Fréttabréf FT - 92. tbl., ágúst 2012

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Svæðisþing tónlistarskóla í tíunda sinn – mikilvægur vettvangur fagumræðu – Svæðisþing tónlistarskóla fara nú fram í tíunda sinn. Svæðisþingin eru mikilvægur samræðu- og samráðsvettvangur fyrir stétt tónlistarkennara og stjórnenda. Þar gefst tækifæri til að taka fyrir þau mál sem brenna á hverju sinni og efla þannig okkar fagvitund og fagmennsku. Um leið vinnum við að því höfuðmarkmiði að efla tónlistarkennslu og styrkja stöðu tónlistarskóla í samfélaginu. Hér á eftir má sjá hvar og hvenær svæðisþing tónlistarskóla fara fram haustið 2012 en flest þinganna eru skipulögð á sama tíma og haustþing grunnskóla á sama svæði. Svæðisþing tónlistarskóla á Vestfjörðum Föstudaginn 7. september Hótel Ísafjörður, Silfurtorgi 2

Efnisatriðin sem tekin verða fyrir á svæðisþingunum að þessu sinni eru kynnt á innsíðum fréttabréfsins. Svæðisþing tónlistarskóla á Austurlandi Föstudaginn 14. september Hótel Héraði, Miðvangi 5-7, Egilsstöðum Svæðisþing tónlistarskóla á Norðurlandi Fimmtudagur 20. september Menningarhúsið Hof, Strandgötu 12, Akureyri Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu Föstudaginn 21. september Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði 27, Reykjavík Svæðisþing tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum Fimmtudaginn 4. október Hljómahöllin, Reykjanesbæ Svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi Föstudaginn 5. október Hótel Stykkishólmur, Borgarbraut 8

Um skipulag starfstíma tónlistarskóla Þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist um skipulag starfstíma tónlistarskóla og er eftirfarandi birt til upprifjunar og áminningar: Samkvæmt kjarasamningi grunnskólakennara er starfstími grunnskóla 185 dagar eða 37 vikur. (Starfstíminn samanstendur af 180 nemendadögum og 5 undirbúningsdögum kennara). Til að framfylgja ákvæði í kjarasamningi tónlistarskólakennara um aðlögun starfstíma tónlistarskóla að starfstíma grunnskóla á sama svæði þannig að frávik nemi ekki meira en tveimur vikum getur starfstími tónlistarskóla að lágmarki verið 175 dagar eða 35 vikur. Inn í þessa 175 daga telja bæði kennsludagar og starfsdagar (umbreyttir kennsludagar í starfsdaga) í tónlistarskólum.

Í kjarasamningi tónlistarskólakennara eru starfsdagar inn á starfstíma skóla ekki skilgreindir sérstaklega en tónlistarskólum er heimilt að umbreyta kennsludögum í vinnudaga kennara sbr. t.d. svæðisþing tónlistarskóla, Dagur tónlistarskólanna, Nótan, kynnisferðir/skólaheimsóknir, námskeiðsdagar, hátíðir í bæjarfélögum o.fl. Miðað við 175 daga / 35 vikur er vinnuskylda tónlistarkennara í fullu starfi 45,3 klst. á viku. Það er ekki raunhæft að ætla kennurum að skila lengri vinnuviku fyrir fullt starf en sem þessu nemur. Starfsdagar fyrir og eftir kennslutímabil eru 8 bæði í tónlistarskólum og grunnskólum. Þeir eru ekki taldir hér með.

Ágúst 2012 · tölublað 92


Efnisatriði á svæðisþingum tónlistarskóla Hvaða áhrif hafði kreppan á kennslufyrirkomulag í tónlistarskólum? Á svæðisþingum tónlistarskóla verður rýnt í fyrirkomulag tónlistarkennslu í dag og horft fram veginn. Í aðdraganda svæðisþinga var framkvæmd könnun á því hversu miklar og/eða víðtækar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi kennslu í tónlistarskólum í kjölfar kreppunnar. Spurt var um lengd kennslustunda á viku fyrir kreppu og hversu langar kennslustundirnar væru í dag. Spurt var bæði um hljóðfæra-/söngnám og aukagreinar og kannað var hvort kennslustundirnar væru mislangar eftir því á hvaða námsári nemendur væru. Þá var spurt um hvort breytingar hefðu orðið á umfangi hljómsveitarstarfs, kórastarfs, kammermúsík/ samspili og meðleik. Á svæðisþingunum verða niðurstöður könnunarinnar nýttar til að leiða inn í umræður í hópum þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að ræða kosti, galla, tækifæri og ógnanir sem kunna að felast í breytingum sem hafa átt sér stað og horfa fram veginn. Það er mikilvægt fyrir stéttina að skoða hvort og þá hvaða breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi tónlistarkennslu í gegnum þann niðurskurð sem fylgdi kreppunni. Við þurfum að vera vakandi fyrir þróun tónlistarkennslu og taka stefnumiðið sjálf með reglulegu millibili svo að „hamfarir“ eins og undangengin kreppa verði ekki helstu áhrifavaldar í þróun starfseminnar. Í umræðu um fyrirkomulag tónlistarkennslu í dag gætum við spurt okkur ýmissa spurninga s.s.:

Fá tónlistarnemendur lögbundna lágmarksþjónustu? Við þurfum að vera vakandi fyrir því að nemendur fái þá lágmarkskennslu sem kveðið er á um í lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla en þar segir: „Hverjum nemanda skal veitt kennsla í aðalnámsgrein eina stund á viku; auk þess séu a.m.k. tvær aukanámsgreinar kenndar í hóptímum (tónfræði, tónheyrn, tónlistarsaga og samleikur)“. Er samleikur/samsöngur virkur þáttur í námi nemenda? Út frá spurningunni að framan getum við svo t.d. spurt hvort samleikur/samsöngur sé nógu veigamikill þáttur í tónlistarnámi til að uppfylla gæðanám sem og þarfir og væntingar nemenda. T.d. þá er samleikur hluti af námi allra nemenda í tónlistarskólum í Finnlandi en þangað horfum við gjarnan þegar að gæðamálum kemur. Þá getum við mátað okkur við niðurstöður rannsókna með það fyrir sjónum að gera gott nám betra.

Við getum spurt hvort við getum lagt meiri áherslu á framkomu á tónleikum og tónlistarflutning hvers konar í tónlistarnámi nemenda. Í könnun FT á starfsemi tónlistarskóla frá árinu 2009 var spurt um hve oft yfir árið hver nemandi kæmi fram á tónleikum innan skólans að jafnaði. Í 59% tilfella komu nemendur fjórum sinnum eða oftar fram á tónleikum sem verður að teljast nokkuð metnaðarfullt. Í 29% tilfella komu nemendur fram á tónleikum tvisvar eða sjaldnar. Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um mjög ólíkar áherslur í starfsemi tónlistarskóla og/eða aðstöðumun til tónleikahalds en skv. könnuninni er salur til tónleikahalds einungis til staðar í 57% tónlistarskóla. Þá er einnig vert að skoða tilvitnunina í rannsókn Anne Bamford með hliðsjón af drögum að lærdómsviðmiðum fyrir listnám sem lýsa þekkingu, leikni og hæfni á mismunandi hæfniþrepum náms (lærdómsviðmiðin verða kynnt af fulltrúa m.mr. á svæðisþingunum).

Í rannsókninni „List- og menningarfræðsla á Íslandi“ sem próf. Anne Bamford vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og kom út í íslenskri þýðingu á síðasta ári kemur m.a. fram:

Hér eru gefin dæmi um þekkingu, leikni og hæfni sem miðað er við að nemandi búi yfir við lok miðnáms þ.e. 2. þreps:

„Þótt íslenskir nemendur séu leiknir og sjálfsöruggir í listiðkun sinni eru þeir síður leiknir og sjálfsöruggir í framsetningu, kynningu, umfjöllun um eða gagnrýni á listiðkun sína. Ferli og afurð þarf að tengja með skýrum hætti. Mikilvægt er að verkefnum og námsferlum ljúki með vandaðri kynningu. Viðburðir eins og sýningar, kynningar og flutningur ýmiss konar hvetur til aukinna gæða auk þess sem slíkir atburðir vekja athygli og áhuga á því starfi sem unnið er.“

Leikni: Sýni frumkvæði og skapandi nálgun í almennum verkefnum sinnar listgreinar.

Þekking: Hafi fjölbreyttan orðaforða til að tjá sig um þekkingu á sínu sérsviði.

Hæfni: Geti hagnýtt þá almennu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér. Geti staðið að opinberri sýningu/tónleikum/viðburði og miðlað þar listrænum styrk sínum. Vangaveltunum að framan er ætlað að hita upp fyrir faglegar og frjóar umræður um tónlistarkennslu á svæðisþingunum.

Þema í flokknum frumsamið/frumlegt á Nótunni 2013 Í tilefni af opnun „Ísmús“ (gagnagrunnur með íslenskum músík- og menningararfi) sl. sumar hafa Tónlistarsafn Íslands og Nótan ákveðið að taka höndum saman um að setja íslenskan tónlistar- og menningararf í brennidepli og tengja þátttökuflokkinn frumsamið/frumlegt við íslenskan tónlistar- og menningararf á Nótunni 2013. Tónlistarnemendur og – kennarar eru með því hvattir til að nýta sér íslenskan tónlistar- og menningararf með skapandi hætti í tónlistarkennslunni. Nálguninni eru engar skorður settar aðrar en þær að í atriðinu þarf nemandi (nemendur) að hafa unnið með eða út frá íslenskum tónlistar- og menningararfi með

einhverjum hætti. Sem dæmi þá getur verið um útsetningar að ræða, tónverk sem byggir á fyrrgreindu efni, blöndun tónlistarstíla, hljóðblöndun, nýstárlegan flutning; hvað varðar hljóðfærasamsetningu, notkun tölvutækni; t.d. skjávarpa, þverfaglega nálgun, leikræna tilburði, o.fl. Tónlistarsafn Íslands mun afhenda framúrskarandi atriði í þessum flokki sérstaka viðurkenningu. Jón Hrólfur Sigurjónsson, varaformaður FT, kynnir vefinn www.ismus.is og þá möguleika sem þar felast í tengslum við framangreint á svæðisþingum tónlistarskóla.


Efnisatriði á svæðisþingum tónlistarskóla Grunnþættir nýrrar menntastefnu – hæfniskipt nám Endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla. Sú nýja menntastefna sem birtist í aðalnámskrám leik-, grunnog framhaldsskóla frá 2011 byggir á eftirfarandi sex grunnþáttum menntunar: Læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins mun mæta á svæðisþing tónlistarskóla og ræða hvernig grunnþættir nýrrar menntastefnu snerta tónlistarkennara og hlutverk tónlistarskóla. Öllu námi í framhaldsskóla er nú skipað á fjögur hæfniþrep sem skarast annars vegar við grunnskólastig og hins vegar við háskólastig. Þrepin lýsa stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda í átt til sérhæfingar og aukinnar fagmennsku. Hæfniviðmið segja síðan til um þá hæfni sem miðað er við að að nemendur búi yfir við námslok. Fulltrúi ráðuneytisins mun kynna skipulag hæfniskipts náms og drög að hæfniviðmiðum fyrir listgreinar á framhaldsskólastigi en tónlistarnám skv. aðalnámskrá tónlistarskóla hefur verið tengt hæfniþrepum og metið til „framhaldsskólaeininga“ sem er nýtt einingamatskerfi framhaldsskólastigsins.

 Vinnubrögð kennara og annarra, sem starfa í skólum, eiga að mótast af grunnþáttunum þannig að stuðlað sé að sjálfstæði, frumkvæði og þróun í skólastarfi.“ Spurningar sem varða endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla: Vert er að spyrja þeirrar spurningar hvort tónlistarkennsla falli ekki undir stefnumið menntakerfisins og um leið hvort það myndi ekki styrkja stoðir tónlistarskóla og starfsemi þeirra ef tónlistarkennsla yrði staðsett undir hugmyndafræði nýrrar menntastefnu allra skólastiga? Í könnun FT 2009 voru skólastjórar spurðir hversu mikilvæg þeim þættu nokkur tilgreind markmið fyrir listfræðslu í þeirra skóla. Samkvæmt niðurstöðunum skilgreina skólastjórar markmið með listfræðslu í sínum tónlistarskóla mjög víðtækt. Þegar skoðað er við hvaða markmið skólastjórar merkja hlutfallslega oftast í svarmöguleikann „mjög mikilvægt“ lenda eftirfarandi fimm markmið efst á blaði: 1. Efla sjálfstraust, ánægju og vellíðan 2.

Stuðla að alhliða þroska

3.

Gefa nemendum tækifæri til að njóta lista

4.

Efla listræna færni nemenda

5.

Þroska sköpunargáfu

Þessi málefni snerta endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla og því brýnt að stéttin taki þau til umfjöllunar.

Þau atriði sem lenda neðar á listanum eru í flestum tilvikum sértækari.

Fyrstu þrír kaflarnir í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla eru nú sameiginlegir en þar er fjallað um stefnumið menntakerfisins, almenna menntun, markmið, fyrrnefnda grunnþætti menntunar og um mat á skólastarfi. Lögð er áhersla á sveigjanleika og samfellu í skólakerfinu, bæði í inntaki og starfsháttum. Þá er einnig lögð áhersla á skólaþróun og sameiginlega þætti í fagmennsku kennara.

Markmiðin sem skora hæst eru að mörgu leyti samhljóða markmiðum í hinu almenna skólakerfi – sem og meginmarkmiðum aðalnámskrár tónlistarskóla – þar sem áhersla er lögð á almennan persónuþroska einstaklingsins. Fjórða markmiðið hér að framan þ.e. að „efla listræna færni nemenda“ er það sértækasta af þeim fimm sem lenda í fimm efstu sætunum.

„Skilgreining á grunnþáttum er tilraun til að kortleggja þau meginsvið almennrar menntunar sem skólastarfið stefnir að.“ „Grunnþættirnir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það.“ „Hugmyndirnar að baki grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag“. „Grunnþættirnir fléttast inn í aðalnámskrár á öllum skólastigum og fyrirmæli hennar um allt skólastarfið:  Efnisval og inntak náms, kennslu og leiks skal mótast af grunnþáttunum.  Starfshættir og aðferðir, sem börn og ungmenni læra, eru undir áhrifum hugmynda sem fram koma í umfjöllun um grunnþættina.

Á annarri heimsráðstefnu UNESCO um listfræðslu sem haldin var í Seoul í maí 2010 kom m.a. fram í markmiðsskjali ráðstefnunnar að listfræðsla hafi mikilvægu hlutverki að gegna í uppbyggilegri umbreytingu menntakerfa. Með hliðsjón af því sem að framan hefur verið bent á og ýmsu öðru væri áhugavert að varpa betur ljósi á hlutverk og möguleika tónlistarskóla til að stuðla að auknum persónuþroska einstaklinga. Í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla frá 2000 er lögð mikil áhersla á þessi víðtæku markmið auk okkar sértæku færnimarkmiða. Ýmis rök hníga að því að við endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla verði skoðað hvort samræmdur hluti nýrra aðalnámskráa fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla eigi ekki einnig við um samsvarandi hluta aðalnámskrár tónlistarskóla?

Hvað liggur þér á hjarta! Á svæðisþingunum verða opnar umræður þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að koma sínum hugðarefnum á framfæri. Notast verður við aðferðir þjóðfundarformsins.


Yfirlit yfir vinnutíma kennara í fullu starfi – miðað við 35 kennsluvikur Af og til berast skrifstofu félagsins fyrirspurnir sem varða vinnutíma kennara. Til glöggvunar er hér varpað upp yfirliti yfir skiptingu vinnutíma kennara í fullu starfi miðað við 35 vikna kennslutímabil:

Svæðistónleikar Nótunnar fara að öllum líkindum fram 16. mars á fjórum stöðum út um land.

Vikuleg vinnuskylda Grunnnám

Miðnám

Framhaldsnám

20,1 2,5 16,6 6,1 45,3

18,4 2,7 18,1 6,1 45,3

16,3 3,1 19,8 6,1 45,3

Kennsla Tónleikar og tónfundir* Önnur fagleg störf Kaffitímar og vinnuhlé Samtals

Lokatónleikar Nótunnar 2013 verða haldnir í Eldborg sunnudaginn 14. apríl.

klst. klst. klst. klst. klst.

Vikuleg vinnuskylda er hér 45,3 klst. miðað við fullt starf *Tímar til tónleika og tónfunda miðast við að fjöldi tónleika (undirbúningur innifalinn) sé í grunnnámi 11, í miðnámi 12 og í framhaldsnámi 13.

Það er ánægjulegt að segja frá því að Landsbanki Íslands, sem styrkti Nótuna 2012, óskaði eftir atriðum frá Nótunni inn í sína dagskrá á menningarnótt og komu þar fram þrjú atriði af þeim níu sem hlutu verðlaunagrip Nótunnar 2012.

Námsefni í tónheyrn fyrir miðnám!

Vikuleg vinnuskylda tónlistarkennara á kennslutímabili skóla er 45,3 klst. Það gerir 5,3 klst. auka vinnuframlag miðað við hefðbundna 40 stunda vinnuviku. Sá tími samsvarar rúmlega 23 dögum. Þetta vinnuframlag taka tónlistarkennarar út í lengra fríi í kringum hátíðir og sumarfrí.

Árleg vinnuskylda Vinnuskylda upp á 45,3 klst. á viku í 35 vikur gerir: Undirbúningur og frágangur fyrir og eftir kennslutíma (8 dagar): Undirbúningur og símenntun utan starfstíma skóla: Samtals

1586 64 150 1800

klst. á ári klst. á ári klst. á ári klst. á ári

Tónlistarkennarar vinna 1800 klst. á ári eins og aðrir launþegar. Alberto Porro Carmona, tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri, hefur skrifað kennslubók í saxófónleik og mun þetta vera fyrsta saxófónbókin sem kemur út á íslensku.

Höfundurinn segir eftirfarandi um bókina: Kennslubókin er byggð á tilfinningum fremur en fræðilegu efni. Hún er ætluð byrjendum og efnið miðast við eitt kennsluár. Undirstaðan í hinu hefðbundna kennslukerfi ætti að vera sköpun og tjáning, það er meðvituð og áunnin sköpun hljóðfæraleikara. Sú undirstaða ýtir undir skilning á uppbyggingu tónlistar og hvetur nemandann til þess að afla sér meiri þekkingar. Markmið mitt með þessari kennslubók er að vekja áhuga og tjáningarþörf nemandans sem hvetur hann áfram.

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Tónheyrnarverkefni, hefti 4–6, fyrir miðnám eftir Guðfinnu Guðlaugsdóttur fást nú endurbætt í Tónastöðinni. Með sköpun að leiðarljósi viljum við ryðja brautina fyrir nýja kynslóð íslenskra barna. Með áherslu á íslenska listmenntun á bókin að hvetja nemandann til þess að nálgast listgrein sína út frá sjónarhóli íslenskrar tónlistar, myndlistar og bókmennta. Hugmyndin á bakvið verkefnið er að gefa út bækur fyrir öll hljóðfæri innan næstu þriggja ára. Fyrirhugað er að næsta bók „Listin að leika á þverflautu“ komi út í ágúst 2012. Hægt er að panta bókina í gegnum vefinn www.listinadleika.com eða á www.eymundsson.is. Þessari bók er ekki ætlað að skila hagnaði. Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður Félag s tónlistarskólakennara


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.