Fréttabréf FT - 97. tbl., ágúst 2013

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Svæðisþing tónlistarskóla í ellefta sinn Brýnustu hagsmunamál á sviði tónlistarfræðslu um þessar mundir Svæðisþing tónlistarskóla eru nú haldin í ellefta sinn og fara fram á sex stöðum út um land eins og síðustu ár. Sem fyrr er leitast við að láta viðfangsefni þinganna endurspegla þau hagsmunamál sem eru brýnust hjá stéttinni hverju sinni. Heiti potturinn Undir liðnum „Heiti potturinn“ munu þátttakendur eiga samræðu um nokkur af þeim faglegu málum sem efst eru á baugi um þessar mundir, s.s. lög um tónlistarskóla, kennaramenntun, lögverndun starfsheitis/starfsréttinda, endurskoðun aðalnámskrár o.fl. (sjá nánar á næstu síðu). Púlsinn verður tekinn á stöðu mála og næstu skref rædd. Eftir atvikum verða ályktanir bornar upp um einstök mál. Á svæðisþingum tónlistarskóla 2012 fór fram hópavinna með „þjóðfundarsniði“ þar sem lagt var upp með spurninguna „Hvað liggur þér á hjarta?“. Samantekt frá þessum lið verður dreift og spurningunni „hvað svo?“ varpað fram. Á ársfundi Félags tónlistarskólakennara 2012 voru drög að „manifesto“ lögð fram og rædd. Stefnan hefur verið gefin út í bæklingi undir yfirskriftinni „Tónlist er fyrir alla“ og verður hann lagður fram á þingunum. Kjaramál Kjarasamningar stéttarinnar renna út 31. janúar næstkomandi

og verða kjaramálin á sínum stað á svæðisþingunum undir yfirskriftinni „Hvað segja félagsmenn? – Áherslur í næstu kjarasamningum? – Hvert stefnir?“ Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur Kennarasambands Íslands og Sigrún Grendal, formaður FT munu fara yfir sviðið. Niðurstöður úr könnun FT haust 2013 verða kynntar og speglaðar í samræðu við þátttakendur á þingunum. Kjaraleg staða stéttarinnar og þróun í kjaramálum undangengin ár verður skoðuð í samanburði við viðmiðunarhópa og horft til framtíðar. Innleiðing „skapandi þáttar“ í tónlistarkennslu Á þingunum verður sjónum beint að hinum „skapandi þætti“ í tónlistarkennslu. Rýnt verður í svör félagsmanna við spurningum um þennan þátt í könnun félagsins sem er í gangi. Þátttakendum verður skipt í hópa og gefið tækifæri til að miðla reynslu sinni af innleiðingu þessa þáttar í tónlistarkennsluna, s.s. hvaða nálgun er viðhöfð, hvaða efni er notað, er eitthvað sem vantar upp á o.s.frv. Auk þess að ræða hvernig innleiðing þessa þáttar hefur til tekist í skólastarfi tónlistarskóla verða tengslum þáttarins við grunnþáttinn „sköpun“ í nýrri menntastefnu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla velt upp. Á þingunum munu þátttakendur stilla saman strengi með „tónsköpun“ í upphafi þinga og eftir hádegishlé. Góð ábending barst frá félagsmanni um meiri tónlistarvirkni og verður þetta vonandi að föstum lið á svæðisþingunum! Sjá dagskrá á næstu blaðsíðu

Fékkst þú slóð á könnun FT? Félag tónlistarskólakennara ákvað að framkvæma könnun í upphafi þessa skólaárs þar sem leitað er eftir viðhorfum félagsmanna til nokkurra þátta sem varða kjaramál, starfsumhverfi, lögverndun, framkvæmd nýrra áhersluatriða í aðalnámskrá tónlistarskóla o.fl. Í könnuninni gefst kennurum og stjórnendum færi á að tjá skoðanir sínar og hafa áhrif á hvaða línur verða

dregnar í komandi kjarasamningum og í öðrum þeim málefnum sem spurt er um. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á svæðisþingum tónlistarskóla nú í haust og notaðar sem útgangspunktar í samræðu á þingunum.

Ágúst 2013 · tölublað 97

Framhald á næstu blaðsíðu


Viðhorfskönnun FT — Viðhorfskönnun FT er í rafrænu formi. Í síðustu viku fengu félagsmenn senda slóð inn á könnunina á það netfang sem er skráð hjá félaginu. Hægt er að svara könnuninni í hvaða tölvu sem er. Um tvær kannanir er að ræða, önnur er fyrir kennara og millistjórnendur og hin er fyrir skólastjóra. Spurningarnar eru aðlagaðar að starfs- og kjaraþáttum kennara, millistjórnenda og skólastjóra. Uppfærsla netfangaskrár Umsjónarmaður félagatals hjá Kennarasambandinu hefur nýverið gert gangskör í uppfærslu á netfangaskrá FT og hafa vonandi allir fengið könnunina í hús. Ef einhverjir hafa ekki fengið tölvupóst með slóð á könnunina hefur hún væntanlega ratað á netfang sem er ekki lengur í notkun.

framhald af forsíðu

Ef þú hefur ekki fengið slóð á könnunina í tölvupósti þá vinsamlega sendu skrifstofu félagsins þitt rétta netfang á ft@ki.is svo við getum sent þér slóð á könnunina og lagfært netfangið þitt á okkar netfangalista. Frestur til að svara er til 2. september Óskað er eftir því að könnuninni sé svarað fyrir 2. september n.k. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Sigrúnu Grendal í síma: 595-1111/694-5462 eða í gegnum netfangið: sigrun@ki.is. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni en hún er liður í því að félagið geti endurspeglað vilja félagsmanna sem best í störfum sínum.

Ef þú hefur ekki fengið slóð á könnun FT í tölvupósti þá vinsamlega sendu okkur þitt rétta netfang á ft@ki.is Í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla segir að allir nemendur í grunnnámi eigi að taka virkan þátt í skapandi starfi og að nemendur í mið- og framhaldsnámi skuli eiga kost á slíku námi.

Kjaramál - undirbúningur kjarasamninga Stærstur hluti könnunar FT lýtur að kjaramálum og verða niðurstöðurnar hafðar til hliðsjónar við framsetningu áhersluatriða í næstu kjarasamningum. Núgildandi samningur rennur út 31. janúar 2014.

Bent er á mikilvægi þess að nemendur séu þjálfaðir í að leika eftir eyra á hljóðfæri sín þar sem það geri þá hæfari til sjálfstæðrar tónlistariðkunar (bls. 27).

Hvernig tókst innleiðing hins „skapandi þáttar“ til? Innleiðingu nýrrar aðalnámskrár tónlistarskóla fylgdi ekki sérstök fjárveiting yfirvalda á sínum tíma og engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig til hefur tekist varðandi nýjar áherslur í námskránni, s.s. með hinn „skapandi þátt“. Félagið telur mikilvægt að farið verði í endurskoðun á aðalnámskránni á næstunni og í því samhengi er m.a. gagnlegt að kanna stöðu mála og hug kennara til þessa þáttar.

Ennfremur kemur fram að fjölbreytt og skapandi starf eigi að vera veigamikill þáttur bæði í hljóðfæra- og tónfræðikennslu (bls. 66) og kennsluaðferðir og viðfangsefni skuli vera fjölbreytt og sveigjanleg (bls. 13). Þá er hvatt til þess að nemendur eigi þess kost að kynnast tölvutækni og nýta sér hana í tónsköpun (bls. 27).

Tengsl við nýja menntastefnu Heilt yfir er einnig áhugavert fyrir stéttina að beina sjónum sínum að „sköpun“ í tónlistarkennslu með hliðsjón af því að „sköpun“ er einn af sex grunnþáttum nýrrar menntastefnu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Kjarasamningsatriði Notar þú eigin tölvu í kennslu? Minnt er á ákvæði um greiðslu gjalds vegna afnota af eigin tölvu í kennslu og/eða við undirbúning hennar. Til upplýsingar eru hér dregnar fram skýringar sem eiga við um greiðslur vegna afnota af eigin tölvu í kennslu eða við undirbúning hennar.

Þegar um er að ræða greiðslur fyrir afnot af tölvu er miðað við afnot af tölvu með tónlistarhugbúnaði sem nýtist við kennslu og/eða undirbúning hennar og úrvinnslu. Ef tónlistarkennari, að ósk skólastjóra, leggur til tölvu vegna starfs greiðist gjald fyrir þau afnot skv.

fylgiskjali 4 eins og um hljóðfæri væri að ræða. 

Gjald vegna afnota af tölvu greiðist til viðbótar gjaldi vegna afnota af eigin hljóðfæri í þeim tilfellum sem óskað er eftir því að kennari leggi hvorutveggja til í starfi sínu.


Dagskrá á svæðisþingum tónlistarskóla 2013 BRÝNUSTU HAGSMUNAMÁL Á SVIÐI TÓNLISTARFRÆÐSLU UM ÞESSAR MUNDIR Tónsköpun!

Tónsköpun! NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR FT HAUSTIÐ 2013 Hvað segja félagsmenn? – Áherslur í næstu kjarasamningum? – Hvert stefnir?

HEITI POTTURINN Samræða um fagleg mál sem efst eru á baugi – Hver er staðan? – Hver eru næstu skref? – Ályktanir bornar upp  Frumvarp til laga um tónlistarskóla/samkomulag ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms  Kennaramenntun tónlistarkennara og tónmenntakennara  Lögverndun starfsheitis/starfsréttinda tónlistarskólakennara – niðurstöður könnunar FT  Endurskoðun aðalnámskrár – hvað segja félagsmenn? Samantekt frá svæðisþingum, könnunum FT o.fl.  Aðgengi að Sprotasjóði og Þróunarsjóði námsgagna?  Starfsmaður á sviði tónlistar/lista í mennta- og menningarmálaráðuneytinu?

„Hvað liggur þér á hjarta?“ Samantekt frá svæðisþingum tónlistarskóla 2012 – hvað svo? „Tónlist er fyrir alla“ stefna Félags tónlistarskólakennara

 Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur Kennarasam-

bands Íslands og Sigrún Grendal, formaður FT fara yfir sviðið. HÓPAVINNA Innleiðing „skapandi þáttar“ í tónlistarkennslu – Niðurstöður könnunar FT kynntar – Hvar stöndum við?  Samræður í minni hópum þar sem kennurum og

stjórnendum gefst tækifæri til að miðla reynslu sinni af innleiðingu „hins skapandi þáttar“ (valþáttur í grunn- og miðprófum) í tónlistarkennslu og því hvernig þeir nálgast viðfangsefnið. Þingslit

Kjarasamningsatriði Túlkun greinar um samkennslu og hlutanemendur Á fundi samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna 14. júní síðastliðinn urðu aðilar sammála um eftirfarandi túlkanir vegna greinar 2.1.6.4, og töflu sem fram kemur í greininni, um samkennslu og hlutanemendur í kjarasamningi. 1. Vegna kennslustunda nemanda í fullu námi í einkakennslu (sem er algengasta fyrirkomulagið) reiknast ekki álag vegna annarrar umsjónar en kennslu. 2. Vegna kennslustunda í samkennslu reiknast álag á kennslustundina með stuðlinum 1,2368 vegna annarrar umsjónar en kennslu. 3. Vegna kennslustunda sem eru styttri en 60 mín. greiðist álag á þann mínútufjölda

sem vantar upp á að kennslustund nái 60 mínútum. 4. Ef nemandi er að læra á tvö hljóðfæri í hlutanámi á hvort hljóðfæri (hvort sem er hjá tveimur kennurum eða einum) greiðist álag á þann mínútufjölda sem vantar upp á að hvor kennslustund nái 60 mín. Með tveimur hljóðfærum er átt við að hvort hljóðfæri hafi sína námskrá. 5. Vegna nemenda sem eru eingöngu í samkennslu í hlutanámi greiðist álag vegna samkennslunnar og einnig á þann mínútufjölda sem vantar upp á að kennslustund nái 60 mínútum. 6. Vegna nemenda sem eru í fullu námi og námið samanstendur af einkakennslu og samkennslu hjá sama kennara þá greiðist einungis álag vegna samkennsluhlutans.

7. Vegna nemenda sem eru í hlutanámi og námið samanstendur af einkakennslu og samkennslu hjá sama kennara þá greiðist álag vegna samkennsluhlutans og einnig á þann mínútufjölda sem vantar upp á að samanlagður kennslutími í einkakennslu og samkennslu nái 60 mínútum. Þessar forsendur verða lagðar til grundvallar reikniskjali sem notað er til að halda utan um launaröðun tónlistarkennara. Reikniskjalið er unnið í samræmi við inntak bókunar 2 í kjarasamningi aðila. Til nánari skilgreiningar hefur komið inn í skjalið reiknirammi þar sem slegnar eru inn upplýsingar vegna nemenda sem eru í samkennslu og/eða blönduðu kennsluformi sam- og einkakennslu.


Málþing um hæfnimiðað námsmat Félag tónlistarskólakennara vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi um námsmat sem haldið er á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Námsmat er meðal málefna sem stéttin hefur kallað eftir umræðu um og hefur efnið verið tekið fyrir á svæðisþingum tónlistarskóla á undanförnum árum. Nokkrir tónlistarskólar eru með áhugaverð þróunarverkefni á þessu sviði í bígerð.

Málþingið ber yfirskriftina:

Í úttekt Anne Bamford á list- og menningarfræðslu á Íslandi kemur fram að þær aðferðir sem viðhafðar eru við námsmat séu afar takmarkaðar. Ein af þeim fimm megin tillögum sem settar eru fram til úrbóta í úttektinni er að auka þurfi rannsóknir og þróun á sviði námsmats. Breytt samfélag og menntakerfi setji aukinn þrýsting á tónlistarskólana að aðlagast nýjum áherslum.

HÆFNIMIÐAÐ NÁMSMAT LÆRUM HVERT AF ÖÐRU og er haldið föstudaginn 30. ágúst í Flensborgarskólanum Hafnarfirði, kl. 14:00-17:00.

Menntamálaráðherra setur þingið sem hefst á fjórum stuttum erindum um námsmat í ljósi nýrrar menntastefnu og nýrra áherslna í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla. Að erindum loknum er boðið upp á fimmtán málstofur undir fimm meginþemum:     

Tilgangur námsmats Hlutverk stjórnenda Námsmat í aðalnámskrám Leiðsagnarmat Skráningar og mat

Málþingið ber upp á áhugaverðum tíma fyrir Félag tónlistarskólakennara því í undirbúningi er rannsóknar- og þróunarverkefni um námsmat í tónlistarskólum. Verkefnið er einn liður í fjölþættu samstarfsverkefni sem félagið er aðili að á evrópskum samstarfsvettvangi félagsins, EMU.

Félag tónlistarskólakennara telur rannsóknar- og þróunarverkefni um námsmat vera áhugavert og gagnlegt innlegg í þróun tónlistarfræðslu en geti einnig haft mun víðtækari skírskotun. Fjölbreytt námsmat er mikilvægt innlegg í skólaþróun sem leitast við að mæta áskorunum nýrra tíma. Fyrrnefnt rannsóknarverkefni sem FT er aðili að er fyrirhugað til tveggja ára (2014-2015) og verður kynnt nánar síðar. Félagið hvetur áhugasama að skrá sig á framangreint málþing og kynna sér það helsta í umræðunni um námsmat. Dagskrá og upplýsingar um skráningu er að finna á slóðinni hér á eftir: http://vinnuvefur.namskra.is/malthing/ malþing-2013

Svæðisþing tónlistarskóla 2013 Svæðisþing tónlistarskóla á Vestfjörðum verður haldið í Hömrum í Tónlistarskóla Ísafjarðar föstudaginn 6. september (sama dag og haustþing grunnskóla) ----------Svæðisþing tónlistarskóla á Austurlandi verður haldið í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum föstudaginn 13. september (sama dag og haustþing grunnskóla) ----------Svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi verður haldið í Eddu veröld, Skúlagötu 17, Borgarnesi miðvikudaginn 18. september ----------Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu verður haldið í Nauthól, Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík föstudaginn 20. september ----------Svæðisþing tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum verður haldið á Hótel Selfossi fimmtudaginn 3. október (sama dag og haustþing grunnskóla) -----------

Umsóknarfrestur í c-deild Starfsmenntunarsjóðs Minnt er á umsóknarfrest í c-deild Starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara. Umsóknir eru afgreiddar einu sinni á ári og verða umsóknir að hafa borist fyrir 15. október ár hvert. Hægt er að sækja um styrki vegna námsefnisgerðar, rannsókna og þróunarverkefna í c-deild sjóðsins.

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Svæðisþing tónlistarskóla á Norðurlandi verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 4. október (sama dag og haustþing grunnskóla)

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Elín Anna Ísaksdóttir, pianókennari Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.