SKÝRSLA UM STARFSEMI KENNARASAMBANDS ÍSLANDS 2011 – 2014 6. þing KÍ haldið á Grand Hótel Reykjavík dagana 1. til 4. apríl 2014
SKÝRSLA UM STARFSEMI KENNARASAMBANDS ÍSLANDS 2011 – 2014 6. þing KÍ haldið á Grand Hótel Reykjavík dagana 1. til 4. apríl 2014
EFNISYFIRLIT Inngangur 4 Stjórn 6 Starfsemi 7 Starfsmenn 13 Kjararáð 17 Skólamálaráð 22 Sjúkrasjóður 28 Orlofssjóður 33 Vinnudeilusjóður 37 Kjörstjórn 39 Vinnuumhverfisnefnd 49 Jafnréttisnefnd 52 Siðaráð 54 Erlent samstarf 56
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 3
INNGANGUR Kæru þingfulltrúar Kjörtímabilið hefur verið sérstakt fyrir þær sakir að nýr formaður og varaformaður tóku við forystu KÍ að afloknu þingi 2011. Þá létu Eiríkur Jónsson og Elna Katrín Jónsdóttir af störfum en þau höfðu gegnt embættum formanns og varaformanns frá stofnun nýja KÍ árið 2000. Auk þess tóku við 3 nýir formenn aðildarfélaga og nokkrir nýir starfsmenn hafa hafið störf í Kennarahúsinu á tímabilinu. Í upphafi kjörtímabils ákvað ný forysta að leggja áherslu á bætt vinnuumhverfi og liðsheild starfsmanna KÍ, meðal annars með þátttöku í þróunarverkefninu „Virkur vinnustaður“. Mikil vinna hefur verið lögð í að endurskipuleggja starfsemi og þjónustu KÍ. Gerðir hafa verið þjónustusamningar við sjóði, búnir til verkferlar, starfslýsingar og samin starfsmannastefna. Stjórn KÍ, nefndir og ráð hafa unnið úr og komið þingsamþykktum í framkvæmd. Áhersla var lögð á kynningu á skólastefnu KÍ bæði inn á við og út á við og meira hefur verið þýtt af erlendu efni um skólamál en áður. Haldnir hafa verið fræðslufundir og málþing um ýmis mál. Gerð var skoðanakönnun meðal trúnaðarmanna um störf þeirra og niðurstöður kynntar á ársfundi og þeim vísað til aðildarfélaga. Áhrifa efnahagshrunsins hefur gætt allt kjörtímabilið. Í kjarasamningum náðust litlar hækkanir. Frekar var horft á það að verja störf og tryggja atvinnu fyrir sem flesta ásamt því að setja hagsmuni nemenda í forgrunn. Á krepputímum þarf að veita atvinnurekendum enn meira aðhald og ein birtingarmynd þess er að lögfræðimálum fjölgaði töluvert á kjörtímabilinu. Öll árin hafa verið mótuð af niðurskurði til menntamála undir þeirri yfirskrift að það væri nauðsynlegt til að koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. KÍ hefði þvert á móti viljað sjá auknu fjármagn veitt til menntamála sem leið út úr kreppunni. Að efla menntunarstig þjóðarinnar á slíkum tímum skilar sér síðar með auknum þjóðartekjum. Á kjörtímabilinu hefur verið mikið rætt um breytingar á lífeyriskerfinu. KÍ hefur átt náið samstarf við BHM og BSRB vegna þessa og hafa samtökin átt í sameiginlegum viðræðum við ríkið um málið. Þau standa saman í því að verja áunnin réttindi sem félagsmenn hafa þegar aflað sér jafnframt því að tryggja inngreiðslur í eldra kerfi svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum. Rætt er um að koma á fót nýju lífeyriskerfi sem jafni rétt allra landsmanna. Það er krafa samtakanna að samfara því verði launakjör á almenna og opinbera markaðnum jöfnuð. Skipuð var ný nefnd innan KÍ sem hefur það hlutverk að fylgja eftir samþykktum þings KÍ um fræðslumál. Fræðslunefndin setti fram framsækna áætlun um 4 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
fræðslustarf á vegum KÍ. Nýmæli í þeirri áætlun er að byrjað var með svokallaða forystufræðslu fyrir það fólk sem velst til starfa í hin ýmsu trúnaðarstörf á vegum KÍ og aðildarfélaganna. Starfshópur skoðaði útgáfumál KÍ og að tillögu hans var farið í gagngerar breytingar á útgáfusviðinu og gerð nýrrar heimasíðu. Starfsfólki var fjölgað með það að markmiði að efla útgáfu- og kynningarstarf KÍ en fyrir lá samþykkt þings KÍ um slíkt. Á síðasta ári tók KÍ þátt í samstarfi með aðilum vinnumarkaðarins sem hafði það markmið að gera kjarasamningagerðina skilvirkari og vinnuna markvissari. Aðilar héldu sameiginleg málþing og farið var í rannsóknarferð til Norðurlanda undir stjórn ríkissáttasemjara. Í kjölfarið var gefin út skýrsla um kjarasamningagerð á Norðurlöndum. Í framhaldi af þessari vinnu var stofnað til formlegs samstarfs þessara aðila, „SALEK“, og í kjölfarið skipaðir tveir starfshópar til að skoða launaþróun frá 2006 annars vegar og efnahagsumhverfið hins vegar. KÍ setti ávallt þann fyrirvara í alla þessa vinnu að leiðrétta þyrfti laun kennara í samræmi við kjarastefnu KÍ áður en hægt væri að taka upp norrænt samningamódel hér á landi. KÍ fagnaði því að aðilar sammæltust um að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga og legðu sameiginlega vinnu í undirbúning þeirra. Staða kjaramála er alvarleg. Aðildarfélög KÍ þurfa öll að koma kjörum kennara í ásættanlegt horf í samræmi við kjarastefnu. Sækja þarf hækkanir til að mæta aukinni kröfu um kennaramenntun og jafnframt til að brúa það bil sem launaskrið sem átt hefur sér stað síðustu ár umfram taxtahækkanir hefur í för með sér. Öll aðildarfélög KÍ eru í eða við það að hefja kjarasamningaviðræður og mun allt starf KÍ einkennast af því næstu vikurnar. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa komið að starfsemi KÍ með einum eða öðrum hætti á kjörtímabilinu. Sérstaklega er þeim sem hverfa nú af vettvangi félagsmálanna þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu kennara. Þórður Árni Hjaltested formaður Kennarasambands Íslands Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 5
STJÓRN Eftirtaldir sitja í stjórn Kennarasambands Íslands:
„Stjórn KÍ fer með æðsta vald í málefnum sambandsins milli þinga“
Þórður Árni Hjaltested, formaður
Kennarasamband Íslands
Björg Bjarnadóttir, varaformaður
Kennarasamband Íslands
Guðbjörg Ragnarsdóttir, ritari
Félag grunnskólakennara
Svanhildur María Ólafsdóttir, gjaldkeri
Skólastjórafélag Íslands
Ólafur Loftsson
Félag grunnskólakennara
Haraldur F. Gíslason
Félag leikskólakennara
Hanna Berglind Jónsdóttir
Félag leikskólakennara
Aðalheiður Steingrímsdóttir
Félag framhaldsskólakennara
Kolbrún Elfa Sigurðardóttir
Félag framhaldsskólakennara
Ingibjörg Kristleifsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Ólafur H. Sigurjónsson
Félag stjórnenda í framhaldsskólum*
Rósa Ingvarsdóttir Félag grunnskólakennara* Sigrún Grendal Jóhannesdóttir
Félag tónlistarskólakennara
*Ólafur H. og Rósa tóku sæti í stjórn í júní 2012
Eftirfarandi breytingar hafa orðið á stjórn frá síðasta þingi: Stefán Andrésson lét af embætti formanns Félags stjórnenda framhaldsskóla í ágúst 2011. Við tók Þór Pálsson, og þar með einnig við sæti í stjórn KÍ. Hann lét af formennsku ári síðar. Í ágúst 2012 tók Ólafur H. Sigurjónsson við embættinu og sæti í stjórn KÍ.
„Stjórn ber ábyrgð Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagði sig úr stjórn KÍ eftir að hafa látið af embætti formanns Kennarafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins 2012. Inn í stjórnina á fjárreiðum og kom þá fyrsti varamaður FG, Rósa Ingvarsdóttir. eignum KÍ“ Fundir stjórnar
Stjórnin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði, en alls hafa verið haldnir þrjátíu stjórnarfundir á kjörtímabilinu. Á fundunum eru tekin til afgreiðslu öll mál er varða starfsemi Kennarasambands Íslands. Þau mál sem oftast hafa verið á dagskrá eru skólamál, kjaramál, lögfræðimál, innra starf og félagsmál, styrkveitingar til fagfélaga, samskipti við ríki og sveitarfélög og lífeyrismál. Ritun fundargerða á stjórnarfundum var í höndum Helga E. Helgasonar fram á sumar 2013 en þá tók Aðalbjörn Sigurðsson við því hlutverki í samstarfi við ritara stjórnar. Ekki verður gerð grein fyrir efni stjórnarfunda í skýrslu þessari en í henni er drepið á það helsta í starfsemi sambandsins frá því síðasta þing var haldið. 6 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Fastir stjórnendafundir Sú nýbreytni var tekin upp á kjörtímabilinu að formaður og varaformaður KÍ auk formanna aðildarfélaga halda reglulega óformlega fundi. Þessir fundir voru í fyrstu hálfsmánaðarlega, en síðan vikulega. Ástæðan fyrir þessari fjölgun er sú að formannahópurinn vann að endurskoðun laga KÍ samanber þingssamþykkt fimmta þings um skipan milliþinganefndar. Formaður og varaformaður eiga vikulega fundi með millistjórnendum. Á þeim fundum eru tekin fyrir verkefni vikunnar og ýmis mál sem upp koma í starfsmannahaldi og starfsemi KÍ.
STARFSEMI Markmið Kennarasambandsins hefur ávallt verið að veita félagsmönnum sem allra besta þjónustu og því hafa síðustu ár verið gerðar nokkrar breytingar á skrifstofu KÍ. Þannig hefur verið fest í sessi skipting starfseminnar í Félagssvið annars vegar og Þjónustusvið hins vegar. Einnig hafa verið gerðir þjónustusamningar við alla sjóði KÍ og aðildarfélaga þess að undanskildum Vísindasjóði FF/FS. Tryggt hefur verið að að fleiri en einn starfsmaður geti sinnt afgreiðslu hvers sjóðs þannig að leyfi eða veikindi eins starfsmanns verði ekki til þess að þjónusta skerðist. Þá hefur verið samþykkt eftirfarandi þjónustustefna KÍ: • Hagsmunir félagsmanna og aðildarfélaga KÍ skulu vera í fyrirrúmi. • Lögð skal áhersla á að KÍ sé traustur og ábyrgur aðili sem gegnir mikilvægu hlutverki við að verja og auka réttindi félagsmanna sinna. • KÍ veiti sem besta þjónustu með hagkvæmnisjónarmið að leiðarljósi. Áreiðanleiki, trúnaður og vönduð vinnubrögð skulu einkenna starfsemi KÍ og jafnræðis skal gætt. • Starfsemi KÍ verði í stöðugri þróun og starfsmenn séu félagsmönnum öflugur bakhjarl í starfi. • Miðlun upplýsinga þróist í takt við kröfur samtímans. • Starfsmenn KÍ þekki og virði skipulag sambandsins og aðildarfélaga þess og leitist við að leggja sitt af mörkum til að efla hag KÍ. Það sem helst háir starfsemi á skrifstofunni nú er skortur á vinnurými en afar þröngt er um marga starfsmenn hússins. Lengi hefur verið til skoðunar hvort hægt væri að byggja við Kennarahúsið og í því sambandi má nefna að fyrir liggja útlitsteikningar af mögulegri viðbyggingu. Enn sem komið er hefur öllum hugmyndum um viðbyggingar verið hafnað en meiningin er að láta enn og aftur reyna á málið nú þegar fyrirhugað er að ráðast í framkvæmdir á Landspítalalóðinni.
Félagatal KÍ Allt frá því að Kennarasambandið tók í gagnið nýtt kerfi til að halda utan um félagatal hefur verið unnið að þróun þess með það að markmiði að kerfið geti nýst á sem flestum sviðum. Meðal möguleika sem kerfið mun fljótlega bjóða upp á eru launakannanir, skoðanakannanir og kosningar svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 7
Mínar síður Á árinu 2011 voru „Mínar síður“ á vef KÍ teknar í notkun. Um er að ræða lokað svæði fyrir hvern félagsmann þar sem hann hefur aðgang að upplýsingum um skráningu sína í félagakerfi Kennarasambandsins. Þar geta félagsmenn breytt skráningum sínum og uppfært. Einnig er þar aðgangur að sjóðum KÍ þar sem félagsmenn geta sótt um styrki og orlofshús og einnig séð stöðu sína og fyrri úthlutanir úr öllum sjóðum.
Félagsgjald Á síðasta þingi KÍ var samþykkt að lækka greiðslur til sambandsins. Ákvörðunin átti sér nokkurn aðdraganda, en markmiðið var að létta byrðir félagsmanna, sem höfðu eins og margir aðrir orðið fyrir kaupmáttarrýrnun í efnahagshruninu árið 2008. Í fyrsta lagi lá fyrir þinginu tillaga um að fella niður greiðslur í Vinnudeilusjóð. Sú tillaga, sem kom sameiginlega frá stjórn KÍ og stjórn Vinnudeilusjóðs var samþykkt. Þó var settur sá fyrirvari að hefja mætti gjaldtöku á ný ef til vinnustöðvunar kæmi á kjörtímabilinu. Áður hafði stjórn KÍ ákveðið að lækka félagsgjald um 0,1% af launum (úr 1,1% í 1,0%) frá 1. janúar 2010. Þingið staðfesti einnig þá ráðstöfun. Á sama tíma var ákveðið að halda úti jafn góðri eða jafnvel betri þjónustu við félagsmenn. Þegar var ljóst að það þýddi að KÍ yrði rekið með halla, þó lögð væri áhersla á að hagræða í starfseminni. Sú ákvörðun að ganga smám saman á höfuðstól sambandsins var því meðvituð. Stjórn KÍ hefur á kjörtímabilinu ákveðið að halda félagsgjaldinu óbreyttu, en leggur til við sjötta þing KÍ að félagsgjaldið verði hækkað á ný.
Fjárvörsluráð Fjárvörsluráð tók til starfa haustið 2011 en það er ráðgefandi fyrir stjórn varðandi ávöxtun fjármuna Kennarasambandsins. Ráðið er þannig skipað: Þórður Á. Hjaltested Björg Bjarnadóttir
formaður KÍ varaformaður KÍ
Svanhildur María Ólafsdóttir
gjaldkeri KÍ
Ingibergur Elíasson
formaður Vinnudeilusjóðs KÍ
Oddur Jakobsson
hagfræðingur KÍ
Hannes Þorsteinsson
skrifstofustjóri KÍ
Ráðið lagði í byrjun árs 2012 fram stefnu um hvernig ávaxta bæri fjármuni KÍ á kjörtímabilinu. Var það gert eftir m.a. skoðun á stöðu og afkomu félagssjóðs, stöðu og afkomu aðildarfélaganna og þróun peningamála í samfélaginu. Stefnan var í kjölfarið samþykkt af stjórn KÍ og hefur verið unnið eftir henni síðan.
Lífeyrisskuldbindingar Á liðnu kjörtímabili var haldið áfram á þeirri braut að leggja til hliðar fjármagn sem ætlað er að standa undir hluta af framtíðarskuldbindingum Kennarasambandsins vegna lífeyrisgreiðslna til núverandi og fyrrverandi starfsmanna. Stefna KÍ er að 8 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
ráðstafa ávallt úr handbæru fé innistæðu sem nemur áætluðum skuldbindingum KÍ vegna þessa. Um lífeyrisskuldbindingar og innistæður vegna þeirra vísast að öðru leyti til reikninga Kennarasambandsins.
Lögfræðistörf Lögfræðingur Kennarasambands Íslands og BHM er Erna Guðmundsdóttir og er hún í fullu starfi fyrir samtökin, en starfshlutfall skiptist jafnt milli þeirra. Erna sinnir fjölbreyttum lögfræðistöfum fyrir KÍ og félögin. Auk Ernu hafa lögmannsstofurnar Lögmenn Mörkinni og Löggarður unnið lögfræðistörf fyrir KÍ. Með því að hafa í senn reyndan lögfræðing í föstu starfi og um leið aðgang að öðrum reyndum lögmönnum getur KÍ tryggt félagsmönnum sínum bestu þjónustu sem í boði er á þessu sviði. Verkefni lögfræðings KÍ eru margvísleg og áhrifa efnahagshrunsins gætir ennþá í starfsmannamálum þar sem mikið reynir á túlkun laga, reglugerða og kjarasamninga. Kostnaður KÍ vegna lögfræðimála hefur aukist vegna þessa.
Hagfræðistörf Helstu verkefni hagfræðings Kennarasambandsins eru aðstoð og ráðgjöf þegar unnið er að endurnýjun kjarasamninga. Einnig upplýsingaöflun, úrvinnsla og framsetning tölfræðilegra upplýsinga um efnahagsstærðir og launa- og kjaraþróunarmál. Þungi starfanna síðustu ár hefur snúið að kjarasamningsgerð aðildarfélaganna árið 2011, eftirfylgni þeirra og úrvinnslu bókana árið 2012 og undirbúningi nýrra kjarasamninga árið 2013. Vinna tengd lífeyrismálum, einkum hugmyndum um upptöku nýs kerfis fyrir alla landsmenn, hefur einnig verið veigamikill hluti af starfinu sem og kynningar og erindi fyrir félagsmenn og forystufólk KÍ um kjara- og efnahagsmál.
Hagfræðingur Kennarasambands Íslands er Oddur S. Jakobsson
Meðal annarra stórra verkefna má nefna úrvinnslu á efni úr skýrslu OECD, Education at a Glance árið 2011 og skýrsla um kostnað af vinnudeilum og verkföllum sem unnin var fyrir Vinnudeilusjóð KÍ árið 2012.
Starfshópur skipaður að frumkvæði ríkissáttasemjara Í maí árið 2011 óskaði BSRB eftir því að ríkisstjórnin beitti sér fyrir bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga þar sem sérstaklega yrði tryggt að kjarasamningar stæðu ekki lausir mánuðum saman. Viðbrögð stjórnvalda voru að vísa erindinu áfram til ríkissáttasemjara. Í kjölfarið var farið í mikla vinnu. Ríkissáttasemjari efndi til ráðstefnu um kjarasamningagerð í nóvember 2012 Ríkissáttasemjari er með aðkomu flestra samningsaðila á vinnumarkaði, þar á meðal stéttarfélaga Magnús Pétursson utan bandalaga. Fjallað var um fyrirkomulag viðræðna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og hvaða lærdóm mætti draga af því, hver ætti að slá taktinn við endurnýjun kjarasamninga og um aðkomu ríkisvaldsins að kjarasamningum. Ásmundur Stefánsson, fyrrv. ríkissáttasemjari, var fenginn til að stjórna umræðum og draga saman helstu álitamál. Ráðstefnan þótti takast vel og leiddi fram tvö meginviðfangsefni til áframhaldandi skoðunar. Annars vegar var sameiginlegur skilningur á að undirbúning kjarasamninga megi stórbæta. Hins vegar var samstaða um að á grundvelli ákvæða gildandi laga og reglna væri hægt að bæta verklag við gerð kjarasamninga. Í kjölfar ráðstefnunnar var farið fram á það við sáttasemjara að hann skipulegði ferð til Norðurlandanna þar sem íslenskir sérfræðingar gætu kynnt sér fyrirkomulag Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 9
samninga þar. Ríkissáttasemjari leitaði til kollega sinna um aðstoð og skipulögð var fundaröð í hverju Norðurlandanna með fulltrúum leiðandi samtaka á vinnumarkaði. Þótti ferðin heppnast vel og í kjölfar hennar var gefin út skýrsla um afraksturinn. Í framhaldi, nánar tiltekið í júní 2013, var ákveðið að formgera vinnuna með stofnun Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (SALEK). Nefndin er skipuð forystumönnum þeirra samtaka og bandalaga sem að standa, sem eru auk KÍ - BHM, BSRB, ASÍ og SA. Einnig sitja í nefndinni fulltrúar frá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nefndin mun taka saman upplýsingar til Veist þú um undirbúnings kjarasamninga árin 2013 og 2014 og verður starf hennar endurmetið áhugaverð verkefni fyrir árslok 2015.
eða vinnur að slíku? Láttu okkur vita. Netfangið er utgafa@ki.is
Nefndin skipaði tvær undirnefndir sem skoðuðu annars vegar launaþróun 2006 – 2013 og hins vegar efnahagsumhverfi kjarasamninga. Oddur Jakobsson hagfræðingur KÍ stjórnaði fyrrnefndu nefndinni og var fulltrúi KÍ í þeirri síðarnefndu. Nefndirnar skiluðu af sér með útgáfu skýrslu í október 2013.
Útgáfu- og kynningarmál Síðustu ár hefur verið unnið í samræmi við samþykkt fimmta þings KÍ um útgáfumál. Þar var sérstök áhersla lögð á rafræna útgáfu og hefur Eplið, rafrænt fréttabréf KÍ og nokkurra aðildarfélaga, verið gefið út reglulega síðustu árin. Fréttabréfið tók miklum breytingum í upphafi ársins og verður þróað áfram næstu misseri. Ný vefsíða fór í loftið í mars. Gamla síðan var orðin úrelt og stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru á vefnum í dag. Síðan var smíðuð með það að markmiði að auðvelda félagsmönnum aðgengi að upplýsingum um kjaramál, sjóði KÍ og annað er tengist starfi Kennarasambandsins. Einnig er tenging við samfélagsmiðla auðvelduð. Grunninn að síðunni lagði starfshópur um útgáfumál sem starfaði allt árið 2013. Í hópnum voru Aðalheiður Steingrímsdóttir, Björg Bjarnadóttir, Ólafur Loftsson og Hannes Þorsteinsson.
Hefur þú skoðað nýju heimasíðuna? Slóðin er www.ki.is
Kennarasambandið hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á virka þáttöku og birtingu upplýsinga á samfélagsmiðlum. KÍ og flest aðildarfélög eru nú með Facebooksíður auk þess sem Kennarasambandið er komið á Twitter. Skólavarðan hefur komið út tvisvar á ári sem er í samræmi við ákvörðun síðasta þings KÍ. Þar er lögð áhersla á að blanda saman umfjöllun um kjaramál og fagleg málefni kennara, sem og léttari umfjöllun um skólamál almennt. Kennarasambandið hefur enn fremur látið prenta sérblað á alþjóðadegi kennara 5. október ár hvert. Sú útgáfa hefur verið í samstarfi við Fréttablaðið. Ferðablað Orlofssjóðs KÍ hefur borist félagsmönnum á hverju vori. Útgáfusviðið hefur haft umsjón með þeirri útgáfu með forsvarsmönnum Orlofssjóðs. Á haustin hafa félagsmenn svo fengið senda Handbók kennara. Starfsmenn útgáfu- og kynningarsviðs hafa enn fremur séð um eða haft hönd í bagga með útgáfu ýmissa smárita. Í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 lét Kennarasambandið gera auglýsingu sem birt var í dagblöðum og í miðlunum sambandsins. Auglýsingin bar yfirskriftina „Ákall til fjölmiðla og frambjóðenda“ og var þar hvatt til aukinnar umræðu um menntamál í aðdraganda kosninganna. Sendir voru spurningalistar um skólamál til allra framboða og svör þeirra birt á heimasíðu Kennarasambandsins. Einnig
10 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
voru fulltrúar allra þeirra framboða sem buðu fram í öllum kjördæmum landsins, boðaðir á fund í Kennarahúsinu. Þar hafði forysta KÍ möguleika á að spyrja þá spjörunum úr.
Fræðslunefnd Fræðslunefnd var sett á laggirnar haustið 2012. Nefndin er þannig skipuð: Björg Bjarnadóttir
Formaður
Anna María Gunnarsdóttir
Félag framhaldsskólakennara
Elín Anna Ísaksdóttir
Félag tónlistarskólakennara
Fjóla Þorvaldsdóttir
Félag leikskólakennara
Guðbjörg Ragnarsdóttir
Félag grunnskólakennara
Ingibjörg Kristleifsdóttir
Fyrir stjórnendafélögin (FS, FSL, SÍ)
Hlutverk nefndarinnar er að fylgja eftir samþykktum þings KÍ um fræðslumál og skipuleggja sameiginlega fræðslu á vegum KÍ fyrir hvert kjörtímabil/skólaár í samráði við stjórn KÍ. Nefndin hélt alls 10 fundi. Meginverkefni hennar var að skipuleggja opna fræðslufundi undir yfirskriftinni „Að standa með kennurum“ og forystufræðslu sem hleypt var af stokkunum haustið 2013 undir yfirskriftinni „KÍ til forystu“. Nefndin kom að könnun á starfsaðstæðum trúnaðarmanna sem Capacent framkvæmdi fyrir KÍ meðal allra trúnaðarmanna vorið 2013. Könnunin var kynnt á ársfundi KÍ og niðurstöðum hennar vísað til aðildarfélaganna. Nefndin mótaði einnig drög að stefnu KÍ í fræðslumálum sem lögð verður fyrir þing KÍ.
Fundir og erindrekstur Félög innan KÍ hafa lagt metnað sinn í að sinna öflugu fræðslu- og kynningarstarfi. Haldnir eru trúnaðarmannafundir, námskeið og farið í skólaheimsóknir og eru allir þessir þættir fastir liðir í starfsemi félaganna. Í febrúar og mars 2013 voru haldnir átta opnir félagsfundir á vegum KÍ um land allt undir yfirskriftinni „Að standa með kennurum“. Á fundina mættu formaður og varaformaður KÍ. Formaður flutti erindið „Látum ekki menntun gjalda kreppunnar“ og varaformaður flutti erindið „Hvers vegna KÍ?“. Einnig var Jóhann Ingi Gunnarson sálfræðingur með Ert þú ekki örugg í för og nefndi hann erindi sitt „Þú getur – hver sagði að það yrði auðvelt“. Í lega vinur Kennara nóvember 2013 hélt KÍ ellefu heils dags fræðslufundi með trúnaðarmönnum og sambandsins á stjórnarmönnum félagsdeilda, svæðadeilda og svæðafélaga undir yfirskriftinni „KÍ Facebook? til forystu“. Á fundina mættu um 300 manns. Fjallað var um skipulag og starfsemi KÍ, hlutverk trúnaðarmanna og réttindi þeirra og skyldur, forystu og fundahöld, samskipti á vinnustöðum og í félagsstarfi, siðareglur og kjaramál. Alls tóku tíu aðilar úr formanna- og starfsmannahópi KÍ þátt í fyrirlestrahaldi á fundunum.
Lífeyrismál Kennarasamband Íslands hefur á kjörtímabilinu tekið þátt í starfi tveggja hópa um lífeyrismál með öðrum aðilum vinnumarkaðarins. Annar hópurinn starfar á grunni Stöðugleikasáttmálans svokallaða frá árinu 2009. Hann hefur fjallað um kosti og galla núverandi fyrirkomulags lífeyrismála en er einnig ætlað að koma með tillögur um framtíðarskipan lífeyrismála. Gengið er út frá hugmyndinni um eitt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Í fjármálaráðuneyti liggja Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 11
fyrir skýrsludrög sem innihalda tillögur hópsins. Í hinum hópnum eiga sæti fulltrúar KÍ, BHM og BSRB og fjármálaráðuneytis. Þar er einkum fjallað um málefni LSR út frá fjórum spurningum. 1. Með hvaða hætti verður inngreiðslum vegna skuldar ríkisins í B-deild háttað? 2. Hverjar eru mögulegar útfærslur á aðlögun opinberra lífeyrissjóða að nýju lífeyriskerfi fyrir allan vinnumarkaðinn? 3. Hvernig er hægt að jafna launamun á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins samhliða jöfnun lífeyrisréttinda?. 4. Hvaða breytingar þarf að gera á umgjörð og lögum sem nú gilda um opinberu lífeyrissjóðina verði tekið upp nýtt kerfi fyrir allan vinnumarkaðinn? Eiríkur Jónsson, fyrrverandi formaður KÍ, hefur tekið þátt í þessu starfi fyrir hönd Kennarasambandsins og sömuleiðis formaður, varaformaður og hagfræðingur KÍ. Kennarasambandið á í miklu og góðu samstarfi við BHM og BSRB í málinu og eru samtökin þar mjög samstíga. Samtökin hafa meðal annars sent frá sér sameiginleg álit og bréf til ráðamanna þjóðarinnar þar sem skoðun þeirra á málefninu er útlistuð.
Símenntunarsjóðir aðildarfélaga KÍ Umsóknum um styrki vegna sí- og endurmenntunar félagsmanna KÍ fjölgaði umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta hefur valdið álagi á starfsemina en á móti kemur að KÍ hefur látið smíða “Mínar síður” sem viðbót við heimasíðu sambandsins. Sjóðir grunn- og leikskólans þurftu að bregðast við fjölgun umsókna með því að breyta úthlutunarreglum. Þetta var gert með tilheyrandi kynningum og reynt að haga því þannig að ekki hlytist skaði af gagnvart félagsmönnum. Sjóðir framhaldsskólans og tónlistarskólans eru hýstir utan KÍ og ekki þjónustaðir af KÍ nema með upplýsingagjöf á heimasíðu. KÍ býður sjóðunum enn fremur að tengjast „Mínum síðum“, þannig að viðmót heimasíðu og þjónusta sé eins fyrir alla félagsmenn. Eitt af því sem tekið hefur mikinn tíma stjórnar og forystu KÍ á kjörtímabilinu er deila stjórnar Vísindasjóðs Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda framhaldsskóla annars vegar og Kennarasambandsins hins vegar. Deilan hófst í tíð síðustu stjórnar Kennarasambandsins og snerist um fjármál, bókhald og gjaldtöku KÍ fyrir veitta þjónustu. Stjórn KÍ reyndi af fremsta megni að leysa deiluna með það að markmiði að þjónusta við félagsmenn KÍ í framhaldsskólum yrði ekki skert. Stjórn Vísindasjóðsins hefur hins vegar frá fimmta þingi KÍ kosið að eiga samskipti við forystu KÍ í gegnum lögfræðing sinn, Láru V. Júlíusdóttur. Í september 2011 ákvað því stjórn KÍ að fá lögmanninn Ragnar H. Hall til að gæta sinna hagsmuna. Áður hafði stjórn KÍ fengið fyrrverandi formann Siðaráðs KÍ, Atla Harðarson, til að miðla málum, en það bar ekki árangur. Málalok urðu þau að stjórn Vísindasjóðsins ákvað haustið 2011 að flytja sjóðinn úr þjónustu Kennarasambandsins. Áframhald varð á deilunni og stjórn Vísindasjóðsins stefndi KÍ fyrir héraðsdóm með „innsetningarbeiðni“. Það mál endaði þegar kröfu Vísindasjóðs var hafnað og hann dæmdur til að greiða KÍ 300.00 krónur í málskostnað. Þann 23. janúar 2014 var síðan þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku stefna Vísindasjóðsins gegn KÍ. Þar er lögð fram krafa um afhendingu gagna og fjárgreiðslu vegna uppgjörs. Því máli er enn ólokið. 12 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
STARFSMENN Kjörnir fulltrúar Þórður Árni Hjaltested formaður Kennarasambandsins er enn fremur formaður kjararáðs og sinnir kjara-, félags- og skólamálum. Hann fylgist með starfsemi nefnda Kennarasambandsins og starfi aðildarfélaga KÍ og aðstoðar að því leyti sem þurfa þykir hverju sinni. Hann sinnir samskiptum við fjölmiðla, samtök launafólks og aðra sem Kennarasambandið á samstarf við. Formaður KÍ sinnir auk þess erlendu samstarfi við NLS, ETUCE og EI. Formaður stýrir félagssviði og er jafnframt framkvæmdastjóri KÍ. Starfshlutfall: 100%
Björg Bjarnadóttir varaformaður Kennarasambandsins og staðgengill formanns sinnir skóla-, félags- og kjaramálum. Björg er formaður skólamálaráðs, fræðslunefndar og talsmaður KÍ í skólamálum. Norrænt samstarf, fræðslu- og kynningarmál eru innan hennar verksviðs. Einnig sinnir hún starfsmannamálum og stýrir þróunarverkefninu „Virkur vinnustaður“ í samstarfi við VIRK. Starfshlutfall: 100%
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara leiðir starf félagsins og sinnir margþættum verkefnum fyrir það. Starfshlutfall: 100%
Guðbjörg Ragnarsdóttir varaformaður margþættum verkefnum fyrir félagið.
Félags
grunnskólakennara
sinnir
Starfshlutfall: 100%
Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara leiðir starf félagsins og sinnir margþættum verkefnum fyrir það. Starfshlutfall: 100% hóf störf í maí 2011
Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Félags stjórnenda leikskóla leiðir starf félagsins og sinnir margþættum verkefnum fyrir það. Starfshlutfall: 100%
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara leiðir starf félagsins og sinnir margþættum verkefnum fyrir það. Starfshlutfall: 100%
Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara leiðir starf félagsins og sinnir margþættum verkefnum fyrir það. Starfshlutfall: 90%
Svanhildur María Ólafsdóttir formaður Skólastjórafélags Íslands leiðir starf félagsins og sinnir margþættum verkefnum fyrir það. Starfshlutfall: 100% hóf störf í ágúst 2011
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 13
Starfsmenn sjóða Ásta Steinunn Eiríksdóttir gjaldkeri sjóða er tengiliður Kennarasambandsins við Íslandsbanka sem sér um innheimtu félags- og sjóðagjalda. Starfshlutfall: 100%
María Norðdahl þjónustufulltrúi sinnir verkefnum er tengjast Sjúkrasjóði og endurmenntunarsjóðum. Hún tekur við umsóknum og sér um afgreiðslu þeirra í samræmi við ákvarðanir sjóðstjórnar. Starfshlutfall: 100%
Ólöf S. Björnsdóttir þjónustustjóri sjóða. Meginverkefni hennar er rekstur Orlofssjóðs en einnig ber hún ábyrgð á þjónustu endurmenntunarsjóða grunn- og leikskóla sem og Sjúkra- og Vinnudeilusjóðs. Starfshlutfall: 100% hóf störf í janúar 2014
Ragnheiður Ármannsdóttir þjónustufulltrúi tekur við bókunum og sinnir margvíslegum öðrum verkefnum fyrir Orlofssjóð. Starfshlutfall: 50%
Sigrún Harðardóttir þjónustufulltrúi sinnir verkefnum tengdum Sjúkrasjóði og endurmenntunarsjóðum. Hún tekur m.a. við umsóknum og sér um afgreiðslu þeirra í samræmi við ákvarðanir sjóðstjórnar. Starfshlutfall: 100%
Félags- og kjaramál Anna María Gunnarsdóttir starfar fyrir Félag framhaldsskólakennara. Hún sinnir margs konar verkefnum fyrir félagið og er auk þess formaður skólamálanefndar FF. Starfshlutfall: 50%
Elín Anna Ísaksdóttir sérfræðingur hjá Félagi tónlistarskólakennara sinnir margþættum verkefnum fyrir félagið. Starfshlutfall: 20% hóf störf í september 2012
Elna Katrín Jónsdóttir sérfræðingur sinnir margþættum verkefnum hjá Félagi framhaldsskólakennara. Starfshlutfall: 75%
Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur KÍ annast öll almenn lögfræðistörf fyrir KÍ, aðildarfélög og sjóði. Starfsstöð hennar er að Borgartúni 6 (húsnæði BHM). Starfshlutfall fyrir KÍ: 50%
Hafdís Dögg Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi sér um málefni sem tengjast vinnuumhverfis- og jafnréttisnefnd auk siðaráðs. Enn fremur sinnir hún skilgreindum verkefnum fyrir Félag framhaldsskólakennara. Starfshlutfall: 75%
14 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Ingibjörg Úlfarsdóttir sérfræðingur í kjara- og réttindamálum sér um að svara erindum um launa- og réttindamál sem berast. Þau mál sem þarfnast frekari vinnslu eru send áfram til formanns viðkomandi félags eða formanns KÍ til frekari skoðunar. Starfshlutfall: 100%
Oddur S. Jakobsson hagfræðingur Kennarasambandsins sinnir hagfræðistörfum fyrir KÍ og aðildarfélögin. Starfshlutfall: 100%
Sesselja G. Sigurðardóttir þjónustufulltrúi sinnir málefnum Kennarasambandsins, Félags leikskólakennara og Félags grunnskólakennara, sem og verkefnum fyrir sjúkra- og endurmenntunarsjóði. Starfshlutfall: 100%
Þröstur Brynjarsson þjónustufulltrúi sinnir málefnum Kennarasambandsins, Félags leikskólakennara og Félags grunnskólakennara. Einnig er hann tengiliður við stjórn Vísindasjóðs leikskólans og sinnir verkefnum fyrir sjúkra- og endurmenntunarsjóði. Starfshlutfall: 100%
Skrifstofa og rekstur Aðalbjörn Sigurðsson útgáfu- og kynningarstjóri ber ábyrgð á útgáfu Kennarasambandsins, svo sem Skólavörðu, veftímaritum o.s.frv. Enn fremur sinnir hann ímyndarmálum og er kjörnum fulltrúum sem og starfsmönnum til ráðgjafar varðandi útgáfu og kynningarmál. Starfshlutfall: 100% hóf störf í ágúst 2013
Arndís Þorgeirsdóttir blaðamaður vinnur efni fyrir heimasíðu Kennarasambandsins, Skólavörðuna, veftímarit og aðra útgáfu. Einnig sinnir hún greinarskrifum og þeirri textavinnu sem til fellur, bæði fyrir KÍ og einstök aðildarfélög. Starfshlutfall: 100% hóf störf í desember 2013
Dagmar Stefánsdóttir bókari sinnir almennu bókhaldi og sér um launaútreikninga. Starfshlutfall: 50% hóf störf í nóvember 2013
Fjóla Ósk Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi hefur umsjón með félagatali Kennarasambandsins og sinnir verkefnum fyrir aðildar- og sérfélög sem tengjast félagaskránni. Starfshlutfall: 75% hóf störf í desember 2012
Hannes Kjartan Þorsteinsson skrifstofustjóri Kennarasambandsins sér um daglegan rekstur skrifstofu, hefur umsjón með eignum sambandsins, fjármálum og rekstri. Skrifstofustjóri er yfirmaður þjónustusviðs og situr fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétt samkvæmt sérstakri samþykkt. Starfshlutfall: 100%
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 15
Hrönn Steingrímsdóttir móttökuritari annast móttöku, símsvörun og umsýslu á pósti auk daglegra starfa er til falla á skrifstofu KÍ. Starfshlutfall: 100%
Ragnhildur Sigrún Björnsdóttir vef- og skjalastjóri Kennarasambandsins heldur utan um vef KÍ ásamt rafrænni mála- og skjalastjórnun. Starfshlutfall: 100%
Stella Kristinsdóttir auglýsingastjóri selur auglýsingar í Skólavörðuna, Ferðablað Orlofssjóðs og Handbók kennara. Einnig sér hún um matseld fyrir starfsmenn í hádeginu, afleysingar á síma o.fl. Starfshlutfall: 100%
Þrír ráðgjafar á sviði starfsendurhæfingar sinna félagsmönnum Kennarasambandsins, Bandalags háskólamanna og Samtaka fjármálafyrirtækja. Þeir eru: Guðleif Leifsdóttir Kristbjörg Leifsdóttir Þóra Þorgeirsdóttir Ráðgjafarnir eru starfsmenn VIRK starfsendurhæfingar og eru með aðstöðu í húsnæði BHM við Borgartún.
Hættir störfum Guðlaug Guðmundsdóttir verkefnisstjóri í útgáfumálum var ráðin tímabundið frá 1. ágúst 2012 vegna veikinda útgáfustjóra. Hún lét af störfum í árslok 2013. Hanna Dóra Þórisdóttir framkvæmdastjóri Orlofssjóðs sá um allan daglegan rekstur og fjármál sjóðsins. Hún lét af störfum í júní 2013. Ingunn Þorleifsdóttir ræstitæknir lét af störfum í október 2013. Jón Ingi Einarsson framkvæmdastjóri Skólastjórafélags Íslands lét af störfum 31. ágúst 2011. Kristín Elva Guðnadóttir útgáfustjóri Kennarasambandsins lét af störfum í apríl 2013. Sigríður Sveinsdóttir fulltrúi lét af störfum 31. desember 2012.
Hættir í föstum verkefnum Arna M. Eggertsdóttir sérfræðingur í skjalastjórnun var ráðin tímabundið frá 1. ágúst 2012 vegna verkefna í flokkun eldri skjala og skjalastjórnun. Arna lét af störfum í árslok 2013. Helgi E. Helgason hætti í júní 2013. Valgeir Gestsson hætti í árslok 2013
16 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Starfsmannamál Starfsmannafundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Í upphafi kjörtímabilsins ákvað forysta KÍ að leggja áherslu á að bæta starfsumhverfi starfsmanna KÍ, meðal annars í formi liðsheildarfræðslu og með því að formgera og skýra skipulag, boðleiðir og verkferla í starfseminni. Gerðar voru starfslýsingar fyrir öll starfsheiti og komið var á árlegum starfsmannasamtölum. Einnig var mótuð heildstæð starfsmannastefna og lauk því verki í upphafi árs 2014. Ákveðið var í samstarfi við VIRK að KÍ tæki þátt í þróunarverkefninu „Virkur vinnustaður“ sem hófst haustið 2011 og lýkur í árslok 2014. Verkefnið snýst um að móta og innleiða stefnu um velferð, fjarvistir og endurkomu til vinnu með áherslu á jákvæða og heilsusamlega nálgun, þarfagreiningu og stefnumótun. Á árinu 2013 var lögð með margvíslegum hætti sérstök áhersla á heilsueflingu. Starfsmenn hafa tekið þátt í nokkrum námskeiðum og margs konar fræðslu um málaflokkinn.
KJARARÁÐ Í kjararáði sitja auk formanns og varaformanns KÍ formenn aðildarfélaga og einn fulltrúi að auki frá hverju þeirra. Í ráðinu sitja einnig tveir fulltrúar Félags kennara á eftirlaunum.
Fulltrúar í kjararáði Þórður Á. Hjaltested
Kennarasamband Íslands
Björg Bjarnadóttir
Kennarasamband Íslands
Aðalheiður Steingrímsdóttir
Félag framhaldsskólakennara
Ægir Sigurðsson
Félag framhaldsskólakennara
Haraldur Freyr Gíslason
Félag leikskólakennara
Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir
Félag leikskólakennara
Ólafur Loftsson
Félag grunnskólakennara
Sigurjón Magnússon
Félag grunnskólakennara
Svanhildur M. Ólafsdóttir
Skólastjórafélag Íslands
Þórður Kristjánsson
Skólastjórafélag Íslands
Sigrún Grendal
Félag tónlistarskólakennara
Júlíana Rún Indriðadóttir
Félag tónlistarskólakennara
Ólafur H. Sigurjónsson
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Benedikt Barðason
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Ingibjörg Kristleifsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Oddfríður Steindórsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Hinrik Bjarnason
Félag kennara á eftirlaunum
Kristín G. Ísfeld
Félag kennara á eftirlaunum Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 17
Sú breyting verð á kjararáði sumarið 2013 að Sigríður Ágústsdóttir hætti og í stað hennar kom Benedikt Barðason. Hagfræðingur KÍ, Oddur Jakobsson, situr fundi kjararáðs og tekur þátt í undirbúningi þeirra í samstarfi við formann KÍ. Oddur hefur undirbúið og haldið erindi á fundum ráðsins. Helgi E. Helgason ritaði fundargerðir kjararáðs fram til sumars 2013, en þá tók Aðalbjörn Sigurðsson við því hlutverki. Kjararáð Kennarasambands Íslands hefur haldið tíu fundi á kjörtímabilinu þar sem einkum hefur verið fjallað um kjaramál, kjaraþróun og endurskoðun lífeyriskerfisins. Kjararáð eða fulltrúar þess hafa enn fremur tekið þátt í málþingum og ráðstefnum á kjörtímabilinu. Í júní 2011 skrifuðu fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undir kjarasamning á almennum vinnumarkaði. Í honum voru hefðbundin forsenduákvæði um kaupmáttarþróun og verðbólgumarkmið. Aðeins ári síðar voru þessar forsendur brostnar. Til að samningurinn rynni þá ekki sitt skeið á enda voru Sjá nánari umfjöllun um kjara- gerðar lítilsháttar breytingar á honum. Gildistíminn var styttur um tvo mánuði og bókun samþykkt um 0,1% hækkun á framlagi í sjóði (sú breyting verður útfærð í og samningamál yfirstandandi samningalotu). Oddur Jakobsson, hagfræðingur KÍ, var í framhaldi aðildarfélaga KÍ skipaður til að semja við Samninganefnd sveitarfélaga um sambærilegar breytingar á kjarasamningum starfsmanna í grunn- og leikskólum. Það gekk eftir og gerðu Félag síðar í skýrslunni. framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda framhaldsskóla í kjölfarið sambærilega breytingu á sínum kjarasamningi eftir viðræður við samninganefnd ríkisins. Kjararáð vinnur eftir kjarastefnu sambandsins sem felur nú í sér nýja nálgun. Farið er fram á að laun félagsmanna KÍ standist ávallt samanburð við kjör annarra háskólamenntaðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Ljóst er að menntun er of lítið metin til launa á Íslandi og gerir KÍ kröfu um að því verði breytt. Í október 2012 var sú stefna mörkuð að nýta lengingu kennaranáms sem tækifæri í kjarabaráttu félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kjararáð fól forystu KÍ og formönnum aðildarfélaganna að útfæra stefnuna og hafa þeir síðan haldið reglulega fundi um þessi mál. Skýrir það meðal annars færri formlega fundi kjararáðs seinni hluta kjörtímabilsins. Á fundum formanna hefur mikil umræða verið um mögulega samvinnu aðildarfélaganna á sviði kjaramála og mikill vilji er til þess að þróa þá vinnu áfram. Aðildarfélög sem semja við samninganefnd sveitarfélaga boðuðu til sameiginlegs fundar um þessi mál í mars 2013. Þar flutti formaður KÍ inngangserindi og Oddur Jakobsson, hagfræðingur KÍ, lagði fram hugmyndir til umræðu. Á fundinum sköpuðust góðar og málefnalegar umræður og farið var í SVÓT greiningu sem aðildarfélögin munu nota til áframhaldandi vinnu.
Efnahagsmál Staða efnahagsmála á Íslandi hefur batnað umtalsvert á liðnum þremur árum. Ein birtingarmynd þess er að árið 2013 fluttust fleiri til landsins en frá því í fyrsta sinn frá árinu 2008. Annað dæmi er að á þessu ári er gert ráð fyrir hallalausum fjárlögum í fyrsta sinn frá hruni. Hagvöxtur hefur verið nokkur frá árinu 2011. Gert er ráð fyrir því að hann hafi verið um 3% árið 2013 og að hann verði af þeirri stærðargráðu næstu ár. Dregið hefur úr atvinnuleysi, sem var að jafnaði 4,6% árið 2013 samkvæmt mælingum Hagstofunnar samanborið við 7,6% árið 2010. Árleg verðbólga síðastliðin þrjú ár hefur verið um 4 til 5% þannig að uppsöfnuð hækkun 18 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
á vísitölu neysluverðs frá janúar 2011 til desember 2013 var 15,3%. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 21% svo að almennt jókst kaupmáttur launatekna landsmanna um tæp 5% á þessum þremur árum. Mikill niðurskurður undanfarinna ára hefur lagst þungt á skólakerfið og haft neikvæð áhrif á starfsaðstæður og kjör kennara. Víða hefur fjölgað mikið í námshópum, nauðsynleg endurnýjun á búnaði hefur ekki átt sér stað og greiðslur fyrir viðbótarstörf og yfirvinnu hafa dregist saman. Síðastliðin þrjú ár, frá janúar 2011 til desember 2013, hafa launataxtar aðildarfélaga KÍ annarra en FL hækkað um 11 til 14%. Kaupmáttur þeirra hefur því rýrnað um 1 til 3% á þessum tíma.
Kjaramál aðildarfélaga Félag grunnskólakennara Í maí árið 2008 gerðu grunnskólakennarar kjarasamning sem fól í sér miklar leiðréttingar á launum. Í kjölfarið átti að hefjast vinna við skoðun á starfsaðstæðum grunnskólakennara. Vegna hrunsins haustið 2008 fór þessi vinna mjög seint í gang. Fyrir kjarasamningagerðina 2011 var reynt án árangurs að ná samkomulagi varðandi starfsaðstæðurnar. FG gerði þá kjarasamning til ársins 2014, sem var sambærilegur við aðra saminga sem gerðir voru á þeim tíma. Það sem greindi FG þó frá öðrum félögum var að í samningi þeirra var sérstök bókun um að lagfæra ætti vinnuaðstæður kennara. Samkomulag um bókunina þurfti að nást fyrir 29. febrúar 2012, annars myndi samningurinn falla úr gildi. Það tókst því miður ekki þrátt fyrir mikla vinnu sem hefur verið haldið áfram síðustu misseri. Niðurstaða þeirrar vinnu er að öllum er nú ljóst að vinnuframlag og álag á grunnskólakennara hefur aukist mikið frá hruni. Við því þarf að bregðast. Þrátt fyrir fjölmargar hugmyndir frá FG tókst ekki að ná samkomulagi við sveitarfélögin árið 2012 og staðan í samningaviðræðum þá var orðin afar flókin. Á endanum lagði ríkissáttasemjari til við samninganefndirnar að viðræðuáætlun yrði endurnýjuð til 28. febrúar 2014. Hann lagði auk þess til að laun félagsmanna hækkuðu þann 1. mars 2013 um 4%, en á sama tíma hækkuðu laun á almenna markaðnum um 3,25%. Síðan þá hafa stöðugar viðræður verið í gangi. Haldnir hafa verið fundir með félagsmönnum og trúnaðarmönnum auk þess sem lagðar hafa verið skoðanakannanir fyrir félagsmenn. Alls staðar kemur fram að þeir telja að mesta áherslu þurfi að leggja á launalið samnings, en jafnframt að taka tillit til erfiðra starfsaðstæðna. Grunnskólakennarar skiptast síðan í tvo hópa þegar kemur að spurningu um frekari bindingu vinnutímans. Helmingur vill ekki gera neinar breytingar, meðan hinn helmingurinn telur ástæðu til að kanna hvað geti falist í frekari bindingu vinnutíma hvað varðar laun og framkvæmd starfsins. Þegar þetta er ritað er samninganefnd FG í viðræðum við sveitarfélögin þar sem kannaður er grundvöllur að samningi til ársins 2017. Félag leikskólakennara Félag leikskólakennara skrifaði undir kjarasamning 20. ágúst 2011 að undangengum erfiðum viðræðum. Með því rétt náðist að afstýra boðuðu verkfalli. Mikil vinna var á samningstímabilinu vegna samkomulags í kjarasamningi FL og SNS um markmið, aðgerðir og áætlun til launajöfnunar. Samningsaðilar ákváðu að láta fara Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 19
fram endurskoðun á kjörum leikskólakennara, sem hafði að markmiði að jafna grunnlaun og starfskjör þeirra við kjör annarra háskólamenntaðra starfsmanna er sinna sambærilegum störfum, þannig að laun og önnur kjör leikskólakennara verði samkeppnisfær við samanburðarhópa. Myndaðir voru starfshópar til að vinna verkið. Í starfshópi FL voru: Haraldur F. Gíslason, Eiríkur Jónsson og Oddur Jakobsson. Í starfshópi SNS voru: Inga Rún Ólafsdóttir, Benedikt Valsson og Hallur Páll Jónsson, sem var framan af ári fulltrúi Reykjarvíkurborgar en lét af störfum áður en nefndin lauk störfum. Ábyrgðarnefnd var yfir verkefninu og í henni áttu sæti Björg Bjarnadóttir, Karl Björnsson og Magnús Jónsson. Starfshópurinn hélt fjölmarga fundi til að vinna að skýrslu um greiningu á launum félagsmanna Félags leikskólakennara og annarra starfsstétta. Aðilar komu sér ekki saman um alla þætti í skýrslunni svo gerðar voru tvær skýrslur, ein frá hvorum aðila. Málið fór alla leið til ábyrgðarnefndarinnar sem úrskurðaði um fyrstu tvö þrep leiðréttingarinnar út frá þeim gögnum sem aðilar höfðu aflað. Þriðja þrep leiðréttingarinnar kemur svo til umfjöllunar fjórum mánuðum eftir undirritun nýs kjarasamnings árið 2014. Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum standa saman að samningaviðræðum og samningagerð við ríkið og einkaaðila vegna félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Árið 2011 var samið í maí og var gildistími þeirra samninga frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014. Ákvæði um laun og gildistíma voru á svipuðum nótum og í kjarasamningum á almennum markaði og samningsforsendur tengdar við endurskoðun þeirra samninga í febrúar 2012 og 2013. Þrjár af bókununum sem fylgdu samningnum höfðu nokkur áhrif á það sem á eftir kom. Bókun 1 fjallaði um áhrif breytinga á algildum greinum kjarasamninga ríkisstarfsmanna á kjarasamning KÍ. Bókun 2 snerist um sérstaka kjarasamningsgerð samningsaðila á árinu 2012 um niðurstöður aðlögunarstarfs á vegum menntamálaráðherra sem samkomulag KÍ/framhaldsskóla og menntamálaráðherra fjallaði um og fylgdi með kjarasamningnum. Í yfirlýsingu menntamálaráðherra með kjarasamningnum komu fram markmið ráðherra með aðlögunarstarfinu. Í bókun 5 var mælst fyrir um könnun samningsaðila í samstarfi við menntamálaráðuneytið á launaþróun í framhaldsskólum vorið 2012 og vorið 2013 í samanburði við sambærilega hópa háskólamanna hjá ríkinu og með því markmiði að bregðast við óæskilegri þróun sem fyrst. Starfshópur um málefni framhaldsskóla Meðfram kjarasamningi KÍ/framhaldsskóla var gert samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra um vinnu við að endurskoða fyrirkomulag skólastarfs í framhaldsskólum og vinnu starfsmanna í þeim tilgangi að samræma efni kjarasamninga við framhaldsskólalög 2008. Starfshópurinn sem stofnaður var á grunni samkomulagsins skilaði síðan drögum að lokaskýrslu í apríl 2012 og lokaáliti í byrjun júní. Samkomulagsgerð við ríkið skv. bókun 2 Skýrsla starfshópsins var notuð við samkomulagsgerð samningsaðila á grundvelli bókunar 2 með kjarasamningnum 2011 og öðrum gögnum hans og hófst samningavinnan sumarið 2012. Samkomulagsgerðin fór fram í lokuðum kjarasamningi og ekki möguleikar á að beita þrýstingi eða vísa málinu til sáttasemjara. Skrifað var undir samkomulag 24. október 2012 og atkvæðagreiðsla 20 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
um það fór fram í byrjun nóvember. Samkomulaginu var hafnað af miklum meirihluta félagsmanna. Launahækkanir hefðu orðið um 3% til viðbótar gildandi kjarasamningi en samkomulaginu fylgdu einnig áform um endurskoðun vinnutímakafla kjarasamnings og skilgreint fé til kaupa á vinnu við námskrárgerð og aðra innleiðingarvinnu vegna framhaldsskólalaga og til að styðja við náms- og starfsráðgjöf og nýliða í kennslu. Breytingar á gildistíma kjarasamninga Gildistími kjarasamningsins frá vori 2011 var styttur um tvo mánuði með samkomulagi í febrúar 2013 og aðrar breytingar gerðar í samræmi við ákvarðanir samningsaðila á almennum markaði. Eingreiðsla kr. 38.000 kr. kom til greiðslu 1. janúar 2014 m.v. fullt starf. Kjarasamningur KÍ/framhaldsskóla rann út 31. janúar 2014. Staðan í byrjun mars 2014 Samningaviðræður um endurnýjun kjarasamnings hófust 3. desember 2013 og þegar þetta er ritað hafa verið haldnir á annan tug funda. Samningaviðræðum var vísað til Ríkissáttasemjara 23. janúar sl.18. – 21. febrúar greiddu félagar í FF og FS í ríkisreknum framhaldsskólum atkvæði um verkfallsboðun. Um 87% þeirra sem greiddu atkvæði voru samþykkir verkfallsboðun. Hún var samþykkt og hefst verkfall 17. mars 2014 ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Skólastjórafélag Íslands Skólastjórafélag Íslands gerði kjarasamning á árinu 2011 með gildistíma til 31.05.2014. Samningurinn innibar svipaðar hækkanir og annarra KÍ aðildarfélaga auk bókana um endurskoðun á viðbótarmenntun, samrekstur skólagerða og áhrif breytinga í skólastarfi á störf skólastjórnenda. Vinna við kröfugerð SÍ vegna kjarasamninga 2014 hófst á ársfundi félagsins 13. október 2012. Á vinnufundum stjórnar, samninganefndar, kjararáðs og skólamálanefndar og félagsfundum á árinu 2013 var unnið áfram á grundvelli þeirra gagna sem aflað var á ársfundi félagsins haustið 2012 og sett fram markmið og leiðir SÍ í kjarasamningum til 10 ára, 2014 til 2024. Meginmarkmiðin eru að laun skólastjórnenda verði sambærileg launum sérfræðinga og stjórnenda hjá ríki og á almennum vinnumarkaði, að laun og launaröðun skólastjórnenda byggi á námi, stjórnunarreynslu og stjórnunarumfangi hvers skóla og að skólastjórar hafi ekki kennsluskyldu. SÍ er með lausan kjarasamning frá 31. janúar 2014. Gerð hefur verið viðræðuáætlun um samningaviðræður. Félag stjórnenda leikskóla Félag stjórnenda leikskóla hélt áfram viðræðum við SNS um bókun tvö sem var gerð með kjarasamningi í júní 2011. Samkvæmt bókuninni átti að gera nýjan kjarasamning í samræmi við þá hækkun sem FL fengi í kjarasamningum sem gerðir voru rétt áður en til verkfalls kom. SNS sveik það loforð á þeim forsendum að nýr kjarasamningur mætti ekki leiða til kostnaðarauka. FSL lagði þá fram tillögur sem myndu ekki aðeins vera án kostnaðarauka heldur verða til hagræðingar, en þær fólu í sér átak gegn starfsmannaveltu. SNS treysti sér ekki í þá vinnu en fór þess á leit að FSL færi í samvinnu með SÍ um samræmingu á kjarasamningum og með því væri hægt að koma til móts við ýmsar kröfur þar sem SÍ væri viðmiðunarhópur, s.s. fastlaunasamning fyrir alla félagsmenn FSL. FSL er með lausan kjarasamning frá 31. janúar 2014. Gerð hefur verið viðræðuáætlun um samningaviðræður. Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 21
Samstarf SÍ og FSL um samræmingu á kjarasamningum Viðræðunefndir SÍ, FSL og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað fjórum sinnum. Félögin hafa lagt fram hugmyndir að sameiginlegri launatöflu miðað við nýtt kennaranám og reiknilíkan til að meta stjórnunarumfang skólastjórnenda. Samninganefnd sambandsins var ekki tilbúin til að vinna áfram með þessar tillögur SÍ og FSL á þessu stigi málsins. Áfram er þó unnið með samræmingu á köflum um réttindi og skyldur og fleira. Aukinn samrekstur skólagerða og sameining skóla kallar einnig á samvinnu og samræmingu kjarasamninga enda er bókun þrjú samhljóða í samningu beggja félaga auk FT, þ.e. að endurskoða launasetningu stjórnenda við þessar aðstæður á grundvelli þess hvernig til hefur tekist.
SKÓLAMÁLARÁÐ Skólamálanefndir aðildarfélaga KÍ mynda skólamálaráð. Hlutverk skólamálaráðs er skilgreint í 30. grein laga sambandsins en hlutverk skólamálanefnda aðildarfélaga er í 29. grein.
Framkvæmdastjórn skólamálaráðs Formenn skólamálanefnda aðildarfélaga mynda framkvæmdastjórn skólamálaráðs. Í framkvæmdastjórninni kjörtímabilið 2011 – 2014 sátu: Björg Bjarnadóttir, formaður
Kennarasamband Íslands
Anna María Gunnarsdóttir
Félag framhaldsskólakennara
Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir Félag leikskólakennara Guðbjörg Ragnarsdóttir
Félag grunnskólakennara
Hulda Jóhannsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Ingileif Ástvaldsdóttir
Skólastjórafélag Íslands
Elín Anna Ísaksdóttir
Félag tónlistarskólakennara
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Þórður Árni Hjaltested
Kennarasamband Íslands
Þær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórninni að Guðný Rut Gunnlaugsdóttir vék úr henni árið 2013. Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir tók við sæti hennar. Sama ár vék Sigrún Grendal úr stjórninni og tók Elín Anna Ísaksdóttir sæti hennar.
Áherslur – starfsáætlun Framkvæmdastjórn skólamálaráðs fjallaði um megináherslur í starfinu á fyrstu fundum haustið 2011. Stjórnin samþykkti starfsáætlun fyrir kjörtímabilið í nóvember 2011 sem kynnt var í stjórn KÍ í desember. Eftir þessari áætlun vann framkvæmdastjórnin ásamt því að koma að málum sem upp komu hverju sinni á tímabilinu. Ýmis málefni hafa verið tekin til umfjöllunar sem falla undir þessa liði og endurspeglast í því sem á eftir kemur í skýrslunni. 22 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Starfsáætlunin skiptist í eftirfarandi kafla: 1. Skólastefna KÍ – menntastefna EI 2. Ný kennaramenntun 3. Símenntun/starfsþróun 4. Nýjar aðalnámskrár 5. Samstarf; innra samstarf, ytra samstarf 6. Útgáfumál 7. FræðslufundirSkólastefna Skólastefna KÍ og aðrar samþykktir sem snúa að skóla- og menntamálum eru meginleiðarvísir í starfsemi skólamálaráðs KÍ. Tekið var upp það nýmæli fyrir fimmta þing KÍ vorið 2011 að semja eina sameiginlega skólastefnu fyrir öll skólastigin, en engu að síður geta félögin ákveðið að móta ítarlegri stefnu og gerði framhaldsskólinn það. Á fundi stjórnar KÍ í upphafi kjörtímabilsins var farið yfir samþykktir þingsins og innihald þeirra og meðferð rædd. Skólastefnan og aðrar samþykktir fimmta þings KÍ voru gefnar út í bæklingi, sem var sendur til allra félagsmanna til að kynna stefnuna sem best og leitast við að gera hana að lifandi plaggi sem félagsmenn geti nýtt í umræðum og stefnumótun um skólastarf. Einnig er bæklingurinn aðgengilegur á heimasíðu KÍ. Á kjörtímabilinu voru einnig sendir út 11 kynningarpistlar um skólastefnuna. Í pistlunum var hver kafli krufinn og aðalatriðin dregin fram ásamt því að setja fram spurningar til umhugsunar fyrir félagsmenn. Pistlarnir voru annars vegar sendir á netföng félagsmanna og hins vegar til trúnaðarmanna og skólastjórnenda og þeir beðnir um að prenta þá út og hvetja til umræðu. Þessa pistla er einnig að finna á heimasíðu KÍ. Markmiðið með kynningunni var að hvetja til umræðu til að glæða stefnuna lífi, gera félagsmenn meðvitaðri um hana, auka möguleika á að koma áherslumálum í framkvæmd og að beina athyglinni að skólastarfi.
Menntastefna Education International (EI) Alheimsþing kennara var haldið í Suður Afríku sumarið 2011, en það er haldið á fjögurra ára fresti. Formaður skólamálaráðs var þar einn af þremur fulltrúum KÍ. Í fyrsta sinn var samþykkt heilsteypt stefna samtakanna í menntamálum undir yfirskriftinni Byggjum framtíðina á góðri menntun. KÍ lét þýða stefnuna og er hana að finna á heimasíðu KÍ. Framkvæmdastjórn skólamálaráðs hefur m.a. notað stefnuna við endurskoðun á skólastefnu KÍ og í málflutningi sínum á ýmsum vettvangi. Stefnunni voru gerð skil í sérblaði KÍ sem gefið var út á alþjóðadegi kennara 5. október 2011 og dreift með Fréttablaðinu. Til stóð að kynna stefnuna markvisst meðal félagsmanna KÍ, en það bíður næsta kjörtímabils.
Fundir og viðfangsefni Framkvæmdastjórn skólamálaráðs heldur fundi mánaðarlega frá ágúst/september til maí og fjallar þar um ýmis erindi og mál samkvæmt skólastefnu og starfsáætlun. Á tímabilinu hafa verið haldnir 26 fundir. Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 23
HELSTU VERKEFNI 2011-2012
HELSTU VERKEFNI 2013-2014
• Yfirferð, útgáfa og kynning á skólastefnu og öðrum samþykktum þings KÍ um skólamál • Umfjöllun um menntastefnu EI
• Umræður um skólastefnu og kynning á henni
• Starfsáætlanagerð fyrir kjörtímabilið
• Ályktanir um skólamál frá ársfundi • Samskipti skóla og trúfélaga • Efling list- og verkgreina
• Breyting á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda
• Verkbann kennara í Danmörku og hugsanleg áhrif þess
• Símenntun/starfsþróun
• Málþing EI og OECD í Amsterdam
• NLS málþing um Utbildning – en investering i framtiden
• Málþing NLS í Danmörku Hur styrker vi respekten för lärarprofessionen?
• Málefni tengd vettvangsnámi
• Starfsþróunar- og símenntunarmál
• Höfundarréttarmál
• Starfsemi fagráðs
• Innleiðing aðalnámskráa • Starfsemi skólamálanefnda aðildarfélaga KÍ • Undirbúningur fræðslufunda og ársfundar KÍ og skólamálaráðs
HELSTU VERKEFNI 2012-2013 • Umræður um skólastefnu og kynningu hennar, menntalögin, símenntun/starfsþróun – fagráð og menntastefnu grunnþætti menntunar
• Vinnufundur í Vín um símenntunarmál • Menntakvika • Þátttaka KÍ í pallborðsumræðum um rannsóknir í skólastarfi • Innleiðing námskráa • Skýrsla verkefnisstjórnar um aukna hagsæld á Íslandi • Áherslur og úthlutanir Sprotasjóðs • Alþjóðadagur kennara
• Innleiðing aðalnámskráa
• Undirbúningur fræðslufundar með Heimili og skóla
• Fræðslu- og vinnuumhverfismál
• Niðurstöður PISA 2012
• Erlent samstarf á sviði skólamála
• Átak EI um gæði menntunar - 10 lykilpunkta
• Heiltæk forysta
• Hvernig skólinn kemur til móts við margbreytileika fjölskyldugerða
• Aðsókn og kynningu á kennaranámi • Skýrsla um samþættingu menntunar og atvinnu • Mat á skólastarfi • Frumvarp til laga um tónlistarskóla
• Styttingu náms til stúdentsprófs • Tillögur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skóla og menntun í fremstu röð
• Eflingu list- og verkgreina
• Undirbúningur málþings um eflingu list- og verkgreina
• Starfsemi skólamálanefnda aðildarfélaga KÍ
• Alþjóðadagur móðurmálsins
• Samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla
• Starfsemi Menntamiðju
• Undirbúningur fræðslufunda, ársfundar KÍ og ársfundar skólamálaráðs
• Skipulag heimasíðu KÍ um skólamál
• Starfsemi skólamálanefnda aðildarfélaga • Endurskoðun skólastefnu • Önnur tillögugerð fyrir þing KÍ
24 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Menntastefna – aðalnámskrár Vorið 2011 voru gefnar út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn og framhaldsskóla. Fulltrúar aðildarfélaga KÍ tóku þátt í þeirri vinnu með setu í ritnefndum fyrir hvert skólastig. Fram koma nýjar áherslur í námsskránum og felast þær m.a. í sex grunnþáttum menntunar sem er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun og stuðla að meiri samfellu í skólastarfi. Þemahefti um hvern grunnþátt hafa verið gefin út. Framkvæmdastjórn skólamálaráðs fékk fulltrúa frá menntaog menningarmálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund í upphafi kjörtímabilsins til að ræða innleiðingu námsskránna en niðurskurður hefur hamlað innleiðingu þeirra sem og laga um skólastigin. Tveir fulltrúar úr skólamálaráði, Anna María Gunnarsdóttir og Björg Bjarnadóttir, sátu í undirbúningsnefnd mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem skipulagði málþing í samvinnu við KÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga um grunnþætti menntunar. Málþingið sem haldið var í ágúst 2012 var skipulagt með það að meginmarkmiði að kennarar og skólastjórnendur lærðu hver af öðrum með því að deila reynslu og tala saman. Sambærilegt málþing var haldið í ágúst 2013 um innleiðingu námskrár með áherslu á námsmat og var Guðbjörg Ragnarsdóttir fulltrúi skólamálaráðs í undirbúningsnefnd. Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mættu á fund framkvæmdastjórnar og formanna aðildarfélaga 8. mars 2013 og kynntu drög að innleiðingaráætlun vegna nýrrar menntastefnu 2013 – 2015. Í áætluninni kemur meðal annars fram að ráðuneytið hyggst ráðstafa fjármunum í innleiðinguna með ýmsum hætti, meðal annars geta framhaldsskólar sótt um styrki til að vinna að námskrárgerð. Í kjölfar kynningarinnar var skrifað bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga til að benda á nauðsyn sambærilegrar áætlunar um fjárstuðning á leikog grunnskólastiginu.
Lög og reglugerðir Skólamálaráð fjallaði um breytingartillögur á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, en lögunum var breytt lítilsháttar er varðar útgáfu leyfisbréfa. Einnig voru gefnar umsagnir um tvö önnur frumvörp, frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla og frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á sviði fræðslumála. Fulltrúi Félags tónlistarskólakennara í framkvæmdastjórninni kynnti drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla sem hefur ekki ennþá verið afgreitt frá Alþingi.
Samstarfsnefnd KÍ og HÍ/Menntavísindasvið – kennaramenntun Nefndin var stofnuð árið 2009 og hefur fyrst og fremst það hlutverk að fjalla um stefnumótun um kennaramenntunina og kennarastarfið og að tryggja gagnkvæmt upplýsingaflæði milli aðila. Á kjörtímabilinu hafa verið haldnir 4 fundir. Á þeim hefur verið fjallað um skipulag kennaramenntunar, aðsókn að kennaranámi og kynningu á því ásamt kennarastarfinu. Einnig var rætt um samstarf HÍ og aðildarfélaga KÍ í námsnefndum en þar fer fram umræða um skipulag námsins, Menntamiðju, fyrirkomulag og greiðslur fyrir vettvangsnám og reynslu af nefndarstarfinu og framtíð þess. Fulltrúar KÍ í nefndinni eru Björg Bjarnadóttir, Elna Katrín Jónsdóttir, Guðbjörg Ragnarsdóttir og Svanhildur M. Ólafsdóttir sem tók við af Þór Pálssyni. Guðbjörg Ragnarsdóttir situr í stjórn Menntamiðju fyrir hönd KÍ. Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 25
Aðsókn í kennaranám er dvínandi og því lítil nýliðun í kennarastétt um leið og fyrirsjáanlegt er að fjölmennir hópar kennara fara á eftirlaun á næstu árum. Mikil umræða hefur farið fram um þetta í skólamálaráði og innan aðildarfélaga KÍ og tengist það einnig kjaraumræðunni, en laun kennara standast illa samanburð við aðra háskólahópa með sambærilega menntun. Unnið er að sérstöku átaksverkefni á leikskólastiginu um eflingu þess, en þar er vöntun kennara nú þegar mikil. Einnig er hafið samstarf milli menntavísindasviðs HÍ og KÍ um kynningarátak á menntun og störfum kennara. Mikil umræða um vettvangsnám, fyrirkomulag og greiðslur til kennara fyrir þjálfun kennaranema hefur farið fram á vettvangi aðildarfélaganna.
Símenntun/starfsþróun Allt kjörtímabilið hefur farið fram mikil vinna á vettvangi símenntunar og starfsþróunar kennara. Haustið 2011 var komið á fót samstarfsnefnd með fulltrúum KÍ, HA, HÍ, LHÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nefndin hafði það markmið að vinna að sameiginlegri stefnumótun um símenntun/starfsþróun kennara. Í samstarfsnefndinni sátu fyrir hönd KÍ Guðbjörg Ragnarsdóttir, Haraldur F. Gíslason, Sigrún Grendal, Svanhildur María Ólafsdóttir og Elna Katrín Jónsdóttir sem var jafnframt fulltrúi KÍ í stýrihópi sem sá um að hrinda verkefnum í framkvæmd og fylgja vinnunni eftir. Einnig var sett á laggirnar ritstjórn sem hafði það hlutverk að koma á fót upplýsingaveitu á netinu til að birta símenntunartilboð fyrir kennara. Fulltrúi KÍ í ritstjórn var Guðbjörg Ragnarsdóttir. Edda Kjartansdóttir var ráðin starfsmaður nefndarinnar í hlutastarf og bar KÍ hluta af kostnaði við það. Nefndin lauk starfi sínu haustið 2012 með ítarlegri skýrslu. Nefndin lagði fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um að komið yrði á fagráði sem hefði það hlutverk að greina þarfir skólasamfélagsins, miðla upplýsingum og setja fram hugmyndir um stefnu varðandi símenntun/starfsþróun kennara. Ráðherra samþykkti tillöguna og var fagráðið skipað í byrjun mars 2013. Í því sitja 20 fulltrúar, þar af 5 í stýrihópi sem á að halda utan um vinnuna og fara með framkvæmd verkefna. Hluti af tillögunni var að ráða starfsmann, sem væntanlega tekur til starfa í mars eða apríl 2014. Fagráðið gerði verkefna- og fjárhagsáætlun og hélt vinnufund þar sem áherslur voru lagðar. Starfsemi fagráðsins fór hægar af stað en vonir stóðu til vegna þess að dregist hefur að ráða starfsmann til að halda utan um starfið og drífa það áfram. Ýmis verkefni eru við það að komast í framkvæmd, m.a. tvær ráðstefnur sem haldnar verða á árinu. Í fagráðinu sitja fyrir hönd KÍ Anna María Gunnarsdóttir, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Ingibjörg Kristleifsdóttir, Ólafur H. Sigurjónsson, Sigrún Grendal, Svanhildur M. Ólafsdóttir og Björg Bjarnadóttir, en þær tvær síðastnefndu sitja í stýrihópi f.h. KÍ. Svanhildur tók þátt í vinnufundi í Vín um starfsþróunarmál sem haldinn var á vegum Evrópusambandsins.
Fræðslufundir 16. nóvember 2011 var haldinn fundur í Kennarahúsinu með formönnum stjórna, skólamálanefnda og endurmenntunarsjóða aðildarfélaga KÍ undir yfirskriftinni Vinna KÍ, félaga og sjóða að símenntunar- og starfsþróunarmálum. Þar var m.a. fjallað um fjóra endurmenntunarsjóði aðildarfélaga KÍ, úthlutunarreglur þeirra og fleira borið saman og unnið í hópavinnu með ýmsar spurningar og framtíðarsýn rædd. 13. janúar 2012 var haldinn fundur á Grand Hótel sem bar yfirskriftina Símenntun/ starfsþróun – framtíðarsýn? Á hann voru boðaðir fulltrúar í stjórn KÍ, stjórnum og skólamálanefndum aðildarfélaga og fulltrúar KÍ í stjórnum endurmenntunarsjóða 26 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
KÍ, auk fulltrúa samstarfsaðila um símenntun/starfsþróun. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn. Eftirtaldir héldu erindi á fundinum: Jón Torfi Jónasson, Ættum við að breyta einhverju í umræðu okkar um símenntun og starfsþróun?; Elna Katrín Jónsdóttir, Betur má ef duga skal; Ragnar Þorsteinsson, Símenntun, fræðsla og starfsþróun; Edda Kjartansdóttir, Upplýsingaveita, uppbygging og álitamál; Svanhildur María Ólafsdóttir, Framkvæmd símenntunar – sýn skólastjórnenda og Anna María Gunnarsdóttir, Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF), góð fyrirmynd? 19. september 2012 var ákveðið að boða fulltrúa í skólamálaráði á Málþing um símenntun kennara sem haldið var í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Aðalræðumaður á málþinginu var John MacBeath prófessor emeritus við Cambridge háskóla og flutti hann erindið The Importance of Continuous Professional Development, some Alternative Routes. Önnur erindi héldu Elna Katrín Jónsdóttir frá KÍ, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Jón Torfi Jónasson frá HÍ. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, opnaði málþingið og kynnti í ávarpi sínu áform um að koma á fót fagráði um símenntun/starfsþróun. 22. mars 2013 var haldinn fræðslufundur á Grand Hótel í samstarfi við Siðaráð KÍ sem bar yfirskriftina Siðfræði fagmannsins. Auk skólamálaráðs og siðaráðs var eftirtöldum aðilum boðið að sitja fundinn; stjórn KÍ og stjórnum aðildarfélaga, fulltrúum í vinnuumhverfis- og jafnréttisnefnd KÍ og fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, HA, HÍ og LHÍ. Fundurinn var blanda af fyrirlestrum og samræðum í hópum þvert á skólastig. Fjórir fyrirlestrar voru fluttir. Anna María Gunnarsdóttir flutti erindið Netsiðareglur – er þörf á þeim? Kolbrún Þ. Pálsdóttir flutti erindið Horft til framtíðar – hvernig skólasamfélag viljum við? Ólafur Páll Jónsson flutti erindið Grunnþættir nýrrar menntastefnu og snertifletir við kennarasiðferði og Ægir Karl Ægisson flutti erindið Fagmennska og siðfræði/siðareglur. Hljóðupptaka og glærur voru birtar á vef KÍ. 10. janúar 2014 var haldinn fræðslu- og kynningarfundur með Heimili og skóla. Fundinn sátu fulltrúar í framkvæmdastjórn skólamálaráðs og útgáfu- og kynningarstjóri KÍ ásamt stjórn og starfsmönnum Heimilis og skóla. Markmiðið með fundinum var að efla samstarf KÍ við samtökin. Formaður skólamálaráðs og Ketill Magnússon formaður Heimilis og skóla héldu inngangserindi um sameiginlega hagsmuni, hverjir væru snertifletirnir, í hverju samstarf gæti verið fólgið og það helsta sem framundan væri í starfsemi samtakanna. 17. febrúar 2014 var haldið opið málþing sem skólamálaráð sat. Málþingið sóttu rúmlega 200 þátttakendur víðs vegar að. Málþingið bar yfirskriftina Erfiðustu spurningarnar koma ekki á prófi! Horfum til þeirrar hæfni sem framtíðin þarfnast. Þetta var liður skólamálaráðs í því að hrinda í framkvæmd samþykkt frá þingi KÍ 2011 sem fjallaði um að KÍ beitti sér fyrir því að gerð yrði verkáætlun um eflingu list- og verkgreina. Heiðursgestur og aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Linda Nathan sérstakur ráðgjafi forstöðumanna í Boston, stofnandi og fyrrverandi skólastjóri Boston Art Academy. Nefndi Linda fyrirlestur sinn Why Arts matters. Auk Lindu voru haldin nokkur stutt erindi. Ingibjörg Jóhannsdóttir hélt erindið Listnám - hvernig gerum við betur? Sölvi Sveinsson nefndi sitt erindi Listir og verknám. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði málþingið og Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltamaður kynnti nýtt smáforrit Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 27
Keywe – þekktu sjálfan þig. Auk þessa voru þátttakendur virkjaðir í tónlist, leiklist og myndlist af þeim Dr. Unni Óttarsdóttur, Þórdísi Heiðu Kristjánsdóttur, Gunnari Benediktssyni, Rannveigu Þorkelsdóttur og Þóreyju Sigþórsdóttur. Málþingið endaði með pallborði þar sem fyrirlesarar tóku þátt ásamt Elíasi Arnari Hjálmarssyni framhaldsskólanemenda, Kristínu Cardew og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Á málþinginu voru sýningar af verkum nemenda frá fjórum skólum og nemendur úr skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar kom fram. Upptaka af málþinginu var birt á vef KÍ. Á ársfundi KÍ 18. apríl 2012 var fjallað um kennaramenntun, kennarastarfið, starfsþróun kennara og hvort aukinni menntun myndi fylgja betri kjör. Erindi fluttu; Jón Torfi Jónasson, Elna Katrín Jónsdóttir og Oddur Jakobsson. Á ársfundi KÍ 19. apríl 2013 var fjallað um gæði og mat á skólastarfi. Erindi fluttu; Júlíus Björnsson og Þóra Björk Jónsdóttir. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp.
Samstarf og samstarfsaðilar Samstarf KÍ á sviði skólamála er eðli málsins samkvæmt mest við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúar KÍ taka þátt í ýmsum nefndum, starfshópum og fundum á þeirra vegum. Formaður og varaformaður KÍ hafa átt fundi með mennta- og menningarmálaráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Samstarf við Námsmatsstofnun um PISA og mat á skólastarfi átti sér stað. Formaður og varaformaður áttu fund með skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem skólastefna KÍ og fleiri mál voru kynnt og reglulegt samstarf er við skólamálafulltrúa SÍS. Skólamálaráð kom á samstarfi við Heimili og skóla sem verður viðhaldið í framtíðinni. Samstarf við HÍ er nokkurt en því þarf að koma í fastara form og leita samstarfs við aðrar kennaramenntunarstofnanir. KÍ hefur tekið á móti kennaranemum HÍ og kynnt sambandið fyrir þeim. Samstarf skólamálaráðs við stofnanir innan KÍ hefur farið fram, en samráðsfundir hafa verið haldnir með stjórn KÍ, formönnum siðaráðs, jafnréttisnefndar og vinnuumhverfisnefndar. Skólamálanefndir aðildarfélaga upplýsa hverja aðra um starfsemi sína en samstarf þeirra á milli þarf að þróa frekar. Fulltrúar í framkvæmdastjórn skólamálaráðs hafa sótt fjölda ráðstefna, málþinga og funda um skóla- og menntamál. Formaður KÍ er fulltrúi KÍ á samráðsvettvangi EI og ETUCE og hann og varaformaður sambandsins taka þátt í norrænu samstarfi og gera grein fyrir þeim málum í framkvæmdastjórninni. Fjallað er um erlent samstarf í sérstökum kafla annars staðar í skýrslunni.
SJÚKRASJÓÐUR Sjúkrasjóður KÍ var stofnaður á stofnþingi KÍ árið 1999 og honum markaður tekjustofn með samningum við ríki og sveitarfélög í nóvember 2000. Úthlutanir úr sjóðnum hófust 1. nóvember 2001 og hefur því í árslok 2013 verið úthlutað reglulega í rúm 12 ár. 28 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Frá upphafi hefur tilgangur sjóðsins verið: • að veita sjóðfélögum fjárhagsaðstoð vegna veikinda, slysa og dauðsfalla • að styðja sjóðfélaga vegna endurhæfingar eftir slys eða sjúkdóma • að styðja sjóðfélaga í fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi, heilsufar og heilbrigði þeirra.
Stjórn sjúkrasjóðs: Kristín Stefánsdóttir, formaður
Félag tónlistarskólakennara
Ásdís Ingólfsdóttir
Félag framhaldsskólakennara
Guðmundur Freyr Sveinsson
Skólastjórafélag Íslands
Margrét S. Þórisdóttir
Félag grunnskólakennara
Toby Sigrún Herman
Félag framhaldsskólakennara
Til vara: Inga María Friðriksdóttir
Félag grunnskólakennara
Árdís Jónsdóttir
Félag grunnskólakennara
Kristín Jónsdóttir
Félag grunnskólakennara
Elísabet Siemsen
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Soffía Þorsteinsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Á skrifstofu KÍ sinna María Norðdahl og Sigrún Harðardóttir verkefnum Sjúkrasjóðs KÍ. Fundir í stjórn Sjúkrasjóðs eru haldnir í lok hvers mánaðar og þar eru teknar til afgreiðslu umsóknir um sjúkradagpeninga, umsóknir samkvæmt 6. og 10. gr. úthlutunarreglna (sem fjalla um kostnaðarsamar læknisaðgerðir og tannlæknastyrki), og aðrar umsóknir sem nauðsynlegt er að sjóðsstjórn fjalli um. Enn fremur staðfestir stjórnin afgreiðslu starfsmanna á öðrum umsóknum sem falla að reglum sjóðsins.
Úthlutunarreglur og eyðublöð Samkvæmt reglum um Sjúkrasjóð KÍ ber sjóðsstjórn að endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins eigi sjaldnar en árlega. Breytingar á úthlutunarreglum eru háðar samþykki stjórnar KÍ. Á starfstímabilinu hefur úthlutunarreglum verið breytt a.m.k. einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili, en oftar á síðari hluta kjörtímabilsins. Stjórn og starfsmenn sjóðsins fylgjast reglulega með þróun úthlutunarreglna sjúkra- og styrktarsjóða annarra stéttarfélaga. Við breytingar á úthlutunarreglum eru reglur annarra sjóða hafðar til hliðsjónar, en fyrst og fremst er þó tekið mið af fjárhagsstöðu Sjúkrasjóðs hverju sinni. Í samræmi við reglur Sjúkrasjóðs KÍ hafa breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins verið kynntar á vef KÍ, auk þess sem trúnaðarmönnum hafa verið sendar upplýsingar um breyttar úthlutunarreglur. Úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs hafa verið kynntar innan aðildarfélaga KÍ þegar þess hefur verið óskað, meðal annars á trúnaðarmannanámskeiðum. Árið 2012 fækkaði umsóknum í sjóðinn miðað við Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 29
árið á undan og var brugðist við með því að auka kynningarstarf. Í kjölfarið hefur styrkumsóknum fjölgað. Eftir því sem liðið hefur á kjörtimabilið hafa sjóðfélagar í auknum mæli nýtt sér „Mínar síður“ til að senda styrkumsóknir og fylgigögn og hefur fyrirkomulagið reynst mjög vel. Einnig hefur þetta nýja fyrirkomulag stytt afgreiðslutíma umsókna. Eyðublöð á pdf-formi er eftir sem áður að finna á vef KÍ, bæði umsóknareyðublöð og eyðublöð fyrir staðfestingu launagreiðanda þegar sótt er um sjúkradagpeninga.
VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignarstofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Um VIRK gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/2012. Samkvæmt þeim lögum eiga atvinnurekendur, lífeyrissjóðir og ríkið að greiða hver um sig 0,13% af heildarlaunagreiðslum á vinnumarkaði til VIRK. Sjóðurinn mótar, samþættir og hefur eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. Guðleif Leifsdóttir, Kristbjörg Leifsdóttir og Þóra Þorgeirsdóttir gegna störfum starfsendurhæfingarráðgjafa fyrir félagsmenn KÍ, BHM og SFF og hafa aðstöðu á skrifstofu BHM. Á fyrstu starfsárum VIRK var það fyrirkomulag viðhaft að starfsendurhæfingarráðgjafar voru í samstarfi við starfsmann Sjúkrasjóðs og höfðu að fyrra bragði samband við umsækjendur um sjúkradagpeninga þegar talið var að þeir hefðu gagn af þjónustu VIRK. Breyting varð á þessu með auknum umsvifum VIRK, þannig að sjóðfélagar urðu sjálfir að leita eftir þjónustunni. Þann 1. febrúar 2014 var enn gerð breyting á vinnulaginu. Felur það í sér að eingöngu er veitt þjónusta samkvæmt beiðni frá lækni sem send er til VIRK.
Tannlæknastyrkir Á árunum 2006-2008 veitti Sjúkrasjóður styrki vegna tannviðgerða sjóðfélaga. Þessi styrkflokkur varð mjög kostnaðarsamur fyrir sjóðinn og leiddi halli á rekstri Sjúkrasjóðs á þessum árum til þess að gera varð breytingar á ýmsum liðum og m.a. fella niður styrki vegna tannlæknaútgjalda. Á þessu kjörtímabili hefur stjórn Sjúkrasjóðs leitað leiða til að koma til móts við útgjöld sjóðfélaga vegna tannviðgerða. Í ljósi forsögunnar var talið nauðsynlegt að stíga þau skref af varkárni. Að vandlega athuguðu máli varð niðurstaðan sú að frá 1. október 2013 er sjóðsstjórn heimilt að veita tannlæknastyrk sem nemi 70% af kostnaði umfram 400.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili, þó að hámarki 200.000 kr. Benda styrkveitingar fyrstu mánuðina til þess að áætlanir sjóðsstjórnar varðandi þennan útgjaldalið hafi verið raunhæfar. 30 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Kynningarstarfsemi Á starfstímabilinu hefur stjórn Sjúkrasjóðs lagt áherslu á kynningu á sjóðnum, bæði með skriflegri umfjöllun innan KÍ og kynningu á fundum á vegum aðildarfélaga sambandsins. Kynningar af þessu tagi hafa gefið góða raun og einnig verið lærdómsríkar fyrir stjórn sjóðsins. Þá hafa viðbrögð gefið til kynna mikilvægi þess að slá ekki slöku við kynningarstarfið.
Tekjur og úthlutanir Á starfstímabilinu hefur fjárhagsstaða Sjúkrasjóðs verið það góð að unnt hefur verið að hækka styrkfjárhæðir nokkuð. Einkum hefur verið lögð áhersla á að hækka sjúkradagpeninga til samræmis við þróun sjúkradagpeninga hjá öðrum sjúkrasjóðum. Auk þess hefur verið unnt að hækka fjárhæðir í öðrum styrkflokkum. Ef bornar eru saman úthlutanir úr Sjúkrasjóði árin 2011 og 2012 kemur í ljós að sjúkradagpeningar eru um 7 milljón krónum lægri síðara árið og fæðingarstyrkir hafa dregist saman um rúmar 6 milljónir á milli ára. Í báðum tilvikum hefur umsóknum fækkað á milli ára. Útgjöld vegna annarra styrkflokka hafa hins vegar aukist. Heildarúthlutanir árið 2012 eru þó tæpum 8,6 milljónum lægri en árið 2011. Frá árinu 2012 hafa útgjöld aukist vegna kostnaðarsamra læknisaðgerða og er sá liður því tilgreindur sérstaklega í sundurliðun fyrir 2012 og 2013. Styrkir vegna tannlæknakostnaðar voru fyrst veittir í nóvember 2013 og fellur því óverulegur kostnaður vegna þess liðar til árið 2013. Árið 2013 hafa útgjöld aukist í nær öllum styrkflokkum í samanburði við árið á undan og heildarútgjöld vaxið um rúmar 73 milljónir.
Heildarúthlutanir árið 2011 skiptust milli styrkflokka sem hér segir:
Upphæð %
Meðferðarstyrkir. . . . . . . . . . . . 48.356.829 8.34 Sjúkradagpeningar sjóðfélaga. . . . . . 87.996.037 33.38 Sjúkradagpen. v/maka og barna. . . . . 2.864.560 1.09 Fæðingarstyrkir . . . . . . . . . . . . . 75.054.536 28.47 Útfararstyrkir. . . . . . . . . . . . . . . 4.650.000 1.76 Heyrnartæki . . . . . . . . . . . . . . . 3.128.222 1.19 Gleraugu. . . . . . . . . . . . . . . . 11.078.538 4.20 Laseraðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . 6.595.165 2.50 Ættleiðingar . . . . . . . . . . . . . . . 1.600.000 0.61 Glasafrjóvganir. . . . . . . . . . . . . . 6.510.241 2.47 Forvarnir. . . . . . . . . . . . . . . . 12.697.360 4.82 Aðrir styrkir. . . . . . . . . . . . . . . 3.077.352 1.17 Samtals kr.
63.608.840
100.00
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 31
Heildarúthlutanir árið 2012 skiptust milli styrkflokka sem hér segir:
Upphæð %
Meðferðarstyrkir. . . . . . . . . . . . 49.612.200 19.45 Sjúkradagpeningar sjóðfélaga. . . . . . 80.960.176 31.75 Sjúkradagpen. v/maka og barna. . . . . 3.157.178 1.24 Fæðingarstyrkir . . . . . . . . . . . . . 68.500.260 26.86 Útfararstyrkir. . . . . . . . . . . . . . . 4.000.000 1.57 Heyrnartæki . . . . . . . . . . . . . . . 2.358.828 0.92 Gleraugu. . . . . . . . . . . . . . . . 12.473.379 4.89 Laseraðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . 6.505.855 2.55 Ættleiðingar . . . . . . . . . . . . . . . . 600.000 0.24 Glasafrjóvganir. . . . . . . . . . . . . . 7.084.457 2.78 Forvarnir. . . . . . . . . . . . . . . . . 8.667.161 3.40 Kostnaðarsamar læknisaðgerðir. . . . . . 5.632.904 2.21 Aðrir styrkir. . . . . . . . . . . . . . . 5.463.540 1.14 Samtals kr.
255.015.938
100.00
Heildarúthlutanir árið 2013 skiptust milli styrkflokka sem hér segir: Upphæð % Meðferðarstyrkir. . . . . . . . . . . . 58.570.000 17.85 Sjúkradagpeningar sjóðfélaga. . . . . . 126.911.245 38.68 Sjúkradagpen. v/maka og barna. . . . . 2.363.152 0.72 Fæðingarstyrkir . . . . . . . . . . . . . 72.347.000 22.05 Útfararstyrkir. . . . . . . . . . . . . . . 6.415.922 1.96 Heyrnartæki . . . . . . . . . . . . . . . 2.715.331 0.83 Gleraugu. . . . . . . . . . . . . . . . 13.029.276 3.97 Laseraðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . 9.387.956 2.86 Ættleiðingar . . . . . . . . . . . . . . . . 800.000 0.24 Glasafrjóvganir. . . . . . . . . . . . . . 5.878.000 1.79 Forvarnir. . . . . . . . . . . . . . . . 13.053.327 3.98 Kostnaðarsamar læknisaðgerðir. . . . . . 8.230.654 2.51 Tannlæknakostnaður. . . . . . . . . . . 1.766.800 0.54 Aðrir styrkir. . . . . . . . . . . . . . . 6.678.719 2.04 Samtals kr. 32 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
328.147.382
100.00
Frá upphafi og til ársloka 2013 hafa verið afgreiddar um 41.500 styrkumsóknir og nema úthlutanir frá upphafi hátt í tveimur milljörðum króna, þar af 850 milljónum króna á árunum 2011-2013.
Lokaorð Við lok þessa starfstímabils verður að telja fjárhagsstöðu Sjúkrasjóðs KÍ góða. Mikilvægt er þó að gæta aðhalds til að sjóðurinn geti áfram sinnt hlutverki sínu og stutt þá sem brýnast þurfa á stuðningi að halda. F.h. stjórnar Sjúkrasjóðs KÍ Kristín Stefánsdóttir, formaður
ORLOFSSJÓÐUR Stjórn Orlofssjóðs: Elís Þór Sigurðsson, formaður
Félag grunnskólakennara
Guðmundur Björgvin Gylfason, varaformaður
Félag framhaldsskólakennara
Ólöf Jónsdóttir, ritari
Félag tónlistarskólakennara
Erla Stefanía Magnúsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Helga Charlotte Reynisdóttir
Félag leikskólakennara
Sigurður Halldór Jesson
Félag grunnskólakennara
Edda Guðmundsdóttir
Félag grunnskólakennara
Varamenn: Ólöf Inga Andrésdóttir
Skólastjórafélag Íslands
Edda Lára Kaaber
Félag framhaldsskólakennara
Haustið 2012 urðu þær breytingar á stjórn Orlofssjóðs að Eydís Eyþórsdóttir sagði sig úr stjórninni. Í hennar stað kom Edda Guðmundsdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar kaus nefndin sér varaformann og ritara. Einnig var kosin framkvæmdastjórn en hana skipuðu Elís Þór Sigurðsson, Guðmundur Björgvin Gíslason og Ólöf Jónsdóttir. Á fundi stjórnar orlofssjóðs í apríl 2012 var samþykkt að leggja framkvæmdastjórn niður frá og með 1. maí 2012 og fela framkvæmdastjóra og formanni orlofssjóðs að vinna þau verk sem framkvæmdastjórn hafði áður unnið á milli stjórnarfunda. Stjórnarfundir á tímabilinu voru þrjátíu og sjö en fundir framkvæmdastjórnar tuttugu og þrír. Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 33
Starfsmenn Orlofssjóðs (aðrir en starfsmenn í Kennarahúsi): Elís Þór Sigurðsson, formaður Orlofssjóðs,
(starfshlutfall 25%)
Ragnheiður Ólafsdóttir, umsjónarmaður á Sóleyjargötu 33 (starfshlutfall 60%) Einar Clausen, umsjónarmaður á Sóleyjargötu 25
(starfshlutfall 50%)
Ólafur Ómar Hlöðversson, umsjónarmaður á Flúðum
(starfshlutfall 100%)
Auður Kolbeinsdóttir, starfsmaður á Flúðum
(starfshlutfall 100%)
Snorri Freyr Jóhannesson, starfsmaður á Flúðum
(starfshlutfall 100%)
Jónína Einarsdóttir, umsjónarmaður í Kjarnabyggð
(starfshlutfall 50%)
Frá mars 2013 til loka þess árs var Elís Þór Sigurðsson í 50% starfshlutfalli vegna veikinda framkvæmdastjóra orlofssjóðs.
Frá þingi í apríl 2011 hafa eftirtaldir látið af störfum hjá Orlofssjóði: Vilborg Ármannsdóttir lét af störfum sem umsjónarmaður á Sóleyjargötu í október 2012. Karen Grétarsdóttir lét af störfum sem umsjónarmaður í Kjarnabyggð í febrúar 2013. Kristín Skúladóttir, sem hóf störf í mars 2013 sem umsjónarmaður í Kjarnabyggð, lét af störfum í lok ágúst 2013.
Á fimmta þingi KÍ 2011 var samþykkt að fela stjórn orlofssjóðs að vinna að eftirtöldum verkefnum 2011-2014: • Eftir mikla uppbyggingu í Heiðarbyggð og endurbyggingu húsa í Ásabyggð eru skuldir sjóðsins verulegar. Unnið verði áfram að því á næsta kjörtímabili að greiða þær niður. • Á síðasta ári var gerður þjónustusamningur við skrifstofu KÍ um rekstur Orlofssjóðs. Áfram verði leitað leiða til að auka hagsýni í rekstri sjóðsins. • Á næstu tveimur árum verði lokið við endurbætur á eldri húsunum (10) í Ásabyggð. Þrjú hús verði endurbætt á ári. • Tryggt verði framboð sumarhúsa og íbúða víða um land til endurleigu fyrir félagsmenn og skoðaðir verði fjölbreyttari valmöguleikar á vetrarleigu. • Áfram verði unnið að því að lækka gistikostnað félagsmanna með því m.a. að greiða niður hótelgistingu með hótelmiðum. • Áfram verði unnið að því að auka fjölbreytni orlofstilboða svo sem með gönguferðum og niðurgreiðslu fargjalda. • Orlofssjóður kynni starfsemi sína fyrir félagsmönnum KÍ, hvenær sem tækifæri gefst til þess. 34 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Samþykktir stjórnar Orlofssjóðs Stjórn Orlofssjóðs hefur haft að leiðarljósi að hafa mikið aðhald með rekstri sjóðsins og greiða verulega niður skuldir. Fjárhagsstaða sjóðsins er góð og skuldir hans sem í upphafi kjörtímabils voru miklar og íþyngjandi hafa lækkað verulega. Rekstur sjóðsins varðandi aðra liði en eigið húsnæði hefur vaxið mikið og er orðinn mjög yfirgripsmikill.
Dómsmál Árið 2009 var Orlofssjóði stefnt vegna sjálfskuldabréfs sem gefið var út 1. nóvember 2007 af þáverandi varaformanni sjóðsins sem var sjálfskuldarábyrgðaraðili en bréfið fór í varðveislu handhafa. Þann 15. september 2011 staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest var ákvörðun sýslumanns að stöðva gerð í aðfararmáli hans gegn Orlofssjóði Kennarasambands Íslands. Lauk málinu með fullnaðarsigri Orlofssjóðs.
Eignir Ásabyggð Tíu orlofshús, byggð 1986-1989. Þrjú orlofshús byggð 2005 til 2011. Á fimmta þingi KÍ árið 2011 var samþykkt að ráðast í að lagfæra tíu elstu hús Orlofssjóðs á svæðinu. Þeirri vinnu er nú lokið. Húsin voru vandlega yfirfarin, máluð að innan, skipt um innbú, gólfefni og fleira. Mjög góð nýting var á þessum húsum yfir sumartímann. Auk þessara eldri húsa eru 3 nýjustu hús Orlofssjóðs í Ásabyggð. Heildarnýting þeirra á ársgrundvelli er yfir 82% sem er næstbesta nýtingin á orlofsbústöðum Orlofssjóðs KÍ.
Heiðarbyggð Þrettán orlofshús, byggð 2002 til 2009 Rekstur húsanna í Heiðarbyggð gekk vel og voru þau mikið notuð á kjörtímabilinu. Eitt hús í Heiðarbyggð (Háimói 14) var endurbyggt að hluta, m.a. skipt um alla glugga þess og klæðning löguð, en húsið hafði frá því það var keypt haldið illa vatni og vindi. Heiðarbyggðarhúsin hafa komið mjög vel út hvað rekstur varðar og er almenn ánægja með þau hjá félagsmönnum. Húsin hafa auk þess reynst mjög hagkvæm í rekstri. Þau eru mikið notuð, allar helgar fullbókaðar og nýting virka daga eykst jafnt og þétt.
Kjarnaskógur Fjögur orlofshús Húsin í Kjarnaskógi eru tvenns konar. Annars vegar eldri húsin númer 4 og 12 sem eru 55m², með þrem svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex. Hins vegar nýrri húsin númer 5 og 7 sem eru 70m² með þrem svefnherbergjum og svefnplássi fyrir átta. Heildarnýting á ársgrundvelli er yfir 85% sem er besta nýtingin á orlofsbústöðum Orlofssjóðs KÍ. Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 35
Sóleyjargata 33 Fjórar íbúðir og fimm herbergi Mikil eftirspurn hefur verið eftir leigu á Sóleyjargötunni. Nýtingin á ársgrundvelli er um 81% og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn um helgar. Húsið var allt lagfært og málað að utan sumarið 2013.
Sóleyjargata 25 Sex íbúðir Mikil eftirspurn hefur einnig verið eftir leigu á Sóleyjargötu 25. Nýtingin á ársgrundvelli er um 80% og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn um helgar. Húsið var allt málað að innan árið 2013 auk þess sem íbúð númer 2 var tekin í gegn. Þá var einnig stór veggur meðfram lóð hússins lagfærður.
Heiðarbyggð Fundarsalurinn Fróði Ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs, sem staðsettur er á jarðhæð Háamóa 2, er fullbúinn. Á efri hæðinni er orlofsíbúð sem hægt er að leigja ásamt salnum. Hann var vígður í ágúst 2011 og hlaut nafnið Fróði eftir nafnasamkeppni. Salurinn er vel búinn öllum tækjum og öðru sem nota þarf við fundi eða skemmtanir. Hann tekur vel 60 manns í sæti en allur búnaður er fyrir mun fleiri notendur.
Önnur verkefni Orlofssjóður gerði samninga við fjölda ferðaþjónustuaðila á kjörtímabilinu. Meðal annars var félagsmönnum boðið upp á að kaupa afsláttarmiða á Icelandair hótelin, Hótel Eddu, Fosshótelin, Hótel Keflavík og fleiri hótel og gistiheimili. Orlofssjóður niðurgreiddi þessa gistingu en þjónustan nýtur sífellt meiri vinsælda félagsmanna. Boðið var upp á kaup á gjafabréfum í gönguferðir með Útivist og Ferðafélagi Íslands. Félagsmenn völdu sér sjálfir ferð en gjafabréf gekk síðan upp í hluta kostnaðar við ferðina. Það fyrirkomulag að bjóða ekki lengur upp á sérvaldar ferðir á vegum Orlofssjóðs mæltist vel fyrir. Í ljósi erfiðleika við að útvega til endurleigu orlofshús eða íbúðir samþykkti stjórn Orlofssjóðs að koma betur til móts við félagsmenn KÍ og bjóða aukið magn gjafabréfa í flug. Boðið var upp á gjafabréf hjá Icelandair og WOW-air. Vinsældir þessara bréfa urðu mjög miklar og keyptu félagsmenn tæplega 5.000 gjafabréf á árinu 2013. Orlofssjóður gerði samning um sölu farmiða með Baldri um Breiðafjörð og tóku félagsmenn því mjög vel. Orlofssjóður bauð félagsmönnum sínum útilegukort, veiðikort, golfkort, sund og safnakort til sölu á hagkvæmu verði. Félagsmenn gátu keypt þessi kort án þess að missa við það orlofspunkta.
Orlofsvefurinn Í upphafi árs 2012 hófst vinna við breytingu á bókunarvef orlofssjóðs. Gengið var til samninga við fyrirtækið AP-media um kaup á orlofsvefnum „Frímann“ sem tekinn var í notkun í byrjun mars 2012. Frímann á að þjóna félagsmönnum betur en forveri hans Hannibal gerði, en þarna geta félagsmenn keypt á einum stað alla þá 36 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
þjónustu sem þeim stendur til boða á vegum Orlofssjóðs. Auk þess er þar að finna fjölmörg tilboð um afslætti á vörum og þjónustu sem félagsmenn geta nýtt sér gegn því að þeir framvísi staðfestingu á félagsaðild. Bókunum á vefnum hefur fjölgað verulega og er nú svo komið að flestir bókanir fara fram í gegn um Frímann og „Mínar síður“. Um leið og opnað var fyrir sumarúthlutun sumarið 2013 var sölufyrirkomulagi breytt þannig að sölutímabilum var fækkað og opnað í þremur lotum þannig að opnað var í einu á vikuleigu og flakkaraleigu. Einnig voru allar eignir sem í upphafi voru eingöngu til leigu sem vikuleigur færðar yfir í flakkaraleigu ef þær voru ekki fullbókaðar 1. júní. Mæltist þetta vel fyrir hjá félagsmönnum.
Ferðablað Ferðablað orlofssjóðs er gefið út í mars á hverju ári. Þar eru kynnt öll tilboð sem félagsmönnum standa til boða hverju sinni. Blaðinu er dreift til allra félagsmanna, auk þess sem það er birt á vef KÍ og heimasíðu Orlofssjóðs KÍ. Ný ferðatilboð Orlofssjóðs eru einnig kynnt jafnóðum á vef sjóðsins.
Að lokum Orlofshúsin sem eru til leigu fyrir félagsmenn árið 2014 eru örlítið færri en í fyrra. Ástæðan er að sjóðurinn er nú í harðri samkeppni við erlenda aðila sem sækja í að leigja sumarhús á Íslandi. Það hefur valdið því að leiguverð sumarhúsa hefur hækkað. Stjórn Orlofssjóðs hefur samþykkt að verðskrá fyrir sumarhús og íbúðir verði óbreytt milli áranna 2013 og 2014 og mun sjóðurinn taka á sig þær hækkanir sem orðið hafa á húsaleigu og öðrum kostnaði. F.h. stjórnar Orlofssjóðs Elís Þór Sigurðsson, formaður
VINNUDEILUSJÓÐUR Stjórn Vinnudeilusjóðs: Ingibergur Elíasson, formaður
Félag framhaldsskólakennara
Elín Mjöll Jónasdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir
Félag leikskólakennara
Guðmundur Björgvin Gylfason
Félag framhaldsskólakennara
Ghasoub Abed
Félag framhaldsskólakennara
Varamenn: Kristín Kolbeinsdóttir
Félag grunnskólakennara
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir
Skólastjórafélag Íslands
Björgvin Rúnar Leifsson
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Særún Ármannsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 37
Stjórnarfundir Stjórn Vinnudeilusjóðs fundaði alls 24 sinnum á kjörtímabilinu. Fyrsti stjórnarfundur (nr. 76) var haldinn 12. maí 2011 og sá síðasti fyrir gerð þessarar skýrslu 23. janúar 2014 (sá fundur var nr. 99). Fundargerðir stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ eru birtar á heimasíðu KÍ samkvæmt samþykkt stjórnar 11. febrúar 2010.
Starfsmaður Formaður stjórnar vinnudeilusjóðs var ráðinn starfsmaður hans. Starfið var miðað við 25 dagvinnustundir á mánuði við umsjón og daglegan rekstur sjóðsins.
Fjármál Um tekjur, gjöld og eignir vinnudeilusjóðs er vísað til ársreikninga sjóðsins sem hafa verið lagðir fram á ársfundum KÍ og nú á 6. þingi kennarasambandsins.
Iðgjöld Á fundi stjórnar Vinnudeilusjóðs 29. september 2009 var eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða: „Með hliðsjón af ástandi efnahagsmála, m.a. lækkandi kaupmætti launa, telur stjórn vinnudeilusjóðs rétt að félagsmenn njóti góðrar stöðu sjóðsins með lægri félagsgjöldum. Þeim tilmælum er því beint til stjórnar Kennarasambands Íslands að innheimtu 0,45% gjalds til vinnudeilusjóðs verði frestað fyrst um sinn og lækki félagsgjöld a.m.k. er því nemur. Ákvörðunin gildi til næsta þings KÍ árið 2011. Komi til vinnustöðvunar hjá aðildarfélagi KÍ á tímabilinu skuli stjórnir KÍ og vinnudeilusjóðs ákveða hvort 0,45% gjald skuli innheimt að nýju“. Þá var á sama fundi samþykkt samhljóða: „Stjórn Vinnudeilusjóðs KÍ samþykkir að á þeim tíma sem gjaldtaka í Vinnudeilusjóð KÍ fellur niður mun Vinnudeilusjóður ekki taka þátt í lögfræðikostnaði KÍ eða greiðslu kostnaðar aðildarfélaganna við gerð kjarasamninga“. Á fundi 16. október 2009 samþykkti stjórn KÍ tillögu stjórnar Vinnudeilusjóðs um frestun á innheimtu 0,45% af hluta félagsgjalda til sjóðsins og þar með lækkun félagsgjalda úr 1,55% í 1,1%. Vinnudeilusjóður hefur því ekki notið tillags af félagsgjöldum undanfarin ár. Fyrrgreindar samþykktir standa óbreyttar þegar þessi skýrsla til 6. þings KÍ 2014 er gerð.
Ávöxtun sjóðsins og fjárfestingastefna Viðskiptabankar vinnudeilusjóðs eru Landsbankinn- eignastýring og Íslandsbanki. Greiðsla iðgjalda í vinnudeilusjóð féll niður, eins og áður kom fram, frá 1. janúar 2010 svo sjóðurinn hefur ekki haft aðrar tekjur en ávöxtun inneigna. Fjárvörsluráð KÍ hefur verið sömu skoðunar og stjórn vinnudeilusjóðsins að engar breytingar yrðu gerðar á fjárfestingastefnu sjóðsins á tímabilinu, en hún byggist á varfærni og bestu tryggingu inneigna.
Kostnaður greiddur af vinnudeilusjóði Vinnudeilusjóður tók þátt í kostnaði aðildarfélaganna við gerð kjarasamninga árið 2011 samkvæmt samþykkt stjórnar sjóðsins um undantekningu frá fyrri samþykkt um að sjóðurinn væri óvirkur meðan ekki kæmi tillag af félagsgjöldum til hans: 38 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Kostnaður vinnudeilusjóðs af fyrrgreindu kom fram í ársreikningum 2012. Síðasta þing samþykkti að Vinnudeilusjóðurinn skyldi greiða þjónustugjald til sambandsins að upphæð kr 2.000.000. Stjórn sjóðsins og fulltrúar KÍ, gjaldkeri og skrifstofustjóri, hafa farið yfir greiningu á starfstengdum kostnaði sem myndar þjónustugjaldið. Niðurstaða þessarar greiningar er að kostnaður vegna Vinnudeilusjóðsins er tæplega kr 1.400.000 og er þá þjónustugjald til sambandsins réttilega sú upphæð.
Verkefni Vinnudeilusjóðs Stjórn sjóðsins fékk með fulltingi formanns KÍ hagfræðing Kennarasambandsins, Odd S. Jakobsson, til að gera yfirlit um starfsemi sjóðsins og hugsanlega framvindu kjarasamninga sem getur leitt til að á hlutverk sjóðsins reyni. Niðurstöðu þessa verkefnis var skilað haustið 2012. Stjórn sjóðsins var mjög ánægð með þær greinargóðu upplýsingar og úrvinnslu sem koma fram í skýrslunni. Stjórn Kennarasambandsins fékk skýrsluna í hendur og til ráðstöfunar í vinnu við kjarasamninga.
Staða vinnudeilusjóðs Stjórn vinnudeilusjóðs KÍ telur að tekist hafi að vernda eignastöðu sjóðsins en það dugir ekki til ef til verkfalla kemur og styrkja þarf félagsmenn í erfiðri vinnudeilu. Á sjötta þingi KÍ þarf að ákveða innheimtu félagsgjalda í sjóðinn til að halda styrk hans svo hann megi gegna hlutverki sínu. Þá þarf að skoða lög KÍ, samþykktir og starfsreglur sjóðsins varðandi stuðning við aðildarfélögin og við félagsmenn í vinnudeilum. Fyrir hönd stjórnar Vinnudeilusjóðs Kennarasambands Íslands Ingibergur Elíasson formaður.
KJÖRSTJÓRN Á fimmta þingi KÍ var ný kjörstjórn kosin fyrir kjörtímabilið 2011–2014. Í henni sitja: Bragi Halldórsson, formaður
Félag framhaldsskólakennara
Helga Sighvatsdóttir
Félag tónlistarskólakennara
Lóa Björk Hallsdóttir
Félag leikskólakennara
Magnea Antonsdóttir
Félag grunnskólakennara
Björk Helle Lassen
Félag grunnskólakennara
Til vara: Fanney D. Halldórsdóttir
Skólastjórafélag Íslands
Lilja Eyþórsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Félag stjórnenda framhaldsskóla Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 39
Allir aðalmenn voru fyrir í kjörstjórn nema Magnea. Fyrsti fundur stjórnar var haldinn 16. maí 2011. Þar var Bragi Halldórsson endurkjörinn formaður og Helga Sighvatsdóttir endurkjörin ritari. Fram til 10. janúar 2014 hefur kjörstjórn haldið 31 fund og annast eftirfarandi atkvæðagreiðslur:
Samningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga Þann 30. maí 2011 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi grunnskólakennara innan KÍ um kjarasamning milli Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skrifað var undir samninginn 14. maí 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
4536
Atkvæði greiddu
3317
73,1%
Já
2857
86,1%
Nei
352
10,6%
Auðir seðlar
108
3,3%
Samningur Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga Þann 14. júní 2011 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands innan KÍ um kjarasamning milli Kennarasambands Íslands (vegna SÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skrifað var undir samninginn 29. maí 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
569
Atkvæði greiddu
318
55,9%
Já
286
89,9%
Nei
24
7,6%
8
2,5%
Auðir seðlar
Samkomulag Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs Þann 14. júní 2011 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum innan KÍ um samkomulag Kennarasambands Íslands vegna framhaldsskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Skrifað var undir samkomulagið 26. maí 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI Á kjörskrá
HLUTFALL
1519
Atkvæði greiddu
663
43,6%
Já
493
74,4%
Nei
147
22,2%
23
3,4%
Auðir seðlar
40 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Samningur Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga Þann 16. júní 2011 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi tónlistarskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning FT og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skrifað var undir samninginn 30. maí 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
542
Atkvæði greiddu
163
30,1%
Já
156
95,7%
Nei
6
3,7%
Auðir seðlar
1
0,6%
Samkomulag Félags framhaldskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við Verzlunarskóla Íslands Þann 16. júní 2011 lauk atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum innan KÍ um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands (vegna FF og FS) og Verzlunarskóla Íslands. Skrifað var undir samkomulagið 8. júní 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
83
Atkvæði greiddu
43
51,8%
Já
40
93%
Nei
3
7%
Samkomulag Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við Tækniskólann Þann 24. júní 2011 lauk atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum innan KÍ um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands (vegna FF og FS) og Tækniskólans. Skrifað var undir samkomulagið 20. júní 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI Á kjörskrá
HLUTFALL
164
Atkvæði greiddu
35
21,3%
Já
30
85,7%
Nei
5
14,3%
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 41
Samkomulag milli Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við Menntaskóla Borgarfjarðar Þann 24. júní 2011 lauk atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum innan Kennarasambands Íslands um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands (vegna FF og FS) og Menntaskóla Borgarfjarðar. Skrifað var undir samkomulagið 14. júní 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI Á kjörskrá
HLUTFALL
13
Atkvæði greiddu
6
46,2%
Já
5
83,3%
Nei
1
16,7%
Samningur Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga Þann 4. júlí 2011 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi stjórnenda leikskóla innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning milli Kennarasambands Íslands (vegna FSL) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skrifað var undir samninginn 21. júní 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
452
Atkvæði greiddu
285
63,1%
Já
183
64,2%
Nei
88
30,9%
Auðir seðlar
14
4,9%
Verkfallsboðun Félags leikskólakennara Þann 22. ágúst 2011 greiddu félagar í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands atkvæði um boðun verkfalls. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
1798
Atkvæði greiddu
1523
84,7%
Já
1464
96,1%
51
3,3%
8
0,6%
Nei Auðir seðlar
42 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Samkomulag milli Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við Fjölmennt Þann 22. ágúst 2011 lauk atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum innan Kennarasambands Íslands um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands (vegna FF og FS) og Fjölmenntar. Skrifað var undir samkomulagið 11. ágúst 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
24
Atkvæði greiddu
16
66,7%
Já
15
93,8%
Nei
1
6,2%
Samningur Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga Þann 6. september 2011 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning FL og Sambands íslenskra sveitarfélaga (f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila, sem það hefur samningsumboð fyrir). Skrifað var undir samkomulagið 20. ágúst 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
1873
Atkvæði greiddu
1476
78,8%
Já
1361
92,2%
Nei
83
5,6%
Auðir seðlar
32
2,2%
Samningur Félags leikskólakennara og Sigöldu ehf. Þann 30. nóvember 2011 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning KÍ/FL og Sigöldu ehf. Skrifað var undir samninginn 22. nóvember 2011 með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
13
Atkvæði greiddu
13
100%
Já
13
100%
Nei
0
0%
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 43
Samningur Félags leikskólakennara og Samtaka sjálfstæðra skóla Þann 7. maí 2012 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning FL og Samtaka sjálfstæðra skóla. Skrifað var undir samninginn 12. apríl 2012 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI Á kjörskrá
HLUTFALL
150
Atkvæði greiddu
31
20,7%
Já
19
61,3%
Nei
11
35,5%
1
3,2%
Auðir seðlar
Samningur Félags leikskólakennara og Waldorfleikskólans Sólstafa Þann 4. júní 2012 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning KÍ/FL og Waldorfleikskólans Sólstafa. Skrifað var undir samninginn 21. maí 2012 með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
4
Atkvæði greiddu
3
75%
Já
0
0%
Nei
3
100%
Samningur Félags leikskólakennara og Skóla ehf. Þann 4. júní 2012 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning KÍ/FL og Skóla ehf. Skrifað var undir samninginn 15. maí 2012 með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
41
Atkvæði greiddu
40
97,5%
Já
35
87,5%
Nei
4
10%
Auðir seðlar
1
2,5%
44 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Samningur Félags leikskólakennara og Waldorfleikskólans Sólstafa Þann 15. ágúst 2012 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning KÍ/FL og Waldorfleikskólans Sólstafa. Skrifað var undir samninginn 3. júlí 2012 með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
4
Atkvæði greiddu
4
100%
Já
4
100%
Nei
0
0%
Samkomulag Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs Þann 12. nóvember 2012 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum innan KÍ. Kosið var um samkomulag Kennarasambands Íslands vegna ríkisrekinna framhaldsskóla og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs um úrvinnslu bókana 2 og 5 ásamt bókun 3 með kjarasamningi aðila frá 26. maí 2011 sem og samkomulagi mennta- og menningarmálaráðherra og Kennarasambandsins með sama samningi. Skrifað var undir samkomulagið 24. október 2012 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
1639
Atkvæði greiddu
1090
66,5%
Já
243
22,3%
Nei
807
74%
40
3,7%
Auðir seðlar
Samningur Félags leikskólakennara og Sunnugarðs ehf. Þann 8. mars 2013 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í Félagi leikskólakennara innan Kennarasambands Íslands um kjarasamning KÍ/FL og Sunnugarðs ehf. Skrifað var undir samninginn 22. febrúar 2013 með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi félagsmanna. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
4
Atkvæði greiddu
4
100%
Já
4
100%
Nei
0
0%
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 45
Formannskjör í Kennarasambandi Íslands Framboðsfrestur vegna formannskjörs Kennarasambands Íslands rann út þriðjudaginn 15. október 2013. Í bréfi framboðsnefndar KÍ til kjörstjórnar frá 22. október 2013 kom fram að tvö framboð hefðu borist: Einar Þór Karlsson, kt. 221166-3029 Þórður Á. Hjaltested, kt. 050458-3939. Kosning fór fram skriflega meðal félagsmanna KÍ dagana 18.–22. nóvember. Atkvæði voru talin 30. nóvember 2013. FJÖLDI Á kjörskrá
HLUTFALL
10.185
Atkvæði greiddu
6.680
65,6%
Einar hlaut
2.700
40,4%
Þórður hlaut
2.883
43,2%
Auðir seðlar
1.006
15%
91
1,4%
Ógildir seðlar
Varaformannskjör í Kennarasambandi Íslands Framboðsfrestur vegna varaformannskjörs Kennarasambands Íslands rann út miðvikudaginn 16. janúar 2014. Í bréfi framboðsnefndar KÍ til kjörstjórnar frá 16. janúar 2014 kom fram að tvö framboð hefðu borist: Aðalheiður Steingrímsdóttir, kt. 020753-5019 Björg Bjarnadóttir, kt. 270555-3069. Kosning fór fram skriflega meðal félagsmanna KÍ dagana 5. – 14. febrúar 2014. Atkvæði voru talin 22. febrúar 2014. FJÖLDI Á kjörskrá
HLUTFALL
10.227
Atkvæði greiddu
6.991
68,4%
Aðalheiður hlaut
3.171
45,4%
Björg hlaut
3.109
44,5%
695
9,9%
16
0,2%
Auðir seðlar Ógildir seðlar
Fjöldi fulltrúa á sjötta þingi KÍ Á fundi kjörstjórnar KÍ 18. desember 2013 var fulltrúafjöldi aðildarfélaga KÍ ákveðinn á 6. þingi sambandsins 1. – 4. apríl 2014 samkvæmt ákvæðum í 15. gr. og 2. mgr. 14. gr. laga KÍ: Stjórnum aðildarfélaga Kennarasambands Íslands er hér með falið að gangast fyrir kjöri fulltrúa á 6. þing KÍ samkvæmt lögum hvers félags. 46 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Miðað við fjölda virkra félagsmanna í desember 2013 er fjöldi kjörinna þingfulltrúa fyrir hvert félag sem hér segir: FÉLAG
FULLTRÚAR
FÉLAGAR
FF
Félag framhaldsskólakennara
37
1.810
FG
Félag grunnskólakennara
91
4.545
FL
Félag leikskólakennara
44
2.185
FS
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
2
95
FSL
Félag stjórnenda leikskóla
10
460
FT
Félag tónlistarskólakennara
11
526
SÍ
Skólastjórafélag Íslands
11
508
Að auki hafa lögbundinn þingseturétt: FKE Félag kennara á eftirlaunum 5 fulltrúar Stjórn Kennarasambands Íslands
13
”
Varaformenn aðildarfélaga KÍ
7
”
Formenn Orlofssjóðs, Sjúkrasjóðs, Vinnudeilusjóðs, kjörstjórnar og starfandi nefnda á vegum KÍ sem skipaðar eru samkvæmt ákvörðun þings skulu eiga seturétt á þingi með málfrelsi og tillögurétti. Hið sama gildir um fulltrúa í uppstillinganefnd og starfsmenn KÍ. Verði breyting á fjölda virkra félagsmanna og þar með fjölda fulltrúa eftir kjör þingfulltrúa verður því mætt með flutningi milli aðal- og varamannalista viðkomandi félags.Varamenn kjörinna fulltrúa. Í hverju félagi skal kjósa jafn marga varamenn og þingfulltrúa. Með hvaða hætti varamenn taka sæti aðalmanna skal koma fram í tilkynningu félagsins um kjör þingfulltrúa.
Varamenn kjörinna fulltrúa Í hverju félagi skal kjósa jafn marga varamenn og þingfulltrúa. Með hvaða hætti varamenn taka sæti aðalmanna skal koma fram í tilkynningu félagsins um kjör þingfulltrúa.
Allsherjaratkvæðagreiðsla félagsmanna FF og FS í ríkisreknum framhaldsskólum um boðun verkfalls Þann 21. febrúar 2014 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu meðal þeirra félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda framhaldsskóla sem starfa í ríkisreknum framhaldsskólum um boðun verkfalls 17. mars 2014. Talning atkvæða fór fram 28. febrúar 2014. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
1.541
Atkvæði greiddu
1.339
86,9%
Já
1.173
87,6%
134
10%
32
2,4%
Nei Auðir og ógildir
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 47
Allsherjaratkvæðagreiðsla félagsmanna FF og FS í Menntaskóla Borgarfjarðar um boðun verkfalls Þann 7. mars 2014 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum sem starfa í Menntaskóla Borgarfjarðar um boðun verkfalls 17. mars 2014. Talning atkvæða fór fram 8. mars 2014. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
13
Atkvæði greiddu
12
83,4%
Já
9
75%
Nei
3
25%
Auðir og ógildir
0
Allsherjaratkvæðagreiðsla félagsmanna FF og FS í Tækniskóla Íslands um boðun verkfalls Þann 7. mars 2014 lauk allsherjaratkvæðagreiðslu þeirra félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum sem starfa í Menntaskóla Borgarfjarðar um boðun verkfalls 17. mars 2014. Talning atkvæða fór fram 8. mars 2014. FJÖLDI
HLUTFALL
Á kjörskrá
167
Atkvæði greiddu
141
83,4%
Já
116
82,3%
Nei
23
16,3%
2
1,4%
Auðir og ógildir
Rafrænt kosningakerfi Á haustdögum 2013 var hafinn undirbúningur að gerð rafræns kosningakerfis fyrir KÍ. Þegar það kemst í gagnið (væntanlega á fyrstu mánuðum ársins 2014) munu flestar kosningar fara fram á Mínum síðum nema annað verði ákveðið. Til þess þarf þó fyrst að breyta 14. og 15. gr. laga KÍ. Allmikill kostnaður fylgir útvistun rafrænna kosninga á vegum sambandsins og því munu sparast umtalsverðir fjármunir þegar sambandið verður fært um að annast kosningar á eigin vegum. Fram undan eru margar mikilvægar kosningar þar sem kjarasamningar allra aðildarfélaga KÍ verða lausir á næstu mánuðum.
Þakkir fráfarandi formanns Sem formaður kjörstjórnar KÍ frá upphafi vil ég að síðustu nota þetta tækifæri til að þakka öllum samstarfsmönnum mínum í kjörnefnd farsælt samstarf á liðnum árum og jafnframt þakka starfsmönnum kjörstjórnar, þeim Valgeiri Gestssyni, Sigríði Sveinsdóttur og Fjólu Ósk Gunnarsdóttur, sem ég hef átt ánægjulegt samstarf við á liðnum árum. Ég mun ekki gefa kost á mér til endurkjörs næsta kjörtímabil. Fyrir hönd kjörstjórnar Bragi Halldórsson, formaður 48 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
VINNUUMHVERFISNEFND Ný vinnuumhverfisnefnd tók til starfa í nóvember 2011. Í henni sitja: Sif Stefánsdóttir, formaður
Skólastjórafélag Íslands
Petrea Óskarsdóttir, ritari
Félag tónlistarskólakennara
Ásdís Ingólfsdóttir
Félag framhaldsskólakennara
Guðný Anna Þóreyjardóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Sigurður Halldór Jesson
Félag grunnskólakennara
Haldnir hafa verið 15 fundir kjörtímabilið 2011-2014. Nefndin vann út frá stefnu KÍ í vinnuumhverfismálum og þeim tillögum er varða málaflokkinn sem komu fram á þingi KÍ í apríl 2011. Fyrsta verk var að senda stjórn KÍ minnisblað vegna vinnuumhverfismála á kjörtímabilinu, byggt m.a. á þingssamþykktunum. Þjónustufulltrúi á félagssviði, Hafdís D. Guðmundsdóttir, er starfsmaður nefndarinnar.
Fræðslumyndbönd Nefndin vann að gerð fræðslumyndabanda KÍ í samstarfi við jafnréttisnefnd og Siðaráð á kjörtímabilinu. Í myndböndunum átta, sem birt voru á heimasíðu KÍ í maí 2013, ræða sérfræðingar ákveðin málefni sem snúa að starfsumhverfinu. Markmið verkefnisins voru: • Að koma fræðslu til félagsmanna um fagleg mál, starfsumhverfið og líðan í starfi • Að auka fagvitund og þekkingu á áhrifum starfsumhverfisins á vinnu og líðan • Að auka virkni og umræður um fagleg mál og starfsumhverfið • Að bæta vefsíðu KÍ og auka þar með notkun félagsmanna á henni Maríanna Friðjónsdóttir, kvikmynda- og dagskrárgerðarkona, sá um upptökur og vinnslu myndbandanna. Efnistök höfða til leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólakennara og efnið er bæði hagnýtt í leik og starfi. Umfjöllunaratriðin eru hér: EFNI
VIÐMÆLANDI
ERFIÐAR AÐSTÆÐUR OG ERFIÐIR EINSTAKLINGAR
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur
HAMINGJUSAMIR KENNARAR ERU GÓÐIR KENNARAR
nna Jóna Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi A og framkvæmdastjóri Auðnu
KULNUN OG STREITA
Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur
ÓLÍK FRAMKOMA KENNARA GAGNVART STELPUM OG STRÁKUM
anna Björg Vilhjálmsdóttir, H framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ
PERSÓNUSJÁLF OG FAGLEGT SJÁLF
Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur
RADDVERND OG RÁÐ TIL AÐ DRAGA ÚR RADDÞREYTU
Valdís I. Jónsdóttir, raddmeinafræðingur
SAMSKIPTI Á VINNUSTAÐ OG GÓÐUR VINNUFÉLAGI
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur
VINNUVISTFRÆÐI - LÍKAMSBEITING OG VINNUSTELLINGAR
Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 49
Til að vekja athygli á myndböndunum var félagsmönnum KÍ sendur hlekkur á eitthvert þeirra u.þ.b. einu sinni í mánuði, veturinn 2012-2013. Ljóst er að það skilaði árangri því áhorf á viðkomandi myndband jókst marktækt í hvert skipti. Í heild er búið að horfa á myndböndin yfir 6.000 sinnum.
Samstarf við Vinnueftirlitið Vinnuumhverfisnefnd lét útbúa ítarlegar upplýsingar um hlutverk, skyldur og réttindi félagslegra trúnaðarmanna og öryggistrúnaðarmanna í samstarfi við Vinnueftirlitið. Efnið var sent til allra trúnaðarmanna KÍ og skólastjórnenda í byrjun nóvember 2012 og kynnt á forystufræðslu KÍ haustið 2013. Það er enn fremur aðgengilegt á vef Kennarasambandsins. Vinnueftirlitið óskaði eftir samstarfi við KÍ til þess að vekja athygli á kennsluefni á sviði vinnuverndar til nota fyrir kennara 7-11 ára grunnskólabarna sem Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) útbjó. KÍ vakti athygli á efninu í vefmiðlum og með útsendingu tölvupósts á félagsmenn Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands.
Hávaði í skólum Vinnuumhverfisnefnd ásamt Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla hefur verið í samstarfi við Valdísi I. Jónsdóttur, talmeinafræðing, um aðgerðir gegn hávaða í skólum og raddvernd kennara. Samstarfið hefur m.a. snúist um útgáfu fræðslurits fyrir kennara og samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga um margvíslegar aðgerðir er varða málefnið. Meðal þeirra atriða sem KÍ leggur áherslu á í þessum málaflokki eru: • Útgáfa fræðsluefnis • Mælingar á hávaða í leik- og grunnskólum (sem miðast við bæði kennara og nemendur) • Trygging á rödd kennara sem atvinnutækis • Kennsla í raddvernd fyrir kennaranema • Fækkun barna í rými til að draga úr hávaða • Að magnarakerfi sé staðalbúnaður í skólum.
Erlent samstarf Nordisk Arbeidsmiljø Nettverk – NAN Vinnuumhverfisnefnd tekur fyrir hönd KÍ þátt í samstarfi norrænna kennarafélaga um vinnuumhverfismál. Samstarfið byggir á tengslaneti þar sem fulltrúar stéttarfélaga norrænna kennara hittast einu sinni á ári, skiptast á upplýsingum um hvað verið að gera og ræða mál sem varða starfsumhverfi kennara. Oft er sérfræðingur fenginn til að fjalla um ákveðið málefni á fundunum. Vorið 2011 fór starfsmaður vinnuumhverfisnefndar á fund í Osló og þar var rætt um starfsmannasamtöl, álag, veikindafjarvistir og lífeyrismál. Vorið 2012 fóru starfsmaður og formaður nefndarinnar til Stokkhólms og helstu umræðuefni voru streita og álag, inniloft og ofbeldi af hálfu þriðja aðila. 50 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Vorið 2013 var fundurinn haldinn í Kennarahúsinu í Reykjavík. Starfsmaður vinnuumhverfisnefndar ásamt fulltrúum hennar sáu um skipulag og framkvæmd fundarins. Aðalfyrirlesari fundarins var Valdís I. Jónsdóttir, talmeinafræðingur, og fjallaði hún um skaðleg áhrif hávaða á rödd, heyrn og vellíðan í skólum. Fulltrúi Lärerforbundet í Svíþjóð sagði frá starfi ETUCE varðandi ofbeldi. Að lokum var rætt um vinnuumhverfi í kjarasamningum og lögum þar sem hvert land hafði tekið saman útdrátt um stöðu mála í sínu landi. Þótti fundurinn takast vel. Þær upplýsingar sem koma fram á fundum NAN nýtast vinnuumhverfisnefnd mjög vel í starfi sínu og einnig er þeim miðlað áfram til stjórnar KÍ. Næsti fundur NAN verður að öllum líkindum haldinn í Helsinki vorið 2014.
European Trade Union Committee for Education - ETUCE Vinnuumhverfisnefnd fylgist með verkefnum ETUCE sem tengjast starfsumhverfi og tekur m.a. þátt í könnunum fyrir hönd KÍ í málaflokknum. Á kjörtímabilinu sótti starfsmaður nefndarinnar lokaráðstefnu um niðurstöður rannsóknar á vinnustreitu kennara (nóvember 2011). Auk þess tók nefndin þátt í rannsókn á áhrifum kreppunnar á öryggi og heilsu kennara. Starfsmaður fór á vinnufund og ráðstefnu um það verkefni. Fyrir hönd vinnuumhverfisnefndar Sif Stefánsdóttir, formaður
Vinnuumhverfisnefnd er ein af þremur fastanefndum KÍ. Hlutverk hennar er að: • Endurskoða og þróa stefnu KÍ í vinnuumhverfismálum • Skipuleggja og standa fyrir árlegum þemadegi um vinnuumhverfismál félagsmanna • Skipuleggja ráðgjöf, fræðslu og upplýsingagjöf til félagsmanna um vinnuumhverfismál, sálfélagslega álagsþætti í vinnuumhverfinu og samskipti á vinnustað • Annast tilfallandi verkefni sem stjórn KÍ felur nefndinni og falla að verksviði hennar
Kynntu þér nánar starfsemi ETUCE. Heimasíða samtakana er www.ei.ie.org Viltu skoða mynd böndin. Þau má finna á slóðinni http:// www.napofilm.net/ is/napo-for-teachers.
Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 51
JAFNRÉTTISNEFND Skipulag Jafnréttisnefnd er ein af þremur fastanefndum KÍ og í henni sitja þrír til fimm fulltrúar sem stjórn KÍ skipar. Í nefndinni sitja: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður
Félag framhaldsskólakennara
Egill Óskarsson Félag leikskólakennara Ásta María Björnsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Ragnheiður Bjarnadóttir
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Baldur Þorsteinsson Félag grunnskólakennara Nokkrar breytingar hafa orðið á skipan fulltrúa í nefndinni yfir kjörtímabilið. Egill Óskarsson tók við af Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur sem fulltrúi FL í maí 2013. Ásta María Björnsdóttir tók við af Ernu Káradóttur sem fulltrúi FSL í október 2013. Hreiðar Oddson lét af störfum haustið 2013. Rósa Ingvarsdóttir sat einn fund í hans stað en Baldur Þorsteinsson tók svo sæti Hreiðars í nóvember 2013. Að lokum tók Ragnheiður Bjarnadóttir sæti Helmuts H. Hinrichsen sem fulltrúi FS í nóvember 2013. Haldnir hafa verið 14 fundir á kjörtímabilinu. Hlutverk jafnréttisnefndar er að: • Vera stjórn KÍ til ráðuneytis um jafnréttismál og gera tillögur til stjórnar um aðgerðir í jafnréttismálum. • Endurskoða og þróa jafnréttisstefnu KÍ reglulega. • Vinna umsagnir um frumvörp og önnur erindi þar sem óskað er eftir áliti KÍ um jafnréttismál. • Hafa forgöngu um samstarf við jafnréttisnefndir annarra launþegasamtaka. • Annast verkefni sem tengjast aðkomu KÍ að alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. • Annast tilfallandi verkefni sem stjórn KÍ felur nefndinni og falla að verksviði hennar. Nefndin hefur unnið út frá jafnréttisstefnu KÍ. Hafdís D. Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi á félagssviði, er starfsmaður nefndarinnar.
Jafnréttisáætlun KÍ Fimmta þing KÍ fól jafnréttisnefnd að klára gerð jafnréttisáætlunar í samvinnu við formann og skrifstofustjóra KÍ. Nefndin tók við drögum að jafnréttisáætlun frá fyrri nefnd og vann hana áfram. Hún var lögð fyrir ársfund KÍ 2012. Öllum viðeigandi aðilum innan KÍ (formanni KÍ, formönnum aðildarfélaga, stjórnum og nefndum sem og skrifstofustjóra) var sent erindi í nóvember 2012 þar sem minnt var góðfúslega á jafnréttisáætlun KÍ og þau atriði sem, samkvæmt henni, eru á ábyrgð viðkomandi. 52 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Jafnréttisáætlanir skóla Nefndin ákvað að skoða stöðu mála hjá leik-, grunn- og framhaldsskólum hvað varðar jafnréttisáætlanir. Starfsmaður nefndarinnar hafði samband við skólaskrifstofur sveitarfélaga og spurði hvort leik- og grunnskólar væru með slíka áætlun og hvort þeir hefðu áhuga á að fá fræðslu eða leiðbeiningar við innleiðingu hennar. Jafnréttisstofa hafði þá kallað eftir sambærilegum upplýsingum frá framhaldsskólunum og boðið þeim sambærilega aðstoð. Aðeins fjórir framhaldsskólar höfðu ekki skilað inn jafnréttisáætlun til Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hóf verkefnið „Jafnréttisáætlanir í alla skóla“ í samstarfi við menntaog menningarmálaráðuneytið haustið 2013. Verkefnið, sem unnið verður á skólaárunum 2013 – 2015, felst í að aðstoða skóla við gerð aðgerðabundinna jafnréttisáætlana með sérstakri áherslu á kynbundið og kynferðislegt áreiti / ofbeldi. Jafnréttisáætlanirnar eiga að styðja skólana við innleiðingu jafnréttisstoðarinnar samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Markmiðið er að ná til allra grunnskóla í landinu fyrri veturinn og snúa sér síðan að leikskólunum. Í ljósi þessa ákvað jafnréttisnefnd að senda Jafnréttisstofu samantekt á svörum frá skólaskrifstofum og einkareknum skólum um jafnréttisáætlanir í leik- og grunnskólum veturinn 2012-2013.
Ályktun til menntastofnana Nefndin fjallaði um mikilvægi þess að kennaranemar fengju fræðslu í jafnréttismálum. Og vorið 2013 sendi nefndin ályktun til menntastofnana sem hafa kennaramenntun á sínum snærum og hvatti þar til þess. Jafnréttisnefndin óskaði einnig eftir því að öll aðildarfélög KÍ auk stjórnar KÍ samþykktu ályktunina sem þau gerðu. Ályktunin var svohljóðandi: „Í Jafnréttislögum (Lög nr. 10/2008) er kveðið á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum. Eins hafa verið samþykkt ný lög um öll skólastig og ný aðalnámskrá þar sem jafnrétti er einn grunnþátta menntunar sem á að fléttast inn í allt skólastarf. Jafnréttisnefnd KÍ vill því koma á framfæri hvatningu um aukna jafnréttiskennslu fyrir kennaranema á öllum skólastigum til stjórnenda Menntavísindasviðs/kennaradeilda háskólanna.“
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars Jafnréttisnefnd hefur árlega tilnefnt fulltrúa eða tengilið fyrir hönd KÍ í undirbúningshópa stéttarfélaga og hagsmunaaðila vegna alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars. Alla jafna er um tvo fundi að ræða, annars vegar opinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í samstarfi við Menningar- og friðarsamtökin MFÍK o.fl. og hins vegar hádegisverðarfund á Grand hóteli í samstarfi við BHM, BSRB, ASÍ, SSF, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu.
Erlent samstarf Starfsmaður jafnréttisnefndar sótti fund jafnréttisnefndar ETUCE fyrir hönd KÍ. Í framhaldinu óskaði nefndin sérstaklega eftir því að KÍ myndi þiggja boð um að senda fulltrúa á aðra heimsráðstefnu á vegum Education International (EI) í Dublin í apríl 2014. Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 53
Annað Jafnréttisnefnd tók þátt í samstarfi nefnda KÍ um fræðslumyndbönd KÍ. Formaður jafnréttisnefndar var viðmælandi í einu myndbandi og ræddi ólíka framkomu kennara gagnvart stelpum og strákum. Þá sat formaður fyrir hönd KÍ í starfshópi á vegum innanríkisráðuneytisins þar sem unnið var að tillögum um aðgerðir gegn klámvæðingu. Fyrir hönd Jafnréttisnefndar Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður
SIÐARÁÐ Skipulag Siðaráð er ein af þremur fastanefndum KÍ og í því sitja þrír til fimm fulltrúar sem stjórn KÍ skipar skv. 33. grein laga KÍ. Fulltrúar í siðaráði eru: Ægir Karl Ægisson, formaður
Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Mjöll Matthíasdóttir, ritari
Félag grunnskólakennara
Anna Metta Norðdahl
Félag leikskólakennara
Ágúst Ágústsson
Félag framhaldsskólakennara
Sigrún Þórsteinsdóttir
Félag stjórnenda leikskóla
Linda Ósk Sigurðardóttir var upphaflega fulltrúi FL í siðaráði og formaður þess þar til í september 2012. Ægir Karl tók við formennsku í febrúar 2013. Guðlaugur Pálmi Magnússon var áður fulltrúi FS í nefndinni en lauk setu í nóvember 2012 og Ágúst tók við. Hlutverk siðaráðs er að: • Auka þekkingu um siðfræði og félagsleg álitamál, • endurskoða og útfæra siðareglur reglulega og viðhalda umræðum um þær, • kynna siðareglur og móta sameiginlegan skilning á þeim, • vinna með stjórn og ráðum að því að kynna viðhorf stéttarinnar til faglegra álitamála, • vera stjórn KÍ til ráðuneytis um álitamál sem varða siðareglur sambandsins, • annast tilfallandi verkefni sem stjórn KÍ felur ráðinu og falla að verksviði þess. Siðaráð tók til starfa í október 2011 og haldnir hafa verið 12 fundir kjörtímabilið 2011-2014. Hafdís D. Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi á félagssviði, er starfsmaður nefndarinnar. 54 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Siðareglur kennara Starf fulltrúa í Siðaráði hófst á því að þeir kynntu sér siðareglurnar og hvernig hægt væri að auka umræðu og sýnileika þeirra. Útbúið var veggspjald með siðareglunum sem sent var til allra skóla, sem og póstkort sem sent var til allra félagsmanna KÍ. Þær voru einnig þýddar á ensku og dönsku og birtar á heimasíðu KÍ.
Fræðsluefni um siðareglur kennara Siðaráð útbjó umræðupakka byggðan á siðareglum kennara sem sendur var öllum trúnaðarmönnum og formönnum félagsdeilda, svæðafélaga og svæðadeilda innan KÍ. Umræðupakkinn var einnig birtur á heimasíðu KÍ. Hverri siðareglu fylgdu nokkrar spurningar til að kveikja umræðu, dýpka skilning og efla meðvitund um siðferði kennara í starfi. Umræðupakkinn var hugsaður fyrir hópa, þó ekki stærri en svo að allir gætu verið virkir í umræðunni. Einnig fylgdi með hugmynd að svokölluðum kaffihúsafundi sem gæti verið skemmtileg leið til að ræða saman um siðareglurnar. Umræðupakkinn var einnig sendur kennurum sem sjá um menntun kennaranema í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík, þeim til upplýsingar og notkunar.
Siðfræðikennsla kennaranema Háskólum sem bjóða upp á kennaramenntun var sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hver hlutur siðfræði er í kennaranámi þeirra. Svör bárust eftir talsverðan tíma frá háskólunum og í framhaldinu hafa kviknað hugmyndir um að efla tengsl KÍ við háskóla sem bjóða upp á kennaramenntun sem og kennaranema.
Samvinna Siðaráð tók þátt í samvinnu nefnda KÍ um fræðslumyndbönd KÍ, auk þess sem það tók þátt í fræðslufundi skólamálaráðs KÍ 22. mars 2013 þar sem fengist var við hvað fagmennska er og hlut siðareglna í fagmennsku. Siðaráð útbjó einnig fræðslu um siðareglurnar sem nýtt var í forystufræðslu KÍ haustið 2013 fyrir trúnaðarmenn og formenn félagsdeilda, svæðafélaga og svæðadeilda. Siðaráð leitaði í lok kjörtímabils til Félags heimspekikennara um áhuga þeirra á samstarfi um heimspekikaffihús þar sem farið yrði yfir fræðslupakka Siðaráðs. Félagið virðist hafa verið mjög virkt og ber heimasíða þess því m.a. merki, (http:// heimspekitorg.is). Málið var ekki komið lengra þegar þetta var ritað. Enn fremur er sú hugmynd til umræðu að eiga samtal við foreldrafélög leik- og grunnskóla og nemendafélög framhaldsskóla um siðareglur. Leitað var til Heimilis og skóla sem tók vel í erindið, en málið var ekki komið lengra þegar þetta var ritað.
Sérstaða samskipta í skólum Í lok kjörtímabilsins var einnig hafin vinna við að skoða hvernig samskipti í skólum eru ólík samskiptum á mörgum öðrum vinnustöðum/stofnunum. Fyrir hönd Siðaráðs Ægir Karl Ægisson, formaður Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 55
ERLENT SAMSTARF NLS (Nordiske Lærerorganisationernes Samråd) http://www.nls.info/ Norræn kennarafélög hafa átt með sér mikið og náið samstarf undanfarin ár á vettvangi NLS. Á deildar- og stjórnarfundum skiptast fulltrúar félaganna á skoðunum um málefni kennara og skólastjóra á Norðurlöndunum. Fulltrúar KÍ í stjórn NLS á kjörtímabilinu voru Þórður Á. Hjaltested, Björg Bjarnadóttir og Aðalheiður Steingrímsdóttir. Ísland fór með forystuhlutverk NLS 2011 en það ár var formaður KÍ formaður samtakanna. Árið 2012 leiddi Svíþjóð starfið, Danmörk 2013 og um síðustu áramót tók Finnland við því hlutverki. Tveir hefðbundnir stjórnarfundir NLS eru haldnir á ári í því landi sem gegnir forystu. Á fundum stjórnar er m.a. rætt um gæði í skólastarfi, skólastarf almennt, hlutverk kennara, alþjóðamál, kjarasamninga og starfskjör og jafnrétti í skólastarfi. Á tveggja ára fresti er haldin ráðstefna NLS fyrir forystufólk (forbundseminar). 2011 var þessi ráðstefna haldin í Reykjavík í umsjón KÍ og bar yfirskriftina Utbildning – en investering i framtiden. Haustið 2013 var ráðstefnan haldin í Nyborg í Danmörku. Yfirskriftin þá var Hur styrker vi respekten för lärarprofessionen. Í júní 2012 hélt NLS sumarnámskeið á Selfossi undir yfirskriftinni Professionella lärare – En väg till bättre kvalitet i skolan. Sumarnámskeið NLS eru haldin á tveggja ára fresti. Tólf fulltrúar KÍ sátu námskeiðið, en Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður FSL var fararstjóri fyrir hönd Kennarasambandsins. KÍ hafði veg og vanda af undirbúningi námskeiðsins í samstarfi við skrifstofu NLS. Í undirbúningsnefnd sem stjórn KÍ skipaði voru Sesselja G. Sigurðardóttir, Þröstur Brynjarsson, Guðbjörg Ragnarsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir. Deild skólastjórnenda innan NLS (ledarforum) hittist árlega í löndunum til skiptis. Í byrjun september 2012 var ráðstefnan haldin á Íslandi, í Reykjanesbæ. Metþátttaka var á henni, en um 50 stjórnendur mættu frá öllum Norðurlöndunum. SÍ og FSL höfðu veg og vanda af skipulagningu og undirbúningi fundarins. Stjórnendurnir hittust aftur á fundi í Helsinki í september 2013 og þar tóku þátt fulltrúar frá bæði SÍ og FSL. Árlega eru haldnir einn eða tveir fundir í leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskóladeildum NLS. Fundir deildanna eru ávallt haldnir í því landi sem fer með formennsku í samtökunum. Fulltrúar aðildarfélaga KÍ í einstökum deildum samtakanna eru Ólafur Loftsson og Guðbjörg Ragnarsdóttir í grunnskóladeild, Ingibergur Elíasson og Anna María Gunnarsdóttir í framhaldsskóladeild og Fjóla Þorvaldsdóttir og Sveinlaug Sigurðardóttir í leikskóladeild. NLS ákveður sérstaklega á fundum stjórnar að halda aðrar ráðstefnur. Í janúar 2014 var haldin ráðstefna í Danmörku um Ny nordisk skole og sóttu fjórir formenn aðildarfélaga KÍ hana. Skrifstofa samtakanna er í Helsingfors í Finnlandi. Framkvæmdastjóri NLS er Anders Rusk frá Finnlandi. Á skrifstofu NLS starfar einnig Maria Häggman. 56 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014
Evrópusamstarf og Alþjóðasamband kennara EI www.ei-ie.org/ KÍ á aðild að Alþjóðasambandi kennara Education International og að Evrópudeild sambandsins ETUCE. KÍ fylgist aðallega með starfsemi EI með því að lesa efni sem berst frá sambandinu og með þátttöku í afmörkuðum verkefnum, svo sem úttektum og könnunum. Slík viðfangsefni hafa á þessu starfstímabili fjallað um starfskjör og réttindamál, jafnréttismál, menntastefnu og áhrif kreppunnar á menntun. Vinna við þátttöku KÍ í svona könnunum dreifist á ýmsa starfsmenn og svið innan KÍ. Helstu verkefni á kjörtímabilinu. Fulltrúi KÍ í stjórn Evrópudeildar (ETUCE) er Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ. Venjubundnir fundir stjórnar eru tveir á ári, annar í mars eða apríl og hinn í október. ETUCE efnir reglulega til ráðstefna um málefni sem eru í deiglunni hverju sinni. Meginefni allra funda á kjörtímabilinu tengdist efnahagskreppunni í Evrópu og áhrifum hennar á menntamál. Framan af kjörtímabilinu var mikið fjallað um undirbúning aðalfundar / þings ETUCE sem haldið var í Búdapest í nóvember 2012. Fyrir fundinn var unnið að gerð nýrrar stefnumótunar fyrir Evrópudeildina og ný lög lögð fram til samþykktar. Á þinginu lauk sameiningarferli í hið nýja ETUCE. Þingið samþykkti samhljóða nýja stefnumótun fyrir ETUCE í ýmsum málaflokkum, meðal annars um fagmennsku, skólastjórnun, starfsþróun, menntun ungra barna, vinnuumhverfismál og fleira sem finna má á heimasíðu samtakanna. Fulltrúar norrænu þjóðanna áttu með sér mjög gott samstarf undir hatti NLS á fundinum. Fundinn sóttu fyrir hönd KÍ, Þórður Á. Hjaltested, Björg Bjarnadóttir, Svanhildur M. Ólafsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir. Eftir þingið var aðaláhersla lögð á að vinna úr samþykktum þess og koma þeim í framkvæmd. Þema ársins 2013 - 2014 er „Unite for Quality Education. Better education for a better world“. Evrópudeildin fjallar einnig um mál sem eru í vinnslu á Evrópuþinginu og tilskipanir Evrópusambandsins. Alheimsþing kennara var í Suður Afríku sumarið 2011, en það er haldið á fjögurra ára fresti. Þrír fulltrúar frá KÍ sóttu þingið, þau Þórður Á. Hjaltested, Björg Bjarnadóttir og Ólafur Loftsson. Í fyrsta sinn var samþykkt heilsteypt stefna samtakanna í menntamálum undir yfirskriftinni Byggjum framtíðina á góðri menntun. KÍ lét þýða stefnuna og er hana að finna á heimasíðu KÍ. Í mars 2012 var haldin önnur boðsráðstefna EI og OECD í New York í samstarfi við menntamála-yfirvöld í USA. Ráðherrum 20-25 „bestu“ landanna í menntamálum innan OECD er boðið. Til að fulltrúar stéttarfélaga kennara innan EI öðlist rétt til þátttöku verður ráðherra menntamála viðkomandi lands að taka þátt. Formaður KÍ sótti ráðstefnuna ásamt Katrínu Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Þema ráðstefnunnar var skólastjórnun, starf kennarans á 21. öldinni og nýliðun kennara. Kennarasambandið lét þýða skýrslu OECD sem gefin var út í tengslum Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014 57
við ráðstefnuna á íslensku, en hún var grunnur þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum. Með í för voru einnig Jón Torfi Jónasson frá HÍ og Sigurjón Mýrdal og Ásta Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í janúar 2013 var í London haldin ráðstefna EI um menntamál og kreppuna í samstarfi við OECD. Formaður KÍ sótti ráðstefnuna en þar var einnig fagnað 20 ára afmæli EI. Í mars 2013 var haldin þriðja boðsráðstefna EI og OECD í samstarfi við menntamálayfirvöld í Hollandi. Þema ráðstefnunnar var gæði í skólastarfi, hvernig þau eru metin og mat á skólastarfi. Formaður KÍ tók þátt, en Katrín Jakobsdóttir forfallaðist á síðustu stundu og fór Arnór Guðmundsson sem fulltrúi ráðherra á fundinn. Með í för voru einnig Sigurður Kristinsson frá HA, Júlíus Björnsson frá Námsmatsstofnun og Ólafur Loftsson af hálfu Félags grunnskólakennara. Í mars 2014 var haldin fjórða boðsráðstefna EI og OECD í samstarfi við menntamálayfirvöld í Nýja Sjálandi. Menntamálaráðherra afþakkaði boðið og tók KÍ því ekki þátt í ráðstefnunni. Fulltrúar KÍ hafa tekið þátt í ýmsum faglegum ráðstefnum sem ETUCE hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, m.a. hefur Hafdís D. Guðmundsdóttir sérfræðingur KÍ í jafnréttis- og vinnuumhverfismálum sótt ráðstefnur sem tengdar eru störfum hennar hjá KÍ. KÍ hefur tekið þátt í ýmsum skoðanakönnunum sem gerðar eru á vegum ETUCE og EI. Hafa ýmsir starfsmenn KÍ borðið hita og þunga af því að svara slíkum erindum. 58 Starfsemi Kennarasambands Íslands 2011 – 2014