2 minute read

YFIRLIT

YFIRLIT

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á jarðarberjum eru ekki til staðar og þarfnast frekari þróunar. Markmiðin voru að prófa, hvort vetrarræktun gróðurhúsajarðarberja er möguleg á Íslandi og hvort ljósstyrkur hefði áhrif á vöxt, uppskeru og gæði mismunandi jarðarberja yrka og hvort það væri hagkvæmt.

Gerðar voru tvær tilraunir með jarðarberjum (Fragaria x ananassa cv. Sonata og cv. Sonata), sú fyrri (A) frá miðjum september til loka nóvember 2015 og sú síðari (B) frá janúar lokum til loka maí 2016, í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Jarðarber voru ræktuð í 5 l pottum í sex endurtekningum með 12 plöntum/m2 undir topplýsingu frá háþrýsti-natríumlömpum (HPS) með tvenns konar ljósstyrk (150 W/m2 og 100 W/m2) að hámarki í 18 klst. Daghiti var 16 °C og næturhiti 8 °C, CO 2 800 ppm. Jarðarberin fengu næringu með dropavökvun. Í hluta A og hluta B voru áhrif ljósstyrks prófuð og framlegð reiknuð út.

Það tók 1-2 daga frá blómgun til frjóvgunar. Ávextir voru þroskaðir á 41 degi með hærri ljósstyrk og á 43 dögum með minni ljósstyrk í hluta A. Í hluta B voru Elsanta þroskaðir á 42 dögum og Sonata á 46 dögum með 150 W/m2 og Elsanta á 44 dögum og Sonata á 46 dögum með 100 W/m2. Það virðist vera að meira ljós (150 W/m2) gefi fleiri blóm. Í upphafi uppskerutímabils byrjaði meðferð með hærri ljósstyrk að gefa þroskuð ber nokkrum dögum fyrr borið saman við 100 W/m2. Að auki þroskaðist Elsanta snemma, en þegar plantað var, var Elsanta með þróaðari plöntu en Sonata.

Hærri ljósstyrkur hefur jákvæð áhrif á markaðshæfa uppskeru, uppskeran var 18-31 % meiri með Elsanta í hluta A og 9-19 % meiri með Elsanta í hluta B og 12-16 % meiri með Sonata í hluta B. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við 150 W/m2 var meiri fjöldi jarðarberja. Mismunur milli ljósstyrkja myndaðist í upphafi uppskeru tímabilsins og var lækkaður á síðara uppskerutímabilinu. Þannig fengust 330-380 g/plöntu markaðshæfrar uppskeru með Elsanta við 150 W/m2 en 250-320 g/plöntu við 100 W/m2 í hluta A. En í hluta B fengust 700-740 g/plöntu með Elsanta og 750-830 g/plöntu með Sonata við 150 W/m2 og 590-680 g/plöntu með Elsanta og 650-740 g/plöntu með Sonata við 100 W/m2. Munurinn var oftast ekki tölfræðilega marktækur hvorki milli ljósstyrkja né milli yrkja. Hins vegar var uppskera af Sonata um 10 % hærri samanborið við Elsanta. Hlutfall uppskerunnar sem hægt

This article is from: