Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara
Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara, sem haldinn er þriðja hvert ár, verður haldinn laugardaginn 12. nóvember 2011 kl. 13:00-16:00 í salnum Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá aðalfundar: A. Setning aðalfundar og aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins: 1.
Skýrsla stjórnar.
2.
Ársreikningar félagsins.
3.
Lagabreytingar. (Engar lagabreytingartillögur liggja fyrir.)
4.
Kosning nýrrar stjórnar.
5.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
6.
Kosning þriggja fulltrúa í samninganefnd.
7.
Önnur mál:
Skólamál – sameiginleg skólastefna KÍ lögð fram. Kjaramál – sameiginleg kjarastefna KÍ lögð fram. Tillaga að ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum. Tillaga að ályktun um málefni Prófanefndar tónlistarskóla.
B. Á aðalfundinum verður sérstaklega boðið upp á umfjöllun um Prófanefnd tónlistarskóla. Útgangspunktur umfjöllunarinnar verður tillaga stjórnar fagráðs félagsins að aðalfundarályktun og greinargerð þar sem útlistaðar eru betrumbætur sem stjórnin telur æskilegt að gerðar verði á kerfinu í því skini að það þjóni tilgangi sínum sem best. Ályktunin og greinargerðin byggir á niðurstöðum rannsóknar Elínar Önnu Ísaksdóttur, tónlistarskólakennara, á reynslunni af prófakerfi Prófanefndar tónlistarskóla, umræðum og viðbrögðum félagsmanna við niðurstöðum rannsóknarinnar á sex svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust sem og á fyrri umræðum um Prófanefnd á svæðisþingum tónlistarskóla. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
Eftirfarandi gögn er að finna á vefsíðu félagsins:
Allir velkomnir!
Viðmiðunarfjárhæðir vegna samkomulags um eflingu tónlistarnáms Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur birt viðmiðunarfjárhæðir vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Eins og flestum er kunnugt um undirrituðu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms þann 13. maí síðastliðinn í húsakynnum Hörpu.
Samkomulagið felur í sér að ríkissjóður greiðir 480 m.kr. á ársgrundvelli í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en á móti taka sveitarfélögin tímabundið yfir verkefni sem nema 230 m.kr. á ársgrundvelli. Gildistími samkomulagsins er frá 1. júlí 2011 til 31. ágúst 2013. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga annast úthlutanir framlaga til sveitarfélaga í samræmi við reglur þar að lútandi sem innanríkisráðherra gaf út þann 31. ágúst sl.
Nóvember 2011 · tölublað 90
Viðmiðunarfjárhæðir vegna samkomulags um eflingu tónlistarnáms (framhald) Nemendur á mið- og framhaldsstigi í söng og á framhaldsstigi í hljóðfæragreinum - viðmiðunarfjárhæðir Frestur sveitarfélaga til að skila inn umsóknum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna skólaársins 2011-2012 rann út 30. september sl. og í kjölfar úrvinnslu umsókna birti Jöfnunarsjóður sveitarfélaga viðmiðunarfjárhæðir vegna nemenda sem stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi á vefsíðu sinni 2. nóvember sl.
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kemur fram að mun fleiri nemendur sóttu um í hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi en ráð var fyrir gert og því hafi ráðstöfunarfjármagn sjóðsins haft áhrif til lækkunar viðmiðunarfjárhæða. Hér á eftir fylgja viðmiðunarfjárhæðir fyrir skólaárið 2011-2012 sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tekur mið af við úthlutun framlaga til sveitarfélaga:
Mun fleiri umsóknir bárust en ráð var fyrir gert
Hljóðfæranám á framhaldsstigi 585.000 kr.
Samkvæmt reglum innanríkisráðherra um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga taka viðmiðunarfjárhæðirnar mið af áætluðum meðalkostnaði vegna nemenda á hverju námsstigi og því fjármagni sem er til ráðstöfunar. Í frétt á heimasíðu
Söngnám á miðstigi 442.000 kr.
Söngnám á framhaldsstigi 733.000 kr.
Jöfnunarsjóðurinn greiddi út framlög vegna júlí, ágúst, september og október þann 2. nóvember sl. Nemendur á grunnstigi í söng og á grunn- eða miðstigi í hljóðfæragreinum Úrvinnslu umsókna er ekki lokið vegna nemenda á grunnstigi í söng og á grunneða miðstigi í hljóðfæragreinum og því hafa viðmiðunarfjárhæðir þar að lútandi ekki verið birtar. Samkvæmt reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga geta úthlutuð framlög vegna nemenda á grunnstigi í söng og á grunn- eða miðstigi í hljóðfæragreinum að hámarki numið helmingi af viðmiðunarfjárhæð og getur hlutfallið lækkað ef eftirspurn er umfram ráðstöfunarfjármagn.
Breytingar í umhverfi framhaldsskóla sem gera stöðu tónlistarnáms skýrari og sterkari Í tengslum við lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 og nýja aðalnámskrá framhaldsskóla, almennan hluta, sem kom út í maí 2011 eiga sér stað breytingar í skólaumhverfinu sem munu gera stöðu tónlistarnáms skýrari og sterkari innan framhaldsskóla. Hér á eftir verður reynt að varpa ljósi á þær breytingar sem um ræðir í grófum dráttum og vinnu félagsins þeim tengdum. Ábyrgð framhaldsskóla á námskrárgerð aukin Í inngangi almenns hluta aðalnámskrár framhaldsskóla segir:
vegar við háskólastig. Þrepin lýsa stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda í átt til sérhæfingar og aukinnar fagmennsku. Námslok námsbrauta eru tengd við hæfniþrep. Lokamarkmið námsbrauta kallast hæfniviðmið og segja til um þá hæfni sem stefnt er að nemendur búi yfir við námslok.“ Drög að hæfniviðmiðum fyrir listgreinar samin Rýnihópur, formlega skipaður af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fékk þann 30. júní 2010 það hlutverk að semja drög að hæfniviðmiðum fyrir listgreinar á framhaldsskólastigi í tengslum við innleiðingu samræmds viðmiðaramma um nám á Íslandi. Í rýnihópnum áttu sæti:
Ari Halldórsson, kennslustjóri lista- og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík,
Karen María Jónsdóttir formaður, fagstjóri dansbrautar Listaháskóla Íslands,
Ragnheiður Þórsdóttir, kennari á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri og
Öllu námi er skipað á fjögur hæfniþrep
Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara.
„Í nýrri námskrá er öllu námi í framhaldsskóla skipað á fjögur hæfniþrep sem skarast annars vegar við grunnskólastig og hins
Verkefnið sem blasti við rýnihópnum, að semja viðmið sem ættu við um allar listgreinar í senn, reyndist flókið viðfangs og
„Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, færist ábyrgð á námskrárgerð í auknum mæli til framhaldsskólanna. Þeim er nú falið að gera tillögur um fyrirkomulag, samhengi og inntak náms í samræmi við viðmið, sniðmát og reglur um gerð námsbrautarlýsinga. Með þessu er framhaldsskólum gefið aukið umboð til að byggja upp nám sem tekur mið af sérstöðu skóla, þörfum nemenda, nærsamfélags og atvinnulífs. Þetta skipulag á jafnframt að veita skólum tækifæri til að bregðast markvisst við þörfum nemenda, samfélags og atvinnulífs, niðurstöðum rannsókna og gæðaeftirlits.“
Trúnaðarmannanámskeið! Námskeið fyrir trúnaðarmenn verður haldið laugardaginn 12. nóvember frá kl. 9:00-12:00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá: - Kaffi og rúnstykki - kynning trúnaðarmanna - Hlutverk, réttindi og störf trúnaðarmanna í tónlistar skólum. Umræður og fyrirspurnir.
hæfniþrep og til framhaldsskólaeininga samkvæmt framangreindu. Aðrir aðilar úr rýnihópi um listir voru fengnir til að skilgreina þrep og framhaldskólaeiningar í öðru listnámi. Eftir að hafa kynnt sér kennslufyrirkomulag í skólum og rætt við kennara mismunandi kennslugreina auk þess að ræða málið við stjórn félagsins hefur formaður kynnt drög fyrir fulltrúa ráðuneytisins. Ráðgert er að halda fund á næstunni með aðilum ólíkra listgreina sem hafa verkið á höndum þar sem vinnan verður rædd og bornar saman bækur.
- Skipulag og þjónusta KÍ/FT. Skipuriti dreift. - Kynning á sjóðum Starfsmenntunarsjóður tónlistarskólakennara, Sjúkrasjóður KÍ og Orlofssjóður KÍ. - Nýgerður kjarasamningur Röðun í launaflokka – excelskjal (æskilegt að hafa með sér fartölvu). Helstu kjarasamningsatriði. Umræður og fyrirspurnir. tímafrekt. Um ástæður þess nægir ef til vill að nefna ólíkt eðli listgreinanna, ólíkar námsaðferðir og -uppbyggingu auk ólíkrar orða- og hugtakanotkunar. Rýnihópurinn skilaði af sér drögum til ráðuneytisins í febrúar sl. en kynning á drögunum fór fram á málþingi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um námskrárgerð í framhaldsskólum sem fram fór 16. maí 2011 í Skriðu, Stakkahlíð. Nýtt einingamatskerfi metur vinnu nemenda í öllu námi „Á framhaldsskólastigi er gert ráð fyrir að taka upp nýtt einingamatskerfi, framhaldsskólaeiningar og gefur möguleika á að meta vinnu nemenda í öllu námi. Framhaldsskólaeining (fein.) er mælikvarði á vinnuframlagi nemenda í framhaldsskólum óháð því hvort námið er verklegt eða bóklegt og hvort það fer fram innan skóla eða utan. Hver eining samsvarar u.þ.b. þriggja daga vinnu nemenda (6-8 klst/dag).“ Ein framhaldsskólaeining samsvarar þannig 18 til 24 klukkustunda vinnu nemanda en við útreikning á fjölda „feininga“ er tekið tillit til eftirfarandi:
Þátttöku nemenda í kennslustund óháð kennsluformi, vinnustaðanáms undir umsjón tilsjónarmanns, starfsþjálfunar á vinnustað eða í skóla, þátttöku í námsmati, svo sem próftöku, heimavinnu, verkefnavinnu og annarrar vinnu sem ætlast er til að nemandi sinni.
Tónlistarnám tengt hæfniþrepum og metið til framhaldsskólaeininga Í framhaldi af vinnu rýnihóps í listum, sem getið var hér að framan, bað mennta- og menningarmálaráðuneytið Sigrúnu Grendal, formann FT, um að tengja og meta tónlistarnám á
Í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla segir eftirfarandi um hæfniþrep (breiðletrun er ekki úr aðalnámskrá): --------------------Hæfniþrepin eiga að gefa vísbendingu um viðfangsefni og námskröfur og eru þannig leiðbeinandi við gerð áfanga- og námsbrautarlýsinga. Hæfniþrepin eru einnig upplýsandi fyrir hagsmunaaðila, jafnt nemendur sem atvinnulíf og næsta skólastig sem tekur við nemanda að loknu námi. Á framhaldsskólastigi eru þrepin fjögur. Fyrsta þrepið er á mörkum grunn- og framhaldsskóla og felur í sér almenna menntun. Þar tengjast kröfur um lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sjálfbærni daglegu lífi og virkni einstaklingsins í þjóðfélaginu. Nemandi sem hefur náð þessari lykilhæfni sýnir í daglegu lífi og samskiptum að hann beri virðingu fyrir öðru fólki, lífsgildum þess og mannréttindum. Nám á fyrsta þrepi getur enn fremur falið í sér almennan undirbúning undir störf í atvinnulífinu sem ekki krefjast mikillar sérhæfingar og eru unnin undir stjórn eða eftirliti annarra. Á námsbrautum með námslok á fyrsta hæfniþrepi getur krafa um námsframvindu verið óhefðbundin og námsmat fyrst og fremst leiðbeinandi um hvernig nemendur geti náð settum markmiðum. Námslok á þrepi tvö einkennast af fremur stuttri sérhæfingu, sem miðar einkum að faglegum undirbúningi undir frekara nám eða störf sem krefjast þess að starfsmaðurinn geti sýnt ábyrgð og sjálfstæði innan ákveðins ramma og/eða undir yfirstjórn annarra. Þá er gert ráð fyrir að hinni almennu hæfni til að vera virkur þjóðfélagsþegn sé náð og sjónum beint að virkni og ábyrgð innan vinnuumhverfis. Námslok á þriðja hæfniþrepi einkennast af enn meiri kröfum um þekkingu, leikni og hæfni tengdar sérhæfingu og fagmennsku. Þar fer fram sérhæfður undirbúningur undir háskólanám, lögvarin störf, sérhæft starfsnám og listnám. Eftir námslok á þriðja þrepi á nemandi að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf. Fjórða þrepið felur í sér nám sem ýmist fer fram innan eða á vegum framhaldsskóla eða háskóla. Námslok á fjórða þrepi einkennast ýmist af aukinni sérhæfingu og/eða útvíkkun sérhæfingar í tengslum við stjórnun, leiðsögn, þróun eða nýsköpun.
Að kenna tónlistarnemum að skapa - frá svæðisþingum Á nýafstöðnum svæðisþingum tónlistarskóla hélt Tryggvi M. Baldvinsson erindi undir yfirskriftinni „Að kenna tónlistarnemum að skapa“. Tryggvi lagði út frá byrjendum í námi og nefndi að það væri mjög mikilvægt að byrja sem fyrst. Gera ætti nemendum grein fyrir að hljóðfærið er ekki eingöngu vettvangur námsins heldur einnig eitthvað til að leika sér að og prófa. Tryggvi sagði það mikilvægt að nemendur „könnuðu hljóðheim“ sinna hljóðfæra þ.e. kynntust hljóðfærinu með öðrum og dýpri hætti - en þeim að sitja rétt við hljóðfærið - þar sem innviðir hljóðfæranna væru mögnuð uppspretta ævintýra. Þessu tengdu er hægt að nota leiki til að skapa tónsmíðar t.d. með því að búa til stemmingar, hljóðskreyta sögur, myndir, ljóð o.fl. Slíkt kveikir á hugmyndafluginu og nótnaskrift er ónauðsynleg. Hendingar Tryggvi sagði margar skilgreiningar til á „hendingu“ en sú sem hann notaðist við var samsuða úr nokkrum: „Hending er meira eða minna heildstæð músíkölsk hugsun sem stefnir í átt að niðurlagi.“ Þegar hér var komið sögu áréttaði Tryggvi að hann gengi út frá klassískri nálgun í erindi sínu eða eins og tíðkast hvað mest í kennslu í tónlistarskólum. Þá varpaði hann upp nokkrum einföldum uppskriftum að hendingum. Þegar unnið er með hendingar er vís leið að nýta sér undanfara og afleiðingu eða spurningu og svar sem er skiljanlegra í notkun fyrir unga nemendur. Kennarinn getur spilað spurninguna og nemandinn svarað eða öfugt eða þá að nemandinn geri hvorutveggja. Útkoman verður eins og fyrsta hending í litlu barnalagi. Hér er mikilvægt að nemandinn endi með fullkomnum aðalendi. Að vinna með mótíf Á eftir hendingunum kom Tryggvi inn á mótíf og hvernig hægt er að vinna úr þeim með nemendum. Hann tók dæmi um einföld mótíf úr þríhljómum þar sem kennarinn byrjar hendingu og segir nemanda að herma eftir sér - sem er lykilorð í þessari nálgun! Nemandinn býr þá til enda - með fullkomnum aðalenda! Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.
Að ýta úr vör... með spuna Í erindinu sagði Tryggvi það ekki mjög góða leið að segja við nemanda að spila bara eitthvað! Betra væri að gefa tillögu að tónefni sem setur umgjörð utanum sköpunina, sbr. tónstigi, en einnig má ákveða hrynmunstur. Á Wikipedia má m.a. finna 59 mismunandi tónstiga. Hann taldi ekki heppilegt að nota dúr og moll tónstigana sem við könnumst svo vel við. Ástæðan fyrir því er að á okkur hvílir gríðarlegt farg af músík sem byggð er á þessum tónstigum og með það í hausnum er hætta á að manni finnist allt slæmt sem maður gerir – okkur finnst að þetta eigi að hljóma eins og alvöru lag! Því er betra að vera með tónefni (tónstiga) sem hljómar svolítið framandi, sbr. t.d. pentatóníska skalann. Nemandi byrjar á því að kanna tóntegundina: hvernig er best að spila hana, hver eru einkenni hennar, hvaða tónar eru breyttir o.fl. Kennarinn dregur svo fram píanóið og kemur nemandanum í gang með því að leika undir síendurtekinn bassagang 2-4 hljóma. Nemandinn er leiddur áfram, beðinn um að leika tónstigann fyrst upp og svo niður o.s.frv. Á Wikipedia eru gefnar upp 23 hljómaframvindur en þegar Tryggvi setur hljóma við tónstiga þá einfaldlega tekur hann tóna úr tónstiganum. Þegar maður hefur öðlast smá öryggi með tónefnið og er hættur að spá í hvað komi út úr spilinu þá er mjög gaman að leika sér með þetta. Hvað svo? Þessu næst kom Tryggvi inn á form tónsmíðanna. Þar nefndi hann sem dæmi að litla þrískipta formið A-B-A klikkar sjaldan t.d. er hægt að setja nemandanum fyrir að smíða litla tónsmíð upp á 3 x 8 takta. Síðan er einnig hægt að skoða form eins og Rondo – ein version af því er t.d. abacad þar sem einn kaflinn kemur alltaf aftur, eða Chaccone, tilbrigðaform yfir hljómagang, en þar er einnig hægt að spinna yfir hljómagang sem er síendurtekinn (t.d. 4 hljómar). Tryggvi nefndi það sem algengt vandamál í tónsmíðum að nemendur vilja oft setja fram röð af hugmyndum (ein hugmynd tekur við af annarri) sem orsakar
Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.
ákveðið samhengisleysi og virkar ekki mjög vel í tónsmíð. Hafa þarf í huga að á sama tíma og unnið er með eitthvað af því gamla að þá sé nýju teflt fram þannig að unnið sé áfram með sömu hugmyndina í gegnum endurvinnslu og úrvinnslu. Galdurinn felst í því að gera eitthvað nýtt úr því sem maður er búinn að gera áður. Þegar maður spáir í hvað eigi að koma næst er gott að skoða hvað maður er kominn með og athuga síðan hvort hægt er að breyta mótífum, t.d. stækka eða minnka tónbil, en oft er þægilegt að vinna með endurtekinn rytma eða endurtekin þrástef. Andstæður í tónlist tákna ekki að allt eigi að breytast, oftast er einhver grunnþáttur óbreyttur. Hvað get ég gert? Í lok erindisins kom Tryggvi inn á hvernig kennarar geta vakið áhuga hjá nemendum. Gott er t.d. að hugsa eins og tónskáld og skoða hvernig tónlistin er sett saman. T.d. er hægt að skoða hendingar og niðurlög með nemendum og láta nemendur formgreina verkin, eftir auganu og eyranu, þegar þau eru næstum fullæfð: hvar er nýtt efni, hvar eru breytingar, hvernig er áferðin o.fl. Í þessu sambandi nefndi Tryggvi hugtök sem Lutoslavsky notaði við að greina tónlist: inngangs-, kjarna-, tengi- og niðurlagstónlist. Þetta eru þægilega lýsandi hugtök sem einfalt og gott getur verið að nota. Glærur frá erindi Tryggva auk blaða með tónefni, tónstigum og hryn mótífum, má finna undir linknum svæðisþing á vefsíðu félagsins www.ki.is.
Tryggvi M. Baldvinsson skapar tónsmíð með þátttakendum á svæðisþingi tónlistarskóla á Selfossi. Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara