1 minute read

Framleiðsla nautgripakjöts á Íslandi 2012–2015

Next Article
Orðskýringar

Orðskýringar

Samkvæmt opinberum gögnum Hagstofu Íslands ( www.hagstofa.is ) var nautgripakjötsframleiðslan á Íslandi árið 2015 um 3.500 tonn (fallþungi) sem var svipuð framleiðsla og árið 2014. Í samanburði við 2012 og 2013 dróst innanlandsframleiðslan saman um 500 tonn árið 2014 sem er um 14% samdráttur og hún jókst óverulega árið 2015 (mynd 1). Árið 2014 verður sú breyting að um 1600 færri kúm og um 1200 færri ungnautum var slátrað miðað við árin tvö á undan sem skýrir þessa framleiðsluminnkun (mynd 2). Lítil breyting er á meðalfallþunga nautgripanna þessi 4 ár sem er um 220 kg/fall (allir gripir fyrir utan ungkálfa).

Nautgripakjötinu má skipta í þrjár megingerðir (myndir 1 og 2). Stærsta gerð nautgripakjöts eru ungnaut (UN) með 58–62% hlut eftir árum. Ungnautakjöt er af nautgripum á aldrinum 12–30 mánaða og eru þeir að langstærstum hluta aldir sérstakalega fyrir nautakjötsmarkaðinn. Kýrkjöt (K) sem er aukaafurð í mjólkurframleiðslu er 37–40% af nautgripakjötinu en kálfakjöt (UK) vegur lítið í heildarmagninu eða 1–2%.

n n T o 4500

4000

3500

3000

2500

2000

1500

1000

500

0

2012 2013 2014 2015 Kálfar

Kýr

Ungnaut

Mynd 1. Fallþyngd (tonn) og gerðir nautgripakjöts framleitt á Íslandi 2012–2015. Í flokknum „Kýr“ eru einnig bolar (B) og undir flokknum „Kálfar“ eru ungkálfar (UK) og alikálfar (AK). Hagstofa Íslands 2015.

Mynd 2. Fjöldi og gerðir slátraðra nautgripa á Íslandi 2012–2015. Í flokknum „Kýr“ eru einnig bolar (B) og undir flokknum „Kálfar“ eru ungkálfar (UK) og alikálfar (AK). Hagstofa Íslands 2015.

12000

10000

i l d F j ö 8000

6000

4000

2000 Ungnaut

Kýr

Kálfar

0

2012 2013 2014 2015

This article is from: