1 minute read

Þakkir

Next Article
Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur

Fjölmargir aðilar hafa lagt vinnu við samanburðarsafnið lið, helst með því að útvega sýni. Áður en aðstöðu var komið upp í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Keldnaholti veittu margir einnig

aðstöðu til verkunar á sýnum og aðra aðstoð.

Grétar bóndi á Einarsstöðum í Vopnafirði sem lét safninu í té fyrsta eintakið í samanburðarsafnið árið 2006. Páll Ágúst Ásgeirsson og Lára Jóhannsdóttir eignkona hans fá bestu

þakkir fyrir sýnasöfnun, fyrir að leyfa greftrun villtra dýra í garðinum hjá þeim og fleira. Ragnar Sigurmundsson, Þorvarður Pálsson, Ásgeir Pálsson og Hildur Björgvinsdóttir fyrir aðstoð við að grafa og

skrá hræ.

Guðni Þ. T. Sigurðsson og Áslaug Úlfsdóttir fyrir lán á bíl og ýmsa aðra aðstoð. Dýraspítalinn í

Víðidal, Guðmundur Björnsson rekstrarstjóri Meindýravarna Reykjavíkur, Hilda og Höskuldur á StóraÁrmóti, Geir Örn Gestsson hjá Stjörnugrís, Óskar Leifur Arnarson fornleifafræðingur, Ásta

Hermannsdóttir fornleifafræðingur, Þórkatla og Jóhann Jónsbörn og fleiri fyrir að hafa lagt til eintök í

samanburðarsafnið.

Kristjan Lilliendahl hjá Hafrannsóknarstofnun lét safninu í té ýmsa sjófugla sem skotnir voru

vegna rannsókna og aðstoðað við að útvega fiska. Páll Hersteinsson lét safninu í té nokkra refi árið

2009. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli fær kærar þakkir fyrir að hafa hjálpað með bein og horn af

íslenskum geitum. Gunnar Björnsson á Borgarskjalasafni fyrir álku og Eva Kristín Dal fyrir að benda á beinagrind af höfrungi/smáhveli á Reykjanesi. Valtýr Sigurðsson hjá Biopol á Skagaströnd sem útvegaði

hnísu, landsel, teistur, skarf, æðarfugl og skötusel í júní 2016. Nokkur sýni voru einnig grafin á lóð Árbæjarsafns og aðstoðaði Kristján ráðsmaður við þá

vinnu.

Egill Gunnarsson og Hafþór Finnbogason hjá Hvanneyrarbúinu fyrir að leggja til kálfa í safnið.

Snædís Anna Þórhallsdóttir og Helgi Elí Hálfdánarson á fjárbúinu á Hesti fyrir veitta aðstoð. Starfsfólk Veiðimálastofnunar fyrir að hafa lagt safninu til sýni úr rannsóknum þeirra. Ýmsir starfsmenn

Landbúnaðarháskólans hafa einnig veitt aðstoð tengda safninu, ber þar helst að nefna Jón Hallstein

Hallsson og Charlottu Oddsdóttur, og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.

This article is from: