Skólavarðan 1. tbl. 2012

Page 1

Hver eru brýnustu verkefni skólanna fram til 2020?

Raunverulegt samtal stjórnmálamanna, stéttarfélaga og fræðimanna

Kennarar svara. BLS 30

Ráðstefna Alþjóðasambands kennara. BLS 24

1.TBL. 12. ÁRG. 2012

» Alþjóðadagur kennara » Leikskólinn Bakkaberg » Námskrárnar nýju » Vinnuálag eykst


Mosfellsbær

Skúlagötu Bíldshöfða Öskjuhlíð

Sprengisandur

Höfuðborgarsvæðið Breidd

Kópavogsbraut

Búðakór

Kaplakrika

Akureyri

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

Glerártorgi og Baldursnesi hjá BYKO

Borgarnes Mosfellsbær Hveragerði Reykjanesbær

Selfoss

5 KRÓNA AFSLÁTTUR Með KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn 5 kr. afslátt. Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is

Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is


LEIÐARI

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Kristín Elfa Guðnadóttir

Stöndum með kennurum Leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólar, framhaldsskólar. Þetta er Kennarasambandið og hér vinnur obbinn af félagsmönnum þess. Á þremur skólastiganna er skólastarfið nýlega hafið eftir sumarið og leikskólinn, þar sem skólaárið er lengra, er að hefja vetrarstarfið eins og hinir. Í hvaða umhverfi fara kennarar inn í veturinn? Fáum blandast hugur um að það einkennist af niðurskurði og að starfið þyngist með hverjum vetri. Skólar eru sameinaðir án samráðs svo heitið geti. Illa gengur að fá nemendur í sumt kennaranám og starfandi kennarar eru vanmetnir, undir of miklu álagi og lítið hlustað á þá. Það er í þessu samhengi sem KÍ er að berjast fyrir úrbótum og bættum kjörum og stéttarfélagið þarf svo sannarlega fleira gott fólk með sér sem er reiðubúið að fórna dýrmætum tíma sínum til félagsstarfa. Eitt af því erfiðasta að eiga við er kynjamismunun. Við erum í hópi þeirra þjóða sem eru lengst komnar í jafnrétti en eigum samt enn svo óralangt í land. Og kennarastéttin líður fyrir það. Að höndla með peninga er enn álitið miklu mikilvægara en að mennta börn og ungmenni. Alþjóðadagur kennara er 5. október. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Stöndum með kennurum og ég hvet félagsmenn til þess að gera sér dagamun á þessum degi og vekja á honum athygli. En ef við stöndum ekki með okkur sjálf þá gerir það enginn. Við eigum ekki bara að sýna allt það góða starf sem við erum að vinna – við erum sem betur fer farin að verða duglegri við það en fyrir nokkrum árum síðan – heldur eigum við að vera óhrædd, gera kröfur og vera í fararbroddi í allri umræðu um menntun. Það gerist nákvæmlega ekki neitt ef við sitjum úti í horni og látum allt yfir okkur ganga. Í Bandaríkjunum er vinsælt að nota hugtakið „zero tolerance“ á alla mögulega og ómögulega hluti. Höfum núll umburðarlyndi gagnvart vanvirðingu í garð kennara.

3


EfnIsYfIRLIt

3

Leiðari

6

Ágústráðstefna

10

Alþjóðadagur kennara 2012

12

Fjölhæfur heimshornaflakkari

14

Kennari sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Stöndum með kennurum Samtaka áhugafólks um skólaþróun

Stöndum með kennurum í Síerra Leóne Alberto Porro Carmona tónlistarskólakennari í viðtali

Siðareglur Kennarasambands Íslands tíu ára

15

Heillaráð frá launafulltrúa KÍ

16

Ég vil ekki einelti

18

Ekki meir

20

Hvað er skólafélagsráðgjöf?

22

Göngum í skólann og veljum heilsusamlegt líf

24

Raunverulegt samtal stjórnmálamanna, stéttarfélaga og fræðimanna

Ingibjörg Úlfarsdóttir Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla í viðtali Ný bók um aðgerðir gegn einelti Guðrún Elva Arinbjarnardóttir

Ráðstefna Alþjóðasambands kennara 2012

28

Haf skilur Bakka og Berg

30

Skóli á tímamótum

32

Stóraukið starfsálag í framhaldsskólum landsins!

36

Frá gráu í grænt

38

Lærum hvert af öðru, virkjum grunnþættina

42

Hugrakkt og hlýlegt samfélag með valdeflingu barna og ungmenna

44 46

Skólaheimsókn Brýnustu verkefnin fram til 2020?

Finnst þér gaman að taka myndir? Þá máttu gjarnan senda okkur eina eða fleiri úr skólastarfi nu. Við erum mjög spennt fyrir því! Skólavarðan, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. gudlaug@ki.is

Úr rannsóknum Guðrúnar Ragnarsdóttur Úr rannsóknum Odds S. Jakobssonar Fjölsótt málþing í Flensborgarskóla Ritstjórar: Kristín Elfa Guðnadóttir (KEG) kristin@ki.is og Guðlaug Guðmundsdóttir (GG) gudlaug@ki.is Ábyrgðarmaður: Þórður Á. Hjaltested thordur@ki.is

Mannbætandi hugmyndir Lady Gaga

Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115

Sjálfsmynd.com

Hönnun: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson.

Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga

Smiðshöggið Ármann Halldórsson kennari

Ljósmyndir: Jón Svavarsson (JS), nema annars sé getið. Forsíðumynd: Kennari í Brekkuskóla, sem er grunnskóli á Akureyri, tekur á móti nýjum nemendum. Í Brekkuskóla stunda nemendur frá 1. – 10. bekkjar nám. Menntun, gleði, umhyggja og framfarir eru gildin sem Brekkuskóli hefur að leiðarljósi. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867 8959 Prentun: Oddi. Útgáfustjórn KÍ, s. 595 1104 (Kristín) og 595 1106 (Guðlaug).

4


Hjá Krumma fæst vandaður efniviður í skólastarfið Börnin sem koma í heimsókn í Krumma-búðina fá sumarglaðning

Fyrir hreyfiþroskann minn

Fyrir sköpunargáfurnar mínar

Fyrir raunvísindaþroskann minn

Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík

587-8700

Fyrir félagsþroskann minn

www.krumma.is

krumma@krumma.is


Ráðstefnur

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Texti og myndir: GG

Ágústráðstefna

Samtaka áhugafólks um skólaþróun Á fimmta hundrað skólamanna fjölmenntu á ráðstefnu um nýja aðalnámskrá grunnskóla.

Grunnþættirnir sjö á gólfið Ný námskrá boðar hún breytingar? var yfirskrift ágústráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun (SÁS) 2012. Hún fjallaði um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla og var haldin í Ingunnarskóla 14. ágúst sl. í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Rúmlega fjögur hundruð kennarar og aðrir starfsmenn grunnskóla flykktust á ráðstefnuna og komust færri að en vildu. Stjórnendur ráðstefnunnar sögðu að áhuginn fyrir ráðstefnunni hefði farið langt fram úr vonum þeirra og óneitanlega væri ánægjulegt að finna fyrir þeim lifandi áhuga sem ríkti þar. Helgi Grímsson, formaður SÁS, setti ráðstefnuna en Ólafur H. Jóhannsson stjórnaði ráðstefnunni og flutti inngangsorð en síðan tóku frummælendur við. Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er um margt byltingarkennd og boðar margvíslegar nýjungar og breytingar á skólastarfi á öllum skólastigum á nýrri öld. Þar segir m.a. í öðrum kafla sem fjallar um almenna menntun: „Almenn menntun byggist á fjölbreyttu námi á meginsviðum menningar okkar, umhverfis og samfélags. Stefnt er að almennri menntun í heildstæðu skólastarfi og námi á námssviðum, í námsgreinum og námsáföngum. Skilgreining á grunnþáttum er tilraun til að kortleggja þau meginsvið almennrar menntunar sem skólastarfið stefnir að.“ Í sjöunda kafla segir m.a. að áhersla sé lögð á að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám við sitt hæfi. Tækifærin eigi að vera jöfn óháð atgervi og aðstæðum hvers og eins. Þar stendur líka að skólinn eigi að vera griðastaður barna þar sem þau finni til öryggis, fái tækifæri til að

6

þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Mikilvægt sé að halda við eðlislægri forvitni barnsins þar sem hún sé ein mikilvægasta forsenda alls náms. Leikurinn sé leið ungra barna til að læra á heiminn og læra um heiminn. Miklu skipti að leiknum sem námsaðferð sé gert hátt undir höfði í grunnskóla og sú áhersla einskorðist ekki við yngstu nemendurna. Í þessum rétti felist einnig að bernsku- og æskuárin hafi tilgang í sjálfu sér en séu ekki eingöngu undirbúningur fyrir frekara nám og störf. Hér er háleitum markmiðum lýst og nýja námskráin boðar margar spennandi nýjungar og nýja sýn á kennslu og námsmat til framtíðar en sú spurning brennur á mörgum kennurum hvort námskráin nýja sé raunhæf eða hvort hún birti draumsýn sem ekki sé framkvæmanleg í skólunum sem flestir berjast við niðurskurð og þurfi að hagræða í hvívetna. Víða í skólum séu hópar stórir og kennarar meta það svo að þeir séu undir miklu álagi. Ráðstefnunni í Ingunnarskóla var m.a. annars ætlað að varpa ljósi á spurningar eins og þessa. Fulltrúar þeirra starfshópa sem samið hafa kafla um einstök námssvið fjölluðu um grunnþættina, læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun, og sýndu með dæmum hvernig mætti útfæra þá í kennslunni. Hér á eftir fara stuttir útdrættir úr máli þeirra. Síðasti frummælandinn, Þóra Björk Jónsdóttir, fjallaði um nýja sýn námskrárinnar á námsmat. Að loknum framsöguerindum gafst gestum ráðstefnunnar færi á að dýpka skilning sinn með þátttöku í málstofum þar sem þeir gátu rakið garnirnar úr námskrárhöfundunum.


Ráðstefnur

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Á fimmta hundrað kennara og annarra starfsmanna grunnskóla flykktist á ráðstefnuna í Ingunnarskóla.

Fulltrúar þeirra starfshópa sem samið hafa kafla um einstök námssvið fjölluðu um grunnþættina, læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun, og sýndu með dæmum hvernig mætti útfæra þá í kennslunni.

Guðmundur B. Kristmundsson sagði m.a. að undir íslensku féllu greinarnar íslenska sem hefðbundið móðurmál, íslenska sem annað mál og íslenskt táknmál. Nú væri tími mikilla breytinga og mikilvægt að öll börn fyndu fyrir því að þau eigi þetta tungumál og hefðu gagn af því. Hæfni barna væri mjög mismunandi og gleðilegt væri að nú skyldi setja hana í brennidepil og virða hana. Guðmundur varpaði fram þeirri spurningu hvort þessi námskrá væri góð og svaraði: „Ég hef ekki hugmynd um það. En það kemur í ljós þegar fer að reyna á hana í skólunum“. Hann lýsti yfir trausti sínu á íslenskum grunnskólakennurum og sagði að þeir gætu gengið stoltir til verka. Hann sagði að nýja námskráin væri eflaust ekki fullkomin en mikilvægt væri að kennarastéttin tæki hana í fóstur. Jónína Vala Kristinsdóttir sagði að í megináhersluþáttum stærðfræðihlutans væri tekið mið af grunnþáttunum sjö og áhersla lögð á að nemendur öðlist stærðfræðilega hæfni. Í henni felst að geta spurt og svarað með stærðfræði og kunna að fara með tungumál og verkfæri hennar. Nemendur þurfa því að öðlast hæfni í að: • Setja fram og leysa þrautir með hjálp stærðfræðinnar og leggja mat á eigin lausnaleiðir og annarra. • Nota stærðfræðileg hugtök og greina tengsl þeirra. • Velja og nota heppilegar aðferðir við útreikninga. • Nota tungumál stærðfræðinnar til að ræða um, færa rök fyrir og útskýra eigin tilgátur og annarra, útreikninga og niðurstöður. • Nýta stærðfræði sem tæki til að leysa viðfangsefni, tileinka sér það viðhorf að það sé gagnlegt að hafa hana á valdi sínu og að með ástundun geti þeir náð tökum á henni. Hún tíundaði síðan menntagildi stærðfræðinnar og hvernig hæfni í stærðfræði styður fólk til að taka ígrundaðar ákvarðanir í daglegu lífi og taka virkan þátt í og hafa áhrif á lýðræðissamfélag sem er í stöðugri þróun. Hlutverk stærðfræðikennarans væri að stuðla að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni í stærðfræði og að skapa þeim aðstæður til merkingarbærs stærðfræðináms þar sem þeir eru

virkir þátttakendur í að rannsaka, setja fram og sannreyna tilgátur. Við mat á stærðfræðinámi sagði Jónína Vala að leitast þyrfti við að finna hvað nemandinn getur og að matsverkefni þyrfti að setja þannig fram að nemandinn gæti sýnt þekkingu sína. Auður Torfadóttir sagði að megintilgangur tungumálanáms væri að nemendur öðluðust alhliða hæfni til að nota tungumálið til framtíðar sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Hæfniviðmiðin væru flokkuð á eftirfarandi hátt og eru tvö þau síðustu ný: Hlustun, lesskilningur, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni (að læra að læra). Lögð væri áhersla á heildstætt, merkingarbært nám þar sem hæfniþættirnir væru samþættir. Nemandinn ætti að vera gerandi í eigin námi og öðlast sjálfstæði, alhliða menntun og þroska, jafnframt því sem hann næði tökum á málinu. Grunnþættina mætti auðveldlega flétta inn í viðfangsefni námsins, skipulagið og kennsluna. Að auki væru þættir eins og læsi, sköpun og lýðræði samofnir námsferlinu sjálfu og það sama gilti um þætti í lykilhæfninni, s.s. tjáningu, samskipti, miðlun og ábyrgð. Til þess að nemendum tækist að ná hæfniviðmiðunum þyrftu að koma til kennsluhættir, vinnubrögð og aðstæður sem rímuðu við þau og þá þyrfti vel menntaða kennara sem hefðu gott vald á tungumálinu og þeim starfsháttum sem við eiga. Kristín Valsdóttir sagði að flókið hefði verið að finna út hvað væri sameiginlegt með þeim sjö greinum sem falla undir skilgreininguna list- og verkgreinar. Þó ýmislegt tengi greinarnar saman þá sé margt sem greinir þær að hvað varðar inntak, tækni og vinnuaðferðir. Niðurstaðan varð sú að fjallað er um kennsluhætti greinanna allra og unnin sameiginleg hæfniviðmið út frá því. Síðan var þeim skipt í annars vegar listgreinar og hins vegar verkgreinar og unnin hæfniviðmið og námsmatsviðmið fyrir hverja grein. Breytingar á námskrá í list- og verkgreinum felast fyrst og fremst í því að stundafjöldi er ekki eyrnarmerktur fagi heldur er það í höndum skóla og skólastjórnenda hvernig tímarnir innan faggreinarinnar eru notaðir. Að lokum sagði Kristín að allt nema manneskjan væri breytingum undirorpið. Hún hefði alltaf þörf fyrir að tjá sig og skapa.

7


Ráðstefnur

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Þóra Björk Jónsdóttir og Allyson Macdonald voru meðal frummælenda.

Allyson Macdonald sagði að við endurskoðun námskrárinnar í náttúrugreinum hefði verið tekið mið af aðalnámskránum 1999 og 2007 og einnig áherslum sem koma fram í almennum hluta frá 2011. Það kemur í hlut náttúrugreina að vinna með efni úr ýmsum áttum auk þess að leggja línur sem varða umhverfismennt. Unnið var að drögunum hægt og bítandi og hélt þriggja manna ritstjórn átta opna fundi með grunnskólakennurum, auk þess að leitað var til sérfræðinga í líffræði, jarðfræði og eðlis- og efnafræði. Reynt hefur verið að ýta undir samþættingu námsþátta með því að forðast að flokka hæfniviðmið of nákvæmlega þannig að kennarinn, einn eða hópur kennara, getur búið til námsefni þvert yfir landamæri greinanna. Þetta er gert ekki síst til að færa náttúrugreinar inn í 21. öldina þar sem þverfaglegt efni er víða að finna og efla má upplifun, sköpun og ábyrgð nemenda og skilning þeirra á náttúru, tækni, samfélagi og umhverfi. Páll Skúlason sagði að samfélagsgreinar spönnuðu nú víðara svið en áður. Undir þær heyra kennslugreinarnar saga, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, lífsleikni og siðfræði auk heimspeki, kynjafræði, sálfræði, stjórnmálafræði og hagfræði . Greinarnar væru ekki aðgreindar í námskránni og hæfniviðmið réðust af efnisþáttum. Hver skóli hefði frelsi til að ráðstafa þeim tíma sem hver grein fengi og leggja þær áherslur sem best hentuðu hverju sinni. Hann sagði það hlutverk samfélagsgreinanna að fjalla um samfélög og menningu á upplýsandi og gagnrýninn hátt. Grundvöllur þeirra lægi í þeirri skyldu hvers samfélags að fræða nemendur um mikilvæg gildi, hjálpa þeim að bregðast við siðferðilegum áskorunum, efla skilning þeirra á ákveðnum grundvallargæðum mannlegs lífs og útskýra margvíslegar skyldur og réttindi sem eru órofa hluti af félagslegum og siðferðilegum veruleika okkar. Kári Jónsson sagði skólaíþróttir næðu yfir íþróttagreinar, leiki, líkamlega fimi, færni í samhæfingu skynjunar og hreyfinga, sjálfsögun, samvinnu, samstöðu, sundfærni og útivist á skólatíma. Kári lagði áherslu á að íþróttakennsla væri heilsufag og að heilsa og vellíðan barna væri nátengd námsárangri. Þannig væru allir kennarar og skólastjórnendur samábyrgir fyrir því að auka hreyfingu barna á meðan þau eru í skólanum. Íþróttakennarar væru sérfræðingar á þessu sviði og ættu því að nýtast sem ráðgjafar þvert á greinar. Hæfniviðmið eru

8

sett saman úr tveimur þáttum, leikni og þekkingu sem saman mynda þá hæfni sem nemandi skal búa yfir við lok námsins í 4., 7. og 10 bekk. Sundkennsla er nú ein skólaíþrótta en ekki sérstök grein eins og áður en gömlu sundstigin tíu geta enn nýst kennurum til viðmiðunar í námsmati. Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Sólveig Friðriksdóttir sögðu að litið væri á upplýsinga- og tækimennt sem eitt námssvið í þverfaglegri samvinnu við aðrar greinar. Þegar fjallað er um læsi í víðum skilningi er megináherslan á upplýsinga- og miðlalæsi sem og menningarlæsi. Mikilvægt sé að hver nemandi kynnist sem fyrst á skólagöngu sinni þeim tækifærum sem felast í nýtingu tækni, góðu vinnulagi og öðlist hæfni til að afla upplýsinga, ígrunda þær, setja fram niðurstöður og miðla nýjum sjónarmiðum og þekkingu á vandaðan hátt. Sá sem er læs á upplýsingar getur metið hvaða upplýsingar hann þarf, kann að nálgast þær, leggja á þær mat, bæta þeim við eigin þekkingargrunn og nota þær með ákveðið markmið í huga. Umsjónar- eða faggreinakennari hverju sinni ber ábyrgð á námsmatinu en allir aðilar í þverfaglegri samvinnu koma að því. Það er misjafnt eftir skólum hversu mikið hefur verið unnið með nýju aðalnámskrána. Sums staðar er verkið á byrjunarreit en annars staðar hafa stjórnendur eða kennarar sjálfir hafist handa við að kynna sér nýjungarnar sem felast m.a. í breyttri sýn á skólastarf, nýjum áherslum og mörgum nýjum hugtökum sem varða nám og námsmat. Sóley Halla Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Heiðarskóla í Reykjanesbæ, sagði að hugmyndirnar sem væru til grundvallar í nýju námskránni féllu eins og flís við rass við þau gildi og markmið sem Heiðarskóli ynni út frá. Þar væru nemendur settir í öndvegi, kappkostað að þeim liði vel til að hæfileikar þeirra og færni fengju notið sín. Sóley sagði að kennararnir í Heiðarskóla hefðu að eigin frumkvæði sett af stað vinnufundi þar sem þeir lögðust yfir nýju námskrána, kynntu sér innihald hennar og ræddu saman skilning sinn á henni. „Ég hlakka mikið til að vinna eftir nýju aðalnámskránni og sjá hvernig hún mun þróast hjá okkur,“ sagði Sóley Halla. Ráðstefnugestir voru hvattir til að kynna sér nýju námskrána vel og mynda sér skoðanir á henni um leið og þeir voru hvattir til að senda athugasemdir um hana til réttra aðila.


Ráðstefnur

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Námsmat í nýrri aðalnámskrá grunnskóla Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011, almennum hluta er gerð grein fyrir námsmati, markmiðum þess og tilgangi í sérstökum kafla. Megináherslur sem hafa verið nokkuð óbreyttar lengi, eru að lögð er áhersla á að námsmat sé hluti af námi og kennslu og nýta eigi stöðumat til að skipuleggja framhald náms og kennslu. Áhersla er á fjölbreyttar matsaðferðir og þær eiga að hæfa markmiðum náms. Hvatt er til að nýta formlegt og óformlegt mat og ekki eigi eingöngu að meta þekkingu heldur einnig t.d. framfarir og leikni. Í umfjöllun um námsmat hefur einnig verið talað um mikilvægi sjálfsmats nemenda og þátttöku þeirra í námsmati síðan 1989. Segja má að um áherslubreytingu sé að ræða nú varðandi ákveðna þætti þar sem lögð er aukin áhersla á leiðsagnargildi námsmats og þátttöku nemenda, en það er í samræmi við anda nýrrar aðalnámskrár. Einnig er mat á hæfni og framförum í stað markmiða áherslubreyting.

Dæmi um hæfniviðmið, tekin hér og þar úr drögum að köflum um námssvið sem eru nú til umsagnar:

Náttúrugreinar

Tónmennt

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

gefið skýrslu um algengustu lífverur í nánasta umhverfi

gefið dæmi um aðlögun lýst með dæmum sérlífvera að íslensku stöðu íslenskra lífvera veðurfari og búsvæðum og aðlögun þeirra að umhverfinu

Hugtakið hæfni er nýtt í Aðalnámskrá grunnskóla en hefur verið notað undanfarin ár á háskólastigi og er einnig í framhaldsskólum. Hæfni í aðalnámskránni stendur fyrir það hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur. Hæfni er náskyld markmiðum sem hafa verið leiðarljós í aðalnámskrá frá 1999. Meginmunurinn er að hæfni er alltaf nemendamiðuð og hæfniviðmið eru orðuð þannig að þau vísa til þess sem nemandi á að geta gert. Ein breyting í aðalnámskrá er að nú eru sett hæfniviðmið fyrir 4., 7. og 10. bekk sem lýsa þeirri hæfni sem stefnt er að. Í erlendum tungumálum eru hæfniviðmið sett fyrir 1., 2. og 3. stig. Stigin lýsa hæfni sem nemandi stefnir að eftir fyrsta, annan og þriðja hluta námstímans.

Dæmi um matsviðmið fyrir 10. bekk: Nemandi getur:

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

greint púls og hryn greint,útskýrt og spilað og túlkað í hreyfingu, púls og einföld hrynmynstur sem undirspil samspili og söng við söng eða í samspili

tekið þátt í tónsköpun af einhverju tagi, s.s. kórsöng eða samspili sjálfum sér og öðrum til ánægju

A

B

C

D

Náttúrugreinar

á skýran hátt útskýrt í máli og myndum tengsl manns og náttúru og útskýrt á sannfærandi hátt að framtíðin byggist á gagnkvæmri ábyrgð og virðingu mannsins í samspilinu við jörðina

útskýrt í máli og myndum tengsl manns og náttúru og að framtíðin byggist á gagnkvæmri ábyrgð og virðingu mannsins í samspilinu við jörðina

nefnt dæmi í máli og/eða myndum um tengsl manns og náttúru

Fyrir nemendur sem ekki ná C skráir kennari þá hæfni sem nemandi býr yfir, hér er ekki staðlað matsviðmið

Tónmennt

af öryggi tekið þátt í tónlistarflutningi, einn eða með öðrum, túlkað tilfinningar og blæbrigði af listfengi og næmi á persónulegan hátt og /eða út frá menningarlegu og sögulegu samhengi

tekið þátt í tónlistarflutningi, einn eða með öðrum, túlkað tilfinningar og blæbrigði á persónulegan hátt og /eða út frá menningarlegu og sögulegu samhengi

að einhverju marki tekið þátt í tónlistarflutningi, einn eða með öðrum, túlkað tilfinningar og blæbrigði samkvæmt leiðbeiningum og út frá menningarlegu og sögulegu samhengi

Önnur breyting er að mat við lok grunnskóla á að setja fram á fjögurra stiga matskvarða með bókstöfunum A, B, C og D. KVARÐI

NÁMSSVIÐ

LYKILHÆFNI

A

Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs

Framúrskarandi hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni

B

Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs

Góð hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni

C

Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfnivið-miðum námsgreinar eða námssviðs

Sæmileg hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni

D

Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs

Hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni ábótavant

Þennan kvarða á að nota við brautskráningu úr grunnskóla en að öðru leyti ákveða skólar hvernig þeir haga námsmati og einkunnagjöf eða vitnisburði. Í námskránni eru matsviðmið fyrir kvarðann sett bæði fyrir námssvið og lykilhæfni og lýsa matsviðmiðin því að hve miklu leyti nemandi hefur tök á viðkomandi hæfni.

Í stuttu máli:

Matsviðmið B eru byggð á hæfniviðmiðum fyrir 10. bekk og framsetning þeirra þannig að gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem þar er tilgreind. Hæfni sem lýst er með matsviðmiði A er framúrskarandi hæfni sem er sambærileg og hæfni við lok fyrsta hæfniþreps framhaldsskóla. Matsviðmið C lýsir því að standast ekki fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum. Ekki eru sett viðmið fyrir D því gera má ráð fyrir að sá vitnisburður sé notaður í þeim tilvikum þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum og skóli geri þá sérstaka grein fyrir vitnisburði viðkomandi nemanda.

Nemandinn og hæfni hans er í forgrunni og námskráin setur fram vegvísa um þá hæfni sem stefnt er að. Þátttaka nemenda er mikilvæg í námsmati og þeim eiga að vera ljós viðmið um hæfni. Matsviðmiðum við lok grunnskóla er lýst á kvarða og bókstafirnir A, B, C og D eru notaðir til að einkenna að hve miklu leyti hæfninni er náð. Við brautskráningu nemenda úr 10. bekk verður ný tilhögun námsmats notuð í fyrsta sinn vorið 2015.

9


Alþjóðadagurinn

Texti: GG Myndir: Rauði kross Íslands

Alþjóðadagur kennara 2012 Stöndum með kennurum í Síerra Leóne. Fimmta þing Kennarasambands Íslands vorið 2011 fól stjórn KÍ að velja stuðningsverkefni erlendis í samráði við aðalskrifstofu Alþjóða kennarasambandsins (EI) og/eða hjálparstofnanir hérlendis. Tilgangurinn er að styðja þróunarstarf í landi þar sem kennarar og/ eða skólastarf eiga erfitt uppdráttar vegna stríðsátaka eða annarra hörmunga. Til verkefnisins skal árlega verja upphæð sem þing KÍ ákveður í fjárhagsáætlun hverju sinni. Stjórnin valdi að styðja við þróunarstarf í Síerra Leóne í samvinnu við Rauða kross Íslands. Síerra Leóne sem er á vesturströnd Afríku á landamæri við Gíneu og Líberíu. Landið er meðal þeirra fátækustu í heimi og lífskjör þar með því versta sem um getur. Nærri helmingur þjóðarinnar er undir fimmtán ára aldri en grimmileg borgarstyrjöld geisaði í landinu um árabil með nauðungarþátttöku þúsunda barna. Síerra Leóne vermdi lengi botnsætið á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna en nú horfir til betri vegar og vonir hafa glæðst um batnandi lífskjör þar. Fyrsta og eina tækifærið til menntunar Moyamba er hérað í Suður-Síerra Leóne og er samnefndur bær höfuðstaður þess en þar búa á tólfta þúsund manns skv. opinberum tölum frá 2004. Rauði krossinn á Íslandi styður 150 ungmenni árlega til náms og starfsþjálfunar í svokölluðu Moyamba-athvarfi. Ungmennin læra þar að lesa og skrifa og stunda iðnnám í valinni grein. Hver nemandi fær áhöld fyrir sitt sérsvið sem hann nýtir í náminu og fær svo til eignar að útskrift lokinni; trésmíðanemar fá sagir, hamra og hefla en klæðskeranemarnir fá meðal annars saumavél. Fræðsla um alnæmi og getnaðarvarnir er líka í námskránni. Fyrir mörg ungmennanna er þetta fyrsta og eina tækifærið til að öðlast menntun. Rauði krossinn í Síerra Leóne heldur úti nokkrum slíkum athvörfum víðs vegar um landið en Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt starfsemina í Moyamba frá árinu 2004. Stöndum með kennurum Á alþjóðadegi kennara 5. október nk. stendur Kennarasamband Íslands að fjársöfnun til styrktar verkefninu í Moyamba-athvarfinu í samstarfi við Rauða kross Íslands en yfirskrift dagsins er „Stöndum með kennurum“. Fjárins verður aflað meðal kennara með símasöfnun. Með þessu móti hrindir KÍ samþykkt fimmta þingsins í framkvæmd og tekur þátt í alþjóðlegu uppbyggingarstarfi til eflingar menntunar. Kennurum er í lófa lagið að horfa til Síerra Leóne og flétta verkefnið í Moyamba-athvarfinu inn í skólaverkefni. Margt smátt gerir eitt stórt. Fólki gefst kostur á að greiða mismunandi upphæð með því að hringja í mismunandi númer líkt og í símakosningu. Nánara fyrirkomulag söfnunarinnar verður kynnt í Eplinu, veftímariti KÍ, og fjölmiðlum þegar nær dregur.

10

Skólavarðan 1. tbl. 2012


Hlýr, þægilegur og hentar við allar aðstæður!

COMENIUS

FYRIR LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLASTIGIÐ

STYRKIR

til skólaverkefna á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi.

Á stóra sem smáa.. unga sem aldna..

Kynntu þér málið á

www.comenius.is

Sa f n f r æ ð s l a

Flakkari á flandri!

Gæða ullarfatnaður!

Myndlist er mögnuð! Eitt af meginmarkmiðum Listasafns Reykjavíkur er að vekja nemendur á öllum aldri til umhugsunar um myndlist með lifandi fræðslustarfi. Listasafn Reykjavíkur er með fjöl­ breyttar sýningar á þremur stöðum í borginni og tekur á móti skólahópum alla virka daga frá kl. 8.30­15.30 eða eftir samkomulagi. Bóka þarf með fyrirvara á heimasíðu safnsins undir „Panta leiðsögn“.

Flakkari á flandri!

Listasafn Reykjavíkur

Grunnskólum Reykjavíkur stendur til boða að fá sérhannaðar fræðslu­ sýningar að láni í skólann. Sýningarnar kallast Flökkusýningar og eru útbúnar í færanlegum einingum sem hægt er að setja upp í skólanum. Með sýningunum fylgja verkefni fyrir nemendur, sem hægt er að fá kynningu á. Athugið að sýningarnar eru grunnskólum Reykjavíkur að kostnaðar lausu.

Allar upplýsingar um sýningar, fræðslu og viðburði er að finna á heimasíðu safnsins www.listasafnreykjavikur.is Listasafn Reykjavíkur er á þremur stöðum. Hægt er að hafa samband við fræðsludeild í síma 590 1200.

Ásmundarsafn Sigtún, 105 Reykjavík Opið 1.5 – 30.9 daglega kl. 10­17 1.10­ 30.4 daglega kl. 13­17

Hafnarhús Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Opið daglega kl. 10­17 Fimmtudögum kl. 10­20

Kjarvalsstaðir Flókagata, 105 Reykjavík Opið daglega kl. 10­17 Upplýsingar um safnið er einnig hægt að finna á Facebook, Flickr, Twitter, YouTube og Vimeo. listasafnreykjavikur.is


Kennarinn

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Alberto Porro Carmona

Texti: GG Myndir: JS

Fjölhæfur heimshornaflakkari Alberto Porro Carmona fékk verðlaun fyrir framúrskarandi vinnu og jákvæð áhrif á menntasamfélag Akureyrar árið 2010. Nýlega kom út bókin Listin að leika á saxófón sem er eins og nafnið bendir til kennslubók í saxófónleik, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún er ætluð byrjendum í tónlistarnámi og miðast við eitt kennsluár. Með sköpun að leiðarljósi vill höfundurinn, Alberto Porro Carmona, ryðja brautina fyrir nýja kynslóð íslenskra barna. Liður í því er að semja kennslubækur sem byggja á tilfinningum og upplifunum fremur en fræðilegu efni. Bókin er gefin út í samvinnu margra aðila, meirihluti þeirra gefur framlag sitt. Listin að leika á saxófón er aðgengileg frítt á vefnum Listin að leika. Stefnt er að því að gefa út sams konar bækur fyrir öll hljóðfæri sem nemendur læra á í tónlistarskólum hér á landi, innan þriggja ára. Listin að leika á þverflautu er á næsta leiti. Finnst gott að vera á Akureyri Alberto er spænskur saxófónleikari, hljómsveitarstjóri, tónlistarkennari, tónskáld og rithöfundur sem býr nú og starfar á Akureyri. Þessi ungi orkubolti hefur vakið athygli fyrir fjölhæfni og hugsjónir. Hann hefur búið ótrúlega víða um heim miðað við ungan aldur en hann er fæddur 1980 á Spáni og þar ólst hann upp. Eftir háskólanám í Salamanca bjó hann um skeið á Kúbu og stjórnaði þar hljómsveitum. Þá færði hann sig til Argentínu þar sem hann starfaði sem hljómsveitarstjóri og stundaði nám. Þaðan lá leið hans til Edinborgar þar sem hann kenndi ungum tónlistarmönnum að leika klassík og jazz á saxófón auk þess sem hann lék með hljómsveitum sem BBC hljóðritaði. Næsti viðkomustaðurinn

12

var Ísland en Alberto bauðst starf við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hugðist staldra þar við í eitt ár en á honum er ennþá ekkert fararsnið. Ekkert einsdæmi það, honum finnst einfaldlega gott að vera fyrir norðan. Að vekja áhuga og tjáningarþörf nemandans Alberto segist hafa skoðað fjöldann allan af kennslubókum í tónlist og komist að því að langflestar væru ekki eins og hann vildi hafa þær. Hann langaði til að fara aðrar leiðir í kennslu sinni. Hann lagðist í rannsóknir sem leiddu til þess að hann bjó til sitt eigið efni. Aðferð hans snýst frekar um tilfinningar og upplifun en fræðileg hugtök og kenningar. „Fræðin eru að sjálfsögðu mikilvæg og auðvitað kennum við fræðilega hluti en tilfinningar og upplifun eru ekki síður mikilvæg atriði. Markmið mitt með þessum kennslubókum er að vekja áhuga og tjáningarþörf nemandans. Þetta tvennt á svo að vera honum hvatning til að halda áfram“ segir Alberto. „Ég vil virkja og efla sköpunargáfu nemendanna. Mig langar að stuðla að því að þeir öðlist skilning á listgreinum og nái að tengja þær saman. Með áherslu á íslenska listmenntun á bókin að hvetja nemandann til þess að nálgast listgrein sína frá sjónarhornum íslenskrar tónlistar, myndlistar og bókmennta.“ Sagan af Búkollu fær nýtt hlutverk Listin að leika á saxófón er ákaflega lifandi bók og litrík. Haraldur


Kennarinn

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Biddu kennarann þinn að spila þennan blús fyrir þig. Hlustaðu á hvernig hann spilar og spilaðu svo með honum.

með hugsjón Ingi Haraldsson myndskreytir og eru teikningar hans uppfullar af kímni og leikgleði. Kostuleg myndasaga geymir kennslufræði sem talar til nemandans þar sem álfarnir Tikk og Takk færa honum sanninn um hvað sé sameiginlegt með appelsínflösku og saxófón og fleira sem varðar hljóðfærið. Lesandinn verður þar að auki þátttakandi í myndasögunni með því að svara spurningum og leysa skapandi verkefni sem þar eru innan um og saman við. Höfundur talar við lesendur sína í annarri persónu og bendir þeim á leiðir til að hafa áhrif á kennsluna. Stundum er kennaranum leiðbeint eða nemanda bent að að biðja hann um ákveðna aðstoð. Mælt er með því að syngja lag áður en hafist er handa við að leika það. Myndlist og bókmenntir eru með í för. Heimsþekkt málverk, t.d. eftir Dali og Kandinsky koma við sögu sem kveikjur fyrir skapandi umræður og túlkun og sagan af Búkollu er í bókinni, skemmtilega myndskreytt og fær splunkunýtt hlutverk. Nemandinn á að hugsa sér hvers konar tónlist passi við söguna, búa til nýjan endi á hana, spila lítið lag byggt á henni og semja síðan nýjan endi á lagið. Fjöldi þekktra smálaga og söngva eru tónsett í bókinni og vænn kafli af jólaefni. Passaðu að bakið sé beint og höfuðið upprétt þegar þú spilar Áhersla er lögð á andlega og líkamlega vellíðan nemandans á meðan hann æfir sig og kemur fram. Víða í bókinni eru áminningar um líkamlega þætti eins og standa beinn, anda rétt og hafa hálsinn opinn.

Mundu að æfa þig í að spila langar nótur og tónstiga heima í hverri viku. Slökunar- og öndunaræfingum er lýst í orðum og myndum en faðir Albertos, Carlos, sem er læknir, lagði þær æfingar til. Aftast í bókinni eru tvær mandölur sem nemandinn á að gefa sér tíma til að lita og það má taka marga mánuði ef það hentar. Alberto leggur áherslu á að útgáfa bókanna sé teymisvinna og hann njóti ómetanlegs stuðnings margra aðila hérlendis sem erlendis. Félag tónlistarskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Tónlistarskólinn á Akureyri og fjöldi annarra koma að verkinu með einum eða öðrum hætti. Bækurnar eru ekki gefnar út með gróðasjónarmið í huga, t.d. selji Eymundsson bókina án álagningar segir Alberto. Áhugasamir geta hlaðið bókinni frítt niður gegnum vefinn Listin að leika.

13


sIÐAREgLuR

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Texti: GG Mynd: Ingi Jenson

Kennari sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu Siðareglur Kennarasambands Íslands 10 ára. Siðareglur Kennarasambands Íslands voru fyrst lagðar fram til samþykktar á öðru þingi hins nýja Kennarasambands árið 2002. Þá voru reglurnar þrettán en frá því hafa þær verið endurskoðaðar reglulega og þróaðar. Núna eru þær tólf. Fyrirsögnin hér að ofan er 11. siðareglan. Siðareglurnar kallast á við lög og reglugerðir sem varða skóla og aðrar samfélagslegar stofnanir en eru ekki lög í sjálfu sér. Þær eru leiðbeiningar kennara í daglegu starfi, eins konar leiðarljós til að meðhöndla og bregðast við aðstæðum sem upp kunna að koma í samskiptum aðila innan skólans. Kennarasambandið hefur lagt sig fram við að kynna siðareglurnar vel og vandlega fyrir félagsmönnum og minna oft á þær. Þær eru aðgengilegar á vef KÍ, þær hafa verið gefnar út í vönduðum bæklingi og Skólavarðan hefur gert þeim skil og fjallað um þær af og til. Síðastliðið vor fengu t.d. allir félagsmenn sendingu frá KÍ þar sem bæklingurinn var meðal efnis. Skólavörðunni barst til eyrna saga sem ungur kennari sagði úr starfi sínu. Hann sagðist hafa lent í útistöðum við samstarfskonu sína sem leiddu til þess að þau rifust og létu orð falla sem bæði sáu eftir. „Ég var svo reiður og svo misboðið að mér var skapi næst að pakka saman og hætta. Ég vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér eða hvernig ég ætti að bregðast við. Þá, fyrir algera tilviljun, blasti við mér bæklingurinn með siðareglunum. Ég tók hann upp og las. Skyndilega höfðu siðareglurnar nýja merkingu fyrir mér. Eftir stutta stund var mér runnin mesta reiðin og þá sá ég málið í öðru ljósi og víðara samhengi. Það er svo gott að láta minna sig á góð gildi og gömul sannindi. Ég sá líka að ég hafði ekki, frekar en samstarfskona mín, verið algerlega faglegur og ég hafði ekki sýnt henni fulla virðingu. Ég varð fyrri til að biðjast fyrirgefningar, það var gott og við gátum leyst málið.“

14

VIÐ

MENNTUM ÍSLAND!

SIÐAREGLUR KENNARA Kennari: 1. Menntar nemendur. 2. Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu. 3. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju. 4. Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi. 5. Hefur jafnrétti að leiðarljósi. 6. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir. 7. Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra. 8. Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu. 9. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana. 10. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt. 11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. 12. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.

Eiríkur Jónsson, fyrrverandi formaður KÍ, sagði í 5. tbl. Skólavörðunnar 2010: „Inntak siðareglnanna er víðtækt og í þeim er komið inn á marga hluti sem sjálfsagt er að hafa í heiðri í daglegum störfum kennara. Reglurnar snerta með beinum hætti samstarf kennara innan skóla svo og samstarf við foreldra og aðra hagsmunaaðila í skólastarfi.“


kjaramál

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Heillaráð frá launafulltrúa KÍ Ingibjörg Úlfarsdóttir Launafulltrúi KÍ Ljósmynd: Steinunn Jónasdóttir

Launaseðillinn þinn Það er mikilvægt að launþegar lesi launaseðla sína og athugi mánaðarlega hvort þeir séu réttir. Ákveðin atriði verða að koma fram á launaseðlum en önnur eru eingöngu til upplýsingar. Í kjarasamningi segir að launþegi eigi rétt á launaseðli en þar er ekki tekið fram hvort hann eigi að vera á pappír eða rafrænn. Núorðið eru launaseðlar oftast rafrænir sem virðist verða til þess að þeir eru ekki skoðaðir í sama mæli og áður. Ég vil brýna fyrir félagsmönnum að fara yfir launaseðlana sína. Þeir sem kjósa frekar að fá launaseðilinn sinn útprentaðan eins og áður geta yfirleitt óskað eftir því. Launaseðlar eru kvittun fyrir félagsgjaldi, iðgjaldi í lífeyrissjóð og staðgreiðslu skatts En hvað skal hafa í huga þegar farið er yfir launaseðla? Launþegi á rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu. Þar skulu tilgreind föst laun fyrir það tímabil sem um er að ræða en þar á einnig að koma fram fjöldi yfirvinnustunda. Öll yfirvinna skal greidd eftir á fyrir hvern mánuð eða hverja þrjátíu daga og komi til útborgunar eigi síðar en 15 dögum eftir síðasta dag reikningstímabils. Það sama gildir um greiðslu fyrir yfirvinnu á veikindatímabili. Á launaseðli skal einnig koma fram sundurliðun einstakra tekna og frádráttarliða sem leiða til útgreiddra launa. Helstu frádráttarliðir eru staðgreiðsla skatta, iðgjald í lífeyrissjóð og félagsgjald til KÍ. Fyrir utan það sem skylt er að komi fram á launaseðli má nú sjá hjá mörgum launagreiðendum ýmislegt til upplýsingar fyrir launþegann, s.s. mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð og framlag í hina ýmsu sjóði eins og endurmenntunarsjóð, orlofssjóð og sjúkrasjóð. Mikilvægt er að launþegi geymi launaseðla því þeir eru kvittun fyrir því að launagreiðandi hafi haldið eftir félagsgjaldi, iðgjaldi í lífeyrissjóð og staðgreiðslu skatts. Mörg erindi berast til mín vegna launaseðla og hvort þeir séu réttir.

Spurt er út í öll atriðin sem ég nefndi hér að ofan sem og annað sem þar kemur fram líkt og launaflokkaröðun, launaleiðréttingar, breytingar á starfshlutfalli og ýmis önnur atriði. Þó að yfirleitt sé hægt að leiðrétta rangar launagreiðslur þá getur tómlæti launþega stundum orsakað að launakröfu aftur í tímann er hafnað. Almenna reglan er þó sú að á launagreiðanda hvíli meiri ábyrgð en launþega þegar kemur að útreikningi launa. Ofgreidd laun - vangreidd laun Ef laun hafa verið ofgreidd er ekki sjálfgefið að draga eigi af launum. Það gæti til dæmis átt við þegar um er að ræða lága fjárhæð á mánuði yfir langt tímabil og launþegi hefur tekið við launum í góðri trú um að þau hafi verið rétt, þó að uppsöfnuð fjárhæð kunni að vera orðin há. Í þeim tilfellum sem um er að ræða háa greiðslu umfram hefðbundin laun hvort sem hún er borguð út í lengri eða skemmri tíma, er heimilt að krefjast endurgreiðslu og draga af launum. Oftast er reynt að fara sanngjarna leið og samið um að ofgreidd laun séu dregin af þannig að launþegi ráði auðveldlega við það. Mikilvægt er að kynnt sé fyrirfram fyrirkomulag launafrádráttar vegna ofgreiðslu. Þegar um vangreidd laun er að ræða eru í flestum tilfellum gerðar leiðréttingar allt að fjögur ár aftur í tímann frá þeim tíma sem krafa er sett fram. Í sumum tilfellum er mikilvægt að öll gögn hafi verið lögð fram í upphafi ráðningar líkt og starfsvottorð, leyfisbréf og gögn um framhaldsmenntun þó launaleiðréttingar geti verið af fleiri ástæðum en þeim sem hér eru upptaldar. Ykkur er velkomið að hringja til mín í síma 595 1111 eða senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is ef þið hafið spurningar um þetta eða annað.

15


Skoðun

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Viðtal við Sesselju Ingibjörgu Jósefsdóttur skólastjóra í Hagaskóla

Texti: Hrafnhildur Hreinsdóttir Myndir: Frá viðmælanda og Tryggvi Már Gunnarsson

Ég vil ekki einelti Í Hagaskóla er unnið eftir Olweusar áætluninni en aðferðafræðin er ákveðið tæki og ferli sem nýtt er í baráttunni við einelti.

„Ég kynntist Olweusar áætluninni fyrir tíu árum hjá Sigrúnu Ágústsdóttur námsráðgjafa þegar farið var að vinna eftir þessari áætlun í Réttarholtsskóla. Lögð var áhersla á að sett væru fram skýr skilaboð varðandi einelti. Mér er minnisstætt fyrsta viðtalið sem ég tók við nemanda þar sem ég fór eftir leiðbeiningum Sigrúnar. Ég sá þá hvað skýr skilaboð eru mikilvæg og það er betra fyrir umsjónarkennara, eins og ég var þá, að segja það sem þarf að segja á hreinskilinn hátt og merkilegt að uppgötva að það virkar,“ útskýrir Sesselja Ingibjörg. Hún nefnir líka að krakkar á unglingastigi sýni oft mikinn þroska í samtölum. Oftast leiðir samtalið til þess að þeir sjá að hegðun sín hafi ekki verið sú besta. Þegar samtali lýkur sýna langflestir vilja til að bæta sig. Sesselja Ingibjörg tók við stöðu skólastjóra í Hagaskóla árið 2007. Hún var fljót að uppgötva að skólastjóri getur ekki verið allt í öllu og því sé mikilvægt að treysta öðrum fyrir verkefnum. Þær Ásdís Lovísa Grétarsdóttir námsráðgjafi og Brynja Baldursdóttir verkefnastjóri sinna því eineltisverkefninu sameiginlega og er Sesselja Ingibjörg viss um að sá árangur sem náðst hefur við að vinna bug á einelti sé að miklu leyti tilkominn vegna þess að verið sé að fylgja áætluninni markvisst eftir. Einelti og sýnileiki Sesselja Ingibjörg telur brýnt að árétta reglulega hvað felst í verkefninu. Með því er verkefnið og mikilvægi þess gert sýnilegt. Hún segist þó varast að ofnota orðið „einelti“. Ýmsir erfiðleikar í samskiptum falla ekki undir hugtakið einelti en notkun orðsins er viðkvæm og ákveðnar forsendur þurfa að vera til staðar. Í staðinn talar hún um jákvæðni, tillitssemi og virðingu. „Vinátta – virðing – jafnrétti“ er heiti á þróunar- og forvarnarverkefni í Hagaskóla, sem hefur það að markmiði að auka jákvæð samskipti milli nemenda. Það verkefni styður vel við Olweusar áætlunina og eykur félagsþroska nemenda. „Ef grannt er skoðað þá snúast í rauninni flestöll eineltisvandamál nemenda um samskipti,“

16

segir Sesselja Ingibjörg með áherslu. „Foreldrum allra nemenda 8. bekkjar er boðið á námskeið í skólabyrjun þar sem unnið er markvisst með samskipti foreldra og barna og mikilvægi foreldra í skólastarfinu – þar er að sjálfsögðu komið inn á Olweusar verkefni skólans,“ bætir hún við. Í Vesturbænum er samvinna á milli stofnana sem koma að uppeldi barna og unglinga. Samvinnan miðar að því að vera samstíga í því að draga úr einelti. Boðskapurinn er að öllum eigi að líða vel í skólasamfélaginu. Til þess að svo geti orðið þurfa allir sem koma að uppeldi barnanna að vinna saman. Að skipta sér af Eitt birtingarform eineltis er rafrænt í gegnum tölvur og síma. Þegar Ingibjörg ávarpar væntanlega 8. bekkjar nemendur á vorin þá hikar hún ekki við að segja að hún sé afskiptasöm. Hún útskýrir að séu nemendur að gera eitthvað heima sem snertir illa aðra nemendur skólans þá komi það skólanum við og hún skipti sér af því. Þannig sendir hún skýr skilaboð um að skólinn fylgist með börnunum og að tekið sé á óviðunandi hegðun. Á sama tíma vill hún hafa góðan og jákvæðan skólabrag sem einkennist af því að fullorðnir sýni börnunum ákveðinn myndugleika og hlýju. Í Hagaskóla er tekið á þeim samskiptamálum sem upp koma. Það er gert með því að fara í gegnum atvikið og skoða það sem miður hefur farið. Jafnframt er vísað til styrkleika barnsins og hæfni þess til að bæta sig. „Oftast segi ég við nemanda sem ég þarf að ræða við, að þegar hann útskrifist úr skólanum, lifi í minningunni allt það góða sem hann stendur fyrir en ekki þetta einstaka atvik. Ég trúi því að einstaklingurinn geti bætt sig þó hann hafi misstigið sig og legg mig fram um að sannfæra viðkomandi nemanda um slíkt,“ segir Ingibjörg. Mælingar Mælingar eru gerðar á haustin og lögð áhersla á að fá niðurstöður sem fyrst svo hægt sé að vinna með þær í skólastarfinu og upplýsa aðra um


Skoðun

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Ljósmynd: Tryggvi Már Gunnarsson

þær. Á heimasíðu Hagaskóla má finna niðurstöður mælinga á stöðu eineltis í skólanum. Þar kemur fram að mælingar hafa staðið yfir frá árinu 2005 og sýna þær nokkra sveiflu í eineltismálum. Árin 2005-6 mælast hæst með 5.8% nemenda sem orðið hafa fyrir einelti 2-3svar í mánuði eða oftar. Talan fyrir árið 2011 er 1,6% og hefur því orðið mikil breyting til batnaðar og greinileg vitundarvakning sem sýnir að vinna undanfarinna ára hefur skilað sér. Sesselja Ingibjörg leggur áherslu á að ekki megi horfa fram hjá því að þrátt fyrir góðan árangur mælist einelti. „Draumurinn er að útiloka einelti og það hefur sýnt sig að það er hægt því að í ákveðnum hópum innan skólans árið 2011 mæltist ekkert einelti.“ Ábyrgð skólastjóra Skólastjóri ber ábyrgð á skólastarfi. En ábyrgð er hægt að axla á ólíkan hátt. „Ég hef kosið að gera það með samvinnu og með því að hafa foreldrana með okkur. Eineltismál sem upp koma í skóla leysast oftast ekki nema að foreldrar komi að því. Samvinna með hagsmuni barnanna að leiðarljósi er það sem reynist best,“ segir hún. „Öllum börnum á að líða vel í skóla og þar eiga þau að þroskast og dafna.“ „Ég geri ráð fyrir að í öllum skólum sé unnið gegn einelti þó með mismunandi sniði sé og bera þessar áætlanir mismunandi heiti,“ bætir hún við. „Hjá okkur er það þannig að í skólabyrjun er hnykkt á þessum málum með kennurum og starfsfólki og verkefnastjórar kynna verkefnið sérstaklega fyrir nýjum starfsmönnum. Unnið er jafnt og þétt að fræðslu starfsfólks meðal annars með reglulegum umræðufundum. Í Olweusar áætluninni felst bæði forvarnarstarf og viðbragðsáætlun,“ útskýrir hún. „Ábyrgð skólastjórans er líka að tvinna vinnu gegn einelti inn í daglegt skólastarf. Það er gert í Hagaskóla með bekkjarfundum sem umsjónarkennarar stýra. Á þeim er til að mynda rætt við börnin um hvernig ákjósanlegur skólabragur eigi að vera og mikilvægi þess að öllum líði vel. Það á að vera skemmtilegt í skólanum og lögð er

Þegar Ingibjörg ávarpar væntanlega 8. bekkjar nemendur á vorin þá hikar hún ekki við að segja að hún sé afskiptasöm. áhersla á mikilvægi þess að hver og einn geti verið eins og hann er. Verkefnastjórar um eineltismál sjá um að aðstoða umsjónarkennara með bekkjarfundina í upphafi skólaárs og eftir þörfum í framhaldinu,“ segir hún og bætir svo við: „Stjórnendateymi skólans hittist líka vikulega og þá er farið yfir málefni skólans“. Rík áhersla er lögð á eftirlitskerfið þegar unnið er samkvæmt Olweusar áætluninni. Brýnt er fyrir kennurum og starfsfólki að hafa augun opin. „Aðallega er fylgst með framkomu og hegðun. Alltaf reynist best að taka á slíkum málum strax og leggjum við okkur fram um að gera það samdægurs“ segir Ingibjörg. „Í stórum skóla (440 nemendur) má búast við miklum fjölbreytileika og þar er pláss fyrir ólíka einstaklinga. Ég vona að íslenskt samfélag sé að verða umburðarlyndara og fólk taki meira tillit hvert til annars“ segir hún og brosir. Þegar Ingibjörg er spurð um skilaboð til skólastjóra svarar hún „Mín nálgun er myndugleiki, ákveðinn rammi og jafnframt mikil hlýja. Í mínum huga er það lykillinn að árangri. Ég hef brugðið á það ráð að segja bara á einfaldan hátt að ég sem skólastjóri vilji ekki einelti og það nær bara býsna langt“.

17


gEgn EInELtI

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Bók um ein eltis

mál

Ekki meir

Kolbrún Bal dursdóttir

EKKI MEIR Leiðarvísir í aðge rðum gegn einel ti fyrir starfsfólk skóla , íþrótta- og æsku lýðsfélög, foreldra og börn

strikamerki

Brot úr kaflanum Forvarnir gegn einelti Stjórnandinn og staðarbragur Vellíðan og vinsemd á vinnustað … smitar út frá sér til barnanna og foreldra þeirra með beinum og óbeinum hætti. Áhrifamáttur fyrirmynda er mikill. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og tileinka sér það. Börn sem sjá kennara sína og leiðbeinendur glaða og geislandi í vinnunni fá skilaboð um að í þessum skóla geti öllum liðið vel. Jákvætt andrúmsloft kemur ekki af sjálfu sér heldur byggist það á fjölmörgum þáttum. Jákvæður staðarbragur er einnig sjaldnast sjálfbær og eigi hann að vera viðvarandi þarf að hlúa að honum. Ábyrgðin er ekki í höndum tiltekins starfsmanns, kennara eða leiðbeinanda en ábyrgð stjórnenda og umsjónarmanna er þó mest. Þeir geta í krafti stöðu sinnar lagt línurnar um samskiptahætti og reglur og séð til þess að þeim sé framfylgt. Hvort þeir fá starfsfólkið til liðs við sig er háð stjórnunarstíl, leiðtogahæfileikum og sambandi stjórnandans við starfsfólkið. Farsæll stjórnandi er heiðarlegur og lætur nærumhverfið sig varða. Hann heldur starfsfólkinu upplýstu um nauðsynleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður stjórnandi er oftast einnig góður leiðtogi. Hann býr yfir færni í samskiptum, er næmur á líðan fólks og hugmyndaríkur þegar kemur að lausn ágreiningsmála. Góður stjórnandi veit að vandamál leysast ekki af sjálfu sér og hefur þess vegna tiltæka viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál. Góður stjórnandi hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun verði hennar vart. Hann ber heilsu og hag allra á staðnum fyrir brjósti. Stjórnandi sem hefur þessa þætti í heiðri er líklegur til að vera í heilbrigðu og jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Jákvæðum staðarbrag er viðhaldið með því að skapa tíðan vettvang fyrir umræðu og hvatningu. Ræða þarf hvernig almenn ánægja sé í þágu allra. Umræðan ætti ekki að vera á neinn hátt háð því að kvörtun eða eineltismál sé í ferli. Stjórnendur skóla og íþrótta- og æskulýðsfélaga eins og annarra vinnustaða hafa margar leiðir til að mynda og viðhalda góðum tengslum við kennara, leiðbeinendur og annað starfsfólk. Nefna má: • Starfsmannaviðtöl • Skýrar starfslýsingar • Starfsánægjukannanir • Tíða starfsmannafundi Það þarf ekki að kosta skóla eða aðrar stofnanir mikið fé að kanna líðan starfsfólks. Fáeinar spurningar geta gefið mikilvægar upplýsingar

18

Leiðarvísir í aðge rðum gegn eine lti fyrir starfsfólk skól a, íþrótta- og æsk ulýðsfélög, foreldra og börn

ismál

Kolbrún Baldursd óttir hefur sem komið að mále sálfræðingur fnum barna og unglinga með breyttum hæt fjölti svo og meðferð. Hún sem með fræðslu, ráðgjöf hefur jafnframt kennslu á öllum reynslu af skólastigum. Leng Kolbrún verið st af hefur sálfræðingur barnaverndar og skólasálfræð mála ingur. Hún hefu r rekið eigin sálfræðistofu frá 1992.

EKKI MEIR

Bók um ein elt

Út er kominn leiðarvísir um aðgerðir gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélaga, foreldra og börn. Höfundur er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Meginhluti bókarinnar er tileinkaður umfjöllun um úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum og reynt er að miðla tilteknu verklagi, hvernig best er að forgangsraða í úrvinnsluferli og hvað einkennir fagleg vinnubrögð. Kolbrún leggur mikla áherslu á að bókin hafi almennt notagildi fyrir fullorðna og börn, gerendur og þolendur. Hún leyfði okkur að birta texta úr bókinni sinni, glóðvolgri úr prentsmiðjunni.

ismál

EKKI MEIR

Bókin EKKI MEI nota í fyrirbyg R er leiðarvísir ásamt því að gjandi vinnu gegn vera mála. Hún hefu einelti eða gríp verkfæri til að r a til í úrvinnsl æskulýðsfélö að geyma ráðgjöf fyrir skól u g, foreldra og a, íþrótta- og börn. Í bókinni er umf tengsl þeirra viðjöllun um hinar mörgu tegu ndir forvarna og frístundaumhveruppbyggingu jákvæðs star fsan vellíðan kennara finu. Jákvæður staðarbragu da í skóla- og r og almenn og annars star , leiðbeinenda íþrótta- og æsk fsfó eftir ýmsum leið lks skilar sér til barnanna ulýðsfélaganna og foreldra þeir um. ra Bókin er ekki eing einnig leiðbein öngu hugsuð fyrir fullorðna ingar til barna . Í henni eru samskiptahæ um hvað eink tti enn annars vegar ásamt skilaboðum til þeirra ir jákvæða þole barna sem eru Hægt er að mið ndur eineltis og hins vega r la Ein leiðin er að efni bókarinnar til barna gerendur eineltis. með lesa úr bókinni hópinn. fyrir barnið sitt ýmsum hætti. eða bekkinn/

Bók um eine lt

Kolbrún Ba ld

ursdót tir

um staðarmenninguna og ríkjandi andrúmsloft: • Hvernig líður þér á staðnum? • Hvaða þætti ertu ánægð(ur) með á staðnum? • Hvað er það sem þú myndir helst vilja að breyttist á staðnum? Slakur stjórnandi: • Hefur ekki leiðtogahæfi leika • Er óheiðarlegur og undirförull • Baktalar starfsfólk • Heldur upplýsingum frá starfsfólki • Leggur á ráðin baksviðs • Veltir ekki fyrir sér líðan og aðstæðum starfsfólks • Viðhefur sveifl ukenndan stjórnunarstíl • Er óútreiknanlegur í skapi • Hefur þrúgandi nærveru, skapar ógn og veldur kvíða

Brot úr kaflanum Úrvinnsla eineltismála Einelti er ofbeldi. Afleiðingar langvarandi eineltis geta orðið alvarlegar og lifað með þolandanum alla ævi. Sjálfsmat og sjálfsöryggi bíður skaða af og verður oft rústir einar ef ekki næst að taka í taumana. Tilfinningar svo sem reiði og vanmáttur geta fylgt eins og skuggi. Hvenær og hvort bataferill getur hafist er háð því að eineltið hætti. Þess vegna er nauðsynlegt að allar stofnanir þar sem börn stunda nám, íþróttir eða tómstundir hugi að forvörnum, hafi tiltæka viðbragðsáætlun og leggi metnað í faglegt úrvinnsluferli. Því fyrr sem tekið er eftir að einelti viðgangist og það stöðvað, því meiri líkur eru á að hægt sé að vinna úr neikvæðum áhrifum og afleiðingum þess. Öllum skólum ber nú skylda, samkvæmt lögum, til að vera með viðbragðsáætlun í eineltismálum. Engin tvö eineltismál eru eins. Viðbragðsáætlun getur því aldrei verið eins og mataruppskrift sem hægt er að fylgja í blindni. Engu að síður þarf viðbragðsáætlun að innihalda ákveðin atriði eigi úrvinnsla að vera markviss og fagleg. Fálmkennd vinnubrögð geta leitt til þess að málið taki á sig verri mynd. Viðbragðsáætlun við einelti þarf að endurskoða reglulega og endurbæta í samræmi við fengna reynslu. Góð viðbragðsáætlun batnar með hverri endurskoðun. Hvers vegna er nauðsynlegt að gera viðbragðsáætlun? • Af því að einelti er vandamál sem fyrirfi nnst víða, í mismiklum mæli þó. • Af því að öllum þarf að vera ljóst að einelti eða önnur ótilhlýðileg háttsemi er ekki liðin. • Af því að allir þurfa að fá að vita hvernig tekið verður á eineltismálum sem upp koma.


www.nams.is Íslenska í 3. og 4. bekk – Handbók kennara Handbók, einkum ætluð kennurum barna í 3. og 4. bekk grunnskóla en í henni eru hugmyndir sem nota má með öllum börnum á yngsta stigi grunnskólans. Bókin nýtist líka kennaranemum, foreldrum og öðrum sem láta sig máluppeldi varða. Bókin skiptist í kaflana: • Lestur • Orðaforði og lesskilningur • Málfræði og málbeiting • Ritun • Ljóðagerð og ljóðalestur • Heildstæð móðurmálskennsla • Námsmat og greining • Samstarf heimila og skóla • Lestrarerfiðleikar.

...“ n u m rí g „Mérsbeók, hljóðbókgoar

Sígilda

r sögur

Le ðbeinin i e l u a l s íslenskr kenn ýnisbók

bók...“ er s stóru í í mun r á e r r e é ð„M Stiklað kin, þjó . e t a t u n r n e bókme dæmi t eru fnfram gunni, ö ja s a n t e n men nslukynnt ð. Ken ld eru u á ð k s o k t s . k þek á www öfunda h u r i e r g k n ó hljóðb verk y ar og g in in e leiðb . nams.is

Hagnýt leiklist –

Sígildar sögur e r flokku endursa r bóka gnir á þ sem inn e kktum s er 55 bls iheldur káldsög . auk við u m a . uka, þar Hver sa grunn ga sögunn sem far ar, skoð ið er yfir endursö a b ð akþað sem gninni o g ábend sleppt efni bæ in e r g kur se ar gefn í ar um a m teng fyrir ut jast sög nnað an Róm unni. B eó og J www.na ækurna úlíu, eru r, ms.is til á hlj óðbók á

Handbók og fræðslumynd

Hagnýt leiklist er handbók ætluð kennurum á öllum skólastigum. Í bókinni ertu teknir saman tugir kennsluaðferða í leiklist og leiðbeiningar um beitingu þeirra. Í fræðslumyndinni eru sýnd þrjú heildstæð kennsluverkefni í leiklist, eitt fyrir hvert stig grunnskólans.

Námsgagnastofnun • Víkurhvarf 3 • 203 Kópavogur • Sími 5350400


skólastarf

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Texti: Guðrún Elva Arinbjarnardóttir, Vatnsendaskóla Myndir: Frá höfundi

Hvað er skólafélagsráðgjöf? Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og félagsráðgjöf á fræðslu- og skólasviði er eitt af sérsviðum félagsráðgjafar. Á Íslandi starfa um tólf félagsráðgjafar innan grunn- og framhaldsskóla og stundum á háskólastigi en þeim fer fækkandi eftir að náms- og starfsráðgjafar fengu loksins starfsheitið sitt lögverndað árið 2009. Fyrir lögverndun gátu skólastjórnendur ráðið hvern þann sem þeir kusu til þess að sinna einstaklingsráðgjöf við nemendur undir starfsheitinu námsráðgjafi og völdu sumir að ráða til sín félagsráðgjafa vegna þess hve félagslegur og persónulegur vandi nemenda er viðamikill hluti ráðgjafarstarfsins. Best væri auðvitað að skólar gætu ráðið fólk í báðum þessum starfsstéttum sem ynni saman (auk sálfræðinga) að þeim hagsmunum nemenda sem eru ekki kennslufræðilegir. Of mikið álag á kennurum er að hluta til vegna mikillar ráðgjafar við nemendur sem rúmast ekki í vinnuramma þeirra. Það er ólíklegt að samfélagið spari á „sparnaði“ á þessu sviði til lengri tíma litið. Víða erlendis tíðkast að starfandi sé félagsráðgjafi innan skóla ásamt náms- og starfsráðgjafa, og sinna þeir þá hvor sínu starfssviði en vinna sameiginlega að velferð nemenda. Hér á Íslandi hefur hins vegar tíðkast að þessum tveim starfssviðum sé blandað saman þannig að náms- og starfsráðgjafar í skólum sinna oft félagslegri ráðgjöf ásamt sínu starfi og félagsráðgjafar sinna þá gjarnan námsráðgjöf auk félagslegrar ráðgjafar, þá oftast undir starfsheitinu námsráðgjafi. Það er hins vegar til hagsbóta fyrir nemendur að náms- og starfsráðgjafar sinni náms- og starfsráðgjöf og þeim verkefnum sem þeir eru sérfræðingar í. Jafnframt er mikilvægt að félagsráðgjafar séu ráðnir inn í skóla til þess að sinna félagsráðgjöf undir réttu starfsheiti. Hvernig starfa skólafélagsráðgjafar? Verksvið skólafélagsráðgjafa er margþætt en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður skjólstæðinga sinna. Það felur í sér samvinnu við ýmsar stofnanir, samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf

20

við nemendur og fjölskyldur, handleiðslu við kennara og að vera málsvarar nemenda. Helstu vinnuaðferðir þeirra eru einstaklingsvinna, hópavinna og samfélagsvinna. Út frá þessum vinnuaðferðum eru félagsráðgjafar oft þátttakendur í stefnumótun á málefnum nemenda á öllum skólastigum. Skólafélagsráðgjafar vinna að hagnýtum lausnum og forvörnum, sinna rannsóknum og aðstoða við verkefnaþróun í skólum. Þeir vinna náið með nemendum og fjölskyldum þeirra. Börn verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn sem og að örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skipta snemmbær


sKóLAstARf

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Varstu að skipta um netfang? Láttu okkur vita! sigridur@ki.is

Eplið er á vefnum

Skólar geta hæglega hvatt til umburðarlyndis, unnið bug á togstreitu milli hópa og hjálpað börnum að aðlagast umhverfi sínu. Nýtt hlutverk skólafélagsráðgjafa á 21. öld er að vera sérfræðingar í fjölbreytileika og ólíkum lífsstíl.

Eplið, rafrænt fréttabréf KÍ, er á vefnum. Lestu Eplið á www.ki.is

EKKI MEIR

Bók um eineltismál

EKKI MEIR Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn

EKKI MEIR

íhlutun og forvarnir miklu máli. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti Mikilvægt er að tryggja jöfnuð allraogbarna, sérstaklega innan fyrir starfsfólk skóla, íþróttaæskulýðsfélög, foreldra oghvatt börn til umburðarlyndis, unnið bug skólakerfisins. Skólar geta hæglega á togstreitu milli hópa og hjálpað börnum að aðlagast umhverfi sínu. Bókin EKKI MEIR er leiðarvísir ásamt því að vera verkfæri til að Nýtt hlutverk skólafélagsráðgjafa 21. öld er aðtilvera sérfræðingar í nota í fyrirbyggjandi vinnu gegnáeinelti eða grípa í úrvinnslu mála. Hún að geyma ráðgjöf fyrir skóla,ííþróttafjölbreytileika og hefur ólíkum lífsstíl. Lykilatriði því er og að hjálpa öðrum að æskulýðsfélög, foreldra og börn. þróa með sér skilning og færni til að eiga í uppbyggilegum og góðum Í bókinni er umfjöllun um hinar mörgu tegundir forvarna og samskiptum. tengsl þeirra við uppbyggingu jákvæðs starfsanda í skóla- og Viðhorffrístundaumhverfinu. skóla og kennara er stundum að lítaogáalmenn vandamál nemenda Jákvæður staðarbragur vellíðan kennara, leiðbeinenda og æskulýðsfélaganna sem einstaklingsbundin fremur eníþróttaað viðurkenna að orsakir vandamála og annars starfsfólks skilar sér til barnanna og foreldra þeirra kunna aðeftir liggja innan skólans eða í samfélaginu. Í slíkum tilfellum er ýmsum leiðum. skólafélagsráðgjafi nn talsmaður og málsvari nemandans og beitir sér, Bókin er ekki eingöngu hugsuð fyrir fullorðna. Í henni eru rökræðir einnig og semur fyrir hönd hans. leiðbeiningar til barna um hvað einkennir jákvæða samskiptahætti ásamt skilaboðum til þeirra eru að ljúka Huga þarf sérstaklega að nemendum sem barna eiga ásem hættu annars vegar þolendur eineltis og hins vegar gerendur eineltis. aldrei námi. Brottfall úrefni námi getur til haft gríðarleg áhrif á framtíð Hægt er að miðla bókarinnar barna með ýmsum hætti. Ein leiðin er að lesa úr bókinni fyrir barnið sitt eða bekkinn/ barna, jafnvel þannig að þau eiga síðar meir erfi tt með að taka fullan hópinn. þátt í samfélaginu. Hætt er við að börn sem þroskast ekki í námi og/ eða félagslega háð kerfi föst í því. Skólinn er því kjörinn Kolbrúnverði Baldursdóttir hefurnu semeða sálfræðingur komið að málefnum barna og unglinga fjöl-að markmiðum sínum um vettvangur fyrir félagsráðgjafa til að með vinna breyttum hætti svo sem með fræðslu, ráðgjöf að styðjaogvið persónulegan þroskareynslu og bæta lífsgæði allra. meðferð. Hún hefur jafnframt af

Kolbrún Baldursdóttir

Bók um eineltismál

Bók um eineltismál

kennslu á öllum skólastigum. Lengst af hefur Kolbrún verið sálfræðingur barnaverndarmála

Af hverju og skólafélagsráðgjöf? skólasálfræðingur. Hún hefur rekið eigin Augljóst sálfræðistofu er að það frá er 1992. heppilegra fyrir einstaklinginn og margfalt kostnaðarminna fyrir þjóðfélagið að koma í veg fyrir að ungum nemanda mistakist í námi eða félagslega. Betra er að greiða úr smávægilegum vandamálum strax og þau koma upp en að draga það strikamerki árum saman að takast á við vandann, jafnvel þar til hann hefur magnast og valdið margföldum skaða fyrir einstaklinginn. Menntun er lykillinn að forvörnum og lausn á félagslegum vanda.

Kolbrún Baldursdóttir

21


LÍfsstÍLL

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Göngum í skólann og veljum heilsusamlegt líf Göngum í skólann er alþjóðlegt verkefni sem hófst í Bretlandi árið 2000. Ísland tekur nú þátt í sjötta skipti en verkefninu vex stöðugt fiskur um hrygg. Á alþjóðavísu fer verkefnið fram í október en birta og veðuraðstæður á Íslandi ráða því að hér er það heldur fyrr á ferðinni. Göngum í skólann hófst á Íslandi miðvikudaginn 5. september sl. og lýkur á alþjóðlega deginum 3. október nk. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Þá er hvatt til þess að börn fái kennslu um öryggi á göngu og á hjóli. Annað markmið er að draga úr umferð bíla við skóla og sporna gegn mengun og hraðakstri í leiðinni. Þannig verður til betra og hreinna loft og götur og hverfi verða öruggari og friðsælli staðir. Ætlunin er einnig að vekja fólk til vitundar um heilsusamlegar leiðir til að komast milli staða og hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna. Allir sem vilja geta tekið þátt í verkefninu. Kennarar, nemendur, foreldrar, vinir og aðrir í samfélaginu eru hvattir til að fara í gönguferð áður en kennsla hefst að morgni, til dæmis kringum skólalóðina, að nærliggjandi garði, göngustíg eða einhverjum öðrum tilteknum stað. Ef ekki er hægt að fara í gönguferð áður en kennsla hefst þá er hægt að skipuleggja göngu í hádeginu eða löngu frímínútunum. Hægt er að finna ýmsar leiðir svo börn gangi og hjóli meira. Það þarf bara svolítið ímyndunarafl. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Gaman var að sjá að þá var enn einu sinni nýtt þátttökumet slegið hér á landi en alls voru 59 skólar skráðir til leiks. Nú verður spennandi að sjá hvort enn eitt metið verður slegið á mildu hausti. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, landlæknir, ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Landssamtökin Heimili og skóli standa að verkefninu. Vefsíða þess er gongumiskolann.is.

Göngum í skólann

Viltu tjá þig um Skólavörðuna? » Er blaðið gott að þínu mati? » Finnst þér eitthvað miður? » Ertu með hugmynd að góðu efni í blaðið? » Viltu skrifa grein í Skólavörðuna? Sendu okkur línu Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is

22

Félagsmenn munið

MÍNAR SÍðUR á www.ki.is



Alþjóðasamstarf

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Jón Torfi Jónasson Texti: Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands Myndir: JS og GG

Raunverulegt samtal stjórnmálamanna, stéttarfélaga og fræðimanna Ráðstefna Alþjóðasambands kennara 2012. Ráðstefna Alþjóðasambands kennara (Education International, EI) var haldin í New York í mars sl. undir heitinu „2012 International summit on the teaching profession”. Ráðstefnan var sérstök að því leyti að þarna komu saman ráðherrar menntamála, fulltrúar samtaka fagmanna (einkum kennara) og fulltrúar kennaramenntunar til að ræða efnislega skólastarf, starf kennara og þróun menntamála. Þetta var önnur ráðstefnan um þetta efni og ráðgert er að halda þá þriðju að ári í Hollandi. Jafnvel kemur til greina að Norðurlöndin haldi ámóta ráðstefnu fyrir sig sérstaklega. Mér fannst athyglisvert að hlusta á talsmenn ólíkra hagsmuna í menntamálum skiptast á skoðunum um mjög mikilvæg málefni og að finna hve stjórnvöld ólíkra landa fengu góða mynd af faglegum meginþráðum og átakamálum, hvert hjá öðru. Bakgrunnur ráðstefnanna eru niðurstöður PISA kannana undanfarin ár og vangaveltur um hvernig einstök ríki geti náð betri árangri. Það sem var efnislega merkilegast að mínu mati er að umræðan er greinilega komin upp úr hjólfari klisjukennds ásetnings um að bæta árangurinn í PISA. Þetta þýðir þó ekki að verið sé að gera lítið úr því sem PISA prófin mæla heldur er nú viðurkennt að þróun menntunar, skólakerfa og skólastarfs krefst góðs skilnings á öllum þeim þáttum sem öflug og kvik menntakerfi verða að rækta. Hér dreg ég saman atriði sem mér fannst skipta mestu máli, eins og ég skildi það sem fram kom, en bendi jafnframt á tvær bakgrunnsskýrslur fyrir ráðstefnuna (eftir MacBeath á vegum EI og Schleicher á vegum OECD), höfuðdrætti í inngangserindi Andreas

24

Bakgrunnur ráðstefnanna eru niðurstöður PISA kannana undanfarin ár og vangaveltur um hvernig einstök ríki geti náð betri árangri. Schleicher og athugasemdir hans á ráðstefnunni, efni einstakra funda ráðstefnunnar, samantekt Fernando Reimers, prófessors við Harvard háskóla, í lok ráðstefnunnar og samantekt fundarstjórans Tony Mackay á ráðstefnu sem haldin var í kjölfarið. Umræðan í upphafi ráðstefnunnar og í lokin er til á upptöku (sjá tilvísanir um allt þetta í ramma hér á eftir). Þau efnisatriði sem ég staldra við eru þessi:

Fagmennska (e. professionalism) Á undanförnum áratugum hefur víða verið lögð sífellt ríkari áhersla á mælingar, viðmið og síðan á ábyrgð á skólastarfi sem er tilgreind með tilvísun í ýmsa mælikvarða. Nú er spurt, hvort ekki sé tilefni til að horfa meira til fagmennsku kennarans sem birtist ekki ætíð í þeim mælingum sem eru sýnilegastar, en felst í reynslu hans, faglegri sýn, í því umhverfi sem hann hrærist og skilningi hans á verkefni sínu.


Alþjóðasamstarf

Skólavarðan 1. tbl. 2012

„ Nú er spurt, hvort ekki sé tilefni til að horfa meira til fagmennsku kennarans sem birtist ekki ætíð í þeim mælingum sem eru sýnilegastar, en felst í reynslu hans, faglegri sýn, í því umhverfi sem hann hrærist og skilningi hans á verkefni sínu.“

Forysta (e. leadership) Það sjónarmið hefur verið ráðandi um hríð að flest skipulögð verkefni krefjist leiðtoga eða forystumanns (e. leader). Áherslan hefur nú færst yfir á mikilvægi forystu frekar en forystumanns; þannig er forystan ekki lengur persónugerð eins og fyrr. Hún getur verið á höndum einstaklings, en ekki síður hóps eða teymis, og þannig sérstakt verkefni frekar en sérstök manneskja.

Samstarf (eða samvinna og hlutdeild) (e. partnership) Skipulag ráðstefnunnar speglaði vilja til að rækta samstarf ólíkra hagsmunaaðila sem iðulega takast á um mörg mikilvæg mál. Hér er einkum átt við stjórnvöld annars vegar og samtök fagfólks hins vegar og þar er kennarastéttin mest áberandi. En fleiri faghópar áttu aðild að skipulagi ráðstefnunnar og fulltrúa í sendinefndum landanna. Sá tónn var sleginn á ráðstefnunni að unga fólkið, og raunar þjóðfélagið allt, ætti skilið að hið margslungna og mikilvæga verkefni að efla góða menntun myndi bera gæfu til að einkennast af samvinnu og samstillingu þeirra sem bæru á því ábyrgð. Ekki síst þegar hraðar samfélagsbreytingar kölluðu á sífellda og iðulega mikla endursköpun nánast allra þátta þessa verkefnis; umbreytingu sem gengi alltof hægt.

Kerfissýn (e. system view) Kerfi hafa sína miklu kosti og galla. Þeirri skoðun var haldið nokkuð staðfastlega fram og fékk að mínu mati góðan hljómgrunn að skipulag menntunar á öllum stigum, allt frá menntun ungra barna til endurmenntunar fagstétta, krefðist heildstæðrar hugsunar og skipulags eða a.m.k. yfirsýnar talsvert umfram það sem almennt tíðkaðist og raunar meira skipulags eða kerfis. Í því ljósi er m.a. eftirtektarverður

ásetningur íslenskra stjórnvalda að tengja saman grunnhugsun nýrra námskráa á öllum skólastigum (án þess þó að gera lítið úr muninum á þessum stigum). Flestar þjóðir hafa þróað öflug kerfi grunnmenntunar, sem sinna menntun ungs fólks allt til menntunar fagstétta, þ.e. skólakerfi sín, en innan þeirra finnast ekki kerfi til umbóta (t.d. innleiðslu nýrra námskráa), né kerfi til þess að leiða nýja kennara inn í starf sitt, né kerfi endurmenntunar eða starfsþróunar. Allt eru þetta verkefni sem eru a.m.k. jafnbrýn og þau sem sinnt er af því kerfi sem fyrir er en það er undir hælinn lagt hvort þeim er sinnt eða ekki. Þau eru utan allra kerfa, – en eiga þau að vera það?

Nýjar kröfur, ný verkefni 21. aldar (e. 21st century skills) Um þessi viðfangsefni hefur verið rætt af nokkurri alvöru í vel rúman áratug en mér fannst athyglisvert hve margir voru reiðubúnir til þess að gefa þeim nú raunverulegan forgang, þótt fáir hafi enn skipað þeim þann sess sem íslensk stjórnvöld hafa gert í nýrri námskrá. En skilningur á mikilvægi þeirra virtist skýr og miðað við afstöðu talsmanna OECD þá munu þau fá sýnilegri forgang í verkefnum þeirrar stofnunar á næstunni. Í því sambandi voru þau tengd PISA niðurstöðunum og þótt viss samstaða væri um mikilvægi þeirra þá var sagt mjög berum orðum að færni sem ekki væri auðveldlega mæld yrði sífellt mikilvægari (sjá m.a. erindi Andreas Schleicher) og miklu skipti að meta ekki mikils aðeins það sem væri mælt heldur mæla það sem við mætum mest.

Starfsþróun (e. professional development) Það er deginum ljósara að allar þær umbyltingar í inntaki, hlutverki og starfsháttum menntakerfa í heiminum kalla á stöðuga og kraftmikla endurnýjun í öllum skólakerfum og þess vegna er sjónum

25


ALþjóÐAsAmstARf í síauknum mæli beint að þeim kennurum sem eru í starfi í stað þess að einblína aðeins á grunnmenntun kennara. Í auknum mæli er rætt um kerfisbindingu þessarar starfsþróunar og nýsköpunar í starf skóla, þótt hægt sé að fara ólíkar leiðir í þessu efni. En þetta er dæmigert viðfangsefni þar sem samræða verður að eiga sér stað á milli hagsmunaaðila, ekki síst þeirra sem sátu þessu ráðstefnu. Þetta viðfangsefni tengir saman öll hin atriðin sem hér hafa verið nefnd að framan.

Uppeldi og menntun ungra barna (e. early childhood education) Talsmenn Norðurlandanna voru nokkuð áberandi í þeirri umræðu og meðal þess sem þeir vildu draga fram og hafði samhljóm var menntun yngstu barnanna. Þeir sögðust allir leggja rækt við þá aldurshópa og beindu því til annarra að gera það líka. Að mörgu leyti var þetta með áhugaverðari ráðstefnum um menntamál sem ég hef setið, sennilega einkum vegna þess að hún óf saman veruleika sem stjórnmálamenn og kennarar glíma við og hugsjónir um menntun og fræði. Hún var bæði vel skipulögð og málefnaleg þar sem fjallað var um efni sem mér fannst verðskulda að vera ofarlega á baugi í umræðu um menntun. Átakaefnin voru ekki falin þótt þau réðu ekki ferðinni og þarna fór fram raunverulegt samtal stjórnmálamanna, stéttarfélaga og fræðimanna sem mér fannst skila talsverðu til allra aðila.

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Skipulag Ráðstefnan var skipulög sameiginlega af OECD, alþjóðasamtökum kennarafélaga, Education International og bandaríska menntamálaráðuneytinu, ásamt nokkrum bandarískum samtökum. Meðal þeirra var Asíufélagið (asiasociety.org), en nokkur Asíulönd voru áberandi á ráðstefnunni, þ.á.m. fulltrúar Hong Kong, Japan, Kína (Shanghai), Singapore og Suður-Kóreu. Í grunninn voru þetta þó fulltrúar OECD landa. Fulltrúar á ráðstefnunni voru menntamálaráðherrar landanna ásamt sendinefndum. Frá Íslandi voru auk mennta- og menningarmálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur og Þórðar Hjaltested frá Kennarasambandi Íslands: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri, Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs HÍ, og Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri stefnumótunar- og þróunardeildar ráðuneytisins.

Helsti leiðarvísir Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin í mars mánuði árið 2011, einnig í New York, sjá efni asiasociety.org, þá var yfirskriftin „Improving teacher quality around the world“. Efni ráðstefnunnar er á síðu Asíufélagsins, en þar er að finna gott efni um umbætur í menntamálum. Gögn frá ráðstefnunni nú, 2012, þar sem þemað var „Preparing Teachers and Developing School Leaders“ er að finna (OECD), eða hér (menntamálaráðuneyti BNA), eða (Education International, samantekt Fernardo Reimers) eða (Education International, ávarp John Bangs) eða (Asíufélagið, minnst ennþá), með ólíku fylgiefni í þessum tilvikum. Stefnt er að þriðju ráðstefnunni í Amsterdam í mars 2013.

Áhugavert stoðefni Góðar skýrslur hafa verið samdar til þess að undirbúa ráðstefnurnar tvær og mér sýnast þær almennt vel unnar; þær eru bæði efnismiklar, en einnig vel dregnar saman, og að mörgu leyti mjög samhljóma og þess virði að fara rækilega yfir þær vilji menn einhverju breyta. Spurningin er ávallt hvernig sé best sé að gera sér mat úr svona efni, en þó miklu frekar hverjir skuli gera það og til hverra ætla þeir að skila afrakstri starfs síns? Fyrir ráðstefnuna 2011, var birt skýrslan „Building a High-Quality Teaching Profession. Lessons from around the world“ (frá OECD) og (frá Asíufélaginu; eilítið öðruvísi, eldri útgáfa). Kaflarnir eru Recruitment and initial preparation of teachers, Teacher development, support, employment conditions and careers, Teacher evaluation and compensation, Teacher engagement in education reform. Fyrir ráðstefnuna 2012, voru gerðar tvær veigamiklar skýrslur. Aðra skýrsluna vann John MacBeath, prófessor í Cambridge, fyrir tilstuðlan Education International. Sú heitir, „Future of Teaching Profession“. Þetta er mjög læsilegt, gagnsætt og gagnrýnið yfirlit með áhugaverðri framtíðarsýn, þar sem m.a. er gerð grein fyrir mikilvægi fagmennsku, en jafnframt talsverðri íhaldssemi í menntakerfunum. Þetta er að mínu mati lykilrit um kennarastarfið og framtíð þess. Undirbúningsfundur hafði verið haldinn í Cambridge í febrúar, sjá slóðina: sms.cam.ac.uk, þar kynnti MacBeath skýrslu sína (mjög aðgengileg samantekt en hljómgæði takmörkuð) og góð samantekt um umræður fundarins er aðgengileg á netinu. Gott grunnefni um kennarastarfið. Síðari skýrslan er á vegum OECD og er beint framhald skýrslunnar fyrir fyrri fundinn og um margt keimlík og einnig afar gagnleg. Hún heitir „Preparing Teachers and Developing School Leaders for the 21st Century“. Lessons from around the world. Kaflarnir eru, Developing effective school leaders, Teacher development, support, employment conditions and careers, Preparing teachers: matching demand and supply.

26


Uppeldi og menntun – tímarit um skólamál ME N N T A VÍS IN D A S VIÐ

Uppeldi og menntun kemur út tvisvar á ári, stútfullt af áhugaverðu efni fyrir kennara á öllum skólastigum. Uppeldi og menntun miðlar nýjustu þekkingu til þeirra sem vilja fræðast um rannsóknir eða álitamál á sviði menntunar, uppeldis og skólastarfs. Panta má áskrift eða einstök tölublöð: mvs-simennt@hi.is / 525 5980 Eldri tölublöð eru á timarit.is

eTwinning.is RAFRÆNT SKÓLASAMFÉLAG Í EVRÓPU

etwinning.is

• einfalt skólasamstarf gegnum netið • góð leið til að virkja nemendur og auka vægi upplýsingatækni • aðgangur að rafrænum verkfærum • netöryggi • endurmenntun kennara • kostar ekkert


Skólinn

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Ljósm.: Leikskólinn Bakki

Bakki

Ljósm.: Leikskólinn Berg

Berg

Texti og myndir: GG

Haf skilur Bakka og Berg Skólavarðan heimsækir leikskólann Bakkaberg, sameinaðan úr Bakka og Bergi.

Sólin gyllir Kollafjörðinn þegar Skólavarðan bankar á dyr leikskólans Bakkabergs sem er sitthvoru megin við Kollafjörð. Þetta hljómar auðvitað dálítið kostulega en þannig er málum háttað að tveir leikskólar, í 17 km fjarlægð frá hvor öðrum, voru sameinaðir undir eina stjórn. Þeir eru nú stöðvar Bakkabergs og heita Berg við Kléberg á Kjalarnesi og Bakki við Bakkastaði í Grafarvogi. Leikskólastjórinn heitir Ingibjörg E. Jónsdóttir og hefur hún með sér þrjátíu kvenna úrvals starfslið, sem sinnir þörfum barnanna meðan þau dvelja í skólanum. Á Bakkabergi eru samtals hundrað börn og Grænfáninn blaktir þar við hún. Deildirnar á Bakka og Bergi bera örnefni úr næsta nágrenni; Viðey, Lundey og Þerney á Bakka en á Bergi heita þær Álfasteinn og Dvergasteinn. Bakki og Berg eru báðir á stöðum þar sem einstök náttúrufegurð ríkir, mikilfengleg fjallasýn og fjölskrúðugur gróður og fuglalíf er í umhverfi þeirra beggja. Það er góð upplifun að koma á þennan hlýlega og rólyndislega leikskóla. Börnin nutu síðsumarsólarinnar í leik úti við en svalur vindur barst frá hafinu sem er steinsnar í burtu. Krökkunum fannst gesturinn spennandi og vildu gjarna láta taka myndir af sér. En þau voru ekki síður spennt en Ingibjörg leikskólastjóri að segja frá því að við skólann væru tvær lóðir. Önnur er eins og lög gera ráð fyrir framan við skólann en hin, ævintýralandið á bakvið hann. Krakkarnir fá ekki að fara þangað eftirlitslaust en þetta er náttúrulóð þar sem engin mannvirki eru önnur en girðing sem glittir í ef vel er að gáð í háu grasinu. Á lóðinni eru klettar og lautir, villt blóm og dýrlegur drithóll sem fuglar hafa búið til á löngum tíma. Elstu börnin fá að leika sér þarna og læra um náttúruna og þá eru aldrei færri en tveir leikskólakennarar með í för og gæta öryggis þeirra.

28

Hver fjöruferð hefst á samverustund inni þar sem skoðað er hvaða dagur er og mánuður, hvernig veðrið er og hvernig þurfi þá að klæða sig. Fjörulallar og fuglavinir Metnaðarfull menntastefna er í heiðri höfð á Bakkabergi. Þar er kennd m.a. umhverfismennt, upplýsingatækni og myndmennt. Valdís Edda Hreinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri er umsjónarmaður umhverfismenntar sem felst í því að kynnast náttúrunni á markvissan hátt og læra að bera virðingu fyrir henni. Valdís Edda fer á milli Bakka og Bergs en stutt er í fjöruna frá báðum stöðvunum. Ingibjörg segir að fjörurnar hvor um sig séu ótrúlega ólíkar; skeljar, steinaríki og dýralíf merkilega ólíkt og því miðla börnin sín á milli þegar þau heimsækja hvert annað á Bakka og Berg. Krakkarnir á Bakkbergi öðlast þannig mikla þekkingu á fjörunni og lífríki hennar. „En það er einmitt fjaran sem er svo mikilvægur vettvangur fyrir útinámið og þangað fara börnin reglulega og kallast þá Fjörulallar.” Hver fjöruferð hefst á samverustund inni þar sem skoðað er hvaða dagur er og mánuður, hvernig veðrið er og hvernig þurfi þá að klæða sig. Síðan er upprifjun úr síðustu ferð, bætt á þekkingarvefinn og tekin ákvörðun um hvað á að kanna í þetta sinn. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir er tíndur til sá búnaður sem þarf að vera með og síðan er tölt niður í fjöru. „Allir halda auðvitað í vinabandið,“ segir Ingibjörg brosandi og


Skólinn

bætir við. „Oft er farið í leiki en frjálsi leikurinn er í hávegum hafður og nestisstundin er ómissandi hjá Fjörulöllunum. Á meðan börnin borða nestið er spjallað saman um upplifun þeirra í fjörunni og rifjað upp í sameiningu hvað þau hafa fundið og séð,“ segir Ingibjörg. „Við fengum svo formlega aðild að Fuglavernd Íslands á Degi náttúrunnar þann 16. september 2011. Það finnst okkur sýna að leikskólabörn eru virkir þjóðfélagsþegnar sem taka þátt í að vernda umhverfi sitt og þá fiðruðu vini sem deila því með okkur.“ Upplýsingatækni og alþjóðleg samskipti Rakel G. Magnúsdóttir er verkefnisstjóri í upplýsingamennt á Bakkabergi og fer hún á milli stöðva. Verkfærin sem hún notar í sinni kennslu eru Ipad-tölvur. Hún kennir börnunum á Ipad og notagildi hans. Þau nota tölvuna m.a. til að taka ljósmyndir og vinna þær, þau læra á tölvupóst og stofna netfang fyrir sig sem hóp þannig að þau geti sent póst á milli starfsstöðva og til foreldra. Einnig læra þau ýmislegt sem tengist þeirra daglega lífi í gegnum verkefni í Ipad og Smartskjá. Síðast en ekki síst geta þau kynnst börnunum á hinni starfsstöðinni í gegnum tölvupóst og FaceTime. Aðspurð sagði Ingibjörg að mesti ávinningurinn af þessu verkefni væri að sjá hvað börnin blómstruðu í þessari vinnu. Það væri ótrúlegt að sjá hvað þau lærðu margt og væru snögg að því. Margs konar smáforrit eru notuð í Ipadinum og eru börnin snögg að tileinka sér þau. „Áður en við vissum af voru mörg farin að mynda sig við að reyna að lesa og reikningur varð mjög vinsæll. Svo höfum við heyrt að börnin útskýri Ipadinn fyrir afa og ömmu þegar heim er komið,“ segir Ingibjörg og hlær við. Árið 2001 fékk Bakkaberg styrk úr Sprotasjóði til að þróa þetta verkefni. Til gaman má geta þess að Rakel fékk Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir frumkvöðlastarf. Bakkaberg er nú í fjórtánda sinn þátttakandi í eTwinning-verkefni

Skólavarðan 1. tbl. 2012

og í þetta sinn er það veðurfræðilegt. Börnin fylgjast með veðrinu á hverjum degi og læra þannig um veðráttuna. Síðan skoða þau með hjálp tækninnar hvernig veðurfar er í samstarfslöndunum, það er þó bara gert einstöku sinnum. Öll löndin búa til svokallað veðurtré og fylgjast með veðrinu á virkum dögum. Síðan setja þau laufblöð með ákveðnum lit á tréð og eru þau tákn fyrir veðráttuna. Gult laufblað er fyrir sólina, grátt þegar er skýjað, blátt fyrir rigninguna og hvítt fyrir snjóinn. Á hverjum degi er eitt barn fengið til að vera veðurfræðingur og fer hann ásamt kennara og athugar hitastigið, veðurskilyrði og síðan eru vangaveltur um það hvernig er best að klæða sig miðað við veður. Sameining til að efla faglegt starf Ingibjörg segir að sameining Bakka og Bergs hafi gengið vel fyrir sig en hafi auðvitað verið geysimikil vinna. Hún segir að ferlið allt hafi verið mjög lærdómsríkt fyrir sig og aukið víðsýni sína. „Bakki og Berg voru sameinaðir til þess að efla hið faglega starf en ekki í sparnaðarskyni,“ segir Ingibjörg. „Leiðarljósin okkar á Bakkabergi eru leikur, samvinna og virðing og því segjum við eftirfarandi um sameininguna: Við leikum okkur að því að rúlla sameiningunni upp með góðri samvinnu á milli starfsstöðva sem byggir meðal annars á því að bera virðingu fyrir starfi okkar, mannauði og umhverfi.” Þegar Ingibjörg er spurð um verri hliðar sameiningarinnar þá taldi hún að það hefði verið auðveldara ef styttra væri á milli starfsstöðva. „Þó má segja að verstu hliðar sameiningarinnar hafi hins vegar verið hin neikvæða umfjöllum sem fjölmiðlar birtu af sameiningum skóla almennt.“ Ingibjörg talar mjög fallega um starfsfólkið sitt og leggur mikla áherslu á að það vinni afar gott og metnaðarfullt starf. Heimasíða Bakkabergs er sérstaklega efnismikil og fróðleg. Þar má lesa nánar um hið blómlega starf sem fram fer á þessum kraftmikla leikskóla beggja megin við Kollafjörðinn.

29


Samræðan

Skóli á tímamótum Hver eru brýnustu verkefni skólanna fram til 2020?

Nú er annar áratugur 21. aldar kominn vel á veg. Nýjar kynslóðir verða til og byltingarkenndar breytingar hafa átt sér stað á mörgum sviðum mannlífsins undanfarna áratugi. Nýjar námskrár hafa nú litið dagsins ljós fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og ákveðið hefur verið að efla og lengja kennaranám. Það er því engum vafa undirorpið að skólasamfélagið á Íslandi stendur á tímamótum. Í öðrum kafla námskránna segir að almenn menntun stuðli á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs og að hún miði að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Skólavarðan spurði nokkra félagsmenn KÍ hvað þeir sæju þegar þeir litu til framtíðar og veltu fyrir sér hver væru brýnustu verkefni skólanna á Íslandi fram til ársins 2020. Svörin þeirra hljóða svona:

Texti: GG Myndir: JS og fleiri

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Alma Hlíðberg, grunnskólakennari Hörðuvallaskóla „Það sem mér dettur fyrst í hug er að gera nemendur virkari í námi sínu með því að veita þeim greiðan aðgang að hvers kyns upplýsingum og nýta upplýsingatæknina til hins ýtrasta. Það kallar á breytta kennsluhætti og annan hugsunarhátt. Hlutverk kennarans ætti að vera að kenna nemendum að læra og veita þeim aðhald í þekkingarleit sinni. Við búum í upplýsingasamfélagi og skólinn þarf að taka mið af örri þróun og fylgja henni eftir.“

Bjarnheiður Kristinsdóttir, framhaldsskólakennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð „Brýnasta verkefni skólanna verður enn sem fyrr að mennta nemendur. Ekki er lengur víst að nemenda bíði eitt ákveðið starf eða hlutverk. Vissulega þarf áfram að bjóða upp á undirbúning fyrir sérhæft framhaldsnám en jafnframt þarf að undirbúa nemendur til að vera sveigjanlega og tilbúna til að takast á við margslungin verkefni. Ég held að í takt við þetta muni samskipti og samvinna innan veggja jafnt sem út fyrir veggi skólans aukast og það verður líka mikilvægara en áður að vera skapandi og úrræðagóður í skólastarfinu.“

Haraldur Bergmann Ingvarsson, grunnskólakennari í Hagaskóla „Mikilvægasti þátturinn í að gera skóla að góðum skóla er starfsfólkið. Fullkominn tölvukostur eða þaulhugsaðar námskrár geta gert sitt gagn en jákvæðir, vinnusamir og samheldnir starfsmenn hafa úrslitaáhrif. Því þarf starfsandi innan veggja skólans að vera góður og svo þurfa laun að vera mannsæmandi eftir fimm ára háskólanám. Það er því brýnt verkefni allra sem vinna í skólanum að bæta starfsandann því ef starfsmenn eru jákvæðir, ánægðir og vinnusamir þá smitast það til nemenda sem verða jákvæðari, ánægðari og duglegri í allri sinni vinnu og þegar öllu er á botninn hvolft þá hlýtur það alltaf að vera markmiðið.“

30


sAmRæÐAn

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Halla Kjartansdóttir, kennslustjóri í Menntaskólanum við Sund „Ný námskrá gerir ráð fyrir að nám stuðli að fjölbreytilegri hæfni nemenda í flóknu og síbreytilegu nútímasamfélagi en byggi ekki einungis á einstefnumiðlun þekkingar. Sjónarhornið er á hæfni nemandans að námi loknu og það er knýjandi að breyta kennsluháttum í samræmi við það. Námskráin nýja kallar á fjölbreytilegri leiðir í námsmati þar sem árangur nemenda verður metinn út frá hæfniviðmiðum og námið verður mun verkefnamiðaðra. Launakjör kennara þurfa að vera í takti við þessa þróun og endurspegla breyttar áherslur í kennarastarfinu.“

Sóley Halla Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla „Verkefni grunnskólanna á næstu árum eru fjölmörg og áhugaverð. Brýnt er að sinna enn frekar áhersluþáttum, svo sem að efla félagsfærni nemenda, sjálfsvitund og gagnrýna hugsun. Það er mikilvægt að haga skólastarfinu þannig að nemendur verði áhugasamir í náminu, þeir verði virkir þátttakendur, læri að vinna saman og tjá sig á fjölbreyttan hátt. Nútíminn er flókinn og samfélagið tekur örum breytingum. Við þurfum því að huga vel að því að nemendur okkar fái haldbæra menntun sem gerir þá að þroskaðri einstaklingum, umhyggjusömum og skapandi.“

Elín Anna Ísaksdóttir tónlistarskólakennari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar „Tónlistarnám er einstaklingsmiðað nám og því mikilvægt að horfa til fjölbreytileika nemendahópsins. Spyrja þarf hvernig best sé hægt að mæta þörfum hvers og eins í því skyni að auka gæði námsins enn frekar. Fjölbreytni og sveigjanleiki í kennsluháttum og námsmatsleiðum eru þar mikilvæg atriði. Það er spennandi verkefni fyrir okkur sem störfum við tónlistarkennslu að þróa þátt sköpunar í náminu og gera nemendur virkari í öllu námsferlinu. Mikilvægt er að efla kennaramenntun og auka áherslu á rannsóknir og þróunarstarf.“

Ásmundur Kristberg Örnólfsson, aðstoðarleikskólastjóri á Ægisborg „Brýnustu verkefni skólanna á næstu árum eru óþrjótandi og tæplega öll fyrirséð. Þó er klárt að skólafólk þarf að leggja áherslu á grunngildin, svo sem vináttu, kurteisi, réttlæti og skynsemi, því ekkert hjálpar manneskjunni betur að skilja sjálfa sig og greiða sér leið í flókinni veröld. Það þarf að leggja áherslu á þekkingarleitina umfram þekkinguna sjálfa, námið frekar en kennsluna. Skólastarf þarf aukin heldur að lúta sama aðalmarkmiði og hlýtur að vera í lífinu sjálfu, þ.e. að njóta þess, og lífsins verður ekki notið í námi án þess að leika, skapa og brosa.“

Anna Metta Norðdahl, leikskólakennari Sólhlíð „Háleit markmið nýrrar Aðalnámskrár leikskóla eru í sjálfu sér góð og göfug. Það er hins vegar fráleitt að ætla að gjörbylta öllu skólastarfi í leikskólum með innleiðingu nýrra grunnþátta án þess að veita aukið fjármagn í skólana og gefa þeim nauðsynlegan tíma. Starfsfólk leikskóla, sérstaklega sameinaðra leikskóla, hefur um langt skeið starfað undir miklu álagi án nokkurrar umbunar og það er hreint ekki á það bætandi.“

Þröstur Geir Árnason, framhaldsskólakennari í Verzlunarskóla Íslands „Ef skólinn á að auka hæfni einstaklingsins til að „takast á við áskoranir daglegs lífs“ eða „efla skilning hans á eiginleikum sínum“ er það brýnast verkefna að þróa kennsluhætti frá gömlum mötunaraðferðum í átt að sjálfstæðari vinnu nemenda. Skólinn þarf að þróast frá félags- og fræðslumiðstöðvarforminu yfir í það að vera vinnustaður nemendanna. Kennslufræðin hafa boðað það lengi að kennarinn er ekki lengur fræðari heldur verkstjóri. Skólarnir þurfa að taka mið af þessu með því að breyta námsaðstöðu og treysta nemendum fyrir viðameiri verkefnum sem reyna á hæfni þeirra og auka frumkvæði.“

31


Rannsóknir

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Guðrún Ragnarsdóttir. Texti: Guðrún Ragnarsdóttir Myndir: JS

Stóraukið starfsálag í framhaldsskólum landsins! Í þessari grein sem birt er í tveimur hlutum í september- og nóvembertölublöðum Skólavörðunnar er leitast við að gefa upplýsingar um álag í starfsumhverfi félagsmanna KÍ í framhaldsskólum og breytingar á þessum álagsbreytum frá 2008 til 2012. Greinilegt er að bæði starfsánægja og líðan félagsmanna hefur versnað á milli samanburðartímabila.

Guðrún Ragnarsdóttir framhaldsskólakennari og lýðheilsufræðingur rannsakaði líðan og starfsumhverfi félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) í framhaldsskólum árin 2008, 2010 og 2012. Hér er um einstæða samanburðarrannsókn að ræða meðal íslenskra kennara og niðurstöðurnar vitna því miður með ótvíræðum hætti um versnandi vinnuaðstæður og líðan milli ára. Til hvers? Öllum rannsóknunum er ætlað að varpa ljósi á það sem betur má fara í starfsumhverfi félagsmanna KÍ í framhaldsskólum með það að markmiði að stuðla að umbótum á starfsumhverfi þeirra, bæta líðan félagsmanna og auka starfsánægju þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar 2008 var að kanna líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara almennt. Árið 2010 var tilgangurinn að kanna breytingar frá fyrri rannsókn, meðal annars vegna breytts efnahagsástands og nýrra framhaldsskólalaga. Árið 2012 var tilgangurinn að afla upplýsinga um breytingar frá fyrri rannsóknum auk þess að kanna viðhorf félagsmanna til starfsumhverfis, núverandi vinnutilhögunar og fyrirhugaðra breytinga á vinnutímaskilgreiningum og þörf félagsmanna fyrir símenntun og starfsþróun. Alls tóku 901 (87%) framhaldsskólakennari þátt árið 2008, 892 (63%) árið 2010 og 1156 (63%) árið 2012. Allar samanburðartölur miðast við framhaldsskólakennara þar sem aðrir félagsmenn KÍ í framhaldsskólum tóku ekki þátt í fyrri rannsóknum. Aðferðafræði rannsóknarinnar er hægt að finna á vef KÍ, slóðin er ff.ki. is/?PageID=3267

32

Fyrri hluti

Langur vinnudagur og ógreidd yfirvinna Félagsmenn KÍ vinna almennt langan vinnudag og fá ekki greidda yfirvinnu í samræmi við lengd hans. Vinnudagurinn er lengstur hjá stjórnendum og stystur hjá náms- og starfsráðgjöfum. Vinnudagur framhaldsskólakennara í 100% starfi hefur lengst verulega frá efnahagshruni og munurinn er verulegur á milli kennarahópa, bóknámskennarar vinna lengri vinnudag en aðrir kennarahópar. Sú þróun sem átt hefur sér stað frá 2008, að framhaldsskólakennarar vinni æ lengri vinnudag og fái sífellt færri yfirvinnutíma greidda umfram vinnustundir, rennir stoðum undir það að niðurskurði í framhaldsskólum landsins er alls ekki lokið. Mikið hefur verið um það að fjölga nemendum í námshópum, einkum hjá bóknámskennurum, þar sem tækjafjöldi í verklegum greinum takmarkar þann fjölda nemenda sem geta stundað nám í viðkomandi grein. Rannsóknargögn sýna glögglega að niðurskurðurinn er fyrst núna farinn að hafa veruleg áhrif á félagsmenn því álagsbreytur hafa tekið stökkbreytingum frá árunum 2010-2012. Vel rúmlega sex af hverjum tíu náms- og starfsráðgjöfum og stjórnendum í framhaldsskólum landsins finnst vinnuálag vera ójafnt og verkefni hlaðast upp samanborið við rúmlega helming framhaldsskólakennara. Munur á vinnuálagi er jafnframt mikill á milli kennarahópa. Rúmlega sex af hverjum tíu bóknámskennurum finna fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefni hlaðist upp samanborið við einn af hverjum þremur verknámskennurum.


RAnnsóKnIR

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Starfsánægja og líðan félagsmanna KÍ í framhaldsskólum Starfsánægja félagsmanna KÍ í framhaldsskólum er að meðtaltali 7,7 (1,6) á skalanum 1-10 og enginn munur er á starfsánægju félagsmanna KÍ eftir stjórnendum, kennurum eða náms- og starfsráðgjöfum. Tafla 1 og mynd 1 sýnir hversu starfsánægja framhaldsskólakennara hefur dvínað milli rannsókna.* Framhaldsskólakennarar voru ekki eins ánægðir í starfi 2010 og þeir voru 2008 (t (864) = -2,0, p < 0,05) og starfsánægja þeirra hefur dalað enn meira frá 2010 til 2012 (t (1029) = -3,5, p < 0,001). Hlutfallslega fleiri þátttakendur gefa starfsánægju sinni einkunnina 5 og undir nú en áður. 2008 (N=873)

2010 (N=865)

2012 (N=1030)

Meðaltals starfsánægja

8,0 (1,4)

7,9 (1,6)

7,7 (1,6)

Fjöldi þátttakenda með 5 og undir

55 (6%)

72 (9%)

100 (10%)

Tafla 1. Starfsánægja framhaldsskólakennara frá 2008 til 2012.*

Mynd 1. Starfsánægja framhaldsskólakennara.*

Líðan í vinnunni Félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum líður almennt vel í vinnunni, líkamlega (992(88%)), félagslega (986(88%)) og andlega (865 (86%)). Þegar vellíðunarbreytur eru bornar saman milli tímabila þá fækkar árið 2012 um fimm prósentustig í þeim hópi framhaldsskólakennara sem líður mjög vel í vinnunni andlega, líkamlega og félagslega samanber myndir 2a-c.*

Mynd 2a. Líkamleg líðan í vinnunni.

Mynd 2b. Andleg líðan í vinnunni.

Rannsóknargögn sýna glögglega að niðurskurður er fyrst núna farinn að hafa veruleg áhrif á félagsmenn KÍ í framhaldsskólum. Álag hefur tekið stökkbreytingum frá árunum 2010-2012. Félagsmenn vinna almennt langan vinnudag og fá ekki greidda yfirvinnu í samræmi við lengd hans.

Mynd 2c. Félagsleg líðan í vinnunni.

33


RAnnsóKnIR

Skólavarðan 5.tbl. 2010

Lengd vinnudags félagsmanna KÍ í framhaldsskólum Vinnudagur félagsmanna KÍ í framhaldsskólum er almennt langur. Helmingur (473 (50%)) félagsmanna KÍ í framhaldsskólum í fullu starfshlutfalli vinnur tíu klukkustundir á dag eða lengur samanber mynd 3. Stjórnendur vinna að jafnaði lengst og náms- og starfsráðgjafar styst (χ2 (6)=22,8, p<0,001).

Vinnudagur framhaldsskólakennara er að lengjast aftur eftir efnahagshrun. Þrátt fyrir það hefur greidd yfirvinna dregist verulega saman.

Mynd 3. Lengd vinnudags.

Alls fengu 780 (85%) félagsmenn greidda yfirvinnu á síðastliðinni haustönn en fjöldi greiddra vinnustunda er ekki í samræmi við lengd vinnudags (mynd 3 og tafla 2). Sá hluti stjórnenda (29 (49%)) sem vinnur 10-12 klst. daglega (mynd 3) ætti t.d. að fá greiddar 10-20 klst. í yfirvinnu á viku hverri ef gert er ráð fyrir átta stunda vinnudegi en einungis átta stjórnendur (16%) ná því viðmiði (tafla 2). Náms- og starfsráðgjafar N (%)

Kennarar N (%)

Stjórnendur N (%)

Hlutfall þeirra sem fá greidda yfirvinnu

13 (48%)

717 (87%)

50 (86%)

1-5 klst.

8 (62%)

388 (54%)

22 (44%)

6-10 klst.

4 (31%)

255 (36%)

20 (40%)

>10 klst.

1 (7%)

74 (10%)

8 (16%)

Tafla 2. Vikuleg greidd yfirvinna.

Vinnudagur framhaldsskólakennara er að lengjast aftur eftir efnahagshrun (tafla 3). Þrátt fyrir það hefur greidd yfirvinna dregist verulega saman (tafla 4). Að jafnaði vinnur annar hver (473 (50%)) kennari í fullu starfi tíu klukkustundir eða meira daglega (mynd 3) en einungis 74 (10%) fá greidda yfir tíu yfirvinnutíma á viku (tafla 4). 2008 N (%)

2010 N (%)

2012 N (%)

<7 klst.

29 (4%)

40 (6%)

43 (5%)

7-9 klst.

342 (45%)

277 (52%)

386 (45%)

10-12 klst.

297 (40%)

255 (36%)

309 (36%)

>12 klst.

89 (11%)

49 (6%)

120 (14%)

Tafla 3. Lengd vinnudags framhaldsskólakennara í 100% starfi.* 2008 N (%)

2010 N (%)

2012 N (%)

1-5 tímar

192 (27%)

279 (40%)

388 (54%)

6-10 tímar

277 (39%)

251 (36%)

255 (36%)

> 10 tímar

242 (34%)

167 (24%)

74 (10%)

Tafla 4. Vikuleg greidd yfirvinna framhaldsskólakennara.*

34


RAnnsóKnIR

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Tafla 5 sýnir hvernig vinnudagur kennara sem ekki eru með greiddar yfirvinnustundir hefur lengst árin 2010-2012. Árið 2010 unnu 17 (20%) kennarar tíu klukkustundir eða lengur daglega samanborið við 42 (42%) árið 2012. Munurinn er tuttugu og tvö prósentustig á milli rannsóknartímabila. <7 klst. N (%)

7-9 klst. N (%)

10-12 klst. N (%)

>12 klst. N (%)

2012

6 (6%)

53 (52%)

31 (31%)

11 (11%)

2010

6 (7%)

62 (73%)

13 (15%)

4 (5%)

2008

7 (9%)

53 (69%)

16 (21%)

1 (1%)

Tafla 5. Lengd vinnudags framhaldsskólakennara í 100% starfshlutfalli sem ekki fá greidda yfirvinnu.*

Kennarahópar í 100% starfshlutfalli vinna einnig mislangan vinnudag (χ2 (12)=37,6, p<0,001) samanber mynd 4. Dagurinn er lengstur hjá bóknámskennurum. Um sex af hverjum tíu bóknámskennurum vinnur tíu klukkustundir eða meira daglega, samanborið við þrjá af hverjum tíu sem merktu við annað. Alls vinna 232 (41%) bóknámskennarar 10-12 klst. daglega og ættu því að fá greiddar 10-20 yfirvinnutíma á viku en einungis 45 (9%) bóknámskennarar fá greidda yfir tíu yfirvinnutíma (tafla 6). Þriðjungur (24 (33%)) verknámskennara vinnur tíu klukkustundir eða meira daglega og 20 (16%) kennarar í þeim hópi fá greidda yfir tíu yfirvinnutíma (mynd 4 og tafla 6).

Guðrún Ragnarsdóttir.

Mynd 4. Lengd vinnudags og kennarahópar. Starfsnámskennari N (%)

Listnámskennari N (%)

Verknámskennari N (%)

Bóknámskennari N (%)

Annað N (%)

Hlutfall þeirra sem fá greidda yfirvinnu

21 (84%)

30 (60%)

121 (90%)

495 (79%)

50 (75%)

1-5 klst.

9 (43%)

23 (77%)

48 (40%)

285 (58%)

35 (70%)

6-10 klst.

8 (38%)

7 (23%)

53 (44%)

165 (33%)

10 (20%)

>10 klst.

4 (19%)

20 (16%)

45 (9%)

5 (10%)

Dagurinn er lengstur hjá bóknámskennurum. Um sex af hverjum tíu bóknámskennurum vinnur tíu klukkustundir eða meira daglega, samanborið við þrjá af hverjum tíu sem merktu við annað.

Tafla 6. Vikuleg greidd yfirvinna og kennarahópar.

Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is

www.boksala.is

35


Tölfræðin

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Texti: KEG Myndir: OSJ

Frá gráu í grænt ... og bláu í rautt. Helmingur framhaldsskólakennara fer á eftirlaun á næstu fimmtán árum og konur yfirtaka framhaldsskólann. Oddur S. Jakobsson hagfræðingur KÍ vinnur í sífellu rannsóknir á kjörum félagsmanna KÍ og vinnuumhverfi. Ofangreindar upplýsingar – að um helmingur framhaldsskólakennara fer á eftirlaun á næstu árum og að konur munu innan skamms yfirtaka framhaldsskólann miðað við óbreytta þróun – eru tvö merkileg krækiber í berjalandinu hans Odds sem full ástæða er til að staldra við. Kennarar hafa auðvitað vitað þetta lengi. En átta stjórnvöld og landsmenn sig á þýðingu þessa? Þarf kannski eitthvað að ræða það? Miklar lýðfræðilegar breytingar eru fyrirsjáanlegar í framhaldsskólum landsins. Á næstu fimmtán árum siglir helmingur flotans í höfn. Helmingur framhaldsskólakennara. Það er ekki lítið. Þetta mun hafa mikil áhrif á skólabrag og þróun framhaldsskólans og auðvitað hefði verið heppilegra að aldursdreifingin væri jafnari. Þá er einnig líklegt að konur verði í miklum meirihluta kennara þegar þessar breytingar hafa gengið í garð og nú þegar hefur kvenkennurum fjölgað mjög í framhaldsskólum. Sú breyting varð fyrir nokkrum áratugum í grunnskólanum og var að margra mati aðalorsök þess að starfið varð minna metið og verr launað - eins og títt er um kvennastörf. Við erum nú ekki komin lengra en þetta í jafnrétti kynjanna. Nú er ekki nokkur skapaður hlutur að því að vera 50 + og/eða kona. En varla getur það talist jákvæð breyting þegar helmingur kennara yfirgefur skólastofnun nánast á einu bretti og fer á eftirlaun. Það hlýtur að skaða skólana og rýra menntunina rétt eins og atgervisflótti skaðar samfélög og skilur okkur eftir enn vitlausari en við vorum fyrir. Eða þegar konur fylla smám saman öll kennarastörf án þess að samfélagið líti á kennslu sem mikilvægt ábyrgðarstarf sem metið skuli til launa, eins og „einu sinni var“ þegar karlar ráku skólana, stjórnuðu þeim og

kenndu við þá. Konur eru nú þegar (eða reyndar þegar það var kannað haustið 2010) um 80% kennara grunnskólans og um 95% kennara leikskólans. Ef svo fer sem horfir, þ.e. með óbreyttri þróun, verða konur um 80% kennara í framhaldsskólum árið 2026. Það eru fjórtán ár þangað til. En er eitthvað slæmt að ungir og ferskir kennarar flykkist inn í framhaldsskólann? Nei og já. Hverjir verða mentorar ungu kennaranna þegar skiptin eru svona brött? Þeir gamalreyndu eru ótæmandi fróðleiksbrunnur og flestir ósínkir á að miðla reynslu sinni sé til þeirra leitað. Í norskri rannsókn Are Turmo og Per O. Aamodt frá 2007 (Pedagogisk og faglig kompetanse blant lærere i videregående skole) koma fram vísbendingar um þá leitni að ungir framhaldsskólakennarar sjái skólann einungis sem tímabundinn starfsvettvang, eða í um fimm til tíu ár. Um helmingur kennara sem yngri eru en fertugir fylla þennan hóp. Þetta hefur ekki verið kannað hérlendis en alþjóðlegar rannsóknir sýna sömu stefnu hjá yngra fólki víða um lönd og í mörgum starfsstéttum. Allar rannsóknirnar eru þó frá því fyrir hrun og ekki ólíklegt að efnahagsþrengingar undangenginna ára hafi breytt þessari mynd, hvað svo sem verður. En gefum okkur rétt sem snöggvast að við réttum úr kútnum og ungt fólk líti í síauknum mæli á framhaldsskólakennslu sem fyrsta skrefið á starfsframabrautinni og staldri ekki lengi við. Þetta er nokkuð sem okkur ber að huga að til að skilja framhaldsskólann ekki eftir á köldum klaka – mikið gegnumstreymi kennara er arfaslæmt fyrir skóla og nemendur.

Skipting 1.526 KÍ-­‐félaga með 25 til 100% starfshlutfall í ríkisreknum framhaldsskólum eftir kyni í sept. 2011.

Framhaldsskólakennarar 2026 ?

Heimild: Fjármálaráðuneytið

Konur

Karlar 44%

80% ÓbreyN þróun?

Konur 56%

Karlar

20% 29.3.2012

Oddur S. Jakobsson

36

29.3.2012

Oddur S. Jakobsson


töLfRæÐIn

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Oddur S. Jakobsson hagfræðingur KÍ

Dreifing 679 KÍ-­‐félaga með 25 til 100% sthl. í ríkisreknum framhaldsskólum eftir aldri og kyni í sept. 2011. Heimild: Fjármálaráðuneytið

Karlar 40

50 ára og eldri:

35

60%

Fjöldi einstaklinga

30 25 20 15 10 5

Helmingur framhaldsskólakennara fer á eftirlaun á næstu fimmtán árum og konur yfirtaka framhaldsskólann.

0 21 23 25 27 29 31 33 35 37 39 41 43 45 47 49 51 53 55 57 59 61 63 65 67 69 Aldur (sept. 2011)

29.3.2012

Oddur S. Jakobsson

Dreifing 847 KÍ-­‐félaga með 25 til 100% sthl. í ríkisreknum framhaldsskólum eftir aldri og kyni í sept. 2011. Heimild: Fjármálaráðuneytið

Konur 40

50 ára og eldri:

35

40%

Fjöldi einstaklinga

30 25

20 15 10 5 0 21 23 25 27 29 31 33 35 37 39 41 43 45 47 49 51 53 55 57 59 61 63 65 67 69 Aldur (sept. 2011)

29.3.2012

Oddur S. Jakobsson

Þeir sem vilja kynna sér betur útreikninga Odds geta fundið fleiri skýringarmyndir á vef KÍ www.ki.is

37


Námskrárnar

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Börn úr leikskólanum Klömbrum.

Lærum hvert af öðru, virkjum grunnþættina Fjölsótt málþing í Flensborgarskóla. Fjögur hundruð og fimmtíu þátttakendur voru á málþingi sem haldið var í Flensborgarskóla föstudaginn 31. ágúst sl. undir yfirskriftinni „Lærum hvert af öðru - Virkjum grunnþættina.“ Nýútkomnar aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla voru þar lagðar til grundvallar og málþingið haldið í tilefni af útkomu þeirra. Með útgáfu nýrra aðalnámskráa er brotið blað í íslensku skólastarfi. Áherslan er færð á nemandann og hæfni hans til að takast á við áskoranir daglegs lífs, starfsumhverfis og næsta skólastigs. Nám í skóla felur ekki einungis í sér aukna þekkingu, leikni og hæfni í mismunandi námsgreinum heldur stuðlar jafnframt að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Liður í því er innleiðing grunnþátta sem eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

38

Texti: Haraldur Bjarnason Myndir: JS


Námskrárnar

Skólavarðan 1. tbl. 2012

„Menntun er lykill að öllu í samfélaginu.“ Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Það voru Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands sem stóðu fyrir málþinginu í samvinnu við Flensborg. Málþinginu var varpað beint út á netið og þannig var hægt að fylgjast með því um allt land. Nemendur í fjölmiðlun við Flensborgarskóla áttu veg og vanda að útsendingunni undir stjórn kennara síns, Halldórs Árna Sveinssonar. Upptökur frá málþinginu má nálgast á fréttavef Flensborgar, gaflari.is. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra setti málþingið og flutti inngangsorð. Að því loknu tóku við fjögur inngangserindi um innleiðingu grunnþátta málþingsins og kölluðust þau kveikjur á dagskránni. Málstofurnar að loknum kveikjum voru fjórtán talsins og höfðu þessar yfirskriftir: 1. Jafnrétti í skólastarfi 2. Lýðræði og mannréttindi í skólastarfi 3. Heilbrigði og velferð í skólastarfi 4. Sköpun í skólastarfi 5. Sjálfbærni í skólastarfi 6. Læsi í skólastarfi 7. Þáttur nemenda 8. Þáttur stjórnenda 9. Áhrif á námsmat 10. Grunnþættir á yngra stigi og í leikskólum 11. Grunnþættir á unglingastigi og í framhaldsskólum 12. Grunnþættir í leikskólastarfi 13. Grunnþættir í grunnskólastarfi 14. Grunnþættir í framhaldsskólastarfi Námskrárnar eru grundvöllur fyrir samræðu Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir ánægju sinni með að þessu málþingi hefði verið hleypt af stað og ekki síst hversu vel það væri sótt. Hún þakkaði gott samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Ekki síst sagðist hún þakka starfsmönnum og nemendum Flensborgar fyrir

Sjálfbærni ætti að hafa í huga í öllu skólastarfi. Sjálfbær þróun snýr ekki bara að umhverfismálum. Hún snýr líka að menntamálum og samfélagsmálum.

góðan undirbúning og vel væri við hæfi að halda málþingið í Flensborg sem ætti merkilegan stað í menntasögu landsins sem einn elsti skóli þess. Upphaflega sem barnaskóli, síðan gagnfræða- og alþýðuskóli. Þar hefði líka verið stofnað til kennarafræðslu árið 1891. Nýjasta tækni væri notuð við þetta málþing og nemendur fjölmiðladeildar í Flensborg vörpuðu inngangserindum á netið og hún bauð velkomna þátttakendur í málþinginu víða um land. „Almenn menntun var eitt af þremur atriðum sem Jón Sigurðsson forseti sagði grundvöll fyrir sjálfstæði Íslands og það hefur auðvitað gífurlega mikið breyst síðan Jón var að alast upp,“ sagði Katrín og bætti við að nýju námskrárnar væru grundvöllur fyrir samræðu um starfið í skólunum og hún væri jafnframt mikilvægur grunnur til að byggja ofan á þær. Því væri þetta málþing og málstofurnar sem því fylgdu góð byrjun. Hún talaði um sjálfbærni og hversu víðtækt það hugtak væri. „Sjálfbærni ætti að hafa í huga í öllu skólastarfi. Sjálfbær þróun snýr ekki bara að umhverfismálum. Hún snýr líka að menntamálum og samfélagsmálum,“ sagði Katrín. Hún sagði að menntun væri lykillinn að öllu í samfélaginu og nýju námskrárnar hefðu vakið það mikla athygli að horft væri til þeirra á hinum Norðurlöndunum. Þurfum að komast út úr kössunum Fyrsta kveikjan var í umsjá Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra Hornafjarðar. Hún varpaði á skjáinn landakorti með ör sem sýndi hvar

39


Námskrárnar

Ráðstefnugestir í Flensborgarskóla skiptu hundruðum.

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Magnús Þorkelsson.

Við fengum þetta nýja hús árið 2006 og þá byrjuðum við á að endurskipuleggja mötuneytið og sex árum seinna er sjoppan horfin úr nágrenninu.

Höfn í Hornafirði væri.Hún sagðist svo sem ekki ætla að viðstaddir væru svo fávísir í landafræði að vita ekki hvar Hornafjörður væri heldur gerði hún það til að sýna að Hornafjörður væri jaðarbyggð bæði á Austur- og Suðurlandi. Þannig hefðu íbúar þar þurft að bjarga sér í fámennu samfélagi og byggja upp. Ragnhildur fjallaði svo um lærdómssamfélagið á Höfn. „Ef við ætlum að sjá samfélag, sem býður upp á menntun í þágu fólksins og í þágu samfélagsins, þá þarf menntun að vera sjálfsagður hluti af samfélaginu allan ársins hring og við þurfum að skapa aðstöðu til þess með misjöfnum hætti, á misjöfnum stöðum og á misjöfnum tímum,“ sagði Ragnhildur. Hún bætti við að menntun væri lykill að öflugu atvinnulífi, öflugum einstaklingum og öflugu samfélagi. „Við á Hornafirði gerðum okkur grein fyrir því að ef við ætluðum að lifa eftir þessari sannfæringu, að menntun skipti máli, þá þyrftum við að skapa samfélag sem byði upp á menntun í þágu fólksins sem býr þar og í þágu samfélagsins en ekki í einhverjum kerfum. Við fórum að að tala saman en orð eru til alls fyrst. Við rákumst víða á veggi. Þarna eru margir stórir kassar. Við ætluðum að fá einhverjar samræmdar leiðir inn í öll skólastig í þessu litla samfélagi. Það gekk ekki og ég spyr, höfum við efni á að raða okkur inn í svona kassa?“ sagði Ragnhildur og átti við að fjármagnið væri alls staðar njörvað niður eftir skólastigum, sveitarfélögum og ríki. Þannig væri erfitt fyrir lítil samfélög að veita þjónustu á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla en samt væri þetta hægt með nútíma tækni. „Við þurftum því að komast út úr þessum kössum,“ sagði hún. Ragnhildur sagði nýsköpunarmiðstöðina Nýheima á Höfn mikilvæga. „Þegar þessar snilldar námskrár komu út sáum við tækifæri til að sækja um til Sprotasjóðs og fá verkefni inn í Nýheima sem tengir saman öll menntastig. Við mynduðum stýrihóp með stjórnendum allra þessara fræðslustiga og réðum verkefnisstjóra, Sigurð Mar Halldórsson kennara. Í vetur ætlum við okkur að mynda sex hópa með fulltrúum úr öllum skólum og skólastigum. Þar á að ræða hvernig við getum unnið saman að þessu verkefni. Við fáum hjálp utan skólanna við þessa vinnu. Við ætlum að tala okkur niður á sameiginlega niðurstöðu.

40

Lokamarkmiðið er að við verðum með sáttmála um skólastefnu sveitarfélagsins Hornafjarðar,“ sagði Ragnhildur Jónsdóttir. Heilsuefling skiptir máli Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla, fjallaði um heilbrigði og velferð í skólastarfi. Hann útlistaði þá stefnu sem Flensborg hefði tekið í heilsueflingu og hollustu. „Við fengum þetta nýja hús árið 2006 og þá byrjuðum við á að endurskipuleggja mötuneytið og sex árum seinna er sjoppan horfin úr nágrenninu.“ Hann sagði öllum ljóst að heilsuefling skipti máli enda vellíðan mikilvæg í námi. „Við byrjuðum með aðlögun að þessu árið 2009 og vorum komin af stað með þetta að fullu árið 2010. Verkefnið Heilsueflandi skóli felst í fjórum þemum; næringu, hreyfingu, geðrækt og lífstíl. Nú erum við á þriðja árinu og ætlum sannarlega að rækta geð okkar á 130 ára afmælisári skólans en við miðum afmæli skólans við stofnun alþýðuskóla hér í Flensborg árið 1882.“ Fyrsta árið í þessu verkefni Flensborgarskólans snerist um næringu, settar voru upp fræðslusýningar í skólanum, bæði í anddyri og á bókasafni. Þá var hafin breyting á mötuneyti og Magnús sagði starfsmenn hafa verið svo heppna að fá að vinna með Lýðheilsustöð að gerð handbókar þannig að þeir hafi í raun verið búnir að ná öllum sínum markmiðum fyrr en til stóð og því hefði þurft að setja ný. Hreyfingin kom svo á öðru ári og hófst með almenningshlaupi, sem upphaflega átti einungis að vera með þátttöku nemenda og kennara en áhuginn var svo mikill utan skólans að um 300 hlauparar mættu. „Þeir hlupu í átt að Kaldárseli og rötuðu allir til baka.“ Í framhaldi af því var svokallað Lífshlaup sett af stað í samstarfi við ÍSÍ. „Stærsta verkefnið var svo í samvinnu við aðra skóla í bænum og kallaðist Hafnarfjörður á iði. Við settum síðan saman gönguleiðakort sem er hér úti á plani.“ Magnús sagði öll þessi þemu hafa beina vísun í grunnþætti námskrár. Á næsta ári er þemað lífstíll og segir Magnús að án efa verði jafn gaman að takast á við það eins og verið hafi með hin þrjú. Þemun fjögur eiga svo að rúlla áfram næstu árin.


Námskrárnar

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Arnór Guðmundsson.

Ráðstefnugestir.

Guðlaug Sturlaugsdóttir.

Ragnhildur Jónsdóttir.

Börnin skilji hringrásina Jónína Lárusdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Klömbrum sagði nauðsynlegt að námið í leikskólanum væri skipulagt þannig að barnið geti notið bernsku sinnar. Hún sagði markmiðið vera að þroska hæfileika barna. „Barnið upplifir ekki hindranir sem mistök, heldur sem ábendingu um að velja aðra leið. Þannig eflist sjálfstraust barnsins. Við leggjum áherslu á að börnin hafi efnivið við hæfi. Börnin bjarga sér oft með knappan efnivið. Þannig sjáum við til dæmis að ef límband er ekki fyrir hendi þá reyna þau að nota band.“ Hún sagði samræðu, hvatningu, hjálpsemi og stuðning vera hluta af sköpunarferlinu og í því ferli væri annað fólk mikilvægt. Börnin lærðu líka mikið af umhverfinu og til dæmis af því að fara á sýningar. Það nýttu börnin sér svo í verkefnum sínum í leikskólanum. Börnin ættu að vera virkir þátttakendur í sjálfbærni. „Sjálfbærni í skólastarfi snýst um að börnin skilji hringrásina, t.d. með moltugerð. Þau þurfa að taka þátt í að gróðursetja og temja sér nýtni og endurnýtingu. Við leggjum áherslu á að við skilum jörðinni eins og við tókum við henni. Börnin taka ákvörðun um hverju á að henda, hvað við getum notað áfram í leikskólanum og hvað á að fara til endurvinnslu. Þau þurfa að gera sér grein fyrir að allt hefur sinn tíma. Það tekur tíma að rækta tré og það tekur tíma að smíða kassabíl, svo dæmi séu tekin.“ Jónína sagði að börnin þurfi að finna að þau taki líka ákvarðanir. „Við þurfum að tryggja að börnin okkar alist upp í samfélagi þar sem viðhorf eins og umburðarlyndi og ábyrgð ríkja,“ voru lokaorð Jónínu Lárusdóttur.

byggir á og það er hlutverk okkar kennaranna og annarra fagmanna að vinna að þessum þáttum. Það er ýmislegt nýtt í þessari námskrá,“ sagði hún og setti upp grunnþættina á glæru til að minna fólk á. „Þegar ég renndi yfir námskrána nýju þá sá ég að í formála Katrínar Jakobsdóttur kemur raunar fram allt sem þarf að segja. Þar stendur: „Það eru gömul sannindi og ný að engin raunveruleg þróun verður í skólastarfi nema fyrir tilstuðlan kennara og skólastjórnenda.“ Þannig að ef við vinnum vinnuna okkar þá bara gengur þetta vel.“ Guðlaug sagðist vilja ræða þátt stjórnenda og þá ætti hún ekki bara við skólastjóra heldur aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra líka. Hún sagði að aðalnámskráin þyrfti að komast á dagskrá hjá þessu fólki því hún væri frábært tæki til skólaþróunar ef hún væri nýtt sem slíkt. „Auðvitað hefur ýmislegt breyst frá fyrri námskrá en annað hefur ekki breyst eins mikið. Hvar standa skólarnir, hvað hefur breyst og hvað þarf að breytast? Við þurfum að horfa svolítið inn á við í hverjum skóla fyrir sig og skoða hverju við viljum breyta. Við þurfum að spyrja okkur hvað breytingar geri kennslunni. Kennslan er það sem þetta snýst um og það sem gerist í skólastofunni.“ Guðlaug sagði hins vegar vandann vera þann að mikið væri að gera og taldi upp ýmislegt sem þyrfti að sinna. Þess vegna þyrfti að finna rétta tímann fyrir námskrána. Það væri örugglega ekki á haustin. „Við ákváðum að setja þetta á dagskrá. Þetta þarf ekki endilega að kallast innleiðing aðalnámskrár. Það getur alveg eins heitið þróunarverkefni eins og er til dæmis hérna í Flensborgarskóla. Við höfum líka símenntunartíma sem við getum nýtt í þetta. Þetta þarf ekki að vera sérverkefni heldur hluti af skólaþróuninni. Með því að nýta símenntunina finna kennararnir betur hvernig þetta nýtist í starfi. Sveitarfélögin þurfa að setja peninga í símenntun kennara og við erum svo heppin að Seltjarnarnes hefur gert það svo við höfum getað keypt til okkar sérfræðiþekkingu,“ sagði Guðlaug Sturlaugsdóttir.

Aðalnámskráin þarf að komast á dagskrá Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, sagði að sér hefði verið falið að fjalla um grunnþætti aðalnámskrár og þátt stjórnenda í að innleiða þær en hún léti ekki alltaf vel að stjórn þannig að hún myndi fara um víðan völl. „Grunnþættirnir eru það sem allt

41


Í deiglunni

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Cynthia Germanotta mamma Lady Gaga og sprautan að Born this Way. Myndin er frá fyrirlestri hennar í ágúst sl. á ráðstefnu um eineltisforvarnir á vegum bandaríska menntamálaráðuneytisins. Myndir: Lingjing Bao Talk Radio News www.talkradionews.com

Texti: KEG

Hugrakkt og hlýlegt samfélag með valdeflingu barna og ungmenna Stefani Joanne Angelina Germanotta er með yfir 13 milljónir fylgjenda á Twitter og 40 milljónir aðdáenda á Facebook. Manneskja sem svona margir fylgjast grannt með hefur áhrif, á því leikur ekki nokkur vafi. Gaga er sem betur fer ein þeirra ofurfrægu sem kjósa að nýta sér frægðina til að afla fylgis við mannbætandi hugmyndir og góð verk. „Born this way“ heita samtök sem Lady Gaga og móðir hennar, Cynthia Germanotta, stofnuðu í fyrra og eru samnefnd plötu dívunnar frá 2010. Markmiðið er að vinna að umburðarlyndu samfélagi þar sem fjölbreytni er hyllt og einstaklingar metnir að verðleikum og efldir til góðra verka. Mæðgurnar vilja leggja sitt af mörkum til að skapa börnum og ungmennum öruggt umhverfi þar sem þau styrkjast og fá möguleika til að móta betri og hugrakkari heim. „Við trúum því að allir hafi rétt til að finna fyrir öryggi, upplifa valdeflingu og breyta heiminum,“ segir á vef samtakanna, bornthiswayfoundation.org

að auka jákvætt atferli en draga úr því neikvæða og það myndi einkenna starfsemi þeirra í samhengi við grunnstoðirnar þrjár. Fulltrúa Skólapúlsins var boðið til að segja frá mánaðarlegri upplýsingaöflun um velferð og andlega heilsu íslenskra nemenda, en rannsóknir og mælingar verða einn angi af starfsemi Born this way, bæði til þess að undirbúa og svo endurmeta hvort og þá hversu vel aðgerðir samtakanna virka.

Samtökin hvíla þannig á og hverfast um þrjú atriði: • Að auka öryggi barna og ungmenna, • efla leiðtogafærni þeirra og • gefa þeim möguleika til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Þessar áherslur hafa hlotið skammstöfunina SSO sem stendur fyrir safety-skills-opportunity. Skólapúlsinn á ráðstefnu Lady Gaga Born this way á í samræðu við fjölda fólks um hvernig hægt sé að vinna að áherslumálum samtakanna. Brian Suda veftölvunarfræðingur Skólapúlsins sótti í febrúarlok á þessu ári sérfræðiráðstefnu um velferð barna þar sem samtökunum var ýtt úr vör. Brian kynnti þar til leiks aðferðafræði Skólapúlsins við sjálfsmat og þróunarstarf skóla og var ekki í slæmum félagsskap. Þarna mætti meðal annarra Howard Gardner fjölgreindargúrú og fleiri sérfræðingar til að ræða saman um grunnstoðir samtakanna og fyrstu verkefni þeirra gegn einelti. Lady Gaga benti á að útgangshugsun samtakanna væri fremur

42

Dr. Young Zhao

Lafðin er lýsandi dæmi um gagnsleysi ríkjandi viðmiðs Dr. Young Zhao er alþjóðlega þekktur fræðimaður sem vinnur mest á samtengdu sviði menntunar, hnattvæðingar og tölvutækni. Hann hefur bloggað um Lady Gaga og hér er útdráttur úr mjög áhugaverðri grein hans um lafðina og hvernig börnum eins og henni var tekið í þorpinu þar sem

hann ólst upp. Zhao er frá landbúnaðarþorpi í Sichuan héraði og þegar unga fólkið fór til borgarinnar sem farandverkamenn sátu eftir um fimmtíu manns. Enginn þeirra hefur nokkurn tíma heyrt minnst á Lady Gaga og „myndi ekki finnast hún áhugaverð á nokkurn hátt“. Þegar Zhao var að alast upp þótti eftirsóknarverðast í fari ungs fólks að geta stjórnað vatnabuffölum sem plægðu hrísgrjónaakra. Þá var gott að hafa krafta í kögglum. Það er frekar ólíklegt að Lady Gaga kæmi að miklu gagni við að hlaupa eftir moldartroðningum með bambusprik yfir axlirnar og hundrað kíló af sætum kartöflum á hvorum enda, en hugsanlega hefði hún getað orðið góður vatnabuffalastjórnandi. „Ef hún hefði fæðst í


Í deiglunni

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Litið hefur verið framhjá hæfni í og næmni fyrir mynstri, sögu, hljómfegurð, samkennd, leik og merkingu sem er nauðsynlegt á öld hugtaka og hugmynda. Hæfileikar á þessum sviðum draga ekki úr nytsemi röklegrar og greinandi hugsunar og hæfni í hinu mállega og magnbundna.

Börn þurfa öruggt umhverfi til að vera þau sjálf, þora að tjá hugsanir sínar og hugmyndir, þau þurfa getu til að ná sér í færni sem gagnast þeim í lífinu og möguleika til að beita færni sinni. Born this way leggja áherslu á að ná fram raunverulegum breytingum þar sem SSO dafnar og vex.

þorpinu mínu hefði hún orðið afspyrnu lélegur bóndi. Þess utan hefðu þeir hæfileikar sem hún nýtur velgengni fyrir þótt gagnslausir, koma henni í mikil vandræði og vera skammarlegir fyrir fjölskyldu hennar. Foreldrar hennar hefðu reynt til þrautar að kenna henni að kjöt væri ekki föt, söngur setti ekki mat á borðið og enginn myndi vilja giftast stelpu með svona villt hár. Loks myndu þeir kenna henni að sækja vatn í brunninn til að búa hana undir að bera sætar kartöflur.“ Zhao efast líka um að Lady Gaga hefði gengið vel á færibandinu hjá Ford, hún hefði átt erfitt með að fylgja reglum og endurtaka af nákvæmni sömu verkin aftur og aftur en hefði hins vegar vakið lukku einu sinni á ári, á Hrekkjavökunni. „Hún hefði annað hvort verið rekin á fyrsta degi eða „menntuð“ til að gleyma ástríðu sinni, þrá og tónlistarhæfileikum, ef hún hefði þá þolað slíkt „endurmenntunarnámskeið“.“ „Margir einstaklingar líkir lafðinni hafa fæðst í þorpi eins og mínu í gegnum söguna“, segir Zhao. „Og þeir hafa verið „menntaðir“ til að verða eitthvað allt annað.“ Zhao bendir á að hvert samfélag vilji fólk sem tileinkar sér þá getu, þekkingu og færni sem fellur að hagkerfi þess. Menntun og skólun séu því sniðin að þörfum samfélagsins á hverjum stað og tíma. „Lengst af í mannkynssögunni þurftu samfélög einungis á mjög þröngu sviði mannlegra hæfileika að halda, miklum fjölda fólks á því sviði, og svo sárafáum öðrum með sértækar þrár og hæfni. Afrakstur þessa er ráðandi menntunarviðmið, sem gengur út á að þrengja að víðfeðmum og fjölbreyttum hæfileikum, hugðarefnum og getu mannsins yfir í það sem samfélagið álítur gagnlega færni og þekkingu á vinnumarkaði.“ Að sögn Zhao er þetta viðmið ekki einungis enn í gangi heldur ósveigjanlegra, skipulagðara og meira þvingandi en fyrr í sögunni. Ríkisstjórnir leggja mikla vinnu í að skilgreina gagnlega færni og þekkingu í gegnum námskrár, staðla, kennslubækur, próf og með fjárveitingum. Í BNA, segir Zhao, hafa skólar þrengt námið á þann hátt að ef nemanda gengur illa í ensku eða stærðfræði á samræmdum

prófum er hann álitinn í brottfallshættu og sendur í sérkennslu, skólar og kennarar sem standa á bak við nemendahópa undir meðaltali á þessum prófum eru taldir standa sig slælega. Þetta er ástæðan fyrir því að tímum í list- og verkgreinum, íþróttum, félagsvísindum og erlendum tungumálum hefur ýmist verið fækkað eða þeir teknir út. Dr. Young Zhao varar við þessari þróun. Hann álítur að fólk eins og Lady Gaga sé lýsandi dæmi þess að nú á tímum hefur samfélagið ekki mesta þörf fyrir að flestir sinni sömu störfum á þröngu sviði heldur fleyti það mannkyninu þvert á móti áfram að nýta sér allan skalann, styrkjast í hugðarefnum sínum og hæfileikum. Zhao vitnar í rithöfundinn Daniel Pink sem heldur því fram í bókinni A whole new mind (2005) að litið hafi verið framhjá hæfni í og næmni fyrir mynstri, sögu, hljómfegurð, samkennd, leik og merkingu. Framantalið sé hins vegar nauðsynlegt nú á öld hugtaka og hugmynda (margir vilja meina að hér sé um viðmiðsbreytingu að ræða, þ.e frá upplýsingaöld yfir í sk. conceptual age, innsk. blm.). „Ég álít ekki að hæfileikar á þessum sviðum dragi úr nytsemi röklegrar og greinandi hugsunar og hæfni í hinu mállega og magnbundna,“ segir Zhao. „Þetta er viðbót við listann okkar um dýrmæta og gagnlega hæfileika og færni. Menntun þarf þannig að fara handan við það viðmið að innprenta í börnin okkar eitthvað sem ríkisstjórnir og önnur stjórnvöld meta gagnlegt. Þess í stað á hún að snúast um að hver og einn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína, hún á að styðja nemendur til velgengni og með menntun á að hvetja alla nemendur til að fylgja ástríðu sinni og hugðarefnum.“ Eru nýju menntalögin Gaga? Já og nei. Þau eru á áttina og alls ekki gaga - en vissulega í anda Lady Gaga. Í þeim er nemandinn miðlægur og það út af fyrir sig má kalla viðmiðsbreytingu í íslenskum menntamálum. Eins og endranær erum við hins vegar því miður dugleg að brjóta lögin áður en blekið þornar á pappírnum. En það er önnur Ella.

43


Vefurinn

Skólavarðan 1. tbl. 2012

www.sjalfsmynd.com Texti: GG

Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga. Opnaður hefur verið vefur sem heitir Sjálfsmynd og fjallar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Vefurinn er þverfaglegt samstarfsverkefni sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og kennara. Að verkefninu koma Elva Björk Ágústsdóttir, Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Jökulsdóttir, María Hrönn Nikulásdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir. Vefurinn er verkfærakista sem verður uppfærður jafnt og þétt. Verkfærin sem hann býður upp á eru ýmiss konar ráð og verkefni sem stuðla að því að börn og unglingar skoði eigin sjálfsmynd, sjái hið jákvæða í eigin fari og nýti það til að byggja upp jákvæða og sterka sjálfsmynd. Mörg ungmenni hafa slæma sjálfsmynd og er tíðni hennar mismunandi eftir aldri og kyni. Stúlkur mælast t.d. með síðri líkamsmynd en drengir. Börnum og unglingum, sem lent hafa í einelti eða eru greind með raskanir eins og ADHD, er hættara við að hafa slaka sjálfsmynd eða líkamsmynd. Fræðimenn hafa tengt slæma sjálfs- og líkamsmynd við aukna tíðni ýmissa geðraskana, t.d. geta líkur á þunglyndi, kvíða, átröskunum, slæmum námsárangri og annarri áhættuhegðun aukist eftir því sem sjálfs- og líkamsmyndin versnar. Mikilvægi þess að huga að líðan barna og unglinga og sýn þeirra á sjálfa sig er því augljóst. Sjálfsmynd (Self Image) má skilgreina sem þá sýn eða skoðun sem við höfum á okkur sjálfum. Oft er talað um sjálfstraust en sá sem hefur sjálfstraust hefur góða trú á sjálfum sér og hæfileikum sínum. Sá sem er með lítið sjálfstraust hefur oft neikvæða hugmynd um sjálfan sig. Líkamsmynd (Body Image) er sú sýn eða skoðun sem við höfum á útliti okkar eða líkamsvexti. Mörg hugtök og orðasambönd hafa verið notuð til að lýsa því hvað felst í hugtakinu líkamsmynd, t.d. sátt við eigin þyngd, sátt við eigið útlit og líkamsvirðing. Í megindráttum má segja að því ánægðari eða sáttari sem við erum með eigið útlit því betri er líkamsmyndin. Hægt er að nýta aðferðir hugrænnar atferlisfræði til að bæta sjálfs- og líkamsmynd fólks. Þegar byggja skal upp sjálfs- eða líkamsmynd ungra barna er mikilvægt að nota einföld verkefni og byggja fræðslu og ráðgjöf á leikjum, verkefnum og æfingum. Námsráðgjafar, kennarar, sálfræðingar og annað fagfólk sem vinnur með börnum og unglingum getur nýtt sér vefinn Sjálfsmynd auk foreldra og nemendanna sjálfra. Þegar fram í sækir ætla aðstandendur vefjarins að bjóða upp á sjálfstyrkingarnámskeið og fræðslu. Í bígerð er t.d. námskeið fyrir drengi en fá úrræði hafa verið í boði fyrir þá. Slóðin er www.sjalfsmynd.com. Notendur vefjarins geta sent fyrirspurnir og leitað ráða gegnum hann.

44


slaka á

Krossgáta KÍ

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Sendið lausnina ásamt nafni og heimilisfangi á neðangreint heimilisfang fyrir 15. október: Skólavarðan - Krossgáta, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Bókaverðlaun!

Lárétt

Lóðrétt

1. Eftirnafn stjörnufræðingsins Galileo. (7) 4. Fornt stórbýli við norðanverðan Gilsfjörð. Þorvaldur, fyrsti eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur var þaðan. (10) 7. Handavinnutækið sem barst hingað til lands á 18. öld (þf.) (10) 8. Einstaklingur sem tilheyrir kristnum trúarsöfnuði stofnuðum af John Wesley en hvítasunnumenn eiga rætur sínar að rekja til þess trúarsafnaðar. (9) 10. Annað stærsta land í heimi. (6) 12. Fjall á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. (9) 16. Nafn fransks tónskálds sem samdi Bóleró (7,5) 18. Helmut ____ fyrrverandi kanslari Þýskalands. (4) 19. Það sem Jón Hreggviðsson stal. (5) 20. Kryddplanta notuð til skrauts, t.d. með smurbrauði. (10) 23. Kona sem tók við af George III. (8) 26. Aðsetur fulltrúa erlends lands. (8) 28. Stórborg á Norður-Ítalíu stofnuð af Keltum. (6) 29. Franskur bílaframleiðandi. (7) 30. Sjúkdómur af völdum Mycobacterium leprae. (10) 33. Fylki í Bandaríkjunum, höfuðborgin er Nashville. (9) 35. _____ Flóki, íslenskur myndlistamaður. (6) 36. Íslenskt safnrit sem samanstendur m.a. af Íslendingasögu, Prestssögu Guðmundar Arasonar, Svínfellingasögu og Hrafnssögu Sveinbjarnarsonar. (9) 37. Síðasti Rússakeisarinn. (7) 38. Tréð sem gengur í gegnum heiminn í norrænni trú. (10)

2. Tilbúið efni, örvandi eiturlyf. (9) 3. Kona sem Seifur nam á brott til Krítar þar sem hún varð síðar drottning. (6) 4. Mikhail _____, rússneskt tónskáld samdi óperuna Ruslan og Lyudmila. (6) 5. Pósitíf heil tala sem engin heil tala gengur upp í nema talan 1 og talan sjálf. (8) 6. Fyrrverandi portúgölsk nýlenda í Afríku. (6) 9. Málhljóð sem myndast frammi við tennur. (9) 11. Spænskur tenór. (7) 13. Calvin ____, bandarískur fatahönnuður. (5) 14. Hluti Nýja testamentisins skrifaður af lækni og samverkamanni Páls postula. (16) 15. Sjúkleg tilhneiging til endurtekinna athafna. (6) 17. ______ Guðjónsson, Stuðmaður. (7) 21. Ítalskt orð yfir „meðgönguhraða“. (7) 22. Hraun sem rann úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000. (10) 24. Hálfleiðari, harður, dökkgrár málmleysingi, notaður í smára og örgjörva (þf.) (5) 25. Frumburður Abramhams með Hagar. (6) 27. Frumtónn og tegund þess tónstiga sem lag byggist á. (9) 31. Konungur Persíu sem tapaði fyrir Aþenu í bardaganum við Maraþon. (6) 32. Það sem stjórnar inntaki lofts inn á vél. (6) 34. Þjóðsagnarkenndur hestur þar sem hófarnir snúa aftur (ef.) (6)

45


smIÐsHöggIÐ

Einsleitni Fjölbreytileiki vistkerfa og lífheimsins almennt er í hættu, tegundir deyja út en nýjar koma ekki í þeirra stað. Þessi skortur á fjölbreytileika vekur með mönnum þann ugg að það dragi úr aðlögunarhæfni lífheimsins. Mengun og ýmsar aðrar athafnir mannsins virðast vera mikilvægur þáttur í þessari þróun. Svipuð umræða hefur átt sér stað í tengslum við tungumál, fjölbreytileg flóra tungumála hefur farið síminnkandi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna nýlendustefnunnar og svo hnattvæðingarinnar sem kom í kjölfar hennar. Vitundarvakning hefur átt sér stað til að bregðast við þessum ógnum, nefna má tilraunir til að auka fjölbreytileika í landbúnaði og viðhaldi stofna af plöntum og dýrum í því samhengi. Varðandi tungumálin má nefna vakningu í kringum ýmis af eldri tungumálum í Evrópu. Í Frakklandi hafa verið stofnaðir skólar sem kenna á málinu Occitan og endurvekja og viðhalda tungumáli og menningu sem virtist fyrir skömmu hafa verið á leið í glatkistuna (www.bize-minervois.fr). Þessar tilraunir allar kunna að virðast veikburða þegar litið er til meginstraumsins, en það er engin ástæða til uppgjafar. Það er áhugavert að Occitan skólarnir eru með aðrar kennslufræðilegar áherslur en almennir franskir skólar, eru opnari og frjálsari. Þannig leggja þeir franskri menningu til aukna fjölbreytni í tungumálum, menningu og skólamálum. Íslenskur lífheimur, tungumál og menning eru í þessu samhengi verðmæti á heimsvísu hvað varðar líffræðilegan og mállegan fjölbreytileika. Það er mikilvægt og rétt að muna þetta og standa vörð um sérstöðu okkar af mörgum ástæðum. Hins vegar er líka gott að huga að því að styrkur okkar verður enn meiri ef við stöndum vörð um fjölbreytileikann innan okkar eigin litla ranns. Því miður virðist mér að á mörgum sviðum íslensks samfélags eigi fjölbreytileikinn mjög undir högg að sækja, og það sem mér stendur næst eru menntamálin og skólarnir. Ég hygg að það skorti á fjölbreytni

46

Skólavarðan 1. tbl. 2012

Ármann Halldórsson kennari.

Einsleitni er slæm fyrir vistkerfi og einstakar dýrategundir, slæm fyrir menningarheima og tungumál, og líka slæm fyrir örmenningu eins og þá sem við eigum hér á þessari pínulitlu eyju. bæði í valmöguleikum nemanda en jafnframt í nýtingu þeirra á því vali sem þó er fyrir hendi. Skýrasta dæmið um þetta er hvernig nánast allir nemendur á framhaldsskólastigi leita í bóknám, og innan bóknámsins velflestir þeirra á náttúrufræðibraut: Flestir nemendur velja svo sama þriðja málið, spænsku. Inni í skólastofunum eru svo vísbendingar um að lífshættir og hegðun virðist vera ansi einhæf og að einsleitnin þar aukist eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu. Við þessu geta allir starfandi kennarar, með nemendum sínum og yfirmönnum, brugðist með því einfaldlega að losa um tak námsbóka, einhæfs námsmats og hefðar á líf sitt og starf. Einsleitni er slæm fyrir vistkerfi og einstakar dýrategundir, slæm fyrir menningarheima og tungumál, og líka slæm fyrir örmenningu eins og þá sem við eigum hér á þessari pínulitlu eyju. Við sköpum fjölbreytni með því að vera opin og óhrædd í vali okkar á því hvað við gerum og sköpum. Líkt og í tengslum við lífheiminn og tungumálin úti í heimi má sjá vísbendingar um tilraunir til að bregðast við þessu hér hjá okkur og það er ábyrgð okkar allra að hlúa að þeim og tryggja fjölbreytninni brautargengi. Fjölbreytni er forsenda framþróunar en lykilatriðið er kannski hvað fjölbreytileiki er óendanlega mikið skemmtilegri.


V E r u M GÓ Ð V i Ð N Á T T Ú r u N A !

ir að g e l g u d u r e r Trjálfarni

og s a k k o f

kila

Fræðsluferðir í sorpu sorpA býður upp á fræðsluferðir fyrir grunnskóla og leikskóla á höfuð borgar svæðinu. Markmið fræðsl unnar er að nemendurnir kynnist því hvað verður um ruslið þeirra. Fjallað er um endurvinnslu og það hvernig hver og einn getur haft áhrif á umhverfið til góðs með því að flokka og skila.

FræðsluFerð 1.

FræðsluFerð 2.

Fræðslan fer fram í sal og móttöku­ stöð sorpu þar sem mis munandi teg undir úrgangs eru meðhöndlaðar. Hægt er að panta ferðir klukkan 9.00 og 13.00. Ferðin tekur um klukku­ stund og er tekið á móti allt að 30 nem end um í einu. Nemendur koma með rútu, sem skólinn útvegar, á skrifstofu sorpu í Gufunesi.

Hægt er að panta ferðir fyrir hádegi alla virka daga og tekur fræðslan um 30 mínútur. Nemendur geta komið með strætó á endurvinnslustöðvar sorpu þar sem fræðslufulltrúi tekur á móti þeim. starfsemi stöðvarinnar er útskýrð fyrir nemendum og þeir fræddir um úrvinnslu úrgangsins.

Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir er að finna á www.sorpa.is. sorpA bs . Gufunesi . 112 reykjavík . sími: 520 2200 . sorpa@sorpa.is . www.sorpa.is


Við erum flutt

LSR hefur flutt starfsemi sína að Engjateigi 11. Verið velkomin í nýtt húsnæði sjóðsins. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu LSR www.lsr.is.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 lsr@lsr.is www.lsr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.