ÍSÍ fréttir mars 2018

Page 1

ÍSÍ

Mars 2018

FRÉTTIR


Vetrarólympíuleikar PyeongChang 2018 Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar sl. Ísland sendi fimm keppendur til leiks, þrjá í skíðagöngu og tvo í alpagreinum. Þann 8. febrúar var íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíuþorpið á sérstakri móttökuhátíð, en þátttakendur frá Gana, Liechtenstein, Íslandi, Ekvador og Kosóvó voru boðnir velkomnir á hátíðinni. Íslenski fáninn var dreginn að hún og þjóðsöngurinn leikinn. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins skiptist á gjöfum við borgarstjóra Ólympíuþorpsins í PyeongChang og skrifaði að því loknu nafn sitt á friðarvegginn í þorpinu sem vígður var af Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrr í vikunni. Gjöf íslenska hópsins var keramikegg hannað af listakonunni Koggu, en

2

eggið kallast Móðir jörð. Gjöf borgarstjórans til ÍSÍ var listaverk, eftirlíking af frægum grip frá 7. öld sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi vegna Vetrarólympíuleikanna 2018. Undir lok hátíðarinnar var þjóðlegur trommusláttur og hátíðinni lauk með því að dansarar sýndu listir sínar og drógu þátttakendur með í dans undir taktfastri tónlist. Íslenski hópurinn nýtti tímann fyrir hópmyndatöku auk þess sem að alþjóðlegir fjölmiðlar tóku viðtöl við keppendur. Kalt var fyrstu dagana í PyeongChang, eða um 15-20 gráðu frost. Setningarathöfn leikanna fór fram kvöldið 9. febrúar og þá var hitinn rétt við frostmark sem gerði útiveruna þægilegri fyrir hópinn. Setningarhátíðin var glæsileg í alla staði og mikil skrautsýning þar sem blandað var

Freydís Halla Einarsdóttir

Sturla Snær Snorrason

Elsa Guðrún Jónsdóttir

Isak Stianson Pedersen

Keppnishópurinn við Setningarhátíðina

Snorri Einarsson


saman atriðum sem endurspegluðu bæði fortíð það 42. besti tím­inn. Sam­an­lagt var hún því á og framtíð. Íslenski hópurinn var glæsilegur þegar 1:53,15 mín­útu, rúm­um 14 sek­únd­um á eft­ir hann gekk inn á leikvanginn en það var Freydís sigurvegaranum. Halla Einarsdóttir sem var fánaberi liðsins. Snorri keppti morguninn 16. febrúar í 15 km göngu Snorri Einarsson keppti fyrstur Íslendinga í 30km með frjálsri aðferð. Alls voru 119 einstaklingar skiptigöngu. Snorri var með rásnúmer 48 og sem hófu keppni. Snorri náði 56. sæti er hann byrjaði nokkuð vel, en snemma í keppninni varð kom í mark á 37:05,6 mín­út­um, 3:21,7 mín­út­um á hann í tvígang fyrir óhappi varðandi stafi, þar sem eft­ir sigurvegaranum Dario Cologna frá Sviss. festing slitnaði í annað skiptið og stafur brotnaði í hitt skiptið. Það hafði mikil áhrif á gönguna hans Sturla Snær Snorrason tók þátt í stórsvigi þann og að lokum lauk hann keppni í 56. sæti. Keppni 18. febrúar. Sturla Snær náði ekki að klára fyrri í stór­svigi og keppni í svigi kvenna fór ekki fram ferðina sína. Eftir að hafa átt nokkuð góða ferð á tilsettum tíma vegna veðurs. Frey­dís Halla hlekktist Sturlu á neðarlega í brautinni með þeim Ein­ars­dótt­ir átti að keppa 12. og 15. febrúar, en afleiðingum að hann datt og missti af hliði. Þetta nýir tímar fyr­ir stór­svig og svig kvenna voru 15. og fall hafði þau áhrif að blæddi inn á kálfavöðva og 16. febrúar. varð til þess að hann gat ekki keppt í svigi þann 22. febrúar. Þann 13. febrúar fór fram keppni í sprettgöngu karla sem Isak Stianson Pedersen tók þátt í. Byrjað Að lokum tók Snorri þátt í 50 km skíðagöngu, en var á tímatöku, sem er undankeppni fyrir úrslitin, hann náði ekki að ljúka keppni. Hann glímdi við en einungis 30 bestu komast í úrslitin. Isak ræsti veikindi í PyeongChang og var ekki búinn að ná sér út nr.71 af alls 80 keppendum, en ræst er út eftir nógu vel til að klára keppnina. Snorri hætti eftir að stöðu á heimslistanum. Isak átti frábæra göngu, en hafa gengið 9 km en hann var þá í 57. sæti í röðinni hann kom í mark á 3:24,57 mín­út­um og endaði í af 71 keppanda. 55. sæti. Hann fékk 102.03 FIS punkta og eru það hans bestu FIS punktar á ferlinum í sprettgöngu. Loka­hátíð Vetr­arólymp­íu­leik­anna í Pyeongchang Um stóra bætingu var að ræða hjá Isaki og þrátt fór fram sunnudagskvöldið 25. febrúar. Snorri fyrir að vera ekki á meðal þeirra 30 efstu sem Einarsson var fánaberi og naut þess hlutverks vel. fóru áfram í úr­slit­in gat Isak vel við unað við sinn Vetrarólympíuleikarnir, sem stóðu yfir í 16 daga, árangur. eru sögulegir fyrir Evrópu, því í fyrsta skipti Þann 15. febrúar náði Elsa Guðrún Jónsdóttir þeim Vetrarólympíuleika tóku allar 50 Ólympíunefndir merka áfanga að vera fyrst íslenskra kvenna til álfunnar þátt. Með þátttöku Kosovo í ár urðu þess að taka þátt í skíðagöngu fyrir Íslands hönd. Ólympíunefndir Evrópu þær einu sem gátu Elsa kom í mark á 31:12,8 mín­út­um og varð 6,12 státað af öllum sínum meðlimum. Samtals tók mín­út­um á eft­ir Ólymp­íu­meist­ar­an­um Ragn­hild 91 Ólympíunefnd þátt, en 21 af þeim 27 sem Haga frá Nor­egi. Elsa Guðrún, sem var 77. í rás­ unnu verðlauna eru Evrópsk. Noregur vann til röðinni, hafnaði í 78. sæti af 90 kepp­end­um. flestra verðlauna, eða 39, en Evrópa náði að vinna til samtals 210 verðlauna. Einnig vann Freydís Halla Einarsdóttir keppti í stórsvigi sama Marit Bjørgen skíðagöngukona til fjórtándu dag. Freydís skíðaði af öryggi í fyrri ferðinni og var verðlauna sinna á Vetrarólympíuleikum, en þar hún í 51. sæti að henni lokinni. Í síðari ferðinni féll með varð hún verðlaunamesta kona sögunnar á hún hins vegar og náði því ekki að klára. Frey­dís Vetrarólympíuleikum. Hún á nú 7 gullverðlaun, 4 keppti síðan þann 16. febrúar í svigi og náði þar silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. 41. sæti. Fyrir leikana var hún með 48. besta ár­ang­ur kepp­enda og því náði hún að hækka sig upp Næstu Vetr­arólymp­íu­leik­ar verða haldn­ir í Peking um sjö sæti. Frey­dís skíðaði fyrri ferðina á 56,49 árið 2022 og tók borgarstjóri Peking við fána sek­únd­um og var með 46. besta tím­ann. Seinni Alþjóðaólympíunefndarinnar við lokahátíðina í ferðina skíðaði hún á 56,66 sek­únd­um og var PyeongChang. ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Góðir gestir í Ólympíuþorpinu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningarog íþróttamálaráðherra, var viðstödd setningu Vetrarólympíuleikanna ásamt því að skoða aðstæður á leikunum, hitta keppendur og heimsækja Ólympíuþorpið. Lilja og Hafþór Eide Hafþórsson, aðstoðarmaður hennar, voru þar í góðum félagsskap en þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ fylgdu ráðherra auk þess að Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands (SKÍ) og eiginkona hans Iðunn Lára Ólafsdóttir voru með í för. Heimsóttur var sorgarreitur í þorpinu og friðarveggur skoðaður en báðir þeir staðir voru opnaðir formlega af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og tengjast sögu Ólympíuleika og þeim skilaboðum sem leikarnir standa fyrir.

4

Vistarverur íslenska hópsins voru skoðaðar þar sem keppendur og aðrir fylgdarmenn hittu ráðherra en auk þess snæddi hópurinn hádegisverð með keppendum og fylgdarliði.


ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Kynferðislegt áreiti og ofbeldi Í ljósi umræðunnar í kjölfar #metoo vill ÍSÍ benda félögum og öðrum sambandsaðilum á það efni sem til er og má finna á vefsíðu ÍSÍ. • Bæklingurinn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. • Hegðunarviðmið ÍSÍ og Siðareglur ÍSÍ sem félög geta haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp. • Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum. •Tillaga að samþykki um uppflettingu í sakaskrá. ÍSÍ fékk leyfi frá Norska Íþrótta- og Ólympíusambandinu til þess að nýta myndböndin sem sambandið lét gera í tengslum við málefnið. Á Vimeo-síðu ÍSÍ, má sjá öll myndböndin á einum stað. Besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins.

Ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112. Vert er að benda á vefsíðu Stjórnarráðsins, en þar má lesa um verkefnið Vitundarvakning, sem hefur það markmið að veita fræðslu og sinna forvörnum til að sporna gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi gegn börnum.

Snemmbær afreksþjálfun barna Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Háskólinn í Reykjavík stóðu í sameiningu fyrir íþróttaráðstefnu í janúar í tengslum við Reykjavíkurleikana. Innihald ráðstefnunnar var afreksþjálfun barna. Dr. Viðar Halldórsson fjallaði um þann eftirtektarverða árangur sem íslenskt íþróttafólk hefur náð á undanförnum misserum. Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir talaði um mikilvægi svefns, hvaða áhrif svefn hefur á líðan og frammistöðu íþróttafólks og velti upp spurningunni hvort að morgunæfingar fyrir skóla væru æskilegar. Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt í íþróttafræði í HR fjallaði um sérhæfingu í íþróttum og mikilvægi þess að ungt íþróttafólk geti æft fleiri en eina íþróttagrein. Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri FSÍ fjallaði um breytingar á umhverfi fimleikafólks með auknu framboði fimleikagreina. Síðastur á mælendaskrá var Daði Rafnsson knattspyrnuþjálfari en í 6

fyrirlestri hans kom fram að þrátt fyrir góðan árangur þá væri rými fyrir bætingar. Ráðstefnan var vel sótt og sköpuðust miklar og góðar umræður í lokin. Ráðstefnan var tekin upp og hægt er að horfa á hana á Vimeo-síðu ÍSÍ.

Sveinn Þorgeirsson


Lífshlaupið 2018 Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hófst 31. janúar sl. Setningarhátíðin fór fram í Vættaskóla-Borgum í Grafarvogi. Vinnustaðakeppni Lífshlaupsins stóð frá 31. janúar - 20. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 31. janúar - 13. febrúar. Einstaklingskeppni stendur yfir allt árið. Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram í mars í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum. Góð þátttaka var í Lífshlaupinu í ár en um 16.000 manns á öllum aldri voru virkir þátttakendur á 505 vinnustöðum, í 29 grunnskólum og 14 framhaldsskólum. Þá voru skráðar um 13 milljónir hreyfimínútna á keppnistímanum og yfir 166 þúsund dagar með lágmarksviðmiði. Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is, Lífshlaupið er einnig með facebook-síðu.

Við setningu Lífshlaupsins 2018

en

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

Á fyrsta degi Lífshlaupsins skellti liðið Gönguhrólfar hjá Verkís sér í fjallgöngu á Húsfellið

Þekkir þú hættuna við lyfjamisnotkun? Lyfjaeftirlit ÍSÍ er nú farið af stað með vitundarvakningu til þess að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af lyfjamisnotkun. Auglýsingaveggurinn sem búinn var til af því tilefni sýnir aukaverkanir við lyfjamisnotkun á myndrænan hátt og var m.a. uppi í Laugardalshöll á meðan á Reykjarvíkurleikunum stóð í janúar. Lyfjaeftirlit ÍSÍ efndi einnig til spurningakeppni og voru veglegir vinningar í boði. Vefsíða Lyfjaeftirlits ÍSÍ er lyfjaeftirlit.is.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


ÍSÍ og Icelandair í samstarfi Í janúar endurnýjuðu Icelandair og Íþróttaog Ólympíusamband Íslands samning um áframhaldandi samstarf. Með þeim samningi staðfestir Icelandair þátttöku sína sem einn af fimm aðalstyrktaraðilum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ til ársins 2020. Icelandair endurnýjaði einnig samstarfssamninga við fimm sérsambönd innan ÍSÍ, þ.e. KSÍ, HSÍ, KKÍ, GSÍ og Íþróttasamband fatlaðra. Samstarf Icelandair og viðkomandi sérsambanda fela í sér víðtækt samstarf. Icelandair mun styðja dyggilega við starf þeirra og landsliðsstarf en rekstur landsliða felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög um allan heim. Í samningi Icelandair og ÍSÍ er að finna nýtt ákvæði, fyrir sérsambönd sem ekki eru með sérstakan styrktarsamning við Icelandair, sem

felur í sér afsláttarkjör á fargjöldum Icelandair á samningstímanum. Icelandair skal tryggja sérsamböndum ÍSÍ hagstæðustu fargjöld hverju sinni og lægsta mögulega hópfargjald þegar um landsliðshóp er að ræða.

Ólympíuleikar ungmenna Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna í borginni Buenos Aires í Argentínu. Standa leikarnir yfir í tólf daga og fer lokahátíðin fram þann 18. október. Fjöldi íþróttafólks á leikunum er 3998 og 875 dómarar. 206 lönd taka þátt og keppt verður í 32 íþróttagreinum. Ísland mun eiga þátttakendur og ungan sendiherra á leikunum, Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur, sem sést hér á myndinni til hliðar.

8

Vefsíða leikanna er buenosaires2018.com.


Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga Styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands ársins 2017, var úthlutað í mars. Til úthlutunar að þessu sinni voru 127 milljónir króna. Styrkirnir eru greiddir beint til félaga og deilda. Afar mismunandi er hversu mörg félög eiga aðild að hverju héraði og hversu mörg félög innan hvers héraðs sækja um styrki úr sjóðnum.

Ferðasjóður íþróttafélaga er fjármagnaður með fjárframlagi frá ríkinu. ÍSÍ er falin umsýsla sjóðsins, útreikningur styrkja og úthlutun úr sjóðnum. Fjárstuðningur ríkisins til niðurgreiðslu ferðakostnaðar íþróttafélaga er ómetanlegur og ljóst að styrkir úr sjóðnum hafa afar jákvæð áhrif á þátttöku íþróttafélaga á landsvísu í íþróttamótum innanlands.

Að þessu sinni bárust sjóðnum 250 umsóknir frá 129 félögum úr 21 íþróttahéraði vegna 2.972 keppnisferða í 21 íþróttagrein. Heildarupphæð umsókna var kr. 466.663.237,-.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er 8. mars árlega og fóru fjöldagöngur fram víða um heim af því tilefni. Til stuðnings alþjóðlegum baráttudegi kvenna og ákalli til aðgerða eða #pressforprogress herferðinni birti Alþjóðaólympíunefndin (IOC) lykilniðurstöður jafnréttisrannsóknar (Gender Equality Review Project) sem framkvæmd var á þeirra vegum nýlega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er mælst til þess að sambandsaðilar IOC nýti sér í sínum störfum 25 lykilviðmið sem beinast að því að breyta samtalinu um konur í íþróttum í heild sinni - frá þátttöku til framsetningu og ákvarðanatöku. Þessi 25 lykilviðmið ná yfir fimm lykilatriði; íþróttir, sköpun, fjármögnun, stjórnarhætti og mannauð. Leitast er eftir því að koma á jafnrétti kynjanna innan Ólympíuhreyfingarinnar og alþjóðaíþróttasamfélagsins, en með lykilviðmiðunum skapast aðgerðaráætlun fyrir

alla sambandsaðila innan IOC í þeirri viðleitni. Viðmiðin endurspegla það átak sem IOC og alþjóðasambönd þess hafa nú þegar komið af stað, þ.e. að stuðla að aukinni þátttöku, ákvarðanatöku og forystu kvenna á öllum sviðum íþrótta. Á vefsíðu IOC, www.olympic.org, má sjá þessi 25 lykilviðmið. Viðmiðin er aðeins eitt skref af mörgum hjá IOC að því markmiði að jafnrétti ríki á milli kynjanna í íþróttaheiminum og víðar. Þátttaka kvenna í íþróttum fer vaxandi, en hlutfall kvenkeppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 var 42%, sem er met á Vetrarólympíuleikum. Í fyrsta skipti í sögunni fóru jafnmargir kvenna- og karlaviðburðir fram síðasta dag leikanna. Á vefsíðu IOC má lesa meira um starf IOC sem miðar að því að ná kynjajafnrétti í íþróttaheiminum.

Í Manila mynduðu meira en 10.000 manns kvenkynstáknið á Alþjóðlegum degi kvenna ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Ólympíufjölskylda ÍSÍ

Samfélagsmiðlar ÍSÍ Vefsíða

Myndasíða

Facebook

Instagram

Vimeo

Issuu

Myndirnar eru af íslenskum íþróttakonum í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars sl.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is

ÍSÍ fréttir 1. tbl. 2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 280 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er tæplega 100 þúsund.

Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal

Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.