3 minute read
Glerregn Glassrain
Á áttunda áratug síðustu aldar voru miklar hræringar í listaheiminum. Á þeim tíma var þátttaka ungs fólks í pólitík áberandi en mikil gagnrýni á hefðbundin gildi í samfélaginu fylgdi þessari kynslóð sem oft er kölluð ’68-kynslóðin. Áhugi á náttúruvernd fór vaxandi og deilt var á neysluþjóðfélagið þar sem auglýsingar þóttu ýta undir gerviþarfir. Þessar hræringar voru í takt við það sem var að gerast erlendis, en mikil andstaða var til að mynda gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam.
Listamaðurinn Þuríður Rúrí Fannberg (1951), eða Rúrí eins og hún kýs að kalla sig, tilheyrir fámennum hópi íslenskra myndlistarmanna sem taka afgerandi pólitíska afstöðu í verkum sínum. Pólitísk vitund Rúríar á rætur sínar að rekja til frétta úr útvarpi í upphafi kalda stríðsins. Það andrúmsloft sem ríkti í heiminum á sjötta og sjöunda áratugnum birtist hér á landi í fréttaflutningi Ríkisútvarpsins (Ísland var ekki með sjónvarp fyrr en 1966). Frásagnir af styrjöldum í Austurlöndum og vopnuðum innrásum í Austur-Evrópu og víðar, ásamt uppgjöri tengdu útrýmingarbúðum, voru daglegt brauð. Þá var vitneskjan um tilvist gereyðingarvopna beggja vegna Atlantsála ekki til þess fallin að draga úr ótta um að friðurinn væri gálgafrestur. Rúrí tilheyrir fyrstu kynslóðinni sem óx úr grasi þess meðvituð að maðurinn gæti sjálfur eytt öllu lífi í kringum sig á svipstundu ef hann kærði sig um það. Þessi vitneskja hefur mótað viðhorf Rúríar sem myndlistarmanns en í mörgum verka hennar má sjá þá afstöðu sem hún hefur ætíð tekið til stríðsreksturs og ofbeldis.
Í verkinu Glerregn frá 1984 koma þessar hugsanir fram með skýrum og eindregnum hætti. Verkið samanstendur af 500 hnífskörpum glerjum, sem hvert um sig mjókkar niður í odd og minnir á rýting. Mislöng glerin hanga í þyrpingu sem nær frá lofti og niður í gólf. Hvert gler hangir í glærum þræði og þegar gengið er framhjá verkinu fer loftið á hreyfingu og glerin taka að snúast. Til þess að skynja verkið til fulls þarf áhorfandinn að stíga inn í það og standa í glerregninu miðju. Það er upplifun sem ekki fæst með því aðeins að horfa og þegar blikandi glerrýtingarnir umkringja áhorfandann er ógnin nánast áþreifanleg.
The 1970s were a time of turmoil in the art world. At that time young people were highly politically active: that generation, often called the ’68 generation, was characterised by severe criticism of the dominant values in society. Interest in nature conservation was increasing, and the consumer society came under attack, as advertising was seen as promoting fake “needs.” This ferment was a part of broader international trends: the US war in Vietnam, for instance, met with fierce protest.
Artist Þuríður Rúrí Fannberg (1951), known as Rúrí, is one of a small number of Icelandic artists who express strong political views in their work. Rúrí’s political consciousness springs from the radio news she heard early in the Cold War era. The state of the world in the 1950s and 60s was manifested here in Iceland in the news reporting of RÚV national radio (Iceland did not have TV until 1966). Reports of wars in the Far East, armed incursions in Eastern Europe and elsewhere, along with revelations of the reality of Nazi concentration camps in World War II, were a constant presence. And the consciousness that weapons of mass destruction existed on both sides of the Atlantic was not calculated to calm fears that the peace that followed World War II was simply a lull before another war. Rúrí is a member of the first generation to grow up in the knowledge that humanity had the ability to destroy all life on earth in seconds, if they so chose. That awareness has informed Rúrí’s attitudes in her art; and her long-held perspective on war and violence is manifested in many of her works.
In Glassrain (1984) these ideas are clearly and decisively expressed. The work comprises 500 razor-sharp fragments of glass, each ending in a point, reminiscent of a dagger. The fragments, of varying lengths, hang in a clusters from ceiling to floor. Each piece is suspended on a clear thread, and when a visitor walks past the piece, air currents lead the glass pieces to turn on their threads. In order to fully experience the work, the observer must step inside it and stand in the midst of the glassrain – this perception cannot be achieved by simply looking at the piece: when the observer stands surrounded by the glittering glass daggers, the sense of trepidation is almost tangible.
Mynd á forsíðu / Photo:
Rúrí (1951)
Glerregn / Glassrain, 1984
© Listasafn Íslands
LÍ-7241
Listasafn Íslands
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík
Verkefnastjóri sýningar
Exhibition Project Manager
Vigdís Rún Jónsdóttir
Textar
Texts
Vigdís Rún Jónsdóttir
Markaðsmál
Marketing
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Events and Educational Programme
Ragnheiður Vignisdóttir
Umsjón tæknimála og ljósmyndum
Technical Supervision, Photography and Recordings
Sigurður Gunnarsson
Forvarsla
Conservation
Steinunn Harðardóttir
Uppsetning
Installation
Magnús Helgason
Gylfi Sigurðsson
Indriði Ingólfsson
Ísleifur Kristinsson
Steinunn Harðardóttir
Bjargmundur Ingi Kjartansson
Andri Björgvinsson