Fréttabréf FT - 98. tbl., nóvember 2013

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

„Tónlist er fyrir alla“ Á þrjátíu ára afmælisársfundi Félags tónlistarskólakennara, fyrir rétt um ári síðan, voru kynnt drög að stefnuyfirlýsingu FT. Félaginu þótti vel við hæfi að skerpa á sýn og áherslum þess í tilefni tímamótanna. Stefnan hefur nú verið gefin út í bæklingi undir heitinu „Tónlist er fyrir alla“ og var m.a. dreift á svæðisþingum tónlistarskóla nú í haust.

Vinnan við gerð stefnunnar, sú rýni og samræða sem á sér stað, er ekki síður mikilvæg í svona ferli en stefnan sjálf. Stefnan byggist á niðurstöðum tveggja alheimsráðstefna um listfræðslu á vegum UNESCO: Vegvísi fyrir listfræðslu (Lissabon 2006) og Seoul Agenda, Goals for the Development of Arts Education (Seoul 2012). Auk þess er stefnan unnin með hliðsjón af Bonn yfirlýsingunni (2012), þar sem framangreindar niðurstöður eru aðlagaðar að evrópskum veruleika. Stefnan er útfærsla FT á sameiginlegri skólastefnu Kennnarasambands Íslands. Vinnuferlið við gerð stefnunnar hafði áhrif á þá sýn félagsins hver brýnustu hagsmunamál stéttarinnar eru um þessar mundir og hvert stefnumiðið þarf að vera í vinnunni framundan svo áframhald megi verða á eflingu tónlistarfræðslu í þágu menntunar, menningar og samfélagsmála í landinu. Það er ekki laust við að sú tilfinning geri vart við sig að tónlistarskólakerfið sé í einhvers konar tómarúmi eða jafnvel á nokkurs konar tímamótum. Það eitt er víst að halda þarf vel á spilunum í þessari stöðu!

Brýnustu

hagsmunamál

á sviði tónlistarfræðslu

Yfirskrift svæðisþinga tónlistarskóla haustið 2013 var „Brýnustu hagsmunamál á sviði tónlistarfræðslu um þessar mundir“ og voru veigamikil mál tekin til umræðu: Lög um tónlistarskóla, fimm ára kennaramenntun, lögverndun starfsheitis/starfsréttinda og endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla. Málefnin eiga það sammerkt að stefnumiðið er sú sýn á gildi tónlistarskóla og tónlistarfræðslu sem komið er inn á í smá hugleiðingu hér á eftir undir yfirskriftinni „Tónlistarskólar eru uppspretta tækifæra“. Í umfjöllun og samræðu á svæðisþingum tónlistarskóla var komið inn á hver staðan væri og hver væru næstu skref horft til málefnanna sem tilgreind eru að framan. Hér á innsíðu er dregið saman það helsta frá þingunum undir hverju málefni.

Bæklingurinn verður nýttur við að koma málefnum stéttarinnar og fagsins á framfæri.

Tónlistarskólar eru uppspretta tækifæra Umræða um menntamál á okkar tímum endurspeglast nokkuð af því að stutt er liðið frá aldamótum en þá er gjarnan horft til þeirra þarfa og tækifæra sem nýir og breyttir tímar kalla eftir. Um leið og horft er fram á veginn er einnig litið til baka og mat lagt á þann árangur og áherslur sem einkennt hafa liðinn tíma. Vitundarvakning hefur orðið um allan heim varðandi mikilvægi listnáms og það að aðferðum lista sé beitt í ríkara mæli í menntakerfinu. Ný menntastefna mennta– og menningarmála-

ráðuneytisins endurspeglar að mörgu leyti þessi viðhorf og því fagnar Félag tónlistarskólakennara. Það er meðbyr með listgreinum sem sýnir sig í auknum skilningi á gildi lista og aðferðum listfræðslu. Gæði menntakerfa eru mest þar sem listum og menningu er gert hátt undir höfði og sérþekking úti í samfélaginu er virkjuð, samkvæmt skýrslum frá UNESCO.

Nóvember 2013 · tölublað 98

Framhald á næstu blaðsíðu


Grundvallarþættir sem vinna þarf að í því skyni að styrkja undirstöður tónlistarskóla í þágu menntunar og menningar í samfélaginu Heildarlöggjöf er nauðsynlegur bakhjarl við starfsemi tónlistarskóla

Heildarlöggjöf um tónlistarskóla

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms

Lögverndun starfsheitis/ starfsréttinda tónlistarskólakennara

Menntun hljóðfæra– og söngkennara Heildstætt fimm ára nám

Endurskoðun Aðalnámskrár tónlistarskóla

Jafnstaða forsenda -

Símenntun/starfsþróun

Grunnþættir nýrrar menntastefnu

Listir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í nauðsynlegri umbreytingu menntakerfa á 21. öld

Aðgengi að Sprotasjóði og Þróunarsjóði námsgagna

Menntun í listum/menntun í gegnum aðferðir lista

Starfsmaður á sviði lista í mennta– og menningarmálaráðuneytinu (Myndin/glæran hér að framan var útgangspunktur samræðu á svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust) Heildarlöggjöf mikilvægur bakhjarl Í tíð síðustu ríkisstjórnar skilaði nefnd um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 af sér tillögu að frumvarpi til laga um tónlistarskóla. Frumvarpstillagan var sett í opið samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins en ráðherra náði því miður ekki að leggja frumvarp fyrir Alþingi. Félag tónlistarskólakennara telur brýnt að lög um tónlistarskóla verði að veruleika sem fyrst. Markmiðið er að setja nýja

heildstæða löggjöf um starfsemi tónlistarskóla og marka þeim heildræna stefnu. Slík löggjöf yrði bakhjarl við starfsemi tónlistarskóla með víðtækum hætti, hún myndi styrkja undirstöðurnar fyrir starfseminni og efla hlutverk skólanna í þágu menntunar, menningar og samfélagsins alls.

Í greinargerð með framangreindum frumvarpstillögum kemur fram að það sé í takt við þarfir einstaklingsins og samfélagsins að tónlistarkennslu sé gert jafnhátt undir höfði og öðrum námsgreinum grunn- og framhaldsskóla. Í þessu felst mikil viðurkenning á hlutverki tónlistarskólanna.

Á sama tíma og heildstæð löggjöf um tónlistarskóla myndi styrkja stöðu tónlistarskóla og tónlistarfræðslu myndu lögin styrkja stöðu tónlistarskóla innan menntakerfisins, t.d. í samstarfi við aðrar menntastofnanir, og hafa jákvæð áhrif á skólakerfið í heild sinni.

Á svæðisþingunum var farið yfir helstu nýmæli í frumvarpstillögunum og var samhljómur meðal þátttakenda um mikilvægi þess að lögin verði að veruleika sem fyrst.

Tónlistarskólar eru uppspretta tækifæra – frh. Tónlistarskólar eru miðstöðvar sérþekkingar og mikilvæg uppspretta í þróun menntakerfa á 21. öld í anda heildtækrar hugsunar. Færð eru rök fyrir því að listir séu öflugasta tækið í skólastarfi til að stuðla að alhliða færni og þroska á öllum skilningarvitum nemandans. Félag tónlistarskólakennara leggur áherslu á að tónlistarkennslu og tónlistarskólum sé gert jafnhátt undir höfði og öðrum skólagerðum.

Félagið tekur heils hugar undir stefnumarkandi skjöl frá alheimsráðstefnum UNESCO þar sem kemur fram að tónlistarskólar og tónlistarkennsla hafi hlutverki að gegna í nauðsynlegu umbreytingarferli í þróun menntakerfa á 21. öld. Skilgreina þarf tónlistarnám og tónlistarskóla sem hluta af menntakerfinu - öllum til hagsbóta.


Grundvallarþættir sem vinna þarf að í því skyni að styrkja undirstöður tónlistarskóla í þágu menntunar og menningar í samfélaginu - frh. Lögverndun starfsheitis/starfsréttinda tónlistarskólakennara Umræða um lögverndun starfsheitis og/ eða starfsréttinda tónlistarskólakennara hefur í gegnum árin oft borið á góma á fundum félagsmanna. Á ársfundi félagsins 2009 var, t.a.m. haldin sérstök málstofa um málefnið. Elna Katrín Jónsdóttir, þá varaformaður Kennarasambands Íslands, hélt m.a. framsöguerindi á málstofunni. Í máli hennar kom fram að ekki er lengur litið á lögverndun sem einangrað fyrirbæri heldur öllu fremur sem rökréttan endapunkt á inngöngu fagmanns í kennarastétt að aflokinni menntun sem snýr bæði að fagi viðkomandi og námi í kennarafræðum. Elna Katrín varpaði einnig fram þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að gera minni menntunarkröfur til tónlistarskólakennara en annarra kennara og einnig hvort nemendur tónlistarskóla ættu ekki kröfu á hámarksmenntun kennara sinna.

Í könnun Félags tónlistarskólakennara nú í haust var spurt um viðhorf félagsmanna til lögverndunar á starfsheiti/starfsréttindum tónlistarskólakennara. Eins og myndritin hér fyrir aftan sýna var meirihluti þeirra sem svaraði fylgjandi lögverndun. Meðal kennara og millistjórnenda sögðust 72% frekar eða mjög fylgjandi lögverndun og meðal skólastjóra sögðust 77% frekar eða mjög fylgjandi lögverndun. Á svæðisþingunum benti formaður FT á að eftirfarandi atriði er að finna í stefnu félagsins: 

Unnið verði að lögverndun starfsheitis/ starfsréttinda tónlistarskólakennara.

Gera þarf starf tónlistarskólakennara eftirsóknarvert og tryggja að kjör þeirra séu samanburðarhæf við kjör annarra sérfræðinga sem vinna sambærileg störf.

Stuðla þarf að góðu starfsumhverfi sem laðar ungt fólk til starfa.

Það er í hlutverki félagsins að stuðla

Svör kennara og millistjórnenda

að bættri tónlistarkennslu og styrkja stöðu tónlistarfræðslu í landinu. Umræðurnar á svæðisþingunum spegluðu niðurstöðurnar úr könnun félagsins þar sem spurt var um viðhorf til lögverndunar. Fram kom að lögverndun gæti hugsanlega laðað að yngri kennara til starfa og að henni gæti fylgt meiri virðing fyrir faginu/starfinu og var í því sambandi, m.a. vitnað til reynslu leikskólakennara. Starfsheiti leikskólakennara var lögverndað árið 2008. Í kjölfar lögverndunar var svo stigið það skref að auka menntunarkröfur leikskólakennara og eru þær sambærilegar og hjá grunnog framhaldsskólakennurum. Leikskólakennarar segja stöðu sína allt aðra í dag en áður – þeir finni fyrir aukinni virðingu fyrir störfum þeirra og kjörin hafi batnað. Þá var ítrekað mikilvægi þess að staðinn yrði vörður um réttindi eldri kennara sem ekki eru með kennaramenntun og þess gætt við útfærslu að allir gætu setið sáttir við sama borð.

Svör skólastjóra

NÓTAN 2014 / Staðsetningar og dagsetningar Svæðistónleikar fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes  Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Hásalir  Laugardaginn 1. mars 2014

Svæðistónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði  Menntaskóli Borgarfjarðar  Laugardaginn 8. mars 2014

Svæðistónleikar fyrir Reykjavík  Salur FÍH, Rauðagerði 27, 108 Rvk.  Laugardaginn 1. mars 2014

Svæðistónleikar fyrir Norður- og Austurland  Menningarhúsið Hof

 Laugardaginn 15. mars 2014 Lokatónleikar Nótunnar  Harpan, Eldborg  Sunnudaginn 23. mars 2014


Grundvallarþættir sem vinna þarf að - frh. Menntun hljóðfæra- og söngkennara forgangsatriði Ekki er hægt að ræða um lögverndun án þess að tengja það kennaramenntun tónlistarskólakennara. Listaháskóli Íslands hefur bent á að þar sem lögverndun á starfsheiti/starfsréttindum tónlistarskólakennara sé ekki fyrir hendi hafi það haft þau áhrif að mennta– og menningarmálaráðuneytið teldi sig hafa minni skuldbindingar gagnvart menntun tónlistarkennara en annarra kennara. Í gæðaúttekt Evrópusamtaka tónlistarskóla (AEC) frá árinu 2012 sem gerð var á tónlistardeild Listaháskóla Íslands er skólanum hrósað fyrir margra hluta sakir en það vekur athygli að í samantekt skýrslunnar er það gert að forgangsatriði að komið verði á fót hljóðfæra- og söngkennaranámi á meistarastigi við skólann. Hvatt er til samtals og samvinnu við menntamálayfirvöld svo að af þessu geti orðið. Aukin menntunarkrafa til kennara í öðrum skólagerðum er í samræmi við alþjóðasamþykktir en í Bolognasamkomulaginu (1999) sammæltust menntamálaráðherrar 29 Evrópulanda um að gera háskólapróf gagnsærri, auðvelda samanburð milli landa og auka hreyfanleika innan Evrópu um leið og tryggð væru hámarksgæði menntunar-innar. Í könnun FT á starfsemi tónlistarskóla frá því 2009 kemur fram að: 

73% skólastjóra telja framboð á tónlistarkennurum mjög eða frekar lítið

meðalaldur stéttarinnar fer hækkandi - hann er nú 45,1 ár

17% kennara og stjórnenda á landsvísu er af erlendum uppruna - á landsbyggðinni er hlutfallið 27% á móti 12% á höfuðborgarsvæðinu

20% tónlistarskólakennara hafa ekki lokið fyrsta þrepi háskólanáms, bakkalárprófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi

56% kennara og stjórnenda hafa kennaramenntun

þegar skólastjórar eru spurðir hvernig undirbúning fyrir kennslu þeir telji tónlistarkennara fá í sínu kennaranámi, segja 31% skólastjóra undirbúning kennara mjög eða frekar slæman - einungis 3% telja hann mjög góðan.

Allt framangreint undirstrikar þörfina á því að fimm ára háskólamenntun tónlistarskólakennara verði komið á. Heildstætt fimm ára kennaranám forsenda jafnstöðu Félag tónlistarskólakennara leggur áherslu á að lagt verði upp með heildstætt fimm ára kennaranám strax í upphafi. Fimm ára háskólamenntun tónlistarskólakennara er forsenda jafnstöðu hvort sem horft er til kennara annarra skólagerða eða tónlistarskólakennara í öðrum löndum – í faglegu og kjaralegu tilliti. Á sama tíma og menntunin þarf að taka mið af þörfum samfélagsins þarf hún að búa kennaraefnin vel undir það starf sem bíður þeirra og mikilvægt er að þeim sé beint inn í nýjustu strauma og stefnur í faginu.

Endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla Lengi hefur verið kallað eftir endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla og telur FT bæði eðlilegt og mikilvægt að hafist verði handa við endurskoðun nú þegar, ekki síst í ljósi nýrrar menntastefnu fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla. FT vinnur nú að samantekt á gögnum sem snerta aðalnámskrána og endurskoðun hennar. Hér er um að ræða erindi og samræður frá svæðisþingum og ýmsum fundum sem og niðurstöður úr könnunum sem félagið hefur framkvæmt. Samantektin verður kynnt fulltrúum í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í tengslum við beiðni félagsins um að hafist verði handa við endurskoðun á aðalnámskránni. ------Eins og próf. Anne Bamford kemur inn á í úttekt sinni á list- og menningarfræðslu á Íslandi, þá eru tónlistarskólarnir hluti af kerfi menntunar og menningar á Íslandi og má segja að það sé nokkuð sérstætt. Lög um tónlistarskóla, fimm ára háskólamenntun tónlistarskóla-kennara, lögverndun starfsheitis/starfsréttinda og endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla eru allt grundvallarþættir sem vinna þarf að í því skyni að styrkja undirstöður tónlistarskóla í þágu menntunar og menningar í samfélaginu.

Ársfundur FT verður haldinn 16. nóvember kl. 13:00–16:00 á Grand Hótel Reykjavík HEFÐBUNDIN ÁRSFUNDARSTÖRF Yfirlit yfir starfsemi Félags tónlistarskólakennara á liðnu ári og starfsáætlun næsta árs. Reikningar félagsins lagðir fram. Önnur mál.

málstofu/vinnufundi um kjaramál. Nýtt excelskjal kynnt - fyrir bæði kennara og stjórnendur til að skoða með einföldum hætti hvernig starfshlutfall þeirra er reiknað út og hvernig laun þeirra eru samsett.

MÁLSTOFA/VINNUFUNDUR UM KJARAMÁL Ársfundurinn verður helgaður kjaramálum að þessu sinni með

FÉLAGSMENN ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA LÁTA Í SÉR HEYRA. Allir hjartanlega velkomnir!

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

OG

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Elín Anna Ísaksdóttir, pianókennari Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.