4 minute read

Viðauki C. Útdráttur úr tilraunum Bjarna Helgasonar (1970) með áburð á kartöflur

Next Article
7. Heimildir

7. Heimildir

67

Viðauki C. Útdráttur úr tilraunum Bjarna Helgasonar (1970) með áburð á kartöflur

Helstu tilraunir, sem áður hafa verið gerðar með einstök áburðarefni á kartöflur, N, P og K, eru þær sem segir frá í grein Bjarna Helgasonar (1970). Tilraunirnar voru þáttatilraunir með þremur endurtekningum á Korpu og tveimur í Þykkvabæ. Á Korpu og 1965 í Þykkvabæ voru tilraunirnar 4×4×4 N×P×K þáttatilraunir með núllreit af hverju áburðarefni. Í Þykkvabæ voru þær 3×3×3 N×P×K þáttatilraunir án núllreita 1964 og 1967, en 1966 var einnig 0K-liður með 3×3 N×P. Vaxtarrými var 60×30 sm og 15 kartöflur í reit, nema í Þykkvabæ voru stærri reitir 1966 og 1967. Áburði var dreift ofan á (Bjarni Helgason 1979), en ekki kemur fram hvort hreykt var eða sett í flatt. Lýsing tilrauna verður að öðru leyti ekki rakin hér en vísað í greinina.

Í greininni kemur ekki fram mat á tilraunaskekkju og uppskera af reit er ekki umreiknuð á flatareiningu. Það er gert hér á eftir. Einnig er fundin tilraunnaskekkju og er hún gefin sem staðalskekkja mismunar tveggja meðaltala (smm) og til þess eru farnar tvær leiðir. Í upphaflegri grein voru niðurstöður sýndar í tvívíðum N×P-töflum í öllum tilraunum. Nú var víxlverkun þátta, að slepptum reitum með 0 kg/ha af N eða P, reiknuð og notuð sem mat á skekkju, en frítölur eru aðeins 4. Til samanburðar var reiknuð skekkja eins og hún væri ef frávikshlutfallið (CV) væri 15% að slepptum öllum núllreitum. Þessi úrvinnsla var komin nokkuð á veg þegar fjallað var um tilraunirnar á Fræðaþingi 2006 (Hólmgeir Björnsson 2006).

C1. tafla. P í Þykkvabæ, 0N 1965 sleppt úr meðaltölum, skekkja mismunar reiknuð á tvennan hátt, sjá texta. 1964 1965 1966 1967 Mt. 65-67

P kg/ha t/ha P kg/ha t/ha P kg/ha t/ha P kg/ha t/ha 0 4,8 87 2,3 66 9,0 87 16,6 66 13,6 13,06 131 2,5 109 9,3 131 16,0 109 14,1 13,16 175 2,3 153 11,1 175 17,2 153 16,4 15,14

Meðalsvörun við P umfram 0P 5,06 smm reiknuð sem víxlverkun 0,25 0,86 0,84 1,60 0,67 CV=15% 0,12 0,49 0,83 0,74 0,40

C2. tafla. N í Þykkvabæ, 0P 1965 sleppt úr meðaltölum, skekkja sú sama og í C1. töflu. 1964 1965 1966 1967 Mt. 65-67 N kg/ha t/ha N kg/ha t/ha N kg/ha t/ha N kg/ha t/ha 0 2,6 150 2,7 100 8,7 200 16,6 150 13,8 13,05 250 2,5 200 10,5 300 16,7 250 14,5 13,90 350 1,9 300 10,3 400 16,5 350 16,5 14,41 Meðalsvörun við N umfram 0N 7,25 Tilraunaskekkja reiknuð eftir víxlverkun er nokkuð mikil í tilraunum í Þykkvabæ (C1. og C2. tafla), meiri en CV=15% sem er þó hátt hlutfall. Í tvívíðum töflum með meðaltölum skera einstök gildi sig mikið úr (sjá frumheimild). Mest sker sig úr liður með 153P og 350N árið 1967, 21,2 t/ha, meðaltal 6 reita (3 K-skammtar × 2 endurt.). Það er gagnstætt öllu sem þekkt er um áburðarsvörun að hæstu skammtar gefi mun meiri svörun en aðrir og því vart um annað ræða en að þetta sérstaka frávik sé vegna mikillar tilraunaskekkju. Hafa má í huga að í hverri endurtekningu af tilrauninni voru 27 reitir og því er veruleg hætta á ójöfnu landi innan endurtekningar. Svona stórar tilraunir þarf að skipuleggja með smáblokkum þar sem einhver hluti víxlverkunar, venjulega víxlverkunar þriggja þátta, er samþættur

68

blokkamun (confounded). Í heild virðist hafa verið einhver uppskeruauki umfram lægstu skammta, sem þó voru háir, en hann er nokkuð óviss.

C3. tafla. P á Korpu, 0N ekki í meðaltölum. 1964 1965 1966 Mt. 65-66 P kg/ha t/ha t/ha t/ha t/ha 0 1,4 7,0 8,9 7,95 66 2,1 18,6 13,6 16,14 109 2,9 19,3 15,6 17,46 153 3,0 21,8 16,9 19,32 P-svörun ( P>0) –(P=0) 1,3 12,9 6,4 9,69 smm reiknuð sem víxlverkun 0,27 0,76 0,32 0,41 CV=15% 0,09 0,65 0,53 0,42

C4. tafla. N á Korpu, 0P ekki í meðaltölum, skekkja sú sama og í C3. töflu. 1964 1965 1966 Mt. 65-66 N kg/ha t/ha t/ha t/ha t/ha 0 1,8 14,5 9,9 12,2 100 3,2 20,3 15,0 17,7 200 2,4 19,0 15,3 17,1 300 2,4 20,4 15,8 18,1 N-svörun (N>0) – (N=0) 0,9 5,4 5,5 5,45 Í tilraunum á Korpu (C3. og C4. tafla) er ekki um eins mikla N×P víxlverkun að ræða og í Þykkvabæ og skekkja því hóflegri, en skekkja á mismun liða er einnig lægri vegna fleiri endurtekninga. Þarna virðist nokkuð öruggur uppskeruauki fyrir meira en 66P og jafnvel 109P. Hins vegar ekki fyrir N umfram 100 kg/ha. Á Korpu er áberandi mikið meiri uppskeruauki fyrir P en N og háir P-skammtar gefa uppskeruauka. Ýmsar tilraunir hafa síðar sýnt P-skort á Korpu. Í Þykkvabæ var e.t.v. fremur N-svörun, en svörun umfram lægstu P-skammta er nokkuð óregluleg og að meðaltali sú sama og svörun umfram 150N.

C5. tafla. Kalí á Korpu. Í meðaltölum eru 0N og 0P með. K kg/ha 1964 1965 1966 Mt. 65−66 0 2,1 14,6 11,5 13,1 124 2,1 15,5 12,5 14,0 208 2,3 15,8 13,0 14,4 290 2,4 16,5 13,8 15,2 Mt K 2,29 15,96 13,12 14,54 Meðalsvörun (K>0) – (K=0) 0,19 1,34 1,58 1,44

smm Víxlverkun 0,20 0,57 0,24 0,31

CV=15% 0,07 0,49 0,40 0,32

Skekkjan á mismun meðaltala eftir K-áburði (C5. tafla) er lægri en í C3. og C4. töflu vegna þess að fleiri tölur eru í meðaltali. Uppskeruauki virðist vera fyrir >124 K kg/ha.

This article is from: