1 minute read

Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands

Next Article
Gæðamál

Gæðamál

síður þvert á fagsvið. Til að styðja við fagdeildirnar eru sterkar stoðþjónustueiningar: Kennsluskrifstofa, Rannsóknir- og alþjóðasamskipti, Fjármál og rekstur og Rektorsskrifstofa.

Nýir sérfræðingar voru ráðnir til starfa á árinu og nemendum hefur fjölgað, sérstaklega á sviði náttúru- og umhverfisvísinda og skógfræði. Nokkrir nýir styrkir fengust m.a. til að ráða doktorsnemendur sem munu m.a. styðja við vaxandi alþjóðasamstarf og bæta innviði.

Nemendur Landgræðsluskólans sem komu í sex mánaða þjálfun voru 21 á árinu og er það nýtt met í fjölda. Einn nemandi Landgræðsluskólans lauk meistaragráðu og annar hóf doktorsnám, en þetta eru fyrstu nemendur Landgræðsluskólans sem taka áframhaldandi nám við skólann. Á árinu var unnið að skipulagsbreytingum þar sem Landgræðsluskólinn var færður frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna til UNESCO. Tóku þær breytingar formlega gildi um áramótin 2019/2020 og starfa allir fjórir skólar sem áður tilheyrðu Háskóla Sameinuðu þjóðanna nú undir merkjum GRÓ og sameiginlegri stjórn og framkvæmdastjóra á vegum utanríkisráðuneytisins. Landgræðsluskólinn er áfram hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og fjölmörg ný tækifæri liggja í loftinu.

Nemendum, starfsfólki og hagaðilum er þakkað fyrir framúrskarandi samstarf á árinu 2019.

Háskólaráð 2019 (frá janúar 2019)

• Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ. • Bjarni Diðrik Sigurðsson (fulltrúi starfsmanna) - Til vara: Berglind Orradóttir. • Jóhannes Kristjánsson (fulltrúi starfsmanna) - Til vara: Þórey Ólöf Gylfadóttir. • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Sviðsstjóri hjá RML (fulltrúi menntamálaráðherra) - Til vara: Þorvaldur Jónsson. • Sunna Þórarinsdóttir, fulltrúi nemenda. • Guðrún Eik Skúladóttir, bóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði - Til vara: Hrönn Jörundsdóttir. • Halldór Þorgeirsson, fráfarandi forstjóri UNFCCC og formaður Loftslagsráðs - Til vara: Hrönn Jörundsdóttir.

This article is from: