1 minute read

Samantekt

• Á framræstum mómýrum er áburðarsvörun í vetrarrýgresi og vetrarrepju meiri með þrígildum grænfóðuráburði en með þrígildum túnáburði þegar kemir að uppskerumagni. • Áburðarsvörun grænfóðurs er heilt yfir meiri á nýræktar mómýri en á ræktunar mómýri. • Það er einungis áburðarsvörun af áburðarkalki í vetrarrepju en ekki í vetrarrýgresi á nýræktar mómýri. • Það er engin áburðarsvörun af áburðarkalki í ræktunar mómýri. • Enginn munur er á fóðurgildi (gæðum) uppskerunnar milli grænfóðuráburðar og túnáburðar. • Heildaruppskera grænfóðurs af nýræktar mómýri er umtalsvert minni en af ræktunar mómýri. • Hlutföll höfuðnæringarefnanna í þrígildum áburði (nitur, fosfór, kalí) hefur áhrif á áburðarsvörun grænfóðurs á mómýrum. • Grænfóðuráburður kostar minna en túnáburður á hvert kg uppskeruauka í grænfóðri á mómýrum. • Túnáburður kostar aðeins minna en grænfóðuráburður á hvert kg heildaruppskeru í grænfóðri á mómýrum. • Það getur verið réttlætanlegt að bera lítið eða ekkert á grænfóður í ræktunar mómýri til að innleysa uppsöfnuð næringarefni úr fyrri ræktun (túnrækt). Það er ekki hægt í nýræktar mómýri. • Ekki er mælt með túnáburði fyrir grænfóður á mómýrum.

This article is from: