Litli Lýsingur

Page 1

LITLI LÝSINGUR 2008


2

LITLI LÝSINGUR 2008

Efni

Litla símaskráin

Litla símaskráin ... 2 Ávarp skólastjóra ... 3 Góður og fróður ... 4-5 Sýn skólans ... 6 Skólareglur ... 6 Skólasöngurinn ... 6-7 Nemendaráð ... 8 Valgreinar ... 9 Umhverfisstefna ... 10 Grænfáninn ... 11 Foreldrasamstarf ... 12-13 Foreldrafélagið ... 14 Skólafærninámskeið ... 14 Þegar barn verður unglingur ... 15 Skráning nemenda ... 15 Starfsfólk ... 16-17 Brúum bilið ... 18 Brak.is ... 19 Brekkubæjarbíó ... 19 Sérdeild ... 20 Skóladagvist ... 21 Hitt og þetta ... 22 Móttaka nýrra nemenda ... 23 Aðgerðaáætlun gegn einelti ... 24 Um agamál ... 25 Þróunarstarf ... 26 Viðbragðsteymi ... 27 Nemendaverndarráð ... 27 Nýbúakennsla ... 28-29 Fastir liðir ... 30-31

Skólinn opnar klukkan 7:40 og lokar kl. 16:00. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 7:45 – 16:00.

Skólastjórnendur Skólastjóri: Arnbjörg Stefánsdóttir, arnbjorg@brak.is

s. 433 1300 f. 433 1301 n. brak@brak.is Skólastjóri arnbjorg@brak.is Skóladagvist Hjúkrunarfræðingur annathora@brak.is Skólalæknir Sálfræðingur birgirg@brak.is Námsráðgjafi brynhildur@brak.is Íþróttahús Bjarnalaug

433 1302 433 1327 433 1300 433 1300 433 1300 433 1300 433 1133 433 1130

kubæjarók Brek : b d n a h ingur - n með útgáfu Litli Lýs jó un og 08 Ums 0 n Hönn Ljós2 o s ts ik skóla d V. Bene étursson t Magnús sla: Kristinn P e n : Prentm l in n myndv Prentu t ti if l. .f re o d P k K tö myndir: pplag: 500 ein á Akranesi. a iU Akranes og forráðamann a d n e nem

Deildarstjórar: Arnheiður Helgadóttir, arnheidur@brak.is - sérkennsla Halldóra Garðarsdóttir, halldorag@brak.is - sérdeild Magnús V. Benediktsson, magnusb@brak.is - 1.-5. bekkur Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, vilborgg@brak.is - 6.-10. bekkur


LITLI LÝSINGUR 2008

3

Ávarp skólastjóra Þá er nú loksins komið líf í skólann aftur eftir sumarið. Haustið með öllum sínum sjarma framundan; börn með skólatöskur á bakinu, haustlitirnir, berjaferðir, réttir og svo mætti lengi telja. Í vetur höldum við áfram þróun á umhverfisstefnunni okkar og skólastefnan Góður og fróður á að endurspeglast í öllu skólastarfinu. Rauði þráðurinn í skólastefnunni er að til þess að verða fróður þarf maður að vera góður. Þemadagar eru haldnir í upphafi annar og þar eru unnin margvísleg verkefni tengd dygð annarinnar. Fyrir nokkru byrjaði hópur af nýjum nemendum hjá okkur hér í Brekkubæjarskóla. Við erum búin að hlakka mikið til að fá þá til okkar og vonum að þeim eigi eftir að líða vel bæði í skólanum okkar og á Akranesi. Upplýsingar frá skólanum eru sendar út með ýmsu móti. Á heimasíðu okkar, Brak.is, birtast reglulega tilkynningar og auglýsingar. Þar eiga líka að vera vikuáætlanir fyrir alla bekki. Hægt er að gerast áskrifandi að heimasíðunni og hvetjum við alla foreldra til að gerast áskrifendur. Auk þess notum við vefinn Mentor.is, en þar koma fram upplýsingar til foreldra og nemenda um ástundun og fleira. Litli Lýsingur hefur að geyma hagnýtar upplýsingar til foreldra og Brekkubæjartíðindi verða gefin út annan hvern mánuð með helstu fréttum úr skólastarfinu. Ég vil hvetja foreldra og aðra aðstandendur til að halda áfram að sýna áhuga sinn á skólastarfinu í verki með þátttöku í helstu viðburðum skólans. Einnig vil ég minna á að foreldrar eru alltaf velkomnir í Brekkubæjarskóla og vona ég að við eigum farsælt og gott samstarf í vetur. Kær kveðja,

Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri


4

LITLI LÝSINGUR 2008

Lífsleiknistefna Brekkubæjarskóla Haustið 2001 var tekin upp skólastefna í Brekkubæjarskóla í lífsleikni sem ber heitið „Góður og fróður.“ Skólastefnan er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans. Það eru forsendur fyrir árangri í námi og starfi.

dygðina. Foreldrar fá sent fréttabréf með ýmsum upplýsingum um þá dygð sem í hávegum er höfð hverju sinni.

Morgunstundir Fjórum sinnum á skólaárinu höldum við hátíðir tengdar dygð annarinnar í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þessar hátíðir köllum við Stórar morgunstundir. Þar er lögð áhersla á söng og atriði frá nemendum. Veittar eru viðurkenningar fyrir

jákvæða hegðun, rætt um dygð annarinnar og málefni líðandi stundar. Litlar Kennslustundir í lífsleikni morgunstundir eru einnig haldnar á Í hverjum árgangi eru kennslustundir hverju aldursstigi fyrir sig á sal skólans, samkvæmt viðmiðunarstundaskrá þar einu sinni á hvorri önn. Á litlum morgunsem leitast er við að uppfylla markmið stundum eru flutt atriði, sungið og veittar aðalnámskrár. Einnig eru unnar lífsleikni- viðurkenningar fyrir umgengni í stofum. áætlanir í öllum námsgreinum.

Dygð annarinnar Markviss vinna með dygðir þvert á allar námsgreinar er hluti af skólastefnunni. Á hverri önn gefur lífsleikniteymi skólans tóninn og ákveður eina sameiginlega dygð sem allir árgangar vinna með. Í byrjun hverrar annar er haldinn þemadagur sem markar upphaf þeirrar vinnu. Þá er öll kennsla brotin upp og unnin fjölbreytt verkefni í tengslum við

Foreldrasamstarf Samstarf heimilis og skóla er gildur þáttur í skólastarfinu. Til að efla þetta samstarf er foreldrum m.a. boðið á ýmsa viðburði tengda lífsleiknistefnu skólans. Má þar nefna stóru morgunstundirnar og s.k. dygðastundir sem haldnar eru í hverjum árgangi og/eða bekkjardeild. Dygðastundirnar undirbúa nemendur og umsjónarkennarar en einnig eru þær oft


LITLI LÝSINGUR 2008

skipulagðar í samstarfi við foreldradygðir sem skólinn leggur áherslu á með fulltrúa bekkjanna. Yfirleitt er ein dygða- lífsleiknistefnu sinni. stund á önn, þar sem dygð annarinnar er þema stundarinnar.

Umbunarkerfi Á vorönn 2008 var tekið í notkun umbunarkerfi sem við köllum Sólarkerfi. Markmiðið með umbunarkerfinu er að bæta líðan nemenda í skólanum. Við teljum að hægt sé að draga úr eða koma í veg fyrir óæskilega hegðun með því að umbuna fyrir jákvæða hegðun. Það gerum við m.a. með því að hvetja nemendur til að iðka þær

Skólinn og sjórinn Það eru mikil gæði að hafa fjöruna nánast á skólalóðinni. Í september blés hressilega af vestan og þá hlupu þessir krakkar niður í fjöru til að finna fyrir kraftinum í Kára og fylgjast með sjónarspili sjávarins.

5


6

LITLI LÝSINGUR 2008

Sýn skólans - til að vera góð og fróð þurfum við ...

Skólareglur Brekkubæjarskóla Við komum í skólann til að læra - og við munum læra Verum stundvís - nýtum tímann vel Komum alltaf með það sem við þurfum að nota við námið Verum kurteis og tillitssöm - ekki særa aðra Göngum vel um skólann og umhverfi hans - alltaf Komum vel fram við alla - þá líður öllum vel Göngum hljóðlega um - spillum ekki vinnufriði Förum vel með eigur skólans, okkar eigin og annarra Borðum hollan mat í skólanum - okkar vegna EINELTI VERÐUR EKKI LIÐIÐ! Komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur.


LITLI LÝSINGUR 2008

Skólasöngurinn Í skólann við komum öll kurteis og góð af kennslunni verðum við margvís og fróð Við lærum að vinna hér saman í sátt og samheldni og virðingu metum við hátt Og þá syngja allir: Skólinn minn, skólinn minn hann skal verða bestur ég skylduna finn Á leikvelli úti er líf bæði og fjör og lánsöm við erum að eiga slík kjör Við hoppum og skríkjum með bolta og band og bregðum oss stundum í Skógrækt og Sand Og þá syngja allir: Skólinn minn, skólinn minn hann skal verða bestur ég skylduna finn Og seinna er við komum og heimsækjum hann í huganum gleður það konu og mann að rifja upp fjölmargt sem forðum til bar og finna í minningum andann sem var Og þá syngja allir: Skólinn minn, skólinn minn hann skal verða bestur ég skylduna finn Texti: Ingi Steinar Gunnlaugsson Lag: Wild Rover (No, nay, never)

7


8

LITLI LÝSINGUR 2008

Nemendaráð Nemendaráð sér um skipulagningu og stjórnun félagsstarfs fyrir nemendur 8.-10. bekkjar. Náið samráð og samvinna er við Grundaskóla og félagsmiðstöðina Arnardal og haldnar sameiginlegar skemmtanir með þessum aðilum. Nemendum er frjálst að mæta á viðburðakvöld í báðum skólunum, enda eru þau skipulögð með nemendur beggja skóla í huga. Formaður og varaformaður nemendaráðs eru kosnir sérstaklega og hver bekkur á unglingastigi á einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í ráðinu. Nemendaráðsfulltrúar 2008-9: Formaður Silja Sif Engilbertsdóttir 10. DÞ Varaformaður Valgerður Helgadóttir 10. SS Ritari Kolbrún Ösp Stefánsdóttir 10. DÞ 8. HB Ragnhildur Árnadóttir, aðalmaður Kristín Releena Jónasdóttir, varamaður 8. LK Sigrún Ágústa Sigurðardóttir, aðalmaður Svana Þorgeirsdóttir, varamaður

9. IH Valdimar Ingi Brynjarsson, aðalmaður Steinn Þorkelsson, varamaður 9. SK Andrea Reynisdóttir, aðalmaður Jóhann Hersir Kjartansson, varamaður 10. DÞ Kolbrún Ösp Stefánsdóttir, aðalmaður Hugrún Eva Haraldsdóttir, varamaður 10. SS Hafdís Erla Helgadóttir, aðalmaður Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, varamaður


LITLI LÝSINGUR 2008

9

Blint stefnumót í Skorradal Nemendur í 9. bekk bregða á leik í gistiferð snemma í september 2008.

Valgreinar Nemendur í 9. og 10. bekk velja sér tvær valgreinar á hvorri önn. Þessar greinar eru kenndar einu sinni í viku tvær kennslustundir í senn. Reynt er að hafa viðfangsefni í boði af sem víðustu sviði þannig að nemendur geti valið um bóknámsgreinar, list- og verkgreinar og lífsleiknigreinar. Í nokkur ár hafa nemendur getað fengið tónlistarnám í tónlistarskólum metið sem eina valgrein í grunnskóla. Nemendur geta nú einnig fengið íþróttaæfingar og félagsstarf á vegum viðurkenndra aðila metið sem valgrein. Þá erum við í góðu samstarfi við Knattspyrnufélag ÍA um að bjóða nemendum upp á knattspyrnuval og Fjölbrautaskóla Vesturlands um kennslu í iðngreinum. Þeir nemendur sem starfa í nemendaráði geta fengið það metið sem valgrein. Ungir - gamlir er valgrein í samvinnu við Grundaskóla.


10

LITLI LÝSINGUR 2008

Umhverfisstefna Brekkubæjarskóla Við eigum aðeins eina jörð. Skynsamleg umgengni um hana er lífsnauðsyn fyrir komandi kynslóðir. Sparsemi og nýtni eru dygðir. Stefna Brekkubæjarskóla er að: nemendur öðlist færni til að lifa í sátt við umhverfi sitt og taka ákvarðanir sem eru samfélaginu og náttúrunni til heilla bæta umhverfisvitund nemenda og starfsmannna skólans draga úr hvers kyns sóun verðmæta

með nýtni og því að endurnota og endurvinna vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum styðja alþjóðlega umhverfisvernd og vekja nemendur til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð.

Til að koma þessu í framkvæmd þurfum við að: efla markvissa umhverfismennt í skólanum safna upplýsingum um stöðu umhverfismála í skólanum, meta hvaða verkefni skulu hafa forgang og gera áætlun um aðgerðir upplýsa aðra um umhverfisstefnu okkar og fá þá í lið með okkur.

Umhverfisstefna í verki Þessar hnátur í 4. bekk fara sparlega með vatn og sápu.


LITLI LÝSINGUR 2008

11

Grænfáninn Græni fáninn sem flesta daga blaktir við hún á fánastöng skólans er viðurkenning Landverndar á því að vel hefur verið staðið að umhverfismálum skólans. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem skólum gefst tækifæri til að sækja um hafi þeir unnið að bótum á umhverfismálum eftir vinnuferli sem kallast ,,skólar á grænni grein.“ Eftir fjögurra ára markvisst starf fengum við fánann haustið 2007 til tveggja ára. Til þess að fá Grænfánann að nýju haustið 2009 þarf skólinn að halda áfram þeirri góðu vinnu sem tryggði okkur fánann og bæta nýjum atriðum inn á verkefnalistann. Í kjölfar þessa verkefnis hefur margt breyst til batnaðar í skólanum. Sem dæmi um það hefur dregið verulega úr orkunotkun og endurnýting á pappír stóraukist, bæði hjá nemendum og kennurum. Allt rusl í skólanum er flokkað og sett í þar til gerða flokkunargáma. Notkun á pappírsþurrkum hefur dregist verulega saman og umhverfisvæn hreinsiefni eru notuð við þrif. Ýmis skemmtileg verkefni hafa verið unnin þar sem endurnýting er höfð að leiðarljósi, t.d. pappírs- og kertagerð og listaverk unnin úr ýmsum hlutum sem annars hefði verið fleygt. Umhverfisteymi vinnur að framkvæmd og framgangi umhverfisstefnu skólans. Teymið stýrir því hvaða verkefni verða fyrir valinu og hvernig þau eru unnin. Í teyminu eru 20 nemendur úr 6.-10. bekk, hópur starfsfólks og tveir fulltrúar foreldra.


12

LITLI LÝSINGUR 2008

Foreldrasamstarf Það er stefna Brekkubæjarskóla að vera í sem mestu og bestu samstarfi við foreldra og forráðamenn nemenda skólans. Foreldrafélag

stjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

Haustfundir

Á hverju hausti boða umsjónarkennarar Eins og lög gera ráð fyrir er við skólann til kynningarfunda með foreldrum þar starfandi foreldrafélag. Hlutverk foreldra- sem fjallað er um starf vetrarins. félags er að styðja skólastarfið, stuðla að Skólafærnivelferð nemenda og námskeið efla tengsl heimila og Að hausti er foreldrum skóla. nemenda í 1. og 8. bekk boðið á námskeið. Þar er Skólaráð skólinn kynntur, starfSamkvæmt nýjum semi hans og stoðkerfi, lögum um grunnskóla fyrir foreldrum yngstu skal starfa skólaráð barnanna en foreldrum við hvern skóla. 8. bekkinga sagt frá Ráðið er samráðsþeim breytingum sem vettvangur skólastjóra verða á högum nemenda og skólasamfélags um á unglingastigi. skólahald. Skólaráð tekur m.a. þátt í stefnumörkun fyrir skól- Vefur skólans, Brak.is ann og mótun sérkenna hans, fjallar um Stefnt er að því að hafa alltaf sem skólanámskrá, árlega starfsáætlun, nýjastar og nákvæmastar upplýsingar um rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið á heimasíðu skólans. Þangað skólastarfið. Skólaráð skal skipað níu geta foreldrar m.a. sótt skóladagatal, einstaklingum til tveggja ára í senn, námsáætlanir og fréttir. tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi Foreldraviðtöl - námsmat skóla, tveimur fulltrúum nemenda og Tveir viðtalsdagar verða í vetur. 19. tveimur fulltrúum foreldra, auk skólanóvember og 26. febrúar verða foreldrar


LITLI LÝSINGUR 2008

13

boðaðir til viðtals hjá umsjónarkennara þar sem rætt verður um námsframvindu og líðan nemenda.

Góður og fróður – dygðir Samkvæmt stefnu skólans „Góður og fróður“ er unnið með eina aðaldygð á hverri önn og hafa kennarar samband við foreldra vegna þeirrar vinnu. Dygðastundir bekkja eru fastur liður sem foreldrum er boðið á. Þá eru foreldrar velkomnir á morgunstundir í íþróttahúsinu en þær eru fjórar á vetri með þátttöku allra í skólanum.

Annað

Í skólanum eru starfandi teymi og ráð sem ætlað er að geti verið foreldrum til aðstoðar, t.d. vegna áfalla af ýmsum toga Fræðslufundir – fyrirlestrar Skólinn býður foreldrum á hverjum vetri og eineltis. Að lokum er minnt á stoðkerfi til fræðslufunda af ýmsum toga t.d. vegna skólans, s.s. skólaheilsugæslu, námsráðgjafa, sálfræðing, tal- og sérkennslu, sérforvarna, uppeldismála eða nýjunga í deild, iðjuþjálfun og nemendaverndarráð. skólastarfi.

Sandur, þari, blóm og hugvit Stoltur hópur kastalasmiða á Langasandi vorið 2008.


14

LITLI LÝSINGUR 2008

Foreldrafélagið Á haustin eru kosnir fulltrúar foreldra úr hverri bekkjardeild og úr þeirra hópi er stjórn félagsins kosin. Markmið og áherslur foreldrafélags Brekkubæjarskóla eru: Að efla samstarf heimilis og skóla. Að virkja foreldra til þáttöku í foreldrarölti. Að efla forvarnarstarf á vegum heimilis og skóla. Að halda utan um félagsstarf bekkjanna.

Að vera tengiliður foreldra og barna inn í skólastarfið. Að stuðla að upplýsingamiðlun til foreldra, m.a með útgáfu fréttabréfs og fróðlegum fyrirlestrum.

Foreldrafélagið er með heimasvæði á vef skólans þar sem hægt er að fá upplýsingar um starfsemi þess. Formaður foreldrafélagsins er Ólöf Ólafsdóttir, olof@vignir.is

Skólafærninámskeið Við upphaf skólagöngu 6 ára barna verða miklar breytingar á lífi þeirra og fjölskyldna þeirra. Til að auðvelda foreldrum að takast á við þetta eru haldin svonefnd skólafærninámskeið í samstarfi við foreldrafélag skólans. Á námskeiðinu er skólinn kynntur og starfsfólk sem kemur að skólagöngu fyrstu bekkinga. Fjallað er um þroska barna á þessu aldursskeiði. Umsjónarkennarar, sérkennari, námsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur fjalla um starf sitt með börnunum og foreldrafélagið kynnir starfsemi sína. Námskeiðið er haldið í september.


LITLI LÝSINGUR 2008

15

Þegar barn verður unglingur Það er stórt stökk fyrir bæði nemendur og foreldra þegar börnin færast upp í 8. bekk og þar með í unglingadeild grunnskóla. Gelgjuskeiðið nær hámarki með öllum þeim átökum og tilfinningaflækjum sem þeim umbrotum fylgja, auk þess sem miklar breytingar verða á námskröfum og námsumhverfi barnanna. Til að aðstoða nemendur og foreldra á þessum tímamótum býður Brekkubæjarskóli upp á fræðslufundi fyrir foreldra, sem fengið hefur yfirskriftina „Þegar barn verður unglingur.“ Þar ræða m.a. sálfræðingur skólans og námsráðgjafi við foreldra, lögreglan kemur með forvarnafræðslu og kynnt er félagsstarf fyrir unglinga á vegum Akraneskaupstaðar. Fundir þessir eru haldnir í tengslum við kynningarfundi með umsjónarkennurum í september.

Mentor Mentor.is er vefkerfi sem heldur utan um alla skráningu á nemendum. Foreldrar fá úthlutað lykilorði og komast þá inn á síðu þar sem þeir geta fylgst með ástundun barna sinna. Til þess að foreldrar geti nýtt sér þetta þurfa þeir að hafa samband við umsjónarkennara og fá sent lykilorð frá skólanum.


16

LITLI LÝSINGUR 2008

Starfsfólk Brekkubæjarskóla Andrea Magnúsdóttir Anna Leif Elídóttir Anna Lóa Geirsdóttir Anna Þóra Þorgilsdóttir Arnbjörg Stefánsdóttir Arnheiður Helgadóttir Arnþór Ingibergsson Auður Ásdís Jónsdóttir Ásthildur Bj. Snorradóttir Benjamin Peter Rann Berglind Ósk Jóhannesdóttir Bergljót Jónsdóttir Bjarni Þór Bjarnason Björk Bergþórsdóttir Borghildur Birgisdóttir Bryndís Böðvarsdóttir Bryndís Sigurjónsdóttir Brynhildur Benediktsdóttir Brynjar Sigurðsson Dagmar Atlanta R. Clothier Dagný Þorsteinsdóttir Edda Agnarsdóttir Elsa Ingvarsdóttir Elsa Lára Arnardóttir Erna Hafnes Magnúsdóttir Eva Björk Karlsdóttir G.Rósa Pétursdóttir Gróa Herdís Ingvarsdóttir Guðbjörg Árnadóttir Guðbjörg Róbertsdóttir Guðleif Hallgrímsdóttir Guðmundur Þorgrímsson Guðríður Guðmundsdóttir Guðrún Guðbjarnadóttir Hallbera Jóhannesdóttir Halldóra Garðarsdóttir Helgi Ólafur Jakobsson Herdís Guðmundsdóttir Hildur Björnsdóttir Hjördís Hjartardóttir Hoda Thabet Hrönn Eggertsdóttir

andrea@brak.is annaleif@brak.is annaloa@brak.is annathora@brak.is arnbjorg@brak.is arnheidur@brak.is arnthor@brak.is audurasdis@brak.is asthildur@brak.is benjamin@brak.is berglind@brak.is bergljot@brak.is bjarnith@brak.is bjork@brak.is borghildur@brak.is bryndis@brak.is bryndiss@brak.is brynhildur@brak.is brynjars@brak.is atlanta@brak.is dagny@brak.is edda@brak.is elsai@brak.is elsalara@brak.is erna@brak.is evabjork@brak.is rosa@brak.is groaherdis@brak.is gudbjorga@brak.is gugga@brak.is gudleif@brak.is guðmundurth@brak.is gurra@brak.is gudrung@brak.is hallbera@brak.is halldorag@brak.is helgiolafur@brak.is herdis@brak.is hildur@brak.is hjordish@brak.is hoda@brak.is hronne@brak.is

þroskaþjálfi listgreinakennari deildarstjóri dagvist hjúkrunarfræðingur skólastjóri deildarstj. sérkennslu húsvörður stuðningsfulltrúi talkennari enskukennari þroskaþjálfi skólaliði á dagvist myndmenntakennari skólaliði umsjónark. 4. BB umsjónark. 6. BB sérkennari námsráðgjafi íþróttakennari stuðningsfulltrúi umsjónark. 10. DÞ sérkennari skólaliði umsjónark. 6. ELA umsjónark. 5. EH stuðningsfulltrúi stuðningsfulltrúi skólaliði leiklistarkennari skólaritari skólaliði sérkennari matráðskona umsjónark. 3. GG bókasafnskennari deildarstjóri sérdeild umsjónark. 5. HJ stuðningsfulltrúi umsjónark. 8. HB íslenskukennari íslenskukennari myndmenntakennari


LITLI LÝSINGUR 2008

17

skólaárið 2008-2009 Ingibjartur Þórjónsson Ingibjörg Haraldsdóttir Ingibjörg Jóna Jónsdóttir Ingileif Daníelsdóttir Jóhanna Árnadóttir Jóna Adólfsdóttir Jónína Björg Magnúsdóttir Jónína Sigurbjörg Einarsdóttir Júlíana Bjarnadóttir Kristinn Pétursson Kristín Hallsdóttir Kristrún Sigurbjörnsdóttir Laufey Skúladóttir Lárus Kjartansson Lilja Lind Sturlaugsdóttir Magnús Vagn Benediktsson María Antonía Sá Rodrigues O. Ragnheiður Kristjánsdóttir Ragnheiður H. Guðjónsdóttir Ragnheiður Hjálmarsdóttir Ragnheiður Runólfsdóttir Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir Rannveig Bjarnadóttir Sandra Brá Guðnadóttir Sesselja G.Guðjónsdóttir Sesselja Óskarsdóttir Sigríður B. Ásgeirsdóttir Sigríður Helga Gunnarsdóttir Sigríður Helgadóttir Sigríður K. Óladóttir Sigríður M.Sigurðardóttir Sigríður Skúladóttir Sigrún Þorbergsdóttir Sigtryggur Karlsson Sigurjón Gunnlaugsson Soffía Margrét Magnúsdóttir Súsanna Ernudóttir Svandís Pétursdóttir Svanhildur S. Ríkarðs Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir Þorbjörg Haraldsdóttir Þórgunnur Óttarsdóttir

ingibjartur@brak.is ingibjorg@brak.is ingibjorgj@brak.is ingileif@brak.is johanna@brak.is jona@brak.is jonina@brak.is joninae@brak.is julianab@brak.is kristinn@brak.is kristin@brak.is kristruns@brak.is laufeys@brak.is larus@brak.is liljalind@brak.is magnusb@brak.is mariar@brak.is oragnh@brak.is ragnheidurg@brak.is ragnheidurh@brak.is raggarun@brak.is ragnhildur@brak.is rannveigb@brak.is sandrabra@brak.is sesseljag@brak.is sessa@brak.is sigridurs@brak.is shelga@brak.is sighelg@brak.is sigriduro@brak.is sms@brak.is sigridurs@brak.is sigrun@brak.is sigtryggur@brak.is sigurjon@brak.is soffiamargret@brak.is susanna@brak.is svandisp@brak.is svanhildur@brak.is vilborgg@brak.is thorbjorgh@brak.is thorgunnur@brak.is

smíðakennari umsjónark. 9. IH sérkennari sérkennari danskennari skólaliði leiklist / heimilisfræði skólaliði stuðningsfulltrúi kerfisstjóri / kennsla skólaritari umsjónark. 1. SK umsjónark. 4. LS umsjónark. 8. LK þroskaþjálfi deildarstjóri skólaliði handmenntakennari íþróttakennari umsjónark. 7. RH stuðn.ftr. / stundak. umsjónark. 7. RÍÓ umsjónark. 6. RB skólaliði sérkennari stuðningsfulltrúi skólaliði íþróttakennari umsjónark. 1. SK heimilisfræðikennari skólaliði umsjónark. 10. SS umsjónark. 2. SÞ umsjónark. 9. SK skólaliði umsjónark. 2. SM skólaliði sérkennari stuðningsfulltrúi deildarstjóri sérkennari umsjónark. 3. ÞÓ


18

LITLI LÝSINGUR 2008

Brúum bilið Brekkubæjarskóli tekur þátt í verkefninu Brúum bilið - samstarf leikskóla og grunnskóla á Akranesi. Tilgangurinn með verkefninu er að stuðla að öryggi og vellíðan barna þegar þau flytjast milli skólastiganna. Elstu nemendur leikskólanna fara í skoðunarferð um skólann í boði skólastjórans. Væntanlegir nemendur Brekkubæjarskóla koma u.þ.b. þrisvar á vetrinum í heimsókn í litlum hópum og taka þátt í starfi 1. bekkjar. Hópur fyrstu bekkinga fer á sama tíma, ef því verður við komið, í heimsókn á leikskólann. Vorskóli er haldinn í þrjá daga og lýkur honum síðan fjórða daginn með skemmtun vorskólabarna og 1. bekkinga í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Kennarar 1. bekkjar heimsækja leikskóla og kynna sér starfið þar í þeirri viðleitni að skapa sem mesta samfellu í venjum og vinnubrögðum. Skólinn býður leikskólabörnum á morgunstundir og að vera virkir þátttakendur á síðustu morgunstund vetrarins.

Inni á teppi hjá skólastjóra Krakkarnir á leikskólanum Vallarseli kunnu vel við sig inni hjá Arnbjörgu skólastjóra í heimsókn í Brekkubæjarskóla í haust.


LITLI LÝSINGUR 2008

19

Brak.is Brekkubæjarskóli heldur úti öflugri heimasíðu og lítur á hana sem mikilvægan lið í því að halda uppi góðum og upplýsandi samskiptum við nemendur og aðstandendur þeirra. Þar er hægt að fá upplýsingar um stefnu skólans, þá þjónustu sem í boði er og fræðast um starfið í skólanum frá degi til dags. Á Brak.is er hægt að nálgast skólanámskrá Brekkubæjarskóla sem skiptist í þrjá hluta: Lýsing, þar sem heildarstefnu skólans er að finna, bekkjanámskrár og Litla Lýsing, sem er upplýsingarit ætlað til kynningar á skólanum. Hver bekkjardeild hefur svo sitt svæði og þar er að finna vikuáætlun, fréttir og myndir, auk nánari upplýsinga um hvern bekk. Einnig eru upplýsingar um þau stærri verkefni sem nemendur og kennarar vinna að hverju sinni að ógleymdu Brekkubæjarbíói, en þar er hægt að horfa á fjölda heimilda- og stuttmynda sem nemendur hafa gert. Fréttir og tilkynningar eru reglulega settar inn á Brak.is og hægt að gerast áskrifandi að þeim.

Brekkówood Brekkubæjarbíó er vefbíó Brekkubæjarskóla þar sem gestir vefseturs skólans, Brak.is, geta horft á kvikmyndir sem nemendur og kennarar hafa unnið í skólanum. Töluvert er unnið að kvikmyndagerð í skólanum; elstu nemendurnir eiga kost á að velja sér kvikmyndagerð sem valgrein og svo eru kennarar duglegir við að nota kvikmyndamiðilinn sem þátt í kennslu og verkefnavinnu. Annað efni í Brekkubæjarbíó eru upptökur frá helstu viðburðum skólans, svo sem jólasýningu, árshátíð og danssýningu, en líka margvíslegt myndefni úr skólastarfinu. Brekkubæjarbíó er opið allan sólarhringinn og öllum frjáls og frír aðgangur!


20

LITLI LÝSINGUR 2008

Sérdeild Brekkubæjarskóla Sérdeild Brekkubæjarskóla var formlega stofnuð árið 1986. Tilgangurinn með stofnun hennar var að gera fötluðum börnum kleift að stunda nám í heimabyggð. Hlutverk sérdeildarinnar er að veita nemendum með margvíslegar fatlanir eða þroskafrávik sérhæfð úrræði og einstaklingsmiðað nám. Sérdeildin þjónar báðum grunnskólum Akranesbæjar, en foreldrar fatlaðra barna hafa þann valkost að sækja um sérdeild eða almennan bekk í sínum heimaskóla. Allir nemendur sérdeildar fylgja sínum árgangsbekk eins og kostur er. Daglegur skólatími nemenda miðast við gildandi viðmiðunarstundaskrá. Nemendum sérdeildar sem fylgja 1.-4. bekk er að auki boðið upp á dagvist í skólanum til kl. 16.00, en lengd viðvera er á öðrum stað fyrir þá nemendur sérdeildar sem fylgja 5.-10.bekk. Einnig er boðið upp á dagvistun að vori eftir að skóla er slitið.


LITLI LÝSINGUR 2008

21

Skóladagvist - Brekkusel Skóladagvist er í boði fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Þar gefst foreldrum kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins, en í samræmi við gildandi reglur fyrir skóladagvist. Öll börnin fara í íþróttatíma einu sinni í viku og börn úr 2.-4. bekk í heimanámsaðstoð tvisvar í viku. Skóladagvistin er opin á milli kl. 13.00 og 17.00. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, Brak.is.

„Mamma, ég er búinn í skólanum! Ætlarðu að sækja mig?“


22

LITLI LÝSINGUR 2008

Hitt og þetta Mötuneyti Nemendur í Brekkubæjarskóla eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu og mjólk í frímínútum að morgni. Boðið er upp á hollan og fjölbreyttan mat. Matseðill er á heimasíðu skólans og má einnig nálgast hann á skrifstofu. Gjöld eru innheimt á tveggja mánaða fresti. Mötuneytið er þjónusta við foreldra og nemendur gegn kostnaðarverði. Því er mikilvægt að greiðslur berist skilvíslega.

Forföll og leyfi Öll forföll ber að tilkynna á skrifstofu skólans áður en kennsla hefst eða eins fljótt og hægt er. Veikindi nemanda þarf að tilkynna hvern dag meðan veikindi vara. Foreldrar þurfa að hafa samband við skólann ef óskað er eftir leyfi fyrir nemendur. Leyfi til lengri tíma en tveggja daga veita skólastjórnendur að beiðni foreldra. Sækja skal um lengri leyfi á sérstöku eyðublaði.

Varúð í umferðinni Allmikil umferð er jafnan við skólann rétt fyrir klukkan átta með tilheyrandi slysahættu. Við viljum hvetja foreldra til þess að keyra börnin ekki í skólann svo draga megi nokkuð úr þessari hættu, fyrir utan hvað hreyfingin er holl og upplífgandi í morgunsárið. Þurfi foreldrar að aka börnum sínum í skólann er ætlast til þess að þeir hleypi þeim út við göngustíga sem liggja að skólanum eða á sleppistæði við Vesturgötu. Göngustígar koma að skólanum úr fjórum áttum; frá Merkigerði, Vesturgötu, Háholti og Heiðarbraut. Varðandi hjólreiðar bendum við á ákvæði laga og reglugerða, en þar stendur m.a.: „Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri“ og „Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.“


LITLI LÝSINGUR 2008

23

Tapað - fundið Finni nemandi eitthvað eða glati einhverju í skólanum skal hann tilkynna það húsverði, skólaliða eða umsjónarkennara. Peninga eða aðra fjármuni skal ekki geyma í yfirhöfnum. Nemendum er bent á að merkja eigur sínar vel. Óskilamunir eru í vörslu skólaliða. Skólinn ber ekki ábyrgð þótt eitthvað glatist.

Ungir vísindamenn Snemma í september fóru krakkarnir í 2. SÞ í fjöruferð og fundu krabba og marflær og ýmsa aðra smáa fjörubúa. Heima í skólastofu skoðuðu þau dýrin og rannsökuðu í smásjá.

Móttaka nýrra nemenda Að hausti Nýir nemendur eru boðaðir sérstaklega ásamt foreldrum á kynningarfund áður en skóli er settur að hausti. Á kynningarfundinum er þeim kynnt húsnæði skólans og starfsemi og þeir hitta umsjónarkennara sinn.

Á skólatíma Skólinn hefur sett sér ákveðnar reglur þegar nýir nemendur bætast í hópinn eftir að skóli hefst: Innritun nemanda. Heimsókn í skólann ásamt foreldrum. Umsjónarkennari undirbýr bekkinn og útvegar leiðsögumenn fyrir nýja nemandann. Aðlögun ef þörf krefur. Nemandinn hefur nám.

Brekkubæjarskóli leggur áherslu á að taka vel á móti nýjum nemendum.


24

LITLI LÝSINGUR 2008

Aðgerðaáætlun gegn einelti og ofbeldi STEFNUYFIRLÝSING Skólayfirvöld, starfsfólk, nemendaráð og foreldrafélag Brekkubæjarskóla lýsa því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi er liðið í skólanum. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og til að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Brekkubæjarskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Ofangreinda stefnuyfirlýsingu er að finna í aðgerðaráætlun Brekkubæjarskóla gegn einelti og ofbeldi. Til að ná markmiðum þeim sem felast í stefnuyfirlýsingunni er markviss vinna í gangi allt skólaárið.

Ágreiningur um meðferð eineltis og ofbeldismála Verði ágreiningur milli skólastjórnar og foreldra barna um meðferð mála sem ekki tekst að leysa getur hvor aðili um sig vísað málinu til sviðsstjóra fræðslu- tómstunda- og íþróttasviðs Akraneskaupstaðar. Aðgerðaráætlunina og bækling um úrræði gegn einelti er að finna á heimasíðu skólans: www.brak.is > Stoðþjónusta > Einelti

Samstaða - vinátta Bekkjarsysturnar Maryam og Ísabella í 3. SÞ tóku þátt í Norræna skólahlaupinu í byrjun október.


LITLI LÝSINGUR 2008

25

Um agamál Útgangspunktar – farvegur – ferli Nemendur skólans eru „börnin okkar“ og við reynum að koma fram við þau eins og okkar eigin börn. 1. Starfsfólk skólans reynir að leysa hvert atvik um leið og það kemur upp eða eins fljótt og unnt er. Atvik skal tilkynnt til umsjónarkennara. 2. Mál sem upp kunna að koma og leysast ekki samkvæmt lið 1 ber að tilkynna til foreldra og umsjónarkennara. 3. Skólinn hefur tvímælalaust brýna upplýsingaskyldu við foreldra og forráðamenn nemenda og reynir að rækja þá skyldu eins og hann frekast getur. 4. Viðkvæm mál verða ekki leyst án þess að trúnaður og traust ríki milli þeirra sem að málunum koma. 5. Það getur þó verið rétt í einstaka minniháttar atriðum að hafa þau eingöngu milli kennarans / starfsmannsins og nemandans, þ.e.a.s. þegar mál hafa verið leyst fljótt og vel og aðilar virðast vera sáttir við málalyktir. 6. Agavandamál sem ekki er unnt að leysa strax, s.s. endurtekin truflun í kennslustundum eða óásættanleg framkoma, skal leysa með samráði kennara, annarra starfsmanna, deildarstjóra eða skólastjóra ásamt foreldrum viðkomandi nemenda. 7. Komi til brottvísunar nemanda úr kennslustund sækir hann ekki aðrar kennslustundir fyrr en mál hans hafa verið leyst. 8. Ef nemandi gerist sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er lausna á málum hans enda verði foreldrum og fræðsluyfirvöldum tilkynnt tafarlaust um ákvörðun skólastjóra.


26

LITLI LÝSINGUR 2008

Þróunarstarf Skólar leitast jafnan við að bregðast við og laga sig að hinu síbreytilega þjóðfélagi nútímans en halda þó ákveðinni festu í starfi sínu. Lykilorðin eru nýjar hugmyndir, samvinna, sameiginleg gildi, bjartsýni, þrautseigja, endurskoðun, umræður og mat. Í fyrra hófst umfangsmikið breytingastarf í lestrarkennslu; byrjendalæsi. Lögð er áhersla á að nemendur læri að lesa út frá merkingarbærum textum þar sem jöfnum höndum er lögð áhersla á talmál og reynslu barnanna, textavinnu og samband stafs og hljóðs. Jafnframt er lögð áhersla á aukinn orðaforða, lesskilning og ritun. Móðurmálsnám er heildstætt að því leyti að öll vinna tengd lestri og ritun fellur undir vinnubrögð byrjendalæsis. Aðrar áherslur í þróunarstarfi skólans eru á lífsleikni, umhverfismál, alhliða stuðning við nemendur, námsmat, sjálfsmat og skólanámskrá.


LITLI LÝSINGUR 2008

27

Viðbragðsteymi Hlutverk viðbragðsteymis er að skipuleggja og sjá um aðgerðir þegar um alvarleg veikindi, slys eða dauðsföll er að ræða.

Í teyminu eru: Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Birgir Þór Guðmundsson, sálfræðingur Anna Þóra Þorgilsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur Brynhildur Benediktsdóttir, námsráðgjafi Kristín Hallsdóttir, skólaritari Svandís Pétursdóttir, sérkennari

Nemendaverndarráð Nemendaverndarráð skólans samræmir störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda er lúta að námsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og skólaheilsugæslu, sbr. lög um grunnskóla og sérstaka reglugerð þar um. Fundir eru að jafnaði tvisvar í mánuði á starfstíma skólans. Í nemendaverndarráði eiga sæti skólastjóri, sálfræðingur, námsráðgjafi, deildarstjóri sérkennslu og skólahjúkrunarfræðingur. Einnig eru aðrir aðilar boðaðir á fundi þegar og ef þörf er á.


28

LITLI LÝSINGUR 2008

Nýbúakennsla Eins og flestum er kunnugt fluttu hingað á Akranes í byrjun september sl. 29 Palestínumenn úr flóttamannabúðunum Al Waleed á landamærum Íraks og Jórdaníu. Fimmtán börn úr þessum hópi hófu nám í Brekkubæjarskóla í lok mánaðarins og skipa sér nú á skólabekk með öðrum Skagakrökkum frá 2. og upp í 10. bekk.

starfsmanna skólans. Áherslan til að byrja með er mest á íslenskukennslu, því málið er jú lykillinn að samskiptum, aðlögun og skilningi á samfélaginu. Einnig er lögð áhersla á að kenna nemendunum þær reglur og venjur sem gilda í skólanum og í íslensku samfélagi, enda koma þeir úr menningarheimi sem er afar ólíkur okkar.

Aðlögun og kennsla barnanna er í höndum Hjördísar Hjartardóttur og Hoda Thabet, en hún talar bæði arabísku og íslensku. Hoda er auk þess túlkur hópsins hér í skólanum. Aðrir kennarar leggja að sjálfsögðu sitt af mörkum auk annarra

lenskukennslunni; yngri og eldri. Í yngri hópnum eru nemendur í 2. - 5. bekk og í eldri hópnum nemendur í 6. - 10. bekk, auk nemenda á fjölbrautaskólaaldri. Hópunum er líka blandað saman og byrja t.d. alltaf saman á morgnana. Frá kl. 8 til 11

Nemendunum er skipt í tvo hópa í ís-


LITLI LÝSINGUR 2008

29

eru allir í íslenskukennslu, en eftir það fara nemendur í sína bekki, fylgja þeim eftir og taka þá þátt í venjulegu skólastarfi með jafnöldrum sínum. Aðrir nemendur skólans eru virkir þátttakendur í móttöku nýju nemendanna. Hafa þeir verið afar áhugasamir og duglegir að kenna þeim að rata

um skólann og umhverfi hans, leika í frímínútum og, síðast en ekki síst, að kenna þeim íslensku.

Frétt af Brak.is frá 19. september 2008 Nýir nemendur úr hópi flóttafólksins sem nú er að koma sér fyrir á Akranesi heimsóttu Brekkubæjarskóla í dag. Börnin, sem eru á aldrinum frá 7 og upp í 15 ára, komu ásamt mæðrum sínum og yngri og eldri systkinum. Öll saman skoðuðu þau skólann í fylgd Arnbjargar skólastjóra og Magnúsar og Vilborgar deildarstjóra; litu við í skólastofum og heilsuðu upp á væntanleg bekkjarsystkin barnanna. Víða um skólann var búið að koma fyrir kveðjum á arabísku og íslensku og voru sumir innfæddu nemendurnir frekar á því að þetta fólk væri „flott fólk“ heldur en „flóttafólk“. Heimsókninni lauk á 2. hæð í suðurenda skólans þar sem nemendurnir nýju munu hafa sína skólastofu fyrst um sinn, meðan þau eru að ná tökum á nýjum aðstæðum og nýju tungumáli. Á mánudaginn hefst sú vinna.


30

LITLI LÝSINGUR 2008

Fastir liðir Fjöldi skemmtana fer fram í skólanum ár hvert. Þátttaka í slíkum viðburðum er hluti af lífsleikninámi nemenda. Nemendur öðlast aukið sjálfstraust, fá útrás fyrir sköpunargáfu sína, læra að vinna með öðrum og taka tillit til annarra.

Morgunstundir Í tengslum við lífsleiknistefnu skólans, Góður og fróður, eru haldnar stórar og litlar morgunstundir. Þær stóru fara fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og þar taka allir nemendur skólans þátt ásamt starfsfólki. Litlu morgunstundirnar eru haldnar á hverju aldursstigi fyrir sig og fara fram á sal skólans. Þema morgunstundanna er ávallt dygðin sem verið er að vinna með. Ýmis atriði eru í boði frá nemendum og viðurkenningar eru veittar. Foreldrar og aðrir gestir eru ávallt velkomnir á stóru morgunstundirnar.

Dygðastundir Foreldrum er boðið á tvær bekkjarsamkomur á skólaári. Þær kallast dygðastundir og er dagskrá þeirra miðuð við þá dygð sem unnið er með hverju sinni.

Árshátíð Árshátíð er haldin í sal skólans og er hún opin öllum bæjarbúum. Þar koma nemendur skólans fram og skemmta áhorfendum með margs konar atriðum, s.s. leik, söng, dansi, hljóðfæraleik, upplestri o.fl. Einnig sjá nemendur um ýmis konar tæknivinnu, búninga- og leikmyndagerð og annað sem til fellur við framkvæmd árshátíðarinnar.

Hátónsbarkinn Í samvinnu við Grundaskóla er haldin hæfileikaog söngvarakeppni nemenda í unglingadeildum skólanna. Fjöldi nemenda æfir dans, söng og hljóðfæraleik og kemur fram á veglegri skemmtun. Valin er besta hljómsveitin, frumlegasta atriðið og besta atriðið. Hápunktur skemmtunarinnar er val á besta söngvaranum sem hlýtur titilinn Hátónsbarkinn.

Stóra upplestrarkeppnin Stóra upplestrarkeppnin er haldin árlega um land allt. Markmiðið með keppninni er m.a að vekja athygli á vönduðum upp-


LITLI LÝSINGUR 2008

31

lestri og framburði, bæta almennan lesskilning nemenda og síðast en ekki síst að efla sjálfsvirðingu þeirra og virðingu fyrir öðrum. Það eru nemendur í 7. bekk sem keppa sín á milli og hefur Brekkubæjarskóli verið virkur þátttakandi í þessari keppni undanfarin ár.

Íþróttadagar Íþróttadagar eru haldnir á öllum stigum á vorönn. Nemendur á hverju stigi fyrir sig koma þá saman og keppa í alls kyns greinum, eins og t.d. fitness, brennó, hokký, liðaskotbolta og boðhlaupum, svo eitthvað sé nefnt. Á íþróttadegi yngsta stigs er lagt meira upp úr því að nemendur sýni t.d. fimleika, boðhlaup, brennó og þrautabraut fremur en að keppa. Norræna skólahlaupið fer fram árlega á haustönn. Allir nemendur og starfsmenn skólans geta valið um að hlaupa eða ganga 2,5 til 10 km.

Danssýning Danskennsla skipar stóran sess í starfi skólans og á hverju ári er haldin vegleg danssýning. Þar koma fram allir nemendur í 1.-6. bekk og sýna afrakstur vetrarins. Nemendur í unglingadeild sjá um tónlist og kynningu.

Ferðalög Yngri árgangar fara árlega í dagsferðir sem tengjast námsefni þeirra. Undanfarin ár hefur m.a. verið farið í Húsdýragarðinn, Skógræktina, að Eiríksstöðum, að Bjarteyjarsandi, Reykjavíkurhöfn og í Orkuveituna. Markmið ferðanna er að efla hópkennd og samábyrgð innan árganganna, auk þess að njóta íslenskrar náttúru. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk fara haustferð í Skorradal. Lagt er af stað um hádegi og komið heim um svipað leyti daginn eftir. Útskriftarferð 10. bekkjar er svo að loknu námsmati að vori.


32

LITLI LÝSINGUR 2008


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.