Fréttabréf FT - 82. tbl., mars 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Svæðisbundnir tónleikar haldnir á fjórum stöðum út um land laugardaginn 13. mars Laugardaginn 13. mars fara fram svæðisbundnir tónleikar á fjórum stöðum út um land þar sem nemendur á öllum aldri og námsstigum, frá skólum vítt og breitt af svæðunum, bjóða upp á mjög svo fjölbreyttar efnisskrár. Tónlistarskólar hafa hver með sínum hætti valið atriði inn á svæðisbundnu tónleikana og sem dæmi um leiðir sem farnar hafa verið má nefna margvíslegt tónleikahald, sérstaka valtónleika, keppnir og tilnefningar stjórnenda og kennara innan skólanna. Ákveðinn fjöldi atriða af svæðisbundnu tónleikunum

mun mynda efnisskrá lokatónleika uppskeruhátíðar tónlistarskóla sem fram fara laugardaginn 27. mars í Langholtskirkju í Reykjavík. Fjöldi atriða frá hverju svæði tekur mið af fjölda nemenda og tónlistarskóla á svæðunum. Frá Vesturlandi og Vestfjörðum geta komið þrjú atriði, frá Norður- og Austurlandi átta, frá Suðurlandi og Suðurnesjum fjögur og frá höfuðborgarsvæðinu geta komið 12 atriði. Hér á eftir eru upplýsingar um alla svæðisbundnu tónleika uppskeruhátíðarinnar.

Tónlistarskólar á Vesturlandi og Vestfjörðum halda saman

Tónlistarskólar á Norður- og Austurlandi halda saman

tónleika í Hólmavíkurkirkju á Hólmavík. Kynnir á tón-

tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri. Kynnir á tónleikunum

leikunum er Sigurður Jónsson (Diddi fiðla).

er Gunnar Gíslason, fræðslustjóri á Akureyri.

14:00 Fyrri hluti tónleika 14:50 Hlé (kaffisala) 15:20 Seinni hluti tónleika 16:10 Stutt hlé 16:30 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Bjarni Guðráðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Soffía Vagnsdóttir.

14:00 Fyrri hluti tónleika 15:00 Hlé (kaffisala) 15:30 Seinni hluti tónleika 16:30 Stutt hlé 17:00 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Magna Guðmundsdóttir, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Valmar Väljaots.

Tónlistarskólar á Suðurlandi og Suðurnesjum halda saman

Tónlistarskólar á höfuðborgarsvæðinu halda saman tón-

tónleika í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Kynnir á tónleikunum

leika í sal FÍH Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. Kynnir á

er Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi í Ölfusi.

tónleikunum er Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona.

13:00 Fyrri hluti tónleika 13:50 Hlé (kaffisala í ráðhúsinu) 14:20 Seinni hluti tónleika 15:10 Stutt hlé 15:30 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Björgvin Þ. Valdimarsson, Hilmar Örn Agnarsson og Kjartan Már Kjartansson.

12:30 Tónleikar I 14:00 Tónleikar II 15:30 Tónleikar III 16:45 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Einar Jóhannesson, Sigurður Flosason og Una Sveinbjarnardóttir.

Mars 2010 · tölublað 82


Fagnaður tónlistarkennara og stjórnenda 27. mars

Trúnaðarmannafundir FT og KÍ

AÐ AFSTAÐINNI LOKAATHÖFN UPPSKERUHÁTÍÐAR TÓNLISTARSKÓLA SEM FER FRAM KL. 16.00 Í LANGHOLTSKIRKJU LAUGARDAGINN 27. MARS VERÐUR EFNT TIL FAGNAÐAR TÓNLISTARKENNARA OG STJÓRNENDA.

TRÚNAÐARMANNAFUNDUR FÉLAGS TÓNLISTARSKÓLAKENNARA VERÐUR HALDINN FÖSTUDAGINN 26. MARS Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK.

Fagnaðurinn fer fram í Söngskóla Sigurðar Demetz sem opnar vistarverur sínar, að Grandagarði 11, 101 Reykjavík, upp á gátt kl. 18.00. Guðbjörg Sigurjónsdóttir, skólastjóri, býður gesti velkomna og nemendur við skólann heiðra samkomuna með söng. 

Á boðstólum verður léttur kvöldverður fyrir kr. 1.500: Fiskisúpa, brauð og salat frá Ostabúðinni Skólavörðustíg. Kreppubarinn verður opinn þar sem rauðvín, hvítvín og bjór mun fást á 500 kr. glasið/bjórflaskan.

Skipuleggjendur standa fyrir léttri dagskrá en einnig eru tónlistarskólar og/eða einstaklingar hvattir til að standa fyrir tónlistargjörningum eða öðrum uppákomum - veitt verður viðurkenning fyrir besta atriðið!! Þátttaka tilkynnist fyrir 20. mars hjá Hafdísi og þarf að tilgreina hvort þátttaka er með eða án kvöldverðar: Netfang: hafdis@ki.is, sími: 595 1111. Markmiðið er að eiga góða stund saman í góðra vina hópi og væri gaman að sjá þig!

Á fundinum verður farið yfir helstu kjarasamningsatriði og ákvæði um réttindi og skyldur tónlistarkennara og stjórnenda þar sem efnistök og umfjöllun verður sniðin að ríkjandi aðstæðum og sjónum sérstaklega beint að ákvæðum sem reynir á um þessar mundir. Þar má nefna ákvæði um starfstíma tónlistarskóla, vinnutíma tónlistarskólakennara, ráðningarsamninga og ákvæði um launapott. Þá verður staða tónlistarskólanna fyrir og eftir „hrun“ skoðuð og rædd. Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, mun halda erindi þar sem hann kemur m.a. inn á góðan liðsanda, mikilvægi starfsgleði og góðs starfsanda, á krefjandi tímum. Nýjum upplýsingum um sjóði FT og KÍ verður dreift ásamt öðrum nytsamlegum gögnum fyrir trúnaðarmenn. KENNARASAMBAND ÍSLANDS EFNIR Í FYRSTA SKIPTI Í SÖGU KÍ TIL SAMEIGINLEGRA FUNDA MEÐ TRÚNAÐARMÖNNUM ALLRA AÐILDARFÉLAGA KÍ. Haldnir verða alls þrettán fundir út um land dagana 9. til 18. mars. Á fundunum verður farið í málefni sem taka jafnt til trúnaðarmanna allra skólagerða s.s. hlutverk trúnaðarmanna, réttindi þeirra og skyldur, starfsumhverfi og starfsaðstæður, starfskjör kennara í OECD ríkjum, launagreining eftir skólastigum, kjarasamningaumhverfi, mikilvægi skóla á þrengingartímum – samtök kennara, bakhjarl félagsmanna og skólastarfs.

Starfsmenntunarsjóður tónlistarskólakennara Úthlutanir starfsárið 2009 — Styrkir vegna námskeiða hækkaðir Starfsmenntunarsjóður tónlistarskólakennara var stofnaður í desember 1992. Aðild að sjóðnum eiga félagsmenn í Félagi tónlistarskólakennara (FT) og Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), sem taka laun eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga (LN) við félögin, og sem greitt er fyrir í sjóðinn. Stjórn Starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara skipa: Páll Eyjólfsson, fulltrúi FT, Snorri Örn Snorrason, fulltrúi FÍH, Björn Þorsteinsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, fulltrúar LN. Sjóðsstjórn reynir að afgreiða umsóknir svo fljótt sem kostur er. Fundir sjóðsstjórnar árið 2009 voru 13. Styrkir Styrkir úr sjóðnum eru eftirfarandi:  A-deild; námslaun  B-deild; styrkir til námskeiða innanlands og erlendis  C-deild; styrkir vegna námsefnisgerðar og þróunarverkefna  D-deild; styrkir vegna kynnisferða / hópferða

A-deild; Námslaun Styrkjum vegna a-deildar, þ.e. námslauna, er úthlutað einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar ár hvert. Öllum umsóknum er svarað í síðasta lagi 15. apríl sama ár. Árið 2009 fengu fimm tónlistarskólakennarar úthlutað úr a-deild sjóðsins. Þeir eru:  Sigurður Friðrik Lúðvíksson, 12 mán.  Áslaug Gunnarsdóttir, 12 mán.  Lidia Kolosowska, 12 mán.  Judith Pamela Þorbergsson, 12 mán.  Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, 5 mán. B-deild; Námskeið Hámarksstyrkur vegna úthlutunar úr bdeild var 200.000 kr. en var hækkaður á fyrsta fundi sjóðsstjórnar 2010 í 300.000 kr. Hægt er að fá hámarksstyrk þriðja hvert ár og eins er hægt að dreifa honum yfir þriggja ára tímabil. Árið 2009 fengu 166 tónlistarkennarar úthlutað úr b-deild sjóðsins.

C-deild; Námsefnisgerð og þróunarverkefni Umsóknir eru afgreiddar einu sinni á ári og verða umsóknir að hafa borist fyrir 15. október ár hvert. Umsóknir eru afgreiddar fyrir 15. desember sama ár og hámarksstyrkur er 700.000. Árið 2009 voru veittir 21 styrkur til 19 verkefna og hafa aldrei fleiri umsóknir borist í þennan lið. Hægt er að nálgast upplýsingar um styrkþega á skrifstofu Félags tónlistarskólakennara. D-deild; Kynnisferðir / hópferðir Árið 2009 fékk einn tónlistarkennari úthlutað úr þessari deild og er hámarksstyrkur 60.000 kr. Nánari upplýsingar um sjóðinn er hægt að nálgast á heimasíðu Kennarasambands Íslands (KÍ), www.ki.is, og hjá starfsmanni FT, hafdis@ki.is og s. 595 1111. Páll Eyjólfsson Fulltrúi FT í stjórn Starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara.


List- og menningarmenntun á Íslandi Samantekt um rannsókn Anne Bamford Eins og kunnugt er hefur prófessor Anne Bamford framkvæmt viðamikla úttekt á umfangi og gæðum list- og menningarfræðslu á Íslandi. Niðurstöður hennar hafa verið gefnar út í skýrslu, Arts and Cultural Education in Iceland, sem nálgast má á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins, www. menntamalaraduneyti.is (undir „útgefið efni“ og „ný rit“). Hér á eftir verður birt íslensk þýðing ráðuneytisins á samantekt skýrslunnar. Samantekt skýrslunnar 2008-2009 var ráðist í umfangsmikla úttekt á umfangi og gæðum list- og menningarfræðslu á Íslandi. Við úttektina voru lagðar til grundvallar eftirfarandi spurningar:  Hvað er gert í listfræðslu og hvernig er það gert?  Hver eru gæði listfræðslu á Íslandi?  Hvaða möguleikar liggja í listfræðslunni nú og í framtíðinni og hverjar eru helstu áskoranir? Úttektin tók sex mánuði og beitt var bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum. Horft var til framboðs á list- og menningarfræðslu bæði í formlega og óformlega skólakerfinu. Á Íslandi felur þetta í sér bæði list- og menningarfræðslu innan skóla sem utan, svo sem tónlistarnáms og margs konar listnáms, og fræðslu og náms á vegum safna og leikhópa. Rannsóknin tók einnig til leikskólaaldurs og til þess sem í boði er fyrir börn með sérþarfir. Framkvæmd skólastarfs var könnuð og aðgengi að námi auk þess sem horft var til kennaramenntunar og þeirra möguleika sem kennarar og listamenn hafa til endur- og símenntunar. Að auki var litið til hlutverks og framlags skapandi list- og menningargreina í ljósi nýlegra hræringa í efnahagslegu og pólitísku umhverfi á Íslandi. Listfræðsla á Íslandi er góð á alþjóðlegum mælikvarða og nýtur víðtæks stuðnings almennings, foreldra og samfélags. Almennt séð er stuðningur nægur til að hægt sé að veita góða listfræðslu. Íslenskt menntakerfi þroskar færni og þekkingu í einstökum listgreinum, sérstaklega í sjónlistum, tónlist, handavinnu og textíl, en e.t.v. í minna mæli í dansi, leiklist, ljósmyndun og kvikmyndagerð. Við skipulag listfræðslu á Íslandi eru gæði höfð að leiðarljósi sem kemur skýrt fram í því hve auðvelt flestir nemendur eiga með að vinna með ýmis listform. Til viðbótar einkennist íslenskt listalíf af

umtalsverðri þátttöku almennings og einstaklingsbundnu og almennu frjálsræði. Greina þarf á milli þess sem kalla má menntun í listum (þ.e. kennslu hefðbundinna listgreina – tónlistar, leiklistar, handverks, svo dæmi séu tekin) og menntunar í gegnum listir (notkun lista eða listrænna aðferða í kennslu annarra greina, svo sem stærðfræði, læsi og í tæknigreinum). Listgreinakennsla þarf að vera öflug í skólum en listrænar og skapandi aðferðir þarf líka að samþætta námi og kennslu í öðrum greinum. Efla þarf og þróa skapandi starf í skólum með aukinni áherslu á skapandi kennsluhætti, einnig í kennslu listgreina. Skilgreina þarf betur þann mun sem er á listfræðslu, skapandi kennsluháttum og menningarfræðslu. Misræmis gætir milli þess hvernig listir eru almennt vítt skilgreindar í samfélaginu og þrengri skilgreiningar sem notuð er innan skólakerfisins. Auka þarf áherslu á að samþætta skapandi kennsluhætti þvert á námsgreinar og svið. Þó að íslenskir nemendur séu leiknir og sjálfsöruggir í listiðkun sinni eru þeir síður leiknir og sjálfsöruggir í framsetningu, kynningu, umfjöllun um eða í gagnrýni á listiðkun sína. Ferli og afurð þarf að tengja með skýrum hætti. Mikilvægt er að verkefnum og námsferlum ljúki með vandaðri kynningu. Viðburðir eins og sýningar, kynningar og flutningur ýmis konar hvetja til aukinna gæða auk þess sem slíkir atburðir vekja athygli og áhuga á því starfi sem unnið er. Aðgengi fyrir alla er mikils metið í íslenskum skólum og listfræðsla í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum er öllum opin. Leitast er við að þjóna þörfum hvers nemanda. Þó þarf að koma betur til móts við börn með sérþarfir hvað varðar námsframboð utan hins almenna skóla (sérstaklega í tónlist). Framboð og aðgengi utan skóla virðist nægjanlegt en í raun eru mjög fá dæmi um tónlistar- eða listaskóla sem leggja sérstaka áherslu á að höfða til og fullnægja þörfum nemenda með sérþarfir. Menningarstofnanir eiga í starfi sínu áfram að höfða til almennings, sérstaklega til fólks sem býr lengra frá þessum stofnunum. Skipa ætti sérstaka nefnd um það verkefni að stuðla að fjölbreytni og fylgjast með aðgengi. Til að góð listfræðsla dafni þarf hugmyndaríka, ástríðufulla og duglega kennara. Þó fram hafi komið áhyggjur af gæðum listfræðslu í kennaranámi sáust

fjölmörg dæmi um afburða góða listkennslu í skólum. Kennarar eru almennt mjög hæfir þó að listgreinakennara vanti víða á landsbyggðinni, sérstaklega í tónmennt í grunnskólum. Nefnt var að of litlum tíma væri varið í listir og menningu í kennaramenntun og að margir nemendur lykju kennaranámi án þess að öðlast nægjanlega færni og þekkingu til að ná árangri sem listgreinakennarar. Til að mæta þessu sjónarmiði þarf að sinna betur endur- og framhaldsmenntun kennara. Það viðhorf heyrist að dregið hafi úr framboði listfræðslu í kennaramenntun. Fjölga þarf viðurkenndum námsleiðum fyrir starfandi listamenn (í öllum listgreinum) og kennara (á öllum skólastigum) svo þeir hafi betri möguleika á að auka hæfni sína sem skapandi kennarar í listum og menningu. Verið er að endurskoða kennaramenntun á Íslandi. Niðurstöður þessarar úttektar jafnt sem aðrar rannsóknir ætti að nota til að bæta kennaramenntun í listum. Einkennandi fyrir íslenska listfræðslu er umfangsmikið kerfi tónlistarskóla sem stutt er af sveitarfélögum og starfar til hliðar við hið almenna skólakerfi. Kennsla tónlistarskóla byggir almennt á klassískri tónlist og hefðbundnum kennsluaðferðum hljóðfæra- og söngkennslu. Tónlistarskólar eru gjarnan í sér húsnæði og bjóða einkakennslu í hljóðfæraleik og söng. Hvetja ætti tónlistarskóla til nánara samstarfs við grunnskóla og rannsaka þarf áhrif mismunandi kennsluaðferða og kennslufyrirkomulags (einkakennsla samanborið við samkennslu í hljóðfæra- og söngkennslu) á gæði kennslunnar, ástundun og á námsáhuga Framhald á næstu síðu

Ný námskrá í rytmískri tónlist -------------------------Komin er út námskrá í rytmískri tónlist og er hún birt á vefsvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Einnig er linkur á aðalnámskrá tónlistarskóla á vefsíðu FT á www.ki.is. Námskráin er eingöngu gefin út á rafrænu formi og tekur þegar gildi. Námskráin er tíundi og síðasti greinarhluti aðalnámskrár tónlistarskóla og með henni er lokið heildarútgáfu ráðuneytisins á aðalnámskránni skv. auglýsingu um gildistök aðalnámskrár tónlistarskóla frá árinu 2000.


List- og menningarmenntun á Íslandi Samantekt um rannsókn Anne Bamford (framhald úr opnu) nemenda. Fjárhagslegt framlag foreldra til listnáms barna er umtalsvert. Varast þarf breytingar á kennsluháttum sem hafa neikvæð áhrif á aðgengi að námi og ástundun. Talsvert námsframboð einkaaðila í sjónlistum, handverki og dansi er til staðar utan hefðbundinna skóla. Einnig má nefna áhugaleikhópa, kóra og hljómsveitarstarf. Þessi listastarfsemi nýtur ekki stuðnings til jafns við tónlistarnám. Tónlistarskólar ættu að taka til skoðunar að breikka námsframboð sitt til annarra listgreina. Áframhaldandi samvinnu skólakerfis, menningargeirans og skapandi starfsgreina þarf að festa í sessi með stefnumótun og í framkvæmd. Virk samvinna skóla við utanaðkomandi aðila (listamenn, fyrirtæki, menningarstofnanir) er ekki algeng á Íslandi ef frá eru taldir þeir tónlistarskólar sem starfa innan veggja grunnskólans. Formlegu og reglubundnu samstarfi ætti að koma á milli þeirra aðila sem ábyrgir eru fyrir menntun og menningu á landsvísu, í sveitarfélögum og á einstökum svæðum svo miðla megi reynslu, verkefnum og kynna það sem vel er gert. Virka samvinnu ætti að færa út til fleiri skóla, auka fjölbreytni og lengja þann tíma sem hún stendur. Í tengslum við skapandi starfsgreinar þarf að rannsaka og safna upplýsingum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg áhrif menningar- og listastarfsemi atvinnumanna jafnt sem áhugamanna. Hér þarf að horfa til listahátíða og viðburða af ýmsu tagi sem og ört vaxandi menningartengdrar og umhverfismiðaðrar ferðamennsku.

Tillögur Í úttektinni eru settar fram tillögur til úrbóta í fimm meginþáttum: Stefnumótun og framkvæmd  Menntun í nýjum miðlum af ýmsu tagi ætti að þróa frekar.  Þróa þarf námsleiðir í listum sem taka með heildstæðum hætti til allrar menntunar barnsins.  Stuðla ætti með öflugum hætti að samþættu skapandi námi í gegnum listir. Samvinna  Veita þarf fjármagni sérstaklega til að miðla því sem vel er gert í listfræðslu.  Koma ætti á formlegu og öflugu samstarfi skóla við skapandi atvinnugreinar. Aðgengi  Stofna ætti nefnd sem hefði það verkefni að stuðla að fjölbreytileika í listfræðslu og fylgjast með aðgengi að listnámi.  Tónlistarskólar ættu að höfða til barna með sérþarfir með markvissari hætti. Námsmat  Aðferðir við námsmat eru afar takmarkaðar í list- og menningarfræðslu og auka þarf rannsóknir og þróun á þessu sviði.  Þróa þarf og koma í notkun einföldum aðferðum til að meta gæði listfræðslunnar.  Safna þarf gögnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg áhrif skapandi atvinnugreina á Íslandi.

Vönduð listfræðsla hefur djúpstæð áhrif á börn, á umhverfi náms og kennslu og á samfélagið. Þessi áhrif voru hins vegar aðeins greinileg þar sem vandað starf og skipulag var til staðar. Á heimsvísu er staða listfræðslu á Íslandi afar góð. Hún er vel metin af foreldrum og nemendum og hefur miðlæga stöðu í samfélaginu og í menntakerfinu. Ef tekið er mið af þeim stuðningi sem þessi rannsókn hefur fengið og þeim eindregna áhuga og fyrirgreiðslu sem íslenskt mennta- og listasamfélag hefur sýnt virðist framtíðin björt.

Menntun kennara  Kennaramenntun er nú í endurskoðun og er nauðsynlegt að nýta niðurstöður þessarar úttektar og annarra rannsókna til að bæta kennaramenntun í listum.  Fylgjast þarf náið með gæðum list- og menningarfræðslu í kennaranámi.  Fjölga þarf viðurkenndum námsleiðum fyrir starfandi listamenn (í öllum listgreinum) og kennara (á öllum skólastigum) svo þeir eigi betri möguleika á að auka hæfni sína sem skapandi kennarar í listum og menningu.

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Sumarúthlutun 2010 Orlofssjóður KÍ Fyrir tveim árum var reglum um sumarúthlutun breytt og er hún nú punktastýrð. Punktakerfi KÍ byggist á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta fyrir hvert unnið ár, tvo punkta fyrir hvern mánuð. Grunnpunktar voru gefnir þegar nýtt úthlutunarforrit, Hannibal, var tekið í gagnið árið 1996. Félagsmenn sem hafa starfað í 24 ár eða lengur (frá 1987) geta átt allt að 576 punkta sem er hámarkspunktafjöldi. Punktastýrð úthlutun 2010 fer eftir orlofspunktaeign félaga sem hér segir: Sumarleiga - vikuleiga 6. apríl kl. 12.00 400 - 576 punktar 9. apríl kl. 12.00 300 - 576 punktar 12. apríl kl. 12.00 200 - 576 punktar 15. apríl kl. 12.00 100 - 576 punktar 18. apríl kl. 12.00 allir sem eiga punkta Flakkarinn opnar sem hér segir á orlofsvefnum undir „Bókanir/laust“: 3. maí kl. 12.00 - fyrir félagsmenn sem eiga yfir 300 punkta 5. maí kl. 12.00 - fyrir félagsmenn sem eiga yfir 100 punkta 7. maí kl. 12.00 - fyrir alla félagsmenn sem eiga punkta Þeir sjóðsfélagar sem eiga enga orlofspunkta geta bókað hús eftir að sumartími hefst 1. júní. Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður FT, og Hafdís D. Guðmundsdóttir, starfsmaður FT.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.