1 minute read

GOLFVALLARSTARFSMENN OG MENNTUN ÞEIRRA

Next Article
GOLFVELLIR

GOLFVELLIR

Golfvallarstarfsmenn og menntun þeirra

Hér á landi hafa um 40 einstaklingar sótt sérstaka golfvallarmenntun til Elmwood Collage i Cupar í Skotlandi. Námið þar hefur verið þríþætt:

1. námsár – NC – National certificate o Alls 19 námsáfangar um golfvallarfræði þar sem mikil áhersla er lögð á verklega vinnu. Ætlað golfvallarstarfsmönnum. 2. námsár – HNC – Higher National Certificate o Einstaka fyrirlestrar en mikil verkefnavinna. Farið dýpra í fræðin með það í huga að mennta stjórnendur eða yfirmenn golfvalla. 3. námsár – HND – Higher National Diploma o Fyrst og fremst fyrir framkvæmdastjóra golfklúbba.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru um 17 heilsársstarfmenn í vinnu á vegum golfklúbbana sem teljast til golfvallarstarfsmanna. Tólf af þeim hafa sótt menntun til Elmwood: 5 með NC nám, 5 með HNC og 2 með HND nám að baki. Nokkrir aðrir hafa tekið sérstök námskeið um grasvelli.

3. tafla. Niðurstöður könnunarinnar sýna eftirfarandi fjölda golfvallastarfsmanna eftir stærð vallanna sem þeir starfa við:

Stærð Staðsetning Spilaðir hringir Heilsársstarfsmenn

Sumarstarfsmenn

18 holu Nálægt höfuðborginni 30-40.000 4 8-10 18 holu Í 40 mín fjarlægð frá höfuðborginni og við þéttbýlisstaði með 200020.000 íbúa. 15-20.000 1-2 4-8 9 holu Í uppsveitum 1-2.000 0 1-2

Samkvæmt þeim aðilum er svöruðu könnuninni eru 7 golfklúbbar sem hafa heilsárs vallarstarfsmenn. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi því talið er nauðsynlegt að hafa 1-2 ársmenn að lágmarki við hvern 18 holu völl, þannig að viðhald hans sé gott og aðsókn viðunandi. Miðað við mikla sérhæfingu við viðhald og umhirðu golfvalla töldu nær allir svarendur könnunarinnar mikilvægt að bjóða uppá sérhæfða námsáfanga/ námskeið í golfvallarfræðum hér á landi (einn var ekki viss). Um 70% svarenda töldu mikilvægt að bjóða uppá heildstætt grunnnám sem er samsvarandi NC námi innan Elmwood. Auk þess var bent á mikilvægi þess að bjóða uppá framhalds- eða sérhæfðara nám eða námskeið fyrir þá sem nú þegar hafa hlotið grunnmenntun í fræðunum.

This article is from: