1 minute read
KORNSAMLÖG
Till Gur Kornsaml G
Kornsamlag tekur á móti korni frá bændum, metur gæðin og áframselur. Slíkur milliliður milli bænda og kaupenda er grundvöllur fyrir öflugum íslenskum kornmarkaði. Við leggjum til að fjárfestingarstuðningur verði notaður til að hvetja bændur til að bindast frekari samtökum um móttöku, gæðamat og þurrkun á korni. Slík félög bænda um hagkvæma þurrkun þurfa að verða að kornsamlögum með svipaða starfsemi og þekkist í nágrannalöndum.
Framleiðendafélög í einstökum sveitum og héruðum ættu að bindast heildarsamtökum þannig að einn aðili hefði yfirlit yfir magn og gæði af innlendu korni.
Bæði framleiðslu- og fjárfestingastuðningur ættu að miða að því að efla bændur til að reka kornþurrkun, geymslur og gæðaeftirlit sem nýtur hagkvæmni stærðar.