Skólavarðan 4. tbl. 2014

Page 1

Skólavarðan KENNARASAMBAND ÍSLANDS DESEMBER 2014


Námsmenn

Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.

Studen t

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook

20% af bíómiðanum og meira popp og gos á verði miðstærðar þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka.


EFNISYFIRLIT Síðutal 4 Leiðari formanns 6 Forystan veltur ekki á einum manni 8 Fréttir og tilkynningar 10 Um stefnu KÍ í skóla- og menntamálum 12 Samið eftir tæplega fimm vikna verkfall 15 Mikilvægt að félagsmenn þekki réttindi sín 16 Enn hægt að skila inn athugasemdum 17 Janúar verður kynningarmánuðurinn 18 Vinnur eftir eigin menntalögum 20 Kynbundnum launamun eytt árið 2084? 22 Ekki annir - heldur spannir 23 Myndasaga eftir Inga Jensson 24 Sótarar með hærri laun en kennarar 26 KÍ er virkur vinnustaður 28 Kjöraðstæður til að fjölga leikskólakennurum 30 Þurfum að huga að tilgangi skólastarfsins 32 Skólamál í brennidepli 33 Samstarf heimila og skóla 34 Skólastjórnendur eiga að hvetja til starfsþróunar kennara 36 Sá haustlitina fjúka burt 40 Eigum að leggja allt í að mennta börnin okkar 42 Krossgáta

SKÓLAVARÐAN DESEMBER 2014 4.TBL

18 12 20 36 10

Forsíðumyndina tók Anton Brink í kröfuskrúðgöngu tónlistarskólakennara 29. október þegar gengið var frá Skólavörðuholti niður á Austurvöll.

Kennarasamband Íslands Kennarahúsinu Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: utgafa@ki.is

Starfar eftir eigin lögum Einar Már Sigurðarson sat á Alþingi í 10 ár og tók þar þátt í að setja ný lög um öll skólastigin. Hann sneri aftur í stól skólastjóra eftir rúmlega 30 ára hlé og vinnur samkvæmt lögum sem hann átti þátt í að móta.

Tæplega fimm vikna verkfalli tónlistarkennara lokið Mikil samstaða einkenndi harða kjarabaráttu tónlistarkennara á meðan á verkfalli stóð. Skrifað var undir kjarasamning eftir margra mánaða samningaferli.

Verður launamun kynjanna eytt árið 2084? Það mun taka næstu 70 ár að eyða kynbundnum launamun ef málin halda áfram að þróast á þeim hraða sem nú gerist. Þetta kom fram á ráðstefnu um stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

Haustlitirnir fuku burt Skólastjórinn Jón Rúnar Hilmars­son hvílir sig á amstri starfsins með því að taka glæsilegar ljósmyndir úti í náttúrunni. Hann hefur haldið fjölda sýninga og gefið út tvær ljósmyndabækur.

Skóla- og menntastefna KÍ Líta þarf á nám og skólagöngu barna og ungmenna sem eina heild, frá upphafi leikskóla og til loka framhaldsskóla. KÍ hefur sett fram stefnu um brýn verkefni í skóla- og menntamálum.

Ritstjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Arndís Þorgeirsdóttir Ábyrgðarmaður: Þórður Á. Hjaltested Hönnun og umbrot: Kjarninn Prófarkalestur: Urður Snædal Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir Prentun: Oddi

DESEMBER 2014  Skólavarðan  3


ÁGÆTI FÉLAGSMAÐUR Tónlistarkennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning að morgni þriðjudagsins 25. nóvember en verkfall þeirra hafði þá staðið í rétt tæpar fimm vikur. Ég fagna því að samningar hafi náðst og

„Kennarastarfið á að vera vel launað og eftirsótt á ö ­ llum skólastigum.“

óska félagsmönnum í Félagi tónlistarskólakennara til hamingju með þennan áfanga. En það er auðvitað algerlega óásættanlegt að til slíkra aðgerða hafi þurft að koma. Eins er sá dráttur sem varð á

lengd námstíma og endurskipulagningu starfsnáms.

því að Samband íslenskra sveitarfélaga yrði við

Aðferðafræði ráðherra við þessa vinnu var harðlega

eðlilegum kröfum hópsins um kjaraleiðréttingar

­gagnrýnd af hálfu Kennarasambandsins en stjórn KÍ

óboðlegur. Kennarastarfið á að vera vel launað og

ákvað að lokum að taka þátt með þeim hætti sem boðið

eftirsótt á öllum skólastigum. Það mættu bæði ríki

er upp á og hefur því aðkomu að málinu með svipuðum

og sveitarfélög hafa í huga nú þegar styttist í næstu

hætti og aðrir hagsmunaaðilar. Kennarasambandið

samningalotu. Stjórnendafélögin innan KÍ og Félag

skipaði Aðalheiði Steingrímsdóttur, varaformann KÍ,

leikskólakennara sömdu aðeins til eins árs. Vinna við vinnumat á framhaldsskólastiginu og hjá Félagi grunnskólakennara er enn fremur í fullum gangi. Þessi félög hafa síðustu vikur verið að kynna afrakstur mjög viðamikils starfs sem farið hefur fram frá því skrifað var undir samninga félaganna.

til setu í ráðgjafarhóp með verkefnisstjórn hvítbókar­ verkefnisins. Leiðarljós fulltrúa KÍ í vinnunni ­framundan eru áherslupunktar sem teknir hafa verið saman úr stefnuskjölum sambandsins. Um það fjallar Aðalheiður aftar í blaðinu. Stjórn KÍ sendi frá sér ályktun þar sem boðuðum skerðingum í fjárlagafrumvarpi er mótmælt harðlega.

Úr starfi KÍ Þing Kennarasambandsins í vor ákvað að gera ætti

Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ

ungmenna er að þau hafa getað snúið aftur til náms

úttekt á þjónustu og rekstri sambandsins. Sú úttekt

eftir að hafa dottið út. Þeirri heftingu sem felst í því að

er nú í gangi en samið var við Capacent um framkvæmd

loka framhaldsskólunum fyrir nemendum eldri en 25

hennar. Samhliða þessari úttekt verður framkvæmd

ára er harðlega mótmælt. Þetta mun raska starfsemi

könnun meðal félagsmanna þar sem spurt er út í

margra framhaldsskóla og sérstaklega minni skóla á

þjónustu KÍ og sjóði þess. Um er að ræða úrtakskönnun

landsbyggðinni. Það má segja að þetta sé bæði jafn-

og bið ég alla þá sem fá boð um þátttöku að taka þátt.

réttismál og byggðamál. Stjórn KÍ hefur einnig áhyggjur

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur sem störfum í ykkar

af breytingum á virðisaukaskatti og þá sérstaklega að

þjónustu að fá breiða þátttöku í könnuninni þannig að

slík hækkun verði íþyngjandi fyrir launafólk. Matarverð

hún gefi sem réttasta mynd af því sem verið er að kanna.

mun hækka og boðaðar mótvægisaðgerðir eru verulega

Kennarasambandið hefur í samstarfi við aðildarfélögin skipað rýnihópa og tengiliði við starfshópa sem

4 Leiðari DESEMBER 2014

Lykill að fjölbreyttum námsmöguleikum íslenskra

óljósar og ótryggar. Ágæti félagsmaður, nú líður að jólum og áramótum.

menntamálaráðherra skipaði til að vinna að tillögum

Það er í senn skemmtilegur og krefjandi tími í skóla-

í þremur meginþáttum hvítbókar, um úrbætur í læsi,

starfi. Ég óska ykkur velfarnaðar í störfum ykkar.


Mosfellsbæ

Skúlagötu Skeifunni Bíldshöfða Öskjuhlíð

Kópavogsbraut

BYKO Breidd

Búðakór

Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Kaplakrika

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

Egilsstöðum

Stykkishólmi

Borgarnesi Mosfellsbæ Reykjanesbæ Hveragerði Selfossi

7 KRÓNUR Á ÞINNI STÖÐ Með KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn 7 kr. afslátt á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum félagsins. Á afmælisdegi dælulykilshafa veitir dælulykill 15 kr. afslátt. Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is

Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is


Runólfur Smári Steinþórsson prófessor velti meðal annars fyrir sér umboði stéttarfélaga í erindi sem hann flutti á Forystufræðslu KÍ 2014. MYNDIR: ANTON BRINK

FORYSTA VELTUR EKKI Á EINUM MANNI Umræður um hlutverk og stöðu stéttarfélaga voru meðal viðfangsefna í viðamiklu fræðsluverkefni sem fram fór á vegum KÍ í október. Það er ekki ofsögum sagt að starfsemi Kennarasambands Íslands sé borin uppi af óeigingjörnu starfi þeirra sem taka þar að sér ýmis konar trúnaðarstörf. Síðustu mánuði hafa á annað hundrað félagsmanna valist til setu í þeim

„Forystufræðsla KÍ 2014“. Fræðslan var í formi heilsdagsnámskeiða, en tvö voru haldin í Reykjavík og eitt á Akureyri. Þar kynntu nokkrir starfsmenn og stjórnendur KÍ starfsemi Kennarasambandsins. Farið var yfir fjölmarga málaflokka, allt frá skipulagi og stefnu KÍ

fjölmörgu nefndum og ráðum sem starfa

yfir í útgáfumál, skjalakerfi og fundaraðstöðu og fjallað

á vegum KÍ og aðildarfélaga þess. Leitað

um hlutverk og skyldur þeirra sem veljast til forystu-

var til sumra meðan aðrir buðu sig fram

starfa. Að því loknu tók Runólfur Smári Steinþórsson,

en allir eiga það sameiginlegt að þurfa

­prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, við.

á næstu misserum að fást við mikilvæg

Erindi hans bar yfirskriftina „Forysta og breytingar“.

verkefni, m.a. að framfylgja stefnu KÍ og taka afstöðu til fjölmargra mála sem henni tengjast.

6 Skólavarðan DESEMBER 2014

Minnkandi hlutverk stéttarfélaga? „Mitt sérsvið er m.a. stefnumiðuð og stefnutengd

Til að búa hópinn undir starfið framundan stóð KÍ

stjórnun sem og samspil milli skipulagseininga. Þegar

í október fyrir viðamiklu fræðsluverkefni undir nafninu

KÍ leitaði til mín með þetta verkefni ákvað ég að leggja


áherslu á að starf samtaka eins og KÍ ylti ekki á einum einstaklingi. Því nálgaðist ég viðfangsefnið ekki út frá einstökum forystumönnum heldur forystusveitinni í heild,“ sagði Runólfur Smári í upphafi erindis síns. Fyrsta hlutann af erindinu nýtti hann til að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk sitt í forystu KÍ og varpaði þá fram fjölmörgum spurningum sem áttu að vekja fundarmenn til umhugsunar. Meðal þeirra voru: ■■ Hvaða erindi hef ég og hver er tilgangurinn? ■■ Hvaða vald hef ég og hvernig má beita því? ■■ Hvaða spurninga spyr ég? ■■ Hvað liggur til grundvallar minni forystu og stjórnun? Í kjölfarið fjallaði Runólfur lítillega um

Þátttakendur Um eitt hundrað félagsmenn KÍ tóku í október þátt í viðamiklu fræðsluverkefni fyrir þá sem valist hafa til trúnaðarstarfa innan Kennarasambandsins.

hlutverk stéttarfélaga og hvernig það hefur verið að breytast. „Hlutverk stéttarfélaga til

lentu þau í andstöðu og tóku ekki þátt. Þar

að ná einingu og móta stefnu í samfélaginu

áttuðu þau sig ekki á breyttum aðstæðum og

virðist vera minnkandi. Þessi rödd hefur

töpuðu þannig tengslum og misstu að hluta

ekki sömu þýðingu í dag og hún hafði áður.

til umboð sitt“.

Rannsóknir sýna að stéttarfélög í Danmörku

Allt þetta dró Runólfur saman og velti

finna fyrir þessu í daglegu starfi sínu og eru

síðan upp afar víðtækri spurningu – eru

þar komin í vörn meðal annars vegna þess

einhverjar breytingar sem KÍ þarf að

að félagsmönnum fer fækkandi, en erfitt

bregðast við og er eitthvað í umhverfinu

árferði og þar af leiðandi lítill vöxtur í efna-

sem takast þarf á við? Hann segir að þessari

hagslífinu hefur ekki síður áhrif. Er reynslan

spurningu þurfi allir sem tekið hafi að sér

svipuð hér á landi? Ég hef ekki svarið við

forystuhlutverk innan KÍ að velta fyrir sér.

því,“ sagði Runólfur.

Þeir þurfi einnig að velta fyrir sér hvaðan KÍ

„Ekki er nóg að fjölga félagsmönnum eða að reka öfluga þjónustuskrifstofu. Stéttarfélögin verða að hafa pólitískan styrk sem hægt er að nýta í þágu fólksins.“

sé að koma, hvað sé í farteskinu, hvað geti

Félög án umboðs?

hjálpað samtökunum áfram og hvað haldi

Reynsla og þróun í Bretlandi er samkvæmt

aftur af þeim. Að lokum velti hann fram sjö

Runólfi svipuð og hann segir að forystusveit

lykilspurningum og var þátttakendum á

Kennarasambandsins þurfi að velta henni

námskeiðinu skipt í umræðuhópa um þær.

fyrir sér. Hann vitnaði til Carls Roper, eins

Hér fyrir neðan má sjá spurningarnar sjö og

forystumanna launamanna þar í landi, sem

nokkur dæmi um hvernig hóparnir svöruðu

segir að stéttarfélögin verði að finna rætur

þeim:

sínar. „En þau þurfa samkvæmt honum einnig að virkja tengslin við grasrótina. Ekki er nóg að fjölga félagsmönnum eða að reka

■■ Hvernig má virkja til forystu og efla bæði samstöðu og hvatningu í starfinu? Sýna og sanna að KÍ geri gagn. ■■ Hvaða óvissa truflar nætursvefninn helst? Áhugaleysi margra félagsmanna.

■■ Í hvers þágu skal starfsemin miðuð? Að því að við séum einn hópur. ■■ Hvað ætti að vera til vitnis um

Trúnaðarmannafræðsla Í október fór einnig fram á vegum

öfluga þjónustuskrifstofu. Stéttarfélögin

forgangsröðun í starfi KÍ? Sífelld

Fræðslunefndar KÍ námskeið fyrir nýja og

verða að hafa pólitískan styrk sem hægt er

endurskoðun og framþróun í þágu

nýlega trúnaðarmenn úr öllum aðildarfé-

félagsmanna.

lögum. Á námskeiðinu var lögð áhersla á að

að nýta í þágu fólksins og verkefnin þurfa að hafa merkingu fyrir félagsmönnum“. Runólfur velti einnig fyrir sér niður-

■■ Hvað skal haft til marks um árangur

fara yfir málaflokka sem eru eins á öllum

af starfinu? Þegar KÍ er vel sýnilegt

skólastigum, svo sem skipulag og starfsemi

stöðum Ove K. Pedersen, prófessors við

öllum félagsmönnum og öðrum í sam-

KÍ, réttindi og skyldur trúnaðarmanna,

Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn,

félaginu. Einnig þegar KÍ er leiðandi í

lífeyrismál, fæðingarorlof, veikinda- og

sem fullyrðir að stéttarfélögin hafi ekki

mennta- og launaumræðu.

orlofsrétt, starfsumhverfi og vinnuvernd.

áttað sig á samkeppnisþjóðfélaginu. „Hann segir að þegar verið var að byggja upp velferðarþjóðfélagið hafi stéttarfélögin tekið virkan þátt í mótun og uppbyggingu þess. Þegar samkeppnisþjóðfélagið kom fram þá

■■ Hvaða vegvísar eiga að beina starfinu

KÍ mun framvegis standa fyrir árlegri

í rétta átt? Liðsvinna, samræða og

fræðslu um sameiginleg mál fyrir trúnað-

þátttaka sem flestra.

armenn. Aðildarfélögin sjá aftur á móti um

■■ Hvernig má ýta undir sköpun og þróun? Með samstarfi þvert á aðildarfélög.

fræðslu fyrir trúnaðarmenn um starfsemi og kjarasamninga hvers félags.

DESEMBER 2014  Skólavarðan  7


REYNT AÐ ÚTRÝMA LAUNAMISRÉTTI Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga og Sigurlína Dögg Tómasdóttir, gjaldkeri félagsins, afhentu styrkinn í verkfallsmiðstöð FT 19. nóvember.

Í hádegi fimmtudagsins 13. nóvember

launajafnrétti kynja á vinnustað sínum“

komu saman á Hilton Hótel Reykjavík

eins og sagði í tilkynningu sem send var út

forráðamenn stærstu landssamtaka

í tengslum við undirritunina. Með öðrum

launafólks, Samtaka atvinnulífsins og

orðum – með jafnlaunastaðli á að reyna að

Sambands íslenskra sveitarfélaga auk bæði

tryggja að karlar og konur fái greidd sömu

HÖFÐINGLEGAR GJAFIR

velferðar- og fjármálaráðherra. Tilefnið var

laun fyrir sömu störf á íslenskum vinnu-

Félagi tónlistarkennara barst á dögunum

undirritun á samstarfsyfirlýsingu um nýjan

markaði. Vilji fyrirtæki og stofnanir sýna

höfðingleg gjöf frá Félagi lífeindafræðinga.

jafnlaunastaðal, en markmið hans er að

fram á að hjá þeim ríki launajafnrétti þurfa

Um var að ræða 750.000 króna styrk úr

„auka gagnsæi og gæði í launaákvörðunum

þau að uppfylla kröfur staðalsins. Geri þau

kjaradeilusjóði félagsins. Í bréfi sem Gyða

og auðvelda atvinnurekendum að viðhalda

það hljóta þau sérstaka vottun þar um.

Hrönn Einarsdóttir, formaður félagsins, skrifaði sagði meðal annars: „Gangi ykkur vel í baráttunni, ekki láta deigan síga, tónlistarmenntun er ekki minna mikilvæg en önnur menntun, allra síst fyrir sálartetrið.“ En það eru fleiri sem sýndu stuðning sinn í verki á þennan hátt, því nokkrum dögum síðar barst félaginu styrkur upp á sömu upphæð frá Stéttarfélagi lögfræðinga.

KENNARAR Á EFTIRLAUNUM ERU HVATTIR TIL AÐ SKRÁ SIG Í FKE Vert er að benda kennurum á eftirlaunum að skrá sig í FKE (Félag kennara á eftir­ launum). Ekkert félagsgjald er innheimt í félaginu. Félagið býður upp á fjölbreytta dagskrá árið um kring; svo sem ferðalög, fræðslu- og skemmtifundi, kóræfingar, bókmenntaklúbb og tölvustarf. Svo er að sjálfsögðu haldin árshátíð að vetri. FKE sendir út fréttabréf þar sem sagt er frá því

NEFND UM FAGLEGT SAMSTARF

helsta sem er á döfinni.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og

og kennarastarf; taka þátt í umræðu um

Kennarasamband Íslands undirrituðu þann

kennaramenntun og kennarastarf; tryggja

hafa aðgang að Orlofssjóði á meðan þeir eiga

3. nóvember samning um samstarfsnefnd

gagnkvæmt flæði upplýsinga milli félags-

punkta til að nota.

sem fjallar um málefni kennaramenntunar

manna KÍ og MVS, og sinna fræðslu- og

Þá er vert að benda á að félagar í FKE

Umsjón með félagaskránni hefur

og fagleg málefni sem tengjast störfum

kynningarverkefnum. Sérstök áhersla

Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu

félagsmanna KÍ í skólum. Markmið nefndar-

verður lögð á að auka veg og virðingu

(netfang: fjola@ki.is).

innar eru m.a að efla kennaramenntun

kennaramenntunar og kennarastarfsins.

8 Fréttir DESEMBER 2014


Nordplus

Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar Nordplus veitir styrki til menntasamstarfs á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Veittir eru styrkir til samstarfsverkefna, námsheimsókna, nýsköpunar og þróunar á öllum skólastigum. Nordplus skiptist í fimm undiráætlanir, sem þjóna ákveðnum markhópi eða viðfangsefni. Almennur umsóknarfrestur er 1. mars ár hvert fyrir allar áætlanir. Landskrifstofa Nordplus á Íslandi, sem staðsett er hjá Rannís, veitir allar nánari upplýsingar um áætlunina og aðstoð í umsóknarferlinu.

Nordplus Junior - Nordplus Voksen - Nordplus fyrir háskólastigið Nordplus Horizontal - Nordplus norræna tungumálaáætlunin


Stefna KÍ í skóla- og menntamálum var mótuð á sjötta þingi KÍ sem haldið var í apríl síðastliðnum.

UM STEFNU KÍ Í SKÓLAOG MENNTAMÁLUM Að undanförnu hefur staðið yfir málefnavinna hjá Kennarasambandinu og aðildarfélögum í þeim tilgangi að setja fram stefnu um brýn

Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ

verkefni í skóla- og menntamálum. Stefnan felur í sér baráttumál sem kennarasamtökin hafa lengi talað fyrir og haldið á lofti og er hún jafnframt útlistun á afstöðu til stefnumálanna í hvítbók menntamálaráðherra. Við teljum að líta þurfi á nám og skólagöngu barna og ungmenna

10 Skólavarðan DESEMBER 2014

Læsi Ekki þarf að hafa mörg orð um það að góð lestrarfærni er undirstaða þess að börn og ungmenni nái tökum á námi sínu og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Góð tök á tungumálinu á unga aldri ráða miklu um lestrarfærni

sem eina heild, frá upphafi leikskóla

og er grunnurinn að þessu lagður í leikskóla og fyrstu

til loka framhaldsskóla. Hér hafa

námsárum í grunnskóla. En lestrarfærni þarf að þjálfa

samtök okkar mikið fram að færa

áfram út grunnskólann með fjölbreyttum hætti í öllu

því við störfum í öllum skólum

námi og líka þegar komið er í framhaldsskóla. Auka

landsins utan háskóla.

þarf framboð á fjölbreytilegu náms- og kennsluefni fyrir


öll skólastig og lestrarefni við hæfi allra aldurshópa. Í skólastarfinu eru það kennararnir sem

KENNARASAMTÖKIN EIGA EKKI BEINA AÐKOMU AÐ VINNU VIÐ HVÍTBÓK

skipta höfuðmáli fyrir nám og námsárangur

Kennarasamtökin telja mjög óskynsamlegt að þau séu ekki meðal tilnefningaraðila

barna og ungmenna. Þess vegna þarf að

í starfshópa menntamálaráðuneytis um vinnu að stefnumálum hvítbókar; læsi,

beina sjónum að kennurunum til að gera

námstíma og starfsnám. Ítrekað var óskað eftir endurskoðun á þessari skipan mála

þeim kleift að vinna að góðri lestrarfærni til

við ráðherra, en það var ekki tekið til greina. Kennarasamtök landsins, sem hafa

að bæta námsárangur og námsframvindu á

innan sinna vébanda 10 þúsund félaga í öllum skólum utan háskóla, hafa gjörólíka

öllum skólastigum.

stöðu og forsendur miðað við aðra aðila, bæði varðandi þekkingu á stefnumálum

Mjög brýnt er að fjölga leikskóla-

hvítbókar og bein áhrif þeirra á nám nemenda, skólastarfið og störf kennara,

kennurum í leikskólum landsins, en

náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnenda. Í hvítbók er mikið gert af því að benda á

tölur sýna að hlutfall þeirra á landsvísu

mikilvægi samstarfs stjórnvalda og kennarasamtaka um stefnumótun og ákvarðanir

er langt undir þeim stöðugildafjölda sem

í menntamálum og góða reynslu af þessu annars staðar. Ekki virðist vera vilji til að

kennaramenntunarlögin gera kröfu um. Í

gera það sama hér á landi.

skólum þarf að vera fyrir hendi markviss kennslufræðileg ráðgjöf fyrir kennara og þeir þurfa að hafa svigrúm í starfi til að sinna börnum og ungmennum sem eiga í

SKIPULAG HVÍTBÓKARVINNU

erfiðleikum með læsi. Einnig þarf að auka

Ráðuneytið valdi fólk til setu í starfshópunum og eiga þeir að skila tillögum í byrjun

framboð á símenntun um læsi fyrir kennara

næsta árs. Ráðuneytið leitaði til KÍ og fleira aðila um að rýna vinnu hópanna og um

og veita stuðning við starfsþróun þeirra á

tilnefningar í samráðshóp með verkefnastjórn sem samhæfir vinnu starfshópanna.

sviðinu.

KÍ ákvað að tilnefna fulltrúa í rýnihópa og í samráðshópinn í þeim tilgangi að hafa

Í leikskólum eru til miklar upplýsingar

áhrif á vinnu starfshópanna. Samkvæmt svörum frá ráðuneytinu er áformað að

um niðurstöður skimana á hljóðkerfisvitund

kynna afrakstur allrar vinnu í ráðgjafarhópi ráðherra í menntamálum sem skipaður

barna sem þurfa að fylgja þeim þegar þau

verður forsvarsfólki úr atvinnulífi, sveitarstjórnum, háskólum, KÍ, og fleiri aðilum. Í

byrja í grunnskóla þannig að nýta megi þær

framhaldi af því verði tekin ákvörðun um næstu skref en búast megi við að nýir hóp-

til að vinna gegn erfiðleikum við lestrar-

ar verði þá skipaðir um útfærslu einstakra mála. Slíkt velti þó á því hver niðurstaða

tileinkun. Með sama hætti þurfa upplýsingar

vinnunnar verður.

um læsisvanda í grunnskóla að skila sér með nemendum þegar þeir byrja í framhalds-

Á heimasíðu KÍ eru nánari upplýsingar um starfshópa ráðuneytisins um læsi,

skóla og nýta þarf þær til að sinna þörfum

námstíma og starfsnám, sem og fulltrúana sem KÍ hefur tilnefnt í rýnihópa og

þeirra nemenda sem eiga við þennan vanda

samráðshóp.

að etja. Auk þess að skima reglulega málþroska barna í leikskóla og á yngstu stigum

framhaldsskólum og veita nemendum sem

grunnskóla þarf að leggja mikla áherslu

eru í brotthvarfshættu viðeigandi úrræði

á að bregðast strax við vísbendingum um

og ráðgjöf. Efla þarf náms- og starfsráðgjöf

lestrarvanda með markvissri kennslu og

fyrir nemendur í grunnskólum og fram-

stuðningi við börn og foreldra. Huga þarf

haldsskólum svo að náms- og starfsval

sérstaklega að því að auka stuðning við

endurspegli hæfileika og áhugasvið. Til að

börn, ungmenni og foreldra sem hafa annað

ýta undir áhuga nemenda á starfsnámi þarf

móðurmál en íslensku. Gera þarf átak í því

að efla verklegt starfsnám í efstu bekkjum

að stytta biðlista eftir greiningu á tal- og

grunnskóla og kynningar fyrir þá á starfs-

málþroskaröskunum barna, meðferð og

námi í framhaldsskólum.

þjálfun og fjölga sérfræðingum á þessu sviði í skólunum.

Auka þarf samfellu í námi á mörkum grunnskóla og framhaldsskóla og skýrar leiðir þurfa að vera til staðar fyrir nemendur

„Í skólastarfinu eru það kennararnir sem skipta höfuðmáli fyrir nám og námsárangur barna og ungmenna.“ áframhaldandi nám og störf á vinnumarkaði. Jafnrétti til náms í framhaldsskólum

Nám og námstími

til að fara á milli skólastiga á mismunandi

þarf að tryggja óháð aldri, og þurfa náms-

Til að fleiri nemendur ljúki námi í fram-

námshraða og til að stunda nám samtímis

gögn og námsdvöl að vera nemendum að

haldsskóla á eðlilegum tíma þarf að ráðast í

á tveimur skólastigum. Virkja þarf þann

kostnaðarlausu.

ýmsar aðgerðir til að gera grunnskólum og

sveigjanleika sem núverandi lög um grunn-

framhaldsskólum kleift að mæta breytileg-

skóla og framhaldsskóla fela í sér.

um þörfum ólíkra nemendahópa. Skima þarf fyrir áhættuþáttum brotthvarfs í efstu bekkjum grunnskóla og í

Fjölbreyttar námsleiðir þurfa að vera

Gera þarf sömu gæðakröfur til aðila sem sinna fræðslu á framhaldsskólastigi. Í framhaldsfræðslulögum þurfa að vera skýr

við hæfi allra nemenda í framhaldsskól-

ákvæði um rétt nemenda, fagleg gæði og

um sem veita tryggan undirbúning fyrir

menntun kennara.

DESEMBER 2014  Skólavarðan  11


SAMIÐ EFTIR TÆPLEGA FIMM VIKNA VERKFALL

Fjölmennt var í kröfuskrúðgöngu sem tónlistar­kennarar efndu til í miðborg Reykjavíkur 29. október. 12 Skólavarðan DESEMBER 2014


Samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga eyddu miklum tíma í Karphúsinu í nóvember. Eftir að lítið hafði þokaðist í deilunni mánuðum saman var loks skrifað undir snemma morguns þriðjudaginn 25. nóvember. Þá hafði fundur staðið sleitulaust í fimmtán klukkustundir, eða frá því klukkan 13.00 daginn áður. Þessa dagana er verið að kynna nýjan samning fyrir félagsmönnum FT. Að þeirri kynningu lokinni greiða félagsmenn atkvæði um niðurstöðuna.

Tíu mánaða samningaferli Þegar skrifað var undir vantaði aðeins rúman sólarhring í að verkfall félagsmanna í Félagi tónlistarskólakennara hefði staðið í fimm vikur. En þar með er ekki öll sagan sögð því samningaferlið var óralangt. Það hefur lengi verið hefð á Íslandi að hefja ekki vinnu við að endurnýja kjarasamninga fyrr en þeir eru þegar runnir út, með tilheyrandi seinkun á kjarabótum fyrir þá sem starfa eftir viðkomandi samningum. Yfirleitt er launafólki þó bætt það tap á einhvern hátt, oft með eingreiðslu fljótlega eftir að kjarasamningur hefur verið

MYND: ANTON BRINK

DESEMBER 2014  Skólavarðan  13


Fjölmargir listamenn komu fram á samstöðufundi með tónlistarkennurum í Hörpu 18. nóvember og sýndu þannig stuðning sinn í verki.

MYND: STYRMIR KÁRI

undirritaður. Þetta fyrirkomulag er þó óásættanlegt og fyrir því fengu tónlistarkennarar illilega að finna. Samningur þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga rann sitt skeið á enda í lok janúar. Það liðu því tæpir tíu mánuðir frá því að samningurinn rann út þar til hann var loks endurnýjaður.

Lítill samningsvilji Vilji samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga til að leysa deiluna virtist líka lengi afar lítill. Beiðnum um samningafundi var hafnað og svo fór síðsumars að langlundargerð forsvarsmanna FT þraut. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara 12. júní en þá höfðu aðeins verið haldnir fimm samningafundir í deilunni og þeir höfðu engu skilað. Tímasetningin reyndist erfið því nokkrum dögum síðar var skrifstofum Ríkissáttasemj-

Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT, var ein þeirra sem mótmæltu aðgerðaleysi sveitarstjórnarmanna í kjaradeilu tónlistarkennara á Austurvelli 3. nóvember. MYND: ANTON BRINK

ara lokað vegna sumarleyfa. Meðal annars vegna þess gerðist ekkert í deilunni fyrr en í

Öflugt starf í verkfalli

að málstaðurinn naut víðtæks stuðnings í

ágúst. Þá kom fljótlega í ljós að vilji sveitarfé-

Ljóst var að á brattann væri að sækja enda

samfélaginu. Stuðnings- og baráttukveðjum

laga til að ganga til samninga hafði lítið aukist

hefur það lítil fjárhagsleg og efnahagsleg

rigndi inn, þar á meðal frá sveitarstjórnum

og því var ekki annað í stöðunni en að efna

áhrif þegar tónlistarkennarar leggja niður

vítt og breitt um landið. Sú mikla vinna sem

til atkvæðagreiðslu um verkfall. Sú atkvæða-

störf. Þrýstingur á lausn deilunnar varð

tónlistarkennarar lögðu á sig við að koma

greiðsla fór fram dagana 30. september til

því að koma úr öðrum áttum og þar tók

málefnum sínum á framfæri skapaði smám

6. október og þar samþykkti yfirgnæfandi

öflugur hópur félagsmanna FT málin í sínar

saman aukinn þrýsting sem skilaði sér beint

meirihluti félagsmanna að leggja niður

hendur. Efnt var til fjölda viðburða um land

inn á samningaborðið í Karphúsinu og hafði

störf til að knýja á um kröfur sínar. Verkfall

allt til að minna á verkfallið, stöðuna og

án efa mikil áhrif á að lausn náðist að lokum

tónlistarkennara í FT hófst 22. október.

kröfur tónlistarkennara. Fljótlega kom í ljós

í erfiðri deilu.

14 Skólavarðan DESEMBER 2014


Kristín Stefánsdóttir hefur setið í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ frá stofnun hans árið 2001. Hún gegnir nú formennsku í sjóðnum.

MIKILVÆGT AÐ FÉLAGARNIR ÞEKKI RÉTTINDI SÍN „Okkar hlutverk er að veita félagsmönnum margháttaða aðstoð þegar eitthvað bjátar á,“ segir Kristín Stefánsdóttir tónlistarskólakennari sem hefur verið skipuð til að gegna formennsku í Sjúkrasjóði KÍ á þessu kjörtímabili. Kristín hefur mikla

Okkar markmið er að hjálpa þeim sem þurfa mest á því að halda, vera öryggisnet í erfiðum aðstæðum.

reynslu af störfum Sjúkrasjóðs, enda hefur hún setið í stjórn hans frá því hann

felldir út, en með góðum fyrirvara að sjálfsögðu. Styrkir

var stofnaður árið 2001.

vegna tannlækninga hafa síðan verið settir inn aftur en

Stjórn Sjúkrasjóðs er skipuð sjö félagsmönnum og sjö til vara. Fyrirkomu-

með öðrum formerkjum,“ segir Kristín. Sjúkrasjóður greiðir rúmlega 300 milljónir í styrki til

lagið er þannig að hvert aðildarfélag KÍ

félagsmanna á ári hverju. Á sjötta þúsund umsóknir liggja

tilefnir einn aðalmann og einn varamann.

að baki styrkveitingunum og umsvif því mikil. Kristín segir

Kristín segir sjóðinn hafa vaxið frá árdögum og að úthlutunarreglurnar séu alltaf í þróun en sífellt megi gera betur. „Það var mikil vinna

starfsmenn í Kennarahúsinu afgreiða stærstan hluta umsóknanna en stjórnin fylgist grannt með öllu frá mánuði til mánaðar. „Stjórnin tekur hins vegar allar umsóknir um

á upphafsdögunum að koma sjóðnum á koppinn. Við

sjúkradagpeninga til afgreiðslu, sem og umsóknir vegna

sem vorum kjörin í stjórn þurftum að setja okkur vel inn

kostnaðarsamra læknisaðgerða. Vinnureglur sjóðsins eru

í málin en það voru aðrir sjóðir komnir á undan sem við

mjög slípaðar og gott að vinna eftir þeim. Hvað varðar um-

gátum tekið hliðsjón af. Við fórum hægt af stað og sniðum

sóknir sem eru á jaðrinum þá tökum við afstöðu í hverju

okkur stakk eftir vexti,“ segir Kristín.

tilfelli og reynum alltaf að vera sjálfum okkur samkvæm.“

Úthlutunarreglur og upphæðir eru ávallt til endur-

Kristín segir það hafa verið áberandi að undanförnu

skoðunar að sögn Kristínar. „Rekstur sjóðsins gekk mjög

hve gjöld fyrir ýmsa læknisþjónustu hafi hækkað. „Maður

vel fyrstu árin og við vorum svo lánsöm að geta á hverju

hélt til dæmis að krabbameinsmeðferð væri ókeypis en því

ári bætt aðeins í og hækkað upphæðir. Það varð hins vegar

fer fjarri, það er smurt á komugjöld og fleira.” Sjúkrasjóð-

viðsnúningur þegar sjóðurinn ákvað að greiða styrki vegna

urinn getur verið mikil stoð þegar erfið veikindi herja á

tannlækninga en þeir höfðu í för með sér að mikill halla-

félagsmenn. „Okkar markmið er að hjálpa þeim sem þurfa

rekstur, á bilinu 20 til 30 milljónir króna á ári, varð í þrjú

mest á því að halda, vera öryggisnet í erfiðum aðstæðum.“

ár í röð. „Við áttum fyrir þessu, en þótt sjóðurinn eigi alls

Kristín hvetur félagsmenn til að kynna sér reglur

ekki að safna peningum þá gengur ekki að reka hann með

sjóðsins en þær er að finna á vef KÍ. „Við þurfum sífellt að

miklu tapi. Þetta er eina skiptið í sögu sjóðsins þar sem við

minna fólk á að lesa sér til um hvaða rétt það hefur. Það er

þurftum að þrengja reglurnar og tannlæknastyrkirnir voru

mikilvægt að þekkja rétt sinn,“ segir Kristín Stefánsdóttir.

DESEMBER 2014  Skólavarðan  15


ENN HÆGT AÐ SKILA INN ATHUGASEMDUM Grunnskólakennarar hvattir til að kynna sér drög að vinnumati. Fyrstu drög að leiðarvísi að vinnumati grunnskólakennara voru kynnt á níu fundum víðs vegar um land í nóvember.

Þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning milli Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga seinni partinn í maí var þegar ljóst að mikið starf væri framundan tengt seinni hluta samnings. Inni í nýjum kjarasamningi, sem greiða á atkvæði um í febrúar, var kveðið á um mjög umfangsmikla vinnu við að endurskilgreina vinnutíma grunnskólakennara í nýju vinnumati. Sú vinna hófst strax í vor og nú liggja fyrir fyrstu drög leiðarvísis að vinnumati grunnskólakennara. Þau voru kynnt á alls níu fundum

Félags grunnskólakennara, en hún situr í Verkefnastjórn um vinnumat kennara. „Ábendingum þarf að koma til okkar í verkefnastjórninni þar sem tillit verður tekið til allra athugasemda. Við erum með þessu að tryggja

víðs vegar um landið dagana 10. til 20. nóvember,

að kennarar hafi áhrif á hvernig kjarasamningur þeirra

en kynningarferlinu er langt í frá lokið. Grunnskóla-

lítur út og þar með að kennarinn og skólastjórinn sem

kennarar eru til að mynda hvattir til að kynna sér málið

fagmenn beri ábyrgð á skipulagi skólastarfsins“.

á vinnumat.is þar sem margs konar upplýsingar er að

Kennarar geta komið athugasemdum sínum og

finna, þar á meðal upptöku af tveimur áðurnefndra

ábendingum á framfæri allt til 10. janúar 2015 í gegnum

kynningarfunda og sjálf drögin að leiðarvísinum.

vefinn vinnumat.is.

„Nú þurfa félagsmenn okkar, bæði sem einstak-

16 Vinnumat DESEMBER 2014

„Grunnskólakennarar eru hvattir til að kynna sér málið á vinnumat.is þar sem margs konar upplýsingar er að finna...“

„Við erum hér að ræða innihald vinnumats en

lingar og sem hluti af skólasamfélaginu að ræða þessi

ekki kjarasamninginn í heild,“ segir Guðbjörg. „Verk­

mál á sínum vinnustöðum. Þeir þurfa að máta sig inn

efnið sem bíður eftir 10. janúar er að vinna úr öllum

í vinnumatshugsunina og meðal annars að reyna að

ábendingum sem fram koma í kynningarferlinu. Þegar

átta sig á hvort eitthvað vanti inn í fyrirliggjandi drög,

við verðum komin með fullmótað vinnumat k ­ ynnum

hvort einhverju sé ofaukið eða eitthvað sé þar óljóst

við það ásamt öðrum breytingum á kjarasamningi. Við

sem þá þurfi að skilgreina betur. Einnig viljum við fá

leggjum niðurstöðuna ásamt breytingum á kjarasamn-

ábendingar ef eitthvað má betur fara í vinnumatsferlinu

ingi síðan í dóm félagsmanna FG í atkvæðagreiðslu sem

sjálfu,“ segir Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður

fram fer í síðasta lagi 20. febrúar.“


JANÚAR VERÐUR KYNNINGAR­MÁNUÐURINN Stefnt er að því að niðurstaða vinnumats framhaldsskólakennara liggi fyrir um áramót. Vinna við nýtt vinnumat framhaldsskóla-

til að búa til sýnidæmi sem þurfa að liggja

kennara er langt á veg komin. Mikil vinna

fyrir þegar greidd verða atkvæði um niður-

er að baki og tekist hefur að standa við

stöðuna. Í þeirri vinnu sem er að baki hefur

þær tímasetningar sem verkefnisstjórn um

orðið til viðamikill gagnagrunnur. Nú er

vinnumat setti sér í upphafi verkefnisins.

verið að taka saman upplýsingar úr honum

Drög að nýju reikniverki hafa verið smíðuð

til að hægt sé að búa til meðaltöl, samræma

og í nóvember voru þau prófuð með hópi

tímamat á milli áfanga o.s.frv.

kennara en einnig voru þau kynnt á sjö kynningarfundum víðsvegar um landið. „Nú eru fulltrúar samninganefnda

„Markmiðið er að hnýta sem flesta lausa enda fyrir lok d ­ esember...“

Markmiðið er að hnýta sem flesta lausa enda fyrir lok desember og fara af fullum krafti í kynningar eftir áramót. Það

FF og FS og ríkisins byrjaðir að semja um

má kannski segja að janúar verði kynn-

ákveðna þætti sem tengjast vinnumatinu

ingarmánuðurinn í verkefninu en atkvæði

skólakennara og Félags stjórnenda í

sem enn er eftir að klára að útfæra. Dæmi

um niðurstöðuna verða greidd um miðjan

framhaldsskólum eru hvattir til að kynna

um þetta er t.d. hvernig á að meta hópa-

febrúar. Niðurstaðan í verkefninu í heild

sér verkefnið og fylgjast með á vef vinnu-

stærðir og sérkennsluálag,“ segir Guðríður

mun liggja fyrir áður en febrúar er úti, enda

matsnefndarinnar, www.verkefnisstjorn.is.

Arnardóttir, formaður Félags framhalds-

segir í samningi okkar að þá verðum við að

Þar er hægt að nálgast reikniverkið eins og

skólakennara. „Vinnumatsnefndirnar eru

vera búin að gefa samninganefnd ríkisins

það lítur út í dag auk margvíslegra annarra

enn fremur að safna gögnum frá kennurum

okkar svar,“ segir Guðríður.

upplýsinga.

Flakkari á flandri!

Sa f n f r æ ð s l a

Félagsmenn Félags framhalds­

Myndlist er mögnuð! Eitt af meginmarkmiðum Listasafns Reykjavíkur er að vekja nemendur á öllum aldri til umhugsunar um myndlist með lifandi fræðslustarfi. Listasafn Reykjavíkur er með fjöl­ breyttar sýningar á þremur stöðum í borginni og tekur á móti skólahópum alla virka daga frá kl. 8.30­15.30 eða eftir samkomulagi. Bóka þarf með fyrirvara á heimasíðu safnsins undir „Panta leiðsöng“.

Flakkari á flandri!

Listasafn Reykjavíkur

Grunnskólum Reykjavíkur stendur til boða að fá sérhannaðar fræðslu­ sýningar að láni í skólann. Sýningarnar kallast Flökkusýningar og eru útbúnar í færanlegum einingum sem hægt er að setja upp í skólanum. Með sýningunum fylgja verkefni fyrir nemendur, sem hægt er að fá kynningu á. Athugið að sýningarnar eru grunnskólum Reykjavíkur að kostnaðar lausu.

Allar upplýsingar um sýningar, fræðslu og viðburði er að finna á heimasíðu safnsins www.listasafnreykjavikur.is Listasafn Reykjavíkur er á þremur stöðum.

Ásmundarsafn Sigtún, 105 Reykjavík Opið 1.5 – 30.9 daglega kl. 10­17 1.10­ 30.4 daglega kl. 13­17

Hafnarhús Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Opið daglega kl. 10­17 Fimmtudögum kl. 10­20 S. 590 1200

Kjarvalsstaðir Flókagata, 105 Reykjavík Opið daglega kl. 10­17 Upplýsingar um safnið er einnig hægt að finna á Facebook, Flickr, Twitter, YouTube og Vimeo. listasafnreykjavikur.is


VINNUR EFTIR EIGIN MENNTALÖGUM Einar Már Sigurðarson sat á Alþingi í 10 ár og tók þar meðal annars þátt í að setja ný lög um öll skólastigin. Skólastjórinn Einar Már Sigurðarson tók við starfi skólastjóra grunnskóla ­Fáskrúðsfjarðar árið 2013. Rúmum þrjátíu árum áður sagði hann sömu stöðu lausri til að sinna öðrum verkefnum.

Fáskrúðsfjörðurinn tekur á móti tíðinda-

í makindum á skrifstofu sinni. Við tökum tal og byrjum

manni Skólavörðunnar spegilsléttur og

að ræða hringrás lífsins.

fagur þegar hann keyrir inn í bæinn á leið til fundar við skólastjórann Einar Má

var hér skólastjóri árin 1979 til 1982 og var þá einn af

Sigurðarson. Stefnan er tekin á Skólamiðstöð

yngri skólastjórum landsins. Ég sneri aftur hingað árið

staðarins þar sem leik-, grunn- og tónlistarskóli

2013, sem sagt rúmum þrjátíu árum síðar, til að taka á

eru undir sama þaki, auk bókasafnsins. Það

ný við gamla starfinu mínu ef svo má segja. Og þá ber

er ekki erfitt að finna miðstöðina sem er í

svo við að ég er nú kominn í hóp hinna eldri í minni

stæðilegu húsi á áberandi stað í bænum. Það

stétt.“

er hins vegar erfiðara að finna Einar þegar

18 Viðtal DESEMBER 2014

„Mér finnst afar skemmtilegt að rifja það upp að ég

Á þessum rúmu þremur áratugum var Einar t.d.

þangað er komið. E ­ ftir nokkra leit bendir einn kennari

áfangastjóri og síðar skólameistari Verkmenntaskóla

skólans blaðamanni í átt að kaffistofu starfsmanna.

Austurlands í Neskaupstað en þaðan færði hann sig

Segir að skólastjórinn hafi verið þar fyrir augnabliki en

yfir til Skólaskrifstofu Austurlands, sem hann stýrði um

bætir við að líklega sé hann þó ekki þar lengur enda sé

nokkurra ára skeið. Honum verður tíðrætt um starfið

erfitt sé fylgjast með ferðum stjórans. Líklega þyrfti til

þar, sem að stórum hluta snerist um að þjónusta sveitar-

þess að hengja á hann GPS tæki, eða hafa hann í löngu

félögin á Austurlandi árin eftir að þau tóku yfir rekstur

bandi. Einar Már finnst þó að lokum og það meira að

grunnskólans. Það er skref sem Einar segist algerlega

segja á sínum stað ef svo má segja, þar sem hann situr

sannfærður að hafi verið rétt. „Þetta er nærþjónusta sem


á heima hjá sveitarfélögunum og reynslan

Aðspurður að því hvort að hann hefði

aðstaða kennara og nemenda gjörbreyst,

hefur sýnt að sú ákvörðun að fela sveitarfé-

núna, eftir að vera kominn hinum megin

bæði hvað varðar aðbúnað og tæki. „Þar nefni

lögunum rekstur grunnskólans hefur skilað

við borðið, viljað að lögin væru á einhvern

ég aftur yfirfærsluna yfir til sveitarfélaganna.

sér í betra skólastarfi. Svo vel hefur gengið

annan veg segist Einar ekki finna mikið fyrir

Auðvitað kom svo hrunið sem hefur hægt á,

að ég er á því að við eigum að ganga lengra

því. Öll mannanna verk sé þó hægt að bæta.

eða jafnvel sett menn svolítið aftur í tímann“.

og flytja framhaldsskólann einnig yfir.

„Sem betur fer voru menn á þessum tíma

Einar bendir hér á vinnutækið sitt, gamla

Ástæðan er m.a. að þar er líka veitt nær-

komnir inn á að hafa þetta rammalög sem

og lúna fartölvu sem virðist virka svona að

þjónusta og ég tel að fátt væri betra fyrir þá

þýðir að í þeim er ekki farið út í smáatriði

mestu en á hraða sem reynir vafalaust oft

þjónustu sem framhaldsskólarnir veita en

heldur er þar mörkuð stefna. Sú breyting

á þolinmæðina. „Það er auðvitað ýmislegt

að hún yrði flutt yfir. Ég hef meira að segja

sem ég finn mest fyrir eftir að vera kominn

svona sem hefur hægt á en almennt held

gælt við þá hugmynd, og raunar sett hana

aftur til starfa hér á Fáskrúðsfirði er hvað

ég að hægt sé að segja að aðstaðan í grunn-

fram, að stærð sveitarfélaga ætti að miðast

öll skriffinnska hefur aukist. Það er meðal

skólunum hafi gjörbreyst til hins betra“.

við að geta rekið framhaldsskóla. Það væri

annars vegna krafna sem settar eru í nýjum

mun betra viðmið en einhver íbúafjöldi. Því

lögum til að auka eftirlit með t.d. gæðum

hvernig búið er að grunnskólanum, nánar

fylgir auðvitað ýmislegt, því ef sveitarfélag

náms. Til þess þarf að safna saman alls

tiltekið hversu vel hann sé fjármagnaður.

getur rekið framhaldsskóla þá getur það gert

konar upplýsingum sem þýðir að í dag fer

„Ég held að víða sé komið að þolmörkum í

æði margt annað“.

gífurlegur tími í skriffinnskuna. Tökum sem

þeim efnum. Vegna þess er víða í sveitarfé-

dæmi vinnuna við nýja skólanámskrá sem

lögunum verið að gera skipulagsbreytingar,

Uppstokkun í kerfinu leysir krafta úr læðingi

ég minntist á áðan. Þetta er mikil vinna sem

örugglega sumar til góðs en þó ekki alltaf. Þó

allir kennarar meira og minna koma að og

menn leiti auðvitað alltaf bestu leiða í rekstri

Einar segir enn fremur að stundum reynist

hana þarf alla að skrá. Síðan þarf þetta efni

finnst mér á stundum að menn fari of geyst.

happadrjúgt að gera breytingar einfaldlega

að vera aðgengilegt á heimasíðu og raunar

Annað sem er jafn alvarlegt er að menn hafi

til að stokka upp í kerfinu. Það hafi til að

mun víðar. Þetta er allt vinna sem þýðir að

beðið of lengi með að fara í óhjákvæmilegar

mynda komið í ljós þegar grunnskólinn

ég eyði miklu meiri tíma í skriffinnsku en ég

breytingar. Þá eru menn komnir út í horn

Spjallið þróast út í frekari umræður um

var fluttur frá ríkinu. „Ég hef stundum sagt í hálfgerðu gríni, þó bak við það sé alltaf einhver alvara, að það gæti komið að þeim tíma að rétt væri að flytja grunnskólann aftur til ríkisins. Við það yrði óhjákvæmilega talsverð uppstokkun og þá færi ýmislegt í gang, sjónarhorn myndu breytast og ýmsir

„Fyrir þrjátíu árum kenndi maður heil ósköp og bein stjórnun var hliðarverk sem hlaupið var í eftir kennslu eða þegar skóladagurinn var búinn. Þetta er auðvitað gjörbreytt...“

kraftar leysast úr læðingi. Ég tek það þó sérstaklega fram að ég tel víðsfjarri því að sá

gerði fyrir þrjátíu árum. Það hefur líka orðið

og verða að breyta hlutunum strax í staðinn

tími sé kominn.“

önnur breyting sem tengist þó ekki lögunum.

fyrir að geta gefið sér tíma í að finna bestu

Þú fórst svo frá Skólaskrifstofunni inn á þing.

Fyrir þrjátíu árum kenndi maður heil ósköp

lausnina. Það er nauðsynlegt að vanda þarna

og bein stjórnun var hliðarverk sem hlaupið

til verka því að menntamál eru stóri þunginn

var í eftir kennslu eða þegar skóladagurinn

í rekstri sveitarfélaga. Því miður held ég

oft afar skemmtilegt og á þeim tíma gerðist

var búinn. Þetta er auðvitað gjörbreytt og

að menn horfi oft of mikið á excelskjölin

auðvitað mjög margt. Eitt var að ég fékk á

stjórnunin er í dag svo mikið starf að menn

þegar ákvarðanir eru teknar og þar liggur

þessum tíma að taka þátt í endurskoðun

þurfa mun meiri tíma en áður til að sinna

áherslan eins og við sjáum þegar við

allra laga um skólakerfið á Íslandi. Þetta var

henni. Ástæðurnar eru margar, m.a. að

lesum auglýsingar um framkvæmdastjóra

nokkurra ára ferli og niðurstaða þess leit

starfsfólki í skólum hefur fjölgað mikið og

sveitarfélaga. Ég man ekki eftir því að sjá

dagsins ljós í nýjum lögum um öll skólastig-

skólastarfið sjálft hefur tekið breytingum.

víða að það sé talið æskilegt eða nauðsynlegt

in árið 2008. Ég var, meðan á undirbúningi

Við erum örugglega að veita betri og fjöl-

að umsækjendur hafi sérstaka þekkingu

laganna stóð og þegar þau voru samþykkt,

breyttari þjónustu í dag en fyrir þrjátíu árum

á menntamálum, sem þó er obbinn af

varaformaður menntamálanefndar.

enda erum við að reyna að sinna því æðsta

rekstrinum. Það er miklu frekar óskað eftir

Síðan gerist það að ég er kominn aftur á

hlutverki okkar, að skólinn sé fyrir alla. En ef

að menn hafi sérstaka menntun í rekstrar-

vettvanginn sem skólastjóri að vinna eftir

það er eitthvað sem ég sakna þá er það að ég

fræðum af einhverjum gerðum og tegundum.

þessum sömu lögum sem er auðvitað mjög

hefði viljað hafa miklu meiri tíma á gólfinu

En áherslan má ekki liggja þar heldur verða

skemmtilegt. Nú eru til dæmis miklar

því það gefur manni auðvitað mest og þar

menn að horfa á menntamálin út frá því

breytingar í gangi því við erum bæði að

getur maður haft mest áhrif.“

hvernig hægt er að veita nemendum sem

„Já, ég var þingmaður í 10 ár sem var

innleiða lögin og aðalnámskrá. Vegna

besta menntun og hvernig hægt er að hlúa

Framkvæmdastjórar með þekkingu á skólamálum

að þeim mannauði sem er til staðar inni í

landsins skólanámskrárnar sem taka mið af aðalnámskránni“.

Einar segir að á þessum þrjátíu árum hafi

fyrir neðan í forgangsröðinni“.

þess er t.d. verið að endursemja í skólum

skólakerfinu. Excelfræðin eiga að vera þar

DESEMBER 2014  Viðtal  19


KYNBUNDNUM LAUNAMUN EYTT ÁRIÐ 2084? Dagana 12. og 13. nóvember síðastliðinn voru haldnar tvær ráðstefnur um jafnlaunamál og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fyrri daginn var fjallað um norræna rannsóknarverkefnið „Hlutastörf, kyn og og dreifing tekna“ (s. Deltid, kön och ekonomisk fördeling) sem lauk um mitt ár 2014 og voru niðurstöður varðandi

„Það mun taka okkur 70 ár í viðbót að eyða kynbundnum launamun ef málin halda áfram að þróast á þeim hraða sem nú gerist.“

hlutastörf og áhrif þeirra á jafnrétti á vinnumarkaði kynntar. Seinni daginn

konur sem starfa í hinum hefðbundnu „kvennagreinum“

hélt norrænn starfshópur um launa-

eru frekar í hlutastörfum en konur í þeim greinum þar

jafnrétti og jafnrétti á vinnu­markaði, í samstarfi við aðgerðahóp íslenskra stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti, ráðstefnu um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði.

Samantekt Hafdísar D. Guðmundsdóttur og Ingibjargar Úlfarsdóttur

sem kynjahlutfallið er jafnara. Rannsóknarverkefni NIKK varpar ljósi á stöðu mála á norræna vinnumarkaðnum hvað hlutastörf varðar en í framhaldinu þarf að svara spurningum um hvort, og þá hvernig, hlutastörf kvenna séu vandamál á Norðurlöndunum. Ef það þarf að breyta kynjahlutföllum

Hlutastörf – val eða neyð?

varðandi hlutastörf, eiga konur að vinna meira, eiga

NIKK (s. Nordisk information för kunskap om kön)

karlar að vinna minna, eða viljum við að bæði kyn breyti

hefur undanfarin misseri unnið að rannsóknarverk-

vinnutíma sínum? Gæti stytting vinnuvikunnar kannski

efni sem kallast „Hlutastörf, kyn og dreifing tekna“ á

verið hluti af lausninni?

Norðurlöndunum og var hluti niðurstaðna kynntur á ráðstefnunni. Í rannsókninni kemur í ljós að helstu

Viðheldur menntakerfið kynjamisrétti?

ástæður fyrir því að konur vinna hlutastörf eru veikindi

Á ráðstefnunni kom fram að hlutastörf þýða lægri

eða örorka, þær fá ekki fullt starf, fjölskylduábyrgð og

ævitekjur, takmarkaðri rétt á vinnumarkaði og takmörk-

aðrar persónulegar ástæður. Hlutfall kvenna sem vinnur

un á starfsframa. Lægri ævitekjur geta svo aftur leitt

hlutastörf (2012) er hæst í Noregi eða 36%, í Svíþjóð

til fátæktargildru á efri árum. Í máli dr. Helgu Aune,

31%, í Danmörku 29%, á Íslandi 26% og lægst í Finn-

lögfræðings og framkvæmdastjóra hjá Pricewater­

landi 16%. Hlutfall karla í hlutastörfum er mun lægra

HouseCoopers í Noregi, kom fram að kynjajafnrétti og

alls staðar á Norðurlöndunum, eða um 10% í Noregi

launajafnrétti snúist um lagalegan rétt. Það er hlutverk

þar sem hlutfallið er hæst og um 6% á Íslandi þar sem

Alþingis að velja bestu leiðirnar til að tryggja þann rétt.

hlutfallið er lægst.

Fjöldinn allur af venjum og siðum, sem eiga rætur langt

Á bilinu 30–48% kvenna á Norðurlöndunum sem

aftur í sögunni ásamt hefðum og staðalí­myndum, mynda

vinna hlutastörf segjast gera það vegna fjölskyldunnar.

hins vegar flókinn vef af ástæðum fyrir því að launamis-

Mun færri karlar en konur vinna hlutastörf og þeir

munur viðgengst. Til að vinna gegn honum þarf að vinna

nefna miklu síður en konur að það sé vegna fjöl-

gegn misrétti á einstaklings- og kerfislægum grunni. Í

skyldunnar. Í rannsókninni sagði enginn íslenskur karl

síðarnefnda tilvikinu er um að ræða bæði menntakerfið,

að hann ynni hlutastarf vegna fjölskyldunnar. Komið

menningu (fjölskyldur og staðalímyndir), vinnumark-

hefur í ljós að ástæða þess að konur velja að vinna

aðinn og opinbera geirann. Viðheldur menntakerfið t.d.

hlutastarf er oft afleiðing af árekstrum milli atvinnu- og

staðalímyndum kynjanna? Meirihluti þeirra nemenda

fjölskyldulífs og að í þeim greinum sem konur eru í

sem fá sérkennslu er strákar, brottfall þeirra er hærra en

meirihluta í, t.d. heilbrigðis- og umönnunarstörfum, er

stúlkna og meirihluti nemenda á háskólastigi er konur.

vinnuumhverfið heilsuspillandi og vinnuskipulag lélegt

Hvaða áhrif munu þessar staðreyndir hafa á umræðuna

m.t.t. álags. Þannig eru hlutastörf oft úrslitaþáttur í

um launajafnrétti í framtíðinni? Myndu hærri laun í

viðleitni kvenna til að bregðast við heilsufarsspillandi

opinbera geiranum auka hlut karla í hinum hefðbundnu

aðstæðum og álagi í starfi og persónulegu lífi. Í rann-

kvennagreinum? Dr. Helga Aune lagði áherslu á að

sókn NIKK kom þó í ljós að greina má fækkun meðal

að hagsmunaaðilar, menntakerfið, stéttarfélög o.fl.

yngri háskólamenntraða kvenna í hlutastörfum, en

skapi þrýsting á stjórnvöld til að unnið sé heildstætt að

20 Skólavarðan DESEMBER 2014


kynjajafnrétti , þau vinni gegn kynjamisrétti og jafnréttisfræðsla fari fram á þeirra vettvangi. Kynjajafnrétti snýst um lög, efnahag, tilfinningar og gildi. Jafn réttur óháð kyni er grundvallarmannréttindi.

Staðan á íslenskum vinnumarkaði Einn aðalfyrirlesari ráðstefnunnar seinni daginn var dr. Daniela Bankier, yfirmaður jafnréttismála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Bankier segir að það muni taka okkur 70 ár í viðbót að eyða kynbundnum launamun ef málin halda áfram að þróast á þeim hraða sem nú gerist. Hún sagði launamuninn vera einfalt hugtak og að í honum speglist sú mismunun sem konur standa frammi fyrir almennt. Mismunandi laun fyrir sömu vinnu eru bein mismunun. Bankier taldi Ísland vera góða fyrirmynd hvað kynjajafnrétti varðar og nefndi eftirfarandi því til sönnunar: n Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er ein sú mesta í heimi. n Atvinnuþátttaka ungra kvenna er líka mikil m.v. lönd Evrópusambandsins. n Barnagæsla er til fyrirmyndar, bæði almenn og ódýr, og gerir báðum foreldrum kleift að stunda fulla vinnu. n Hér eru lög um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. n Fæðingarorlofslöggjöfin er sterk.

Fjölmargir tóku þátt í ráðstefnu um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði sem haldin var í ­nóvember.

launaleyndar) og að stéttarfélögin væru

niðurstöður hennar virðast benda til þess að

sérstaklega mikilvæg í þeirri baráttu. Vit-

launamunur kynjanna fari minnkandi og að

undarvakning væri mikilvæg, að fá fjölmiðla

hann sé meiri á almenna vinnumarkaðnum

og bæði konur og karla til þess að fá áhuga

heldur en hinum opinbera.

á jöfnum launum kynjanna. Það þarf líka að

Hins vegar er unnið að rannsókn á

leysa ýmis vinnumarkaðstengd vandamál,

stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði í

s.s. varðandi hlutastörf. Hún nefndi líka að

samstarfi við EDDU Öndvegissetur við

mikilvægt væri að fá feður til að taka virkan

Háskóla Íslands. Fyrstu niðurstöður þeirrar

þátt í baráttunni.

rannsóknar benda til þess að vinna verði markvisst að útrýmingu fordóma og áreitni

Fyrstu vísbendingar nýrra rannsókna á íslenskum vinnumarkaði

um þar sem meirihluti starfsmanna er karl-

áður kynbundinn launamunur staðreynd,

Í kjölfar viljayfirlýsingar stjórnvalda og

ar og einnig gagnvart körlum sem velja að

íslenski vinnumarkaðurinn er kynskiptur og

aðila vinnumarkaðarins um samstarf til að

vinna í hinum hefðbundnu kvennagreinum.

nokkurt hlutfall kvenna er í hlutastörfum.

eyða kynbundnum launamun var skipaður

Einnig kemur í ljós að „umönnunarskarðið“

Bankier ræddi sérstaklega um að kynbund-

aðgerðahópur um launajafnrétti. KÍ á

(e. care-giving gap) sem myndast milli loka

inn launamunur í dag gæti leitt til kynbund-

fulltrúa í hópnum og leggur áherslu á virka

fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu

ins lífeyrismunar (e. gender pay pension

þátttöku í starfinu.

barna er almennt brúað af konum.

Hér, eins og víða í Evrópu, er eftir sem

gap), en í dag er hann að meðaltali um 40%

Hlutverk aðgerðahópsins eru marg-

gagnvart konum sem velja að starfa í grein-

Starfstími aðgerðahópsins er til ársloka

í Evrópusambandslöndunum. Það þýðir

vísleg og nú þegar hefur m.a. verið haldin

2015 og framundan er gerð framkvæmda-

að kona sem gerir hlé á vinnumarkaði til

norræn ráðstefna um launajafnrétti og tvær

áætlunar um samræmingu fjölskyldu- og

að eignast börn eða kýs hlutastarf í dag, er

rannsóknir settar af stað. Annars vegar er

atvinnulífs. Rannsókn á stöðu karla og

hugsanlega að kjósa að vera fátæk í ellinni.

um að ræða rannsókn á kynbundum launa-

kvenna er einnig undirbúningur fyrir gerð

Hlutastörf koma sér e.t.v. vel á ýmsum ævi-

mun karla og kvenna á íslenskum vinnu-

framkvæmdaáætlunar um leiðir til að brjóta

skeiðum og geta hjálpað til við að samræma

markaði í samstarfi við Hagstofuna. Fyrstu

upp kynbundið náms- og starfsval.

skyldur á vinnumarkaði og fjölskylduábyrgð, en leiða því miður til takmörkunar á starfsframa og minni ævitekna. Á kynskiptum vinnumarkaði er gildi

KÍ OG JAFNRÉTTISMÁL Hjá KÍ er starfandi jafnréttisnefnd sem vinnur nú drög að starfsáætlun og meðal

starfa verðlagt á mismunandi hátt. Launa-

verkefna á næstu misserum er vinna að því að gerð verði úttekt á launamun karla

munur og kynskipting vinnumarkaðsins eru

og kvenna meðal félagsmanna KÍ. Eftirfarandi fulltrúar skipa jafnréttisnefnd KÍ

margþætt fyrirbæri og ekkert eitt einfalt og

tímabilið 2014-2018: Guðrún Jóhannsdóttir (f.h. stjórnendafélaganna FS, FSL og

rétt svar. Þó nefndi Bankier nokkur úrræði.

SÍ) formaður, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir (FF), Kolbrún Guðmundsdóttir (FG)

Til dæmis að hægt sé að nota löggjöfina og

og Sjöfn Kristjánsdóttir (FL) ritari. Hafdís D. Guðmundsdóttir, sérfræðingur KÍ í

mikilvægi gagnsæi launakjara (andstæðu

vinnuumhverfis- og jafnréttismálum, er starfsmaður jafnréttisnefndar KÍ.

DESEMBER 2014  Skólavarðan  21


Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum.

EKKI ANNIR – HELDUR SPANNIR Verkefnavinna og samfelldur skóladagur frá níu til rúmlega fjögur einkennir nám við Menntaskólann á Egilsstöðum.

sínu fagi. Á móti eru verkefnatímar sem fylla upp í stundatöflu nemendans. Í þessa tíma er mætingaskylda sem aftur leiðir til þess að nemendur eru að vinna alls konar verkefni í hverjum verkefnatíma. Ef nemandinn fær ekki þá aðstoð sem hann þarf í einhverjum verkefnatíma getur hann

Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi

námsskipulag dagsins ljós. „Við skiptum

einfaldlega flutt sig til annars kennara.

kennslu, stundaskrám og fleiri þáttum við

hverri önn í tvennt og köllum þessa

Við þessa breytingu náum við að láta

Menntaskólann á Egilsstöðum haustið 2011.

helminga spannir. Nemandi í fullu námi

stundatöflu nemenda vera samfellda frá 9

Tíðindamaður Skólavörðunnar settist á

er í þremur áföngum, auk íþrótta, á hverri

til 16.15 alla virka daga. Áður byrjuðu tímar

dögunum niður með Helga Ómari Braga-

spönn og hver einstakur áfangi er kláraður

klukkan átta á morgnana og kennslu lauk

syni, skólameistara ME, til að fræðast um

innan spannarinnar með prófi eða annars

klukkan fimm. Á hverjum degi var fullt af

málið. Fyrst var spurt út í hvar þetta byrjaði

konar námsmati. Síðan fer nemandinn í

götum í stundatöflu hvers nemenda og þeir

allt.

aðra þrjá áfanga á næstu spönn og svo koll

sem voru í síðustu tímunum voru oft orðnir

af kolli. Þetta þýðir að viðfangsefnin hverju

úrvinda,“ segir Helgi Ómar.

„Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað í Finnlandi árið 2003 þegar hópur

sinni eru færri en áður, en á móti er hver

skólameistara fór þangað til að kynna

áfangi kenndur hraðar og nemendur sitja

Helgi Ómar viðurkennir að það henti ekki

sér skólakerfið þar. Í skólunum sem við

fleiri tíma í hverjum áfanga í viku hverri.“

öllum en segir að það hafi haft góð áhrif

skoðuðum var kerfið ekki byggt upp í kring

Nemendur hafa tekið nýja kerfinu vel.

á meirihluta nemenda. „Eitt af því sem

um annir heldur styttri lotur sem enduðu

Stundataflan þétt

hefur komið okkur á óvart er að brottfall úr

með prófum. Þá fóru menn að velta því fyrir

Helgi Ómar segir að samhliða áður-

áföngum hefur minnkað um helming. Það

sér hvort ekki mætti reyna eitthvað svipað

nefndum breytingum hafi aukin áhersla

er semsagt minna um úrsagnir og minna

hér á landi,“ segir Helgi Ómar.

verið lögð á verkefnavinnu nemenda.

um að nemendur hætti. Kerfið skapar einnig

Stundataflan var þétt og settir sérstakir

aukinn sveigjanleika því að í lok hverrar

skólanum á Egilsstöðum. Undirbúningur

verkefnatímar inn í hana. „Ákveðinn hluti

einustu spannar hætta einhverjir nemendur

að breyttu kennslufyrirkomulagi hófst

kennslunnar fer fram á hefðbundinn hátt,

en á móti koma nýir inn,“ segir Helgi Ómar

árið 2008 og þremur árum síðar leit nýtt

þ.e. nemendur sitja tíma hjá kennara í

að lokum.

Það gerðist þó ekki strax í Mennta-

22 Skólavarðan DESEMBER 2014


Myndasaga Ingi Jensson

Hlýlegar jólagjafir fyrir alla ölskylduna

Laugavegi 25 REYKJAVÍK www.ullarkistan.is s. 552-7499

Hafnarstræti 101 AKUREYRI s. 461-3006


Stærðfræðitími í Laugarnesskóla um það leyti sem bréfið var skrifað. Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Ljósmyndari: Pétur Thomsen.

SÓTARAR MEÐ HÆRRI LAUN EN KENNARAR Kjör kennara voru sambærileg bótum til styrkþega sveitarfélaga árið 1941. Ein röksemdin fyrir lágum launum var að kennarar gætu sótt sér aukatekjur í tveggja mánaða sumarleyfi sínu. Það er því miður ekkert nýtt að laun kennara séu of lág og verði til þess að fáir sækist eftir að leggja kennslu fyrir sig. Í bréfi frá árinu 1941 kemur fram að laun barnakennara nægðu þá ekki til að lifa „sjálfstæðu menningarlífi“ eins og það er orðað. Bréfið skrifa þeir Arngrímur Kristjánsson, Árni Þórðarson, Guðmundur Í. Guðjónsson, Ingvar Gunnarsson, Jónas B. Jónsson, Ólafur Þ. Kristjánsson og Pálmi Jósefsson fyrir hönd Sambands íslenzkra barnakennara og er það einhvers konar inngangur að kröfugerð félagsins í kjarasamningum. Þar er því lýst að meðal þeirra sem höfðu mun hærri laun en kennarar á þessum tíma voru bréfberar, aftapparar og sótarar. Skólavarðan birtir hér fyrri hluta bréfsins, auk helstu krafna sem settar eru þar fram. Greinargerð fylgdi hverri kröfu en þær eru ekki birtar hér.

24 Kjaramál DESEMBER 2014

„...það má fullyrða, að síðustu ár hefðu kennarar hér í Reykjavík alls ekki komist af, hefði Reykjavíkurbær ekki greitt þeim uppbætur, sem hann að lögum er alls ekki skyldur að greiða.“


Bréfið 25. febrúar 1941 Eins og nú standa sakir munu barnakennar-

á ári, eða kr. 309,37 á mánuði, eða nokkuð

reyna að komast inn í atvinnugrein þeirra.

ar vera einna verst launaðir af starsfmönn-

minni en ríkið greiðir aftöppurum í Nýborg.

Einnig hefur atvinnuleysi útilokað kennara

um ríkis og bæja, jafnvel þótt ekkert tillit sé

Og það má fullyrða, að síðustu ár hefðu

frá sumaratvinnu. En auk alls þess má benda

tekið til hins langa náms, sem nú er krafist

kennarar hér í Reykjavík alls ekki komist

á, að aðrar menningarþjóðir líta svo á, að

til þess að öðlast kennararéttindi. En til þess

af, hefði Reykjavíkurbær ekki greitt þeim

starf barnakennara sé svo þreytandi, að þeim

þarf nú þriggja vetra nám í kennaraskól-

uppbætur, sem hann að lögum er alls ekki

sé nauðsyn á góðum hvíldartíma að sumrinu.

anum og auk þess allt að tveggja vetra nám

skyldur að greiða.

Þær telja og kennarastarfið mjög þýðingar-

undir skólann.

Það virðist kaldhæðni örlaganna, að

mikið fyrir þjóðfélagið, og launa kennara

nú, þegar allir tala um aukna menntun og

sína svo vel, að þeir þurfa ekki að nota

menningu, þá skuli barnakennarar í Reykja-

sumartímann til þess að leita sér að atvinnu,

n Grunnlaunin eru mjög lág

vík, með 5 manna fjölskyldu vera greitt í

svo að þeir fái örlitlar aukatekjur, heldur geti

n Starfstíminn er aðeins hluti úr ári

janúar s.l. kr. 233,54, auk hinnar ólögbundnu

varið sumarleyfinu til hvíldar og menntunar

n Kennarar hafa ekki ýmis fríðindi, sem

uppbótar bæjarins kr. 29,69. En samtímis

og aukið þannig þekkingu sína á kennslu og

flestallir hafa nú, s.s. sumarleyfi með

fær styrkþegi bæjarins, með jafnstóra

uppeldismálum. Kennarar þar verja sum-

launum og fulla aldursuppbót á skömm-

fjölskyldu, útborgað sér til lífsviðurværis kr.

artímanum til þess að vera á námskeiðum,

um tíma.

285,-. Þess skal þó getið, að sá fyrrnefndi fékk

heimsækja uppeldisstofnanir o.fl. Til dæmis

verðlagsuppbót á janúarlaun sín kr. 77,- svo

um laun kennara á Norðurlöndum má geta

sínum

að laun hans verða kr. 55,- hærri en fátækra-

þess að byrjunarlaun kennara í Gautaborg

Til rökstuðnings því, sem þegar er tekið

Til sönnunar þessu má benda á nokkur atriði:

n Þeir bera einir baggann af tryggingum

styrkurinn. En þegar kennarinn hefur greitt

árið 1938 voru kr. 5500 eða kr. 7100 með

fram, þykir rétt að gera lítilsháttar saman-

útsvar, skatt, iðgjöld til sjúkrasamlags o.fl.

fullum aldursuppbótum.

burð á launum kennara og nokkurra annara

verða áhöld um hvor meira ber úr býtum.

starfsmanna hins opinbera, og verða fyrst

En það er ömurlegt, að hægt skuli vera að

að laun barnakennara eru lág, en þó mun

tekin nokkur dæmi frá stofnunum ríkisins:

bera laun barnakennara saman við greiðslur

tilgangslaust að fara fram á hækkun grunn-

Póstafgreiðslumenn ����������������������������������������������kr. 5886 – 6740 Skrifarar (stúlkur) hjá Landsímanum ����������������kr. 5000 – 5700 Bréfberar ������������������������������������������������������������������������������ kr. 4100 Birgðaverðir og birgðabókarar ���������������������������kr. 5400 – 5800 Bókarar og sölumenn �������������������������������������������������������� kr. 5000 Aðstoðarverkstjóri hjá Nýborg ����������������������������������������� kr. 4800 Aftapparar hjá Nýborg ������������������������������������������������������� kr. 4080 En byrjunarlaun kennara aðeins ��������������������������������kr. 2802,50

Reykjavíkurbæjar til

launa að svo stöddu, enda vænta kennarar

styrkþega sinna, en þær

þess, að launalögin verði endurskoðuð og

eru auðvitað miðaðar við

samræmd mjög bráðlega. En kennarar telja

það allra minnsta, sem

að mjög sé í hóf stillt, þó farið sé fram á

talið er mögulegt að lifa

eftirfarandi kjarabætur þeim til handa.

af fyrir fjölskyldu, sem gerir vægustu kröfur til lífsins og er undanþegin öllum opinberum

Þá eru hér nokkur dæmi úr launasamþykkt Reykjavíkurbæjar:

En jafnvel þótt litið sé á laun kennara án samanburðar við laun annara starfsmanna,

Launakjör kennara í kauptúnum, sem hafa eins marga íbúa og fámennasti kaupstaðurinn, skuli vera þau sömu og kennara í

sig í mörg ár til þess að öðlast réttindi til

kaupstöðum.

þessarar launagreiðslu.

kennarar fá eftir 15 ár 3712,50.

Aldursuppbætur kennara greiðist á 6 árum (til vara 10 árum) í stað 15 ára áður.

gjöldum. Kennarinn hefur þurft að kosta

Forstöðumenn bæjarbókasafns og ráðningarstofu ����� kr. 6120 Sundkennarar, aðstoðarmenn á skrifstofu, 2. fl. ���������� kr. 5400 Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, húsverðir við Sundhöll og barnaskóla, baðhúsvörður o.fl. ��������������������������������������� kr. 5040 Umsjónarmaður með salernishreinsun, sótarar, kyndarar, mælaálesarar o.fl. ��������������������������������������������������������������������4680 Þetta eru laun eftir 6 starfsár, en barna-

Af framangreindu mætti vera ljóst,

Kaupstaðir og þau kauptún, sem hafa

Honum er og skylt að

fleiri íbúa en fámennasti kaupstaðurinn,

klæðast þannig, að starfi

skulu greiða kennurum uppbætur, sem

hans sé samboðið. Hann

svarar til þeirrar uppbótar, sem Reykjavíkur-

þarf að kaupa sér bækur

bær greiðir nú.

og notfæra sér minningartæki, svo að hann

verði hæfari til síns starfs, sem er að leggja hornsteininn að mótun og uppfræðslu hinnar ungu kynslóðar. Þegar kennarar hafa bent á, hve laun

Öllum barnakennurum og forstöðumönnum skóla séu greidd laun fyrir eins mánaðar sumarleyfi. Byrjunarlaun farkennara, miðuð við 6 mánaða kennslu, séu kr. 900,00 auk fæðis og húsnæðis, eða greiðslu þess í peningum eftir

er ljóst, að illa er að kennurum búið. Það

þeirra séu lág, hefur löngum verið svarað

hlýtur hver réttsýnn maður að sjá, að ekki

á þá lund, að á sumrin hafi þeir tíma, tvo

er hægt að lifa sjálfstæðu menningarlífi á kr.

mánuði eða svo, sem þeir geti notað til vinnu

Reykjavík 25. febrúar 1941

2802,50 á ári eða kr. 233,54 á mánuði, eins og

og þar með bætt upp hin ófullnægjandi laun.

F.h. Sambands íslenzkra barnakennara

byrjunarlaun kennara eru. Og þegar kennari

En þetta er blekking ein. Þróun atvinnu-

Arngrímur Kristjánsson, Árni Þórðar-

hefur búið við þessi sultarlaun í 15 ár og eytt

málanna hin síðari ár hefur orðið sú, að allar

son, Guðmundur Í. Guðjónsson, Ingvar

bestu árum sínum í erfitt starf og vanþakk-

atvinnustéttir hafa með stéttarsamtökum og

látt, þá eru laun hans enn aðeins 3712,50

löggjöf útilokað alla þá, sem um stundarsakir

mati.

Gunnarsson, Jónas B. Jónsson Ólafur Þ. Kristjánsson og Pálmi Jósefsson

DESEMBER 2014  Kjaramál  25


Þróunarverkefni Þriggja manna hópur heldur utan um verkefnið hjá Kennarasambandinu; þau Sesselja G. Sigurðardóttir, Hafdís Dögg Guðmundsdóttir og Hannes Þorsteinsson.

KÍ ER VIRKUR VINNUSTAÐUR KÍ hefur undanfarin þrjú ár tekið þátt

stoðkerfisvandamál, s.s. bakverkir eða liðverkir; smit-

í þróunarverkefni VIRK Starfsendur-

sjúkdómar og slys og óhöpp. Taka ber fram að aðeins

hæfingarsjóðs um forvarnir á vinnustað og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys. KÍ hafði, bæði sem vinnustaður og stéttar­ félag, mikinn áhuga á að taka þátt í slíku verkefni og geta þannig bætt vinnuumhverfi starfsfólks

1,7% Íslendinga sem eru í vinnu voru fjarverandi vegna veikinda í meira en eina viku árið 2013, sem er lægsta hlutfallið á Norðurlöndum. Fjarvistir vegna veikinda voru mestar í Noregi, 3,5%. Næstir komu Finnar með 2,6% og í þriðja sæti Svíar með 2,3% (Norrænar hagtölur 2014).

KÍ, aukið þekkingu sína og miðlað upplýsingum varðandi þau mál sem snúa að veikindum starfsfólks í skólum, hvernig hægt sé að sinna forvörnum og hvernig árangursríkast sé að takast á við fjarveru. Í dag er umræðan um veikindafjarveru opnari en áður og flestum finnst auðveldara að tala um hana.

Að vera heima veik(ur) í friði? Sumir kunna að spyrja af hverju sé verið að gera svona mikið mál úr veikindafjarveru starfsfólks á vinnustað. Af hverju fær fólk ekki bara að vera veikt heima í friði? Slíkt getur að sjálfsögðu átt við í þeim tilfellum þar sem um er að ræða smitsjúkdóma eða slys sem leiða til skammtímafjarveru. En langtímafjarvera frá vinnustað

Margir vilja halda sambandi við vinnustaðinn ef þeir

vegna veikinda getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar

verða langtímaveikir og eru ánægðir með að yfirmaður

fyrir starfsmanninn, s.s. félagslega einangrun og verri

hafi samband á veikindatímanum. Starfsfólk kemur

andlega líðan. Langtímafjarvera getur hindrað viðkom-

jafnframt fyrr til starfa ef það fær tækifæri til að vinna

andi í að koma aftur til vinnu og valdið erfiðleikum með

jafnhliða veikindum og/eða koma aftur til starfa í kjölfar

að viðhalda þekkingu og færni, tekjumissi og hættu á

veikinda í samræmi við vinnugetu.

að falla út af vinnumarkaði. Flestar rannsóknir benda

Helstu ástæður veikindafjarvista á vinnustað eru andleg vanlíðan, s.s. streita, kvíði eða þunglyndi;

26 Skólavarðan DESEMBER 2014

sterklega til þess að því lengur sem fólk er frá vinnu því ólíklegra er að það komi nokkurn tíma aftur.


Fjarvera starfsmanns getur einnig

endurkomu til vinnu. Það sem flestir nefna

Mjög mikilvægt er skýrt sé hvernig

er breyting á vinnuskyldum, tilfærsla í starfi,

haft áhrif á annað starfsfólk. Samstarfsfólk

beri að tilkynna og skrá fjarveru og að

bætir á sig verkefnum þess sem er veikur,

stjórnendur vinni svo markvisst með þær

styttur vinnutími og breytingar á vinnuum-

eða annar starfsmaður verður að hlaupa í

upplýsingar. Í verkefninu var sett fram svo-

hverfi. Að auki nefna margir að símtal frá

skarðið. Í sumum tilfellum bíða verkefni

kallað „lykiltölublað“ sem gerði stjórnend-

yfirmanni og aðstoð frá samstarfsfólki geti

þess sem er veikur þar til hann kemur aftur

um kleift að flokka fjarveru starfsfólks og

haft góð áhrif.

til vinnu og þar með riðlast skipulagið á

meta hana og áhrif hennar á vinnustaðinn.

vinnustaðnum. Að auki leiðir langtímafjar-

KÍ og aðrir þátttakendur í verkefninu tóku

Jákvæð áhrif

vera starfsmanns til aukins kostnaðar fyrir

fram hversu ánægjulegt það væri að komast

Verkefninu lýkur nú um áramót og í vor er

vinnustaðinn og getur haft slæm áhrif á

að því hversu stór hluti starfsfólksins væri

gert ráð fyrir viðburði á vegum VIRK til að

starfsandann.

almennt hraustur og að langflestir væru

koma á framfæri niðurstöðum þess. KÍ lagði

aðeins veikir fáa daga ársins. Það er mikill

fyrir spurningakönnun meðal síns starfs-

Tekið á fjarveru

minnihluti starfsmanna sem á í raun marga

fólks um árangur af verkefninu og meirihluti

Að takast á við fjarveru og velferð starfsfólks

veikindadaga en í langtímaveikindum er

svarenda áleit að þátttaka í verkefninu hefði

er liður í almennri starfsmannastjórnun og

mikilvægt að grípa fljótt inn í. Yfirmaður

skilað betri starfsanda, að frekar væri tekið á

felur í sér að á vinnustaðnum séu skilgreind-

getur haft samband við veikan starfsmann

vandamálum og að samskipti á vinnustaðn-

ir ferlar um hvernig brugðist sé við fjarveru.

reglulega og sýnt honum eðlilega umhyggju,

um hefðu batnað.

Það er lykilatriði að allir þekki reglurnar og

t.d. einni til tveimur vikum eftir að veik-

þær gildi jafnt fyrir alla. Á vefsíðu VIRK eru

indafjarvera hófst. Hvetja ætti starfsmann-

VIRK, setti sér fjarverustefnu og tók upp

gagnlegar upplýsingar um þau verkfæri sem

inn til að hafa samband við vinnustaðinn,

fjarverusamtöl. Aðrar aðgerðir sem KÍ

hægt er að nota, s.s. um forvarnir, fjarveru-

koma í kaffi, á starfsmannafundi/ferðir

fór í voru m.a. reglulegir starfsmanna- og

stefnu, fjarverusamtöl og samtöl um endur-

o.þ.h. og ræða við viðkomandi um hvernig

stjórnendafundir, útsending fundargerða

komu til vinnu eftir veikindi. Aðrir þættir

hann kýs að fylgjast með því sem er að

starfsmannafunda, gerð skipurits, starfs-

sem jafnframt þarf að huga að eru fræðsla

gerast og fá upplýsingar.

lýsinga og heildstæðrar starfsmannastefnu,

og upplýsingagjöf, umbætur á vinnuaðstöðu

Í verkefninu fékk KÍ fyrirlestra frá

fræðsla og Outlook-námskeið, tekin

VIRK hefur spurt þá einstaklinga

og/eða vinnufyrirkomulagi og heilsuefling

sem notað hafa þjónustu þeirra hvað hefði

voru upp starfsmannasamtöl og haldinn

o.fl. eftir þörfum hvers vinnustaðar.

verið hægt að gera til að auðvelda þeim

liðsheildardagur.

Lestrar kassinn stigskiptar þjálfunaræfingar fyrir alla

nýtt lestur og lesskilningur

Nýjar vörur í hverri viku

Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is


KJÖRAÐSTÆÐUR TIL AÐ FJÖLGA LEIKSKÓLAKENNURUM Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, og Hörður Svavarsson leikskólastjóri sóttu ráðstefnu í haust þar sem fjallað var um leiðir til að fjölga körlum í kennslu yngri barna.

„Það ættu að vera kjör­aðstæður til að fjölga leikskólakennurum nú, enda eru grunnlaunin þau sömu á leikskóla- og grunnskólastiginu.“ Haraldur Freyr Gíslason

Um 1.300 leikskólakennara vantar til að

glími við sams konar vanda. „Vandi okkar er hins vegar

uppfylla lög um menntun og ráðningu

tvíþættur; við þurfum annars vegar að hækka hlutfall

kennara í leikskólum landsins, en þau

karla í starfsmannahópnum og hins vegar þurfum við að

gera ráð fyrir að minnsta kosti 2/3 þeirra

fjölga leikskólakennurum svo um munar,“ segir Hörður.

sem sinna menntun í leikskólum eigi að

„Það hafa verið settar á stofn nefndir eða verkefna-

hafa leyfisbréf til kennslu upp á vasann.

hópar þar sem fulltrúar ráðuneytisins, sveitarfélaga og

Karlar eru aðeins eitt prósent þeirra sem

kennarafélaga hafa reynt að leysa þessi mál árum og

hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.

áratugum saman en án teljandi árangurs. Við þurfum

„Það eru flestar, ef ekki allar, þjóðir

að leita út fyrir þennan hóp og fá til liðs við okkur

að kljást við sama vandamálið, karlkyns

sérfræðinga á svið ráðningar- og mannauðsmála til að

kennarar eru of fáir á fyrsta skólastig-

aðstoða við þetta.“

inu,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, en hann fór ásamt Herði Svavarssyni, leikskólastjóra Aðalþings, á ráðstefnu í Póllandi þar sem fjallað

Haraldur tekur undir þessi orð og segir að átak af þessu tagi kosti peninga. Á síðasta ári hafi ráðuneyti menntamála lagt sex milljónir til málaflokksins og fjórar milljónir hafi komið frá hagsmunaaðilum. Þetta fé sé

var vítt og breitt um karlmenn við kennslu yngri barna.

að verða uppurið og ekki sé búið að tryggja fé til frekara

Ráðstefnugestir, sem voru af báðum kynjum og frá

átaks til að fjölga leikskólakennurum og eða körlum

mörgum löndum, áttu það sameiginlegt að vera fagfólk

innan stéttarinnar.

með áhuga á fjölgun karlkennara í yngri barna kennslu. „Við vissum auðvitað að karlkennarar væru of fáir

En af hverju leggja ekki fleiri fyrir sig nám í leikskólafræðum? „Það má spyrja á móti af hverju ungt

en við lærðum að það er hægt að ná árangri ef hags-

fólk velur að læra þjóðfræði eða stjórnmálafræði, greinar

munaaðilar sameinast um langtímaátak til þess að fjölga

sem veita engin starfsréttindi, frekar en kennaranám.

karlkennurum.“

Við þurfum að spyrja okkur að þessu. Kannski er mýtan um að launin sé svo lág í fullu gildi. Þau eru hins vegar

Þurfum að leita út fyrir hópinn Hörður segir ekki hafa komið á óvart að aðrar þjóðir

28 Skólavarðan DESEMBER 2014

alveg þokkaleg,“ segir Hörður. „Það ættu að vera kjöraðstæður til að fjölga


leikskólakennurum nú, enda eru grunn­

eins og staðan er nú þá erum við að skipta

nauðsynlegum fyrirmyndum, og við urðum

launin þau sömu á leikskóla- og grunnskóla-

of lítilli köku; í sumum leikskólum vinna

varir við þetta viðhorf í Póllandi. Mér

stiginu. Fólk getur valið sér skólastig eftir

kannski margir leikskólakennarar saman

finnst óþolandi tilhugsun að vera ráðinn á

áhuga á aldri barnanna. Auk þess er umræð-

og starfið blómstrar en í öðrum leikskólum

vinnustað af því ég sé af tilteknu kyni og því

an þroskaðri hér en víðast hvar og algjörlega

eru nánast engir leikskólakennarar,“ segir

ákveðin fyrirmynd. Í þessu felst gamaldags

viðurkennt að karlar sinni kennslu yngri

Hörður.

eðlishyggja; en karlar eru ekki allir eins, og við erum að mínu mati komin lengra í um-

barna. Það er því ekkert minna merkilegt

Hann segir að hugsanlega hafi leik-

út frá menntun að nema leikskólafræði og

skólakennurum ekki tekist nógu vel að sýna

ræðunni en að við séum að pæla í steríótýpu

aðstæður eru góðar þar sem störfin eru

fram á í hverju starf þeirra felist. „Við eigum

karlmannsins,“ segir Hörður.

sannarlega til,“ segir Haraldur.

að vera duglegri við að sýna í hverju starf

Haraldur tekur í sama streng og bendir

okkar felst og sýna hvað leikskólakennarar

á þá staðreynd að körlum í kennarastétt

Kakan ekki til skiptanna

geta áorkað miklu þegar þeir vinna saman.

fari fækkandi á öllum skólastigum. „Við

Í leikskólanum Aðalþingi sem Hörður

Þá mun þjóðfélagið kalla eftir þessu.“

þurfum að einbeita okkur að því að fjölga leikskólakennurum. Annað stórt verkefni

stýrir er hlutfall leikskólakennara af starfsmannahópnum mjög hátt miðað við

Karlar eru ekki eins

er að fjölga körlum í hópi leiðbeinenda og

höfuðborgarsvæðið, eða um 60 prósent

Aðeins eitt prósent leikskólakennara er

hvetja þá til að sækja sér menntun í leik-

starfsmanna. „Ábyrgð okkar er mikil vegna

karlar og ef leiðbeinendur eru taldir með eru

skólafræðum. Þeir þurfa stuðning í starfi,

þess að skólinn verður að vera þannig að

karlarnir rétt tæp fjögur prósent starfsfólks-

upplifun og traust til að sinna krefjandi

fólk skynji og skilji að hér eru leikskóla­

ins. Tveir karlar eru leikskólastjórar í um

verkefnum. Þannig öðlast þeir áhuga á að

kennarar við störf. Það er auðvitað

280 leikskólum hér á landi. En hvers vegna

leggja þetta fyrir sig og sækja sér starfs-

óskastaða þegar leikskólakennarar geta

er svo mikilvægt að fá karla í þessi störf?

réttindi. Þarna kemur til kasta stjórnenda

unnið saman en á mörgum leikskólum eru

„Af hverju er spurt að þessu árið 2014?

leikskólanna reyna að búa þannig um

leikskólastjórar og deildarstjórar þeir einu

Ekki er spurt af hverju það sé mikilvægt

hnútana að viðkomandi fái áhuga á að velja

sem eru með leyfisbréf og þeirra starf felst

að hlutfall kvenna í stjórnmálum og

leikskólakennarastarfið sem ævistarf og vilji

mikið í að halda leiðbeinendum að störfum

stjórnun fyrirtækja sé hærra. Það fyrsta

þar af leiðandi mennta sig í faginu,“ segir

eða leiðbeina þeim. Þessu þarf að breyta en

sem fólki dettur í hug er að þetta tengist

Haraldur.

Handleiðsla er líkleg til að stuðla að vellíðan í starfi. Hún er fyrirbyggjandi þáttur varðandi starfsþreytu, skerpir markmiðssetningu og eflir samskiptahæfni. Nýttu þér rétt þinn til handleiðslu, sbr. 3. gr. í úthlutunarreglum sjúkrasjóðs frá 1.des 2005. Guðrún H. Sederholm MSW fræðslu – og skólafélagsráðgjafi, námsráðgjafi og kennari. Lundur 92, 200 Kópavogur / S: 5544873 / Gsm: 8645628 gsed@simnet.is

Vorferðir Fræðsluferðir Gönguferðir Fjöruferðir Sveitaheimsóknir Heimsókn í Álfa-, trölla og norðurljósasafnið eða Draugasetrið Bjóðum ódýra gistingu fyrir hópa

Öryggisbelti í öllum bílum og yfir 800 sæti með þriggja punkta beltum. Umhverfisvænar rútur Árlegt öryggisnámskeið fyrir bílstjóra

Dæmi um skólaferð: létt fjallganga, Álfa-, tröllaog norðurljósasafnið eða Draugasetrið og sund.

Guðmundur Tyrfingsson ehf Sími 482 1210 gt@gtbus.is www.gtyrfingsson.is


ugu

na

fer-

Svanhildur María Óskarsdóttir, formaður SÍ, í góðum hópi skólastjórnenda í Dubrovnik í Króatíu.

ÞURFUM AÐ HUGA AÐ TILGANGI SKÓLASTARFSINS Stundum verður einhver lífsreynsla til þess að maður fær sterka tilfinningu fyrir

leiðtogahæfni þeirra. Rannsóknin leiddi af sér ýmsar

ákveðnu málefni þrátt fyrir að það hafi

áhugaverðar niðurstöður og langar mig að gera tvær

aldrei verið nefnt á nafn. Þannig leið mér

þeirra að umtalsefni. Sú fyrri felur í sér að það séu

að lokinni ESHA-ráðstefnunni sem fram fór í

sextán atriði sem mikilvægt er að skólastjórnendur

Króatíu í lok október. Þessa tilfinningu fékk

hafi vel á valdi sínu. Skólastjórnendur eru misgóðir í

ég eftir að hafa setið á tveimur málstofum og einum fyrirlestri sem á einhvern hátt tengdust sterkt í mínum huga. Á fyrri málstofunni fjallaði Guy

þessum sextán atriðum en að sögn de Wit þá skiptir meira máli fyrir árangur hvers og eins að viðkomandi geri þá afburðavel hlutina sem hann er fær í, frekar en að reyna að gera alla hluti nokkuð vel. Það borgar sig

Claxton, prófessor við King´s College

að leggja rækt við hæfileika sína en eyða ekki miklum

í London, um það sem hann kallaði

tíma í að reyna að bæta sig á sviðum þar sem maður er

„The Expansive School“. Ég ætla ekki að

ekki mjög sterkur fyrir. Öruggt má telja að það finnist

reyna að þýða þetta hugtak hans hér en það

aðrir starfsmenn í skólanum sem eru betri til að sinna

fjallar í grunninn um að útvíkka meginhlutverk

þeim verkefnum sem skólastjórnandinn kann að vera

skólans frá því sem er í dag og líta til þess breytta heims sem við lifum í og þeirra grundvallaratriða

veikur í. Síðari niðurstaðan sem ég vil minnast á felur í sér

sem við þurfum að leggja rækt við í framtíðinni. Í

muninn á skólastjórnendum eftir aldri. Skólastjórn-

fáum orðum má segja að hann hafi einkum verið

endum var í rannsókninni skipt í þrjá hópa; þá sem

að tala um þætti sem tengjast lykilhæfninni okkar

eru fæddir fyrir 1960, þá sem eru fæddir milli 1960

hér á landi. Nú virðist einmitt eiga að leggja minni

og 1980 og svo þá sem eru fæddir eftir 1980. Árangur

áherslu á lykilhæfni hér, að minnsta felur tillaga stjórnvalda í sér að hún skuli ekki metin við lok 10. bekkjar.

Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri Grunn- Munur eftir aldri skólastjórnenda skóla Hornafjarðar Á síðari málstofunni fjallaði hollenski fræðimaðurinn, Margareth de Wit, um niðurstöður ítarlegrar

30 Starfsþróun DESEMBER 2014

rannsóknar á hollenskum skólastjórnendum og

í fyrrnefndum sextán atriðum var borinn saman á milli aldurshópanna og kom í ljós að elstu og yngstu skólastjórnendurnir uppfylltu nokkra þætti afburðavel. Aldurshópurinn í miðið, sem er sá hópur sem flestir skólastjórnendur hér á landi tilheyra (þar með talið undirrituð), var ekki afburðagóður í neinu hinna sextán atriða.


Hver er hinn æðri tilgangur? Þriðja atriðið sem hafði sterk áhrif á mig var fyrirlestur breska fræðimannsins Toby Salt, en hann gegnir ýmsum áhrifastöðum í breska menntakerfinu. Salt var einn aðalfyrirlesara ráðstefnunnar og sá síðasti til að stíga á svið. Erindi hans bar titilinn „Hitting the target… but missing the point“ og fjallaði um mikilvægi þess að skólastjórnendur horfðu á heildarmyndina og veltu fyrir sér raunverulegum tilgangi skólastarfsins. Hann sagði að á undanförnum árum hefðu sífellt komið fram ný markmið í skólum, markmið sem yfirvöld legðu áherslu á að ná, en á sama tíma hefði gleymst að huga að því hver væri hinn raunverulegi tilgangur með skólastarfinu. Þar á Salt við hinn æðri tilgang að baki öllu skólastarfi sem snýst um mannleg gildi á borð við jöfnuð í samfélaginu og siðferðilegt og félagslegt réttlæti í heiminum. Hann sagði vandamálið felast í

HVAÐ ER ESHA?

því að við værum alltaf að vinna að skamm-

Það er félag evrópskra skólastjórnenda sem heldur úti öflugu starfi með ráðstefnum,

tímamarkmiðum en gleymdum að horfa til

námskeiðum og vefsíðu, en þar má finna áhugavert efni, greinar og rannsóknir um

varanlegs tilgangs.

skólastjórnun og faglega forystu, sjá frekar hér á www.esha.org.

„We are hitting the target but missing

Næsta ESHA ráðstefna verður haldin í október 2016 í Maastricht, Hollandi.

the point“, þ.e. við náum markmiðum en missum af tilganginum. bæði kennara og stjórnendur faglega, meðal

skammtímamarkmið stjórnvalda og reyni

mið leiðir að sögn Salt af sér lélegri árangur

annars með meiri samvinnu og viljanum til

með þeim hætti að standa sig vel í starfi. Á

í skólum og dýrara skólakerfi. Kennarar

að veita meiri tíma til hennar. Þá þurfi að

sama tími gleymi þeir hins vegar að huga

flosna frekar úr starfi og skólastjórnendur

efla foreldra í sínu hlutverki, hafa meiri áhrif

að megintilgangi skólastarfsins. Þeir gefi

þurfa að takast á við starf sem þeir oft

á stjórnmálamenn og leiða þeim fyrir sjónir

sér langt frá því nægan tíma til að sinna

og tíðum ráða ekki við. Salt segir að vilji

hvert markmiðið sé með skólastarfinu.

þeim verkefnum sem þeir eru verulega

Hin mikla áhersla á skammtímamark-

skólafólk ná betri árangri í skólum þurfi

Eftir þessa fróðlegu ráðstefnu er mín

góðir í heldur vesenist í öllum hlutum.

að huga að raunverulegum markmiðum

tilfinning sú að stór hópur skólastjórnenda

„Are we hitting the target... but missing the

skólastarfsins. Það þurfi að styðja við og efla

eyði orku sinni í að uppfylla endalaus

point?“

ATRIÐIN 16 SEM MARGARETH DE WIT MÆLDI MEÐAL ANNARS Í RANNSÓKN SINNI n Er heiðarlegur n Hvetur og örvar aðra n Samvinna og teymisvinna n Leysir vandamál og greinir málefni n Þróar langtímasjónarhorn

n Er árangursdrifinn n Byggir upp sambönd n Tengir hópinn við umheiminn n Stuðlar að þróun annarra n Tæknileg/fagleg sérþekking

n Sýnir frumkvæði n Er nýjungjarn n Setur sér háleit markmið n Þróar sig í starfi

„Svefnpokagisting fyrir skólahópa“ www.arthostel.is arthostel@arthostel.is s. 854-4510 / 894-2910


SKÓLAMÁL Í BRENNIDEPLI Kennarinn og fjölmiðlamaðurinn, Halldór Árni Sveinsson, hefur síðustu misseri unnið að uppbyggingu Netsamfélagsins. Þáttagerð um skólamál frá ýmsum hliðum er meðal þess sem er í pípunum.

Netsamfélagið er vefur þar sem hægt

haft mikinn áhuga á skólamálum, enda sjálfur kennari,

er að finna ýmis konar fróðleik og

og þessa dagana er ég að undirbúa nýtt svæði á vefnum

upptökur af viðburðum í nútíð og fortíð.

sem mun kallast Skólasamfélagið. Hugmyndin er að

Viðburðir á vegum Kennarasambands-

þetta verði frétta- og viðtalsþáttur þar sem fjallað verði

ins og aðildarfélaga þess hafa ratað inn

um öll skólastigin og víða leitað fanga í efnisöflun,“ segir

í Netsamfélagið og er skemmst að minn-

Halldór.

ast forystufræðslunnar og trúnaðar-

að mati Halldórs og hann segir nauðsynlegt að sinna

útsendingu á vef Netsamfélagsins og

þessum mikilvæga þætti samfélagsins. „Athyglin beinist

voru síðan vistuð þar. Þá hafa nýliðnir

ekki nægilega að öllu því jákvæða sem er að gerast í skól-

fundir tónlistarkennara sem tengdust

um landsins. Þess vegna vil ég búa til vettvang þar sem

verkfalli þeirra verið sýndir beint og

hægt er að kynna þjóðinni skólastarfið frá öllum hliðum,

hlotið mikið áhorf.

kynnast fólkinu sem vinnur í skólunum og einnig þeim

Halldór Árni Sveinsson, kennari og fjölmiðlamaður, er stofnandi Netsamfélagsins (netsamfelag.is). „Netsamfélagið

sem vinna að menntamálum á öðrum vettvangi, svo sem hjá sveitarstjórnum og í ráðuneytinu.“ Þótt mikið af efniviði Netsamfélagsins eigi uppruna

byrjaði sem ákveðið hugarfóstur þegar ég kenndi í

sinn í Hafnarfirði þá hefur vefurinn tekið miklum

fjölmiðladeildinni í Flensborg fyrir um þremur árum.

breytingum og segir Halldór Árni fókusinn beinast í

Við höfðum þá um árabil haldið úti vefsvæði sem hafði

allar áttir og efni sé víða af höfuðborgarsvæðinu og

að geyma efni um Hafnarfjörð; allra handa myndskeið

einnig utan af landi.

og upptökur frá ýmsum viðburðum í bæjarfélaginu,“ segir Halldór Árni. Skólamálin eru Halldóri hugleikin þegar kemur að Halldór Árni vakir yfir beinni útsendingu frá námskeiði Kennarasambandsins um forystufræðslu sem fram fór nýverið.

Menntamálin eru svolítið utangarðs í umræðunni

mannanámskeiðs KÍ sem voru í beinni

„Við setjum inn nýtt efni í hverri viku; annars vegar efni sem við erum að taka upp þessa dagana og hins vegar eldra efni sem við viljum koma fyrir sjónir

þróun og framtíð Netsamfélagins. Nú þegar má finna

almennings. Beinar útsendingar frá ýmsum viðburðum,

efni tengt kennaraforystunni, ráðstefnur og málþing um

svo sem málþingum og ráðstefnum, eru alltaf að verða

menntamál á vefnum. „Ég hef á undanförnum miss-

stærri þáttur í starfseminni og við þjónum fólki víða í

erum tekið upp mikið efni á vettvangi skólanna; bæði

þeim efnum. Við höfum auk þess verið að gera tilraunir

skipulagða viðburði og annars konar efni. Ég hef alltaf

með hverfa- og bæjarþætti þar sem við sjáum fyrir okkur að senda beint út frá ákveðnum stöðum; spjalla við fólk í beinni útsendingu og varpa þannig ljósi á þau mál sem brenna í ákveðnum borgarhverfum eða bæjarfélögum.“ Halldór Árni segir Netsamfélagið eiga í samstarfi við sveitarfélög og einkum hafi slíkt samstarf verið að vaxa í Reykjavík, til dæmis í verkefni þar sem Breiðholtið var í brennidepli. „Þetta er spennandi og sveitarfélögin hafa sýnt þessu starfi mikinn áhuga.” Netsamfélagið verður sífellt meira að vöxtum og segir Halldór hugmyndina að fólk geti sótt þangað ýmsan fróðleik í framtíðinni. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem frétta- og gagnaveitu til framtíðar sem allir geta notað sér að kostnaðarlausu,“ segir Halldór Árni Sveinsson.

32 Skólavarðan DESEMBER 2014


SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA Þegar ég var nemandi í Barnaskóla Akraness forð-

og heimili eigi að hafa tengsl og beri sameiginlega ábyrgð

kallast foreldrasamstarf. Í minningunni voru

á námi og velferð nemenda. Þar segir líka að skólinn eigi

þetta mjög sérstakir dagar. Amma kom til þess

að styðja og hvetja foreldra/forráðamenn til þátttöku í

að passa okkur barnamergðina og mamma fór

skólastarfi. Hvernig stöndum við kennarar okkur í því? Vel

úr Hagkaupssloppnum, gott ef hún setti ekki

segja sumir, en því miður er það ennþá þannig að til eru

Carmelrúllur í hárið líka, klæddi sig upp á og lagði af stað í foreldrasamtal í skólanum. Mömmu dvaldist

foreldrar sem koma tvisvar á ári í foreldrasamtal og svo ekki söguna meir. Ég held að þeir séu nú ekkert sérstaklega

dagspart þarna í skólanum því hún átti svo mörg börn,

að klæða sig upp á áður en þeir mæta en það er líklega það

þurfti að fara í sjö samtöl. Ekki man ég eftir því að það

eina sem breyst hefur í þeim tilvikum.

hafi nokkurn tíma komið til umræðu að pabbi minn færi

Við kennarar höfum í gegnum árin þurft að

með í þessi samtöl. Þetta var á árunum í kringum 1970

vera svolítið útsjónarsamir og finna leiðir til þess að

og foreldrafélög voru ekki til.

nálgast foreldra. Núna streyma að „snjallir“ foreldrar

Þegar ég hóf störf sem leikskólakennari einhverju

með börnin sín í leikskólann. Kynslóð sem lætur ekki

seinna fékk ég upplýsingar um það hjá eldri kynslóð

snjallsímann frá sér. Ef skóli og heimili eiga að hafa virk

leikskólakennara að foreldrasamstarfið hefði stuttu áður

tengsl og bera sameiginlega ábyrgð á námi og velferð

helst einkennst af því að börnin voru afhent foreldrum

nemenda eins og segir líka í skólastefnu KÍ þá verðum

við hliðið og þeir tóku töskur barnanna á girðingunni.

við kennarar að „uppfærast“.

Síðan eru liðin mörg ár og réttur foreldra til

Við þurfum að fara að meila, snappa, instagramma,

þátttöku og upplýsinga um nám barna sinna meira að

skypa, feistæma, tísta, smassa, skjást og ekki hvað síst

segja orðinn lögbundinn.

að QRast.

Dýrmæt g jöf í jólapakkann Skyndihjálpartaska Rauða krossins er jólag jöf sem vonandi þarf sem minnst að nota. Í henni er að finna alla nauðsynjahluti verði slys eða komi til skyndilegra veikinda. Hún getur því reynst hin dýrmætasta g jöf þegar á reynir, og gæti bjargað mannslífi. Skyndihjálpartaskan kostar 7.900 krónur.

Pantaðu tösku á skyndihjalp.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 2 3 6 3

Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður Félags leikskólakennara

Í Skólastefnu Kennarasambands Íslands segir að skóli

um daga kynntist ég fyrst því sem í daglegu tali


Kay Livingston hefur starfað að menntamálum í Skotlandi og á alþjóðavísu um langt árabil. Rannsóknir hennar hafa að miklu leyti snúist um þróun nýrra aðferða í kennaramenntun á 21. öldinni. Hægt er að kynna sér fræði og feril Livingston á vefsíðu Glasgowháskóla.

SKÓLASTJÓRNENDUR EIGA AÐ HVETJA TIL STARFS­ ÞRÓUNAR KENNARA Um tvö hundruð skólastjórnendur komu saman á velheppnaðri námsstefnu Skólastjórarfélagsins sem fram fór í október. Möguleikar og mikilvægi starfsþróunar skólastjórnenda voru rædd í þaula. Hver er staða kennara? Hvernig má efla

til kennslunnar og hvað kennarar séu að fást við í

starfsþróun og virkja kennara betur í

kennslustofunni,“ sagði Livingston.

starfi? Þessar spurningar voru meðal

Hún lagði áherslu á að samhengi yrði að ríkja í

þess sem Kay Livingston, prófessor

lærdómi hvers einasta nemanda og að spyrja þyrfti

á menntavísindasviði Háskólans í

nemendur um hvaða markmið þeir vildu setja sér.

Glasgow ræddi á námsstefnu Skóla-

„Kennarar eiga að taka virkan þátt í námi nemenda og

stjórafélagsins sem fram fór á Hótel

nú til dags gerum við síðan ráð fyrir að hver og einn læri

Selfossi í október.

sem sjálfstæður einstaklingur. Þannig var þessu ekki

Námsstefnan bar yfirskriftina

farið þegar flest okkar voru í skóla,“ sagði Livingston og

„Starfsþróun skólastjórnenda og

bætti við að skólastjórnendur hefðu þær væntingar til

kennara“ og hana sóttu um tvö hundruð

kennara að þeir ynnu með þessum hætti.

skólastjórnendur sem hlýddu á

Stöðug þróun er nauðsynleg að mati Livingston,

fyrirlestra og tóku þátt í margvíslegum

sem og og vangaveltur um aðferðafræði kennslunnar.

málstofum.

Hún segir skólastjórnendur þurfa að huga að faglegri

Kay Livingston hefur áralanga reynslu af menntamálum; hún hefur

starfsþróun kennara og að þeir eigi að hvetja sína kennara til að velja sér eigin leiðir til starfsþróunar.

starfað að stefnumótun bæði heima fyrir og á alþjóðleg-

Ef vilji stendur til að kennarar stundi persónubundna

um vettvangi. Skólastjórnun og fagleg þróun kennara er

kennslu þá þarf líka að gera ráð fyrir að þeir sæki sér

meðal þess sem Livingston hefur rannsakað og skoðað á

persónubundið nám.

ferli sínum. „Mér er sönn ánægja að vera boðin hingað til lands

Skólastjórnendur eru ólíkir og Livingston benti á að í salnum á Hótel Selfossi væri fólk með ólíkan bakgrunn;

og á þessa námsstefnu,“ sagði Kay Livingston í upphafi

sumir byggju yfir áralangri reynslu af skólastjórnun

ræðu sinnar en í henni gerði hún það að umtalsefni

á meðan aðrir væru að feta sín fyrstu spor á þeim

hvaða leiðir væru færar til að virkja kennara betur í

vettvangi. „Þið eruð ólík og beitið ólíkum aðferðum við

starfi og hvetja þá til að taka þátt í starfsþróun. „Við

stjórnun skólanna ykkar.”

þurfum að velta fyrir okkur til hvers við ætlumst af kennurum á degi hverjum, hvaða væntingar við höfum

34 Starfsþróun DESEMBER 2014

Livingston segir það sitt mat að lykilatriði í skólastjórnun sé að stuðla að og taka þátt í námsumhverfi


kennara. Hvernig skólastjórnendur haldi á þessum málaflokki

Gerður G. Óskarsdóttir

skipti mestu þegar kemur að árangri nemenda. „Kennarar bera ábyrgð og þeir þekkja sína nemendur. Kennarar eru líka ólíkir eins og annað fólk, sumir eru viljugir að þróa sig í starfi á meðan aðrir kunna að vera á móti breytingum,“ sagði Livingston. Stuðningskerfi þarf að vera til staðar innan skólans enda má líta svo á að kennari sem kemur nýr inn í skóla hafi í hyggju að vera þar í 40+ ár. Því þarf sífellt að huga að og vinna að starfsþróun.

Áhrif skólastjórnenda á námsárangur Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, hélt því næst erindi undir yfirskriftinni „Áhrif skólastjóra á námsárangur“, en það er eitt þeirra atriða sem Guðlaug skoðaði í nýlegri meistararitgerð sinni sem ber heitið „Stefnumörkun í skólastjórnun og áhrif skólastjóra á námsárangur.“ Guðlaug sagði erlendar rannsóknir sýna að sum verkefni skólastjórnenda væru mikilvægari en önnur. Mikilvægt sé að skólastjórar sinni stefnumörkun í skólastarfi, setji skýr

STARFSHÆTTIR Í GRUNNSKÓLUM

Við upphaf 21. aldar

markmið og væntingar, sinni starfsþróun kennara og hugi að námsumhverfi, en síðast en ekki síst segir Guðlaug að komið hafi fram að skólastjórnendur hafi áhrif á kennsluna en það feli í sér að þeir skipuleggi, meti og samræmi kennslu og námskrá. Þessu til viðbótar sýni niðurstöður rannsókna að skólastjórar sem nái árangri séu búnir ákveðnum eiginleikum; þeir taki

H Á S K Ó L A Ú T G Á F A haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003

ákvarðanir byggðar á kennslufræðilegum grunni og séu stefnu­

N

fastir, án þess þó að vera ósveigjanlegir. Guðlaug sagði meginniðurstöðu ritgerðar sinnar vera þá að íslenskir skólastjórnendur vinni sannanlega að faglegum viðfangsefnum auk þess sem vilji þeirra standi til verkefna af því taginu. Erlendar rannsóknir og niðurstöður rannsókna sem liggja fyrir á störfum íslenskra skólastjórnenda leiði í ljós að íslenskir skólastjórar þurfi að verja meira af vinnutíma sínum til verkefna sem hafa áhrif á námsárangur. Þá sagði Guðlaug að þróun skólastjórastarfsins væri ekki

GAGNVIRKAR RAFBÆKUR Á VEF NÁMSGAGNASTOFNUNAR

Gagnvirkar rafbækur eru rafræn útgáfa af prentuðum bókum sem eru í útgáfu hjá Námsgagnastofnun. Gagnvirkum rafbókum er hægt að fletta, hlusta á þær lesnar, fá orðskýringar, hugtakaskýringar, skoða ljósmyndir, horfa á stuttar fræðslumyndir, vinna gagnvirk verkefni o.fl. Misjafnt er eftir bókum hvernig ítarefni fylgir í gagnvirku útgáfunni.

einkamál stjórnenda heldur samvinnuverkefni sem skólastjórar, sveitarfélög og ríki þyrftu að koma að. Hægt er að lesa meistararitgerð Guðlaugar á Skemmunni á vefnum.

Danski draugurinn

Leitin að haferninum

Merkir sögustaðir – Þingvellir

Sögueyjan 3. hefti 1900–2010

Lesum og skoðum orð Safnvefur með gagnvirkum verkefnum úr ellefu smábókum. Komdu og skoðaðu umhverfið

Komdu og skoðaðu eldhúsið

Smábókaskápurinn

Guðlaug Sturlaugsdóttir fór yfir niðurstöður meistararitgerðar sinnar í sínu erindi. Ein af niðurstöðum Guðlaugar er að skólastjórnendur þurfa að finna leið til að verja meiri tíma í verkefni sem hafa áhrif á námsárangur.

Í Smábókaskápnum eru átta gagnvirkar rafbækur.

· Kata og ormarnir · Geimveran · TX 10 í skólanum

www.nams.is

· Valdi og Vaskur · Gagga og Ari

t æn uv

lv tö

DESEMBER 2014  Starfsþróun  35

Komdu og skoðaðu hafið

d jal

Sp

· Græni gaukurinn · Skrýtinn dagur hjá Gunnari · Vinir Afríku

Auk þess eru á www.nams.is 90 rafbækur sem eru ekki gagnvirkar, þeim er hægt að fletta og hlaða niður.


Baula Fjallið Baula í Borgarfirði með ónefndan foss í forgrunni. Myndina tók Jón Rúnar í haust.

SÁ HAUSTLITINA FJÚKA BURT Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri hefur síðustu ár kynnst landinu í gegnum linsu myndavélar sinnar. Hann hefur m.a. gefið út tvær ljósmyndabækur og ein er á leiðinni.

36 Skólavarðan DESEMBER 2014


Jón Rúnar Hilmarsson útskrifaðist sem kennari árið 1992 og hefur frá þeim tíma unnið á landsbyggðinni. Hann starfaði um nokkurra ára skeið sem kennari í Keflavík, áður en hann hélt í Skagafjörðinn þar sem hann tók við stöðu skólastjóra. Síðustu rúm

„...ef það líður langur tími á milli ferða þá fer ég að finna þörfina og klæjar í fingurna að komast af stað.“

tvö ár hefur hann starfað sem skólastjóri í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. En

Menningarríkt heimili

það sem vakti áhuga Skólavörðunnar á Jóni

Þegar myndir Jóns Rúnars eru skoðaðar á flickr síðu

Rúnari er ekki hvað hann gerir í vinnunni,

hans (www. flickr.com/jonrrr) er augljóst að eitt upp-

heldur þegar henni sleppir.

áhalds myndefnið er fjölskyldan. Myndir af eiginkonu og börnum eru margar og teknar bæði í náttúrunni og í

Einn með náttúrunni „Árið 2007 stóð konan mín, Alexandra ­Chernyshova, sópransöngkona og tónskáld, frammi

stúdíói sem hann hefur sett upp heima hjá sér. „Við hjónin erum bæði á kafi í menningarverkefnum. Til dæmis semur Alexandra óperur auk þess að

fyrir því að þurfa að láta vinna fyrir sig kynningarefni.

setja þær upp og þar tek ég þátt. Það má segja að hún

Hluti af þeirri vinnu var að hún þurfti að láta taka af

sjái um tónlistina og ég um allt hitt, þar á meðal að búa

sér ljósmyndir. Ég hafði þá samband við atvinnuljós-

til kynningarefnið. Og þar kemur ljósmyndaáhuginn sér

myndara og fékk hjá honum tilboð. Það var svo hátt

vel. Börnin koma líka inn í þetta eftir því sem þau eldast

að ég ákvað að fara út í búð, kaupa myndavél og taka

og í heildina má segja að þetta sé mjög menningarríkt

myndirnar sjálfur,“ segir Jón Rúnar.

heimili. Við gerum mikið af því að sækja menningarvið-

Og það var nóg til að kveikja áhugann. Nú, um sjö

burði saman en líka að skoða landið í lengri og styttri

árum síðar, eyðir Jón drjúgum tíma í viku hverri við að

ferðalögum. Og þá hafa þau þolinmæði fyrir þörf mína

taka myndir. Hann hefur haldið á annan tug ljósmynda-

til að vera stöðugt að taka myndir“.

sýninga og gefið út tvær ljósmyndabækur. „Fyrri bókina gaf ég út árið 2011 þegar ég var skólastjóri í Skagafirði og í bókinni voru eingöngu myndir

En áhugamálið hefur ekki bara haft áhrif á heimilishaldið heldur líka á starfið. „Þegar ég var fyrir norðan þá kenndi ég þar valgrein

þaðan. Ég hélt áfram að taka myndir í Skagafirði og

í ljósmyndun. Slíkur áfangi er líka í boði í skólanum þar

nágrenni og tveimur árum síðar gaf ég út ljósmyndabók

sem ég starfa í dag þó ég kenni hann ekki sjálfur. Ég hef

um Norðurland vestra. Eftir að ég flutti í Hvalfjörðinn

líka mikinn áhuga á allri grafískri vinnslu og tek það

fór ég að taka myndir á því svæði og nú er þriðja bókin á

með mér inn í skólann. Við erum svo heppin að vera eini

leiðinni. Í henni verða eingöngu myndir af Vesturlandi.

skólinn á landinu sem er með I-pad fyrir alla nemendur

Þetta áhugamál mitt hefur verið að vinda upp á sig. Fyr-

þannig að við erum í töluverðri tækniþróun. Ég reyni

ir utan bókaútgáfuna þá sel ég í dag reglulega myndir,

að beita mér fyrir því að börnin nýti þessi tæki til að

en það nýjasta er að útlendingar eru nú farnir að hafa

auka sköpun í skólastarfi og en einnig til að geta nálgast

samband og vilja komast í ferðir með mér“.

einstaklingsmiðað nám með þessum hætti. Þessu hefur

Jón Rúnar segir að ljósmyndunin taki mikinn tíma en að honum sé vel varið. „Ætli ég fari ekki að jafnaði af stað einu sinni eða

verið vel tekið og ég finn ekki annað en að kennarar og aðrir sem ég vinn með styðji mig í þessari nálgun,“ segir Jón Rúnar að lokum.

tvisvar í viku en ferðirnar eru auðvitað mislangar. Þetta er ákveðin hvíld frá starfinu þar sem ég er í stöðugum samskiptum við fólk en þarna er ég einn með sjálfum mér í náttúrunni. Í þessum ferðum næ ég að kúpla mig út og hlaða batteríin. Reyndar var ég aldrei mikið

Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri og ljósmyndari.

náttúrubarn þannig að þessi áhugi hefur þróast með ljósmyndaáhuganum. Í dag er ég stöðugt að leita að nýjum stöðum til að mynda og vegna þess er ég farinn að fara upp á hálendið og klífa fjöll sem ég gerði ekki áður. Ef það líður langur tími á milli ferða þá fer ég að finna þörfina og klæjar í fingurna að komast af stað. Veðrið ræður auðvitað miklu um hvort og hvenær maður getur sinnt ljósmynduninni. Það var til dæmis ekki þægilegt að sitja heima í september í rigningunni og rokinu og sjá haustlitina fjúka burt“.

Framhald á næstu opnu ➡

DESEMBER 2014  Skólavarðan  37


Hvítserkur Hvítserkur í Húnaflóa við sólarupprás í júlí. Myndin prýddi forsíðu ljósmyndabókarinnar „Ljós og náttúra Norðurlands vestra“ sem Jón Rúnar gaf út árið 2013.

Alexandra Ein fjölmargra mynda sem Jón Rúnar hefur tekið af eiginkonu sinni Alexöndru Chernyshovu.

38 Skólavarðan DESEMBER 2014


FRÆÐSLA Heimili og skóli og SAFT bjóða upp á fjölda fyrirlestra og námskeið fyrir nemendur, foreldra, foreldrafélög, skólaog foreldraráð, kennara, félagasamtök og aðra áhugasama. • BIRTINGARMYNDIR KYNJANNA • HLUTVERK UPPALENDA • JÁKVÆÐ OG ÖRUGG NOTKUN • KLÁM • MYNDBIRTINGAR • NETFÍKN • NETTÆLING • NETÖRYGGI • ORÐFÆRI Á NETINU • RAFRÆNT EINELTI • SAMFÉLAGSMIÐLAR • TÖLVULEIKIR • NÁMSKEIÐ FYRIR BEKKJAR FULLTRÚA • FYRIRLESTUR UM FORELDRASTARF • FRÆÐSLA UM AÐALNÁMSKRÁ • FRÆÐSLA FYRIR LEIKSKÓLAFORELDRA

ÚTGEFIÐ EFNI

VÆNTANLEGT FRÆÐSLUEFNI • EINKENNI OFNOTKUNAR NETSINS • MIÐLALÆSI OG MIÐLANOTKUN • EINELTI Á NETINU • HATURSORÐRÆÐA Á NETINU

• NETÖRYGGISPRÓF • SNJALLTÆKJANOTKUN • FORELDRABANKI • PÓLSKUR FORELDRASÁTTMÁLI

UM SAFT SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af framkvæmdastjórn ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við Rauða krossinn, Ríkislögreglustjóra og Barnaheill – Save the Children Iceland. SAFT er í samstarfi við önnur lönd í Evrópu og deilir með þeim upplýsingum, aðferðafræði og þekkingu. Markmiðið er að til verði sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og spornar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar. UM HEIMILI OG SKÓLA Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf. Heimili og skóli reka einnig SAFT netöryggisverkefnið. www.saft.is www.heimiliogskoli.is


FÉLAGINN   SIGRÚN BENEDIKZ (46)

VIÐ EIGUM AÐ LEGGJA ALLT Í AÐ MENNTA BÖRNIN OKKAR Sigrún Benedikz, kennari í MR, hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs. Hún óttast að foreldra barna viti ekki hvað þessi áform muni fela í sér og vert sé að muna að það þarf ekki nema andartak til að eyðileggja það sem hefur tekið áratugi að byggja upp. HVER: Spænsku-, lífsleikni- og líffræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík. Annar tveggja forvarnarfulltrúa við skólann.

Menntamálaráðherra er staðráðinn í að stytta nám til stúdentsprófs. Hvaða skoðun hefurðu á því? Ég hef þungar áhyggjur af styttingaráformum ráðherra eins og allt samstarfsfólk mitt hér í MR. Það er okkur algjörlega hulið hvernig hann ætlar sér að ná fram fyrirætlun sinni án þess að skerða menntun stórkostlega, þetta er hreinn niðurskurður. Hann dregur heldur ekki dulu yfir það í Hvítbókinni sinni að hann viti minnst um það hvað hann sé að gera, hann segir beinlínis að hann ætli að flana að þessu: „í stað þess að eyða löng-

Er rétt að steypa alla framhaldsskóla í sama mót? Mér finnst eðlilegt að til staðar

Hver ætti að fara í skammarkrókinn? Að

um tíma í að skipuleggja umbæturnar út

mínu mati ættu þeir að fara í skammar-

í hörgul ætti frekar að leggja áherslu á að

séu mismunandi framhaldsskólar fyrir

krókinn sem ekki taka þátt. Þá er ég að tala

­hrinda þeim skjótt í verk, en búa svo um

nemendur með mjög svo mismunandi

jafnt um skólastofuna sem og um lífið sjálft.

hnúta að menn dragi jafnóðum lærdóm af

hæfileika og þarfir. Það er nauðsynlegt að

Það er grundvallarskilyrði að taka þátt, því

því sem vel er gert og því sem kann að mis-

þeir sem eiga auðvelt með að bóknám geti

ef maður tekur ekki þátt þá lærir maður

takast.“ (Hvítbók, síða 26).

fundið sig í krefjandi bóknámsskóla eins

ekkert. Ég hef kennt mörgum nemendum

og MR sem skilar þeim vel undirbúnum

og mismunandi og sem betur fer þá hafa

hafi ekki hugmynd um hvað þessi áform

fyrir háskólanám í fræðum og vísindum.

þeir langflestir verið tilbúnir að taka þátt í

fela í sér og þegar það loksins renni upp

Það er líka nauðsynlegt að þeir sem finna

því sem fram fer og verið áhugasamir. Ég

fyrir þeim þá verði ekki aftur snúið. Það

hæfileika sína t.d. í iðngreinum geti gengið

met þá alla mikils sem voru ósparir á krafta

þarf ekki nema andartak til að eyðileggja

inni í framhaldsskóla sem veitir þeim góða

sína til þess að gera kennslustundirnar sem

það sem hefur tekið áratugi að byggja upp.

menntun á því sviði. Það er sjálfsagt að allir

líflegastar.

Menn ylja sér við það að börnin muni bara

þegnar þessa lands fái eins góða menntun

fá alla þekkinguna í staðinn í grunnskóla,

og þeim er mögulegt. Menntun er fjárfesting

Hvað finnst þér best í eigin fari? Ætli

en það eru engar samræður í gangi um

til framtíðar og við eigum að leggja allt í

það sé ekki einmitt það að ég tek þátt. Ég á

það. Þá kemur á óvart sú mikla þögn sem

mennta börnin en ekki slá til hendinni.

fremur auðvelt með að umgangast fólk og

Ég óttast að foreldrar íslenskra barna

ríkir í Háskóla Íslands og öðrum ámóta stofnunum. Á að gjaldfella námið þar líka

vinna með fólki sem augljóslega er heppilegur kostur fyrir kennara. Það er held ég til

eða hafa þeir þegar fengið einhverja dúsu

Hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað hafa sem kennara? Ég hefði kunnað vel að

sem veldur þessari miklu þögn? Eins og

meta að sitja tíma hjá einhverjum skemmti-

málin standa í dag þá komast íslenskir

legum spænskumælandi sagnameistara

Í hvaða félögum og klúbbum ertu? Vegna

nýstúdentar upp til hópa ekki inn í háskóla

eins og Gabríel García Márquez sem er í

þess að ég er manneskjan sem alltaf tekur

í Danmörku án þess að kosta til viðbótar-

aðra röndina svo fyndinn en á sama tíma

þátt og sem fyrst brotnar undan þrúgandi

námi í ensku og dönsku.

rammpólitískur.

þögninni þegar spurt er eða beðið um sjálf-

40 Félaginn DESEMBER 2014

komið vegna þess að ég tek þátt.


boðaliða þá tek ég þátt í alls kyns félagsstarfi

Hvert var uppáhaldsfagið í skóla? Uppá-

í kringum börnin og vinnuna. Síðan er ég í

haldsfagið mitt í Menntaskóla var líffræði.

Hver er uppáhalds stjórnmálamaðurinn þinn? Þeir stjórnmálamenn sem ég er oftast

nokkrum sauma-, skemmti- og matarklúbb-

Þar spilaði sterklega inní hversu frábæra

sammála eru uppáhalds hjá mér. Það eru tvær

um með kærum vinkonum og vinum sem ég

kennara ég hafði. Mér verður oft hugsað til

konur sem standa þar framar öðrum, fyrst og

hef eignast um ævina. Virkasti klúbburinn

þeirra í minni kennslu og ég vona að ég sé

fremst vegna þess hve ótrúlega glöggar þær

er með Menntaskólavinkonunum og var

jafn góður kennari og þau og allir hinir læri-

eru og heilar í öllum málaflutningi. Þetta eru

hann stofnaður fyrir nærri 30 árum í MR.

meistararnir sem ég kynntist síðar í háskóla.

þær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín

Sá klúbbur siglir undir fölsku flaggi sem

Jakobsdóttir.

stangveiðifélag, hann hefur þó aldrei veitt

Hundur eða köttur? Hundur og köttur og

saman á stöng þó ýmislegt hafi verið brallað

öll önnur dýr. Ég er mikið gefin fyrir dýr

Hverju deildirðu síðast á Facebook? Ég

í gegnum tíðina. Ég ber von í brjósti um að

og hef um ævina átt ketti, köngulær, fiska,

deildi síðast frábærri grein eftir nemanda í

glæða áhuga klúbb meðlima á tedrykkju

hamstra og fugla. Ég er hins vegar með

mínum skóla, Hjalta Þór Ísleifsson, þar sem

og Croquetspili á komandi árum, ég er að

ofnæmi fyrir flestum dýrum, því miður.

hann beinir spjótum að menntamálaráðherra

komast á þann stað í lífinu sjálf að hafa þol-

og gerir það alveg sérlega vel.

inmæði til að sitja undir sólhlíf á nýsleginni

Hvernig færðu útrás? Í kennslu. Nei djók!

grasflötinni.

Ég finn yfirleitt ekki fyrir einhverju uppsöfn-

Snjallsími eða spjallsími? Eitthvert ungviði

uðu sem ég þarf að fá útrás fyrir. Líf mitt er

úr mínum ranni benti mér á að sennilega væri

ein útrás.

farsíminn minn af gerðinni NOKIA UGLY, og

Hvaða bók lastu síðast? Ég hef verið að

að hann sameinaði það tvennt að vera bæði

sökkva mér ofan í sagnfræðilegar skáldsögur

ljótur og óþægilegur. Ég hef margoft reynt að

hefðarkonum. Nú síðast síðast las ég söguna

Ef þú mættir taka íslensku þjóðina í eina kennslustund, hvað myndirðu kenna? Það

af henni Katrínu frá Aragón, Englands-

er ekki spurning að það þarf að kenna þjóð-

henda honum út úr bíl á ferð eða týna honum

drottningu. Bókin heitir The Constant

inni meðlíðan. Ég vildi óska að það væri hægt

úti í myrkrinu. Allt hefur þó komið fyrir ekki

Princess eftir Philippu Gregory. Á sama tíma

því mörgu væri öðruvísi farið ef allir byggju

því fólk skilar asnalegum símum til eigenda

las ég Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi og

yfir þeim hæfileika að geta sett sig í spor

sinna og enn er hann víst í minni eigu. En það

reyndist það hin undarlegasta samlesning.

annarra og skynjað og fundið til með þeim.

má spjalla í hann.

undanfarið, nánar tiltekið sögur af enskum

losa mig við hann, til að mynda með því að

Erasmus+ styrkir samstarf á öllum stigum menntunar:

leik-, grunn- og framhaldsskólar - starfsmenntun - háskólar - fullorðinsfræðsla. Næsti umsóknarfrestur um Nám og þjálfun er til 4. mars 2015 og fyrir Samstarfsverkefni til 31. mars 2015. Nánari upplýsingar á www.erasmusplus.is


Krossgáta

Lausn síðustu krossgátu

Lárétt

31. Staða tóns í tónsviði. (6)

8. Dýrið sem nefnist Pan troglodytes. (10)

5. Útfararsiður hindúa. (6)

33. Gríðarstór pálmatré, sem bera æta ávexti, upprunnin frá svæðum við Persaflóa. (11)

11. Pinus mugo var. pumilio, sígrænt, jarðlægt og lávaxið (30-50 cm) barrtré. (9)

34. Strandfugl sem nýlega hóf að verpa á Íslandi (10)

14. Maður frá ríki þar sem höfuðborgin heitir Katmandú. (6)

36. Höfundur óperunnar Orfeus (10)

18. Orð í undirflokki nafnorða sem inniheldur orð sem eru alltaf skrifuð með stórum staf (et.). (7)

9. Dýr af tegundinni Coccinella undecimpunctata (ft.). (10) 10. Það sem gamla kerlingin bað dátann um að finna í trénu. (7) 12. Stjórnarfar þar sem ríkisvaldið hefur afskipti af nær öllum þáttum mannlífsins. (6)

37. Vinstrisinnað fólk. (12)

13. Landsvæði fjarri ströndu. (8)

39. Eðja úr skeljum unnin úr setlögum í stöðuvötnum. (9)

15. Hérað í Frakklandi þar sem höfuðborgin heitir Amiens. (5)

38. Alþjóðleg fréttastofa staðsett í London. (7)

21. Titill sem gefur meiri réttindi en vélstjóri. (12) 23. Höfuðborg Líbanons. (6)

40. Ætt sem bjó á Southfork. (5)

24. Þéttpakkaða platan úr hyrnisfrumum húðþekjunnar (6)

17. Ólafur helgi ________ Noregskonungur, 1016 - 1030. (10)

Lóðrétt

25. Dómari í villta vestrinu sem var ekki lögfræðimenntaður. (10)

19. Miðamerískur drykkur. (9)

2. Þunnur vefur sem þekur vegg kviðarholsins að innan. (8)

16. Málsgrein í Biblíunni. (14)

20. Orðflokkur sem erfitt er að skilgreina. (9) 22. Íslenska yfir „El torero“ (11) 25. Tónn sunginn fyrir ofan venjulegt raddsvið raddar. (8) 26. Innkirtill sem gengur niður úr undirstúku heilans (12) 29. Íslenskt nafn risaeðlunnar Velociraptor sem var óvættur í júragarðinum. (8)

1. Franskur smásagnahöfundur. (10)

3. Stólar fyrir þá sem eru ekki þátttakendur í sýningu. (13) 4. Kringlóttur hlutur með gat í miðjunni sem snælduhali gengur í gegnum. (6)

27. Elsta gata Reykjavíkur. (10) 28. Svæði með tiltölulega lágum loftþrýstingi sem teygir sig út frá lægð. (10) 29. Frá stærstu eyju Danmerkur (kvk.) (8) 30. Rudolf _______, ballettdansari. (7)

5. Willy _____, þýskur stjórnmálamaður. (6)

32. “Þögul _____ féllu tár um kinn” (5)

6. Fugl sem kemur til lands en er hvorki staðfugl né farfugl. (12)

34. “____ okkar er jörðin”. (5)

7. Finna óþekkta stærð. (6)

42 Skólavarðan DESEMBER 2014

26. Næsti fjörður við Skarðsfjörð (þgf.). (10)

35. Fylki á austurströnd Bandaríkjanna þar sem Portland er stærsta borgin. (5)


Tölur og stærðir í leik og starfi Höfundur bókarinnar Kristín Arnardóttir er sérkennari og á að baki langan starfsferil í sérskóla, leikskóla og almennum grunnskólum. Þróunarsjóður grunnskóla og Þróunarsjóður námsgagna styrktu ritun og útgáfu þessarar bókar. Kristín er einnig höfundur Ég get lesið, handbókar um lestrarkennslu fyrir leik- og grunnskóla.

Tölur og stærðir í leik og starfi

Í þessari bók er fjallað ítarlega um skipulag Handbók fyrir leikskólakennara, grunnskólakennara og sérkennara kennslunnar, samverustundina, hópverkefni og Kristín Arnardóttir einstaklingsverkefni sem þroska skilning barna á stærðar- og fjöldahugtökum, tímahugtökum, uppbyggingu talnakerfisins og einföldum reikniaðgerðum. Nám og leikur er spunnið saman á lipran og aðgengilegan hátt. Einnig er í bókinni kafli um myndræna stundatöflu og þætti sem lúta að umgjörð kennslunnar.

Í leikskóla Margar hugmyndanna í bókinni eru sniðnar fyrir leikskóla í samverustundum og hópastarfi. Bókin er hvalreki á fjörur þeirra sem vilja efla skilning og áhuga barna strax frá unga aldri.

Í fyrstu bekkjum grunnskóla Bókin er til viðbótar almennu námsefni í stærðfræði og er ætluð kennurum sem vilja dýpka skilning og efla áhuga barna á stærðfræði með leik og léttum æfingum.

Í sérkennslu, sérdeildum og sérskólum Hugmyndirnar eru sprottnar úr sérkennslu og henta því einkar vel nemendum sem þurfa á mikilli endurtekningu að halda og hlutbundna nálgun í stærðfræðinámi.

Heima Flestar hugmyndir og leiki sem finna má í bókinni geta foreldrar notað heima við í námi og leik með börnum sínum.

Námskeið, fyrirlestrar, kynningarfundir Kristín Arnardóttir miðlar af reynslu sinni og fjallar um notagildi þeirra hugmynda sem kynntar eru í bókunum „Ég get lesið“ og „Tölur og stærðir“. Hafðu samband við Kristínu í kriarn@gmail.com

Pantanir á bókum „Tölur og stærðir“ ásamt námsefninu „Ég get lesið“ má panta í netfanginu steinn@steinn.is Síminn er 896 68 24. Sjá www.steinn.is


YFIRLIT UM RÉTTINDI ÞÍN Á EINUM STAÐ

Á sjóðfélagavef LSR færð þú m.a. upplýsingar um réttindi þín, greidd iðgjöld og séreignarsparnað ásamt því að hafa aðgang að Lífeyrisgáttinni. Lífeyrisgáttin er ný leið fyrir sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Með Lífeyrisgáttinni opnast greið leið að þessum upplýsingum.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Upplýsingar um lífeyrisréttindi á einum stað.

www.lsr.is

Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 Fax: 510 6150 lsr@lsr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.