Smáþjóðaleikarnir 2015
Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum. Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, golf, áhaldafimleikar, blak og strandblak. Fimleikar og golf eru valgreinar á leikunum 2015. Golf hefur aldrei áður verið ein af íþróttagreinunum á Smáþjóðaleikum.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Smáþjóðaleikanna 2015.
Aðalvettvangur Smáþjóðaleikanna 2015 er Laugardalurinn, sem sumir kalla „Ólympíuþorp“ okkar Íslendinga. Átta af ellefu íþróttagreinum munu fara fram í íþróttamannvirkjum í Laugardalnum og þátttakendur munu gista á hótelum nálægt Laugardalnum. Keppni í þremur íþróttagreinum mun fara fram utan Laugardalsins, en það eru skotíþróttakeppni, golfkeppni og tenniskeppni. Keppni í skotíþróttum mun fara fram á tveimur stöðum, í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni og á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Keppni í golfi mun fara fram á Korpuvelli á Korpúlfsstöðum.
Keppni í tennis mun fara fram í Tennishöll Kópavogs. Keppni í blaki og körfuknattleik mun fara fram í Laugardalshöll. Keppni í strandblaki mun fara fram við Laugardalslaug. Keppni í sundi mun fara fram í innilaug Laugardalslaugar. Keppni í frjálsíþróttum mun fara fram á Laugardalsvelli. Keppni í fimleikum og júdó mun fara fram í Íþróttamiðstöð Ármanns/ Laugabóli. Keppni í borðtennis mun fara fram í TBR badmintonhöll. Hægt er að lesa sér meira til um íþróttagreinarnar sem keppt er í og staðsetningar á heimasíðu leikanna iceland2015.is.
Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015
Gullsamstarfsaðilar leikanna
ZO•ON
Kylfingar frá San Marínó æfðu á Korpu Dagana 21. - 25. júní 2014 var átta manna hópur frá San Marínó staddur á Íslandi til að leika golf á Korpuvelli. Ferðin var hluti af undirbúningi golfliðsins fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Hópurinn samanstóð af framkvæmdastjórum Golfsambands San Marínó, ásamt kylfingum sem eiga möguleika á að keppa á Smáþjóðaleikunum. Hópurinn kom til Íslands í þeim tilgangi að kynnast Korpuvellinum og æfa sig í því að spila í íslensku veðri. Framkvæmdastjóri Golfsambands San Marínó,
Remo Raimondi, sagði markmiðið með ferðinni það að gera kylfingum kleift að undirbúa sig fyrir leikana með því að æfa sig í þessum framandi aðstæðum. Liðið spilaði allar 27 holurnar þrisvar sinnum á þremur dögum. Liðið fékk þrjá flotta daga veðurfarslega séð til að spila, með smá rigningu, en þann dag sem veðrið var slæmt fór liðið í Bláa lónið og skoðaði Geysi. Liðið var ánægt með ferðina, matinn og íslensku þjóðina.
Fulltrúar smáþjóða hittust á Íslandi Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) og fundur tækninefndar leikanna fóru fram á Íslandi um síðastliðna helgi. Á fundina mættu fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og núverandi forseti Smáþjóðaleikanna, stýrði aðalfundinum. Formaður tækninefndar Smáþjóðaleika, JeanPierre Schoebel frá Mónakó, stýrði fundi nefndarinnar ásamt framkvæmdastjóra Smáþjóðaleika, Angelo Vicini frá San Marínó. Á fundunum var ítarlega farið yfir öll atriði sem tengjast leikunum. Skoðunarferð í íþróttamannvirkin sem notuð verða á leikunum og á hótelin sem gist verður á gekk afar vel.
Fulltrúar sérsambanda og mannvirkja tóku á móti hópnum hver á sínum stað og fóru yfir ýmis atriði varðandi viðkomandi íþróttagrein og mannvirkið.
Hönnunarteymi leikanna Hönnuðirnir og Ólympíufararnir Elsa Nielsen og Logi Jes Kristjánsson mynda hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015. Þau hönnuðu bæði merki leikanna og lukkudýr leikanna, ásamt öllu útliti leikanna. Þann 1. desember kynntu þau lukkudýr leikanna til leiks á blaðamannafundi í Laugarásbíói, með því að segja frá hugmyndinni á bak við lukkudýrið og sýna teiknimyndasögu um fæðingu þess.
Elsa Nielsen
Logi Jes Kristjánsson
Fæðingardagur: 26/06/1974
Fæðingardagur: 21/04/1972
Starf: Grafískur hönnuður
Starf: Grafískur hönnuður/Lögreglumaður
Íþróttaferillinn minn:
Íþróttaferillinn minn:
Margfaldur Íslandsmeistari í badminton.
Fór á mína fyrstu sundæfingu 9 ára gamall, með bróður mínum, Þresti Agli. Prófaði ýmislegt, badminton, frjálsar, fimleika, fótbolta og fleira, en þegar ég var 13 ára fór ég eingöngu að æfa sund. Keppti síðast með landsliðinu í sundi á Smáþjóðaleikunum 1997 og fór þá að æfa sundhandknattleik í nokkur ár. Í dag þá er það glíma (brasilískt jiu jitsu) í Mjölni, hlaup, þrek og svo er tekin ein og ein sundæfing með :)
Ólympíufari: Barcelona 1992 og Atlanta 1996. Áhugamál: Listmálun, golf, öll hönnun almennt, badminton og fjölskyldan. Uppáhaldsíþróttaminningin mín:
Þegar ég vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í badminton, 16 ára gömul. Uppáhaldsíþróttaminningin: Þegar daninn Poul Erik Høyer Larsen vann Ólympíugull í Atlanta 1996, magnað
ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Engjavegur 6
104 Reykjavík Sími: 514 4000 www.isi.is isi@isi.is
Áhugamál: Teikna. Uppáhaldsíþróttaminningin mín: Sterkasta minningin er sú þegar ég náði Ólympíu lágmarkinu í Mónakó 1996, fyrir leikana í Atlanta sama ár. Uppáhaldsíþróttaminningin: Þegar að bróðir minn var búinn að vinna “Vatnesbikarinn” (fimmþrautarkeppni lögreglumanna) í 10.sinn.
Þann 3. október 2014 var formlega opnað fyrir skráningar sjálfboðaliða á vef Smáþjóðaleikanna iceland2015.is. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, virkjaði rafræna skráningu fyrir sjálfboðaliða, og bauð framkvæmdastjóra ZO•ON, Halldóri Erni Jónssyni, og íþróttakempunum Brodda Kristjánssyni og Helgu Margréti Þorsteinsdóttur að skrá sig sem fyrstu sjálfboðaliðana. Smáþjóðaleikarnir eru stærsta verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur tekið að sér. Búist er við að um 2500 manns komi að leikunum með einum eða öðrum hætti, þar af 800 keppendur. Reiknað er með um 25-30.000 áhorfendum. Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess í verkefni af þessari stærð. Áætlað er að um 1200 sjálfboðaliðar muni starfa á leikunum. Sjálfboðaliðastörfin eru fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu, en þau felast meðal annars í því að aðstoða við viðburði eins og setningar- og lokahátíð og ýmsa þjónustuþætti í tengslum við íþróttagreinarnar. Verkefnin eru m.a. eftirfarandi: Í veitingamiðstöð: leiðsögn gesta, uppsetning matsalar, frágangur, þrif, uppvask, þjónusta o.fl.
ÍSÍ útvegar sjálfboðaliðum glæsilegan fatnað frá ZO•ON sem þeir klæðast við störf sín á Smáþjóðaleikunum og fá síðan til eignar. „Náttúrulegur kraftur“ er slagorð Smáþjóðaleikanna 2015. „Býr kraftur í þér?“ er slagorð sjálfboðaliðaverkefnis Smáþjóðaleikanna. Sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikanna búa yfir miklum krafti, leggja hönd á plóg og aðstoða íþróttafólkið að ná sínum markmiðum. Sjálfboðaliðar hafa jákvæð áhrif með nærveru sinni og með þeirra hjálp náum við öll enn betri árangri. Markmið sjálfboðaliðastarfs á Smáþjóðaleikunum er að leggja sitt af mörkum og fá um leið tækifæri til vaxtar og reynslu sem nýtist í viðfangsefnum lífsins. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu leikanna iceland2015.is
Við setningar- og lokahátíð: gæsla, uppsetning og frágangur. Við verðlaunaafhendingar: skipulagning, afhending verðlauna, utanumhald o.fl. Fjölmiðlaþjónusta: Þjónusta við fjölmiðlamenn og aðstoð við utanumhald. Fylgdarmenn: fylgdarliðs.
Aðstoðarfólk
liða,
aðstoðarfólk
Þjónustuborð: Viðvera á þjónustuborðum sem eru staðsett á hótelum, á flugvelli, í keppnismannvirkjum og á aðalskrifstofu. Einnig þjónustuborð fyrir almenning sem er t.d. staðsett í miðbæ Reykjavíkur og í Kringlunni. Samgöngur: Umferðastjórnun og bílstjórar. Aðalskrifstofa: Ýmis þjónusta við keppendur og fylgdarlið þeirra, pökkun gagna, umsjón með merkingum, dreifing fatnaðar, myndataka, tækniþjónusta, kynningarmál og önnur tilfallandi verkefni. Heilbrigðisþjónusta: Almenn þjónusta neyðarþjónusta og umsjón lyfjaprófa.
fagfólks,
Broddi er íþróttakennari, Ólympíufari, margfaldur Íslandsmeistari í badminton og heimsmeistari 45-49 ára. Brodda hefur alltaf langað að keppa á Smáþjóðaleikum, en badminton hefur því miður ekki verið á meðal þátttökugreina. Helga Margrét er læknisfræðinemi, fyrrverandi sjöþrautarkeppandi og á Íslandsmetið í sjöþraut utanhúss og fimmtarþraut innanhúss. Hún vill gefa til baka til íþróttahreyfingarinnar eftir allt sem íþróttirnar hafa gefið henni og hlakkar til að fylgjast með íslensku íþróttafólki á leikunum.
Sjálfboðaliðar spenntir fyrir leikunum Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir og Hans Orri Straumland hafa skráð sig sem sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015. Sæbjörg er 49 ára og býr á Akureyri og Hans Orri er 35 ára og býr í Reykjavík. Aðspurt eiga þau bæði von á því að sjálfboðaliðastarfið verði skemmtilegt og gefandi verkefni. Sæbjörg segir viðburðahald tengjast menntun sinni, en hún er með diploma í viðburðastjórnun, er viðskiptafræðingur og tækniteiknari. Hún hefur áhuga á að vinna í hverju sem er við framkvæmd leikanna, til dæmis við setningar- og lokahátíð og samgöngur. Hún er vön sjálfboðaliðastörfum í gegnum íþróttaþátttöku barnanna sinna, mótorhjólaklúbba, kirkjustarf o.fl. Hún hlakkar til að kynnast nýju fólki og öðlast frekari þekkingu og meiri víðsýni.
Hans Orri hefur verið sjálfboðaliði á Heimsbikarmóti í skíðastökki í Noregi og ætlar þangað aftur. Hann segir það hafa verið mjög gaman og að gaman væri að taka þátt í móti á Íslandi. Hann starfar sem hópstjóri í nethóp á Landspítalanum og hefur lengi verið í tengslum við lúðrasveitir og skipulagt lúðrasveitamót. Hann frétti af Smáþjóðaleikunum, og að verið væri að leita að sjálfboðaliðum, í sjónvarpinu. Hann fylgdist með síðustu Smáþjóðaleikum á Íslandi 1997 og fannst þeir mjög skemmtilegir. Hann vonast eftir góðu veðri, en hann tók þátt í sjálfboðaliðastarfi við 20 stiga frost í Noregi. Hann hlakkar til að vera með skemmtilegu fólki í kringum leikana og að vera innan um allt íþróttafólkið.
Nokkrar nefndir starfa fram að Smáþjóðaleikum 2015. Heiðursnefnd Smáþjóðaleika skipa menntaog menningarmálaráðherra, borgarstjóri, forseti ÍSÍ, varaforseti, gjaldkeri, ritari og framkvæmdastjóri ÍSÍ. Heiðursnefndin endurspeglar samstarf ÍSÍ, Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytis um framkvæmd Smáþjóðaleika. Heiðursnefndin hefur formlegt hlutverk sem gestgjafi leikanna í tengslum við móttökur þar sem viðstaddir eru ráðamenn þátttökuþjóða, fulltrúar IOC og EOC og helstu forráðamenn Ólympíunefnda þátttökuþjóðanna. Á meðan á leikunum stendur er eitt af hlutverkum heiðursnefndar að taka þátt í verðlaunaafhendingum. Skipulagsnefnd hóf störf í febrúar 2013. Helga Steinunn Guðmundsdóttir er formaður skipulags-
nefndar. Skipulagið skiptist í íþróttahluta, þjónustuhluta og rekstarhluta. Innan hvers hluta starfa hinar ýmsu nefndir, sem hittast reglulega fram að leikum.