Lyngรกs Dagheimili fyrir fรถtluรฐ bรถrn og ungmenni.
Lyngás
Lyngás var opnað árið 1961. Í Lyngási er dagþjónusta fyrir þrjá aldurshópa. 1–6 ára, 16–20 ára og 20–30 ára. Einstaklingar sem koma í Lyngás eru 28. Opnunartími er alla virka daga frá 8.00–16.30
Starfsemi
Í Lyngási er veitt einstaklingsmiðuð þjónusta þar sem áherslan er á eftirfarandi þætti: Andleg og líkamleg vellíðan. Félags og tómstundarstarf. Viðhalda og auka færni.
Stundaskrá
Hver einstaklingur hefur sína stundaskrá sem inniheldur meðal annars: Þjálfun, hópastarf, sjúkraþjálfun, tómstundatilboð/ virknitilboð, sund og fleira. Einstaklingar sem sækja þjónustu í Lyngási fara í sund á Æfingarstöðinni við Háaleitisbraut, í Endurhæfingu í Kópavogi og almenningslaugar.
Virðing Traust Sveigjanleiki
Gildi 1. Að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. 2. Að auka og viðhalda færni. 3. Að hafa hæft starfsfólk með sérþekkingu.
Lyngás
Safamýri 5 108 Reykjavík Sími: 553-8228 lyngas@styrktarfelag.is
Ás styrktarfélag | Skipholti 50c | 105 Reykjavík | Sími: 354-414-0500 | styrktarfelag.is