Skólavarðan 3. tbl. 2014

Page 1

Skólavarðan KENNARASAMBAND ÍSLANDS OKTÓBER 2014

TIL HAMINGJU MEÐ ALÞJÓÐADAG KENNARA


EFNISYFIRLIT

SKÓLAVARÐAN OKTÓBER 2014 3.TBL

Nemendum fækkað til að greiða hærri laun

Áframhaldandi aðhald í rekstri framhaldsskólanna er boðað í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015. Aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi verður takmarkað.

Best að taka eitt skref í einu

Guðmundína Arndís Haraldsdóttir er að hefja feril sinn sem kennari. Hún segir ánægjulegt að vera komin hinum megin við borðið eftir langt og strangt háskólanám.

5. október er alþjóðadagur kennara

Markmið UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar heimsins inna af hendi á degi hverjum. Það er gert 5. október ár hvert.

Lögfræðingur KÍ á förum

BHM hefur slitið samstarfi um lögmannsþjónustu við KÍ. Því mun Kennarasambandið sjá á bak Ernu Guðmundsdóttur lögfræðingi eftir sjö ára farsælt starf.

Trúnaðarmenn eins og fluga á vegg

Guðbjörn Björgólfsson, enskukennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, á að baki langan feril sem trúnaðarmaður. Hann ræðir um hlutverk og verkefni trúnaðarmanna.

Forsíðumyndin var tekin í Breiðholtsskóla 24. september 1969 á fyrsta skóladegi í nýjum skóla. Myndin birtist fyrst í DV.

Kennarasamband Íslands Kennarahúsinu Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Sími 595 1111 Netfang: ki@ki.is

Ritstjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Arndís Þorgeirsdóttir Ábyrgðarmaður: Þórður Á. Hjaltested Hönnun og umbrot: Kjarninn Prófarkalestur: Urður Snædal Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir


ÁVARP FORMANNS KÍ OKTÓBER 2014

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN 5. október er alþjóðadagur kennara og er honum fagnað af rúmlega 30 milljónum kennara um allan heim. Alþjóðasamtök kennara (Education International) ákváðu að þema dagsins væri að þessu sinni „Unite for quality education for all“, eða „sameinumst um gæðamenntun til verkefnis sem staðið hefur allt frá alþjóðadegi kennara 2013. Með þessu vilja kennarar og stjórnendur skóla um allan heim benda á þá staðreynd að jafnrétti til náms er ekki til staðar í heiminum í dag, þrátt fyrir áætlanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu vilja Alþjóðasamtök kennara breyta og einnig að Sameinuðu þjóðirnar haldi áfram að vinna í málinu. Tryggja þarf að allir njóti þess sjálfsagða réttar að geta menntað sig óháð efnahag, félagslegri stöðu í samfélaginu eða kyni. Kennarar um allan heim eru hvattir til að senda bréf til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og hvetja hann til að beita sér í málinu.

Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ

Það er gott og jafnrétti er til staðar en alltaf má gera betur. Þrátt fyrir niðurskurð til menntamála allt frá efnahagshruninu 2008 hefur tekist að koma í veg fyrir að settar séu hindranir á námsmöguleika ungs fólks. Innihald náms hefur lítið verið skert og framsækin menntastefna sem sett var fram 2008 hefur verið innleidd, þó ekki að fullu. Hins vegar hefur sú samfella milli skólastiga sem hugsuð var með lagasetningunni 2008 ekki náð fram að ganga vegna fyrrgreinds sparnaðar. Framboð á námstilboðum hefur einnig dregist saman, valgreinum í grunnskólum hefur fækkað og nemendahópar hafa stækkað.


Menntastefnan 2008 var unnin í tíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í miklu samráði við Kennarasambandið og aðra hagsmunaaðila. Árið 2009 tók Katrín Jakobsdóttir við sem mennta- og menningarmálaráðherra og í hennar tíð var allt gert til að koma hinni nýju stefnu til framkvæmda. Ráðherra tók stöðu með menntun og hafnaði öllum niðurskurði á inntaki náms. Aðhalds var gætt og þó un ráðamanna, og meðal annars talið að leggja ætti enn meiri áherslu á menntun árin eftir hrun, náðist að vinna ákveðinn varnarsigur. Nú hefur Illugi Gunnarson, mennta- og menningarmálaráðherra, sett fram stefnu sína í hvítbók. Áherslurnar eru nú að taka á sig mynd og margt þar vekur með mér ótta. Enn einu sinni kemur sjálfstæðismaður fram með áætlanir um styttingu náms sem í þessu tilfelli mun óhjákvæmilega skerða inntak menntunar. Ég get vissulega tekið

„Við Íslendingar getum verið stolt af skólakerfi okkar. Það er gott og jafnrétti er til staðar en alltaf má gera betur.“

klári nám sitt á tilsettum tíma. Í rauninni er það of stór hópur nemenda sem drollar við nám sitt og lýkur því á mun lengri tíma en almennt er gert ráð fyrir, sem verður til þess að auka kostnað við nám. En þrátt fyrir þetta er íslenski framhaldsskólinn með þeim ódýrustu í heimi. Það staðfesta rannsóknir efnahags- og þróunarstofnunar Evrópu (OECD) ótvírætt. Ráðherra vill líka minnka brottfall og undir það markmið tek ég. En það mál þarf að skoða miklu betur áður en farið er vinna að einhverjum aðgerðum. Við þurfum sérstaklega að fara í saumana á því hvernig við skráum brottfall. Þegar nemandi skiptir um nám og fer úr einum skóla í annan telst það vera brottfall í öðrum skólanum og nýskráning í hinum. Það þýðir að tölurnar sýna ekki raunverulegt brottfall og þetta þarf að skoða. Það veldur mér miklum áhyggjum að Kennarasambandið fær ekki beinan aðgang að þeirri vinnu sem hvítbókin kallar á. Einhverjir félagsmenn sambandsins hafa verið kallaðir að


þessari vinnu, en ekki í gegnum farveg Kennarasambandsins. Menntamálaráðherra hefur falið verkefnastjórn og verkefnastjórum að handvelja „valinkunna“ einstaklinga til verksins, en Kennarasambandið og aðrir hagsmunaðilar koma að verkinu með því að skipa ráðgjafahópa sem tengjast munu verkinu eftir þörfum verkefnisstjóra. Aðkoma KÍ er því skert sem getur vart talist eðlilegt, því það er nú þannig að Kennarasambandið er einn stærsti hagsmunaðili landsins þegar kemur að menntamálum. Stefna þess í skólamálum er sett á fjölmennu þingi og að gerð hennar koma kennarar á öllum skólastigum. Stefnan er úthugsuð og sett fram út frá mörgum sjónarhornum, og sérstaklega er þar reynt að gætta hagsmuna nemenda. Kennarasambandið leggur mikla áherslu á jafnrétti til náms og að gæði skóla séu áþekk á landsvísu. Það vekur því furðu mína að menntabandið en raun ber vitni. skólamál og fengið heimsþekkta fyrirlesara til að halda erindi. um, skólastjórnendum og samtökum þeirra. Stjórnvöld eiga að forðast að leggja mælikvarða viðskiptalífs á menntamál, en annars það sem Andy Hargreaves hafði fram að færa á nýlegri ráðstefnu sem ráðuneytið átti aðkomu að. Hann sagði jafnframt

komi að því að fá þessa sérfræðinga til landsins virðist það lítinn áhuga hafa á að hlusta á það sem þeir hafa fram að færa. Við Íslendingar eigum góða skóla, frábæra kennara og nokk-

fjárfestum í menntun. Þannig náum við þeim markmiðum sem sett eru fram á alþjóðadegi kennara. Sameinumst um gæðamenntun til handa öllum.

ÁVARP FORMANNS KÍ OKTÓBER 2014


FRÉTTASKÝRING OKTÓBER 2014

Fjárlög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti frumvarp til fjárlaga 2015 þann 9. september síðastliðinn. Fjölmargt í frumvarpinu hefur verið gagnrýnt. MYND: GVA

Deildu með vinum á vefnum

NEMENDUM FÆKKAÐ SVO HÆGT SÉ AÐ GREIÐA HÆRRI LAUN Í frumvarpi til fjárlaga 2015 er boðað áframhaldandi aðhald í rekstri framhaldsskóla landsins. Ein leiðin til að minnka kostnað er að takmarka aðgengi 25 ára og eldri að námi í framhaldsskólum. Á sama tíma er íþróttum og menningu hlíft við frekari niðurskurði.


Þriðjudagurinn 9. september var annasamur hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra en þá var frumvarp til fjárlaga 2015 gert opinbert. Fyrir hádegi var það kynnt og síðdegis var það formlega lagt fram á Alþingi. Dagana á eftir neyddist fjármálaráðherrann til að svara fyrir fjölmargar umdeildar fyrirætlanir sem þar koma fram. Fyrirferðarmest í umræðunni hafa verið áform um hækkun á virðisaukaskatti á matvöru en fjölmargt annað vekur athygli. Svo margt raunar að stjórn Kennarasambandsins sá sér ekki fært að draga það allt saman í eina ályktun þar sem fjárlagafrumvarpið var gagnrýnt. Því voru tvær ályktanir sendar út.

Sparað í skólunum – en íþróttunum hlíft Það hefur vart farið fram hjá landsmönnum að staðan í rík-

því enn eitt árið aðhald. Öllum ráðuneytum er gert að spara um 1,3% og þar er mennta- og menningarmálaráðuneytið ekki undanskilið. Ráðuneytið dregur í fjárlagafrumvarpinu saman í tveimur setningum hvernig það hyggst ná þessu markmiði: „Að því marki sem gerð er aðhaldskrafa til verkefna sem falla undir háskóla- og framhaldsskólastig, er gert ráð fyrir að henni verði mætt með þeim hætti að nemendum fækki á báðum skólastigum. Almennt er ekki gert ráð fyrir að verkefni sem falla undir rannsóknir, menningarmál eða íþróttaog æskulýðsmál sæti aðhaldskröfu.“ Það á sem sagt áfram að spara í framhalds- og háskólum landsins á meðan íþróttum og menningu er hlíft. Kennarasambandið mótmælti forgangsröðun ráðuneytisins í ályktun sem send var út um miðjan september. Þar segir:

„Það skýtur því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakka tekjustofna er boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu“


„Stjórn Kennarasambands Íslands harmar að í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins og aðgengi ungs fólks að námi skert. Rekstur framhaldsskóla landsins er fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skýtur því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakka tekjustofna er boðaður áframhaldandi niðurskurður í skóla-

Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla.

Framhaldsskólunum hefur á hverju ári frá hruni verið gert að spara í rekstri sínum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og formaður Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla, segir í samtali við Skólavörðuna að enn einu sinni standi skólarnir frammi fyrir því að fá ekki nægilegar fjárveitingar til að greiða kennurum laun. „Laun eru um 80% af rekstrarkostnaði framhaldsskólanna. Ráðuneytið notar svokallaða launastiku til að reikna út hversu mikinn launakostnað hver skóli ber og í fyrra var 20% munur á útreikningum hennar og raunverulegum launakostnaði skólanna. Það er aðeins stoppað upp í gatið nú en munurinn verður engu að síður að óbreyttu um 12% á næsta ári. Það þýðir að við þurfum áfram að taka fé úr öðrum rekstri skólanna til að greiða laun sem hefur alls konar áhrif. Við höfum ekki svigrúm til að endurnýja tæki og tól. Við þurfum að kenna nemendum í alltof stórum hópum og svo má lengi telja,“ segir Hjalti Jón.

Gjörbreyting á menntapólitík Framhaldsskólanemar voru 19.600 árið 2014 en gert er ráð fyrir að þeir verði aðeins 18.700 á næsta ári. Fækkunin skýrist ekki af því að færri muni sækja um nám á framhaldsskólastigi, heldur af því að takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi í framhaldsskólum. Þessum hópi verður í staðinn ýtt inn í símenntunarstöðvar, háskólabrú o.s.frv.


Í grein sem Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, rituðu í Fréttablaðið 17. september er þetta harðlega gagnrýnt. „Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara

Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum

ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum...“ segir meðal annars í greininni. Áformin hafa einnig verið gagnrýnd af stjórn KÍ. „Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Þessi stefna boðar gjörbreytingu á menntapólitík í landinu,“ segir m.a. í ályktun frá stjórn Kennarasambandsins. Hjalti Jón Sveinsson gagnrýnir þessi áform einnig. Hann bendir á að ekki séu gerðar sömu kröfur til kennara í þeim námsleiðum sem verið er að ýta nemendunum inn í. „Ég er ekki að segja að námið þarna sé ekki jafn gott og í framhaldsskólunum, heldur aðeins að kröfurnar séu ekki þær sömu. Það er því engin trygging fyrir því að námið standist kröfur, ekki síst þær faglegu. Það þarf því að skoða málið vel“. Hann bendir einnig á að sparnaður og fækkun nemenda bitni sérstaklega illa á litlum skólum á landsbyggðinni. sú barátta á eftir að harðna ef nemendum fækkar. Þetta þarf því að skoða og til að mynda mætti velta fyrir sér hvort hægt væri


að taka þá út fyrir sviga í þessum efnum. Þetta þarf að ræða og móta vel hugsaða menntapólitíska stefnu í málinu,“ segir Hjalti Jón.

Matur og bækur hækka í verði KÍ sá sérstaka ástæðu til að mótmæla fyrirhugaðri hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins úr 7% í 12%, en með henni bækur mun einnig leiða „til verðhækkunar sem mun án efa leiða til þess að framboð af íslenskum bókum dregst saman. Breytingarnar munu einnig auka útgjöld framhaldsskólanema til bókakaupa, sem voru allt of há fyrir,“ segir í ályktun stjórnar áform sömu stjórnvalda um að auka læsi ungmenna með sérmálaráðherra.

FRÉTTASKÝRING OKTÓBER 2014


YFIRLIT UM RÉTTINDI ÞÍN Á EINUM STAÐ

Á sjóðfélagavef LSR færð þú m.a. upplýsingar um réttindi þín, greidd iðgjöld og séreignarsparnað ásamt því að hafa aðgang að Lífeyrisgáttinni. Lífeyrisgáttin er ný leið fyrir sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Með Lífeyrisgáttinni opnast greið leið að þessum upplýsingum.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Upplýsingar um lífeyrisréttindi á einum stað.

www.lsr.is

Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 lsr@lsr.is


FRÉTTIR OKTÓBER 2014

STEFNIR Í VERKFALL TÓNLISTARSKÓLAKENNARA Tónlistarskólakennarar eru í dag með allt að 39% lægri laun en framhaldsskólakennarar. Tilboð viðsemjenda þeirra hljóðar upp á 2,8% launahækkun. Forráðamenn Félags tónlistarskólakennara standa frammi fyrir þeirri nánast fordæmalausu stöðu að vera í kjarabótum sem önnur félög innan KÍ hafa náð síðustu misseri. Eftir um 10 mánaða vinnu hafa viðræðurnar siglt í strand og félagsmenn FT kjósa þessa dagana um hvort knýja eigi á um leiðréttingu á kjörum með verkfalli. Staðan er sýna að tónlistarskólakennarar þurfa að fá verulegar kjarabætur eigi þeir að standa jafnfætis öðrum félagsmönnum KÍ í launum.

Óásættanleg vinnubrögð


áætlun var undirrituð 2. desember 2013 og að eldri kjarasamningur félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga rann út 31. janúar. Það var síðan 12. júní sem viðræðunefnd FT vísaði deilunni til ríkissáttasemjara. Þetta þýðir að í um 10 mánuði hefur án árangurs verið reynt að ná samningum. Í millitíðinni hafa öll önnur aðildarfélög KÍ skrifað undir samning við sína viðsemjendur. -

„Það er erfitt að sætta sig við að vinnubrögð í kjarasamningum séu í því fari sem raun ber vitni“.

með óyggjandi hætti að okkur sé alvara – að við séum hvernig atkvæðagreiðslu um verkfall verður háttað, en henni á að ljúka klukkan 14 á morgun, mánudaginn 6. október. Samþykki félagsmenn FT að leggja niður störf hefst ótímabundið verkfall þeirra miðvikudaginn 22. október, að því gefnu að ekki náist samningar í

Það hljóði upp á 2,8% launahækkun í samningi sem næði fram á

Kröfur samninganefndar FT hljóða upp á mun meiri kjarabætur, enda standa tónlistarskólakennarar nú frammi fyrir því að vera með mun lægri tekjur en kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins.

Tugprósenta launamunur Og tölurnar eru vissulega athyglisverðar. Af einhverjum ástæðum hafa störf tónlistarskólakennara lengi verið lægra metin í launum en störf annarra kennara. Það er heldur ekkert nýtt að bætur. Það var gert árið 2001 og á þeim tíma reiknaðist forráðamönnum félagsins til að laun tónlistarskólakennara væru um 17% lægri en laun grunnskólakennara og heilum 33% lægri en


Samninganefnd FT Samninganefnd Félags tónlistarskólakennara í húsnæði Ríkissáttasemjara á dögunum.

laun framhaldsskólakennara. Munurinn í dag er ennþá meiri. Á milli tónlistarskólakennara og grunnskólakennara munar nú allt að 37% í launum og laun framhaldsskólakennara eru allt að 39% hærri. Sú hækkun sem boðin hefur verið, þ.e. 2,8%, er því kjarabaráttu.

FRÉTTIR OKTÓBER 2014


FRÉTTIR OKTÓBER 2014

RADDLAUS KENNARI NÆR EKKI EYRUM NEMENDA Kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk skóla þurfa að búa yfir þekkingu á flóknu samspili raddar, hlustunar og umhverfis. Röddin er atvinnutæki kennara og því er mikilvægt að vita hvað getur skaðað hana og hvað í umhverfinu getur spillt fyrir kennslu og námi og reynt um of á rödd kennarans. saman. Þessi atriði eru meðal þess sem fjallað er um í hlustun sem kom út á dögunum. Að útgáfunni standa Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Höfundur bókarinnar er dr. Valdís Jónsdóttir, einn fremsti raddmeinafræðingur þjóðarinnar. Í formála handbókarinnar segir að ákveðin skilyrði hlutverki sínu. Rödd kennarans þarf að vera áheyrileg, nemandinn þarf að að hafa gagn af hlustun og umhverf-


KENNSLUUMHVERFIÐ

– hlúum að rödd og hlustun

of á rödd kennarans og spillir líka fyrir nemendum sem ná ekki að hlusta af athygli. Ýmsir þættir geta haft áhrif, svo sem of mikil endurómun í kennslustofu, þurrt og mengað inniloft og inniloft með of litlu súrefni svo dæmi sé tekið. „Markmið með útgáfu handbókarinnar er að uppfræða kennara, skólastjórnendur og aðra um og benda á leiðir til úrbóta

Hafdís Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá KÍ, og Klara E. Finnbogadóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, (sjá mynd á forsíðu fréttarinar) unnu að útgáfu handbókarinnar Kennsluumhverfið – hlúum að rödd og hlustun.

varðar hljóðvist, hávaða og raddvernd,“ segir Hafdís réttismálum hjá Kennarasambandi Íslands. tíma. Haldinn var samráðsfundur í desember í fyrra þar sem helstu hagsmunaaðilar komu saman og ræddu hávaða í leik- og

Mikilvægi þess að hlúa að rödd og hlustun snýr að öllum í skólanum; nemendum, kennurum og öðru starfsfólki. Röddin er atvinnutæki og kennari sem getur ekki talað, getur ekki kennt. Góð hljóðvist skiptir máli hvað varðar vellíðan bæði nemenda og kennara. Þá getur mikill hávaði og kennari sem heyrist illa í beinlínis haft áhrif á getuna til náms. Slíkt getur hægt á málþroska yngstu nemendanna og gert börnum með námsörð-

ráð til handa kennurunum um hvernig best sé að verja röddina


„Röddin er atvinnutæki og kennari sem getur ekki talað, getur ekki kennt. Góð hljóðvist skiptir máli hvað varðar vellíðan bæði nemenda og kennara.“

og koma í veg fyrir raddvandamál og einnig sé bent á leiðir til að laga hljóðvist innan skólanna, sem í sumum tilfellum þarf ekki að

Raddveilur og raddþrot Kennarar skipa efstu sætin í hópi raddveilusjúklinga. Það þarf ekki að koma á óvart þegar hugsað er til eðlis starfs þeirra; þeir

í stórum sölum og standa jafnvel langt frá nemendum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Valdísar Jónsdóttur sem birtist í Skólavörðunni á síðasta ári. Valdís segir jafnframt í grein sinni að langoftast komi raddveilur og raddþrot fram vegna of mikils álags á raddfærin. „Þess vegna er eðlilegt að líta á þær sem atvinnusjúkdóm og þar með sem heilsufarsvandamál,“ skrifar Valdís en bendir um leið á að svo sé ekki gert í lögum og reglugerðum.

FRÉTTIR OKTÓBER 2014


FRÉTTIR OKTÓBER 2014

Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ mun í forystufræðslunni fjalla um breytingastjórnun sem og hvaða breytingar hafa orðið á starfi og starfsumhverfi KÍ síðustu árin.

VIÐAMIKIÐ FRÆÐSLUSTARF AÐ HEFJAST Í október er stefnt á að fræða kjörna fulltrúa KÍ um stéttarvitund sem og skipulag og starf KÍ. Nýjum og nýlegum trúnaðarmönnum verður einnig boðið upp á sérstaka fræðslu. Fjölmargir félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa nú valist til setu í stjórnum, ráðum og nefndum KÍ. Til að hjálpa þeim að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru hefur verið ákveðið að efna til viðamikils fræðsluverkefnis þar sem sjónum er beint að þessum hópi. Það er fræðslunefnd KÍ sem borið hefur hitann og þungann af skipulagningunni, en meðal þess sem fjallað verður um er eftirfarandi:


Þátttaka í og ábyrgð á framkvæmd stefnumála. Forystufræðslan nú byggir á reynslu frá haustinu 2013 þegar KÍ stóð fyrir sambærilegum fræðslufundum. Á þá eru nú boðaðir aðalfulltrúar í stjórnum, nefndum og ráðum KÍ og aðildarfélaga. Einnig eru boðaðir formenn svæða- og félagsdeilda, sem og formenn samráðsnefnda.

Fræðslufundirnir fara fram sem hér segir: Dagsetning: Miðvikudagur 8. október Miðvikudagur 22. október Miðvikudagur 29. október

Staður: Grand hótel Reykjavík Hótel KEA Akureyri Grand hótel Reykjavík

Allir fundirnir hefjast klukkan 09:30 og standa til 16:00. Endanleg dagskrá mun liggja fyrir innan tíðar en gert er ráð fyrir að fyrir hádegi verði sjónum beint að skipulagi, stefnu og fólks og hvernig stefnumálum sé komið á framfæri við félagsmenn og almenning. Eftir hádegi á að víkka sjónarhornið og skoða starf KÍ í

„Forystufræðslan nú byggir á reynslu frá haustinu 2013 þegar KÍ stóð fyrir sambærilegum fræðslufundum“.

samfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað síðustu ár og áratugi. Rétt er að vekja sérstaka athygli á að fundunum í Reykjavík (8. og 29. október) verður streymt á netinu.

Sjónunum einnig beint að trúnaðarmönnum Fræðslunefnd KÍ ætlar ekki að láta þar við sitja því búið er að skipuleggja heils dags námskeið sem sérstaklega er hugsað fyrir nýja og nýlega trúnaðarmenn, þó þeim sem reyndari eru verði


einnig boðið að taka þátt. Markmiðið með þessari fræðslu er meðal annars: KÍ. skyldum. Að styrkja trúnaðarmenn í störfum sínum að hagsmunamálum félagsmanna. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. október og er gert ráð fyrir að það standi frá 09:30 til 16:30. Trúnaðarmenn á landsbyggðinni geta óskað eftir að fá að taka þátt með því að fylgjast með streymi á netinu.

Kynntu þér forystufræðsluna á vefnum hér

FRÉTTIR OKTÓBER 2014


FRÉTTIR OKTÓBER 2014

KÍ UNDIRBÝR RÁÐNINGU LÖGFRÆÐINGS skólamanna um að hafa sameiginlegan lögfræðing lýkur formlega 1. desember næstkomandi. Sá háttur hefur verið hafður á að Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur, hefur sinnt störfum hjá KÍ og BHM að jöfnu síðan haustið 2007. Hún hefur nú ákveðið að snúa sér alfarið að lögfræðilegum störfum fyrir BHM. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, segir samkomulag þessa efnis hafa verið gert á milli Kennarasambandsins og BHM. „Það er liður í þessu samkomulagi að Erna mun verða okkur innan handar næstu vikurnar og hún mun setja nýjan lögþar að kemur. Hún kemur einnig til að með að sinna eitthvað áfram þeim málum sem eru í gangi núna,“ segir Þórður. Erna hefur unnið fyrir KÍ í sjö ár og segir Þórður að sjálfsögðu eftirsjá að henni. sínu með sóma og unnið vel fyrir KÍ,“ segir Þórður. Stjórn Kennarasambands Íslands ákvað á síðasta stjórnarfundi að hefja undirbúning að ráðningu nýs lögfræðings.

FRÉTTIR OKTÓBER 2014



ALÞJÓÐADAGUR KENNARA OKTÓBER 2014

Aðstæður kennara eru misjafnar í heiminum. Þessi kennari í Pakistan þarf að annast kennslu 100 barna í einu.

ALÞJÓÐADEGI KENNARA FAGNAÐ UM VÍÐA VERÖLD Kennarar eru í forgrunni 5. október ár hvert en þá er Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á mikilvægi kennarastarfsins og huga um leið að menntun kynslóða framtíðarinnar


Sameinumst um gæðamenntun handa öllum! Svo er hátíðlegur 5. október ár hvert. Unnið hefur verið að þessu átaki á alþjóðavettvangi frá síðasta alþjóðadegi kennara 2013. Alþjóðadagur kennara fagnar 20 ára afmæli í dag, 5. október, en stofnað var til hans að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmiðið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga

menntun kynslóða framtíðarinnar verði best háttað. Alþjóðasamtök kennara velja baráttumál hvers árs og þetta árið eru hvatt til þess að við sameinumst um gæðamenntun handa öllum. Innan vébanda Alþjóðasamtaka kennara eru um 30 milljón kennarar sem tilheyra rúmlega 400 kennarasamtökum í 171 landi. Íslenskir kennarar eru í þessum hópi enda Kennarasamband Íslands aðili að Alþjóðasamtökum kennara.

Kennarar eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir gæðamenntun og senda skilaboð til Sameinuðu þjóðanna

Rödd kennara heyrist „Kennurum um heim allan verður fagnað í kennslustofum, í þorpum og borgum, fyrir

fréttatilkynningu Alþjóðasamtaka kennara. Þar segir jafnframt að alþjóðadagurinn nú sé sérstakur fyrir þær sakir að baráttuherferðinni, Sameinumst um gæðamenntun fyrir alla, muni ljúka með því að 30 milljón félögum Alþjóðasamtakanna verði Alþjóðasamtökin hvetja alla kennara til að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir betri menntun og senda smáskilaboð, tíst eða tölvupóst til Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Skilaboðin eru stöðluð og fela í sér kröfu um gæðamenntun öllum til handa. Auk þess er minnt á þróunarmarkmið


Fyrsti kennsludagur Kennari og nemendur í Breiðholtsskóla 24. september 1969. Þetta var fyrsti skóladagur í nýjum skóla. MYND: DV

framtíðar og baráttuherferðina fyrir því að allar stúlkur heims fái að ganga í skóla. Eins og fram kemur í frétt á vefsíðu Alþjóðasamtakanna þá standa vonir til að þátttaka í átakinu verði góð – og að aðalritari Sameinuðu þjóðanna fái svo mörg skilaboð að það muni hreyfa við málum. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, gerir kröfuna um gæðamenntun til handa öllum að umtalsefni í leiðara hér annars staðar í blaðinu. Hann segir að kennarar vilji með þessu átaki benda á þá staðreynd að jafnrétti til náms sé ekki til staðar í heiminum í dag, þrátt fyrir áætlanir Sameinuðu þjóðanna. „Tryggja þarf að allir njóti þess sjálfsagða réttar að geta menntað sig óháð efnahag, félagslegri stöðu í samfélaginu eða kyni,“ skrifar Þórður og hvetur alla kennara um leið til þess að senda skilaboð til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Það er auðvelt að taka þátt í átaki Alþjóðasamtakanna, það þarf bara að heimsækja þessa slóð og velja sér sendingarmáta.

ALÞJÓÐADAGUR KENNARA OKTÓBER 2014


TILKYNNINGAR OKTÓBER 2014

KENNARAR Á EFTIRLAUNUM SKRÁI SIG Í FKE

NÁMSTEFNA OG AUKAAÐALFUNDUR SKÓLASTJÓRAFÉLAGS ÍSLANDS Námstefna Skólastjórafélags Íslands verður haldin föstudaginn 10. október kl. 10 -17 á Hótel Selfossi og í Sunnulækjarskóla. Heiti og meginþema námstefnunnar er Starfsþróun skólastjórnenda og kennara. Á námstefnunni verður fjallað um starfsþróun skólastjórnenda og kennara og áhrif hennar á árangur nemenda. Kay Livingston, prófessor í „Educational Research, Policy and Practice in the School of Education“ í Háskólanum í Glasgow, verður meginfyrirlesari námsstefnunnar. Hún mun fjalla um starfsþróun skólastjórnenda og hverju þeir þurfa sjálfir að huga að til að stuðla að faglegri starfsþróun

kennara. Þá mun Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri fjalla um áhrif skólastjóra á námsárangur nemenda. Haldnar verða málstofur þar sem skólastjórnendur sem hafa lokið rannsóknum á meistarastigi munu kynna verkefni sín. Í lok dags verður boðið upp á Menntabúðir þar sem skólastjórnendur skiptast á hagnýtum hugmyndum og leiðum sem þeir hafa nýtt í starfsþróun. Aukaaðalfundur Skólastjórafélagsins verður síðan haldinn laugardaginn 11. október og er áætlað að hann standi frá klukkan 10.45 til 13. Dagskrá námstefnunnar í heild, sem og aðalfundarins, má sjá hér.

Vert er að benda kennurum á eftirlaunum að skrá sig í FKE (Félag kennara á eftirlaunum). Ekkert félagsgjald er innheimt í félaginu. Félagið býður upp á fjölbreytta dagskrá árið um kring; svo sem ferðalög, fræðslu- og skemmtifundi, kóræfingar, bókmenntaklúbb og tölvustarf. Svo er að sjálfsögðu haldin árshátíð að vetri. FKE sendir út fréttabréf þar sem sagt er frá því helsta sem er á döfinni. Þá hafa félagar í FKE aðgang að Orlofssjóði á meðan þeir eiga punkta til að nota. Umsjón með félagaskrá hefur Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu.

GLÆÐUR KOMIÐ ÚT Út er komið nýtt tölublað af tímaritinu Glæðum, fagtímariti Félags íslenskra sérkennara. Efni blaðsins er fjölbreytt og á erindi við alla þá sem áhuga hafa á uppeldis- og menntamálum. Meginþema blaðsins er starf á mörkum leik- og grunnskóla en einnig má finna efni sem fellur utan þemans. Í blaðinu eru bæði ritrýndar og óritrýndar greinar. Blaðið kostar 3.800 krónur í lausasölu og panta má eintak eða skrá sig í áskrift á formadur@vefurinn.is.


Námsmenn

Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín.

Studen t

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook

20% af bíómiðanum og meira popp og gos á verði miðstærðar þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka.


VIÐTAL OKTÓBER 2014

INN

R NA

GI UN

N KE

BEST AÐ TAKA EITT SKREF Í EINU Hvernig er að stíga fyrstu skrefin í hlutverki kennara? Guðmundína Arndís Haraldsdóttir veit allt um það, enda nýútskrifuð af Menntavísindasviði HÍ og hefur ráðið sig til starfa í Kelduskóla í Reykjavík. Guðmundína lærði fyrst til kokks en áttaði sig svo á að sennilega væri hún gott efni í kennara.


„Fyrsti mánuðurinn hér í Kelduskóla hefur verið mjög fjörugur, mörg verkefni sem þarf að sinna auk þess að kynnast nemendum, samkennurum og starfsfólki skólans. Þetta tekur allt tíma en er mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundína Arndís Haraldsdóttir, umsjónarkennari sjötta bekkjar í Kelduskóla í Reykjavík. Guðmundína er að stíga sín fyrstu spor í kennslustofunni en hún útskrifaðist með meistaragráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands síðastliðið vor. Aðspurð hvernig sé að vera „glænýr“ kennari segir Guðmundína það góða legt að takast á við þetta starf. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur enda er þetta keyrsla alla daga,“ segir Guðmundína. Starf kennarans hefur margar hliðar og ýmislegt sem kemur upp. „Ég sé nú að upp koma tilvik sem ekki hefði verið hægt að

Ég tel að það sé best að fóta sig hægt og rólega í starfinu. Auðvitað hefur maður ýmsar hugmyndir en það er best að taka bara eitt skref í einu og einn dag í einu.

tækifæri til að nýta námið og tengja þekkbrautaskóla Vesturlands og eftir það lá leið hennar á aðrar brautir. Hún fór í kokkaskóla í Danmörku og lauk grunnnámi ytra. „Ég stefndi í fyrstu á allt aðra hluti en smám saman varð mér ljóst að sennilega væri ég efni í kennara. Ég sá að það myndi henta mér betur að verða heimilisfræðikennari en að vinna sem kokkur. Svo fór að heimilisfræði og samfélagsfræði urðu mín kjörsvið í kennaranáminu. Kennarahaft áhuga á menntamálum.“

enda er hún dóttir kennara. Móðir hennar, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, hefur um árabil verið kennari á Hólmavík en þar ólst Guðmundína upp. Hrafnhildur gegnir nú stöðu skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík. „Við erum fjögur systkinin og höfum


Mæður móta Guðmundína segir móður sína, Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur skólastjóra, helst hafa mótað sig sem kennara – enda séu þær líkar að eðlisfari.

öll komið að kennslu með einum eða öðrum hætti. Bróðir minn er að læra íþróttakennarafræði þessi misserin og pabbi var smíðakennari um tíma. Þannig að sennilega er þetta í blóðinu,“ helst mótað hana mest sem kennara – enda séu þær töluvert líkar.

Meistaranámið jákvætt skref Kennaranámið átti vel við Guðmundínu og hún kveðst mjög ánægð með þá breytingu sem var gerð fyrir nokkrum árum að með meistaragráðu. „Ég hef alls ekkert á móti því að námið sé af þessari lengd. Ég fann vel eftir að hafa lokið þremur árum að ég átti margt eftir ólært. Þegar meistaranámið var að baki þá fannst mér ég tilbúin að fara í kennsluna. Það skortir hins vegar enn töluvert á að kennaranámið sé metið til fulls í okkar samfélagi. Það er ekki hægt að segja bara „við ætlum að búa til betri kennara“ en svo á allt hitt að koma seinna, svo sem að kennarar


njóti sömu kjara og sérfræðingar með sambærilega menntun. Ég Guðmundína segist almennt sátt við kennaranámið í Hálega mætti vera meiri tenging á milli náms og vettvangs, það er kennslustofunnar. „Vettvangsþjálfun hefur verið að aukast en hún mætti vera mun umfangsmeiri. Meiri praktík væri ákjósanleg þannig að kennaranemar fengju þjálfun í að tengja það sem þeir eru læra við hvernig best er að bregðst við eða takast á við verkefni í sjálfri kennslunni. Ég held að nýútskrifaðir kennarar

Góður grunnur og góðar minningar Starfssiðfræði kennara var efni meistaraprófsritgerðar Guðgerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif“. Guðmundína viðurkennir að titillinn sé langur en hún segir verkefnið hafa verið gefandi og skemmtilegt. „Mig langaði að skoða hvernig kennarar vinna með siðferðileg gildi og tók viðtöl við fjölda

Að takast á við erfið verkefni veitir manni hins vegar tækifæri til að nýta námið og tengja þekkinguna við sjálft kennarastarfið

hvaða gildi hver og einn hafði sett sér í

Við ræddum um viðmið í skólanum, svo sem skóla- og bekkjarbrag og reglur,“ segir Guðmundína. Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að sögn Guðmundínu sú að þeir sem höfðu starfað lengst við kennslu höfðu mest ígrundað hvaða gildi þeir vildu leggja áherslu á í kennslu og í leggja áherslu á að þeir væru að undirbúa nemendur fyrir framtíðina og veita þeim um leið góðan grunn og góðar minningar úr skóla. Viðmælendur mínir sögðu einnig að margir þættir hefðu áhrif á gildi og störf þeirra, svo sem reynsla, gamlir kennarar,


Guðmundína segir ekki mikið hafa verið skrifað um þetta inni. „Markmið mitt var líka að ég gengi sjálf í gegnum þetta ferli; hugsaði um hvað gildi mér þættu mikilvæg og hvað hefði áhrif á mig sem kennara. Ég er sannfærð um að góður skólabragur skiptir máli og hefur áhrif á alla sem starfa í skólanum og hann verður til þess að það myndast samstaða innan skóla um hvernig fólk kemur fram hvert við annað og svo framvegis.“

Kemur inn með opinn hug er að hætta að vera nemandi og vera allt í einu hinum megin við

Það er mjög ánægjulegt að byrja að vinna eftir fimm ára háskólanám.

háskólanám. En þótt maður sé búinn að vera í löngu námi og læra margs konar kennsluaðferðir þá legg ég áherslu á að koma inn í Kelduskóla með opinn hug. Ég tel að það sé best að

hefur maður ýmsar hugmyndir en það er best að taka bara eitt skref í einu og einn dag í einu. Ég vona að ég eigi eftir að eiga þess kost að læra meira í framtíðinni, það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu og átta sig á hvað hentar best nemendahópnum sem manni er treyst fyrir,“ segir Guðmundína Arndís Haraldsdóttir, umsjónarkennari í 6. bekk í Kelduskóla.

VIÐTAL OKTÓBER 2014


VIÐTAL OKTÓBER 2014

HLUSTUM OG REYNUM AÐ GÆTA HAGSMUNA KENNARA Guðbjörn Björgólfsson, enskukennari í FB, hefur áralanga reynslu af starfi trúnaðarmanns. Hann segir trúnaðarmenn verða að halda trúnað við sína umbjóðendur um leið og þeir gæta hagsmuna þeirra í hvívetna.


leyst á meðan önnur geta tekið mánuði í vinnslu,“ segir Guðbjörn Björgólfsson, enskukennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, um áralanga reynslu hartnær 20 ár. Trúnaðarmenn þurfa að sögn Guðbjörns að hafa þekkingu á kjarasamningnum. „Það er nauðsynlegt að þekkja vel samingana þannig að þegar óskað er eftir upplýsingum málið. Nú, ef eitthvað vantar upp á þá hefur maður samband við félagið. Ég hef á ferli mínum sem trúnaðarmaður oft haft samband við félagið vegna ýmissa mála. Aðalheiður, sem gegndi

Að kunna á kjarasamninginn er svipað og að hjóla, segir rifja upp. Það hefur verið mjög gott að fá upplýsingaskjölin meginatriði er varða til dæmis vinnutíma og kennsluskyldu. Hlutirnir vilja gleymast og þessi upplýsingagjöf hefur verið til fyrirmyndar.“ Eðli málsins samkvæmt þurfa trúnaðarmenn að eiga samí FB að þar á bæ vilji menn hafa hlutina í lagi og þannig sé það ar samskipti séu í lagi. Það skiptir miklu að það ríki traust á milli stjórnenda og trúnaðarmanna en með þeim hætti að umbjóðandinn hverju sinni, kennarinn, sé þess fullviss að fullkominn trúnaður ríki á þessum fundum,“ segir Guðbjörn.

Flugur á vegg Kennari sem hyggst fara á fund skólastjórnanda getur óskað


eftir að trúnaðarmaður sé viðstaddur. „Ég fer á fundinn sem hlustandi og hef stundum haft á orði að við trúnaðarmenn séum um að gæta hagsmuna kennara í hvívetna og stundum bendum unarvald okkar er ekkert, við erum aðeins ráðgjafar sem gætum fyllsta trúnaðar varðandi þau málefni sem okkur eru falin,“ segir Guðbjörn. Önnur leið sem kennarar geta valið er að óska eftir að trúnaðarmaður gangi á fund skólastjórnanda vegna ákveðins máls. „Við förum þá til fundarins í umboði kennarans, en nafngreinum hann ekki nema með samþykki viðkomandi. Þess utan förum við líka á fund stjórnenda til þess að nefna ýmis-

Ég fer á fundinn sem hlustandi og hef stundum haft á orði að við trúnaðarmenn séum eins og flugur á vegg..

breyta.“

mannsins. „Sá sem tekur að sér starf trúnaðarmanns verður að halda trúnað við sína umbjóðendur. Við getum ekki leyft okkur að tjá okkur um mál sem okkur er trúað fyrir og við gerum það sem þeim er treyst fyrir,“ segir Guðbjörn.

Fræðsla af hinu góða Aðildarfélög KÍ bjóða jafnan upp á fræðslufundi fyrir nýskipaða trúnaðarmenn og reyndar eru eldri trúnaðarmenn velkomnir ef þeir telja sig þurfa á slíku að halda. Guðbjörn hefur sótt mörg trúnaðarmannanámskeið og segist hafa haft mikið gagn af. „Fræðsla er mjög af hinu góða fyrir trúnaðarmenn og gerir þá betur í stakk búna til að bregðast við margvíslegum aðstæðum sem kunna að koma upp.“ Guðbjörn segir mikilvægt fyrir trúnaðarmenn að átta sig á að þeir séu líka starfsmenn og félagar á sínum vinnustað. „Þetta er svolítið eins og að vera leikari á sviði án þess að vera í þykjustuleik. Hver maður er meira en ein persóna og ég fer stundum á


fund míns skólameistara sem starfsmaður á plani. Á næsta fundi okkar er ég í hlutverki trúnaðarmanns og er þá fulltrúi viðkomandi kennara og FF. Málið er að sinna því hlutverki sem manni er falið hverju sinni,“ segir Guðbjörn Björgólfsson, enskukennari og trúnaðarmaður.

VIÐTAL OKTÓBER 2014


VIÐTAL OKTÓBER 2014

NÁMSSÖGUR ERU ÖFLUGT MATSTÆKI Sally Peters, prófessor við Waikato-háskóla á Nýja-Sjálandi, sagði frá uppbyggingu námsskrár í heimalandi sínu og hvernig námssögur eru notaðar til að meta þroska og hæfileika barna. Peters dvaldi hérlendis í tvær vikur í september og tók þátt í námsstefnu og málþingi á vegum RannUng.


Leikskólanám á Nýja-Sjálandi byggir að miklu leyti á ritun námssagna um hvern nemanda. Námssögurnar innihalda frásagnir af því sem gerist í námi og leik hjá hverju barni. Þetta matstæki og til þess fallið að gefa góða mynd af stöðu barna á leikskólaaldri. Sally Peters dvaldi hér á landi í tvær vikur í september og tók þátt í málþingi og málstofum á vegum RannUng. Peters hélt fyrirlestur á málþinginu Einn ferðalangur – margir fararstjórar. Undirtitill málþingsins var samstarf leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Námskrá fyrir ný-sjálensk börn á aldrinum 0 til 6 ára var eitt umfjöllunarefna í erindi Peters. Hún segir námskrána bera heitið Te Wahriki sem er hug-

Auðvitað eru leikskólakennarar misjafnir og hver og einn skráir niður það sem honum þykir mikilvægt.

teppi. „Þessi námskrá er frá árinu 1996 og nær við með útgáfu sem snýr að Maórum en þar er -

þar sem þroskastig og námshæfni eru höfð til grundvallar,“ segir Peters. Meginmarkmiðið er að hennar sögn útskrifa úr leikskóla börn sem eru hæf og búa vera heilbrigð á sál og líkama og kunna að læra með því að vera virkir rannsakendur.

Engin ein leið rétt við skráningu Námssögur leikskólabarna voru meginþema í erindi Sally Peters. Skráning slíkra sagna er ekki óþekkt hér á landi og má geta þess að leikskólakennarar úr Garðabæ kynntu einmitt slíkt verkefni að loknu erindi Peters. Það er gríðarlega mikilvægt að fylgjast með athöfnum barns, sjá hvernig það styrkir sig á einu sviði eða öðru og hver eru áhugasvið þess í námi. Hvað kunna börnin og hvað geta þau?


Við viljum að leikskólakennarar skoði athafnir í námi og leik og skrái niður það sem fyrir augu ber.“ Peters segir enga eina leið rétta til að skrá niður – allt velti þetta á dómgreind hvers og eins. „Auðvitað eru leikskólakennarar misjafnir og hver og einn skráir niður það sem honum þykir mikilvægt. Þess vegna geta áherslurnar í námssögunum verið mismunandi en allir vinna þó að sama meginmarkmiði sem er að skrá það sem er markvert, svo sem hvað barnið er að hugsa, hvort það tekur framförum, hvort áhugasviðið hefur breyst og hvernig því gengur að fóta sig í leik og í samskiptum við annað fólk. Þetta eru allt markverðar spurningar sem gott er að svara í námssögu,“ segir Peters.

Lesið úr námssögum Námssögurnar hafa þann kost að mati Peters að þær segja söguna eins og hún er. Kennurum er í sjálfsvald sett hvernig þeir skrá sögurnar niður; oft eru þær handskrifaðar og iðulega skreyttar ljósmyndum, en einnig eru dæmi um að kennarar taki upp á myndband og nýti sér netið til að miðla sögunum áfram til fjölskyldu og samkennara.“ Peters segir að leikskólakennarar leggi mat á innihald námssagnanna og þær séu einnig ræddar við foreldra og viðfangið sjálft, barnið. Nauðsynlegt sé að lesa úr námssögunum á gerðum sínum og félagslega hliðin sé í lagi eða það þjáist af óöryggi á einhverju sviði. Þegar allt þetta er lagt á borðið getur hugmyndir um framhaldið, hvað skuli gera og hvernig. Hlutverk foreldra og forráðamanna skiptir þannig máli en ekki síður þátttaka barnsins sjálfs. „Börnin taka oft þátt í að ganga, hvernig þeim líður og hvað þau séu að hugsa mest um. Allt stuðlar þetta að því að hægt sé að koma betur til móts við verðar upplýsingar um námsferil þeirra og þroskasögu. VIÐTAL OKTÓBER 2014


VIÐTAL OKTÓBER 2014

BETRA AÐ LEYSA MÁL Í GÓÐU Fráfarandi lögmaður KÍ, Erna Guðmundsdóttir, segir algengt að stjórnsýslulög séu brotin á opinberum starfsmönnum. Kennarar séu einnig sífellt varnarlausari fyrir utanaðkomandi árásum.


Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna, stóð á dögunum frammi fyrir að þurfa að velja á milli vinnuveitenda við KÍ um lögmannsþjónustu (sjá umfjöllun framar í Skólavörðunni). Niðurstaðan varð sú að Erna lætur af störfum lögmanns KÍ í byrjun desember og fer þá í fullt starf hjá BHM. Hún segir í samtali við Skólavörðuna að

veitendur með hagsmuni félagsmanna fyrir augum. „Það er miklu auðveldara að leysa mál með samtölum og samningum en að fara með þau strax í átakaferli fjármagn og orka fara í að leysa þau. Lykilatriðið tel ég vera traust á milli aðila og því hef ég lagt áherslu á að vera í góðu menn stéttarfélaga. Reynsla mín af þessu vinnulagi er góð,“ segir Erna. -

sérstaklega í.

Í lagi að brjóta stjórnsýslulög „Það hefur komið mér verulega á óvart að innan stjórnsýslunnar eru reglulega teknar ákvarðanir sem menn vita að eru ekki í samræmi við stjórnsýslulög. Þetta á til að mynda við þegar verið er að ráða starfsmenn. Þá er oft farin sú leið að svara ekki bréfum umsækjenda þar sem óskað er eftir rökstuðningi fyrir því hver varð fyrir valinu en einnig er andmælarétti, leiðbeiningarskyldu og rannsóknarskyldu oft ekki sinnt. Stjórnendur eru sem sagt að brjóta stjórnsýslulög og það virðist því miður vera orðin lenska að mönnum þyki það í lagi. Ástæðan er að við því eru engin viðurlög. Ég hef margoft bent á vandann og það hefur


umboðsmaður alþingis einnig gert. Rök okkar eru að það verði að koma á einhverjum viðurlögum og tryggja að þeir sem verði fyrir slíkum brotum geti á einfaldan og skýran hátt sótt sér til dæmis miskabætur,“ segir Erna. Hún segir að í dag séu fjölmörg slík mál á borði umboðsmanns Alþingis. Mörg þeirra enda á því að hann telji að rétta eigi hluta viðkomandi en ekkert er frekar

„...stjórnendum finnst oft auðveldast að senda kennarann í leyfi til að geta sagt við t.d. foreldra eða í fjölmiðlum að búið sé að gera eitthvað í málinu“.

málsins og hlutverk stéttarfélaganna er þá að tryggja að það verði gert“.

Árásir á kennara Erna nefnir einnig árásir sem kennarar hafa orðið fyrir í fjölmiðlum og víðar, sem þeir séu sífellt berskjaldaðri fyrir. Það sé vaxandi áhyggjuefni. „Það verður stöðugt algengara að mál sem koma upp í skólum endi sem umræðuefni á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum. Málum þar sem kennari er kærður til barnaverndanefnda án þess að það sé endilega tilefni til, er líka að fjölga. Þegar það gerist eru margir á því að kennarinn

hvernig málin standi. Auðvitað koma upp alvarleg mál þar sem

að gera eitthvað í málinu. Kennaranum er þá fórnað en dæmi eru um að þeir sitji mánuðum saman heimavið og raunar allt upp í ár. Þeir mega ekki koma á vinnustaðinn sinn og geta ekki útskýrt fyrir fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki og jafnvel nemendum af hverju þeir eru ekki í vinnu. Sem auðvitað tekur á. Ég upp. Það þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig,“ segir Erna. Hún bætir við að slík mál geti fylgt kennurum. „Það eru dæmi um að heilu samfélögin séu búin að dæma kennara áður en niðurstaða er komin í mál þeirra. Þó að rann-


starfsferil viðkomandi. Þessi veruleiki er eitthvað sem Kennaralausn á vandanum“.

Eldri kennarar í vandræðum ráðningamálum. „Það eru dæmi um að auglýst sé eftir kennurum á ákveðnu aldursbili eða kennurum sem ekki eru komnir með aldursafslátt. Sem þýðir í raun að eldri kennurum er gert ómögulegt að sækja um og þar með er verið að mismuna fólki eftir aldri. Ég sé ekki mun á því og ef t.d. væri farið fram á að rauðhærðir, konur eða fólk með ákveðna kynhneigð væri beðið um að sækja ekki um. Það eiga allir rétt á að sækja um störf og svona auglýsingar eru að mínu viti ólöglegar,“ segir Erna. Hún segir að þetta tengist því að eldri kennarar séu með betri kjör og réttindi heldur en þeir yngri. „Stofnanir eru kannski að glíma við fjárhagsvanda og fara því þessa leið. En það er einfaldlega engin afsökun og breytir því ekki að slíkar auglýsingar eru ólögmætar. Það verður að gefa öllum jafnan kost á að sækja um störf og síðan verður að liggja málefnaleg ástæða fyrir því hver er valinn úr hópi umsækjenda“.

ÚR AUGLÝSINGU MR EFTIR GRÍSKUKENNARA 18. FEBRÚAR 2014: Vegna þröngra fjárheimilda skólans er æskilegt að umsækjendur séu ekki komnir með kennsluafslátt.

ÚR AUGLÝSINGU LEIKSKÓLANS SÆLUKOTS Í MAÍ 2014. Leikskólinn... óskar eftir að ráða 2 heilsuhrausta leikskólakennara á aldrinum 25-40 ára til starfa frá og með 1. ágúst næstkomandi.

VIÐTAL OKTÓBER 2014


FRÉTTASKÝRING OKTÓBER 2014

KENNARAR OG SKÓLASTJÓRAR FAGNA NIÐURSTÖÐU Grindavíkurbær var á dögunum dæmdur í Hæstarétti til að greiða kennara bætur vegna eineltis sem hann varð fyrir af hendi skólastjóra. Í dómnum er staðfest að sveitarfélagið bar ábyrgðina, en ekki skólastjórinn.


Fimmtudaginn 18. september féll í Hæstarétti Íslands dómur í máli grunnskólakennara gegn skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur. Eins og alltaf í svona tilfellum þá á málið sér langa forsögu. Það snýr annars vegar að kennara sem starfað hafði í Grindavík frá árinu 1999 frá árinu 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins var skólastjóranum gert að hagræða í rekstri skólans. Gripið var

um kennarann í málinu: „...hann [kennarinn] hafði með höndum ýmis aukastörf fyrir Fyrir liggur að vorið 2009 boðaði réttargæslustefndi [skólastjórinn] hann í starfsmannaviðtal og gerði honum þar grein fyrir því Haustið 2009 boðaði réttargæslustefndi hann aftur til fundar og upplýsti þá að hann myndi framvegis ekki fá greitt fyrir að aðstoða aðra kennara í tölvu- og tæknimálum. Ári síðar var aftur gerð sú breyting... að umsjón með vefsíðu skólans, sem stefndi greiðslur til stefnda fyrir þessa vinnu þá hafa fallið niður.“ Kennarinn leit svo á að ófaglega hefði verið staðið að málum og að níðst hefði verið á sér í þessu ferli. Fleira kom einnig til og svo fór að kennarinn sendi bæjarstjóra Grindavíkurbæjar bréf í -

Ekki deilt um eineltið Bærinn fékk sálfræðistofuna Líf og sál til að kanna réttmæti ásakana kennarans. Niðurstaðan var að háttsemi skólastjórans Reykjaness sem úrskurðaði að sveitarfélagið ætti að greiða kennaranum bætur en sveitarfálagið áfrýjaði niðurstöðunni til hæstaréttar. Þar snerist málið ekki um hvort eineltið hefði átt


sér stað eða um bótaupphæðina heldur um húsbóndaábyrgð, því Grindavíkurbær hélt því fram að þar sem skólastjórinn hefði lagt kennarann í einelti ætti hann að greiða sektina. Vitað var að niðurstaðan myndi hafa fordæmisgefandi áhrif og því var dómsins beðið með nokkurri eftirvæntingu. Segja má að bæði kennarar og skólastjórnendur geti vel við niðurstöðuna unað, því Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Grindavíkurbæ bæri að greiða kennaranum 200.000 króna bætur.

Fagna niðurstöðunni Félag Grunnskólakennara studdi við bakið á kennaranum í málarekstrinum, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. „Ég man ekki eftir öðru máli þar sem verið er að dæma á grundvelli þess að kennari sé lagður í einelti,“ segir Ólafur Loftsson, formaður félagsins. Aðspurður um áhrif dómsins segir hann: „Það er tvennt í niðurstöðunni sem skiptir okkur máli. Annars vegar að þarna er staðfest að ef kennari er lagður í einelti þá getur hann leitað réttar síns og sótt sér skaðabætur. Hins vegar kemur í dómnum fram hvert kennarinn á að snúa sér í þeim málarekstri, þ.e. að sveitarfélögunum en ekki skólastjórnendum. Dómurinn skýrir því réttarstöðu kennara og auðveldar okkur hjá félaginu vinnuna komi sambærileg mál upp í framtíðinni. Þannig má segja að með dómnum sé kominn vísir að verklagi fyrir okkur“. Svanhildur M. Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands er einnig sátt. „Ég fagna niðurstöðunni enda er afar mikilvægt að skólastjórar njóti starfsöryggis í þeim málum sem þeir eru að vinna að í samræmi við stjórnsýslulög og að skipan sveitarstjórna. Þessi mál, þ.e. samskipta og starfsmannamál, eru oftar en ekki

Dómurinn skýrir því réttarstöðu kennara og auðveldar okkur hjá félaginu vinnuna komi sambærileg mál upp í framtíðinni.

þarf að taka. Það skiptir því máli að skólastjórar viti að sveitarfélagið standi að baki þeim við slíkar aðstæður. Á hinn bóginn


er það ekki sæmandi að skólastjórar í krafti stöðu sinnar komi fram við undirmenn sína eins og fram kemur í þessu máli. Skólastjórar bera mikla ábyrgð og eiga að gæta þess í hvívetna að fara eftir siðareglum KÍ og stjórnsýslulögum við allar ákvarðanir,“ segir Svanhildur M. Ólafsdóttir.

Hæstiréttur dæmdi kennara bætur á dögunum eftir að skólastjóri lagði hann í einelti. Dómurinn mun hafa fordæmisgefandi áhrif í sambærilegum málum.

FRÉTTASKÝRING OKTÓBER 2014


PISTILL OKTÓBER 2014

UM TAKMARKANIR ELDRI NEMA AÐ STARFSNÁMI OG VERKNÁMI

Ægir Karl Ægisson áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Takmarkanir á aðgangi nemenda eldri en 25 ára að framhaldsskólunum munu varla ganga upp hvað varðar starfsnám og verknám í fjölbrautaskólum utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Starfs- og verknámsbrautir eru ekki fjölmennari en svo í þessum skólum að kvæmari án eldri nema. Fjöldi nemenda í efri áföngum er iðulega ekki nægur til þess að þeir standi undir sér. Þó fjöldi nemenda í grunnámi sé nægur til þess að fjölbrautaskólunum sé fært að reka grunnáfanga eru efri áfangar gjarna reknir með tapi fyrir skólana. Til þess að það sé fjárhagslega forsvaranlegt fyrir skólana að halda úti efri áföngum þurfa framhaldsskólarnir að geta innritað alla þá sem eru viljugir og færir að um sækja viðkomandi áfanga. Námsferill Í HNOTSKURN yngri nemenda er það Eldri nemar greiða fyrir því að hægt gloppóttur og skrykkjóttur sé að kenna efri áfanga. Efri áfangar að þeir eru iðulega of fáir greiða fyrir því að hægt sé að halda úti grunndeildum. Efri áfangar eru til að fylla efri áfanga. Í skilyrði þess að raunfærnimat og efri áföngum er því oft fyrra verk- og starfnám nýtist þeim umframgeta sem vert er að sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. nýta með því að bjóða eldri Aðgangur eldri nema nýtir hvatann til nemendum pláss. náms þegar hann er orðinn til.


Ef efri áfangar eru ekki kenndir setur það af stað keðjuverkun, það er æskilegt að kenna þá til þess að hægt sé að halda úti grunndeildum. Ef 16 ára nemendur sem íhuga að skrá sig heiman 18 ára til þess að ljúka námi er hætt við að margir þeirra velji frekar bóknámsbrautir. Við það kynni ásókn í grunndeildir að verða það lítil að ekki væri hægt að halda þeim lengur úti. Við það að grunndeildir eru lagðar niður verður líklegt að margir séu ekki tilbúnir að gera það 16 ára svo þeir velji sér í staðinn bóknám í heimabyggð. Það er einnig æskilegt að kenna efri áfanga til þess að komast hjá tvennskonar vannýtingu menntunar. Annars vegar myndi dýrt grunnám ekki nýtast

Til þess að það sé fjárhagslega forsvaranlegt fyrir skólana að halda úti efri áföngum þurfa framhaldsskólarnir að geta innritað alla þá sem eru viljugir og færir að um sækja viðkomandi áfanga.

byggja ofan á það og ljúka því

myndi það nám, sem á sér stað í gegnum vinnu og er metið með raunfærnimati, síður geta orðið grundvöllur náms sem veitir starfsréttindi. En eldri nemar eru ekki aðeins nauðsynlegir vegna efri áfanga. Þeir eru einnig nauðsynlegir til þess að halda úti grunnþess að áhugi á verk- og starfsnámi virðist oft kvikna með aldrinum, hvort heldur það er vegna þess að starfreynsla vekur námi.

UM GREININA Greinin birtist á vef KÍ í síðustu viku undir liðnum „Vikupóstur Félags framhaldsskólakennara“. Þar birtist vikulega pistill eftir einhvern félagsmann FF og hafa pistlarnir verið um hin margvíslegustu málefni.

PISTILL OKTÓBER 2014


MOLAR OKTÓBER2014

MENNTASPJALL Á MÁNUDÖGUM MenntaVarp heitir nýr spjallþáttur um menntamál sem er á dagskrá á netinu annan hvern mánudag frá klukkan 17 til 17.30. Umsjónarmenn eru Ragnar Þór Pétursson og Ingvi Hrannar Ómarsson. Hlekk á þáttinn er að finna á Twitter undir #mvarp eða á slóð Menntavarpsins.

ÞAÐ SEM BÖRN LEGGJA Á SIG Ingileif Ástvaldsdóttir (#ingileif), skólastjóri í Þelamerkurskóla, er í hópi öflugustu tístara og birtir áhugaverð tíst oft í viku. Fyrir stuttu birti Ingileif slóð á Twitter þar sem greint er frá 25 hættulegustu og erfiðustu leiðum sem börn í heiminum þurfa að fara í skólann. Það

er ótrúlegt hvað skólakrakkar leggja á sig á degi hverjum. Börn í Gulu í Kína þurfa t.d. að ganga fimm klukkustunda langa leið, og mest af henni á þröngum fjallastíg í mikilli hæð, til að komast í skólann sinn. Myndirnar tala sínu máli.

APPIÐ

Orðaflipp heitir íslenskt app fyrir skáld og rithöfunda framtíðarinnar. Orðaflipp er þannig öflugt tól til sköpunar en bætir um leið orðaforða og þjálfar málfræði hjá ungum sem öldnum.

SnapType heitir ókeypis app sem er ætlað nemendum sem eiga erfitt með skrift. Í stað þess að nota blýant er tekin mynd af verkefninu og síðan tvísmellt á myndina og lyklaborð kemur upp og þá er ekkert mál að skrifa inn.

SPJALDTÖLVUSPJALL Spjaldtölvur í námi og kennslu nefnist hópur á Facebook þar sem fólk skiptist á upplýsingum um notkun spjaldtölva í kennslu. Það er auðvelt að finna hann, einfaldlega með því að slá inn í leitarreit Facebook: Spjaldtölvur í námi og kennslu. Hópurinn stækkar jafnt og þétt og telur nú hátt á fjórða þúsund manns. Umræðan á vefnum er fróðleg og margir duglegir að setja inn ábendingar um sniðug forrit eða öpp sem gagnast í kennslustofunni. Svo er líka hægt að varpa inn spurningum og leita ráða. Stofnendur hópsins eru þær Elsa Dóróthea, Guðlaug og Hanna Rún en þær stunda allar meistaranám á Menntavísindasviði HÍ.


FÉLAGINN OKTÓBER 2014

FÉLAGINN ELFA LILJA GÍSLADÓTTIR (50)

TÓNLISTARKENNARAR ÞURFA AÐ SPÝTA Í LÓFANA Elfa Lilja Gísladóttir er tónlistarskólakennari og starfar í Tónskóla Sigursveins. Hún hefur undanfarin ár unnið að Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, og á því verður engin breyting í vetur. Hún segir tónlistarskólakennara þurfa að spýta í lófana í baráttunni fyrir betri kjörum. Elfa Lilja Gísladóttir 50 ára, fædd 28. apríl 1964 HVER: Tónlistarkennari í Tónskóla Sigursveins. MYND: ANNA FJÓLA GÍSLADÓTTIR

Hvernig leggst komandi vetur í þig? Veturinn leggst vel í mig. Ég var að fá 25 nýja efnilega 7 ára nemendur hjá Tónskóla Sigursveins sem ég hlakka til að vinna með. Eins hlakka ég til annarra verkefna svo sem Upptaktsins, sem er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, og samstarfsverkefnis Tónskóla Sigursveins og um 20 leikskóla í höfuðborginni. Báðum þessum frábæru verkefnum lýkur með uppskeru á opnunarhátíð Barnamenningar í Hörpu í apríl. Félag tónlistarskólakennara á, eitt

aðildarfélaga KÍ, eftir að semja um kaup og kjör. Hvað finnst þér um það? Mér skilst á samninganefndinni okkar að það í rétta átt. Ég segi bara eins og Ragnar Reykás... mamamama bara áttar sig ekki á þessu. En í alvöru, þetta er til háborinnar skammar og okkar samninganefnd ekki öfundsverð. Tónlistarkennarar þurfa vissulega að fara að spýta í lófana. Hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað hafa sem kennara? Vigdísi Finnbogadóttur, ekki spurning. Einnig væri frábært að læra af Daniel Barenboim, og


helst af öllu vildi ég fylgjast með honum vinna að verkefninu West-Eastern Divan Orchestra þar sem palestínskum tækifæri til að starfa saman í friði að hljómsveitarleik. Hvað plata er oftast á fóninum þessa dagana? Sá diskur sem er í tækinu núna er Hljómfang með Bjöllukór Tónstofu Valgerðar og ég mæli með honum. Dásamlega slakandi og yndislegur. Hvað finnst þér best í eigin fari? Eru ekki kostirnir einnig manns helstu gallar? Ég er skipulögð og samviskusöm. Samkennurum mínum í Tónskóla Sigurnámsferð erlendis, en fjölskyldan mín minnir mig reglulega á að stundum má sleppa skipulagi og gera ekki neitt. Ég er nokkuð góð í því að rækta vini mína. Í hvaða félögum og klúbbum ertu? Eins og hálf þjóðin er ég í saumaklúbbi. Okkar hópur kallast Föresöður en við höfum hist reglulega í 35 ár. Í tilefni af 50 ára afmælum okkar fórum við í siglingu í bærum systra- og frænkuhópi, Babettum, og syng með Ljótakór einu sinni í viku. SÓTI eru litlu samtökin okkar um tónlistaruppeldi, byggð á hugmyndaVið erum að undirbúa útgáfu á norrænu á öllum Norðurlöndum.

Bókin á náttborðinu? Ég var að ljúka við Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi og ég skil ekki hvernig hún fór fram hjá mér sem unglingur, þarf að spyrja móður mína að því. Nú er ég að lesa Og fjöllin endurómKhaled Hosseini. Hvert var uppáhaldsfagið í skóla? Allt annað en raungreinar. Hundur eða köttur? Hundur, ekki spurning, enda ólst ég upp með Snæja, íslenskum fjárhundi. Hvernig færðu útrás? Með því að fara hreyfa mig eða út að ganga með góðri vinkonu, systur eða manninum. Ef þú mættir taka íslensku þjóðina í eina kennslustund, hvað myndirðu kenna? Ég þyrfti fjórar kennslustundir. Í þeirri fyrstu myndi ég kenna þjóðinni að syngja og ég held að það yrði ekki svo ljúft. Í þeirri næstu myndi ég setja alla í hópa til að ræða hvað sé eðlilegt að hafa í laun. Er 13.5 milljóna launamismunur á mánuði í lagi hjá sömu þjóð? Ég myndi læða inn í hópavinnuna umræðum um græðgi og siðferði. Í þeirri þriðju myndi öll þjóðin dansa og lokatíminn færi í að kenna öllum Góða mamma eftir Jón ÁsÞórarinssonar. Hverju deildirðu síðast á Facebook? Mynd af okkur systrum að þæfa hnakkadýnur í sveitinni.

FÉLAGINN OKTÓBER 2014


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.