Námsáætlun í ensku í 8. bekk Vorönn 2009
Markmið í enskunáminu eru samkvæmt skólanámskrá. Lesskilningur. Nemendur lesa ýmis konar texta og stuttar skáldsögur og leysa verkefni þeim tengdum. Dæmi um námsgögn: Matrix, Go for it, More True Stories, Very short stories, Dagblöð/tímarít, efni af veraldarvefnum og valin skáldsaga. Hlustun. Nemendur hlusta á samtöl úr daglegu lífi, hlusta á tónlist og stuttar sögur oghorfa á myndskeið án texta. Dæmi um námsgögn: Listening Tasks , Loud and Clear, Elementary Task Listening, Skyjack, Window on Britain. Tónlist úr ýmsum áttum, þættir og kvikmyndir. Ritun. Nemendur þýða stíla yfir á ensku. Skrifa stuttar lýsingar/sögur úr daglegu lífi: A day in my life, My family, My future o.s.frv. Vinna ýmis konar stafsetningaræfingar með eyðufyllingum Skrifa Book Report um skáldsögu. Skrifa Movie critic um bíómynd. Talað mál. Kennari mun nota ensku sem mest í tímum, t.d. við fyrirmæli og er ætlast til þess að nemendur reyni að æfa notkun málsins sem mest í kennslustundum. Ýmis konar samskiptaleikir notaðir til að virkja nemendur í töluðu máli og hlutverkaleikir notaðir til að æfa ákveðinn orðaforða. Kynningar nemenda á hópverkefnum fara fram á ensku.
Málfræði. Nemendur fá hefti með völdum málfræðiverkefnum: Óreglulegar sagnir, tíðir sagna, forsetningar, persónufornöfn, stigbreyting lýsingarorða, o.s.frv. Nemendur fá að fara í tölvustofu af og til og vinna í gangvirkum málfræðiverkefnum.
Námsmat Lokaeinkunn verður reiknuð á eftirfarandi hátt: Annarpróf 40% Skyndipróf 20% Vinnubók
10%
Book Report 10% Tímavinna
10%
Hópavinna 10%