Ársskýrsla Félags stjórnenda leikskóla 2013 - 2014

Page 1

FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

Félag stjórnenda leikskóla ÁRSSKÝRSLA 2013- 2014

AFTUR TIL FRAMTÍÐAR

FAGMENNSKA

SAMSTAÐA

LAUSNALEIT


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

EFNISYFIRLIT FORMÁLI ...................................................................................................................................... 3 1 - STJÓRN FÉLAGSINS FRÁ AÐALFUNDI 2011 .................................................................. 4 2 - NEFNDIR .................................................................................................................................. 5 KJÖRSTJÓRN .................................................................................................................................. 5 FRAMBOÐSNEFND .......................................................................................................................... 5 KYNNINGARNEFND ........................................................................................................................ 5 Dagur leikskólans ..................................................................................................................... 5 SAMNINGANEFND .......................................................................................................................... 5 Bókun 1 - Framtíðarsýn ............................................................................................................ 5 Bókun 2 - Nýr kjarasamningur ................................................................................................. 6 Bókun 3 - Um samrekstur og sameiningar ............................................................................... 6 Samstarf við Skólastjórafélag Íslands....................................................................................... 6 SAMRÁÐSNEFND ............................................................................................................................ 7 SAMSTARFSNEFND......................................................................................................................... 7 SKÓLAMÁLANEFND ....................................................................................................................... 7 SKÓLAMÁLARÁÐ ........................................................................................................................... 8 NEFNDARSTÖRF Á VEGUM KÍ ........................................................................................................ 8 3 - ÝMIS STARFSEMI ................................................................................................................ 10 FORMAÐUR Á FERÐ OG FLUGI ...................................................................................................... 10 ERLENT SAMSTARF ...................................................................................................................... 10 ÚTGÁFUMÁL................................................................................................................................ 10 4 - NÁMSSTEFNUR OG STARFSÞRÓUN .............................................................................. 11 5 - SAMSTARF FL OG FSL ....................................................................................................... 12 6. JÚNÍ 2013................................................................................................................................. 12 5. DESEMBER 2013....................................................................................................................... 12 SAMEIGINLEG FRAMTÍÐARSÝN .................................................................................................... 12 EFLING LEIKSKÓLASTIGSINS ........................................................................................................ 12 VÍSINDASJÓÐUR .......................................................................................................................... 12 6 - VÍSINDASJÓÐUR FL OG FSL ............................................................................................ 13 7 - SAMSTARF VIÐ MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI .......................... 14 8 - SAMSTARF VIÐ SAMBAND SVEITARFÉLAGA ........................................................... 15

2


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

FORMÁLI Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir starfsemi Félags stjórnenda leikskóla (FSL) á árinu 2013. Í lok árs voru félagar í FSL 463 þar af eru 7 karlar eða 1,5%. Stjórn FSL þakkar öllum þeim sem hafa starfað fyrir félagið og haft áhrif á starfsemi þess.

3


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

1 - STJÓRN FÉLAGSINS FRÁ AÐALFUNDI 2011 Stjórn hefur fundað um það bil 10-11 sinnum á ári. Þar af tvisvar á ári með stjórn FL og þrisvar á ári með samráðsnefnd. Fundargerðir stjórnar FSL eru aðgengilegar á þessari slóð: http://fsl.ki.is/?PageID=2907. Stjórn:

Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Björk Óttarsdóttir varaformaður Sverrir Jörstad Sverrisson ritari Sigrún Sigurðardóttir gjaldkeri Björg Sigurvinsdóttir meðstjórnandi Varamenn:

Inga Líndal Finnbogadóttir Soffía Þorsteinsdóttir Þórunn Gyða Björnsdóttir Björk Óttarsdóttir varaformaður fór til starfa sem sérfræðingur í leikskólamálum í mennta og menningarmálaráðuneytinu vorið 2012. Sigrún Sigurðardóttir var kosin varaformaður á stjórnarfundi í júní 2012 og Inga Líndal Finnbogadóttir tók sæti í aðalstjórn sem gjaldkeri. Sverrir Jörstad Sverrisson fór til starfa í grunnskóla haustið 2013 og lét af stjórnarsetu. Björg Sigurvinsdóttir tók við starfi ritara og Soffía Þorsteinsdóttir tók sæti í aðalstjórn. Stjórn félagsins frá júní 2012:

Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Sigrún Sigurðardóttir varaformaður Björg Sigurvinsdóttir ritari Inga Líndal Finnbogadóttir gjaldkeri Soffía Þorsteinsdóttir meðstjórnandi Varamaður:

Þórunn Gyða Björnsdóttir

4


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

2 - NEFNDIR Upplýsingar um allar nefndir FSL eru að finna á vef KÍ, undir Félag stjórnenda leikskóla og svo Stjórn og nefndir.

KJÖRSTJÓRN Í kjörstjórn sitja Anna Karen Ásgeirsdóttir, Ásthildur Bjarnadóttir og Maríanna Einarsdóttir formaður. Til vara eru Helen Heiðrós Ármannsdóttir og Sigrún Björk Benediktsdóttir.

FRAMBOÐSNEFND Í framboðsnefnd sitja Aðalheiður Björk Matthíasdóttir og Ingunn Ríkharðsdóttir og formaður Ingibjörg Stefánsdóttir. Til vara eru Hugrún Sigmundsdóttir og Inga María Ingvarsdóttir.

KYNNINGARNEFND Í kynningarnefnd eru Hrafnhildur Karlsdóttir, Hugrún Sigmundsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir til vara. Dagur leikskólans

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur um allt land með ýmsum hætti. Dagurinn hefur fest sig í sessi og leikskólalífið fær umfjöllun í smærri og stærri fjölmiðlum. Kynningarnefnd FSL og FL veitti hvatningarverðlaunin Orðsporið í annað sinn. Tilnefningar voru hátt í 30 og orðsporið hlaut verkefnið Okkar mál sem er samstarfsverkefni skólasamfélagsins í efra Breiðholti.

SAMNINGANEFND Í samninganefnd auk stjórnar eru Elísabet Helga Pálmadóttir, Oddfríður Steindórsdóttir, Jónína Hauksdóttir og Helga Hansdóttir og Snjólaug Brjánsdóttir til vara. Sú breyting varð á samninganefnd að Snjólaug Brjánsdóttir varamaður baðst lausnar. Samninganefnd ákvað að Sigurður Sigurjónsson tæki sæti hennar og kæmi í viðræðunefnd ásamt formanni, varaformanni og ritara samninganefndar. Aðrir meðlimir samninganefndar eru í viðræðunefnd eftir aðstæðum. Markmiðið með því er að allir fái innsýn í það hvernig samningaviðræðurnar fara fram. Bókun 1 - Framtíðarsýn

Samhljóða bókun er í samningum FSL og FL um að gera sameiginlega framtíðarsýn með viðsemjendum (SNS) með hagsmuni leikskólabarna að leiðarljósi. Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður FSL, Haraldur Freyr Gíslason formaður FL og Klara E. Finnbogadóttir sérfræðingur hjá Sambandi sveitarfélaga skipa starfshóp um mótun framtíðarsýnar. Ákveðið var að leita einnig til mennta og menningarmálaráðuneytis og Heimilis og skóla um þátttöku í stefnumótuninni.

5


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

Capacent var fengið til þess að halda utan um fundarherferð þar sem leikskólakennarar og stjórnendur, sveitarstjórnarmenn og foreldrar kæmu saman til þess að gera framtíðarsýnina. Bókun 2 - Nýr kjarasamningur

Starfshópur eða viðræðunefnd um bókun 2 í kjarasamningi hefur verið að störfum frá því að samningar voru undirritaðir í júní 2011. Elísabet Helga Pálmadóttir sérfræðingur á skrifstofu Skóla og frístundasviðs og Sigurður Sigurjónsson aðstoðarleikskólastjóri á Akranesi skipa þann hóp ásamt formanni FSL Ingibjörgu Kristleifsdóttur. FSL hefur farið fram á leiðréttingar til samræmis við Félag leikskólakennara en því var hafnað á þeim forsendum að kauphækkanir FL kalli ekki á leiðréttingar hjá FSL. SNS hélt fast við þá stefnu að leiðréttingar á kjarasamningi FSL myndu ekki leiða til kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. FSL lagði fram tillögu um átak gegn starfsmannaveltu sem er gríðarleg í leikskólum og minni starfsmannavelta myndi skapa svigrúm til launaleiðréttinga en SNS vísaði því til einhverrar óskilgreindrar framtíðarvinnu. Viðræðuáætlun vegna kjarasamninga var undirrituð í desember, samningar voru lausir 31. janúar 2014 og samkvæmt viðræðuáætlun átti að vera búið að semja fyrir þann tíma. Staðan er þannig í lok mars 2014 að ekki hefur verið samið enn og áður boðuðum fundum hefur verið frestað af samninganefnd sveitarfélaga. Umhverfið er þannig að Félag framhaldsskólakennara er í verkfalli, Félag grunnskólakennara er með lausa samninga frá 31. mars 2014 og hefur nú vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Samningar FL eru lausir 30. apríl og úr þessu er ljóst að ekki verður samið við stjórnendur fyrr en samningar hafa náðst við grunnskólakennara. Bókun 3 - Um samrekstur og sameiningar

Bókun 3 er samhljóða í samningum FSL, SÍ og FT og kveður á um að kanna hvernig til hefur tekist með samrekstur og sameiningar og út frá því að endurskoða samkomulag um launasetningu stjórnenda. Stéttarfélögin hafa átt allt frumkvæði í þeirri vinnu og lagt fram tillögur um kannanir og rýnihópa og stjórnunarhætti í samreknum og sameinuðum skólum. Ekki hefur fengist niðurstaða. Samstarf við Skólastjórafélag Íslands

Kjarasamningur SÍ hefur verið til viðmiðunar í markmiðum FSL og er þá sérstaklega horft til fastlaunasamnings sem allir félagsmenn SÍ eru með og námsleyfa. Markmiðið með samvinnunni var að samræma kjarasamninga stjórnenda grunn- og leikskóla. Á fjórum fundum var orðalag og uppsetning samræmd og kaflar um réttindi og skyldur og tryggingakafli samræmd af lögfræðingum beggja aðila. FSL og SÍ lögðu fram hugmynd að sameiginlegri launatöflu og hugmynd að reiknilíkani sem reiknaði stjórnunarumfang. SNS treysti sér ekki að ganga lengra að sinni og vísaði þeim hugmyndum fram yfir næstu samninga.

6


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

SAMRÁÐSNEFND Í samráðsnefnd eru:

Reykjavík: Kragi: Vesturland: Norðurland vestra: Norðurland eystra: Austurland: Suðurland: Reykjanes:

Þórunn Gyða Björnsdóttir og til vara Særún Ármannsdóttir Hólmfríður Sigmarsdóttir og til vara Harpa Tómasdóttir. Sigurður Sigurjónsson og til vara Kristín Gísladóttir. Guðrún Lára Magnúsdóttir og til vara Þórunn Bernódusdóttir. Fanney Jónsdóttir og til vara Jórunn Eydís Jóhannesdóttir. Pálína Aðalbjörg Pálsdóttir lét af störfum og Halla Höskuldsdóttir tók við og til vara Sigrún Eva Grétarsdóttir. Sigrún Björg Benediktsdóttir tók við af Sigríði Pálsdóttur sem lét af störfum. Hildur Harðardóttir og varamann hefur vantað.

Samráðsnefnd kom saman á ársfundi, í október og í janúar. Fundur eða fundir hafa verið haldnir á flestum svæðum og aðalmenn hafa gegnt trúnaðarmannastörfum þó mismikið. Fræðslufundir og menningarviðburðir hafa verið haldnir í samvinnu við önnur aðildarfélög KÍ og sérstaklega hjá FSL. Formaður hefur farið á félagsfundi í öllum deildum á tímabilinu.

SAMSTARFSNEFND Í samstarfsnefnd Félags stjórnenda leikskóla og Samninganefndar sveitarfélaga eru auk formanns Ingibjargar Kristleifsdóttur, Elísabet Helga Pálmadóttir og Sverrir Jörstad Sverrisson. Ekki hefur verið skipaður nýr fulltrúi eftir að Sverrir hætti. Tveir fundir voru haldnir árið 2013, báðir þann 7. maí og var annar sameiginlegur með FL og var fjallað um bókanir í kjarasamningum. Hinn fundurinn fjallaði um viðvarandi afleysingar leikskólastjóra. Fundargerðir Samstarfsnefndar eru á vef sambandsins undir verkefni sveitarfélaga, kjara og starfsmannamál, samstarfsnefndir og svo Samstarfsnefnd SNS og Félags stjórnenda leikskóla.

SKÓLAMÁLANEFND Í skólamálanefnd eru

FSL: FL: FL: FSL: FL: FSL: FL:

Hulda Jóhannsdóttir formaður, Króki Grindavík. Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir, varaformaður, Geislabaugi Reykjavík. Sigríður Fossdal ritari, Tröllaborgum Akureyri. Anna Ragna Árnadóttir meðstjórnandi, Krógabóli Akureyri. Sveinlaug Sigurðardóttir meðstjórnandi, Ökrum Garðabæ. Sigrún Sigurðardóttir frá stjórn FSL. Fjóla Þorvaldsdóttir frá stjórn FL.

Breytingar í nefndinni

Á haustdögum var ákveðið að varaformenn stjórna FL og FSL myndu sitja fundi nefndarinnar til að efla samtal og samstarf þeirra á milli.

7


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

Fundir

Níu fundir voru haldnir í skólamálanefnd á árinu. Formaður og varaformaður sóttu fundi í framkvæmdastjórn skólamálaráðs KÍ sem sameiginleg rödd leikskólastigsins, samráðsfundi stjórna FL og FSL undir yfirskriftinni „Tvö félög - ein rödd“ og ýmsa aðra fundi sem fjölluðu um skólamál og eru skipulaðir af KÍ. Fulltrúar í skólamálanefnd sótti tvo fundi skólamálaráðs á árinu. Nefndarstörf

Meðal málefna sem nefnin tók fyrir voru hávaðamengun, handleiðsla kennara og stjórnenda og aðgengi þeirra að henni, nýtt leikskólakennaranám, undirbúningstímar kennara, endurskoðun starfslýsinga, framtíðarsýn leikskólans, starfsþróun, heildtæka skólastefnu ásamt fleiri dægurmálum. Einnig hefur nefndin fylgst með og/eða tekið þátt í hinum ýmsu nefndum og starfshópum á vegum KÍ með ýmsum hætti s.s. með þátttöku nefndarmanna og samræðum á skólanefndarfundum. Helstu málefni hafa verið efling leikskólastigsins, fjölgun karlmanna í stéttinni, starfsþróun og símenntun og vettvangsnám.

Nefndin hélt málþingið „Kennarar á tímamótum“ 28. febrúar í Háskóla Íslands í samstarfi við Rannung, sem tókst í alla staði frábærlega. Í undirbúningsnefnd voru Hulda Jóhannsdóttir og Sveinlaug Sigurðardóttir frá skólamálanefnd Jóhanna Einarsdóttir og Ásdís Olga Sigurðardóttir frá Rannung. Almenn ánægja var með fyrirlesara, fyrirkomulag og framkvæmd málþingsins. Rætt var um mikilvægi þess að halda umræðunni á lofti með líðan og hagsmuni leikskólakennara í huga.

Sveinlaug Sigurðardóttir var fulltrúi nefndarinnar í leikskóladeild Norrænu kennarasamtakanna (NLS) og Hulda Jóhannsdóttir sótti fund stjórnenda í sömu samtökum.

SKÓLAMÁLARÁÐ Formenn skólamálanefnda allra aðildarfélaga innan KÍ mynda framkvæmdastjórn Skólamálaráðs KÍ. Í tilfelli skólamálanefndar leikskólastigsins sitja bæði formaður og varaformaður skólamálanefndar í framkvæmdastjórn. Níu fundir voru haldnir í framkvæmdastjórninni og tveir fundir í sameinuðu skólamálaráði allra aðildarfélaga innan KÍ. Tiltekin málefni hafa verið sett í brennidepil og þau rædd í öllum nefndunum með það fyrir augum að móta, kynna og framkvæma eftir föngum stefnu KÍ. Hægt er að skoða upplýsingar um skólamálaráð á vef KÍ undir Skólamál og Um skólamálaráð.

NEFNDARSTÖRF Á VEGUM KÍ Framboðsnefnd KÍ: Fræðslunefnd KÍ: Jafnréttisnefnd KÍ: Kjararáð KÍ:

Unnur Jónsdóttir og Helga Geirmundsdóttir til vara. Ingibjörg Kristleifsdóttir. Ásta María Björnsdóttir. Ingibjörg Kristleifsdóttir og Oddfríður Steindórsdóttir.

8


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

Kjörstjórn KÍ: Siðaráð KÍ: Skólamálaráð KÍ: Stjórn orlofssjóðs: Stjórn Sjúkrasjóðs: Stjórn Vinnudeilusjóðs: Vinnuumhverfisnefnd: Vísindasjóður FSL og FL:

Lilja Eyþórsdóttir varamaður. Sigrún Þórsteinsdóttir. Hulda Jóhannsdóttir. Erla Stefanía Magnúsdóttir. Soffía Þorsteinsdóttir varamaður. Elín Mjöll Jónasdóttir. Guðný Anna Þóreyjardóttir. Heiðbjört Gunnólfsdóttir.

9


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

3 - ÝMIS STARFSEMI FORMAÐUR Á FERÐ OG FLUGI Í félagsbréfum frá vordögum 2013 má lesa um yfirreið formanns í leikskóla eins og ákveðið var á ársfundi 2012. Ætlunin er að halda áfram á vordögum 2014 og er Snæfellsnes, Patreksfjörður og Hólmavík í næstu lotu. Félagsbréfin eða Epli FSL eru að finna á vef KÍ undir Félag stjórnenda leikskóla og svo Eplið fréttabréf FSL.

ERLENT SAMSTARF Félag stjórnenda leikskóla tekur þátt í norrænu samstarfi en KÍ er aðili að NLS. Ledarforum er deild stjórnenda og FSL hefur tekið virkan þátt þar frá stofnun félagsins. Hér er hægt að skoða upplýsingar um ledarforum: http://nls.info/ledarforum.html. Árið 2013 var ráðstefna ledarforum haldin í Majvík í Finnlandi og stjórn FSL sótti hana. Sverrir Jörstad Sverrisson sótti fundi og fyrirlestra á ráðstefnu Eeccera í Eistlandi þar sem áherslan var lögð á karla í kennslu. (https://www.youtube.com/watch?v=kGZ4C9lOqJw).

ÚTGÁFUMÁL Meginútgáfa FSL er sameiginleg með öðrum aðildarfélögum Kennarasambands Íslands. Greinar um fagmál og kjaramál félagsins birtust í Skólavörðunni og fjögurra síðna sérblaði sem gefið var út af KÍ og dreift með Fréttablaðinu. Fréttir og upplýsingar um ráðstefnur o.fl. voru birtar í Eplinu fréttabréfi KÍ og á vef KÍ/FL. Stefnt er að taka í notkun nýjan vef KÍ á árinu 2014. Eplið, félagsbréf FSL hefur verið gefið út a.m.k. einu sinni í mánuði.

10


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

4 - NÁMSSTEFNUR OG STARFSÞRÓUN FSL hefur átt samstarf við Endurmenntun Háskóla Íslands EHÍ um greiningu á þörfum leikskólastjórnenda fyrir námskeiðstilboð og í framhaldi hafa verið valin námskeið sem félagsmenn hafa fengið á sérkjörum. FSL hefur í samvinnu við SÍ, FS og FT gert könnun á þörfum stjórnenda í leik- og grunnskólum og fengið tilboð frá HÍ, EHÍ, HR og Bifröst. Haldnar hafa verið námstefnur á vegum FSL með mismunandi hætti á þeim 4 árum síðan félagið var stofnað. Stórfundur var haldinn í Gullhömrum í janúar 2011 þar sem gildi félagsins voru kortlögð. Haust 2011 var námstefnan haldin á fjórum stöðum á landinu. Steinunn Helga Lárusdóttir hélt þar fyrirlestur um gildi skólastjórnenda, Björk Óttarsdóttir þáverandi varaformaður FSL kynnti uppbyggingu félagsins og félagsmenn í meistaranámi kynntu fjölbreytt verkefni. Árið 2012 var haldin námstefna í Reykjavík aftur. Arna Jónsdóttir kynnti rannsókn sína um fagmennsku, Ingileif Ástvaldsdóttir og Svava Björg mörk héldu tölu. Félagsmenn æfðu samstöðu á milli atriða með söng undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Árið 2013 var námstefnan Skóli framtíðarinnar haldin á Hótel Nordica í samvinnu við Skólastjórafélag Íslands. Fengnir voru erlendir fyrirlesarar, þeir Ollie Bray og Frank Crawford. Á http://gamli.ki.is/?PageID=3991 má sjá umfjöllun og upptökur frá námstefnunni.

11


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

5 - SAMSTARF FL OG FSL Skólamálanefnd, kynningarnefnd og stjórn Vísindasjóðs eru sameiginlegar með Félagi leikskólakennara og samkvæmt lögum FSL og FL eiga stjórnir félaganna að funda saman að lágmarki tvisvar á ári. Fyrri fundurinn var haldinn 6. júní 2013 og seinni fundurinn 5. desember 2013.

6. JÚNÍ 2013 Á fundinum var meðal annars rætt um eflingu leikskólastigsins, samningamál FL við HÍ og HA vegna vettvangsnáms og framtíðarsýn FL, FSL og SNS

5. DESEMBER 2013 Á fundinum var rætt um hvar öryggismörk liggja þegar tímabundin mannekla er í leikskólum. Kynnt var skólaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga og farið var yfir stærð barnahópa og fermetrafjölda í tengslum við lög og reglugerðir. Einnig var farið í undirbúningsvinnu vegna framtíðarsýnar FL, FSL og SNS.

SAMEIGINLEG FRAMTÍÐARSÝN Bæði félög gerðu bókun í kjarasamningum 2011 um að gera sameiginlega framtíðarsýn. Búið er að gera samning við Capacent til að stýra verkinu og stefnt er á að halda 8 fundi í samvinnu við svæðadeildir FL og FSL á vordögum 2014.

EFLING LEIKSKÓLASTIGSINS Unnið hefur verið markvisst á árinu að öflugu kynningarátaki sem á að miðast við innritun í leikskólafræði vorið 2014. Ákveðið hefur verið að setja á fót virka heimasíðu sem svarar öllum þeim spurningum sem einstaklingur sem hefur áhuga á leikskólafæði þarf að vita. Einnig er áætlað að ráðast í auglýsingaherferð með það að markmiði að vekja áhuga og beina fólki inn á áðurnefnda heimasíðu. Áætlaður kostnaður kynningarátaks mun vera 12 milljónir. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að leggja 6 miljónir í verkefnið, FL 1.5 milljónir og FSL um 300 þúsund eða tæpar 700 kr.fyrir hvern félagsmann beggja félaga.

VÍSINDASJÓÐUR Bæði félög bókuðu um það í kjarasamningi 2011 að endurskoða fyrirkomulag vísindasjóðs með það að markmiði að símenntun félagsmanna FL og FSL styðji sem best við framþróun í leikskólastarfi. FL og FSL óskuðu eftir upplýsingum um nýtingu sjóðsins frá stjórn Vísindasjóðs. Sameiginleg vinna með Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur ekki hafist.

12


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

6 - VÍSINDASJÓÐUR FL OG FSL Stjórn sjóðsins skipa Anna Kristmundsdóttir formaður frá FL, Heiðbjört Gunnólfsdóttir frá FSL og Gunnar Eydal og Lúðvík Hjalti Jónsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sjóðsins eru Sigrún Harðardóttir og María Norðdahl. Þröstur Brynjarsson þjónustufulltrúi KÍ situr fundi stjórnar sjóðsins. Sjóðurinn skiptist í 3. deildir:  A-deild: Almennir styrkir og styrkir til kynnisferða skóla.  B-deild: Styrkir til framhaldsnáms.  C-deild: Þróunarstyrkir og styrkir til námskeiðs- og ráðstefnuhalds. 2013 veitti sjóðurinn styrki fyrir samtals kr. sem skiptust þannig: 2013

VÍS FL og FSL

Afgreidd Einstaklingsstyrkur

1.764

89.175.971

33

690.000

Loknar ECTS ein í framhaldsnámi - Ísland

184

18.840.000

Loknar ECTS ein í framhaldsnámi erlendis

1

225.000

Skólaheimsókn/kynnisferð innan Evrópu

226

22.600.000

Skólaheimsókn/kynnisferð innanlands

94

2.376.656

132

17.130.000

Þróunarstyrkur - greiðslur

2

650.000

Þróunarstyrkur - umsókn

3

2.016.061

2.439

153.703.688

Ferðastyrkur v. ECTS ein innanlands

Skólaheimsókn/kynnisferð utan Evrópu

Samtals

13


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

7 - SAMSTARF VIÐ MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI Vorið 2012 réð Mennta- og menningarmálaráðuneytið til sín sérfræðing í leikskólamálum eftir margra ára baráttu leikskólakennara fyrir því. Björk Óttarsdóttir þá varaformaður FSL var ráðinn til ráðuneytisins. Átak í eflingu leikskólastigsins var undirbúið samkvæmt ákvörðun þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur.

14


FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA FÉLAG STJÓRNENDA LEIKSKÓLA ÁRSSKÝRSLA 2013-2014

8 - SAMSTARF VIÐ SAMBAND SVEITARFÉLAGA Björk Ólafsdóttir leikskólakennari og matsfræðingur lét af störfum hjá Sambandi sveitarfélaga en hún var fulltrúi sambandsins í starfshópi um átak í eflinu leikskólastigsins. Klara E. Finnbogadóttir kom í hennar stað. Hljóðvist í leikskólum, aðgerðir til eflingar leikskólastigsins og mótun framtíðarsýnar FSL, FL og SNS hafa verið stærstu samstarfsverkefni tímabilsins auk kjarasamninga.

15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.