1 minute read

Markmið

grasfræ, eins og af vinsælasta/eftirsóttasta sáðgresinu fyrir bændur á Íslandi, vallarfoxgrasi (Þóroddur Sveinsson & Gunnar Ríkharðsson, 1995) eru mjög smá og hafa lægra hlutfall af plöntum á fermetra eftir því sem sáðdýpt eykst (Jones, Andrews, Bolstridge & Percival, 1995). Það lögmál á þó við um allar plöntur. Vegna lægra þols smárra fræja fyrir sáðdýpt er smáu grasfræi gjarnan sáð á yfirborð sáðbeðsins s.k. yfirborðssáning (Grétar Einarsson, 2003).

Á síðustu árum hefur áhuginn á ræktun fjölærs rýgresis aukist í sáðskiptum og endurræktun túna (Jóhannes Hr. Símonarson, e.d.). En með aukinni ræktun og tíðari jarðvinnslu hefur álag illgresis aukist, með meiri útbreiðslu og nýjum tegundum hér á landi (Guðni Þorvaldsson, 2004).

Markmið

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna og bera kennsl á áhrif mismunandi plægingardýptar, fínvinnsluaðferða og þjöppunaraðferða á illgresisálag, gróðurþekju og uppskeru fjölærs sáðgresis á tveimur ólíkum stöðum á tveimur árum. Undirmarkmið er að mæla eldsneytiseyðslu hvers meðferðarliðar fyrir sig.

This article is from: