Ársskýrsla 2011

Page 1

Ársskýrsla 2011

www.asbru.is


[ Efnisyfirlit ]

[ Ávarp stjórnarformanns ] Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með starfinu á Ásbrú undanfarið ár. Þrátt fyrir þrönga stöðu hefur verið haldið áfram að byggja upp þetta framsækna samfélag menntunar og atvinnulífs. Kraftur þess er hvetjandi hverjum þeim sem að kemur og áhugi frumkvöðlanna, sem hér starfa, er grípandi. Nokkur verkefni standa upp úr þegar horft er yfir árið 2011. Þar eru helst verkefni á kjarnasviðum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar; heilsu og tækni, þar sem áhugaverðir áfangar náðust.

Ársskýrsla 2011: Ávarp stjórnarformanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Ávarp framkvæmdastjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Stjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Rekstur og afkoma. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Afbragðsfyrirtæki Creditinfo. . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Mannauður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Skipulag félagsins. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Starfsemi ársins. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Sala og leiga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Útleiga í Frumkvöðlasetrinu Eldey. . . . . . . . . . . . . . 10 Framkvæmdir og skipulag. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Kaldastríðssafn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Gagnaver. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Frumkvöðlastarfsemi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Markaðsmál. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Stefnumótun og þróun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Heilsuþorp. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Keilir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Menningarhúsið Andrews. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Stærsta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar. . . . . 21 Ársreikningur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Skýrsla stjórnenda og staðfesting ársreiknings . . . . 24 Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Reikningsskilaaðferðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32

Frá því að Verne Global keypti byggingar af Þróunarfélaginu hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers á Ásbrú. Verkefnið verður nú þegar, við upphaf fyrsta áfanga þess, að langstærsta gagnaveri á Íslandi. Starfsemi Verne býr til nýjan kaupanda að grænni orku á Íslandi og þetta skref markar upphaf að nýjum iðnaði. Þann lærdóm má draga af uppbyggingu gagnaversins að þolinmæði og þrautseigja séu mikilvægir þættir þegar byggja á upp nýjan iðnað. Samhliða þeim lærdómi má velta fyrir sér hvort fjögur ár séu óeðlilegur tími við þróun og uppbyggingu á slíkum verkefnum. Undirritaður telur svo ekki vera. Í upphafi árs 2011 voru undirritaðir samningar um uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu á Ásbrú. Þetta verkefni á að verða eitt hið stærsta sinnar tegundar og vakti mikla athygli bæði hér innan lands og utan. Eftir því sem leið á árið kom í ljós þörf á endurskoðun verkefnisins. Aðstæður þróuðust ekki með þeim hætti sem eigendur gerðu ráð fyrir. Má að miklu leyti rekja það til breyttra aðstæðna á þeim mörkuðum sem horft var til sem ásamt öðru leiddi til þess að áætlanir rekstraraðila verkefnisins gengu ekki eftir. Uppbygging á nýjum iðnaði er flókin. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og verkefnin unnin í rökréttum skrefum. Þegar við bætist að þessi nýi iðnaður snýst um heilsu fólks er enn meiri þörf á því að fara varlega. Það er þó ljóst að Ísland hefur upp á mikið að bjóða í heilsutengdri ferðaþjónustu og því er ekki spurning um hvort heldur aðeins hvenær þeim hugmyndum sem hér er um að ræða verður hrundið í framkvæmd. Sá ánægjulegi atburður gerðist vorið 2011 að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og dótturfélag sambandsins, Heklan ─ Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, ákváðu að setjast að á Ásbrú. Þetta eru öflugir samstarfsaðilar sem styrkja uppbygginguna á Ásbrú á margan hátt. Samstarf Þróunarfélagsins og Heklunnar við uppbyggingu á Frumkvöðlasetrinu Eldey hefur gengið vel og verið báðum félögum til sóma. Á Ásbrú eru í dag yfir 80 fyrirtæki og stofnanir og hjá þeim starfa um 500 manns. Sýnir það mikilvægi starfseminnar á svæðinu. Hér er á hverjum tíma fjöldi verkefna í gangi og er sérstök ástæða til að nefna uppbyggingu kaldastríðssafns sem Þróunarfélagið stendur á bak við. Þetta verkefni, sem er unnið í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar þess efnis, mun opna dyr fyrir komandi kynslóðir inn í heimsmynd sem er óðum að hverfa. Eitt af meginmarkmiðum Þróunarfélagsins er að laða að Ásbrú fólk með ólíkan bakgrunn og fólk sem getur byggt upp fjölbreytt og sterkt samfélag, með tilliti til atvinnu, menntunar, reynslu og annarra þátta. Uppbyggingin á Ásbrú er stórt verkefni sem er reist á markvissri stefnu hvað varðar atvinnu, menntun og rannsóknir. Sú sýn sem Þróunarfélagið hefur á uppbyggingu Ásbrúar mun vonandi halda áfram að auka drifkraft og efla áhuga á uppbyggingu til framtíðar og aðkomu öflugra og drífandi einstaklinga og fyrirtækja. Nú er bjartara fram undan á Ásbrú en nokkur síðustu ár. Fyrirtæki hafa verið að flytja starfsemi sína á svæðið, m.a. vegna tengsla við þá starfsemi sem þar er fyrir og þá menntun sem þar er veitt. Þá hefur öflugt kynningarstarf félagsins erlendis leitt til fjölmargra fyrirspurna sem vonandi leiða til frekari starfsemi á svæðinu. Undirritaður þakkar starfsmönnum Þróunarfélagsins fyrir afar vel unnin störf og er á engan hallað þótt framkvæmdastjórinn Kjartan Eiríksson sé nefndur sérstaklega. Ég vil einnig þakka stjórnarmönnum Þróunarfélagsins fyrir góð störf á árinu og starfsfólki fjármálaráðuneytisins fyrir gott samstarf.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kt. 701006-0970 ­| Skógarbraut 946 | 235 Reykjanesbær

[2]

Hönnun og prentvinnsla: Skissa – auglýsingastofa Ljósmyndir: Víkurfréttir, Oddgeir Karlsson, Olgeir Andrésson o.fl.

[3]


[ Ávarp framkvæmdastjóra ]

[ Stjórn ]

Samfélagið á Ásbrú er ólíkt öðrum hverfum Reykjanesbæjar. Uppbygging og samsetning þess er svipuð nemendagörðum eins og á Bifröst og Akureyri auk margra erlendra fyrirmynda. Með tilkomu Ásbrúar eignaðist Reykjanesbær sína eigin nemendagarða og komst um leið í hóp helstu skólabæja landsins. Einkenni nemendagarða er mikið gegnumstreymi fólks. Markmiðið, þegar horft er til lengri tíma, er að þetta breytist og að á Ásbrú festi hluti þeirra fjölskyldna og einstaklingar, sem búa hér á meðan námi stendur, rætur til lengri tíma.

Aðalstjórn Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Annað einkenni nemendagarða er að íbúarnir eru að miklu leyti ungt fólk sem er mjög jákvætt fyrir framtíð Reykjanesbæjar og Suðurnesja í heild. Það sem helst veikir landsbyggðina, brottflutningur ungs fólks, styrkir byggðina hér þar sem ungt fólk streymir til okkar. Þessi þétti hópur ungs fólks veldur öðru vísi aldurssamsetningu en sést í öðrum byggðakjörnum á Suðurnesjum og mun því skera sig úr í tölfræðilegum samanburði. Samfélögin á Bifröst, Hvanneyri og í Borgarnesi eru gerólík en þó öll í Borgarfirði. Það mun ávallt gefa skekkta mynd að bera saman tölfræði nemendagarða við hefðbundin íbúðarhverfi eins og um sambærilegar stærðir sé að ræða. Markmiðið á Ásbrú er að stofna til fjölbreyttra starfa og því mikilvægt að hér hafi aðsetur fjölbreyttur hópur fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Sveitarfélög þurfa að fjárfesta í framtíðinni og reynslan sýnir að þeim stöðum sem fjárfest hafa í menntun og skapað aðstöðu, sem dregið hefur að menntað fólk og fólk sem vill mennta sig, vegnar betur en öðrum. Menntun er ekki aðeins bundin við háskólamenntun heldur á að horfa til þess að auka hæfni fólks á sem fjölbreyttastan hátt. Á undanförnum árum hefur það fjármagn sem Þróunarfélagið hefur aflað með sölu eigna farið í fjárfestingu og rekstur hér á Ásbrú. Þetta eru samtals um 6 milljarðar sem hefur nær öllum verið varið til uppbyggingar á Ásbrú. Þetta fjármagn hefur að miklu leyti skilað sér í vasa launþega hér á Reykjanesi á endanum. Ástæðan er meðal annars sú að rekin hefur verið mjög markviss endurnýtingarstefna hvað varðar byggingarefni sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að eykur gríðarlega vægi vinnuliðar á móti efniskaupum í framkvæmdum. Þessi stefna hefur verið mjög umhverfisvæn þar sem hún kallar á mun minna aðkeypt efni og hefur ekki aðeins sparað fjármagn heldur líka leitt til aukinnar atvinnu. Íbúar Ásbrúar eru langflestir námsmenn sem annars myndu ekki búa á Suðurnesjum. Þeir auka við flóruna í samfélaginu og leggja sterkan grundvöll að framtíðaruppbyggingu með þekkingu sinni. Við eigum að gera okkar besta til að skapa þeim góðar aðstæður í samfélagi okkar, það mun skila sér til framtíðar. Við megum heldur ekki gleyma því að þeir, ásamt þeim fyrirtækjum sem eru komin og eru að vaxa á Ásbrú, eru hluti af samfélagi okkar og auka virði þess í nútíð og framtíð. Þeir versla í búðinni, sækja tónleika og viðburði, nota þjónustu og kaupa vörur. Jafnframt leggja þeir sitt af mörkum til uppbyggingar í umhverfi sínu. Þeir efla þannig samfélagið með veru sinni á Ásbrú . Fyrir Suðurnesjamenn er mikilvægt að láta ekki tímabundna erfiðleika ná tökum á sér. Það er ljóst í mínum huga að þó að Suðurnesin fari nú í gegnum tímabundna erfiðleika eru framtíðartækifærin hvergi meiri en hér. Stór hluti af hagvexti Íslands mun koma héðan á komandi árum. Hér er til staðar nægt landrými, orka og hrein og falleg náttúra. Hér er kraftmikið fólk sem býr yfir víðtækri þekkingu. Þetta svæði og íbúar þess þarf engu að kvíða um framtíðina. Hún er hvergi eins björt á Íslandi.

[4]

Árni Sigfússon

Berglind Kristinsdóttir

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stjórnarformaður

Inga Sólnes

Reynir Ólafsson

Varastjórn: Sveindís Valdimarsdóttir Ásmundur Friðriksson Magnea Guðmundsdóttir Gunnar Marel Eggertsson

[5]


[ Rekstur og afkoma ]

[ Mannauður ]

Kjartan Þór Eiríksson

Anna Steinunn Jónasdóttir

Óli H. Konráðsson

Skrifstofur Þróunarfélagsins

Rekstur og afkoma Þróunarfélagið fær þóknunartekjur úr ríkissjóði á móti útlögðum kostnaði þess við verkefni sem því eru falin samkvæmt þjónustusamningi við fjármálaráðuneytið. Þóknunartekjur félagsins frá ríkissjóði fyrir árið 2011 voru um 753 milljónir króna. Einnig fær félagið tekjur af lóðarleigu á starfssvæði sínu og útleigu húsnæðis.

Óli Örn Eiríksson

Sigurgestur Guðlaugsson

Pálmar Guðmundsson

Atli Geir Júlíusson

Jón Sveinsson

Jón Ástráður Jónsson

Gunnar Einarsson

Ólafur Eyjólfsson

Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 818 milljónum króna. Þar af var launakostnaður um 102 milljónir króna. Starfsmenn voru 11 í árslok 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var um 53 milljónir króna. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður félagsins 50 milljónir króna. Hagnaður ársins eftir skatta nam 50 milljónum króna. Heildareignir félagsins voru bókfærðar á 1.243 milljónir króna. Skuldir félagsins námu 651 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 592 milljónum króna í lok ársins.

Afbragðsfyrirtæki Creditinfo Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var metið í toppflokki þegar Creditinfo vann ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum, sem skráð eru í hlutafélagaskrá, reyndust 244 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. Af þessum 244 fyrirtækjum voru tíu á Suðurnesjum. Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi. Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri, fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi.

Mannauður

Skipulag félagsins Í samræmi við margháttað og víðfeðmt hlutverk félagsins byggir skipulag þess á verkefnatengdu fyrirkomulagi. Umbreyting auðrar varnarstöðvar, sem að öllu leyti var byggð á amerískum stöðlum, yfir í vaxandi íslenskt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, felur í sér ótalmarga þætti sem starfsmenn félagsins þurfa að geta sett sig inn í og unnið úr hratt og vel. Slíkt umhverfi krefst mikils sveigjanleika og ábyrgðar af starfsmönnum sem skýrir það að sex starfsmenn félagsins utan framkvæmdastjóra eru titlaðir verkefnastjórar. Félagið hefur leitast við að halda kjarnastýringu verkefna innan félagsins og útvista jafnmiklu og hagkvæmt þykir. Með þessu móti tekst að fá að borðinu hæfustu sérfræðinga hverju sinni. Á meðal verkefna, sem útvistað er, má nefna lögfræðiþjónustu, verkfræðiþjónustu og ráðgjöf vegna markaðs- og þróunarmála.

Hjá félaginu starfa, auk framkvæmdastjóra og aðstoðarmanns hans, umsjónarmaður fasteigna og sex verkefnastjórar. Þeir vinna þverfaglega í verkefnum. Af þeim starfar einn sem verkefnastjóri yfir framkvæmdum og innkaupum, einn á sviði markaðs- og viðskiptaþróunar, einn á sviði fasteignaþróunar, auk verkefnastjóra á sviði fjármála. Tveir iðnaðarmenn starfa sem umsjónarmenn með fasteignum fyrirtækisins. Samtals voru starfmenn félagsins ellefu í lok árs 2011.

[6]

[7]


Starfsemi รกrsins


[ Starfsemi ársins ] Framkvæmdir og skipulag Byggingarframkvæmdir Á árinu var ráðist í aðkallandi ytra viðhald bygginga til að sporna gegn verðmætarýrnun. Má þar nefna lagfæringar og málun á gluggalistum, þakjárni og veggklæðningum. Jafnframt var farið í að heilmála byggingar ef þörf var á. Var stærsta einstaka verkefnið að mála Háaleitisskóla. Jafnframt var farið í að setja upp varmaskipta í ákveðnum byggingum til þess að fyrirbyggja tjón. Á árinu voru settir varmaskiptar í alls 13 byggingar. Auk viðhalds og fyrirbyggjandi framkvæmda var unnið að endurbótaverkefnum til að auka verðmæta- og nýtingarmöguleika umræddra bygginga. Má þar nefna Skógarbraut 945 er nú er leigð út til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, viðbætur við Bryn Ballet, endurbætur á Skógarbraut 946, endurbætur á eldhúsi í Officeraklúbbi ásamt smærri verkefnum. Á árinu var jafnframt unnið að undirbúningi herminjasafns og í samstarfi við Reykjanesbæ var ráðist í að setja sturtuklefa í Háaleitisskóla. Auk ofangreindra verka var ennfremur ráðist í endurnýjun rafmagns og endurbætur á húsnæði er félagið tók yfir síðari hluta ársins.

Mengunarframkvæmdir Á árinu var unnið áfram að frágangi vegna almennra mengunarrannsókna. Jafnframt var farið í og lokið framkvæmdum við að loka og ganga frá aflögðum urðunarstað við Stafnes í Sandgerðisbæ. Um var að ræða lokun tveggja hauga þar sem annar haugurinn inniheldur ösku úr sorpbrennslustöð Varnarliðsins auk annars óbrennanlegs úrgangs. Hinn haugurinn geymir asbestmengaðan úrgang.

Sala og leiga Í september tók yfirtók Þróunarfélagið eignir, sem höfðu áður verið seldar til félagsins Base ehf., vegna gjaldþrots en afsal hafði ekki farið fram. Af 21 byggingu voru 6 rými í notkun/leigu en einungis þrír leigusamningar voru virkir. Verkefnastjóri var ráðinn tímabundið til að hafa umsjón með yfirtökunni, skipuleggja viðhaldsáætlun og sjá um sölu og leigu á þessum eignum. Sett hefur verið fram endurbótaog viðhaldsáætlun vegna þeirra sem áætlað er að ljúki vorið 2012. Markmið Þróunarfélagsins við yfirtöku þessara eigna var að koma sem flestum eignum í útleigu strax árið 2012 þar sem tekjustraumur af eignum í leigu eykur líkur á sölu. Ákveðið var að leigja út hluta af byggingunum samhliða framkvæmdum. Með þessu fyrirkomulagi hefur tekist að fá tekjur á hluta af byggingunum fyrr en áætlað var.

Patterson-flugvöllur var formlega afhentur Þróunarfélaginu og var ráðist í athugun á svæðinu sem unnin er af Landhelgisgæslu Íslands. Öðrum áfanga í yfirferð og hreinsun landsvæðis suðaustan við Patterson-flugvöll var lokið á árinu og var það verk einnig unnið af Landhelgisgæslu Íslands. Auk þess sem áður var getið var reistur varnargarður til að koma í veg fyrir að sjór nái til hauganna á Stafnesi. Rusl var fjarlægt og umhverfi aflagðrar fjarskiptamiðstöðvar snyrt. Þriðja áfanga í yfirferð og hreinsun landsvæðis suðaustan við Patterson-flugvöll var einnig lokið á árinu. Var það verk ennfremur unnið af Landhelgisgæslu Íslands. Telst verkinu nú lokið og vinnur Landhelgisgæslan að skilaskýrslu um verkið.

Íþróttamannvirki Á Ásbrú hefur verið mótaður 6 holu golfvöllur til notkunar fyrir íbúa svæðisins. Töluverð umferð var um golfvöllinn yfir sumarið. Þá hefur fótboltavöllurinn á Ásbrú tekið stakkaskiptum á síðustu tveimur árum en völlurinn var kominn í mikla órækt eftir brotthvarf varnarliðsins.

Útleiga í Frumkvöðlasetrinu Eldey Rekstrarformi Eldeyjar var breytt á árinu. Samningur var gerður við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) fyrir hönd Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Samkvæmt samningnum sér Heklan um útleigu og samskipti við leigjendur. Í tengslum við þessa breytingu var farið í endurskipulagningu á útleigu í Eldey. Gerður var nýr leigugrunnur þar sem verðskrá var uppfærð og öll verð endurskoðuð. Leigusamningar voru síðan settir upp í samræmi við nýjan leigugrunn. Markmið Þróunarfélagsins og Heklunnar er að fá meira líf í bygginguna og þar með að ná hærra útleiguhlutfalli. Stefnt er á 85 prósent útleiguhlutfall sem ætti að greiða fyrir allan rekstrarkostnað fyrir utan viðhald. Mikil ánægja er með samstarfið sem hefur þegar skilað auknum fjölda leigjenda í Eldey.

Íþróttahúsið á Ásbrú

[ 10 ]

[ 11 ]


[ Starfsemi ársins ] Framkvæmdir við gatnakerfi Framkvæmdir við gatnakerfið á Ásbrú héldu áfram á árinu 2011. Framkvæmdirnar hafa verið þannig að lagður hefur verið kantsteinn beggja vegna gatnanna og síðan torf að kantsteininum öðrum megin og gangstétt hinum megin. Valhallarbrautinni var lokið á árinu auk þess sem Flugvallarbrautinni var lokið frá gatnamótum við Valhallarbraut að gatnamótum við Grænásbraut. Framkvæmdir við gatnakerfið eru á vegum Reykjanesbæjar.

Gagnaver Verne Global opnað formlega við hátíðlega athöfn

Framkvæmdum við hringtorg og undirgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við gatnamót Grænásbrautar og Reykjanesbrautar lauk á árinu. Þessi samgöngutenging er mjög mikilvæg fyrir samfélagið á Ásbrú en nú geta börn jafnt sem fullorðnir gengið eða hjólað öruggir leiðar sinnar undir Reykjanesbrautina til að sækja þá þjónustu sem þeir sækjast eftir í öðrum hverfum Reykjanesbæjar. Framkvæmdir við gatnamótin voru á vegum Reykjanesbæjar og Vegagerðarinnar.

Kaldastríðssafn Á árinu fór fram stefnumótun og áætlanagerð fyrir kaldastríðssafn á Ásbrú í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að setja á fót slíkt safn. Stefán Pálsson sagnfræðingur og Friðþór Eydal, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi varnarliðsins, skiluðu skýrslu um grunnstefnu safnsins í lok maí. Helstu niðurstöður hennar eru á þann veg að Þróunarfélagið setji upp safnið en afhendi það svo Reykjanesbæ til eignar sem muni reka það sem deild innan Byggðasafns Reykjanesbæjar. Í framhaldi var leitað eftir samstarfi við bæjaryfirvöld um slíkt fyrirkomulag. Var því vel tekið og er samkomulag við bæjaryfirvöld í mótun. Á haustmánuðum tók verkefnastjóri Þróunarfélagsins þátt í ráðstefnu sambærilegra safna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, sem haldin var í Riga í Lettlandi, en ljóst er að slík söfn eru nú að ryðja sér til rúms, eftir að tímabil það, sem horft er til, hefur með tímanum orðið fjarlægara og auðveldara til umfjöllunar. Í byrjun vetrar var svo gerður samningur við Sigrúnu Kristjánsdóttur safnfræðing um að starfa sem faglegur ráðgjafi við verkefnið. Sigrún skipar faghóp safnsins, ásamt verkefnastjóra Þróunarfélagsins, Stefáni Pálssyni, Friðþóri Eydal og fulltrúum Reykjanesbæjar, Valgerði Guðmundsdóttur menningarfulltrúa og Sigrúnu Ástu Jónsdóttur, forstöðumanns Byggðasafns Reykjanesbæjar. Herþota sem verður hluti Kaldastríðssafns á Ásbrú

Gagnaver Snemma árs 2008 seldi Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar stórar byggingar til fyrirtækisins Verne Global. Frá þeirri stundu hefur Verne unnið markvisst að uppbyggingu á alþjóðlegu gagnaveri á Ásbrú sem selur þjónustu sína stórum fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er stærsta gagnaversverkefnið á Íslandi. Með uppbyggingu Verne verður til nýr kaupandi að grænni orku og hún er upphafið að nýjum iðnaði hér á landi. Með uppsetningu á gagnaveri Verne verða til ýmis tækifæri fyrir fyrirtæki, sem nýta sér þjónustu gagnavera, til að koma sér fyrir nálægt gagnaverinu á Ásbrú. Allar tengingar eru nú með besta móti, bæði með tilliti til rafmagns og gagnatenginga. Um haustið 2011 komu fyrstu áfangar gagnaversins til landsins með skipum frá Bretlandi og var skipað upp í Helguvík. Þessar einingar koma frá Breska fyrirtækinu Colt Technologies. Fyrsti viðskiptavinur Verne er bandaríska fyrirtækið Datapipe sem starfar bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Datapipe er með aðsetur í New Jersey í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þjónustar stór fyrirtæki í fjármálaog lyfjageiranum og er með meira en 1500 viðskiptavini í sex gagnaverum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur veitt Datapipe viðurkenningu vegna umhverfisstefnu þess. Forstjóri Datapipe, Robb Allen, segir að Verne gefi fyrirtækinu kost á því að halda áfram forystu í umhverfismálum. Í áformum Verne er stefnt að markvissri stækkun og að árið 2017 verði gagnaverið fullbúið í fjórum byggingum. Þegar rekstur verður kominn á fullan skrið er reiknað með að 100 störf verði innan gagnaversins. Þar til viðbótar er gert ráð fyrir um 100 stöðugildum við áframhaldandi uppbyggingu gagnaversins á næstu sjö árum. Samkvæmt úttekt KPMG á umfangi uppbyggingarinnar má því búast við að um 158 störf skapist til viðbótar við þau 100 sem munu verða í gagnaverinu sjálfu, og um 171 störf til viðbótar við þau 100 sem munu verða við uppbyggingu þess. Hér getur m.a. verið um að ræða ýmis þjónustustörf, vörustjórnun og gagnavinnslu. Óbein atvinnusköpun gæti þannig í heild numið allt að 330 stöðugildum. Þróunarfélagið áætlar að gagnaver Verne Global muni hafa í för með sér komu fleiri gagnavera að Ásbrú. Þróunarfélagið hefur á undanförnum árum tekið á móti fulltrúum stórra alþjóðlegra fyrirtækja á sviði upplýsingatækni sem hafa skoðað aðstæður á Ásbrú fyrir gagnaver. Þessir aðilar voru ekki reiðubúnir að fjárfesta á þeim tíma en nú, þegar fyrsta gagnaverið hefur tekið til starfa á svæðinu, má vænta þess að Ásbrú verði álitlegur kostur fyrir önnur gagnaversfyrirtæki, þar sem búið er að vinna alla undirbúningsvinnu og meta alla áhættuþætti.

[ 12 ]

[ 13 ]


[ Starfsemi ársins ] Markaðsmál Eitt af kjarnaverkefnum Þróunarfélagsins er að koma á framfæri þeirri uppbyggingu, starfsemi og möguleikum sem finna má á Ásbrú. Með því að kynna uppbygginguna á Ásbrú verða til fleiri tækifæri til að koma eignum í not. Í lok árs 2010 ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í Víkingaheimum í Reykjanesbæ að Þróunarfélagið skyldi stórauka markaðssetningu sína á flugtengdum fasteignum félagsins. Í byrjun ársins 2011 var vinna hafin við þessa markaðssetningu og auglýsingaherferð þróuð. Auglýsingaherferðin var í tveimur áföngum sem voru unnir samhliða. Annars vegar voru áhugaverðar eignir Þróunarfélagsins kynntar og vakin athygli á þeim undir slagorðum á borð við „Skuldlaus banki“ sem fylgdi mynd af húsnæði sem Nató notaði undir banka. Hinn áfanginn í kynningarherferðinni fól í sér að leggja áherslu á það sem var að gerast innan veggja húsanna og var það gert með því að auglýsa þau fyrirtæki sem eru þegar starfandi á Ásbrú. Viðkomandi fyrirtæki voru mynduð fyrir herferðina í starfsstöðvum þeirra á Ásbrú. Báðar þessar kynningarherferðir hlutu góðar undirtektir og fjölgaði fyrirspurnum til Þróunarfélagsins um húsnæði í kjölfar þeirra. Einnig var mælanleg breyting á heimsóknum á heimasíðu félagsins þar sem fleiri gestir skoðuðu eignir til sölu en áður. Loks var gerður samningur við Íslandsstofu um kynningu á kvikmyndaverinu Atlantic Studios á Ásbrú en Film in Iceland, sem sér um að kynna Ísland fyrir erlendum kvikmyndagerðarmönnum, er undir hatti Íslandsstofu. Hinn árlegi opni dagur var haldinn á sumardaginn fyrsta og var hann vel kynntur í fjölmiðlum. Tvö fréttabréf komu út á árinu. Voru þau gefin út sem innblað í Víkurfréttum og þeim dreift á öll heimili á Suðurnesjum.

Stefnumótun og þróun Farið var heildstætt yfir stefnu félagsins um haustið og tekið saman stórt stefnumótunarskjal þar sem allir helstu þættir þróunarinnar hingað til eru skoðaðir og metnir. Þessi vinna verður notuð af stjórn félagsins á næsta ári við að endurmeta stefnu félagsins og leggja drög að áætlun til næstu ára. Í kjölfar þess að félagið Atlantic Studios ákvað að hætta rekstri kvikmyndavers í byggingu 501 ákvað Þróunarfélagið að halda rekstri félagsins áfram í eigin nafni enda mikil tækifæri á sviði kvikmyndatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi fram undan. Nýting byggingar 501 sem kvikmyndavers styrkir hæfni landsins í samkeppni um erlend verkefni, með góðri aðstöðu og nálægð við alþjóðaflugvöll landsins.

Frumkvöðlastarfsemi Vorið 2011 var stofnað atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og fékk það nafnið Heklan. Að félaginu stóðu sveitarfélög á Suðurnesjum en að auki Byggðastofnun og iðnaðarráðuneytið. Félagið var stofnað í kjölfar úttektar á atvinnumálum á Suðurnesjum þar sem lagt var til að stofnað yrði hér félag sambærilegt við þau sem starfa í öðrum fjórðungum á Íslandi.

Hluti af þróunarstarfi félagsins felst í því að vinna og fylgja eftir úttektum á möguleikum eigna þess. Í þessu skyni kannar Þróunarfélagið fjölmörg mál. Á meðal verkefna, sem starfsmenn Þróunarfélagsins könnuðu á síðasta ári, var hugsanlegt fangelsi í Rockville sem var hluti af verkefninu Ásbrú norður, flutningur fleiri deilda Landhelgisgæslunnar til Ásbrúar en þegar eru fyrir, möguleiki á hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur með viðkomustöð, sem tengd væri Ásbrú, ásamt mörgum minni greiningum.

Þróunarfélagið gekk til samstarfs við þetta nýstofnaða félag og bauð því að taka að sér rekstur á Frumkvöðlasetrinu Eldey. Með því komst hið unga félag í gott húsnæði og gat tekið við starfsemi sem þegar var í gangi frekar heldur en að byrja frá grunni. Stefna Þróunarfélagsins er að þróa eignir til hagfelldra borgaralegra nota og er þetta í góðu samræmi við þá stefnu að fá aðila til þess að sjá um óskyldan rekstur eins og á frumkvöðlasetri. Samstarfið hefur gengið afbragðsvel og leigjendum í Eldey hefur fjölgað mjög. Þá hefur verið haldinn fjöldi námskeiða í Eldey á vegum Heklunnar og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Í haust var blásið til atvinnu- og nýsköpunarhelgar á Suðurnesjum í aðalbyggingu Keilis. Ljóst er að enn eru miklir möguleikar fyrir hendi fyrst að svo vel hefur gengið á einungis fyrsta hálfa árinu. Þróunarfélagið sér fram á mikil tækifæri í áframhaldandi samstarfi við Hekluna við uppbyggingu á frumkvöðlamenningu á Suðurnesjum. Skrifstofuhótelið Eldvörp gegndi áfram hlutverki sínu sem heimahöfn lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Ásbrú. Íslenska kísilfélagið, sem hefur skoðað möguleika á uppbyggingu á kísilveri í Helguvík, kom inn í Eldvörp í byrjun árs og hefur nýtt aðstöðu sína við undirbúning verkefnisins. Einnig bættist við arkitektafyrirtæki og landmótunar og gróðurs. Í lok árs 2011 voru eftirfarandi fyrirtæki með aðstöðu í Eldvörpum: •

OMR verkfræðistofa

Auglýsingastofan Skissa

Moon ehf. - filma.is

Íslenska kísilfélagið

Lauftækni

Arknes

Efla

[ 14 ]

Ríkisstjórn Íslands fundar í Víkingaheimum og tilkynnir fyrirhugaða uppbyggingu á Kalda­ stríðssafni á Ásbrú

[ 15 ]


[ Starfsemi ársins ]

Alkemistinn

Heilsuþorp Kvikmyndaverið Atlantic Studios á Ásbrú

Í október fóru tveir starfsmenn Þróunarfélagsins á ráðstefnu um þróun byggðar í kringum flugvelli sem haldin var í München í Þýskalandi. Í tengslum við ráðstefnuna var fundað með dr. John Kasarda, bandarískum sérfræðingi í uppbyggingu tengdri flugvöllum, um möguleika á því að halda vinnustofu á Íslandi. Kasarda hefur á undanförnum árum talað fyrir því að efnahagsleg áhrif flugvalla teygi sig í allt að klukkustundar akstursfjarlægð frá þeim. Kasarda vakti fyrst athygli fyrir utan flugvallarheiminn þegar stjórnunartímaritið Fast Company fjallaði um hugmyndafræði hans í grein árið 2006. Í kjölfarið hóf hann samstarf með blaðamanninum Jeff Lindsay og gáfu þeir á síðasta ári saman út bókina Aerotropolis, the way we‘ll live next sem var á meðal vinsælustu viðskiptabóka ársins.

Heilsuþorpið á Ásbrú var þróað áfram á árinu 2011. Í upphafi ársins kynnti félagið Iceland Healthcare áætlanir sínar um uppbyggingu á heilsuferðamennsku innan heilsuþorpsins. Hlutu þær áætlanir mikla athygli enda um stórar og metnaðarfullar hugmyndir að ræða. Í haust kom svo í ljós að ákveðnar forsendur á bak við verkefnið þurfti að endurskoða og var sú skoðun í fullum gangi í lok árs. Samhliða áðurnefndri endurskoðun fékk Þróunar­félagið ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til þess að útbúa fjárfestakynningu á möguleikum heilsuþorpsins og vænlegar eignir innan þess. Skýrslan er á ensku og vel til þess fallin að kynna áhugaverðar eignir innan heilsuþorpsins fyrir erlendum fjárfestum. Um vorið fóru tveir starfsmenn Þróunarfélagsins á ráðstefnu um heilsuferðamennsku í Evrópu sem haldin var í Barcelona. Þar var farið ítarlega yfir væntanlega löggjöf Evrópusambandsins um greiðslur vegna fólks sem ferðast frá heimalandi sínu til annarra landa til að leita sér lækninga.

Vinnudagur með tónlistarfólki Um vorið bauð Þróunarfélagið tónlistarfólki og þeim sem vinna með tónlistarmönnum á Reykjanesi til svokallaðrar hugmyndasmiðju á Ásbrú. Markmiðið með deginum var að stefna saman tónlistarfólki og fólki innan tónlistarbransans sem rætur á að rekja til Suðurnesja, efla tengslin þess á milli, kynna tækifærin sem finnast á Ásbrú og skapa hugmyndir um tónlistartengda starfsemi og viðburði. Atburðurinn tókst mjög vel og þarna urðu til margar hugmyndir sem hafa verið í þróun síðan.

Starfsfólk Heilsuhótels Íslands

[ 16 ]

Einn af lykilaðilum innan heilsu­ þorpsins á Ásbrú er heilsuskóli Keilis. Þar fer fram mjög öflugt starf á sviði heilsu og líkamsræktar. Stjórnendur heilsuskólans hafa verið ötulir við að fá erlenda kennara og fyrirlesara til Íslands til þess að halda sérfræðinámskeið. Í febrúar buðu Þróunarfélagið og Keilir Reyk­ nesingum og lands­ mönnum öllum upp á opinn fyrirlestur með Dave Jack, einum fremsta íþrótta­þjálfara Banda­ ríkjanna. Fyrirlesturinn fór fram í Andrews-leikhúsinu. Á þessum opna fyrirlestri ræddi Dave um vaxandi heilsuleysi í sam­félaginu og leit í því tilliti sérstaklega til barna.

[ 17 ]


[ Starfsemi ársins ]

Menningarhúsið Andrews.

Nemendur Keilis að störfum

Menningarhúsið Andrews Menningarhúsið Andrews, sem stendur á besta stað á Ásbrú, er nýuppgert bíóhús sem hefur öðlast sess sem fjölnota menningarhús á Suðurnesjum. Menningarhúsið gegnir nú hlutverki ráðstefnu-, fyrirlestra- og sýningarhúss ásamt því að vera félagsheimili fyrir íbúa og starfsmenn á Ásbrú. Húsið rúmar 500 manns í sæti og er salurinn einn stærsti salur sinnar tegundar á Suðurnesjum. Húsið er merkt að utan með glæsilegu skilti. Á undanförnum árum hefur Andrews verið notað fyrir tónleika, danssýningar og söngleiki. Í kjölfar breytinganna hefur eftirspurn eftir húsinu aukist töluvert og hafa verið haldnir margir stórir viðburðir þar sl. ár, svo sem stórtónleikar, ráðstefnur, fyrirlestrar og danssýningar ásamt ýmsum minni viðburðum.

Helstu viðburðir í Andrews árið 2011 voru þessir: Ballett- og danssýningar hafa verið stór hluti af viðburðum í Andrews-leikhúsinu þar sem Bryn Ballett Akademían heldur stórsýningar sínar þar. Dansbikarkeppni Bryn Ballett Akademíunnar var haldin í mars í annað sinn og tókst einstaklega vel. Keppt var í þremur aldursflokkum, 10–12 ára, 13–15 ára og 16 ára og eldri, bæði í hópa- og einstaklingskeppni. Vor- og jólasýningar Bryn Ballett Akademíunnar eru einnig haldnar í Andrews-leikhúsinu og setja mikinn svip á mannlífið á Ásbrú enda alltaf stórglæsilegar og draga marga að. Danskompaní er annar dansskóli í Reykjanesbæ sem einnig heldur stórsýningar sínar í Andrews og er því mikill danssveipur sem umlykur Andrews-leikhúsið á þessum stundum.

Keilir Á árinu 2011 voru fleiri nemendur hjá Keili en nokkru sinni fyrr eða um 660 manns. Stoðir Keilis eru Háskólabrú, Flugakademía, Íþróttaakademía og Tæknifræði. Þá rekur Keilir fyrir tilstuðlan Þróunarfélagsins glæsilega verknámsaðstöðu fyrir rannsóknir og verklega kennslu sem er ekki síst ætlað að þjóna atvinnulífinu. Velta Keilis var yfir 600 milljónir króna á árinu og nú þegar hafa yfir 1.000 manns fengið prófskírteini frá Keili. Nemendur Keilis eru á aldurbilinu 18–60 ára en meðalaldur nemenda er 30 ár.

Skipting nemenda í bóklegu námi hjá Keili eftir landshlutum er þessi: Rúmlega helmingur nemenda í Keili eru í fjarnámi eða 57%

Í maí kom sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, á Ásbrú og afhenti Þróunarfélaginu málverk af Frank Maxwell Andrews til varðveislu í Andrews-leikhúsinu. Andrews (f. 1884) var nýskipaður yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu þegar hann hugðist kanna lið sitt á Íslandi í maímánuði 1943. Andrews var þrautþjálfaður flugmaður og einn aðalhvatamanna að stofnun flughers Bandaríkjanna. Erfitt veður og lítið skyggni lenti til þess að flugvélin brotlenti á Fagradalsfjalli í Reykjanesfjallgarði. Fórst Andrews þar ásamt þrettán öðrum áhafnarmeðlimum en einungis einn lifði slysið af. Sá lá fastur í byssuturninum í stéli vélarinnar þegar leitarflokk bar að 27 stundum síðar.

Sendiherra Bandaríkjanna Luis Arriega afhendir Kjartan Þór Eiríkssyni hjá Þróunarfélaginu mynd af Frank Maxwell Andrews sem Menningarhúsið Andrews heitir í höfuðið á.

Vesturland - 4% Norðurland - 12% Reykjanesskaginn - 31%

Suðurland - 9%

Austurland - 2%

Erlendis - 2%

Höfuðborg og nágrenni - 40%

[ 18 ]

[ 19 ]


[ Starfsemi ársins ]

Kaj Mickos flytur fyrirlestur á Ásbrú

Stærsta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar

Þann 16. apríl kom Kaj Mickos, nýsköpunarsérfræðingur frá Svíþjóð, og hélt fyrirlestur á Ásbrú. Hann hvatti Íslendinga m.a. til þess að vera sínir eigin gæfu smiðir. Þróunarfélagið bauð öllum frítt á fyrirlesturinn en var svo með vinnustofuna fyrir frumkvöðla á Ásbrú ásamt gestum. Vel var mætt á fyrirlesturinn og mikill áhugi fyrir vinnustofunni sem gaf frumkvöðlum enn frekari verkfæri til að koma sköpun sinni á framfæri. Gerðu gestir mjög góðan róm að fyrirlestri Kaj Mickos. Í fyrirlestri sínum lagði Mickos áherslu á að það væri engin uppfinning sem ekki mætti bæta. Það væri til dæmis stanslaust verið að endurbæta hjólið og því engin vísdómsorð að tala um að «nú sé verið að finna upp hjólið». Hann talaði einnig gegn því að fólk settist niður og leitaði að «frábærri viðskiptahugmynd». Mun sniðugra væri að finna gott «vandamál» og leysa það. Hann sagði ítarlega frá eigin reynslu sem hugvitsmaður en hann á 30 einkaleyfi og hefur stofnað 16 fyrirtæki. Kaj Mickos hefur undanfarin 20 ár verið ráðgjafi og aðstoðað um 25 þúsund einstaklinga við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Keilir hefur nýtt Andrews vel fyrir ýmsa viðburði en helstir þeirra eru útskriftir nemendahópa. Þar hefur húsið sýnt vel notagildi sitt enda mikill fjöldi fólks sem útskrifaður er hverju sinni frá Keili og því þörf á stóru og glæsilegu húsi hér á svæðinu. Heilsuskóli Keilis hefur nýtt Andrews-leikhúsið fyrir þjálfaranámskeið sín en þau hafa slegið í gegn með vel þekktum erlendum fyrirlesurum sem messa yfir hraustum Íslendingum um nýjustu tæknina í þjálfarageiranum. Keilir hefur einnig haldið nokkrar minni ráðstefnur og fyrirlestra í húsinu.

Í ljósi þess hversu einstakt verkefni uppbyggingin á Ásbrú er hefur Þróunarfélagið þróað nýjar aðferðir til þess ná markmiðum sínum við uppbygginguna. Sem dæmi um nýja aðferðafræði skal nefnt að Óli Þór Magnússon, byggingarverkfræðingur hjá OMR verkfræðistofu, hefur þróað í samstarfi við Þróunarfélagið aðferðafræði við standsetningu á fyrirliggjandi húsnæði sem byggð er á endurnýtingarsjónarmiðum. Markmið aðferðafræðinnar er að endurnýta og oft endurskilgreina húsnæði og byggingarefni í húsnæðinu. Þeir sem sjá um hönnun og verkumsjón reyna þá ávallt að finna og þróa ódýrar lausnir við að endurnýta og lagfæra það byggingarefni sem fyrir er frekar en að afla nýrra aðfanga. Þessi nálgun á verklegar framkvæmdir hefur gefið Þróunarfélaginu, og einnig Keili, kost á að fara í framkvæmdir sem ekki hefðu farið af stað ef notast hefði verið við dýrari og hefðbundnari nálganir við framkvæmdir. Óli Þór skrifaði meistararitgerð við verkfræðideild Háskóla Íslands um þessa aðferðafræði og kemst þar að þeirri niðurstöðu að endurnýting húsnæðis, á kostnað þess að byggja nýtt húsnæði, geti haft gríðarlega jákvæð umhverfisleg áhrif. Í þessu ljósi má nefna að endursköpun herstöðvar Bandaríkjahers, á Ásbrú í Reykjanesbæ, er eitt stærsta og hagkvæmasta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar auk þess sem verkefnið er í heild umhverfisvænt, gjaldeyrissparandi og þjóðhagslega hagkvæmt. Óli Þór sýnir í greiningu sinni fram á að þegar aðferðafræðinni er beitt gerist tvennt: Framkvæmdakostnaður verður töluvert hagstæðari en við hefðbundnar framkvæmdaleiðir og ekki er notaður nema lítill hluti af því nýja byggingarefni (mælt í þyngd) sem þarf á að halda við heildarendurnýjun. Ennfremur verður, þegar þessari aðferðafræði er beitt, vinnuliður hærra hlutfall af kostnaði eða 70%–80% af framkvæmdakostnaði (vinna á móti byggingarefni), en við hefðbundnar leiðir. Þetta hærra hlutfall vinnuliðar leiðir af sér meiri vinnu fyrir iðnaðarmenn og minni innkaup á byggingarefnum sem oftast eru innflutt.

Tónlistarfélag Suðurnesja hélt stórglæsilega tónleika á Ljósanótt sem báru heitið Með blik í auga. Þar var tekin fyrir tíðarandinn 1950– 60. Uppselt var á tónleika þessa og einnig tvenna aukatónleika. Mikil ánægja var með bæði tónleikana sem og Andrews-leikhúsið sem tónleikahús. Í desember voru hátíðartónleikar Frostrósa haldnir í Andrews. Haldnir voru tvennir tónleikar og uppselt var á þá báða. Þessir tónleikar eru einu þeir glæsilegustu sem haldnir eru hér á Suðurnesjum ár hvert og var mikil ánægja með þá. Andrés utangáttabarnaskemmtun var haldin 3. desember þar sem fram komu fjölmargir listamenn með stutt og skemmtileg atriði fyrir börnin. Aðgangur var ókeypis en með skemmtun þessari var verið að safna peningum til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. Auk þessara viðburða var fjöldi tónleika og minni viðburða haldinn í húsinu sem hefur á mjög stuttum tíma skapað sér sess sem eitt helsta menningarhús á Suðurnesjum sem fyrr sagði.

[ 20 ]

[ 21 ]


Ă rsreikningur


[ Ársreikningur ]

Skýrsla stjórnenda og staðfesting ársreiknings

Áritun endurskoðenda

Félagið var stofnað 24. október 2006. Markmið og tilgangur félagsins er að leiða þróun og umbreytingu á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til borgaralegra nota. Í því felst meðal annars nauðsynleg undirbúningsvinna, svo sem úttektá svæði og mannvirkjum ásamt þróunar- og vaxtarmöguleikum þess í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta. Þá mun félagið á grundvelli þjónustusamnings við ríkið annast rekstur, umsjón og umsýslu tiltekinna eigna íslenska ríkisins á svæðinu, þar með talið umsjón með sölu og útleigu eigna, hreinsun svæða, niðurrif mannvirkja og önnur skyld verkefni. Einnig mun verða hægt að fela félaginu önnur verkefni sem tengjast úttektum, þróun og umbreytingu á svæðinu.

Þjónustusamningur við ríkið var undirritaður 8. desember 2006. Breytingar hafa verið gerðar á fjármögnunarþætti samningsins og eru tekjur félagsins ákvarðaðar á fjárlögum samkvæmt áætlun félagsins um framkvæmd verkefna. Félagið hefur einnig leigutekjur af leigðum fasteignum á þróunarsvæðinu ásamt öðrum sértekjum. Ársreikningur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. er gerður í samræmi reikningsskilareglur.

við lög um ársreikninga og settar

Samkvæmt rekstrarreikningi var 39,7 m.kr. hagnaður af rekstri félagsins. Fjárfesting í tækjum, fasteignum, bifreiðum og búnaði á árinu nam 508 m.kr. Eignir félagsins námu 1.243 m.kr., skuldir 651,3 m.kr. og eigið fé félagsins nam 591,7 m.kr. í árslok 2011. Hlutafé félagsins er 20 m.kr. og er ríkissjóður eini hluthafinn. Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2011 með undirritun sinni. Ásbrú,

Til stjórnar og hluthafa Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. fyrir árið 2011. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnenda, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og fjárreiður ríkisins. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggja, innleiða og viðhalda innra eftirlitisem varðar gerð og framsetningu ársreiknings þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og mati miðað við aðstæður. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju og ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Samkvæmt því ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðunin felur í sér aðgerðir til að staðfesta fjárhæðir og aðrar upplýsingar í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri áhættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum. Endurskoðunin felur einning í sér mat á þeim reikningsskila- og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina hafi verið aflað nægjanlegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

maí 2012.

Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. á árinu 2011, efnahag þess 31. desember 2011 og breytingu á handbæru fé á árinu 2011 í samræmi við lög um ársreikninga.

Stjórn

Ríkisendurskoðun,

maí 2012.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.

Framkvæmdastjóri

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.

[ 24 ]

Karlotta B. Aðalsteinsdóttir, endurskoðandi.

3

Ársreikningur 2011

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.

4

Ársreikningur 2011

[ 25 ]


[ Ársreikningur ]

Rekstrarreikningur 1. janúar til 31. desember 2011

Skýringar

2011

Efnahagsreikningur 31. desember 2011

2010

Rekstrartekjur Þjónustugreiðslur ríkissjóðs ......................................................... Húsaleiga ..................................................................................... Aðrar tekjur ..................................................................................

8

752.885.426 38.732.442 79.578.663

1.106.083.789 27.574.418 151.903.998

871.196.531

1.285.562.205

Eignir

Skýringar

Almennur rekstur verkefna ........................................................... Laun og launatengd gjöld ............................................................. Annar rekstrarkostnaður .............................................................. Afskriftir ........................................................................................

6 1

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)

7

Hagnaður fyrir tekjuskatt Tekjuskattur .................................................................................

5

Hagnaður ársins

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf

[ 26 ]

5

650.967.143 102.728.825 64.474.294 13.496.397

1.031.735.531 89.695.872 69.406.988 7.079.400

831.666.659

1.197.917.791

39.529.872

87.644.414

10.130.938

93.622.777

49.660.810

181.267.191

(9.932.162)

(32.628.094)

39.728.648

148.639.097

Ársreikningur 2011

2010

Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir: Fasteignir ..................................................................................... Áhöld og tæki ............................................................................... Húsgögn og búnaður ................................................................... 1

Rekstrargjöld

2011

Verðbréf og langtímakröfur: Eignarhlutir í öðrum félögum ........................................................

2

Fastafjármunir samtals

498.535.720 10.471.273 3.991.899 512.998.892

0 19.173.444 3.050.728 22.224.172

17.700.000 17.700.000

17.700.000 17.700.000

530.698.892

39.924.172

348.690.265 115.642.000 98.344.771 5.000.000 8.989.621 100.000.000 35.711.041 712.377.698

155.804.839 0 45.893.882 0 15.821.447 93.350.131 310.570.676 621.440.975

1.243.076.590

661.365.147

Veltufjármunir Ríkissjóður ................................................................................... Biðreikningur vegna yfirtöku fasteigna ......................................... Viðskiptakröfur ............................................................................. Kröfur á tengda aðila .................................................................... Aðrar skammtímakröfur ............................................................... Eignfærsla vegna dótturfélags ..................................................... Handbært fé .................................................................................

Veltufjármunir samtals Eignir samtals

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf

6

9 11

2

Ársreikningur 2011

[ 27 ]


[ Ársreikningur ]

Efnahagsreikningur 31. desember 2011

Eigið fé og skuldir

Skýringar

2011

Sjóðstreymi 1. janúar til 31. desember 2011

2010

Skýringar

2011

2010

Rekstrarhreyfingar Eigið fé Hlutafé .......................................................................................... Lögbundinn varasjóður ................................................................ Óráðstafað eigið fé .......................................................................................................................... 3

20.000.000 2.000.000 569.745.843 591.745.843

20.000.000 2.000.000 530.017.195 552.017.195

2.802.613

583.647

Hreint veltufé frá rekstri: Hagnaður tímabilsins .................................................................. Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir ....................................................................................... Tekjuskattsskuldbinding breyting ................................................

39.728.648

148.639.097

13.496.397 2.218.966 55.444.011

7.079.400 121.465 155.839.962

(167.910.932) (5.000.000) (192.885.426)

(101.894.348) 0 (131.083.789)

36.192.395 (329.603.963)

36.825.397 (196.152.740)

(274.159.952)

(40.312.778)

(508.071.117) 3.800.000 0 503.571.434 (699.683)

(21.766.266) 0 (500.000) 0 (22.266.266)

(274.859.635)

(62.579.044)

Handbært fé í byrjun tímabilsins ..................................................

310.570.676

373.149.720

Handbært fé í lok tímabilsins .......................................................

35.711.041

310.570.676

1 5

Skuldir Skuldbindingar: Tekjuskattsskuldbinding ...............................................................

5

Langtímaskuldir: Skuld við ríkissjóð vegna fasteigna ..............................................

10

Skammtímaskuldir: Viðskiptaskuldir ............................................................................ Aðrar skammtímaskuldir .............................................................. Tekjuskattur .................................................................................

4

Skuldir samtals Eigið fé og skuldir samtals

503.571.434

0

503.571.434

0

122.484.990 14.693.664 7.778.046 144.956.700

60.402.542 15.827.610 32.534.153 108.764.305

651.330.747

109.347.952

1.243.076.590

661.365.147

Lækkun (hækkun) rekstrartengdra eigna: Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur .................................. Kröfur á tengda aðila .................................................................... Krafa á ríkissjóð ........................................................................... Hækkun (lækkun) rekstrartengdra skulda: Skammtímaskuldir .......................................................................

Handbært fé til rekstrar Fjárfestingahreyfingar Kaupverð rekstrarfjármuna .......................................................... Söluverð rekstrarfjármuna ............................................................ Kaupverð eignarhluta ................................................................... Lán frá ríkissjóði vegna fasteignar ..............................................

1

Fjármögnunarhreyfingar Skuldbindingar

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf

[ 28 ]

12

7

(Lækkun) á handbæru fé .............................................................

Ársreikningur 2011

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf

8

Ársreikningur 2011

[ 29 ]


[ Ársreikningur ]

Reikningsskilaaðferðir

Reikningsskilaaðferðir

Grundvöllur reikningsskilanna

Tekjuskattsskuldbinding

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Gerð er hér grein fyrir helstu reikningsskilaaðferðum, sem í meginatriðum eru þær sömu og árið á undan.

Tekjuskattsskuldbinding er reiknuð og færð í ársreikninginn. Útreikningur hennar byggist á mismun efnahagsliða samkvæmt skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi félagsins hins vegar. Mismunur efnahagsliða, sem þannig kemur fram, stafar af því að álagning tekjuskattser miðuð við aðrar forsendur en reikningsskil félagsins og er þar í meginatriðum um að ræða tímabundinn mismun vegna þess að gjöld eru að jafnaði færð fyrr í skattuppgjöri en í ársreikningi. Frestuð skattsskuldbinding er færð vegna tímabundinna mismuna ef líkur eru á að þeir nýtist á móti skattskyldum hagnaði í framtíðinni.

Ársreikningurinn er gerður samkvæmt kostnaðarverðsreglu og er í íslenskum krónum.

Matsaðferðir Við gerð reikningsskilanna þurfa stjórnendur að meta ýmis atriði sem þeim tengjast. Matsaðferðirnar eiga sér stoð í góðri reikningsskilavenju. Raunveruleg verðmæti þeirra liða sem þannig eru metin geta, við sölu eða innlausn, reynst önnur en niðurstaða samkvæmt matinu.

Tekjuskatturinn inniheldur bæði tekjuskatttil greiðslu og frestaðan tekjuskatt. Hann er færður í rekstrarreikning nema að því marki að hann tengist liðum sem færðir eru beint á eigið fé, en þá er hann færður á eigið fé.

Skammtímaskuldir

Innlausn tekna Skammtímaskuldir eru færðar á nafnverði. Seldar vörur og þjónusta eru færð til tekna í rekstrarreikningi að frádregnum afslætti. Tekjufærslan er miðuð við afhendingartíma vöru og þjónustu. Lotun gjalda Kostnaður er færður í ársreikninginn á því tímabili sem til hans er stofnað og kröfuréttur seljanda hefur myndast.

Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kaupverði. Afskriftarhlutföll eignaflokka eru eftirfarandi:

Fasteign ................................................................................................... Áhöld og tæki ........................................................................................... Húsgögn og búnaður ................................................................................

3% 30% 25%

Áætlaður endingartími 30 ár 3 - 4 ár 4 - 5 ár

Afskriftir reiknast hlutfallslega miðað við eignarhaldstíma innan ársins.

Áhættufjármunir Eignarhlutir í öðrum félögum eru færðir á kaupverði.

Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur eru færðar á nafnverði að teknu tilliti til niðurfærslu. Niðurfærslan er ekki endanleg afskrift heldur er myndaður mótreikningur til að mæta hugsanlegu tapi sem kann að myndast ef kröfur reynast ekki innheimtanlegar.

Handbært fé Handbært fé samanstendur af bankainnstæðum.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf

[ 30 ]

9

Ársreikningur 2011

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf

10

Ársreikningur 2011

[ 31 ]


[ Ársreikningur ]

Skýringar 1.

Skýringar 5. Tekjuskattsskuldbinding

Varanlegir rekstrarfjármunir

Tekjuskattsskuldbinding svarar að jafnaði til þess tekjuskatts, sem eftir gildandi skattalögum kæmi til greiðslu, ef eignir félagsins yrðu seldar eða innleystar á bókfærðu verði.

Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Fasteignir

Húsgögn og búnaður

Áhöld, tæki og bifreiðar

Samtals

Tekjuskattsskuldbinding félagsins greinist þannig: Tekjuskattsskuldbinding í ársbyrjun 2011 ...................................................................................................................................... Breyting á skuldbindingu vegna hækkunar tekjuskattsprósentu .............................................................. Reiknaður tekjuskattur tímabilsins ........................................................................................................... Tekjuskattur til greiðslu árið 2012 .........................................................................................................................................

583.647 64.850 9.932.162 (7.778.046)

Heildarverð 1. janúar .................................... Keypt á árinu ................................................ Selt á árinu ...................................................

0 503.571.434 0

7.710.216 3.191.634 0

27.019.251 1.308.049 (5.300.000)

34.729.467 508.071.117 (5.300.000)

Heildarverð 31. des ......................................

503.571.434

10.901.850

23.027.300

537.500.584

Afskrifað 1. janúar ........................................ Afskrifað á árinu .......................................... Selt á árinu ...................................................

0 5.035.714 0

4.659.488 2.250.463 0

7.845.807 6.210.220 (1.500.000)

12.505.295 13.496.397 (1.500.000)

Afskrifað 31. des ..........................................

5.035.714

6.909.951

12.556.027

24.501.692

Varanlegir rekstrarfjármunir ........................................................................................................................................................................... 1.819.165 Viðskiptakröfur ........................................................................................................................................................................... 983.448

498.535.720

3.991.899

10.471.273

512.998.892

2.802.613

Bókfært verð 31. des .................................... Fyrningarhlutföll ............................................

3%

25%

30%

Tekjuskattsskuldbinding 31. desember 2011 ...................................................................................................................................... 2.802.613 Tekjuskattsskuldbinding félagsins er uppfærð í efnahagsreikningi en hún samanstendur af eftirfarandi liðum:

6. Launagjöld

Keypt húsgögn og búnaður á árinu eru staðsett í skrifstofuhúsnæði félagsins.

2.

Eignarhlutir í öðrum félögum

Eignarhlutir í öðrum félögum greinast þannig: Eignarhlutdeild Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf. ....................... Íþróttavellir ehf. .......................................................................... Heilsufélag Reykjaness ............................................................. Seltún ehf. .................................................................................

2,9% 33,3% 20,0% 100,0%

Nafnverð

Bókfært verð

10.000.000 7.000.000 200.000 500.000

10.000.000 7.000.000 200.000 500.000

17.700.000

17.700.000

Laun ......................................................................................................................... Ökutækjastyrkur ....................................................................................................... Áfallið orlof ............................................................................................................... Launatengd gjöld .....................................................................................................

2010

81.488.565 6.461.260 (1.898.220) 16.677.220

68.400.494 5.122.180 2.209.635 13.963.563

102.728.825

89.695.872

Hjá félaginu störfuðu að meðaltali 10 starfsmenn á árinu 2011 en heildarfjöldi starfsmanna var 11. Þóknun og hlunnindi til stjórnenda námu 27,5 m.kr.

7. Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)

Seltún ehf., sem er dótturfélag Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., var stofnað á árinu 2010 með 500 þús.kr. hlutafé. Þróunarfélagið hefur fært til eignar útgjöld að fjárhæð 100,0 m.kr. vegna Seltúns ehf. og kemur það fram í sérstökum lið í efnahagsreikningi. Eignfærslan mun færast sem hlutafjáraukning í Seltúni ehf. á árinu 2012

2011

Vaxtatekjur ............................................................................................................... Vaxtagjöld ................................................................................................................

2011

2010

10.781.429 (651.208) 10.130.221

94.054.402 (431.625) 93.622.777

3. Eigið fé Hlutafé

Lögbundinn varasjóður

Eigið fé óráðstafað

Samtals

Flutt frá fyrra ári ............................................ Hagnaður ársins

20.000.000

2.000.000

530.017.195 39.728.648

552.017.195 39.728.648

Eigið fé í lok árs ............................................

20.000.000

2.000.000

569.745.843

591.745.843

8. Þjónustutekjur frá ríkissjóði Þjónustutekjur frá ríkissjóði reiknast jafnháar og útlagður kostnaður við verkefni unnin samkvæmt þjónustusamningi. Heildarþjónustutekjur á árinu 2011 voru sem hér segir:

Rekstur mannvirkja .................................................................................................................................. Þróunar-, skipulags-, og markaðsmál ...................................................................................................... Mengunarmál ...........................................................................................................................................

4. Skattar

512.658.518 96.194.184 144.032.724 752.885.426

Áætlaður tekjuskattur til greiðslu er færður meðal skammtímaskulda.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.

[ 32 ]

11

Ársreikningur 2011

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.

12

Ársreikningur 2011

[ 33 ]


[ Ársreikningur ]

Skýringar 9. Ríkissjóður viðskiptareikningur Staða 1.1.2011 ......................................................................................................................................... Krafa á ríkissjóð vegna framsals gatnakerfis ........................................................................................... Þjónustutekjur frá ríkissjóði skv. ársreikningi 2011 ................................................................................. Mótteknar kaupsamningsgreiðslur ........................................................................................................... Greitt til ríkissjóðs 31.12.2011 .................................................................................................................. Greiðslur frá ríkissjóði 1.1. - 31.12.2011 .................................................................................................

155.804.839 40.000.000 752.885.426 (33.572.000) 33.572.000 (600.000.000) 348.690.265

10. Ríkissjóður langtímaskuld vegna yfirtöku fasteigna á verktakasvæði Þróunarfélagið tók yfir fasteignir á verktakasvæði eftirgjaldþrot kaupanda. Alls er um að ræða 21 fasteign. Samfara yfirtöku stofnast skuld við Ríkissjóð Íslands sem nemur yfirtökuverðifasteigna. Stefnt er að því að selja þessar fasteignir og verður skuld við Ríkissjóð greidd í samræmi við sölu. Fasteignir 31.12.2011 ..............................................................................................................................

503.571.434 503.571.434

11. Biðreikningur vegna yfirtöku fasteigna Á yfirteknumfasteignum vegna þrotabús Base ehf. hvíldi tryggingabréfsem Þróunarfélagið greiddi upp. Í ársreikningnum er þessi fjárhæð færð á biðreikning vegna fasteigna og verður færð út við sölu og/eða endurmat fasteignanna. Tryggingabréf vegna fasteigna ................................................................................................................

115.642.000

12. Skuldbindingar a) Félagið hefur skuldbundið sig til að leggja fram 150 milljónir króna til Orkuskóla Keilis í tækjakaup og aðstöðumyndun vegna kennslu- og rannsóknarstarfs. Styrkur til Orkuskóla ................................................................................................................................. Notað af styrk 31. desember 2011 alls ....................................................................................................

150.000.000 ( 150.000.000) 0

b) Félagið hefur skuldbundið sig fyrir hönd ríkissjóðs samfara yfirtöku Reykjanesbæjar á gatnakerfi Ásbrúar að greiða framvindutengdar greiðslur vegna grunnskólaþjónustu, uppbyggingar gatnakerfis og opinna svæða á árunum 2009 - 2011, alls 250 m.kr. Af þeirri fjárhæð voru 40 m.kr. greiddar á árinu 2011 og alls 190 m.kr.

Heildarskuldbinding samkvæmt samningi Greiðsla 2009 ........................................................................................................................................... Greiðsla 2010 ........................................................................................................................................... Greitt á árinu 2011 ...................................................................................................................................

250.000.000 ( 95.000.000) ( 55.000.000) ( 40.000.000) 60.000.000

c) Félagið hefur skuldbundið sig til að auka hlutafé í dótturfélaginu Seltúni ehf. um 280 m.kr. Af því eru 100 m.kr. þegar greiddar með greiðslu útlagðs kostnaðar vegna sjúkrahússbyggingar að Flugvallarbraut 710, en 180 m.kr. með fasteigninni Flugvallarbraut 710 ( gamla sjúkrahúsið). Ríkissjóður hefur heimilað Þróunarfélaginu að leggja umrædda fasteign fram sem hlutafé í Seltúni ehf. Á móti stofnast ótímabundin skuld félagsins við ríkissjóð, sem gerð verður upp við sölu Seltúns ehf.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.

[ 34 ]

13

Ársreikningur 2011


Ársskýrsla 2011


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.