1 minute read

3.6 Varðveisla auðlinda

Eyjafjallajökli 2010. Kjarnorkuslys (sbr. Chernobyl) og notkun kjarnorku í stríðsátökum geta haft margvíslegar afleiðingar fyrir fæðuöryggi.

3.6 Varðveisla auðlinda

Ísland býr að ríkulegum náttúruauðlindum: landi, ferskvatni, orkuauðlindum, fiskistofnum. Þessar auðlindir eru megin undirstaða fyrir bæði innlenda fæðuframleiðslu og þá efnahagslegu velmegun sem tryggir getu almennings á Íslandi til fæðukaupa. Loftslagsbreytingar og aðrar umhverfisbreytingar af mannavöldum hafa áhrif á hvernig auðlindirnar geta staðið undir þessum hlutverkum sínum í framtíðinni. Vöktun á umhverfisbreytum og skuldbinding stjórnvalda um að ná stjórn á áhrifum umhverfisbreytinga á fæðukerfin, og öfugt, eru lykilatriði til að tryggja fæðuöryggi til framtíðar. Í Global Food Security Index (GFSI) eru fjölþættir vísar sem hafa þann tilgang að fanga þessi atriði. Gögn til mats þessara atriða í GFSI koma að mestu úr alþjóðlegum gagnagrunnum, en leggja þarf mat á þörf á nýjum íslenskum rannsóknum í þessum tilgangi.

Markviss flokkun landbúnaðarlands auðveldar sveitarfélögum ákvarðanatöku í skipulagsmálum. Slík flokkun er fremur skammt á veg komin hérlendis, en nýútgefnum leiðbeiningum (Guðni Þorvaldsson, Guðrún Sveinsdóttir & Salvör Jónsdóttir, 2021) er ætlað að nýtast sveitarfélögum við að flokka landbúnaðarland innan sinna marka með tilliti til ræktunarmöguleika matvæla og/eða fóðurs og stuðla að því að slík flokkun verði unnin með samræmdum hætti á landinu öllu. Slík flokkun er mikilvæg til að tryggja aðgang að mikilvægum svæðum vegna fæðuframleiðslu og ferskvatnsöflunar.

This article is from: