Fréttabréf FT - 94. tbl., janúar 2013

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Tillaga að frumvarpi til laga um tónlistarskóla komin í hendur ráðherra Formaður nefndar um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 afhenti Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, tillögu að frumvarpi til laga um tónlistarskóla þann 23. janúar sl. Frumvarpstillagan var sett í opið samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 25. janúar. Frestur til að skila inn athugasemdum við frumvarpsdrögin er til 6. febrúar. Innsendar athugasemdir verða hafðar til hliðsjónar við undirbúning endanlegs frumvarps sem ráðherra mun leggja fyrir Alþingi. Nefnd um endurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 var upphaflega skipuð 1. mars 2004 en vegna deilna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga lauk nefndin aldrei störfum. Stjórn FT þrýsti reglulega á um að nefndin yrði kölluð saman að nýju og var nefndin endurskipuð 13. desember 2010. Formaður FT átti sæti á báðum nefndum. Stjórn FT fagnar því að nú standi fyrir dyrum að leggja fram frumvarp að heildstæðri löggjöf um starfsemi tónlistarskóla. Margt í tillögunum er til þess fallið að styrkja starfsemi tónlistarskóla og efla tónlistarfræðslu. Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla ná einungis til stofnunar og reksturs tónlistarskóla en félagið hefur horft til þess í störfum sínum að ný heildarlöggjöf fyrir tónlistarskóla verði bakhjarl við starfsemi tónlistarskóla með mun víðtækari hætti. Félagið sendi frá sér athugasemdir í fjórtán liðum um það sem

betur mætti fara í frumvarpsdrögunum fyrir skil til ráðherra. Stjórn fagráðs tónlistarskóla í FT hefur krufið til mergjar með hvaða hætti mætti laga þá annmarka sem við teljum enn vera á frumvarpsdrögunum. Í frumvarpsdrögunum er samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13. maí 2011 lögfest. Veigamestu athugasemdir félagsins snúa að því að í frumvarpsdrögunum tekst ekki að sníða af þá annmarka sem hafa komið í ljós við framkvæmd samkomulags ríkis og sveitarfélaga undanfarin misseri. Ekki er tryggt í drögunum að eitt meginmarkmið samkomulagsins nái fram að ganga þ.e. um jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem er „forsenda fyrir greiðsluþátttöku ríkisins“. Með samkomulaginu „var sveitarfélögum ætlað að tryggja að nemendur sem uppfylltu inntökuskilyrði tónlistarskóla og reglur um námsframvindu gætu stundað hljóðfæranám í framhaldsnámi og söngnám í mið- og framhaldsnámi án tillits til búsetu“. Ekki er nægjanlega skýrt kveðið á um skyldur sveitarfélaga þar að lútandi í frumvarpsdrögunum. Þá gerir félagið athugasemdir við þá aðferðafræði sem úthlutunarreglur vegna samkomulagsins eru grundvallaðar á. Félagið mun fylgja eftir athugasemdum sínum með það að leiðarljósi að markmiðum fyrrgreinds samkomulags verði náð og að rekstarskilyrði tónlistarskóla, í tengslum við útfærslu samkomulagsins, verði bætt frá því sem nú er víða. Framhald á næstu blaðsíðu

Félag tónlistarskólakennara þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar félagsmönnum sínum farsældar og gleði á nýju ári! VIVA LA MUSICA! Janúar 2013 · tölublað 94


Nokkur helstu nýmæli í frumvarpstillögunum frh. Í frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins eru tilgreind nokkur helstu nýmæli sem felast í frumvarpstillögu nefndar um endurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla:

1. Lagt til að sett verði heildstæð löggjöf um starfsemi tónlistarskóla. 2. Lagt er til að fjallað verði um skipan tónlistarnáms og hlutverk ráðuneytisins og sveitarfélaga með nánari hætti en áður. Einnig verði ábyrgð og skyldur, gagnvart einstökum þáttum á sviði tónlistarfræðslu, skilgreindar með skýrari hætti en gert er í gildandi lögum. 3. Í frumvarpinu er lagt til að öllum, sem uppfylla skilyrði laganna, verði heimilt að stofna tónlistarskóla. Tónlistarskólar eigi þó ekki sjálfkrafa kröfu á framlög úr hendi sveitarfélaga eða styrkjum af almannafé. 4. Lagt er til að fjallað verði um starfsgengisskilyrði skólastjóra og kennara. Jafnframt að óheimilt verði að ráða einstakling til starfa við tónlistarskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. 5. Lagðar eru til breytingar á fjárstuðningi og kostnaðarþátttöku hins opinbera frá gildandi lögum. Í þeim felst að ríkis-

sjóður veiti árlega fjárveitingu á fjárlögum til sveitarfélaga sem renni til kennslukostnaðar sveitarfélaga vegna mið- og framhaldsnáms í söng og framhaldsnáms í hljóðfæraleik sem fram fer samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. 6. Mælt er fyrir um fjárstuðning nemenda til tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags síns. Slíkur réttur nemenda til tónlistarnáms, utan lögheimilissveitarfélags, skal háður samningi þess við hlutaðeigandi tónlistarskóla eða reglum skv. 17. gr. frumvarpsins.

7. Mælt er fyrir um að nánar verði kveðið á um skyldur einstakra tónlistarskóla um innritun nemenda og þær reglur sem skóli hyggst leggja til grundvallar innritun nemenda í þjónustusamningi skv. 8. gr. frumvarpsins.

8. Gert er ráð fyrir að tónlistarskólar eigi rétt á framlögum úr sameiginlegum sprotasjóði skóla, sem hefur fram til þessa verið starfræktur í þágu leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins hefur, m.a. verið að styðja við þróunarstarf og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og er lagt til að sjóðurinn styðji einnig við skólastarf í tónlistarskólum. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Sigríður Sveinsdóttir, píanókennari, gerð að heiðursfélaga FT Grand Hóteli. Á heiðursskjali sem Sigríði var afhent segir: „Sigríður Sveinsdóttir, píanókennari, var formaður Félags tónlistarskólakennara frá árinu 1988 til 1999. Á þeim ellefu árum sinnti hún formannsstarfinu af alúð og hugsjón. Hún leiddi félagið farsællega þar sem áhugi á faginu, réttsýni og umhyggja fyrir félagsmönnum var í fyrirrúmi. Sigga gaf sig af lífi og sál í starfið og var persónuleg þjónusta hennar einkenni. Sigga á stóran þátt í þróun farsæls starfs Félags tónlistarskólakennara og framlag hennar í þágu stéttarinnar er stórt.“ Nýverið var Halldór Haraldsson, píanóleikari, einnig gerður að heiðursfélaga FT á sérstökum tónleikum sem haldnir voru honum til heiðurs. Halldór var einn af stofnendum Félags píanókennara árið1970 en nafni félagsins var breytt í Félag tónlistarkennara árið 1973. Halldór var formaður þessara félaga árin 1970-1975 og svo aftur 1977-1982. Þessi félög eru fyrirrennarar Félags tónlistarskólakennara. Halldór Haraldsson var, auk Sigríðar Sveinsdóttur, sérstakur heiðursgestur á ársfundinum. Á myndinni eru: Sigrún Grendal, formaður FT, Sigríður Sveinsdóttir, fyrrverandi formaður FT og Jón Hrólfur Sigurjónsson, varaformaður FT. Sigríður Sveinsdóttir, píanókennari og fyrrverandi formaður Félags tónlistarskólakennara, var gerð að heiðursfélaga Félags tónlistarskólakennara á afmælisársfundi FT 24. nóvember sl. á

Ágrip af sögu FT Félag tónlistarskólakennara var stofnað 21. nóvember árið 1982 og fagnaði því 30 ára afmæli á ársfundinum. 24. nóv. sl. Í tilefni af þessum tímamótum var ákveðið að láta taka saman ágrip af sögu félagsins. Það er gaman frá því að segja og vel við hæfi að Sigríður Sveinsdóttir hefur tekið verkefnið að sér.


Niðurstöður hópumræðna á svæðisþingum haustið 2012 „Hvað liggur þér á hjarta?“ var yfirskrift hópumræðna á svæðisþingum tónlistarskóla síðast liðið haust. Stuðst var við fyrirkomulag „þjóðfundarformsins“ þar sem þátttakendum var skipt upp í hópa og öllum gefið færi á að greina frá málaflokkum eða málefnum í okkar starfsumhverfi sem þeir töldu mikilvægt að lögð yrði áhersla á. Niðurstöðurnar voru kynntar á ársfundi Félags tónlistarskólakennara þann 24. nóvember síðastliðinn. Umræðunum var ætlað að varpa ljósi á hvaða viðfangsefni eru kennurum og skólastjórnendum hugleikin um þessar mundir. Hér á eftir birtum við samantekt niðurstaðna og það er von okkar að þær nýtist sem efniviður í fagumræðu inn í tónlistarskólunum. Niðurstöðurnar endurspegla áherslur félagsmanna og munu gagnast félaginu sem leiðarvísir í starfseminni bæði á sviði fag- og kjaramála. Niðurstöðunum úr hópumræðunum má skipta niður í átta aðalflokka: 1. Kjaramál 2. Samstarf 3. Samspil 4. Námsmat 5. Námskrá 6. Símenntun ( og kennaramenntun) 7. Kennslufyrirkomulag 8. Tónfræðigreinar. Þegar niðurstöðurnar voru skoðaðar eftir landsvæðum kom í ljós að það eru mikið til sömu málaflokkarnir sem eru fólki hugleiknir. Vægi þeirra innbyrðis, þ.e. hvaða málaflokkar voru tilteknir oftast, er ennfremur mjög jafnt. Kjaramálin trónuðu þó efst, málaflokkar nr. 2-6 voru jafnir, kennslufyrirkomulag hafði aðeins minna vægi en fyrri málefni og tónfræðagreinar ráku lestina.

Hér á eftir hafa þau atriði sem þátttakendur nefndu undir hverjum málaflokki verið dregin saman í nokkra punkta. Þá fylgir hverjum málaflokki smá skýringartexti, einnig í punktaformi. 1. Kjaramál – helstu áhersluatriði:  Hærri laun, fólk lifir ekki af laununum sömu laun og sambærilegar stéttir kennarastarfið er sérfræðistarf  auka vægi hópkennslu í launum  meira gagnsæi í framkvæmd launapotts  meira fjármagn í símenntun  bætt starfsöryggi kennara (óvissa að hausti)  ferðakostnaður greiddur í meira mæli (sumir keyra langan veg til vinnu). Lág laun kalla á mikla vinnu kennara, þeir eiga ekkert aflögu. Hærri laun auka starfsánægju kennara og gera kennarastarfið aðlaðandi. Skilgreina skýrar hvað er samspil og hvað er hópkennsla. Auka þarf fjármagn símenntunar sem og til kaupa á tölvum og hugbúnaði. 2. Samstarf – helstu áhersluatriði:  Aukið samstarf milli tónlistarskóla  meira samstarf milli kennara (innan skóla og milli skóla)  sameiginleg meistaranámskeið (master

class) og tónleikar  meira samstarf við foreldra (upplýsingar og ábyrgð)  aukið samstarf við önnur skólastig  aukin tengsl við nærsamfélagið. Mikil áhersla var lögð á aukið samstarf af ýmsu tagi á öllum svæðisþingunum. Hér fylgja nánari skýringar á helstu þáttunum:  Samstarf tónlistarskóla á viðkomandi landsvæði; samvinna í hljómsveitarog lúðrasveitarstarfi, tónleikaferðalögum  samstarf/samtal milli kennara (hljóðfærakennara og tónfræðigreinakennara), miðlun þekkingar og reynslu, við vinnum öll að sama markmiði. Samstarf er hvetjandi og hlúa þarf mun betur að þeim þætti í skólastarfinu. Sérstaklega var kallað eftir samvinnu í tónfræðigreinum og að fjarnám yrði í boði á því sviði  kennsla á skólatíma grunnskólanna þótti jákvæð en einnig var lögð áhersla á víðtækara samstarf s.s. í tengslum við kórastarf, uppsetningu sýninga, söngleiki, þemaverkefni o.fl. Fram kom að efla ætti tónlist í tengslum við valfög á unglingastigi og framhaldsskólastigi og að samstarf við aðrar skólagerðir þyrfti að vera á jafningjagrundvelli  mjög mikil áhersla var lögð á að tónlistarskólarnir þyrftu að vera sýnilegri, þeir þóttu of einangraðir, og að rödd okkar þyrfti að heyrast betur. Nótan var nefnd sem dæmi um gott framtak.

Myndir frá afmælisársfundi Félags tónlistarskólakennara 24. nóvember 2012 á Grand Hótel Reykjavík.


Niðurstöður hópumræðna á svæðisþingum – framhald 3. Samspil – helstu áhersluatriði:       

Allir nemendur eiga að hafa kost á samspili (líka píanónemendur) fjölbreytni í samspili, samspil mismunandi hljóðfæra samstarf skóla um samspil, heimsóknir/mót kennarar deili efni og útsetningum hver með öðrum samspil sé fastur liður í tónlistarnáminu gert sé ráð fyrir samspili í vinnutíma kennara (kennsluskyldu) aðstaða til samspils þarf að vera góð.

Mikil áhersla var lögð á gildi samspils í tónlistarnáminu, það örvar nemendur, er nærandi og skemmtilegt, hefur félagslegt gildi, þjálfar nemendur í að koma fram, nemendur læra að njóta tónlistar með öðrum, stuðlar að hagnýtingu námsins og skilur eftir sig góðar minningar. Bent var á að kennarar þurfi að vinnan meira saman að þessum þætti tónlistarnámsins. 4. Námsmat – helstu áhersluatriði:       

Bætt samskipti við prófanefnd einfalda fyrirkomulag áfangaprófa, gera það skilvirkara og ódýrara meiri samræmingu í námsmati í áfangaprófum fagprófdómara alltaf, faglegri prófdæmingu í áfangaprófum fjölbreyttara og einstaklingsmiðaðra námsmat upplýsingar um blaðlestur á vef Prófanefndar upplýsingar um dagsetningar áfangaprófa berist fyrr.

Kallað var eftir „gildu“ námsmati fyrir þá sem ekki taka áfangapróf. Formleg próf eru ekki fyrir alla. Gera þarf athugasemdir við áfangapróf fyrir prófin (ef þörf er á), fólk er óöruggt við val á verkefnum, hrætt við að mistök bitni á nemendum. 5. Námskrá – helstu áhersluatriði:  Samræma greinanámskrár  Samræma/tengja klassíska námskrá og rytmíska  vantar „popp“ námskrá  skilgreina betur valþáttinn  fjölbreyttari námskrá, nemendaFélag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

miðaðri  kennarar/skólar móti sínar eigin námskrár  endurskoðun aðalnámskrár  skýrari og meira leiðbeinandi verkefnalista. Tónstigahlutinn var tilgreindur sérstaklega varðandi þörf á samræmingu. Námskrá fyrir rytmíska tónlist þótti óhentug. 6. Símenntun / (og kennaramenntun) – helstu áhersluatriði:  Meiri áherslu á símenntun  LHÍ ætti að sjá um og skipuleggja símenntun  regluleg námskeið innan skólanna og í samstarfi við aðra skóla  notkun nýrrar tækni og miðla  meira fjármagn í símenntun  oftar möguleiki á námsleyfi  námskeið sem gefa einingar. Kallað var eftir reglulegu og fjölbreyttu námskeiðahaldi, sumarnámskeið voru tilgreind og framboð fyrri skóla út á landi. Skólana vantar fjármagn til að geta sinnt þörf fyrir símenntun. Eftirfarandi atriði voru nefnd í tengslum við menntun hljóðfæra- og söngkennara;  Ástand tónlistarkennaramenntunar í landinu, er alvarlegt  meistaranám í kennslufræðum í LHÍ fjarnám í kennslufræði og fagkennslufræði  löggilding starfsheitis tónlistarskólakennara  menntun tónfræðikennara  stofnun tónlistarkennaradeildar við HA. 7. Kennslufyrirkomulag – helstu áhersluatriði: Hér mátti greina tvo póla í umræðunni sbr. I og II: I)  Kerfið er of stýrandi, meiri sveigjanleika vantar  hvernig ráðstöfum við kennslutímanum, hvert er markmiðið?  einstaklingsmiðaðra nám  skapandi kennsluhættir  hugsa út fyrir rammann

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

 lengri tíma fyrir lengra komna nemendur. II)  Standa vörð um 60 mínútna kennslustund  kennslukerfi okkar er gott í samanburði við önnur lönd  tveir hálftímar á viku mikilvægir  lengri tíma fyrir lengra komna nemendur. Spurt var um fagmennsku stéttarinnar í þeim tilfellum sem byrjendum er boðið upp á 20 mínútna kennslu á viku. „Hálft nám“ þótti ekki boðlegt. Áhersla var lögð á sveigjanleika, við erum að mennta alls konar fólk, kennarinn þarf að hafa frelsi til að stýra kennslunni. Lengd kennslustunda getur verið mismunandi, við eigum að hugsa um innihaldið og mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur. Nemendur með sérþarfir voru nefndir sérstaklega. 8. Tónfræðigreinar – helstu áhersluatriði:  Koma á fjarnámi í tónfræðigreinum  vinna saman í dreifðari byggðum  heildstætt námsefni í samræmi við námskrá, hafa það aðgengilegt  spuni og tjáning í tónfræðikennslu  samhæfa hljóðfærakennslu og tónfræði  meiri áherslu á tónheyrn  miklu meiri áherslu á tónmenntakennslu. Hér má greina þörf fyrir samvinnu utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig er kallað eftir að fjarnám standi til boða (fámennir tímar, hagræði í samnýtingu). Kallað er eftir aukinni virkni í tónfræðakennslu sbr. hreyfingu, spuna, sköpun. Nokkur áhersla var lögð á mikilvægi tónheyrnar umfram tónfræði. Lokatónleikar

Fékkst þú nýtt rafrænt fréttabréf FT í síðustu viku? Ef ekki, þá endilega sendu okkur þitt rétta netfang á sigrun@ki.is. Stjórn FT hefur ákveðið að hefja útgáfu á rafrænu fréttabréfi sem verða m.a. vettvangur fyrir styttri tilkynningar frá félaginu og félagsmönnum. Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.