3 minute read

Burðaratferli íslenskra kúa

Snorri Sigurðsson og Helgi Björn Ólafsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

Um verkefnið

Markmiðið þessarar rannsóknar var að að skoða hvort einhver munur fyndist á atferli kúa sem bera dauðfæddum kálfum og kúa sem bera lifandi fæddum kálfum og ef svo væri, að útbúa leiðbeiningar fyrir bændur með vísbendingum um atferli kúa við burð, svo grípa mætti inn í fæðingarferil kálfs og koma í veg fyrir kálfadauða

Atferli kúa

Mikið er til af vitneskju um atferli kúa, s.s. leguhreyfingar, virðingarröð, beiðsli ofl. Þá er þó nokkuð vitað um hegðunarmynstur í kringum burð, s.s. einangrun og “hreiður”gerð. Enn er þó lítið vitað um hegðunarmynstur s.s. hreyfiferla. Margar stofnanir erlendis vinna hörðum höndum að þessu verkefni og var þessi rannsókn liður í því að kortleggja betur burðaratferlið.

Tæknibúnaður

Settur var upp eftirlitsbúnaður í legubásafjósi Landbúnaðarháskólans og fylgdist hann með burðarstíu fjóssins dag og nótt. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu september 2006 til október 2007 en notuð var til verksins stafræn upptökuvél og fullkominn eftirlits- og gagnageymslubúnaður.

Gögnin

Samtals voru geymdar 660 klst. af upptökum og tók rúmar tvær vinnuvikur að lesa og skrá atferli út frá upptökunum. Skráning og greining myndefnis var framkvæmd vorið 2008 og úrvinnsla haustið 2008. Á tímabilinu fæddust í Hvanneyrarfjósi 70 kálfar, þar af voru myndaðir 28 þeirra í 26 burðum (2 tvíkelfingar). 8 þeirra voru dauðfæddir (28,6%), sem var undir “markmiði” verkefnisins (10). Samtals voru 12 dauðfæddir kálfar í fjósinu á tímabilinu (17,1%), 4 náðust ekki á mynd af ýmsum ástæðum.

Úrvinnsla

Kýr báru að meðaltali 1,4 dögum fyrir ætlað tal samkv. útreikningum skýrsluhaldskerfis, sem stytti verutíma kúa í burðarstíu að jafnaði. Ekki var marktækur munur á burðardegi m.v. ætlað tal eftir því hvort kýr bæru lifandi kálfum eða dauðum. Staðalfrávik burðartíma m.v. ætlað tal var 7,1 dagur, fáir einstaklingar breyta þar miklu um.

Við greiningu myndefnis var atferli kúnna flokkað niður í 18 ólíka þætti (sjá töflu 1) og voru 13 þeirra notaðir við úrvinnslu.

Þegar gögnin voru unnin frekar kom í ljós að atferli kúnna var gríðarlega ólíkt í kringum burðinn en nokkrir þættir voru kúnum að einhverju leiti sameiginlegir: • Hreiðurgerð, hring-ganga (spurning með stíustærð) • Krafs (hálmur í botni) • Leguhegðun/stöðubreytingar • Staðarval í stíu

Almennt var illgreinanlegt ólíkt atferli á milli kúa sem báru dauðum kálfum eða lifandi. Þess ber þó að geta að þegar um dauðfædda kálfa var að ræða fengu kýrnar ávalt aðstoð fjósamanna. Í

Tafla 1. Yfirlit yfir skráða atferlisþætti.

Róleg Óróleg Mjög óróleg Stendur Liggur

Liggur með útrétta fætur (Gengur) Hreiðurgerð Krafsar Lyftir hala (gengur í hringi)

Leggur hala niður Rembist (Haus út) Haus aftur Kryppa

(Jórtrar) (Hugar að kálfi) (Kálfur á spena)

Mynd 1. Stöðubreytingar kúa sem báru lifandi kálfum

Mynd 1. Stöðubreytingar kúa sem báru dauðum kálfum

35% tilfella var einnig aðstoðað þegar lifandi kálfar fæddust. Kýr með dauða kálfa voru almennt örari í kringum burðinn sjálfan. Til þess að greina betur leguatferlið voru gögnin rannsökuð sérstaklega fyrir síðustu 90 mínúturnar (fyrir staðfestan burð). Á myndum 1 og 2 má sjá stöðubreytingar kúnna sem báru annarsvegar lifandi kálfur og hinsvegar dauðum

Í ljós kom að margoft var burðarhjálp veitt fyrst og fremst í blálok burðar, enda til þess ætlast í verkefninu. Ekki hægt að útiloka að hugsanlega hafi verið gripið of fljótt inn í, í einhverjum tilfellum. Við skoðun gagnanna kom í ljós að almennt vandamál var að koma við aðstoð vegna plássleysis í 9 m2 stíu.

Niðurstöður

Helstu niðurstöður verkefnisins eru að eiginleikinn atferli í kringum burð er afar breytilegur á milli kúa. Gögnin sýna að ólíklegt er að hægt sé að einangra ákveðnar breytur í atferli svo greina megi hættu á dauðfæddum kálfum. Þó eru vísbendingar um að örari stöðubreytingar bendi til kálfadauða, en þá er orðið stutt í burðinn (-1,5 klst) og því að líkindum of seint að grípa inn í til þess að bjarga kálfinum.

Skoða þarf í skýrsluhaldskerfi BÍ hvort meðgöngutími sé að styttast almennt eins og gögn úr fjósi LbhÍ bentu til.

Þá er ljóst að leita þarf frekari leiða til vöktunar á fóstri, þar sem atferli kúa virðist ekki gefa til kynna hvort um hættu á dauða kálfs er að ræða.

Jafnframt þarf að meta hvort ástæða er til þess að breyta viðmiðunum varðandi stærðir á burðarstíum hérlendis í ljósi þess að kýr velja sér sjálfar svæði þar sem ekki þrengir að höfði.

This article is from: