2 minute read

Tilraunir á Möðruvöllum - tún

Next Article
Inngangur

Inngangur

1. mynd. Tilraunin á Korpu 2015 við slátt þann 30. júlí.

2. mynd. Tilraunin á Korpu 2016 við slátt þann 27. júní.

Tilraunir á Möðruvöllum - tún

Tilraunirnar á Möðruvöllum voru tvíslegnar bæði árin en áburðarskömmtum var víxlað eftir fyrri slátt þannig að reitir sem fengu 50N að vori fengu 100N eftir slátt, reitir sem fengu 100N að vori fengu 50N eftir slátt og reitir sem fengu 150N að vori fengu ekki viðbótaráburð eftir slátt. Allir ábornir reitir fengu því 150 kg N á ha samtals fyrir utan tilraunalið sem fékk engan áburð.

Tilraunin á Möðruvöllum 2015 var á s.k. Melatúni sem er á melríkum mjög þurrum móajarðvegi (pH = 6,2) þar sem vallarfoxgras var ríkjandi tegund en hávingull var einnig til staðar (3. og 4. mynd). Sáðgresinu hafði verið skjólsáð með byggi til þroska vorið 2014. Ljósmyndir sýna tilraunina þann 4. júlí og 1. september (3. og 4. mynd). Niturgreiningar 2015 voru gerðar á samsýnum af hverjum tilraunalið en ekki sýnum af hverjum reit. Borið var á tilraunina 19. maí á sama hátt og á Korpu (50N, 100N og 150N). Eftir fyrri slátt, þann 4. júlí, var aftur borið á. Hvorki vallarfoxgras né hávingull voru

skriðnir við fyrri slátt. Tilraunin var slegin aftur 1. september. Hitasumman 2015 frá 1. maí til 1. sláttar var 399°D og úrkoman á sama tíma alls 29 mm. Hitasumman milli slátta var 541°D og úrkoman 75 mm. Hitasumman alls var því 940°D og úrkoman 104 mm alls.

Tilraunin á Möðruvöllum 2016 var á s.k. Vallartúni sem er á móajarðvegi og hefur verið lengi í ræktun (pH = 5,9). Ríkjandi grastegund var vallarfoxgras (97%). Borið var á tilraunina 12. maí. Fyrri sláttur var 20. júní (5. mynd) og þá var vallarfoxgrasið nálægt miðskriðtíma. Sama dag var aftur borið á samkvæmt plani fyrir seinni slátt sem var 9. ágúst (6. mynd). Hitasumman 2016 frá 1. maí til 1. sláttar var 434°D og úrkoman á sama tíma alls 19 mm. Hitasumman milli slátta var 536°D og úrkoman 47 mm. Hitasumman alls var því 970°D og úrkoman 66 mm alls.

3. mynd. Tilraunin á Möðruvöllum við fyrri slátt 4. júlí 2015.

4. mynd. Seinni sláttur slegin á Möðruvöllum þann 1. september 2015.

5. mynd. Tilraunin á Möðruvöllum 20. júní 2016 þegar 1. sláttur var sleginn.

6. mynd. Tilraunin á Möðruvöllum 9. ágúst 2016 þegar 2. sláttur var sleginn.

This article is from: