10379_Range_post_FrankfurtMS_2011_ISL_150dpi

Page 1

LEXUS-LÍNAN

UPPLIFÐU EINSTAKAN LEXUS Eina leiðin til að skilja fyllilega hvað gerir Lexus svona sérstakan er að aka honum. Hafðu samband við söluaðila Lexus eða heimsæktu vefsíðu Lexus og pantaðu reynsluakstur.

© 2011 Lexus Europe* áskilur sér rétt til að breyta öllum atriðum tæknilýsingar og búnaðar án fyrirvara. Tæknilegar upplýsingar og útbúnaður geta verið mismunandi milli landa. Vinsamlegast hafðu samband við viðurkenndan Lexus söluaðila til að fá nánari upplýsingar. Ath.: Upplýsingum og myndum af ökutækjum í þessum bæklingi er einungis ætlað að vera leiðbeinandi. Litir á yfirbyggingum geta verið frábrugðnir þeim sem birtast á ljósmyndum í þessu riti. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar á www.lexus.is

www.lexus.is

Umhverfismál eru Lexus afar hugleikin. Við leggjum því mikla áherslu á að halda umhverfisáhrifum þeirra bíla sem við framleiðum í algjöru lágmarki út allan endingartíma þeirra – allt frá hönnun, framleiðslu, dreifingu, sölu og viðhaldsþjónustu til endanlegrar förgunar. Frekari upplýsingar má fá hjá söluaðilanum. * Lexus Europe er deild innan Toyota Motor Europe NV/SA. Prentað í Evrópu, September 2011

Skannaðu QR kóðann með símanum þínum til þess að fá frekari upplýsingar um Lexus bíla


LEXUS, OFFICIAL SUPPLIER TO H.S.H. THE SOVEREIGN PRINCE OF MONACO


LEXUS-LÍNAN

04-17 Inngangur

18-23 Lexus Hybrid Drive

24-25 CT 200h

26-27 RX 450h

28-29 GS 450h

30-31 LS 600h og LS 600h L

32-33 LS 460 og LS 460 AWD

34-35 RX 350

36-37 IS 200d og IS 220d

38-39 IS 250

40-41 IS 250C

42-43 IS F

44-47 Tæknilegar upplýsingar og Upplifun eigenda 03


BYLTINGIN HELDUR ÁFRAM Frá því að Lexus kom fram á sjónarsviðið árið 1989 höfum við haft leitina að fullkomnun að leiðarljósi. Þessi hugmyndafræði hefur bylt markaðnum fyrir lúxusbíla með vörum á heimsmælikvarða og afburðaþjónustu við viðskiptavini. Markmið Lexus er að gera alltaf betur með notkun nýrrar tækni og róttækum hugsunarhætti til að stuðla að nýsköpun og yfirstíga hindranir. Þessi nálgun hefur þegar leitt til byltingarkenndra nýjunga eins og Lexus Hybrid Drive sem knýr fyrstu tvinnlúxusbíla heims. Þar á meðal er RX 450h lúxussportjeppinn og CT 200h í flokki smærri bíla. Löngun okkar til að hrinda breytingum í framkvæmd og sífelld áhersla á gæði hafa haldið Lexus í fararbroddi sjálfbærrar tækni í bílaiðnaðinum með framúrsarandi hönnuðum og háþróuðum bílum sem veita mikla ánægju í akstri.

04


05


LEIÐANDI HÖNNUN Lögmál okkar um framsækni og fágun gerir hönnuðum Lexus kleift að sameina kraft og fínleika í hönnun sinni á þessum djörfu og glæsilegu bílum. Ef litið er nánar á Lexus koma spennandi smáatriði í hönnuninni í ljós: Öflugt og sterkbyggt grill og ílöng afturrúðan sem er eitt af séreinkennum tegundarinnar. Einnig má nefna framúrstefnulegan LED dagljósa- og aðalljósabúnað á CT 200h þar sem ljósin mynda örvarlaga merki Lexus. Að innan prýðir Lexus nútímalegur og öflugur stjórnbúnaður sem uppfyllir allar þínar þarfir og gerir hverja ökuferð að þægilegri og ánægjulegri upplifun fyrir bæði ökumann og farþega.

06


07


08


KRAFTUR OG FÁGUN Lexus-bílar eru hannaðir til að vekja kraftmikla en þó fágaða akstursupplifun. Yfirbyggingin er gríðarlega sterkbyggð, straumlínulögunin er einstök og léttir íhlutir ásamt fjöðrunarbúnaði sem þróaður var á kappakstursbrautum tryggja í senn örugga fótfestu og spennandi akstursupplifun. Nánast hljóðlausar Full Hybrid aflrásir, ótrúlega mjúkar V6 og V8 bensínvélar og nýstárleg, hrein dísiltækni skila hnökralausu og fáguðu afli. Stjórn- og hemlunarkerfi á borð við VDIM-kerfið ásamt hraðanæmu, rafdrifnu aflstýri, tryggja örugga og nákvæma stjórn á bílnum.

09


10


FRAMSÆKINN TÆKNIBÚNAÐUR Allir Lexus-bílar eru útbúnir framsæknum tæknibúnaði sem stuðlar að óviðjafnanlegum akstri og einstakri upplifun eigandans. Til dæmis er RX 450h fyrsti lúxussportjeppinn í sínum flokki sem útbúinn er lággeisla díóðuljósum. Með notkun fjarstýringar hefur orðið bylting á því hvernig ökumenn stjórna snertiskjánum. Í flaggskipinu, LS 600h, eru aftursæti með fótskemlum og hægt er að fá gott slökunarnudd. Mikilvægasta staðreyndin er kannski sú að allir okkar bílar eru framleiddir með það í huga að valda sem minnstri röskun á umhverfinu. Gott dæmi um þetta eru 4 akstursstillingar í CT 200h þar sem hægt er að velja á milli Eco, Normal, Sport eða EV akstursstillinga. CT 200h er einnig með plastklæðningu í farangursrýminu sem búin er til úr sykurreyr- og etanól-kvoðu og er hægt að velja um áferð í mælaborðið úr hraðsprottnum bambus.

11


12


LEXUS ÞÆGINDI Lexus-bílar eru hannaðir að þörfum þínum, svo að þér líði eins vel í afslöppuðu umhverfi. Til dæmis er ljósabúnaður í hurðum í öllum Lexus-bílum sem kviknar á þegar þú nálgast bílinn og lýsir þér leið inn í kyrrlátt og þægilegt innanrými hans. Gestrisnin kemur í ljós í minnstu smáatriðum: Baksýnismyndavél birtir svæðið fyrir aftan bílinn á skjá þannig að þú þarft ekki að snúa þér aftur þegar þú bakkar. Háþróað loftræstikerfið skynjar þegar sólin skín sterkar inn um aðra hlið bílsins og stillir loftkælinguna í samræmi við það. Í LS lúxusbílnum eru hljóðlátir mótorar í hurðunum sem loka þeim sjálfkrafa ef hurðirnar lokast ekki nægilega vel.

13


NÚTÍMALEGUR LÚXUS Í dag setja Lexus-bílar viðmið fyrir aðra hvað snertir umhverfisvæna og nútímalega hönnun og fágaðan frágang. Úr rafstýrðu ökumannssætinu, sem veitir hliðarstuðning, hefur ökumaður yfirsýn yfir stjórnbúnaðinn sem umkringir þig og tryggir afslappaðan og markvissan akstur. Allt sem þú snertir gefur til kynna skýr og greinileg gæði – allt frá leðurklæddu stýri að mjúku leðri sem kallast á við fínlega mótaðar málminnfellingar. Öflug hljóðeinangrun, að miklum hluta úr náttúrulegum efnum, tryggir kyrrð og ró í bílnum, jafnvel þó að ekið sé greitt um hraðbrautir. Þetta er fullkomið umhverfi til að láta líða úr sér á meðan þú nýtur framsækins afþreyingarbúnaðar á borð við Mark Levinson® Premium Surround hljóðkerfi. Kerfið er lagað að hljómburði í hverri og einni gerð Lexus og er eins og í heimabíó þegar horft er á DVD-myndir eða hlustað á geisladiska.

14


15


16


FRAMÚRSKARANDI ÖRYGGI Hvergi skiptir áherslan á smáatriði jafnmiklu máli og þegar kemur að öryggi farþega og ökumanns. Þar ber fyrst að nefna hljóðlátt umhverfi sem dregur úr truflunum svo að þú getur einbeitt þér að veginum fram undan. VDIM-kerfið (Vehicle Dynamics Integrated Management) tryggir öruggan og ánægjulegan akstur. Í mörgum Evrópulöndum er hægt að fá árekstraöryggiskerfi en það notast við ratsjárskynjara sem nemur hættur framundan. Kerfið aðvarar ökumann og virkjar hemlunaraðstoðina og ef árekstur er óumflýjanlegur er neyðarhemill virkjaður og strekkt á beltum í fram- og aftursætum fyrir árekstur. Í sterkbyggðu farþegarýminu eru loftpúðar víðsvegar og vörn gegn hálsáverkum við aftanákeyrslur er innbyggð í framsætin.

17


LEXUS FULL HYBRID DRIVE Lexus er brautryðjandi í hybrid-tækninni (tvinntækni) en RX 400h, sem kom á markaðinn árið 2005, var fyrsti bíllinn með Lexus Hybrid Drive. Síðan þá hefur Lexus selt um 250 þúsund bíla með þessum útbúnaði. Í dag erum við einu framleiðendur lúxusbíla sem bjóða úrval bíla með Full Hybrid. Hver og einn þeirra er útbúinn með ótrúlega þróaðri aflrás. Þetta tryggir afar mjúkan og nánast hljóðlausan akstur, hnökralausa hröðun, eldsneytissparnað og útblástur í lágmarki. Í dag er Lexus Hybrid Drive fáanlegt í fjórum gerðum: CT 200h í flokki smærri bifreiða, RX 450h lúxussportjeppanum, afkastamikla fólksbílnum GS 450h og flaggskipinu LS 600h.

18


19


FULL HYBRID HUGVIT Með sameiningu tvinnrafhlöðu, rafmótors og bensínvélar nær Lexus Hybrid Drive að draga stórlega úr eldsneytisnotkun en skila um leið ótrúlegum afköstum fyrir öll akstursskilyrði. Eldsneytisnotkun og útblástur eru í núlli þegar einungis er ekið á rafmótornum og bíllinn notar aðeins raforku frá háþróuðum rafgeyminum til að knýja rafmótor bílsins. Auk þess geta ökumenn á RX 450h, LS 600h og CT 200h skipt yfir í EV-kerfi (Electric Vehicle) sem gerir kleift að aka án útblásturs á litlum hraða í styttri vegalengdum. Lexus-bílar með Full Hybrid framleiða 70% minna af skaðlegum, rykmyndandi útblástursefnum en meðalbifreiðar. * Í þróaðri bílum með tvískiptu kerfi, þ.e. með Full Hybrid, vinna eldsneytisknúna vélin og rafmótorinn jafnhliða. Ólíkt bílum sem aðeins eru með Mild Hybrid eru okkar bílar ekki bara ræstir með rafmótornum heldur er líka hægt að aka þeim eingöngu á rafaflinu. Allir tvinnbílar frá Lexus eru með Full Hybrid – og þannig hefur það alltaf verið.

20


21


HVERNIG VIRKAR TVINNKERFIÐ LEXUS HYBRID DRIVE?

BÍLLINN RÆSTUR OG EKIÐ AF STAÐ Við ræsingu á Lexus Full Hybrid getur rafmótorinn knúið bílinn upp í 45 km/ klst. með rafmagni frá rafgeyminum eingöngu. Bíllinn er þá nánast hljóðlaus, notar ekkert eldsneyti og útblástur er enginn.

22 HVERNIG VIRKAR TVINNKERFIÐ LEXUS HYBRID DRIVE?

VENJULEG AKSTURSSKILYRÐI Á yfir 45 km hraða á klukkustund grípur háþróuð bensínvél inn í, nær hljóðlaust, en fær samt aðstoð frá rafmótornum/mótorunum þegar þess er þörf. Nánast fullkomin dreifing aflgjafanna tveggja gerir Lexus einstaklega þægilegan í akstri, auk þess að halda mengun og eldsneytisnotkun í lágmarki.


HRÖÐUN VIÐ FULLA INNGJÖF Gefðu vel í og rafmótorinn bætir samstundis upp bensínvélina. Þetta gefur togkraft og stiglausa hröðun einmitt þegar þú þarft á því að halda.

AFHRÖÐUN, STÖÐVUN, HEMLUN Þegar þú dregur úr hraða eða stöðvar bílinn drepur bensínvélin á sér og útblástur hættir. Þegar þú hemlar eða tekur fótinn af bensíngjöfinni beislar kerfið hreyfiorku sem annars tapast í öðrum bílum. Orkunni er svo breytt í rafmagn sem geymt er í rafgeyminum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þú þarft aldrei að hlaða Lexus með Full Hybrid.

HVERNIG VIRKAR TVINNKERFIÐ LEXUS HYBRID DRIVE? 23


• Lexus Hybrid Drive, 136 DIN hö • Losun CO2: frá 87g/km • E-CVT, framhjóladrif • EV, ECO, NORMAL og SPORT stillingar • Framúrskarandi loftflæði, LED-aðalljós • HDD-leiðsögukerfi, fjarstýring • Tveggja spyrnu fjöðrun að aftan • 8 loftpúðar, þar á meðal hnéloftpúðar • F-Sport útfærsla (lok árs 2012)

24 CT 200h


CT 200h FYRSTI FULL HYBRID Í FLOKKI LÚXUS SMÁBÍLA CT 200h er byltingarkenndur bíll fyrir framsækna ökumenn. Þessi gullfallegi 5 dyra bíll, sem búinn er Lexus Hybrid Drive, er einstaklega afkastamikill en jafnframt sérstaklega sparneytinn (3,8 lítrar/100 km) og umhverfisvænn, þar sem útblástur er frá aðeins 87 g/km. Þetta er gert mögulegt með annarri kynslóð Lexus Hybrid Drive þar sem sameinuð hafa verið 1,8 lítra bensínvél með Atkinson-hringrás, afkastamikill rafmótor og háþróuð samþjöppuð rafhlaða. Í EV-stillingu (Electric Vehicle) er CT 200h nær hljóðlaus, notar ekkert eldsneyti og gefur ekki frá sér neinn útblástur, sem undirstrikar hve leiðandi hann er í umhverfisvernd. CT 200h er kraftmikill og skemmtilegur í akstri og innanrýmið er búið öllum þeim gæðum, þægindum og tækninýjungum sem hafa svo lengi verið einkennismerki Lexus. Í lok ársins 2012 verður glæsileg F-Sport útfærsla fáanleg.

CT 200h 25


RX 450h FULL HYBRID LÚXUSSPORTJEPPI Þessi framsækni lúxussportjeppi býr yfir aksturseiginleikum, afköstum og fágun lúxusfólksbifreiðar en líka sveigjanleika smájeppans. RX 450h er knúinn Lexus Hybrid Drive þar sem 3,5 lítra V6-bensínvélin og tveir afkastamiklir rafmótorar vinna saman. Gefðu vel í og þú munt verða var við stiglausa hröðun, frá 0 upp í 100 km/klst. á 7,8 sekúndum. Hins vegar er útblásur aðeins 145g/km. Þetta er ótrúlega lág tala fyrir fjórhjóladrifinn bíl af þessari stærð. Innanrýmið er aðlaðandi með leðursætum og ríkulegum búnaði.

26 RX 450h


• Lexus Hybrid Drive, 299 DIN hö • CO2-losun: 145 g/km • E-CVT, framhjóladrif eða fjórhjóladrif • EV og ECO stillingar • 19" álfelgur, HID aðalljós • Lykillaust aðgengi • VDIM • 10 loftpúðar, árekstraöryggiskerfi

RX 450h 27


• Lexus Hybrid Drive, 345 DIN hö • CO2-losun: 179 g/km • E-CVT, afturhjóladrif • 18" álfelgur, HID-aðalljós með I-AFS • Semi Aniline leðuráklæði, Mark Levinson® hljóðkerfi • VDIM-fjöðrun (Adaptive Variable Suspension) • 8 loftpúðar

28 GS 450h


GS 450h AFKASTAMIKILL FÓLKSBÍLL MEÐ FULL HYBRID Kraftmikli tvinnbíllinn GS 450h er stórt skref í áttina að því að halda umhverfisáhrifum í lágmarki en auka um leið akstursánægju eins mikið og kostur er. Þetta er gert mögulegt með Lexus Hybrid Drive þar sem á snjallan hátt eru sameinuð 3,5 lítra V6 bensínvél og kraftmiklum rafmótor. Hann er í senn afkastamikill, fágaður og glæsilegur og nær stiglausri hröðun frá 0 upp í 100 km/h á aðeins 5,9 sekúndum. Aksturinn er afslappandi, jafnvel í mjög löngum ferðum. Þrautskipulagt innanrýmið skapar friðsælt umhverfi og þú nýtur hins nákvæma leiðsögukerfis á 40 GB hörðum diski og rafræns loftræstikerfis.


LS 600h / LS 600h L FULL HYBRID LÚXUSBÍLL Í flaggskipinu frá Lexus er kraftmesta útgáfa Lexus Hybrid Drive sem nokkur bíll hefur nokkurn tíma verið útbúinn. Einstök samsetning hröðunar, hljóðláts gangs, einstakrar eldsneytisnýtingar og lítillar mengunar í útblæstri. Aldrifið skilar aflinu á veginn og gerir bílinn afar stöðugan í akstri. Friðsælt innanrýmið í LS 600h ber með sér að þar hafa fremstu bílasmiðir heims verið að verki: Handunnið leður, falleg viðarklæðning og nákvæmir saumar. Þeir sem sækjast eftir fullkomnum glæsileika býðst LS 600h L útfærslan með löngu hjólhafi.

LEXUS, OFFICIAL SUPPLIER TO H.S.H. THE SOVEREIGN PRINCE OF MONACO


• Lexus Hybrid Drive, 445 DIN hö • CO2-losun: 218 (LS 600h) eða 219 (LS 600h L) g/km E-CVT, aldrif • EV og ECO stillingar • 19" álfelgur með Brembo® bremsum, LED-aðalljós • Nuddsæti og afþreyingarkerfi aftur í. • VDIM-fjöðrun (Adaptive Variable Suspension) • Allt að 11 loftpúðar

LS 600h / LS 600h L 31


• 4,6 lítra V8-bensínvél, 381 (LS 460) eða 367 (LS 460 aldrif) DIN hö • Átta gíra sjálfskipting, afturhjóladrif eða aldrif • 18" álfelgur, HID-aðalljós með I-AFS • Mark Levinson® Premium hljómkerfi með 19 hátölurum, afþreying í aftursætum • VDIM-fjöðrun (Adaptive Variable Suspension), VGRS • 8 loftpúðar

32 LS 460 / LS 460 AWD


LS 460 / LS 460 AWD V8 LÚXUSBÍLL Í LS 460 sameinast framúrskarandi tæknilausnir, japönsk gæðasmíði og listahönnun sem saman endurskilgreina lúxusbílinn. Ný og öflug 4,6 lítra V8 vélin vinnur mjúklega, ásamt 8 þrepa sjálfskiptingu, þeirri fyrstu sinnar tegundar í heiminum og setur ný viðmið fyrir líflegan og mjúkan akstur. LS 460 með aldrifi er búinn sítengdu aldrifi sem skilar aukinni spyrnu við erfiðar aðstæður. Auk þess að skara fram úr hvað snertir þægindi og afþreyingarbúnað eru LS fólksbílarnir útbúnir byltingarkenndum hjálparbúnaði.

LS 460 / LS 460 AWD 33


RX 350 V6 LÚXUSSPORTJEPPI RX 350 hefur til að bera sveigjanleika, einstaka hönnun og fágun sem einkennir lúxusbíla. Kraftmikil 3,5 lítra V6-bensínvél, mjúk 6 þrepa sjálfskipting og aflið skilar sér á veginn með afar sveigjanlegu aldrifi með virkri togstýringu. Í innanrýminu tryggir fyrsta flokks staðalbúnaður ökumanni og farþegum þægilega og ánægjulega ferð. Hvert sem litið er í innanrýminu sérðu notadrjúgar geymslueiningar sem hannaðar eru á snjallan hátt, s.s. margnýtilegan miðstokkinn. Einnig er farangursrýmið stórt og sveigjanlegt.

34 RX 350


• 3,5 lítra V6 bensínvél, 277 DIN hö • 6 þrepa raðbundin sjálfskipting, aldrif • 19" álfelgur, stór sóllúga • Fjarstýring, Mark Levinson ® hljóðkerfi • Loftfjöðrun, VDIM • 10 loftpúðar

RX 350 35


IS 200d / IS 220d AFKASTAMIKILL DÍSILBÍLL IS verðlaunasportbíllinn ljómar af glæsileika sem kemur fram í öflugri og grípandi lögun og hreinum línum sem geisla af öryggi. Örugg og nákvæm stýringin, jafnvægi og stöðugleiki eru þættir sem þú munt njóta þegar þú ekur IS-gerðinni, ásamt framúrskarandi loftflæði, vönduðu fjöðrunarkerfi og nýstárlegu aflstýri. Báðir bílar eru útbúnir „common-rail“ dísilkerfi með agnsíu sem uppfyllir Euro 5 staðalinn um útblástur. Auk sparneytni og lítils útblásturs hafa báðir bílar til að bera framúrskarandi togkraft og fágun. Að innan bjóða þeir upp á einstakan lúxus með hágæðaefnum og þægindum.

36 IS 200d / IS 220d


• 2,2 lítra dísilvél, 150 (IS 200d) eða 177 (IS 220d) DIN hö • 6 þrepa beinskipting, afturhjóladrif • Leðuráklæði • HDD-leiðsögukerfi, Mark Levinson® hljómkerfi • Rafknúið aflstýri, VDIM • 8 loftpúðar

IS 200d / IS 220d 37


• 2,5 lítra V6 bensínvél, 208 DIN hö • 6 þrepa sjálfskipting með skiptiflipum, afturhjóladrif • 16", 17" eða 18" álfelgur, LED-dagljósabúnaður • HDD-leiðsögukerfi, leðuráklæði • Sportleg fjöðrun, VDIM • 8 loftpúðar • F-Sportmódel

38 IS 250


IS 250 V6 SPORTBÍLL IS 250 sportbíllinn er knúinn mjúkri 2,5 lítra V6 vél með beinni innspýtingu. Hún er búin VVT-i-tækninni sem veitir fágun og mikil afköst. 6 þrepa raðbundin sjálfskipting er virkjuð með gírskiptirofum sem tryggir í senn kraft og mýkt vegna hárréttra hlutfalla og nákvæmni. Akstursupplifunin er einstök þegar ökumaðurinn hefur hendurnar á stýri með leðuráklæði, umvafinn þróuðum stjórnbúnaðinum.


• 2,5 lítra V6 bensínvél, 208 DIN hö • 6 þrepa sjálfskipting með skiptiflipum, afturhjóladrif • Þriggja laga, sjálfvirkur og færanlegur harðtoppur úr áli • Semi aniline leðuráklæði, snertiskjár • AI-Shift stýring, VDIM • 6 loftpúðar, veltivörn

40 IS 250C


IS 250C SPORTBÍLL MEÐ BLÆJU Hannaður með lúxus og notagildi í huga. Hann geislar af glæsileika, fágun og fjöri. Hann er búinn þrískiptu álþaki sem opnast hratt og mjúklega á aðeins 20 sekúndum og er sannkölluð meistarasmíð. Rafræn framsæti eru með aukahitun sem kemur sér vel þegar ekið er með þakið opið og svalt er í veðri. Hægt er að fá þau með leðuráklæði. IS 250C veitir einstaklega fágaðan akstur með 2,5 lítra V6-bensínvél með beinni innspýtingu sem vinnur fullkomlega og hnökralaust með 6 þrepa raðbundinni sjálfskiptingu.

IS 250C 41


• 5 lítra V8 bensínvél, 423 DIN hö • 8-þrepa sjálfskiptur sportgírkassi, afturhjóladrif • 19" BBS® álfelgur með loftkældum Brembo® bremsum • Sportstýri, sportsæti frammi í • Tregðulæsing, VDIM með sportstillingu • 8 loftpúðar

42 IS F


IS F AFKASTAMIKILL FÓLKSBÍLL Aflið kemur frá 5,0 lítra V8-vél með sportstillingu og fer úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á 4,8 sekúndum og svo upp í 270 km/klst. (þar sem leyfilegt er). Þökk sé ótrúlega snörpum átta þrepa sportgírkassa verður gírskipting nær samstundis og tregðulæsingin eykur enn á afköstin. Hemlun er líka afar hröð rétt eins og búast mætti við af bíl sem þróaður hefur verið á Fujihraðbrautinni. Tveggja spyrnu fjöðrun að framan og fjöltenging að aftan skila mesta mögulega stöðugleika, nákvæmni í akstri, veggripi og góðri stjórn án þess þó að draga úr þeim þægindum sem einkenna Lexus-bílana.


TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR CT 200h

GS 450h

RX 450h

LS 600h / LS 600h L

Strokkar/slagrými (cm3)

L4/1798

V6/3456

V6/3456

V8/4969

Hámarksafl (DIN hö./kW @ sn./mín.)

99 / 73 @ 5200

296 / 218 @ 6400

248 / 183 @ 6000

394 / 290 @ 6400

Hámarkstog (Nm @ sn./mín.)

142 @ 4400

368 @ 4800

317 @ 4800

520 @ 4000

Heildarafköst kerfis (DIN hö/kW)

136 / 100

345 / 254

299 / 220

445 / 327 250

Hámarkshraði (km/klst.)

180

240

200

0-100 km/klst. (sek.)

10,3

5,9

7,8

6,3

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur l/100 km)

3,8

7,7

6,3

9,3

CO2 útblástur (g/km, blandaður akstur)

87

179

145

218 (219)*

Lengd (mm)

4320

4850

4770

5060 (5180)*

Breidd (mm)

1765

1820

1885

1875

Hæð (mm)

1430

1430

1685

1480

Hjólhaf (mm)

2600

2850

2740

2970 (3090)*

* LS 600h L

44 TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR


TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR IS 200d

IS 220d

IS 250

IS 250C

Strokkar/slagrými (cm3)

L4/2231

L4/2231

V6/2500

V6/2500

V8/4969

Hámarksafl (DIN hö./kW @ sn./mín.)

150 / 110 @ 3600

177 / 130 @ 3600

208 / 153 @ 6400

208 / 153 @ 6400

423 / 311 @ 6600

Hámarkstog (Nm @ sn./mín.)

340 @ 2000-2800

400 @ 2000-2800

252 @ 4800

252 @ 4800

505 @ 5200

Hámarkshraði (km/klst.)

205

220

225

210

270

0-100 km/klst. (sek.)

10,2

8,9

8,5

9,0

4,8

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur l/100 km)

5,1

5,5

8,4

9,2

11,6

CO2 útblástur (g/km, blandaður akstur)

134

144

194

213

270

Lengd (mm)

4585

4585

4585

4635

4660

Breidd (mm)

1800

1800

1800

1800

1815

Hæð (mm)

1440

1440

1425

1415

1415

Hjólhaf (mm)

2730

2730

2730

2730

2730

3

RX 350

LS 460

LS 460 AWD

Strokkar/slagrými (cm )

V6/3456

V8/4608

V8/4608

Hámarksafl (DIN hö./kW @ sn./mín.)

277 / 204 @ 6200

382 / 280 @ 6400

367 / 270 @ 6400

Hámarkstog (Nm @ sn./mín.)

346 @ 4700

493 @ 4100

469 @ 4100

Hámarkshraði (km/klst.)

200

250

250

0-100 km/klst. (sek.)

8,0

5,7

6,3

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur l/100 km)

10,7

11,1

11,6

CO2 útblástur (g/km, blandaður akstur)

250

261

274

Lengd (mm)

4770

5060

5060

Breidd (mm)

1885

1875

1875

Hæð (mm)

1685

1465

1465

Hjólhaf (mm)

2740

2970

2970

IS F

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR 45


UPPLIFUN EIGENDA VIÐ PÖSSUM UPP Á BÍLINN:

ÁBYRGÐIR:

LEXUS-ÞJÓNUSTA Með Lexus-þjónustu getur þú treyst hæfum atvinnumönnum fyrir velferð bílsins þíns og um leið fáum við tækifæri til að veita þér bestu þjónustu sem völ er á.

ALLIR BÍLAR

FAGLEG UMSJÁ Við mælum með því að þú farir alltaf með bílinn í skoðun hjá viðurkenndum Lexusviðgerðarmönnum. Sérþjálfaðir tæknimenn okkar eru ávallt með nýjustu upplýsingar um Lexusþjónustu, verkfræði og tækni. UMHVERFI Til að draga úr myndun úrgangs er varahlutum safnað saman og þeir endurunnir, auk þess sem efni sem notuð eru til loftkælingar eru endurnýtt. Við stundum einnig rannsóknir á skilvirkari aðferðum og tækni til að taka í sundur bíla að líftíma þeirra liðnum. Auk þess erum við að þróa aðferðir til að nýta leifar eftir tætingu, sem hingað til hafa verið taldar óendurvinnanlegar.

Fimm ára alhliða ábyrgð Hún nær til hvers konar ágalla sem rekja má til galla í framleiðslu eða samsetningu sem koma í ljós við venjulega notkun. Hún gildir í fimm ár eða 160.000 km akstur, hvort sem fyrr verður, en engin takmörk eru á eknum kílómetrafjölda fyrsta árið. 3JA ÁRA YFIRBORÐSRYÐS- OG LAKKÁBYRGÐ Ábyrgðin nær til yfirborðsryðs eða galla í lakki sem koma fram á lökkuðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla eða slælegum vinnubrögðum. Ábyrgðin er óháð fjölda ekinna kílómetra. 12 ÁRA ÁBYRGÐ Á RYÐVÖRN 12 ára ábyrgð er veitt, óháð akstri, vegna gegnumryðs á yfirbyggingunni (að innan og utan) sem hlýst af tæringu sem rekja má til efnisgalla eða slælegra vinnubragða. Ábyrgðin flyst á milli eigenda.

FÖRGUN ÖKUTÆKJA Reglur um förgun ökutækja bjóða Lexus-eigendum upp á nýja og framsækna leið til að skila bílum sínum til framleiðandans.

GERÐIR MEÐ LEXUS HYBRID DRIVE 5 ÁRA ALHLIÐA ÁBYRGÐ Á ÍHLUTUM Í TVINNKERFI Á tilteknum hlutum í hybrid aflrásinni 5 ár eða 100.000 km, hvort sem kemur fyrr. Frekari upplýsingar er að fá hjá viðurkenndum umboðsaðila Lexus.

46 UPPLIFUN EIGENDA


LEXUS, OFFICIAL SUPPLIER TO H.S.H. THE SOVEREIGN PRINCE OF MONACO


LEXUS-LÍNAN

UPPLIFÐU EINSTAKAN LEXUS Eina leiðin til að skilja fyllilega hvað gerir Lexus svona sérstakan er að aka honum. Hafðu samband við söluaðila Lexus eða heimsæktu vefsíðu Lexus og pantaðu reynsluakstur.

© 2011 Lexus Europe* áskilur sér rétt til að breyta öllum atriðum tæknilýsingar og búnaðar án fyrirvara. Tæknilegar upplýsingar og útbúnaður geta verið mismunandi milli landa. Vinsamlegast hafðu samband við viðurkenndan Lexus söluaðila til að fá nánari upplýsingar. Ath.: Upplýsingum og myndum af ökutækjum í þessum bæklingi er einungis ætlað að vera leiðbeinandi. Litir á yfirbyggingum geta verið frábrugðnir þeim sem birtast á ljósmyndum í þessu riti. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar á www.lexus.is

www.lexus.is

Umhverfismál eru Lexus afar hugleikin. Við leggjum því mikla áherslu á að halda umhverfisáhrifum þeirra bíla sem við framleiðum í algjöru lágmarki út allan endingartíma þeirra – allt frá hönnun, framleiðslu, dreifingu, sölu og viðhaldsþjónustu til endanlegrar förgunar. Frekari upplýsingar má fá hjá söluaðilanum. * Lexus Europe er deild innan Toyota Motor Europe NV/SA. Prentað í Evrópu, September 2011

Skannaðu QR kóðann með símanum þínum til þess að fá frekari upplýsingar um Lexus bíla


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.