Tungumálaver, sími: 5887509, www.tungumalaver.reykjavik.is
Fréttir úr Tungumálaveri
2. tölublað febrúar2013
Teaching a subject through a foreign language, not in a foreign language (skilgreining á CLIL)
Pólskan í Tungumálaveri Einu sinni á ári er gerð könnun meðal foreldra pólskra barna. Ein slík var gerð í lok haustmisseris. Þátt tóku 45% foreldra barna í staðnámi og um 60% foreldra barna í netnámi. Um 70% telja að börn þeirra hafi áhuga á pólskunáminu, að viðfangsefnin séu áhugavekjandi og að börn þeirra lesi bækur á pólsku. Talsvert er til af barna- og unglingabókum í Tungumálaveri og á opinberum bókasöfnum. Ákveðin þemu tengjast bóklestri og heimsóknum á bókasöfn og nemendur skrifa um bækur sem þeir lesa á Wężyk książkowy (bókaormar.khi.is). Um 80% foreldra hrósa kennaranum, Anna Krzanowska. Þeim finnst mjög mikilvægt að börn þeirra eigi kost á námi í pólsku í grunnskólanum. 18% telja að börnin þurfi meiri hjálp við heimanám. Þegar foreldrar hafa óskað eftir aðstoð við netnám hefur Anna brugðist við því og boðað nemendur og foreldra í Tungumálaver eða farið í heimsókn í skólann. Mikilvægt er að muna að nemendur hafa aðgang að kennara í síma og tölvupósti á skólatíma.
Hvað er CLIL? CLIL: Content and Language Integrated Learning. ‘CLIL er aðferð þar sem erlenda tungumálið er notað sem tæki til að læra annað fag og þar sem jöfn áhersla er lögð tungumál og fag. Mikilvægt er að báðar greinar vegi jafnt hvað varðar markið, innihald og mat. Tungumálið er inntak miðilsins. Kjarni CLIL felst í eftirfarandi: „Teaching a subject through a foreign language, not in a foreign language“. Í CLIL kennslustund eru allir færniþættir samtvinnaðir. Hlustun: er oft notuð sem innlögn, t.d. í fyrirlestri eða með efni greinarinnar af hljóð- eða myndbandi. Lestur: greinabundið, merkingarbært efni tengt faginu er höfuðuppspretta efnis og hugtaka til að moða úr. Tal: árhersla er lögð á eðlilegt flæði máls í samskiptum og miðlun efnis. Ritun: fjölbreyttar æfingar með orðaforða og málnotkun og þar er málfræðin er í stöðugri endurvinnslu. CLIL nemendur eru að læra tungumálið. Í sömu kennslustund læra þeir hugtök og inntak fagsins og tungumálið sem þeir þurfa á að halda til að geta lesið, skilið, talað og skrifað um efnið með tungutaki fagsins. Greinin ræður vali á hugtökum og ákvarðar áherslur í málnotkun.
Merkisdagar og viðburðir Valentines Day Trivia Valentínusardagur heitir á sænsku Alla hjärtans dag. Fastelavn i gamle dage 4 klassiske lege til fastelavn Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is
Hvis jeg står Hvis jeg står alene i sneen blir det klart at jeg er et ur hvordan skulle evigheden ellers finde rundt Inger Christensen
Norsk - svensk filmvecka verður í Norræna húsinu 25. febrúar — 1. mars. Nemendur geta valið um tvær sýningar, klukkan 15:00 og 17:00.
Film i sprogundervisningen Idéer på Dansktorvet og Svensktorvet. Klik på linken! Berättelser i film, på TV och på nätet Dansk Svensk Norden Norden i bio Kortfilm Reklamer Filmarkivet