1. bekkur Skipulag skólastarfs Nemendum í 1. bekk er kennt í einum hópi í opnu kennslurými. Umsjónarkennarar eru þrír. Aðaláherslan er lögð á lestrarkennslu og lestrarfærni. Í Seljaskóla er unnið eftir aðferðum „Byrjendalæsis‟ þar sem unnið er með tal, hlustun, lestur og ritun í einni heild ásamt því að sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði eru tengd inn í ferlið. Í stærðfræði hafa námsmarkmiðin verið sett inn í Mentor og geta foreldrar fylgst þar með framgangi námsins. Samfélagsfræði, náttúrufræði og trúarbragðafræði eru samþætt lestrar- og íslenskukennslu undir vinnuaðferðum Byrjendalæsis. Aðrar námsgreinar eru upplýsingamennt, íþróttir, sund, heimilisfræði,enska, táknmál,hönnun og smíði, textílmennt, myndmennt og tónmennt. Textílmennt er kennd eftir áramót og myndmennt fyrir áramót. Nemendur eru í ensku, tónmennt og íþróttum allan veturinn. Upplýsingamennt, heimilisfræði, táknmál, hönnun og smíði er kennt í 6 vikna lotum, tvo tíma á viku. Kennsla hefst í 1. bekk kl. 8:30 á morgnana og lýkur kl. 13:50. Á föstudögum líkur kennslu kl. 13:10. Frímínútur eru í 20 mínútur milli 2. og 3. stundar og 10 mínútur milli 4. og 5. stundar ásamt 30 mínútum milli 6. og 7. stundar. Nemendur fá u.þ.b. 10 mínútur af kennslutíma fyrir stuttan nestistíma milli kl. 9.0010.00 á morgnana. Mælst er til þess að nemendur hafi með sér ávexti eða grænmeti og komi með brúsa fyrir vatn. Slíkur millibiti á að nægja þar sem nemendur borða hádegismat í mötuneyti kl.11:20. Heimavinna Heimavinna fer heim einu sinni í viku, á föstudögum, en skilast á miðvikudegi í vikunni á eftir. Upplýsingar um heimavinnu eru einnig settar inn í Mentor. Nemendur lesa heima á hverjum degi Heimavinnan í 1. bekk byggir á aðstoð foreldra/forráðamanna. Mjög mikilvægt er að heimavinnu sé vel sinnt heimafyrir. Kannanir hafa sýnt fram á að ef foreldrar sinna heimavinnu vel og sýna náminu áhuga, þá hefur það áhrif á námsárangur barnanna. Lestur alla daga vikunnar. Verkefni í Byrjendalæsi Verkefni í stærðfræði.
Íslenska Í aðalnámskrá grunnskóla er námsgreinin íslenska skipulögð sem heildstæð námsgrein auk þess sem þjálfun í íslensku er felld inn í allar námsgreinar í grunnskóla. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -1-
Stuðst er við Byrjendalæsi í kennslu. Byrjendalæsi byggir á samvirkum kennsluaðferðum. Um er að ræða heildstæða móðurmálskennslu sem fléttar saman, lestur, ritun, málfræði, tal og hlustun. Unnið er með gæðatexta sem er lesinn og orðaforði nemenda styrktur með umræðum um hann. Fundið er lykilorð úr textanum og það notað til að skoða orðmyndun, letur, hljóðkerfisvitund, skrift, ritun og fleira. Orðaforði út textanum sem lesinn hefur verið, lykilorðið og ný orð sem hafa orðið til við vinnu með það eru nýtt áfram til umskráningar og endurtekins lesturs. Ritunarvinna byggir á orðaforða þess texta sem upphaflega var unnið með. Unnið er með lestrarkennsluna í lotum og skiptist vinna nemenda í fjóra þætti: sýnikennslu, þátttöku nemenda, virkni þeirra með stuðningi og sjálfstæð vinnubrögð. Notaðar eru margvíslegar kennsluaðferðir til að gera kennsluna skilvirka og fjölbreytta. Með því aukast líkurnar á því að kennarinn mæti þörfum allrra nemenda. Lestur og bókmenntir Markmið : Að nemendur: þekki alla stafi og hljóð þeirra hafi góða hljóðkerfisvitund hafi góðan hugtakaskilning nái einkunninni 3 á hraðlestrarprófi að vori. skilji það sem hann les. Ritun Skrift Markmið : Að nemendur: dragi rétt til stafs. hafi bil á milli orða. láti stafi sitja rétt á línu. hafi hlutfall stórra og lítilla stafa rétt. Ritun Markmið : Að nemandi hafi rétt orðabil í texta, gefi sögur nafn eða ritverki titil og hefji málsgrein á stórum staf og endi á punkti. Leiðir að markmiðum Kennt er eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis. Námsgögn Valdar sögur, ljóð og fræðsluefni í samræmi við hugmyndafræði Byrjendalæsis. Námsmat Gefin er einkunn í hraðlestri reglulega yfir skólaárið. Stafakannanir. Umsögn fyrir aðra þætti.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -2-
Stærðfræði Markmið (þrep 1 og 2 í Mentor) Að nemendur: geti flokkað eftir einkennum/eiginleikum kunni að skrá talnaröðina upp í 100 þekki formin: hringur, þríhyrningur, ferningur og rétthyrningur geti lagt saman einingar þar sem útkoman er minna en 10 kunni táknin = < > og hvað í þeim felst kunni að skrá upplýsingar í töflu og súlurit geti lesið úr súluriti geti lagt saman tugi þekki hugtökin oddatala og slétt tala og hvað í þeim felst kunni að leggja saman yfir tug kunni að draga frá þar sem útkoman er undir 10 þekki heilu tímana á klukku geti haldið áfram með mynstur og einfaldar talnarunur geti notað talnalínu sem hjálpartæki við frádrátt/samlagningu átti sig á plúsheitum talna upp í 10 getur speglað einfalda flatarmynd um speglunarás Leiðir að markmiðum Kennsla fer fram í hópum með innlögn, umræðum, sýnidæmum, lausnaleit og hlutbundinni kennslu. Notast er við fjölbreytt kennslugöng s.s. kennslubækur, kennslupeninga, kubba, talnagrindur, spegla, reglustikur / málbönd og vasareikna til að ná settum markmiðum. Ennfremur er stærðfræðin samþætt öðrum námsgreinum. Námsefni Sproti 1a og 1b. Nemendabók og æfingahefti. Viltu reyna – gul og rauð. Ýmis ljósrituð hefti og forrit. Námsmat Kannanir og próf í janúar og maí.. Lokaeinkunn er gefin á skalanum 1-10.
Samfélagsgreinar Samfélagsfræði Markmið Að nemendur: átti sig á að þeir tilheyra íslensku samfélagi og þjálfist í félagslegum samskiptum kynnist völdum atriðum úr sögu lands og þjóðar átti sig á og þjálfist í notkun á tímahugtökum s.s. vikudögum, mánuðum og árstíðum geti raðað atburðum í tímaröð Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -3-
Leiðir að markmiðum Samþætt lestrarnámi/íslenskukennslu. Unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis. Þemaverkefni út frá markmiðum Aðalnámskrár. Námsgögn Ekki verður stuðst við ákveðnar kennslubækur heldur unnið með opinn og skapandi efnivið með áherslu á samþættingu námsgreina. Námsmat Leiðsagnarmat er notað þar sem vinna nemenda í tímum er metin. Sjálfsmat. Ekki er gefin einkunn eða umsögn fyrir þennan áfanga.
Náttúrufræði og umhverfismennt Markmið Að nemendur: þekki algengustu húsdýrin á Íslandi þjálfist í að nota hugtök yfir sjáanlega líkamshluta ræði um hollustu matar m.a. með tilliti til tannverndar ræði um afleiðingar árstíðabreytinga í nánasta umhverfi þekki undirstöður lífsins: vatn, loft, ljós og jörð Leiðir að markmiðum Samþætt lestrarnámi/íslenskukennslu. Unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis. Þemaverkefni út frá markmiðum Aðalnámskrár. Námsgögn Íslensk húsdýr - Myndspjaldabók Ýmsar bækur úr Komdu og skoðaðu flokknum. Námsmat Leiðsagnarmat er notað þar sem vinna nemenda í tímum er metin. Sjálfsmat Ekki er gefin einkunn eða umsögn fyrir þennan áfanga.
Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Markmið Að nemendur kynnist frásögnum af fæðingu Jesú og þekki tilefni páskanna fáist við siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu og merkingu orðanna rétt og rangt, mitt og þitt og fyrirgefningu
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -4-
Leiðir að markmiðum Samþætt lestrarnámi/íslenskukennslu. Unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis. Þemaverkefni út frá markmiðum Aðalnámskrár. Viðfangsefni Nemendur læra t.d. að meta lífríkið, vináttu, fyrirgefningu og setja sig í spor annarra. Nemendur læra einföld jólalög og kynnast sögunum af fæðingu og dauða Jesú. Í jólamánuðinum er farið í heimsókn í Seljakirkju. Námsgögn Undrið - Myndspjaldaflettibók, eftir Iðunni Steinsdóttur, Sigurð Pálsson og Ragnheiði Gestsdóttur. Námsmat Leiðsagnarmat er notað þar sem vinna nemenda í tímum er metin. Ekki er gefin einkunn eða umsögn fyrir þennan áfanga.
Upplýsinga- og tæknimennt Tölvunotkun Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að:
kynnast tölvunni, umgengni við hana og helstu ílags- og frálagstækjum skilja hvernig við færum tölvumúsina, hvað bendill er og hvernig hann breytist kunna að ræsa forrit og loka þeim læra á teikniforrit s.s. að nota bursta, blýant, form nota kennsluforrit er hæfa aldri og getu fara á valda vefi á Netinu. kynnist skólasafni og fái þar reglulega lánaðar bækur þekkja bókasafn í sínu hverfi
Leiðir að markmiðum Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Kennsla í upplýsingamennt og tölvunotkun er f.f. sýnikennsla og verklegar æfingar. Námsgögn tölvur ýmis kennsluforrit við hæfi nemenda t.d. o Leikver og Litla litabókin til að þjálfa færni með mús o teikniforritin Paint, og Kidpix vefskoðari og valdar vefsíður
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -5-
Námsmat Leiðsagnarmat þar sem kennari metur verkefni nemenda, vinnusemi og færni. Lokamat er í formi umsagnar.
Hönnun og smíði Markmið Að nemendur læri að þekkja verkfærin og geri sér grein fyrir hættum sem leynast í smíðastofunni læri að ganga snyrtilega um verkfæri og áhöld og geti sópað smíðastofuna fái þjálfun í að pússa hluti úr krossviði og mdf fái þjálfun í að skreyta hluti með viðeigandi litum/málningu temji sér vinnusemi og frumkvæði temji sér vandvirkni leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Leiðir að markmiðum Í 1. bekk eru lögð fyrir nokkur einföld verkefni þar sem nemendur fá að pússa, líma, bora (með hjálp kennara) og skreyta. Þó svo að verkefnin séu einföld eru þau þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á útlit þess og gert þau að sínum. Verkefnið er útskýrt fyrir allan hópinn en að öðru leyti er einstaklingskennsla. Námsgögn Sandpappír, litir, lím og borvél (með aðstoð kennara). Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er gefið í formi umsagnar.
Listgreinar Myndmennt Markmið Að nemendur fái útrás fyrir tjáningarþörf sína og tengi viðfangsefnin við nánasta umhverfi og hugarheim sinn.
vinni myndræna frásögn úr nánasta umhverfi, upplifunum og ímyndunum með því að nota á fjölbreytilegan hátt viðeigandi efni, verkfæri og tækni s.s. teiknun, málun,mótun, klippimyndir og þrykk Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -6-
þekki frumlitina og geri einfaldar litablöndur þekki hugtakið kaldir litir þekki samfellt munstur skilji mikilvægi þess að ganga frá verkefnum, efnum og áhöldum
Leiðir að markmiðum Bein kennsla, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar og einstaklingskennsla. Áhersla er á fjölbreytt vinnubrögð við myndfrásögnina og að nemandinn fái að kynnast ýmsum tegundum efna og áhalda. Námsgögn Blýantar, strokleður, ýmsar tegundir lita, leir, lím, pappír, skæri og fleira. Myndmennt I og II og fleiri bækur. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er í formi umsagnar.
Textílmennt Markmið Að nemendur:
þjálfist í að mæla einn faðm og klippa þjálfist í auðveldum vefnaði saumi þræðispor þjálfist í að teikna í tengslum við textílverkefni kynnist hugtökum og heitum sem tengjast viðfangsefnum fái innsýn í hvernig textílverk verður til á einfaldan hátt
Leiðir að markmiðum Bein kennsla, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar og einstaklingskennsla. Textílnám felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem færniþættina: sköpun, túlkun og tjáningu annarsvegar og skynjun, greiningu og mat hinsvegar. Með þessari flokkun er leitast við að tryggja það að þjálfaðir séu allir þættir greinarinnar en þeir eru: Færni, þekking og skilningur. Námsgögn Garn, javi, strigi, taulitir, nálar, skæri og fleiri verkfæri tengd greininni. Ýmsar handbækur. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er gefið í formi umsagnar.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -7-
Tónmennt Söngurinn er meðfæddur hæfileiki mannsins sem þarf að rækta. Fjölbreytni í lagavali og fjölbreytt vinna með lögin er grundvöllur þess að söngurinn sé börnunum sá gleðigjafi sem hann á að vera og að þau rækti með sér þá hugsun að söngur sé eðlilegur hluti af skólalífinu sem sjálfsagt sé að taka þátt í. Samvinna, ábyrgð, traust og tillitsemi eru einkunnarorð skólans og með það í huga viljum við stuðla að:
vellíðan nemenda og styrkri sjálfsmynd efla sköpunarmátt þeirra og hugmyndaauðgi efla vinnugleði og gagnkvæma virðingu kenna góð samskipti og umgengni
Markmið Að nemendur: syngi í hóp fjölbreytt lög og þulur. flytji einfalt tón og hrynmynstur eftir heyrn. leiki á einfalt skólahljóðfæri bæði hryn og lagrænt þjálfist í að kanna hljóðheiminn, rannsaka flokka og velja og hafa stjórn á hljóðum frá mismunandi hljóðgjöfum þjálfi taktskyn með púls, einföldu hrynmynstri og áherslu í gegnum hreyfingu. vinni markvisst með tónlistarhugtök s.s veikt/sterkt, háir tónar /djúpir tónar, hratt/hægt, bjart/dimmt hlusti á og sýni viðbrögð við fjölbreyttri tónlist og hljóðum úr umhverfinu útfrá notkun efnisþátta eins og tónstyrks,hraða, púls, tónblæs og forms geti hlustað á, greint á milli og talað um mismunandi hljóð útfrá frumþáttum tónlistar Leiðir að markmiðum Söngur í hóp, leikir og æfingar sem efla hópmeðvitund og þjálfar taktskyn, hlustun, sköpun og samspil. Námsgögn Tónmennt, forskólinn, töfrakassinn, hring eftir hring, það var lagið ofl. Námsmat Frammistaða í tímum, viðmót, virkni, vinnusemi og samvinnuhæfni. Lokamat er í formi umsagnar.
Heimilisfræði Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -8-
Markmið Að nemendur: kynnst því að til eru bæði hollar og óhollar fæðutegundir kynnst einföldum eldhúsáhöldum og þekkir dl.-mál, msk og tsk fengið verklega þjálfun við einfalda matargerð, uppþvott og frágang lært og getur þvegið sér rétt um hendur fengið fyrstu kynni af því hvernig bæta má umhverfið lært borðsiði og að taka tillit til annarra Leiðir að markmiðum Nemendur vinna einföld verkefni sem tengjast matargerð, hreinlæti, frágangi í eldhúsi, samvinnu og samskiptum. Námsgögn Heimilisfræði fyrir byrjendur eftir Birnu G. Ástvaldsdóttur og Guðrúnu S. Guðmundsdóttur. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu. Lokamat er í formi umsagnar.
Íþróttir – líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur: þjálfist í fín –og grófhreyfingum taki staðlað hreyfiþroskapróf taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, stöðvahring, boltaleiki sem og aðra leiki. Námsgögn Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar Námsmat Símat þar sem metin er virkni í tímum. Lokamat er í formi umsagnar
Sund Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur -9-
Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Seljaskóli fær aðgang að sundlaug Ölduselsskóla eftir kl. 14 á daginn og eru námskeiðin því skipulögð eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmið Að nemendur: þjálfist í grunnhreyfingum í vatni öðlist öryggistilfinningu í vatni nái tökum á bringusundsfótatökum við bakka með eða án hjálpartækja fljóti á baki eða bringu með eða án hjálpartækja læri almennar umgengnisreglur í baðklefa fari eftir fyrirmælum 1. markmiðsstig: Að nemendur geti:
staðið í botni, andað að sér og andlit fært í kaf og andað frá sér. Endurtekið 10x flotið á bringu eða baki með eða án hjálpartækja gengið með andlit í kafi 2,5 metra eða lengra gert bringusundsfótatök við bakka með eða án hjálpartækja
Leiðir að markmiðum Markmiðum er náð aðallega í gegn um leiki og með æfingum inn á milli, með eða án hjálpartækja. Sundið er í námskeiðsformi ½ námskeið að hausti og ½ að vori. Námsgögn Kútar, flár, dýnur og hlutir til að kafa eftir. Námsmat: Í lok námsskeiðs er prófað í 1. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "1. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 1. bekkur - 10 -