1 minute read

II.1.3 Samanburður á heilsufarsþáttum

Next Article
VII. Umræður

VII. Umræður

Tafla 2: Yfirlit yfir meðalafurðir og endingu einstakra kynja samkvæmt skýrslum Eiginleikar NRF SRB SLB NZF Ísl. kýr Afurðir: Mjólk (kg) 6.750 8.599 9.555 4.766 5.383 Prótein (%) 3,33 3,50 3,33 3,54 3,41 Fita (%) 4,20 4,34 4,20 4,41 4,04 Prótein/Fita hlutfall 0,79 0,81 0,79 0,80 0,84 Ending: Meðalfjöldi mjaltaskeiða. (ár) 2,80 - - 4,90 2,70 Meðalaldur v/ förgun (mán.) - 60,60 60,80 82,00 60,00

Athygli vekur einkum hátt efnainnihald í mjólk nýsjálensku kúnna og sömuleiðis munur á efnainnihaldi hjá NRF og SRB en þar hefur ræktun að hluta til verið sameiginleg um árabil. Hins vegar er fóðrunarstefna allólík í Svíþjóð og Noregi, sem endurspeglast í afurðamagninu. Það vekur einnig athygli að prótein/fitu hlutfallið er hagstæðast hjá íslenskum kúm þar sem fer saman hátt próteininnihald og lágt fituinnihald íslensku mjólkurinnar. II.1.3 Samanburður á heilsufarsþáttum.

Við val á nýju kúakyni er mikilvægt að gera sér grein fyrir frjósemi og heilsufari þeirra kynja sem koma til greina. Í því skyni var aflað upplýsinga úr skýrsluhaldsgögnum viðkomandi landa og sjúkdómaskrám. Í 3. töflu er að finna samanburð á frjósemisþáttum milli kynjanna samkvæmt meðaltölum úr skýrsluhaldi viðkomandi landa. Tafla 3: Samanburður á nokkrum frjósemiseiginleikum kynjanna samkvæmt skýrslum Eiginleikar NRF SRB SLB NZF Ísl. kýr Fanghlutfall 1. sæð. (%) 73 64 63 53 71 Sæðingar á fang (fjöldi) 1,60 1,81 1,83 1,90 1,60 Lengd meðgöngu (dagar) 281 281 279 281 286 Tímabil m. burða (dagar) 382 395 410 370 385 Kvígukálfar (%) 48,50 48,00 49,00 47,00 46,30

Frjósemi íslenska kúakynsins hefur verið eitt aðalsmerki þess en hefur smám saman verið að nálgast kynin annars staðar á Norðurlöndunum og því ekki sá munur milli íslensku kýrinnar og annarra kynja eins og oft hefur verið talið.

Ákveðið var að einskorða samanburð á sjúkdómum við tíðni júgurbólgu því það er sá framleiðslusjúkdómur sem mestum usla veldur. Í ljós kom að sjúkdómaskráning er alls staðar fyrir hendi nema á Íslandi. Þar liggja ekki fyrir áreiðanleg gögn og því verður að nota áætlaða tíðni. Hægt er þó að fullyrða að tíðni helti er lægri en tíðni súrdoða og júgurbólgu hærri hjá íslensku kúnum en hjá samanburðarkynjunum. Dauðfæddir kálfar er vaxandi vandamál hér á landi og hluti skýringarinnar gæti tengst kúakyninu.

Í nýlegum rannsóknum um orsakir dauðfæddra kálfa hefur komið í ljós að burðarerfiðleikar eru býsna algengir á Íslandi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þeirra rannsókna er tíðni burðarerfiðleika áætluð 10% af öllum burðum.

This article is from: