Fréttabréf FT - 86. tbl., desember 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Kjaramál Kjaraviðræður, niðurskurður og starfstími skóla Undirritun viðræðuáætlunar Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna undirrituðu viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 2. desember sl.vegna kjarasamningsviðræðna aðila. Á næsta fundi sem boðaður er 16. desember munu samningsaðilar kynna og fara yfir sín áhersluatriði en stefnt er að því að gera kjarasamning fyrir 30. janúar 2011. Úr ályktun KÍ Á sameiginlegum fundi stjórna og samninganefnda félaga innan Kennarasambands Íslands þann 3. desember sl. kom fram að sambandið mun ekki taka þátt í heildarsamfloti um gerð kjarasamninga. Í ályktun frá fundinum segir að Kennarasamband Íslands sé þrátt fyrir þá afstöðu sína tilbúið til samvinnu um afmarkaða þætti sem miðar að því að finna þær forsendur sem kjarasamningar gætu byggt á. Þá telur Kennarasambandið engar forsendur fyrir því að gera kjarasamninga til lengri tíma en eins árs. „Nægir hér að nefna óvissu um fjárlög næstu ára, óvissu um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og ekki síst óvissu um þróun verðlags á næstu misserum. Þá er starfsöryggi margra í uppnámi vegna óvissu um framtíð skóla þar sem áform eru uppi um sameiningu og /eða niðurlagningu þeirra.“ Fréttir af niðurskurði Tónlistarskólar hafa ekki farið varhluta af niðurskurði undanfarin misseri og er mikilvægt fyrir stéttina og starfsemi tón-

listarskóla að standa vaktina og halda ótrauð fram rökum gegn niðurskurði og leita leiða til að standa sem best vörð um tónlistarfræðslu og störf tónlistarkennara. Á svæðisþingum tónlistarskóla síðast liðið haust var m.a. farið yfir breytingar á fjárframlögum sveitarfélaga til tónlistarskóla á tímabilinu 2008-2010. Mismunandi skýringar geta legið að baki breytingum á fjárframlögum á milli ára en þegar upplýsingar frá skólum hafa verið yfirfarnar og tillit tekið til athugasemda sem komu fram í umræðum á svæðisþingum má ætla að niðurskurður í skólum fyrir utan Reykjavík hafi verið um 9% að meðaltali á þessu tímabili á móti um 20% í Reykjavík (að teknu tilliti til launahækkana á tímabilinu). Félaginu berast upplýsingar um fyrirhugaðan niðurskurð á næsta ári og mikilvægt er að allir leggist á árarnar og spyrni við fótum á hverjum stað. Kjaramálaumræða á ársfundi FT og á haustþingi STS Starfstími skóla/vinnutími kennara Um tíu ár eru liðin frá því að sú meginbreyting var gerð í kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga (LN) og FT/FÍH að dregið var úr miðstýringu og sjálfstæði skóla var aukið. Á ársfundi FT sem og á haustþingi STS fór formaður FT sérstaklega yfir tvö veigamikil atriði sem bæði snerta breytingarnar árið 2001, þ.e. svokallaðan „launapott“ og starfstíma skóla/ vinnutíma kennara, sem hér verður ræddur frekar. Framhald í opnu

Nótan 2011 Yfirstjórn Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla, hefur sent eftirfarandi upplýsingar frá sér vegna fyrirkomulags Nótunnar 2011. Stjórnir á hverju svæði munu ákveða dagsetningar og staðsetningar svæðisbundinna tónleika og verða upplýsingar þar að lútandi sendar út til skólanna. Fyrirkomulag Skipulag og grunnhugsun hátíðarinnar byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endur-

spegli ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistarnámsins. Uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram í þremur hlutum: 1. Innan hvers skóla / forval Fyrsti hluti uppskeruhátíðarinnar fer fram inn í tónlistarskólunum og felur í sér forval/tilnefningar á atriðum til þátttöku á svæðisbundna hluta hátíðarinnar. Hverjum skóla er í sjálfsvald sett hvort og hvernig hugmyndin er nýtt í skólastarfinu og hvernig er staðið að fyrrgreindu vali á atriðum. Framhald í opnu

desember 2010 · tölublað 86


Kjaramál Kjaraviðræður, niðurskurður og starfstími skóla Kennsluvikur:

(Starfstími skóla - frh. af forsíðu)

Hæsta gildi Lægsta gildi Meðaltal Landið allt

37,01

29,38

33,77

Höfuðborgarsvæði

36,91

31,33

32,96

Utan höfuðborgarsvæðis

37,01

29,38

34,36

Eins og sést í töflunni hér að framan var meðal kennslutímabil 33,77 vikur á landinu öllu skólaárið 2008-2009. Kennslutímabil skóla á höfuðborgarsvæðinu er að meðaltali 1,4 vikum styttri en á landsbyggðinni. Taflan sýnir enn fremur að munurinn á kennsluvikum nemenda í tónlistarnámi fer upp í 7,63 vikur eða næstum tvo mánuði. Upplýsingar félagsins um viðbrögð skóla við niðurskurði síðustu misseri gefa vísbendingar um að þessar tölur hafi lækkað nokkuð frá því að könnunin var gerð þ.e. að kennslutímabil í tónlistarskólum hafi styst enn meira. Vikuleg kennsluskylda kennara ræðst af lengd kennslutímabils skóla. Í eftirfarandi töflu má sjá að munurinn á kennsluskyldu kennara fór upp í 4,9 klst. eða næstum 5 klst. á viku skólaárið 2008-2009:

des

20,9

Höfuðborgarsvæði

22,5

19,1

21,4

Utan höfuðborgarsvæðis

24,0

19,1

20,6

Dregin var upp mynd af mismunandi lengd kennslutímabils í tónlistarskólum og kostir, gallar og æskileg þróun rædd út frá sjónarhóli kennarans, nemandans og hagsmunum tónlistarskólakerfisins í heild. Í töflunni hér á eftir er mismunandi fjölda kennsluvikna stillt upp (7,25 mánuðir til 9 mánuðir). Í dæmunum miðast fyrsti kennsludagur/skólasetning við 1. sept., ekkert vetrarfrí er tekið, allir virkir dagar eru nýttir og kennslutímabilið er eins samfellt og hægt er. Taflan sýnir t.d. að skóli sem er með 30 vikna kennslutímabil ætti að vera að slíta skólanum í fyrrihluta apríl.

36 vikur

7,25 mán

7,5 mán

8,25 mán

8,5 mán

9 mán

jan feb

Skólaslit

mar

30. mars Skólaslit

apr

6. apríl

maí Vikuleg vinnuskylda

55 klst.

53 klst.

Skólaslit Skólaslit Skólaslit 5. maí

12. maí

26. maí

48 klst.

47 klst.

44 klst.

Stjórn félagsins hefur lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri þróun sem á sér stað í tónlistarskólum en mikill meiri hluti tónlistarskóla virðist kjósa að aðlaga starfstíma skólans ekki að starfstíma grunnskóla á sama svæði. Kennslutímabil grunnskóla er 37 vikur, þar af eru 36 vikur skóladagar nemenda og 5 starfsdagar kennara. Kjarasamningurinn kveður á um að aðlögun skuli viðhöfð. Einungis er heimilt er að haga vinnutíma með öðrum hætti með samkomulagi starfsmanna og atvinnurekenda og með samþykki stéttarfélaganna (sbr. gr. 2.1.2). Ef samkomulag starfsmanna og atvinnurekenda er um að þjappa kennslutímabilinu gerir stéttarfélagið ekki athugasemdir þar við. Í samningunum 2001 var lenging starfstíma til jafns við grunnskólann (aukning á þjónustu við nemendur) ein meginforsenda þess að fá sambærileg laun og grunnskólakennarar þá. Tónlistarskólar hafa mikil áhrif á þróun tónlistarfræðslu með áherslum í starfsemi sinni nú sem fyrr og vill félagið vekja stéttina til umhugsunar og spyrja eftirfarandi spurningar: Er sú leið að kjósa að stytta kennslutímabil skóla í samræmi við hagsmuni og gæði í tónlistarfræðslu?

19,1

34 vikur

nóv

Hæsta gildi Lægsta gildi Meðaltal 24,0

33 vikur

okt

Landið allt

30 vikur

sept

Farið var yfir helstu viðmiðunarreglur sem skólar þurfa að fara eftir við skipulagningu starfstíma skóla: • Vinnutími kennara í fullu starfi skal vera 40 klst. á viku til jafnaðar yfir árið (gr. 2.1.6.1) • Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur eftir því sem við verður komið (2.1.3) • Skóladagar nemenda (kennslutímabil) skulu vera á tímabilinu 20. ágúst til 5. júní (gr. 2.1.5) • Starfstíminn, einkum kennslutími, skal aðlagaður starfstíma grunnskóla á sama svæði (gr. 2.1.5) • Tónlistarskólum er heimilt að taka upp vetrarleyfi nemenda. Kynntar voru upplýsingar úr könnun Félags tónlistarskólakennara 2008-2009 um lengd kennslutímabils í tónlistarskólum í vikum talið:

29 vikur

Út frá sjónarhóli kennarans? - Er 11 klukkustunda vinnudagur raunhæf leið? Út frá sjónarhóli nemandans? - Er 7,25 mánaða skóli æskilegur námslega séð? Út frá hagsmunum tónlistarskólakerfisins í heild? - Hvernig tryggjum við sterka stöðu tónlistarskóla sem mennta- og menningarstofnana?

Í umræðum á ársfundi félagsins voru fundarmenn sammála um að þessi þróun væri óæskileg og mikilvægt væri að stéttin sameinaðist um að vinda ofan af þessari þróun. Félagið hvetur stéttina til að velta fyrir sér svörum við framangreindum spurningum með þróun tónlistarfræðslu og starfskjör stéttarinnar í huga. Stjórn FT hvetur kennara og stjórnendur tónlistarskóla til að taka þetta mál til faglegrar umfjöllunar út í skólunum þar sem kostir, gallar og æskileg þróun er rædd. Með faglega framtíðarsýn að leiðarljósi er mikilvægt að gæta að jafnvægi á milli skammtíma og langtíma hagsmuna. Það er sýn stjórnar FT að hér þurfi tónlistarskólar að taka forystu um að rétta af stefnuna.


Nótan 2011 (Nótan 2011 - frh. af forsíðu) Sem dæmi um leiðir/útfærslu á fyrsta hluta uppskeruhátíðarinnar má nefna: • • • •

Uppskeruhátíð einstakra skóla Sérstakir valtónleikar innan hvers skóla Keppni innan einstakra skóla Kennarahópurinn velur atriði

Skólar geta unnið úr hugmyndinni hver með sínu sniði í sínu sveitarfélagi og leiðir geta verið ólíkar milli ára. Þau atriði sem hver skóli velur/tilnefnir verða á efnisskrá svæðisbundinna tónleika sem er annar hluti uppskeruhátíðar tónlistarskóla. 2. Svæðisbundnir tónleikar Annar hluti uppskeruhátíðar tónlistarskóla felst í svæðisbundnum tónleikum sem haldnir verða á fjórum svæðum: • • • •

Höfuðborgarsvæðinu Vesturlandi og Vestfjörðum Norður- og Austurlandi Suðurlandi og Suðurnesjum

Undirbúningshópar munu skipuleggja fyrirkomulag og umgjörð svæðisbundnu tónleikanna. Þeir munu senda út upplýsingar um dagsetningu, staðsetningu og fyrirkomulag á hverju svæði.

Undirbúningshópar fyrir svæðisbundna tónleika Nótunnar Fyrir Norðurland og Austurland Gillian Haworth (FT), Hjörleifur Örn Jónsson (STS) og Einar Bragi Bragason (FÍH). Fyrir höfuðborgarsvæðið Kári Húnfjörð Einarsson (FT), Össur Geirsson (STS) og Snorri Örn Snorrason (FÍH). Fyrir Vesturland og Vestfirði Jóhanna Guðmundsdóttir (STS) og Sigríður Havsteen Elliðadóttir (FT). Fyrir Suðurland og Suðurnes Karen J. Sturlaugsson (STS), László Czenek (FT) og Eyþór Ingi Kolbeins (FÍH).

Markmiðin með uppskeruhátíð tónlistarskóla eru: Að bjóða upp á nýja vídd í starfsemi tónlistarskóla og vera hvetjandi innlegg bæði fyrir kennara og nemendur í starfi sínu • Að efla faglegt starf • Að standa fyrir faglegri og skemmtilegri tónlistarhátíð þar sem tónlistarnemendur fá viðurkenningu fyrir afrakstur vinnu sinnar og frammistöðu • Að stuðla að auknu samstarfi tónlistarkennara og tónlistarskóla Að auka sýnileika og hróður tónlistarskóla á Íslandi • Að skapa vettvang sem virkjar tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt

Yfirstjórn Nótunnar Fjórir fulltrúar frá STS: Hjörleifur Örn Jónsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Karen J. Sturlaugsson og Össur Geirsson. Tveir fulltrúar frá FÍH: Sigurður Flosason og Snorri Örn Snorrason. Tveir fulltrúar frá FT: Árni Sigurbjarnarson og Sigrún Grendal. Í þriggja manna framkvæmdastjórn eiga sæti: Sigrún Grendal, Össur Geirsson og Sigurður Flosason. Formaður yfirstjórnar er Sigrún Grendal. Þau atriði sem fá sérstakar viðurkenningar á svæðisbundnu tónleikunum öðlast rétt til þátttöku á tónleikum á landsvísu sem er þriðji hluti uppskeruhátíðarinnar. 3. Tónleikar á landsvísu Þriðji hluti uppskeruhátíðar tónlistarskóla fer fram í formi tónleika á landsvísu laugardaginn 26. mars 2011 í Langholtskirkju í Reykjavík. Yfirstjórn Nótunnar sér um skipulagningu þessa hluta hátíðarinnar. Þemu Ákveðið var að hafa þema uppskeruhátíðarinnar opið eins og síðast. Allar stíltegundir tónlistar og hljóðfærasamsetningar eru gjaldgengar, einungis þarf að taka mið af áfangaskiptingu aðalnámskrár. Bent er á viðurkenningarflokka hátíðarinnar sem ætlað er að tryggja fjölbreytileika á hátíðinni. Þátttökuflokkar Uppskeruhátíðin er opin öllum tónlistarnemendum og hefur engin aldursmörk. Þátttakendum er skipað í flokka eftir áfangaskiptingu aðalnámskrár tónlistarskóla þ.e. í grunnnám, miðnám og framhaldsnám.

Frá ársfundi FT þann 22. október 2010

Viðurkenningarflokkar Í öðrum (svæðisbundnir tónleikar) og þriðja hluta (tónleikar á landsvísu) uppskeruhátíðarinnar getur eitt atriði innan hvers námsáfanga fengið viðurkenningu/verðlaun skv. eftirfarandi viðurkenningarflokkum en ekki er nauðsynlegt/sjálfgefið að veita viðurkenningar í öllum flokkum: • Fyrir einleiks-/einsöngsatriði • Fyrir samleiks-/samsöngsatriði • Fyrir frumsamið tónverk /eða frumlegt atriði Framhald á baksíðu


Nótan 2011 (frh. af fyrri síðu) Heimilt er að slá saman þátttökuflokkum (námsáföngum) þar sem fáir þátttakendur eru í flokki/um. Viðurkenningar verða þá veittar eins og um einn flokk væri að ræða. Fjöldi þátttakenda Í fyrsta hluta uppskeruhátíðarinnar, sem fram fer innan hvers skóla, getur þátttaka verið opin öllum nemendum. Í öðrum hluta hátíðarinnar, á svæðisbundnu tónleikunum, ákveða undirbúningshópar á hverju svæði umfang tónleika og ræðst sá tími sem hver tónlistarskóli hefur úr að moða þar af sem og af fjölda þátttökuskóla.

Má skipta um verk á lokatónleikunum? Ekki er heimilt að skipta um verk á lokatónleikunum. Valnefnd Valnefndir samanstanda af þremur fagaðilum. Viðurkenningar Allir þátttakendur í öðrum og þriðja hluta uppskeruhátíðarinnar fá viðurkenningarskjal en valnefnd getur veitt framúrskarandi atriðum sérstaka viðurkenningu/verðlaun í fyrrgreindum þremur viðurkenningarflokkum. Almennt er aðeins um að ræða eina viðurkenningu/verðlaun í hverjum þátttökuflokki í einhverjum eða öllum tilgreindum viðurkenningarflokkum.

Í þriðja hluta uppskeruhátíðarinnar, tónleikum á landsvísu, ákveður yfirstjórn fjölda atriða (umfang) og skiptir á svæðin út frá gefnum forsendum.

Í þeim tilfellum sem hámarksfjöldi viðurkenninga er ekki fullnýttur hefur valnefnd, í einstaka tilfellum, heimild til að veita sérstakar viðbótar viðurkenningar sem geta bæði fallið undir tilgreinda viðurkenningarflokka eða þar fyrir utan.

Um þátttöku kennara Meginreglan er að um tónlistarflutning nemenda er að ræða og nemendur eru í forgrunni. Þátttaka kennara takmarkast við hefðbundið hlutverk meðleikara. Ef einhverjir eru í vafa um aðkomu kennara að atriðum er velkomið að senda yfirstjórn fyrirspurn sem þá tekur afstöðu til viðkomandi tilfellis.

Viðurkenningar valnefndar á svæðisbundnu tónleikunum veita viðkomandi rétt til að taka þátt í þriðja hluta hátíðarinnar. Þau tónlistaratriði sem fá viðurkenningar í þriðja hluta hátíðarinnar verða hljóðrituð. (Hugmyndin er að til verði efni sem skólar geta m.a. notað til kynningar á starfsemi sinni).

Um fjölda verka og/eða atriða á einstakan nemanda Fjöldi verka/atriða á einstakan nemanda er ákvörðun hvers skóla fyrir sig. Undirbúningshópar á hverju svæði geta þó sett sér reglur þar að lútandi.

Tilkynning um þátttöku Undirbúningshópar vegna svæðisbundnu tónleikanna munu auglýsa eftir þátttökuskólum og kynna nánar fyrirkomulag á hverju svæði fyrir sig á næstunni.

Félag tónlistarskólakennara óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Jólaball Í tilefni jólanna og nýgerðs samstarfssamnings á milli FT og FÍH er félagsmönnum FT boðin þátttaka í árlegu jólaballi FÍH sem haldið verður þriðjudaginn 28. desember kl. 15.00-17.00 í Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. Hljómsveit Eddu Borg leikur jólalögin og jólasveinn gleður unga gesti með gjöfum og söng! Kaffiveitingar verða í boði. Aðgangseyrir er kr. 500 á barn. Þátttaka tilkynnist fyrir 22. des. á netfangið bjorg@fih.is.

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður FT, og Hafdís D. Guðmundsdóttir, starfsmaður FT.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.