LEXUS GS
LEXUS GS
Kraftmikil hönnun
LEXUS GS Hafðu samband við söluaðila Lexus eða heimsæktu vefsíðu Lexus til að fá frekari upplýsingar um GS. www.lexus.is/newgs
©
2012 Lexus Europe* áskilur sér rétt til að breyta öllum atriðum tæknilýsingar og búnaðar án fyrirvara. Tæknilegar upplýsingar og útbúnaður geta verið mismunandi milli landa. Vinsamlegast hafðu samband við viðurkenndan söluaðila Lexus til að fá nánari upplýsingar. Ath.: Upplýsingum og myndum af ökutækjum í þessum bæklingi er einungis ætlað að vera leiðbeinandi. Litir á yfirbyggingum geta verið frábrugðnir þeim sem birtast á ljósmyndum í þessu riti. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar: www.lexus.is Umhverfismál eru Lexus afar hugleikin. Við leggjum því mikla áherslu á að halda umhverfisáhrifum þeirra bíla sem við framleiðum í algjöru lágmarki út allan endingartíma þeirra – allt frá hönnun, framleiðslu, dreifingu, sölu og viðhaldsþjónustu til endanlegrar förgunar. Frekari upplýsingar má fá hjá söluaðila. * Lexus Europe er deild innan Toyota Motor Europe NV/SA. Prentað í Evrópu, febrúar 2012
Skannaðu þennan kóða með símanum þínum til þess að fræðast meira um Lexus GS.
LEXUS GS „Við hönnun nýju gerðarinnar af GS settumst við að teikniborðinu og endurmátum frá grunni hvernig lúxusbíll á að vera hvað útlit og akstur varðar. Til marks um það er til dæmis einstök hönnun á grillinu, sem hefur breytt ásjónu Lexus í bókstaflegum skilningi. Einnig má nefna nýjungar á borð við aksturseiginleika og nýja kynslóð af Lexus Hybrid Drive sem dregur úr útblæstri og eldsneytisnotkun um meira en 20%. Í GS er hægt að fá 12,3" fjölnotaskjá – þann breiðasta sem þekkist – og framsækin tækni eins og nætursýn og háþróaður árekstrarvarnarbúnaður.”
YOSHIHIKO KANAMORI, YFIRVERKFRÆÐINGUR GS
Kröftug hönnun Renndu í hlað með stæl Akstursánægja í fyrirrúmi GS 450h Hybrid GS 250 V6 Akstursstillingar Einstakur Lexus GS F SPORT útfærslur Framsýn hönnun Framúrskarandi tækni Aukin vernd Framleiðslugæði Lexus
04 - 05 06 - 07 08 - 09 10- 1 5 16- 1 7 18- 1 9 20 - 2 1 24 - 25 28 - 3 1 32 - 39 40 - 4 1 42 - 45
www.lexus.is
03
04
KRÖFTUG HÖNNUN EINSTÖK AKSTURSUPPLIFUN OG FRAMÚRSKARANDI TÆKNI Í FYRIRRÚMI Við hönnun Lexus-bifreiða er ekki numið staðar fyrr en náðst hafa framúrskarandi niðurstöður. Lagst var í þrotlausa vinnu til að gera nýjan og endurbættan GS enn betri á allan hátt. Hafist var handa með því að breyta ásýnd Lexus-bifreiðarinnar með djörfu og auðkennandi grilli. Í GS 450h bifreiðinni innleiddum við hina byltingarkenndu Lexus Hybrid Drive tækni sem kemur bifreiðinni í 100 km/klst. á 5,9 sekúndum. Í GS 250 er hins vegar kraftmikil V6-bensínvél sem tryggir mjúkan og ánægjulegan akstur. GS-bifreiðar Lexus setja ný viðmið með auknum þægindum, vönduðum frágangi og háþróaðri tækni. Innanrými bílsins er búið mjög breiðum margmiðlunarskjá, S-Flow loftræstikerfi og akstursaðstoðarkerfi í fremstu röð. GS-bifreiðina er einnig hægt að fá í F SPORT útfærslu, sem gefur aukinn kraft og eykur akstursánægjuna enn frekar. Þennan árangur má rekja til þess að frumgerðir bifreiðanna voru prufukeyrðar meira en 1,6 milljónir kílómetra, sem sýnir með áþreifanlegum hætti að við nemum ekki staðar fyrr en við höfum náð fullkomnun.
05
RENNDU Í HLAÐ MEÐ STÆL NÝ L-FINESSE HÖNNUN, LOFTVIÐNÁM Í LÁGMARKI GS var hannaður í samræmi við nýja og djarfa útfærslu á lögmáli okkar um framsækni og fágun. Hönnuðir okkar byrjuðu frá grunni og gáfu GS alveg nýtt útlit, þar sem nýja og djarfa grillið er miðpunktur athyglinnar. Fagurlöguð framljósin bæta sjónskilyrði ökumanns til muna og LED-dagljósin gefa bílnum sterkan svip. Frá hlið má sjá hvernig sterkleg bygging bílsins skapar andstæðu við hæðina og langt og straumlínulagað farþegarýmið, sem gefur honum einstakt yfirbragð og skapar gott rými fyrir allt að fimm farþega. Stórar hjólskálar undir sterklegri byggingunni gefa fyrirheit um framúrskarandi aksturseiginleika. Meðal nýjunga sem setja straumlínulögun GS 450h í fremstu röð eru sléttar undirvagnshlífar og op sem hægt er að loka á grilli bílsins, sem og uggar á afturljósunum sem gera aksturinn stöðugri og draga úr vindgnauði í farþegarými.
06
07
08
AKSTURSÁNÆGJAN Í FYRIRRÚMI NÝR UNDIRVAGN, FJÖLLIÐA FJÖÐRUN Fjórða kynslóðin af GS skilar mýkri og ánægjulegri akstri en nokkur annar Lexusfólksbíll hefur gert til þessa. Stýringin er nákvæm og skörp og ökumaðurinn hefur fullkomna stjórn í beygjum. Á lengri vegalengdum má greina hve stöðugur bíllinn er á miklum hraða og hvað aksturinn er þægilegur og afslappaður. Þessa bættu frammistöðu má skýra á margan hátt. Til að gera aksturinn fágaðri og nákvæmari er undirvagninn nú stífari og hefur verið endurhannaður frá grunni, auk þess sem endurbætt hönnun fjölliða afturfjöðrunar gerir hana fyrirferðarminni, sem stóreykur farangursrýmið. Dæmi um staðalbúnað í GS F SPORT er loftkældar diskabremsur, AVS-fjöðrun og framsækin tækni á borð við sveigjanlega afturhjólastýringu og Lexus-aksturseiginleika. Þetta gerir GS 450h F SPORT að hinum fullkomna fólksbíl.
09
10
GS 450h HYBRID AFKÖST
FRAMÚRSKARANDI HYBRID AFKÖST, EV-STILLING GS 450h nýtur góðs af meira en áratugarlöngum yfirburðum Lexus í Hybrid tækni og skilar aðdáunarverðum afköstum með hjálp hins kraftmikla Lexus Hybrid Drive kerfis. 3,5 lítra V6-bensínvél með beinni innspýtingu og Atkinson-hringrás og afkastamikill rafmótor skila 345 DIN hö. Hröðunin er bæði mjúk og ótrúlega kraftmikil (100 km/klst. á 5,9 sekúndum) þrátt fyrir að dregið hafi verið úr eldsneytisnotkun um meira en 20% í 5,9 l/100 km, og koltvísýringslosun er komin niður í 137 g/km. Ef þú velur EV-stillingu geturðu ekið nánast hljóðlaust án þess að bíllinn noti bensín eða gefi frá sér koltvísýring eða köfnunarefnisoxíð. Þótt Lexus Hybrid kerfið sé öflugt er það að sama skapi afar fyrirferðarlítið; rafgeymirinn tekur mjög lítið pláss svo farangursrýmið er 482 lítrar.
GS 450h HYBRID DRIVE
11
12
FRAMÚRSKARANDI HYBRID TÆKNI LEXUS HYBRID DRIVE, ENGINN ÚTBLÁSTUR Árið 2004 settum við Lexus Hybrid Drive á markaðinn og erum enn eini framleiðandi lúxusbifreiða sem býður heila línu Hybrid bíla. Hybrid tæknin getur þó verið mismunandi frá einum bílaframleiðanda til annars. Hybrid bílar flokkast almennt í tvennt: bíla með samhliða kerfi (Mild hybrid) og bíla með tvískiptu kerfi (Full hybrid). Samhliða kerfi merkir að bensín- eða dísilvélin er meginorkugjafinn og rafmótorinn er einungis til að aðstoða vélina. Í þróaðri bílum með tvískiptu kerfi, eins og GS 450h, vinna eldsneytisknúna vélin og öflugur rafmótor samhliða og hnökralaust. Alla Lexus Hybrid bíla má ræsa með raforku eingöngu en einnig má keyra þá nær hljóðlaust í EV-stillingu (Electric Vehicle) án nokkurrar mengunar. Allir Hybrid bílar Lexus notast við tvískipt kerfi.
13
HVERNIG VIRKAR LEXUS HYBRID KERFIÐ?
BÍLLINN RÆSTUR OG KEYRT AF STAÐ Þegar GS 450h er ræstur getur kraftmikill rafmótorinn knúið bílinn snarlega upp í 64 km/klst. með rafmagni frá rafgeyminum. Bíllinn er þá nánast hljóðlaus, notar ekkert eldsneyti og útblástur er enginn.
14
GS 450h HYBRID DRIVE
VENJULEG AKSTURSSKILYRÐI 3,5 lítra V6-bensínvélin með beinni innspýtingu og Atkinson-hringrás grípur mjúklega og nær hljóðlaust inn í þegar hraðinn fer yfir 64 km/klst. en fær samt aðstoð frá rafmótornum þegar þess er þörf. Nánast fullkomin dreifing aflgjafanna tveggja, bensíns og raforku, gerir GS 450h einstaklega líflegan í akstri, auk þess að halda mengun og eldsneytisnotkun í lágmarki.
HRÖÐUN VIÐ FULLA INNGJÖF Gefðu vel í og 200 DIN ha. rafmótor bætist samstundis við 3,5 lítra 292 DIN ha. V6-bensínvélina. Saman gefa aflgjafarnir mikinn togkraft og einstaka stiglausa hröðun einmitt þegar þú þarft á því að halda.
AFHRÖÐUN, STÖÐVUN, HEMLUN Þegar dregið er úr hraða eða stöðvað drepur bensínvélin á sér og útblástur hættir. Þegar þú hemlar eða tekur fótinn af bensíngjöfinni beislar aflendurheimt þá hreyfiorku sem tapast í öðrum bílum. Orkunni er síðan breytt í rafmagn sem geymt er í rafgeyminum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þú þarft aldrei að hlaða Lexus Hybrid bíl.
GS 450h HYBRID DRIVE
15
16
GS 250 ÁREIÐANLEG SNERPA KRAFTMIKIL V6-VÉL, GÍRSKIPTING MEÐ SKIPTIFLIPUM Nýr og betri GS 250 er búinn 2,5 lítra V6-bensínvél sem skilar 209 DIN hö. af snörpu vélarafli. Þessi nýi og kraftmikli fólksbíll er afar mjúkur og þægilegur í akstri og nær allt að 230 kílómetra hraða á örskotsstundu þar sem hraðakstur er leyfilegur. Létt og sterk V6-vélin er úr álblöndu og gerir bílinn stöðugan og endingargóðan, og nýjasta hljóðtækni fínstillir hljóð vélarinnar. D-4 bein innsprautun og tvöföld VVT-i ventlastýring tryggja bæði afl og sparneytni á öllu snúningshraðasviðinu og halda mengun í útblæstri samtímis innan Euro V staðla. Sex gíra sjálfskiptingin í GS 250 knýr afturhjólin og er búin gírskiptirofum og handvirkri stillingu (M) til að auka þægindi við akstur.
17
ECO-KERFI / EVSTILLING
18
AKSTURSSTILLING
Í akstursstillingum er hægt að velja á milli ECO-kerfis, venjulegrar stillingar, sportstillingar S og sportstillingar S+, allt eftir því hvort áherslan er á skilvirkni bílsins eða kraft hans. Í ECO-kerfi eru vélarafköst og gírskipting stillt með eldsneytissparnað í huga og loftræstingu og hita í sætum er stýrt á skilvirkan hátt til að draga enn frekar úr orkunotkun. Ef þú velur EV-stillingu (Electric Vehicle) í GS 450h Hybrid geturðu ekið nánast hljóðlaust án þess að bíllinn noti bensín eða gefi frá sér koltvísýring eða köfnunarefnisoxíð. Í EV, ECO og venjulegri stillingu loga mælar og ljós í kyrrlátum bláum lit meðan vistmælirinn hjálpar þér að auka skilvirkni í akstri.
STILLINGARNAR SPORT S OG SPORT S+
Ef þú hefur hug á kraftmiklum akstri skaltu velja sportstillingu S og bíllinn stillir þá inngjöfina um leið til að greiða fyrir mikilli hröðun. Sportstilling S+, sem er í boði í GS-gerðum með AVS-fjöðrun, sameinar framúrskarandi afköst sportstillingar S og samhæfða stjórnun AVS-fjöðrunar, rafdrifins aflstýris og VDIM-kerfis, í nákvæmum og spennandi akstri. Þegar skipt er yfir í sportstillingu S og S+ logar mælaborðið í rauðum lit og í GS 450h bílnum breytist aflgaumljós kerfisins í snúningshraðamæli.
AKSTURSSTILLING
19
20
EINSTAKUR LEXUS STÝRING LOFTFLÆÐIS, FRAMÚRSKARANDI AKSTURSEIGINLEIKAR Eftir hönnunarvinnu í háþróaðasta ökuhermi heims og prófanir á yfir 1.6 milljón kílómetra um allan heim höfum við hannað alveg nýjan Lexus-fólksbíl. Við byrjuðum á því að auka vindustífni yfirbyggingar GS-bílsins um 14% og lögðum lokahönd á nýtt kerfi til að bæta loftstreymi, sem við köllum ‘loftstreymisdempun’ og felst í að færa loftstreymið nær yfirbyggingunni, sem bætir aksturseiginleika. Loftið flæðir mjúklega í og um hjólskálarnar og dregið er úr loftþrýstingi innan skálanna sjálfra. Á þennan hátt eykst viðbragð í stýri, aksturinn verður stöðugri og veggrip meira og auk þess verður loftviðnámsstuðullinn einungis 0,26*. Allar þessar endurbætur stuðla samanlagt að einum öflugasta Lexus-bílnum frá upphafi. *Fyrir Eco útfærslu
21
22
23
GS F SPORT HEILLANDI OG KRÖFTUGUR F SPORT HÖNNUN, 19 TOMMU ÁLFELGUR, LÍFLEGUR AKSTUR Hinir framúrstefnulegu GS 250 F SPORT og GS 450h F SPORT hafa einstaklega kraftmikið yfirbragð. Hönnunin að framanverðu er ögrandi og samanstendur af efra og neðra grilli með sexstrendum hólfum og 19 tommu álfelgum með 356 mm tveggja hluta framhemlum. Vindskeið að aftan er stílhrein og látlaus. Innan í bílnum er sportsæti ökumanns sem hægt er að stilla á 16 vegu, álfótstig og -sílsahlífar, stýri og gírstöng eru klædd götuðu leðri. GS F SPORT bílarnir voru þróaðir í Nürburgring af sama teymi og hannaði LFA V10 ofursportbílinn okkar og akstur þeirra er ótrúlega nákvæmur og líflegur. Til að bæta aksturseiginleikana enn frekar er GS 450h F SPORT búinn enn einum byltingarkenndum eiginleika: ‘Lexus Dynamic Handling’ sem samþættir AVS-fjöðrun og VGRS-mismunadrifsstýringu við DRS-stýringu og VDIM-búnað.
24
25
26
27
28
FRAMSÝN HÖNNUN STJÓRNRÝMI LAGAÐ AÐ ÞÖRFUM BÍLSTJÓRA, DÍÓÐULÝSING Í GS koma saman þægindi og fágaður lúxus, í notendavænu stjórnrými sem skiptist á skýran hátt í skjásvæði og stjórnsvæði, til að trufla ökumanninn sem minnst við akstur. Með fjarstýringunni sem er þægilega staðsett á miðstokknum geturðu á einfaldan hátt skoðað kort í hárri upplausn eða horft á kvikmyndir með 17 hátalara Mark Levinson® Premium Surround hljóðkerfi. Nostrað er við hvert smáatriði í þessari glæsilegu Lexus-bifreið. Sem dæmi má taka hvíta LED-umhverfislýsinguna í farþegarýminu og fallega hliðræna LED-klukku sem prýðir mælaborðið. Önnur eftirtektarverð smáatriði eru vandaður frágangur bólstrunar á armhvílu milli sæta, hnjápúðum og hliðararmhvílum sem auka enn á þægindin á lengri ferðum.
FRAMSÝN HÖNNUN AÐ INNANVER ÐU
29
YTRI FEGURÐ, INNRI RÓ
RÚMGOTT LÚXUSRÝMI, RAFSÆTI MEÐ 18 STILLINGUM Þú getur slakað á í rúmgóðu og friðsælu farþegarými Lexus GS, jafnvel á langferðum. Fagurlega smíðað stýrið kallast á við þægilegt ökumannssætið, sem tók fimm ár að fullkomna og býður allt að 18 rafrænar stillingar til að falla nákvæmlega að þínum þörfum. Mjaðmahæð sætisins er frekar lág svo að ökumaður situr nær þungamiðju bílsins, sem eykur á akstursánægjuna. Að auki er hægt að stilla höfuðpúða, stuðning við axlir, hliðar og mjóbak og lengd bílstjórasætis á margan hátt eins og hentar hverjum og einum. Farþegi í framsæti fær stuðning fyrir læri og kálfa í lúxussæti með rafstillanlegri setu. Taktu eftir glæsilegu og vönduðu handbragði GS-bílsins eins og t.d. áklæði, saumar og áláferð í stjórnrofum hljómtækjanna.
30
FRAMSÝN HÖNNUN AÐ INNANVER ÐU
31
HEILDARMYNDIN BREIÐUR MARGMIÐLUNARSKJÁR OG FJARSTÝRING Í GS er stigið skref í nýja átt í tækni fyrir margmiðlunarskjá. Bíllinn er búinn stærsta margmiðlunarskjá sem framleiddir eru – 12,3 tommu LED-litaskjá, sérlega breiðum (24:9). Stærð skjásins og einstök skerpa hans gera þér kleift að fylgjast samtímis með tveimur mismunandi gerðum upplýsinga, svo sem korti/hljómtækjum, nætursýn/korti eða leiðsagnargögnum og símtali. Ökumaður og farþegi í framsæti geta stjórnað skjánum með raddstýringu eða fjarstýringunni, sem hreyfir bendilinn á skjánum líkt og músarbendill. Aukið er ennfrekar á öryggi með bakkmyndavélinni sem varpar mynd af svæðinu fyrir aftan þegar bakkað er.
32
FRAMÚRSKARANDI TAEKNI
33
34
HREIN NÝSKÖPUN ÞRIGGJA SVÆÐA LOFTRÆSTING MEÐ S-FLÆÐI, NANOE® TÆKNI S-Flow loftræstitæknin er öflugri en fyrri loftræstikerfi en eyðir talsvert minni orku og stillir loftræstinguna aðeins á þau sæti sem er setið í. Loft er tekið inn í bílinn til að móðuhreinsa framrúðuna, sem eykur á orkusparnaðinn, og heitt loftið inni í bílnum er nýtt í neðra farþegarými til að draga úr hitatapi. Ef þú skiptir yfir í ECO-kerfi halda sætishitararnir á þér hita en draga samtímis úr orkuþörf bílsins. Önnur bylting í loftstýringu er nanoe® tæknin sem hleypir örsmáum neikvæðum nanoe® ögnum út í farþegarýmið. Þessar jónir festa sig við agnir í lofti og halda loftinu í farþegarýminu hreinu auk þess að eyða ólykt úr sætum og klæðningu. Að auki hafa þær jákvæð og heilsusamleg áhrif á húð þína og hár, þar sem rakainnihald þeirra er u.þ.b. 1000 sinnum meira en í venjulegum jónum.
FRAMÚRSKARANDI TÆKNI
35
FRÁBÆR HLJÓMBURÐUR FULLKOMIÐ 17 HÁTALARA MARK LEVINSON® HLJÓÐKERFI Hægt er að panta GS útfærslu með 12 hátalara hljómtækjum af nýjustu gerð með kristaltærum hljómi eða hinu fullkomna 17 hátalara Mark Levinson® hljóðkerfi sem á engan sinn líka. Það er einstakt 7.1 rásar stafrænt surround-hljóðkerfi sem býður upp á tónleikagæði þegar hlustað er á tónlist eða horft á DVD-myndir. Aðalhátölurunum fimm er haganlega komið fyrir á þann hátt að hljóðið berst jafnt til farþega í fram- og aftursætum svo að þeir geti notið þægilegs andrúmslofts og áður óþekktra hljómgæða. Stafrænn Mark Levinson® magnari framkallar 125 W á rás og 835 W í heildina, en eyðir aðeins fjórðungi af orku forvera síns. GreenEdge™ tækni hefur verið innleidd í hvern og einn hátalaranna 17, sem gefur tvöfalt meiri hljóm án þess að orkunotkun aukist. Til að auka þægindin eru allar útfærslur GS búnar USB-tengi til að tengjast ýmsum margmiðlunartækjum, hljóðtengi fyrir spilara og 12 volta innstungu.
36
37
38
ÖRUGGUR AKSTUR ÁREKSTRARÖRYGGISKERFI, NÆTURSÝN LEXUS* Hið verðlaunaða árekstraröryggiskerfi með DMS-kerfi og akreinaskynjara var fyrst innleitt í Lexus LS, flaggskipi Lexus-bifreiða, en fæst nú í GS. Með háþróaðri radar- og myndavélatækni varar kerfið þig við ef þig fer að syfja, hjálpar þér að halda bílnum innan akreinar og, það sem mest er um vert, virkjar neyðarhemlunaraðstoð og sætisbelti ef það skynjar yfirvofandi árekstur. Þessi radartækni gefur einnig kost á sjálfvirkri hraðastillingu (ACC) á hvaða hraða sem er. Til að þú getir fylgst betur með veginum fram undan birtir sjónlínuskjár akstursupplýsingar á framrúðunni og blindsvæðisskynjari notast við radar á afturstuðara til að vara þig við bifreiðum sem taka fram úr og þú hefur ekki séð. Í myrkri notar nætursýn Lexus innrauða tækni til að birta myndir af veginum fram undan á 12,3 tommu skjánum og auka þannig öryggi farþega. *Búnaður ekki fáanlegur á Íslandi
FRAMÚRSKARANDI TÆKNI
39
AUKIN VERND TRAUST YFIRBYGGING, 10 LOFTPÚÐAR GS-bifreiðin er hönnuð til að komast hjá hættu og er í því skyni búin nýjustu kynslóð hreyfistjórnkerfis (VDIM), árekstraröryggiskerfi og hemlum með framúrskarandi hemlunarviðbragði. Ef árekstur er óumflýjanlegur er traustvekjandi að vita að ótrúlega sterk yfirbygging í farþegarými ver þig og farþega bílsins. Notast er við álagsþolið stál í grindina, sem er létt en afar traust, og burðarbitarnir eru staðsettir þannig að dregið er jafnt úr högginu áður en það nær til farþegarýmisins. Til að auka enn á öryggið er GS-bíllinn búinn WIL-framsætum, sem draga úr líkum á hálshnykk, og tíu loftpúðum. Þar á meðal eru púðar og hnépúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, hliðarloftpúðar að framan og aftan og sérstök loftpúðatjöld í öllum hliðargluggum.
40
41
42
ENDURSKILGREINING Á GÆÐUM HANDSLÍPAÐ LAKK, ‘TAKUMI’GÆÐASMÍÐI GS setur ný viðmið um gæði lúxusfólksbíla á borð við þennan. Það leynir sér ekki þegar þú snertir vandaða álstjórnrofa hljóðkerfisins eða fallegan leðursauminn. Prófaðu líka að renna fingrum yfir glansandi lakkið. Eftir hverja lakkyfirferð hefur yfirborðið verið blautslípað (tímafrekt ferli sem yfirleitt þekkist aðeins hjá sérsmíðuðum bílum) og síðan yfirfarið bæði af árvökulum augum fagmanna og með tölvuskoðun. Stýri GS 450h vekur einnig eftirtekt, en það er fagurlega unnið úr lagskiptum bambus úr náttúrulegum heimkynnum, sem er ásamt öðru til marks um hve umhverfisvænn bíllinn er. GS er framleiddur í hinni verðlaunuðu Tahara-verksmiðju, á sömu línu og LS lúxusbíllinn, og öll framleiðslan er yfirfarin af ‘Takumi’ handverksmeisturum Lexus. Þeir fara vandlega yfir hvern bíl til að tryggja að hann standist kröfur okkar um mýkt, áður en hann fer í 30 km lokareynsluakstur.
43
UMHVERFISVÆN FRAMLEIÐSLA YFIRBURÐA DRIFRÁS, 85% ENDURVINNANLEGT EFNI GS er búinn hreinustu og öflugustu Hybrid drifrás í sínum flokki, með tímamótaloftræstingu með S-Flow og GreenEdge™ hljóðtækni sem dregur enn frekar úr orkunotkun. Að auki er allt í bílnum hannað með það í huga að lágmarka áhrif á umhverfið. Nú er í fyrsta sinn hægt að velja um náttúruleg efni í GS 450h, sem og áklæði úr hraðsprottnum bambus og stýri úr bambus. Þegar hætt er að nota bílinn er hægt að endurvinna allt að 85% af efni hans, þar með talinn rafgeyminn. Við framleiðslu í hinni verðlaunuðu Tahara verksmiðju er notast við okkar heimsfrægu straumlínustjórnunartækni (‘lean manufacturing’) sem heldur úrgangi í algjöru lágmarki og á hverjum degi hreinsar vatnshreinsimiðstöð verksmiðjunnar þúsundir tonna af vatni.
44
45
46
TÆKNILÝSING Hybrid tæknin Aksturseiginleikar Framúrskarandi öryggi Búnaður að utan Búnaður að innan Hljómtæki, samskipti og upplýsingatækni Tæknilegar upplýsingar um GS 450h Tæknilegar upplýsingar um GS 250 Staðalbúnaður fyrir allar útfærslur Viðbótarbúnaður eftir útfærslum Útfærslur og valbúnaður F SPORT Aukahlutir Litir að innan Litir að utan Reynsla eigenda
48 - 49 50 - 5 1 52 - 53 54 - 55 56 - 57 58 - 59 60 - 6 1 62 - 63 64 65 66 - 67 68 - 69 70 - 7 1 72 - 75 76 - 7 7 78
47
HYBRID TÆKNI
Hér er um að ræða einstaka samsetningu rafmótors og bensínvélar sem skilar miklu afli, framúrskarandi eldsneytisnýtingu og mjög lítinn útblástur. Niðurstaðan er 345 DIN hö. sem gefa snögga hröðun en koltvísýringslosun er þó aðeins 137 g/km.
48
3,5 LÍTRA V6-BENSÍNVÉL Í GS 450h er afkastamikil V6-bensínvél sem notar Atkinson-hringrás og er með D-4S beina innspýtingu og Dual VVT-i tækni. Vélin er einnig búin Start/Stop-kerfi sem dregur úr eldsneytisnotkun og mengun í útblæstri.
STJÓRNEINING Stjórneiningin er höfuð Lexus Hybrid Drive og stýrir stöðugt úthlutun aflgjafa – raforku, eldsneytis eða blöndu beggja – til að tryggja að orkunýting sé ávallt með besta móti. Stjórneiningin stýrir einnig ferlinu við hleðslu rafhlöðunnar, annaðhvort með því að úthluta vélarafli til að keyra rafalinn eða með hemlunarafli sem umbreytt er í raforku.
ÖFLUGUR RAFGEYMIR Orkustjórnun tvískipts, 40 eininga, 288 volta Ni-MH rafgeymisins er í höndum háþróaðs orkustjórnunarhugbúnaðar. Það tryggir að rafgeymirinn er hlaðinn eins og þörf er á við akstur svo aldrei þarf að hlaða hann sérstaklega. Rafgeymirinn er sérlega fyrirferðarlítill, sem eykur farangursrýmið til muna.
ENDURNÝTING HEMLUNARAFLS Þegar hemlað er eða dregið úr aksturshraða knýja hjól bifreiðarinnar afkastamikinn rafmótorinn svo hann virkar eins og rafall. Hann fangar hreyfiorku sem annars myndi tapast sem varmi og breytir henni í raforku. Hún er síðan geymd í rafhlöðunni til síðari nota; við mikla hröðun eða þegar ekið er eingöngu á rafmagni.
EV-KERFI (ELECTRIC VEHICLE) Þegar næg hleðsla er á rafhlöðunni geturðu ekið styttri vegalengdir á litlum hraða með því að nota raforku eingöngu með EV-kerfinu. EV-kerfið er afar hljóðlátt, mengar ekkert og eyðir engu eldsneyti. Það er tilvalið þegar ekið er í þungri og hægri umferð eða á bílastæðum.
HYBRID AFKÖST GS 450h skilar aðdáunarverðum afköstum með Hybrid tækni. Hann kemst upp í 100 km/klst. á aðeins 5,9 sekúndum, þökk sé öflugri samsetningu eldsneytis og raforku sem aflgjafa. Hann getur líka ekið án nokkurs útblásturs í EV-stillingu. Samanlögð mengun er einungis 137 g/km* og eldsneytisnotkun er aðeins 5,9 l/100 km. *Eco útfærsla
HYBRID TÆKNI
49
AKSTURSEIGINLEIKAR
FRAMFJÖÐRUN Þrykktir álhlutar og ný hönnun gera tveggja spyrnu fjöðrunarkerfið að framan léttara og viðbragðsbetra. Umfangsmiklar endurbætur á fjöðrunarbúnaðinum hafa bætt stöðugleika og þægindi við akstur svo um munar.
UNDIRVAGN Aukin vindustífni og endurhönnuð fjöðrun gera GS lipran og þægilegan í akstri. Bíllinn veitir ökumanninum aukna öryggistilfinningu og traustur undirvagninn gerir stjórnun bílsins gefandi, lipra og nákvæma.
50
AKSTURSEIGINLEIKAR
AFTURFJÖÐRUN Stöðugleiki í beinum akstri sem og í beygjum hefur verið aukinn til muna með endurbótum á hönnun og fyrirkomulagi fjölliða afturfjöðrunar. Til að halda þyngd í lágmarki en samtímis auka styrk og nákvæmni er notast við blöndu af álagsþolnu stáli og steyptum og þrykktum álhlutum.
n
AVS-FJÖÐRUN* Dempunarkrafti á öllum fjórum hjólum er stjórnað með AVS-fjöðruninni út frá yfirborðsástandi vegar og stjórnun ökumanns. Það eykur ekki aðeins þægindi við akstur heldur bætir stöðugleikann – sérstaklega þegar beygt er á miklum hraða.
n
LEXUS DYNAMIC HANDLING* Lexus Dynamic Handling er sérbúnaður í GS 450h F SPORT sem færir afköst í akstri upp í nýjar hæðir. VGRSmismunadrifsstýring og sveigjanleg afturhjólastýring stjórna hverju hjóli fyrir sig. Á litlum hraða eða miðlungshraða eru framhjól og afturhjól sveigð örlítið í ólíkar áttir. Þetta dregur mjög úr beygjuradíus, sem gerir bílinn mun meðfærilegri á litlum hraða og snarpari þegar ekið er á hlykkjóttum sveitavegum. Þegar ekið er á miklum hraða snúa öll hjólin í sömu átt til að bæta grip að aftan og stöðugleika bílsins. Það gerir bílinn öruggari þegar skipt er um akrein eða þegar beygt er á miklum hraða.
*Staðalbúnaður í Luxury og F SPORT *Staðalbúnaður í F SPORT
AKSTURSSTILLING Hægt er að fínstilla frammistöðu bílsins með því að velja akstursstillingu. ECO-kerfi dregur úr útblástri og eldsneytisnotkun við hægan akstur og venjuleg stilling (NORMAL) er hugsuð fyrir daglegan akstur þar sem sparneytni og þægindi við akstur eru í fyrirrúmi. SPORT S stillingin eykur viðbragð aflrásar tafarlaust til að ná sneggri hröðun. SPORT S+ stillingin er búin AVS-fjöðrun og stjórnar aflrásinni og fjöðruninni til að gera aksturinn enn ánægjulegri. Í GS 450h F SPORT er fimm þrepa VDIM-búnaður sem samþættir stjórn Lexus Dynamic Handling í SPORT S+ stillingu. Það skilar sér í einstakri snerpu og stjórn við akstur.
n Búnaður mismunandi eftir útfærslu.
AKSTURSEIGINLEIKAR
51
FRAMÚRSKARANDI ÖRYGGI
n
AKREINASKYNJARI* Þessi tækninýjung aðstoðar ökumann við að halda sér innan akreinar með því að vara hann við ef hann rekur af leið og beita svolitlum krafti á stýrið til að beina bílnum rétta leið.
n
AKSTURSEFTIRLIT* DMS-kerfið notar innbyggðar CCDstafrænar myndavélar með innrauðum díóðuljósum til að greina hvort augu ökumanns eru opin eða lokuð eða hvort þau leita frá veginum fram undan. Gerist það eru sendar út viðeigandi viðvaranir.
*Búnaður ekki fáanlegur á Íslandi *Búnaður ekki fáanlegur á Íslandi
ÁREKSTRARÖRYGGI* (PCS) Árekstraröryggiskerfið notast við millimetrabylgju-ratsjárskynjara og aksturstölvu ökutækisins til að reikna út hættu á árekstri. Ef hættan er mikil er ökumaður látinn vita með viðvörunarmerkjum og -hljóðum, og hemlunarþrýstingur eykst. Ef árekstur er óumflýjanlegur er hægt að virkja hemlana sjálfvirkt og öryggisbelti í framsæti herðast. Hraðastillir með aðlögunarhæfni (ACC) notar sömu framsæknu radartæknina til að halda fyrir fram ákveðinni fjarlægð frá næsta bíl á undan. Advanced PCSárekstraröryggiskerfið inniheldur einnig DMS-kerfi. *Búnaður ekki fáanlegur á Íslandi
52
FRAMÚRSKARANDI ÖRYGGI
TÍU LOFTPÚÐAR Til viðbótar við sérlega sterka öryggisbyggingu farþegarýmis eru farþegar varðir með tíu skynjarastýrðum loftpúðum. Öll öryggisbelti, nema beltið í miðjusæti að aftan, eru einnig búin forstrekkjurum. Ökumaður og farþegi í framsæti fá jafnframt aukna vörn með tvískiptum höfuðpúðum, sem og hnéloftpúðum og hliðarloftpúðum. Hliðarloftpúðar eru einnig við ytri aftursætin og loftpúðatjöld eru meðfram báðum hliðum farþegarýmisins. Þessar einstöku öryggisráðstafanir eru staðalbúnaður í GS. Þar með er verulega dregið úr hættu á meiðslum.
n
NÆTURSÝN* Nætursýnarkerfið samanstendur af öflugri innrauðri myndavél með innrauðum ljósvörpum sem taka upplýsta næturmynd af svæðinu fram undan. Myndin birtist á 12,3" skjá og hjálpar ökumanni að greina hluti fyrir framan bílinn löngu áður en hann hefði getað séð þá með berum augum.
n
BLINDSVÆÐISSKYNJARI* Ratsjártæki sem komið er fyrir á afturstuðara greinir ökutæki á næstu akreinum sem ekki sjást á hliðarspeglum. Ef ökumaður gefur merki um að hann ætli að skipta um akrein og ökutæki fer inn á blindsvæðið birtist viðvörunarmerki í öðrum eða báðum hliðarspeglum.
n
SJÓNLÍNUSKJÁR* Með sjónlínuskjánum er helstu upplýsingum um bílinn, s.s. ökuhraða, varpað beint á framrúðuna í sjónlínu ökumannsins. Einnig er hægt að sjá skipanir fyrir leiðsögubúnað, stillingar fyrir hljómtæki og fleiri upplýsingar. Þetta gerir ökumanni kleift að sjá mikilvægar upplýsingar án þess að líta af veginum.
*Valbúnaður í Exe og Luxury *Búnaður ekki fáanlegur á Íslandi
n Búnaður mismunandi eftir útfærslu.
*Valbúnaður í Luxury
FRAMÚRSKARANDI ÖRYGGI
53
BÚNAÐUR AÐ UTAN
17" ÁLFELGUR Léttar 9 arma 17" álfelgurnar eru með silfursanseraðri áferð. Samsetning þeirra og 225/50 R17 hjólbarðanna stuðlar að minni losun koltvísýrings og minni eldsneytisnotkun.
n
18" ÁLFELGUR* Stærri 18" sanseraðar 10 arma álfelgur passa við dekkjastærð 235/35 R18. Með breiðari felgum og hjólbörðum lítur bíllinn ekki bara betur út heldur nær auknu gripi á vegum.
n
18" ÁLFELGUR* Margarma 18" álfelgur með 235/45 R18 dekkjum fást með léttri sanseraðri áferð sem valbúnaður í lúxusútfærslunni. Glæsileg hönnun armanna gefur álfelgunum einstaklega kraftmikið yfirbragð.
*Valbúnaður í Exe og staðalbúnaður í Luxury *Valbúnaður í Luxury útfærslu
FJARLÆGÐARSKYNJARAR* Skynjarar á lítt áberandi stöðum á stuðurum að framan (4) og aftan (4) reikna stöðugt út fjarlægðina frá nálægum hlutum. Ökumaður fær stigskiptar hljóðrænar og myndrænar viðvaranir um fjarlægð að næsta hlut.
REGNSKYNJARAR* Skynjari fyrir ofan baksýnisspegilinn nemur rigningu og magn hennar. Kerfið kveikir á rúðuþurrkunum og lagar hraða þeirra sjálfkrafa að úrkomunni.
UPPHITAÐIR HLIÐARSPEGLAR* Hliðarspeglahúsið er straumlínulagað og inniheldur bæði innfellt stefnuljós og haganlega innbyggt leiðarljós. Hliðarspeglar eru rafstilltir og þá er hægt að hita ef þess gerist þörf.
*Staðalbúnaður í Exe, Luxury og F SPORT *Staðalbúnaður í öllum útfærslum
n
AÐFELLANLEGIR* Hægt er að fella hliðarspegla saman rafrænt þegar leggja þarf í þröng bílastæði og til að verjast skemmdum þegar bíllinn er í stæði. Glýjuvarnartækni deyfir speglana einnig sjálfkrafa til að hindra að framljós bíla sem koma á eftir blindi ökumann.
*Staðalbúnaður í Exe, Luxury og F SPORT *Staðalbúnaður í Exe, Luxury og F SPORT
54
BÚNAÐUR AÐ UTAN
EINSTAKT GRILL GS var hannaður í samræmi við nýja og djarfa útfærslu á lögmáli okkar um framsækni og fágun. Sérbyggt grillið er til marks um það. Hönnun þess er auðkennandi og mun taka við sem ný ásjóna Lexus, ásamt innfelldum aðalljósunum og L-laga LEDdagljósum.
LÝSTU MÉR LEIÐINA HEIM Þú getur stillt lággeisla-framljósin og leiðarljósin þannig að þau logi í 30 sekúndur eftir að stigið hefur verið úr bílnum, til að leiðbeina þér í myrkri. Lengja má tímann í 60, 90 eða 120 sekúndur.
n
SÓLLÚGA* Rafknúin sóllúga úr gleri hleypir ljósi og fersku lofti inn í bílinn eftir óskum. Auðvelt og þægilegt er að stýra sóllúgunni með snertiskjá og handstýrð sólskyggni varpa skugga eftir þörfum. *Valbúnaður með öllum útfærslum
BI-XENON FRAMLJÓS HID bi-Xenon framljós eru staðalbúnaður á öllum útfærslum og fylgja þeim sjálfstillandi háþrýstihreinsibúnaður og LED-dagljósabúnaður. Einnig er í boði AFS-ljósabúnaður og sjálfvirkt hágeislaljóskerfi (AHB).
n Búnaður mismunandi eftir útfærslu.
n
BI-LED-FRAMLJÓS GS 450h er fyrsti Lexus-bíllinn með bi-LED-framljósum. Díóðuljós (LED) veita framúrskarandi birtu og eru orkusparandi, örugg og endingargóð. Bi-LED-framljós með AFS og AHB eru staðalbúnaður í GS 450h Luxury og F SPORT útfærslum.
DÍÓÐUAFTURLJÓS OG VIRK HEMLALJÓS Díóðuljós eru í afturljósasamstæðunni, númeraplötuljósi og nú, í fyrsta sinn á Lexusbifreið, á afturþokuljósunum. Falleg lögun og dýpt þessara ljósa eykur glæsileika þeirra. Örvarlaga merki Lexus endurspeglast í L-laga leiðarljósum og innbyggðir loftflæðilega hannaðir uggar auka stöðugleika í akstri. Við snarpa hemlun blikka hemlaljósin ákaft – einnig hástæða díóðuhemlaljósið í miðjunni – til að vara þá við sem á eftir koma.
BÚNAÐUR AÐ UTAN
55
BÚNAÐUR AÐ INNAN
SÆTISÁKLÆÐI Mjúkt Cellensia-áklæði er staðalbúnaður í GS og er mjög vandað og fágað. Mjúkt gatað leður er svo staðalbúnaður í Exe en Semi Aniline leðuráklæði er staðalbúnaður í Luxury útfærslu. Í F SPORT útfærslunni er leðuráklæðið með sérstökum tígullaga götum.
n
UPPHITUÐ OG LOFTRÆST* Auk leðuráklæðis á sætum geta ökumaður og farþegi að framan hitað sæti sín eða loftræst þau hvor fyrir sig. Þetta eykur enn á þægindin og er einkar hentugt þar sem loftslag er sérlega heitt eða kalt. *Með tauáklæði fylgir einungis hitakerfi
GÓÐUR STUÐNINGUR Teymi sérfræðinga vann í rúm fimm ár að því að þróa sætisbygginguna þannig að hún dragi úr þreytu á sem árangursríkastan hátt. Nú er stillanlegur stuðningur við mjaðmir í boði í fyrsta sinn, auk axlar- og hliðarstuðnings og höfuðpúða, í báðum framsætum í lúxusútfærslum.
n
STUÐNINGUR VIÐ KÁLFA* Í lúxusútfærslu bílsins getur bílstjórinn lengt setuna að vild til að fá betri stuðning. Að auki býðst farþega í framsæti stillanlegur stuðningur við kálfa, sem stuðlar að slökun og vellíðan. *Staðalbúnaður í Luxury útfærslu
n
3-SVÆÐA LOFTRÆSTING* Farþegarými GS nýtur góðs af nanoe® tækninni, þeirri fyrstu sinnar tegundar, og er því skipt upp í þrjú hitasvæði sem stýrt er rafrænt. Ökumaður og farþegi í framsæti færa hvor um sig inn sínar stillingar með fjarstýringunni eða í mælaborði en farþegar í aftursæti stýra sínu svæði á sérstöku stjórnborði. *Staðalbúnaður í Luxury útfærslu.
56
BÚNAÐUR AÐ INNAN
RAFKNÚIN SÆTISSTILLING Staðalbúnaður í framsætum er 10 rafrænar stillingar, þar af tvenns lags stillingar á stuðningi við mjóbak. Í F SPORT útfærslunni eru stillingarnar 16 (þar af 4 stillingar fyrir stuðning við mjóbak) í ökumannssæti. Í lúxusútfærslunni er hægt að stilla bæði sæti ökumanns og farþega í framsæti á 18 vegu og þar af eru 4 stillingar fyrir stuðning við mjóbak.
n
STJÓRNBORÐ* Hægt er að hita ytri aftursætin hvort um sig á hentugu stjórnborði. Það er með LCD-skjá og því er komið fyrir á armpúðanum í miðjunni. Einnig er hægt að nota það til að stilla lofthitann aftur í og stjórna hljómtækjum og afturskyggni. *Staðalbúnaður í Luxury útfærslu
LEÐURKLÆTT STÝRI Nýtt þriggja arma leðurklætt stýri hefur verið hannað sérstaklega fyrir GS með þægindi ökumanns í huga. Stýrið er 380 mm í þvermál, snertinæmt og með góðu gripi, og nálægt þumlum eru hnappar til að stýra hljóði, skjá, síma og raddskipunum.
n LEÐUR-/VIÐARKLÆÐNING Í lúxusútfærslunni kemur stýrið með leður- eða viðaráferð. Mismunandi viðarlitir og áferð eru fáanleg*.
n
FARANGUR Rými fyrir farangur hefur verið stórlega aukið í GS 450h. Nú rúmar það þrjú golfsett og GS 250 rúmar meira að segja eitt til viðbótar.
HLIÐARSÓLSKYGGNI Rafknúið sólskyggni í afturrúðu er staðalbúnaður með Luxury útfærslu. Það er einfalt í notkun, hljóðlaust og lítið fer fyrir því þegar það er ekki í notkun. Handvirk sólskyggni eru einnig fyrir glugga í afturhurðum, með framlengingu til hliðanna til að ná yfir kvartljósið.
n Búnaður mismunandi eftir útfærslu.
*Staðalbúnaður í Luxury útfærslu
MARGVÍSLEGAR STILLINGAR Í öllum gerðum GS er stýrissúla sem hægt er að stilla rafrænt í mismunandi halla og stöðu. Þessar stillingar, til viðbótar við fjölda rafrænna sætisstillinga, gera hverjum ökumanni kleift að finna þá stöðu sem hentar honum best.
GÍRSKIPTIROFAR Þótt hægt sé að keyra allar gerðir GS með sjálfskiptingu getur ökumaður auðveldlega skipt um gír handvirkt með gírskiptirofunum á stýrinu. Þessi tækni var upprunalega hönnuð fyrir bíla í Formula 1 kappakstrinum og gerir akstur bílsins fjölbreyttari.
DÍÓÐULÝSING Í INNANRÝMI Þægileg hvít birtan í mælaborði og farþegarými gefur því yfirvegað og róandi yfirbragð. Sparneytin díóðuljós í aðalljósi innanrýmis og korta- og leslömpum gefa þá birtu sem þarf, auk þess sem þau loga stöðugt í hliðarbyrði þegar dimmt er.
SÍGILD HÖNNUN KLUKKU Miðpunkturinn í mælaborðinu er fagurlega hönnuð klukka sem ber vitni um þá natni sem framleiðendur Lexus leggja í hvert smáatriði. Hún er lýst upp með hvítum díóðuljósum og gefur bílnum sígilt yfirbragð.
BÚNAÐUR AÐ INNAN
57
HLJÓMTÆKI, SAMSKIPTI OG UPPLÝSINGATÆKNI
n
12,3" MARGMIÐLUNARSKJÁR* 12,3" margmiðlunarskjár í hárri upplausn er sá breiðasti sem þekkist í fjöldaframleiddum bifreiðum. Ökumaður og farþegi í framsæti geta stjórnað skjánum með fjarstýringunni, auk þess sem hægt er að stýra mörgum eiginleikum með raddskipunum. Tvískiptur breiðskjárinn nýtist vel þegar skoða á tvenns konar upplýsingar samtímis, til dæmis má skipta honum í stórt kort og stafrænar útvarpsupplýsingar (DAB). *Valbúnaður í Luxury útfærslu
n
FJARSTÝRING Ný kynslóð fjarstýringar gerir notendum kleift að stýra margmiðlunarskjánum í miðjunni á einfaldan hátt með einni snertingu. Fjarstýringin er hönnuð með þægindi í huga, er ávallt til taks og jafn einföld í notkun og tölvumús.
n
LEIÐSÖGUKERFI* Tærar og skýrar myndir og fjöldi kortavalkosta gera leiðsögukerfið einfalt í notkun og það bregst hratt við skipunum notenda. Á harða diskinum er að finna kort af vegakerfi nær allrar Evrópu og hægt er að uppfæra þau hjá viðurkenndum söluaðilum Lexus. *Leiðsögukerfi er valbúnaður með öllum útfærslum
58
HLJÓMTÆKI, SAMSKIPTI OG UPPLÝSINGATÆKNI
STAFRÆN TENGING Hægt er að sækja ótal stafræn forrit í margmiðlunarskjáinn. Til dæmis er hægt að hlaða inn allri símaskránni úr snjallsímanum og fletta í gegnum hana á skjánum. Hægt er að skoða og stjórna iPod® og öðrum margmiðlunartækjum á mismunandi skjáum.
RADDSTÝRING Með raddskipunum getur ökumaður stýrt ýmsum kerfum á einfaldan og handfrjálsan hátt, svo sem leiðsögukerfi á hörðum diski eða farsíma með Bluetooth® tengingu.
MIÐSTOKKUR Í GS er 8" fjarstýrður skjár staðalbúnaður. Með honum er meðal annars hægt að stýra hljóðkerfi og loftræstingu og skoða orkumælinn (GS 450h), auk þess sem leiðsögukerfi með hörðum diski er valbúnaður. Í miðstokknum er einnig að finna stjórneiningu 12 hátalara hljóðkerfisins. Það inniheldur DAB-útvarp, Bluetooth® hljómtæki og geislaspilara/DVD-spilara. USB-tengið og hljóðtengið eru staðsett í miðstokknum, upplýst með hvítum díóðuljósum.
FJÖLNOTA UPPLÝSINGASKJÁR 3,5" upplýsingaskjár í hárri upplausn er á milli aðalmælanna tveggja og þar birtast fjölbreyttar upplýsingar um ökutækið. Ökumaður getur breytt stillingunum með stjórntækjum í stýri.
STJÓRNTÆKI Í STÝRI Í stýrinu eru þægilega staðsettir hnappar til að stýra hljóði, síma, skjá og raddstýringu. Einnig er hnappur fyrir stillingar í upplýsingaskjánum.
n
n
ÁTTAVITI Lítill áttaviti er meðal fjölmargra viðbótarupplýsinga sem hægt er að birta á leiðsöguskjánum. Á 12,3" skjánum er hægt að velja um mismunandi áttavita sem birta nákvæm lengdar-/ breiddarhnit.
MARK LEVINSON®* Mark Levinson ® hljóðkerfið er með stafrænum 835 W magnara og 17 hátölurum sem notast við GreenEdge® hljóðtækni og skilar tærum hljómi og 360° víðóma tónleikaupplifun. *Valbúnaður í Luxury útfærslu
n Búnaður mismunandi eftir útfærslu.
AFÞREYINGARKERFI Hægt er að horfa á uppáhalds DVDmyndirnar á skjánum í mælaborðinu – þegar bíllinn er ekki á ferð. Einnig er hægt að spila iPod® gegnum hátalara bílsins og skoða stafrænar upplýsingar um lögin á skjánum.
BAKKMYNDAVÉL Þegar sett er í bakkgír birtist mynd af svæðinu fyrir aftan bílinn á 8" skjánum með skjáleiðbeiningum um hvernig best er að leggja bílnum. Á 12,3" skjánum er myndin tvískipt og birtir einnig tölfræðilegar upplýsingar frá skynjaranum.
HLJÓMTÆKI, SAMSKIPTI OG UPPLÝSINGATÆKNI
59
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM GS 450h HYBRID HÁMARKSAFKÖST
DIN hö. / kW
ELDSNEYTISNOTKUN (l/100 km)
345 / 254
VÉL
Blandaður akstur*
frá 5,9 til 6,2
HEMLAR
Rúmtak (cm3) Strokkar/ventlar Ventlakerfi Tegund eldsneytis Hámarksafl (DIN hö. / kW @ sn./mín.) Hámarkstog (Nm @ sn./mín.)
3456 V6/24 Dual VVT-i Bensín, 95 oktan eða + 292 / 215 @ 6000 352 @ 4500
Að framan – Comfort/Eco (mm) – Luxury/F SPORT (mm) Að aftan – Allar útfærslur (mm)
Loftkældar diskabremsur 334 356 Loftkældar diskabremsur 310
FJÖÐRUN RAFHREYFILL
Gerð Hámarksafköst (DIN hö. / kW) Hámarkstog (Nm)
Riðstraumur, varanlegur segull 200 / 147 275
Að framan Að aftan STÝRISBÚNAÐUR
Gerð Lágmarks beygjuradíus (m)
RAFALL
Gerð Spenna (V)
Riðstraumur, varanlegur segull 650
RAFGEYMIR
Gerð Fjöldi rafgeymishólfa Spenna kerfis (V)
Nikkel-málmhýdríð (Ni-MH) 240 650
GÍRSKIPTING
Drif Gírskipting
Afturhjóladrif Rafstýrð stiglaus gírskipting (E-CVT)
Tvíarma gaffalfjöðrun Fjölliðakerfi
Tannstangarstýri 5,3
ÞYNGD (kg)
Heildarþyngd bíls - Eco - Comfort / F SPORT / Luxury Eigin þyngd (lágm.–hám.) - Eco - Comfort / F SPORT / Luxury Dráttargega (með hemlum) Dráttargeta (án hemla)
2305 2325 1820-1855 1825-1910 1500 750
VIÐNÁMSSTUÐULL
AFKÖST
Hámarkshraði (km/klst.) 0–100 km/klst. (sek.)
250 5,9
CO2 ÚTBLÁSTUR (g/km)
Magn í útblæstri Blandaður akstur*
Cd-gildi - Eco - Comfort / F SPORT / Luxury
0,26 0,27
RÝMI (l)
Euro V frá 137 til 145
Eldsneytistankur Farangursrými** – með dekkjaskiptisetti – með varadekki
66 482 465
* Lægstu tölurnar sem gefnar eru upp um koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun (137/5,9) eru fyrir GS 450h Eco útfærslu með 17" álfelgum. Hæstu tölurnar (145/6,2) eru fyrir GS 450h F SPORT útfærslu með 19" álfelgum. Í GS 450h Comfort útfærslum með 17" álfelgum eru samsvarandi tölur 139/6,0. Í GS 450h Luxury útfærslu með 18" álfelgum og GS 450h Comfort útfærslu með sérpöntuðum 18" álfelgum eru samsvarandi tölur 141/6,1. ** Mælingar skv. VDA aðferð með dekkjaviðgerðarsetti. Innifalið í öllum tölum er geymslupláss undir gólfi farangursrýmisins. Vinsamlegast athugið: upplýsingarnar sem hér eru gefnar eru byggðar á eigin prófunargögnum framleiðanda og geta breyst án fyrirvara. Hafðu samband við viðurkennt Lexus-umboð og/eða farðu á www.lexus.is til að fá uppfærðar upplýsingar.
60
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM GS 450h HYBRID
1455 mm
1575 mm 1840 mm
1125 mm 1130
1590mm* mm 1590
2855 mm 2850
870 mm
4850 mm * = 1560 mm fyrir F SPORT útfærslu með 265/35 R19 afturdekkjum.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM GS 450h HYBRID
61
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM GS 250 MEÐ BENSÍNVÉL
HÁMARKSAFKÖST
DIN hö. / kW
HEMLAR
209 / 154
VÉL
Rúmtak (cm3) Strokkar/ventlar Ventlakerfi Tegund eldsneytis Hámarksafl (DIN hö. / kW @ sn./mín.) Hámarkstog (Nm @ sn./mín.)
2500 V6/24 Dual VVT-i Bensín, 95 oktan eða + 209 / 154 @ 6400 253 @ 4800
GÍRSKIPTING
Drif Gírskipting
Afturhjóladrif 6 gíra sjálfskipting með möguleika á raðskiptingu
AFKÖST
Hámarkshraði (km/klst.) 0–100 km/klst. (sek.)
230 8,6
Euro V 207
ELDSNEYTISNOTKUN (l/100 km)
Blandaður akstur
Loftkældar diskabremsur 334 Loftkældar diskabremsur 310
FJÖÐRUN
Að framan Að aftan
Tvíarma gaffalfjöðrun Fjölliðakerfi
STÝRISBÚNAÐUR
Gerð Lágmarks beygjuradíus (m)
Tannstangarstýri 5,3
ÞYNGD (kg)
Heildarþyngd bíls Eigin þyngd (lágm.–hám.) Togkraftur (með bremsum) Togkraftur (án bremsu)
2170 1640 - 1720 1600 750
VIÐNÁMSSTUÐULL
CO2 ÚTBLÁSTUR (g/km)
Magn í útblæstri Blandaður akstur
Að framan – Allar útfærslur (mm) Að aftan – Allar útfærslur (mm)
8,9
Cd-gildi
0,27
RÝMI (l)
Eldsneytistankur Farangursrými* – með dekkjaskiptisetti – með varadekki – með varahjóli í fullri stærð
66 566 552 530
* Mælingar skv. VDA aðferð á ökutæki með dekkjaviðgerðarsetti. Innifalið í öllum tölum er geymslupláss undir gólfi farangursrýmisins. Vinsamlegast athugið: upplýsingarnar sem hér eru gefnar eru byggðar á eigin prófunargögnum framleiðanda og geta breyst án fyrirvara. Hafðu samband við viðurkennt Lexus söluaðila og/eða farðu á www.lexus.is til að fá uppfærðar upplýsingar
62
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM GS 250 MEÐ BENSÍNVÉL
1455 mm
1575 mm 1840 mm
1125 mm 1130
1590mm* mm 1590
2855 mm 2850
870 mm
4850 mm * = 1560 mm fyrir F SPORT útfærslu með 265/35 R19 afturdekkjum.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM GS 250 MEÐ BENSÍNVÉL
63
STAÐALBÚNAÐUR VIRKUR ÖRYGGISBÚNAÐUR OG AKSTURSEIGINLEIKAR
HLJÓMTÆKI, SAMSKIPTI OG UPPLÝSINGATÆKNI
4 skrefa VDIM-kerfi (Vehicle Dynamics Integrated Management) Kerfi fyrir hemlun, stöðugleikastýringu og grip* - ABS / BAS / ECB-R (aðeins GS 450h) / EPB / EPS / TRC / VSC HAC-kerfi (aðstoð við að taka af stað í brekku) Viðvörunarkerfi vegna lofts í dekkjum (TPWS)
3,5" fjölnota upplýsingaskjár í lit 8" margmiðlunarskjár í mælaborði 12 hátalara hágæðahljómtæki Klukka með hvítri díóðulýsingu Hljóðtengi og USB-tengi Bluetooth® tenging fyrir farsíma og spilara DAB-útvarp/geislaspilari/DVD-spilari í mælaborði Tvenns konar lýsing í mælaborði (blá/rauð) Tvenns konar mælar (aðeins GS 450h) – snúningshraðamælir / Hybrid kerfið Vistakstursljós (aðeins GS 250) EV-kerfi (eingöngu rafmagn) (aðeins GS 450h) Optitron-mælar Stjórntæki í stýri – hljóð/skjár/sími/raddgreining
ÁREKSTRARÖRYGGI
10 loftpúðar – ökumaður og farþegi í framsæti; höfuð-, hliðar- og hnépúðar – ytri aftursæti; hliðarpúðar – hliðar farþegarýmis; loftpúðatjöld meðfram hliðum Rofi til þess að gera loftpúða óvirkan hjá farþega í framsæti Sjón- og hljóðmerki um að festa sætisbelti í framsætum ISOFIX-festing, ytri aftursæti Öryggisbelti með forstrekkjara, framsæti og ytri aftursæti Sæti með vörn gegn hálshnykk (WIL) og virkum höfuðpúðum YTRA BYRÐI
Virk hemlaljós HID (High Intensity Discharge) bi-Xenon aðalljós – sjálfvirk hæðarstilling með hreinsibúnaði Hliðarspeglar – rafræn stilling, með hita – innbyggð stefnuljós og leiðarljós Birtuskynjari og ljós sem lýsa leiðina frá bílnum Þokuljós að framan og aftan Díóðuljós (LED) – dagljósabúnaður – afturljósasamstæða Rúðuþurrkur með regnskynjara Hitaeinangrandi litað gler með vörn gegn útfjólubláu ljósi (UV)
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR Í INNANRÝMI
Leðurklætt þriggja arma stýri – gírskiptiflipar 12 V tengi að framan og aftan Sílsahlífar með áláferð á fram- og afturhurðum Hraðastillir Auðvelt að stíga inn og út – hægt að renna ökumannssæti og stýri til Rafdrifnar rúður að framan og aftan Fest aftursæti með armpúða í miðju Armpúði og geymsluhólf á milli framsæta Lýsing fyrir innstig Innanrými lýst upp með díóðuljósi Stefnuljós með þremur endurtekningum og sjálfvirkri stöðvun Lyklalaus ræsing og opnun Hægt að opna á milli til að koma farangri fyrir (aðeins GS 250)
ÖRYGGI
Þjófavarnarkerfi – ræsivörn/hreyfiskynjari/sírena
* ABS = Anti-lock Braking System (hemlakerfi með læsivörn) / BAS = Brake Assist System (hemlunaraðstoðarkerfi) / ECB-R = Electronically Controlled Braking – Regeneration (rafrænt hemlunarkerfi með endurnýtingu hemlunarafls) / EPB = Electric Parking Brake (rafstýrð handbremsa) / EPS = Electric Power Steering (rafdrifið aflstýri) / TRC = Traction Control (spólvörn) / VSC = Vehicle Stability Control (stöðugleikastýring)
64
STAÐALBÚNAÐUR
BÚNAÐUR EFTIR UPPFÆRSLU EXE (GS 450h og GS 250)
LUXURY (GS 450h og GS 250)
F SPORT (GS 450h og GS 250)
(Til viðbótar við staðalbúnað)
(Til viðbótar við / frábrugðið EXE)
(Til viðbótar við / frábrugðið EXE)
17" álfelgur, 9 arma – 225/50 R17 dekk Akstursstilling – ECO / NORMAL / SPORT S Rafstýrð hita- og loftstýring – tveggja svæða loftsía með lyktareyði Upphituð leðuráklæði Regnskynjari Baksýnisspegill, með glýjuvörn (dofnar sjálfkrafa) Rafstillanlegir hliðarspeglar Fjarlægðarskynjarar (4 að framan og 4 að aftan) Framsæti sem hægt er að stilla rafrænt – 10 stillingar (bæði framsæti) – 2 stillingar fyrir stuðning fyrir mjóbak (bæði framsæti) – minni, þrjár stillingar (fyrir ökumann)
18" álfelgur, 10 arma – 235/45 R18 dekk AVS-fjöðrun (Adaptive Variable Suspension) Skott lokast sjálfvirkt (mjúk lokun) Bi-Xenon framljós, viðbótareiginleikar – AFS-framljósakerfi – sjálfvirkt hágeislaljósakerfi (AHB) Rafknúin loftræsting, viðbótareiginleikar – þrjú svæði / nanoe® tækni / S-flæði Framsæti, bílstjóra- og farþegasæti – stillingar á 18 vegu - axlir, hliðar, höfuð og mjóbak (4 stillingar) – hituð og loftræst / minni, þrjár stillingar fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Armpúði milli aftursæta, viðbótareiginleikar – upplýstur LCD- og fjölnotaskjár Ytri aftursæti, upphituð Semi Aniline leðuráklæði með viðarinnfellingum SPORT S+ bætt við akstursstillingar Sólskyggni – afturrúða, rafknúið / rúður í afturhurðum, handvirkt Viðvörunarkerfi vegna lofts í dekkjum (TPWS), viðbótareiginleiki er sjálfvirk greining á staðsetningu
19" álfelgur, F SPORT útfærsla – dekk: 235/40 R19 (að framan) / 265/35 R19 (að aftan) AVS-fjöðrun (Adaptive Variable Suspension) Bi-Xenon framljós, viðbótareiginleikar – sjálfvirk stilling framljósa (AFS) – sjálfvirkt hágeislaljósakerfi (AHB) Hliðarspeglar, viðbótareiginleikar – felldir að með rafstýringu / dofna sjálfkrafa F SPORT hönnun að utan* – fram- og afturstuðari/vindskeið að aftan – grill/hliðarmerki F SPORT hönnun að innan – álinnfellingar / svart áklæði í lofti – götuð álfótstig / sérsmíðaðar sílsahlífar – leðuráklæði aðeins í F SPORT – stýri og gírstangarhnúður með götuðu leðri Framsæti sem hægt er að stilla rafrænt – 16 sætisstillingar fyrir ökumann, þar á meðal hliðarstuðningur, framlengd seta og ferns konar stuðningur við mjóbak – hituð og loftræst ökumanns- og farþegasæti Lexus Dynamic Handling (aðeins GS 450h) – 5 skrefa VDIM – DRS-kerfi – VGRS-kerfi Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Baksýnisspegill, glýjuvörn (dofnar sjálfkrafa) Rafknúið sólskyggni í afturrúðu SPORT S+ bætt við akstursstillingar
ECO (aðeins GS 450h)
(Til viðbótar við EXE) Vindskeið að aftan, straumlínuhönnun
* Þokuljós að framan eru ekki staðalbúnaður í F SPORT.
BÚNAÐUR EFTIR UPPFÆRSLU
65
ÚTFÆRSLUR OG VALBÚNAÐUR
EXE (GS 450h og GS 250)
VALBÚNAÐUR 18" álfelgur, 10 arma – 235/45 R18 dekk Rafknúin sóllúga úr gleri HDD-leiðsögukerfi
66
ÚTFÆRSLUR OG VALBÚNAÐUR
ECO (aðeins GS 450h)
VALBÚNAÐUR BLINDSVÆÐISSKYNJARI – Blindsvæðisskynjari
Rafknúin sóllúga úr gleri HDD-leiðsögukerfi
LUXURY (GS 450h)
F SPORT (GS 450h og GS 250)
VALBÚNAÐUR 18" álfelgur, 18 arma Blindsvæðisskynjari Rafknúin sóllúga úr gleri Hard Disk Drive (HDD) leiðsögukerfi HUD-sjónlínuskjár
VALBÚNAÐUR Rafknúin sóllúga úr gleri HDD-leiðsögukerfi
HLJÓÐKERFISUPPFÆRSLA OG LEIÐSÖGUKERFI – 12,3" tvískiptur margmiðlunarskjár – Mark Levinson® hljóðkerfi með 17 hátölurum – HDD-leiðsögukerfi
ÚTFÆRSLUR OG VALBÚNAÐUR
67
YTRA ÚTLIT F SPORT
F SPORT 19" ÁLFELGUR F SPORT útfærslan er með 19 tommu álfelgur úr áli með „low profile“ dekkjum – 235/40 (að framan) og 265/35 (að aftan) – sem gera bílinn einstaklega stöðugan í beygjum. 356 mm tveggja hluta diskahemlar að framan tryggja gríðarlegt hemlunarafl.
SÉRSMÍÐAÐUR FRAMSTUÐARI OG GRILL Einstakt grillið og stuðarinn fanga athyglina á F SPORT bílnum og gefa honum djarfan og ákveðinn svip. Á neðri hlutanum að framan er innbyggð vindskeið auk tveggja ytri grilla.
68
F SPORT
MERKI F SPORT Áletrunin á F SPORT er látlaus en sker sig samt úr. Hún endurspeglar innblásturinn sem sóttur var í akstursíþróttir og minnir á arfleifð bílsins, sem er að hluta hin sama og í Lexus LFA V10 ofurbílnum.
F SPORT AFTURSTUÐARI OG -VINDSKEIÐ Vindskeið að aftan og innbyggðir dreifarar á afturstuðara bæta niðurþrýsting og draga úr loftmótstöðu svo að bíllinn helst afar stöðugur. Þessi hönnun F SPORT bílsins gerir hann örlítið frábrugðinn Hybrid og bensínútfærslunum í útliti en gefur honum kraftmikið og stílhreint yfirbragð.
HÖNNUN INNRA RÝMIS F SPORT
ÁLINNFELLINGAR Innfellingarnar, sem eru úr burstuðu stáli, samsvara götuðum sportfótstigunum, sílsahlífunum og öðrum innréttingum F SPORT bílsins fullkomlega.
F SPORT STÝRI Kraftur F SPORT er augljós og áþreifanlegur þegar gripið er um leðurklætt stýri þessa öfluga fólksbíls.
GÖTUÐ SPORTFÓTSTIG Götuð álfótstigin endurspegla þau áhrif sem hönnun kappakstursbíla hefur haft á nýja GS F SPORT bílinn. Þau eru með sérlega góðu gripi og því afar næm.
SÉRSMÍÐAÐAR SÍLSAHLÍFAR Innbyggðu sílsahlífarnar að framan og aftan eru úr burstuðu stáli og með merki Lexus ígreypt í hrafnsvörtum lit.
GÍRSTÖNG F SPORT Gírstöng F SPORT er klædd götuðu leðri í stíl við stýrið og gerir yfirbragðið enn sportlegra.
LEÐURÁKLÆÐI F SPORT Leður með tígullaga götum er nýjung sérstaklega hönnuð fyrir F SPORT. Einkennislitur í innanrými F SPORT er fallegur granatrauður litur og í öllum F SPORT bílunum er svart áklæði í lofti.
F SPORT
69
AUKAHLUTIR
LÚXUS SKÍÐA- OG SNJÓBRETTAFESTING Straumlínulöguð festing úr áli með læsingu sem getur flutt allt að sex skíðapör eða fjögur snjóbretti á öruggan hátt. Hægt er að losa og renna henni eftir toppgrindinni niður að hlið bílsins, svo að auðvelt er að hlaða hana og losa.
70
AUKAHLUTIR
DUO PLUS ISOFIX BARNABÍLSTÓLAR Öryggi fyrir börn á aldrinum 9 mánaða til 4 ára (um það bil 9 til 18 kg). Til að auka öryggið eru sætin læst niður í stangir með ISOFIX-festingum þannig að þau hvíla í yfirbyggingu bílsins en eru einnig með tjóðri uppi til að varna því að þau steypist fram á við. Djúpar og bólstraðar hliðar veita auka vernd.
DRÁTTARKRÓKUR Tilvalið er að nýta sér kraft og stöðugleika GS með því að koma dráttarkrók fyrir. Tilvalið til að draga hestakerru, bát eða lítið hjólhýsi. Í aukahlutalínu Lexus er að finna fjölda fastra, lausra og útdraganlegra dráttarkróka auk 7 og 13 pinna raflagnabúnaðar.
MOTTA Í FARANGURSRÝMI Mottan í farangursrými Lexus ver teppið fyrir aur og óhreinindum. Hún er úr þykku gúmmíi með stömu yfirborði og háum brúnum og kemur sér til dæmis vel þegar geyma á hluti eins og stígvél eða gönguskó, útiföt eða barnakerrur.
„EASY CLICK“REIÐHJÓLAFESTING Létt hjólafesting með smellibúnaði sem hentar fyrir tvö reiðhjól. Auðvelt er að koma henni fyrir, hún hallar í átt frá bílnum til að hindra ekki aðgang að farangursrýminu og hægt er að fella hana saman fyrir geymslu. Ekki þarf dráttarkrók til að festa hana og hún er með ljós og festingu fyrir númeraplötu.
Nálgast má ítarlegri upplýsingar um framboð á aukahlutum hjá viðurkenndum söluaðilum Lexus.
19" ÞRYKKTAR ÁLFELGUR 19" felgurnar úr þrykktu áli eru hannaðar með aukin afköst og sportlegt yfirbragð GS-bílsins í huga. Þær eru innblásnar af hönnun kappakstursbíla og auka kraft og snerpu bílsins.
AUKAHLUTIR
71
LITIR Í INNANRÝMI TAUÁKLÆÐI A. Svart
B. Beinhvítt
MJÚKT LEÐUR C. Svart
D. Beinhvítt
E. Ljósgrátt
F. Leðurbrúnt
H. Beinhvítt
I. Tópasbrúnt
J. Granatrautt
F SPORT LEÐUR G. Svart
INNFELLINGAR K. Svart glansandi
72
L. Ál (F SPORT)
LITIR Í INNANRÝMI
E/K
J/L LITIR Í INNANRÝMI
73
LITIR Í INNANRÝMI SEMI-ANILINE LEÐURÁKLÆÐI A. Svart
B. Beinhvítt
C. Leðurbrúnt
D. Tópasbrúnt
VIÐARINNFELLINGAR E. Íbenholt (glansáferð)
F. Valhnota (mött áferð)
G. Bambus (mött áferð)
A/G
B/F 74
LITIR Í INNANRÝMI
D/E
C/E LITIR Í INNANRÝMI
75
LITIR Á YTRA BYRÐI PERLUHVÍTUR (077 CS)
SILFURGRÁR (1J2)
SVARTUR (212 S)*
NÆTURSVARTUR (217 GF)
GRÁR (1H9 MC)
ÓPALSVARTUR (214 MC)**
76
LITIR Á YTRA BYRÐI
DJÚPRAUÐUR (3S8 GF)
LEIRLJÓS (4U7 ME)
DJÚPBLÁR (8W3 MM)
DIMMBLÁR (8V3 MC)
SIENNA BRÚNN (4V3 MM)
* Gegnheill litur ** Aðeins GS 450h Vinsamlegast athugið: F SPORT fæst aðeins í perluhvítum, silfurgráum, djúprauðum, svörtum og gráum lit.
LITIR Á YTRA BYRÐI
77
REYNSLA EIGENDA
Við lítum svo á að með því að hugsa vel um Lexus séum við einnig að hugsa vel um þig. Hver einasti liðsmaður Lexus-hópsins hefur lagt sitt af mörkum til að þín upplifun verði einstök. Þetta nær til allra þátta í þjónustu okkar. Framúrskarandi þjónusta er meira en bara markmið hjá okkur – hún er okkur ástríða.
VIÐ PÖSSUM UPP Á BÍLINN:
ÁBYRGÐIR
LEXUS-ÞJÓNUSTA Lexus-þjónusta gefur þér færi á að treysta hæfum atvinnumönnum fyrir velferð bílsins þíns og um leið fáum við tækifæri til að veita þér bestu þjónustu sem völ er á.
FYRIR ALLAR BIFREIÐAR
FAGLEG UMSJÁ Við mælum með því að þú farir alltaf með bílinn í skoðun hjá viðurkenndum Lexus-þjónustuaðila. Sérþjálfaðir tæknimenn okkar eru ávallt með nýjustu upplýsingar um Lexus-þjónustu, verkfræði og tækni. UMHVERFI Til að draga úr myndun úrgangs er varahlutum safnað saman og þeir endurunnir, auk þess sem efni sem notuð eru til loftkælingar eru endurnýtt. Við stundum einnig rannsóknir á skilvirkari aðferðum og tækni til að taka í sundur bíla að líftíma þeirra liðnum. Auk þess erum við að þróa aðferðir til að nýta leifar eftir tætingu, sem hingað til hafa verið taldar óendurvinnanlegar.
5 ÁRA ALHLIÐA ÁBYRGÐ Hún nær til hvers konar ágalla sem rekja má til galla í framleiðslu eða samsetningu sem koma í ljós við venjulega notkun. Hún gildir í fimm ár eða 160.000 km akstur, hvort sem fyrr verður, en engin takmörk eru á eknum kílómetrafjölda fyrsta árið. 3JA ÁRA YFIRBORÐSRYÐS- OG LAKKÁBYRGÐ Ábyrgðin nær til yfirborðsryðs eða galla í lakki sem koma fram á lökkuðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla eða slælegum vinnubrögðum. Ábyrgðin er óháð fjölda ekinna kílómetra. 12 ÁRA ÁBYRGÐ Á RYÐVÖRN 12 ára ábyrgð er veitt, óháð akstri, vegna gegnumryðs á yfirbyggingunni (að innan og utan) sem hlýst af tæringu sem rekja má til efnisgalla eða slælegra vinnubragða. LEXUS HYBRID DRIVE BIFREIÐAR 5 ÁRA ALHLIÐA ÁBYRGÐ Á ÍHLUTUM Í HYBRID KERFI Í tvinnbílunum eru tilteknir íhlutir tvinnkerfisins með fimm ára eða 100.000 km ábyrgð, hvort sem á undan kemur. Frekari upplýsingar er að fá hjá viðurkenndum söluaðila Lexus. Ábyrgðin flyst á milli eigenda.
78
REYNSLA EIGENDA
LEXUS GS
LEXUS GS
Kraftmikil hönnun
LEXUS GS Hafðu samband við söluaðila Lexus eða heimsæktu vefsíðu Lexus til að fá frekari upplýsingar um GS. www.lexus.is/newgs
©
2012 Lexus Europe* áskilur sér rétt til að breyta öllum atriðum tæknilýsingar og búnaðar án fyrirvara. Tæknilegar upplýsingar og útbúnaður geta verið mismunandi milli landa. Vinsamlegast hafðu samband við viðurkenndan söluaðila Lexus til að fá nánari upplýsingar. Ath.: Upplýsingum og myndum af ökutækjum í þessum bæklingi er einungis ætlað að vera leiðbeinandi. Litir á yfirbyggingum geta verið frábrugðnir þeim sem birtast á ljósmyndum í þessu riti. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar: www.lexus.is Umhverfismál eru Lexus afar hugleikin. Við leggjum því mikla áherslu á að halda umhverfisáhrifum þeirra bíla sem við framleiðum í algjöru lágmarki út allan endingartíma þeirra – allt frá hönnun, framleiðslu, dreifingu, sölu og viðhaldsþjónustu til endanlegrar förgunar. Frekari upplýsingar má fá hjá söluaðila. * Lexus Europe er deild innan Toyota Motor Europe NV/SA. Prentað í Evrópu, febrúar 2012
Skannaðu þennan kóða með símanum þínum til þess að fræðast meira um Lexus GS.