Fréttabréf FT - 89. tbl., ágúst 2011

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Kjarasamningurinn snýst um starfskjör og faglega þróun Starfskjör kennara geta haft mikil áhrif á þróun faglegs starfs í tónlistarskólum og það er hluti af fagmennsku kennara að berjast fyrir bættum kjörum í hvívetna. Kennarar og stjórnendur þurfa að vera vel meðvitaðir um breytingar í þeirra starfsumhverfi og hvaða áhrif þær kunna að hafa bæði á starfskjör og faglega þróun.

Forsendur eldri kjarasamnings tónlistarkennara brostnar

Undanfarin ár hafa miklar breytingar verið að eiga sér stað í starfsemi tónlistarskóla. Þar má fyrst nefna starfstímann sem hefur verið að styttast og þjappast saman jafnt og þétt. Flestir þekkja þróunina í Reykjavík og ákvörðun Reykjavíkurborgar um 32 kennsluvikur í tónlistarskólum borgarinnar sem lengdi vinnuviku tónlistarkennara í 50 klst. Síðan fór vikufjöldinn niður í 30 vikur og vinnuvika tónlistarkennara var orðin 53 klst. sem kallar á tæplega 11 klst. vinnudag!

Starfshlutfall kennara hefur farið lækkandi samhliða fækkun kennsluvikna en nemendum í umsjónarhópi kennara hefur stórlega fjölgað vegna þessarar samþjöppunar á kennslutíma og einnig sökum styttingar á kennslustundum nemenda og aukinnar samkennslu/hópkennslu.

Samþjöppun kennslutímabils kallar á aukinn nemendafjölda í umsjón kennara!

Nýjum kjarasamningi er ætlað að leiðrétta starfskjör kennara sem hafa tekið á sig auknar byrgðar, í tengslum við fækkun kennsluvikna og styttingu kennslutíma nemenda, án þess að fá greitt fyrir.

Samþjöppun kennslutímabils felur í sér hækkun á vikulegri kennsluskyldu sem þýðir aukinn nemendafjöldi í umsjón kennara. Aukinn nemendafjöldi útheimtir aukna vinnu við t.d.:      

Af þessu leiðir að kennarar eru nú með mun fleiri nemendur en gengið hefur verið út frá við gerð kjarasamninga. Í kjarasamningum er kveðið á um að tónlistarskólar skuli aðlaga starfstíma sinn að starfstíma grunnskóla á sama svæði og ef því væri fylgt fæli það í sér 19-20 klst. kennsluskyldu á viku.

Nýjum kjarasamningi er ætlað að leiðrétta starfskjör kennara

Undirbúning kennslu, gerð einstaklingskennsluáætlana, verkefnaval, undirbúning vegna tónleika, prófa, samleiks, skýrslugerðir og umsagnir, foreldrasamstarf o.fl.

Stytting kennslustunda/skert þjónusta við nemendur kallar á aukinn nemendafjölda í umsjón kennara! Í ofan á lag hefur þjónusta við nemendur verið skert á undanförnum árum og dæmi eru um að kennslutímar hafi verið styttir allt niður í 20 mínútur á viku. Styttri kennslustundir kalla á aukinn nemendafjölda í umsjón kennara sem aftur útheimtir aukna vinnu samanber upptalningu að framan.

Frá undirritun kjarasamnings aðfararnótt 31. maí sl. Á myndinni eru Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS og Sigrún Grendal, formaður FT.

Ágúst 2011 · tölublað 89


Nýjum kjarasamningi er ætlað að leiðrétta starfskjör kennara 1) Í fyrsta lagi er staðinn vörður um vikulega kennsluskyldu kennara sem hefur gríðarlega mikil áhrif á starfskjör þeirra.

2) Í öðru lagi er kveðið á um greiðslu álags vegna aukinnar vinnu sem hlýst af auknum nemendafjölda í umsjón hvers kennara.

Starfstími tónlistarskóla:

Samkennsla og nemendur í hlutanámi:

„Skóladagar nemenda skulu vera á tímabilinu 20. ágúst til 5. júní og skal starfstíminn aðlagaður starfstíma grunnskóla á sama svæði þannig að frávik nemi ekki meira en tveimur vikum.“

„Vegna annarrar umsjónar en kennslu, sem vegur þyngra vegna nemenda í hlutanámi eða samkennslu skal koma til greiðsla álags með stuðlinum 1,2368 (sbr. framhaldsnám). Kennslustund í samkennslu uppreiknast með stuðlinum 1,2368. Álag vegna hlutanemenda reiknast á þann mínútufjölda sem vantar upp á að kennsla nemenda nái 60 mínútum.“

Með ákvæðinu er verið að stöðva þá þróun að sveitarfélög geti misnotað innbyggðan sveigjanleika í kjarasamningnum með einhliða ákvörðunum um að stytta kennslutímabil skóla, hækka vikulega kennsluskyldu kennara og minnka þjónustu við nemendur. Með því að skýra hvað „aðlögun“ felur í sér með skilgreindu leyfilegu fráviki er staðinn vörður um vikulega vinnuskyldu kennara en sem dæmi þá er vikuleg vinnuskylda kennara 45,3 klst. í skóla sem er 35 vikur.

Nýtt námsefni!

Með þessu ákvæði er verið að tryggja að greiðslur fylgi þegar fjöldi nemenda í umsjónarhópi kennara eykst með auknum fjölda nemenda í hlutanámi eða samkennslu. Við gerð kjarasamninga er eftir sem áður byggt á þeim starfsaðstæðum kennara að þeir hafi um 20 nemendur í fullu námi í sínum umsjónarhópi. Þær starfsaðstæður hafa hins vegar gjörbreyst mjög víða og nemendahópur kennara hefur allt að tvöfaldast. Nýjum samningi er ætlað að bregðast við þessum breyttu starfsaðstæðum.

Námskeið! Nýtt námsefni í tónfræðum, Ópus 6, er komið út

Þetta er þriðja og síðasta bókin í miðnámi. Áður útkomnar kennslubækur eru Ópus 1, 2 og 3 fyrir grunnnám og Ópus 4 og 5 fyrir miðnám. Efni bókarinnar hefur verið kennt til reynslu í Tónlistarskóla Kópavogs. Eins og í fyrri bókum er lögð áhersla á að kenna tónfræðilegu þekkingaratriðin á fjölbreyttan og myndrænan hátt. Fróðleikur um tónskáld, tónverk og tónlistarsöguna fær að fljóta með, í þeim tilgangi fyrst og fremst að vekja forvitni nemandans, skemmta og hvetja til frekari kynna hans af fjársjóðum tónlistarsögunnar. Höfundar: Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir. Nótnaskrift, myndskreytingar og uppsetning: Rán Flygenring. Dreifingaraðili: Tónastöðin ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík, sími 552-1185.

Kynning á nótum á punktaletri Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga hefur ákveðið að bjóða upp á kynningu á nótum á punktaletri í haust. Notkun punktaletursnótna hefur ekki staðið fólki til boða hérlendis hingað til, hvorki nemendum né kennurum. Punktaletursnótur geta hins vegar skipt sköpum þegar kemur að tónlistarmenntun hjá blindum og verulega sjónskertum einstaklingum og því er mjög mikilvægt að sá möguleiki sé fyrir hendi. Hópur fólks fór héðan til Noregs í maí síðastliðnum til að fylgjast með námskeiði í punktaletursnótum og kynna sér þær kennsluaðferðir, kennsluefni og annað sem notast er við þar í þeim efnum. Ferðin gekk mjög vel og hefur verið unnið úr þeim upplýsingum nú í sumar sem aflað var í Noregi í þeim tilgangi að koma upp kennslu punktaletursnótna á Íslandi. Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin vill bjóða öllum þeim kennurum sem hafa áhuga að mæta og kynna sér betur hvernig punktaletursnótur virka, mikilvægi þeirra og hvernig hægt er að nota þær samhliða hefðbundnu tónlistar- og hljóðfæranámi svo nemandinn njóti góðs af. Kynningin mun fara fram miðvikudaginn 14. september frá kl. 17:00-19:00 í húsakynnum Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar í Hamrahlíð 17 og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig með því að hafa samband við undirritaðan sem einnig veitir frekari upplýsingar. Einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu Miðstöðvarinnar, www.midstod.is/namskeid. Hlynur Þór Agnarsson, hlynura@midstod.is, sími: 545-5800.


Hvernig skal aðlaga starfstíma tónlistarskóla að starfstíma grunnskóla? Í kjölfar nýs kjarasamnings hafa margir haft samband og óskað nánari upplýsingu í tengslum við skipulagningu starfstíma tónlistarskóla og leyfilegs fráviks frá starfstíma grunnskóla. Eftirfarandi þætti ber að hafa í huga.

Ákvæðið um aðlögun felur það í sér að ef starfstími grunnskóla á viðkomandi svæði er alls 185 dagar, þ.e. 37 vikur, getur starfstími tónlistarskóla að lágmarki orðið 35 vikur. Kennsludagar alls að meðtöldum starfsdögum/umbreyttum kennsludögum inn á starfstíma skóla væru þá að lágmarki 175.

Starfstími grunnskóla Samkvæmt grein 2.1.5 í kjarasamningi grunnskólakennara skiptist starfstími grunnskóla í skóladaga nemenda og undirbúningsdaga.  Skóladagar nemenda skuli vera 180 á ári (í einhverjum tilfellum eru einstaka dagar taldir sem tveir).  Undirbúningsdagar á starfstíma skóla eru 5.  Undirbúningsdagar fyrir og eftir kennslutíma skulu vera 8. Starfstími grunnskóla er því að hámarki 185 dagar sem gera 37 vikur (8 undirbúningsdagar fyrir og eftir kennslutíma teljast ekki með). Starfstími tónlistarskóla Skóladagar nemenda skulu vera á tímabilinu 20. ágúst til 5. júní og skal starfstíminn aðlagaður starfstíma grunnskóla á sama svæði þannig að frávik nemi ekki meira en tveimur vikum.

Til útskýringar er tekið dæmi um aðlögun að skóladagatali grunnskóla í Reykjavík: 

Skóladagar nemenda í grunnskóla eru 180 og starfsdagar kennara inn á starfstíma nemenda 5, þ.e. starfstíminn er 185 dagar eða 37 vikur.

Starfsdagar grunnskólakennara utan starfstíma nemenda eru 8 eins og í tónlistarskólum þ.e. fyrir og eftir kennslutímabil. Þeir eru ekki taldir hér með.

Í tónlistarskólum eru starfsdagar inn á starfstíma ekki skilgreindir sérstaklega í kjarasamningi en tónlistarskólum er heimilt að umbreyta kennsludögum í vinnudaga kennara.

Kennsludagar og umbreyttir starfsdagar í tónlistarskólum í Reykjavík eiga því samkvæmt þessu að vera að lágmarki 175 dagar eða 35 vikur.

Hafa ber í huga að vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur.

Hvaða áhrif hafa ný ákvæði í kjarasamningi á starfskjör kennara? Í eftirfarandi dæmum er reynt að draga fram þau áhrif sem ný ákvæði í kjarasamningnum hafa á launakjör kennara. Áhrif þess að nú má ekki muna meiru en tveimur vikum á starfstíma tónlistarskóla og grunnskóla á sama svæði. Í þessu dæmi er tekinn kennari sem er í u.þ.b. hálfu starfi ef miðað er við þær forsendur sem byggt hefur verið á við gerð kjarasamninga í gegnum tíðina – þ.e. 20 klst. vikulega kennsluskyldu – hann er með 10 nemendur í eina klst. hvern á viku. Við gefum okkur að hann hafi 320 þús. kr. í mánaðarlaun fyrir fullt starf. Fjöldi vikna Fjöldi vikna fyrir samning skv. nýjum samningi 30 vikur 35 vikur 42,6% starfshlutfall 49,7 starfshlutfall 136.320 kr. í mánaðarlaun 159.040 kr. í mánaðarlaun Með fjölgun kennsluvikna hækkar starfshlutfall kennarans og þá um leið mánaðarlaun hans. Með því að setja undir þann leka að hægt sé að þjappa saman kennslutímabili skóla út yfir þau mörk að geta talist eðlilegur vinnutími eru starfskjör færð í það horf að vikuleg kennsluskylda sé í kringum 20 klst. Áhrif álags á samkennslu og hlutanemendur Í þessu dæmi er einnig tekinn kennari sem er í u.þ.b. hálfu starfi – hann er með 5 nemendur í fullu námi (einkakennsla/ grunnnám) og 10 hálfa nemendur (í 30 mín. hvern). Til að sjá

eingöngu áhrif álagsins eru kennsluvikur látnar vera 35 í báðum dæmum. Fyrir samning 35 vikur 49,65% starfshlutfall 158.880 kr. í mánaðarlaun

Skv. nýjum samningi 35 vikur 55,52% starfshlutfall 177.664 kr. í mánaðarlaun

Við berum ábyrgð á þróun tónlistarfræðslu í landinu! Þær breytingar sem nýr kjarasamningur felur í sér eru að mínu mati grundvallaratriði bæði hvað varðar faglega og kjaralega þróun stéttarinnar. Starfstími upp á 30 vikur þýðir að vinnuvika kennara var orðin tæpar 11 klst. á dag. Slík samþjöppun stenst ekki skoðun og er kennurum ekki bjóðandi. Vinnu kennara sem snýr að undirbúningi og æfingum var gefið langt nef með slíkri samþjöppun og er hætt við að áhrifin hefðu komið í ljós fyrr en síðar. Að mínu mati er það afar þýðingarmikið að skólar snúi að fullu við þeirri þróun sem hefur átt sér stað varðandi samþjöppun á starfstíma því slíkt vinnufyrirkomulag er ekki verjandi faglega og kippir þar með stoðum undan kjarabaráttu stéttarinnar! Það er skylda okkar sem fagstéttar að berjast fyrir bættum starfskjörum kennara og að skólastarfi sé sýnd sú virðing sem því ber. Við berum öll ábyrgð á þróun tónlistarfræðslu í landinu - nýtum fagþekkingu okkar til að gera gott betra!


Svæðisþing tónlistarskóla 2011 Efnisatriði Svæðisþing tónlistarskóla 2011 verða haldin á sex stöðum um landið í september og október. Síðastliðið vor var kallað eftir ábendingum frá kennurum og stjórnendum um áhugaverðar kynnisferðir skóla, námskeið eða námsleyfi, nýtt námsefni eða verkefni í gangi sem gagnlegt væri að segja frá á svæðisþingum. Dagskrárnar taka mið af þeim ábendingum sem bárust og eru því ekki að öllu leyti eins. Hér á eftir er lýsing á megin efnisatriðum þinganna. Hver er reynslan af prófakerfi Prófanefndar tónlistarskóla? Elín Anna Ísaksdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, kynnir frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynsla tónlistarkennara og skólastjórnenda af áfangaprófakerfinu var til skoðunar. Í erindi sínu kemur Elín Anna inn á eftirfarandi þætti: Samskipti við Prófanefnd varðandi umsóknarferli og einkunnaskil, form áfangaprófa og samskipti við prófdómara, markmið um samræmingu, stöðu nemandans í prófakerfinu o.fl. Rannsóknin er lokaverkefni Elínar Önnu í meistaranámi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Umræður. Heildstæð kennsla í tónfræðagreinum og hljóðfæraleik „Áhugi nemenda skiptir sköpum um framvindu og góðan námsárangur“. Í grunn- og miðáfanga tónfræðanáms „er gert ráð fyrir samþættri kennslu tónfræðagreina þar sem inntak einstakra greina fléttast með ýmsum hætti saman við margvíslega virkniþætti, svo sem hljóðfæraleik, söng, hreyfingu, lestur, skráningu, hlustun, greiningu og sköpun.“

og hljóðfæranám myndi eina heild. Til að svo megi verða þarf að huga að heildarskipulagningu og markvissri samvinnu innan skólans. Brýnt er að í skólum séu þróaðar aðferðir til að styðja við slíkt samstarf svo að tryggja megi að nemendur fái heildstæða kennslu í tónfræðum og hljóðfæraleik.“ (Tónfræðinámskrá bls. 8-9) Jón Hrólfur Sigurjónsson, tónfræðikennari, mun halda erindi um efnið með praktísku uppleggi fyrir þátttakendur. Kallað hefur verið eftir ábendingum um kennara á svæðunum til að taka þátt í efnissmiðju með dæmum um nálgun sem reynst hefur vel í þessu sambandi. Hvernig kennum við tónlistarnemendum að skapa sína eigin tónsmíð? Tryggvi M. Baldvinsson, aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, stýrir smiðju undir yfirskriftinni „Hvernig kennum við tónlistarnemendum að skapa sína eigin tónsmíð?“ Fyrirkomulag smiðjunnar verður með eftirfarandi hætti:  Faglegt innlegg um fræðin – praktískt upplegg/sýnidæmi á blöðum,  samræða við þátttakendur þar sem kallað er eftir þeirra nálgun og aðferðum í kennslu inn í hugmyndabanka,  lifandi sýnidæmi um kennsluaðferðir þar sem þátttakendur verða fengnir til að búa til litlar tónsmíðar. Framkvæmd nýs kjarasamnings Farið verður yfir framkvæmd nýrra ákvæða í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna frá 31. maí sl. Starfstími skóla verður sérstaklega ræddur og ákvæði um hlutanemendur og samkennslu. Fyrirspurnir og umræður.

„Mikilvægt er að nám í tónfræðagreinum

Svæðisþing tónlistarskóla á Vestfjörðum Föstudaginn 9. september (sama dag og haustþing grunnskóla) Félagsheimilinu í Bolungarvík

-----Svæðisþing tónlistarskóla á Austurlandi Föstudaginn 16. september (sama dag og haustþing grunnskóla) Hótel Héraði Miðvangi 5-7, Egilsstöðum

-----Svæðisþing tónlistarskóla á Norðurlandi Fimmtudaginn 22. september Hótel KEA Akureyri

-----Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu Föstudaginn 23. september Salur FÍH, Rauðagerði 27

-----Svæðisþing tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum Fimmtudaginn 6. október (sama dag og haustþing grunnskóla) Hótel Selfossi

------

Breytingar á skrifstofu félagsins Þær breytingar hafa orðið á skrifstofu félagsins að Hafdís Dögg Guðmundsdóttir hefur hætt störfum fyrir félagið. Hafdís var í 50% starfi hjá FT og 50% starfi hjá Vinnuumhverfisnefnd Kennarasambands Íslands. Hafdís mun nú færast alfarið yfir til KÍ þar sem hún verður í 75% starfi fyrir Vinnuumhverfisnefndina. Við þökkum Hafdísi fyrir vel unnin störf fyrir félagið og óskum henni alls hins besta í hennar störfum.

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Tíma- og staðsetningar

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi Föstudaginn 7. október (sama dag og haustþing grunnskóla) Tónlistarskólanum á Akranesi

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.