Fréttabréf FT - 93. tbl., nóvember 2012

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Afmælisársfundur Félags tónlistarskólakennara Ársfundur Félags tónlistarskólakennara verður haldinn laugardaginn 24. nóvember 2012 kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík í salnum Gallerí. Samkvæmt lögum félagsins skulu ársfundir haldnir þau ár sem ekki er aðalfundur. Félag tónlistarskólakennara var stofnað 21. nóvember árið 1982 og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári. Starfsemi á afmælisári FT Á fundinum verður m.a. fjallað um starfsemi félagsins á liðnu ári auk þess sem farið verður yfir hvað er framundan í starfsemi félagsins og hvað verður gert í tilefni afmælisins. Rödd félagsmanna Kynnt verður samantekt úr hópaumræðum á svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust þar sem „þjóðfundarformið“ var nýtt til að draga fram áherslur tónlistarkennara og stjórnenda undir yfirskriftinni „Hvað liggur þér á hjarta?“. Niðurstöðurnar nýtast sem leiðarljós og efniviður fyrir stéttina til að vinna úr með margvíslegum hætti. Það er von okkar að umræðurnar á svæðisþingunum og samantektin örvi frekari fagumræðu og sé gagnleg fyrir einstaka tónlistarskóla til að spegla sig við sem og fyrir einstaka kennara og stjórnendur. Samantektin endurspeglar rödd félagsmanna og því mjög mikilvæg fyrir Félag tónlistarskólakennara í margvíslegu starfi sínu á vettvangi fag- og kjaramála.

Drög að „manifesto“ - stefnumiðið skerpt Eitt af því sem ákveðið hefur verið að gera í tilefni af 30 ára afmæli félagsins er setja fram drög að „manifesto“ og skerpa á hugsjónum félagsins og áherslum við þessi tímamót. Útnefning heiðursfélaga FT Eitt af því sem félagið hefur tekið upp á afmælisárinu er að útnefna heiðursfélaga Félags tónlistarskólakennara. Nú þegar hefur félagið gert Halldór Haraldsson, píanóleikara, að heiðursfélaga en það var gert á sérstökum tónleikum sem haldnir voru honum til heiðurs í Salnum í Kópavogi 27. október sl. í tilefni af 75 ára afmælisári hans (sjá nánar á blaðsíðu 2). Á ársfundinum mun svo einn félagsmaður til bætast í hóp sérstakra heiðursfélaga Félags tónlistarskólakennara? Þrjátíu ára farsælu starfi fagnað í lok fundar! Í lok fundar verður þrjátíu ára farsælu starfi Félags tónlistarskólakennara fagnað með léttum veitingum. Þá mun Halldór Haraldsson, píanóleikari og nýkrýndur heiðursfélagi FT setjast við píanóið og leika af fingrum fram. Stjórn félagsins býður alla félagsmenn hjartanlega velkomna á fundinn. Eins og fram hefur komið í fundarboði eru félagsmenn beðnir um að tilkynna mætingu í síðasta lagi 22. nóvember vegna pantana á veitingum. Hlökkum til að sjá þig!

Dagskrá ársfundar má sjá á bls. 3

Trúnaðarmannafundur FT Fundur með trúnaðarmönnum Félags tónlistarskólakennara verður haldinn sama dag og á sama stað og afmælisársfundur FT þ.e. á Grand Hótel Reykjavík 24. nóvember. Fundurinn fer fram fyrir hádegi. Á fundinum mun Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, halda fyrirlestur um „Samskipti og líðan á vinnustað“.

Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum en hann er síðasti dagskrárliður trúnaðarmannafundarins og hefst kl. 11:10 og stendur til kl. 12:00. Þeir sem hafa áhuga á að sækja fyrirlesturinn og vera í hádegismat eru beðnir að senda tilkynningu þar um til skrifstofu félagsins á netfangið: sigrun@ki.is í síðasta lagi 22. nóvember. Dagskrá trúnaðarmannafundar má sjá á bls. 3

Nóvember 2012 · tölublað 93


Kjarasamningsatriði Annaruppbót Annaruppbót er greidd í lok hverrar annar, það er í desember og júní. Kennarar og stjórnendur skulu því fá greidda annaruppbót þann 1. desember næstkomandi. Annaruppbótin er 70.107 kr. fyrir fullt starf og greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á hverri önn.

Hljóðfæragjald Hljóðfæragjald miðast við heilt skólaár og greiðist í tveimur hlutum. Hljóðfæragjald vegna vorannar greiðist 1. júní og vegna haustannar þann 1. desember. Uppfært hljóðfæragjald má finna á vefsíðu félagsins www.ki.is undir FT / Kjaramál / Hljóðfæragjald.

Niðurstaða vegna greiðslu gjalds fyrir afnot af eigin tölvu Samstarfsnefnd sem starfar samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við FT og FÍH hefur það hlutverk að fjalla um ágreining sem upp kann að koma út af samningnum.

Í kjölfar síðustu kjarasamninga kom upp ágreiningur milli samningsaðila um hvernig farið skyldi með greiðslu vegna notkunar á eigin tölvu í starfi tónlistarkennara. Á fundi samstarfsnefndar þann 17. september sl. fékkst loks niðurstaða í þessu máli. Niðurstaðan er sú að ef tónlistarkennari, að ósk skólastjóra, leggur til tölvu vegna starfs greiðist gjald fyrir þau afnot skv. fylgiskjali 4 (um hljóðfæragjald) eins og um hljóðfæri væri að ræða. Gjald vegna afnota af tölvu greiðist til viðbótar gjaldi vegna afnota af eigin hljóðfæri í þeim tilfellum sem óskað er eftir því að kennari leggi hvorutveggja til í starfi sínu. Hafa þarf í huga að þegar um er að ræða greiðslur fyrir afnot af tölvu er miðað við afnot af tölvu með tónlistarhugbúnaði sem nýtist við kennslu og/ eða undirbúning hennar og úrvinnslu.

Til upprifjunar eru hér listaðar upp nokkrar skýringar vegna greiðslu hljóðfæragjalds:  Hljóðfæragjald greiðist ef að skólinn óskar eftir því að kennari leggi sjálfur til hljóðfæri vegna starfsins.  Kennari annast sjálfur endurnýjun á hlutum (s.s. strengjum og blöðum) og viðhald hljóðfæris.  Hljóðfæragjald miðast við heilt skólaár og greiðist í tveimur hlutum.

 Útreikningur miðast við vísitölu neysluverðs 1. júlí 2006 og endurskoðast tvisvar á ári (1. janúar og 1. júlí).  Vegna vorannar er greitt hinn 1. júní og vegna haustannar þann 1. desember.  Greiða skal í hlutfalli við kennda tíma á viðkomandi hljóðfæri.  Ef kennt er á fleiri en eitt hljóðfæri skal greiða eitt gjald og miða við það sem lendir í hæsta gjaldflokki.  Varðandi söng-, tónfræðigreina- og forskólakennara skal miða við afgjald af píanói.  Söngkennari fær ekki greitt hljóðfæragjald fyrir „að nota röddina“ í kennslu en hann getur fengið greitt fyrir afnot af hljóðfæri (píanói) við æfingar/undirbúning (þ.e. 40%).  Kennari sem aldrei tekur hljóðfærið með í kennslu, t.d. píanókennari, getur aðeins fengið greitt vegna æfinga/undirbúnings.  Þegar um er að ræða greiðslur fyrir afnot af tölvu er miðað við afnot af tölvu með tónlistarhugbúnaði sem nýtist við kennslu og/eða undirbúning hennar og úrvinnslu.  Ef tónlistarkennari, að ósk skólastjóra, leggur til tölvu vegna starfs greiðist gjald fyrir þau afnot skv. fylgiskjali 4 (um hljóðfæragjald) eins og um hljóðfæri væri að ræða.  Gjald vegna afnota af tölvu greiðist til viðbótar gjaldi vegna afnota af eigin hljóðfæri í þeim tilfellum sem óskað er eftir því að kennari leggi hvorutveggja til í starfi sínu.

Halldór Haraldsson, píanóleikari, gerður að heiðursfélaga FT Halldór Haraldsson, píanóleikari, varð 75 ára fyrr á þessu ári. Í tilefni afmælisins efndu fyrrum nemendur hans, samstarfsfólk og velunnarar til tónleika honum til heiðurs í Salnum í Kópavogi þann 27. október sl. Flytjendur á tónleikunum voru 27 talsins auk þess sem Halldór sjálfur flutti tvö verk. Stjórn Félags tónlistarskólakennara gerði Halldór að fyrsta heiðursfélaga FT við þetta tækifæri. Á heiðursskjali því sem FT færði Halldóri segir: „Halldór Haraldsson, píanóleikari, hefur af sjaldséðri óeigingirni, alúð, fag- og hugsjónamennsku gefið mikið af sér til þroska einstaklinga í tónlistinni, til þróunar tónlistarmála í víðu samhengi; til tónlistarkennslu, kennaramenntunar, tónlistarflutnings, fag- og félagsmála stéttarinnar, og með öllu þessu er gjöfin til samfélagsins í heild æði stór.“

Á myndinni eru: Jón Hrólfur Sigurjónsson, Sigrún Grendal, Halldór Haraldsson og Susan Haraldsson.


Starfsmenntunarsjóður - námslaun - verklagsreglur Umsóknum í A-deild Starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara, um námslaun, fjölgaði mjög á þessu ári og aðeins lítill hluti umsækjenda fékk þar af leiðandi úthlutað að þessu sinni.

Hér á eftir má sjá verklagsreglur stjórnar Starfsmenntunarsjóðsins vegna úthlutunar námslauna. Verklagsreglurnar má einnig finna á vefsíðu félagsins www.ki.is undir FT / Endurmenntun.

Fjölgun umsókna auk annarra þátta s.s. mikillar eftirspurnar eftir símenntun og aukinnar áherslu á starfsþróun bendir til að félagið þurfi að beita sér fyrir auknum möguleikum félagsmanna til námslauna í framtíðinni.

Verklagsreglur stjórnar Starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara vegna námslauna:

Eftirfarandi einstaklingar fengu úthlutað úr A-deild Starfsmenntunarsjóðsins árið 2012: 

Hilmar Þórðarson: 12 mánuðir. Hilmar stundar tónsmíðanám í NTNU-Trondheim Norwegian University of Science and Technology. Ásdís Hildur Runólfsdóttir: 6 mánuðir. Ásdís stundar nám við Lichtenberger Institut fur Gesang und Instrumentalspiiel.

Linda Hreggviðsdóttir: 4 mánuðir. Linda stundar nám við Stadtische Max-Bruch-Musikschule.

Ludvig Kári Forberg: 12 mánuðir. Ludvig Kári stundar nám í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH.

Guðlaugur Viktorsson: 12 mánuðir. Guðlaugur stundar nám í kórstjórn í Álaborg.

Áf

Dagskrá afmælisársfundar FT

Kl. 13:00 Yfirlit yfir starfsemi Félags tónlistarskólakennara á liðnu ári. Reikningar félagsins lagðir fram. Kl. 13:30 Farið yfir starfsþætti sem lögð verður áhersla á í starfsemi félagsins á afmælisárinu. Kl. 13:45 Samantekt á áherslum félagsmanna úr hópaumræðum á svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust sem fram fóru með þjóðfundarsniði undir yfirskriftinni „Hvað liggur þér á hjarta?“ Umræður. Kl. 14:30 Kaffihlé Kl. 14:50 Kynnt verða drög að „manifesto“ sem endurspeglar sýn félagsins og áherslur á þessum tímamótum. Umræður. Útnefning heiðursfélaga Félags tónlistarskólakennara. Önnur mál. Kl. 16:00 Þrjátíu ára farsælu starfi fagnað í lok fundar með léttum veitingum. Tónlistaratriði.

Tilgangur námslauna er að styrkja umsækjendur til endurmenntunar. Rétt á námslaunum hafa tónlistarskólakennarar sem hafa starfað í a.m.k. 10 ár og greitt er fyrir í sjóðinn. Við úthlutun tekur sjóðsstjórn tillit til: a) Starfsaldurs umsækjanda. b) Eðli umsóknar. Að frágangur umsóknar sé viðunandi og að allar upplýsingar um væntanlegt nám komi fram. c) Hvernig nám nýtist umsækjanda í starfi að námi loknu. d) Að staðfesting liggi fyrir frá viðkomandi skóla/kennara eða ljóst sé að námið standi umsækjanda til boða. e) Að jafnaði sé ekki veitt námslaun nema sem nemi einu stöðugildi í hverjum skóla. f) Umsóknir og fylgigögn þeim tilheyrandi sem berast eftir tilgreindan umsóknarfrest eru ekki teknar til greina.

Áf

Dagskrá trúnaðarmannafundar

Kl. 9:30

Kaffi og rúnstykki - kynning trúnaðarmanna

Kl. 9:40 Upplýsingar um hlutverk, réttindi og skyldur félagslegra trúnaðarmanna KÍ (og öryggistrúnaðarmanna). Hafdís Dögg Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi á félagssviði Kennarasambands Íslands. Kl. 10:10 Farið yfir nýjan bækling þar sem helstu atriði úr kjarasamningi SÍS og FT/FÍH eru dregin fram og skipulagi og þjónustu KÍ/FT gerð skil. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara. Kl. 11:00 Kaffihlé Kl. 11:10 Samskipti og líðan á vinnustað Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Fyrirlestur Þórkötlu er opinn öllum félagsmönnum. Kl. 12:00 Fundarlok - Hádegisverður.


NÓTAN uppskeruhátíð tónlistarskóla Undirbúningshópar fyrir svæðistónleika Nótunnar 2013 Þriggja manna undirbúningshópar sjá um skipulagningu og framkvæmd fjögurra svæðistónleika Nótunnar út um land. Hér á eftir má sjá skipan undirbúningshópa á hverju svæði: Undirbúningshópur vegna svæðistónleika Nótunnar fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes: 

László Czenek, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga. Róbert Darling, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga. Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs.

Undirbúningshópur vegna svæðistónleika Nótunnar fyrir Norður- og Austurland: 

Daníel Arason, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ. Jón Hilmar Kárason, tónlistarkennari við Tónskóla Neskaupstaðar.

Daníel Arason, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Guðrún Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Jón Hrólfur Sigurjónsson, varaformaður FT og tónlistarkennari í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Sigrún Grendal, formaður FT og tónlistarkennari við Tónlistarskóla Kópavogs.

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Svæðistónleikar 2013

Undirbúningshópur vegna svæðistónleika Nótunnar fyrir Reykjavík:

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes:

Guðbjörg Sigurjónsdóttir, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Guðrún Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Snorri Örn Snorrason, aðstoðarskólastjóri FÍH.

 Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi  Laugardaginn 16. mars 2013

Undirbúningshópur vegna svæðistónleika Nótunnar fyrir Vesturland og Vestfirði: 

Maria Jolanta Kowalczyk, skólastjóri Tónskóla Vesturbyggðar. Selvadore Rähni, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur. Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Yfirstjórn Nótunnar 2013 Framkvæmdastjórn Eftirfarandi átta einstaklingar skipa yfirstjórn Nótunnar 2013:

Tíma- og staðsetningar

Snorri Örn Snorrason, aðstoðarskólastjóri FÍH. Stefán Ómar Jakobsson, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs.

Formaður yfirstjórnar: Sigrún Grendal. Framkvæmdastjórn Nótunnar 2013 skipa:   

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Norður- og Austurland:  Grunnskólinn á Egilsstöðum  Laugardaginn 16. mars 2013

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Reykjavík:  Salur FÍH, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík  Laugardaginn 16. mars 2013

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Vesturland og Vestfirði:  Tónlistarskóli Ísafjarðar / Ísafjarðarkirkja  Laugardaginn 16. mars 2013

Lokatónleikar 2013 Lokatónleikar Nótunnar uppskeruhátíðar tónlistarskóla:  Harpan, Eldborg  Sunnudaginn 14. apríl 2013

Sigrún Grendal Snorri Örn Snorrason Össur Geirsson

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.