Stöng - um minjar, menn og mæta staði... Stöng státar af lítt snortnu umhverfi fjarri núverandi mannabyggðum þar sem fjölbreyttir litir náttúrunnar blandast saman í gróðri og berangri. Náttúrufegurðin og mikið magn fornminja, sumar hverjar óþekktar, gera dalinn að einstöku svæði. Auk þess á svæðið sér langa og vel þekkta sögu sem vert er að hlúa að. Hugmynd tillögunnar: Að varðveita og draga fram eiginleika svæðisins og gera söguna og minjarnar aðgengilegar og aðlaðandi fyrir gesti, bæði þá sem sækja í kyrrð og fegurð staðarins og eins þá sem koma í fræðilegum tilgangi. Myndir frá svæðinu um og rétt eftir uppgröftinn 1939 eru mjög áhugaverðar og sýna vel varðveittar og áhugaverðar minjar sem segja mikla sögu. Greinilegt er á ástandi þessara minja í dag að nauðsynlegt er að gera þeim hærra undir höfði og vegna veðuraðstæðna skynsamlegast að gera utan um þær alveg veðurheldan hjúp. Varðveislan: Lagt er ti l að fjarlægja núverandi byggingu og byggja nýja skel utan um allar minjarnar, hverja fyrir sig, sem ver þær fyrir íslenskri veðráttu. Við lagfæringu á fornminjunum verður tekið mið af því að einungis upprunalegar minjar verði látnar standa. Gestum er ýmist gert kleift að fara inn fyrir veðurhjúpinn og vera innan um minjarnar eða skyggnast inn um valdar opnanir þar sem fornminjarnar upplifast frá margbreytilegum sjónarhornum. Upplifun svæðisins: Upplifunin byggist á stígakerfi, sem er rauði þráðurinn í tillögunni og tengir saman byggingar og náttúru á svæðinu. Stígurinn er hringferð, sem leiðir gesti um svæðið með mögulegum hjáleiðum. Ferðin hefst um leið og komið er á bílastæðið, liggur um klettana neðan við núverandi bílastæði, tekur sveig vestur fyrir klettana, þar sem dregin er athygli að fallegum árfarveginum á þessu svæði. Stígurinn fikrar sig meðfram árfarveginum, þar sem áningarstað er að finna. Þaðan liggur leiðin upp á hólinn. Þegar komið er að innganginum að bænum tekur við gangnastemmning. Á leiðinni eru fornminjar og jarðvegslög innrömmuð. Bærinn sjálfur er bjart rými þar sem arkitektúr og fornminjar upphefja hvort annað. Gestabókin er staðsett miðju vegar áður en rampurinn tekst á loft. Þegar upp er komið er skjólgott útisvæði, þar sem gestir geta kíkt niður á minjarnar frá öðru sjónarhorni, einnig gefur það möguleika á að skoða bæinn þó hann yrði lokaður yfir vetrartímann. Gengið er af pallinum til austurs í gegnum bygginguna, en þar er gler beggja vegna og unnt að horfa niður á fornminjarnar. Þegar út er komið er næsti áningarstaður kirkjan, þar sem hægt er að velja hvort einungis sé kíkt ofan frá eða farið í kringum hana til að upplifa annað sjónarhorn. Frá kirkjunni er gengið að fjósinu og hækkar þá rampurinn aðeins og fer á milli fjóssins og hlöðunnar. Þaðan er gengið yfir að smiðjunni, framhjá henni og bakvið bæinn. Á leið meðfram norðurenda bæjarins er hægt að skoða bakgluggann á búrinu og þar sem útlit er fyrir að torfið sé ekki upprunalegt, er hugmyndin að taka allt torf við endavegginn í burtu og sýna fallega sneiðingu af minjunum. Þeir sem hafa áhuga á að lengja ferðina, hafa möguleika á að ferðast að Gjánni, en gaman væri í framhaldinu að þróa stíga og stoppistöðvar á þeirri leið, sem myndu fullkomna hringferðina um svæðið. Aðkoma og bílastæði eru á sama stað og áður, enda það metið til tekna að hafa bíla og önnur farartæki utan sjónmáls þegar staðið er á hólnum, ásamt því hversu fögur leiðin er um klettana. Snyrting er staðsett í nánd við bílastæðið og í útkanti sjónsviðs þegar horft er niður frá bænum., Hugmyndin er að heimsókn á snyrtinguna verði upplifun á sama hátt og heimsókn í aðrar byggingar á hólnum., með snyrtinguna staðsetta í klettunum niðri við ána og útsýnisglugga sem slútir fram á við yfir ána. Ytri skel byggingarinnar er óeinangruð og hleypir inn lækjarnið. Það ásamt útsýnisglugganum færir náttúruna inn i bygginguna. Efnisval: Byggingarnar eru gerðar úr léttu burðarvirki úr stáli og klæddar með veðruðu lerki, enda létt bygging heppileg á þessum stað m.t.t. undirlags, aðkomu og umhverfisþátta. Form bygginganna tekur mið af því að falla sem best inn í umhverfið og náttúruna og lagar sig þar að auki að ríkjandi vindáttum, sól og útsýni. Stígurinn er úr götuðu kortenstáli, sem fellur inn í umhverfið og tónar vel við náttúruna í kring. Gróður mun með tímanum vaxa uppundir hann þannig að hann falli enn betur inn í umhverfi sitt. Hugmyndin er að stígurinn grafi sig á stöku stað örlíltið ofan í jörðina, en taki sig á loft inn á milli. N
Í tillögunni er megináhersla á að láta minjarnar njóta sín á sem fjölbreyttastan hátt. Auk þess er lagt mikið upp úr útisvæðum, bæði á og við byggingarnar og eins meðfram stígnum,. ýmist undir berum himni eða undir skyggni. Ferðalagið um hólinn verður þannig sambland af spennandi sjónarhornum á fornminjarnar og tengslum við umlykjandi náttúruna auk þess að bjóða upp á mögleika til að staldra við og njóta. Á þennan hátt verða náttúran og minjarnar að órofa heild, sem ætti að vera tilvalin til að auka á meðvitund gesta varðandi sögu staðarins og mikilvægi. Segja má að heimsókn á Stangar-svæðið sé ein samofa upplifun frá því að fæti er stigið á bílastæðið og þar til hringferðin tekur enda á upphafsstað.
Yfirlitsmynd mkv 1:1000
Snyrting - útlit norður mkv 1:200
N N
Snyrting - útlit austur
Snyrting - grm mkv 1:200
Snyrting - útlit austur mkv 1:200
Afstöðumynd - neðra svæði mkv: 1:500
28912
B
A
A
Bærinn - útlit austur mkv. 1:200
N
N
B Bærinn - grm mkv. 1:200
Bærinn - sneiðing B-B mkv. 1:200
Afstöðumynd - hóll mkv. 1:500
N
Smiðjan - grm mkv. 1:200
Smiðjan - útlit suður mkv. 1:200
Bærinn - útlit suður
Fjósið - útlit suður mkv. 1:200 N
Fjósið - grm mkv. 1:200
N
Bærinn - sneiðing A-A
Kirkjan - grm mkv. 1:200
Kirkjan - útlit suður
28912