Skólablað Menntaskólans á Ísafirði
SMÁÍS
Skólablað Menntaskólans á Ísafirði
1. Tölublað Febrúar 2010 Nú er komið að því að hið árlega skólablað Menntaskólans á Ísafirði komi út og hlaut það nýtt nafn í ár, SMÁÍS, sem stendur fyrir Skólablað Menntaskólans á Ísafirði. En það nafn tilheyrir einnig fyrirtæki sem berst fyrir því að verja höfundarrétt íslenskrar tónlistar og bíómynda (www. smais.is). Í blaðinu eru fastir liðir eins og venjulega en þar er einnig að finna ýmsar nýjungar t.d. fengum við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, til að koma með ávarp og báðum hann um að segja okkur frá uppvaxtarárum sínum hér á Ísafirði. Einnig hafði ég samband við Halldór Þorgeirsson sem er einn af frumkvöðlum Sólrisuhátíðarinnar ásamt nokkrum öðrum og skrifaði hann grein fyrir okkur alla leið frá Bonn í Þýskalandi. Reyndum við í ritnefnd að ná blaðinu uppá hærra plan og gera það mun flottara en það hefur verið áður. Við teljum okkur hafa náð því takmarki og erum við mjög stolt af blaðinu okkar í ár. Vil ég þakka Halla, Edda, Kolbrúnu, Eyrúnu og Gauta fyrir vel unnin störf og vona að ykkur líki vel. Einnig vil ég þakka öllum fyrirtækjum fyrir góða styrki.
Ritstjóri Stefán Pálsson Ábyrgðarmaður Jón Reynir Sigurvinsson Hönnun og umbrot Anton Eðvarð Kristensen Ljósmyndari Anton Eðvarð Kristensen www.kristensenphotography.com Myndvinnsla Anton Eðvarð Kristensen Próförk Hrafnhildur Hafberg Birgir Örn Sigurjónsson Pennar Hallberg B Guðmundsson Kolbrún María Elfarsdóttir Gauti Geirsson Eyrún Ásgeirsdóttir Stefán Pálsson Forsíða Ljósmynd: Anton Eðvarð Kristensen Eftirvinnsla: Anton Eðvarð Kristensen Model: Stefán Pálsson Klara Alexandra Emil Pálsson Prentun H-Prent Upplag 2.000 eintök
Stefán Pálsson, ritari nemendafélagsins og ritstjóri SMÁÍS
Skemmtilegt að finna á YouTube. Why Women Should Stay At Home Nokkrar góðar astæður afhverju konur ættu að halda sig inni.
Ritnefnd Stefán Pálsson Anton Eðvarð Kristensen Hallberg B Guðmundsson Kolbrún María Elfarsdóttir Gauti Geirsson Eyrún Ásgeirsdóttir Ljósmyndir Anton Eðvarð Kristensen Facebook Myndasöfn Steinar Hugi Sigurðarson (www.steinar.is) Ágúst Atlason (www.gusti.is)
Fire Fart Burn a Candle Ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að gera!
m.
Russel Peters Tjekkið á !xobile, þvílík snilld, púnaní er meðal þess sem hann gerir grín af. Jeff Dunham Án efa einn af betri uppistöndurum í heiminum í dag. Fonejacker Skemmtilegir símahrekkir
2
Skólablað Menntaskólans á Ísafirði
6
Nemó
Fólkið á bakvið tjöldin!
12 20
Ávarp forseta Íslands
Forseti Íslands ávarpar Menntaskólann á Ísafirði og aðra bæjarbúa.
26 40
10 16
iPodinn
Á hvað hlustar MÍ-ingurinn?
3. Bekkjarferðin
Ferðasaga úr 3. bekkjarferðinni sem farin var til Magaluf.
Sólrisuvikan
Allar upplýsingar sem þú þarft um Sólrisuvikuna. Frá upphafi til nútimans, dagskrá og ávarp menningarvita.
Morfís!
Ræðudrengirnir sem bræða hjörtu stúlknanna.
Kóngasjoppan
Hreðjastórir drengir með viðskiptavit á við buisness menn.
32 44
Gettu Betur?
Tríóið sem rúllaði upp inntökuprófinu i Gettu betur.
Skiptinemarnir
Viðtöl við skiptinemana sem eru í heimsókn og þá sem fóru út. 3
Ávarp Skólameistara
Þ
rítugasta og sjötta Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísfirði hefst 26. febrúar og stendur til 7. mars. Nafnið Sólrisuhátíð er tengt endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn, en hún byrjar að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss Menntaskólans 23. janúar og síðan í Sólgötu á Eyri við Skutulsfjörð 25. janúar, eftir meira en tveggja mánaða fjarveru. Reyndar sést hún fyrr í Álftafirði eða 12. janúar. Í Bjarnadal í Önundarfirði sést hún 15. janúar en það er einmitt fæðingardagur ljóðskáldsins Guðmundar Inga Kristjánssonar sem þar bjó. Hann orti svo 5. júlí 1993 þá 86 ára: Ljúfir voru sóldagar liðinnar tíðar og ljóminn af þeim. Breiddu þeir sinn unað um brúnir og hlíðar, til bæjanna heim. Koma munu sóldagar sælir til sögunnar enn, bregða sínum svip yfir búmannaraðir og bjartsýnismenn. Gleðin er í lofti og sumar í sveitum á sólviðratíð. Lífið reynist gjöfult í laufskógareitum og landmannahlíð.
Hápunktur í menningar- og félagslífi Menntaskólans á Ísafirði er Sólrisuhátíðin, sérstök lista- og menningarvika í umsjá nemenda skólans. Sólrisuhátíðin hefur verið haldin árlega frá 1974 og alla tíð síðan, yfirleitt í fyrstu viku marsmánaðar, hefur hátíðin skipað veglegan sess í menningarlífi bæjarfélagsins og vakið athygli. Sólrisuhátíðin skapar vettvang þar sem allir hagsmunaðilar skólans mætast og njóta afraksturs metnaðarfulls framlags nemenda. Dagana 3.-5. mars verður opinn skóli þar sem farið er á svig við formlega námskrá og námsefnið nálgast með öðrum hætti en í hefðbundnum kennslustundum. Óhefðbundnir kennsludagar við Menntaskólann á Ísafirði eiga sér langa sögu og má rekja upphafið til nýjungar sem komið var á að frumkvæði nemenda á vormisseri 1975 og hlaut nafnið gróskudagar. Voru gróskudagar fyrst haldnir um mánuði eftir Sólrisuhátíð. Þá eins og oft síðar voru þrír dagar í röð notaðir til skapandi verkefna sem nemendur völdu sér sjálfir. Löngu síðar voru óhefðbundnir kennsludagar felldir inn í Sólrisuhátíðina eins og nú er gert. Sólrisunefnd, öðrum nemendum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Sólrisuvikunnar þakka ég kærlega fyrir þeirra framlag. Allir íbúar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga ættu að finna áhugaverða viðburði í dagskrá Sólrisuhátíðar MÍ og styðja við menningarstarf nemenda skólans með góðri þátttöku.
Gleðilega Sólrisuhátíð! - Jón Reynir Sigurvinsson Skólameistari
4
Ávarp Formanns Nemendaráðs Menntaskólans á Ísafirði Nú göngum við menntskælingar glaðbeittir til 35. Sólrisuhátíðarinnar, dagana 26. febrúar til 7. mars 2010. Sólrisan er hátíð menningar og lista tileinkuð hækkandi sól, hún er framlag nemenda skólans til bæjarbúa. Í boði er fjölbreytt úrval atburða og ætti hver og einn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ný stjórn Nemendafélgsins var kjörin í lok síðasta skólaárs vorið 2009. Í þessari frábæru stjórn sitja ásamt formanni sem þetta ritar, Anna Marzellíusardóttir í stöðu gjaldkera, Stefán Pálsson ritari, Ásgeir Guðmundur Gíslason menningarviti, Jóhanna Stefánsdóttir formaður Málfundafélagsins, Elín Sveinsdóttir formaður Leikfélagsins og síðast en ekki síst Ingibjörg Elín Magnúsdóttir sprellikvenndi. Nemendaráð hefur unnið hörðum höndum að því að halda félagslífi nemenda gangandi og gera það athyglisvert og spennandi. Hefur það tekist mjög vel og dagskráin verið fjölbreytt, skemmtileg og jafnvel fræðandi. Menntaskólinn á Ísafirði hefur að geyma fjölhæfann hóp af hæfileikaríkum nemendum sem hafa sýnt samstöðu, í vilja og verki, við að gera skólalífið sem eftirminnilegast. Fyrirmyndar þátttaka nemenda hefur verið á nær flestum viðburðum okkar, og væntum við þess að mæting á Sólrisuviðburði verði ennþá betri. Hátíðin kostar mikla krafta og vinnu. Því er stuðningur fyrirtækja, stofnanna og einstaklinga alveg ómetanlegur fyrir okkur. Nú hvet ég alla til að setja upp sólarbrosið, og ganga inní Sólrisuhátíð okkar menntskælinga með gleði í hjarta.
Alberta Gullveig Formaður Nemendaráðs
Jóhanna Stefánsdótt Málfinnur Elín Sveinsdóttir Formaður Leikfélags
Stefán Pálsson Ritari
Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði 09 - 10
tir Ingibjörg Elín Sprellikvendi Ásgeir Gíslason Menningarviti Anna Marzellíusardóttir Gjaldkeri
Nafn: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir Embætti: Formaður NMÍ Hvað þýðir þitt embætti: Ég er ábyrgðarmaður fyrir nemendafélagið og passa upp á það sem kemur því við – Basic. Í hvaða bekk ertu: Ég er á fjórða ári, útskrift í vor! Jeee. Hvernig finnst þér að vera í nemendaráði: Þetta er svaka stuð, krefjandi og fjölbreytt. Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla: Ég hef ekki tekið lokaákvörðun, en ég er að hugsa um að flytja í stórborgina og gera eitthvað af mér þar. Heitasti kennarinn í MÍ: Hrabba Hottie Eitthvað að lokum: Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Nafn: Anna Marzellíusardóttir Embætti: Gjaldkeri NMÍ Hvað þýðir þitt embætti: Ég er manneskjan sem segir: “Nei það er alltof dýrt...” og “Ekki gleyma að fá nótu!” Hvaða bekk ertu í: Ég er í fjórða bekk... alveg að verða búin. Hvernig finnst þér að vera í nemendaráði: Það er mikil vinna en jafnframt extremely gaman, mæli með því. Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla: Ætli ég skelli mér ekki í háskólann og læri sameindalíffræði, læknisfræði, stærðfræði eða eitthvað annað skemmtilegt nördafag. Heitasti kennarinn í MÍ: Úff alltof margir gúrme að velja úr...má velja 5 heitustu? Eitthvað að lokum: Gleðilega Sólrisu. Go nuts.
Nafn: Elín Sveinsdóttir Embætti: Formaður leikfélagsins Hvað þýðir þitt embætti: Að peppa upp alla sem hafa áhuga á leiklist til að vera með í leikritinu, hjálpa til með leikritið, mingla við krakkana og þjappa hópnum saman. Hvaða bekk ertu í: fjórða Hvernig finnst þér að vera í nemendaráði: Það er mjög gaman! stundum smá strembið og stressandi, en annars bara mjög gaman. góður hópur þarna á ferðinni Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla: Ég er að fara að sækja um í leiklistaskóla og reyna að komast þar inn, ef að ég kemst ekki inn þá ætla ég mér að ferðast og leika mér og njóta lífsins meðan ég er ung og vittlaus. Heitasti kennarinn í MÍ: Steini Eitthvað að lokum: neeeinei .. hata þessa spurningu, veit aldrei hvað ég á að segja, bæ.
Nafn: Ingibjörg Elín Magnúsdóttir Embætti: Sprellikvendi Hvað þýðir þitt embætti: Sjá til þess að það verði allavega einhverjir íþróttaviðburðir haldnir á báðum önnum. Hvaða bekk ertu í: Ég er í fjórða bekk, útskrift í vor, sjibbí!! Hvernig finnst þér að vera í nemendaráði: Ágætt bara, maður fær allavega 2500 kr inneign á mánuði. Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla: Flytja suður og sennilegast skella mér í Háskóla Íslands. Hver er heitasti kennarinn í skólanum: Jón Reynir. Eitthvað að lokum: Það er ekki fyndið að fara inn á annarra manna facebook og skrifa einhvern fyndinn status marga daga í röð, ekki sniðugt og vekur ekki mikla kátínu.
8
Nafn: Jóhanna Stefánsdóttir Embætti: Málfinnur NMÍ Hvað þýðir þitt embætti: Það er bara einfaldlega besta embættið. Nei mitt hlutverk er að sjá um Morfis og Gettu betur. En þar sem Gettu betur er búið þetta árið er bara Morfís og þar passa ég uppá að þeir séu í toppformi fyrir keppni og tilbúnir í að jarða hitt liðið. Ég er semsagt gellan sem passar uppá Morfís gæjana. Þið viljið allar vera ég haha.. Hvaða bekk ertu í: Ég er í öðrum bekk sem gerir mig lang yngsta i þessu nemendaráði. Hvernig finnst þér að vera í nemendaráði: Þetta er 100% vinna,stundum svoldið stressandi en alltaf rosalega gaman. Mikill einkahúmor og skemmtilegt fólk svo þetta getur ekki klikkað. Hvað ætlaru að gera eftir menntaskóla: Vó. Ég er með svo mikin valkvíða. En ég held ég endi í hvítum búning uppá sjúkrahúsi en það mun allt koma i ljós ,ég er nú bara hálfnuð. Heitasti kennarinn: Sko..Ég verð að segja Hreinn the new guy. Hann er með svo flottar hendur. En ef eg væri gaur er Andrea þá ekki gella? Eitthvað að lokum: Gerið eitthvað brjálað krakkar, það er Sólrisa!! „Þetta er bara finito strákar mínir, bara finito.“
Nafn: Ásgeir Guðmundur Gíslason Embætti: Menningarviti Hvað þýðir þitt embætti: Sé um Sólrisuvikuna aðallega. Annars er það bara að fylgja hinum og vera með vitrar hugmyndir. Hvaða bekk ertu í: Fjórða bekk Hvernig finnst þér að vera í nemendaráði: Það er bara fínt sko, svona á meðan Elín er ekki að tuða í mér... annars ætti ég ekki að kvarta þar sem ég er augljóslega hæfasti maðurinn í starfið og lít bara á þetta sem skyldu mína að sinna þessu. Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla: Hugsa að ég leyfi mér smá flipp áður en ég fer í framhaldsnám, þar er fjölmiðlafræði efst á lista. Heitasti kennarinn í MÍ: Veit ekki hvað það er en það hefur alltaf verið eitthvað á milli mín og Hrafnhildar. Eitthvað að lokum: Upp með sokkana kæru bæjarbúar og sólrisum okkur í gang!
Nafn: Stefán Pálsson Embætti: Ritari Hvað þýðir það embætti: Ég sé um að skrifa skólablaðið og hef umsjón yfir heimasíðu nemendafélagsins (www.nmisa.is) Í hvaða bekk ertu: 4 bekk útskrift eftir nokkra daga Hvernig finnst þér að vera í nemendaráði: Það er fínt en vanmetið á köflum. Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla: Það kemur í ljós á háskólakynningunni sem verður bráðlega Heitasti kennarinn: Rán, miðað við myndirnar af henni á facebookinu hennar. Eitthvað að lokum: Mæli með að næst þegar að þú hittir Daða að þú fáir hann til að flexa geirvörtunni sinni!
9
iPodinn
Ólafur Njáll Jakobsson
Anton Helgi Guðjónsson
Hatar artí fólk!
Óperan á sérstakan stað i hjartanu.
Rapp og Hip hop
Normið
Óli er með ipod stúttfullan af eðal rappi og hip hopi. Hann segist hafa byrjað að hlusta á Eminem í 8. bekk en ekkert rapp af viti. Hann hlustaði svo á XXX Rottweiler hunda í 10. bekk. Árið 2008 hlustaði hann mest á diskinn 100 top rap songs og segist hann hafa ,,nauðgað“ öllum lögunum þar. Til að byrja að hlusta á rapp mælir Óli með því að hlusta á 50 cent og Lil Wayne. Gott dæmi til að finna gott rapp er að fara á beemp3.com og leita af lögum með 50 cent & Lil Wayne. Einnig mælir Óli með chatroulette.com
Hip Hop Dead Prez Tha Carter II Lil wayne 534 Memphis Beak Viltu dick? Sykur ft Erpur Harðir tappar Tanboyz Made it Kevin Rudolf ft Lil Wayne Sjúkur Diddi Fel Still D.R.E Dr Dre ft Snoop Dogg Tiger Woods Maino
10
Thuggish Ruggish Bone Thugs n Harmony
Anton hefur mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk. Þá má taka sem dæmi píkupopp, rapp, rokk, fm tónlist, R&B, og fleira. En hann segir að ópera eigi sérstakan stað í hjartanu hans. Einnig er Ingó veðurguð, átrúnaðargoð Antons. En Birgitta Haukdal á sál hans og líkama. Anton hlustar á Rás 2 til að finna góða tónlist en annars mælir hann með chatroulette.com eða Lindinni.
I´m so paid Akon ft. Lil Wayne and Young Jeezy Nessun Dorma Pavarotti No surprises Radiohead Amazing Kanye West Man in the mirror Michael Jackson For your entertainment Adam Lambert Closer Kings of leon Place for my head Linkin park Stórir hringir Írafár Drífa Veðurguðirnir
Aníta Björk Jóhannsdóttir
Arnór Freyr Fjölnisson
Fýlar svona “Indý/krútt” tónlist.
Gus Gus í miklu uppáhaldi.
Indie
Raftónlist
iPodinn hennar Anítu er stútfullur af eðal-Indie tónlist eða krútt tónlist á almennilegri íslensku. Þar má nefna Sufjan Stevens, Bright Eyes, Hot Chip og Mammút. Aníta segist hafa byrjað að fýla svona Indie/ krútt tónlist í mars eða apríl í fyrra. Til að finna svona krútt tónlist fyrir þá sem hafa áhuga er málið að fara á youtube. Einnig er hægt að nálgast tónlist af krúttgerð á gogoyoko.com, chatroullete.com er einnig góð síða.
Dance me to the end of love Leonard Cohen First day of my life Bright Eyes Rauðilækur Mammút Boy from school Hot Chip Dont think twice, its alright Bob Dylan I gave you Bonnie “Prince“ Billy Senseni Retro Stefson Lady bird Nancy Sinatra & Lee Hazlewood Heart of spades Sometime I‘d Rather Dance With You Kings of Convenience
Fyrir 2-3 árum jókst áhuginn hjá Arnóri á raftónlist, en það er ekki það eina sem hann hlustar á, undanfarið hefur hann verið að hlusta á rafrænu rokksveitina Ratatat, einnig er GusGus í miklu uppáhaldi hjá honum, til að nálgast tónlistina þá mælir hann með tónlist.is og í flestum plötubúðum, einnig mælir Arnór með chatroulette.com.
Poppiholla (Single Edit) Chicane Add This Song GusGus Hey Baby Moss (Dj Halfdan Remix) GusGus Wildcat Ratatat Loud Pipes Ratatat So Easy Røyksopp Memories (Featuring Kid Cudi) David Guetta Yamaha Yoga Hermigervill Sleepwork Hermigervill I‘m Not Alone Calvin Harris
11
DRAUMSÝN: DYR AÐ NÝRRI VERÖLD Þegar ég var ungur drengur á Ísafirði og einnig eftir að við fluttum burt en bærinn hélt áfram að móta samræður á heimilinu, skynjaði ég ærið oft að draumurinn um menntaskóla var ríkur þáttur í lífssýn þeirra sem höfðu helgað vestfirskum byggðum krafta sína. Faðir minn var lengi í bæjarstjórn og kom að byggingu veglegra skóla fyrir unglinga og verðandi húsmæður sem reistir voru þrátt fyrir kreppu og erfiðleika í efnahagslífi. Samt þótti forystumönnum Ísafjarðar ekki nóg að gert. Það vantaði menntaskólann. Á þeirri tíð var Menntaskólinn í Reykjavík sá eini í höfuðstaðnum, annar á Akureyri og minni á Laugarvatni. Aðeins einn eða tveir – og stundum enginn – úr árgangi ungra Ísfirðinga lögðu í þá vegferð að fara burt í menntaskóla. Það var því djörf krafa, í hugum margra fjarstæðukennd, að setja á oddinn stofnun menntaskóla á Ísafirði. Framsýnir menn sáu þó að slíkt var forsenda fyrir eflingu byggðar, fjölbreyttari atvinnuvegum, grósku í menningu og mannlífi. Kraftur æskufólksins myndi krydda bæjarlífið. Mér er í fersku minni hve glaður faðir minn var þegar þetta langvarandi baráttumál var loks í höfn. Reyndar lét hann sér einnig annt um hver yrði fyrsti meistari skólans; hvatti mig eindregið til að hringja í menn og mæla með Jóni. Það væri við hæfi að sonur Hannibals fetaði í fótspor föður síns, skólamannsins, en sumir óttuðust að vísu að hann yrði fljótlega kominn í bæjarstjórn ef hann fengi skólann í sínar hendur. Það varð líka raunin og þar með fór fyrir lítið fyrirheitið sem ég gaf nokkrum í síma að Jón myndi bara kenna en ekki fara í pólitík! Síðan hefur skólinn eflst og vaxið, orðið burðarás í viðspyrnu vestfirskra byggða, veitt ungu fólki tækifæri sem ekki gáfust áður. Hann hefur einnig breytt lífssýn íbúanna og viðmiðum í byggðamálum, sannað að kraftmikil menntastofnun getur þrifist víða enda fylgdu í kjölfarið slíkir skólar í öllum landshlutum. Þannig varð Menntaskólinn á Ísafirði brautryðjandi. Nú þykja menntaskólar sjálfsagðir í héruðum vítt og breitt um landið allt enda nýtt markmið komið á dagskrá: háskólasetur og rannsóknaver – að lagður sé víða grundvöllur að þekkingaröflun og nýsköpun í vísindum. Þótt kynslóðin sem í upphafi barðist fyrir menntaskóla á Ísafirði væri hugumstór, hefði jafnvel henni fundist óraunhæft ævintýri að Ísafjörður gæti líka orðið setur háskólastarfs og vísinda. Það er engu að síður við upphaf nýrrar aldar í takt við veruleikann.
12
Byltingin í upplýsingatækni hefur í reynd gert veröldina að einu þekkingarþorpi og opnað vestfirskum byggðum dyr til allra átta. Æskufólk getur nú orðið heimsborgarar í vísindum og lærðum fræðum án þess að yfirgefa heimafjörðinn. Það er heillandi veröld fyrir ungan skóla sem þó hvílir á gömlum grunni.
Kveðja frá forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni
Styrkir fyrir námsmenn Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is.
NBI hf. (Landsbankinn), kt. 471008-0280.
ENNEMM / SÍA / NM40935
Katrín Þóra Bragadóttir, Námufélagi í framhaldsskóla
NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000
Lausn: Nemandi
Umsóknarfrestur er til 8. mars.
Haustönn Vikuna 31. ágúst til 4. september héldu nemendur skólans upp á Busavikuna. Fyrsta daginn var nýnemum kennt það að þeir ættu heima í Gryfju skólans og ættu sífellt að líta upp til eldribekkinga. Í gryfjunni fengum við að sjá dans- og sönghæfileika busanna. Þriðjudagurinn 1. september rann upp og skólinn iðaði af spenningi, það var komið að Busauppboði. Þar seldust busarnir okkar í hópum með fylgdarmanni sem sá til þess að allt færi vel fram. Mismikið var boðið í busahópana, þeir voru seldir fyrir 2.000 kr. og allt upp í 23.000 krónur. Eigendur busanna hófust svo handa við að gefa þeim skemmtileg verkefni. Mikill hamagangur var á Bensínstöðinni þar sem maður sá heilu hópana þrífa skítuga bíla Menntaskólanema, en þó voru einhverjir busanna svo heppnir að fá að þrífa stærðarinnar rútu. Líf og fjör var í bænum og vöktu busarnir athygli alls staðar. Busuninni var þó ekki lokið eftir þennan dag, því sjálf vígslan var eftir. Busavígslan gekk alveg heiftarlega vel, verkefni busanna voru ekki strembin. Busarnir tóku tvöfalt skemmtiskokk í kringum skólann
14
og gengu í gegnum þrautabraut sem var í Bootcamp stíl, tilbáðu eldribekkinga og fengu svo loks þjóðarrétt, sem var hákarl og síld í gráðostasósu. Deginum var síðan slúttað með pulsupartýi að hætti Kóngasjoppunnar. Nýnemar fóru í nýnemaferðina árlegu og áttu góðar stundir saman, á meðan Nemendafélagið undirbjó Busaballið, það var haldið í Gryfjunni og má segja að það hafi verið eitt sveittasta ball sem við munum eftir, því hvert sem maður leit voru allir lekandi sveittir eftir dansinn og á meðan ballinu stóð þurfti að moppa gólfið 4 sinnum því það var sleipt af svita. Ultra Techno Mega Bandið Stefán voru ekki minna sveittir þetta kvöld þegar þeir léku af líf og sál fyrir menntskælingana. Hiti og sviti en engin tár, góð lýsing á þessu föstudagskvöldi. Það má þó ekki gleyma gaurnum sem kom að sunnan til að spila fyrir okkur, honum Dj Sítt að Aftan, sem tældi alla í dans fyrir og eftir framkomu UTMBS. Frábært ball! Næsti atburður NMÍ var Íþróttarvika sem Sprellikvendið Ingabingaling sá um. Í þessari viku var margt í boði; armbeygjukeppni, halda á lofti keppni, borðtennismót, poolmót, Stinger körfuboltaleikur og gangahlaup. Allt þetta segir
sig nokkuð sjálft nema gangahlaupið, sem var keppni um hver væri fyrstur að hlaupa ákveðna leið á göngum skólans, verðlaun voru veitt fyrir þann fyrsta, síðasta og fyrir bestu tilþrif. Margt var í boði þessa viku, en þó er ekki enn allt talið. Stúdíó Dan var í samstarfi við okkur þessa viku og seldi menntskælingum vikukort í ræktina á aðeins þúsund krónur, og frítt var í sund einn vikudaginn fyrir menntskælingana. Aukinn áhugi varð á róðrakeppninni árlegu og fengu nemendur tækifæri til þess að æfa sig á pollinum vikurnar fyrir keppni. Sigurvegarnir þetta árið í karlaflokki voru lopaklæddu drengirnir í Stanley Crew, og sigurvegarar í kvennaflokki var liðið Geirfuglarnir. Lokaviðburður í Íþróttarvikunni var Ruddaboltinn sem hefur verið haldinn núna í 4 ár og er að festa sig sem árlegur viðburður. Þátttakan var gífuleg, um 100 manns kepptu á gervigrasinu um Ruddaboltameistatitilinn. Flest fór sem afar vel fram og aðeins einn fluttur á sjúkrahús með blóðnasir og höfuðhögg. Í heildina litið fór allt saman vel. Sigurvegarnir í karlaflokki voru Teen Titans og Ruddaboltameistarar kvenna voru
Kool & The Gang í fjórða skiptið í röð. Síðan voru haldin mörg lítil mót þar á meðal í PES (Pro Evolution Soccer), kökuáti, pulsuáti og kókosbollukappáti svo og fátt eitt sé nefnt. Önnin endaði svo á 1. des mat og balli sem haldið var 26. nóvember og borðaður var hátíðarmatur á Hótel Ísafirði og svo haldið á ball með Haffa Haff og DJ Óla Geir. Vorönn Vorönnin er búin að vera róleg en nokkrar keppnir hafa litið dagsins ljós. Keppt var í æfingum með borða sem var rosalega frumlegt og fyndið. Síðan var djúpa laugin haldin. Það síðasta sem gerst hefur á þessari önn var Árshátíðin þar sem matur frá Thai Koon var snæddur og svo var ball með DJ JB (Jónbjörn Finnbogason) og XXX Rottweiler hundum sem heppnaðist svona rosalega vel. Þá er þessi pistill loksins á enda, hafið það gott öll sömul.
15 15
3.Bekkjarferð til Magaluf 2009 Eftir Önnu Marzellíusardóttir og Elínu Sveinsdóttur.
Í
fyrstu var búið að ákveða að fara til Ibiza og vorum við mjög bjartsýn á þá hugmynd, en þar sem að það þótti ekki mjög traustvekjandi í restina þá var ákveðið að hætta við það. Mallorca var þá klárlega svarið, og við héldum þangað hress og kát. Hjá mörgum hófst skemmtunin strax við komuna á Keflavíkurflugvöll eins og við mátti búast. Einhver seinkun var á fluginu sem gaf hópnum tíma til að já, koma sér í gírinn. Nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi voru á leið í sömu ferð og við og því mikið stuð í flugvélinni, allir voða spenntir og því mikil læti og skrall. Þetta gerði það að verkum að flugferðin var ekki lengi að líða og biðin var senn á enda. Þegar til Mallorca var komið tók á móti okkur indæliskonan María, en hún var farastjórinn okkar. Hún byrjaði á því að senda okkur á vitlaust hótel sem síðan í restina varð okkar hótel en það hét TRH Palmanova. Fyrsta nóttin var hræðileg, þá vorum við á einhverju skítahóteli, pöddur fundust í rúmum og allir voru frekar fúlir með þetta. Svalahurðin í einu herberginu opnaðist beint út í garð, og voru þær svo ,,heppnar” að þær fengu Flinstones-leikvöll í bakgarðinn.
16
Þessari svalahurð var heldur ekki hægt að læsa þannig að íbúarnir sváfu með pungbudduna með öllum peningunum og vegabréfinu inn á sér þá nótt. Daginn eftir var hinsvegar aðeins bjartara yfir liðinu þar sem hópurinn streymdi útá sundlaugabakkann fáklætt og með bjór í hendi, jafnvel einn í hvorri. Sundlaugagarðurinn var alveg svaka flottur með útsýni yfir hafið. Seinni partur dags fór síðan í að flytja okkur á fyrrnefnda hótelið þar sem að við áttum eftir að dvelja restina af ferðinni. Þegar þangað var komið fengum við þær fréttir að loftkælingin væri biluð og að við þyrftum að sætta okkur við viftur inni á herbergjunum okkar, og satt best að segja gerðu þær nú ekki mikið gagn í 35°hita og sumir frekar pirraðir á þessu veseni, en við létum það nú ekki drepa stemminguna! Fyrsta kvöldið héldum við öll saman á djammið, við fengum þá snilldar hugmynd að fara öll saman niður á strönd og djúsa aðeins þar sem að var kannski ekki mjög góð hugmynd því að eftir það voru allir með sand á milli tánna á djamminu. En það virtist ekki skipta neinu máli fyrir neinn og þegar við fundum skemmtistaðina þá fór hópurinn að splittast í allar áttir, enda ekki við öðru að búast af ungu fólki í ævintýraleit.
Næstu tvær vikur voru þannig að fólk vaknaði missnemma (misseint?) á daginn þar sem sumir höfðu þennan líka hrikalega tan-metnað. Það má jafnvel segja að þegar á ferðina leið hafi þetta þróast út í einskonar tan-keppni og eins og í öðrum spennandi keppnum þá nýttu keppendur sér það sem þeir gátu til þess að ná forskotinu. Við getum allavega sagt að sumir hafi verið vel olíubornir, nefnum þó engin nöfn. Lísa og Stefán, eruð þið búin að útkljá málið? Í hótelgarðinum voru þrjár sundlaugar, og þróuðust mál þannig að hópurinn okkar eignaði sér eina þeirra. Laugin var reyndar busl-laug ætluð börnum en við létum það sko ekki trufla okkur og eyddum þar alltaf bróðurpart dagsins, eða þ.e.a.s. þeir sem vöknuðu fyrir kvöldmat. Nokkrum sinnum gerðist það að einhverjir utan hópsins (yfirleitt börn) gerðu sig líklega til að svamla aðeins í lauginni okkar, en við náðum nú að afstýra þeim hörmungum. Af og til var svo skellt sér í köldu laugina sem var staðsett í skugga og voru stökkin út í þá laug hvert öðru glæsilegri, hver gerði eiginlega stærstu bombuna?
Seinni partur dags, eða tíminn milli fimm og átta var svo tekinn með rólegheitum, en þessi tími fékk nafnið nap-time hjá íbúum herbergja 315, 318 og 320. Á nánast hverjum degi var haldið inn í herbergi og fengið sér góða kríu til þess að undirbúa líkamann fyrir átök kvöldsins. Stundum kom þó fyrir að ekki var hægt að fá ákveðna einstaklinga til þess að hætta að sprella (Nína Guðrún - taktu þetta til þín) en þá var oftar en ekki tekið til þess ráðs að breyta nap-time í KFC twister-time.... nammm.
Við hófum svo oftast kvöldin með því að fá okkur eitthvað að borða, sumir voru sparsamir og reyndu að borða heima en aðrir nýttu sér óspart úrvalið af mis-glæsilegum veitingastöðum í nánd við hótelið. Eftir kvöldmat var svo eytt einhverjum tíma á hótelinu, drukkið og hlegið, oftar en ekki að fyndna gaurnum.
Hópurinn safnaðist þá saman á svölunum fyrir framan öll herbergin eða þá inni á herbergjum, og voru þá teitin í herbergi 315 nær alltaf fjölmennust, reyndar við mismikla hrifningu íbúa þar. Einhver kvöldin söfnuðust við líka saman á risastóru svölunum á hótelinu hennar Örnu, Hotel Hawaii, og skemmtum okkur þar og nutum útsýnisins áður en haldið var út á djammið.
Djammið okkar á Magaluf svæðinu er nær ólýsanlegt. Ég ætla þó að reyna að gefa smjörþefinn með nokkrum punktum: BCM - stærsta diskótek Evrópu er sko ekkert drasl. Allskonar BCM varningur, DJ Sammy, Tiesto, foamparty, water-party, live strip-show og jafnvel live sex-show. Já ég sagði það. Heaven - fyrsta kvöldið héldu sumir á þennan eðal skemmtistað sem eflaust er ekkert ósvipaður Goldfinger. Eyddu þar sumir aðeins meiri pening en þeir hefðu viljað gera. Casablanca - Sænskur bar sem við eyddum alltof miklum tíma á, en það var aðallega vegna drykkja sem kostuðu 2 evrur. Við stelpurnar munum líklegast aldrei gleyma óléttu konunni á klósettinu sem lét mann fá pappír til þess að þurrka manni um hendurnar í skiptum fyrir tips. Lífið hefur greinilega leikið við hana. Slingshot - tækið fyrir utan Casablanca sem þeytti þeim sem í það fóru yfir 70 metra upp í loftið í einhverri kúlu. Skemmtilegt edrú en gjörsamlega awesome í glasi. Rúll - Casablanca barinn var staðsettur ofan á smá hæð þannig að maður þurfti að labba upp smá brekku til að fara þangað. Oftar en ekki var ástandið á fólkinu þannig þegar barinn var yfirgefinn að sumum þótti prýðis-hugmynd að rúlla sér niður brekkuna. Við vorum mismunandi góð í þessu sporti og verður eiginlega að segjast að Hafrún hafi haft mestu hæfnina, en ég hef heyrt að sem betur fer hafi einu fylgifiskar iðjunnar verið göt á leggingsbuxum. Engar garnaflækjur sem betur fer. Beach Club, Club21, Bonkers og Paddy’s - Skemmtistaðir sem við eyddum miklum tíma á, oftar en ekki að drekka Sex on the Beach eða eitthvað álíka gott og dansa af okkur rassgatið innan um skrilljón blindfulla og háværa Breta. Karaoke barinn - Honum að þakka að Ingabingaling er til í dag. Fishbowl - Það verður að segjast að þessi bar er tær snilld. Þar er boðið upp á risastórar skálar af drykkjum sem hópurinn situr svo við og sötrar með rörum. Kostar ekki mikið á mann en magnið af áfengi í hverri skál var svakalegt! Eflaust nóg til að drepa fíl. Eva Finnboga - Þessi líka frábæra stelpa sem kom með Örnu Sigríði í ferðina setti sko sitt mark á hana. Dúkkan hennar og samtölin sem hún átti við varnarlaust, ókunnugt fólk. Kvöldið sem hún ,,fékk lánaða” fishbowl skálina sem við vorum búin að klára úr, purr í heimsklassa og flugvélin eins og maður hafði aldrei séð hana áður. Ekki má heldur gleyma óviðjafnanlega fyndnum sögum af geðdeildinni! Svartar vændiskonur og sölumenn - Salvör hvað er að frétta af kærastanum þínum? Allavega voru hann og vinir hans ötulir við að selja okkur hitt og þetta glingur, og voru þá blikkandi gúmmí-hringir vinsælastir. Það urðu bara allir að eiga að minnsta kosti einn. Vændiskonurnar settu svo sinn svip á næturlífið, nokkrar á hverju horni og til í hvað sem er. Aðrir vita þó eflaust meira um það en ég... 10 gíra spítt-hjólastóllinn og gjallarhornið - Tæki ferðarinnar. Eftir á að hyggja skil ég kannski alveg af hverju sumum var farið að finnast gjallarhornið pirrandi. Á flugvellinum í Palma á leiðinni heim fékk Ingibjörg að velja hvort hún vildi taka með sér gjallarhornið eða batteríin, hún kaus að bjarga gjallarhorninu öllum til mikillar ánægju. Sex og the beach, ódýr vodki, WDK blue, Fat frog og Bacardi Razz - Þessi listi er sko EKKI tæmandi. Crazy hill - Eins og við höfum ekki verið nógu þreytt í fótunum á leiðinni heim af djamminu. Til þess að komast að hótelinu þurftum við að dröslast upp þessa helv. brekku. Ég þori að veðja að það er kolólöglegt að láta götur halla svona mikið. Aldrei á ævinni hefur maður óskað þess jafn heitt að geta teleportað sig. I gotta feeling, that tonight’s gonna be a good night! - Lag ferðarinnar - einkennisorð ferðarinnar. Vekur upp minningar um frábæra ferð og frábært fólk í hvert skipti sem maður heyrir það. Partysleikur ferðarinnar! - Björgunarafrek Ingibjargar Elínar til að bjarga Kjartani, kunnátta hennar í björgun fékk að njóta sín til hins ítrasta.
Í heildina litið voru þessar tvær vikur eins frábærlega skemmtilegar og þær hefðu getað orðið - gjörsamlega legendary. Svínaflensa, hryðjuverkaárás í Palma, skortur á loftkælingu, sólbruni, kreppa og þynnka voru bara dropar í hafið. Eftir tvær vikur í paradís var svo haldið heim á leið og ég held að enginn þarfnist upprifjunar á tímanum sem við eyddum í flugvélinni. Við getum bara orðað það þannig að á milli hóstakastanna heyrði maður nokkrum sinnum setninguna: ,,Ég ætla aldrei að fljúga með Iceland Express aftur!”. Alltof mörgum klukkutímum seinna var það svo bara home sweet home. Takk krakkar fyrir þessar æðislegu vikur sem við eyddum saman í frábærum félagsskap á stað sem eflaust er einn sá skemmtilegasti í heimi fyrir svona ferðir. Ég veit að við værum öll til í að fara aftur, helst strax á morgun.
17
Myndir frá árshátíð skólans
18
19
Ávarp Menningarvita Menntaskólans á Ísafirði Kæru samnemendur, bæjarbúar og aðrir góðkunningjar. Nú þegar sólin er farinn að senda geisla sína um svalt umhverfið fer að líða að hinni árlegu Sólrisuviku Menntaskólans á Ísafirði, sú 36. í röðinni. Eins og ávallt er það í verkahring menningarvitans að sjá um hið óumflýjanlega og krefjandi verkefni en jafnramt mjög svo skemmtilega, þ.e. skipulagningu vikunnar. Ég hins vegar stend ekki einn í því verkefni, enda væri það ógjörningur, því hef ég fengið til liðs við mig svokallaða Sólrisunefnd. En mér og henni tókst að búa til þétta og góða dagskrá þetta árið og er þá helst að nefna að nú í ár mun Rokksúpan verða endurvakin eftir nokkurra ára bið, og mun hljómsveitin Reykjavík vera fremstir í flokki þekktra banda. En einnig verða velkunnug andlit úr bænum sem stíga á stokk og flytja fyrir okkur rokk af dýrustu gerð. Einnig munu þekkt andlit stíga á svið í skólanum í hádegishléum, og þar kannski ber helst að nefna sjálfan Bubba Morthens og engan annan en grínistann og leikarann Þorstein Guðmundsson, svo mun hljómsveitin Reykjavík ásamt völdum einstaklingi í FM Belfast vera með fyrirlestur og námskeið fyrir þá sem vilja. Uppistandararnir “Mið Ísland” munu einnig bregða á leik á mánudagskvöldi, en þeir hafa fengið gríðarlega góða dóma og er það opið öllum almenningi. Svo að sjálfsögðu mun Sólrisuleikritið sjálft vera fastur liður þessa viku og hefur það aldrei svikið almúgann enda er því leikstýrt af alkunnri snilld og stífar æfingar undir leiðsögn fagmanna. En það er einmitt kannski það sem stendur oft upp úr í Sólrisuvikunni. Sólrisunefndin hefur unnið hörðum höndum og puðað ýmislegt seinasta mánuðinn, spenningurinn er að ná hámarki og mega nemendur nú fara að setja sig í stellingar þar sem sjálf Sólrisuvikan er að hefjast, eintóm gleði, hlátur, vinna og skemmtun. Eins og venja er þá munum við hefja hana á skrúðgöngu frá Menntaskólanum að Edinborgarhúsinu þar sem við munum gæða okkur á veigum sem þriðji bekkur mun að bjóða uppá. Svo mun helgin skríða í garð og fyrr en varir mun vikan þar sem skemmtunin stoppar aldrei hefjast. Henni mun að sjálfsögðu ljúka með undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna, á Föstudeginum og svo balli á Laugardeginum. Sólrisuvikan hefur verið liður í okkar skóla í fjölda mörg ár og fer hún bara batnandi með hverju árinu, og er það að sjálfsögðu markmið hvers og eins að bæta það sem áður var, og erum við engin undantekning. Ég hef sjálfur tekið þátt í þremur mögnuðum vikum og get ég því lofað þeim sem eru að upplifa hana í fyrsta sinn að þið verðið ekki svikin af skemmtun í það minnsta. Það hefur hinsvegar sett svartan blett á hátíðir hér undanfarin ár hversu illa veðrið hefur leikið við okkur í þessari fyrstu viku mars mánaðar, og því verðum við bara að vona að veðurguðirnir skarti sínu blíðasta í vikunni og allt fari vel fram.
Vefsíður sem SMÁÍS mælir með....... www.chatroulette.com
Frábær síða til að eignast vini í útlöndum !
www.icebits.net
Yndisleg samskiptasíða, mælid eindreigið með þessari.
www.perezhilton.com
Eitthvað fyrir kvennþjóðina til að glugga i.
www.nmisa.is
Heimasíða Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði
www.wikipedia.com
Alfræðiorðabókin á netinu !
www.solrisa.is
Upplýsingar um sólrisuhátið Menntaskólans á Ísafirði.
www.facebook.com
Þessi sívinsæla fésbók.
20
Ásgeir Guðmundur Gíslason Menningarviti
Fyrstu spor Sólrisuhátíðarinnar eftir Halldór Þorgeirsson
Stjórn Nemendafélagsins hafði samband og óskaði eftir stuttum pistli um upphaf Sólrisuhátíðarinnar. Saga hennar er næstum jafn löng sögu Menntaskólans. Stofnun skólans var stórviðburður á Ísafirði og mikið framfaraskref að geta leitað framhaldsmenntunar í eða nálægt heimabyggð. Bæjarbúar tóku skólanum, kennurum og aðkomunemendum opnum örmum. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að skólinn skipule gði á hverjum vetri svonefndar menningarreisur til höfuðborgarinnar. Í tengslum við eina slíka ferð vaknaði sú spurning hvort ekki væri einnig sniðugt að flytja menninguna vestur svo allir bæjarbúar fengju notið. Nýstofnað Listafélag MÍ tók málið föstum tökum og efndi til listakvölds í Alþýðuhúsinu á útmánuðum 1973 þar sem Guðmundur Jónsson óperusöngvari og kór Menntaskólans tróðu meðal annars upp. Þetta listakvöld mæltist svo vel fyrir að í samráði við stjórn skólafélagsins var ákveðið að bæta um betur og skipuleggja vikulanga hátíð að ári. Efnt var til samkeppni um nafn og endurspeglar valið bæði þá rómatík sem einkenndi tíðarandann í skólanum og djúpa ást bæjarbúa á sólinni sem á þessum árstíma fer hækkandi á lofti eftir dimma skammdegismánuði. Fyrsta Sólrisuhátíðin 1974 var fjölbreytt og samanstóð m.a. af skáldakvöldi þar
3X Technology Kjölur ehf Gamla Bakaríið Skrifstofuhótel Hafnarbúðin Ametyst
sem Jökull Jakobsson og Þorsteinn frá Hamri lásu úr verkum sínum, leikbrúðusýningu Leikbrúðulands, einþáttungum eftir Bertold Brecht sem Leiklistarklúbbur MÍ færði upp undir leikstjórn Bryndísar Schram, tónleikum með Megasi og lokakvöldi þar sem Guðrún Á. Símonardóttir óperusöngkona var meðal gesta.
Kristjánsson og Magnús Reynir Guðmundsson.
Alþýðuhúsið var þungamiðja hátíðarinnar og aðstandendur þess frábæra húss voru nemendum einkar vinveittir og samþykktu meðal annars að fjarlægja bíóbekkina úr salnum og setja upp borð og stóla til að skapa kaffihúsastemningu fyrir tónleikana með Megasi og ‘jammsession’ með ísfirskum jasslistamönnum sem var að mínu mati hápunktur hátíðarinnar.
Eins og gefur að skilja þá kom stór hópur nemenda, kennara og annarra bæjarbúa að því að láta þetta allt ganga upp. Við Magnús J. Magnússon vorum útnefndir framkvæmdastjórar hátíðarinnar. Jón Baldvin og Bryndís stóðu heilshugar að baki framtakinu og hvöttu okkur áfram með ráðum og dáð.
Ég átti mér þann draum að fá Villa Valla og vini hans til að dusta rikið af jasshljóðfærunum og flytja klassíska standarda. Villi Valli sagði mér að þetta væri af og frá en neistinn sem ég sá í augum hans leiddi til þess að ég missti ekki vonina og kom nokkru sinnum aftur á stofuna hjá honum til að ræða hugmyndina. Hann sló til að lokum og fékk með sér aðra frábæra tónlistarmenn og ef mér skjátlast ekki þá voru þar á meðal þeir Gunnar Hólm Sumarliðason, Ólafur
Gullauga Leggur og Skel Trésmiðjan Hnífsdal Húsasmiðjan KNH Klofningur
Þetta kvöld var ógleymanlegt og kveikti vafalaust áhuga meðal einhverra nemenda á því yndislega listformi sem jassinn er. Villi Valli er enn að og hefur gefið þjóðinni tvo ómetanlega geisladiska.
Nám er ekki bundið við skólabækur og Sólrisuhátíðin og annað skapandi félagslíf gaf okkur ómetanlega reynslu og tækifæri til að kynnast frábæru fólki bæði heima á Ísafirði og í Reykjavík. Margir gestanna heilluðust einnig af bænum og kemur Þorsteinn frá Hamri í hugann og höfðum við milligöngu um að finna sumarbústað í Dagverðardal fyrir hann og fjölskyldu hans til sumardvalar og skapandi starfs.
Vísir Hárkompaní Bakarinn Monró Súðavík Náttúrustofa vestfjarða 21
Sólrisudagskrá 2010 Föstudagur 26.febrúar 12:00 Sólrisuhátíðin formlega sett, skrúðganga frá MÍ niður í Edinborgar hús þar sem boðið verður uppá kökur og pönnsur. 13:30 Innanhús fótboltamót á Torfnesi 20:00 Leikfélag NMÍ frumsýnir Túskildingsóperuna í Edinborgarhúsinu. Miðapantanir í síma: 456 5565 • NMÍ: 2.400 kr ÓNMÍ: 2.600 kr
Laugardagur 27.febrúar 16:00 Opnun á Gallerí Gangi þar sem nemendur úr MÍ verða með myndlistarsýningu alla vikuna 18:00 Hátíðaropnun á MÍ-flugunni, FM 101,1 20:00 Önnur sýning á Túskildingsóperunni Miðapantanir í síma: 456 5565 • NMÍ: 2.400 kr ÓNMÍ: 2.600 kr
Sunnudagur 28.febrúar 20:00 Þriðja sýningin af Túskildingsóperunni. Miðapantanir í síma: 456 5565 • NMÍ: 2.400 kr ÓNMÍ: 2.600 kr 20:00 MÍ Flugan: Eurovision þáttur Ásgeirs, Hákons og Hjalta, FM 101.1 20:30 Konukvöld í sal Menntaskólans, þar sem allar helstu skvísur bæjarins koma saman. Betur auglýst síðar.
Mánudagur 1.mars 10:05 Trommusólókeppni 12:30 Þorsteinn Guðmundsson - Sprellar á sal 20:00 Uppistandshópurinn Mið Ísland skemmtir bæjarbúum á sal MÍ: 700 kr ÓNMÍ: 1000 kr
22
www.solrisa.is
Frekari upplýsingar gefur Ásgeir Guðmundur Gíslason í síma: 846-6367
Þriðjudagur 2.mars 10:05 Spennandi keppni í mjólkurdrykkju mun fara fram á sal MÍ 12:30 Bubbi Morthens kemur með kassagítarinn á sal og spilar nokkur vel valin lög 16:00 Kór Menntaskólans á Ísafirði flytur nokkra ljúfa tóna í Stjórnsýsluhúsinu 20:00 4. Leiksýning af Túskildingsóperunni. Miðapantanir í síma: 456 5565 • NMÍ: 2.400 kr ÓNMÍ: 2.600 kr 20:00 MÍ Flugan: Kóngasjoppan Fm 101.1
Miðvikudaginn 3.mars 10:05 Þenjið raddböndin því að öskurkeppni verður á sal MÍ 12:30 Hljómsveitin Reykjavík! verður með fyrirlestur með tónlistarívafi 21:00 Rokksúpan á sal MÍ. Vestfirskar hljómsveitir rokka á sal MÍ. Húsið opnar kl.20:30
Fimmtudagur 4.mars 10:05 Allt fyrir aurinn 12:30 Hádegismatur > Hamborgarabúlla Tómasar verður með útíbú í mötuneytinu. 18:00 MÍ Flugan: Ástamál Ástvaldar frá Núpi, FM 101.1 20:00 5. Leiksýning af Túskildingsóperunni. Miðapantanir í síma: 456 5565 • NMÍ: 2.400 kr ÓNMÍ: 2.600 kr 20:00 Mí Flugan: Íbízafjörður með DJ JB, Fm 101.1
Föstudagur 5.mars 10:05 Óvænt uppákoma á sal MÍ! - Bíðið spennt! 12:30 ,,Byssan” spjallar við bæjarbúa um lífið og tilveruna 17:00 MÍ Flugan: Ronnageddon, Fm 101.1 19:30 Undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldskólanna. NMÍ: 800 kr ÓNMÍ: 1.200 kr
Laugardagur 6.mars 23:00 – 02:00 Sólrisuball með Skímó. NMÍ: 2.500 kr ÓNMÍ: 2.800 kr
Ljósmynd: Ágúst Atlason
23
snerpa rétta leiðin
24
Skrifstofuhテウtel テ行afirテーi
EHF
25
Hreinn Þórir
Morfíslið Menntaskólans á Ísafirði 09-10
Andri Pétur
Svanur Pálsson
Hermann Óskar
Bíddu eiga þetta að vera einhver rök ? Það var á því herrans ári 1983 að forkólfar málfundafélaga framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu komu saman til þess að leggja á ráðin um stofnsetningu keppni þeirrar sem í dag gengur undir nafninu MORFÍS. 26 árum síðar standa þessir drengir á sama stað og svo margir aðrir sem að hafa látið leið sína liggja inn á keppnisgólf MORFÍS. Það sem einkennir Morfísliðið í ár er það að allir liðsmenn eru nýliðar í keppninni. En þrátt fyrir litla reynslu hefur þeim gengið mjög vel. Eftir tap fyrir MH í æfingarkeppni tókst þeim að ná sér aftur á strik með því að sigra Hraðbraut með 84 stigum sem er talið tæpt. Við tókum viðtal við Morfís- drengina og til að fá aðeins innsýn inn í þessa keppni. Ég settist því niður með Hermanni Óskari, Andra Pétri, Svani og Hrein Þóri og spurði nokkurra spurninga.
28
Hvað er Morfís? AP: Hvað er Morfís? Eins og nafnið gefur til kynna er þetta mælsku- og ræðukeppni framhaldskólanna Hvert er hlutverk ykkar í liðinu? HÓ: Ég er liðstjóri og ööö hvernig á ég að segja þetta? Ég meina ég sé um að svara rökum andstæðinga okkar. AP: Og flytja óundirbúnar liðstjóraræður. Hvernig er það Hemmi semur þú öll svörin á staðnum eða undirbýrðu þig eitthvað? HÓ: Þú reynir að búa til eins mörg svör og þú getur áður en keppni byrjar en stór hluti svaranna verður til á staðnum. En þú Svanur hvað gerir þú? SP: Ég er meðmælandi Morfís liðsins. Og ég er náttúrulega svona ,,hlutur“ sem fer upp í púltið og lendir í 3 sæti. HÓ: Svanur er maðurinn sem kemur ,,léttari“ sjónarhorn á málið, þó síðustu ræður hafa ekkert verið það fyndnar. SP: Nei hann Gunnar er ekkert að byggja upp fyrir fyndnar ræður. Andri, þú hefur verið kosinn ræðumaður kvöldsins í báðum keppnunum, hvernig var það? Og hvert er þitt hlutverk ? AP: Það var náttúrulega ego boost! En ég held bara áfram að vinna mína vinnu. Ég er stuðningsmaður og flyt seinustu ræðu okkar liðs, slæ botninn í þetta með tilfinningarþungu augnabliki. HÓ: Þetta er náttúrulega ræðan sem sker úr um hvort liðið vinni eða tapar. Hreinn, þú ert frumælandi. Hvað felur það í sér? HÞ: Ég er frummælandi og hlutverk mitt er að koma punktum okkar fram, þetta eru svosem ekkert skemmtilegar ræður. Þetta eru helst bara langlokur þar að segja langar ræður. Hvernig kemst maður inn í Morfís ? HÞ: Við vorum tæknilega bara einu sem vildu vera með svo við komust inn. HÓ: Við byrjuðum eitthvað 6-7 hóp en svo enduðum bara við fjórir, það er eins og hinir hafa bara dottið úr. SP: Allt í einu voru við kallaðir inn eitt kvöldið og vorum bara komnir i liðið! AP: Það er gott að við náum í 4 manna lið. Það eru alveg dæmi um að 1000 nemenda skólar hafa bara náð í tveimur mönnum í lið. Hvernig eru þessar lokaæfingar fyrir keppninnar? Hvernig undirbúið þið ykkur? SP: Þetta er geðveik skemmtileg vika! AP: það er mikið af kaffi og mikið af pælingum HÞ: Þetta er mjög stressandi vika. Við erum alveg að æfa til þrjú um morguninn og ef þú ert að æfa til þrjú , þá eru pælingarnar komnar úti fokk ! Síðasta spurningin sem ég er með er þessi. Eru allir, sem tengjast Morfís, kaffi drekkandi, sjálfsumglaðir, sjálfstæðismenn? HÞ og SP: Já! HÞ: Ef þú tékkar listar yfir ræðumenn í Morfís á wikipedia, þá eru flestir Sjálfstæðismenn. SP: Þessi gaur sem þú varst að lýsa er bara morfis týpan. Maður þarf eiginlega að vera eins og hann fyrir keppni. HÓ: Þetta bara snýst um sjálfstraustið.
Staðreyndir um Morfís liðið.. Jóhanna Stefáns Málfinnur og Svanur meðmælandi liðsins eru jafn stór. Gussi Atli ræðuþjálfari kann ekki baun í körfubolta en heldur hins vegar öðru fram. Meðalhæð liðsins er 173. Hermann er compare hotness fíkill. Andri fer ekki í bað. Þeir vilja allir líkjast Sean Connery. Hreinn borðar ekki venjulegt nammi. Daði elskar Star Wars og Toto. Liðið fer til rakara fyrir hverja keppni. Svanur vil vera Júlíus Sesar. Þeir gætu myndað hljómsveit .Svanur myndi þurfa spila á þríhorn. Að þeirra mati er Stella Hjalta heitasti kennarinn. Brilljantín er brúkað í hár tveggja herramannana. Málfinnur borðar ekki hamborgara þegar fólk sér til. Andri er aldrei í samstæðum ullasokkum. Sóma pasta með þúsund eyja sósu er vinsæll matur liðsmanna. Hermann er eini liðsmaðurinn sem notar ekki gleraugu. Hermann er foringji liðs. Á keppnisdegi fara þeir alltaf í sund i bolungarvík. Alla morfís vikuna er spilað mikið af Dolphin Olympics. Gussi Atli þjálfari skarar framúr í þeim leik miðað við aðra liðsmenn. Það eru fleiri hár á bakinu á Daða en á öllum líkamanum á Svan.
29
FLUGFELAG.IS
SKE MM T UM O KKUR I N NANL ANDS Það er fátt sem jafnast á við að finna ískaldann sjóinn læsast um sig. Missa andann ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 47188 09/09
augnablik. En samt jafnast einhvern vegin ekkert á við að komast upp úr aftur. Finna blóðið streyma um líkamann á ný. Hringdu í 5703030 og bókaðu nístingskalt bað á nýjum stað. FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 17.700 KR.*
*Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Vestmannaeyja, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar.
Ritnefnd 2009 - 2010
Kolbrún María
Eyrún Ásgeirsdóttir
Hallberg Brynjar Anton Eðvarð
Gauti Geirsson
Stefán Pálsson
Fanney Jónsdóttir
Gettu Betur lið Menntaskólans á Ísafirði 09-10
Þorgeir Jónsson
Silja Rán
Spurningakeppnin
1. Hvernig eru inniskórnir hennar Ránar á litinn? 2. Með hvaða liði í ensku deildinni heldur rapparinn góðkunni Jay-Z? 3. Hvað kostar kringla í Gamla bakaríinu? 4. Hvenær verður opnað fyrir umferð í Óshlíðargöngunum? 5. Hvað heitir hið fagra bóndabýli í hjarta Holtahverfis? 6. Hvernig bíl keyrir Ívar Atli Sigurjónsson oftast um götur bæjarins? 7. Hvað heitir Jói hljóðmaður fullu nafni? 8. Hversu mörgu sinnum þurfa lundar að blaka vængjum sínum á sekúndu til að geta flogið? 9. Við hvaða götu stendur Krílið? 10. Hvað hétu gullfiskarnir í nemendafélagsherberginu?
Silja Rán
Fanney Jóns.
1. Svartir
0
1. Brúnir
0
1. Bláir
0
2. Portsmouth
0
2. Manchester United
0
2. Chelsea
0
3. 95 krónur
0
3. 70 krónur
0
3. 100 kall
1
4. September 2010
0
4. Júlí
1
4. Júní
0
5. Góustaðir!
1
5. Góustaðir að sjálfsögðu 1
5. Ekki hugmynd
0
6. Bláan, lítinn, með hjúkrunarfræðilímmiða í afturrúðunni 0
6. Porche? nei líklegast verið að fiska eftir Clio. 1
6. Hann er blár
0
7. Jóhannes Jónsson
1
8. Sex sinnum
0
9. Sindragötu?
1
10. Jón Reynir og Nemó
1
4 af 10 Rétt 34
Þorgeir Jóns.
7. Jóhann Hjaltason
0
7. Jóhann Jóhannsson 0
8. 14 sinnum
0
8. Tuttugu sinnum
0
9. Sindragötu
1
9. Ekki hugmynd
0
10. Halldór og Pétur
0
10. Nemó og Fiskur
0
4 af 10 Rétt
1 af 10 Rétt
Svör: 1. Hvítir 2. Arsenal 3. 100 kall (01.02.09*) 4. 15. júlí 2010 5. Góustaðir 6. Clio 7. Jóhannes Jónsson 8. 12 sinnum á sekúndu 9. Sindragötu 10. Jón Reynir og Nemó
Gettu Betur
Seint um kvöld í miðri viku hitti skólablaðið keppendur Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans á Ísafirði 2010. Einstaka kennarar voru á vappi að athuga hvað væri að fara fram niðrí gryfju, en fljótt kom það í ljós. Þrír ungir krakkar eru að undirbúa sig undir fyrstu keppni vetrarins sem fór fram gegn MA. Keppendur fyrir hönd MÍ þetta árið eru þau Silja Rán Guðmundsdóttir, Fanney Jónsdóttir og Þorgeir Jónsson. Hvað gerðuð þið til að komast í liðið? Fanney: Það var haldið próf í haust og við vorum einfaldlega með flest rétt svör.
Við hittum gettu betur liðið aftur eftir viðureign þeirra við MA sem endaði með tapi en þau stóðu sig engu að síður vel.
Jói hljóðmaður? Fanney: Hann er maðurinn sem gerði þetta kleift.
Hvaða væntingar hafið þið til árangurs í keppninni? Silja : Við höfum náttúrulega lítið til að miða við en við ætlum að gera okkar besta og komast eins langt og við getum. Þorgeir: Já þetta er náttúrulega glænýtt lið og við höfum enga reynslu en við ætlum að gera okkar besta.
Hvernig var að keppa í þessari keppni í útvarpinu? Silja: Brjálæðislega stressandi en skemmtilegt. Svo var góð stemming í húsinu þar sem góðir stuðningsmenn frammi í anddyri hvöttu okkur til dáða. Fanney: Og svo auðvitað Jói hljóðmaður.
Var Eva María ekki með leiðinda móral? Silja: Greinilega langt síðan hún hefur keyrt til Ísafjarðar en annars er hún ágæt greyið.
Er mikill undirbúningur að baki? Silja: Við höfum hist nokkrum sinnum í mánuði en við hefðum vilja byrja miklu fyrr og hafa meiri tíma í að undirbúa okkur. Aðrir skólar eru að velja í liðin sín á vorin og hafa því nógan tíma til að undirbúa sig. Af hverju Gettu betur? Silja: Það er bara svo gaman að svara spurningum rétt svo er það ekkert leiðinlegt að svara spurningum rétt í útvarpi. Þorgeir skítur inní sposkur á svip: „Það er svo gaman að vera gáfaður og svo er þetta náttúrulega babe magnet.
Hefðuð þið viljað gera eitthvað öðruvísi í undirbúningnum? Fanney: Hafa meiri tíma og byrja fyrr og kannski æfa aðeins meira. Þorgeir: Ég hefði klárlega viljað fara í keppnisferð til Spánar en Anna Mazza gjaldkeri nemendafélagsins var ekki alveg til í að splæsa því á okkur.
Ætlið þið að sækja um að vera í liðinu á næsta ári? Jú klárlega segja þau öll í kór. Og best væri að liðið yrði valið strax í byrjun skólaárs, eða allavega mikið fyrr en seinast svo að þeir sem eru í liðinu hafi góðan tíma til að æfa sig.
Áttuð þið meira inni? Silja: Já það var hellingur sem við vissum sérstaklega í hraðaspurningunum sem við vissum vel en stressið var svo mikið að það var lengi að koma. Þorgeir: Já það voru alveg 4-5 stig sem við áttum inni en við verðum bara að standa betur í lappirnar næst.
35
Gleðilega Sólrisu Ísafjarðarbær óskar nemendum Menntaskólans á Ísafirði og öðrum íbúum gleðilegrar Sólrisuhátíðar.
37
Ísaförður feb. 12010.pdf 16.2.2010 15:19:56
Hefur þú kynnt þér vöruúrvalið?
Bílavara, matvara og allt þar á milli 38
N1 ÍSAFIRÐI
AFGREIÐSLUTÍMI Mánud. til föstud. 7:30 - 22:00 Laugardaga 9:00 - 22:00 Sunnudaga 10:00 - 22:00
WWW.N1.IS
Pizza
Hamrar
Steikarlokur
Hamborgari
Samlokur
39
Freysteinn Nonni
Valtýr Þórarinsson
n a p p o
j s a g n Kó 0 1 o9
Bjarni Rúnar
Ómar Hólm
Viðtal á næstu opnu
Kóngasjoppan
Engin kreppa í kóngasjoppunni !
Kóngasjoppan saman stendur af fjórum hreðjastórum drengjum úr 3. bekk MÍ sem hafa viðskiptavit á við hina bestu kaupsýslumenn heims. Strákarnir tóku að sér þetta krefjandi verkefni á fundi 3. bekkjarráðs og hafa þeir staðið sig með stakri prýði. Það hefur heyrst á göngum skólans og á kennarastofunni að þetta sé besta sjoppa skólans í háa herrans tíð og verða met þessarar sjoppu seint slegin. Markmið sjoppunnar er að koma öllum þriðju bekkingum í fræðslumikla menningarferð til Spánar, sumarið 2010, þar sem tveimur vikum verður varið í skoðun á söfnum og gömlum fornminjum. Við höfum tekið eftir því að kvenmennirnir eru farnir að laðast óvenju mikið að kóngunum í kóngasjoppunni og fá þeir aldrei frið á almannafæri, enda gull af drengjum hér á ferð. Þessir menn eru framtíð Íslands og er það okkur ánægja að kynna þá hér. Við náðum tali af þeim þegar að þeir voru að koma úr góðu helgarfríi í heimabæ sínum Ísafirði og voru á leið á viðskiptafund í New York borg. Við fylgdum þeim þangað og spjölluðum um starfsemi Kóngasjoppunnar.
Meðlimir Kóngasjoppunnar: Bjarni Rúnar Heimisson er svellkaldur sjómaður af Hlíðarveginum og tók að sér stöðu verslunarstjóra í Kóngasjoppunni, hann sinnir störfum sínum af miklum áhuga og tók sér frí þessa önn til að sjá alfarið um Kóngasjoppuna. Freysteinn Nonni Mánason sér um uppstillingu og útlitshönnun á vörum, hann er einnig sætasti starfsmaðurinn og þekktur fyrir að laða allar stelpur skólans að sjoppunni. Ómar Hólm er endurskoðandi og gallharður Liverpool maður. Rassinn á honum virðist laða bæði konur og karla að sjoppunni. Hann spilar WoW og rakar á sér skeggið tvisvar í viku. Valtýr Þórarinsson er hugmyndasmiður og frumkvöðull Kóngasjoppunnar sem rakar á sér punginn tvisvar í viku. Ungur og fagur rauðbirkinn drengur alinn upp í úthverfum Reykjavíkur, Seltjarnarnesi. Fluttist til Ísafjarðar 13 ára gamall og hefur blómstrað síðan.
42
Strákarnir í New York
Hvað er Kóngasjoppan? Kóngasjoppan er stórveldi sem enginn vissi af fyrr en við byrjuðum í MÍ! Hugmyndin blundaði í strákunum í langan tíma og þeir hafa hugsað sér áframhaldandi rekstur. Af hverju Kóngasjoppan? Þetta er einfalt svar, við erum, verðum og höfum alltaf verið kóngar bæjarins!! Af hverju ekki Drottningasjoppan? Þetta er líka einfalt svar, konur eru bara skraut, þær hafa enga burði til að stjórna slíku stórveldi sem Kóngasjoppan er. Hvernig er venjulegur dagur í Kóngasjoppunni? Í Kóngasjoppunni byrjar dagurinn snemma, strákarnir vakna um fimm leytið, þá þrífa þeir allt hátt og lágt, raða í ísskápinn, telja peningana og skoða öryggismyndavélina. Á slaginu fimm mínútur yfir tíu opnar sjoppan, starfsmenn bjóða góðan dag og selja á besta verðinu í bænum. Hvað hafið þið grætt mikið á sjoppunni? 3. bekkur hefur grætt rúmlega 1.200.000 krónur á sjoppunni, kökubasar og lani. Þeir hafa hugsað sér að græða það mikið að enginn þurfi að borga fyrir ferðina og að þeir fái arð. Af hverju hafið þið ákveðið að hækka ekki verðin í sjoppunni? Strákarnir styðja ekki aðgerðir vanhæfu vinstristjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti. Hver er besti starfsmaðurinn? Starfsmenn mánaðarins hafa verið valdir frá því að Kóngasjoppan tók til starfa, og hefur tvíeykið Ásti frá Núpi og hægri hönd hans Ólafur Auðunn alltaf verið valdir. Hvar sjáið þið kóngasjoppuna eftir 10 ár? Þar sem þið sjáið Hamraborg í dag, þar verður Kóngasjoppan eftir 10 ár!
43
SMÁIS mælir með sjónvarpsþættinum How I Met Your Mother
Skiptinemaspjall
Lennart Opsteyn Hvaðan Ertu ?
Hvaðan ertu?
Hvers Vegna Valdiru Ísland ?
Hvers vegna valdirðu ísland?
Zutendaal í Belgíu Útaf því að þegar þú eldist þá eru meiri líkur að þú farir suður svo ég ákvað að fara núna norður. Annars hefði ég aldrei komið norður
Hvernig finnst þér að búa a Íslandi?
Ég er ánægður að vera á Vestfjörðum. Það er dálítið afskekkt, en það er fínt.
Er mikil munur á Íslandi og heimalandinu þínu? Nei það er ekki mikill munur. Það er samt munur á staðsetningu bæja því þú sérð mun á bæjum á Vestfjörðum eins og Bolungarvík og Ísafirði. En í Belgíu er þetta allt ein klessa
Hvað finnst þér búið að standa upp úr síðan að þú komst hingað? Íþróttirnar eru flottar. Og náttúran er falleg. Ég er ekki vanur svona mörgum fjöllum því Belgía er svo flatt land. Einnig stendur luftgitar keppnin upp úr, þar sem ég vann hana.
Eitthvað a lokum?
44
Burak Demirci
Það er eins og íslendingar virðast gleyma manni eftir eina helgi. Svo þú verður að kynnast fólki aftur eftir helgina.
Adana í Tyrklandi Útaf Björk !
Hvernig finnst þér að búa a Íslandi? Það er bara allt í lagi.
Er mikil munur á Íslandi og heimalandinu þínu?
Já, það er öðruvísi en ekki á vondan hátt. Til dæmis í Tyrklandi vinna nemendur ekki með skólanum.
Hvað finnst þér búið að standa upp úr síðan að þú komst hingað? Þegar ég vann Bingó-ið hérna. Ég er glaður að hafa unnið eitthvað.
Hvaða race og class í wow, mundirðu vilja vera í alvörunni?
Ég mundi vera Nightelf útaf því að Nightelfs eru svo tengdir náttúrunni. Svo mundi ég velja class-inn Rogue útaf því þeir geta stungið (smá wow-einkahúmor hérna ).
Eitthvað a lokum? Bara takk fyrir.
Bára Jónsdóttir Punta Cana - Dómeníska Lýðveldið Var skólalífið mjög frábrugðið frá MÍ? - Já mjög. Það þurfa allir að vera í skólabúning, sem mér fannst vera alltof þykkur miða við veðráttuna þarna. Þetta voru hvítur polo bolur sem átti að vera girtur ofan í síðar baselitaðar buxur með belti, hvíta sokka og svarta skó. Það mátti ekki vera með stóra eyrnalokka eða glingur hvað þá mikla förðun, en krakkarnir fóru nú ekki alveg samt eftir þeim reglum. Ég man ég fór einn daginn óvart í gráa sokka því ég fann enga hvíta.. og ég var send heim að skipta. Við byrjuðum alltaf á að syngja þjóðsönginn á morgnanna meðan allir stóðu í röðum og fáninn dreginn á loft ásamt skólafánanum. Svo í hvert sinn áður en kennslan byrjaði þá áttum við að bíða í röðum fyrir utan skólastofuna. Það var rosa strangt tekið á því ef maður skrópaði í tíma, ég man ég skrópaði einu sinni í leikfimi ásamt vinkonu minni og við þurftum að sitja eftir næsta dag að skrifa ritgerð um Afríku. Þessi skóli hét Punta Cana International school og var því helmingur faganna sem fór fram á ensku og hinn helmingurinn á spænsku. Við vorum með kennara allstaðar að, canada, bandaríkjunum, englandi, og auðvitað dóminíska og svo var sjálfur skólastjórinn frá London. Var erfitt að aðlagast nýja landinu? - Nei mér fannst það ekki, það var náttúrulega bara æðislegt að vera í að meðaltali 30 stiga hita allan ársins hring og eiga heima 10 min frá fallegustu ströndum í heimi En það sem ég meikaði aldrei voru moskítóflugurnar, ég var náttúrulega bara fresh meat beint frá Norður pólnum og var gjörsamlega étin fyrstu mánuðina. Með moskító kíli allstaðar. Eftir fyrstu vikuna komst ég varla í skó vegna þess að bitin voru svo stór og jucy, kláðinn alveg óbærilegur:D en svo fattaði ég OFF spreyið og fór með brúsa á dag, svo það reddaðist
Hvað er áhugaverðasti staðurinn/borg sem þið fóruð á/í og afhverju? - ef ég verð að segja eins og er þá fannst mér bærinn minn Punta Cana langt skemmtilegasti og fallegasti staðurinn:D hann er á austurhluta eyjarinnar alveg við ströndina og er vaxandi ferðamannastaður. Ég sá hvergi eins hvítar og fallegar strendur eins og þar, en svo voru fleiri staðir eins og Cabarete sem er þekktur ferðamannastaður og djammstaður. Svo varð ég reyndar heilluð af Cabrera sem er lítill bær á Norðurhluta eyjunnar sem dregst svolítið inn í skóginn, og þar eru fossar sem hægt er að leika sér í og hoppa niður. Hvernig var fjölskyldan? - Fjölskyldan mín var rosalega góð, um leið og ég kom þá voru þau búin að keyra frá Punta Cana til Santo Domingo höfuðborgarinnar til að ná í mig, það var ekki venjan að fjölskyldur gerðu þetta því hinir skiptinemarnir þurftu allir að taka rútu og vesenast í allt að heilan dag til að komast til sinnar fjölskyldu. Fjölskyldan mín var mjög vel stæð og reyndar allir í Punta Cana, en það er mikil fátækt í þessu landi og tel ég mig ofboðslega heppna með allt saman. Ég féll alveg inn í fjölskylduna og tengdist þeim mikið. Það var rosalega erfitt að fara sérstaklega vegna þess að ég og systir mín sem er 15 ára vorum alltaf saman og urðum algjörlega bestu vinkonur. Afhverju valdiru landið? - Einfaldlega vegna þess hvað það er alltaf heitt þarna, tilbreyting frá klakanum, og hvað það eru fallegar strendur þarna. Svo hefur mig alltaf langað að læra spænsku. Svo að ég fann þennan stað sem hafði þetta allt
Katrín Sif Kristbjörnsdóttir Villadossola - Ítalía Var skólalífið mjög frábrugðið frá MÍ? - Já mjög svo. Í mínum skóla var bekkjarkerfi eins og í held ég flestum öðrum ítölskum skólum. Mér fannst allt vera mun strangara þarna úti heldur en hér heima. T.d. var borin þvílíkt mikil virðing fyrir kennurunum, maður þurfti alltaf að standa upp þegar skólastjórinn kom inn í stofuna og það var alveg stranglega bannað að hleypa okkur fyrr út – ef maður þurfti að fara 5-10 mín. fyrr þá var algjör skylda að koma með vottorð. Félagslífið í skólanum var akkúrat ekki neitt. Engin böll, engar uppákomur, íþróttaviðburðir eða neitt .. frekar sorglegt fannst mér. En það var eitt í sambandi við skólann sem mér fannst alveg hryllilegt í byrjun það var gatið í gólfinu sem átti að kallast klósettið okkar! Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar að ég sá þetta .. en þetta vandist og var bara alls ekki svo slæmt í lokin. Var erfitt að aðlagast nýja landinu? - Nei mér fannst það ekki. Ítalía og Ísland eru ekkert rosalega ólík lönd ef maður spáir í því, allavega ekki Norður-Ítalía og Ísland. Það sem var erfiðast fyrstu vikurnar var að sjálfsögðu að reyna að gera mig skiljanlega. Hendurnar voru notaðar óspart og orðabókin mín góða fór með mér hvert sem ég fór. Ófáum sinnum lenti ég í vandræðalegum atvikum þar sem ég skildi ekki neitt en það var bara fyndið. Eftir áramót þegar ég var farin að tala og skilja nokkuð vel var ég stundum farin að þykjast ekki skilja til þess að koma mér undan einhverju sem ég vildi ekki gera eða svara eitthvað sem allir skiptinemar ættu að gera! Var mikið um vitneskju um Ísland hjá host-landinu þínu? - Nei alls ekki. Mjög fáir vissu hvar í heiminum Ísland væri staðsett og svo þegar ég sýndi þeim það kom alltaf það sama: „Brr... hlýtur að vera alveg ískalt!“
Mér fannst fólk yfirleitt vera nokkuð áhugasamt um að fræðast um Ísland. Ég fékk líka margar misgáfulegar spurningar frá fólki, t.d. þessi týpiska hvort við búum í snjóhúsum. Svo var ég spurð hvort að það væru til hundar á Íslandi, hvort að ég vissi hvað pasta væri og hvort að allir væru ljóshærðir eins og ég (jább, ég var víst flokkuð sem ljóshærð!). Það kom mörgum mjög á óvart þegar að ég sagði þeim að við ættum okkar eigið tungumál, svona lítil þjóð eins og við. Hvernig var fjölskyldan? - Ég bjó hjá þriggja manna fjölskyldu í Norður-Ítalíu í bæ sem heitir Villadossola um klukkutíma frá Mílanó. Í fjölskyldunni voru mamma (Fausta), pabbi (Claudio) og 12 ára strákur (Roberto). Á heimilinu var líka eldgamall köttur sem hét Nicky og lítill gullfiskur sem pabbinn henti bara í ruslið einn daginn án þess að láta nokkurn vita. Það sorglegasta var að enginn á heimilinu tók eftir því að fiskurinn væri farinn fyrr en pabbinn benti okkur á það .. úbbs! Fjölskyldulífið var frekar rólegt fannst mér. Mamman vann mjög mikið og var því lítið heima en pabbinn vann minna og var alltaf heima í eldhúsinu að töfra fram eitthvað ljúffengt. Af hverju valdiru landið? Þegar ég ákvað að fara sem skiptinemi komu aðeins tvö lönd til greina hjá mér – Ítalía eða Frakkland – en ég var þó alltaf spenntust fyrir Ítalíu. Ég veit ekki alveg af hverju Ítalía en það er bara eitthvað við landið sem heillar mig. Fallegt tungumál, góður matur, mikil fjölbreytni, skemmtilegt fólk og flott landslag enda stígvélalandið sjálft. Mér fannst mjög spennandi að læra ítölsku og er ekkert smá ánægð með að kunna hana núna :-) Ég bíð bara spennt yfir að komast aftur út til þess að geta æft mig í að tala hana.
45
Sólveig Guðmunda Guðmundsdóttir Charleston - Bandaríkin Ég var í 45000 manna bæ sem heitir Charleston. Hann er um 3 klst sunnan af Chicago, Illinois. Klárlega nafli alheimsins!
46
Var skólalífið mjög frábrugðið frá MÍ? - Já frekar. Þarna voru íþróttir hluti af skóladeginum og ég æfði t.a.m. blak, körfubolta og fótbolta á meðan ég var þarna. Það er mikil áhersla lögð á skólaíþróttir þarna og félagslífið er mjög fjölbreytilegt og skemmtilegt. Það þurfti líka að láta kennarann skrifa leyfi til þess að mega fara á klósettið og á bókasafnið, og allir dagar voru eins í heilt ár. Ennig var skólamaturinn eins og klipptur út úr amerískri bíómynd: þrýstnar gamlar konur að hræra í risapotti af kjötkássu! Var matarmenningin öðruvísi og var sú menning betri eða verri? - Já, það var mjög mikið um að fólk færi út að borða þarna og skyndibitamenningin í hávegum höfð. Kanarnir skammta líka þvílíkt á einn disk, ef þú biður um litla máltíð færðu kúgaðan disk. Hvað er áhugaverðasti staðurinn/borg sem þið fóruð á/í og afhverju? - Öll ferðin mín til Vestur strandarinnar var mjög áhugaverð, og hver borgin annarri betri. Ef ég þarf að nefna eina sem stóð upp úr þá var það líklega San Francisco, en þar gæti ég vel hugsað mér að eiga heima. Gran Canyon eða Miklagljúfur er líka staður sem hvorki myndir né orð geta lýst og því mæli ég eindregið með að fólk fari þangað, það er stórfenglegt! Hvernig var fjölskyldan? - Fyrstu 6 mánuðina bjó ég hjá hjónum sem heita Dave og Barb Hunter og 12 ára dóttur þeirra sem heitir Maya. En eftir áramótin þurfti ég að skipta um fjölskyldu þar sem frændi þeirra flutti til þeirra og þurfti þar af leiðandi herbergið mitt. Hin fjölskyldan hétu því skemmtilega nafni The Adams. Þau áttu þó ekkert sameiginlegt með hinni einu sönnu
Þau áttu einn son sem er jafngamall mér og tvö eldri börn. Mér fannst mjög skemmilegt að búa hjá tveimur fjölskyldum, enda um tvær gjörólíkar fjölskyldur að ræða. Afhverju ákvaðst þú að fara sem skiptinemi? - Jahá, held ég hafi þurft að svara þessari spurningu minnst 10 sinnum, en ég veit samt aldrei hvað ég á að segja. Ég held ég hafi upphaflega bara heyrt um AFS samtökin og fundist það mjög spennandi, en pabbi segir að ég hafi verið byrjuð að tala um þetta þegar ég var 12 ára. Afhverju valdiru landið? - Til að upplifa the American dream auðvitað! Nei, Bandaríkin hafa alltaf einhvern veginn heillað mig og ég held að það hafi verið aðal ástæðan. Hvernig er menningin á svæðinu? - Ég hef aldrei í lífi mínu kynnst jafn opnu og vingjarnlegu fólki og þar sem ég var. Það var þvílíkt mikill kærleikur í gangi hjá öllum, því var fólk sem maður þekkti og þekkti ekki faðmandi mann í tíma og ótíma! Krakkarnir voru líka mun opnari heldur en hérna og ég er ekki frá því að mér hafi liðið eins og poppstjörnu stundum, en allir vildu endilega fá að tala við skiptinemann enda var ég eini skiptineminn í skólanum.
Valtýr Þórarinsson San Nicoló d’Arcidano - Ítalía Ég var í bæ þar sem að búa tæplega 3.000 manns. Hann heitir San Nicolò d’Arcidano og er á eyjunni Sardegnu (Sardiníu) undan vesturströnd Ítalíu. Hún er um ¼ af stærð Íslands. Var skólalífið mjög frábrugðið frá MÍ? - Já það var það svo sannarlega. Skóladagurinn var töluvert styttri en á móti þurfti ég að mæta í skólann á laugardögum. Kerfið þeirra er líka miklu þurrara og hreint út sagt bara leiðinlegt t.d þá voru bara einar korters frímínútur á dag yfir 5 tíma skóladag og ekkert félagslíf. Var matarmenningin öðruvísi og var sú menning betri eða verri? - Já þeir eru ansi frábrugðnir okkur þegar að kemur að matargerð. Hjá Ítölum er kvöldmatartíminn heilagur tími sem maður eyðir með fjölskyldunni, þar er oft setið í einn til tvo tíma þar sem farið er yfir atburði dagsins. Einnig borða þeir mikið seinna en við á kvöldin eða upp úr klukkan 21. Það kom oftar en einu sinni fyrir að ég fór beint frá kvöldverðarborðinu inn að rúm að sofa. Hvort matarmenningin hafi verið betri er erfitt að segja um hún var bara öðruvísi. Var mikið um vitneskju um Ísland hjá host-löndum þínum? - Þar sem að fótbolti flokkast nánast undir trúabrögð á Ítalíu þá voru þeir alveg með á hreinu hver Emil Hallfreðsson var, en á þeim tíma sem ég var úti var hann einmitt að spila með úrvalsdeildarliðinu Reggina. Síðan var það bara nafnið á höfuðborginni okkar og að sjálfsögðu Geysir.
Hvað er áhugaverðasti staðurinn/borg sem þið fóruð á/í og afhverju? - Þar sem að ég var á Sardegnu þá ferðaðist ég alls ekki mikið um meginland Ítalíu, fyrir utan eina viku sem ég eyddi í Toscana héraði. Þar sá ég borgir að borð við Pisa, Siena, Lucca og Flórens. Eins ótrúlegt og það var að sjá Toscana sem var langþráður draumur, þá var ekkert jafn áhugavert en sjálfur heimabærinn minn San Nicolò d’Arcidano. Þar fannst mér ég upplifa alvöru Ítalska sveitamenningu þar sem að fólk stundaði hálfgerðan sjálfsþurftarbúskap. Eins og fjölskyldan mín var með sínar eigin vínekru, ólívuakur, ávexti og ef það vantaði kjöt eða egg þá var bara að skreppa handan fyrir hornið eða heim til ömmu þar sem að hún var með hænur og kanínur.Öllu þessu sinnti fjölskyldan samhliða störfum sínum, en pabbinn var t.d. bankamaður og mamman starfsmaður í grunnskóla. Hvernig var fjölskyldan? - Fjölskyldan mín samanstóð af Giuseppe pabba mínum, mömmu minni Rosolbu, 30 ára gamalli systur minnu Giorgiu og jafnaldrabróðir mínum Gianmario. Þetta er alveg yndislegt fólk sem tók á móti mér með opnum örmum. Alveg frá fyrsta degi leið mér eins og hluta af fjölskyldunni ( fyrir utan það að vera rauðhærður með freknur og svona meter stærri en allir hinir ) Afhverju valdiru landið? - Fyrst og fremst vegna þess að mig langaði að bæta við mig tungumáli og þá var Ítalskan mjög góður valkostur. Síðan ég myndi ég telja mig vera mikinn matgæðing og ekki skemmir þá fyrir að vera á Ítalíu.
Það má með sanni segja að leikritið í ár verði ekki af minni gerðinni, en fyrir valinu varð dramatískt og auk þess mjög skemmtilegt verk sem heitir Túskildingsóperan og er eftir Bertolt Brecht. Um er að ræða mjög fyndinn og auk þess dramatískan söngleik sem enginn má missa af. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði er búið að vinna hörðum höndum síðustu 2 mánuði við að æfa þetta mikla verk og eru leikararnir um 30 manns, auk þeirra er Hrafnhildur Hafberg, en hún hefur tekið að sér að leikstýra í ár. Um tónlistina sjá þau Hrólfur Vagnsson og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Í verkinu fáum við að skyggnast inn í litríkt götulíf Lundúnaborgar á fyrri tímum, þar sem hórur, bófar, betlarar og allskonar fólk kemur við sögu. Makki hnífur, efnilegasti bófinn í London gengur að eiga Pollý Peachum, dóttur betlaraforingjans, en í kjölfarið verður allt brjálað. Það má segja að Peachum fjölskyldan eigi ekki sjö dagana sæla, en bissnesinn gengur erfiðlega og það er gríðarlegt áfall fyrir þau þegar þau frétta að einkadóttirin sé gift hrossaþjófi og stigamanni. Dramatíkin nær hámarki þegar Peachum hjónin ákveða á sinn sérstaka hátt að reyna að bjarga dóttur sinni frá Makka, en Pollý litla er svo ástfangin upp fyrir haus að henni verður ekki haggað, hún stendur við hlið eiginmanns síns fram í rauðan dauðan. Endirinn er vægast sagt örlagaríkur og óvæntur. Þarna blandast saman ást, húmor og drama og útkoman er hrein skemmtun. Enginn ætti að láta þetta stórskemmtilega verk framhjá sér fara.
- Elín Sveinsdóttir, formaður leikfélagsins
47
F í t o n / S Í A
Það er einfalt að líf- og sjúkdómatryggja
Það kostar ekki nema 479 krónur á mánuði
Það borgar sig að byrja ungur
sig hjá Lífís. Þú klárar málið á lifis.is.
að líf- og sjúkdómatryggja sig hjá Lífís.*
og hraustur.
Með líf- og sjúkdómatryggingu hjá Lífís býrðu þér og þínum nánustu öruggari og áhyggjulausari framtíð. Mikilvægt er að upphæð tryggingarinnar endurspegli ólíkar þarfir þínar á hverjum tíma hvað varðar fjölskyldustærð og fjárhagslegar skuldbindingar. Kíktu á lifis.is eða hafðu samband í síma 560 5000 og kláraðu málið núna. *Samkvæmt verðskrá Lífís miðað við tvítuga reyklausa konu og að vátryggingarfjárhæðin sé 2 milljónir kr. fyrir líftryggingu og 2 milljónir kr. fyrir sjúkdómatryggingu.