Fréttabréf FT - 85. tbl., október 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Ársfundur FT 2010 Skólastefna og kjarasamningamál Félag tónlistarskólakennara heldur ársfund félagsins föstudaginn 22. október 2010 frá kl. 10:00-14:30 í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, Bankastræti 2, 101 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Farið verður yfir starfsemi og starfsáætlun félagsins og reikningar þess kynntir. Sérstök umfjöllunarefni á ársfundinum verða skólastefna félagsins og valin kjarasamningstengd atriði. Dagskrá: kl. 09:45 kl. 10:00

Morgunhressing Starfsemi og starfsáætlun FT Reikningar félagsins kynntir kl. 10:35 Umræður um skólastefnu FT Sem liður í endurskoðun á skólastefnu félagsins verður skólastefnan tekin til umræðu út frá nokkrum efnisatriðum sem verða kynnt stuttlega á fundinum: • Aðgerðaáætlun um þróun listfræðslu, frá annarri heimsráðstefnu UNESCO um listfræðslu, haldin í Seoul í maí 2010. • Markhópar tónlistarfræðslu. • Gæðaviðmið. kl. 12:00 Hádegisverður kl. 13:00 Umræður um valin kjaratengd atriði Um tíu ár eru liðin frá því að sú meginbreyting var gerð í kjarasamningum LN/FT/FÍH að dregið var úr miðstýringu og sjálfstæði skóla aukið. Tvö veigamikil atriði verða tekin til umfjöllunar á fundinum auk þess sem áherslur í komandi kjara-

samningum verða til umræðu: 1. Starfstími skóla/vinnutími kennara • Samkvæmt könnun FT 2008-2009 er munurinn á stysta og lengsta kennslutímabili í tónlistarskólum tæpir tveir mánuðir. • Samkvæmt könnun FT er munurinn á lægstu og hæstu kennsluskyldu á viku í tónlistarskólum tæpar 5 klst. Dregin verður upp mynd af starfstíma (kennslutímabili) tónlistarskóla eins og hann er í dag og farið verður yfir helstu viðmiðunarreglur sem gilda um skipulagningu starfstíma skóla. Rætt verður um kosti, galla og æskilega þróun þessu tengdu út frá sjónarhóli kennarans, nemandans og hagsmunum tónlistarskólakerfisins í heild. 2. Launapottar A og B Hvernig eru uppgefin dæmi í kjarasamningi um forsendur fyrir úthlutun úr potti að nýtast? Hvernig er framkvæmdin í kringum uppgefið verkferli að virka? Rætt verður um kosti, galla og æskilega þróun á launapotti út frá sjónarhóli kennara og skólastarfs. Áherslur í komandi kjarasamningum Umræður um áherslur tónlistarkennara og stjórnenda í komandi samningaviðræðum. kl. 14:30

Fundarslit

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum!

Samstarfssamningur FT og FÍH Stjórnir Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna hafa undanfarin misseri unnið að mati á möguleikum frekara eða breytts samstarfs milli félaganna undir stjórn Arnars Jónssonar, ráðgjafa hjá Capacent. Þann 8. október sl. undirrituðu stjórnir félaganna eftirfarandi samstarfssamning sem lið að auknu og skilvirkara samstarfi í þágu félagsmanna. Samstarfssamningur FÍH og FT Stjórnir FÍH og FT, hér á eftir nefndir samningsaðilar, gera með sér eftirfarandi samstarfssamning, í samræmi við sameiginlega

framtíðarsýn stjórna félaganna um aukið og bætt samstarf þeirra. Samningurinn varðar samstarf samningsaðila en hefur ekki áhrif á skyldur samningsaðila að öðru leyti samkvæmt lögum félaganna, landslögum eða öðrum samningum. 1. Markmið samstarfssamningsins Markmið samningsins er að samningsaðilar hafi eftirfarandi meginatriði að leiðarljósi í samstarfi sínu: • að hámarka faglegan og kjaralegan ávinning félagsmanna, Framhald á næstu síðu

Október 2010 · tölublað 85


Samstarfssamningur FT og FÍH frh. • •

að nýta samtakamátt þann sem liggur í stærri hópi og að draga úr líkum á skörun og tvíverknaði í hagsmunagæslu fyrir tónlistarmenn og tónlistarkennara á Íslandi.

Þetta verði gert með því: • Að ábyrgð hvors aðila og verkaskipting þeirra sé skýr, bæði í innbyrðis samstarfi þeirra og gagnvart þeim bandalögum sem félögin eiga aðild að. • Að tryggt verði að öllum tvíverknaði í sameiginlegri starfsemi aðilanna verði haldið í algjöru lágmarki, bæði til þess að koma í veg fyrir óhagræði fyrir þá sem hagsmuna eiga að gæta og til þess að lágmarka kostnað í starfsemi aðilanna. • Að upplýsingamiðlun sé virk og til þess fallin að auka þekkingu og skilning hvors félags á hinu. 2. Hlutverk og verkaskipting samningsaðila Um starfsemi og hlutverk FÍH fer samkvæmt lögum félagsins. Um starfsemi og hlutverk FT fer samkvæmt lögum félagsins. Samningsaðilar skulu virða starfssvið hvor annars og leitast við að skilgreina á skýran hátt verksvið og ábyrgð hvors aðila þegar hlutverk þeirra skarast og koma í veg fyrir neikvæð áhrif á hagsmuni sinna félagsmanna. 3. Verkaskipting samningsaðila 3.1 Samningsaðilar skulu áfram sinna sérhæfðum verkefnum á vettvangi félaganna að öðru leyti en því sem tilgreint er hér að neðan. 3.2 FÍH annast og hefur forystu um fagleg málefni og fyrirsvar er varðar störf organista og annarra hljómlistarmanna. FÍH annast samningagerð sem snýr að tónlistarflutningi. 3.3 FT annast og hefur forystu um fagleg málefni og fyrirsvar er varðar tónlistarkennara þ.m.t. svæðisþing tónlistarskóla. 3.4 Félögin skulu viðhafa samvinnu um þau málefni sem falla undir greinar 3.2 og 3.3. 3.5 Félögin vinna sameiginlega að gerð kjarasamninga fyrir sameiginlega hópa þ.e. tónlistarkennara og organista. Jafnframt standa félögin sameiginlega að uppskeruhátíð tónlistarskóla, sem haldin er í samstarfi við STS, og öðrum þeim verkefnum sem stjórnir félaganna taka ákvarðanir um. 3.6 Annað það sem stjórnir félaganna ákveða á sameiginlegum fundum sínum sbr. grein 4.1. 4. Fundir samningsaðila 4.1 Samningsaðilar skulu eigi sjaldnar en 2 sinnum á ári efna til sameiginlegs stjórnarfundar þar sem stjórnirnar fjalla um

áherslur næsta árs verkaskiptingu skv. 3. gr. og áhrif hennar á þjónustu við félagsmenn. 4.2 Formenn félaganna, og eftir atvikum starfsmenn, skulu halda með sér fundi þar sem fjallað er um atriði er varða sameiginlega hagsmuni félagsmanna og skiptast á upplýsingum. Fundirnir skulu haldnir eftir þörfum en eigi sjaldnar en 2 sinnum á ári. Um fundarsókn annarra en formanna fer eftir dagskrárefni og ákvörðun þeirra hverju sinni. 5. Samstarf um aðgerðir 5.1 Samningsaðilar skulu í samstarfi sínu leitast við að þróa aðferðir til aukinnar skilvirkni og skilnings á starfsemi hvors félags. 5.2 Samningsaðilar skulu gera hvor öðrum grein fyrir verkefnum eða aðgerðum sem þeir hyggjast grípa til og ætla má að hafi þýðingu fyrir starfsemi viðkomandi félags. 5.3 Samningsaðili ber sjálfstæða ábyrgð á aðgerðum sem hann grípur til í samræmi við hlutverk sitt samkvæmt 2. gr. 6. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi Samningsaðilar skulu, þegar við á, hafa samráð um alþjóðlegt samstarf og fundarsókn sem tengist hlutverki beggja aðila. Jafnframt skal hvor samningsaðila upplýsa hinn um stefnumarkandi atriði er fram koma í alþjóðlegu samstarfi og varða hlutverk viðkomandi aðila. 7. Annað Samningurinn skal endurskoðaður telji annar hvor eða báðir samningsaðilar þess þörf og skal þá leggja fram breyttan samning innan þriggja mánaða.

Samantekt á umræðum um tillögur að meistaranámi í hljóðfæra- og söngkennslu við LHÍ Á svæðisþingum tónlistarskóla í haust fór fram kynning á tillögum að meistaranámi í hljóðfæra- og söngkennslu við Listaháskóla Íslands. Tillögurnar gerði vinnuhópur sem var skipaður af rektor Listaháskóla Íslands (LHÍ) og hann skipuðu: Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður hópsins, Kjartan Óskarsson, skólastjóri, og Sigrún Grendal, píanókennari. Tillögurnar má finna á vefsíðu félagsins á www.ki.is en hér á eftir fylgir samantekt helstu athugasemda sem komu fram í umræðum á þingunum. Þriðja eða fjórða stigs nám – Á fjórða stigi er kveðið á um að umfang rannsóknar og/eða lokaverkefnis skuli vera a.m.k. 30 einingar og veitir meistaraprófið aðgang að doktorsnámi á þriðja þrepi. Starfstengt meistarapróf á þriðja stigi veitir að öllu jöfnu ekki aðgang að framhaldsnámi á þriðja þrepi.

Frá undirritun samstarfssamnings FT og FÍH F.v.: Sigrún Grendal, formaður FT, Björn Th. Árnason, formaður FÍH, Jón Hrólfur Sigurjónsson, stjórnarmaður FT, Ásgeir H. Steingrímsson, stjórnarmaður FÍH, Gunnar Hrafnsson, varaformaður FÍH, og Árni Sigurbjarnarson, varaformaður FT.

Á svæðisþingunum komu fram þau sjónarmið að námsbrautin væri e.t.v. of umfangsmikil og að með fjórða stigs námi væri e.t.v. í of mikið lagt. Bent var á að margir kennarar legðu ríka áherslu á flutningsþáttinn í störfum sínum og vangaveltur voru um hvort svo veigamikill rannsóknarþáttur væri nauðsynlegur í námi á sviði lista og sköpunar (þ.e. námið lyti ekki að fræðimennsku). Á nokkrum stöðum kom fram að e.t.v. væri ákjósanlegt að hægt væri að velja um námsleiðir þ.e. þriðja stigs eða fjórða stigs nám. Á móti var rætt um mikilvægi þess að tryggja jafnstöðu við aðra kennara og var í því samhengi rætt um starfsöryggi, starfskjör og hugsanlega lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum tónlistarskólakennara. Framhald á baksíðu


Áfram kennarar! Þankabrot um fagmennsku Á svæðisþingum tónlistarskóla nú í haust hélt Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og formaður skólamálaráðs KÍ, erindi um fagmennsku.

Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands (KÍ) Í erindi sínu velti Elna Katrín m.a. fyrir sér spurningum eins og hvað er fagmennska? Hvað er menntun? Hver eru tengsl menntunar og fagmennsku? Hvers vegna er meira rætt um fagmennsku kennara en margra annarra stétta? Eru allir langskólagengnir sjálfkrafa menntaðir menn? Og eru allir menntaðir menn fagmenn? Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar úr erindi hennar: Kennaramenntun og fagmennska „Samfélagslegar breytingar kalla á stöðuga endurskoðun kennaramenntunar sem að sínu leyti er einnig aflvaki nýsköpunar og sóknar. Störf kennara eru sífellt í brennidepli samfélagsins sem er í senn gagnrýnið á margt sem snertir menntun og störf kennara og um leið meðvitað um hve mikið það á undir fagmennsku kennara og hollustu þeirra við starf sitt og umbjóðendur þ.e. nemendurna. Mikil laga- og reglubinding mála sem tengjast störfum kennara, skipulagi og inntaki menntunar þeirra, inntaki kennarastarfsins og framgöngu kennara í starfi endurspeglar þörf og vilja bæði samfélagsins og kennarastéttarinnar sjálfrar.“ Kennarastarfið og skuldbinding þess „Kennarastarfið, segir Broddi Jóhannesson (1978), veltur á viðurkenndum forða sameiginlegrar sérþekkingar, kunnáttu sem leikni og sameiginlegu siðgæði starfsmanna. Gæta þeir þess sjálfir án ytri íhlutunar og af því hugarfari, að skyldur þeirra við skjólstæðinga sína séu æðri öðrum skyldum starfsins. Hann ræðir hér

um kennarastarfið sem prófessjón eða lífsstarf. Starf kennarans á margt sammerkt með störfum annarra fagstétta í almannaþjónustu en sterkt sameiginlegt einkenni slíkra starfsstétta sem m.a. birtist í niðurstöðum rannsókna er hollusta við starfið, fagið og vinnustaðinn eða stofnunina sem raðast ofar á lista en t.d. spurningar um laun eða möguleika á framgangi í starfi.“ Kennarinn skiptir mestu um nám nemendanna „Í viðtali við Lindu Darling-Hammond (2006) segir hún aðspurð um áhrif kennara á árangur nemenda að menntun kennara, þekking þeirra og færni skipti meira máli fyrir nám nemendanna en nokkur annar þáttur. Í sama streng taka höfundar skýrslu um rannsókn á ýmsum menntakerfum sem OECD stóð fyrir árið 2007 og beindist að því að skýra góðan árangur ýmissa menntakerfa umfram önnur. Í lokaorðum sínum segja höfundar meðal annars að gæði menntakerfis verði aldrei betri en gæði kennaranna og kennslu þeirra og að eina leiðin til að bæta árangur sé að bæta kennslu. Í þessu felst ekki bara áminning og áskorun til stjórnvalda, háskólastofnana og samfélagsins almennt um að hlúa að kennaramenntun, kennarastarfinu og skólastarfi yfirleitt heldur einnig gríðarleg áskorun til kennarans sem einstaklings og til fagstéttarinnar.“

þeir ekki farið í þolendahlutverkið þó aðstæður séu erfiðar um lengri eða skemmri tíma. Kennarar eru mikilvægir útverðir menntunar og hljóta að mæla afstöðu sína til ákvarðana sem teknar eru í samfélaginu um skólastarf og menntun á mælistiku fagmennsku sinnar. Kennarar enn frekar en margar aðrar starfsstéttir þurfa að gefa meira af sér í starfi þegar illa árar og fagmennska okkar bannar okkur að láta óátaldar eða verða meðvirk í aðgerðum sem skaða nemendur og menntun þeirra. Það er hluti af fagmennskunni að verja nemendur og menntun þeirra áföllum sem ekki verða bætt síðar og að missa ekki sjónar á kröfum um góðan aðbúnað í skólastarfinu og bætt kjör.“ Kennsla í hjólförum vanans? „Fagmenn eiga að vera gagnrýnir og leitandi. Kennarastéttin hefur nokkurt orð á sér fyrir að vera íhaldssöm - jafnvel talað um hjólför vanans. Hristum þetta orðspor af okkur. Það er engu minni ástæða til að vera róttækur og framsækinn í starfi á krepputímum en á uppgangstímum. Kreppan breytir starfsumhverfinu a.m.k. tímabundið en hún sem slík breytir ekki fagmennsku okkar heldur krefur okkur fyrst og fremst um fagleg viðbrögð.

Veljum sókn fremur en vörn til þess að halda uppi kröfunni í samfélaginu um að ekki verði framin óhæfuverk á skólastarfi og menntun með kreppuna að yfirskini. Gerum vel í starfi og krefjumst sama af Kennarinn sem fagmaður • „Ber virðingu fyrir menntun sinni, skólayfirvöldum.“ ræktar hana og viðheldur henni. • Miðlar af þekkingu sinni og sérhæf- Í upphafi skal endinn skoða ingu með sannfæringu um mikilvægi „Í inngangsorðum mínum varð mér starfsins að leiðarljósi. nokkuð tíðrætt um hina hugsandi og • Sýnir menntun og þekkingu annarra hugrökku manneskju sem horfir gagnáhuga og virðingu og ástundar rýnið á sjálfa sig og samfélag sitt og samvinnu jafnt í eigin kennslugrein og tengir með fagmennsku sinni saman þekksem fagmaðurinn kennari eða skóla- ingu sína og siðferðileg gildi. Hvatt var til stjórnandi. framsækni og nýsköpunarvilja. En fer • Þekkir og virðir óskrifaðar og slíkt saman við stefnufestu og það að skrifaðar reglur um framgöngu í starfi halda í heiðri gömul gildi? Ég tel svo vera sem utan þess - jafnt gagnvart starfs- og að það sé einmitt eitt af hlutverkum systkinum og nemendum sem og kennara og kennarastéttarinnar að sjá í öðrum aðilum sem starfið krefst sam- gegnum hæpnar tískubólur og spyrja skipta við hverju sinni. ávallt um innihald fremur en að einblína á • Hlúir einnig að sjálfum sér og við- umbúðirnar. Um leið og við sækjum fram heldur andlegu og líkamlegu þreki - í og prófum óhikað nýjar leiðir þurfum við þágu starfsins og markmiða þess.“ að sýna festu og horfa ákveðið til langtímaáhrifa og árangurs um starf á sviði Fagmennska í blíðu og stríðu því skóla- skóla- og menntamála, málefna er snerta velferð nemenda, málefna kennarastarfið er okkar mál „Kennarar eru fyrst og fremst gerendur, menntunar, kennarastarfsins og kennaraleiðtogar og fyrirmyndir. Þess vegna geta stéttarinnar.“


Samantekt á umræðum um tillögur að meistaranámi í hljóðfæra- og söngkennslu við LHÍ framhald af bls. 2 Nám á aukahljóðfæri – Á flestum þingunum var rætt um mikilvægi þess að hafa meira rými fyrir nám á aukahljóðfæri. Tónlistarskólar út á landi þurfa á fjölhæfum kennurum að halda og í því sambandi var bent á gagnsemi þess að kennarar geti kennt á fleiri en eitt hljóðfæri innan sömu hljóðfærafjölskyldu. Miðpróf á píanó – Í tillögunum er gerð krafa um að allir ljúki miðprófi í píanóleik. Spurt var hvort það væri raunhæf og/ eða nauðsynleg krafa og hvort rétt væri að einskorða aukahljóðfæri við píanó. Hlutanám og fjarnám – Á landsbyggðinni var mikið spurt um hvort hlutanám og fjarnám muni standa til boða. Nína Margrét skýrði frá því að sem stæði væri fjarnám ekki til staðar við LHÍ. Hvatt var til að kannað yrði hversu stór hópur hefði áhuga á fjarnámi og einnig hvort einhverja kúrsa mætti taka í öðrum skólum, t.d. Háskólanum á Akureyri. Inntökuskilyrði – Nokkrar umræður urðu um inntökuskilyrði og spurt var hvort tónlistarkennaranám yrði metið inn í þessa deild, t.d. kennaraprófin úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Í svari Nínu Margrétar kom fram að „tónlistarkennari IV“ skv. kjarasamningi væri gilt aðfararnám, sem inniber m.a. kennarapróf og einleikarapróf, en hún minnti jafnframt á að það er inntökupróf inn í námið.

annað tveggja, tónlistarflutning og kennslufræði, varðandi inntöku í námið.

Ný íslensk útgáfa af

Tímasetning – Á öllum svæðisþingunum var spurt um hvenær fyrirhuguð námsbraut gæti farið af stað. Farið var yfir verkferlið framundan hvað tillögurnar varðar og haustið 2012 nefnt í tengslum við mögulegt upphaf námsbrautar en tekið fram að tímasetningin sé nefnd án ábyrgðar og fjármögnun væri forsenda.

Karnivali dýranna

Kennaraskortur út á landi – Bent var á að nemendur úr LHÍ virðast ekki skila sér út á landsbyggðina og var óskað eftir að þessi veruleiki yrði skoðaður samhliða ákvörðunum um námið. Fram kom að hugmyndin um „heimaskóla“ í tengslum við æfingakennslu gæti stuðlað að því að kennaranemar kynnist starfsemi út á landi. Endur- og símenntun – Fram komu ábendingar um mikilvægi framboðs á endurmenntun samhliða nýrri námsbraut og spurðu ýmsir hvort mögulegt yrði að sækja einstaka fög námsbrautarinnar. Innlendir kennarar og/eða samstarf við erlenda háskóla – Í máli þátttakenda kom fram að tillögurnar væru metnaðarfullar og spurt var um hvort menn teldu mögulegt að manna kennarastöður með innlendum kennurum eða hvort farið yrði í samstarf við erlenda háskóla.

Út er komin ný íslensk bók og geisladiskur með verkinu Karnival dýranna eftir Camille Saint Saens. Þórarinn Eldjárn hefur samið nýjan texta sem tengir saman kafla verksins og Kristín María Ingimarsdóttir hefur teiknað líflegar myndir með textanum. Geisladiskur fylgir útgáfunni en þar flytur kammerhópurinn Sherezade tónlistina. Leikarinn Sigurþór Heimisson er þar í hlutverki tónskáldsins sem kynnir verkið áheyrendum og leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir les síðan texta Þórarins á milli kafla verksins. Skemmtilegt margmiðlunarefni tengt bókinni er komið á netið á slóðinni www.tofrahurd.is/karnival en þar má heyra hljóðdæmi, skoða hljóðfærin og ýmislegt annað tengt Karnivali dýranna og er aðgangur öllum opinn, bæði kennurum og nemendum og gæti mjög vel nýst sem kennsluefni.

Staða tónlistarkennara sem eru starfandi í dag – Á flestum stöðum spunnust umræður um stöðu starfandi tónlistarkennara, í ljósi „Bolognasamþykktarinnar“, fimm ára kennaramenntunar og fyrirhugaðrar námsbrautar. Spurt var um hvort þeir yrðu lægra settir en kennarar sem munu útskrifast úr meistaranáminu, t.d. réttinda- og kjaralega. Bent var á að um tvö mál er að ræða, þ.e. námsbrautin er eitt og umræða um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum tónlistarskólakennara annað. Fram kom að fordæmi eru fyrir því í kennarastétt að þegar menntunarkröfur eru auknar sé fyrri menntun jafnsett nýrri menntun hvað laun og réttindi varðar. Þá var einnig rætt um hvort greinarmunur yrði gerður á þeim sem hafa lagt áherslu á

Kennslutungumál – Gert er ráð fyrir að kennslutungumál verði enska auk íslensku. Í umræðum var nefnt að enska gæti e.t.v. fælt suma Íslendinga frá en á móti gæti íslenska fælt kennara af erlendum uppruna frá náminu.

Tillaga að valkúrs – „Music business“ var nefnt sem tillaga að valkúrs í náminu.

Þessi útgáfa er ætluð yngri kynslóðinni og er tilvalin leið til að kynna þeim klassíska tónlist á vandaðan en jafnframt skemmtilegan máta. Umsjón með útgáfunni og höfundur margmiðlunarefnis er Pamela De Sensi flautuleikari en Forlagið gefur út.

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður FT, og Hafdís D. Guðmundsdóttir, starfsmaður FT.

Klassík/rytmík – Fram kom fyrirspurn um hvort námið muni ná til rytmískrar tónlistar. Áhersla var lögð á að námi á sviði klassískrar og rytmískrar tónlistar yrði ekki skellt saman – tryggja þyrfti gæði á báðum sviðum. Sjónarmið nýútskrifaðra og þeirra sem eru enn í námi – Hvatt var til þess að leita eftir sjónarmiðum nýútskrifaðra kennara og nemenda sem enn eru í námi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.