, sem ÍSÍ hefur fulltrúa í, um málefnið og vonir standa til þess að íþróttahreyfingin verði leiðandi afl fyrir aðra samfélagshópa á Íslandi um það hvernig takast á við mál af þessu tagi, ef og þegar þau koma upp innan þeirra. Það hefur vakið athygli út fyrir landsteinana hversu skjótt hreyfingin brást við þegar yfirlýsingar um ofbeldi 2
og kynferðislega áreitni í íþróttum komu fram og ekki vakti síður athygli sú staðreynd að íþróttahreyfingin á Íslandi var vel í stakk búin hvað varðar siðareglur, hegðunarviðmið og gott fræðsluefni nokkru áður en málefnið komst í deigluna. ÍSÍ hefur sent út tvö stöðubréf til upplýsingar fyrir allar einingar hreyfingarinnar þar sem tíundað er það sem gert hefur verið eftir að #églíka yfirlýsingarnar komu fram og einnig það sem áætlað er að gera á næstu mánuðum. Þegar niðurstöður starfshóps ráðherra liggja fyrir þá munum við senda þriðja stöðubréfið út til kynningar á þeim. ÍSÍ fundaði nýlega með Jafnréttisstofu þar sem ákveðið var að vinna leiðbeinandi upplýsingar fyrir íþróttahreyfinguna varðandi jafnréttisstefnu íþróttafélaga og sambanda. Það er hreyfingunni mikilvægt að uppfylla að þessu leyti Ólympíusáttmálann sem hún starfar undir, sem og kröfur opinberra aðila. Það eru þó ekki aðeins þessar utanaðkomandi skyldur sem liggja að baki metnaði hreyfingarinnar til að gera betur í jafnréttismálum. Íþróttahreyfingin er í frábærri stöðu til að vera fyrirmynd annarra þegar kemur að hvers konar jafnrétti, ekki bara hér á landi heldur einnig alþjóðalega. Nú þegar er horft til Íslands sem leiðandi þjóðar í jafnréttismálum og við eigum að taka boltann og sjá til þess að báðum kynjum sé gert jafn hátt undir höfði á allan hátt sem mögulegt er innan okkar vébanda. Ég hvet ykkur öll til að horfa inn á við, í ykkar starfsemi, og skoða hvort ekki megi gera betur í jafnréttismálum. Þriðja stóra málið sem liggur á okkur í hreyfingunni er ný löggjöf í persónuvernd. Um er að ræða Evrópureglugerð sem tekur gildi 25. maí nk. Innleiðing reglugerðarinnar mun hafa töluverð áhrif í hreyfingunni. Allar einingar innan ÍSÍ safna persónugreinanlegum upplýsingum, með félagaog iðkendaskrám, skráningum á námskeið, skráningum á heiðursviðurkenningum og svo mætti lengi telja. Hvert samband og hvert félag
innan hreyfingarinnar er sérstakur ábyrgðaraðili en gera má ráð fyrir að starfsemi flestra sé keimlík og þurfi að gangast undir svipaðar reglur. ÍSÍ vinnur nú að leiðbeinandi upplýsingum fyrir hreyfinguna um það helsta sem reglugerðin felur í sér og helstu verkefni sem innleiðing hennar setur á hreyfinguna. ÍSÍ er einnig með yfirgripsmikil verkefni er falla undir persónuverndarreglur, m.a. Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, og Íþróttaslysasjóð og gera má ráð fyrir að það verði bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að skilgreina alla þætti persónuverndar í starfsemi ÍSÍ. Það er ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar og taka
eitt skref í einu þar til hreyfingin nær að uppfylla kröfurnar um skráningu persónuupplýsinga. Á heimasíðu Persónuverndar, sem er eftirlitsaðili með innleiðingu reglugerðarinnar á Íslandi, er að finna mikið magn upplýsinga um hina nýju löggjöf og afleiðingar af setningu hennar. Við hvetjum ykkur til að ganga strax til verks og kynna ykkur vel fyrirhugaðar breytingar. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og vona að þið njótið alls þess besta sem íþróttahreyfingin býður upp á þetta sumarið.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ
Hjólað í vinnuna fer fram 2. - 22. maí. Á myndinni má sjá Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Ölmu D. Möller landlækni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra hjóla verkefnið af stað í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum þann 2. maí.
ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Lyfjaeftirlit Íslands Starfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun þann 13. apríl sl. þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulagsskrá Lyfjaeftirlits Íslands. Lyfjaeftirlit Íslands mun skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit á Íslandi, og birta og kynna bannlista um efni þau sem óheimilt er að nota í íþróttum. Lyfjaeftirlit Íslands mun einnig standa að fræðslu og forvörnum gegn lyfjamisnotkun og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í tengslum við baráttuna gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Stofnuninni er ætlað að hvetja til rannsókna sem tengjast starfi þess og markmiðum, vekja athygli á málaflokknum og taka þátt í umræðum um hann. Málefni lyfjaeftirlits hafa verið á ábyrgð menntamálaráðuneytis frá 1989 þegar undirritaður var samningur Evrópuráðsins um slíkt eftirlit. Frá 2005 hafa stjórnvöld og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands borið sameiginlega ábyrgð á verkefninu á grundvelli samnings UNESCO um lyfjaeftirlit. Ákvæði um lyfjaeftirlit var sett í íslensk íþróttalög árið 2012 en ráðgjafanefnd lyfjaeftirlits Evrópuráðsins mælti þá með því að sjálfstæð stofnun annaðist lyfjaeftirlit.
Lilja Alfreðsdóttir og Lárus L. Blöndal við undirskriftina
Þetta mikilvæga skref gerir lyfjaeftirlit á Íslandi sjálfstætt, í samræmi við ályktanir Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Væntanleg stjórn Lyfjaeftirlits Íslands mun skipuleggja starfsemina á næstu misserum. Vefsíða Lyfjaeftirlitsins er www.lyfjaeftirlit.is.
Fagna afrekum sínum eftir á Þær aðstæður koma nú reglulega upp þar sem íþróttafólk sem unnið hefur til verðlauna á Ólympíuleikum gerist sekt um lyfjamisferli og missir því verðlaun sín. Það íþróttafólk, sem næst er í röðinni missti því af sínu tækifæri til þess að fagna afrekum sínum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum. Íþróttamannanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) hefur unnið að því síðustu mánuði að setja saman ákveðin viðmið fyrir þetta íþróttafólk, um hvernig það geti fengið sín verðlaun afhent og þar með fagnað sínum árangri. Nýlega samþykkti framkvæmdastjórn IOC þessi meginviðmið sem íþróttamannanefndin setti saman. Þegar íþróttamaður hefur valið 4
sér þann möguleika sem honum finnst ákjósanlegastur aðstoðar IOC viðkomandi Ólympíusamband við að koma verðlaunaafhendingunni í framkvæmd. Íþróttafólk getur nú valið um nokkra möguleika þegar kemur að því að fá verðlaun sín frá Ólympíuleikum afhent eftir á: 1. Á næstu Ólympíuleikum. 2. Á Ólympíuleikum ungmenna. 3. Í höfuðstöðvum IOC eða á Ólympíusafninu. 4.Í hófi á vegum sinna Ólympíusambanda. 5. Á viðburði eða hófi alþjóðasambands. 6. Í einkahófi.
Lyf og lýðheilsumál - Málþing Þann 5. apríl sl. fór fram málþing um forvarnir í lyfjamálum á vegum Háskólans í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í höfuðstöðvum HR. Birgir Sverrisson, verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ, opnaði málþingið og talaði um mikilvægi sjálfstæðs Lyfjaeftirlits. Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landsspítalanum, hélt erindi um anabólíska stera og aukaverkanir þeirra ásamt því að sýna tölfræði sem unnin er úr gögnum sem safnað var hérlendis varðandi það. Fredrik Lauritzen, forstöðumaður forvarna- og lýðheilsumála hjá Anti-Doping Norway, fjallaði um hvatana á bakvið lyfjamisnotkun í líkamsrækt og þá áhættu sem fylgir því að neyta ólöglegra lyfja. Hann ítrekaði mikilvægi þess að stuðla að lyfjalausu og heilbrigðu umhverfi í líkamsrækt fyrir lýðheilsu fólksins í landinu. Noregur stendur framarlega þegar kemur að forvörnum gagnvart notkun ólöglegra lyfja í tengslum við líkamsrækt og sýndi Fredrik dæmi um forvarnaráætlanir frá Noregi. Lyfjamisnotkun einskorðast ekki við afreksíþróttafólk og hafa ýmsir aðilar utan skipulagðra íþrótta áhyggjur af aukinni notkun ólöglegra árangursbætandi efna og vilja efla fræðslu og forvarnir. Þann 4. apríl fór fram umræðufundur
milli Lyfjaeftirlits ÍSÍ og nokkurra fulltrúa líkamræktarstöðva á Íslandi um að leggja meiri áherslu á forvarnir og fræðslu í lyfjamálum utan skipulagðs íþróttastarfs, þ.e. innan líkamræktar. Eftir að upp komst um lyfjamisferli rússneska frjálsíþróttasambandsins og rússnesks íþróttafólks árið 2015 hefur markmið Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) og íþrótta- og ólympíusamtaka víðsvegar um heiminn verið að skera upp herör gegn lyfjamisnotkun. Lyfjaeftirliti Íslands og WADA er umhugað um að enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Ljóst er að baráttan gegn lyfjamisnotkun er ekki verkefni einstakra hópa eða samtaka, ef árangur á að nást þarf samvinnu og samstarf margra einstaklinga og hópa víðs vegar að. Lyfjaeftirlit Íslands fylgir Alþjóðalyfjareglum WADA sem sjá má á vefsíðu Lyfjaeftirlitsins. Tilgangur Alþjóðalyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Auk þess að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.
Fulltrúar Lyfjaeftirlits ÍSÍ og nokkurra líkamsræktarstöðva á Íslandi hittust og ræddu m.a. forvarnarstarfsemi í lyfjamálum
ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connect ÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) hafa undirritað samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Samningurinn gildir til 1. febrúar 2019. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Grímur Gíslason forstöðumaður markaðs- og sölusviðs AIC undirrituðu samninginn formlega í höfuðstöðvum ÍSÍ í mars. Samstarf ÍSÍ og AIC, áður Flugfélag Íslands, hefur verið langt og farsælt. Þátttaka í íþróttastarfi á Íslandi felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög og mikilvægt er að búa við öruggar og reglubundnar flugsamgöngur á milli landshluta. Nánar má lesa um samninginn á vefsíðu ÍSÍ, en sambandsaðilar eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og hafa tímann fyrir sér við bókanir, ef mögulegt er. Það eykur líkurnar á því að menn nái að bóka ferðirnar á hagstæðum kjörum.
Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Grímur Gíslason hjá AIC við undirritun samningsins
Badmintonsamband Íslands 50 ára Badmintonsamband Íslands (BSÍ) var stofnað þann 5. nóvember árið 1967 og fagnar því 50 ára afmæli á þessu ári (2017-2018). Af því tilefni var ráðist í gerð nýrrar vefsíðu og nýs merkis fyrir sambandið. Afmælisveislan fór fram í tengslum við alþjóðlega badmintonmótið Iceland International þann 25. janúar 2018. Allt afmælistímabilið verður hátíðlegt og nýja merki Badmintonsambands Íslands skartar útliti með vísan í 50 árin.
Ný persónuverndarlöggjöf 2018 Þann 25. maí 2018 tekur gildi á Íslandi ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd. Hún leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Rétt er þó að taka fram að löggjöfin mun hljóta þinglega meðferð Alþingis áður en hún tekur að fullu gildi hérlendis. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja hinni nýju löggjöf. Persónuvernd, sem framfylgir persónuverndarlöggjöfinni á Íslandi, hefur gefið út leiðbeinandi efni um það helsta sem þarf að undirbúa fyrir gildistöku laganna. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn 6
Evrópusambandsins frá 14. apríl 2016 segir að hinar nýju reglur staðfesti að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga verði tryggður fyrir alla. Persónuvernd, sem framfylgir persónuverndarlöggjöfinni hér á landi, hefur gefið út mikið af leiðbeinandi efni um nýju löggjöfina og undirbúning vegna gildistöku laganna. Nánari upplýsingar um helstu atriði reglugerðarinnar má finna á vefsíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is, og bæklinga má finna hér. ÍSÍ stefnir að því að hafa á vefsíðu sinni leiðbeinandi efni um nýju löggjöfina og helstu verkefni íþróttahreyfingarinnar vegna innleiðingu laganna.
Kynferðislegt áreiti og ofbeldi Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem ætlað er að vinna hratt og örugglega að útfærslu á aðgerðum til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti og framkvæmd þeirra. Starfshópurinn mun fjalla um aðgerðir sem varða lagabreytingar, fræðslu, viðbragðsáætlanir og eftirfylgni. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar íþróttakvenna, ÍSÍ og UMFÍ, ásamt sérfræðingum ráðuneytisins. Ása Ólafsdóttir, lögfræðingur og meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ, er fulltrúi ÍSÍ í starfshópnum. Ása býr yfir mikilli þekkingu á málaflokknum en hún var einn lögmanna Neyðarmóttöku vegna nauðgana 2003-2008 og hefur einnig starfað með kærunefnd jafnréttismála.
að gera til þess að hindra kynferðislega áreitni og ofbeldishegðun sem bæði opinberir aðilar, stjórnvöld, sveitarfélög og einnig íþróttahreyfingin gætu tekið upp í sínu starfi.
Menntaog menningarmálaráðuneytið útbjó samráðsgátt vegna málsins og leitaði til íþróttahreyfingarinnar um ábendingar um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar til að hindra kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Lokað var fyrir innsendingu umsagna þann 7. maí 2018.
Besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins.
Starfshópurinn hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir sem eiga að beinast að íþróttahreyfingunni sjálfri en einnig aðgerðir sem beinast að stjórnvöldum sem og sveitarfélögum. Óskað er eftir ábendingum um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar sem hægt er
ÍSÍ bendir félögum og öðrum sambandsaðilum á það efni sem til er og má finna á vefsíðu ÍSÍ. •Bæklingurinn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. •Hegðunarviðmið ÍSÍ og Siðareglur ÍSÍ sem félög geta haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp. •Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum. •Tillaga að samþykki um uppflettingu í sakaskrá.
Ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.
#Metoo og börnin Náum áttum, samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál, stóð fyrir morgunverðarfundi þann 14. mars sl. á Grand Hótel sem bar heitið „#Metoo og börnin - öryggi barna og ungmenna í tómstunda-, íþrótta- og æskulýðsstarfi“. Fulltrúi ÍSÍ á fundinum, Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, hélt erindið „Öryggi barna í íþróttum í ljósi #metoo“. Einnig héldu erindi Salvör Nordal, umboðsmaður barna og Hafdís Inga Helgud. Hinriksdóttir, sálfræðingur í Bjarkarhlíð. Fundarstjóri var Árni Einarsson.
Vefsíða Náum áttum er www.naumattum.is.
ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Ársþing og heiðranir Nú er tími ársþinga sambandsaðila og hafa bæði íþróttahéruð og sérsambönd haldið þing sín undanfarna mánuði. ÍSÍ reynir að senda fulltrúa sinn á þing sambandsaðila. Á þingum er oft notað það tækifæri að heiðra þá einstaklinga sem hafa unnið gott starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Hér á síðunni má sjá myndir frá þingum og heiðrunum. ÍSÍ óskar þeim sem heiðraðir hafa verið á þingum innilega til hamingju með heiðursviðurkenningarnar.
Jón Þór Þórðarson, núverandi formaður Körfuknattleiksfélags ÍA og fyrrverandi íþróttafulltrúi ÍA til margra ára var sæmdur Silfurmerki ÍSÍ á ársþingi ÍA 12. apríl sl. Hafsteinn Pálsson, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ, sæmdi Jón Þór og bað fyrir kveðju frá ÍSÍ.
Á ársþingi Lyftingasambands Íslands var Ásgeir Bjarnason sæmdur Gullmerki ÍSÍ og Stefán Ragnar Jónsson Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu ólympískra lyftinga á Íslandi
Ellen Dröfn Björnsdóttir og Ólafur Már Hreinsson voru sæmd Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín fyrir dansíþróttina á Íslandi á 94. ársþingi UMSK 13. febrúar sl., en það var Hafsteinn Pálsson ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ sem afhenti merkin.
8
Á ársþingi HSH sem fór fram 16. apríl sl. afhenti Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ heiðursviðurkenningar til Bjargar Ágústsdóttur sem var sæmd Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu frjálsíþrótta og Eyþórs Benediktssonar sem var sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar.
Á ársþingi Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) þann 23.-24. mars sl. voru fjórir einstaklingar heiðraðir fyrir góð störf í frjálsíþróttahreyfingunni. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ afhenti heiðursviðurkenningarnar. Lóa Björk Hallsdóttir var sæmd Silfurmerki ÍSÍ og þau Þorsteinn Þorsteinsson, Sigurður Haraldsson og Fríða Rún Þórðardóttir voru sæmd Gullmerki ÍSÍ, en á myndina vantar Fríðu.
Ólafur Oddur Sigurðsson fráfarandi formaður Glímusambands Íslands var sæmdur Gullmerki ÍSÍ á 54. ársþingi GLÍ. Á myndinni er einnig Svava Hrönn Jóhannsdóttir nýr formaður GLÍ.
Á ársþingi Blaksambands Íslands (BLÍ) þann 4. mars sl. voru fjórir einstaklingar heiðraðir fyrir góð störf í þágu blakíþróttarinnar. Stefán Jóhannsson varaformaður BLÍ var sæmdur Gullmerki ÍSÍ, Ásta Sigrún Gylfadóttir, Sævar Már Guðmundsson, Jón Ólafur Valdimarsson voru sæmd Silfurmerki ÍSÍ. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ afhenti heiðursviðurkenningarnar.
ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Ólympíumeistari með námskeið Dagana 23.–25. mars fór fram á Húsavík athyglisvert námskeið um þjálfun barna og unglinga og leiðina til árangurs í íþróttum. Það er óhætt að segja að skilaboðin voru skýr; langtímamarkmið, skemmtilegar æfingar við hæfi hvers og eins og keppnisferill sem miðaður er við 16 ára aldur. Vladimir Vanja Gribic, Ólympíumeistari í blaki var leiðbeinandi á námskeiðinu sem bar yfirskriftina Frá grunni í gull. Gribic er fyrrum atvinnumaður í blaki, menntaður íþróttafræðingur og er í framhaldsnámi með áherslu á hreyfifræði. Hann hefur haldið fyrirlestra og námskeið víða um Evrópu, bæði fyrir íþróttafélög og fyrirtæki. Megináherslan auk sérhæfðrar blakþjálfunar er á jákvæðan liðsanda og liðsheild, en einnig á að hámarka árangur einstaklingsins. Grbic er sendiherra Special Olympics í blaki og hefur unnið að því að efla Sameinað blak, þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman í liði. Markhópar voru börn og unglingar 10 til 18 ára og þjálfarar þeirra. Sladjana Smiljanic blakþjálfari hjá Völsungi var hvatamaður að verkefninu en hún er frá sama bæ í Serbíu og Grbic. Á námskeiðinu var áhersla á þjálfun barna og unglinga en einnig fór fram kynning á blaki fyrir fatlaða og ófatlaða. Föstudagskvöldið 23. mars fór fram fyrirlestur þar sem Grbic fór yfir ýmsa þætti sem skipta máli í þjálfun og hvernig má virkja börn og unglinga
10
til þátttöku með því að beina augum að upplifun þeirra af æfingum og greina hvern þátt sem haft getur áhrif á árangur og áhuga. Að mati Grbic er fjöldi æfinga marklaus ef iðkandi skilur ekki tilgang æfingarinnar, skortir einbeitingu eða áhuga til að leggja sig fram. Horft var sérstaklega á þætti sem stuðla að aukinni hreyfifærni, samhæfingu, félagsfærni og sterkri sjálfsmynd. Þátttakendur þurftu að taka virkan þátt í umræðum og leggja fram spurningar. Á laugardag og sunnudag, 24. og 25. mars, voru verklegar æfinga. Fyrri hlutinn, á laugardag, tengdist efni fyrirlestursins og þjálfun þvert á greinar en á sunnudag var sérhæfð blakþjálfun. Um 40 börn tóku þátt í námskeiðinu þar af 10 börn með sérþarfir. Börnin og unglingarnir voru alsæl með námskeiðið og fengu mikla hvatningu til að gera sitt besta og hafa trú á styrkleikum sínum. Þátttakendur á námskeiðinu komu m.a. frá Húsavík, Dalvík, Höfn í Hornafirði, Neskaupsstað og Mosfellsbæ. Í hópi þjálfara var fyrrum atvinnumaður í blaki og fremstu þjálfarar landsins í blaki sem vildu nýta þetta tækifæri til að bæta við þekkingu sína. Verkefnið, sem styrkt var af Ólympíusamhjálpinni, var samstarfsverkefni Blakdeildar Völsungs, BLÍ og ÍF / Special Olympics á Íslandi.
Stórafmæli UDN - 100 ára Ungmennasamband Dalamanna og NorðurBreiðfirðinga (UDN) fagnar 100 ára afmæli þann 24. maí 2018. UDN hét upphaflega Hjeraðssamband Dalamanna (Hs. Dm) og var stofnað á Kirkjubóli í Saurbæ 24. maí árið 1918. Fjögur félög stóðu að stofnuninni; Umf. Ólafur pái, Umf. Unnur djúpúðga, Umf. Dögun og Umf. Stjarnan. Árið 1926 er nafni félagsins breytt í Ungmennasamband Dalamanna (UMSD). Árið 1971 gekk svo Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga inn í UMSD og heitir sambandið eftir það Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, sem stytt er UDN. Núverandi aðildarfélög UDN eru Umf. Æskan, Umf. Ólafur Pái, Umf. Dögun, Umf. Stjarnan, Umf. Afturelding, Hestamannafélagið Glaður og Glímufélag Dalamanna. Starfsvæði Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga er Dalasýsla og Austur-Barðastrandarsýsla.
Ársþing UDN fór fram í Dalabúð 5. apríl sl. Á myndinni má sjá Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, Jón Egil Jónsson, nýjan framkvæmdastjóra UDN, Heiðrúnu Söndru Grettisdóttur endurkjörinn formann UDN og Auði Ingu Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ.
Vítamín í Val og Kraftur í KR Tvö áhugaverð verkefni eru í gangi í íþróttafélögunum Val og KR. Verkefnin bera heitin „Vítamín í Val“ og „Kraftur í KR“ og eru ætluð eldri borgurum í nágrenni við félögin. Markmiðið með verkefnunum er að bjóða eldri borgurum upp á að mæta á fjölbreyttar æfingar með þjálfara í íþróttafélagi og nýta um leið mannvirki íþróttafélaganna. Boðið er upp á frístundaakstur frá félagsmiðstöðvum í þessum hverfum og að íþróttafélögunum fyrir eldri borgarana og eru þeir hvattir til að nýta sér hann.
Mikil ánægja er með þetta framtak og vonin er sú að þetta verkefni vaxi og dafni og að sem flestir í hverfinu nýti sér þessa þjónustu.
ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Hjólað í vinnuna 2. - 22. maí Hjólað í vinnuna var ræst í 16. sinn þann 2. maí sl. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal og stendur verkefnið til 22. maí. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Alma Dagbjört Möller, landlæknir og Frímann Gunnarsson, þáttastjórnandi með meiru fluttu hvatningarávörp áður en þau hjóluðu verkefnið af stað ásamt öðrum gestum.
keppt er um heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra miðað við heildarfjölda liðsmanna í liðinu. ÍSÍ hvetur áfram alla hjólagarpa og aðra sem ferðast vistvænt til vinnu. Vefsíða Hjólað í vinnuna er www. hjoladivinnuna.is, en verkefnið er einnig á facebook.
Verkefnið höfðar til starfsmanna á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem eru liðin frá því að verkefnið fór af stað. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig sérstaklega í kílómetrakeppnina þar sem
Hjólað í háskólann Hjólað í háskólann fór fram 6.-15. apríl sl. Verkefnið tókst vel í ár, en fyrir neðan má sjá tölfræði úr verkefninu (í sviga má sjá samanburð við síðasta ár). Þetta árið voru 54 (74) virkir þátttakendur í Hjólað í Háskólann í 16 (17) liðum á vegum 9 (9) nemendafélaga. Lögðu þeir að baki samtals 1.559 km (2.583) en það er rúmlega einn hringur í kringum
Ísland, eða 1,17 hringir (1,93 hringir). Heildarfjöldi skráðra daga sem uppfylltu lágmarksviðmið voru 210 (481) dagur og skiptist tegund ferðamáta þannig að 80,1% (71,1%) var hjólað, 11,2% (17,6%) strætó/gengið, 8,8% (10,5%) ganga og 0,0% (0,8%) hlaup. Skráning fór fram í gegnum vefsíðu Hjólað í vinnuna, en stefnt er á að halda verkefninu Hjólað í háskólann áfram.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 29. sinn þann 2. júní 2018. Markmið Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ hefur frá upphafi verið að vekja áhuga á reglu legri hreyfingu. Fjöldi hlaupastaða er mismunandi milli ára en hlaupið er á 80 til 100 hlaupastöðum ár hvert hérlendis og erlendis. Kvennahlaupið hefur náð sínu markmiði og í dag hreyfa konur sig meira og eru meðvitaðri um að huga að heilsu sinni og hreyfingu en áður. Þó þarf statt og stöðugt að minna á mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu fólks. 12
Litur hlaupsins í ár og á bolunum verður blár með vísan í bláa litinn í íslenska fánanum og til að undirstrika frábæran árangur íslensks íþróttafólks síðastliðin ár. Vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ er www. kvennahlaup.is. Verkefnið er einnig á facebook.
Af hverju íþróttamælingar ? Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík fór yfir samstarf íþróttafræðisviðs HR og nokkurra sérsambanda innan ÍSÍ á hádegisfundi í Íþróttamiðstöðinni þann 23. mars sl. Hann svaraði spurningum eins og: Af hverju að framkvæma mælingar? Hverju eiga þær að skila? Hvað á að gera við gögnin? Hvernig fer samstarf háskóla og landsliðsþjálfara fram? Ágætis þátttaka var á fundinum.
Felix - Starfsskýrsluskil Felix er miðlægt tölvukerfi ÍSÍ og UMFÍ og heldur utan um íþróttaiðkendur á Íslandi. Kerfið var fyrst tekið í notkun árið 2004. Nýtt og endurbætt kerfi var svo tekið í notkun snemma árs 2017. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið. Framkvæmdastjórn ÍSÍ heimilaði skrifstofu ÍSÍ á fundi sínum 26. apríl 2018 að beita keppnisbanni á félög og deildir sem eru í vanskilum með starfsskýrslur 15. maí nk.
Nú þegar hafa 70% félaga skilað inn starfsskýrslum, en betur má ef duga skal. ÍSÍ hvetur félög til þess að skila sem fyrst, eða sækja um stuttan frest. Nánari upplýsingar varðandi starfsskýrsluskil veitir Elías Atlason, verkefnastjóri Felix. Netfangið hans er elias@isi.is og sími 514 4000.
Maður er manns gaman Þann 12. apríl sl. fór fram ráðstefna í Háskólanum á Akureyri sem bar heitið „Maður er manns gaman“, en hún snérist um félagsauð og heilsu á efri árum. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Félags eldri borgara á Akureyri og heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Við setningu ráðstefnunnar söng Kór eldri borgara á Akureyri. Fjölmörg erindi fóru fram á ráðstefnunni, en hún stóð frá 10:30-16:00. Mæting var frábær og var þétt setið í salnum. Ráðstefnunni stýrði Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi talmeinafræðingur og æðarbóndi. Ráðstefnan var fyrst haldin fyrir 6 árum og þá var Hermann Sigtryggsson, sem situr í Nefnd um Nefnd um íþróttir 60+ á vegum ÍSÍ þátttakandi í íþróttir 60+, sótti ráðstefnuna og tók meðfylgjandi undibúningi hennar og framkvæmd. Samskonar mynd af Kór eldri borgara á Akureyri. ráðstefna hefur svo verið haldin á vegum Háskólans á Akureyri og Félags eldri borgara á Akureyri síðan, eða á tveggja ára fresti, og alltaf vel sótt. ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Heiður að vera fánaberi á Ólympíuleikum Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, keppti fyrr á þessu ári fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Freydís Halla var fánaberi Íslands á setningarhátíð leikanna, en hún er fimmta konan sem er fánaberi Íslands á Vetrarólympíuleikum. Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017 og var kjörin Skíðakona ársins. Hún vann eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum og náði 6. sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum. Þá varð hún 15 sinnum á tímabilinu í topp 10 á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Freydís endaði einnig í 11. sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi. Hún varð í níunda sæti í undankeppni HM í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.
Var þátttaka á Ólympíuleikum alltaf markmið hjá þér? Í rauninni ekki, það var ekki fyrr en ég var komin í fullorðinsflokk og A landsliðið sem ég áttaði mig á að ég ætti raunhæfa möguleika á að ná langt. Síðan þá var stefnan alltaf sett á Ólympíuleikana. Hefur þú alltaf sett þér markmið tengt íþróttinni og hvaða markmið þá? Já, yfirleitt set ég mér markmið fyrir hvert tímabil, en svo eru auðvitað langtímamarkmið eins og Ólympíuleikarnir. Oftast set ég markmiðin mín í samband við FIS punkta, eða stöðu á heimslistanum, og á stórmótum set ég mér markmið bæði í hvaða sæti og hversu stutt á eftir sigurvegaranum ég vil vera. Hvernig var upplifun þín af leikunum í PyeongChang og stefnir þú á aðra leika? Upplifun mín af PyeongChang var frábær. Allt í kringum leikana og keppnin sjálf fór vel fram og ég er svo þakklát fyrir þessa lífsreynslu. Ég hef ekki sett nein markmið varðandi aðra leika, en það eru heil fjögur ár til stefnu svo við bara sjáum til!
Hvernig er venjulegur dagur hjá Ólympíufara? Núna er ég að klára þriðja árið mitt í háskólanámi Hvenær byrjaðir þú að æfa skíði og af hverju? í Bandaríkjunum, svo venjulegur dagur hjá mér Ég byrjaði að æfa þegar ég var átta ára, en hafði byrjar yfirleitt á morgunmat og svo beint í tíma. verið á skíðum síðan ég var þriggja. Pabbi minn Eftir skóla fer ég yfirleitt beint á æfingu og eftir æfði skíði og setti mig á skíði fljótlega eftir að ég það elda ég yfirleitt kvöldmat, læri heima, eða varð nógu stór til að passa í skíðaskó. geri eitthvað annað eins og bíó, bíltúr, spilakvöld, o.s.frv. Áttir þú þér fyrirmyndir í skíðaíþróttinni þegar að þú varst yngri? Já, ég leit alltaf mikið upp Hvaða ráð hefur þú fyrir yngri kynslóðina sem til Dagnýjar Lindu (Kristjánsdóttur) og Bjögga dreymir um að verða best í sinni íþrótt og komast (Björgvins Björgvinssonar). Þau voru okkar besta á Ólympíuleika ? Að vera dugleg að æfa, og passa skíðafólk þegar ég var krakki, þannig þau voru að hafa gaman að því á meðan. Með jákvæðni og mínar helstu fyrirmyndir. þrautseigju er hægt að ná ótrúlega langt!
14
Þjálfaramenntun ÍSÍ Þjálfaramenntun ÍSÍ er áfangaskipt fræðslukerfi og eru þjálfarastigin þrjú. Þetta kerfi er samræmt fyrir allar íþróttagreinar. ÍSÍ sér um almenna hlutann og fer öll kennsla fram í fjarnámi. Sérsambönd ÍSÍ sjá svo um sérgreinaþáttinn. Námskeiðin eru í boði þrisvar á ári, sumar-, haust- og vorfjarnám. Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. Allir nemendur sem ljúka námi á 1. stigi fá þjálfaraskírteini með staðfestingu á náminu og einkunn. Auk náms á stigunum þurfa þjálfarar að hafa gilt skyndihjálparnámskeið og ákveðna þjálfunarreynslu til að geta haldið áfram námi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu ÍSÍ.
Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðu ÍSÍ.
UMSE er fyrsta Fyrirmyndarhérað ÍSÍ
Knattspyrnudeild og fimleikadeild Hattar eru Fyrirmyndardeildir ÍSÍ
ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Ólympíufjölskylda ÍSÍ
Samfélagsmiðlar ÍSÍ Vefsíða
Myndasíða
Vimeo
Issuu
Alþjóðadagur íþrótta var haldinn í fimmta skipti þann 6. apríl sl., en Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) valdi daginn sem dag íþrótta. Á deginum er lögð áhersla á mikilvægi íþrótta til að stuðla að þróun og friði í heiminum. Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir íþróttir hvetja til þolinmæði, gagnkvæms skilnings og friðar. Dagurinn var haldinn hátíðlegur um heim allan.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is
ÍSÍ fréttir 2. tbl. 2018
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 280 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er tæplega 100þúsund.
Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal
Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS