Fimar við fossinn sumarið 2016

Page 1

Göngu- og menningarferð sumarið 2016 Reykholt og næsta nágrenni - fossar koma mikið við sögu!

Úr myndasafni Fimra við fossinn

Fimar við fossinn


Ferðin stendur frá föstudeginum 22. júlí til mánudagsins 25. júlí. Gist er 3 nætur að Nesi í Reykholtsdal í tveimur húsum sem eru nærri hvort öðru. Gist verður í 6 tveggja manna herbergjum. Verð kr 10.000 fyrir manninn með

kvöldverði. Við munum kaupa kvöldverð á staðnum einu sinni, snæða í Reykholti og eldum saman eitt kvöld.

Nánar um gistiaðstöðu Tekið af vefsíðunni http://nesreykholt.is/home/ Bærinn Nes í Reykholtsdal er við veg 518. Gestgjafar eru Bjarni Guðráðsson og Sigrún Einarsdóttir. Gistiherbergin eru í tveimur sambyggðum eldri íbúðarhúsum bæjarins. Eldra húsið var byggt 1937 í stíl þess tíma. Þar eru fjögur herbergi án

baðs, 2 eins manns, 1 2ja manna með hjónarúmi og 1 þriggja manna (fjölskylduherbergi) eldhús og baðherbergi er sameiginlegt. Handlaugar eru í herbergjunum. Yngra húsið var byggt 1957. Þar eru alls 4 herbergi án baðs; eitt 2ja manna með hjónarúmi, tvö 2ja manna með aðskildum rúmum (twin) og eitt með einu rúmi. Einnig rúmgóð setustofa, eldhús og baðherbergi. Handlaugar eru í herbergjunum.

Fimar við fossinn


 Hópurinn hittist kl. 13 að Fossatúni við Grímsá. Dagskráin

kynnt. Stutt ganga með útsýni yfir Borgarfjarðarhérað og heilsað upp á tröllin.  Keyrt að Nesi , dregið um herbergi – aðstæður kannaðar og

fólk tekur sig til fyrir göngu dagsins.  Ekið að Rauðsgili í Hálsasveit þar sem Jón Helgason skáld var

fæddur og uppalinn. Gengið upp með Rauðsgili og fossar skoðaðir. Endað á Tröllafosshæð við Fellaflóa. Þar verður dúkur út breiddur og veitingar fram bornar.  Þar hefst og lýkur kvæðinu Rauðsgil eftir Jón Helgason.

Fyrsta erindið hefst þannig: ,,Enn ég Fellaflóann geng...“ og síðasta erindið í kvæðinu ,, Handan við Okið er hafið grátt...“. Fimar skipta með sér að lesa allt kvæðið.  Síðan er gengið niður að rétt þar sem bílarnir bíða.

Vegalengdin er um 5 km og ætti gangan með menningarstund ekki að taka meira en 4 klst.  Þá er ekið að Nesi um 5 km leið og göngufólk

nýtur ,,happy hour“ fyrir léttan kvöldverð að hætti Bjarna í Nesi staðarhaldara og kórstjóra. Fossatún Hér hittumst við! Vegur 50

Fimar við fossinn


Fyrri ganga dagsins er frá Hraunfossum yfir Gráhraun að Gilsbakka og aftur til baka (hringleið) um 4 km leið.

Við gefum okkur góðan tíma til að upplifa náttúrundrin Hraunfossa og Barnafossa.

Neðan Gilsbakka verður áð og Gilsbakkaþula lesin.

Gengið til baka meðfram Litlafljóti yfir Skógarhraun að Hraunfossum.

Frá Hraunfossum er ekið í átt að Nesi, um 10 km leið. Hluti bíla skilinn eftir í Reykholti.

Eftirmiðdagsgangan hefst við Birkihlíð (norðan vegar gegnt Nesi) þar sem bílar eru skildir eftir. Þaðan er gengið upp Gildruháls að Skáneyjarbungu (Rjúpnaborg) þar sem er gott útsýni yfir Reykholtsdal og uppsveitir Borgarfjarðar. Þá er gengið í átt að Breiðabólstað og Reykholti. Gangan er um 6 km og ætti ekki að taka mikið meira en 4 klst. með hressingu.

Við skoðum okkur vel um í Reykholti, skoðum skóla, kirkjur, Snorralaug og Snorrasafnið.

Kvöldverður á Fosshóteli kl. 18:30 (Söngtónleikar í kirkju kl 20 - Reykholtshátíð).

Að sjálfsögðu verður Diskó Stínu stuð ekki langt undan með allt það heitasta í stuðinu.

Fimar við fossinn


Ekið að Húsafelli og einn fjölsóttasti ferðamannastaður Borgarfjarðar skoðaður.

Dagskráin hefst við Gamla Húsafellsbæinn, merkir staðir skoðaðir; draugaréttin, kirkjan, steinagarður Páls, kvíarhella Snorra Prests Björnssonar o.fl.

Staðarlistamaðurinn Páll heimsóttur – heyrum steinhörpuna hljóma.

Þá er gengið upp með vesturhlið Bæjargils um 2 km leið.

Gengið um Húsafellsskóg. Ferðamennska og framkvæmdir í Húsafellsskógi kannaðar, nýja hótelið skoðað. Möguleiki á súpu þar.

Ekið að Nesi eftir hádegi.

Möguleiki er á að taka þátt í lokum Reykholtshátíðar, (messu

Um morguninn er möguleiki að fara að Reykholtsdalsá og líta á Árhver (nærri Logalandi) Eftir tiltektir verður ekið að Deildartunguhver og hann skoðaður. Þá verður ekið að Kleppjárnsreykjum, gengið um þorpið og leitað að húsi því þar sem ,,ástandsstúlkur“ voru hafðar í haldi á stríðsárunum. Þar lýkur ferð þessari og leiðir skiljast. Margt er að skoða í Borgarfirði á heimleið, t.d. að kíkja á Geitabúið á Háafelli Hvítarsíðu, stóru hellana í Hallmundarhrauni: Víðgemli og Surtshelli o.fl. Fimar við fossinn


Upplýsingar teknar af Wikipedia

Einiberjafoss

Jón Helgason Rauðsgil er bær sem stendur á bakka samnefnds gljúfragils sem skerst inn í suðurhlíðar Reykholtsdals í Borgarfirði. Í Rauðsgili er að finna fossa svo sem Bæjarfoss, Laxfoss, Einiberjafoss og svo Tröllafoss, sem er ofan gils. Rauðsgil er einnig fæðingastaður (1899) Jóns Helgasonar, skálds Reykholt er skólasetur, kirkjustaður, prestsetur og gamalt höfuðból í Reykholtsdal í Borgarbyggð á Vesturlandi. Í Reykholti er enn fremur rekið Fosshótel og þar er einnig rekin Snorrastofa, sem er miðstöð rannsókna í miðaldafræðum. Í Reykholti er Snorralaug, ein elsta heita laug á landinu, sem kennd er við Snorra Sturluson (1178) er þar bjó frá 1206 þar til hann var drepinn þar árið 1241. Snorri mun vera grafinn í Sturlungareit svokölluðum í Reykholtskirkjugarði og er Reykholt með merkari sögustöðum á landinu. Stytta er af Snorra Sturlusyni á hlaðinu fyrir framan skólabyggingu héraðsskólans. Hún er gerð af Gustav Vigeland og gefin þangað af Ólafi, þáverandi krónprins og síðar konungi Norðmanna árið 1947. Jarðhiti er mikill í Reykholti og er hann notaður til upphitunnar gróðurhúsa, sundlaugar og annarra bygginga á staðnum. Tveir hverir eru þar helstir, Skrifla og Dynkur. Var vatni veitt í Snorralaug úr Skriflu eftir um 120 m löngum stokki og er baðlauga í Reykholti oft getið í gömlum heimildum. Snorralaug er með elstu mannvirkjum sem varðveist hafa hér á landi. Frá lauginn lágu jarðgöng til bæjarhúsa Snorra og hafa þau verið grafinn upp að hluta. Fimar við fossinn


Hraunfossar og Barnafoss eru falleg og sérstæð náttúrufyrirbæri. Hraunfossar eru tærar og kaldar lindir sem koma undan hrauninu og renna í fossum og flúðum niður Hvítá. Barnafossinn sjálfur hefur verið að breytast í manna minnum en áin hefur grafið sig niður úr hrauninu og rennur í djúpu og þröngu gljúfri. Áður fyrr var steinbogi yfir fossinn sem var samgönguleið á milli Hálsasveitar og Hvítársíðu. Um nafngiftina á Barnafossi er eftirfarandi saga: Einu sinni bjó ekkja í Hraunsási. Hún var efnuð vel og meðal annanrs átti hún Norðurreyki í Hálsasveit. Tvö börn átti hún. Voru þau komin á legg, er saga þessi gerðist. Eitt sinn átti að halda aftansöng á jólanótt á Gilsbakka. Þangað fór Hraunsáskonan með allt sitt fólk, að undanskildum börnunum tveim. Þau áttu að leika sér heima við. Tunglskin var og blítt veður. Þegar fólkið kom heim voru börnin horfin. Spor þeirra lágu að steinboganum á ánni. Lét þá móðir þeirra höggva bogann niður með þeim ummælum að yfir Barnafoss skyldi enginn maður komast lífs af um aldur og ævi. En í minningu barna sinna gaf hún Reykholtskirkju jörðina Norðurreyki. (Kristleifur Þorsteinsson II (1972) Hvítá 276). Kleppjárnsreykir er byggðahverfi, læknis- og skólasetur í Reykholtsdal. Sjá mynd á bakhlið. Þar er mikill jarðhiti og margir stórir og vatnsmiklir hverir og er samanlagt náttúrulegt rennsli úr hverum og laugum í Reykholtsdal á fjórða hundrað sekúndulítrar. Þar af koma um þrír fjórðu hlutar úr hverum og laugum við Deildartungu og á Kleppjárnsreykjum, þar sem er annar vatnsmesti hverinn í dalnum.

Nafnið Kleppjárn er karlmannsnafn sem kemur fram í Landnámabók og í Heiðarvíga sögu er maður nefndur sem hét Kleppjárn og bjó á Reykjum. Reykir vísar einfaldlega til jarðhitans á svæðinu. Kleppjárn, sem nefndur er í Landnámabók, hlaut viðurnefnið hinn gamli úr Flókadal og var son Þórólfs ‚viligisl‘. Ekki er tekið skýrt fram að Arnleif hafi verið móðir Kleppjárns en að minnsta kosti átti hana Þórólfur þessi en Arnleif var aftur systir Svartkels landnámsmanns sem til Íslands kom frá Englandi og bjó að Kiðafelli í Kjós. Fimar við fossinn


Gróðrarstöðin Sólbyrgi

Séð yfir Kleppjárnsreyki - og þar sést vel Gróðrarstöðin Sólbyrgi þar sem ein fimra, Kristín, á unga aldri hjápaði föðurafa sínum við ræktun tómata og gúrkna. Nú hafa aðrir tekið við og eru aðallega ræktuð jarðarber í Sólbyrgi, en einnig kirsuberjatómatar, salat, kryddjurtir og einnig er þar nokkur útirækt. Upplagt er að grípa með sér jarðarber á heimleið.

Jóhanna, Bjarni, Kristín og Jón

Fimar við fossinn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.