Frテゥttablaテー JCI テ行lands 5. tbl nテウvember 2014
Bls. 1
Meðal efnis... 4 14 20-25 29-31 33 39 42 46 54 59
Yfirlit yfir stjórnir, nefndir og hópa Verkefni
Umfjöllun um nokkur verkefni sem framkvæmd hafa verið
Framúrskarandi ungir Íslendingar
Umfjöllun og viðtöl við verðlaunahafa 2014 og heimsverðlaunahafa
Íslendingar erlendis
Hugleiðingar frá þremur Íslenskum félögum
Landsþing 2014
Umfjöllun og myndir
Kynning á landsstjórn 2015 Huxað upphátt
Hugrenningar senators
#whyJCI Minningar frá Rio de Janeiro Partnerships
Yfirlit yfir samstarf sem JCI er í
Fréttablað JCI Íslands 5. útgáfa nóvember 2014 Útgefandi: JCI Ísland Ábyrgðarmaður: Nína María Magnúsdóttir, landsritari 2014 Formaður ritnefndar: Kristín Guðmundsdóttir Uppsetning og umbrot: Guðlaug Birna Björnsdóttir Forsíðumynd: Unsplash.com JCI Ísland Hellusundi 3 101 Reykjavík Tel: +354 857 1570 jci@jci.is www.jci.is Bls. 2
Ritstjórnarspjall Sigurður Sigurðsson, landsforseti JCI Íslands 2014 Nú fer árið 2014 senn að enda og því viðeigandi að fara örstutt yfir hvað við höfum framkvæmt á árinu. Af hinu fjölmörgu viðburðum sem aðildarfélög JCI haldið í ár má fyrst nefna Creative Young Entrepreneur Awards sem alþjóðafélag hreyfingarinnar stóð fyrir í höfuðstöðvum Arion banka í febrúar. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægis samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Í lok maí stóð JCI Reykjavík fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem bar nafnið Eco vs. Ego en þar kom saman fjöldi manns frá Evrópu til að ræða ferðamannaiðnaðinn á Íslandi og þær hættur sem stafa að náttúru landsins. Í byrjun júní fór stór hópur Íslendinga á evrópuþing JCI á Möltu þar sem þátttakendur sóttu námskeið, skemmtu sér og hittu aðra JCI félaga frá öllum heimshornum. JCI Esja stóð fyrir Geggjaða deginum í miðbæ Reykjavíkur í júlímánuði. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á þunglyndi og sjálfsmorðum og draga þennan sjúkdóm upp á yfirborð þjóðarumræðunar því það á enginn að skammast sín af því að þjást af þunglyndi. Dagurinn var vel heppnaður og er nú þegar er undirbúningur hafinn fyrir næsta ár. Í lok september hélt JCI Lind okkar árlega Landsþing. Landsþing er æðsta fundur JCI hreyfingarinnar en í þrjá daga á ári koma JCI félagar á Íslandi saman til að funda, læra saman, og skemmta sér. Eftir þessa stuttu yfirferð má sjá að starf JCI í ár hefur verið öflugt og ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni eflast enn frekar á komandi árum.
Bls. 3
Yfirlit yfir stjórnir félagsins Landsstjórn - jci@jci.is Landsforseti - Sigurður Sigurðsson - sigurdur@jci.is Landsritari - Nína María Magnúsdóttir - nina@jci.is Landsgjaldkeri - Viktor Ómarsson - viktor@jci.is Varalandsforseti - Elizes Low - elizes@jci.is Varalandsforseti - Jóhanna Magnúsdóttir - johannamagn@gmail.com Varalandsforseti - Margrét Helga Gunnarsdóttir - margret@jci.is JCI Esja - esja@jci.is Forseti - Fanney Þórisdóttir - fanneyth@jci.is Ritari - Eyvindur Elí Albertsson - eyvindureli@gmail.com Gjaldkeri - Kjartan Hansson - kjartan@jci.is Varaforseti - Gunnar Þór Sigurjónsson - gunnar.sigurjonsson@jci.is JCI Lind Forseti - Sigurður V. Svavarsson - sigurdurvs@jci.is Ritari - Ólafur Garðar Halldórsson - oghalldorsson@gmail.com Gjaldkeri - Hafþór Húni Guðmundsson - hafthor.huni.gudmundsson@samskip.com Varaforseti - Sandra Tryggvadóttir - sat8@hi.is JCI Norðurland Forseti - Svava Arnardóttir - svava@jci.is Ritari - Þórður Páll Jónínuson - thordur.pall Gjaldkeri - Þuríður Jóna Steinsdóttir - thuruz@gmail.com Varaforseti - Rebekka Hrafntinna Níelsdóttir - hrafntinna@jci.is JCI Reykjavík Forseti - Kristín Grétarsdóttir - kristin.gretarsdottir@jci.is Ritari - Bjarni Kristjánsson - bjarnikri10@ru.is Gjaldkeri - Þorkell Pétursson - thorkell.petursson@jci.is Varaforseti - Bergþór Olivert Thorstensen - bergthor.thorstensen@gmail.com Varaforseti - Kristín Lúðvíksdóttir - kristin.ludviksdottir@jci.is JCI Reykjavík International President - Tanja Wohlrab-Ryan - tanja@jci.is Treasurer - Ekaterina Shults - katya_shults@yahoo.com VP - Helgi Laxdal Helgason - helgih@gmail.com VP - Julia Kozakova - yulien.kozakova@gmail.com VP - Lyuba Kharitonova - lyuba@ccpgames.com Klúbbar og hópar í JCI (allir hóparnir eru með síðu á Facebook - nánari upplýsingar hjá landsstjórn) Fjallfarar - fara tvisvar í mánuði í fjallgöngu - Þórhildur og Jóhanna JCI Esju Píluhópur / Darts á sunnudögum - Ingibjörg JCI Reykjavík Spilaklúbbur - Þorkell JCI Reykjavík Personal Development group - Guðlaug JCI Esju Holy Hummus - alltaf á sunnudögum í Hellusundi kl. 12-16 - Loftur og Fanney JCI Esju Hlaupahópur - hittist á föstudögum kl. 17 - Kjartan og Fanney JCI Esju JC félagar- JCI í dag - fyrir alla sem hafa verið félagar í gegnum tíðina
Bls. 4
TĂŚkifĂŚrin Ă JCI Junior Chamber International (JCI) is a global NGO*, with over 170,000 members all aged between 18-40. With presence in over 5000 communities around the globe - all with the aim to make the world a better place for all to live in - presents all members with significant development
opportunities.
On a global basis members are entitled
to attend any JCI event
across the world, and also many specific global events where training, key note speak-
ers, community initiatives and corporate visits are open to all members. At a local level members are encouraged to engage with all local stakeholders to implement sustainable projects to address specific community needs. Members develop at the same time as communities are developed - with each local community developing the impact really is on a global front. - Steven Wilson, JCI vice president
*NGO = Non-Governmental Organization Bls. 5
ÁRANGUR = IQ + SQ + EQ Er til töfraformúla fyrir auknum árangri? Það er löngu liðin tíð að þekking ein komi manni áfram í lífinu. Núna er einnig nauðsynlegt að búa yfir miklum sannfæringarmætti, eiga auðvelt með að vinna með fólki og geta jafnframt laðað fram það besta í hverjum og einum.
IQ: greindavísitala SQ: samskiptafærni EQ: tilfinningagreind
Formúlan er einföld...
en það er þitt að þjálfa alla þætti hennar - JCI er vettvangurinn
Er JCI fyrir þig? Ef þú hefur áhuga á að... • kynnast nýju fólki og stækka tengslanetið þitt • sækja fjölbreytt námskeið • auka færni þína í framkomu og ræðumennsku • vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu ungs fólks • taka þátt í samfélagslega bætandi verkefnum • öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist á vinnumarkaði
Hafðu samband á jci@jci.is og fáðu upplýsingar um næsta kynningarnámskeið
Bls. 6
EKKI BÍÐA LENGUR! FÆRNI Vettvangur til að stíga út fyrir þægindahringinn og fá tækifæri til að æfa sig og gera mistök
NÁMSKEIÐ JCI býður upp á fjölbreytt námskeið sem efla bæði persónulega og tæknilega færni
FÉLAGSSKAPUR Hópur af skemmtilegu fólki með ólíkan bakgrunn og reynslu
Það er hér sem töfrarnir gerast
Þægindasvæðið þitt Það er stundum nauðsynlegt að stíga út fyrir þægindahringinn til að ná alvöru árangri!
Hlutverk JCI Að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína og með því stuðla að jákvæðum breytingum Tækifæri JCI er vettvangur til að sækja námskeið og afla sér þekkingar, nýta þekkinguna í framkvæmd og fá um leið hvatningu og leiðsögn
Efla hæfileika sína Félagar efla hæfileika sína með því að fá þjálfun, framkvæma hugmyndir sínar og takast á við áskoranir sem JCI starfið býður upp á
Stuðla að jákvæðum breytingum Starf JCI miðar að því að kalla fram jákvæðar breytingar fyrir einstaklinginn persónulega og fyrir samfélagið í heild Bls. 7
Ræðunámskeið JCI heldur reglulega ræðunámskeið, bæði fyrir félaga og sem opin eru öllum. Stærsta námskeiðið okkar, Ræða I er sex kvölda námskeið þar sem farið er ofan í mismunandi ræðuform og gerðar verklegar æfingar þar sem framkoma, framsögn og uppbygging ræðu er skoðuð. Hver og einn þátttakandi fær endurgjöf sem er sérstaklega sniðin að honum. Á námskeiðinu eru ávallt færir og reyndir leiðbeinendur sem hafa 1 til 2 aðstoðarleiðbeinendur sér við hlið (leiðbeinendur í þjálfun). Námskeiðið hentar öllum sem vilja - bætta framkomu - meira öryggi - minni streitu
Bls. 8
Að ímynda sér áhorfendurna nakta - er það endilega besta aðferðin til þess að losna við streitu í ræðustól?
Rökræðukeppnir JCI heldur reglulega rökræðukeppnir af ýmsum toga. Stundum hittumst við og höldum kvöldskemmtun þar sem við drögum í lið, drögum umræðuefni og höldum stutta keppni. Þetta er góð æfing í svo mörgu. Framkomu, ræðumennsku og að hugsa hratt. Og svo er þetta góð skemmtun. Haldnar eru formlegar rökræðukeppnir þar sem hvert aðildarfélag skipar í sitt lið, farið er eftir ströngum reglum og dómarar gefa stig eftir því hvernig ræðumenn standa sig. Keppnin er haldin yfir langt tímabil og mikill metnaður lagður í æfingar enda vilja öll félög standa uppi sem sigurvegarar. Á þingum erlendis eru haldnar rökræðukeppnir milli landa. Þessar keppnir veita mikla og góða æfingu sem nýtist ekki eingöngu við ræðumennsku heldur framkomu yfirleitt. Góð kunnátta í rökræðu gefur góðan grunn til að leysa ádeilur, komast yfir hindranir, beita rökum og vinna í hóp því liðið þarf að vinna vel saman til að tryggja sigur.
Mælskukeppnir JCI heldur einu sinni á ári Mælskukeppni einstaklinga Líkt og með rökræðuna, þá hittumst við stundum og höldum kvöldskemmtun þar sem við drögum umræðuefni og höldum æfum okkur í mismunandi ræðuformum. Mælskukeppni einstaklinga er ræðukeppni þar sem einstaklingur talar í 7 mínútur um fyrirfram gefið efni en nálgun keppandans á umræðuefninu er frjáls. Sigurvegari keppninnar keppir svo fyrir hönd Íslands á Evrópuþingi. Ísland hefur átt sigurvegara á Evrópuþingi sem svo fór og keppti fyrir hönd Íslands á heimsþingi. Ísland hefur einnig margoft átt keppanda í efstu 3 sætunum á Evrópuþingi. Mælskuformið og rökræðuformið eru tvenn mjög ólík ræðuform með ólíkar áherslur en bæði formin er gott að þekkja.
Bls. 9
Nokkur námskeið sem JCI býður upp á Ræða II
Fyrir þá sem hafa lokið Ræðu I (sjá á opnunni hér á undan). Þetta námskeið eflir þekkingu og þjálfun þátttakenda á málsnilld og framkomu á opinberum vettvangi. Lögð er áhersla á ræðuformið. Einnig eru æfingar í spuna, framsögn, raddbeitingu með myndbandsupptökum. Markmiðið er að þátttakendur geti talað opinberlega án mikils undirbúnings og séu reiðubúnir að svara fyrir sig með engum fyrirvara. Fjögurra kvölda námskeið.
Fundarsköp og fundarstjórnun
Þetta hljómar eins og þurrt og leiðinlegt námskeið fyrir sumum en er alveg stórskemmtilegt. Svo er það líka svo gagnlegt. Þó þú sért ekki að fara að stýra neinum fundum þá er þetta virkilega gott að kunna. Þátttakendur fá góða tilfinningu fyrir mikilvægi faglegrar fundarstjórnunar, jafnt stærri sem smærri funda og hvernig þeir geta sjálfir fengið sem mest út úr fundarsetu sem almennir fundarmenn. Fjögurra kvölda námskeið sem gerir fundarsetu betri.
Fundarritun
Skemmtilegt tveggja kvölda námskeið. Fundargerðir er það mikilvægasta sem gert er á fundum og getur verið lagalegt plagg ef upp kemur ágreiningur. Því er nauðsynlegt að geta ritað stuttar og hnitmiðaðar fundargerðir. Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu atriði góðra fundargerða, grunnatriði fundarskapa og undirbúning markvissra funda
Og hér eru svo dæmi um fjöldamörg námskeið sem við höfum boðið upp á og höldum reglulega: • • • • • • • • • • • • • • • •
Bls. 10
Tímastjórnun Verkefnastjórnun Platínureglan (persónuleikafræði) Ferilskráin og atvinnuviðtalið Fjármál og áætlanagerð Leiðin að draumastarfinu Leiðbeinendatækni Markmiðasetning Jákvætt hugarfar Hópastarf Táknmál líkamans Daður Innpökkun jólagjafa Brjóstsykursgerð Ýmsar kynningar frá fagaðilum o.fl. sem félagar kalla eftir
Ertu að fara að halda ræðu? Eða kynningu? Eða varstu beðinn um að vera veislustjóri eða halda stutt erindi?
Hér er eitt gott ráð 1. Undirbúningur
Undirbúningur er lykilatriði í ræðumennsku og annarri framkomu. - Þekktu áheyrendahópinn
Eru áheyrendur eldri borgarar eða leikskólakrakkar? Eða blandaður hópur? Háskólanemar eða fólk á vinnumarkaðnum? Hefur fólkið þekkingu á efninu eða ekki? Það getur skipt sköpum í orðavali og uppbyggingu efnisins og hvort það þarfnist útskýringar.Það er ekki gott að fara djúpt í tæknileg atriði fyrir hóp sem þekkir ekki til.
- Þekktu efnið
Það sem þú segir ætti að vera smá brot af því sem þú þekkir um efnið. Ef þú ætlar að geta svarað spurningum eftir á þarftu að skilja eitthvað eftir. Vertu búinn að kynna þér efnið vel. Ef þú ert veislustjóri þarftu að vera búinn að kynna þér t.d. vinnustaðinn eða brúðhjónin og flölskylduna þeirra.
- Æfing æfing æfing
Æfing er mikilvægasti parturinn. Gott er að æfa sig með að fara með ræðuna upphátt. Aftur og aftur og aftur þar til þú ert búinn að ná góðum tökum á henni. Taktu tímann á því hversu lengi þú ert að fara með ræðuna og vertu með á hreinu hversu langan tíma þú hefur. Þarna færðu tækifæri til þess að æfa erfið orð sem þú hefðir annars hikað á - eða hreinlega skipta því út fyrir orð sem er þér eðlislægara að nota. Fáðu einhvern til þess að hlusta á þig og gefa þér punkta.
Ekki vera eins og þessir...
Bls. 11
Mynd: verslo.is
Innra skipulag JCI Á Íslandi eru fimm aðildarfélög (fjögur fullgild og eitt í smíðum). Hvert aðildarfélag hefur sína stjórn, forseta, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur sem við köllum varaforseta. Með því að skipta félaginu upp í mörg aðildarfélög er í senn verið að gefa fleirum tækifæri til þess að stíga upp og taka að sér ábyrgðarhlutverk og verið að auðvelda stjórnun með minni viðráðanlegri einingum. Hvert aðildarfélag hefur sína stefnu og gildi en mikið samstarf er á milli allra félaga og starfið mjög opið. Aðildarfélögin skipuleggja allt starfið, fræðslur, fyrirlestra, verkefni, viðburði o.fl. Landsstjórn heldur utan um aðildarfélögin og veitir þann stuðning sem til þarf svo starfið sé gott og skili sér vel til félaga. Landsstjórn stendur fyrir nokkrum viðburðum og verkefnum sem snerta alla félaga, má þar nefnda Framadaga, Framúrskarandi unga Íslendinga og sumarútilegu. Reglulega koma embættismenn frá öðrum löndum í heimsókn og er þá tækifærið nýtt og haldið námskeið. Eins stendur landsstjórn reglulega fyrir stærri námskeiðum ýmist með innlendum eða erlendum leiðbeinendum.
Bls. 12
Landsstjórn sinnir einnig verkefnum út á við sem varða öll aðildarfélögin svo sem markaðsstarfi og samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Þá er landsstjórn tengiliður JCI Íslands við alþjóðahreyfinguna en JCI er í yfir 100 löndum um allan heim. Allir félagar í JCI á Íslandi hafa því heiminn að fótum sér og opna möguleika til alls kyns starfs og skemmtunar erlendis. Má þar t.d. nefna hinar ýmsu akademíur og þjálfun, evrópuþing og heimsþing. Eins standa dyr JCI félaga erlendis nær ávallt opnar fyrir öðrum félögum og því einfalt að heimsækja önnur lönd og fá góðar viðtökur frá heimamönnum. Allir félagar í JCI hafa jöfn tækifæri. Sértu í vafa um hvernig þú getur nýtt tækifærin eða hver tækifærin eru þá skaltu ekki hika við að hafa samband við stjórn þíns aðildarfélags, eða beint við landsstjórn.
JCI húsið JCI er stoltur eigandi að þessu fallega húsi sem sést hér á myndinni til hliðar. Húsið er á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, Hellusundi 3. Húsið hefur gegnt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina. Í dag hýsir húsið kjarnastarfsemi JCI svo sem námskeið, fundi og aðra viðburði.
Framkvæmdir
Á síðustu árum hefur húsið verið tekið í gegn að innan. Fyrst var það efsta hæðin sem nú er leigð út til fyrirtækis. Árið 2013 var miðrýmið tekið í gegn, teppi rifin af, brotinn niður veggur, parketlagt og sett ný eldhúsinnrétting. Árið 2014 var kjallarinn tekinn fyrir og fyrirkomulaginu breytt og hann endurinnréttaður algjörlega. Allt var þetta gert í þeim tilgangi að skapa trausta framtíðartekjulind fyrir JCI hreyfinguna og tryggja þannig rekstur JCI hússins. Eftir breytingar á kjallaranum getur JCI Ísland leigt allt að fjórum einstaklingum herbergi með sameiginlegan aðgang að
eldhúsi og baði. Verkin voru unnin í sambland af fagmönnum og félögum JCI hreyfingarinnar sem unnu hörðum höndum að breytingunum.
leigður sem íbúðarhúsnæði. Húsið komst í fréttirnar árið 1962 þegar hlynur sem var gróðursettur 1931 var talinn með hæstu trjám í bænum. Hann var 8,90 cm á hæð og 26 cm á breidd.
Saga hússins
Verslunarskóli Íslands keypti húsið árið 1966. Þar átti að kenna alla vélakennslu og var húsið þá kallað Vélritunarhúsið. Þess ber að geta að Hulda Sigfúsdóttir senator JCI Reykjavík og Bára Jónsdóttir fyrrverandi forseti JCI Nes sem heitir núna JCI Esja lærðu vélritun hjá Þórunni Felixdóttur á árunum 1982-1983.
Fyrstu eigendur voru Ágúst H. Bjarnason prófessor og Sigríður Jónsdóttir. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 19962016 var það sett í flokk með húsum sem höfðu listrænt gildi og var lagt til að þau myndu njóta verndar. Þessum húsum ættu að sýna sérstaka aðgát við hönnun breytinga og viðbygginga. Á árunum 1917-1920 var Hellusund 3 íbúðarhúsnæði. Árið 1921 var kjallarinn
Loks gerðist það 2.maí 1987 að JCI Ísland eignaðist húsið að tilstuðlan sentaoranna Árna Þórs Árnasonar, Ásgeirs Gunnarssonar og Karls Steingrímssonar. Var haldin glæsileg athöfn þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri og Ágúst Hafberg fjórði landsforseti JCI Íslands árið 1964-1965 og einn af stofnenda hreyfingarinnar voru á meðal gesta.
Það var Finnur Ó Thorlacius sem teiknaði húsið árið 1916. Að vísu ber heimildum ekki saman um byggingarárið. Húsið var á þessum tíma sérkennilega steinsteypt og girðing var allt í kringum garðinn og var talið að það beri þýsk einkenni.
Framkvæmdir við húsið.
Efri röð Til vinstri: Dúkur leyndist undir teppinu sem þurfti að rífa af Fyrir miðju: Veggur sem var fyrir okkur loksins rifinn í burtu Til hægri: Heiðar málar Neðri röð Til vinstri: Bræðurnir Loftur og Hrólfur Til hægri: Ingólfur og glittir í Einar
Bls. 13
Verkefni JCI hvetur félaga sína til þess að taka þátt í verkefnum, stórum sem smáum því með þátttöku í verkefni öðlast félagar þjálfun og reynslu og skila í leiðinni af sér til samfélagsins. Sum verkefni eru árleg eða regluleg á meðan önnur eru reynd, þróuð áfram eða afhent frá okkur. Örfá dæmi um minni og meðalstór verkefni: • Páskaeggjaleit • Grinch gefur gjafir • Gefðu aura til góðs Örfá dæmi um stærri verkefni: • Framúrskarandi ungir Íslendingar • CYEA, Creative Young Entrepreneur Awards • Gleðiverkefnið og Geggjaði dagurinn Á næstu síðum eru umfjallanir um nokkur verkefni.
JCI Active Citizen Framework er verkfæri sem félagar geta notað til þess að skipuleggja og meta verkefni. - Við byrjum á því að skoða hvar er þörf. - Næst mótum við áætlun og finnum henni farveg. Stofnum til samstarfssamninga og framkvæmum verkið. Eftir að verkefninu er lokið metum við verkið og sjáum hvort tilætlaðri lausn sé náð.
JCI Active Citizen Framework
JCI Impact Training
to Create a Better World
Desired results achieved and problem eliminated
Analyze Community Needs
Plan and action must be refined to acheive desired results Desired results achieved but more action needed to elimintate problem
Formulat
Health and Wellness
Evaluate and Report
ACTION
n Pla nd
S
ta ina ble
Solu tion
Education and Economic Empowerment
Partnerships
Sustainability
JCI Mission: To provide development opportunities that empower young people to create positive change.
Bls. 14
ul ts
ea us
es eR r su Mea
Grinch gefur gjafir Hátt í 300 jólagjafir til mæðrastyrksnefndar
Grein birt upphaflega í 5. tbl, desember 2013
JCI Reykjavík stóð fyrir fallegu samfélagsverkefni sem hófst í nóvember og lauk nú 10. desember. Takmarkið var að safna 100 jólagjöfum sem afhenda átti Mæðrastyrksnefnd en söfnunin fór fram úr væntingum því alls söfnuðust hátt í 300 gjafir. Verslanirnar Nexus og Ólavía og Oliver lögðu verkefninu lið og gáfu fjöldan allan af gjöfum auk þess sem Salsa mafían aðstoðaði og gaf einnig í söfnunina. Félagar JCI lögðu einnig sitt af mörkum, bæði með því að gefa gjafir og standa fyrir þessum einstaklega fallega verkefni. Það var mikið verk að pakka inn öllum gjöfunum en vel þess virði því þær hafa nú verið afhentar Mæðrastyrksnefnd og munu því enda á góðum stað. Þess má einnig geta að þau Eyjólfur, Silja og Salka mættu í morgunútvarp FM957 kl. 7:40 að morgni 10. desember og kynntu verkefnið. Þar fékk JCI mjög góða og jákvæða kynningu og skorað var á alla hlustendur að gera gott yfir jólin og gefa gjöf undir jólatréð í Kringlunni. Verkefnið hófst formlega þann 9. nóvember þegar haldinn var jólakvöldverður undir yfirskriftinni „Grinch gefur gjafir“. Fólk var hvatt til þess að mæta með jólagjafir í kvöldverðinn, og þeir sem komust ekki í kvöldverðinn fengu tækifæri til þess að skila inn gjöf. Veislustjórar í jólakvöldverðinum voru Salka frá JCI Esju og Eyjólfur frá JCI Reykjavík. Girnilegt hlaðborð svo og eftirmatur fyrir alla var í boði sem útbúið var af skipuleggjendum. Eftir matinn hófst dagskráin sem samanstóð af skemmtilegum ljósmynda- og spurningakeppnum. Þeir sem stóðu sig best fengu DVD diska og auk þess var happdrætti í gangi með stórglæsilegum vinningum. Rúsínan í pylsuendanum þetta kvöld var leynigesturinn. Það var Jógvan Hansen sem kom, sagði sögur og spilaði nokkur lög. Hann fékk gesti til að syngja með sem skapaði stemningu. Um 30 manns mættu og skemmtu sér vel. Nefndin sem stóð fyrir verkefninu á mikinn heiður og þakkir skilið.
Bls. 15
Páskagleði
- páskaeggjaleit og páskabingó Grein birt upphaflega í 2. tbl, maí 2014
Páskaeggjaleit
Að morgni laugardagsins 19. apríl, daginn fyrir páskadag hittust nokkrir JCI félagar ásamt vinum og börnum á skógræktarreit Mógilsár við Esjurætur. Tilefnið var páskaeggjaleit JCI Esju sem haldin hefur verið árlega í 11 ár! Börnin leituðu vítt og breytt í skóginum og fundu ógrynni af litlum fjólubláum eggjum. Ætla má að fundist hafi um 150 egg eða jafnvel meira, greinahöfundur átti erfitt með að fylgjast með tölunni. Gestir fengu sýnishorn af nokkrum þeim veðurtegundum sem Ísland hefur upp á að bjóða, snjókoma, glaðasólskin og haglél á víxl. Enginn lét veðrið þó trufla sig í skemmtuninni. Eftir vel heppnaða leit gæddu börn og fullorðnir sér á heimalöguðu brauði, kökum og heitu kakó. Öll börn fengu að lokum stórt súkkulaðipáskaegg með sér heim. Góð byrjun á góðum degi.
Páskabingó og úrslit í ljósmyndasamkeppni
Að kveldi laugardagsins hittust JCI félagar í JCI húsinu að Hellusundi 3. Að þessu sinni var tilefnið páskabingó en fjöldi glæsilegra vinninga voru í boði. Eyvindur og Kjartan stýrðu bingóinu örugglega og dældu út vinningum. Meðal vinninga voru DVD myndir, gjafabréf í Lazer tag, vöfflujárn, bílaþvottur, heyrnatól, gjafabréf frá Fish spa o.fl. Einnig voru tilkynnt úrslit í fyrstu ljósmyndasamkeppni ársins en þemað að þessu sinni var Gleði. Sanda Tryggvadóttir vann keppnina með mynd sinni af glöðum brunahana við hringtorgið í Hellusundi en þessi glaði brunahani kemur henni alltaf í gott skap. Hláturrokur, bull og blaður einkenndi þetta skemmtilega kvöld enda kunna JCI félagar að skemmta sér saman. Guðlaug Birna Björnsdóttir
Bls. 16
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Grein birt upphaflega í 3. tbl, júlí 2014
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldin í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 25. maí síðastliðinn. Af 1800 hugmyndum komust 40 áfram í keppnina. Margrét Helga Gunnarsdóttir varalandsforseti JCI, Sigurður Sigurðsson landsforseti JCI og Fanney Þórisdóttir forseti JCI Esju voru í tvo daga að æfa og aðstoða krakkana við að kynna sínar hugmyndir en það voru 14 krakkar frá 6 skólum sem spreyttu sig á kynningunum og stóðu sig vel. Auk þessa voru veittir farandbikarar, Tæknibikar Paul Jóhannssonar, VILJI - hvatningarverðlaun sem Sædís S. Arndal kennari í Hofsstaðaskóla hlaut og svo veitti hr. Ólafur Ragnar Grímsson verðlaun í þremur flokkum. Ræðumenn dagsins voru Andri Snær Tryggvason og Ari Óskar Víkingsson, Varmahlíðaskóla sem kynntu ferðatösku á hlaupahjóli. Kristín Guðmundsdóttir Hægt er að fræðast nánar um sigurvegara keppninnar á heimasíðu NKG: www.nkg.is/node/1537
Bls. 17
GG dagu
geggjað
rinn
góði d agurin n
Grein birt upphaflega í 4. tbl, september 2014 Geggjaði dagurinn var haldinn 19. júlí. Dagurinn var vitundarvakning gegn þunglyndi en kjörorð dagsins var gleði og ánægja. Byrjað var með kertafleytingu við tjörnina til minningar um þá sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Síðar um daginn var dagskrá á Ingólfstorgi sem samanstóð af tónlistar-atriðum, fræðslu, Zumba, töfrabrögðum og hópknúsi. Boogie nights lauk deginum með dúndrandi diskótakti. Gestum og gangandi var gefin rós með hrósi, banana og hrósmiða, en samkvæmt rannsóknum eru bananar góðir fyrir heilsuna. Þrátt fyrir rigninguna og rokið var nokkuð góð mæting og voru allir ánægðir með daginn. Dagurinn fékk nokkuð góða umfjöllun í fjölmiðlum. Kristín Guðmundsdóttir Bls. 18
Bls. 19
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni. Í stuttu máli er ferlið þannig að á ári hverju auglýsum við eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan yfir tilnefningar og velur úr verðlaunahafa. Í framhaldinu fer fram verðlaunaafhending þar sem Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhendir verðlaunin en hann er verndari verkefnisins hér á landi. Framtíðarsýn JCI Íslands fyrir verðlaunin er sú að þau skapi sér sess í íslensku þjóðlífi og veki athygli á ungu fólki sem starfar af eldmóð, heilindum og ósérhlífni án þess endilega að hafa hlotið athygli almennings. Þessi verðlaun verði þeim sem þau hljóta hvatning til frekari dáða og veki athygli á verkum þeirra. Að halda utan um verkefni eins og þetta gefur af sér mikla og dýrmæta reynslu. Harpa Grétarsdóttir var verkefnastjóri
Bls. 20
verðlaunanna árið 2014. Á næstu síðu lýsir hún reynslu sinni, framkvæmd verkefnisins og hvað læra mátti af verkefninu. Framúrskarandi ungir Íslendingar er hluti af alþjóðlegu JCI verkefni sem kallast TOYP, Ten Outstanding Young Persons award. Fyrir þá einstaklinga sem hljóta verðlaunin hér heima er send umsókn til heimsstjórnar JCI, sem síðan fer yfir umsóknir frá öllum JCI löndunum og velja tíu framúrskarandi einstaklinga á tíu mismunandi sviðum. Tveir Íslendingar hafa hlotið þann heiður að vera valin í 10 manna hópinn af heimsstjórn og tekið á móti verðlaununum en það eru þau Kristín Rós Hákonardóttir (2003) og Guðjón Már Guðjónsson (2009). Á næstu síðum birtum við viðtöl við þau Kristínu Rós og Guðjón Má auk þess sem við endurbirtum viðtal við Sævar Má Helgason sem var valinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2014. Hægt er að lesa meira um verðlaunin á www.framurskarandi.is
Framúrskarandi ungir Íslendingar Harpa Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri verkefnisins 2014 lýsir reynslu sinni og framkvæmd verkefnisins
Ég hef verið mikill aðdáandi TOYP verkefnisins síðan ég byrjaði í JCI og sá strax hvílíkan gimstein við erum með í höndunum og möguleikana sem svona verkefni býður upp á. Fyrsta árið sem ég tók þátt í verkefninu var árið 2012 undir stjórn Ingó og voru þá gerðar talsverðar breytingar frá árunum á undan. Við buðum í fyrsta sinn íslensku þjóðinni upp á að tilnefna einstakling sem fólki fannst hafa skarað framúr. Þessi breyting krafðist talsverðrar endurskipulagningar, en ákveðið var að setja saman dómnefnd sem mundi velja topp 10 hóp auk fjögurra sigurvegara úr hópi tilnefndra. Verðlaunin voru strax orðin markaðsvænni og fengu meiri umfjöllun en áður. Árið eftir laumaði ég mér aftur í teymið og haldið var áfram að vinna með þessa breytingu frá árinu áður undir stjórn Tryggva Freys og haldið áfram að betrumbæta verðlaunin. Okkur fannst hafa virkað vel að fá tilnefningar en vildum fleiri og meiri umfjöllun. Það fór svo að við sendum fjöldapóst á um 4.000 vel valda aðila og bjuggum til heimasíðuna framurskarandi.is til að veita verkefninu þá umgjörð sem það á skilið, en áður hafði verið tilnefnt gegnum jci.is. Fjöldi tilnefninga margfaldaðist og vitund um verðlaunin jókst. Verðlaunaafhendingin sjálf var færð í stigann í Sólinni í HR sem gaf henni fágaðra yfirbrað en auk þess mættu fleiri en árið áður. Ég var mjög ánægð þegar Tryggvi stakk upp á mér til að stýra verkefninu í ár. Á FS fundi auglýsti ég eftir fólki auk þess að auglýsa á Torginu [Facebook hópur JCI - innsk. blm.] og spyrjast fyrir hjá forsetum aðildarfélaganna. Teymið skipuðu auk mín: Eyvindur Elí Albertsson, Hafþór Húni Guðmundsson, Jóhanna Kristbjörg Magnúsdóttir, Þórhildur Önnudóttir og landsforseti JCI, Sigurður Sigurðsson. TOYP nefndin hóf störf í lok janúar. Lögð var áhersla á að skrifa styrktarpakka og safna gögnum sem þurfti til að koma heimasíðunni og tilnefningarformi í gang. Ákveðið var að hafa verkefnið keimlíkt árinu áður, en fækka sigurvegurum niður í einn. Talið var að verðlaunin yrðu markaðsvænni og skiljanlegri út á við auk þess sem heiður sigurvegarans er meiri. Ekkert hindrar þó að hægt sé að senda út tilnefningar fyrir allan topp 10 hópinn.
Dómnefnd í ár skipuðu Sigurður Sigurðsson landsforseti, Ari Kristinn Jónsson rektor í HR, Katrín Jakobsdóttir alþingiskona og fyrrum sigurvegari og Vilborg Arna Gissurardóttir Pólfari og fyrrum sigurvegari. Í lok maí var topp 10 hópurinn tilkynntur en verðlaunaafhendingin sjálf var í byrjun júní. Forseti Íslands var áfram verndari verkefnisins og lagði mikla áherslu á að komast á verðlaunaafhendinguna sem við kunnum vel að meta. Viðburðurinn sjálfur heppnaðist mjög vel. Fallegir tónar Steina sax tóku við fólkinu þegar það mætti og var skiptingum á sviði fækkað. Það þýðir að ekki voru JCI félagar fengnir upp á svið til að lesa ræður um verðlaunahafa heldur sá verkefnisstjóri alfarið um að kynna topp 10 hópinn til leiks með örfáum setningum um afrek hvers og eins. Sigurvegarinn var ungur maður að nafni Sævar Helgi Bragason sem hefur unnið þrekvirki í að mennta íslensku þjóðina um stjörnufræði. Verðlaunin fengu meiri umfjöllun í ár en nokkru sinni fyrr og er það stór sigur að sjá aukinn áhuga fjölmiðla. Rúv, vísir, mbl og margir fleiri miðlar í nærumhverfi topp 10 hópsins gerðu þessu góð skil auk tveggja viðtala í útvarpi og umfjöllun um einstaka aðila úr hópnum í kjölfarið. Ekki er þó nokkuð svo með öllu gott að ekki boði nokkuð illt en erfitt var að sækja fjármagn þetta árið og komum við alls staðar að lokuðum dyrum. Það verður því verkefni næsta teymis að leggja áherslu á styrkjasöfnun, en einn af stærri styrktaraðilum undanfarinna ára, N1, gæti dottið aftur inn. Ég hlakka til að fara á verðlaunaafhendinguna 2015 og hvet JCI félaga til að sækja um í þessu teymi og halda áfram að byggja upp eitt af okkar stærstu verkefnum út á við. Verðug verkefni eru framundan og mikilvægt að missa ekki dampinn þó á móti hafi blásið í ár. Harpa Grétarsdóttir Verkefnastjóri Framúrskarandi ungra Íslendinga 2014
Bls. 21
Framúrskarandi ungir Íslendingar Sævar Helgi Bragason var tilnefndur í flokknum “Störf á sviði tækni og vísinda”
Sævar Helgi sem er með B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Hann er framúrskarandi ungur vísindamaður sem hefur í mörg ár kveikt áhuga barna, ungmenna og fullorðinna á alheiminum og stjörnuskoðun. Hann er orðinn einn helsti sérfræðingur sem fjölmiðlar á Íslandi leita til og minnir um margt á Carl Sagan sem boðberi vísinda á Íslandi. Hann hefur hafið vísindakennslu upp á nýtt plan með því að vekja áhuga barna á vísindum og tækni á frumlegan hátt. Hann safnaði öllu fé sem þurfti til að gera Galíleusjónaukann að veruleika og heimsótti í kringum 150 skóla til að afhenda verkefnið persónulega. Galíleusjónaukinn er fyrst og fremst kennslutæki, ætlað til að efla áhuga barna og unglinga á vísindum. Þetta er aðeins brot af miklum dugnaði Sævars við ýmis verkefni tengd stjörnufræði. Guðlaug hjá Fréttablaði JCI tók Sævar tali og spurði um lífið og tilveruna stuttu eftir verðlaunaafhendinguna. Grein birt upphaflega í 3. tbl júlí 2014 Ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með að hafa hlotið verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur nú í byrjun júní. Hvernig brá þér við þegar þú fréttir að þú værir hluti af topp 10 hópnum, og svo þegar tilkynnt var að þú hlytir verðlaunin? Takk fyrir það! Tilnefningin ein og sér kom mér mjög á óvart. Einhvern veginn fannst mér ég ekkert eiga heima í þessum hópi en greinilegt að öðrum finnst það, sem er bara frábært! Ég hafði ekki nokkra
í stjörnubjartan himin veitir mér mikla ánægju og fyllir mig einhverri óseðjandi þörf til segja öðrum frá því. Mér finnst þetta svo skemmtilegt að það hálfa væri nóg. Fólk sem telur sig geta og reynir að breyta heiminum til hins betra veitir mér líka mikinn innblástur. Þar get ég til dæmis nefnt Elon Musk, mann sem hefur óbilandi trú á því sem hann er að gera, sem er að færa heiminn meira í
“Sá sem veitir mér mestan innblástur er þó litli þriggja og hálfs árs strákurinn minn. Ég vil að framtíð hans verði björt, að hann fái tækifæri til að búa í alvöru þekkingarsamfélagi þar sem umhverfismálin, mikilvægustu málefni okkar tíma, eru í hávegum höfð.” einustu trú á því að fá sjálf verðlaunin þegar ég leit yfir hóp tilnefndra. Raunar hafði ég svo litla trú á því að ég ætlaði bara að mæta einn á athöfnina og taka við viðurkenningunni. Á endanum bauð ég þó foreldrum mínum að koma með. Ég var alveg handviss um að tveir aðrir úr hópnum myndu líklega fá verðlaunin, svo ég hafði ekki einu sinni fyrir því að undirbúa eitthvað til að segja ef svo ólíklega vildi til að ég fengi þau. Þegar nafnið mitt var síðan lesið upp brá mér töluvert og var mjög hissa, en auðvitað mjög ánægður! Hvað/hver er það sem veitir þér mestan innblástur og hvers vegna? Ég fæst við að skoða alheiminn og hann veitir mér mikinn innblástur. Það eitt að fara út á heiðskíru kvöldi og horfa upp
Bls. 22
átt að sjálfbærni — og stendur sig bara nokkuð vel. Ekki spillir fyrir áhugi hans á geimferðum. Af Íslendingum get ég nefnt Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing. Barátta hans fyrir náttúruvernd er ómetanleg og bækurnar hans um íslenska náttúru eru listaverk. „Hetjan mín“ ef svo má segja, er sennilega stjörnufræðingurinn Carl Sagan. Hann var ekki bara frábær vísindamaður, heldur líka einn besti alþýðufræðari sem fram hefur komið. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á mig og hann. Bækurnar hans eru stórkostlegar, sér í lagi Pale Blue Dot og The Demon-Haunted World. Mæli með að allir lesi þær. Sá sem veitir mér mestan innblástur er þó litli þriggja og hálfs árs strákurinn minn.
Ég vil að framtíð hans verði björt, að hann fái tækifæri til að búa í alvöru þekkingarsamfélagi þar sem umhverfismálin, mikilvægustu málefni okkar tíma, eru í hávegum höfð. Geturðu sagt okkur stuttlega af þeim verkefnum sem þú hefur sett af stað eða tekið þátt í? Ég er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins. Við — ég er alls ekki einn í þessum verkefnum — höfum gert ýmislegt til þess að reyna að efla áhuga barna og unglinga á vísindum og tækni með áherslu á stjarnvísindi. Sennilega þykir mér vænst um Stjörnufræðivefinn. Gífurleg vinna hefur farið í hann en þar eru í dag meira en 1500 greinar um flest allt sem tengist stjörnufræði og stjörnuskoðun.
Árið 2010 færðum við öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf með hjálp góðra aðila. Í fyrra færðum við síðan öllum leik- og grunnskólum á Íslandi Jarðarbolta sem er uppblásið líkan af Móður Jörð.
“Um daginn fékk ég þá brjálæðislegu hugmynd að gefa öllum grunnskólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu“ Síðustu ár hef ég einnig verið hluti af Háskólalestinni sem er algerlega frábært verkefni á vegum Háskóla Íslands. Í því ferðast hópur af vísindafólki til ýmissa bæjarfélaga á landsbyggðinni. Þar sjáum við um kennslu í einn dag í grunnskólunum og bjóðum svo bæjarbúum í vísindaveislu daginn eftir. Einnig hef ég fengið að taka þátt í Háskóla unga fólksins og Vísindasmiðju Háskóla Íslands, allt fræðsluverkefni fyrir börn og unglinga. Hvað er Alheimur í boxi? Alheimur í boxi eða Universe in a Box er kennslubúnaður sem er sérstaklega hugsaður til þess að hjálpa kennurum að kenna og miðla stjarn- og geimvísindum til 4-10 ára barna. Kassinn inniheldur fullt af kennsludóti og það væri alger draumur að geta gefið kassa í alla skóla á Íslandi. Þetta er stórt verkefni á vegum alþjóðlegs verkefnis sem heitir Universe Awareness eða UNAWE. Markmið UNAWE er að nýta fegurðina og mikilfengleikann í alheiminum til að efla áhuga barna á vísindum og tækni, en ekki síst að fá þau til að skynja stöðu sína sem jarðarbúar, en ekki endilega bara þjóðerni. Við búum jú öll á einni Jörð og erum því heimsborgarar.
Þú ert með háleitar hugmyndir um sólmyrkvann 2015. Geturðu sagt okkur frá henni? Þann 20. mars á næsta ári verður sólmyrkvi sjáanlegur frá Íslandi. Við sjáum reyndar ekki almyrkva — til þess þurfum við að fara örlítið austur fyrir landið — en frá Vesturlandi myrkvast 97% sólar en 99% frá Austurlandi.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig við getum tryggt að sem flestir geti séð þennan atburð. Um daginn fékk ég þá brjálæðislegu hugmynd að gefa öllum grunnskólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu. Þessi hugmynd er í vinnslu og ég er bara nokkuð bjartsýnn á að ná að hrinda henni í framkvæmd. Það á hins vegar eftir að koma í ljós. Hver er þín skoðun á því að breyta klukkunni? Ég er ekki hrifinn af því að breyta klukkunni. Sé lítinn tilgang í því, sér í lagi yfir sumartímann þar sem þá er hvort sem er bjart allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir því að ég mótfallinn því er kannski fyrst og fremst byggð á reynslu af því að búa í landi þar sem það er gert. Á veturna óttast ég að við myndum glata einu sérkenni. Myrkur á morgnana yfir dimmasta tímann gerir kennurum kleift að fara út með skólabörn í stjörnuskoðun. Það er ekki hægt hvar sem er. Hjá mér kviknaði áhugi á stjörnunum
meðal annars þegar ég gekk í skólann á morgnana og sá stjörnur á himninum. Að öðru leyti eru svo sem mörg ágæt rök bæði með og á móti því að breyta klukkunni. Mér finnst þetta fínt eins og þetta er. Viltu deila með okkur hvernig venjulegur dagur er í þínu lífi? Ég vinn við æði fjölbreytt verkefni svo allir dagar vikunnar eru ólíkir, sér í lagi yfir vetrartímann. Stundum er ég að kenna hálfan daginn og vinna að einhverjum öðrum verkefnum hinn helming dagsins. Stundum heimsæki ég skóla, stundum fer ég með fólk í stjörnuskoðun á kvöldin, svo fátt eitt sé nefnt. Venjulegur dagur er sennilega bara eins og hjá flestum öðrum. Ég vinn reyndar örugglega alltof mikið, þ.e. ég er að frá morgni til miðnættis, ýmist að skrifa eitthvað, þýða eða að vinna að einhverjum öðrum verkefnum. Þess á milli fer ég í líkamsrækt því sem næst daglega og sinni síðan stráknum mínum þegar hann er hjá mér. Það er alla vega nóg að gera. Að lokum, í hvaða stjörnumerki ertu? Samkvæmt stjörnuspeki, sem er úrelt, á ég að vera Hrútur. Þegar ég fæddist 17. apríl 1984 var sólin hins vegar sannarlega í fiskamerkinu. Flestir hafa færst úr einu merki í annað vegna þess að allt er á stöðugri hreyfingu. Í dag gilda ekkert sömu dagsetningar og fyrir 1000 árum, hvað þá lengra aftur. Hér getur fólk fundið út í hvaða merki það er raunverulega http://www.stjornufraedi.is/stjornuskodun/stjornuhiminninn/dyrahringurinn/
Bls. 23
Framúrskarandi ungir Íslendingar Kristín Rós Hákonardóttir er margfaldur heims- og ólympíumeistari í sundi fatlaðra. Hún á sextíu heimsmet og níu Ólympíumótsmet, hefur verið útnefnd íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra tólf ár í röð, var fyrst Íslendinga til að hljóta viðurkenningu frá Eurosport árið 2004 fyrir framúrskarandi árangur. Hún var valin í Heiðurshöll ÍSÍ og er þar með Vilhjálmi Einarssyni, Bjarna Friðrikssyni, Völu Flosadóttur, Sigurjóni Péturssyni, Jóhannesi Jósefssyni og Alberti Guðmundssyni. Árið 2001 var hún sæmd riddarakross fyrir afrek í íþróttum og síðast en ekki síst var hún fulltrúi JCI Íslands 2003 sem heimsstjórn valdi sem framúrskarandi ungur einstaklingur. Aðeins einn annar íslendingur hefur hlotið þennan heiður. Við tókum hana í stutt spjall. Kristín hvers vegna varð sundið fyrir valinu á sínum tíma? Mér var eiginlega ýtt út í laugina, segi ég, en ég var í æfingum í lauginni hjá Styrktarfélagi Lamaðra og Fatlaðra og mér leið vel í vatninu og síðan leiddi eitt af öðru og ég var komin á fullt í sundið um 8 -9 ára aldurinn. Byrjaði þá í Íþróttafélagi fatlaðra. Af upptalningunni hér fyrir ofan að dæma sem er engan vegin tæmandi, hvað finnst þér standa upp úr á þínum ferli? Klárlega er það þegar ég var valin af Eurosport og þegar ég fékk viðurkenninguna hjá JCI. Og öll mín heimsmet :) Þú varst valin andlit no name 2001 og skrifuð hefur verið bók um þig sem hét Meistari í nærmynd 2008. Hvernig kom það til? Hún Kristín Stefánsdóttir hjá No Name hringdi og sagði að ég hefði verið valin til að vera No Name andlit ársins 2001 og það væri algjört ævintýri og myndatakan sérstaklega sem tekin var í kulda, snjó, rigningu og miklum vindi. Kalt þennan dag. Varðandi bókina átti ég þessa hugmynd sem var búin að vera lengi á teikniborðinu hjá mér, að eftir sundið skyldi ég gefa út bók. Svo við víkjum nú aðeins að JCI þú varst valin í tíu manna hóp af heimsstjórn sem framúrskarandi ungur einstaklingur. Hvernig var sú upplifun á sínum tíma? Algjört ævintýri. Viku ferð í Köben, tók varla upp veski og allt í kringum það. Matarveislur, skoðunarferðir og frábært fólk að tala við, alls staðar úr heimingum. Og að halda ræðu fyrir mikinn fjölda fólks og það á ensku, jók aðeins hjartsláttinn þessar mínútur sem ég hélt ræðuna. Þú hættir á toppnum aðeins 33 ára gömul, hvað er Kristín Rós Hákonardóttir að gera þessa dagana? Ertu búin að segja alveg skilið við sundið? Ég hætti árið 2006 eftir Heimsmeistaramótið í Suður Afriku. Ég hafði þá keppt í öllum álfunum og þótti bara nóg komið. Ég er tveggja barna móðir í dag. Á yndisleg og góð börn, tveggja ára dreng og fjögurra ára stúlku. Ég reyni að synda 2-3 í viku til að halda mér í formi. Sem fyrirmynd ungs fólks á Íslandi hvaða heilræði viltu gefa ungum JCI félögum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hreyfingunni? Vera trúr sjálfum sér. Er eitthvað sem þú villt koma á framfæri til JCI hreyfingarinnar? Takk fyrir allt og það að hafa valið mig á sínum tíma og fyrir þá upplifun sem fylgir nafnbótinni að vera framúrskarandi ungur einstaklingur.
Við þökkum Kristínu fyrir og óskum henni velfarnaðar í leik og starfi.
Bls. 24
Framúrskarandi ungir Íslendingar Guðjón Már Guðjónsson var valinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2009 og var að auki valinn í 10 manna hóp á heimsvísu. Hann er annar af tveimur Íslendingum sem hefur hlotið þann titil. Guðjón hefur frá unga aldri verið frumkvöðull sem hefur látið verkin tala. Hann hefur á sl. 20 árum stofnað um 10 fyrirtæki sem mörg hafa náð langt á sínu sviði. Guðjón lætur ekki á sig fá þó á móti blási en heldur ótrauður áfram. Með reynslu sinni og innsæi hefur hann lagt mikið af mörkum til hugarfarsbreytinga í íslensku samfélagi, á erfiðum tímum með aðkomu sinni að Hugmyndaráðuneytinu. Guðjón hefur tvisvar sinnum stofnað fyrirtæki að nafninu OZ. Það fyrra stofnaði hann þegar hann var 17 ára en lauk þar störfum 2002. Síðara og núverandi OZ sem er allt annað fyrirtæki stofnaði hann svo 2009. Guðjón, í stuttu máli, hvað er OZ og hvers vegna var nafnið OZ aftur fyrir valinu? Í meira en áratug þá hefur það sótt á mig að það þurfi breytingar í miðlun sjónvarpsefnis. Þetta er iðnaður sem snýst um að miðla sögum og upplifun með þeirri stórkostlegu tækni sem “varp” á “sjón” býr yfir! OZ vinnur að þróun tækni og lausna til að gera upplifun á lifandi mynd spennandi og aðgengilega. Okkur fannst nafnið OZ henta vel fyrir þessa starfsemi. Endurspeglar galdra og dulúð á því hvernig tæknin okkar er að ráða við allt þetta sem notendur okkar upplifa. Hvað gerir Guðjón svo þegar hann er ekki í vinnunni? Að vera í vinnunni er frekar afstætt hugtak, fyrir mér á vinnan engin landamæri. Eðlisfræðilegur þröskuldur við útidyrahurðina í vinnunni hefur ekkert að segja fyrir mér. Ég er alltaf hræddur við að skilgreina vinnuna sem vinnu. Við tökum að okkur ýmis verkefni í lífinu. Allt frá því að ala upp börnin okkar, skrifa samning, halda fund með viðskiptavini eða elda góðan mat, þetta eru allt viðfangsefni okkar daglega lífs. Ég reyni að sinna öllu því sem ég geri vel, án þess að flokka það um of. Öll þurfum við að forgangsraða eftir því sem er mest viðeigandi hverju sinni. Mér finnst t.d. ferlega gaman að ferðast með skemmtilegu fólki, eins og konunni og börnunum mínum, félögum innan OZ og æskuvinum. Tónlist gefur mér einnig gríðarlega sterka og jákvæða upplifun. Nú hefur þú fengist við æði margt á þínum ferli. Hvað finnst þér standa helst upp úr? Ég eyði ekki um of miklum tíma í að endurupplifa fortíðina. Ég er stöðugt með við hugann að skapa frekar spennandi framtíð, þannig að svarið er að framtíðin standi helst uppúr. Hún finnst mér mest spennandi og þær hugmyndir sem ég teikna í huganum henni tengdri. Árið 2009 varst þú valinn í tíu manna hóp af heimsstjórn JCI sem framúrskarandi einstaklingur. Hvernig var sú upplifun? Mjög skemmtileg í alla staði. Spennandi að sjá kraftinn hjá öllu þessu unga fólki. Sem fyrirmynd ungs fólks á Íslandi, hvaða heilræði viltu gefa ungum JCI félögum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hreyfingunni? Það hefur aldrei verið jafn spennandi og á okkar tímum að láta gott af sér leiða eða að framkvæma hugmyndir. Í grunninn er það metnaður og sú hugsun að vera stöðugt að gera betur. Gefið því metnað í að læra af öðrum, lesið góðar bækur og hlustið vel.
Við þökkum Guðjóni fyrir og óskum honum velfarnaðar í leik og starfi. Bls. 25
Framúrskarandi ungur Norðlendingur
Grein birt upphaflega í 3. tbl júní 2013
Þetta er í fyrsta sinn sem JCI Norðurland stendur fyrir leitinni að Framúrskarandi ungum Norðlendingi enda er félagið nýstofnað. Okkur bárust 23 tilnefningar þar sem nítján framúrskarandi og flottir einstaklingar voru tilnefndir. Það finnst okkur frábær árangur. Okkur fannst einnig aðdáunarvert hversu vel það gekk að fá samfélagið til að vinna með okkur að þessu verkefni. Ekki stóð á aðstoð frá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Þau eru Ungmennahúsið í Rósenborg, Ásprent, Mjólkursamsalan, Leikfélag Akureyrar og Sundlaug Akureyrar. JCI Ísland sýndi okkur einnig ómetanlegan stuðning. Bæjarstjóri Akureyrar, Myndlistamaðurinn Hlynur Hallsson og sellóleikarinn Auður Eva komu fram á athöfninni ásamt JCI meðlimum fyrir norðan og sunnan.
í íþróttaráði Akureyrarbæjar. Jóel Geir Jónasson hannaði og smíðaði verðlaunagripinn en það var nautshorn á hraunmola frá Mývatni. Nautið hét Diablo og Jóel þekkti það víst persónulega, það var kraftmikið og framúrskarandi. Ég er ánægð með þá ákvörðun okkar að færa þessa viðurkenningu hingað norður, hún hefur verið veitt fyrir sunnan undanfarin ár sem framúrskarandi ungur íslendingur. Það er mikilvægt að benda á það sem vel fer í nærsamfélaginu okkar. Að hvetja ungt fólk til góðra verka er eitthvað sem við öll mættum gera meira af, en það er einmitt það sem þessi verðlaun eru, hvatning og viðurkenning til ungs fólks sem skarar framúr. Svava Arnardóttir
Dómnefndina skipuðu Svava Arnardóttir forseti JCI Norðurlands, Sóley Björk Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Akureyrivikublad.is og formaður Grasrótar og Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar sem situr einnig
Framúrskarandi ungur Norðlendingur 2013 er Sygin Blöndal Kristinsdóttir Sigyn er fædd 1982. Hún stofnaði Point Dansstúdíó á Akureyri og hefur rekið það síðastliðin 8 ár. Hún hefur haft mikil áhrif á líf nemenda sinna og reynst góð fyrirmynd. Sigyn stundar nám í Englandi og stóð nýlega fyrir söfnun svo hún gæti farið í sjálfboðaliðastarf til Úganda í haust en hún rakaði meðal annars af sér allt hárið. Sigyn er frábært dæmi um unga konu sem lætur hendur standa fram úr ermum og nær árangri byggðum á eigin frumkvæði og dugnaði. Hún á stóran þátt í að byggja upp danslíf Akureyrarbæjar og sjálfstraust barna og ungs fólks. Fyrir hönd JCI Norðurland óska ég Sigyn Blöndal til hamingju með titilinn Framúrskarandi ungur Norðlendingur 2013. Svava Björk Ólafsdóttir Ritari JCI Norðurlands og verkefnastjóri samfélagsverkefna.
Stjórn JCI Norðurlands ásamt Margréti Blöndal móður Sigyn og Ylfu dóttur Sigynar. Sigyn er við nám í Englandi og gat því ekki verið með okkur.
Bls. 26
First year of CYEA: a success story
Grein birt upphaflega í 1. tbl febrúar 2014
CYEA 2013 has been successfully completed on February 6th 2014 with the award ceremony. Rakel Sölvadóttir, founder of Skema, won the first Creative Young Entrepreneur Award.
Director of The Innovation Center Iceland; Brynhildur Daviðsdóttir, Professor in Environment and Natural Resources at the University of Iceland; Páll Ásgeir Davíðsson, Founder and Director of Vox Naturae; and Jenný Jóakimsdóttir, National President of JCI Iceland 2007) have selected a winner.
Close to one hundred people gathered on the evening of February 6th in the lecture hall of Arion Banki headquarters to attend the Creative Young Entrepreneur Award (CYEA) ceremony. CYEA is a way to honor creative solutions that corporations find by complying to corporate social responsibility (CSR) principles. The award was held for the first time in Iceland and was organized by JCI Reykjavik International, an English division of JCI Iceland.
Nominees were judged by the creativity of the product or process they have initiated; implementation of CSR values into their business practices; solution to a problem; leadership qualities and the positive impact they have created on the environment and society as a whole.
The ceremony was opened by the Minister of Industries Ragnheiður Elín Árnadóttir. Four finalists - Hilmir Ingi Jónsson from ReMake Electric, Rakel Sölvadóttir from Skema, Hjálmar Gislason from DataMarket, and Eirikur Hrafnsson from GreenQloud have presented their business cases at the ceremony. Based on presentations, follow-up questions and application forms, the judges (KC Tran, CEO and Co-Founder of Carbon Recycling International; Árdis Ármannsdottir, Marketing
Rakel Sölvadóttir from Skema was announced the winner of the first CYEA. The judges recognized creativity of Skema’s methodology and long-term positive impact it has on children and society. Skema specializes in teaching children programming from early age, and their methodology is based on research in psychology, pedagogy and computer science. “We, as individuals, consumers, employees, and business owners have a lot of influence on the society and the environment.” said Elizes, the project initiator and a member of JCI. “Here, we witnessed incredible achievements that we can learn from”. Elizes Low
Top left: Rakel with Ragnheiður; Minister of industries, the judges and the project initiator. Top right: Rakel Sölvadóttir. Bottom left: The organizing team. Bottom middle: Helgi and Tanja, members of JCI. Bottom right: Elizes, project initiator and member of JCI Bls. 27
Hvatning sem yfirmaður í starfi
Til að viðhalda góðum starfsanda þarf að hafa ákveðið í huga, starfsmaður þarf að hafa gaman af vinnunni, yfirmaður þarf að vera tilbúinn að hlusta á vandamál undirmanns og fara strax í það að taka á vandanum, gagnkvæmt traust þarf að vera til staðar. Vinnustaður án góðs starfsanda er ávísun á slæm vinnubrögð. Ef starfsmönnum er ekki hrósað eða umbunað á viðeigandi hátt ef hann hefur staðið sig vel í starfi og eingöngu refsað eða skammað við slæm vinnubrögð þarf að bæta hlutföllin. Ég hef unnið á vinnustað þar sem aldrei var hrósað fyrir góð vinnubrögð, sama hversu duglegur maður var, þó voru aðrir samstarfsmenn duglegir við að hrósa manni. Þegar kom svo fyrir að einn slæmur dagur átti sér stað var maður skammaður, það er bara til þess valdandi að maður fyllist hræðslu við það ákveðna verk. Yfirmaður hefur mikil áhrif á undirmenn sína með framkomu sinni eins og í þessu dæmi. Innri hvatning er rótin að góðum starfsmanni. Til að stuðla að góðum vinnubrögðum þarf yfirmaður að geta hvatt starfsmann til að viðhalda innri hvatningu. Það er hægt með því að taka ýmis verkefni sem þarf að leysa og flokka þau niður í markmið sem hver og einn starfsmaður setur sér. Það sem yfirmaður þarf að gera er að fá starfsmann til að setja sér markmið, huga að hæfilegri áreynslu til að ná markmiðunum, hann þarf að setja sér nákvæmar skilgreiningar á markmiðum sínum og skrifa um það hvernig markimiðinu gengur á meðan á verkefninu stendur. Yfirmaður verður samt að hafa til hliðsjónar hvernig best sé að hvetja starfsmann til að stuðla að innri hvatningu. Hann þarf að sjá til þess að starfsmaður setji sér raunhæf markmið, markmið sem skipta máli í því verkefni sem starfsmaður tekur sér fyrir hendur, starfsmaður sýni árangur í því sem hann gerir, gera honum ljóst hvað er árangur í þessu samhengi, umbuna honum fyrir gott verk og gera ekki upp á milli starfsmanna hvort sem það er að koma jafnt fram við þá sem gera verr og þá sem gera betur. Bæta frekar markmiðasetningu hjá þeim starfsmanni sem gaf minna frá sér.
Bls. 28
Það er hægt að spyrja sig spurningarinnar “af hverju” alveg þangað til maður kemur að rót málsins þegar kemur að markmiðasetningu. Dæmi: Mig langar til að vinna hárgreiðslukeppnina. “Af hverju”? Því mig langar til að vinna. “Af hverju”? Ég vil sýna fólki að ég get gert góða hluti. “Af hverju”? Því þá líður mér vel. “Af hverju”? Þá verð ég hamingjusöm. Það má kannski segja að hægt sé að setja sér öll heimsins markmið en fólk verður að komast til botns í því “af hverju” því langi til að gera það. Eftir að fólk sér til hvers það er að gera hlutina þá geta þeir gengið betur. Samkvæmt Maslow er sjálfsbirting efsta þrep þarfapíramídans en til að ná því þrepi þarf að komast yfir hin fjögur þrepin en þau eru fæða og umönnun (líkamleg), öryggi, væntumþykja (kærleikur) og virðing sjálfs og annarra. Eftir hans kenningu er í flestum tilvikum eina hindrunin í að ná efsta þrepinu sú að óttast að geta ekki gert það sem einstaklingur stefnir að. Í mínu tilfelli myndi ég segja að ég kæmist einu skrefi nær því að ná sjálfsbirtingarástandi ef ég næði takmarkinu sem ég stefni að á næstkomandi ári. Ef maður fær í sig og á, öryggi og væntumþykju frá sínum nánustu, virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki er ekki mikið eftir til að fullkomna píramídan og koma sér í gott jafnvægi í lífinu. Vera sátt við sjálfan sig og aðra og örugg í framkomu við annað fólk. Það eru allir stöðugt í þarfapíramída þekkingarþarfarinnar. Við viljum öll læra og skilja hvað við erum að læra. Útgáfa Maslow er þannig að við höfum þörf fyrir að vita og skilja hvað við vitum en það má nefna það sem svo að það sem við vitum, lærum við. Rebekka Hrafntinna Níelsdóttir félagi í JCI Norðurland
Íslendingar erlendis
Við höfðum samband við þrjá félaga úr JCI á Íslandi sem hafa flust erlendis og tókum stöðuna á þeim
Lilja Kristjánsdóttir - Lúxemborg Halló allir JCI félagar Ég heiti Lilja Kristjánsdóttir og ég kynntist fyrst JCI félaginu árið 2009. Vinur minn dró mig á fund með sér eftir að ég hafði látið í ljós löngun til þess að kynnast framsæknu og áhugaverðu fólki. Ég sá fljótt að ég var komin í réttan félagsskap og gekk í framhaldinu í JCI Esju árið 2010, þar með talið í stjórnina. Ég á margar hlýjar minningar frá því ári sem ég var í stjórninni og ég fæ seint fullþakkað öllum þeim sem ég kynntist í JCI Ísland fyrir að létta mér mikið stressmikinn tíma í mínu lífi. Til dæmis hlæ ég ennþá yfir rottuhlaupinu sem við héldum á Menningarnótt árið 2010 þar sem við fengum útlendinga til þess að sinna ýmsum skrifstofustörfum, svo sem ydda blýanta og skrifa skjöl, á hverri stöð á milli spretthlaupa. Í nóvember 2010 lét ég svo af störfum í stjórninni þar sem ég flutti til Lúxemborgar. Lúxemborg er lítið land á milli Frakklands, Belgíu og Þýskalands þar sem íbúafjöldinn er tæplega 550 þúsund og fjöldi þjóðerna er yfir 150. Hér fann ég vinnu í fjármálageiranum og er þar enn fjórum árum seinna þrátt fyrir að vera hvorki lögfræðingur, skattasérfræðingur eða endurskoðandi. JCI félagið hjálpaði mér tvímælalaust í því sem og að aðlagast samfélaginu hérna úti þar sem bæði ræðunámskeiðið og aðkoma að skipulagningu atburða kom að góðum notum. Einnig var gott að komast í kynni við aðrar þjóðir gegnum JCI þar sem ég byrjaði að átta mig á muninum milli þjóðerna í félaginu og get nýtt mér þá þekkingu hérna í Lúxemborg. Fyrir utan vinnuna skemmti ég mér oft yfir menningarmuninum sem kemur fram þegar maður á samskipti við ýmis þjóðerni og held úti bloggi um þær pælingar sem heitir eltingarleikurvidutlond.wordpress.com. Til dæmis komst ég að því eftir áralangar vangaveltur um gildi regnhlífar á móti regnjakka í Evrópu að Evrópubúar væru ekki svo vitlausir hvað þetta varðar eftir allt saman. Það nefnilega kom í ljós að í staðinn fyrir að þurfa að verja sig fyrir rigningunni úr öllum áttum eins og við Íslendingar þá geta Evrópubúar treyst á það að rigningin komi bara úr einni átt (þ.e. að ofan). Léttur regnjakki dugir þegar að íslensk rigning spreyjast léttilega á mann úr öllum áttum en er lítil vörn þegar þungir og einbeitir evrópskir regndropar lemja á þér eingöngu til þess að bleyta þig inn að beini. Þá dugar lítið annað en sterk og stöðug regnhlíf sem er notuð eins og skjöldur. Ég er þó ennþá að velta fyrir mér af hverju regnhlífin er dregin fram í snjókomu. Við komuna til Lúxemborgar fletti ég árið 2012. Enn og aftur kynntist ég og ég hjálpaði til við skipulagningu Ég hætti þó fljótlega í félaginu eftir of kröfumikil fyrir þá þátttöku sem á mig sem gamlan Esju-ling og held
upp JCI en gekk ekki í félagið fyrr en athyglisverðu fólki frá mörgum löndum European President Meeting árið 2013. það þar sem vinnan mín var orðin félagið hérna úti krafðist. Ég lít þó alltaf ennþá sambandi við fólkið þaðan.
Bls. 29
Helgi Guðmundsson - Svíþjóð
Nafn: Helgi Guðmundsson, fyrrum félagi JCI Reykjavík og senator #70546. Hvenær gekkstu í JCI á Íslandi: Ég byrjaði að skoða JCI í okt/nov 2003 og varð svo félagi á febrúarfundi JCI Reykjavíkur 2004. Hvert fluttirðu og hvenær: Ég flutti til Gautaborgar í Svíþjóð, í ágúst 2011. Núverandi JCI félag og fjöldi félaga: JCI Gautaborg. 32 félagar og 6 “gesta” félagar (6 mán. prufukeyrsla). Fórstu strax í JCI félag þegar út var komið? Þegar við fluttum, þá upplifði ég mjög sterkt hvernig er að koma til lands þar sem maður skilur ekkert í tungumálinu og þekkir nánast engan. Yngri sonur okkar var einnig tæplega ársgamall þegar við komum, og þar sem konan byrjaði strax að starfa - er læknir, að sérhæfa sig í öldrun, sem var ástæðan fyrir flutningunum - þá var ég heima með strákinn í það tæpt hálft ár sem tók að fá leikskólapláss. Þeir fáu sem ég þekkti hér úti voru kunningjar sem ég hafði kynnst gegnum JCI þegar ég tók þátt í Evrópuakademíu 2005, og svo sem ég hafði kynnst á þingum næstu 2-3 ár á eftir, þ.a. ég byrjaði strax að mæta á fundi. Þeir voru erfiðir, á sænsku sem ég skildi ekki staf í í upphafi, en það var t.d. haldinn stór Kick-off fundur í ágúst þar sem ég hitti fjölda af fólki og það gerði mann velkominn og auðveldara að halda áfram að koma. Varð svo félagi í október fyrir kjörfund, til að eiga atkvæði, og var einnig kjörinn í valnefnd (nefnd sem starfar að því að finna og stilla upp kandidötum fyrir næstu stjórn á eftir). Einfaldaði það eitthvað við að komast inn í samfélagið? Það er ótrúlega verðmætt að mynda Bls. 30
strax e-h tengsl þegar maður flytur á nýjan stað. Ég hefði aldrei trúað hve miklu í raun, þar sem þetta getur verið mjög einangrandi upplifun… sér í lagi þegar maður er meiri introvert eins og ég er og bundinn heima með lítið barn. Sömuleiðis, þó Svíþjóð og Ísland séu lík þjóðfélög með þennan skandinavíska samhljóm, þá voru hlutir sem maður hafði aldrei þurft að ganga gegnum á íslandi - opna á bankaviðskipti t.d. þar sem var gríðarlega gott að fá smá leiðsögn frá fólki héðan. Þ.a. já klárlega, bæði félagslega að hitta fólk og svo að geta spurt um þá hluti sem voru smá þröskuldar og fá strax leiðsögn, það var gríðarlega verðmætt. Hefur þú gegnt e-m embættum í félaginu erlendis? Mér var boðið á lands-kickoff sem haldið er hér úti strax 2012 þar sem ég kynnti stutt uppbyggingarferlið og nýliðaferlið sem ég átti þátt í á Íslandi, þar sem Svíþjóð eins og mörg önnur JCI lönd glímir við margar af sömu áskorunum. Í framhaldi af því fór ég í landsstjórn 2013, varalandsforseti yfir leiðbeinendamálum, svo aftur í ár 2014 sem varalandsforseti yfir félagsaðild. Framundan er svo kjörfundur í mínu aðildarfélagi, JCI Gautaborg, þar sem leitað var til mín í stjórnarembætti, og ég er í framboði til ritara, eða eins og svíinn kallar embættið LIO (Local Information Officer). Er JCI starfið úti mjög frábrugðið því sem þú kynntist hér heima? Bæði og. Maður finnur skýran samhljóm með félögunum hér úti og heima, en það eru vissir hlutir mjög frábrugðnir. Fyrir það fyrsta, þá á stærstur hluti JCI starfsins á Íslandi sér stað í Reykjavík og nærliggjandi, sem gerir að félögin eru mjög lík í starfsemi, þó karekteráherslur séu á þeim, og auðvelt að heimsækja og taka þátt í viðburðum hvors annars. Hér í Svíþjóð eru félögin dreifð útum allt
land, sem skapar mun meiri áskoranir að starfa saman og samstilla strengi. Viss félög eru einnig einangraðri svipuð vegalengd í næsta félag eins og frá Reykjavík til Akureyrar, sem gerir að heimsóknir til annara félaga eru sjaldgæfar, og því verða félögin frekar ólík innbyrgðis, bæði í karekter og áherslum. Annað sem ég myndi segja er að mikil hefð er hér úti fyrir að keyra stór verkefni sem taka allt árið - Gautaborg keyrir Evrópuakademíuna, Uppsala er með Business by ME, Sundsvall er með Sundsvall Business Awards, og Halmstad hefur keyrt International Crayfish Conference í um 60 ár. Þetta gerir að í staðinn fyrir fókus á nýsköpun og smærri verkefni, þá eru þetta stór og útfærð verkefni, sem hafa slípast yfir langan tíma. Þriðja myndi ég segja er JCI húsið á Íslandi. Við áttum okkur ekki á hverslags forréttindi það eru, að geta hist eftir hentugleik, haldið námskeið eða smærri viðburði hvenær sem er, o.s.frv. Hér úti eru félögin mun háðari samstarfs samningum við t.d. hótel, og hafa aðgengi að sal kannski 2-3x í mánuði. Það að halda nokkurra kvölda námskeið verður því erfiðara innan sama mánaðar, og mun algengara að halda styttri, staka viðburði, eða fyrirlestra í stað námskeiða. Einnig er erfitt fyrir fjárhag að bæta upp með salarleigu eins og við erum dugleg að gera á Íslandi - ekki óalgengt verð á normal sal fyrir 2-3 tíma notkun er 5060þús íslenskar per skipti. Þ.a. þó maður finni alltaf samhljóm milli JCI starfsemi víðast hvar í heiminum, þá eru grunn samfélagsbreytur sem gera framkvæmdina að mörgu leyti allt öðru vísi. Á móti spilar svo að við erum að tala um mun stærra þjóðfélag, þar sem að t.d. Gautaborg er stærri í fólksfjölda en allt Ísland.
Lyuba Kharitonova - New York
From Reykjavik to New York Wow, what an encounter; can only happen in New York! That thought has visited me about a dozen times now, since I moved here. Last time, just yesterday, after I finished my 3-hour-long Spanish class. I was savoring a new book by Elizabeth Gilbert (freshly fetched in the New York Public Library) in a Japanese cake house tucked in the lapels of my favorite place in New York - Bryant Park. The book was wonderful, not the content, mind you, as I haven’t started to fully comprehend what it was about yet, but the pages, the cover, the format – so much beauty in one simple object. Suddenly, I’ve got distracted by a notion that someone was standing over my table… Well, not going to tell you the rest of the story, but this happens here a lot. You meet people, who you were secretly hoping to meet. You get insight or advice delivered by strangers and it leads you ways you weren’t sure how to hop on to begin with. You make meaningful connections in the city, where millions of people are carving their journey, and you know what, people are friendly and often helpful here. So, what else Lyuba, besides meeting strangers, you’d ask? Well, it’s still summer here, if you asked me. True, the leaves are turning yellow and some have gracefully fallen on the asphalt. I notice more and more of them every day dancing with the wind when I am out running. So, technically, it’s autumn, but for us, Icelanders, it’s just the hay day of summer. It’s +15 for the argument’s sake!
Then, there is endless choice of food and endless choice of cool places. It’s draining on your wallet, I must admit, and, possibly, on your digestive system too, but, what the fork, you only live in New York once (and generally live for that matter). So I’ve been exploring and educating my gastro-esthetical senses (hence the Japanese cake house). To shush the alarm, my most-visited are vegetarian and vegan places still, so I am not devouring funky animals just yet. My favorite discovery though is enormous assets of the New York Public Library that I have a free access to (except for when I overdue books, which happens often). I always loved reading, or rather the thought of doing it, as I never had time really. I even have started a book club back in Iceland, but was struggling to finish something in a month. Now, I have time and I have all the books I want, I even have a reading sofa and gazillion cafes, where reading is appropriate, so I do that a lot. I can almost feel how I am becoming smarter by the day, don’t you? (joking :) ). Anyway, it’s a real gift to catch up on reads that I was piling into my to do list all these years. And, you know what, I’ve also realized that you don’t have to move to New York to have any of these. You just have to pause and notice what’s around and give yourself a permission to admire it. Give yourself permission to un-busy yourself and start living, instead of doing life, because a place is just a metaphor, and life is happening right now.
Bls. 31
Welcome to the 2014 JCI World Congress! See you in Leipzig from 24 to 29 November 2014
www.jciwc2014.com Bls. 32
Landsþing JCI Íslands 53. landsþing JCI Íslands var haldið á Hótel Kötlu, rétt utan við Vík í Mýrdal helgina 26. - 28. september. Þingið hófst á föstudagsmorgun með þingfundi. Margir komu á fimmtudagskvöld en sumir keyrðu eldsnemma á föstudag. Caucus var hluti af dagskrá föstudags en það eru framboðsræður til landsstjórnar. Eftir það var kosið og hlutu allir frambjóðendur kosningu. Landsstjórn 2015 er: Kjartan Hansson landsforseti Kristín Grétarsdóttir landsgjaldkeri Egill Gauti Þorkellsson landsritari Jón Andri Guðjónsson varalandsforseti Nína María Magnúsdóttir varalandsforseti Elizes Liaise viðtakandi landsforseti. Eftir langa en góða fundarsetu og kvöldverð hlupu allir inn á herbergi til þess að skipta yfir í grímubúninga fyrir þemakvöldið. Þemað var sjónvarpsþættir og fékk hvert aðildarfélag úthlutað sinni tegund sjónvarpsþátta til innblásturs sinna búninga. Þarna mátti m.a. sjá persónur úr Star Trek og Latabæ, vampírur, harðar löggur og
strandverði. Hvert félag keppti um besta skemmtiatriðið og bar JCI Esja sigur úr bítum með myndbandi um fólkið í JC Town. Verðlaun fyrir besta búninginn hlaut Katja Shultz úr JCI Reykjavík International fyrir lögreglubúninginn sinn. Laugardagsmorgunn hófst með námskeiðinu X-tra time sem Belginn Wouter Danckaert leiðbeindi. Eftir hádegi leiðbeindi hann á öðru námskeiði sem kallaðist ME and CIE en CIE útlistast sem “Creativity, Innovation og Entrepreneurship”. Wouter var nýlega verðlaunaður sem besti forseti JCI Falnders/Belgium og hefur verið leiðbeinandi fyrir JCI í fjögur ár. Á sama tíma var senatora- og makaferð í gangi þar sem farið var í stutta skoðunarferð um svæðið. Seinnipart laugardags var stuttur fundur með varaheimsforseta, Steven Wilson þar sem hann sagði okkur sögur frá öðrum JCI félögum og hvað önnur félög eru að gera. Gala kvöldverður hófst með kokteil og ræðu í boði Sigurðs Sigurðssonar, landsforseta. Már Karlsson verkefnastjóri landsþings hóf kvöldið formlega, bauð gesti velkomna og kynnti svo til
leiks veislustjóra kvöldsins, skötuhjúin Guðlaugu Birnu og Tryggva Frey. Glæsilegt happadrætti var haldið þar sem fjöldi glæsilegra vinninga runnu út. Heiða Dögg Jónsdóttir sigraði Kvæðakútinn, en Kvæðakútur er ljóðakeppni þar sem botna þarf fyrripart. Viktor Ómarsson var tilnefndur senator við mikla viðhöfn en númerið hans er #73511. Hann á þann heiður vel skilið og óskum við honum innilega til hamingju. Hápunktur kvöldsins var þegar ný landsstjórn var staðfest formlega og Kjartan Hansson fékk að máta landsforsetakeðjuna og fara með landsforsetaeiðinn. Stuttu síðar lauk formlegri dagskrá og gestir skiptu yfir í náttföt og færðu sig yfir í náttfatapartýið. Á sunnudagsmorgun var námskeiðið Resilient personal power en það var Eugen Ioan Goriac, félagi í JCI Reykjavík International sem leiðbeindi. Eugen er reyndur leiðbeinandi og hefur leiðbeint margsinnis í JCI á Íslandi. Eftir hádegismat var formlegri dagskrá þigsins lokið , fólk kvaddist með bros á vör eftir viðburðaríka og skemmtilega helgi.
Fleiri myndir á bls. 40-41 Bls. 33
Landsþing JCI Finnlands Loftur Már Sigurðsson, senator segir okkur frá ferð sinni til Finnlands Ferð á landsþing JCI Finnlands í október 2014. Á hverju ári hittast landsforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á fundi. Þessir fundir eru haldnir til skiptis á landþingum landanna. Frá Íslandi voru Sigurður Sigurðsson landsforseti og Loftur fylgdarsveinn. Þing Finna er nokkuð stærra en það íslenska en þar mættu rúmlega 600 félagar. Ferðin hófst fimmtudaginn 9. október. Komið var til Finnlands um miðjan dag og var seinniparturinn tekinn rólega, gengið um Helsinki og fengið sér að borða. Um kvöldið hittum við svo aðra erlenda gesti á hótelbarnum og málefni JCI rædd. Föstudagurinn var rólegur framan af. Landsforsetar norðurlandanna hófu fund kl. 15 sem stóð til kl. 20 án hléa. Kvöldið var ekki ólíkt því á Íslandi, þemakvöld og var þemað 1920. Stórskemmtilegt kvöld. Laugardagurinn var þingdagur og námskeið. Loftur fór með Senatorum í vínsmökkun. Um kvöldið var svo Gala kvöld og dansleikur langt fram á nótt. Hefð er fyrir því að viðstaddir landsforsetar frá öðrum löndum bjóði nýjan Landsforseta velkominn með „Viking Toast“. Að því tilefni mætti Sigurður ásamt örðum landsforseta með göróttan drykk til að bjóða viðtakandi landsforseta velkomin. Sunnudagurinn fór svo í heimferð. Vel var tekið á móti okkur. Ferðin var í alla staði mjög góð, fræðandi og umfram allt skemmtilegt. Enda eru JCI félagar skemmtilegasta fólk sem þú hittir, hvert sem þú ferð.
Bls. 34
Evrópuþing JCI 2014 á Möltu Grein birt upphaflega í 3. tbl júlí 2014
Í júnímánuði á þessu ári fóru 11 félagar frá JCI Íslandi á Evrópuþing á Möltu, þar af fimm sem voru að sækja erlent þing í fyrsta skiptið. Alls mættu um það bil 1.300 manns frá 50 löndum á þingið sem var haldið í bæ hins heilags Júlíusar (St Julian’s/San Ġiljan), örfáum kílómetrum frá höfuðborg Möltu, Vallettu. Á þinginu sóttu landsforsetar JCI félaga Evrópu þingfundi sem Sigurður Sigurðsson, landsforseti, sat fyrir hönd JCI Íslands auk Viktors Ómarssonar, landsgjaldkera. Á sama tíma voru námskeið, fyrirlestrar, þingkynningar fyrir komandi þing, tengslanetsviðburðir, fyrirtækjaheimsóknir og ferðir um Möltu sem félagar sóttu. Lyuba Kharitonova, félagi í JCI Reykjavík International og ræðumeistar JCI Íslands, fór fyrir okkar hönd að keppa í mælskukeppni JCI Evrópu. Hún stóð sig með prýði og komst í 3ja manna úrslit. Kristín Grétarsdóttir, forseti JCI Reykjavíkur og ég, Þórey Rúnarsdóttir þingfararstjóri, fóru meðal annars í útsýnisferð um Vallettu, höfuðborg Möltu og Loftur Már Sigurðsson, senator, í nokkrar senatoraferðir, þar á meðal eina um bláa lón Möltu sem er heldur sólríkara og kaldara en hið íslenska. Námskeiðin sem félagar sóttu voru meðal annars You are your brand sem ég og Egill Gauti Þorkelsson sóttu og The Art of Networking - Go Beyond Expectations sem ég og Kristín sóttum. Bæði námskeiðin slógu rækilega í gegn og skildu mikið eftir sig.
Aðalfyrirlesarar þingsins voru tveir, Dr. Tracey Wilen sem fjallaði um breyttan atvinnumarkað og Lord Michael Hastings sem fjallaði um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og sótti Már Karlsson báða fyrirlestrana. Á þinginu voru nokkrir viðburðir samfélagsverkefna, þar á meðal eitt sem snýst um að vekja vitund á lífríki sjávar í kringum eyjarnar. Þá fór ég að snorkla í sjónum í fyrsta skiptið og gerði smá tilraun til þess að tína rusl með misgóðum árangri. Aðrir JCI félagar sem sóttu þingið voru Arna Björk Gunnarsdóttir, senator og þjálfari Lyubu fyrir mælskukeppnina, Hulda Sigfúsdóttir, senator og Margrét Helga Gunnarsdóttir sem fóru meðal annars í sápugerð á sölusýningunni. Í heildina var mjög gaman á þinginu og mikið um partý þar sem Egill kynnti Ginið sitt og sýndi frábæra takta í mannblendni. Þeir sem eru áhugasamir um að koma á næstu erlendu þing geta komið á Heimsþing JCI sem verður í Þýskalandi dagana 24. - 29. nóvember á þessu ári og á Evrópuþing sem verður í Tyrklandi dagana 13. - 17. maí 2015. Búið er að stofna hóp á Facebook fyrir félaga sem ætla á heimsþing á þessu ári sem ber heitið Heimsþing 2014 Leipzig, Þýskalandi. Þórey Rúnarsdóttir
Bls. 35
Bls. 36
Bls. 37
Erlendir viðburðir 2014-2015 Meðal þeirra fjölmörgu viðburða sem fram fara á ári hverju á alþjóðlegum vettvangi:
Heimsþing JCI 2014
Félagar alls staðar að úr heiminum hittast, sækja fundi og námskeið, njóta góðs félagsskaps og almennrar gleði. 24. - 29. nóvember - Leipzig, Þýskalandi www.jciwc2014.com
Japan Academy
Leiðtogaþjálfun fyrir viðtakandi landsforseta, haldin í Japan ár hvert.
European Academy
Leiðtogaþjálfun fyrir viðtakandi stjórnarmeðlimi í aðildarfélögum. Fer fram í júlí í Svíþjóð. www.jcisweden.se/jciea/home/
Nordic Academy
Er þjálfun og fræðsla fyrir viðtakandi meðlimi í landsstjórn og tækifæri til þess að kynnast betur landsstjórnarfólki Nordic landanna sem er samstarf Norðurlandanna og Baltic landanna. Nánari uppl. væntanlegar
Beyond Borders
Nordic Inspiration Conference Ráðstefna þar sem boðið verður upp á námskeið og fjölda ræðumanna sem munu veita þér innblástur. 20. - 23. ágúst 2015 - Tallinn, Eistlandi www.nordic2015.com
COC Academy
Congress Organizing Committees Námskeiðshelgi þar sem farið er yfir skipulagningu viðburða, verkefna- og tímastjórnun, áhættustjórnun og allt sem tengist því að stýra stórum viðburði eins og þingi. 16. - 21. mars 2015 - Roosta, Eistlandi www.cocacademy.org
Evrópuþing JCI 2015
Félagar frá allri Evrópu hittast, sækja fundi og námskeið, njóta góðs félagsskaps og almennrar gleði. 3. - 5. júní 2015 - Istanbúl, Tyrklandi www.jci.cc/ourevents/istanbul2015
Bls. 38
Kynning á landsstjórn 2015 Kjartan Hansson - Landsforseti:
Hagfræðingurinn, ræðusnillingurinn og Mosfellingurinn Kjartan Hansson hefur staðið ötullega að ræðumennsku í félaginu og þegar hann var varalandsforseti 2013 sparkaði ræðukeppnum aftur af stað. Sjálfur segist hann hafa gengið í JCI til að efla sig í ræðumennsku. Kjartan hefur afar gaman að tölum og vinnur í seðlabankanum svona til að svala talnagleðinni.
Kristín Grétarsdóttir - Landsgjaldkeri:
Kristín er ein af þrem Kristínum í JCI. Hún ásamt Kristínu Lúðvíksdóttur og stjórn JCI Reykjavík hafa staðið fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum. Þessi ferðaglaða kona og ljúflingur stundar jóga að kappi milli þess hún færir bókhaldið af stakri snilld fyrir Ístak. Því verður hreyfingin ekki á flæðiskeri stödd hvað varðar fjármál á næsta ári.
Egill Gauti Þorkelsson -Landsritari.
Egill er Master Distiller í fyrirtækinu Eimverk Distillery og hefur glatt mörg JCI hjörtu með gini fyrirtækisins. Egill lætur sér fátt í brjósti brenna og bjargaði gleðideginum í sumar með stillingu og rósemi sem hann er einmitt svo frægur fyrir. Auk þess hefur hann búið til glæsilega heimasíðu fyrir fyrirtækið sitt og hefur komið að mörgum verkefnum í JCI.
Jón Andri Guðjónsson - Varalandsforseti.
Hægláti nuddneminn og Mosfellingurinn Jón Andri aðstoðið húsnefndina við breytingar á JCI húsinu þó handleggsbrotinn væri. Hann var kröftugur stjórnarmaður JCI Lindar sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna enda hefur hann farið í sjósund og stundar Crossfit af miklum móð. Jón Andri er lítið fyrir sumarfrí að eigin sögn og finnst tíminn best nýttur í vinnu, þar af leiðandi hefur hann komið víða við á lífsleiðinni.
Nína María Magnúsdóttir - Varalandsforseti
Hagfræðingurinn, póstburðarkonan og Akurnesingurinn Nína hefur búið hér og þar í heiminum, hún er landsritari 2014 og hefur komið að mörgum verkefnum á árinu milli þess hún stundar diplómanám. Þessi ensku bjargvættur JCI hreyfingarinnar og hlaupagarpur hefur hún látið svo sannarlega látið finna fyrir sér.
Elizes Liaise - Viðtakandi landsforseti.
Það var til happs að Viktor Ómarsson kynntist Elizes sinni á Evrópuþingi 2011 og flutti hana til Íslands frá Kuala Lumpur. Hún stofnaði alþjóðlegt félag í Reykjavík sem var fullgilt í apríl 2013 og kom af stað nýjum spennandi verkefnum sem ekki hafa sést áður í JCI hreyfingunni á Íslandi. Þessi rólyndis kona og drifkraftur fannst lítið mál að taka sér frí í Háskóla Íslands með á þessu ferli stóð, núna æfir hún Íslenskuna af miklum móð og hefur haldið ræðu á Íslensku. Kristín Guðmundsdóttir
Bls. 39
Myndir frá Land
Falleg náttúra nálægt þingstað
Strandverðir á leið í þemapartý
Erum að „starta nýju trendi“ - að ghosta!
Senatorar - Viktor sá nýjasti í hópnum
JCI Esja Bls. 40
Kalli
Elizes
Þingfundarstörf
dsþingi JCI 2014
Þingfundastörf
Siggi landsforseti og Steven Wilson varaheimsforseti
Harpa
Löggurnar í JCI Reykjavík International
Tryggvi
Eugen leiðbeinandi
Bls. 41
Huxað upphátt! Gunnar Jónatansson er senator í JCI. Hann var landsforseti árið 2000, umsjónarmaður þjálfunar í Evrópu og öflugur félagi. Gunnar stofnaði IBT á Íslandi árið 2005 og er framkvæmdastjóri þess og aðalþjálfari. IBT er alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í yfir 30 löndum um allan heim. Við höfðum samband við Gunnar og báðum hann um að rifja upp veru sína í JCI. Ein af mínum bestu ákvörðunum fyrir rúmum 20 árum var að ganga til liðs við JC hreyfinguna. Það var reyndar svo góð ákvörðun að ég lét ekki duga að ganga einu sinni inn, heldur gerði ég það í tvígang. Ástæða þess er jú að ein af minum lakari ákvörðunum í den var að ganga út, fara í fýlu og segja skilið við félagskapinn. Það kostaði mig tæp tvö ár og jafnvel sæti í heimsstjórn JCI! Meira um það síðar. Í þá daga var talað um JC sem skóla og ég tók það nokkuð alvarlega. Maður sótti hvert námskeiðið á fætur öðru sem hefur augljósa tengingu við skólalíkinguna en síðan lærði maður líka eitt og annað með því að vera virkur í starfinu. Þar féll ég einu sinni. Fallið leiddi til þess að ég hætti eins og áður segir. Það hafa margir fallið í JC skólanum í gegnum tíðina. Og ekki vil ég meina að allir sem ganga til liðs við félagsskapinn og hætta hafi þar með fallið. Alls ekki því þetta nám er ekki fyrir alla. En maður hefur séð ótalmarga einstaklinga koma inn, njóta sín, láta til sín taka en gefast síðan auðveldlega upp þegar á móti hefur blásið. Þeir féllu í JC skólanum finnst mér. Ég byrjaði minn JC feril af krafti. Svo miklum krafti að ég var kosinn félagi ársins fyrsta árið og svo miklum krafti að ég var beðinn að íhuga stjórnarkjör. Þá var ég alveg glænýr og kunni í raun ekki neitt í því sem JC svo vel hefur kennt manni í mannlegum samskiptum. Þess vegna rakst maður utan í, eitthvað kom uppá og maður steig til hliðar, fór í fýlu. Ég kenndi öðrum um þá ákvörðun þá. Þá tók mig tæp tvö ár að taka ábyrgð á henni sjálfur. Átta mig á að enginn tapaði meira á þessu fýlukasti en ég sjálfur, og ég kom til baka. Var vel tekið á ný og fyrir það er ég þakklátur. Í kjölfarið kom ákaflega gott tímabil þar sem maður lærði að víkka sjóndeildarhringinn og JC var sannarlega sá skóli sem bjó mig undir þær miklu breytingar sem urðu í mínu lífi. Kannski var JC skólinn orsökin eða hvatinn. Ég skipti algerlega um starfsvettvang. Fór úr eigin rekstri verktakafyrirtækis yfir í stjórnun húsnæðisfélagsins Búseta og síðar í rekstur á eigin ráðgjafa- og námskeiðsfyrirtækis, IBT á Íslandi. Því fyrirtæki hef ég sinnt frá stofnun árið 2005. IBT er alþjóðlegt fyrirtæki sem ég kynntist þremur árum eftir að JC ferlinum lauk. Hverning kynntist ég IBT? Jú, JCI bauð upp á námskeið með Kerry Gleeson, stofnanda IBT. Ég mætti og ég heillaðist af efnistökunum og stofnaði IBT á Íslandi. Árin 12 í JC voru góð. Maður gerði mörg mistök. Lærði sem betur fer fljótt af sumum en heldur seint af öðrum, eins og gengur. Maður fékk tækifæri til að sinna mörgum embættum
Bls. 42
og var landsforseti eitt af þeim síðustu. Tveimur árum síðar bankaði fjörtíu ára afmælið uppá með skilaboðunum skýru: Þinn tími er liðinn! Líklega hefði maður getað stigið stærri skref á alþjóðavettvangi ef maður hefði nýtt tímann betur, hver veit. Eftir landsforsetaárið var ég formaður nefndar er fór með fræðslumál fyrir JCI Evrópu. Þá var maður kominn á þröskuldinn að klífa eitt þrep til, í heimsstjórn en árin voru búin! Mín skilaboð til þeirra er þetta lesa sem JCI félagar í dag: Sækið fram í auðmýkt. Ekki reyna að breyta félagsskapnum í grundavallaratriðum meira en eðlilegur tíðarandi gefur tilefni til. Leggið út frá einkunnarorðunum sem eru undirstaða alls starfsins. Er hægt að hugsa sér meiri metnað í friðarumleitun en; „að bræðralag manna sé þjóðarstolti æðra” Er hægt að hugsa sér meiri sanngirni en; „að lög skuli ráða fremur en menn”. Sú var tíðin að mér fannst einkunnarorðin hallærisleg og þótti afleitt að halda þeim á lofti. Ef ég væri að kynna JCI í dag, þá myndi ég „selja” félagsskapinn á þessum grundvallarorðum. Það er vart hægt að hugsa sér öflugir einstaklinga en þá er læra að temja sér boðskap einkunnarorðanna. Svo mörg voru þau orð.
Gunnar Jónatansson
Life Begins at the End of
Your Comfort Zone
Stigið út fyrir þægindahringinn
JCI Norðurland bauð félögum til Akureyrar helgina 12. - 14. september. Þema helgarinnar var „Stigið út fyrir þægindahringinn“ og fyrsta skrefið í þá átt voru leiklistaræfingar með Telmu leiklistarkennara en farið var í þær á föstudeginum. Á laugardaginn héldu Tryggvi Freyr Elínarson og Viktor Ómarsson námskeið um áhrif þægindahringsins á líf okkar. Þátttakendur voru látnir fara í bæinn og vekja á sér athygli með óvenjulegum hætti, vegfarendum til mikillar furðu en þetta var hluti af verklegum æfingum til þess að sýna fram á áhrif þess að vekja athygli á sér.
Skriflegar æfingar
Um kvöldið var farið út að borða á Bryggjunni og svo var skundað á Pósthúsbarinn þar sem við höfðum staðinn út af fyrir okkur í byrjun kvöldins. Byrjað var á „Lip sync“ keppni þar sem félagar sýndu ótrúleg tilþrif bæði í „söng“ og dans og dómnefnd átti í mestu erfiðleikum með að finna sigurvegara, en hann var þó fundinn á hávísindalegan máta. Skemmst er frá því að segja að félagar úr JCI Norðurlandi voru í efstu þremur sætunum. Nokkrir galvaskir félagar mættu á sunnudag á leiklistaræfingar hjá Telmu sem hristi fólk úr ólíkum félögum saman og kynnti JCI fyrir nýju fólki. Við þökkum JCI Norðurlandi fyrir óvenjulega en stórskemmtilega helgi sem fékk alla til þess að hugsa út fyrir kassann. Kristín Guðmundsdóttir
Dansað úti á götu
Bls. 43
Public speaking II Debating competition
A debating competition was held in the JCI house where Katya Shults and Lyuba Kharitonova competed. The topic was: It is proposed that Iceland sets quota for tourists. Both of them held exellent speeches and there were 1057 points given in the whole. But there can only be one winner, and that was Katya. Kristín Guðmundsdóttir
Lyuba to the left, Katya to the right
The lights that tell time
Lyuba and Katya with their trainers, Arna and Viktor
Bls. 44
Nýjar stjórnir Kosningatímabilið er gengið í garð. Í JCI förum við eftir reglunni „One year to lead“ sem þýðir að þú færð aðeins eitt ár í hverju embætti. Það er til þess að tryggja að sem flestir fái tækifæri á að spreyta sig. Á landsþingi er ný landsstjórn kosin. Fljótlega eftir landsþing fara svo aðildarfélögin að halda sína kjörfundi. Þegar þetta er ritað hafa fjögur af fimm aðildarfélögum haldið sína kjörfundi og myndað nýja stjórn. JCI Reykjavík International mun halda sinn kjörfund í desember.
JCI Norðurland
Stjórn 2015: Rebekka Hrafntinna Níelsdóttir - forseti Björgólfur Jóhannesson (Bubbi) - ritari Sólveig Kristín Björgólfsdóttir - gjaldkeri Þuríður Jóna Steinsdóttir (Þura) - varaforseti alþjóða- og höfuðborgarsviðs Þórir Leó Pétursson (Doddi) - varaforseti einstaklingssviðs Þórður Páll Jónínuson - varaforseti samfélagssviðs Svava Arnardóttir er fráfarandi forseti
JCI Lind
Frá vinstri: Svava, Doddi, Þura, Þórður, Rebekka og Bubbi. Á myndina vantar Sólveigu.
Stjórn 2015: Hafþór Húni Guðmundsson - forseti Ólafur Garðar Halldórsson - gjaldkeri Sandra Tryggvadóttir - ritari Hannes Hall - varaforseti Jessica Devergnies-Wastraete - varaforseti Sigurvin Bárður Sigurjónsson - varaforseti Sigurður Vilberg Svavarsson er fráfarandi forseti
JCI Reykjavík
Frá vinstri: Húni, Hannes, Ólafur, Sigurður, Sigurvin, Jessica. Á myndina vantar Söndru
Stjórn 2015: Þorkell Pétursson - forseti Bjarni Kristjánsson - gjaldkeri Kristín Lúðvíksdóttir - ritari
Frá vinstri: Bjarni, Kristín, Þorkell
JCI Esja Stjórn 2015: Eyvindur Elí Albertsson - forseti Kjartan Baldursson - gjaldkeri Kjaran Sveinsson - ritari
Frá vinstri: Kjaran, Eyvindur, Kjartan Bls. 45
#whyJCI Derek Reilly’s story
friendly. This is my favourite project to be involved with. Community is the 3rd area and JCI members pride ourselves for being active citizens. Seeing that something needs to be done at a local, national or international level and doing something about it. We work with the 3 sectors of society (Civil, Business and Government) to find sustainable change. We also highlight this in Ireland with the Active Citizenship Week (first week in September). This year Ireland’s Taoiseach (Prime Minister) launched it for us. The second time I’ve had the support from him for JCI. We unite to impact. I was at a BNI meeting in Bunratty Castle hotel (spring 2011) when Julia Foerster told me a little bit about JCI. I think the hook for me was when I found out that past members include John F Kennedy, Bill Gates, Kofi Annan and Al Gore to name just a few of the famous JCI alumni. There had to be a connection. JFK famously said “Harvard gave me an education, Junior Chamber gave me an education for life”. Louise Walsh (JCI Ireland National President 2011) and Mark Kelly (JCI Ireland National President 2010) helped me set up JCI Mayo. We have gone on to be an award winning JCI branch ever since. JCI has 4 main areas of opportunity. Individual, Community, Business and International and what I find is that people join for one main reason but get do much more out of all four. Under individual I’ve become a qualified JCI Trainer and this has helped me become a better trainer with my work. I’ve run projects like JCI Ireland National Convention 2012 with Deborah Mc Andrew and others being part of a great team. I’ve learned how to debate and represented Ireland and won! Also because of JCI I’ve met some fantastic people who have become great friends and especially my girlfriend Keira Keogh all because she came to a meeting I was presenting at. I’ve attended Leadership Academy’s in Ireland, Europe and Japan, meeting future leaders from all over the world. Creating connecting. Let JCI be your next step. The business area of opportunity covers business skills training at a local, national and international. Networking with business owners, employees and entrepreneurs from around the world. I always say you never know what door will open next. In JCI Ireland we run the Friendly Business Awards and I love the project. Meeting businesses from around the country making a difference by being excellent at what they do whole also being
Bls. 46
Finally is the International area. I was attracted to JCI because of business but international is what I get the most excitement from. From attending JCI Scotland National Conference, JCI UK training days, European Conference where thousands of JCI members meet up, learn new skills and grew together to World Congress. With JCI I have gotten to meet Prince Albert of Monaco, the President of Malta and other dignitaries. Working with my fellow National Presidents such as Kate Senter from JCI UK, Lesley Fowlerfrom JCI Scotland, David McKenna from JCI Australia, Gordon Borg from Malta has created friends for life. Also because I am a trainer, I get invited to train around Europe and I’m just back from JCI Latvia National Convention after being asked by President Ira Raciņa. Once you go to an international event in JCI, you never look back. Remaining this year I am attending the JCI UK National Convention in early November and the the JCI World Congress in Leipzig at the end of November. This is where thousands of like minded individuals will be under one roof and the energy is electric. Remember, any JCI member can attend. I’m going to stop now, I could write a book on what I have gained from JCI. It’s so hard trying to explain what we do as an organisation sometimes but it will be what you want it to be. If it’s social, personal development, career advancement, international travel or community involvement JCI is for you. My advice would be visit a meeting locally, if there isn’t one JCI will help you form your own JCI like we did in Mayo. One commonality between all JCI members is that they say “I wish I had known about JCI sooner”. Don’t delay. If I can be of any help please contact me and thank you for reading my story about #whyJCI Derek Reilly
Sögunefnd JCI JCI á Íslandi á rúmlega 50 ára glæsilega sögu. Ég heimsótti aðsetur Sögunefndar JCI í Súðarvogi þar sem þær Guðrún Oktavía Halldórsdóttir áður JC Nes, Sigríður Jóna Friðriksdtóttir áður JC Vík/JCI Mosfellsbær og Rannveig Sigurðardóttir áður JC Húnabyggð/JC Kópavogur hafa lagt undir sig skrifstofur og skápapláss hjá Skatti og Bókahaldi í Súðarvogi. Þær hittast þar á þriðjudögum og fara í gegnum skjöl og myndir úr sögu JCI sem voru áður í geymslu í Hellusundi og sem hafa leynst í geymslum og skúmaskotum JCI félaga á öllum aldri. Þær hafa meðal annars verið duglegar við að setja inn myndir á Facebook síðuna “JC félagar - JCI í dag;-)” Þeir sem eiga efni sem þeir telja að gagnist þeim eru hvattir til að setja sig í samband við þær.
Ragnar F Valsson
Leynist efni, gömul skjöl eða myndir hjá þér? Sendu póst á sigga@sb.is
Fyrir ofan og til vinstri: Af nógu er að taka! Til hægri: Allt tilbúið fyrir þjóðskjalasafnið Fyrir neðan: Stelpurnar í sögunefndinni á fullu að flokka
Á næstu síðum eru ýmsar skemmtilegar myndir sem safnað hefur verið, bæði sem stelpurnar hafa skannað inn og sem senatorar og fyrrum félagar hafa komið yfir á rafrænt form og komið til sögunefndarinnar.
Bls. 47
Bls. 48
Bls. 49
Bls. 50
Bls. 51
EMT 2014 JCI Reykjavík hélt alþjóðlega ráðstefnu í Reykjavík í lok maí sl. sem bar yfirskriftina EMT 2014.
Fjöldi erlendra gesta frá 8 löndum 70 erlendir gestir mættu frá 8 löndum og áttu nokkra góða daga saman. Meira en helmingur gestanna tók einnig þátt í fyrirráðstefnuferð sem skipulögð var um Suðurlandið og Snæfells- nesið og nokkrir til viðbótar kusu að ferðast á eigin vegum fyrir eða eftir ráðstefnuna. Alls voru það því um 2/3 hlutar ráðstefnugesta sem nutu gestrisni og gæða landsins, fyrir utan það sem boðið var upp á á ráðstefnunni sjálfri. Ráðstefnan hófst óformlega að kvöldi uppstigningardags, 29. maí, þegar meðlimir JCI Reykjavíkur auk landsforseta buðu ráðstefnugestum heim í mat. Öllum hópnum var skipt upp í tólf hópa og allir fengu að vita að þeir væru á leiðinni í einhver tiltekin heimkynni norrænna ása og ásynja. Hver gestgjafi hafði nefnilega fengið úthlutað nafni á húsakynni sín úr norrænu goðafræðinni, sem var rauði þráðurinn í hinum ýmsu þáttum við útfærslu ráðstefnunnar. Fyrirráðstefnuferðin, sem var þrískipt svo að fleiri gætu tekið þátt, bar t.a.m. heiti með beinum tilvísunum í persónur og heima goðafræðinnar. Setningarhátíð í Iðnó Föstudagurinn 30. maí var aðalráðstefnudagurinn. Um morguninn fór fram setningarhátíð í Iðnó þar sem Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar var heiðursgestur. Allir forsetar aðildarfélaganna stigu í pontu, sögðu nokkur vel valin orð og færðu heiðursgestinum góðar gjafir og kveðjur frá sínum eigin heimaborgum. Að því loknu var svo móttaka og hádegisverður á efri hæðinni.
Bls. 52
Grein birt upphaflega í 4. tbl september 2014 Eco vs. Ego Eftir hádegi var unnið að þema ráðstefnunnar, „Eco vs. Ego“, sem tengdist þróun ferðamannaiðnaðarins á Íslandi. Sér í lagi þá hvort Ísland væri tilbúið fyrir allan þennan fjölda ferðamanna og hvort Íslendingar sem gestgjafar gætu sett kröfur á erlenda gesti án þess að skerða gæði þjónustu og upplifunar. Hvort og hvernig hægt væri að hvetja til og stuðla að umhverfisábyrgri ferðamennsku á jákvæðan hátt. Þetta málefni var nálgast með nokkrum aðferðum. Fyrst ber að nefna að aðildarfélögin fengu heimaverkefni sem krafðist þess að þau kynntu sér vinsæla ferðamannastaði í sínum eigin heimalöndum og hvernig þar væri staðið að málum. Í öðru lagi fékk stór hluti ráðstefnugesta tækifæri til að sjá með eigin augum við hvað er að etja hér á landi með þátttöku í fyrirráðstefnuferðinni. Síðast en ekki síst fékk JCI Reykjavík frábæra fyrirlesara til að tala um málefnið frá mismunandi sjónarhornum á ráðstefnudeginum sjálfum áður en ráðstefnugestir helltu sér út í hópavinnu til að ræða málefnið sín á milli. Það voru þeir Daði Guðjónsson frá Íslandsstofu, sem fjallaði um markaðssetningu á Íslandi erlendis og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sem fjallaði um náttúruvernd og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir náttúrunni, bæði hennar sjálfrar vegna sem og
mikilvægis hennar í þeirri ákvörðun sem ferðamenn taka þegar þeir ákveða að heimsækja Ísland. Þessi þáttur ráðstefnunnar heppnaðist gríðarlega vel og kom margt forvitnilegt og áhugavert út úr þemavinnunni . Glöggt er gests augað, eins og sagt er, og það var virkilega gaman að fá innlegg erlendu gestanna okkar inn í þetta brennandi málefni sem hvílir á íslensku þjóðinni um þessar mundir.
GAP partý Að formlegheitum og þemavinnu lokinni var kominn tími til að hrista aðeins upp í fólki og létta andrúmsloftið. Þetta kvöld var hið svokallaða GAP partý haldið, eða „Get Acquainted Party“. Það er þekkt fyrir að vera einn skemmtilegasti dagskrárliðurinn á ráðstefnunni. Þá klæðir fólk sig upp í búninga og undirbýr skemmtiatriði. GAP þemað þetta árið var „Supernatural“ eða „Yfirnáttúrulegt“. Fólk lagði svo bara út úr því eins og það kaus. Þarna var því m.a. grænt fólk í heilbúningum að dansa við lagið „Thriller“, ofurhetjur í bardaga um flottustu stelpuna, frægt fólk í fótboltatreyjum með Rammstein undirtóni, hollenskar ofurskvísur, norskir englar og djöflar og Reykjavíkin klæddi sig upp sem æsir og ásynjur. Stemningin var mjög lífleg og það var heilmikið stuð á fólki, sem entist fram eftir nóttu hjá þeim allra hörðustu. Þá höfðu ýmis
búninga- og fylgihlutaskipti átt sér stað, jafnvel óháð dæmigerðri kynjaímynd og líkamsstærð. Sumir tóku svo með sér dótið í bæinn og drógu að sér skemmtilega athygli.
The Amazing Race Reykjavík Á laugardagsmorguninn var þátttakendum skellt í „The Amazing Race Reykjavík“. Mætingin var mjög góð, sérstaklega m.t.t. stuðsins sem var á fólki kvöldið áður. Fólk þeyttist upp í Hallgrímskirkjuturn, niður að Alþingi, út að Landnámssetrinu, upp á Arnarhól og allir enduðu svo í fiskisúpu í Munnhörpunni. Eftir hádegið var fólki sleppt lausu á Hátíð hafsins sem var í gangi þessa helgina og meira en þriðjungur hópsins fór í hvalaskoðun þar sem bæði hvalir og lundar létu sjá sig. Um kvöldið var þríréttaður viðhafnarkvöldverður í Iðusölum. Þangað mættu allir í sínu fínasta pússi, þar fóru fram verðlaunaafhendingar fyrir hina ýmsu dagskrárliði og að sjálfsögðu voru fluttar nokkrar ræður. Gestir sátu á níu borðum, sem hvert bar heiti eins hinna níu heima úr norrænu goðafræðinni, að sjálfsögðu. Að loknu borðhaldi var haldið niður á neðri hæðina og slegið upp í dansleik. Þegar klukkan sló tvö voru einhverjir farnir, en enn var líf í þónokkrum sem færðu sig yfir á Lavabar sem var nánast við hliðina á Iðusölum. Þar var tjúttað eitthvað áfram áður en þreyttir fætur báru fólk heim á leið á Hótel Holt. Lokapunkturinn yfir i-ið Sunnudagurinn rann upp með brosum, minningabrotum og gliti í auga hjá
þeim sem ekki höfðu þurft að taka flug eldsnemma um morguninn. Einhverjir ætluðu að vera eina nótt í viðbót og höfðu skráð sig í Bláalónsferð sem var aukaliður á ráðstefnudagskránni. Þar bauðst kærkomin afslöppun í notalegu vatninu eftir nokkuð stífa en ánægjulega ráðstefnudaga. Eitt tækifæri gafst enn til að njóta samvista við þá sem ekki voru enn lagðir af stað heim, en hópurinn sem eftir var fór saman út að borða á sunnudagskvöldinu. Þar tókst sumum að strika síðustu atriðin út af listanum sínum yfir forvitnilega hluti sem hægt væri að gera á Íslandi, þ.e. að borða hval og hreindýr. Matseðillinn á Grillmarkaðnum setti akkúrat rétta lokapunktinn yfir i-ið og ekki var annað að sjá en að fólk brosti hringinn eftir þessa daga á Íslandi.
Það var sönn ánægja að halda þessa glæsilegu ráðstefnu hér á Íslandi og fá svona góða þátttöku heima fyrir. Það sýndi vinum okkar í EMT samstarfinu hvað samheldnin er sterk og andinn góður í JCI hér á Íslandi. Innilegar þakkir fyrir þátttökuna í EMT 2014. Heiða Dögg Jónsdóttir Ráðstefnustjóri EMT 2014
Í hnotskurn
We all fell a little bit in love with Iceland Þessi ráðstefna var allt sem við í JCI Reykjavík hefðum getað vonast til og meira. Það gekk allt upp, fólk naut sín og það að sjá og heyra hversu ánægt fólk var voru svo sannarlega ánægjuleg laun eftir þá miklu vinnu sem fór í undirbúninginn. Það var unaðslegt að heyra orð eins ræðumannsins á galakvöldinu, „I think we all fell a little bit in love with Iceland“. Betri umsögn var ekki hægt að fá. EMT 2015 verður haldið í Mannheim, Þýskalandi, um hvítasunnuhelgina á næsta ári. Þjóðverjarnir eru höfðingjar heim að sækja, svo það er sannarlega tilhlökkunarefni að halda til Mannheim að vetri liðnum. Félagar í JCI Reykjavík og velunnarar EMT, skrifið því þessa tímasetningu hjá ykkur ekki síðar en strax!
EMT stendur fyrir „The European Multi Twinning“ og er heitið á vinafélagasamstarfi nokkurra aðildarfélaga JCI í Evrópu. JCI Reykjavík hefur tekið þátt í samstarfinu síðan árið 2011 og var formlega tekið inn í félagsskapinn árið 2013. Aðildarfélögin eru: • JCI Alphen aan den Rijn, Hollandi • JCI Fingal, Írlandi • JCI Hasselt, Belgíu • JCI Lappeenranta, Finnlandi • JCI Mannheim-Ludwigshafen, Þýskalandi • JCI Villefranche, Frakklandi • JCI Ørsta-Volda, Noregi • JCI Edinburgh, Skotlandi (til reynslu) • JCI Engadin, Sviss (til reynslu) Fleiri aðildarfélög á Íslandi eru í „Twinning“ samstarfi, t.a.m. er JCI Esja með sterk tengsl við Frankfurt í Þýskalandi.
Bls. 53
Minningar frá Rio de Janero sumarið 2014
Á dögunum hélt ég kynningu í Hellusundinu um dvöl mína í Brasilíu í sumar, þar sem ég lærði m.a. portúgölsku í málaskóla og fylgdist með HM í fótbolta. Megintengingin sem ég sá við JCI var við markmiðasetningu, persónulega uppbyggingu (e. personal development) og að stíga út fyrir þægindarammann eins og það er kallað. Eftir á að hyggja var ég kannski frekar að stíga inn fyrir þægindarammann, því þetta voru meðal bestu vikna lífs míns og ég naut einmuna veðurblíðu flesta daga, kynntist mörgu frábæru fólki og lærði helling í einu skemmtilegasta tungumáli heims. Brasilíudvölin átti sér í raun margra ára aðdraganda, því ég ákvað að ég ætlaði að vera í Brasilíu þegar HM færi þar fram um leið og tilkynnt var fyrir nokkrum árum að þar skyldi keppnin haldin. Á menntaskólanum langaði mig mikið að fara þangað sem skiptinemi, en guggnaði á því á endanum. Að skipuleggja þetta ævintýri var töluvert púsluspil, m.a. með tilliti til vinnu hér heima og vegna kostnaðar. Í janúar fór ég á fund yfirmanns míns og óskaði eftir leyfi í upp undir þrjá mánuði til þess að láta þennan gamla draum rætast. Ég átti allt eins von á hann segði nei og hafði hugsað mér að segja upp starfinu ef svo færi, þannig að ég gæti samt farið. Mér til nokkurrar undrunar samþykkti hann um leið og sagðist styðja mig heilshugar í þessum áætlunum. Því næst bókaði ég flug og skólann ásamt gistingu og hálfu fæði hjá brasilískri fjölskyldu í Rio de Janeiro. Áður en ég fór út þekkti ég engan í landinu og vissi svo sem ekki mikið hvað biði mín annað en það sem ég hafði lesið á netinu og heyrt frá fólki um menningu og fleira. Á flugvellinum í Rio tók liðþjálfi úr brasilíska hernum á móti mér og keyrði mig á heimili sitt (og mitt tímabundið), sem er á afgirtu svæði skammt frá Copacabana strönd. Gæsla var við svæðið allan sólarhringinn og ekki hægt að komast þar inn nema að verðirnir á vaktinni hleyptu manni inn. Nokkrum sinnum voru verðir á vakt vantrúaðir á að ég, útlendingurinn, byggi á heimili liðþjálfans, það hlyti að vera einhver misskilningur hjá mér. Minisstæðast var þegar ég kom að hliðinu milli þrjú og fjögur aðfararnótt laugardags, aðeins búinn að fá mér í tána og sagði vörðunum á bjagaðri portúgölsku að ég væri að fara á heimili liðþjálfans. Þeir voru mjög tortryggnir, en mér lá nokkuð á því að ég hafði ekki borgað leigubílinn (hann tók ekki við kortum) og
Bls. 54
beðið bílstjórann að bíða eftir að ég sækti peninga í íbúðina. Á endanum samþykktu þeir að ég færi inn á svæðið, en einn vörðurinn skyldi fylgja mér heim að dyrum. Þegar ég tók upp húslykilinn og ætlaði inn, stoppaði vörðurinn mig og ákvað að vekja liðþjálfann, sem var lítt hrifinn af að vera vakinn um miðja nótt og skammaði þennan samstarfsmann sinn fyrir óþarfa tortryggni í minn garð. Fjölskyldan var frábær og tók á móti mér eins og ég væri týndi sonurinn að snúa heim. Ég aðlagaðist staðnum furðu fljótt þótt fyrstu 3-4 vikurnar hafi tekið á, því þá var ég ekki farinn að geta talað mikið á portúgölsku og enskukunnátta staðarbúa var talsvert minni en ég hafði ímyndað mér. Brasilíumenn eru almennt mjög opnir, ófeimnir og skrafhreifnir. Þar af leiðandi er auðveldara fyrir útlendinga að kynnast fólki og aðlagast þannig samfélaginu en víðast hvar annars staðar í heiminum. Næturlífið er síðan kafli út af fyir sig, líklega það líflegasta og besta í heimi. Eitt af því sem kom mér á óvart var hversu mikið ég lærði í málinu á ekki lengri tíma, ég fann greinilegar framfarir milli vikna. En ég ætla að láta staðar numið hér. Fyrir áhugasama hélt ég úti bloggi á meðan ég var úti, sem finna má á slóðinni: riobrazil2014.com Guðmundur F. Magnússon
Myndir frá dvöl Guðmundar í Brasilíu
Bls. 55
JCI Alumni
JCI félagar hafa markað spor í söguna á þeim 99 árum sem samtökin hafa starfað. Leonardo Di Caprio og Anthony Hopkins hafa meðal annars leikið JCI félaga. Hér að neðan hluti þeirra sem hafa á einum tíma eða öðrum verið félagar í JCI. Allt er þetta fólk sem ég væri til í að hitta. Með einni undantekningu. Ragnar F Valsson
ALBERT II ALBERT “AL” GORE ÁRNI R. ÁRNASON BONG-JOO LEE CHARLES LINDBERGH GERALD R. FORD GUNNAR HÓLMSTEINN HENRI KONAN BEDIE HOWARD HUGHES HUGO BANZER SUAREZ JACQUES CHIRAC JOHN F KENNEDY JOHN WANE CACY JR. JOSEPH ESTRADA KAYE LANI RAE RAFKO-WILSON KEIZO OBUCHI KIM SANTOS KOFI ANNAN LARRY HOLMES MONG-JOON JEONG POUL SCHLÜTER REIJIRO HATTORI RICHARD M. NIXON ROBERT F KENNEDY SHUI-BIAN CHEN STEINGRIMUR HERMANNSSON THOMAS S. MONAGHAN VIGDÍS HAUKSDÓTTIR WALTER MONDALE WILLIAM J. “BILL” CLINTON YOSHIRO MORI
Bls. 56
Prince of Monaco JR. Varaforseti Bandaríkjanna Alþingismaður Maraþonhlaupari og Ólympíu silfurmaður Fyrstur til að fljúga yfir Atlantshaf Forseti Bandaríkjanna Fyrrum framkvændasjóri CLARA Forseti Fílabeinsstrandarinnar Frumkvöðull í flugi, kvikmyndagerðamaður o.fl. Forseti Bolivíu Forseti Frakklands Forseti Bandaríkjanna „Killer Clown” Fjöldamorðingi Forseti Filipseyja Ungfrú BNA Forsætisráðherra Japan Ungfrú Heimur Aðalritari Sameinuðu þjóðanna Hnefaleikari Varaforseti FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) Forsætisráðherra Danmerkur Forstjóri Hattori Seiko Bandaríkjaforseti Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Forseti Taiwan; Forsætisráðherra Íslands Forstjóri Dominos Pizza Alþingismaður Varaforseti Bandaríkjanna Forseti Bandaríkjanna; Forsætisráðherra Japan
Creating global change begins with one dedicated active citizen Grein birt upphaflega í 4. tbl september 2014 Lyuba Kharitonova, félagi í JCI Reykjavík International tók þátt í Mælskukeppni einstaklinga nú sl. vor og sigraði þá keppni. Á Evrópuþingi JCI sem haldið var á Möltu í júní sl. keppti hún því fyrir hönd Íslands í Public Speaking Championship. Lyuba flutti ræðuna sína að fyrir gesti á sameiginlegum félagsfundi nú í byrjun ágúst og fannst mér ræðan svo heillandi að ég mátti til með að fá leyfi til að birta hana og deila með ykkur. (Ræðan er á ensku). Guðlaug Birna Björnsdóttir
Creating global change begins with one dedicated active citizen. Growing up, I liked memorizing powerful quotes from wise people, back then just for the sake of training my memory to be honest, and not for the wisdom they contained. I cited them endlessly to myself while collecting plums in my grandparents’ garden, walking in the golden wheat fields by their village or spending time by the green pond, with only frogs to make me an audience. And like the happy memories of my countryside childhood summers in Soviet Russia, some of those quotes are still with me: ‘Be the Change you want to see in the world’ by Gandhi. ‘Never doubt that a small group of thoughtful, committed citizens can change the world; indeed, it’s the only thing that ever has’ by Margaret Mead.
Back then, all I wanted was to be good. And as I haven’t heard of Mother Teresa or Martin Luther King yet, I wanted to be good like Lenin. And while my personal role-models might have changed slightly in the past twenty years, I’ve learned something from reading about Lenin in those books all the children in Soviet Russia had to read. And that is persistence accomplishes things. I’ve proven it to myself countless times, like I am sure you’ve done too, but here is a recent example from my life. I’ve just run Boston Marathon, which is a bit of an achievement in the runner’s world. So I am still basking in the satisfaction of having accomplished that. But the truth is just a few years back, I wasn’t a runner. And I didn’t even enjoy running. I did it sparingly to stay fit and healthy, but jumped on any opportunity to cancel – bad weather, lack of time, another important task to complete. It changed for me drastically, however, when I discovered a purpose in running competitions. It gradually became my goal to run a race, and I did, and once I’d complete a distance, I would double it for my next challenge. Once I had that purpose in mind, all I had to do was to show up for a practice and to keep running. The weather wasn’t an issue anymore and I pushed my daily agenda around to make time for running. And I’ve showed up for a practice repeatedly, and persistence has made me a runner, and a good one at that. “Change is inevitable, growth is optional”– another famous quote. We bring change everywhere we go, and the most change
we bring to places we go the most often to. And you have to understand, I don’t mean physical places here. Think about your own hobbies, your passion, things you work on tirelessly, forgetting yourself. Think of how those things have changed over the past few months or years, just because you kept coming back to them. And so like constant dripping of water wears away a stone, persistence accomplishes things. And that’s my first message to you. And I believe that it’s persistence in doing good that leads to change in the world. I also believe that we all change the world, either by a little or a whole bunch. Just think of how the world would be if you were not born at all – your family without your laughter, your siblings without your inspiration, your friends without your support, your partner without your love and everyone else without the lessons you’ve intentionally or accidentally taught them. You made a little dent on the universe, by making people around you happier or wiser, or both; you’ve changed something. But often, when we think about global change and who’s there among the seven billion of us to lead it, we think of the likes of Bill Gates and Hilary Clinton. We think that there are some chosen people, with special skills and extra brain cells, destined to leave a bigger dent, make the real change happen. And while there is a certain degree of humbleness in this thinking, there is also a certain degree frh. á næstu síðu..
Bls. 57
of denial. We take responsibility for action off us, like a precious, but heavy coat, hiding behind those few who keep marching into the future with a simple acceptance of ‘if not me, who then?’. And that’s my second message today: we are all here to change the world, we just need to increase the intensity. To summarize, the global change begins with one dedicated citizen, like yourself, who takes responsibility for improving things, instead of hoping that others will, and choses to do the right thing over and over again, tirelessly making his dent more significant. Just recently, I’ve had an honor of organizing a TED conference in Reykjavik with a bunch of amazing people. One of the speakers was a courageous young woman, who talked about
depression. She had to share her personal journey with the audience, acknowledge she was depressed and once suicidal so she could draw attention to depression generally being a taboo in the society, which isolates people affected by it and prevents them from accepting it as an illness and reaching out for professional help. She dedicated past few years to fighting against stereotypical views on depression, so it can be added into the same list of illnesses that we freely talk about, like headache or broken leg.
nationwide. And things have slowly started changing. And while it’s still a rarity to see a selfie from a psychiatrist’s office, there are movements and projects around depression in Iceland now.
She has been saved from a suicide attempt, and now she is on a mission to save other people, - depressed, ashamed of it, unable to get help, seeing the only salvation in death.
And, you know what, sometimes we all do, and for the world to get better we just need to keep doing it.
Working alone, delivering passionate, touching talks, like the one at TED, in many places around Iceland, she has drawn attention to depression
I’ve set a trend at my workplace for a healthier and more active life stile. My TED friend has started a revolution that will have huge implications for people affected by depression. The person next to you also did something great for the common good.
So persist! And keep doing it and see how big your dent will get. As if not you, who then?
OUR MISSION To provide development opportunities that empower young people to create positive change OUR VISION To be the leading global network of young active citizens
“If you were born without wings, do nothing to prevent them from growing.”
- Coco Chanel
Bls. 58
Partnerships As an international non-governmental organization (NGO) with active participation in the UN system, JCI’s international partners include big names in global development, capacity building and international cooperation. Our partnerships are based in mutual goals and a synergy with the JCI Mission and Values, creating the maximum impact to support the local work our members do every day. Partner: United Nations
Focus: UN Millennium Development Goals (UN MDGs) JCI has officially partnered with the UN since 1954. Through the years, these relationships have expanded to include various branches in the UN system as the two organizations collaborate to magnify their collective impact. In 2003, JCI committed to advancing the UN Millennium Development Goals, a set of time-bound targets for poverty, hunger, disease, illiteracy, environmental degradation and discrimination against women. JCI members organize thousands of projects every year committed to advancing the goals and using the UN MDGs as a framework. At JCI’s many Leadership Summits, held in collaboration with the UN, delegates join with representatives from key partners to focus on a current issue and seek workable solutions for members to enact locally. Read more about the 2009 JCI Leadership Summit.
Partner: United Nations Global Compact
Focus: Corporate Sustainability The United Nations Global Compact is a call to companies everywhere to voluntarily align their operations and strategies with ten universally-accepted principles in the areas of human rights, labour, environment and anti-corruption, and to take action in support of UN goals. Launched in 2000, it is the world’s largest corporate sustainability initiative, with over 10,000 signatories in 145 countries, and Local Networks in over 100 countries. JCI partners with the UN Global Compact to educate small- and medium-sized enterprises on how to be responsible and profitable in a competitive global market.
Partner: International Chamber of Commerce-World Chambers Federation (ICC-WCF)
Focus: Global Economic Progress The ICC is the voice of world business championing the global economy as a force for economic growth. Through our partnership with the ICC-WCF, JCI Local Organizations collaborate with local chambers of commerce to collaborate on projects to advance global economic progress and encourage entrepreneurship.
Partner: UN Foundation
Focus: Combating Malaria with JCI Nothing But Nets Malaria is the leading killer of children in Africa, but this deadly disease can be prevented with the use of insecticide-treated bed nets. Through JCI Nothing But Nets, a campaign in partnership with the UN Foundation’s Nothing But Nets initiative, JCI members raise funds for the purchase and distribution of insecticide-treated nets and educate communities on their proper use.
Partner: UNESCO
Focus: Youth Capacity Building Since 1996, JCI has contributed to achieving UNESCO’s goal of promoting cooperation among its 193 Member States and 6 Associate Members in the fields of education, science, culture and communication. JCI Local and National Organizations collaborate with UNESCO in many ways, including participating in the NGO International Conference and theme-specific collective and regional consultations.
Partner: Pan American Health Organization (PAHO)
Focus: Child Health JCI has worked with the Pan American Health Organization (PAHO) since 1994 to implement cooperation agreements focusing on children in JCI’s Latin American National Organizations. Enjoying international recognition as part of the United Nations system, PAHO serves as the Regional Office for the Americas of the World Health Organization. PAHO supports JCI National Organizations in Latin America to implement projects related to MDG 4: reduce child mortality. Tekið af heimasíðu JCI International, jci.cc Bls. 59
Bls. 60
Bls. 61
Bls. 62
Bls. 63
Bls. 64