Ferðablað 2011 - Orlofssjóður KÍ

Page 1

Ferテーablaテー Kennarasamband テ行lands / Sumar 2011


BROSANDI ALLAN HRINGINN Veitingastaðir á öllum hótelum Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gistiverð frá 5.700 kr. á mann • Fimmta hver nótt frí ORLOFSÁVÍSANIR KENNARASAMBANDSINS GILDA Á ÖLLUM EDDU HÓTELUNUM

12 10 9

8 7 6

13 11

2

5

1 3 4

13 HÓTEL ALLAN HRINGINN

1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir • 10 Akureyri 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000


Ágætu félagsmenn!

Efni

Stjórn Orlofssjóðs KÍ markaði sér þá stefnu í fyrra að beina kröftum sínum að því að auka framboð á innlendum orlofstilboðum. Við mótun tilboða fyrir sumarið 2011 er haldið áfram á þeirri braut. Fjármagninu sem sjóðurinn hefur til niðurgreiðslna er því fyrst og fremst varið í niðurgreiðslur á orlofshúsum, hótelmiðum, tjaldvögnum, gönguferðum, veiði- og útilegukortum. Hvað varðar ferðir erlendis þá er nú eingöngu um að ræða afsláttarmiða í flugferðir á áfangastaði íslensku flugfélaganna þ.e. bæði Icelandair og Iceland Express.

Leiðari og helstu verkefni 2008-2011 ��������������������������������������3

Leiguverð til félagsmanna fyrir sumarbústaði og íbúðir á vegum Orlofssjóðs var óbreytt frá árinu 2006 til 1. mars 2011 en þá hækkaði verðið um 10%. Á undanförnum árum hefur Orlofssjóður byggt mörg glæsileg hús í Heiðarbyggð við Flúðir og hafa þau notið mikilla vinsælda. Nú verður hægt á smíði nýrra húsa um sinn og leitast við að efla fjárhagsstöðu sjóðsins. Þrjú hús af þrettán í Ásabyggð hafa nú verið endurnýjuð og fyrir liggur að vinna að endurbótum á öðrum þremur húsum í ár. Þá er enn stefnt því að ljúka við fundarsalinn í Heiðarbyggð. Stjórn Orlofssjóðs óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og ánægjulegar orlofsdvalar.

Orlofsshús á vegum KÍ sumarið 2011 �������������������������������������4 Bókanir ���������������������������������������������������������������������������������4 Nýir orlofsskostir ��������������������������������������������������������������������4 Punktastýrð úthlutun á viku- og flakkaraleigu ����������������������������6 Lausar vikur á orlofssvefnum ��������������������������������������������������6 Réttindi, þrif og gátlisti ������������������������������������������������������������7 Sóleyjargata ��������������������������������������������������������������������������8 Kjarnabyggð ��������������������������������������������������������������������������9 Ásabyggð ����������������������������������������������������������������������������10 Heiðarbyggð ������������������������������������������������������������������������11 Höfuðborgarsvæðið �������������������������������������������������������������12 Vesturland ���������������������������������������������������������������������������12 Vestfirðir ������������������������������������������������������������������������������14 Norðurland ��������������������������������������������������������������������������17 Austurland ���������������������������������������������������������������������������24 Suðurland ���������������������������������������������������������������������������26 Gönguferðir �������������������������������������������������������������������������30 Tjaldvagnar ��������������������������������������������������������������������������31 Veiðikort, útilegukort og hótelmiðar ����������������������������������������32 Afsláttur í Mjóafirði og Stykkishólmi ����������������������������������������34 Reglur Orlofssjóðs ���������������������������������������������������������������34

Í stjórn Orlofssjóðs KÍ eru:

Frá vinstri standandi: Guðmundur Björgvin Gylfason ritari, Gunnlaugur Ásgeirsson varaformaður, Elís Þór Sigurðsson, Sigurður Halldór Jesson og Reynir Daníel Gunnarsson.

Athugið! Ný orlofstilboð geta bæst við eftir útgáfu blaðsins. Fylgist með á orlofsvefnum á www.ki.is

Frá vinstri sitjandi: Ásdís Ólafsdóttir, Jón Ingi Einarsson formaður og Hanna Dóra Þórisdóttir framkvæmdastjóri Orlofssjóðs.

Flakkarahús

Helstu verkefni stjórnar Orlofssjóðs 2008-2011:

Tveir fyrstu sólarhringar eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur.

• Halda áfram að endurnýja orlofshús í Ásabyggð. • Kaupa ný orlofshús ef góðir kostir bjóðast.

Sólarhringsleiga er frá kl. 16.00 komudag til kl. 12.00 brottfarardag.

• Bjóða upp á orlofshús og íbúðir víðs vegar innanlands. • Greiða niður gistingu innanlands á hótelum, gistiheimilum og tjaldstæðum með afsláttarmiðum.

Lyklar

• Auka enn frekar fjölbreytni orlofsmöguleika, innanlands og utan, til dæmis með fjölbreyttum samningum við ferðaþjónustuaðila.

Lyklar eru ýmist hjá umsjónarmönnum eða í lyklakössum með talnalás, nánari upplýsingar eru á kvittun fyrir orlofshúsnæðinu.

• Leitast við að gæta ávallt hagsýni í rekstri Orlofssjóðs, til dæmis með því að leita hagstæðustu tilboða í stærri verkefni. Jafnframt skal skoðuð hagkvæmni þess að fjölga stöðugildum eða samnýta starfsmenn á skrifstofu KÍ. • Veita félagsmönnum góðar og ítarlegar upplýsingar um orlofsmöguleikana á heimasíðu Orlofssjóðs, með útgáfu Ferðablaðsins, á haustþingum, með samskiptum við trúnaðarmenn og á fundum svæðafélaga KÍ.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

FERÐABLAÐ KÍ Ábyrgðarmaður: Jón Ingi Einarsson. Ritstjórar: Hanna Dóra Þórisdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Forsíðumynd: Jón Svavarsson. Hönnun: Zetor / Prentun: Ísafold Orlofssjóður KÍ Laufásvegi 81, 101 Reykjavík - S: 595 1111

3


Orlofshús á vegum KÍ sumarið 2011 Til þess að bóka orlofshús eða ferð hjá Orlofssjóði þarf að fara inn á mínar síður og síðan bókunarvef Orlofssjóðs, sjá „Leiðbeiningar á pdf“ á www.ki.is/Forsida/Orlofssjodur.

Ísafjörður

Súðavík

Eftir skráningu á orlofsvefnum er rétt að benda á að: • Skoða möguleikann „Ítarleg leit“ undir „Orlofshús“. Þar er hægt að haka við leitarskilyrði á borð við: reyklaust hús, sundlaug, hundar velkomnir og fleira. • Fjöldi mynda er á vefnum sem sýnir hús og íbúðir, að innan sem utan. Smellið á „meira“ til að sjá myndir af viðkomandi húsi/íbúð. • Úthlutun á vikuleigu og flakkaraleigu er punktastýrð og fer fram á tímabilinu 4. apríl til 6. maí, eftir það geta allir bókað. Athugið að í vetrarleigu er hægt að bóka með fjögurra mánaða fyrirvara. Dæmi: 1. júní er hægt að bóka orlofshúsnæði í september, 1. júlí er hægt að bóka orlofshúsnæði í október og 1. september er hægt að bóka desember. Nýtt bókunartímabil hefst alltaf kl. 12:00 á hádegi þann dag sem opnað er.

Hólmavík

Flateyri

B

Vatnsd

Laugarbakki

Önundarfjörður

Víðida

Þingeyri Tálknafjörður

Patreksfjörður Barðaströnd

Nýir orlofskostir Boðið er upp á 15 nýja staði:

Skorradalur i Vatnsenda lítið hús Fossatún - Hamrakot

Búðardalur Hellissandur Hellnar

Reykholt - Nátthagi Húsafell - Kiðárskógur 1 Flateyri - Hjallavegur 9 Ísafjörður - Skógarbraut Laugarbakki - Laugarból Siglufjörður - Hlíðarvegur 1 Akureyri - Víðilundur 10 E Eyjafjarðarsveit - Kotabyggð 8 Uppsalir 3 km frá Egilsstöðum Eyjólfsstaðaskógur - Skógarholt

Húsafell Hvítársíða Reykholt Fossatún Skorradalur Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðarströnd Reykjavík Kópavogur

Breiðdalur - Gljúfraborg Hella - Brenna Grímsnes - Hallkelshólar Nýjar gönguferðir eru í boði, sjá bls. 30. Tjaldvagnar, hótelmiðar, afsláttartilboð, veiðikort og útilegukort, sjá bls. 31 - 32.

Hvað merkir táknmyndin? merkir „Gæludýr“ merkir „Flakkarahús“ merkir „Vikuleiga“ merkir „Heitur pottur“ merkir „Heitur rafmagnspottur“

4

FERÐABLAÐ KÍ 2011

Ölfus

Grímsnes

Biskupstun

Laugarvatn


Ólafsfjörður

Hafnir Siglufjörður Blönduós Langidalur Hólar dalur Varmahlíð i

Kjarnabyggð

Raufarhöfn

Eyjafjarðarsveit Akureyri

Þingeyjarsveit Aðaldalur

alur Fljótsdalshérað Egilsstaðir

Seyðisfjörður Eyjólfsstaðaskógur Neskaupstaður Stöðvarfjörður

Breiðdalsvík

Suðursveit

ngur

Kirkjubæjarklaustur

Hella Flúðir Vík í Mýrdal

FERÐABLAÐ KÍ 2011

5


Punktastýrð úthlutun á vikuleigu og flakkaraleigu í sumar

Fyrir þremur árum var reglum um sumarúthlutun vikuleigu breytt og tekin upp punktastýrð úthlutun. Þessi breyting reyndist mjög vel og varð úthlutunin skilvirkari en áður. Reglur um úthlutun - punktastýrð úthlutun Punktastýrð úthlutun fer eftir orlofspunktaeign félaga. Á hverju tímabili gildir reglan „Fyrstur kemur fyrstur fær“. Hún felur í sér að þeir félagsmenn sem hafa áunnið sér flesta orlofspunkta, þ.e. þeir sem eiga 400 - 600 punkta, geta byrjað að bóka vikuleigu á orlofsvefnum þann 4. apríl, kl. 12.00. Þá geta þeir bókað og staðgreitt öll vikuleigutilboð sumarsins. Þann 7. apríl kl. 12.00 geta þeir sem eiga 300 - 600 punkta bókað, o.s.frv. Frá og með 17. apríl geta allir félagsmenn sem eiga punkta bókað það orlofshúsnæði sem er laust í vikuleigu á orlofsvefnum. Punktastýrð úthlutun fer fram á eftirfarandi hátt: Orlofsvefurinn er stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á orlofstímabilið (3. júní - 26. ágúst) til að bóka á neðangreindum dagsetningum.

Þeir sjóðsfélagar sem eiga enga orlofspunkta og allt að mínus 48 orlofspunktum geta bókað hús eftir að sumartími hefst 1. júní.

Punktastýring - sumarleiga

Lausar vikur á orlofsvefnum Eftir að punktastýrðri úthlutun lýkur 17. apríl verða allar lausar vikur settar á orlofsvefinn secure.ki.is/orlofsvefur. Þar geta félagsmenn sem eiga punkta pantað og bókað beint. Ef orlofshús er laust þá gildir reglan „Fyrstur bókar, fyrstur fær“. Um leið og gengið hefur verið frá greiðslu á netinu lokast húsið og næsti félagi sér að það er bókað. Svo einfalt er það. Í vetrarleigu er hægt að panta allt að fjóra mánuði fram í tímann.

Hvað merkir táknmyndin? merkir „Gæludýr“ merkir „Flakkarahús“ merkir „Vikuleiga“ merkir „Heitur pottur“ merkir „Heitur rafmagnspottur“ Gæludýr Óheimilt er að hafa gæludýr í leiguhúsnæði á vegum Orlofssjóðs KÍ nema sérstaklega komi fram í leigusamningi að það sé heimilt. Lausaganga hunda í orlofsbyggðum sjóðsins er bönnuð. Áhersla er lögð á að félagsmenn virði þessar reglur til að sýna þeim tillitssemi sem haldnir eru ofnæmi fyrir dýrum.

Vikuleiga opnar þessa daga á orlofsvefnum secure.ki.is/orlofsvefur/ undir Bókanir/laust:

Gæludýr má hafa í þessum húsum:

4. apríl 400 - 600 punktar (klukkan 12:00)

• Borgarfjörður - Hrísmóar 9 í landi Signýjarstaða

7. apríl 300 - 600 punktar (klukkan 12:00)

• Borgarfjörður - Reykholti - Nátthagi

11. apríl 200 - 600 punktar (klukkan 12:00)

• Tálknafjörður - Túngata 21

14. apríl 100 - 600 punktar (klukkan 12:00)

• Þingeyri - Aðalstræti 19

17. apríl allir félagsmenn sem eiga punkta

• Þingeyri - Hafnarstræti 3

1. júní allir félagsmenn sem eiga enga punkta

• Flateyri - Hjallavegur 9

Flakkarinn opnar þessa daga á orlofsvefnum secure.ki.is/orlofsvefur/ undir Bókanir/laust:

• Hvalfjörður - Austurbala í landi Eystra-Miðfells

• Laugarbakki - Laugarból • Ólafsfjörður - Aðalgata 58 • Ólafsfjörður - Tröllakoti

2. maí kl. 12.00 fyrir félagsmenn sem eiga yfir 300 punkta

• Raufarhöfn - Víkurbraut 20

4. maí kl. 12.00 fyrir félagsmenn sem eiga yfir 100 punkta

• Egilsstaðir - Stekkjartröð 9

6. maí kl. 12.00 fyrir félagsmenn sem eiga enga punkta

• Stöðvarfjörður - Sólhóli Fjarðarbraut 66

Punktakerfi KÍ byggir á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta fyrir hvert unnið ár, tvo punkta fyrir hvern mánuð. Grunnpunktar voru gefnir þegar nýtt úthlutunarforrit, Hannibal, var tekið í gagnið árið 1996. Félagsmenn sem hafa starfað í 25 ár eða lengur (frá 1987) geta átt allt að 600 punkta sem er hámarkspunktafjöldi.

• Breiðdalsvík - Gljúfraborg

Við hverja bókun eru mismargir punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns: Allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða til sextíu punkta á dýrasta stað að sumri. Hafið samband við skrifstofu Orlofssjóðs í síma 595 1111 eða á netfangið orlof@ki.is ef þið þurfið að gera athugasemdir við orlofspunktaeign ykkar. Sumarleiga Í ár eru 45 leigueiningar í boði í vikuleigu. Í ár eru 68 Flakkarahús.

6

FERÐABLAÐ KÍ 2011

• Hella - Brenna • Hella - Gaddstöðum • Biskupstungur - Úthlíð Stórabunga 10 • Flúðir - Ásabyggð hús nr. 35 • Ölfus - Akurgerði II

Eftirlaunakennarar Kennarar á eftirlaunum fá 30% afslátt í Ásabyggð fyrstu tvær vikurnar í júní og síðustu tvær vikurnar í ágúst. Yfir vetrartímann er sérstakt tilboð virka daga í Ásabyggð og Heiðarbyggð.


réttindi, þrif OG gátlisti

Athugið! Réttindi sjóðsfélaga Orlofssjóðs KÍ geta haldist óskert þrátt fyrir breytta atvinnuþátttöku eða starfslok. Um þetta gilda eftirfarandi reglur: • Sjóðsfélagar njóta óskertra réttinda í fæðingarorlofi enda greiða þeir stéttarfélagsgjöld af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Hafa ber í huga að þetta þarf sérstaklega að taka fram á umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

„Flakkari“ er húsnæði sem hægt er að bóka frá einni nótt til sjö nátta í sama húsi. Þegar félagar flakka eru tveir fyrstu sólarhringarnir á sama stað á fullu verði en síðan er 50% afsláttur.

• Atvinnulausir og öryrkjar halda fullum réttindum í Orlofssjóði. Lífeyrisþegar sem ganga í Félag kennara á eftirlaunum (FKE) halda fullum réttindum í Orlofssjóði KÍ. • Þótt sjóðsfélagi þiggi dagpeninga úr Sjúkrasjóði á hann óskert réttindi í Orlofssjóði meðan á greiðslum stendur. Þetta miðast við að viðkomandi hafi notið fullra réttinda áður en greiðslur hófust.

Það sem oftast gleymist að þrífa er bakaraofninn... Athugið að leigjendur sjá sjálfir um þrif við brottför, einnig á flakkarahúsum og einnig þótt einungis sé gist í eina nótt. Athugið að EKKI er boðið upp á að kaupa þrif á orlofshúsum KÍ á sumartíma, það er frá 3. júní til 26. ágúst nema þar sem það er sérstaklega tekið fram. Mikilvægt er að skilja við orlofshúsið eins og maður vill sjálfur koma að því. Við brottför skal þrífa húsið vel og gæta þess að hver hlutur sé á sínum stað. Verði vanhöld á þrifum getur það varðað áminningu og að leigutaka verði gert að greiða þrifagjald.

Þráðlaust net Í orlofshúsnæði Orlofssjóðs KÍ á Sóleyjargötu er þráðlaust netsamband. Nánari upplýsingar er að finna í upplýsingamöppu í íbúðunum. Við vekjum athygli á að netsamband getur verið mismunandi eftir því hvers konar tölva er notuð og getur þurft að leita að besta staðnum í húsinu til að ná sambandi. Í öðrum húsum er ekki netsamband.

Föstudagar eru skiptidagar í orlofshúsum.

Göngum vel um orlofshúsin, hvort sem þau eru í eigu KÍ eða annarra. Spillum ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt og forðumst háreysti sem veldur öðrum dvalargestum á svæðinu ónæði. Reykingar eru bannaðar í öllum orlofshúsum. Ekki er boðið upp á aðkeypt þrif á sumrin, nema þar sem það er sérstaklega tekið fram. Nákvæmar og myndrænar leiðbeiningar um bókanir hjá Orlofssjóði KÍ eru í pdf-skjali á orlofsvefnum. Slóðin er: www.ki.is/Forsida/ Orlofssjodur.

Eitt og annað sem stundum gleymist:

GÁTLISTI

• upplýsingablaðið frá Orlofssjóði KÍ og kvittun fyrir leigu • rúmföt, handklæði, sápa, tuskur, diskaþurrkur og salernispappír • ferðaupplýsingar um nágrenni orlofsstaðar, kort og handbækur • vatnsbrúsar fyrir gönguferðirnar • sjúkrakassi, bílveikitöflur, plástrar, höfuðverkjalyf, grisja, skæri, flísatöng, heftiplástur o.fl.

Gæti verið tilbreytingin sem þið þurfið á að halda..?

• snyrtitaska og lyf: Snyrtidót, tannbursti, tannkrem, tannþráður, lyf, hárbursti, greiða, gleraugnaþurrkur, getnaðarvarnir, skordýrafæla o.fl. • kíkir, áttaviti, gps, myndavél, MP3 spilari • GSM sími og hleðslutæki • húslyklarnir heima • bíladótið: ökuskírteini, varadekk, plastbrúsi, tvistur o.fl. • afþreying fyrir börnin: Skriffæri, teikniblokk og púsl • teppi og koddi í bílinn • sólgleraugu og sundföt • flauta - gott að hafa til að hóa saman liðinu • ekki gleyma hlífðarfatnaði og vaðskóm • nesti í bílferðina fyrsta daginn • útileikföng: Bolti, badmintonspaðar, skófla og fata o.fl.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

Hótelið býður upp á góða fundaraðstöðu í kyrrlátu og slakandi umhverfi.

Vellir,, Hveragerdi, Iceland Sími: 480 4800 E-mail: info@eldhestar.is www.eldhestar.is

7


Sóleyjargata 25 og 33

Sóleyjargata 25 í Reykjavík Sóleyjargata 25 er orlofshús í miðbæ Reykjavíkur, á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu (inngangur frá Fjólugötu). Í húsinu eru sex íbúðir. Ein þriggja herbergja 63 m² íbúð með svefnaðstöðu fyrir sex, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Tvær tveggja herbergja 48-55 m² íbúðir með hjónaherbergi og svefnplássi fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Þrjár 34 og 46 m² stúdíóíbúðir með svefnaðstöðu fyrir fjóra, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Íbúðirnar eru vel búnar húsgögnum og búsáhöldum sem tilheyra venjulegu húshaldi. Sjónvarp og DVD-spilari eru í öllum íbúðum. Sími er í miðrými á fyrstu hæð ásamt nettengdri tölvu. Þráðlaust netsamband er í húsinu. Í kjallara er þvottavél og þurrkari. Sængurföt og handklæði eru fyrir hendi þegar gestir koma. Barnarúm, aukarúm, straujárn og straubretti eru í língeymslu. Hægt er að panta þrif að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er. 1 nótt

2 nætur

3 nætur

4 nætur

5 nætur

6 nætur

7 nætur

Punktar á nótt

Punktar á viku

Stór íbúð 3ja herbergja

6.850

13.700

16.600

19.500

22.400

25.300

28.200

5

35

Verð f. aukanótt umfram tvær

2.900 12.800

15.100

17.400

19.700

22.000

24.300

4

28

11.600

13.360

15.120

16.880

18.640

20.400

3

21

Stór íbúð 2ja herbergja

6.400

Verð f. aukanótt umfram tvær

2.300

Lítil íbúð stúdíóíbúð

5.800

Verð f. aukanótt umfram tvær

1.760

Sóleyjargata 33 í Reykjavík Í húsinu eru fjórar íbúðir og fimm herbergi. Stærri íbúðirnar eru 55 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa auk barnarúms. Stúdíóíbúðirnar eru 30 og 35 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa. Að auki eru tvö eins manns herbergi með sturtu og salerni. Einnig eru tvö tveggja manna herbergi, annað með sturtu og salerni, og eitt fjögurra manna herbergi. Íbúðirnar eru vel búnar húsgögnum og búsáhöldum sem tilheyra venjulegu húshaldi. Sjónvarp og DVD-spilari eru í öllum íbúðum og herbergjum. Í kjallara hússins er aðstaða fyrir gesti sem gista í herbergjum. Þar er sameiginlegt eldhús, tvö baðherbergi, setustofa með síma, sjónvarpi og nettengdri tölvu. Þráðlaust netsamband er í húsinu. Sængurföt og handklæði eru fyrir hendi þegar gestir koma. Í língeymslu er þvottavél með innbyggðum þurrkara og aukarúm. Straujárn og straubretti eru í eldhúsi í kjallara og í ræstiskáp á fyrstu hæð. Hægt er að panta þrif að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.

8

Íbúðirnar á Sóleyjargötu eru til leigu allan ársins hring. Á orlofsvefnum opnast fyrir nýjan bókunarmánuð 1. hvers mánaðar, t.d. 1. apríl kl. 12:00 opnast fyrir bókanir í júlí og svo koll af kolli.

1 nótt

2 nætur

3 nætur

4 nætur

5 nætur

6 nætur

7 nætur

Punktar á nótt

Punktar á viku

Stór íbúð 3ja herbergja

6.850

13.700

16.600

19.500

22.400

25.300

28.200

5

35

Verð f. aukanótt umfram tvær

2.900 12.800

15.100

17.400

19.700

22.000

24.300

4

28

11.600

13.360

15.120

16.880

18.640

20.400

3

21

8.600

9.800

11.000

12.200

13.400

14.600

2

14

Stór íbúð 2ja herbergja

6.400

Verð f. aukanótt umfram tvær

2.300

Lítil íbúð stúdíóíbúð

5.800

Verð f. aukanótt umfram tvær

1.760

Herbergi með baði 101

4.300

Herbergi með baði K1

4.300

8.600

9.800

11.000

12.200

13.400

14.600

2

14

Herbergi með baði K2

4.500

9.000

10.200

11.400

12.600

13.800

15.000

2

14

Herbergi f. fjóra K3

4.200

8.400

9.600

10.800

12.000

13.200

14.400

2

14

Herbergi án baðs K4

3.850

7.700

8.900

10.100

11.300

12.500

13.700

2

14

Verð f. aukanótt umfram tvær

1.200

FERÐABLAÐ KÍ 2011


AKUREYRI - KJARNABYGGÐ

Kjarnabyggð við Kjarnaskóg Kennarasamband Íslands á fjögur orlofshús í Kjarnabyggð við Kjarnaskóg, 3,5 km sunnan Akureyrar. Auk þess leigir KÍ eitt hús, þ.e. hús nr. 3. Þrjú húsanna, nr. 3, 4 og 12 eru 55 m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex manns. Eitt svefnherbergi er með hjónarúmi og tvö með kojum. Nýrri húsin eru nr. 5 og 7 og eru þau 70 m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir átta. Í tveimur herbergjum eru hjónarúm og annað þeirra með koju til viðbótar. Þriðja herbergið er með koju. Í húsunum er baðherbergi með sturtu, eldhúskrókur og stofa. Sængur og koddar eru fyrir átta. Í húsunum eru barnarúm og barnastóll. Stofan er vel búin húsmunum með útvarpi/kasettutæki/geislaspilara, sjónvarpi og DVD-spilara. Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki, s.s. eldavél, ísskápur og örbylgjuofn. Gasgrill fylgir húsunum. Heitur pottur og verönd eru við hvert hús. Í vikuleigu eru húsin leigð frá föstudegi til föstudags. Gestir mega koma í húsin kl.16.00 og losa þarf þau eigi síðar en kl.12.00 brottfarardag. Sjá kynningu á orlofshúsunum á www.ki.is Flakkarahús - Hús nr. 4 og 7 Verð er 7.200 á sólarhring. Hver sólarhringur reiknast sem 6 orlofspunktar í frádrátt af húsi nr. 4 en 7 orlofspunktar í frádrátt af húsi nr. 7. Vikuleiga Hús nr. 3, 5 og 12 Hús nr. 5: verð: 26.400. Punktar: 60. Hús nr. 3 og 12 verð: 24.400. Punktar: 48.

Sumarleigutími í vikuleigu er frá 3. júní til 26. ágúst.

Lyklar Lyklar eru ýmist hjá umsjónarmönnum eða í lyklakössum með talnalás, nánari upplýsingar eru á kvittun fyrir orlofshúsnæðinu.

Að gefnu tilefni vekjum við athygli á að ekki er séð fyrir rúmfatnaði í orlofshúsum nema það sé sérstaklega tekið fram í upplýsingum. Við bendum gestum á að hafa með sér salernispappír ef ske kynni að hann vanti við komu á dvalarstað.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

Við bjóðum upp á ferðir daglega frá einum klukkutíma upp í dagsferðir frá maí til október. Það er 25 mínútna akstur frá Akureyri til okkar. Við erum rétt hjá Grenivík.

9


FLÚÐIR - ÁSABYGGÐ

Ásabyggð Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Ásabyggð í Hrunamannahreppi. Flest húsanna eru 53 m², nýrri húsin nr. 32, 33 og 34 eru 76 m² og hús nr. 44 er 60 m² og er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Búið er að vinna við endurbætur á húsum nr. 35, 41 og 43. Setustofa er vel búin húsmunum með útvarpi og sjónvarpi með DVD-spilara. Í húsunum eru þrjú svefnherbergi; eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Sængur og koddar eru fyrir sex. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Hús nr. 32, 33 og 34 eru með tveimur hjónaherbergjum og einu kojuherbergi. Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki, s.s. eldavél, uppþvottavél, ísskápur, kaffivél, brauðrist og vöfflujárn. Kolagrill fylgir eldri húsunum en í húsum nr. 32, 33 og 34 er gasgrill. Heitur pottur er fyrir utan hvert hús. Í vikuleigu eru húsin leigð frá föstudegi til föstudags. Gestir mega koma í húsin kl. 16.00 og losa þarf þau eigi síðar en kl. 12.00 brottfarardag. Sameiginlegt leiksvæði fyrir yngri börn er við hús nr. 40 og 44. Til hliðar við leikvöllinn hjá húsi nr. 44 er körfuboltavöllur. Verð: 23.100. Punktar: 48.

HÚS nr. 35 Þeir sem vilja taka með sér gæludýr í Ásabyggð þurfa að bóka hús nr. 35. Í öðrum húsum Orlofssjóðs í Ásabyggð og Heiðarbyggð eru gæludýr stranglega bönnuð.

Flakkarahús Hús nr. 32, 33 og 34 eru ný og stærri en eldri húsin og er hægt að bóka þau á orlofsvefnum sem flakkara frá 2. maí. Verð er 7.200 á sólarhring. Punktar: 7.

Hrunamannahreppur - heimili orlofshúsa KÍ í Ása- og Heiðarbyggð

svo árið 1927 sem heitt vatn var leitt inn í fyrsta bæinn til upphitunar.

Talið er að búseta hafi hafist í Hrunamannahreppi fyrir um 1100 árum. Í Landnámu segir frá tveimur bræðrum, Má og Bröndólfi Naddoddssonum, sem námu land í hreppnum. Hrunamannahreppur telst til uppsveita Árnessýslu og er að flatarmáli um 250 km². Hann liggur að afrétti og hefur Skeiða- og Gnúpverjahrepp á aðra hönd en Biskupstungur í Bláskógabyggð á hina. Vatnsföllin Stóra-Laxá og Hvítá renna á hreppamörkum. Landslag er mishæðótt og skiptast á ótal ásar og fjöll en inn á milli liggja dalir og sléttlendi til skiptis.

Á sumrin er hitastig oft hátt og veðursæld mikil. Í hreppnum er einn þéttbýliskjarni, Flúðir. Flúðahverfið byggðist í upphafi í kringum barnaskólann en sveitarfélagið keypti 30 hektara úr landi Hellisholta árið 1929. Fyrsta íbúðarhúsið var svo reist 1940, Olgeirshús, síðar nefnt Gilsbakki. Á Flúðum eru um 400 íbúar og um 800 í hreppnum öllum.

Jarðhiti er mikill í hreppnum. Fyrr á tímum var hitinn lítið notaður en þó var nokkuð um þvotta, slátursuðu og brauðbakstur í hverunum. Til skamms tíma lögðu konur úr hreppnum leið sína að hverahólmanum á Flúðum og þvoðu þar þvotta. Er örnefnið Vaðmálahver til marks um það. Það var

10

FERÐABLAÐ KÍ 2011

Úr bæklingnum Gönguleiðir í Hrunamannahreppi. Hann er fullur af skemmtilegum fróðleik um fimmtán gönguleiðir og hægt er að hlaða honum niður af Flúðir.is Hrunadansinn, ygglibrúnin og „Allir krakkar“ Kirkjan sem nú stendur í Hruna var að stofni til byggð árið 1865 en turninn var endurnýjaður 1908 eftir fárviðri. Sögur segja, að hún hafi staðið

uppi á klapparhæðinni Hruna og þar sé hægt að sjá Hrunakarlinn, mannsmynd, eða öllu heldur tröllsmynd, í klettabelti efst í hæðinni. Kirkja reis líklega fyrst í Hruna á 11. öld sem var að líkum þingstaður þegar á 10. öld. Séra Valdimar Briem (1848-1930) kom munaðarlaus að Hruna og ólst þar upp. Hann varð síðar þjóðkunnur prestur og sálmaskáld á Stóra-Núpi. Hann orti m.a. sálmana: „Í Betlehem er barn oss fætt“ og „Nú árið er liðið“. Munnlegar heimildir úr Hrunamannahreppi segja að hann hafi á barnsaldri ort hið alkunna: „Allir krakkar, allir krakkar/eru í skessuleik“. Sagan segir að eitt sinn hafi setið í Hruna prestur sem hélt dansleik með sóknarbörnunum á jólanótt. Eitt sinn stóð dansleikurinn óvenju lengi og kölski kom til skjalanna, gretti sig framan í kirkjugesti og dró kirkjuna með öllum sem voru í henni niður í undirdjúpin. Indriði Einarsson samdi leikritið Dansinn í Hruna upp úr sögunni.


FLÚÐIR - HEIÐARBYGGÐ

Heiðarbyggð Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Sex hús voru tekin í notkun sumarið 2002 og önnur sex árin 2008 og 2009. Eldri húsin (nr.1, 3, 5, 7, 9 og 11) eru 87 m² en nýrri húsin (nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12) eru 99 m². Stofa er vel búin húsmunum með útvarpi/geislaspilara, DVD-spilara og sjónvarpi með RUV, Stöð 2 og sportrásum Stöðvar 2. Háimói 14 er 63 m² með 29 m² gestahúsi og gistingu fyrir átta manns. Í eldri húsunum eru þrjú svefnherbergi en í nýrri húsunum eru fjögur svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og ýmist eitt eða tvö herbergi með kojum. Sængur og koddar eru fyrir átta. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki, s.s. uppþvottavél, eldavél, örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél, brauðrist, samlokugrill, blandari, vöfflujárn og þeytari. Gasgrill fylgir hverju húsi. Stór 40 m² verönd með útihúsgögnum og heitur pottur eru við hvert hús. Sameiginlegt leiksvæði fyrir yngri börn er við hús nr. 3 og 14. Við hús nr. 9 er einnig leikvöllur og körfuboltavöllur. Í vikuleigu eru húsin leigð frá föstudegi til föstudags. Gestir mega koma í húsin kl. 16.00 og þau þarf að losa eigi síðar en kl. 12.00 brottfarardag. Verð: 26.400. Punktar: 60.

Flakkarahús Hús nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 14 er hægt að bóka sem flakkara á orlofsvefnum frá 2. maí. Verð er 8.800 á sólarhring. Punktar: 8.

Sögusetrið Hvolsvelli

Sjá kynningu á orlofshúsunum á www.ki.is

Hlíðarvegi 14 • 860 Hvolsvöllur www.njala.is • njala@njala.is Sími: 487-8781 og 618-6143 
 Kaupfélagssafnið

Þorvaldur Gissurarson bjó í Hruna 1182-1225. Gissur sonur hans (1208-1268) ólst upp í Hruna og varð voldugasti maður í Sunnlendingafjórðungi, friðsamur maður en dróst inn í harðvítugar deilur Sturlungaaldar. Gissur varð liðsmaður Hákonar gamla og síðar jarl hans á Íslandi frá 1258 til æviloka. Sturla Sighvatsson kvæntist í Hruna og Þorvaldur sýndi gestinum og stórmenninu Sighvati (föður brúðgumans) börn sín. Sighvati fannst þau mennileg, allt þar til augasteinninn Gissur var leiddur fram. „Hér er nú ástin mín, Sighvatur bóndi, og það þætti mér allmiklu skipta, að þér litist giftusamlega á þenna mann,“ sagði Þorvaldur. Sighvatur var fár og horfði á hann langa stund. En Gissur stóð kyrr og horfði einarðlega á móti Sighvati. Sighvatur tók þá til orða og heldur stutt: „Ekki er mér um ygglibrún þá“. Frá þessu er sagt í Sturlungu. Heimildir: Grein í Lesbók Mbl. 19. desember 1998 eftir Gísla Sigurðsson, upplýsingar af www.nat.is og Sturlunga saga.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

Saga verslunar á Suðurlandi í 100 ár 
 
 Njálusýningin

Nú með hljóðleiðsögn fyrir börnin

Opið í allt sumar 09:00 - 18:00 alla daga vikunnar

Vertu vinur á Facebook og fylgstu með viðburðum! www.facebook.com/sogusetrid

11


HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ / VESTURLAND

Reykjavík - Laufengi - Grafarvogi (þriðja hæð) Íbúðin er 107 m² á þriðju hæð í húsinu. Gisting fyrir fimm til sjö. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi, útvarpi, geislaspilara o.fl. Svefnherbergi eru þrjú og svefnsófi í stofu fyrir tvo. Eldhús er með eldavél, ísskáp og uppþvottavél. Salerni er með baðkeri. Úti eru svalir með stólum. Leigutími er frá 31. maí til 31. ágúst. Verð fyrir fyrstu nótt er 9.000, aðra nótt 9.000 síðan 7.000 og svo 6.000 fyrir næstu nætur. Punktar: 2 punktar fyrir sólarhring.

Kópavogur - Ásakór 8 (þriðja hæð) Íbúðin er 124 m², á þriðju hæð í nýju fjölbýlishúsi með lyftu. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti, borðstofusetti, sjónvarpi, útvarpi og geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö og svefnsófi í stofu. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél, tvöföldum ísskáp og uppþvottavél. Salerni er með sturtu. Úti eru stórar svalir með útihúsgögnum og gasgrilli. Glæsilegt útsýni. Leigutími er frá 20. maí til 31. ágúst. Verð fyrir fyrstu nótt er 9.000, aðra nótt 5.000 síðan 3.000 fyrir næstu nætur. Punktar: 2 punktar fyrir sólarhring.

Kópavogur - Dynsalir 2 (íbúð 101) Íbúðin er 58 m², á jarðhæð í nýlegu litlu fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir tvo til fjóra. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi, DVD-spilara, útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi er eitt með góðum fataskápum og hjónarúmi, dýnur fyrir tvö börn. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhúskrókur er rúmgóður með eldavél og ísskáp. Salerni er með baðkari/sturtu og þvottavél. Leigutími er frá 3. júní til 12. ágúst. Verð fyrir fyrstu tvær nætur á 8.000 og næstu 5 nætur með 50% afslætti. Punktar: 2 punktar fyrir sólarhring.

Hvalfjarðarströnd Eystra-Miðfell, Austurbali Bústaðurinn er 50 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir átta. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö auk svefnlofts. Annað svefnherbergið er með hjónarúmi en hitt með tvíbreiðu rúmi og koju. Á svefnlofti eru þrjár dýnur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Hægt er að leigja rúmfatnað hjá umsjónarmanni. Þrif að lokinni dvöl eru í boði gegn gjaldi. Eldhús er með borðkrók, eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur með borði og stólum ásamt heitum potti og gasgrilli. Bústaðurinn stendur í landi Eystra-Miðfells og frá honum er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir og golfvöllur eru í næsta nágrenni og veiði í vötnum í Svínadal. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Hvalfjarðarströnd Eystra-Miðfell, Háibali Bústaðurinn er 60 m². Gisting er fyrir sjö. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Annað þeirra er með hjónarúmi en hitt með tvíbreiðu rúmi og koju. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sjö. Hægt er að leigja rúmfatnað hjá umsjónarmanni. Þrif að lokinni dvöl eru í boði gegn gjaldi. Eldhús er með borðkrók og uppþvottavél. Þvottavél er í geymslu. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur með borði og stólum ásamt heitum potti og gasgrilli. Bústaðurinn stendur í landi Eystra-Miðfells og frá honum er fallegt útsýni yfir Hvalfjörðinn. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir og golfvöllur eru í næsta nágrenni og veiði í vötnum í Svínadal. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 23.100. Punktar: 48.

12

FERÐABLAÐ KÍ 2011


VESTURLAND

Hvalfjarðarsveit - Hafnarsel í Ölverslandi undir Hafnarfjalli Bústaðurinn er 94 m². Gisting er fyrir átta. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi eru þrjú. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með borðkrók, örbylgjuofni, eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur með borði og stólum ásamt heitum rafmagnspotti og kolagrilli. Bústaðurinn stendur undir Hafnarfjalli. Stutt er í Borgarnes. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð er 8.800 á sólarhring. Punktar: 7.

Skorradalur - Indriðastaðir, Djúpilækur 14 Bústaðurinn er 32 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fimm. Stofa er með hornsófa, sjónvarpi, DVD-spilara og útvarpi. Svefnherbergi eru tvö, annað með kojum en hitt með tvíbreiðu rúmi (130 sm). Á svefnlofti eru tvær dýnur og ein 120 sm dýna fyrir barn. Sængur og koddar eru fyrir fimm. Eldhús er með ísskáp, eldavél með tveimur hellum og litlum ofni. Salerni er með sturtu. Úti er gasgrill á sólpalli og sólhúsgögn. Bústaðurinn stendur við Skorradalsvatn. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Skorradalur - Í landi Vatnsenda Bústaðurinn er 22 m². Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með eldhúsborði, svefnsófa, sjónvarpi, útvarpi og DVD-spilara. Svefnherbergi er eitt með breiðari neðri koju. Á svefnlofti er rúm og aukadýnur. Eldhúskrókur er með tveimur eldunarhellum, ísskáp og borðbúnað fyrir fimm. Salerni er með sturtu. Úti er pallur með kolagrilli. Veiðileyfi er fyrir eina stöng í Skorradalsvatni. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 fyrir sólarhring. Punktar: 4.

Fossatún - Hamrakot Bústaðurinn er 90 m². Gisting er fyrir sjö. Stofa er með stórum sófa, stökum stólum, hljómflutningstækjum, sjónvarpi með DVD-spilara og Play Station-tölvu. Svefnherbergi eru þrjú, tvö með hjónarúmi og eitt með koju og stöku rúmi. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sjö. Eldhús með eldavél, litla uppþvottavél, stóran ísskáp og öll önnur almenn heimilistæki. Salerni er með sturtu. Geymsla með þvottavél og þaðan er gengið beint út á sólpall. Úti er sólpallur með heitum potti og gasgrilli. Fallegar gönguleiðir. Við Fossatún er tjaldstæði og leikvöllur. Stutt er í veiði, golf og sund. Stutt er í Reykholt. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 7.700 fyrir sólarhring. Punktar: 6.

Reykholt - Nátthagi Bústaðurinn er 104 m² tvílyft heilsárshús. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti, arni og sjónvarpi með DVD-spilara. Svefnherbergi eru tvö bæði með tvíbreiðum rúmum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Barnarúm. Eldhús með eldavél, uppþvottavél, ísskáp og örbylgjuofni. Þvottahús með þvottavél. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur með kolagrilli. Nátthagi er 20 km frá Húsafelli og 5 km frá Reykholti. Húsið stendur í fallegu umhverfi með útsýni yfir Eiríksjökul og Skarðsheiði. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 7.700 fyrir sólarhring. Punktar: 6.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

13


VESTURLAND / VESTFIRÐIR

Hvítársíða Hrísmóar 9 í landi Signýjarstaða Bústaðurinn er 53 m² auk 25 m² svefnlofts. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi, útvarpi, DVD-spilara og myndbandstæki. Svefnherbergi eru tvö, annað með hjónarúmi og hitt með 90 sm breiðri koju, fjórar dýnur eru á svefnlofti, átta sængur og koddar. Barnarúm. Eldhús með eldavél með ofni, ísskáp, uppþvottavél og örbylgjuofni. Barnastóll. Salerni er með sturtu. Úti er góður sólpallur með gasgrilli og heitum potti. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 8.800 á sólarhring. Punktar: 7.

Húsafell - Kiðárskógur 1 Bústaðurinn er 63 m². Gisting er fyrir átta. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi, útvarpi, DVD-spilara og myndbandstæki. Svefnherbergi eru þrjú, sængur og koddar fyrir átta. Eldhús með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er góður sólpallur með kolagrilli og heitum potti. Fallegar gönguleiðir. Í Húsafelli er tjaldstæði, sundlaug og leikvöllur. Stutt er í Reykholt. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 8.800 á sólarhring. Punktar: 7.

Hellnar - Kjarvalströð Bústaðirnir eru 78 m². Gisting er fyrir sex til átta manns. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi, DVD-spilara og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru þrjú. Sængur og koddar eru fyrir átta manns. Barnarúm. Eldhús er með öllum almennum eldhúsáhöldum og borðbúnaði fyrir tíu manns. Salerni er með sturtu. Úti er pallur með garðhúsgögnum og kolagrilli. Í næsta nágrenni er upplýsingamiðstöð um Snæfellsþjóðgarðinn, tvö veitinga- og kaffihús sem eru starfsrækt á sumrin og lítil verslun. Bent er á að í húsinu er stigi upp á efri hæð sem er þröngur og varasamur. Hjólhýsi, tjaldvagnar og tjöld eru bönnuð við orlofshúsin. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð er 9.900 á sólarhring. Punktar: 8.

Hellnar - Laugarbrekka Húsið er 128 m². Gisting er fyrir átta manns. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi, myndbandstæki og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru fjögur. Sængur og koddar eru fyrir átta manns. Eldhús er með öllum almennum eldhúsáhöldum, uppþvottavél og borðbúnaði fyrir tólf manns. Salerni eru tvö, annað með sturtu, hitt með baði. Úti er pallur með garðhúsgögnum og kolagrilli. Í næsta nágrenni er upplýsingamiðstöð um Snæfellsþjóðgarðinn, tvö veitinga- og kaffihús sem eru starfsrækt á sumrin og lítil verslun. Leigutími er frá 17. júní til 26. ágúst. Verð er 9.900 á sólarhring. Punktar: 8.

Hellissandur - Skólabraut 8 Húsið er 145 m². Gisting er fyrir átta. Stofa er með svefnsófa ásamt sófasetti, sjónvarpi og útvarpi. Svefnherbergi eru fjögur, eitt með hjónarúmi, tvö með tveimur rúmum í hvoru og í því fjórða er svefnsófi. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Barnarúm er í húsinu. Eldhús er stórt og samliggjandi borðstofu. Í eldhúsi er eldavél, uppþvottavél og ísskápur með frysti. Salerni eru tvö. Annað með sturtu en hitt með baðkari. Úti er stétt með kolagrilli. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 6.

14

FERÐABLAÐ KÍ 2011


VESTFIRÐIR

Búðardalur - Thomsenshús Húsið er 90 m² timburhús, hæð og ris. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi. Í risi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með fimm rúmum ásamt barnarúmi og aukadýnum en sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Húsið á sér merka sögu og er fyrsta húsið sem var byggt í Búðardal. Það stendur á friðsælum stað við sjóinn og er gott að fara þaðan í fjöru- og gönguferðir um nágrennið. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

Barðaströnd - Ægisholt, Krossholtum Húsið er 120 m² einbýlishús. Gisting er fyrir átta. Stofa er með sófasetti, hljómflutningstæki og sjónvarpi með DVD-spilara. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu er hjónarúm en í hinum 90 sm rúm. Tvær dýnur eru í húsinu. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með ísskáp, eldavél og uppþvottavél. Einnig er þvottavél í húsinu. Salerni er með baðkari og sturtu. Úti er stór verönd með kolagrilli og heitum potti. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 8.800. Punktar: 7.

Barðaströnd - Litlahlíð Húsið er 27 m² sumarhús. Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með sófa, útvarpi, DVDspilara og sjónvarpi. Svefnherbergi er eitt, með hjónarúmi og barnarúmi. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með ísskáp, eldavél og uppþvottavél. Salerni er með sturtu. Úti er verönd með kolagrilli. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Húsið er ekki til útleigu 8. til 11. júlí. Verð er 4.400 á sólarhring. Punktar: 4.

Patreksfjörður - Sigtún 45 Húsið er 98 m² raðhús. Gisting er fyrir sjö. Stofa er með tveimur sófum, sem hægt er að breyta í svefnsófa, útvarpi og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er hjónarúm og í hinu er koja með breiðri neðri koju. Barnarúm. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sjö. Eldhús er með eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti sunnan við húsið er verönd með garðhúsgögnum og kolagrilli. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 19.800. Punktar: 36.

Tálknafjörður - Túngata 21 Íbúðin er 76 m² í fjögurra herbergja raðhúsi. Gisting er fyrir sex. Stofa er rúmgóð með sjónvarpi, borðstofuborði með átta stólum og sófasetti. Svefnherbergi eru þrjú, hjónaherbergi og tvö minni herbergi. Í einu herbergi er hjónarúm, koja í öðru en rúm í því þriðja. Í íbúðinni er gestabeddi. Svefnpláss er fyrir fimm í rúmi og einn á bedda. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er með baði og sturtu. Úti er kolagrill. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 19.800. Punktar: 36.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

15


VESTFIRÐIR

Þingeyri - Aðalstræti 19 Íbúðin er 120 m² á tveimur hæðum. Gisting er fyrir ellefu til tólf. Stofa er í risi með sófasetti, sjónvarpi og útvarpi. Svefnherbergi eru þrjú. Svefnpláss er fyrir fimm í rúmum og sex til sjö á dýnum í stofu. Sængur og koddar eru fyrir tíu og hægt að fá fleiri. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Almennur borðbúnaður er fyrir a.m.k. sex manns. Salerni er á báðum hæðum með sturtu. Úti er kolagrill. Sundlaug, hægt að komast í víkingasiglingu. Stutt er yfir í Arnarfjörð til Hrafnseyrar og á Látrabjarg. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 17. júní til 19. ágúst. Húsið er ekki í leigu 3. til 9. júlí. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Þingeyri - Hafnarstræti 3 Húsið er 160 m². Gisting er fyrir níu. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi, DVD-spilara og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru þrjú. Í tveimur eru tvíbreið rúm og í því þriðja er stakt rúm. Í stofu er svefnsófi. Barnaferðarúm er í húsinu. Sængur og koddar eru fyrir níu. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er á báðum hæðum með sturtu og þvottavél. Úti er borð með bekkjum og gasgrill. Sækja má gas í söluskála N1. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Húsið er ekki í leigu 25. júní til 9. júlí. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Flateyri - Hjallavegur 9 Íbúðin er 60 m² endaíbúð á jarðhæð með sérinngangi. Gisting er fyrir sex. Stofa er með hornsófa sem hægt er að draga fram og gera að rúmi. Þar er útvarp, sjónvarp, DVD- og geislaspilari. Svefnherbergi eru tvö, annað stórt með tveimur rúmum og hitt lítið með koju og er neðri kojan tvíbreið. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Ekki er séð fyrir rúmfatnaði en hægt er að leigja rúmföt hjá umsjónarmanni. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Borðbúnaður er fyrir tólf manns. Salerni er með baðkeri og sturtu. Úti er sólpallur sem vísar í suður, vestur og norðvestur. Þar eru borð, stólar og gasgrill. Staðurinn býður upp á skemmtilegar gönguleiðir, sundlaug, kajakferðir og sjóstangaveiði. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Flateyri - Hjallavegur 9 Íbúðin er 60 m² endaíbúð á jarðhæð með sameiginlegum inngangi. Gisting er fyrir sex. Stofa er með hornsófa sem hægt er að draga fram og gera að rúmi. Þar er útvarp, sjónvarp, DVD- og geislaspilari. Svefnherbergi eru tvö, annað stórt með tveimur rúmum og hitt lítið með koju og er neðri kojan tvíbreið. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Ekki er séð fyrir rúmfatnaði en hægt er að leigja rúmföt hjá umsjónarmanni. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Borðbúnaður er fyrir tólf manns. Salerni er með baðkeri og sturtu. Úti er sólpallur sem vísar í suður, vestur og norðvestur. Þar eru borð, stólar og gasgrill. Staðurinn býður upp á skemmtilegar gönguleiðir, sundlaug, kajakferðir og sjóstangaveiði. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Önundarfjörður – í landi Þórustaða Húsið er 54 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sjö manns. Stofa er með stofuhúsgögnum, sjónvarpi, DVD-spilara, myndbandstæki og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru svefnherberginu er tvíbreitt rúm og í hinu er koja með breiðari neðri koju. Sængur og koddar eru fyrir sjö manns. Barnarúm. Eldhús er með eldavél, öllum almennum eldhúsáhöldum og borðbúnaði fyrir tíu manns. Salerni er með sturtu. Úti er pallur, gas- og kolagrill. Leiksvæði fyrir börn með rólum og sandkassa er við húsið. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

16

FERÐABLAÐ KÍ 2011

SÉRINNGANGUR


VESTFIRÐIR / NORÐURLAND

Ísafjörður - Skógarbraut 2A Húsið er 100 m². Gisting er fyrir fjóra til sex. Stofa og borðstofa er með svefnsófa, sjónvarpi, DVD-spilara, útvarpi. Svefnherbergi eru þrjú, sængur og koddar fyrir átta. Eldhús er með ísskáp, eldavél, uppþvottavél og þvottavél. Salerni er með sturtu. Úti er stór garður með palli með útihúsgögnum og kolagrilli. Með húsinu fylgir 1 reiðhjól. Leigutími er frá 17. júní til 19. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Súðavík - Aðalgata 2a

TVEGGJA HERBERGJA

Íbúðin er 64 m² á 1. hæð. Gisting er fyrir fjóra fullorðna og tvö börn. Stofa er með sófa, svefnsófa, sjónvarpi og útvarpi. Svefnherbergi er eitt. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnpláss er fyrir tvo í hjónaherbergi, tvo fullorðna í svefnsófa í stofu og tvö börn í sófum. Barnarúm. Eldhús er með ísskáp og eldavél. Salerni er með baðkari með sturtu. Hægt er að kaupa þrif hjá umsjónarmanni, nánari upplýsingar í leigusamningi. Úti eru svalir með garðhúsgögnum og kolagrilli. Náttúrufegurð er mikil og afar veðursælt er á svæðinu. Margar fagrar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni og stutt er til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð 16.500. Punktar: 24.

Súðavík - Aðalgata 2a

FJÖGURRA HERBERGJA

Íbúðin er 80 m² á 1. hæð í suðurenda. Gisting er fyrir átta til níu. Stofa er með sófa og svefnsófa, sjónvarpi og útvarpi. Svefnherbergi eru þrjú. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir átta. Svefnpláss er fyrir sex í rúmum, þar af tvo í koju, og tvö til þrjú börn í stofu. Eldhús er með ísskáp og eldavél. Salerni er með baðkari með sturtu. Hægt er að kaupa þrif hjá umsjónarmanni, nánari upplýsingar í leigusamningi. Úti eru svalir með kolagrilli. Náttúrufegurð er mikil og afar veðursælt er á svæðinu. Margar fagrar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni og stutt er til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 19.800. Punktar: 36.

Hólmavík - Kópnesbraut 9 Húsið er 90 m², á þremur hæðum. Gisting er fyrir allt að sex. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi er eitt með hjónarúmi og svefnloft með plássi fyrir 2 í rúmum og 2 á dýnum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með ísskáp, eldavél með ofni og uppþvottavél. Salerni er með sturtu. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð: 19.800. Punktar: 36.

Laugarbakki – Laugarból Húsið er 104 m². Gisting er fyrir níu. Stofa og borðstofa með sófasetti og borðstofuborði. Sjónvarp, DVD- og myndbandstæki og útvarp með geislaspilara. Svefnherbergi eru þrjú, eitt er á fyrstu hæð og hin tvö eru á efri hæð. Til viðbótar er svefnsófi í sjónvarpsrými á annarri hæð. Barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir níu. Eldhús er með öllum áhöldum, ísskáp með frysti, gaseldavél. Salerni er með sturtu. Úti er stór garður með leiktækjum og kolagrilli. Á móti húsinu eru heitir pottar fyrir almenning. Laugarbakki er lítið þorp í Húnaþingi vestra. Þar er handverksmarkaðurinn í Löngufit. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

17


NORÐURLAND

Víðidalur - Kolusel (Hvarf) Bústaðurinn er 58 m² auk 22 m² svefnlofts. Gisting er fyrir allt að tíu. Stofa er með hornsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Annað með hjónarúmi, hitt með koju. Á svefnlofti er svefnpláss fyrir fimm á dýnum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir tíu. Eldhús er með eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Úti er verönd með gasgrilli og heitum rafmagnspotti. Stutt er til þekktra staði, s.s. Hvítserks, Borgarvirkis, Hindisvíkur og Kolugljúfurs. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Vatnsdalur - Undirfell Bústaðurinn er 80 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er rúmgóð með hornsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru þrjú, tvö með tvíbreiðum rúmum og eitt með koju. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex og tvær lausar dýnur. Eldhús er með eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu og gufubaði. Úti er heitur rafmagnspottur, verönd með hengirúmi, kolagrilli og gasgrilli. Stór lóð með leiktækjum. Undirfell er í Vatnsdal, 14 km sunnan við hringveginn, vestan megin í dalnum. Leigutími er frá 17. júní til 8. júlí, frá 22. júlí til 19. ágúst. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Blönduós - Brautarhvammur, hús nr. 21 Bústaðurinn er 56 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er með tvíbreiðan svefnsófa DVD-spilara, sjónvarpi og útvarpi. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm en tvö rúm í hinu. Sængur og koddar eru fyrir sex til átta. Í húsinu eru barnarúm og barnastóll. Eldhús er með borðkróki, örbylgjuofni, eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Í þjónustuhúsi á svæðinu er þvottavél. Úti er pallur með heitum potti, útihúsgögnum og gasgrilli. Eigandi veitir þeim sem gista í húsinu 10% afslátt af veitingum á Pottinum og pönnunni á Blönduósi. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Húnavatnssýsla - Hafnir á Skaga Bústaðurinn er 55 m² auk 15 m² svefnlofts. Gisting er fyrir átta. Stofa og eldhús eru samliggjandi. Hornsófi er í stofu, sjónvarp og DVD-spilari en sjónvarp næst ekki á svæðinu. Svefnherbergi eru tvö á neðri hæð. Fjögur rúm eru uppi á svefnlofti. Sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er heitur rafmagnspottur, garðhúsgögn og gasgrill. Hafnir eru í Skagabyggð, 30 km frá Skagaströnd. Þar er mikið útsýni og sérstök náttúrufegurð. Gönguleiðir eru ótakmarkaðar. Góð veiði er á Skagaheiði. Leigutími er frá 1. júlí til 5. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Langidalur - Skarð Bústaðurinn er 70 m² auk 20 m² svefnlofts. Svefnpláss í rúmum er fyrir tíu, sængur og koddar fyrir tíu. Stofa er með tveggja og þriggja sæta sófum, útvarpi með geislaspilara og sjónvarpi. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu er hjónarúm (140 sm) og tvær dýnur (70 sm). Í hinum er 90 sm breitt rúm, eitt í hvoru herbergi. Á svefnlofti er hjónarúm og tvö 90 sm breið rúm. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofn, ísskáp og borðbúnað fyrir tíu manns. Salerni er með sturtu. Úti er 100 m² verönd með kolagrilli og heitum rafmagnspotti. Bústaðurinn stendur í ræktuðu skóglendi í miðjum Langadal, austan Geitaskarðs, um 11 km frá Blönduósi. Fjölbreytilegar gönguleiðir. Í nágrenninu eru margs konar afþreyingarmöguleikar, s.s. söfn, hestaleigur, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 10. júní til 8. júlí. Verð: 23.100. Punktar: 48.

18

FERÐABLAÐ KÍ 2011


Nýttu Nýttuþér þér gistimiðana frá gistimiðana Fosshótelum frá Fosshótelum

Fosshótel vinalegri um allt land REykjAVík: Fosshótel Barón Fosshótel Lind VEsTURLAND: Fosshótel Reykholt

Fosshótel minnir félagsmenn minnir áFosshótel gistimiðana semfélagsmenn veitir afslátt á gistimiðana sem veitir afslátt af gistingu hjá Fosshótelum. af gistingu hjá Fosshótelum.

NoRðURLAND: Fosshótel Dalvík Fosshótel Laugar Fosshótel Húsavík AUsTURLAND: Fosshótel Vatnajökull Fosshótel Skaftafell sUðURLAND: Fosshótel Mosfell

ALLT KLáRT FYRIR þÍNA Heimsókn

E-mail: bokun@fosshotel.is

V I N A L E G R I U M A L LT L A N D

FOSSHÓTEL / SIGTÚN 38 / 105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 4000 / FAX: 562 4001 E-MAIL: sales@fosshotel.is

HESTASPORT

ÆVINTÝRAFERÐIR Meetingpoint Varmahlíð

Sími: 453 8383

www.activitytours.is

Simply more fun...


NORÐURLAND

Varmahlíð í Skagafirði Reykjarhólsvegur 16 og 18a Bústaðirnir eru 60 m² með gistingu fyrir sex. Stofa er með hornsófa/svefnsófa, útvarpi með geislaspilara, DVD-spilara og sjónvarpi. Svefnherbergi eru þrjú. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Úti er verönd með útihúsgögnum, gasgrilli og heitum rafmagnspotti. Stutt er í leikaðstöðu fyrir börn. Í næsta nágrenni er flúðasigling, hestaleigur, gönguleiðir í skóginum og sundlaug. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Húsin eru ekki í leigu 26. júní til 3. júlí. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Hólar í Hjaltadal (fimm herbergja íbúð) Íbúðin er 98 m². Gisting er fyrir fimm. Stofa er með tvo þriggja sæta sófa. Svefnherbergi eru fjögur, í hjónaherbergi eru tvö 90 sm breið rúm. Í minni herbergjum er eitt sams konar rúm. Eldhús er með eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Þvottavél er í þvottahúsi. Út er hægt að ganga beint úr stofu á jarðhæð. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Fjölbreyttar gönguleiðir eru um Hólaskóg sem er rétt ofan við húsið. Í nágrenninu eru margvíslegir möguleikar til afþreyingar, svo sem söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Hólar í Hjaltadal (þriggja herbergja íbúð) Íbúðin er 78 m². Gisting er fyrir þrjá. Stofa er með þriggja sæta sófa. Svefnherbergi eru tvö, í hjónaherbergi eru tvö 90 sm breið rúm. Í minna herbergi er eitt sams konar rúm. Eldhús er með eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Þvottavél er í þvottahúsi. Úti eru svalir. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Fjölbreyttar gönguleiðir eru um Hólaskóg sem er rétt ofan við húsið. Í nágrenninu eru margvíslegir möguleikar til afþreyingar, svo sem söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Siglufjörður - Hlíðarvegur 1 Húsið er nýuppgert og 160 m² að stærð. Gisting er fyrir sjö. Stofa er rúmgóð með sófasetti, útvarpi og sjónvarpi. Svefnherbergi eru fjögur. Eitt á efri hæð með hjónarúmi og þrjú á neðri hæð. Í tveimur herbergjum eru tvö rúm og eitt í því þriðja. Eldhús er með ísskáp, eldavél, uppþvottavél. Salerni eru tvö með sturtu. Einnig er þvottavél í húsinu. Úti er stór garður og sólpallur með garðhúsgögnum og kolagrilli. Staður stendur á stórri lóð við hliðina á gamla kirkjugarðinum en hann er skógi vaxinn. Heimasíða eiganda er: www.eco.is/siglo/. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð: 8.800 á sólarhring. Punktar: 7.

Ólafsfjörður - Aðalgata 58 Húsið er 90 m² endaraðhús. Gisting er fyrir fjóra til sex. Stofa er rúmgóð með sófasetti, svefnsófa, útvarpi og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Svefnpláss er fyrir fjóra í svefnherbergjum og tvo á aukadýnum. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með ísskáp, eldavél, örbylgjuofni, uppþvottavél og þvottavél. Salerni er með sturtu. Úti er lítill garður með kolagrilli. Húsið er í miðbæ kaupstaðarins og eru verslanir, íþróttamiðstöð og önnur þjónusta í göngufjarlægð. Í íþróttamiðstöðinni er sundlaug, gufubað og þreksalur. Hægt er að leigja veiðileyfi og bát til veiða á Ólafsfjarðarvatni. Golfvöllur er stutt frá bænum. Gæludýr eru velkomin. Ef um hund er að ræða þarf að fylgja almennum reglum um hundahald. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

20

FERÐABLAÐ KÍ 2011


NORÐURLAND / AKUREYRI

Ólafsfjörður - Tröllakot Húsið er 150 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er með leðursófa, sjónvarpi, heimabíói, DVD-spilara og útvarpi. Borðstofa. Gott hol með leðurstól og borði. Svefnherbergi eru fjögur. Tvö eru með hjónarúmum sem hægt er að færa í sundur og tvö eru með 90 sm rúmum. Sængur og koddar eru fyrir sex, hægt að útvega dýnur, sængur og kodda fyrir tvo til viðbótar. Barnarúm. Eldhús er með eldavél, uppþvottavél, ísskáp og örbylgjuofni. Barnastóll. Salerni er rúmgott með sturtu og þvottavél. Úti við húsið er verönd með garðhúsgögnum og kolagrilli. Húsið er á skemmtilegum stað þar sem fagurt útsýni er til allra átta. Tröllakot er um 1 km sunnan við bæinn ofan Ólafsfjarðarvatns. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Akureyri - Hafnarstræti 81

STÚDÍÓ

Íbúðirnar eru 35 - 47 m². Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa, DVD-spilara og sjónvarpi. Svefnherbergi. Í stúdíóíbúðunum er ekki svefnherbergi. Svefnstæði er fyrir fjóra, þ.e. tvíbreitt rúm og svefnsófi. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með eldhúskrók, eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Leigutími er frá 1. júní til 31. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Akureyri - Hafnarstræti 81

TVEGGJA HERBERGJA

Íbúðirnar eru um 70 m². Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa, DVD-spilara og sjónvarpi. Svefnherbergi er eitt. Svefnpláss er fyrir fjóra, tvíbreitt rúm og svefnsófi í stofu. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með eldhúskrók, eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Leigutími er frá 1. júní til 31. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Akureyri - Drekagil 21

TVEGGJA HERBERGJA

Íbúðirnar eru 54 m². Gisting er fyrir fimm. Svefnherbergi er eitt. Svefnpláss er fyrir fimm, tvíbreitt rúm, svefnsófi og dýnur. Sængur og koddar eru fyrir fimm. Ekki er séð fyrir rúmfatnaði en hægt er að leigja hann. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi með DVD-spilara. Eldhús er með eldhúskrók. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi. Salerni er með sturtu. Leigutími er frá 3. júní til 12. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

Akureyri - Drekagil 21

ÞRIGGJA HERBERGJA

Íbúðirnar eru 70 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö. Svefnpláss er fyrir sex, tvíbreitt rúm, tvö stök rúm og svefnsófi. Sængur og koddar eru fyrir sex. Ekki er séð fyrir rúmfatnaði en hægt er að leigja hann. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi með DVD-spilara. Eldhús er með eldhúskrók. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi. Salerni er með sturtu. Leigutími er 3. júní til 12. ágúst. Verð: 19.800. Punktar: 36.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

21


AKUREYRI / NORÐURLAND

Akureyri - Þórunnarstræti 104 Íbúðin er 100 m² á miðhæð. Gisting er fyrir sex. Stofa er með svefnsófa og útvarpi með kassettutæki, geislaspilara, sjónvarpi og myndbandstæki. Svefnherbergi eru þrjú. Stórt rúm (150 sm) er í einu þeirra. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með ísskáp, eldavél og ofni. Salerni er með baðkari og sturtu. Úti eru stórar suðvestur svalir með kolagrilli. Leigutími er frá 3. júní til 12. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

Akureyri - Hrísalundur 18f Íbúðin er 50 m² á þriðju hæð í blokk. Gisting er fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Stofa er með sófasetti og borðstofusetti, útvarpi með geislaspilara, sjónvarpi og myndbandstæki. Svefnherbergi er eitt. Þar er stórt amerískt hjónarúm og dýnur fyrir tvö börn. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með eldunarhellu, ofni, uppþvottavél og ísskáp. Salerni er með baðkari og sturtu. Úti eru breiðar suðursvalir með kolagrilli. Leigutími er frá 3. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Akureyri - Víðilundur 10e Íbúðin er 54 m² á annarri hæð í blokk. Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi, DVD-spilara og útvarpi. Svefnherbergi er eitt. Þar er tvíbreitt rúm og svefnsófi í stofu. Ein laus dýna er í íbúðinni. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með öllum nauðsynlegum búsáhöldum og eldavél. Salerni er með sturtu. Úti eru svalir til vesturs. Ekki er útigrill á staðnum. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Eyjafjarðarsveit - Kotabyggð í Vaðlaheiði Bústaðurinn er 46 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er með svefnsófa, útvarpi og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er hjónarúm en koja í hinu. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er samliggjandi við stofu. Þar eru tvær eldunarhellur með ofni og ísskápur. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur með kolgrilli, útihúsgögnum og útiarni. Bústaðurinn er í landi Veigastaða í Vaðlaheiði. Mjög fallegt útsýni er í allar áttir. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð: 19.800. Punktar: 36.

Eyjafjarðarsveit Kotabyggð 8 í Vaðlaheiði Bústaðurinn er 53 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er með svefnsófa, útvarpi, sjónvarpi og dvd-spilari. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er hjónarúm en koja í hinu. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er samliggjandi við stofu. Þar eru eldavél, ísskápur og öll almenn eldhúsáhöld. Borðbúnaður fyrir tíu manns. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur með gasgrilli, útihúsgögnum, heitum potti og leiktæki eru við húsið. Bústaðurinn stendur í Vaðlaheiði beint á móti Akureyri með útsýni yfir Eyjafjörð. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

22

FERÐABLAÐ KÍ 2011


NORÐURLAND

Þingeyjarsveit - Björg í Ljósavatnshreppi Húsið er 130 m². Gisting er fyrir sex til átta í rúmum, aukadýnur að auki. Stofa er stór með sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi eru fjögur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er stórt með eldavél og ísskáp. Salerni eru tvö með sturtu. Bærinn er nyrsti bær í Ljósavatnshreppi. Þar er stórbrotið landslag og víðsýnt. Hægt er að útvega silungsveiðileyfi í Skjálfandafljóti. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Húsið er ekki í leigu 8. til 22. júlí. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Þingeyjarsveit - Hnjúkur Húsið er 77 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi eru þrjú. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er verönd og kolagrill. Bærinn stendur norðan undir Fellinu og er í miðri Kinn. Hann liggur vel við flestum þekktustu ferðamannastöðum í Suður Þingeyjarsýslu. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

Þingeyjarsveit - Túnfótur í Ljósavatnshreppi Bústaðurinn er 50 m² auk 20 m² svefnlofts. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi og myndbandstæki. Svefnherbergi eru tvö með hjónarúmi. Svefnloft er með þremur dýnum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldhúskrók, eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Bústaðurinn stendur við fallega á sem heitir Djúpá. Stutt er í sundlaug að Stóru-Tjörnum og að Goðafossi þar sem er verslun, hestaleiga og veitingastaður. Leigutími er frá 3. júní til 22. júlí. Verð: 19.800. Punktar: 36.

Aðaldalur - Knútsstaðir Bústaðurinn er 61 m² auk 20 m² svefnlofts og 12 m² sólstofu. Gisting er fyrir átta. Stofur eru tvær, sólstofa og innistofa með tveimur sófasettum, sjónvarpi, DVD-spilara, myndbandstæki og hljómflutningstækjum. Svefnherbergi eru tvö með tvíbreiðum rúmum auk svefnlofts. Svefnpláss er fyrir allt að átta. Sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með tvær rafmagnshellur, tvær gashellur, lítinn ofn og örbylgjuofn. Salerni er með baðkari með sturtu. Úti eru sólpallar á þrjá vegu með útihúsgögnum og heitum rafmagnspotti. Bústaðurinn stendur í landi Knútsstaða, fyrsti afleggjari til hægri þegar komið er inn í Aðaldal. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Aðaldalur - Árbótarland Húsið er 55 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sjö. Stofa er rúmgóð með hornsófa, útvarpi með kasettutæki, geislaspilara og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö, annað með tvíbreiðu amerísku rúmi en hitt með tvíbreiðu rúmi og koju. Á svefnlofti eru fjórar dýnur, ágætt fyrir fjögur börn eða tvo fullorðna. Sængur og koddar eru fyrir sjö. Eldhús er með litla borðeldavél með tveimur hellum og bakaraofni. Salerni er með sturtu. Úti er stór verönd umhverfis bústaðinn með kolagrilli. Bústaðurinn er í brekku við bakka Laxár og þaðan er fallegt útsýni suður Aðaldal. Leigutími er frá 10. júní til 8. júlí. Verð: 19.800. Punktar: 36.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

23


NORÐURLAND / AUSTURLAND

Raufarhöfn - Víkurbraut 20 Húsið er 120 m². Gisting er fyrir sex til átta. Stofa er með sófasetti, stofuskáp og útvarpi með geislaspilara. Borðstofa er samtengd stofu. Í holi er sófi, hægindastólar og sjónvarp með DVD-spilara. Svefnherbergi eru fjögur. Í einu er hjónarúm, tvíbreiður svefnsófi er í öðru og einstaklingsrúm í hinum tveimur. Einnig eru tvær aukadýnur. Svefnpláss er fyrir allt að átta. Sængur og koddar eru fyrir níu. Hægt er að fá rúmfatnað leigðan. Eldhús er með borðkróki, eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu og baðkeri. Úti í garðinum er gróðurhús sem nota má sem sólstofu. Þar er pallur með kolagrilli og útihúsgögnum fyrir sex. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

Fljótsdalshérað Litli-Hagi og Réttartún í landi Skógargerðis Tveir 52 m² bústaðir með svefnlofti. Gisting er fyrir níu. Stofa er með sófa, sjónvarpi og útvarpi. Svefnherbergi eru tvö, annað er með hjónarúmi en hitt með koju. Svefnpláss er fyrir fjóra í rúmi og dýnur eru fyrir fimm á svefnlofti. Sængur og koddar eru fyrir níu. Eldhús er með borðkróki, eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Bústaðirnir eru um 10 km frá Egilsstöðum. Leigutími er frá 10. júní til 26. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Fljótsdalshérað - Uppsalir Húsið er 67 m² með svefnlofti. Gisting er fyrir fimm í rúmum, aukadýnur á svefnlofti. Stofa er með sófasetti. Sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Svefnherbergi eru þrjú. Gisting fyrir fimm manns. Að auki er barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Borðbúnaður fyrir átta manns. Salerni er með sturtu. Úti er trépallur með útihúsgögnum og kolagrilli. Húsið er 3 km frá Egilsstöðum. Leigutími er frá 10. júní til 5. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Fljótsdalshérað - Tókastaðir Húsið er 100 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er með hornsófa og sjónvarpi, myndbandstæki og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu þeirra er tvíbreitt rúm, í hinum eru kojur og tvö einstaklingsrúm. Að auki er barnarúm og ungbarnarúm (0-3 ára). Sængur og koddar eru fyrir níu. Eldhús er með eldavél, uppþvottavél, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er trépallur með útihúsgögnum, heitum rafmagnspotti, kolagrilli og leiktækjum fyrir börn. Húsið er stutt frá Egilsstöðum. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Egilsstaðir - Stekkjartröð 9 Íbúðin er 65 m². Gisting er fyrir fjóra. Stofa og eldhús eru í einu rými, gengt er úr stofu á útipall. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er hjónarúm en í hinu svefnsófi. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með borðkróki, örbylgjuofni, eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er pallur með garðhúsgögnum. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

24

FERÐABLAÐ KÍ 2011


AUSTURLAND

EYJÓLFSSTAÐAskógur - hús nr.17 - Skógarholt Húsið er 50 m² með 30 m² svefnlofti. Gisting er fyrir fimm í rúmum, aukadýnur eru á svefnlofti. Stofa er með svefnsófa, arni, sjónvarpi, DVD-tæki og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö. Þar geta gist fimm manns. Að auki er barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með tveim gashellum og ísskáp. Borðbúnaður fyrir tíu manns. Salerni er með sturtu. Úti er trépallur umhverfis húsið með útihúsgögnum og kolagrilli. Húsið er ofarlega í Eyjólfsstaðaskógi, undir kletti, mjög fallegt útsýni. Kyrrlátur staður. Leigutími er frá 17. júní til 19. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Seyðisfjörður - Múlavegur 1 - Mýrarkot Húsið er 82 m², nýuppgert. Gisting er fyrir fjóra til sex. Stofa er með svefnsófa og sjónvarpi. Inn af stofunni er borðstofa. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er hjónarúm og barnarúm. Í hinu er koja. Einnig fylgja tvær aukadýnur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með borðkrók með eldhúsborði og ísskáp. Einnig er þvottahús með þvottavél. Salerni er með sturtu. Úti eru húsgögn og kolagrill á stétt. Húsið stendur miðsvæðis í bænum. Níu holu golfvöllur er á staðnum. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Neskaupstaður - Hafnarbraut 4 Íbúðin er 50 m² á miðhæð í 3ja hæða húsi. Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Annað er með hjónarúmi en hitt herbergið er afþiljað frá stofu og eru tvö rúm þar. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með tveim rafmagnshellum án ofns, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er með sturtu. Þjónusta fyrir ferðamenn í byggðarlaginu er margvísleg og má þar nefna bátsferðir og hestaleigu. Stutt er í golf. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar, bæði ofan og utan við kaupstaðinn. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

Stöðvarfjörður Sólhóll, Fjarðarbraut 66 Húsið er hæð og ris, 65 m² með gistingu fyrir allt að sex. Stofa og svefnherbergi: Eitt svefnherbergi og setustofa með svefnaðstöðu eru á efri hæð, stofa með sambyggðu eldhúsi, eitt svefnherbergi, anddyri og baðherbergi eru á neðri hæð. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með ísskáp, örbylgjuofni og eldavél. Salerni er með sturtu og þvottavél. Húsið er við aðalgötuna í jaðri þorpsins. Í þorpinu er steinasafn Petru, gallerí, sjóstangaveiði, sundlaug og góðar gönguleiðir. Sjá heimasíðu www.solholl.com. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 1. júní til 31. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Breiðdalsvík - Ásvegur 4 Íbúðin er 120 m², á tveimur hæðum, mikið endurnýjuð. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti, útvarpi með geislaspilara, DVD-spilara og sjónvarpi. Dyr eru út á sólpall. Svefnherbergi eru tvö á efri hæðinni, með tvíbreiðum góðum rúmum og tveimur aukarúmum. Eitt svefnherbergi með svefnsófa er á fyrstu hæð. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með ísskáp, eldavél, uppþvottavél og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Úti við húsið er sólpallur og kolagrill. Mikil náttúrufegurð, fjöll og firðir, strendur, kyrrð og ró. Göngur, veiði, sund. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

25


AUSTURLAND / SUÐURLAND

Breiðdalsvík - Gljúfraborg Húsið er 170 m². Gisting er fyrir tólf. Í stofu er sófi, sjónvarp, DVD-spilari og útvarp með geislaspilara, barnarúm og barnastóll. Svefnherbergi eru fimm, sem öll eru búin tveimur 90 sm rúmum, utan eins sem er með 90 sm breiðri koju. Auk þess er eitt svefnherbergi með hjónarúmi. Sængur og koddar eru fyrir tólf. Eldhús er með ísskáp, eldavél, uppþvottavél, þvottavél og örbylgjuofni. Salerni er með baðkari. Úti við húsið er stór og mikill garður með leiktækjum. Í gilinu fyrir ofan húsið er gott krækiberjaland. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Suðursveit - Reynivellir Bústaðurinn er 55 m² með 5 m² svefnlofti. Gisting er fyrir átta. Stofa er með hornsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm og í hinu tvíbreitt rúm með efri koju, svefnpláss fyrir fimm. Á svefnlofti eru fjórar dýnur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta manns. Eldhús er með eldhúskrók, eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Úti er verönd með gasgrilli og grasi gróinni lóð. Minigolf og sparkvöllur. Í félagshúsinu er setustofa með arni á neðri hæð og sameiginleg stofa uppi, gufubað, þvottavél og þurrkari. Unnt er að aka upp að Vatnajökli hjá Smyrlabjargavirkjun þar sem boðið er upp á útsýnisferðir á jökulinn. Stutt er í Þórbergssetur. Frítt er fyrir dvalargesti að veiða í ósnum neðan við Reynivelli, þ.e. veiða má niður Fellsá og í ósi að vestanverðu. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð 23.100. Punktar: 48.

Suðursveit - Reynivellir (íbúð) Íbúðin er á annarri hæð í félagshúsinu. Gisting er fyrir fimm. Stofa er með hornsófa. Við hliðina á íbúðinni er sameiginleg stofa fyrir sextán manns með sjónvarpi og DVD-spilara. Svefnherbergi eru tvö. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fimm. Eldhús er með eldhúskrók, eldavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með baðkari og sturtu. Ennfremur er gufubað og þvottahús með þvottavél og þurrkara í húsinu. Úti er góð verönd með gasgrilli, minigolf og sparkvöllur. Í félagshúsinu er setustofa með arni á neðri hæð og sameiginleg stofa uppi, gufubað, þvottavél og þurrkari. Unnt er að aka upp að Vatnajökli hjá Smyrlabjargavirkjun þar sem boðið er upp á útsýnisferðir á jökulinn. Stutt er í Þórbergssetur. Frítt er fyrir dvalargesti að veiða í ósnum neðan við Reynivelli, þ.e. veiða má niður Fellsá og í ósi að vestanverðu. Leigutími er á tímabilinu frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Kirkjubæjarklaustur – Selhólavegur 15 Bústaðurinn er 61 m². Gisting er fyrir allt að sex manns. Stofa er með sófa og borðstofusetti, útvarp með geislaspilara, sjónvarpi og DVD-spilari. Svefnherbergi eru þrjú, tvö með hjónarúmum og eitt með koju fyrir tvo. Sængur og koddar eru fyrir sjö manns. Eldhús er með borðeldavél með tveimur hellum. Salerni er með sturtu. Úti er verönd umhverfis bústaðinn með útihúsgögnum og kolagrilli. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð: 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Kirkjubæjarklaustur Syðri Steinsmýri, bústaður 2 Bústaðurinn er 44 m². Gisting fyrir átta. Stofa er með svefnsófa, sjónvarpi, útvarpi með kassettutæki og geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö með svefnplássi fyrir fjóra í rúmum, í stofu er svefnsófi og pláss fyrir þrjá á dýnum á svefnlofti. Barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með borðeldavél með tveimur hellum og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu, vatn hitað með hitakút. Úti er verönd umhverfis bústaðinn með útihúsgögnum, heitum rafmagnspotti og gasgrilli. Leigutími er frá 24. júní til 19. ágúst. Verð: 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

26

FERÐABLAÐ KÍ 2011


SUÐURLAND

Vík í Mýrdal - Sunnubraut 24 Húsið er 60 m² auk 20 m² svefnlofts og 20 m² gestahúss, eða alls um 100 m². Gisting er fyrir níu. Stofa er með tveggja manna svefnsófa og sjónvarpi með DVDspilara. Svefnherbergi eru þrjú, í tveimur er tvíbreitt rúm og einbreitt í einu. Á svefnlofti eru dýnur. Ennfremur er herbergi með tveggja manna svefnsófa í gestahúsi. Sængur og koddar eru fyrir níu. Eldhús er með eldavél, uppþvottavél og ísskáp. Í húsinu er þvottavél. Salerni er með sturtu. Annað salerni er í gestahúsi. Úti er pallur með útihúsgögnum, heitum rafmagnspotti og gasgrilli, minigolf og sparkvöllur. Leigutími er frá 3. júní til 19. ágúst. Verð: 8.800 á sólarhring. Punktar: 7.

Skógar undir Eyjafjöllum Íbúðin er 105 m² í parhúsi. Gisting er fyrir átta. Stofa er með borðstofusetti, sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi eru fjögur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með borðkrók, eldavél, ísskáp og uppþvottavél. Salerni er með sturtu. Úti er heitur pottur, verönd með garðhúsgögnum og gasgrill. Á Skógum er rekið Edduhótel og þar er sundlaug. Þar er eitt fjölsóttasta byggðasafn landsins. Góðar gönguleiðir er að finna út frá staðnum, s.s. í Kvernugil, Jökulsárgil, um Fimmvörðuháls yfir í Þórsmörk og um Skógasand. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Gaddstaðir við Hellu á Rangárvöllum Húsið er 80 m² með svefnlofti. Gisting fyrir átta. Stofa er með arni, sjónvarpi og DVD-spilara og útvarp með geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö með tvíbreiðum rúmum og aðstaða fyrir einn til viðbótar í öðru herberginu. Á svefnlofti er svefnsófi, tvö stök rúm og barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhúskrókur er með eldavél, ísskáp og barnastól. Salerni með sturtu. Úti við húsið er stór glerskáli og stór verönd er umhverfis húsið með garðhúsgögnum og rafmagnspotti. Gott útisvæði er við húsið til íþróttaiðkana og leikja. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 10. júní til 20. ágúst. Verð er 7.700 á sólarhring. Punktar: 6.

Hella - Brenna Húsið er 87 m². Gisting er fyrir átta. Stofa er með sófasetti, kapalsjónvarp með sex til átta stöðvum og DVD-spilara. Borðstofa með svefnsófa fyrir tvo. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm og hinu eru tvær kojur fyrir fjóra. Sængur og koddar eru fyrir átta. Eldhús er með öllum helstu tækjum svo sem eldavél, örbylgjuofni og uppþvottavél og ísskáp. Salerni er með sturtu og þvottavél. Úti er verönd með heitum potti, útihúsgögnum og kolagrilli. Húsið stendur á friðsælum stað á bökkum Rangár við jaðar bæjarins. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Biskupstungur - Úthlíð, Stórabunga 10 Bústaðurinn er 62 m². Gisting er fyrir sex. Stofa er rúmgóð með leðursófasetti og tvíbreiðum svefnsófa, sjónvarpi og útvarpi. Svefnherbergi eru tvö og svefnloft sem rúmar fimm manns. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél og ísskáp. Salerni er með sturtu. Úti er verönd með heitum potti, útihúsgögnum og gasgrilli. Í Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, níu holu golfvöllur og hestaleiga. Frítt í golf fyrir fjóra. Gæludýr eru velkomin. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

FERÐABLAÐ KÍ 2011

27


SUÐURLAND

Biskupstungur - Brekkuskógur Bústaðurinn er 46 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex. Stofa er með sófasetti, útvarpi og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö auk svefnlofts. Svefnpláss er fyrir sex, fjóra í herbergjum (hjónarúm og koja) og tvo á svefnlofti. Barnarúm og tvær dýnur eru á svefnlofti. Sængur og koddar eru fyrir sex. Hægt er að leigja rúmfatnað ef þess er óskað. Eldhús er með eldhúskrók, ísskáp og eldavél. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur ásamt sólstólum, borði, kolagrilli og heitum potti. Á svæðinu er leikvöllur og minigolf. Í Brekkuskógi eru 26 orlofshús auk Brekkuþings sem er þjónustumiðstöð. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Laugarvatn - Skógarholt 1 Bústaðurinn er 44 m². Gisting er fyrir fimm. Stofa er með hornsófa, arni, útvarpi og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö. Hjónarúm er í öðru og í hinu koja ásamt svefnsófa. Sængur og koddar eru fyrir fimm. Eldhús er með eldavél. Salerni er með sturtu. Úti er verönd með gasgrilli. Heimilt að tjalda á grasflöt við bústaðinn. Stutt er í verslun, golf og sundlaug á Laugarvatni. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 16.500. Punktar: 24.

Laugarvatn - Laugarbraut 3 Íbúðirnar eru 62 m² og eru í Nemendagörðum Byggingafélags námsmanna (BN). Gisting er fyrir fjóra. Stofa er með svefnsófa fyrir tvo, útvarpi, geislaspilara og sjónvarpi. Svefnherbergi er eitt með hjónarúmi. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er með sturtu. Aðgangur er að þvottahúsi með þvottavél og þurrkara (myntmælir). Íbúðirnar eru annaðhvort á jarðhæð með útgangi út á lóð eða á efri hæð með svölum. Kolagrill fylgir. Á Laugarvatni er byggðarkjarni með um 170 íbúa. Um 5-6 km vestan við Laugarvatn er Laugarvatnshellir. Stutt er á Gullfoss og Geysi. Leigutími er frá 31. maí til 31. ágúst. Verð er 5.500 á sólarhring. Punktar: 4.

Laugarvatn - Laugarbraut 5 Íbúðirnar eru 64 m² og eru í Nemendagörðum BN. Gisting er fyrir fjóra fullorðna og tvö börn. Stofa er með svefnsófa fyrir tvo, útvarpi, geislaspilara og sjónvarpi. Svefnherbergi er eitt með hjónarúmi en hitt með barnakoju. Sængur og koddar eru fyrir sex. Eldhús er með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Salerni er með sturtu. Aðgangur er að þvottahúsi með þvottavél og þurrkara (myntmælir). Íbúðirnar eru á jarðhæð með útgangi út á lóð. Kolagrill fylgir. Á Laugarvatni er byggðarkjarni með um 170 íbúa. Stutt er í Gullfoss og Geysi. Leigutími er frá 31. maí til 31. ágúst. Verð er 6.600 á sólarhring. Punktar: 5.

Grímsnes - Öldubyggð 5 Bústaðurinn er 74 m² auk 28 m² svefnlofts. Gisting er fyrir tíu. Stofa er með eldhúsborði, sófasetti og sjónvarpi. Svefnherbergi eru þrjú, eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Á svefnlofti eru rúm og dýnur fyrir fimm. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir tíu. Eldhús er með eldavél, uppþvottavél, ísskáp og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Úti er sólpallur með heitum potti og gasgrilli. Öldubyggð er í landi Svínavatns í Grímsnesi. Í næsta nágrenni eru verslanir, kaffihús, dýragarður, golfvellir, veiði og margir markverðir staðir. Leigutími er frá 10. júní til 12. ágúst. Verð er 26.400. Punktar: 60.

28

FERÐABLAÐ KÍ 2011


SUÐURLAND

Grímsnes - Hallkelshólar Húsið er 70 m². Gisting er fyrir fimm. Stofa og borðstofa eru í húsinu þar er sófasett og borðstofuborð með tíu stólum. Arinn, útvarp, sjónvarp og DVD-spilari. Svefnherbergi eru tvö með tvíbreiðum rúmum og yfir öðru er 90 sm koja. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fimm. Barnarúm. Eldhús er með öllum helstu eldhústækjum, helluborð með fjórum hellum, ísskáp, uppþvottavél, örbylgjuofn og borðbúnaði fyrir tíu manns. Salerni er með sturtu. Úti er góður pallur með garðhúsgögnum og rafmagnspotti. Við húsið er sandkassi og körfuboltavöllur. Í hverfinu er leikvöllur og minigolf. Leigutími er frá 10. júní til 19. ágúst. Verð er 7.700 fyrir sólarhring. Punktar: 6.

Grímsnes - Höfði 125 í Hestlandi Bústaðurinn er 45 m². Gisting er fyrir sjö. Stofa er með sófasetti, sjónvarpi, myndbandstæki og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö, lítil. Tvö rúm eru í öðru og eitt í hinu. Á svefnlofti eru fjórar dýnur. Sængur og koddar eru fyrir sjö manns. Eldhús er með ísskáp, örbylgjuofni, eldavél og ofni. Salerni er með sturtu. Úti er stór verönd umhverfis bústaðinn með kolagrilli, útisturtu og heitum rafmagnspotti. Bústaðurinn stendur rétt við Hvítá með fallegu útsýni yfir ána og Ingólfsfjall. Í næsta nágrenni er Kiðjaberg, golfvöllur, Hestvatn og stutt er í sund í Hraunborgum. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Húsið er ekki í leigu 24. júní til 1. júlí og 8. til 15. júlí. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Grímsnes - Ásgarður Húsið er 154 m² heilsárshús í Grímsnesi. Gisting er fyrir átta. Stofa og borðstofa eru í húsinu og í stofu er arinn. Sjónvarpsherbergi er með sjónvarpi, myndbandstæki og DVD-spilara. Svefnherbergi eru þrjú. Svefnsófi er í sjónvarpsherbergi. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Barnarúm er í einu herberginu. Eldhús er með öllum helstu eldhústækjum. Þvottavél og þurrkari eru í þvottahúsi. Salerni eru tvö, annað með baði og sturtu. Úti er góður og stór pallur. Sundlaugar eru á Selfossi, Laugarvatni, Aratungu, Ljósafossi og Minni Borg. Leigutími er frá 17. júní til 12. ágúst. Verð er 9.900 fyrir sólarhring. Punktar: 8.

Ölfus - Akurgerði II Bústaðurinn er 54 m² auk 26 m² svefnlofts. Gisting er fyrir fimm í rúmum og átta á dýnum á svefnlofti. Stofa er með hornsófa, sjónvarpi og útvarpi með geislaspilara. Svefnherbergi eru tvö. Annað er með 120 sm rúmi en í hinu er koja. Svefnloft er með átta dýnum. Sængur og koddar eru fyrir átta manns. Eldhús er með eldavél, ísskápi og örbylgjuofni. Salerni er með sturtu. Úti við bústaðinn er stór verönd með gasgrilli, góðum útihúsgögnum og heitum potti. Bústaðurinn er mitt á milli Hveragerðis og Selfoss, við rætur Ingólfsfjalls. Í nágrenninu eru hestaleigur, golfvellir, góðir veiðimöguleikar, sundlaugar og spennandi gönguleiðir. Gæludýr eru velkomin. Leyfilegt er að vera með hunda ef farið er eftir almennum reglum um hundahald. Leigutími er frá 3. júní til 26. ágúst. Verð: 23.100. Punktar: 48.

Tjöld, tjaldvagnar og fellihýsi við sumarhús Yfirleitt er reglan sú að ekki sé leyfilegt að tjalda eða leggja tjaldvögnum eða fellihýsum við sumarhús en þó er það hægt á nokkrum stöðum. Mikilvægt er að hringja áður en lagt er af stað og semja um þetta við umsjónarmann. Allar íbúðir og orlofshús á vegum Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands eru reyklaus.

Hvað merkir táknmyndin? merkir „Gæludýr“ merkir „Flakkarahús“ merkir „Vikuleiga“ merkir „Heitur pottur“ merkir „Heitur rafmagnspottur“

FERÐABLAÐ KÍ 2011

29


GÖNGUFERÐIR

Gönguferðir og aðrar ferðir í sumar Bókanir hefjast 21. mars kl. 12.00 Margar áhugaverðar göngu- og sérferðir eru í boði í sumar bæði innanlands og í Evrópu. Verð er mjög mismunandi og ræðst það af því hvað er innifalið í ferðinni. Hver félagsmaður getur keypt tvær afsláttarávísanir hjá Orlofssjóði til að greiða ferðirnar niður. Afsláttarávísanir fást á bókunarvef Orlofssjóðs KÍ undir krækjunni „Afsláttarávísun“. Hver félagsmaður getur keypt tvær afsláttarávísanir og fjögur gjafabréf í flug á ári. Nánari upplýsingar um ferðirnar, gjafabréfin og afsláttarávísanirnar er að finna á www.ki.is undir Orlofssjóður. Ferðirnar sem standa til boða í sumar 1. Hornstrandir Farið er frá Norðurfirði með báti og gist þrjár nætur í Hornbjargsvita. Þessi sögufrægi viti var byggður 1930 en þar er nú rekin ferðaþjónusta. Í nánasta umhverfi vitans er stórfengleg náttúrufegurð og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Innifalið: Sigling frá Norðurfirði, gisting, fæði og leiðsögn í gönguferðum. Þátttakendur geta verið alls 32. Verð kr. 28.100 og 16 punktar. Ein ferð 22. - 25. júní. 2. Stafafell í Lóni Stafafell í Lóni er útivistar- og verndarsvæði sem nær frá jökli til sjávar. Þar er náttúran ægifögur og hrikaleg á köflum. Auðnir, fallegar birkibrekkur, litskrúðugar skriður, stórfengleg gljúfur og tilkomumiklir tindar heilla alla sem fara þar um. Dvalið er í vel útbúnum skálum í Eskifelli og Kollumúla. Innifalið er gisting í skálum, flutningur á farangri, leiðsögn, kvöldverðir og flutningur hóps til byggða. Erfiðleikastig Þátttakendur geta verið alls 24. Verð kr. 26.500 og 16 punktar. Ein ferð 4. - 8. júlí. 3. Miðjan í miðið - Hjólað og gengið Trússferð með uppihaldi í 3 daga. Hér tökum við miðju Snæfellsnes í miðið - kjarnann og blómann myndu sumir segja. Eins og víðar á Breiðafjarðarsvæðinu er mögnuð náttúran og sagan í forgrunni hér. Það fáum við staðfest í Stykkishólmi í upphafi ferðar á Eldfjallasafni, Náttúrustofu Vesturlands og Minjavernd. Innifalið: Gisting í 8 manna upphituðum tjöldum (viðarkamína), fararstjórn og fullt fæði (morgunmatur, nesti og kvöldmatur). Athugið að fólk kemur með nesti með sér til fyrsta dagsins. Ef einhverjir vilja frekar sofa í rúmi og undir þaki þá eru heimamenn fúsir til að greiða fyrir því gegn vægu gjaldi. Ath. að panta aðstöðuna með góðum fyrirvara því plássið er takmarkað. Fararskjótar: Reiðhjól og tveir jafnfljótir. Hægt er að hafa milligöngu um leigu á reiðhjólum en best er að

30

FERÐABLAÐ KÍ 2011

koma með sitt eigið. Sjá: www.gowest.is/page/26807/. Þátttakendur geta verið alls 25. Verð kr. 43.950 og 16 punktar. Ein ferð 19. - 21. júlí. 4. Hólaskjól - Dalakofinn Hér er farin leið sem kalla má Strútsstígur með ábót. Gengið er frá Hólaskjóli um Hólmsárbotna í Strút. Þaðan liggur leiðin áfram í Hvanngil og loks úr Hvanngili í Dalakofann í Reykjadölum. Útivist hefur undanfarin ár unnið að endurbyggingu Dalakofans og er óhætt að segja að þessi skáli sé góð viðbót fyrir ferðafólk og býður upp á marga möguleika í stórkostlegu umhverfi Reykjadala. Um er að ræða trússferð þannig að farangur er fluttur milli náttstaða. Innifalið í verði eru rútur, flutningur farangurs, allar skálagistingar og leiðsögn. Leiðsögn er í höndum reyndra ferðamanna úr hópi félagsmanna Útivistar sem hafa fengið þjálfun á vettvangi og á námskeiðum sem Útivist stendur fyrir. Erfiðleikastig Þátttakendur geta verið alls 20. Verð kr. 33.000 og 16 punktar. Ein ferð 3. - 7. júlí. 5. Dalakofinn - bækistöðvaferð Í þessari ferð er dvalið þrjár nætur í Dalakofanum og farið í göngur um nágrenni skálans. Reykjadalir og Torfajökulssvæðið er eitt öflugasta háhitasvæði landsins og er þar margt að sjá og segja má að náttúra Íslands birtist þar í sinni fegurstu mynd. Gist er í glæsilegum skála sem Útivistarfélagar hafa að natni endursmíðað þannig að vel ætti að fara um alla. Innifalið í verði eru rútur, skálagistingar og leiðsögn. Leiðsögn er í höndum reyndra ferðamanna úr hópi félagsmanna Útivistar sem hafa fengið þjálfun á vettvangi og á námskeiðum Útivistar. Erfiðleikastig Þátttakendur geta verið alls 30. Verð kr. 21.000 og 16 punktar. Ein ferð 17. - 20. júlí. 6. Húsvitjun á Heiðarbýlin - tjaldferð á Jökuldalsheiði 11. júlí - Netsel, Grunnavatn, Rúnasteinn, Skessugarður, Rangalón og Sænautasel. 12. júlí - Heiðarsel, Hneflasel, Háls, Víðirhólar, Veturhús og Sænautasel. 13. júlí - Háreksstaðir, Hólmavatn, Melur, Fagrakinn og Brunahvammur. 14. júlí - Gestreiðarstaðir, Lindasel, Hlíðarendi og Ármótasel.

Tjaldferð, gist allar næturnar í Sænautaseli, einnig hægt að gista í gamla bænum - fullt fæði. Langar dagleiðir, en ekki erfið ganga að öðru leyti. Nánari upplýsingar hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs s: 863-5813 eða á heimasíðu félagsins: www.egilsstadir.is/ferdafelag/. Fararstjóri: Páll Pálsson frá Aðalbóli. Innifalið: Akstur á upphafsstað göngu, tjaldgisting, fullt fæði og fararstjórn. Þátttakendur geta verið alls 25. Verð kr. 22.000 og 16 punktar. Ein ferð 11. - 14. júlí. Farið verður frá Heiðarseli kl. 9.


GÖNGUFERÐIR / TJALDVAGNAR

7. Gönguferð á Jökuldalsheiði og Brúardali 26. júlí - Brú, Þverárvatn, Pollur, Ánavatn, Sænautasel. 27. júlí - Sænautasel, Þríhyrningsvatn. Þeir sem vilja geta gengið á Þríhyrning. 28. júlí - Þríhyrningur, Laugavellir, vaða þarf Vesturdalsá. Bað í heita læknum. 29. júlí - Laugavellir, Dimmugljúfur, Hafrahvammar, Magnahellir, Aðalból.

Tjaldferð, þó geta einhverjir gist í gamla bænum í Sænautaseli fyrstu nóttina, farangur og matur fluttur milli áfanga. Farið frá Brú kl. 9. Nánari upplýsingar hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs s: 863-5813 eða á heimasíðu félagsins: www.egilsstadir.is/ferdafelag/. Fararstjóri: Páll Pálsson frá Aðalbóli. Innifalið: Tjaldstæði, fullt fæði, flutningur farangurs og leiðsögn. Upplagt að bæta við einum degi í Aðalbóli þar sem Hrafnkelsdagur er 30. júlí. Þátttakendur geta verið alls 25. Verð kr. 18.000 og 16 punktar. Ein ferð 26. - 29. júlí. 8. Skotganga (Scotwalks) Gönguferðir í Skotlandi með Skotgöngu Í boði eru afsláttarmiðar sem gilda í allar gönguferðir með Skotgöngu á tímabilinu 21. maí til 27. ágúst. Verð fyrir afsláttarávísunina er 4.000 og gildir hún sem 17.000 króna innborgun í gönguferð. Skotganga veitir handhöfum hverrar afsláttarávísunar 10% afslátt af verði gönguferðar til viðbótar. Handhafi afsláttarávísunar greiðir allan umfram kostnað af ferðinni. Við kaup á afsláttarávísun eru 16 orlofspunktar dregnir af punktaeign félagsmanns. Nánari upplýsingar um ferðir skotganga.co.uk. Bókun fer fram í símum símum 00-44-1419-428-918 / 00-44-7971-020-763 eða inga@skotganga.co.uk (Gönguferðir). Við bendum félagsmönnum á að hægt er að kaupa gjafabréf í flug á orlofsvefnum með Icelandair og Iceland Express en bæði þessi félög fljúga til Skotlands (Icelandair til Glasgow og Iceland Express til Edinborgar). Afsláttarávísanir og gjafabréf eru keypt á bókunarvef Orlofssjóðs KÍ undir krækjunni „Afsláttarávísun“. Hver félagsmaður getur keypt tvo afsláttarmiða og fjögur gjafabréf.

9. Göngu- og sérferðir í Evrópu með Íslandsvinum Í boði eru afsláttarmiðar sem gilda í allar göngu- og sérferðir með Íslandsvinum á tímabilinu 15. maí til 29. ágúst. Verð fyrir afsláttarávísunina er 5.000 og gildir hún sem 30.000 króna innborgun í göngu- og sérferð, en hver félagsmaður getur keypt tvær afsláttarávísanir. Handhafi afsláttarávísunar greiðir allan umfram kostnað af ferðinni. Við kaup á afsláttarávísun eru 16 orlofspunktar dregnir af punktaeign félagsmanns. Bókað er í ferð á skrifstofu Íslandsvina að Hvaleyrarbraut 35, 220 Hafnarfirði sími 510 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið info@ islandsvinir.is. Nánari upplýsingar um ferðir má sjá á síðu Íslandsvina www.islandvinir.is. Afsláttarávísanir fást á bókunarvef Orlofssjóðs KÍ undir krækjunni „Afsláttarávísun“. Hver félagsmaður getur keypt tvo miða og tekið með sér einn gest.

Leiga á tjaldvögnum Orlofssjóður KÍ selur félagsmönnum sínum afsláttarávísanir á tjaldvagna frá tveimur tjaldvagnaleigum. Verð til félagsmanna KÍ er kr. 32.000 fyrir sex daga leigu á tjaldvagni. Tjaldborg, Dynskálum 30, Hellu, sími 487-5928 / 893-4046. Tjaldvagnar eru með fortjaldi, geymslukassa, yfirbreiðslu og mottu í fortjaldi. Tjaldvagninum fylgir borð og fjórir stólar, tveggja hellna gashelluborð, gaskútur og gashitari eða rafmagnsofn með tengisnúru. Verð: 1 afsláttarávísun á kr. 32.000. Fellihýsaleigan E. Alfreðsson, Grundargötu 65, Grundarfirði, sími 861-6700. Leigan er frá klukkan 17:00 á fimmtudögum til klukkan 16:00 á miðvikudögum. Engin helgarleiga er í boði. Vagnarnir eru afhentir í Borgarnesi en skilað í Grundarfirði. Tjaldvagnar. Verð: 1 afsláttarávísun á kr. 32.000.

Vatnaveiði í íslenskri náttúru... Komið á sölustaði!

00000

... ekkert stress! 00000

Félagsmenn í KÍ geta keypt Veiðikortið á aðeins kr. 3500 á orlofsvef KÍ eða skrifstofu. (almennt verð kr. 6.000) Vegleg handbók fylgir hverju seldu korti

www.veidikortid.is FERÐABLAÐ KÍ 2011

31


TJALDVAGNAR / VEIÐIKORT / ÚTILEGUKORT / HÓTELMIÐAR

9 feta fellihýsi 60.000 vikan.

Edduhótel

Verð til kennara 1 afsláttarávísun og kr. 25.000.

Orlofssjóður býður upp á hótelmiða á Edduhótelum í sumar. Miðarnir eru þrenns konar og fara eftir gæðum og verði. Leyfilegt er að hafa eitt til tvö börn með sér í herbergi án þess að greiða aukalega fyrir það ef fólk hefur svefnpoka eða rúmföt. Hótelin útvega dýnu.

10 feta fellihýsi 70.000 vikan. Verð til kennara 1 afsláttarávísun og kr. 35.000. Í húsunum er borðbúnaður fyrir sex, sængur og koddar fyrir fjóra, afhent með fullum gaskút og skilað með fullum gaskút, fortjald, gasgrill, borð og stólar, gaseldavél. Keypt er afsláttarávísun á orlofsvef KÍ sem er afhent tjaldvagnaleigunni þegar tjaldvagninn er sóttur og er það fullnaðargreiðsla fyrir hann. Leigutími á tjaldvögnum er frá 1. júní til 24. ágúst 2011. Punktafrádráttur er 16. Bókið í tíma þar sem takmarkaður fjöldi tjaldvagna er í boði. Trygging. Leigutökum stendur til boða að kaupa sérstaka tryggingu fyrir tjaldvagninn. Þeim sem ekki kaupa tryggingu stendur til boða að setja t.d. kreditkortanúmer sem tryggingu verði vagninn fyrir skemmdum á meðan á leigu stendur.

Veiðikortið Veiðikortið er hagkvæmur kostur sem hentar jafn vel veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með veiðikortið í vasanum er hægt að veiða ótakmarkað í rúmlega þrjátíu veiðivötnum víðs vegar um landið og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Með kortinu fylgir bæklingur um vötnin. Nánari upplýsingar eru á veidikortid.is Hver félagsmaður getur keypt eitt veiðikort en það gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en fjórtán ára í fylgd með korthafa. Eiganda kortsins ber að merkja það á bakhlið með nafni og kennitölu. Félagsmenn fá veiðikortið ásamt bæklingi sent í pósti innan viku frá því að það er keypt. Félagsmenn geta keypt veiðikortið á orlofsvef KÍ á 3.500 kr. og tvo punkta.

Hótel Edda Plús eru tvö hótel á Akureyri, Stóru-Tjörnum, Laugum í Sælingsdal og Vík. Hótelmiðarnir gilda á öllum Edduhótelunum þrettán sem eru víðs vegar um landið. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu. Á Edduhótelunum er boðið upp á fjölbreyttar veitingar. Börn 0-5 ára fá frían mat og börn 6-12 ára greiða hálft gjald ef þau borða það sama og foreldrar. Ekki er innifalinn morgunverður. Upplýsingar um hótelin á www.hoteledda.is

Fosshótel Fosshótel er keðja tíu hótela sem leggja metnað sinn í að skapa vinalegt og hlýlegt andrúmsloft. Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi. Fosshótel Lind Fosshótel Baron Fosshótel Suðurgata Fosshótel Reykholt Fosshótel Dalvík Fosshótel Laugar Fosshótel Húsavík Fosshótel Vatnajökull Fosshótel Skaftafell Fosshótel Mosfell, Hellu Ráðlegt er að bóka með fyrirvara, sérstaklega í júlí og ágúst. Við pöntun verður að koma fram að greitt verði með gistimiða. Morgunverður er innifalinn. S: 562 4000 / fax 562 4001 / bokun@fosshotel.is / www.fosshotel.is

Útilegukortið Útilegukortið gildir á fjölda tjaldstæða víðs vegar um landið og veitir eiganda þess, maka og fjórum börnum undir sextán ára aldri fría gistingu á tjaldstæðum samstarfsaðila kortsins. Útilegukortið er í gildi á meðan tjaldstæðin eru opin. Nánari upplýsingar eru á utilegukortid.is Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldstæði en einungis má gista í fjórar nætur samfleytt í hvert skipti. Félagsmenn geta keypt útilegukortið á orlofsvef KÍ á 9.000 kr. Kortið er sent til félagsmanna í pósti.

KEA hótelkeðjan Við bókun skal taka fram að um sérsamning sé að ræða. KEA, Akureyri Eins manns herbergi með morgunmat Tveggja manna herbergi með morgunmat Hótel Harpa og Hótel Norðurland, Akureyri Eins manns herbergi með morgunmat Tveggja manna herbergi með morgunmat Hótel Gígur, Mývatni og Hótel Björk, Reykjavík Eins manns herbergi með morgunmat Tveggja manna herbergi með morgunmat Morgunverður er innifalinn.

Hótel Keflavík Sumartíminn er 2. maí til 10. september.

Flug Gjafabréf í flug með Iceland Express og Icelandair fást á vef KÍ www.ki.is undir Orlofssjóður. Hver félagsmaður getur keypt fjögur gjafabréf.

Eins manns herbergi Tveggja manna herbergi deluxe Fjölskylduherbergi Innifalið er morgunverður og aðgangur í heilsuræktarstöðina Lífsstíl í kjallara hótelsins þar sem meðal annars er boðið upp á gufu og ljósaböð. Einnig er í boði bílageymsla og ókeypis akstur til Keflavíkurflugvallar fyrir þá sem eru á leið erlendis. Morgunverður er innifalinn.

Sjá verð á hótelgistingu á www.ki.is

32

FERÐABLAÐ KÍ 2011


... getur leitað lausna í samstarfi við okkur.

Kynntu þér lausnir fyrir heimilin á byr.is. Með persónulegri þjónustu reynum við að finna lausnina fyrir þig. Sími 575 4000 I byr@byr.is I www.byr.is

Dynamo Reykjavík

Þú ...


AFSLÁTTUR Í MJÓAFIRÐI OG STYKKISHÓLMI / REGLUR ORLOFSSJÓÐS

Ferðaþjónustan í Heydal, Mjóafirði Gisting í átta tveggja manna herbergjum sem innréttuð eru í hlöðu og fjósi. Öll herbergin eru með salerni og sturtu. Gengið er inn í hvert herbergi utan frá. Aðstaða er til að grilla og njóta útiveru á stétt framan við herbergin. Tilboð til félagsmanna KÍ frá eiganda ferðaþjónustunnar. Sjá nánar á www.ki.is Heydalur er sannkallaður ævintýradalur þar sem hægt er að veiða, sigla á kajak, fara í reiðtúra og gönguferðir. Svo er gott að láta líða úr sér í heitum náttúrupotti á eftir. Sveitahótelið í Heydal er við veg nr. 61, 90 km frá Hólmavík og 120 km frá Súðavík. Sími 456 4824, www.heydalur.is

Afsláttarávísun hjá Sæferðum (Seatours) og að auki 15% afslátt af ferðum Félagsmönnum KÍ stendur til boða að kaupa afsláttarávísun hjá Orlofssjóði fyrir 500 kr. að andvirði kr. 2.000 kr. hjá Sæferðum (Seatours) í Stykkishólmi. Hver félagsmaður getur keypt fjórar ávísanir og fær að auki 15% afslátt af ferðum með Sæferðum. Meðal þess sem er í boði er dagsferð til Flateyjar, ævintýrasigling á Breiðafirði og sjóstangaveiði. Sjá nánar á vef Sæferða, www.saeferdir.is

Reglur Orlofssjóðs KÍ um leigu orlofshúsnæðis og aðra þjónustu sem stendur sjóðsfélögum til boða Aðild að sjóðnum Allir fullgildir félagsmenn í Kennarasambandi Íslands eru aðilar að sjóðnum. Það á einnig við um félagsmenn í fæðingarorlofi sem greiða félagsgjöld til KÍ. Sjá nánar á www.ki.is

Sérákvæði Kennarar á eftirlaunum fá 30% afslátt af leigugjaldi fyrstu tvær vikur í júní og síðustu tvær í ágúst í eldri húsunum í Ásabyggð. Sjá nánar á www.ki.is

Reglur um útleigu Reglur um útleigu til sjóðsfélaga eru einkum með tvennum hætti, þ.e. sumarleiga og vetrarleiga og byggjast á punktakerfi (punktaeign sjóðsfélaga) sjóðsins. Sjá nánar á www.ki.is

Þegar upp koma vandamál Ef aðbúnaður á leigðri eign er ekki í samræmi við lýsingu er sjóðsfélagi beðinn um að láta viðkomandi umsjónarmann vita strax svo hann geti bætt um betur sé þess kostur. Ef vanefndir hafa sannanlega rýrt orlofsdvölina endurgreiðir Orlofssjóður allt að helmingi leigugjaldsins og fellir niður punkta ef ekki hefur verið veittur afsláttur við leigutöku vegna þessa. Sjá nánar á www.ki.is

Punktakerfi Orlofssjóðs Punktakerfið var tekið í notkun árið 1996. Upphaf punktatalningar er frá árinu 1986. Félagi í sjóðnum safnar 24 punktum fyrir hvert unnið ár eða tveim punktum fyrir hvern mánuð. Sjá nánar á www.ki.is Sumarleiga Orlofssjóðs Sumartími er frá byrjun júní til loka ágúst. Sumarleiga er með tvennu móti, þ.e. leiga í heila viku frá föstudegi til föstudags eða leiga í skemmri tíma frá einum sólarhring og upp í sjö á sama stað. Síðara fyrirkomulagið er hér eftir nefnt flakkaraleiga. Leigutími er yfirleitt frá klukkan 16.00 á fyrsta degi og leigutaka ber að skila af sér klukkan 12.00 á skiladegi. Sjá nánar á www.ki.is Vetrarleiga Orlofssjóðs Vetrartími er frá lokum ágúst til loka maí. Reglan „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir á þessum tíma. Opnað er á leigu með fjögurra mánaða fyrirvara klukkan 12.00 fyrsta dag hvers mánaðar. Hverjum sjóðsfélaga er heimilt að bóka allt að þremur leigueignum í vetrarleigu, þó ekki í sama mánuði. Þeir sjóðsfélagar sem eiga minna en mínus 48 orlofspunkta geta ekki fengið úthlutun hjá Orlofssjóðnum. Sjá nánar á www.ki.is Leigugjald fyrir eignir á vegum Orlofssjóðs Leiga er mismunandi eftir eignum og er ákveðin árlega af stjórn Orlofssjóðs. Leigutaka ber að greiða leigu við bókun. Sjá nánar á www.ki.is Lyklar að hinu leigða húsnæði Lyklar að orlofshúsum í eigu KÍ eru í lyklakassa við útidyr húss eða íbúðar. Lykillinn er í formi talnakóða og er kóðinn gefinn upp á kvittun leiguþega.

34

FERÐABLAÐ KÍ 2011

Veikindi, óveður og aðrar óviðráðanlegar aðstæður Ef veikindi koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna það skrifstofu sjóðsins svo fljótt sem kostur er. Sjá nánar á www.ki.is Ef leigutaki þarf að afpanta eða breyta orlofsdvöl gilda eftirfarandi reglur: • Breytinga- og/eða skilagjald er 1.500 krónur. • Sé orlofshúsnæði skilað innan 14 daga áður en leiga hefst er 75% leigugjalds endurgreitt. • Sé orlofshúsnæði skilað innan 48 tíma áður en leiga hefst er 50% leigugjalds endurgreitt. • Leiga er ekki endurgreidd berist tilkynning um forföll til skrifstofu eftir að leigutími hefst. • Ef hótelmiði/afsláttarmiði er ekki notaður og óskað er eftir endurgreiðslu innan gildistíma miðans eru 80% verðsins endurgreidd. Umgengni, ábyrgð og skil leigueigna Leigutaka ber að hafa kvittun fyrir leigu til staðar á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni um orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur á vegum Orlofssjóðs KÍ eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar. Sjá nánar á www.ki.is Sjá reglurnar í heild á www.ki.is


Mosfellsbær

Skúlagötu Bíldshöfða Öskjuhlíð

Sprengisandur

Höfuðborgarsvæðið Breidd

Kópavogsbraut

Búðakór

Kaplakrika

Akureyri

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

Glerártorgi og Baldursnesi hjá BYKO

Borgarnes Mosfellsbær Hveragerði Reykjanesbær

Selfoss

5 KRÓNA AFSLÁTTUR Með KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn 5 kr. afslátt. Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is

Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is


Traustur sjóður, örugg samfylgd Hlutverk LSR er að taka á móti iðgjöldum sjóðfélaga og ávaxta þau í sameiginlegum sjóði til að greiða elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri. Séreign LSR tekur við frjálsum viðbótarsparnaði sjóðfélaga. Hvort sem þú greiðir í A- eða B-deild LSR ætti framlag í Séreign LSR að vera eðlileg viðbót. Á vef LSR, www.lsr.is, geta sjóðfélagar nálgast yfirlit og séð heildarstöðu lífeyrisréttinda sinna og iðgjaldaskil launagreiðenda.

www.lsr.is

Bankastræti 7 • 101 Reykjavík Sími: 510 6100 • Fax: 510 6150 sereign@lsr.is • www.lsr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.