Ferðablað Kennarasamband Íslands
sumar 2013
Upplýsingar um orlofshús
VEIÐIKORT, ÚTILEGUKORTIÐ,
GÖNGUFERÐIR
SUND- OG SAFNAKORT
GJAFABRÉF Í FLUG
Reglur Orlofssjóðs KÍ
EfniSYFIRLIT Leiðari og helstu verkefni 2011-2014 ������������������������������ 2 Stjórn Orlofssjóðs KÍ:
Standandi frá vinstri: Sigurður Halldór Jesson, Edda Guðmundsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Elís Þór Sigurðsson formaður, Helga Charlotta Reynisdóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason. Sitjandi frá vinstri: Hanna Dóra Þórisdóttir framkvæmdastjóri, Erla Stefanía Magnúsdóttir.
Ágætu félagsmenn! Nú hækkar sól á lofti og dagar lengjast. Meðal fyrstu vorboða er Ferðablað Orlofssjóðs sem allir félagsmenn KÍ fagna eftir skammdegi og eril í starfi. Orlofshús til leigu í ár eru nokkuð færri en í fyrra. Ásóknin í að leigja sumarhús á Íslandi hefur aukist og því þrengist að leigumarkaðinum og leiguverð hækkar þar af leiðandi. Félagsmenn KÍ greiða þó sömu leigu og í fyrra þar sem Orlofssjóður tekur á sig hækkunina, sem rúmast innan fjárhagsáætlunar sjóðsins. Nokkur hús falla út af listanum en önnur ný bætast við eins og gerist og gengur. Breytt fyrirkomulag er á afgreiðslu gönguferða í sumar. Félagsmenn KÍ snúa sér nú beint til Ferðafélags Íslands eða Útivistar og velja úr ferðum sem þar eru í boði. Orlofssjóður hefur samið um afslætti sem félagsmenn fá í formi afsláttarmiða og gjafabréfa í ferðir og flug. Þetta kaupa þeir af Orlofssjóði gegnum Mínar síður. Stjórn Orlofssjóðs metur það svo að vel hafi gefist að verja fjármunum til að niðurgreiða hótelgistingu, gönguferðir og flug fyrir félagsmenn og verður haldið áfram á þeirri braut. Fólk er þó hvatt til að kynna sér alla skilmála og lesa smáa letrið vel. Áhersla hefur verið lögð á viðhald og endurbætur á bústöðunum í Ásabyggð, enda samþykkt þar að lútandi gerð á síðasta þingi KÍ. Verkinu er nú lokið og hafa húsin fengið verulega andlitslyftingu. Stjórn Orlofssjóðs óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og ánægjulegs orlofs. Elís Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Orlofssjóðs KÍ
Helstu verkefni stjórnar Orlofssjóðs 2011-2014
Punktastýrð úthlutun á viku- og flakkaraleigu í sumar ���� 4 Mínar síður og Frímann ���������������������������������������������������� 6 Orlofshús á vegum KÍ sumarið 2013 ����������������������������� 6-7 Réttindi, gjafabréf, hótelávísanir �������������������������������������� 8 Afslættir, veiðikort og þrif – Fróði fundar - og ráðstefnusalur ������������������������������������ 9 Sóleyjargata �������������������������������������������������������������������� 10 Kjarnabyggð ������������������������������������������������������������������ 11 Ásabyggð ���������������������������������������������������������������������� 12 Heiðarbyggð ������������������������������������������������������������������ 13 Höfuðborgarsvæðið ������������������������������������������������������ 14 Vesturland ���������������������������������������������������������������������� 14 Vestfirðir ������������������������������������������������������������������������ 16 Norðurland �������������������������������������������������������������������� 18 Austurland ���������������������������������������������������������������������� 25 Suðurland ���������������������������������������������������������������������� 30 Reglur / þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33
• E ftir mikla uppbyggingu í Heiðarbyggð og endurbyggingu húsa í Ásabyggð eru skuldir sjóðsins verulegar. Unnið verður áfram að því á kjörtímabilinu að greiða skuldir sjóðsins niður. •Á síðasta ári var gerður þjónustusamningur við skrifstofu KÍ um rekstur Orlofssjóðs, áfram verður hagsýni höfð að leiðarljósi í rekstri sjóðsins. • Verið er að ljúka við endurbætur á eldri húsunum í Ásabyggð. • L eitast er við að tryggja framboð sumarhúsa og íbúða víða um land til endurleigu fyrir félagsmenn. •Á fram er unnið að því að lækka gistikostnað félagsmanna, m.a. með því að greiða niður hótelgistingu með hótelmiðum. •Á fram er unnið að því að auka fjölbreytni orlofstilboða, svo sem með gönguferðum og niðurgreiðslu fargjalda. •O rlofssjóður kynnir starfsemi sína fyrir félagsmönnum KÍ, hvenær sem tækifæri gefst til þess.
2
FERÐABLAÐ KÍ Ábyrgðarmaður: Elís Þór Sigurðsson. Ritstjórar: Guðlaug Guðmundsdóttir. Efnisöflun: Hanna Dóra Þórisdóttir og Ragnheiður Ármannsdóttir. Forsíðumynd: Ingólfur Bjargmundsson Hönnun/Prentun: Oddi - Umhverfisvottuð prentsmiðja Orlofssjóður KÍ, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík - S: 595 1111
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
E N N E M M / S Í A / N M 5 11 4 2
Við bjóðum kökur í Netbankanum
Meniga heimilisbókhald er nú hluti af Netbanka Íslandsbanka Heimilisbókhald Meniga hjálpar þér að öðlast yfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og finna raunhæfar leiðir til sparnaðar. Nú getur þú með einföldum
hætti séð hvernig þínar kökur líta út. Opnaðu Netbankann og byrjaðu að spara tíma og peninga með aðstoð Meniga. Nú er allt á einum stað í skemmtilegri Netbanka.
Íslandsbanki er fyrsti banki í heiminum sem býður upp á Meniga innbyggt í Netbanka og er stoltur samstarfs- og þróunaraðili Meniga.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Punktastýrð úthlutun á vikuleigu og flakkaraleigu í sumar
Kennarar á eftirlaunum fá 30% afslátt í Ásabyggð fyrstu tvær vikurnar í júní og síðustu tvær vikurnar í ágúst. Reglur um úthlutun - punktastýrð úthlutun Punktastýrð úthlutun fer eftir orlofspunktaeign félaga. Á hverju tímabili gildir reglan „Fyrstur kemur fyrstur fær“. Hún felur í sér að þeir félagsmenn sem hafa áunnið sér flesta orlofspunkta, þ.e. þeir sem eiga flesta punkta, geta fyrstir byrjað að bóka leigu á orlofsvefnum. Sjá töflu hér fyrir neðan. Frá og með 9. apríl geta allir félagsmenn sem eiga punkta (allt að mínus 48 punkta) bókað það orlofshúsnæði sem er laust á orlofsvefnum.
Flakkarahús Tveir fyrstu sólarhringar eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur. Sólarhringsleiga er frá kl. 16.00 komudag til kl. 12.00 brottfarardag
Punktastýrð úthlutun fer fram á eftirfarandi hátt: Orlofsvefurinn er stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á sumartímabilið (31. maí - 30. ágúst) til að bóka á neðangreindum dagsetningum. Þeir félagsmenn sem eiga meira en mínus 48 punkta geta leigt íbúðirnar á Sóleyjargötu samkvæmt sömu reglu og gildir um vetrarleigu.
Punktastýring – sumarleiga Vikuleiga og flakkari: •2 . apríl (þriðjudagur) kl. 18:00. Þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri. •4 . apríl (fimmtudagur) kl. 18:00. Þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri. •5 . apríl (föstudagur) kl. 18:00. Þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri. •9 . apríl (þriðjudagur) verða allar lausar vikur settar á orlofsvefinn og þá geta þeir sem eiga enga punkta og að - 48 punktum pantað og bókað beint. Ef orlofshús er laust gildir reglan „Fyrstur bókar, fyrstur fær“. • 1. júní verða öll sumarhús sem ekki gengu í vikuútleigu leigð sem flakkarahús. Í vetrarleigu er sem fyrr hægt að panta allt að fjóra mánuði fram í tímann. Bókunarmánuður hefst kl. 12.00 fyrsta dag hvers mánaðar. Punktakerfi KÍ byggist á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta fyrir hvert unnið ár, tvo punkta fyrir hvern mánuð. Félagsmenn sem hafa starfað í 27 ár eða lengur (frá 1987) geta átt allt að 648 punkta. Við hverja bókun eru mismargir punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns: Allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða til sextíu punkta fyrir bókun á dýrasta stað að sumri.
4
Hús sem ekki ganga út fyrir 1. júní verða leigð sem flakkarahús frá og með þeim tíma.
Í þessum húsum er heimilt að hafa heimilisdýr með í för: Ásabyggð - Flúðum, hús 35. Hvalfjarðarströnd - Eystra-Miðfell, Austurbali. Tálknafjörður - Túngata 21. Þingeyri - Hafnarstræti 3. Ólafsfjörður - Tröllakot. Raufarhöfn - Víkurbraut 20. Fljótsdalshérað - Tókastaðir. Stöðvarfjörður – Sólhóll - Fjarðarbraut 66. Biskupstungur – Úthlíð - Stórabunga 10.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
Mosfellsbæ
Skúlagötu
Skeifunni Bíldshöfða Öskjuhlíð
Sprengisandi
Höfuðborgarsvæðið BYKO Breidd
Kópavogsbraut
Búðakór
Kaplakrika
Akureyri
Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn
Glerártorgi og Baldursnesi hjá BYKO
Stykkishólmi
Borgarnesi Mosfellsbæ Hveragerði Reykjanesbæ
Selfossi
6 KRÓNUR Á ÞINNI STÖÐ Með KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn 6 kr. afslátt. Á afmælisdegi dælulykilshafa veitir dælulykill 10 kr. afslátt. Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is
Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is
Mínar síður og Frímann
Orlofshús á
Bókunarvefur Orlofssjóðs KÍ Ísafjörður
Súðavík Hólmavík
Félagsmenn KÍ geta skoðað orlofsmöguleikana á orlofsvefnum Frímanni með því að fara inn á Mínar síður. Flakkarahús eru þau hús kölluð sem hægt er að leigja frá einum sólarhring upp í sjö. Tveir fyrstu sólarhringarnir í einu og sama húsi eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur. Sólarhringsleiga er frá kl. 16.00 á komudegi til kl. 12.00 á brottfarardegi.
Strandir
Blön
Vatnsdalur
Önundarfjörður Víðidalur
Þingeyri Tálknafjörður
Barðaströnd Búðardalur
Svona ferð þú inn á Orlofsvefinn: Þú smellir á táknið Mínar síður á heimasíðu KÍ www.ki.is og þá birtist valmynd með tveimur reitum sem þarf að fylla út. Annar reiturinn biður um kennitölu félagsmanns og hinn um veflykil ríkisskattstjóra, þann sama og notaður er við gerð skattframtals, eða rafræn skilríki. Þá tekur við síða með fjórum valmyndum. Valmyndin Tilkynningar er sjálfgefin og býður félagsmann velkominn inn á læstan vef Kennarasambands Íslands. Hinar valmyndirnar eru Orlofssjóður, Endurmenntunarsjóður og Sjúkrasjóður. Þú smellir á þann sjóð sem þú átt erindi við. Veljir þú Orlofssjóð birtist forsíða sjóðsins. Þar blasir við kort af Íslandi sem er gagnvirkt og fyrir ofan það er stika með valmyndunum: ORLOFSKOSTIR, LAUS TÍMABIL, MIÐAR, AFSLÁTTUR, UPPLÝSINGAR og SÍÐAN MÍN. Eftirleikurinn er einfaldur og auðvelt að finna allar upplýsingar um leigu orlofshúsa, hótelávísanir, flugávísanir og kort. Ítarlegar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu KÍ undir táknmyndinni Mínar síður. Þar er einnig hægt að sækja um veflykil hjá skattinum, en rafræn skilríki færð þú í viðskipabanka þínum.
Hellnar Húsafell Hvítársíða Reykholt Skorradalur Hvalfjarðarströnd
Reykjavík Kópavogur
Grímsnes Laugarvatn
Stokkseyri Biskupstungur
Hvað merkir táknið? 1
Flakkari
7
Vikuleiga Heitavatnspottur Rafmagnspottur Gæludýr leyfð
6
Tökum tillit Ofnæmi er alvarlegur sjúkdómur. Margir hafi ofnæmi fyrir dýrum og getur það valdið alvarlegum veikindum. Félagsmenn eru beðnir um koma einungis með dýr inn í þau hús þar sem það er heimilt.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
vegum KÍ sumarið 2013 Hörgársveit Ólafsfjörður
Hafnir nduós Langidalur r
Kjarnabyggð
Siglufjörður Hólar
Akureyri
Raufarhöfn
Fnjóskárdalur Þingeyjarsveit Aðaldalur
Fljótsdalshérað
Einarsstaðaskógur Neskaupstaður Stöðvarfjörður
Suðursveit
Kirkjubæjarklaustur
Flúðir
Þeir sjóðsfélagar sem eiga enga og allt að mínus 48 orlofspunktum geta bókað laus hús eftir að sumartími hefst 1. júní.
Hvernig finn ég punktaeign mína? Farið er inn á „Mínar síður“ með kennitölu og lykilorði. Orlofssjóður valinn. Þar er valið „Síðan mín“. Vinstra megin á síðunni eru „Mínar upplýsingar“ valdar og þá birtist punktastaða félagsmanns við textann „Punktar“.
Athugið! Ný orlofstilboð geta bæst við eftir útgáfu blaðsins. Fylgist með á orlofsvefnum á www.ki.is
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
7
Réttindi, gjafabréf, hótelávísanir
Lyklar eru ýmist hjá umsjónarmönnum eða í lyklakössum með talnalás, nánari upplýsingar eru í leigusamningi.
Virðið réttan komu- og brottfarartíma, sjá upplýsingar á leigusamningi.
Óheimilt er að hafa fleiri gesti í húsinu en leigusamningur segir til um.
Gönguferðir Sú breyting hefur orðið á að nú kaupa félagsmenn gönguferðir beint hjá Ferðafélagi Íslands og Útivist og fá þær niðurgreiddar gegn gjafabréfum Orlofssjóðs. Hvert gjafabréf kostar fimmtán orlofspunkta og kr. 5.000 og gildir sem kr. 20.000 innborgun í gönguferð. Hver félagsmaður getur keypt tvö gjafabréf sem hægt er að nota í sömu ferð fyrir tvo aðila. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Orlofssjóðs. Þessari breytingu er komið á til að mæta auknum áhuga á gönguferðum.
Eitt kort 35 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is
Gjafabréf í flug
00000
Hver félagsmaður á kost á að kaupa sex gjafabréf í flug á orlofsárinu. Gjafabréf að andvirði kr. 30.000 með Icelandair kosta kr. 24.000. Gjafabréf að andvirði kr. 25.000 með WOW air kosta kr. 17.000. Sjá nánar á heimasíðu Orlofssjóðs.
Veiðikort, útilegukortið, sundog safnakort Veiðikort fást á tilboðsverði á vef Orlofssjóðs og kosta kr. 5.500. Sjá nánar á veidikortid.is. Útilegukort fást á vef Orlofssjóðs og kosta kr. 12.700. Sjá nánar á utilegukortid.is. Sund- og safnakortið er nýjung sem veitir afslátt af aðgangseyri inn á söfn og sundlaugar víðsvegar um landið fyrir þá sem fara hringveginn. Sjá nánar á sundogsafnakortid.is. Verðið fyrir félagsmenn KÍ er kr. 5 500 fyrir einstaklingskort og fjölskyldukortið er á kr. 7 900. Punktaeign félaga skerðist ekki við kaup á þessum kortum. Félagsmenn geta keypt kortin á þessum afsláttarkjörum gegnum Mínar síður.
8
00000 00000
Kynnið ykkur sértilboð til félagsmanna á skrifstofu og orlofsvef.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
* frí heimsending
Afslættir, veiðikort og þrif
Fróði fundar - og ráðstefnusalur
Hótelávísanir Hver félagsmaður hefur kost á að kaupa tíu hótelmiða á ári. Nánari upplýsingar eru á vef Orlofssjóðs.
Ferðaþjónustan í Heydal, Mjóafirði Gisting í átta tveggja manna herbergjum sem innréttuð eru í hlöðu og fjósi. Öll herbergin eru með salerni og sturtu. Gengið er inn í hvert herbergi utan frá. Aðstaða er til að grilla og njóta útiveru á stétt framan við herbergin. Sérstakt tilboð er til félagsmanna KÍ frá eiganda ferðaþjónustunnar. Sjá nánar á www.ki.is Heydalur er sannkallaður ævintýradalur þar sem hægt er að veiða, sigla á kajak, fara í reiðtúra og gönguferðir. Svo er gott að láta líða úr sér í heitum náttúrupotti á eftir. Sveitahótelið í Heydal er við veg nr. 61, 90 km frá Hólmavík og 120 km frá Súðavík. Sími 456 4824 og heimasíða heydalur.is
Afsláttarmiðar hjá Sæferðum og afsláttur af ferðum Félagsmönnum KÍ býðst að kaupa afsláttarávísanir hjá Orlofssjóði fyrir kr. 500 að andvirði kr. 1.500 hjá Sæferðum (Seatours) í Stykkishólmi. Hver félagsmaður getur keypt allt að fjórar ferðaávísanir. Sæferðir veita einnig 20% afslátt af verði áætlunarferða Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og VíkingaSushi ævintýrasiglinga , 10% aukaafsláttur fæst ef keyptar eru báðar ferðirnar í einu.
Oftast gleymist að þrífa grillið og bakaraofninn ... Bent er á að ekki er boðið upp á að kaupa þrif á orlofshúsum KÍ á sumartíma, þ.e. frá 1. júní til 24. ágúst nema þar sem það er sérstaklega tekið fram. Mikilvægt er að skilja við orlofshúsið eins og maður vill sjálfur koma að því. Við brottför skal þrífa húsið vel og gæta þess að hver hlutur sé á sínum stað. Þetta á einnig við um flakkarahúsin þótt einungis sé gist eina nótt. Verði vanhöld á þrifum getur það varðað áminningu og að leigutaka verði gert að greiða þrifagjald. Göngum vel um orlofshúsin, hvort sem þau eru í eigu KÍ eða annarra. Spillum ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt. Forðumst háreysti sem veldur öðrum dvalargestum ónæði. Reykingar eru bannaðar í öllum orlofshúsum.
Reykingar eru stranglega bannaðar í öllum orlofshúsum.
Dýrahald er bannað í flestum orlofshúsum KÍ. Ef leyfilegt er að hafa með sér gæludýr er það tekið fram sérstaklega. Lausaganga hunda er stranglega bönnuð í orlofsbyggðum.
Munið að rúmföt eru ekki til staðar í orlofshúsum KÍ.
Fróði tekur sextíu manns í sæti, er bjartur, hlýlegur og vel búinn nauðsynlegum tækjum.
Fróði, ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs KÍ, er í Heiðarbyggð á Flúðum. Salurinn er á neðri hæð í Hámóa 2. Efri hæðin er orlofshús sem hægt er að leigja ásamt salnum. Fróði tekur sextíu manns í sæti, er bjartur, hlýlegur og vel búinn nauðsynlegum tækjum. Fullbúið eldhús er á hæðinni og borðbúnaður fyrir hundrað manns. Félagsmenn sem hyggjast leigja Fróða, með eða án orlofshússins, snúi sér til skrifstofu Orlofssjóðs KÍ en einungis þar er hægt að bóka salinn. Vegna samleigu Fróða og orlofshússins er aðeins hægt að bóka orlofshúsið einn mánuð fram í tímann á orlofsvefnum. Nánari upplýsingar veitir Orlofssjóður KÍ Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Sími 595 1111.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
9
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ reykjavík - Sóleyjargata / VESTURLAND 25 og 33
Sóleyjargata 25
Sóleyjargata 33
Sóleyjargata 25 er orlofshús í miðbæ Reykjavíkur, á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu (inngangur frá Fjólugötu). Í húsinu eru sex íbúðir. Ein þriggja herbergja 63 m² íbúð með svefnaðstöðu fyrir sex, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Tvær tveggja herbergja 48-55 m² íbúðir með hjónaherbergi og svefnplássi fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Þrjár 34 og 46 m² stúdíóíbúðir með svefnaðstöðu fyrir fjóra, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu.
Sóleyjargata 33 er orlofshús með fjórum íbúðum og fimm herbergjum. Stærri íbúðirnar eru 55 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa, auk barnarúms. Stúdíóíbúðirnar eru 30 og 35 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa. Að auki eru tvö eins manns herbergi með sturtu og salerni, tvö tveggja manna herbergi, annað þeirra með sturtu og salerni, og eitt fjögurra manna herbergi.
Nettengd tölva og þráðlaust netsamband er í húsinu. Rúmföt og handklæði eru fyrir hendi þegar gestir koma. Aðgangur að þvottavél er í kjallara. Hægt er að panta þrif allt árið að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.
Íbúðirnar á Sóleyjargötu eru til leigu allan ársins hring. „Fyrstur bókar, fyrstur fær“. Leiguverð fyrir eignir Orlofssjóðs eru á vef KÍ. Smellið á Orlofssjóð og efst til hægri er Verðskrá.
10
Í kjallara er setustofa, eldhús, bað og salerni fyrir gesti sem dvelja í herbergjum. Nettengd tölva og þráðlaust netsamband er í húsinu. Rúmföt og handklæði eru fyrir hendi þegar gestir koma. Aðgangur að þvottavél er í kjallara. Hægt er að panta þrif allt árið að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.
Sóleyjargata er í göngufæri við BSÍ og Sundhöll Reykjavíkur. Hljómskálagarðurinn, Tjörnin, Lækjartorg, Laugavegur, Skólavörðustígur og tónleikahúsið Harpa eru skammt undan. Strætisvagnar stoppa skammt frá og stutt er í alla þjónustu.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
AKUREYRI - KJARNABYGGÐ
Kjarnabyggð við Kjarnaskóg Kjarnabyggð er 3,5 km sunnan Akureyrar, beint upp af flugvellinum. Kennarasamband Íslands á fjögur orlofshús, nr. 4, 5, 7 og 12 í Kjarnabyggð. Hús nr. 4 og 12 eru 55 m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex manns. Eitt svefnherbergi er með hjónarúmi og tvö með kojum. Hús nr. 5 og 7 eru 70 m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir átta. Í tveimur herbergjum eru hjónarúm og annað þeirra með koju til viðbótar. Þriðja herbergið er með koju.
Rúmfatnaður er ekki í orlofshúsum nema það sé sérstaklega tekið fram í leigusamningi.
Netsamband er ekki í húsunum í Kjarnabyggð.
Akureyrarstofa, sem er í Menningarhúsinu Hofi í hjarta bæjarins, veitir allar upplýsingar um þjónustu við ferðamenn auk þess sem þar má hlýða á tónleika og njóta listasýninga í fallegum sýningar sölum. Í bænum er frábær sundlaug og golfvöllur og fjöldi verslana, kaffi- og veitingahúsa, m.a. í hinni rómuðu göngugötu. Fjöldi safna er í bænum sem forvitnilegt er skoða eins og t.d. Nonnahús og Sigurhæðir.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
11
FLÚÐIR - ÁSABYGGÐ
Ásabyggð Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Ásabyggð við Flúðir í Hrunamannahreppi. Stærð húsanna er frá 53 til 76 m². Flest húsanna eru 53 m², nýrri húsin nr. 32, 33 og 34 eru 76 m² og hús nr. 44 er 60 m² og er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Í húsunum eru þrjú svefnherbergi; eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Sængur og koddar eru fyrir sex. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Hús nr. 32, 33 og 34 eru með tveimur hjónaherbergjum og einu kojuherbergi. Helstu atvinnugreinar Flúðamanna eru ylrækt og þjónusta við ferðamenn. Á Flúðum er hótel, verslun, handverks- og grænmetismarkaður, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, sundlaug og íþróttahús. Tveir golfvellir eru í námunda við sumarhúsin. Margir sögufrægir staðir og náttúruvætti eru í næsta nágrenni svo sem Hruni, Skálholt, Gullfoss og Geysir.
12
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
FLÚÐIR - heiðarBYGGÐ
Heiðarbyggð
Flúðir, Heiðarbyggð 14, Hátorfa
Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Hús nr. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 eru 87 m², en hús nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 eru 99 m². Í eldri húsunum, þeim sem eru með oddatölu, eru þrjú svefnherbergi en í nýrri húsunum eru fjögur svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og ýmist eitt eða tvö herbergi með kojum. Sængur og koddar eru fyrir átta. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Sameiginlegt leiksvæði fyrir yngri börn er við hús nr. 3 og 14. Við hús nr. 9 er einnig leikvöllur og körfuboltavöllur.
Húsið er 63 m² með 29 m² gestahúsi, gisting er fyrir 8 manns. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með koju, með gistingu fyrir fjóra. Í gestahúsi er hjónarúm og svefnsófi með gistingu fyrir fjóra. Sængur og koddar eru fyrir átta. Stór og góður leikvöllur við húsið.
Athugið að netsamband er ekki í húsunum á Flúðum.
Leiguverð á húsnæði Orlofssjóðs KÍ á Sóleyjargötu 25 og 33, í Ásabyggð og Heiðarbyggð á Flúðum, ásamt Kjarnaskógi við Akureyri má sjá á vef Orlofssjóðs www.ki.is.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ / VESTURLAND Kópavogur, Ásakór 8
1
Íbúðin er 124 m² á þriðju hæð í fjölbýlishúsi með lyftu. Gisting fyrir sex, sængur og koddar fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö. Svefnsófi fyrir tvo í stofu. Íbúðin er í Salahverfi í Kópavogi og búin þægilegum húsgögnum. Stutt í Salalaug. Leigutími er frá 31/5-31/8. Verð: kr. 9.000 á sólarhring. Punktar: 2.
Kjós, Meðalfellsvatn, Flekkudalsvegur 4
NÝTT
1
Bústaðurinn er 48,2 m² auk gestaherbergis. Gisting fyrir sex fullorðna og eitt barn, sængur og koddar fyrir sex. Tvö svefnherbergi, eitt með tvíbreiðu rúmi, hitt með koju. Neðri kojan er tvíbreið en efri kojan fyrir barn. Stofa, eldhús með eldhúsborði. Hægt er að ganga út á verönd úr stofu. Frá veröndinni er gengið inn í þvottaherbergi með þvottavél og þurrkara. Á lóðinni er lítið 9,4 m² gestahús með tvíbreiðum svefnsófa, þar sem tveir fullorðnir geta gist. Bústaðurinn var byggður 1984, en endurnýjaður og byggt við hann árið 2000. Húsnæðinu fylgir árabátur til afnota á Meðalfellsvatni. Leigutími er frá 14/6-16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Hvalfjarðarströnd, EystraMiðfell, Austurbali
7
Bústaðurinn er 50 m² auk svefnlofts. Gisting fyrir átta, sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, annað með hjónarúmi en hitt með tvíbreiðu rúmi og koju. Á svefnlofti eru þrjár aukadýnur. Sólpallur er við húsið og heitur pottur. Bústaðurinn er í landi Eystra-Miðfells og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir og golfvöllur eru í næsta nágrenni. Veiði í vötnum í Svínadal. Leigutími er frá 31/5-30/8. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Hvalfjarðarströnd, Eystra-Miðfell, Háibali
7
Bústaðurinn er 60 m². Gisting er fyrir sjö. Sængur og koddar fyrir sjö. Svefnherbergi eru tvö, annað með hjónarúmi en hitt með tvíbreiðu rúmi og koju. Sólpallur er við húsið og heitur pottur. Bústaðurinn er í landi Eystra-Miðfells og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir og golfvöllur eru í næsta nágrenni. Veiði í vötnum í Svínadal. Leigutími er frá 31/5-30/8. Verð: kr. 27.700 á viku. Punktar: 60.
Borgarfjarðarsveit, Dragvegur 14, Indriðastaðir, Skorradalur
1
Bústaðurinn er 32 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra í rúmum, sængur og koddar fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö, annað með koju en hitt með tvíbreiðu rúmi (130 cm). Tvær aukadýnur á svefnlofti, önnur fyrir barn. Eldhúskrókur og stofa. Bústaðurinn stendur á fögrum stað við lítinn læk við Skorradalsvatn. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.
14
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
vesturland Borgarfjarðarsveit, Reykholt, Nátthagi
1
Bústaðurinn er 104 m² tvílyft heilsárshús. Gisting er fyrir sex, sængur og koddar fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö, bæði með tvíbreiðum rúmum. Barnarúm. Tvíbreiður svefnsófi í stofu. Rúmgott baðherbergi með sturtu. Þvottaherbergi með þvottavél. Nátthagi er 20 km frá Húsafelli og 5 km frá Reykholti. Húsið stendur í fallegu umhverfi með útsýni yfir Eiríksjökul og Skarðsheiði. Leigutími er frá 7/6 – 16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Borgarfjarðarsveit, Húsafell, Kiðárskógur 1
1
Bústaðurinn er 63 m². Gisting er fyrir átta og sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru þrjú. Borðkrókur, stofa, eldhúskrókur, baðherbergi með sturtu. Stór verönd er í kringum bústaðinn. Kolagrill og heitur pottur. Bústaðurinn stendur á rólegum stað innarlega í skógi vöxnu umhverfi í Húsafelli. Þar er tjaldstæði, sundlaug, golfvöllur og leikvöllur. Fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni. Stutt er í Reykholt og Hraunfossa. Leigutími er frá 7/6-16/8. Verð: kr. 9.000 á sólarhring. Punktar: 8.
Hellnar, Skjaldatröð, Arabúð og Garðabúð
1
NÝTT
Tvö 90 m² sumarhús, Arabúð og Garðabúð. Gisting er fyrir sex, sængur og koddar fyrir sjö. Þrjú svefnherbergi, tvö með tvíbreiðum rúmum og eitt með koju (120 cm neðri kojan og 80 cm efri kojan). Tvær aukadýnur. Setustofa. Stór verönd með gasgrilli. Lítill leikvöllur er fyrir börn. Sjónvarp næst ekki á staðnum en myndbandstæki (DVD) eru í húsunum. Veitingastaðurinn Fjöruhúsið er á Hellnum. Næsta verslun er á Hellissandi (30 km). Leigutími er frá 14/6-16/8. Verð: kr. 9.000 á sólarhring. Punktar: 8.
Leiguverð fyrir eignir Orlofssjóðs eru á vef KÍ. Smellið á Orlofssjóð og efst til hægri er Verðskrá.
ÆVINTÝRASIGLING
Sími 433-2254 - www.saeferdir.is Sæferðir - Smiðjustígur 3 - Stykkishólmi - Snæfellsnes
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
15
VESTURLAND / Vestfirðir Búðardalur, Búðarbraut, Thomsenshús
7
Húsið er 90 m² timburhús, hæð og ris. Gisting er fyrir fimm í rúmi, sængur og koddar fyrir sex. Í risi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með fimm rúmum ásamt barnarúmi og þremur aukadýnum. Thomsenshús er fyrsta húsið sem var byggt í Búðardal. Það stendur á friðsælum stað við sjóinn. Þaðan er hægt að fara í fjöruferðir og göngur um nágrennið. Stutt er að Eiríksstöðum í Haukadal en þar bjó Eiríkur rauði. Þar hefur verið byggður tilgátubær sem gaman er að skoða. Leigutími er frá 7/6-23/8. Verð: kr. 17.300 á viku. Punktar: 24.
Búðardalur, Laugar í Sælingsdal
1
NÝTT
Húsið er 128,1 m² einbýlishús, fyrrverandi kennarabústaður við gamla Laugaskóla. Gisting fyrir átta, sængur og koddar fyrir átta auk barnarúms. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi; hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi, hin herbergin eru með kojum eða rúmum. Hægt er að ganga út á verönd úr stofu, þar er kolagrill. Stutt er í sundlaug með heitum potti og vaðlaug. Hótel Edda rekin í Sælingsdal, þar er veitingarhús og kaffihús. Á Laugum er byggðasafn og tjaldstæði. Tuttugu mínútna akstur er til Búðardals. Leigutími er frá 14/6- 16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Barðaströnd, Krossholt, Ægisholt
1
w
Húsið er 120 m² einbýlishús. Gisting er fyrir átta, sængur og koddar fyrir átta. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, þar af tvö í risi. Í einu svefnherberginu er hjónarúm og rimlarúm, en tvö einbreið rúm í hvoru hinna. Í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi. Þar er líka lítil verslun og bensínstöð. Gönguleiðir eru margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkis hólms með viðkomu í Flatey. Leigutími er frá 31/5-6/9. Verð: kr. 9.000 á sólarhring. Punktar: 8.
Barðaströnd, Litlahlíð
1
Húsið er 27 m² sumarhús. Gisting er fyrir fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og barnarúmi. Stofa, baðherbergi með sturtu og eldhús. Stór sólpallur og útihúsgögn. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi. Þar er líka lítil verslun og bensínstöð. Merktar gönguleiðir eru margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Leigutími er frá 31/5-6/9. Verð: kr. 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.
Tálknafjörður, Túngata 21
7
Íbúðin er 76 m² í fjögurra herbergja raðhúsi. Gisting er fyrir sex, fimm í rúmi og einn á gestabedda, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu herbergi er hjónarúm, koja í öðru herbergi og einbreitt rúm í því þriðja. Stutt er yfir til Patreksfjarðar og að Látrabjargi þar sem fuglalíf er stórbrotið. Einnig er stutt yfir til Bíldudals í Arnarfirði, en þar er m.a. skemmtilegt Skrímslasafn. Að fossinum Dynjanda í botni Arnarfjarðar er aðeins lengri keyrsla yfir Dynjandisheiði. Leigutími er frá 31/5-23/8. Verð: kr. 21.000 á viku. Punktar: 36.
16
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
vestfirðir Þingeyri, Hafnarstræti 3
1
Húsið er 160 m² einbýlishús. Gisting er fyrir níu, sængur og koddar fyrir níu. Svefnherbergi eru þrjú, tvíbreið rúm í tveimur og koja og einbreitt rúm í því þriðja. Í stofu er tvíbreiður svefnsófi. Barnaferðarúm. Góð borðstofa með stóru borðstofuborði. Eldhús með eldhúsborði. Veitingastaður á Hótel Sandafelli og belgíska vöfflukaffihúsið Simbahöllin eru á Þingeyri. Á Söndum í Dýrafirði er miðstöð hestamanna á Vestfjörðum. Nýleg innisundlaug er í íþróttahúsi Þingeyrar. Útivistarsvæði í víkingastíl er miðpunktur hinnar árlegu víkingahátíðar, Dýrafjarðardaga. Víkingaskipið Vésteinn fer í siglingar með gesti. Níu holu golfvöllur er í Meðaldal í Dýrafirði, rétt fyrir utan Þingeyri. Innan við klukkutíma akstur er til Ísafjarðar í gegnum Vestfjarðagöngin. Leigutími er frá 14/6-7/7 og 14/7-16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Önundarfjörður, Valþjófsdalsvegur, Þórustaðir
1
Húsið er 54 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex í rúmum, sængur og koddar eru fyrir tíu. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu er koja með breiðri neðri koju. Svefnsófi fyrir einn er á svefnlofti. Þrjár aukadýnur á svefnlofti. Stofa. Barnarúm. Leiksvæði fyrir börn með rólum og sandkassa er við húsið. Til Þingeyrar er hálftíma akstur, til Ísafjarðar 20 mínútna akstur og svipað til Suðureyrar við Súgandafjörð um Vestfjarðagöngin. Leigutími er frá 28/6-16/8. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
17
VESTFIRÐIR / NORÐURLAND Ísafjörður, Skógarbraut 2A
1
Húsið er 100 m²og í því var áður fyrr mjólkurbú. Gisting er fyrir fjóra til sex, sængur og koddar fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö, hjónarúm í öðru og koja í hinu. Tvíbreiður svefnsófi í stofu. Gengið er í gegnum þvottaherbergi inn í eitt svefnherbergið. Góð borðstofa og gott eldhús. Þvottavél og þurrkari. Stór pallur með útihúsgögnum og kolagrilli. Stutt er í útivistarsvæði, golfvöll og margar fallegar gönguleiðir, t.d. í Tungudal. Boðið er upp á siglingar frá Ísafirði út í Vigur og á Hornstrandir. Leigutími er frá 14/6-16/8. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.
Súðavík, Aðalgata 2A
7
NÝTT
Íbúðin er 80 m² íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir átta, sængur og koddar fyrir átta. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, eldhús, bað, anddyri og stofa með tvennum svölum, móti austri og suðri. Í einu svefnherberginu er hjónarúm, tvö rúm eru í öðru herberginu og koja í því þriðja. Í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Á svölum eru borð og stólar ásamt kolagrilli. Margar fagrar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni og stutt er til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími er frá 7/6-30/8. Verð: kr. 27.700 á viku. Punktar: 60.
Súðavík, Aðalgata 2A
7
Íbúðin er 64 m² íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir 4 fullorðna og 2 börn, sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og svefnsófi fyrir tvo í stofu. Barnarúm. Kolagrill er á svölum. Margar merktar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni og stutt er til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími er frá 7/6-30/8. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Hrútafjörður, Strandir, Skálholtsvík
stór LÍTIL
7
Húsið er 140 m², á einni hæð. Gisting fyrir fimm, sængur og koddar fyrir fimm. Fjögur svefnherbergi, eitt með tvíbreiðu rúmi og þrjú með einbreiðum rúmum, þar af eitt mjög lítið. Skálholtsvík er Strandamegin í Hrútafirði. Þar er skemmtileg fjara og sellátur. Fuglalíf er mjög fjölbreytt. Margar fallegar gönguleiðir eru í grenndinni. Næsta verslun er á Óspakseyri (15 km), til Hólmavíkur eru 60 km en 70-80 km til Hvammstanga og Búðardals. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Víðidalur, Hvarf, Kolusel
7
Bústaðurinn er 58 m² auk 22 m² svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra í rúmi og fimm á dýnum, sængur og koddar eru fyrir tíu. Svefnherbergi eru tvö, annað með hjónarúmi, hitt með koju. Á svefnlofti er svefnpláss fyrir fimm á dýnum. Stofa og eldhúskrókur. Þekktir staðir eru í grenndinni, s.s. Hvítserkur, Borgarvirki, Hindisvík og Kolugljúfur. Stutt er til Hvammstanga. Leigutími er frá 31/5-23/8. Verð: kr. 24.200. á viku. Punktar: 48.
18
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
NORÐURLAND Vatnsdalur, Undirfell
7
Bústaðurinn er 80 m². Gisting er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú, tvö með tvíbreiðum rúmum og eitt með koju. Tvær aukadýnur. Rúmgóð stofa. Gott eldhús. Stór lóð með leiktækjum. Áhugaverðar gönguleiðir í fögrum dal þar sem margar sögur hafa átt sér stað. Sundlaugar er á Húnavöllum, Blönduósi og Hvammstanga. Leigutími er frá 7/6-19/7. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Blönduós, Brautarhvammur nr. 21
1
Bústaðurinn er 56 m². Gisting er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, í öðru hjónarúm en tvö rúm í hinu. Svefnsófi fyrir tvo í stofu. Stofa og eldhús með borðkrók. Barnarúm. Stór pallur með heitum potti. Aðgangur að þvottavél er í þjónustuhúsi á svæðinu. Á Blönduósi er heimilisiðnaðarsafn, sundlaug, hestaleiga, kaffihús og veitingastaðir. Möguleiki á sela- og fuglaskoðunarferðum. Leigutími er frá 7/6-30/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Accommodation and Adventure In North Iceland Bakkaflöt
ÍSLAND
Bakkaflöt-Bátafjör
Við bjóðum upp á hestaferðir daglega frá einum klukkutíma upp í dagsferðir. Það er 25 mínútna akstur frá Akureyri til okkar. Við erum rétt hjá Grenivík.
Whitewater River rafting
Sími: 896-1879 eða 463-3179
www.bakkaflot.com - Phone: 354 453 8245 bakkaflot@bakkaflot.com
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
19
NORÐURLAND Skagaströnd, Hafnir á Skaga
1
Bústaðurinn er 55 m² auk 15 m² svefnlofts. Gisting er fyrir átta, sængur og koddar eru fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö á neðri hæð. Annað herbergið er með hjónarúmi en hitt með tveimur rúmum. Fjögur rúm eru uppi á svefnlofti. Verönd með gasgrilli og útihúsgögnum. Athugið að sjónvarp næst ekki á svæðinu. Hafnir eru í Skagabyggð, 30 km frá Skagaströnd. Þar er mikið útsýni og sérstök náttúrufegurð. Gönguleiðir eru ótakmarkaðar. Góð veiði er á Skagaheiði. Leigutími er frá 28/6-2/8. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.
Hólmavík, Kópnesbraut 9
7
Húsið er 90 m² á þremur hæðum. Gisting er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir sex. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og svefnloft með gistirými fyrir tvo í rúmum og tvo á dýnum. Hólmavík er fallegt þorp við Steingrímsfjörð og vaxandi ferðamannastaður. Galdrasafnið á Ströndum er á Hólmavík. Leigutími er frá 14/6-23/8. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Langidalur, Skarð
7
Bústaðurinn er 70 m² auk 20 m² svefnlofts. Svefnpláss í rúmum er fyrir átta, sængur og koddar fyrir tíu. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu er hjónarúm og tvær aukadýnur. Í hinum herbergjunum eru einbreið rúm, eitt í hvoru herbergi. Á svefnlofti er hjónarúm og tvö einbreið rúm. Bústaðurinn stendur í ræktuðu skóglendi í miðjum Langadal, um 11 km frá Blönduósi. Fjölbreytilegar gönguleiðir. Í nágrenninu eru margs konar afþreyingarmöguleikar, s.s. söfn, hestaleigur, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 21/6-19/7 og 2/8-9/8. Verð: kr. 27.700 á viku. Punktar: 60.
Hjaltadalur, Hólar, Nátthagi 22
1
stór
Íbúðin er 98 m² á jarðhæð. Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur. Í hjónaherbergi eru tvö einbreið rúm. Í hinum herbergjunum er eitt einbreitt rúm í hverju herbergi. Tvær aukadýnur. Barnarúm. Stofa. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Þvottavél er í þvottahúsi. Hægt að ganga beint út úr stofu á jarðhæð. Fjölbreyttar gönguleiðir. Í nágrenninu eru margvíslegir möguleikar til afþreyingar, svo sem söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 14/6-23/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Hjaltadalur, Hólar, Geitagerði 11
1
LÍTIL
Íbúðin er 78 m² með svölum. Gisting er fyrir þrjá, sængur og koddar fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö, í hjónaherbergi eru tvö einbreið (90 cm) rúm. Í minna herbergi er einnig eitt einbreitt rúm. Tvær dýnur. Stofa. Þvottavél er í þvottahúsi. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Fjölbreyttar gönguleiðir eru um Hólaskóg sem er rétt ofan við húsið. Í nágrenninu eru margvíslegir möguleikar til afþreyingar, svo sem söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 14/6-23/8. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.
20
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
NORÐURLAND / Akureyri Siglufjörður, Hólavegur 31
1
NÝTT
Íbúðin er 80 m² á jarðhæð. Gisting, sængur og koddar eru fyrir 6. Svefnherbergi eru tvö auk stofu. Í hjónaherbergi er hjónarúm og barnarúm, í barnaherbergi eru kojur og í stofu er svefnsófi. Einnig eru tvær góðar dýnur sem komast vel fyrir í stofu. Sólpallur er við sunnanvert húsið, með útihúsgögnum og kolagrilli. Síldarminjasafnið og Þjóðlagasetrið verða allir að skoða. Veitingastaðir og fjörugt mannlíf við höfnina. Stutt ganga niður í miðbæinn og í sundhöllina. Golfvöllur í botni Siglufjarðar. Örstutt er til Ólafsfjarðar um Héðinsfjarðargöng. Leigutími er frá 14/6-16/8. Verð: kr. 8. 000. Punktar: 6.
Ólafsfjörður, Tröllakot
1
Húsið er 150 m². Gisting er fyrir sex, sængur og koddar fyrir sex. Svefnherbergi eru fjögur, tvö með samsettu hjónarúmi sem hægt er að færa í sundur og tvö með einbreiðum rúmum. Hægt er að fá aukadýnur, sængur og kodda fyrir tvo til viðbótar. Barnarúm. Stofa, eldhús, baðherbergi með sturtu. Húsið er um kílómetra sunnan við bæinn upp í hlíð, ofan Ólafsfjarðarvatns. Golfvöllur er í minni Skeggjabrekkudals. Örstutt er til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng. Stutt er til Dalvíkur í gegnum Ólafsfjarðargöng og rúmlega klukkustundar akstur til Akureyrar. Leigutími er frá 14/6-23/8. Verð: kr. 9.000 á sólarhring. Punktar: 8.
Hrísey, Norðurvegur 7-11
1
NÝTT
Íbúðin er 65 m² í endurgerðu gömlu húsi í miðjum byggðarkjarna Hríseyjar. Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar fyrir fimm. Eitt svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman. Í stofu eru tveir svefnsófar, annar tvíbreiður, hinn einbreiður. Stórt og rúmgott baðherbergi, þvottavél í þvottaherbergi. Eldhús og stofa eru í sama rými. Í húsinu er þráðlaust netsamband. Kjörbúð og kaffihús eru í sama húsi. Í Hrísey er sundlaug með heitum potti og æfingasal. Hálftíma akstur er frá Akureyri að Árskógssandi, en þaðan tekur maður ferjuna út í Hrísey. Siglingin tekur um 15 mínútur og er göngufæri úr ferjunni að húsinu. Leigutími er frá 28/6-9/8. Verð: kr. 8000 á sólarhring. Punktar: 6.
Hörgársveit, Dunhagi
1
Húsið er 110 m². Gistirými fyrir átta, sængur og koddar fyrir tíu. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, eitt með hjónarúmi, annað með tveimur kojum (4 rúmstæði) og eitt með tvíbreiðum svefnsófa. Tvær aukadýnur. Ferðabarnarúm ásamt sæng og kodda. Dunhagi er við Möðruvelli í Hörgárdal. Fyrir ofan húsið er lítill skógur og útivistarsvæði. Sundlaug er við Þelamerkurskóla (5 mínútna akstur). Til Akureyrar eru 13 km. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Leiguverð fyrir eignir Orlofssjóðs eru á vef KÍ. Smellið á Orlofssjóð og efst til hægri er Verðskrá.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
21
akureyri Akureyri, Hafnarstræti 81
1
Þrjár 35 - 47 m²stúdíóíbúðir í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir fjóra, sængur og koddar fyrir fjóra. Eitt tvíbreitt rúm og svefnsófi í stofu. Í stúdíóíbúðunum er ekki sérsvefnherbergi. Húsið er í hjarta bæjarins á milli Hótel KEA og Sigurhæða, skammt frá göngugötunni og höfninni.
STÚDÍÓ 2 herbergi
Leigutími er frá 31/5-30/8. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.
Akureyri, Hafnarstræti 81
1
Fjórar 70 m² íbúðir. Gisting er fyrir fjóra, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi. Tvíbreiður svefnsófi í stofu. Leigutími er frá 31/5-30/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Akureyri, Hafnarstræti 101, Amaro
1
NÝTT
Íbúðin er 160m² á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir níu, sængur og koddar fyrir níu. Í svefnherbergi er tvíbreitt rúm. Í öðru herbergi eru tvö einbreið rúm og í því þriðja þrjú. Í holi er tvíbreiður svefnsófi. Tjald er fyrir holinu og gluggi. Barnarúm. Gasgrill á svölum, sem snúa að göngugötunni. Íbúðin er í Amaróhúsinu, gömlu verslunarmiðstöðinni í hjarta bæjarins. Leigutími er frá 22/3-30/8. Verð: kr. 9.900 á sólarhring. Punktar: 9.
Akureyri, Skarðshlíð 29
1
NÝTT
Íbúðin er 80 m² á fyrstu hæð í blokk. Gisting er fyrir þrjá, sængur og koddar eru fyrir þrjá. Í svefnherbergi er tvíbreitt rúm og barnarúm. Í hinu herberginu er eitt einbreitt rúm. Tvær aukadýnur. Eldhús, stofa, borðstofuborð og stólar. Gasgrill á svölum. Gengið er beint inn af bílastæði. Íbúðin er í Þorpinu. Stutt í alla þjónustu. Leigutími er frá 14/6-9/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Akureyri, Drekagil 21
7
Íbúðin er 54 m². Gisting er fyrir fjóra, sængur og koddar eru fyrir fimm. Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi. Tvíbreiður svefnsófi í stofu. Tvær aukadýnur. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi. Íbúðin er nemendaíbúð í sjö hæða fjölbýlishúsi. Fallegar og fjölbreytilegar gönguleiðir.
2 herbergi 3 herbergi
Leigutími er frá 3/6-12/8. Verð: kr. 17.300 á viku. Punktar: 24.
Akureyri, Drekagil 21
7
Þrjár 70 m² íbúðir. Gisting er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö. Tvíbreitt rúm í einu, tvö stök rúm í öðru og tvíbreiður svefnsófi í stofu. Tvær aukadýnur. Eldhúskrókur, stofa og baðherbergi. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi. Íbúðirnar eru nemendaíbúðir í sjö hæða fjölbýlishúsi. Leigutími er frá 3/6-12/8. Verð: kr. 20.800 á viku. Punktar: 36.
22
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
Akureyri Akureyri, Þórunnarstræti 104
7
Íbúðin er 100 m² á miðhæð í þriggja hæða húsi. Gisting er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú. Tvíbreitt rúm er í einu þeirra, eitt einbreitt rúm í öðru og tvö einbreið rúm í því þriðja. Í stofunni er svefnsófi og að auki tvær aukadýnur. Sundlaug Akureyrar og miðbærinn eru í göngufæri. Leigutími er frá 7/6-16/8. Verð: 17.300 á viku. Punktar: 24.
Akureyri, Víðilundur 10e
1
Íbúðin er 54 m² á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir fjóra, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Svefnherbergi er eitt með tvíbreiðu rúmi. Svefnsófi fyrir tvo í stofu. Ein aukadýna er í íbúðinni. Svalir. Sundlaug Akureyrar og miðbærinn eru í göngufæri. Leigutími er frá 14/6-13/9. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.
NÝTTU ÞÉR GISTIMIÐANA Á HÓTEL KEA
Hafnarstræti 87- 89 | Sími 460 2000 | kea@keahotels.is | www.keahotels.is
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
23
Norðurland Fnjóskadalur, Selgil, Skógarhlíð
1
Bústaðurinn er 45 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra, sængur og koddar fyrir sex. Tvö svefnherbergi. Í öðru er lítið hjónarúm (120 cm) og í hinu koja. Þrjár aukadýnur eru á svefnlofti. Bústaðurinn er gegnt Vaglaskógi, ekki fjarri gömlu bogabrúnni í fallegu skógarrjóðri við lítinn læk. Um 30 mínútna akstur er til Akureyrar, Húsavíkur og Mývatnssveitar. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.
Þingeyjarsveit, Ljósavatnshreppur, Björg
7
Húsið er 130 m². Gisting er fyrir sjö í rúmum, sængur og koddar eru fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur, tvö stærri herbergi með tveimur tvíbreiðum rúmum, minna herbergi með tveimur einbreiðum rúmum og eitt lítið herbergi með koju. Stór stofa, baðherbergi og stórt eldhús. Sex aukadýnur. Skoðunarferð að Goðafossi, Ásbyrgi, Mývatni og Dettifossi er góð dagsferð. Húsavík er skammt frá (44 km). Þar er verslun og einnig við Goðafoss. Leigutími er frá 31/5-23/8. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48
Þingeyjarsveit, Ljósavatnshreppur, Túnfótur
7
Bústaðurinn er 50 m² auk 20 m² svefnlofts. Gisting er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö, bæði með hjónarúmi. Tvö rúm og ein aukadýna á svefnlofti. Stofa, eldhúskrókur. Bústaðurinn stendur við fallega á sem heitir Djúpá. Stutt er í sundlaug að Stóru-Tjörnum. Við Goðafoss er verslun, hestaleiga og veitingastaður. Skoðunarferð að Goðafossi, Ásbyrgi, Mývatni og Dettifossi er góð dagsferð. Húsavík er í næsta nágrenni. Leigutími er frá 7/6-19/7. Verð: kr. 21.000 á viku. Punktar: 36.
Aðaldalur, Árbótarland
7
NÝTT
Bústaðurinn er 55 m². Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar eru fyrir sjö. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm og í hinu koja með tvíbreiðri neðri koju. Á litlu svefnlofti eru fjórar aukadýnur. Rúmgóð stofa. Umhverfis bústaðinn er stór verönd. Skoðunarferð að Goðafossi, Ásbyrgi, Mývatni og Dettifossi er góð dagsferð. Stutt er til Húsavíkur, þar sem er verslun. Einnig er verslun við Goðafoss. Leigutími er frá 21/6-26/7. Verð: kr. 26.400 á viku. Punktar: 48.
Aðaldalur, Knútsstaðir
1
Bústaðurinn er 61 m² auk 20 m² svefnlofts og 12 m² sólstofu. Gisting er fyrir fjóra til ellefu, sængur og koddar eru fyrir ellefu. Svefnherbergi eru tvö, annað með tvíbreiðu rúmi og hitt tvíbreiðum svefnsófa. Dýnur eru ellefu. Stofa. Úti eru sólpallar á þrjá vegu. Bústaðurinn stendur í landi Knútsstaða, við fyrsta afleggjara til hægri þegar komið er inn í Aðaldal. Goðafoss, Ásbyrgi, Mývatn og Dettifoss eru í akstursfjarlægð og góð dagferð að heimsækja. Húsavík er í 10 km fjarlægð (15 mín.). Þar er stór verslun. Einnig er verslun við Goðafoss. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6
24
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
AUSTURLAND Raufarhöfn, Víkurbraut 20
7
Húsið er 120 m². Gisting er fyrir sex til átta, sængur og koddar eru fyrir níu. Svefnherbergi eru fjögur. Í einu er hjónarúm, tvíbreiður svefnsófi í öðru og einstaklingsrúm í hinum tveimur. Einnig eru tvær aukadýnur. Góð stofa, sjónvarpshol og stórt eldhús með borðkrók. Útihúsgögn fyrir sex til átta. Húsið er við fjöruborðið með fallegu útsýni yfir á Höfðann. Athugið takmarkaðan opnunartíma verslunar og sundlaugar. Á Melrakkasléttu er mikið fuglalíf og fjörurnar eru einstakar. Þar eru merktar gönguleiðir. Stutt er til Þórshafnar en þar er stór innisundlaug og stærri verslun. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 17.300 á viku. Punktar: 24.
Skógargerði, Litli-Hagi
1
Bústaðurinn er 52 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex til níu, sængur og koddar eru fyrir níu. Svefnherbergi eru tvö, annað er með hjónarúmi en hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Fimm aukadýnur eru á svefnlofti. Svefnsófi í stofu fyrir tvo. Eldhús og stofa eru samliggjandi. Skógargerði er um 10 km frá Egilsstöðum og í næsta nágrenni eru Hallormsstaðaskógur, Lagarfljót, Skriðuklaustur o.fl. áhugaverðir staðir. Leigutími er frá 14/6-23/8. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5
Fosshótel Tekur vel á móti ykkur
IM S Ó Þ ÍN A H E IR R Y F ÁRT ALLT KL
REYKJAVÍK: Fosshótel Barón Fosshótel Lind SUÐURLAND: Fosshótel Mosfell*
VESTURLAND: Fosshótel Reykholt VESTFIRÐIR: Fosshótel Vestfirðir
Munið eftir gistimiðunum
KN
NORÐURLAND: Fosshótel Dalvík Fosshótel Laugar* Fosshótel Húsavík
AUSTURLAND: Fosshótel Fáskrúðsfjörður Fosshótel Vatnajökull Fosshótel Skaftafell *Sumarhótel
V I N A L E G R I U M A L LT L A N D
TEL: 562 4000
FAX: 562 4001
SIGTÚN 38
105 REYKJAVIK
www.fosshotel.is
sales@fosshotel.is
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
25
AUSTURLAND Fljótsdalshérað, Uppsalir
1
Húsið er 67 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fimm í rúmum, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú, tvö herbergi eru með tvíbreiðum rúmum og eitt með einbreiðu rúmi. Eitt einbreitt rúm er á svefnlofti ásamt tveimur aukadýnum. Barnarúm. Úti er trépallur með útihúsgögnum. Húsið er 3 km frá Egilsstöðum þar sem alla þjónustu er að fá. Leigutími er frá 14/6-9/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Fljótsdalshérað, Tókastaðir
1
Húsið er 100 m². Gisting er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir níu. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu þeirra er tvíbreitt rúm, í öðru er koja og í því þriðja tvö einstaklingsrúm. Að auki er barnarúm og ungbarnarúm. Leiktæki fyrir börn. Tókastaðir er skógræktarjörð staðsett á milli Eiða og Egilstaða, í u.þ.b. 10 mín (7 km) akstursfjarlægð frá Egilstöðum, þar sem öll þjónusta er. Fjölbreytt dýra- og fuglalíf. Í næsta nágrenni er hægt að finna hestaleigu og golfvöll. Lagarfljótið, Hallormsstaður, Atlavík og Skriðuklaustur eru stutt frá. Innan við tveggja tíma akstur er að Kárahnjúkum og Snæfelli. Leigutími er frá 14/6-16/8. Verð: kr. 8.000 kr. á sólarhring. Punktar: 6.
Einarsstaðaskógur, Skógarholt, hús nr. 17
1
Húsið er 50 m² auk 30 m² svefnlofts. Gisting er fyrir fimm í rúmum, sængur og koddar eru fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö. Á neðri hæð er herbergi með hjónarúmi og barnarúmi. Á svefnlofti er herbergi með tveimur rúmum og annað rúm í opnu rými, sem og stækkanlegt barnarúm. Þrjár aukadýnur eru á svefnlofti. Á neðri hæð er sófi sem hægt er að nota sem svefnsófa. Umhverfis húsið er trépallur með útihúsgögnum. Húsið er ofarlega í Einarsstaðaskógi undir kletti, mjög fallegt útsýni. Kyrrlátur staður. Til Egilsstaða eru u.þ.b. 11 km. Leigutími er frá 14/6-16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Neskaupstaður, Hafnarbraut 4
7
Íbúðin er 50 m² á miðhæð í 3ja hæða húsi. Gisting er fyrir fjóra, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Svefnherbergi eru tvö. Annað er með hjónarúmi en hitt herbergið er afþiljað frá stofu og eru tvö rúm þar. Tvær aukadýnur. Þjónusta fyrir ferðamenn í byggðarlaginu er margvísleg og má þar nefna bátsferðir og hestaleigu. Stutt er í golf. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar, bæði ofan og utan við kaupstaðinn. Stutt er yfir til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar um Oddskarðið. Klukkustundarakstur er til Egilsstaða. Leigutími er frá 7/6-30/8. Verð: kr. 17.300 á viku. Punktar: 24.
Virðið réttan komu- og brottfarartíma, sjá upplýsingar á leigusamningi.
26
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 61975 01/13
BÆTTU SMÁ ORLANDO Í LÍF ÞITT * Verð frá 41.200 kr. Þessi ferð gefur frá 2.400 til 7.200 Vildarpunkta aðra leiðina.
Hugurinn getur skoppað víðar en á Skólavörðuholtinu Einhverju sinni var kveðið kátt þegar vel lá á ungum Reykvíkingum og þeir styttu sér stundir á holtinu upp frá Tjörninni. En langt í suðri, undir skínandi sól, dunar líka fjörið í Orlando og opnast heill ævintýraheimur með skemmtun og upplifun fyrir alla fjölskylduna. „Ofvitanum“ þótti „smúkt“ í grennd við Skólavörðuna – en Orlando slær það allt út.
+ Bókaðu núna á icelandair.is
* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.
Vertu með okkur
AUSTURLAND Stöðvarfjörður, Sólhóll, Fjarðarbraut 66
1
Húsið er 65 m² hæð og ris, með gistingu fyrir allt að sex, sængur og koddar eru fyrir sex. Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi. Setustofa með tveimur einbreiðum rúmum er á efri hæð. Á neðri hæð er stofa, fínn eldhúskrókur og eitt svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum. Baðherbergi með sturtu er á neðri hæð. Þvottavél. Úti er sólpallur með útihúsgögnum. Húsið er smekklega uppgert eldra hús við aðalgötuna í jaðri þorpsins, niður við sjóinn. Í þorpinu er steinasafn Petru og sundlaug. Hægt er að fara í sjóstangaveiði. Góðar gönguleiðir. Til Fáskrúðsfjarðar er um 15 mín. akstur. Leigutími er frá 31/5-30/8. Verð: kr. 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.
Suðursveit, Reynivellir nr. 1 og 3
7
Bústaðirnir eru 55 m² auk 5 m² svefnlofts. Gisting er fyrir fimm í rúmi, sængur og koddar eru fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm og í hinu tvíbreitt rúm með efri koju. Á svefnlofti eru fjórar aukadýnur. Úti er verönd og grasigróin lóð. Í félagshúsinu á staðnum er setustofa með arni á neðri hæð og sameiginleg stofa uppi, gufubað, þvottavél og þurrkari. Hægt er að aka upp að Vatnajökli hjá Smyrlabjargavirkjun þar sem boðið er upp á útsýnisferðir á jökulinn. Stutt er í Þórbergssetur og að Jökulsárlóni. Upplýsingar um leigutíma eru á orlofsvef KÍ. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Farfuglaheimili - frábær kostur
www.hostel.is
Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Flest heimilanna bjóða upp á 2-6 manna herbergi og sum bjóða einnig sumarhús. Á öllum heimilunum eru gestaeldhús. Nánari upplýsingar er að finna á www.hostel.is
Farfuglar
Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Farfuglar ❚ info@hostel.is ❚. www.hostel.is Email: info@hostel.is www.hostel.is
Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan.
suðurland Suðursveit, Reynivellir (íbúð)
1
Íbúðin er 50 m² á annarri hæð í enda félagshússins. Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar eru fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö, annað með tvíbreiðu rúmi en hitt með koju og er neðri kojan tvíbreið. Í félagshúsinu er setustofa með arni á neðri hæð og sameiginleg stofa á efri hæð. Á neðri hæð er einnig sameiginlegt gufubað, þvottavél og þurrkari. Við inngang í íbúðina á efri hæð er góð verönd. Stutt frá er sparkvöllur og og lítill leikvöllur. Hægt er að aka upp að Vatnajökli hjá Smyrlabjargavirkjun þar sem boðið er upp á útsýnisferðir á jökulinn. Stutt er í Þórbergssetur og að Jökulsárlóni. Upplýsingar um leigutíma eru á orlofsvef KÍ. Verð: kr. 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.
Kirkjubæjarklaustur, Syðri Steinsmýri, hús 2
1
Bústaðurinn er 44 m². Gisting fyrir fjóra til fimm í rúmum, sængur og koddar eru fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö með svefnplássi fyrir fjóra í rúmum. Í stofu er svefnsófi. Þrjár aukadýnur á svefnlofti. Barnarúm. Kirkjubæjarklaustur er lítið þorp við Skaftá og býður upp á ákaflega fjölbreytta náttúrufegurð. Þar er merk saga og margt að sjá, t.d. Systrastapa og Kirkjugólf. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í og við bæinn. Þar er upplýsingamiðstöð ferðamála, sundlaug og tvö veitingahús. Hægt er að spila golf í grenndinni. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Skógar undir Eyjafjöllum
7
Íbúðin er 105 m² í parhúsi. Gisting er fyrir átta, sængur og koddar eru fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur. Inn af hjónaherbergi er lítið herbergi með einbreiðu rúmi og salerni. Í hinum tveimur herbergjunum eru kojur og auk þess einbreitt rúm í öðru herbergjanna. Tvær aukadýnur eru í húsinu. Á Skógum er eitt fjölsóttasta byggða- og tækniminjasafn landsins, Skógasafn. Góðar gönguleiðir er að finna út frá staðnum, s.s. í Kvernugil, Jökulsárgil, um Fimmvörðuháls yfir í Þórsmörk og um Skógasand. Leigutími er frá 31/5-30/8. Verð: kr. 27.700 á viku. Punktar: 48.
Biskupstungur, Úthlíð, Stórabunga 10
1
Bústaðurinn er 62 m². Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar eru fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er tvíbreitt rúm og í hinu tvíbreitt rúm og 1,5 breið neðri koja. Rúmgóð stofa. Í Úthlíð er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, níu holu golfvöllur og hestaleiga. Í næsta nágrenni er Laugarvatn, Gullfoss og Geysir, Skálholt og húsdýragarðurinn í Slakka, Laugarási. Að Geysi er 10 km akstur og aðeins lengra upp að Gullfossi. Leigutími er frá 14/6-23/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Lyklar eru ýmist hjá umsjónarmönnum eða í lyklakössum með talnalás, nánari upplýsingar eru í leigusamningi.
30
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
suðurland Biskupstungur, Brekkuskógur, hús nr. 6
7
Bústaðurinn er 46 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra til sex, sængur og koddar eru fyrir sex. Tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með koju, breið neðri koja. Stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Barnarúm. Á svefnlofti eru fjórar aukadýnur. Útipallur er með útihúsgögnum. Í Brekkuskógi eru 30 orlofshús. Í þjónustumiðstöðinni Brekkuþingi er þvottavél og hægt að leigja rúmfatnað. Þar er netaðgangur. Hægt er að leigja aðgang að Stöð 2. Á svæðinu er leikvöllur og minigolf. Tveir golfvellir eru í grenndinni. Stutt er í sundlaugar í Úthlíð, á Laugarvatni og í Reykholti. Leigutími er frá 7/6-30/8. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Grímsnes, Öldubyggð 5
7
Bústaðurinn er 74 m² auk 28 m² svefnlofts. Gisting er fyrir níu í rúmum, sængur og koddar eru fyrir tíu. Svefnherbergi eru þrjú, eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Á svefnlofti er eitt tvíbreitt rúm og annað einbreitt. Einnig er tvíbreið dýna á svefnlofti. Stofa. Sólpallur. Á lóðinni er sandkassi, rólur og rennibraut. Öldubyggð er í landi Svínavatns í Grímsnesi. Í næsta nágrenni eru verslanir, kaffihús, dýragarður, golfvellir, veiði og margir markverðir staðir. Leigutími er frá 14/6-16/8. Verð: kr. 27.700 á viku. Punktar: 60.
Á bændamarkaðnum á Flúðum eru til sölu afurðir bænda beint frá býli, handverk og listmunir.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
31
suðurland Grímsnes, Hestland, Höfði 125
7
Bústaðurinn er 45 m² með svefnlofti. Gisting er fyrir þrjá til sjö, sængur og koddar eru fyrir sjö. Í bústaðnum eru tvö lítil svefnherbergi, tvö einbreið rúm í öðru og eitt í hinu. Á svefnlofti eru fjórar aukadýnur. Stór verönd. Bústaðurinn stendur rétt við Hvítá með fallegu útsýni yfir ána og Ingólfsfjall. Í næsta nágrenni er Kiðjaberg þar sem er golfvöllur. Stutt er í sund í Hraunborgum. Verslun er í Þrastarlundi og á Minni-Borg í Grímsnesi og þar er einnig góð sundlaug með rennibraut fyrir börn. Leigutími er frá 31/5-23/8. Verð: kr. 24.200 á viku. Punktar: 48.
Grímsnes, Klettasel, Hestland 49
1
NÝTT
Bústaðurinn er 105 m² auk 15 m² gestahúss og svefnlofts. Gisting er fyrir tíu, sængur og koddar fyrir fjóra. Tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum. Svefnsófi á svefnlofti og tvær aukadýnur. Stofa með eldhúskrók og arni. Í gestahúsi er hjónarúm, koja fyrir tvo og lítið salerni. Kringum bústaðinn eru tvær stórar verandir. Í næsta nágrenni er golfvöllurinn að Kiðjabergi. Verslun er í Þrastarlundi og á Minni-Borg í Grímsnesi. Sundlaugar eru í á Minni-Borg og í Hraunborgum. Leigutími er frá 7/6-16/8. Verð: kr. 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.
Stokkseyri, Ránarbakki
1
Bústaðurinn er 45 m². Svefnpláss er fyrir fjóra, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi, hitt með koju. Bústaðurinn er byggður 1972 og vel við haldið. Fjaran við Stokkseyri er einstaklega falleg og vel fallin til að skoða plöntulíf, skeljar og grjót. Í bænum er Draugasetur. Góðir veitingastaðir og margvísleg afþreying í grenndinni. Stutt er í verslanir og sund á Selfossi. Leigutími er frá 21/6-16/8. Verð: kr. 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.
Dýrahald er bannað í flestum orlofshúsum KÍ. Ef leyfilegt er að hafa með sér gæludýr er það tekið fram sérstaklega. Lausaganga hunda er stranglega bönnuð í orlofsbyggðum.
32
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
Reglur / Þjónusta
Reglur Orlofssjóðs KÍ um leigu orlofshúsnæðis og aðra þjónustu sem stendur sjóðsfélögum til boða. Aðild að sjóðnum Allir fullgildir félagsmenn í Kennarasambandi Íslands eru aðilar að sjóðnum. Það á einnig við um félagsmenn í fæðingarorlofi sem greiða félagsgjöld til KÍ. Sjá nánar á www.ki.is
Reglur um útleigu Reglur um útleigu til sjóðsfélaga eru einkum með tvennum hætti, þ.e. sumarleiga og vetrarleiga, og byggjast á punktaeign sjóðsfélaga. Sjá nánar á www.ki.is
Punktakerfi Orlofssjóðs Punktakerfið var tekið í notkun árið 1996, en upphaf punktatalningar er frá árinu 1986. Félagi í sjóðnum safnar 24 punktum fyrir hvert unnið ár eða tveim punktum fyrir hvern mánuð. Sjá nánar á www.ki.is
Sumarleiga Orlofssjóðs Sumartími er frá lokum maí til loka ágúst. Sumarleiga er með tvennu móti, þ.e. vikuleiga frá föstudegi til föstudags eða leiga í skemmri tíma, frá einum sólarhring og upp í sjö á sama stað. Síðara fyrirkomulagið er kallað flakkaraleiga. Leigutími er frá klukkan 16:00 á fyrsta degi og leigutaka ber að skila leigueign klukkan 12:00 á skiladegi. Sjá nánar á www.ki.is
Opnað er á leigu með fjögurra mánaða fyrirvara klukkan 12:00 fyrsta dag hvers mánaðar. Hverjum sjóðfélaga er heimilt að bóka allt að þremur leigueignum í vetrarleigu, þó ekki í sama mánuði. Þeir sjóðfélagar sem ekki eiga orlofspunkta geta bókað leigu með eins mánaðar fyrirvara. Leigutími er frá klukkan 16:00 á fyrsta degi og leigutaka ber að skila leigueign klukkan 12:00 á skiladegi. Ef einhver sérákvæði gilda um einstakar leigueignir koma þau fram í umfjöllun um eignina á heimasíðu og er á ábyrgð leigutaka að kynna sér þær. Sjá nánar á www.ki.is
Leigugjald fyrir eignir á vegum Orlofssjóðs Leiga er mismunandi eftir eignum og er ákveðin árlega af stjórn Orlofssjóðs. Gjaldið kemur fram þar sem fjallað er um leigueignir, þ.e. á bókunarvef sjóðsins og í Ferðablaði Orlofssjóðs. Leigutaka ber að greiða leigu við bókun. Ef greitt er í banka verður greiðsla að berast eigi síðar en tveimur dögum eftir bókun. Sjá nánar á www.ki.is
Vetrarleiga Orlofssjóðs
Lyklar að hinu leigða húsnæði
Vetrartími er frá byrjun september til loka maí. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir á þessum tíma. Sjóðfélagar sem eiga orlofspunkta geta keypt þjónustu á bókunarvef sjóðsins eða á skrifstofu Orlofssjóðs.
Lyklar að orlofshúsum í eigu KÍ eru í lyklakassa og eru lykilnúmer uppgefin á leigusamningi. Upplýsingar um afhendingu lykla að endurleiguhúsum eru skráðar á leigusamningi vegna leigunnar.
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
33
Reglur / Þjónusta
Sérákvæði Kennarar á eftirlaunum fá 30% afslátt á leigugjaldi fyrstu tvær vikurnar í júní og síðustu tvær í ágúst í eldri húsunum í Ásabyggð. Yfir vetrartímann er sérstakt tilboð til kennara virka daga í Ása-, Kjarnaog Heiðarbyggð. Félagsmenn sem eru bundnir við hjólastól eða eiga maka eða börn sem eru bundin við hjólastól eiga forgang að húsi númer 44 í Ásabyggð og íbúð 3 á Sóleyjargötu 25. Sjá nánar á www.ki.is
Þegar upp koma vandamál Ef aðbúnaður á leigðri eign er ekki í samræmi við lýsingu er sjóðfélagi beðinn um að láta viðkomandi umsjónarmann strax vita og á hann þá að leitast við að koma hlutunum í lag. Ef það hefur ekki tekist er sjóðfélagi beðinn um að hafa samband við skrifstofu sjóðsins strax og dvöl lýkur. Ef vanefndir hafa sannanlega rýrt orlofsdvölina endurgreiðir Orlofssjóður allt að helmingi leigugjaldsins og fellir niður punkta ef ekki hefur verið veittur afsláttur við leigutöku vegna þessa. Sjá nánar á www.ki.is
Veikindi, óveður eða óviðráðanlegar aðstæður Leiga er aldrei endurgreidd berist tilkynning um forföll til skrifstofu eftir að leigutími hefst. Ef veikindi koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna það skrifstofu sjóðsins svo fljótt sem kostur er. Í slíkum tilfellum er heimilt að endurgreiða leigugjald og uppfæra punktastöðu. Leggja ber fram læknisvottorð. Ef veður eða aðrar óviðráðanlegar ytri aðstæður, svo sem ófærð, aðvaranir lögreglu eða veðurstofu, koma í veg fyrir orlofsdvöl endurgreiðir sjóðurinn 80% leigugjaldsins og uppfærir punktastöðu. Ef leigutaki þarf að afpanta eða breyta orlofsdvöl gilda eftirfarandi reglur:
34
• Sé orlofshúsnæði skilað innan 48 tíma áður en leiga hefst eru 50% leigugjalds endurgreidd. • Ef hótelmiði/afsláttarmiði er ekki notaður og óskað er eftir endurgreiðslu innan gildistíma miðans eru 80% verðsins endurgreidd.
Umgengni, ábyrgð og skil leigueigna Leigutaka ber að hafa leigusamning til staðar á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni við orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur á vegum Orlofssjóðs KÍ eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar, þ.e. að almennt skulu greiddar skaðabætur sem nema þeim útgjöldum sem tjón bakar Orlofssjóði, ef tjóni er valdið af ásetningi eða gáleysi af félagsmanni eða gesti hans. Fylgt skal eðlilegum umgengnisreglum.
Reykingar eru með öllu bannaðar í húsnæði Orlofssjóðs Athugið! Réttindi sjóðsfélaga Orlofssjóðs KÍ geta haldist óskert þrátt fyrir breytta atvinnuþátttöku eða starfslok. Um þetta gilda eftirfarandi reglur: • Sjóðsfélagar njóta óskertra réttinda í fæðingarorlofi, greiði þeir stéttarfélagsgjöld af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Hafa ber í huga að þetta þarf sérstaklega að taka fram á umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. • Atvinnulausir og öryrkjar halda fullum réttindum í Orlofssjóði. Lífeyrisþegar sem ganga í Félag kennara á eftirlaunum (FKE) halda fullum réttindum í Orlofssjóði KÍ.
•B reytinga- og/eða skilagjald er 1.500,- krónur.
• Þótt sjóðsfélagi þiggi dagpeninga úr Sjúkrasjóði á hann óskert réttindi í Orlofssjóði meðan á greiðslum stendur. Þetta miðast við að viðkomandi hafi notið fullra réttinda áður en greiðslur hófust.
• Sé orlofshúsnæði skilað innan 14 daga áður en leiga hefst eru 75% leigugjalds endurgreidd.
Kynnið ykkur reglurnar í heild á vef Kennarasambands Íslands www.ki.is
FERÐABLAÐ KÍ 2013 - Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is
ENNEMM / SÍA / NM50586
HÉR SPRETTUR SAGAN FRAM ORLOFSÁVÍSANIRNAR GILDA Á ÖLLUM EDDU HÓTELUNUM
KOLUFOSSAR Í VÍÐIDALSÁ
12 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal 5 Höfn • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir 9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal
Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gjafabréf fáanleg • Eddubiti í ferðalagið
Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.
TELDU UPP AÐ MILLJÓN Karldýr selsins nefnist brimill, kvendýrið urta og afkvæmið kópur. Landselurinn getur haldið niðri í sér andanum í allt að 30 mínútur meðan hann kafar.
ÞEKKIR ÞÚ LÍFEYRISRÉTT ÞINN?
Velkomin til okkar að Engjateigi 11, við tökum vel á móti þér. Hefur þú skoðað vefsíðu LSR? Þar getur þú sótt upplýsingar með rafrænum hætti.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
www.lsr.is
Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 Fax: 510 6150 lsr@lsr.is